Hull á morgun

Það er ákaflega misjafn hvernig fólk tekur út pirring sinn yfir ýmsum hlutum, það fer líka svolítið eftir því hversu pirrað það er. Ég hef minn hátt á slíkum hlutum. Orðum það þannig að ég vera alveg freaking furious yfir sjálfum leiknum á miðvikudaginn, gjörsamlega. Ég róast alltaf með hverri mínútuinni sem líður eftir að lokaflautið gellur, en það situr alltaf slatti í manni áfram. Ég hef þann hátt á að eftir svona leiki, þá fer ég ekki inn á Kop.is til að skoða athugasemdirnar eftir leikinn. Stundum get ég það ekki fyrr en daginn eftir, en stundum líður lengri tími. Þetta var svona “þriggja daga” leikur hjá mér, þ.e. ég hef ekki ennþá haft það í mér að kíkja á þau og mun líklegast ekkert gera það. Hvað er það annars sem kemur manni úr svona gír? Jú, svarið er einfalt, annar leikur eins fljótt og auðið er og sem betur fer er komið að honum á morgun.

Næst ætla ég að koma smá skilaboðum á framfæri. Vinsamlegast RÍFIÐ ykkur upp á rasshárunum kæru leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn. Nú fáið þið algjörlega magnað tækifæri á að ýta þessari skitu aftur fyrir ykkur og fara að gera ykkur glaðan dag inni á vellinum, á hliðarlínunni, uppi í stúku eða bara heima í stofu. Það er eiginlega með ólíkindum að skoða stöðuna á liðinu miðað við flestar frammistöður liðsins það sem af er tímabili. Við erum í 4-5 sæti í deildinni (markamun frá CL sæti), erum ennþá í deildarbikarnum og eigum alveg bara ágætis séns á að komast upp úr riðlinum í Champions League. Ef menn fara að skakklappa sér í gang, þá er tímabilið ennþá bara game on. En þá þurfa menn líka heldur betur að rífa sig í gang, ekki seinna en c.a. STRAX.

Ég ætla ekkert að fara í einhverja upptalningu á hver sé bestur hjá Hull, stöðu þeirra í deildinni. Nenni því hreinlega ekki. Þetta er lið undir stjórn Steve Bruce og það þarf ekkert að ræða það neitt mikið meira. Þetta verður erfitt, því hann hefur haft lag á því í gegnum tíðina að standa all hressilega í hárinu á okkar mönnum. En ég stórefast um að okkar menn séu eitthvað að spá í því þegar inn á völlinn er komið. Þeir bara hljóta að ætla sér að bæta stuðningsmönnum upp þessa hörmung síðustu tveggja leikja. Vonandi að Anfield fari að taka við sér líka, hann hefur heldur ekki verið up to standard undanfarið. Það þýðir lítið að tala um að gengið geri það að verkum, við höfum oft séð Liverpool með verra lið en núna og meiri stuðning, það er bara einhver deyfð yfir öllu dæminu.

Mikið hefur nú verið rætt um hann Balotelli blessaðan og það má svo sannarlega segja það að hann hafi nú ekki hafið ferilinn með einhverri flugeldasýningu. Hann hefur verið alveg ferlega slakur, en róum okkur aðeins í að ræða um verstu kaup Liverpool frá upphafi. Þessi margumtalaði pirringur er að ná nýjum hæðum. Persónulega er ég margfalt pirraðri út í þessa “varnarlínu” okkar. Hjá mér eru kaupin á Lovren meiri vonbrigði en kaupin á Balo. Ég var bara í alvöru að vonast eftir leader í vörnina sem myndi binda hana saman, en hann hefur verið meira í að leysa hana í sundur í upphafi feril síns. En er hann þar með ónýtur leikmaður og ein verstu kaup LFC frá upphafi? Nei, það er bara ekki hægt að dæma um þetta strax. Hlutirnir í fótboltanum eru oft ótrúlega fljótir að breytast og hver veit nema ég verði orðinn alveg hoppandi ánægður með Lovren eftir c.a. mánuð. Djöfull vona ég það. Vonandi verður Balo líka búinn að troða heilu Víkurprjón af ullasokkum upp í okkur öll eftir smá tíma.

