Liverpool – Real Madríd 0-3

Brendan Rodgers stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen

Sterling – Coutinho
Balotelli

Bekkur: Jones, Toure, Manquillo, Can, Lallana, Markovic, Lambert.

Það þarf kannski ekki að fara mörgum orðum um þennan leik. Við vorum flottir fyrstu 20 mínúturnar eða svo, góðir í pressu og aggresívir í öllum okkar aðgerðum. Real náði svo fínni sókn þar sem þeir héldu boltanum vel innan liðsins, Ronaldo tók einn-tvo við James, sem sendi frábæra sendingu innfyrir vörn Liverpool, ekki auðveldur bolti en besti knattspyrnumaður í heimi kláraði færið frábærlega.

Eftir þetta sáum við varla til sólar. Það komu tvö mjög klaufaleg mörk (Benzema x2) í kjölfarið og má segja að Real hafi klárað leikinn með frábærum 20 mínútum.

Þessi leikur var mikil vonbrigði. Gríðarlega mikil vonbrigði. Enn og aftur er vörnin eins og gatasigti þar sem að andstæðingar fá nánast ótakmarkaðan tíma í vítateig okkar leik eftir leik. Það mátti svo sem segja sér það að ef Austin og Zamora gátu verið með Skrtel og Lovren í vasanum þá ættu Benzema og Ronaldo ekki að eiga í vandræðum með þá.

Staðan í riðlinum

Jákvæðu fréttir kvöldsins eru klárlega þær að Ludogorets sigruðu Basel og er því allt í járnum í þessari baráttu um annað sætið.

  1. Real Madrid – 9 stig
  2. Ludogorets – 3 stig
  3. Liverpool – 3 stig
  4. Basel – 3 stig

Við eigum eftir að spila úti við Real Madrid (4. nóv), úti við Ludogorets (26. nóv) og heima gegn Basel (9. des). 6 stig úr þessum þremur leikjum ættu að nægja, sem auðvitað setur leikina gegn Ludogorets og Basel upp sem algjöra úrslitaleiki ef við ætlum að eiga einhver möguleika á að komast úr riðlinum.

Pælingar

Við mætum ekki Real Madrid í hverri viku, en við getum samt ekki endalaust komið með afsakanir. Liðið er búið að spila 12 leiki í öllum keppnum. Það er s.a. 25% af heilli leiktíð (m.v. leikjafjölda okkar í fyrra) og það eru nákvæmlega sömu vandamál til staðar og voru í fyrsta leik tímabilsins gegn Southampton. Það er ekkert batamerki og það er áhyggjuefni.

Við erum að spila sem 11 einstaklingar og kerfið er engan veginn að virka. Það er kominn tími á breytingar. Balotelli er auðvelt skotmark, karlanginn, en hann er einfaldlega ekki að skila neinu til liðsins. Svör? Ég sé ekkert í spilunum sem styrkir mig í trúnni að varnarleikur liðsins sé eitthvað að fara lagast. Sóknarleikur liðsins er lítið skárri. Við erum með einn leikmann sem hefur hraða og spilar á öxlinni á varnarmönnum andstæðinganna. Það er Sterling.

Hvernig við fórum að því að eyða vel yfir 100mp í sumar en samt vera algjörlega uppá tvo leikmenn komnir er rannsóknarverkefni. Við þurfum meira frá öllum leikmönnum liðsins. Ég get í raun ekki nefnt einn leikmann sem hefur verið að spila vel heilt yfir.

Lið Brendan Rodgers hafa ávalt verið mun sterkari síðari hluta tímabilsins, en ef spilamennskan og stigasöfnunin fara ekki að batna fljótlega þá er líklegt að við verðum komnir of langt eftir á um jól og áramót.

Pirrandi? Já. Heimsendir? Nei, alls ekki. Við erum enn í bullandi baráttu um að komast upp úr þessum riðli.

Nú er bara að svara gagnrýninni og taka þrjú stig gegn Hull. Við erum í ágætis stöðu þar líka m.v. að hafa í raun bara spilað ~2 leiki góða það sem af er tímabili, sem er jákvætt….. held ég.

