Bournemouth næsti mótherji

Í kvöld var dregið í 8 liða úrslit Kapítalsbikarsins.

Þar munu okkar menn mæta liði Bournemouth annað hvort þriðjudaginn 16.desember eða miðvikudaginn 17.desember og fer leikurinn fram á suðurströndinni.

Í framhjáhlaupi mætti geta þess að Newcastle lék í þessari keppni í kvöld og vann sinn þriðja leik í röð, nú gegn Manchester City á Etihad og koma fullir sjálfstrausti í leikinn við okkur á laugardag.

En það er annað mál, við erum í dauðafæri að komast í undanúrslit í bikarkeppni!

21 Comments

 1. Skíthræddur við þennan leik. Mitt á milli tveggja risaleikja, útileikur gegn liði sem spilar stærsta leik tímabilsins þar sem allir verða á tánum meðan okkar menn verða vonandi ekki með hugann við síðustu úrslit og svo næsta leik. En svo kemur á móti að þetta er lélegasta liðið sem eftir er í keppninni. Auðvitað eigum við að vinna þetta örugglega.

 2. Pant ekki vera taugakerfið í honum Hjalta (nr 2) ef þú ert skíthræddur við leik á móti Bournemouth.

 3. Sýnd veiði en ekki gefin. Í þessari keppni getur auðvitað allt gerst, var það ekki MK Dons sem unnu eitthvað úrvalsdeildarlið 4-0 í þessum bikar? Já alveg rétt, það var á móti United.

 4. Þvílík hlaðborðsveisla sem við fáum þarna um miðjan jólamánuð. Hversu viðeigandi?

  Frábært að fá Utd í forrétt til að kitla bragðlaukana. Aðalrétturinn verður svo þessi leikur gegn Bournemouth enda tel ég að við tökum hann stórt enda borðar maður alltaf mest af aðalréttinum. Eftirrétturinn eða rúsínan í pylsuendanum verður svo þessi leikur gegn Arsenal, en það verður naumur sigur, sykursætir eins og frönsk súkkulaðikaka að hætti Wengers.

 5. Bara flott að fá stigmögnun fram að Arsenal. Auðveldasti leikurinn fyrst, svo Bournemouth og loks risaleikur við Arsenal.

 6. # Hjalti númer 2. Hvernig færðu það út að Bournemouth sé lélegasta liðið sem er eftir þegar Sheff.Utd er ennþá með. Þeir eru í C-deild.

  Annars á Liverpool alltaf að klára Bournemouth, alveg sama hvort við stillum upp okkar sterkasta liðið eða ekki.

 7. Snilld að vera í svona færi að vinna bikar.
  Ekki sá stærsti bikarin, enn tekur dmá pressu af Rodgers sem er ekki komin með neinn bikar. Gæti veri mjøg mikilvægt að vinna hann í þessu Rodgers-revelation.

 8. Mér finnst svo dásamlegt hvernig þetta er. Nú lendum við á útivelli gegn Bournemouth (24 stig í 1.deild) á meðan Chelsea lenda á útivelli gegn Derby (2 stigum meira en Bournemouth). Það er talað um skyldusigur Liverpool og þeir hafi verið heppnir í drættinum o.s.frv.
  Kemur hvergi fram að Chelsea hafi verið heppnir mér finnst þetta ótrúlega skrítið. Hvergi talað um skyldusigur Chelsea bara að Liverpool hafi verið svo heppnir.
  Finnst þetta áhugavert.

 9. http://www.mbl.is/sport/enski/2014/10/29/liverpool_datt_i_lukkupottinn/
  Hvers vegna mbl finnst ástæða til að halda því fram að Liverpool hafi dottið í lukkupottinn finnst mér sérstakt. Fengum jú Bournemouth á útivelli, lið sem hefur verið á talsverðu skriði undanfarið eins og segir réttilega í fréttinni. Fréttaritara finnst það meiri lukkudráttur fyrir okkar menn að fá B-deildarlið en sú staðreynd að Southampton fær C-deildarlið.! Athyglisvert.

