Kop.is Podcast #71

Hér er þáttur númer sjötíu og eitt af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 71. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Maggi, Babú, SSteinn og Eyþór.

Í þessum þætti fórum við yfir skelfilegt gengi frá síðasta landsleikjahlé, skoðuðum leikmannakaupin undir stjórn Brendan Rodgers og hituðum upp fyrir stórleikina gegn Real Madrid og Chelsea.

30 Comments

 1. Varðandi Rahhem Sterling. Það er ekkert hægt að ætlast til þess að 19 ára drengur spili stórkostlega leik eftir leik og beri liðið uppi. Hvaða 19 ára leikmenn í heiminum í dag eru með liðið sitt á herðunum?

  Þetta klúður á leikmannamarkaðnum í sumar varð einfaldlega til þess að Sterling fór úr því að verða frábær “jóker” í skugga tveggja stórkostlega framherja í að verða burðarásinn í sóknarleik liðsins á svipstundu. Það er mikil ábyrgð á herðar 19 ára drengs fyrir mitt leyti.

 2. Það er heldur enginn að tala um að hann eigi að vera að spila stórkostlega leik eftir leik, heldur meira svona að leggja sig fram, klára spretti og eiga ekki svona marga leiki í röð þar sem menn eru bara áhugalausir og spila ferlega. Menn geta ekki endalaust falið sig á bakvið það að vera 19 ára gamall, það sem hefur heillað mann hvað mest við hann er að hann leggur sig alltaf fram, hvort sem það gengur upp eða ekki. Það hefur því miður ekki verið raunin, er bara á hálfum hraða og virðist vera með hálfum huga.

 3. Ein pæling sem hefur verið að veltast um í hausnum á mér: gefum okkur að liðið taki þá ákvörðun að breyta leikstíl sínum þannig að hann henti Balotelli. Hvernig myndi sá leikstíll og það skipulag líta út?

 4. @3 SSteinn

  Held að það megi einmitt rekja til álags. Hann er að spila leik eftir leik en hans leikstíll tekur einmitt mikla orku enda gríðarlegir sprettir sem fylgja honum. Ofan á þetta allt er drengurinn svo að taka út fullan þroska.

  Í raun var hann að spila pressulaust í fyrra. Hafði a.m.k. Suarez og Sturridge sem báru uppi sóknarleikinn enda alltaf von á marki frá þeim. Mér finnst hlutverk Sterling einfaldlega hafa stækkað of mikið á stuttum tíma og hann er augljóslega ekki að höndla það.

 5. Takk fyrir mig. Við munum koma á óvart í kvöld og ná stigi. Djöfull verður það gaman!

 6. Kannski, því miður held ég að þetta sé fyrst og fremst einhver skortur á fókus.

  Hann var hvíldur gegn Swansea og hefur spilað heila 4 leiki með LFC á um mánuði og samtals 72 mínútur með Englandi (fyrri hálfleik gegn San Marínó og kom svo seint inná gegn Eistlandi).

  Hvernig má það bara vera að hann sé dauðþreyttur eftir það?

 7. Ég eins og fleiri stuðningsmenn LFC var búinn að hlakka til CL sl. 5 ár. Þegar á hólminn er komið er maður mjög lítið spenntur og mjög fáir búnir að “commenta” á upphitunarpóstinn. Ég er svartsýnn á leikinn – Real eins og staðan er í dag er nokkrum ljósárum á undan okkur. Hefði viljað spila við þá í fyrra !

  Það eiga víst að vera mótmæli fyrir Chelsea leikinn frá þeim sem vilja Rodgers burt. Mér finnst það of snemmt en sætið hans er farið að hitna. Ef maður tekur niður Liverpool gleraugun verðum við að viðurkenna að kaupin hans allflest eru mjög léleg. Við getum tekið Sturridge og Coutinho út úr þeirri jöfnu. Ef ég væri eigandi Liverpool væri ég nú ekki mjög spenntur að opna veskið fyrir hann í janúar. Það er búið að fara yfir þessi kaup hjá honum margoft og það sem er skrýtnast er að þeir menn hann hefur keypt virðist hann alls ekki treysta til að spila fyrir LFC.

