Liðið gegn Swansea

Byrjunarlið kvöldsins er komið:

Jones

Manquillo – Touré – Lovren – Johnson

Markovic – Lucas – Henderson – Coutinho

Borini – Lambert

Bekkur: Mignolet, Skrtel, Moreno, Rossiter, Can, Lallana, Balotelli.

Þetta er mixað lið, aðalliðsmenn í bland við varamenn og svo hinn ungi Rossiter á bekknum. Lambert og Borini fá tækifæri frammi, Markovic fær einnig séns á vængnum sem og Lucas á miðjunni. Vonandi minna þeir allir á sig í kvöld.

Sakho, Sturridge og Flanagan eru meiddir og Gerrard, Allen og Sterling fá alveg frí, en það verður þá fyrsti leikurinn sem Sterling kemur ekkert við sögu á þessu tímabili. Enrique er að spila FIFA 15.

Henderson verður með fyrirliðabandið, gaman að sjá það.

Hjá Swansea er það helst að frétta að Gylfi er ekki með vegna meiðsla. Þeir eru með nálægt sinni sterkustu vörn og Jonjo Shelvey er á miðjunni en annars rótera þeir nokkuð.

Lið Swansea: Tremmel, Rangel, Fernandez, Williams (C), Taylor, Fulton, Shelvey, Emnes, Dyer, Montero, Gomis.

Koma svo Liverpool!

115 Comments

 1. Botna ekkert í þessum vinstri bakverði enda eigum við þrjá vinstri bakverði en bara einn back up hægri bakvörð, til hvers að nota báða í þessum leik?

  Miðjan gæti líka verið svona
  Lucas
  Henderson – Coutinho
  Markovic
  Borini – Lambert

  Ekkert víst að þetta klikki

 2. Sammála Babu, hvers vegna í ósköpunum að hafa Johnson og Manquillo báða inná í þessum leik. En ég ætla ekki að detta í svartsýnina strax. Léttir að sjá að Brendan stillir upp framherjaPARI með góða sóknartengiliði á bakvið sig. Þetta er sennilega síðasti sénsinn hans Lucas til að koma með alvöru come-back í liðið, ekki satt?

  Hvorki Bony né Gylfi hjá þeim, en ég sé Dyer, Emnes og Gomis fyrir mér hlaupa í kringum Kolo og Johnson hvað eftir annað.

  KOMA SVO! DETTUM Í GANG!

 3. Þetta leggst ekkert sérlega vel í mig. Það eru góðir leikmenn í þessu Liverpool-liði en þetta er mjög ójafnt lið. Mikið lagt undir á Lambert, Borini og Markovic sem hafa ekkert sýnt enn.

  Vonandi reddar Coutinho þessu einhvern veginn. En ég er ekki bjartsýnn. Og Bony er ekki einu sinni að spila.

 4. Ekkert að marka þetta Kristján, liðið skoraði 16 mörk í síðasta deildarbikarleik 🙂

 5. Suso er meiddur.

  Spái því hér með að José Enrique hafi spilað sínar síðustu mínútur að sinni í alrauðri treyju, hans eini séns er að við komumst áfram í kvöld.

  Hefði viljað sjá bara Brad Smith…en þetta kemur mér ekki endilega á óvart, BR vill vinna þennan leik.

  Verður gaman að þessum leik eins og öðrum hjá alrauðum…held enn við vinnum!

 6. Sæl og blessuð.

  Þetta verður ekki skemmtilegur leikur, nema að Markovic og Borini sýni meira en þeir hafa gert hingað til. Að öðrum kosti verður þetta sama hjartaflöktið og hingað til í haust. Stoppað á miðjum velli, gefið til baka, þversendingar milli varnarmanna, löng sending fram, sóknarmaður tekur illa á móti og bolti glatas (…geysp).

  Furða mig á bakvörðum. Jónsson vakti smá væntingar um tíma en þær hafa dofnað. að Jaxlinn Túre í vörninni. Varla versnar hún við það. Fínt að vita af Sterling í hvíldinni en það má nota þennan leik í svæfingar á lsp. í læknaverkfallinu.

