Liðið gegn Real Madríd

Þegar Liverpool komst í Meistaradeildina var ég að vonast eftir glæsilegum leikjum á þessum helstu völlum eins og Bernabeu með Liverpool alltaf í séns. Ég er ekki viss um að Rodgers sé að reikna þennan leik í kvöld alveg þannig. Liðið er vissulega ennþá með þetta í sínum höndum ennþá eftir þennan leik og því áhætta tekin að hvíla nokkra leikmenn í kvöld sem við höfum talið okkar lykilmenn.

Liðið er svona:

Mignolet

Manquillo – Toure – Skrtel – Moreno

Can – Lucas – Allen

Markovic – Borini – Lallana

Bekkur: Jones, Johnson, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sterling og Balotelli

Toure kemur inn fyrir Lovren og ég reyndar veit ekki hvort það er hugsað sem hvíld fyrir Lovren eða Toure bara treyst betur. Lovren reyndar ekki í hóp og því spurning um meiðsli?

Can kemur inn fyrir Henderson og Lucas fyrir Gerrard, veit ekki hversu sáttir þeir eru við hvíld í þessum leik af öllum leikjum.

Markovic kemur inn fyrir Sterling sem getur reyndar ekki mikið röflað yfir því m.v. form undanfarið, Lallana kemur inn fyrir Coutinho sem er vel skiljanlegt og Borini kemur inn fyrir Balotelli sem getur nákvæmlega ekkert sagt.

Ég er að spá í að horfa á þennan bara í tölvunni af klósettinu, úff.

Rodgers hefur sannarlega pung, það skal ég gefa honum, guð hjálpi honum ef Liverpool klárar ekki Basel og Ludogorets.

Lið Real er svona:

Casillas

Arbeloa – Varane – Ramos – Marcelo

Modric – Kroos – Isco

Rodriquez – Benzema -Ronaldo

99 Comments

  1. Þetta lúkkar bara agætlega . Fínt að leyfa nokkrum prinsessum að setjast a bekkinn og sjá hvort að spilamennskan batni ekki bara aðeins.

  2. jæja semsagt bara hálfgert varalið, mikill metnaður þar á ferð búinn að ákveða að leikurinn sé tapaður áður en hann byrjar…

  3. Finnst bara allt í lagi að prufa þessa liðsuppstillingu þar sem í síðustu fjórum leikjum hefur Liverpool skorað 2 mörk og fengið á sig 5, sé ekki hvað réttlætir það að halda svipuðu byrjunarliði og í þeim leikjum þó svo þetta byrjunarlið sé líklegast met í því að vera óspennandi. Ég var farinn að efast en nú veit ég að Rodgers hefur pung.

  4. Varalið eða ekki, spurning um að þegar upprisa “er” að eiga sér stað hvort það sé ekki bara lang mikilvægast að hafa aðalmennina úthvílda fyrir Chelsea leikinn. Enda myndi ég segja að deildin sé töluvert mikilvægari heldur en nokkurntímann meistaradeildin á þessum tímapunkti. Svo er bara spurning hvort þetta trufli ekki bara Real að mæta liði sem þeir hafa eflaust seint gert sér í hugarlund að mæta á heimavelli.

  5. Ég er bara gjörsamlega gáttaður á Rodgers.

    Hér eru okkar menn að fara að spila stærsta leik tímabilsins – gegn sennilega besta liði Evrópu um þessar mundir, á þeirra heimavelli – og hann ákveður að láta langbesta leikmann liðsins á bekkinn.

    Það er staður og tími til þess að gera einhverjar svona breytingar, en í svona leik?

    Ég ætla bara að gerast svo djarfur – og dramatískur – og segja að Rodgers sé að sýna þessari keppni, klúbbnum okkar og Real Madrid, lítilsvirðingu með því að stilla upp mjög veikara liði en hann getur.

    Ótrúlegt!

    Liverpool á ALDREI að líta á sjálfa sig sem minna liðið í stærstu keppni heims. Rodgers er einmitt að gera það. Frekar myndi ég vilja sjá liðið okkar tapa með sæmd með okkar sterkustu leikmenn inn á, frekar en að sætta mig við tap með svona uppstillingu.

    Ég vona að ég megi éta þessi orð mín með bestu lyst eftir tvo tíma eða svo, en ég er samt sem áður gáttaður og vonsvikinn með stjórann.