  Við erum enn og aftur að brenna okkur á sama hlutnum. Við leggjum áherslu á magn en ekki gæði. Þrátt fyrir að Sturridge komi aftur leysir það ekki okkar vandamál. Hann þarf að komast í spilaform og er síðan vís til að meiðast aftur. Ef við náum ekki góðum úrslitum í leikjunum fram að áramótum og dettum út úr CL getur tímabilið í raun verið búið hjá okkur. Vill ekki hugsa það til enda og það gerir janúargluggann enn erfiðari.

 8. Mótmæli, Rodgers burt? Hvaðan í veröldinni hefur þú það?

 9. Eyþór, ég heyrði t.d. í þættinum Football Weekly hjá Guardian í gær að það hygðist einhver ætla að fljúga með borða yfir Anfield á laugardaginn. Á borðanum á að standa Rodgers Out.

  Það er ekki hægt að skálda svona.

 10. Sá þetta á einhverjum netmiðlinum. Vonandi bara einhver vitleysa. Samt skilur maður þessa óánægju. Hann hefur keypt þessa leikmenn sem síðan skila afskaplega litlu. Hann getur ekki skorast undan ábyrgð. Hann ber ábyrgð á gengi liðsins. Leikmenn sem LFC kaupir virðast alltaf þurfa lengri aðlögunartíma en aðrir leikmenn !! Hvernig stendur á því ? Ef illa fer í kvöld og gegn Chelsea fer að hitna undan Brendan.

 11. Það eiga víst að vera mótmæli fyrir Chelsea leikinn frá þeim sem vilja Rodgers burt.

  Ef þessi hópur er ekki samansettur af stuðningsmönnum United eða eitthvað auglýsingastunt hjá PaddyPower þá held ég að þeim verði vægast sagt ekki mjög vært á Anfield með þessi mótmæli sín. Trúi btw enganvegin að þetta sé á dagskrá.

  Það er engin pressa á Rodgers frá neinum stuðningsmanni Liverpool sem er eitthvað tengdur raunveruleikanum. Pirringur já en það getur engin fært gáfuleg rök fyrir því að losa sig við hann á þessum tímapunkti…og ég hef ekki séð neinn gera það ennþá.

 12. Er það rétt að BR er ekki með neina varnarþjálfara á sínum snærum og segist ekki þurfa þess?

  Við erum með ungan Frakka sem var gerður að fyrirliða þrátt fyrir ungan aldur (17 ára gamall or so) sem kostaði 20m pund eða svo og var gríðarlegt efni (veit hann er meiddur núna). Persónulega þykir mér hann lang öflugasti varnarmaðurinn sem Liverpool hefur þó hann sé klunnalegur. Hann er með góðar sendingar, þrátt fyrir skrítna tilburði í að bera boltann, hann er með mikla nærveru í teignum og öflugur í loftinu og hann er gríðarlega sterkur.

  Við erum með Lovren sem þótti vera einn besti varnarmaður deildarinnar í fyrra og kostaði 20m punda en hefur verið gjörsamlega týndur það sem af er tímabilinu.

  Fjárfestingar í þessum leikmönnum hefði átt að hafa í för með sér virkilega öflugan varnarleik, hefði maður haldið, en þrátt fyrir það míglekur þessi blessaða vörn.

  Þarf maðurinn (BR) ekki að fara hugsa aðeins um varnarleikinn og ef rétt reynist (að liverpool sé ekki með varnarþjálfara) að fá Carrager til að taka þá stöðu að sér og kenna mönnum að verjast?

  Setninguna “besta vörnin er góð sókn” á ekki við um okkar ástkæra lið, allavega ekki á þessu tímabili og reyndar ekki síðan BR tók til starfa hjá klúbbnum, því vörnin hefur verið að fá á sig gríðarlega mikið af mörkum þrátt fyrir að hafa verið með góða sókn og góða einstaklinga í vörninni.