98 Comments

  1. Balotelli var alls ekki versti maður vallarins en það er augljóst að hann passar ekki í þetta kerfi hjá okkur.

    Fannst vera miklu meiri rhyðmi, hraði og snöggar stuttar sendingar eftir að hann var tekinn útaf og Sterling fór í stríkerinn. Ég er nokkuð sáttur við seinni hálfleikinn.

  2. Það mætti risi á Anfield í kvöld, kramdi okkur í fyrri hálfleik og horfði svo glottandi á okkur reyna að standa upp í þeim seinni.

    Þegar maður tók niður Liverpoolgleraugun, þá var rosalega gaman að horfa á Real spila sinn leik, gerðu það fullkomlega.

  3. firstu 20 mínutur voru flottar eða fram að firsta marki, þá einhvernveiginn datt allt púður úr mínum mönnum eða fram á 40 mínutu var eins og þeir vöknuðu aftur, Var nokk sáttur með spilamenskuna í seinni.

    En váá hvað kommentin á fyrri þræði eru sumhver dapurleg.

    hvað um það, skítur skeður eins og stóð í bókinni góðu, bara næsti leikur 🙂

    Y.N.W.A.

  4. Jæja, þetta var nú ekki mjög langt frá því sem ég átti von á fyrir leik.

    Við mættum hugsanlega besta liði heims um þessar mundir, ríkjandi Evrópumeisturum, með mesta in-form knattspyrnumann heims það sem af er tímabils. Eins og ég sagði í upphitunarfærslunni hefði ég algjörlega þegið jafntefli fyrirfram.

    Fyrstu 20 mínúturnar eða svo höfðu okkar menn í fullu tré við hvítu pláguna, en vantaði gæði (og á köflum áræðni) á síðasta þriðjungnum til að ná að valda þeim skaða. 100+ marka lið Liverpool án tveggja manna sem skoruðu yfir 50 af þeim mörkum veit ekki á gott. Í fyrra var bókstaflega stórfengleg sókn Liverpool ítrekað að berja í brestina fyrir veikleika aftar á vellinum. Sá tími að við getum stólað á slíkt er líklega liðinn, illu heilli.

    Eftir frábært fyrsta mark gestanna virtist sjálftraust okkar manna þverra umtalsvert. Pressan og spilið datt allt of mikið niður, gestirnir fengu mun meiri tíma á boltanum (sem þeir eru sannarlega færir um að nýta MJÖG vel). Afrakstur þessa sáum við í tveimur býsna klaufalegum mörkum. Það var ekkert óvænt við þau mörk, í ljósi þess að RM fengu að spila boltanum fram og til baka á varnarþriðjungi okkar manna. Þú kemst oft upp með svona útsölu á móti QPR, en sjaldan á móti besta liði heims.

    Mögulega var Lúdórassgatið að gefa okkur get out of jail free kort með 1-0 heimasigri á Basel. Vonandi tekst lærisveinum BR að nýta sér það!

    Upp á framhaldið í deild og meistaradeild, erum við að sakna Daniel Sturridge ákaflega mikið. Mikið óska ég að hann nái sér sem fyrst og haldist heill a.m.k. fram að janúarglugganum!

  5. Ný hugmyndarfræði hefur tekið við hjá Liverpool í fyrra var það “Death by football” en á þessu ári er það bara “Suicide by football”.

  6. Carra, Redknapp og Sounes eru að ganga frá mér í settinu á Sky…… -_- Come on… its not the end of the fxxxing world….

    YNWA

  7. Þetta var skammarlegt og niðurlægjandi. Enn og aftur fellur Rodgers á evrópuprófinu, og Balotelli á hvaða prófi sem er.
    Í útileiknum verðum við að kyngja stoltinu, millilenda í Lundúnum, og fá tveggja hæða rútuna hans Móra lánaða.

    Þetta er hvergi nærri búið, en það verður mikið að breytast í næstu þremur leikjum.