    Homer

  6. Modric + Kroos + Rodriquez + Isco + Ronaldo < Can + Lucas + Allen + Marcovic + Lallana

    -Þetta verður stál í stál…

  7. Það væri nú alveg týpískt að vinna svo bara leikinn með þessu liði!

  8. úfff hvað á maður að segja. Þetta er reyndar sá leikur í riðlinum sem var nánast alltaf tapaður. Skil Rodgers vel, það er búin að vera ansi mikil keyrsla á liðinu undanfarið og því ekki að taka bara sénsinn. Þessir menn munu allavegana berjast eins og ljón, býst ég við.

    Að tapa þessum leik með svona eins og fjórum mörkum myndi sleppa. En það sem gæti gerst er að við töpum þessum leik með svona 6 til 8 mörkum. Það væri skelfilegt.

  9. Eru menn samt ekki sámmala um að Chelsea leikurinn sé mikilvægari heldur en þessi Real Madrid útileikur sem er fyrirfram tapaður. Hvaða menn er hann rodgers annars að að hvíla sem myndu skipta máli í kvöld held að coutinho og ballotelli hafi ekkert að gera í þennan leik enda verða Real madrid með boltann mest allan leikinn , síðana hafa Gerrard, lovren og sterling spilað nánst hverja einustu mínútu á þessu tímabili og hafa verið í erfileikum undanfarið þannig að ég helda það sé skynsamlegt að hvíla þá í kvöld. Eina spurningarmerkið sem ég sett við byrjunaliðið er að hvíla lovren enda toure ekki traustvekjandi

  10. Hvað kemur pungurinn á Brendan liðsvalinu við?
    Þetta er er allavega áhugavert lið. Áfram Liverpool!

  11. en hvað eiga allir þessir menn Johnson, Gerrard, Henderson, Coutinho, Sterling og Balotelli sem eru á bekknum í kvöld sameiginlegt , þeir hafa allir verið að spila mjög illa undanfarið

  12. Skil thetta mjøg vel hja BR. Vona ad menn mæti trylltir og stingi sokkum upp i menn og konur! 🙂

  13. Djöfull líst mér vel á þetta. Framtíðin fær tækifæri til að sýna í hvað hana er spunnið. Way to go!

  14. Já og mín spá stendur ennþá 1-2 og Balotelli með tvö.

    Skil betur núna afhverju ég vinn aldrei í getraunum!

  15. Ég er búinn að lesa þennan þráð aftur og aftur og ég ekki ennþá búinn að finna þennan langbesta mann okkar sem er á bekknum!

  16. Lovren verið mjög slakur.

    Gerrard verið slakur.

    Henderson verið slakur.

    Coutinho verið mjög slakur.

    Sterling verið slakur.

    Balotelli verið slakur.

    Liðið verið virkilega slakt.

    Skil ekki alveg þessi læti.

  17. Alveg drullusáttur með liðsvalið. Afhverju vera verðlauna miður góða spilamennsku á móti stærsta liðinu sem við mætum á árinu. Vonandi fara menn að hugsa sinn gang.

  18. Ef Rodgers er að refsa mönnum, þá hefði hann betur átt að gera það gegn Newcastle heldur en gegn besta liði í heimi.

  19. Hef fullan skilning á þessu. Það er ekki eins og þeir sem byrja ekki í kvöld hafi verið að spila neitt glimrandi vel + leikurinn næstu helgi.

  20. Maggi Gylfa að drulla yfir Rodgers fyrir þetta byrjunarlið og segir Liverpool vera að gefa leikinn…

    Djofull væri gaman ef þetta lið næði einhverju ur þessum leik

  21. ÚFF , hefði samt viljað sjá Balotello og Borini saman upp á topp á kostnað Markovic sem var skelfilegur seinast þegar að hann spilaði.

  22. Smá þráðrán en getur einhver sagt mér af hverju 365 eru að fá menn eins og Magnús Gylfa til þess að ræða um Liverpool í upphitun fyrir leiki í meistaradeildinni? Gæjinn gjörsamlega notar hverja einustu sekúndu til þess að rakka niður klúbbinn.

  23. Ekkert að þessu byrjunarliði, margir búnir að vera að drulla upp á þak leik eftir leik og eiga þar að leiðandi ekkert erindi í byrjunarliðið í þessum leik.

  24. Legg til að menn líti á þennan leik sem léttan æfingaleik, svona til að halda jaðarmönnunum okkar í formi. Með þessu hugarfari mun ég brosa gegnum súrt og sætt næstu 90 mínúturnar.