  Carra back!!

  YNWA!

 13. Vonandi nær Rodgers að snúa við blaðinu. Við þurfum stöðugleika. Það er ekki langt síðan Pardew hjá Newcastle var í heitu sæti en núna eru örugglega allflestir stuðningsmenn þeirra sáttir við hann. Það eru víst stigin sem telja en ekki spilamennskan.

  Mig minnir að það hafi komið fram í einhverju podcasti á þessu ári að kaup hjá stóru félagi eins og LFC væru svona 50/50. Það er helmingur af þeim leikmönnum sem keyptir eru standa sig vel en hinn helmingurinn “floppar”. Ég held að Rodgers sé talsvert undir þessum 50%.

 14. Yohan Cabaye gæti verið lausnin, vill losna frá PSG!

  Myndi smellpassa á miðjuna.

  Morgan Snheiderlin er einnig frábær.

 15. First things first. Ég er Rodgers maður og hristi hausinn þegar menn eru í alvöru að nefna það sem möguleika að hann verði látinn fara 4. nóvember 2014. Hann og transfer nefndin í heild sinni er aftur á móti ekkert undanskilin gagnrýni og það er jafn “rangt”, ef svo má að orði komast, að ætla að dæma sumarkaupin 2014 strax eins og að ætla að segja amen og halelúja við öllum þeirra kaupum og lofa þá sem snillinga áður en einn einasti af þeim hefur stigið svo mikið sem eitt skref í að réttlæta verðmiðann.

  Það komst e.t.v. ekki nægilega vel til skila í podkastinu, enda menn að berjast um orðið, en mér finnst bara alls ekki rétt að vera að setja samasem merki á milli þess að vera ennþá hjá klúbbnum og að vera talinn góð/sæmileg kaup.

  2012-13 (50,7 milljónir punda)

  Fabio Borini – Hafði spilað 34 leiki með liði í efstu deild þegar við keyptum hann á 10,4 mp. Hann hefur spilað 25 leiki fyrir Liverpool á næstum 2,5 árum og skorað 2 mörk. Mér er alveg sama hvað við fáum fyrir hann ef við seljum hann í gær, á morgun, janúar eða í júlí. Hann hefur ekki komið með neitt til liðsins.

  Joe Allen – Hafði spilað eitt tímabil í efstu deild þegar við keyptum hann á 15 mp. Spilaði 37 leiki fyrir liðið á sinni fyrstu leiktíð, var flottur fyrstu 7-8 leikina en slakur eftir það. Byrjaði 15 deildarleiki í fyrra og hefur spilað 7 leiki á þessu tímabili. Skorað 3 og lagt afar fá upp. Fyrir 15 milljónir punda hefði ég viljað hafa fengið mann sem hefði skilað meira til liðsins en er fínn sem squad leikmaður.

  Assaidi – hefur ekki byrjað deildarleik fyrir LFC.

  Sturridge – frábær kaup, 12,0 mp.

  Coutinho – flott kaup, 8,5 mp. Styrkir okkur en verður að ná stöðugleika í sinn leik. Átti s.a. þriðja hvern leik mjög góðan 01/2013-05/2014. Eftir það hefur hann eingöngu átt góða innkomu af bekknum.

  2013-14 (44,8 milljónir punda)

  Luis Alberto – Hans ferill samanstóð af heilum 9 leikjum með liði í efstu deild. Var svo flottur með Barcelona B (vá!) í eina leiktíð. 6,8 milljónir fyrir leikmann sem hefur skilað engu til liðsins. Það var ekki einu sinni hægt að skipta honum inná 2013/14 þegar við vorum í vandræðum.