Það þýðir ekkert að vera með einhverja tilraunastarfsemi á morgun, sterkasta liði okkar takk og keyra á þetta Hull lið. Það þýðir lítið að pikka einhverja út eftir síðasta leik og segja að þeir hafi verið það slakir að þeir eigi að missa sætið sitt, ef svo væri, þá yrðu gerðar 10-11 breytingar á liðinu og það er ekki að fara að hjálpa okkur nokkurn skapaðan hlut. Ég held að Brendan ætli sér að reyna að vera með þétta or hreyfanlega miðju. Allen og Henderson verða þar með Stevie á milli sín og ég hugsa að Lambert fái tækifærið uppi á topp. Í rauninni held ég að það verði eina breytingin á liðinu frá leiknum gegn Real Madrid. Svona ætla ég að spá þessu:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen

Sterling – Coutinho

Lambert

Keyra á þetta Hull lið strax frá byrjun og enga miskunn. Það sem þetta lið okkar vantar hvað mest núna er sjálfstraust og það kemur með mörkum og sigrum. Það er bara einfaldlega ekki til betri tímapunktur til að hlaða í slíkt heldur en akkúrat núna. Ég ætla spá upprisu og að við klárum þetta Hull lið 3-1 og brúnin muni þar með lyftast aðeins hjá okkur öllum. Gerrard, Sterling og Lambert með mörkin og endilega takið eftir fagninu hjá Lambert, það verður suddi.

17 Comments

  1. Fimmta sæti eftir átta umferðir, hafandi spilað við City, Everton og Tottenham og það með misstigi í leikjum gegn tveimur veikari liðum er stórmerkilegt í raun! Spilamennskan er meira áhyggjuefni en nokkurn tíma stigataflan sem slík. Sammála því að nú þurfi að sæta lagi. Nokkrar vikur í viðbót af þessum vandræðagangi gætu skilið eftir illkleift klettabelti í vetur.

  2. takk fyrir upphitunina mín skoðun á þessu er að setja borini uppá top hann á skilið tækifæri og lallana inn fyrir allen með bullandi hápressu sem maður hefur ekki séð ennþá á tímabilinu ætla að spá þessu 4-0 fyrir okkar mönnum núna er kominn tími á að rífa sig i gang

  3. Það er sjálfsögð krafa að taka 3 stig úr þessum leik , andlega bara get ég ekki tap eða jafntefli heima á móti Hull . Upp með sokkana og klára þetta með þremur til fjórum mörkum !

  4. Sælir félagar

    Sammála SSteini og öllum sem hér hafa tjáð sig og munu gera. Sigur og ekkert nema sigur mun koma okkur á rétt ról. 1 – 0, 2-1, 3 – 2, 4 – 0 . . . eða hvernig sem þetta æxlast. Bara sigur er í boði hjá mér. Spái 2 – 1.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. Það ætla ég að vona að Lambert verði ekki í byrjunarliðinu á kostnað Balotelli. (ég hinsvegar get skilið það sjónarmið) Ég vona ekki að ég hljómi eins og gæft foreldri þegar ég vill gefa Balotelli sjensinn, en eins og ég hef áður komið inn á, að þá finnst mér sú gagnrýni sem Balo hefur fengið svo yfirgengileg að það jaðrar við einelti. Nú birtu New York Times og allir hinir 500.000 fjölmiðlar í heiminum fréttir þess efnis að hann hefði hótað einhverri konu sem takandi var myndir af bílnum hans. Þessar treyjuskipta-fréttir af honum eftir Real leikinn var mér svo nákvæmlega sama. Hvað héldu menn að við vorum að fá í Balotelli ? Gianfranco Zola. Nei, þetta er Balotelli og fjölmiðlar munu elta hann á röndum út í hið óendanlega.