    Koma svo!

  25. Er bara skriðinn upp í sófa undir teppi og með ísdolluna við hliðina – comfort blanket og comfort food ef virkilega illa fer…

  26. Maðurinn er með pung, held að ég setji 10k á útisigur á lengjunn x 9,4 🙂
    YNWA

  27. Það verður að segjast eins og er að við höfum ekki verið svona léttleikandi og hreifanlegir í marga mánuði.

  28. Þetta er bara ágætt……………ennþá. Ekkert varalið sýnist manni 🙂
    YNWA

  29. maggi gylfa, úff, sem betur fer þarf ég ekki að borga fyrir að hlusta á þann “sérfræðing”. scum maður dauðans og notar hvert einasta tækifæri til þess að drulla yfir Liverpool.
    Fótboltaleikur er ekki tapaður fyrirfram, hann af öllum mönnum ætti að vita það. Sem betur fer er hann farinn frá mínu liði Val 🙂

    Koma svo LIVERPOOL ! ! !

  30. Mignolet , my man, virðist vera að sanna tilveru sína í liðinu. Frábær þessar fyrstu 10 mín!

  31. #19 Eyþór, algjörlega sammála – það er ekki eins og þeir sem eru á bekknum hafi verið að sýna eitthvað :).

    #24 Davíð, algjörlega sammála – það á ekki að setja Utd. men í settið þegar Liverpool er að spila.

    Þetta er bara skynsamlegt með leikinn um næstu helgi í huga og að lykilmenn fái einhvers staðar hvíld + nú er bara málið fyrir aðra leikmenn til að sýna sig

    + sama hvernig þetta fer, t.d. tap – það er ekkert sem segir að þetta hefði farið eitthvað betur með Gerrard og co inná.

  32. Flottur leikur, eini sem að ég væri til að missa af vellinum væri allen

    veit bara ekki hver ætti að koma í staðinn fyrir hann

  33. Fínn pungur í Markovic að reyna að stinga Varane af… en djöfull var hann étinn… og Markovic á að teljast fljótur… Þvílíkur kraftur í Varane!

  34. + Dejan Lovren var afskaplega þreyttur á móti Newcasle – og hann er ekki maðurinn til að dreifa spilinu eins og hann var að reyna í leiknum á móti Newcastle !, hann var alltof mikið að reyna einhverjar úrslitasendingar – ofaná slakan varnarleik !

    Það er alveg kominn tími á að hvíla hann :).

  35. Rosalega er ég stoltur af þessum drengjum sem spila fyrir hönd Liverpool núna, það eru allir að gera sitt besta og það er það sem ég er svo glaður með.
    Allir að berjast eins og ljón og êg get ekki beðið um meira í kvöld

  36. Markocitch hlýtur að vera að sýna BR eitthvað á æfingum Þvi hann hefur ekki sýnt mér að hann sé betri en keila

  37. “Why do people say “grow some balls”? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”

    ? Sheng Wang

  38. Held því miður að það sé bara tímaspursmál hvenær RM skorar..fyrsta markið. 3-4 nánast dauðafæri

  39. Því miður verð ég að segja það.. það sem ég vildi óska þess að Joe Allen myndi detta óvart af launaskrá hjá Liverpool

  40. Er Allen 8 ára krakki eða er hann bara svona hrikalega mikil veimiltíta og lélegur í fótbolta?

  41. Jol: Ég, nafnið mitt stendur við færsluna. Kóngar fá líka á sig mörk.

  42. #52 Júrí-Jurkaeff
    Hann er alveg örugglega betri en þú á öllum sviðum.

  43. hvað er málið með neikvæðnina gagnvart liðinu hérna og annarsstaðar samt ?

  44. magnað að sjá komment (er stoltut af þessum strákum, Toure er kóngur, Mignolet frábær) eru menn að djóka leikurinn er ekki einu sinni hálfnaður,

  45. Ég held ekki að neinum sé alvara hérna lengur… hvorki á KOP né á Merseyside

  46. #51 Kaupa Benzema segir þú.

    Já, ég er alveg viss um að Benzema sé akkúrat núna að hugsa um hvað það væri nú frábært að vera í Liverpool en ekki þessu hundlélega Real liði, já, já, einmitt.

  47. Menn að berjast og djöflast… MIgnolet að eiga leik lífs síns.

  48. ég verð nú bara að segja það að mér finnst bara spilamennska liverpool með því betra sem maður hefur séð í marga mánuði…. kannski ekki jafn hæfileikaríkt lið og real en.. svei mér þá ef er ekki bara baráttuandi í þessu liði….