  Iago Aspas – Átti eina leiktíð í efstu deild, skoraði þar 12 mörk í 37 leikjum fyrir falllið Celta Vigo. 7,0 mp og átti í erfiðleikum með að taka hornspyrnur fyrir Livepool. Skoraði eitt mark í bikarkeppni fyrir LFC, skilaði engu til liðsins.

  Sakho – við vorum heilaþvegnir með að hann væri marquee signing. Fannst hann ekki vera upgrade á Skrtel/Agger combóinu, og tölfræðin styður það. Hingað til, hvað sem verður (held að hann yfirgefi liðið 2015) þá hefur hann ekki styrkt first 11 að mínu mati. 15 mp, dýrasti varnarmaður í sögu Liverpool. Hafði talsverða reynslu úr efstu deild hjá stóru liði.

  Ilori – 7,0mp fyrir leikmann sem hafði spilað 14 leiki í efstu deild. Hefur enn ekki spilað leik fyrir Liverpool næstum 18 mánuðum síðar. Hingað til hefur hann ekki skilað neinu til liðsins.

  Fyrstu fjóra glugga Rodgers og nefndarinnar höfum við eytt rétt tæpum 100.000.000 punda í leikmenn (brúttó). Mignolet, Joe Allen, Coutinho og Sturridge má flokka sem byrjunarliðsmenn. Umræðan í dag er þá þann veg að amk einn þeirra sé ekki nægilega góður (Mignolet, fer væntanlega 2015), Joe Allen eigi að vera squad leikmaður og að Coutinho hafi gott af bekkjarsetu eftir hörmulega byrjun 2014/15 og afar misjafnt tímabil 2013/14.

  Í þessum sömu fjórum gluggum höfum við eytt tæpum 50.000.000 punda í sex leikmenn (Borini, Assaidi, Ilori, Sakho, Aspas og Alberto). Þessir 6 leikmenn hafa samanlagt byrjað 30 deildarleiki fyrir Liverpool FC á 1-2 tímabilum. 50 milljónir total, 30 deildarleikir total. Fyrir utan Sakho þá hafði enginn þessara leikmanna meiri reynslu en sem nam í mesta lagi eina leiktíð í efstu deild (sumir talsvert langt frá því).

  Hvernig er hægt að sjá þessa glugga (3 af 4) sem eitthvað annað en algjöra hörmung skil ég bara ekki.

  Við höldum svo þessari stefnu áfram í sumar, þó þeir leikmenn geti vissulega orðið góðir síðar meir (of snemmt að dæma í dag), en:

  20mp fyrir Lovren, sem hafði eina heila leiktíð undir beltinu í efstu deild. Var ekki algjör fastamaður hjá Lyon (spilaði 18/38 deildarleiki bæði 2011/12 og 2012/13). Langdýrasti varnarmaður í sögu klúbbins.

  20mp fyrir Lazar Markovic, sem hafði spilað eina leiktíð í alvöru deild.

  12mp fyrir Moreno, s.s. þriðji dýrasti varnarmaður í sögu Liverpool með eina leiktíð undir beltinu sem fastasmaður í efstu deild.

  25mp fyrir Lallana. Leikmaður sem var í þriðju efstu deild Englands þegar FSG kaupir Liverpool. Hafði tvær leiktíðir undir beltinu í efstu deild. Aldrei spilað í evrópu. Næst dýrasti leikmaður í sögu klúbbins. T.a.m. dýrari en Luis Suarez, menn geta borið þeirra CV saman m.v. kaupdag.

  Ég skil að við þurfum að gefa sumarkaupum 2014 tíma. En þetta eru RISA upphæðir fyrir leikmenn sem hafa lágmarks reynslu af bolta á hæsta leveli og í raun mjög svo stutt CV. Leikmenn sem mögulega, kannski, hugsanlega, vonandi verða góðir á tímapunkti Y á árinu 201X og hafa hingað til verið annað hvort utan hóps eða hálf hauslausir inn á vellinum.