    Það sennilega síðasta sem hann þarf núna er að missa sæti sitt í liðinu, því sökina fyrir hörmungargengi (ef svo má kalla, verandi í 4-5 sæti í deildinni eftir allt saman), er bara svo alls ekki hægt að binda við hann einan. En eftir allt sem undan er gengið (síðustu ár), er auðvitað lang einfaldast og þægilegast að pota öllum vísifingrum í áttina að Balo. Ef við hefðum einhvern annan en Lambert í backup væri ég alveg til í að skoða það, en ennþá a.m.k. er ég um borð í bátnum hans Balo.

    Sammála því svo að Lovren eru eiginlega mestu vonbrigðin það sem af er, því af öllum þeim leikmönnum sem lyftu Liverpool-treflinum í sumar í myndatökunum hafði ég mestu trúna á honum, og hef hana ennþá, en leikur Lovren þarf svo sannarlega að breytast úr því að vera frekar slakur í að vera svona Hyypia-legur, og þetta þarf helst að gerast mjög fljótt.

    Ætla að spá okkur sigri, og byggi það á……einhverju bara. 2-0 og bomba Balotelli kemur okkur á bragðið og Alex Bruce tryggir okkur 2-0 sigur með sjálfsmarki.

  6. Liverpool er lið örlaganna. Guðirnir virðast elska þetta lið (og elska að hrella okkur púlara). Að vel ígrunduðu máli og miðað við stöðuna í deildinni þá spái ég því að LFC vinni óvænt deildina !

    :O)

    Er ekki föstudagskvöld annars…..!!

    ???? Y N W A ?????

  7. Sæl öll,

    Ég er ekki sammála þeim sem vilja Balotelli og Lovren á bekkinn eða selda. Ég svona að BR breyti sem minnst á morgun nema að ég vil Can finnst fyrir Allen úr síðasta leikmenn. Einnig vil ég að það verður spiluð tígul miðja með Sterling uppi á topp með Balotelli og Cautinho í holunni. Fara núna að keyra svolítið á sama mannskapnum og mynda smá kjarna. Er að þetta verður uppleggið þá vinnum við 3-1, ef ekki og t.d. 4231 þá verðum við í vandræðum og gætum tapað.

  8. Jæja, fín upphitun ég ætla samt að fá að koma með mitt bulletin , að vanda:

    * Það myndi senda röng skilaboð til knattspyrnuheimsins ef Balotelli myndi byrja þennan leik!
    * Lallana, Lambert og Sterling – sviðið er ykkar á morgun.
    * Getur einhver sagt mér hvað það er langt í Sakho – held við þurfum hann í þessa vörn.
    * Allt annað en sannfærandi sigur á morgun er ekkert annað en vonbrigði.
    * BR þarf að fara finna kerfið sitt – vil sjá diamond á morgun og ekkert bull.

    YNWA

  9. Þarf að vera bara svona like fídus à upphitanir þar sem maður hefur engu við að bæta. Er eiginlega alltaf sammàla Steina í öllu sem hann segir og elska upphitanir Babu.

  10. Balotelli á allan tímann að byrja þennan leik frekar en Lambert þar sem Balo er mun betri leikmaður Lambert nokkurn tímann. Spái því að Balo setji tvö mörki í 3-1 sigri. Það er því miður ekki séns á að við höldum hreinu.

  11. Það er langt síðan ég var jafn innilega sammála upphituninni og ég er í þetta skiptið. Miklar tilfinningar og erfitt annað en að vera brjálaður á köflum .

    En … við erum ennþá inni í öllum keppnum og rúmlega það – og það þrátt fyrir afar dapra frammistöðu á köflum. Deildin er langt frá því að vera búin. Við eigum fína möguleika eftir fyrri umferðina í Meistaradeildinni og bikarkeppnirnar eru galopnar.

    Og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnni. Jafnvel bjartsýnni en margir. Af hverju? Jú við eigum helling inni. Liðið er fínt og hópurinn er sterkari í fyrra í heild sinni. Mun sterkari þótt að skarð Suarez sé vandfyllt.