  8. Ekki við öðru að búast, miða við hvernig spilamenskan er búinn að vera undanfarið, enda keyptir miðlungsmenn í sumar.

  9. Halló!

    Við erum Liverpool.

    Við vorum að spila á Anfield Road og það er bara ekkert annað en ömurlegt að tapa 0-3, sama fyrir hverjum og sama hvernig maður lítur á málið.

    Það versta er þó að maður er ekki ennþá farinn að sjá bætingar á liðinu.
    Áhyggjurnar aukast.

    Við eigum þó enn góðan séns í bæði EPL og CL, þökk sé hagstæðum úrslitum allt í kringum okkur.

    Áfram Liverpool!

  10. Jæja. Stjóri Real að segja að þeir hafi spilað sinn besta leik á tímabilinu meðan okkar menn voru að endurtaka sinn hörnulega leik frá því á móti QPR.

    Við söknum Sturridge og Suarez meira en BR átti örugglega von á og ég veit ekki hvað við þurfum að gera til þess að ná að halda hreinu í leik.

    Í næsta leik VERÐUM við bara að halda hreinu, þvílík hörmung sem við erum varnarlega.

  11. Verð að hleypa Pollyönnunni aðeins að.

    Úrslitin í Búlgaríu voru algerlega frábær. Þetta er enn í okkar höndum, þ.e. við þurfum ekki að treysta á úrslit í öðrum leikjum.

    Ef við vinnum Basel á Anfield með tveimur mörkum eða meira og vinnum Ludogres í Búlgaríu þá tryggjum við 2. sætið. Þá megum við tapa eins stórt og við viljum í Madrid. Það skipir þá heldur engu máli þó að Basel taki stig af Real á heimavelli. Þeir geta ekki, líkt og Ludogres, endað með meiri en 9 stig í riðlinum.

    Með öðrum orðum, ef lið enda með jafn mörg stig í riðlinum þá gilda úrslit úr innbyrðis viðureignum liðanna.

    Það er enn smá ljóstýra í enda ganganna 🙂

  12. Er ekki viss um að Balotelli kæmist í lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði eða nei, Balotelli kæmist ekki í lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði og er þetta sagt með fullri virðingu fyrir Leikni frá Fáskrúðsfirði.

  13. Liverpool hefur bara spilað einn góðan leik á tímabilinu og það var gegn Tottenham. Varnarleikurinn verður að teljast vera mjög slæmur í vetur, höfum fengið á okkur of mikið af mörkum. Ég vona að Brendan leysi það vandamál sem fyrst.
    Spiluðum vel í 20 mín enþá hrukku Real í gang og þeir kláruðu leikinn í fyrri hálfleik, síðari hjá þeim þá voru þeir að halda og vorum örugglega að hugsa um leikinn um helgina því þessi leikur var game over.
    Það er alveg ótrúlegt að sumakaupin öll eins og þau leggja sig virðast ekki vera að virka og en og aftur virðist Brendan ekki ná að stilla strengina saman þó að það sé þó nokkuð liðið á tímabilið.
    Í síðasta deildaleik sáust vandamál Liverpool klárlega þar sem við spiluðum gegn QPR þar sem sama tuggan hélt áfram.
    Laga vörnina er númer eitt hjá Brendan og ef hann nær því ekki er klúbburinn í vanda og við getur kvatt topp fjóra í deild og CL

  14. Þetta er ekki gott og kannski óréttlátt að láta reiði sína bitna á einstaka leikmönnum. Þetta byrjar bara ekki nógu vel og það er lítil sem engin bæting á liðinu. Þessi leikur tapaðist of snemma, áttum ekki séns og það pirrar mig. Hefðum unnið þennan leik í fyrra !