 7. Kristján Atli er þá ekki fínt að tvöfalda þessa markatölu í einum leik? Ekki það oft sem það er gerlegt. 🙂

  Annars hef ég trú á að Balotelli verði hetjan í kveld og klári þetta í framlengingu.

 8. Lambert setur hann í þessum leik…þori að veðja hesti upp á það

 9. Alltaf, undantekningarlaust, hægt að finna gott stream inn firstrownow

 10. Wiziwig.tv er oftast með þokkalega strauma innan um – náðu þér í AceStream spilara og veldu bitrate yfir 2000. Snúrutenging er betri en þráðlaus.

 11. Ég sé bara ekki þessa vanalegu streamandi á AceStream núna og mér finnst mjög óþæginlegt að hafa lýsanda talandi mál sem ég skil ekki.

 12. Doremí maður er orðinn svo góður vanur á wiziwig með acestream með 2000 bitrate og oft í HD að svona flash dót er bara ekki að gera sig…
  Er með einn franskan link acestream://1fe43ca7c5dc8f4ece0142ca35d477bfa5b4944f í acestream í góðum gæðum…en þetta er á frönsku… 🙁

  En hvað getur maður svo sem sagt…er ekki að borga krónu og get því ekki kvartað við neinn 🙂

 13. var ekki lambert ad taka aukaspyrnur hja Southampton? afhverju ekki ad leyfa honum ad taka svona eina og eina horku skotmaður

 14. Fín byrjun á þessum leik. Virðist vera fínt jafnvægi í liðinu. Koma svo!!

 15. Hehe já islogi, ég hef bara ekki vanið mig á svona gott, þá er svo vont þegar maður þarf að sætta sig við vont.

  Annars eru Liverpool búnir að vera mjög góðir fyrstu 10 mínúturnar!

 16. Náði leiknum á einum af þessum firstrow linkum. En mikið svakalega fer í taugarnar á manni að hlusta á ameríkana lýsa leiknum….verður svo gervilegt einhvern veginn 🙂

 17. Hmm, athyglisverðar upplýsingar í útsendingunni hérna í Norge. Liverpool hefur ekki unnið úrvalsdeildarlið á Anfield í Deildarbikarnum síðan 2006. Kominn tími á þetta í kvöld 🙂

 18. Frábær sókn þar til Markovitch gerði eitthvað sem ég hef ekki séð áður

 19. Coutinho búin að vera besti maðurinn á vellinum væri flott ef hann næði að pota inn einu marki.

 20. Ekki frá því að við séum að spila blússandi góðan bolta….

  Markið liggur í loftinu.

 21. Finnst sjálfstraustið vera að koma hjá Markovic meira og meira eftir því sem líður á þennan leik. Léttari á boltanum og virðist vera að finna sig.

 22. Vá hvað Borini á skilið að skora í þessum leik 🙂 Koma svo !!

 23. Þurfum að senda silfurskeiðina á Anfield algjört stemmingsleysi á pöllunum 🙁

 24. Ég er nokkuð sannfærður um að þetta lið myndi nokkurn veginn aldrei ná að skora…

  Balotelli – Lambert
  Markovich – Lucas – Henderson – Borini
  Enrique – Sakho – Toure – Manquillo
  B.Jones

  …óþægilega nálægt því að vera liðið inn á vellinum

 25. Ég er bara nokkuð ánægður með Jones í markinu…er að fatta hvað maður er alltaf skíthræddur þegar Mignolet er þarna…smitar út frá sér óöryggið í honum…

 26. Borini í byrjunarliðið í næsta leik svo lengi sem sturridge er ekki heill.

 27. Það eru 280 mínútur síðan við skoruðum á Anfield… Toure upá topp!

 28. Falleg mark, en týpískt að við fáum á okkur mark eftir að vera með boltann svona lengi.
  Þetta er örugglega einn leiðinlegasti Liverpool leikur sem ég hef horft á lengi.

 29. enn eitt drasl performance ..90% með boltan en geta engan vegin klárað færin

 30. Toure var kominn svolítið útúr stöðu þarna, vill ekki kenna Lovren um þetta.

 31. Hvað borgaði Lovren fyrir miðan á fremsta bekk ?? Æðisleg dekkning alveg !

 32. Þvílík runa af furðulegum atvikum sem leiddi til þessa marks.