  Aftur, ég veit þeir þurfa tíma, en þetta eru engu að síður risafjárhæðir og m.v. árangur nefndarinnar gluggana þar á undan þá er ég alveg smá stressaður. Það er það sem ég er að gagnrýna, value for money. Þú ert dæmdur í fótboltanum á því hvernig núverandi leiktíð fer, hvernig síðasta vika fór. Ekki hvernig kann að verða eða verða ekki í framtíðinni.

  Ef menn vilja bíða með síðasta glugga, gott og vel, tek undir það. Hinir fjórir þar á undan eru alveg nógu slæmir.

 16. Hef ekki tíma akkúrat núna til að kryfja þetta innslag þitt Eyþór, en bara ein spurning núna því þetta virðist vera svo ofboðslega ofureinfalt í þínum augum:

  “Þú ert dæmdur í fótboltanum á því hvernig núverandi leiktíð fer, hvernig síðasta vika fór. Ekki hvernig kann að verða eða verða ekki í framtíðinni.”

  Er þetta bara algilt í þínum augum? Eru sem sagt engin kaup sem eru hugsuð til lengri tíma og því hægt að dæma þau útfrá núverandi leiktíð eða síðustu viku? Af þeim sem þú hengir til þerris hér að ofan þá er ég nú nokkuð viss um að menn hafi nú bara SAMT verið að kaupa inn til framtíðar í tilfellum þeirra Ilori, Alberto, Yesil og Texeira , hvernig það svo sem fer á endanum. Sama og gert var varðandi Sterling og Ibe. Erum svo margoft búnir að fara yfir þessi Assaidi kaup og ég skil ekki hvernig mönnum tekst að troða honum hér á meðal.

  Borini, Allen, Coutinho, Sturridge, Aspas, Sakho og Mignolet ættu að vera aðal umræðuefnið að mínum dómi.

 17. Steini:

  Ilori og Alberto kostuðu 14mp, búnir að vera hjá klúbbum í eitt ár og hafa ekki byrjað deildarleik fyrir Liverpool FC. Ég á erfitt með að sjá Alberto eiga e-h framtíð hjá Liverpool, er 22 ára gamall (jafngamall Coutinho, 3 árum eldri en Sterling og 4 árum eldri en Ibe) og Illori á ég bara erfitt með að dæma um því hann hefur spilað 27 leiki á rúmum þremur árum.

  Yesil og Texeira tók ég ekki með en þeir kostuðu samanlagt 25% af því sem Alberto kostaði. Áhættan við að kaupa unga reynslulitla leikmenn á 830.000 pund í tilfelli Teixeira og 1.000.000 punda í tilfelli Yesil er talsvert minni en en 7mp fyrir Alberto eða 20mp fyrir Lazar.

  En gott og vel, sleppum 2014. Hvað finnst þér um þessa sex leikmenn sem ég lista upp sem kostuðu Liverpool 50 mp – 50.000.000 – og hafa samtals spilað 30 deildarleiki á sínum Liverpool ferli sem spannar eitt til tvö tímabil.

 18. Flott samantekt hjá Eyþóri. Er sammála þessu 100%. Þessar tölur eru síðan virkilega sláandi. Hef oft séð talað um það hér á síðunni og í podcastinu að þar sem við hefðum minna fjármagn en City, Chelsea og Utd þá þyrftum við að vanda okkur enn meira í innkaupum og reyna að finna ” óslípaða demanta “á lægra verði. Ekki virðist það vera raunin þegar þetta er skoðað.