  15. Nú má fólk alveg bölva svartsýnismönnum eins og þeir vilja og lofa allt fyrir það eitt að vera ekki Roy Hodgon en þegar við höfum spilað 1 góðan leik og það er að koma nóvember myndi ég í besta lagi kalla það veruleikafirringu. Hef ekki haft jafn lítinn áhuga á fótbolta síðan einmitt Hodgon var með liðið. Sú skoðun alveg síst í ljósi þessa leiks enda svo sem engin skömm að tapa fyrir Real, en þegar þeir vinna án fyrirhafnar á okkar heimavelli er mér nokk sama hvað þeir heita, það er skammarlegt. Þetta lið okkar getur hreinlega ekki neitt. Það er nokkuð augljóst að það þarf breytingar í þessu liði, hverjar svo sem þær eru. Leiðinlegur, ófrumlegur og árangurslítill fótbolti…

  16. Ekki góð úrslit, 3 töpuð stig en ekki meira en það. Lítur út fyrir að sumir hafi tapað 9 stigum. Það er Okt. lifum enn í núinu. Áfram Liverpool.

  17. Velti því fyrir mér hvernig þessi leikur hefði endað ef Real ætti ekki El Clasico um helgina. Hefðu annars ekki stigið af bensíngjöfinni og rústað okkur enn meira en ella.

    Þessi skelfilegi sumargluggi er einfaldlega að koma niður á okkur. Við misstum okkar langbesta, takið eftir langbesta leikmann og einn besta leikmann heims. Það sem hefur komið í staðin hefur ekki skilað neinu fyrir utan einhver mörk frá Moreno og Lallana. Einfaldlega ekki nóg m.v. hversu miklum fjárhæðum var eytt.

    Ætla ekki að gagnrýna það sem Balotelli gerði inná vellinum í kvöld enda allir skelfilegir í kvöld. Hver skiptir samt um treyju í hálfleik? Ansi hræddur um að drengurinn hafi gefist upp. Glórulaust hjá honu og ég vil ekki sjá hann í næstu leik fyrir þessar sakir.

  18. Við þá sem gagnrýna sumarkaup félagsins harðlega (þá allra svartsýnustu þ.e.) vil ég bara segja eftirfarandi:

    Þessi sérlega óvænti árangur í fyrra náðist á ÓTRÚLEGA þröngum hópi, sem spilaði að auki ekki í Evrópu. Prófið að telja hversu margir spiluðu samanlagt bakvarðastöðurnar (það er ótrúleg tala), kostulega innkomu Jon Flanagan og fleira. Höfum líka í huga að uppgangur Raheem Sterling væri þeim mun ólíklegri ef þetta hefði ekki verið tilfellið.

    Það var aldrei – aldrei – í stöðunni að bæta breiddina ekki umtalsvert fyrir þetta tímabil. Þetta þýðir auðvitað ekki að við hefðum ekki átt að reyna að fá einn reyndan og góðan striker inn vegna brotthvarfs LS, en punkturinn minn í stærra samhengi er að breiddin var virkilega stórt vandamál og bakvarðastöðurnar gjörsamlega í tjóni.

    Nú vil ég ekki tefla fram uppbyggingarklisjunni, en það er í það minnsta hluti sannleikans. Ekki getur John Henry, þótt af vilja væri gerður, sáldrað gulli yfir okkur til kaupa á toppklassamönnum í flestar stöður. Ég held ég myndi ekki einu sinni vilja sjá mitt ástkæra félag feta slíka braut, þótt mér byðist það!

    Miðað við stöðuna eftir lokaár Rafa, Gillett & Hicks vitleysuna, truflunina sem olíufélögin hafa komið með inn í deildina og fleira, er ég bara nokkuð sáttur. Klúbburinn er sterkur og flottur og til alls líklegur.

  19. Einn maður fyrir utan Balo sem var hrikalega slakur og réði aldrei við verkefnið. Hann hét Jordan Henderson og átti einn sinn versta leik í Liverpool treyju að mínu mati. Fannst Joe Allen bestur (alltaf að reyna á fullu) Can kom sterkur inn sem og Lallana, aðrir ekki góðir.

  20. Áttum aldrei möguleika í kvöld. Enda er nánast ómögulegt að vinna fótboltaleiki ef maður fær á sig 2-3 mörk í leik með sókn innanborðs sem skapar varla færi í 90 mínútur.