  En Kanacommentator er alveg rosalegur, komnar svona 15-20 kostulegar línur frá honum.

  “The beast has been awakened…” um Coutinho, kallar Lucas alltaf Leiva o.s.frv. Algjör kómedía að hlusta á þetta.

 33. Stefnir í þriðja leikinn á Anfield í röð án þess að liðið skori mark. Hver andskotinn er eiginlega í gangi?

  P.S. Ég er ekki frá því að V. Moses hafi verið skárri kostur en þessi Markovic. Borguðum við í alvöru 20m punda fyrir hann?

 34. Jónas H – 55.

  Ég sá ekki leikinn um helgina, ég var að vinna á þeim tíma.

 35. Á síðustu leiktíð fékk maður sér öl yfir Liverpool leikjum. Núna eftir þá.

 36. Þetta var sko árið sem ég ákvað í fyrsta skipti í 10 ár ! að kaupa mér sportpakkann, síðasta tímabil gaf tilefni til þess að hætta að streama og horfa á liðið í alvöru gæðum.. Núna situr maður hundfúll heima í stofu og horfir á liðið spila lélegan fótbolta en þó.. í góðum gæðum !

 37. Þarf að horfa á leiki frá því í fyrra til að sjá þetta lið skora mörk?

 38. Ég sem var að vonast eftir óvæntum úrslitum í kvöld. Well, það kemur að því

 39. Ef ég ætti pening þá myndi ég leigja þyrlu og droppa svínshöfuð inn á völlinn…$#”$#%$%&%$%$&/%&%&(&(/

 40. Ég er bara alls ekki ad sjá tetta potential hjá Markovic tví midur, hleypur bara beint áfram ef hann fær boltann eda sendir hann aftar á völlinn

 41. Lovren getur nákvæmlega ekki neitt í fótbolta. Búinn að vera einn lélegasti leikmaður liðsins í vetur. Skammarleg kaup! Hvað hefði verið hægt að grafa marga brunna í Afríku fyrir peninginn?

 42. Sæll öll,

  Þessu leikur staðfesti endanlega fyrir mér að Borini er ekki nógu og góður fyrir Liverpool.

 43. Smá bretta í gangi núna, ég er alveg vissum að Brendan er að vinna í þessum málum og Róm var ekki byggð á tveimur tímabilum.
  Þessir leikmenn sem komu fyrir tímabilið eiga eftir að koma sterkir inn eftir áramót og sýna hversu þeir eru megnugir.
  Það er á svona stundum sem reynir á stuðningsmenn að standa saman og styðja liðið sitt sem í smá vandamálum síðustu vikur.
  Staðan er ekki svo slæm því hlutirnir geta alltaf verið verri en þeir eru.
  Áfram Liverpool

 44. Assgoti er þetta eitthvað slappt hjá okkar mönnum en erum bara ekki betri, því miður 🙁
  YNWA

 45. Held að menn verði að taka síðustu skiptinguna á þetta og vona að hún breyti einhverju, hvort það er Can inn fyrir Leiva eða Moreno inn fyrir Manquillo skiptir ekki öllu. Það verður hinsvegar að reyna að brjóta upp leikinn.

 46. Þetta gerist þegar að aðdáendur Swansea syngja “What a waste of money!” þegar að Balo er að hita upp.

 47. Nonni (75) out. Það er skömm að þessu kommenti.

  Að öðru. Fantagóð sending frá Borini, ítölsk tvenna í hæsta gæðaflokki þarna. KOOOMA SVOOOO!!!

 48. Ekki gleyma borini þvílík sending frá honum. Borini er að leggja sig fram og á að fá meiri spil tíma

 49. Snæþór – 64.

  Ég hef misst af Hull leiknum og Middlesborough leiknum.

 50. Flott hjá Borini að klára krossinn sjálfur, það var búið að éta Manquillo ítrekað í þessari stöðu í síðari hálfleik.

 51. Koma svo Balo!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 52. Þakka arfaslökum dómara í þessum leik fyrir kolrangt rautt spjald. 🙂

 53. Balo balo balo balo balo balo Balotelli, Dejan dejan dejan dejan dejan dejan Dejan Lovren!!!!!!

 54. Æðislegar lokamínútur, hah! Svona getur fótboltinn verið. Þigg þennan sigur og frábært að losna við framlengingu m.v. prógrammið næstu 7-8 daga.