  49. Mikið rosalega er liðið að stíga upp á móti besta liði heims. Can og lucas búnir að vera góðir. Markovich er að sýna hvers er ætlast til af honum – vantar bara smá uppá. Mignolet er að eiga mjög góðan leik. Moreno er búinn að vera virkilega aggressívur og flottur.

  50. Maður verður nú bara að vera stoltur af B liði Liverpool. Flott frammistaða halda þessu svona þangað til á 85mín og setja eitt kvikyndi

  51. eg er samála þér babu við vinnum þennan leik 1.2 koolo og sterling yeee

  52. Ég er bara ekki frá því að ég hafi ekki séð liðið svona líflegt frá því í tottenham leiknum.

    Finnst hlægilegt að sjá menn halda því fram að þetta sé varalið liverpool þar sem bara Sterling ÆTTI að vera byrjunarliðsmaður en hann er 19 ára og búið að ofkeyra hann. Þannig að menn eru að kvarta yfir að fyrirliðinn okkar sem er 34 ára gamall sé loksins að fá pásu eftir 3ja mánaða törn!!

    Balotelli væri einn og yfirgefinn og engin pressa frá honum ergo passar ekki inn í svona leik. Gerrard orðinn aðeins hægur og okkar menn hefðu fyrirfram ekki átt að vera mikið með boltann ergo Real menn hlaupa í kringum hann.

    Finnst þetta bara fín frammistaða, þótt fyrirfram myndi maður alveg taka 3-0. En staðan er nú bara 1-0 í hálfleik og við erum meiraðsegja nokkuð sprækir fram á við og eigum menn á bekknum sem geta breytt leiknum ef við verðum enn inni í honum.

  53. #57 Elmar Einarsson
    – Enda var ég ekki að biðja um að skipta mér inná. Það eru betri menn á bekknum en þessi tittur, man varla eftir því að Allen hafi átt þátt í marki eða yfir höfuð ógnað marki andstæðingana á einhvern hátt nokkurn tíman.
    – Skil ekki hvernig menn geta verið að hrósa þessari spilamennsku, ekki skot á markið og ekki nokkur ógn, þetta er algjörlega bitlaust.
    -Væri gaman að sjá Kút og Stearling koma inn í hálfleik og reyna troða einu marki á þá. Plís ekki bíða með skiptingar fram á 80. mín.

  54. Já ég tek undir með flestum liðið að verjast vel og Kolo búin að vera með Ronaldo í vasanum(svona næstum því). Vantar pínulítið í lokasendingunni í skyndisóknunum en heilt yfir er þetta mun skárra en síðustu leikir. Flottur baráttuandi í liðinu.

  55. Alls ekki sem verst. Allen ekki alveg að gera sig þarna en engu að síður er mikil barátta í gangi og það er vel. Henderson inn fyrir Allen, og svo Coutinho inn á 65min.

  56. Skemmtilegur fyrri hálfleikur að mörgu leiti. Finnst margir af leikmönnunum okkar vera að spila vel. Auðvitað erum við að eiga við óhemju sterkt lið á útivelli en þeir sem mér finnst vera að standa sig sérstaklega vel eru Moreno, skynsöm hlaup og hefur lokað afar vel á sinn mann. Emre Can er að spila vel, Mignolet á stjörnuleik það sem af er og heilt yfir eru þessir strákar að gera fína hluti miðað við aðstæður. Á bekknum sitja svo 6 leikmenn sem að öllu eðlilegu væru í byrjunarliðinu ef ekki væri fyrir að:

    A) hingað sækja lið sjaldan stig..ekki einu sinni Barcelona sem töpuðu full mannaðir hérna 3-1 á dögunum..já meir að segja með Suarez
    B) þeir hafa alls ekki verið að spila stabílt og gott tímabil
    C) leikurinn á móti Chelsea er 100x mikilvægari en þessi leikur

    Vil annars klappa fyrir þessum 11 piltum sem eru að spila núna, allir sem einn eru að gera sitt besta og hver veit nema að það detti inn eitt mark hjá þeim

    Svo langar mig að kasta fram spurningu til Jol, islogi, Júri-Jurkeff, Dassi. Komið þið hingað inn til þess eins að tuða og andskotast eða mætti ég kannski challenga ykkur til að setja inn eins og eitt gefandi komment með vel ígrunduðum vangaveltum?