    Í fyrsta lagi voru margir jákvæðir punktar á leiknum á móti Madrid. Cautinho og Allen eru að koma til baka. Johnson fer að komast í leikform eftir meiðslin og nýju leikmennirnir eru að komast betur inn í leik liðsins. Moreno lýtur feykilega vel út. Lovren er svo sannarlega alvöru varnarmaður en það hlýtur að vera ósanngjarnt að ætla honum að vera leiðtogi varnarinnar, sérstaklega þegar við erum með aðra sem hafa spilað þarna í nokkur ár. Lallana er vaxandi og hefur komið fínt út úr síðustu leikjum og Can er alvöru og verður bara meira alvöru. Lambert er svo einnig fínn leikmaður en hann hefur bara ekki fengið tækifæri til að sýna það. Flottur bolti í honum og hann á að mínu mati skilið að fá meiri spilatíma til að sanna sig. Markovic er enn mjög ungur og Manquillo gæti orðið frábær.

    Og svo er það náungi að nafni Balotelli. Sá hefur verið slakur maður. En er hann lélegur fótboltamaður? Nei alls alls ekki. Gæti reyndar orðið sá heimsklassa leikmaður sem hann er svo sannarlega efni í. Væntingarnar til hans eru fáránlegar og að ætla honum að feta í fótspor Suares á síðasta tímabili er náttúrulega ekkert annað en ósanngjarnt. Vandamálið eins og margir hafa bent á er kollurinn. Er hann maður í að díla hið stannslausa einelti sem hann hlýtur frá fjölmiðlum? Ég meina maðurinn má ekki hreyfa sig og það er blaðamatur. Og ef hann hreyfir sig ekki eru sögurnar bara búnar til. Reyndar er þetta ekki allt alveg að ósekju. Ekki kasta osti í félaga þínu á æfingu. Ekki sprengja íbúðina þína í loft upp o.sv.frv. Og ef þú ert undir smásjánni. Hagaðu þér. Gaktu í kór. Vertu með bindi. Lyftu þumlinum og brostu til samherja þinna. Og hundskastu til að FAGNA mörkunum með liðsfélögunum.

    Og Rodgers. Hann er að tækla manninn hárrétt. Hrósar honum. Ver hann. Spilar honum. Ætlar með öðrum orðum að gefa honum séns. Þetta fíla ég í tætlur. En svo eru það mörkin. Hvar liggja þau? Það að halda manni inn á vellinum sem er greinilega farinn í kollinum og liðsfélagarnir eru að verða brjálaðir á gerir engum gagn. Síst af öllum leikmanninum sjálfum. Ég gagnrýndi Rodgers harðlega fyrir að halda leikmanninum inn á á móti Q.P.R. en var gríðarlega sáttur þegar hann tók hann út af í hálfleik á móti Madrid. Ég fíla það þegar menn læra af mistökum sínum og Rodgers vex í sífellu í áliti hjá mér. Nú á að hvíla Balotelli. Lambert á skilið tækifæri. Svo kemur hann aftur inn seinna.

    Og svo aftur af þessari skrítnu bjartsýni minni. Liðið er alls ekki eins slakt og síðustu leikir gefa til kynna. Langt frá því. Við höfum verið óheppnir með meiðsli og þau taka á. Hjá öllum liðum. Sturridge. Flannagan. Sakho. Frábærir leikmenn sérstaklega Sturridge sem er heimsklassa leikmaður. Svo eru smávægileg meiðsli hér og þar. Svo verða nýjir leikmenn að njóta sannmælis. Hvernig var Suarez fyrstu mánuðina. Henderson. Átti ekki að selja hann. Allen var nú ekkert spes. Hvað með Lucas. Ég veit ekki betur en að allir þessir leikmenn hafi verið að gera okkur brjálaða. En hvað svo. Allir komu þeir til og urðu lykilleikmenn. Og það heldur betur. En það tók vissulega sinn tíma.