 19. Málið er einfalt, það geta allir leikmenn lent í lægð, ALLIR. T.d. í dag, þá er Joe Allen í lægð, mér fannst hann til að mynda afar öflugur á síðasta tímabili þegar liðið var rétt búið að næla sér í meistaratitilinn. Mítt mat á þessum mönnum:

  Joe Allen á 15 milljónir punda: Fínn leikmaður og á eftir að nýtast vel áfram
  Fabio Borini á 11 milljónir punda: Klárlega flopp, var óheppinn með meiðsli á fyrsta tímabili, en ekki í plönum.
  Coutinho á 8,5 milljónir punda: Flott kaup, þó vanti upp á stöðugleikann núna, var flottur á síðasta tímabili.
  Sturridge á 12 millur: Þarf ekkert að ræða það frekar, bara steal.
  Aspas á 7 millur: Flopp, algjört, en ekki svo dýrt miðað við sóknarmann
  Sakho á 15: Í mínum huga okkar sterkasti varnarmaður og ennþá ungur að árum. Meiðsli sett strik í reikninginn. Enginn heilaþvottur neitt, finnst hann bara verulega góður leikmaður og vonast eftir að sjá sem mest af honum.

  Þannig að, í mínum huga 2 flopp þarna. Get reyndar alveg kvittað undir að Alberto ætti heima þarna, og myndi þá klárlega fara í flopp hópinn. En ekki Tiori, miðað við hafsentafjöldann sem var fyrir þá var hann aldrei hugsaður nema bara sem long term gaur.

 20. Við erum rosalega mikið í þessum long-term kaupum. Fer ekkert að verða gott í þeim efnum? Við erum búnir að vera í framtíðarmagn kaupum meira og minna síðan ég fór að fylgast með fótbolta.

  Mínar áhyggjur eru fyrst og fremst þær að við séum að offjárfesta í framtíðinni á kostnað nútímans. Það er ekkert síður áhætta að kaupa endalaust af efnilegum leikmönnum á 10-20 milljónir eins og það er að kaupa established leikmann á xx milljónir.

  En með Joe Allen í fyrra, hann byrjaði 15 deildarleiki, það var allt og sumt. Ekki misskilja mig, hann er fínn leikmaður. En ekkert meira en það, er of óstöðugur og meiðist allt of mikið.

 21. Já, alveg heilir 3 leikmenn í þessum 4 gluggum sem þú nefnir hér að ofan (ef við bara flokkum Alberto sem flopp).

 22. Þannig að þér finnst þessar 100.000.000 punda á þessum tveimur árum (1.7.2012-31.1.2014) vera money well spent? Hvort sem við séum að horfa á fortíðina, núið eða til framtíðar?

  Að þessar 50mp sem fóru í Borini, Assaidi, Ilori, Sakho, Aspas og Alberto séu flott fjárfesting, þrátt fyrir að þeir hafi samanlagt byrjað 30 deildarleiki?

 23. Verðmiðinn á floppunum hjá Brendan (allavega sem ég flokka sem flopp) er 10,4 + 6,8 + 7 sem eru samtals 24,2 milljónir punda og má alveg segja að það hefði verið hægt að verja þeim muuuun betur. En það er nú bara þannig alls staðar að kaup ganga ekki alltaf upp, í rauninni langt frá því. Sama á hvaða snilling er horft. Það er samt magnað að líklegast erum við að fara að endurheimta stóran hluta þessarar upphæðar tilbaka fyrir þessa kappa. Bót í máli þó svo að þeir líti ekkert betur út í sögunni hjá LFC fyrir vikið (sem leikmenn).

 24. Sagði ég það Eyþór? Í alvörunni, ætlar þú bara á kaf í sandkassann? Taldi ég upp þessa 6 og sagði þá flotta fjárfestingu? Ætla bara að leyfa þér að leika einum, er farinn í rólurnar.

 25. Nei, það sagði ég aldrei. Þetta er bara einföld spurning(ar) þar sem þú ert ósammála mér með þessa fjóra glugga.

 26. Varðandi þennan launastrúktúr. Hvað gerist þegar/ef einhverjir af þessum ungu mönnum springa út og verða heimsklassaleikmenn. Mun klúbburinn þá ekki tíma að borga launin þeirra sem verður þá til þess að þeir yfirgefi félagið?