 10. Afsakið þráðránið, en fyrir okkur sem kvörtuðum sáran undan klúðri Balotelli á móti QPR þegar hann skaut yfir einn á móti marki. Ég kynnir fyrir ykkur Jose Callejon
  http://fotbolti.net/news/30-10-2014/myndband-callejon-med-kludur-arsins-a-italiu

  Annars verður þessi Bournemouth leikur án efa erfiður, við sáum bara að Chelsea lenti í stökustu vandræðum með neðrideildarlið Shrewsbury. Einnig hafa neðrideildarlið reynst okkar mönnum erfið undanfarin ár

 11. Ekkert annað en það Villi að blaðamönnum finnst gaman að búa til fyrirsagnir á undan.

  Sá þetta líka, hristi bara hausinn og hló. Liverpool voru semsagt heppnastir í þessum drætti…jájájá.

  Leyfum mönnum að njóta þess að búa til pressu á okkur, segir vonandi bara að mönnum þyki skynsamlegt að búa til pressu á okkur og þá erum við að gera eitthvað rétt.

 12. Fínn dráttur. Reyndar eru flestir drættir mjög góðir því þeir þýða að við erum með í keppnum.

  Þessi umræða um skyldusigur hefur fullan rétt á sér að mínu mati. Eigum að klára þennan leik og svo væri frábært að fá tveggja leikja baráttu á móti spurs, erum með hreðjartak á þeim hvítklæddu.

  Allt í rétta átt!

 13. Ég hugsa að WBA hafi einnig metið sig heppna með síðustu umferð.
  En það er ekki alltaf þannig.

  Miðað við að fá útileik er ég samt ánægður að það var ekki úrvaldseildarlið.
  Heimaleikur og þá hefði mér verið sama hvaða lið við fengjum.

 14. Við rétt merjum Bournemouth, fáum Derby í undanúrslitum og svo Southampton í úrslitum, sáuð það fyrst hér 🙂

 15. Ástæðan fyrir því að það er bara talað um að Liverpool fengu góðan drátt en ekki Chelsea er sú að öllum er skítsama um Chelsea.

 16. Galið að vanmeta King Eddie Howe og hans menn í Bournemouth. Meðan við fundum ekki lykilinn að Hull City voru þeir að jarða Birmingham á útivelli 0-8. Gríðarlegur uppgangur og stemming í Bournemouth.

  Auðvitað á Liverpool samt að vinna þetta og m.v. leikjaálagið þá sjáum við líklega svipað byrjunarlið í þessum leik og við sáum á þriðjudaginn. Hefðum þegið heimaleik, það er alveg 10 bjóra lestarferðalag milli Bournemouth og Liverpool (ég mældi þetta þannig).

  Varðandi það hver fékk erfiðasta prógrammið þá er Nr. 16 með þetta, það er öllum drullusama um Chelsea eða Southampton sem fékk t.a.m. lið úr league 1, Sheff Utd.

  Trúi samt ekki að ég ætli aftur að klikka á því að sjá þessu tvö uppáhaldslið mín etja kappi.

  Tek upphitun.

 17. Ánægður með þennan drátt. Bournemouth verið lið nr. 2 hjá mér en þetta lið er töluvert sterkara en það lið sem var þegar ég byrjaði að fylgjast með því. Þá voru helstu leikmenn liðsins legendið Steve Fletcher og Matt Holland. Saga þessa liðs síðustu ár hefur verið ótrúleg, nokkrum sinnum hefur liðið verið á barmi gjaldþrots og fyrir örfáum árum var liðið rétt svo fallið niður í utandeild. Hlakka til að lesa upphitunina frá Babu fyrir þennan leik.

 18. Jamie Redknapp kom nú frá Bournemouth, ef minnið svíkur mig ekki.

 19. Þetta skrifaði ég í upphitun fyrir leikinn í fyrra

  Þannig að, já, það er engin tilviljun að Eddie Howe er gríðarlega vinsæll í Bournemouth og það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hann verður tekinn við Úrvalsdeildarfélagi. Ef hann fer þá ekki bara með Bournemouth upp um deild. Skulum ekki útiloka það.

  Stend ennþá fastar á þessu í dag.

  Sú upphitun er hér http://www.kop.is/2014/01/24/a-f-c-bournemouth/

Liverpool 2 Swansea 1

Liverpool heimsækir Newcastle