    Koma svo!

  57. @71 Allen skoraði á móti Zenit á Anfield, ég var á vellinum hoppandi af gleði í Allen#24 treyjunni minni! 😉

  58. Kolo hefði nú átt að gera betur í markinu, hægði á sér staðinn fyirr að hreinsa. Allt annað en 3-0 tap er bara skref uppávið eftir síðasta leik við R.M og það á útivelli.

  59. Þvilík skita eru gjörsamlega yfirspilaðir, eigum ekki skot á markið, enda ótrúlegt að BR skuli stilla þessu liði upp algjör skandall, aldrei nokkurn tíma hefði t.d Rafa Benitez mætt með eitthvað annað enn sitt besta lið í keppni hina bestu.

  60. Ég rokka……… annað veifið hugsa ég “man against boys”, svo hina stundina er ég bara stoltur af þrautseigjunni og baráttunni gegn ofureflinu. Spái að við förum með stig frá Madrid í kvöld.

  61. Þetta er bara fínt tækifæri fyrir nýju leikmennina að sprikla á stóra sviðinu. Sé bara ekkert athugavert við þetta, rökrétt að leggja “meiri” áherslu á deildina heldur en að leggja upp með það að vinna ríkjandi evrópumeistara að velli og besta fótboltalið í heiminum í dag. Ef við komumst skammlaust frá þessum leik þá er þetta gott fyrir sjálftraust nýju leikmannnana og ýtir við hinum “fasta mönnum” liðsins.

  62. Staðreindin er su að liði á bekknum var 3 0 undir i hálfleik a heimavelli. Varamennirnir sem eru að spila eru 1 0 undir a utivelli i hálfleik.

    Annðhvort er liðsvalið snilldarverk eða áhætta vegna þess að urslitin skipta i sjalfu ser ekki máli. En liðið er að gera góða hluti að mestu

  63. Mjög jákvætt að liðið brotnaði ekki við markið. Maður sér það mjög oft í leikjum hjá Real að við fyrsta markið gefast mótherjarnir hreinlega upp.

  64. Áskorun: er hægt að vera jákvæður, kannski fara í einhver políönnuleik, nei ekki ég. Mestu vonbrigði mín eru kaupin á þeim leikmönnum sem keyptir voru.

  65. Jol: Það veldur mér vonbrigðum ef þú getur ekki séð neitt jákvætt við þennan leik.

  66. Hrikalega vona ég að Lucas fari að spila meira! ég var búinn að gleyma hversu öflugur ‘stoppari’ hann er!

  67. Ohhhhh, hvernig hangir Can inná þegar Lucas var að spila mjög vel? Getum verið ansi sáttir við margt úr þessum leik.. Mignolet, Kolo, Lucas, Allen, Markovic, Borini eru allir að standa sig með sóma!

  68. ooooooog auðvitað var Lucas tekinn útaf, um leið og ég ákvað að skrifa þessa athugasemd…

  69. jæja .. koma svo og jafna þetta .. sparka í punginn á ronaldo, gefa bale á kjaftinn og KOOOMAAAAA SSVVVVOOOOOOO

  70. Það getur allavega enginn sagt að við höfum ekki komið boltanum í netið í leiknum. Vel gert Borini 😀

  71. Ef að liverpool og basel enda jofn af stigum er það ekki þa innbyrðisviðureign sem gildir eða er buið að breyta þvi i markatölu ?
    Er einhver með þetta 100 prosent a hreinu ???

    Basel er að vinna 4-0 sko og eins gott að það sr innbyrðis

  72. Hefði viljað Balotelli á topp með Borini í stað þess að setja Coutinho inná.

  73. Þakka drengjunum fyrir afskaplega góða skemmtun og hetjulega baráttu. Átti alls ekki von á því að vera bærilega sáttur eftir þennan leik en svona fór það samt.

    Vel gert drengir, vel gert Brendan.

  74. Ef að það er eitt jákvætt sem ég á að taka úr þessum leik (það voru nokkrir jákvæðir punktar), þá er það að ég var eiginlega ekkert stressaður þegar að Mignolet var með boltann eða þegar að það var skotið á mark Liverpool, það er ekki leiðinlegt að geta sagt það!

  75. Við má bæta er að þetta er í fyrsta skipti á tímabilinu sem RM skorar ekki tvö mörk eða fleiri á heimavelli (í deild og CL).

Giskleikur Aha.is!

Real Madríd – Liverpool 1-0