  Málið er einfalt. Við vinnum þessa deild ekki nema heimsklassa leikmenn verði keyptir.
  Við eyddum t.d. svipuðum pening og Arsenal, Chelsea og City í sumar.
  Hvort er betra að fara einn leikmann með 300.000 þúsund pund á viku sem skilar framlagi til liðsins í hverri viku. Eða 3-4 leikmenn sem hafa samtals 300.000 pund á viku en skila litlu sem engu til félagsins?

 27. Vkinur minn frá Madríd sagði að möguleiki væri á að Jack Dunn myndi byrja leikinn og að margir byrjunarliðsmenn yrðu hvíldir í kvöld.

 28. Sumarið var sérstaklega svekkjandi að því leiti að félagið virðist alls ekki hafa verið undir það búið að missa Suarez og náði engum af þeim leikmönnum sem þeir listuðu upp, hvort sem það var Sanchez, Benzema, Falcao eða Reus (o.s.frv.) Balotelli og Lambert líta verr út með hverri mínútunni sem þeir spila.

  Byrjunarliðsmenn/beint í hóp
  Vörnin hefur spilað illa en hvað sem menn segja þá er Lovren, 25 ára miðvörður Króata á 20m stór kaup í stöðu miðvarðar. Spennandi fyrirfram en eins og við vitum vel er aldrei hægt að sjá fyrir hvernig menn standa sig, Lovren getur ennþá komið til, hann byrjaði t.a.m. mjög illa hjá Lyon en náði sér betur á strik eftir nokkra mánuði þar. Hann var einnig góður í fyrra en hjá liði sem verndaði miðverðina mjög vel m.v. enga vörn frá miðjumönnum Liverpool.

  Alberto Moreno er einn af efnilegri bakvörðum í sínum aldursflokki og sá aldursflokkur er alveg nógu gamall til að spila þessa stöðu sem hann spilar, hann var lykilmaður í góðu liði á Spáni í fyrra og fór í úrslitaleik UEFA Cup. Þetta eru ennþá mjög spennandi kaup og ég veit ekki hvað við gátum gert okkur vonir um meira spennandi í þessa stöðu? Hann er auðvitað ekki með mikla leikreynslu en persónulega vildi ég hann alltaf frekar en t.d. Bertrand með alla sína reynslu hjá toppliðum.

  Lazar Markovic er leikmaður sem við höfum marg oft ekki týmt að kaupa og blótað því í sand og ösku 1-2 árum seinna. Hann hefur ollið miklum vonbrigðum en höfum í huga að hann er nýr leikmaður á hærra leveli en hann er vanur í liði sem er allt að spila mjög illa. Þetta er auðvitað leikmaður sem er hugsaður til framtíðar en á klárlega að stækka hópinn hjá okkur fyrir daginn í dag líka, hans lið komst líka í úrslit UEFA Cup í fyrra með hann sem sinn lykilmann og saknaði hans illa í úrslitaleiknum. Hann er ekki með mikla leikreynslu en hefur þó spilað með meistaraflokki síðan hann var 16 ára og ef ég man rétt unnið deildina öll árin.

  Lallana er ekki mest spennandi nafnið í boltanum og ég tek undir með Eyþóri að ég hefði alveg viljað sjá meira spennandi leikmann sem mögulega hefði kostað okkur 10-15m meira. Þetta er engu að síður leikmaður sem ég trúi að verði með rúmlega 40 leiki eftir tímabilið. Fyrirfram sá sem ég óttaðist mest að myndi floppa illa hjá okkur en trúi því núna að hann muni koma vel til.

  Balotelli er fyrir mér klárlega panic kaup enda Rodgers ekki spenntur fyrir mótið. Mig langar rosalega að sjá hann blómstra hjá Liverpool og vona ennþá að Rodgers geri stórbætt hann sem leikmann eins og hann hefur gert með menn eins og Suarez, Sturridge og Sterling. Hann var klárlega hugsaður beint í byrjunarliðið og hefur verið þar síðan hann kom, reyndar án þess að styrkja það enn sem komið er.