  21. Held að Rodgers sé í smá sjokki þegar hann leggst á koddann á kvöldin. Þessir leikmenn sem hann ætlaði að treysta á í vetur, þessir nýju leikmenn. Þeir eru ekki búnir að sanna neitt, allavega of lítið. Lallana er ok, Lovren kannski líka, Moreno mögulega. Can á eftir að fá tíma til að sanna sig fyrir mér, aðrir eru bara með buxurnar niður um sig að mínu mati.

    Við erum þó í fimmta sæti og það er endalaus vetur framundan. Ég vil sjá sölur og kaup í janúar.

    Rodgers áfram ekki spurning. Annað er þvílík þvæla hér.

  22. Brendan sagði í viðtalinu eftir leikinn að hann vildi alls ekki að menn skiptu um treyju í hálfleik og að hann myndi taka á þessu.

    Þannig að, Balotelli, okkar aðalframherji (því Sturridge er of mikið meiddur til að vera það), er ekki bara gagnslaus á vellinum, heldur líka kominn í ónáð hjá þjálfaranum. Talandi um að bæta gráu ofan á svart.

  23. Ég vona innilega að þessi tilvitnun í Brendan Rodgers á fótbolti.net sé tekin úr samhengi. Ótrúlegt, ef satt er, að þetta sé hans skoðun – skoðun stjóra Liverpool.

    Liverpool á að vinna leiki á Anfield. Annað er óásættanlegt.

  24. Árið 2009 enduðum við deildina með glæsibrag og áttum skilið að vinna deildina. Sumarið á eftir var vongleðin í fyrirrúmi enda ekki ástæða til annars. Hinsvegar þurftum við að díla við að missa einn af okkar bestu leikmönnum, Xabi Alonso. Í hans stað fékk liðið meiddan leikmann, Aquilani, með mikla meiðslasögu. Einungis vegna þess að það lækkaði verðið á honum að fá hann meiddan. Auk hans fengum við fleiri leikmenn og liðið endaði í algjörum brunarústum á innan við ári.

    Við enduðum tímabilið í vor með mikilli prýði eftir frábært tímabil og áttum skilið að vinna deildina. Við þurftum að díla við að missa okkar langbest leikmann, Luis Suarez. Í hans stað var fenginn leikmaður sem getur virkað einn daginn en ekki þann næsta og sífellt til vandræða. Líkt og lélegur bíll sem fer í gang einn daginn en ekki þann næsta. Afherju varð hann fyrir valinu? Jú, hann var á síðasta séns, líkt og Aquilani, sem lækkaði á honum verðið. Þetta tímabil hefur verið skelfing hingað til og stefnir í aðra eins skelfingu og árið 2009.

    Þarna er sagan einfaldlega að endurtaka sig. Því miður!

  25. Er til e-ð lengur sem heitir Evrópukvöld á Anfield? Ég var að flakka á milli stöðva í kvöld og það var örugglega meiri stemming á öllum öðrum leikjum. Gjörsamlega dauðaþögn þarna fyrir utan e-ð smá YNWA í lokin.

    Þetta var brotlending í kvöld. Ef Real hefðu ekki stigið af bensíngjöfunni þá hefðu þeir hæglega getað slátrað okkur. Þökk sé El Clasico!

    Falleinkunn í kvöld hjá öllum en þá helst hjá Balotelli, þó ekki fyrir það sem hann gerði og gerði ekki á vellinum. Heldur fyrir að skipta um treyju í hálfleik! Í hálfleik! Hvað er eiginlega að honum? Þurfum við í alvöru að sitja uppi með hann fram í janúar í hið minnsta?