 55. Góður sigur drengir.
  Balatelli mun standa sig. En sett spurningamerki við Rogers og kaup hans. Lovren og Marko alls ekk að heilla.

 56. Frábær sigur. Liðið er samt ennþá í molum bæði varnar- og sóknarlega. Algjörlega brunarústir m.v. síðasta tímabil.

 57. Það var laglegt!…..með smá hjálp frá dómurunum en mér er slétt sama. Vonandi kemur þetta Mario og Lovren í gang.

 58. úrslit leiksins voru réttlæti.

  Liverpool var miklu betra í leiknum þó svo að Swansea hafi klárlega átt sín færi og skorað úr einu þeirra.

  Gaman að sjá Balotelli skora og ekki verra að Lovren hafi náð að tryggja okkur sigur undir lokinn.

  Vörnin var mjög fín en það sem mér fannst aðallega skorta var bit í sóknarleikinn hjá okkar mönnum.

  Lambert var samt fínn þegar hann var inn á og stóð sig vel í spilinu en mér fannst hann ekki skapa sér nóg af færum.

  Þessi leikur var mjög fínn og það var þvert gegn gangi leiksins þegar Swansea skoraði.

 59. Þeir sem eru að skrifa hér á kop.is verða að átta sig á Því að ef þið kunna ekki að tapa þá kunnið þið alls ekki að sigra.
  Það er alveg pottþétta að allir sem starfa hjá klúbbnum Liverpool FC eru að leggja sig alla fram a hverjum degi, leggja sig 100% fram í sínum störfum bæði leikmenn og annað starfsfólk.
  Er ekki betra að sleppa því að drulla yfir leikmenn liðsins og annað starfsfólk hér á þessari vönduðu síðu því að þið sýnið hversu óvandaðir einstaklingar þið eruð.

  Áfram Liverpool

 60. Loksins loksins vonandi kveikir þetta í mönnum 🙂

  Lá við að það væri skrifað í skýin að mennirnir sem hafa verið úthúðað skoruðu mörkin.

  Erum í 7 sæti í deildinni og í raun bara 2 stig í 4 sætið, komnir í 8 liða í bikarnum erum ennþá í fullum séns að komast uppúr riðlinum í meistaradeild og liðið er ekki einu sinni komið á neitt flug.

 61. Stórkostlegt að ná að kreista fram sigur í lokin. Sýnir karakter og helling af honum!

  Það er samt ekki annað hægt en að hrista hausinn yfir þessum sumarkaupum. Hversu lengi þurfum við að bíða þar til þetta fer að skila sér að einhverju ráði?

  Þessi Lazar Markovic er líklega verri kostur en Oussama Assaidi og Victor Moses. Spauglaust. Trúi ekki að hann hafi kostað 20m punda. Einhverjir benda þá að hann sé ennþá ungur og efnilegir. En er ekki hægt að fara fram á að leikmaður geti a.m.k. sent boltann eða hitt á markið þegar hann kostar þetta mikið?

 62. aaalgjöör snilld djöfull þurfti balotelli á þessu að halda vill sjá hann með borini í næsta leik !! og að losna við framlenginguna var brilliant , finnst samt okkar menn vera að senda fullmikið til baka og taka 3-4 touch a boltanum i staðinn fyrir 1-2 trúi ekki öðru en að brendan komi því í liðinn

 63. Lazar Markovic er hinn nýji Jordan Henderson. Efnilegur og á erfitt fyrsta tímabil í stórliði, svo aðlagast hann og byggir uppsjálfstraust. Því fylgir betri og betri frammistaða og þá fyrst verður hann tekinn í sátt af stuðningsmönnum. Svo einn daginn vill hann kannski fara. Þá er hann jafnvel kallaður svikari af þessum sömu stuðningsmönnum. Við gerðum hann af því sem hann er…

Kapítalsbikarinn – 16 liða úrslit

Liverpool 2 Swansea 1