  Þetta eru allt leikmenn sem eru hugsaðir beint í hópinn sem allir voru sammála um að þyrfti að stækka. Fyrir þá fóru Cissokho, Agger, Suarez, Moes og Aspas.

  Þeir sem komu inn vs þeir sem fóru út
  Eftir fyrstu tíu umferðirnar erum við í plús hvað vinstri bakvörð varðar og ekki láta nokkur mistök í byrjun móts hjá Moreno telja ykkur trú um annað.

  Lovren er enn sem komið er ekki bæting á Agger en vonum að það breytist.

  Suarez og Balotelli/Lambert er síðan bara grátlegt downgrade sem þarf ekki að ræða frekar, Sturridge er samt alltaf raunverulegur arftaki Suarez í þessu liði.

  Markovic fyrir t.d. Moses ef við setjum þetta þannig upp er enn sem komið er bara á pari, jafnlélegir en andskotinn hafi það ef Markovic bætir sig ekki nóg til að verða betri en Moses var í fyrra.

  Borini fyrir Aspas er síðan bæting þó ekki sé hún mikil.

  Aðrir
  Aukaleikarar og meira uppfyllingarefni eru þá leikmenn eins og Lambert, Borini, Can og Manquillo, leikmenn sem eru 2-3 kostur í sína stöðu en stækka hópinn. Suso ætti að vera þarna líka ásamt Enrique sem var ekkert með í fyrra en látum þá liggja milli hluta.

  Origi, Ibe, Llori, Texeira og Wisdom bætast svo við þennan hóp eftir tímabilið (ekki allir auðvitað) og er Liverpool þá í lok þessa tímabils vonandi með mun stærri og betri hóp í byrjun næsta tímabils heldur en fyrir þetta.

  Origi, Can og Ibe eru allir efni í stórstjörnur og hafa borið af í sínum aldursflokki lengi. Sama má reyndar segja um Texeira líka en meiðsli hafa farið illa með hann.

  Niðurstaða
  Fyrir mér voru þetta að mestu skynsamleg/skiljanleg magninnkaup í sumar þó vissulega sakni ég mikið svona “Sanchez” leikmannakaupa. Sakna líka Costa eða Mkhitaryan sem var reynt við sumarið áður. Við þekkjum ástæður þess að þetta klikkaði en það er jafn pirrandi fyrir því að félagið landi ekki þessi kaliberi af leikmönnum nú þegar við erum komin með Meistaradeildarlið.

  Rodgers sagði eftir sumarið að þetta væri stærsti leikmannaglugginn í vonandi mörg ár, núna væri félagið í stakk búið til að byggja ofan á þennan góða og efnilega hóp með gæðaleikmönnum. Þetta höfum við verið að óska eftir í mörg ár og ég ætla að gefa þeim næsta sumarglugga til að sanna þetta fyrir mér. Þá vill ég sjá fá en mjög stór/spennandi leikmannakaup.

  Vonandi verður Liverpool ennþá í Meistaradeildinni fyrir næsta sumarglugga og getur mun betur hafnað tilboðum annarra stórra liða í okkar bestu leikmenn. FSG hafa ítrekað sagt að þeir geti keppt við hvaða lið sem er á markaðnum og ætli að gera Liverpool að meisturum. Það gera þeir ekki með því að selja bestu leikmennina Arsenal style og þeir fá næsta sumar til að sanna það. Suarez er sérstakt tilvik enda hreinlega búinn með vildarpunktana hjá eigendum félagsins.

 29. Sko er ekki rétt að setja einhverja tal klukku inní þessa þætti KAR? Svo menn séu ekki sí grípandi frammí. Það gerir bæði erfitt að hlusta á þáttinn og eiginlega frekar leiðinlegt. Það er einn maður fram yfir aðra í því og þarf hann kannski að æfa sig í virki hlustun hvað veit ég. Allavega þátturinn missti mikið marks útaf því hve erfitt var að hlusta á hann útaf eilífðu frammígripi.

Real á morgun, í Madrid

Giskleikur Aha.is!