    Og svo er það þjálfarinn okkar. Hann hefur ekki alltaf verið í uppáhaldi hjá mér en hann vinnur svo sannarlega á. Síðasta tímabil var frábært og margt féll með okkur. Núna hefur hann þurft að rótera meira en góðu hófi gegnir. Og það er vandmeðfarið. Margir nýjir leikmenn en hópurinn var jú ekki stór. Það geta ekki allir spilað í einu og flottir strákar eins og Borini og Suso komast varla í hóp. Ég held reyndar að þeir verði lánaðir aftur. Sanniði til.

    En svo er það leikkerfið. Hvernig til tókst á síðasta tímabili var meiriháttar. Blússandi sóknarbolti þar sem boltinn gekk hratt á milli manna. Bakverðirnir hátt uppi og allir sækja á markið. Allir. En kerfið er ekki gallalaust. Annars myndu allir spila það. Touch-ið verður að vera í lagi. Hjá öllum. Einn farþegi og dæmið gengur ekki upp. Og vörnin verður að vera reiðubúin að spila hátt uppi sem þýðir að varnarmennirnir okkar verða að vera öskufljótir. En það að finna fljóta varnarmenn getur verið á kostnað styrks í loftinu. Varnarmenn sem eru bæðir sterkir í loftinu og fljótir á fótunum eru teljandi á fingrum annarrar handar í heiminum – og rándýrir í þokkabót. Og þegar spilið gengur illa upp og við fáum á okkur föst leikatriði liggjum við heldur betur í því. Madrid sundurspiluðu okkur ekki nema einu sinni í síðasta leik þegar Lovren tók eitt rangt skref og pláss opnaðist fyrir aftan hann. En vá þvílíkt heimsklassa mark. Hin mörkin komu eftir föst leikatriði. Og þá er það því miður ekki bara styrkur í loftinu sem okkar vantar heldur líka aga. Dekkaðu leikmanninn þinn og ekki sleppa honum. Henderson var að dekka Bensema í fyrra markinu og svo þegar boltin barst rétt út fyrir teiginn sleppti hann honum. Þetta má ekkert frekar í fimmta flokki á Íslandi heldur en í Meistaradeildinni. Fylgdu manninum alla leið. Hitt heitir agaleysi og þau gefa af sér mörk. Þetta verður að lagast annars verður veturinn afar erfiður. Og dekkið senterinn í hinu liðinu. Af hverju var Bensema endalaust í boltanum. Af hverju leit Zamora af öllum mönnum svona vel út á móti okkur. Jú vegna þess að menn eru ekki stöðugt í bakinu á honum. Þetta verður að lagast.

    En jæja nú er ég búinn að skrifa frá mér allt vit og nóg komið í bili. Afsakið það. Munið bara að leiðin liggur ekkert nema upp á við og við byrjum í dag. Ef ekki þá í næsta leik eða þar næsta. Liðið er fínt, þjálfarinn er fínn og ef menn ná að spila sig saman sem lið kvíði ég ekki vetrinum.

    Áfram Liverpool!

  12. Sögusagnir um að Manquillo, Can og Lallana komi inn fyrir Johnson, Henderson og Coutinho.

    Maður vill auðvita alltaf hafa Henderson í liðinu en menn verða aðeins að skoða leikjaálagið og sjá að menn eru mannlegir og ef menn eru ekki markmenn þá er ekki hægt að gera þá kröfu að menn spili alla leiki.
    Það eru nánast tveir leikir á hverji viku alveg þangað til í Janúar hjá Liverpool.

  13. hafa frekar henderson og coutingo inna !! hægt að hvila einhvað af þessum gaurum i bikarnum i vikunni

  14. Mignolet, Manquillo, moreno, Skrtel, Lovren, Gerrard, Allen, Can, Lallana, sterling, Balotelli

  15. Líst vel á að halda tryggð við Balo. Að frysta hann kemur slíkum karakter ekki til góðs held ég. A.m.k. gefa honum séns í þessum leik

Um Brendan…og stemminguna

Liðið gegn Hull