  26. Fór bara nákvæmllega einsog ég var buinn að spá!!!…..
    fannst lLv góðir í ca 20 min í fyrri hálfleik voru grimmir og litu vel út…..En misstu gjörsamlega alla trúá verkefninu eftir fyrsta markið, Lató gat ekkert einsog venjulega, en mestu áhyggjurnar hef ég af hausnum á þessum leikmönnum okkar, liðið er rúið sjálfstrausti….
    vill ekki trúa því að Brendan hafi gert svona hræðileg kaup í sumar og menn einsog lovren, marko,Lató, lallana séu ekki betri en þetta….Bara vill ekki trúa því!!!!!!!!!

    Fannst spilið lagast við að fá lallana inn í kvöld,,, En þetta var bara alls ekki nógu gott

  27. Jæja, ég kem með mitt bulletin – það flökktir samt myrkur yfir núna svo búið ykkur undir það.

    * Rodgers þarf að fara læra það að við verðum að spila öðruvísi gegn liðum eins og Real Madrid. Við máttum ekki gefa þeim svona mikið pláss fyrir aftan vörnina okkar.
    * Skrtel og Lovren eru bara ekki að fúnkera saman sem miðvarðapar.
    * Gerrard getur ekki varið vörnina gegn svona sterku liði – þurfum alvöru djúpan miðjumann.
    * Allen er númeri of lítill fyrir svona leiki.
    * Síðast en ekki síst – Balotelli: Hvað er með þennan mann? Hvers vegna er þetta svona leiðinlegt? Er verið að stríða honum í klefanum? Gaurinn hefur allt sem þarf en samt getur hann ekki rassgat og dregur hreinlega liðið niður. Aumingja BR að þurfa fara úr Suarez í þetta rugl sem Balotelli er. Svo toppar hann sjálfan með að skipta um treyju við PEPE og það í hálfleik, hvað ælti Stevie G. finnist um það? Það er vona að maður spyrji…ég eiginlega bara get þennan mann ekki lengur – eins og maður var nú spenntur fyrir honum. ummæli Harry Redknapp eiga núna við…hann gæti hlaupið meira en Balotelli gerði þessum leik.

    En hey…við vorum að spila gegn ríkjandiu evrópumeisturum og líklega besta liði veraldar ástam Bayern og Barca.

    Get ekki beint sagt að mig hlakki til útileiksins.

    YNWA

  28. PS. Mér finnst Balotelli móðga það sem treyja Liverpool stendur fyrir.

  29. Þetta er í okkar höndum vissulega, en ansi mörg “ef” í veginum, efast reyndar stórlega, með óbreyttri spilamennsku, um að Liverpool sé að fara að sækja eitthvað til Búlgaríu, voru stálheppnir að vinna þetta lið á Anfield, sigurinn á Basel í kvöld virðist miðað við tölfræði leiksins hafa verið nokkuð sannfærandi og RM lentu í vandræðum þarna. Það er auðvelt að skauta bara framhjá þessum leik en það breytir því ekki að spilamennska Liverpool er afar döpur. Mér finnst það í raun afrek að breyta jafn skemmtilegu liði og við sáum 13/14 í þessa hryggðarmynd sem við sjáum núna. Auðsýnilegt að þetta lið er hvorki fugl né fiskur án Luis Suárez. Ég hef haft trú á BR en hallast æ meir að því að hann hafi hreinlega ekki það sem til þarf til að taka klúbbinn upp á næsta þrep. Suárez bar hann á herðum sér, án hans er hann ráðvilltur, eini góði leikur tímabilsins er gegn liði sem er í enn meiri vandamálum. Á hverju ári fá stuðningsmenn að heyra að breytingar taki tíma o.s.frv. Ég hef verið á þessari skoðun sjálfur en get ekki varist því að horfa á lið eins og Southampton, aldeilis breytingar sem urðu þar. En þeir eru betri en í fyrra, maðurinn sem stjórnar málum þar veit greinilega hvernig á að móta lið á skömmum tíma. Liverpool FC virðist hins vegar dæmt til að hringsóla kringum byrjunarreitinn. Brendan out? Kannski ósanngjörn pæling á þessu stigi en er hann að byggja ofan á síðasta tímabil?Liðið er marflatt fram á við, að Sterling undanskyldum, og varnarleikurinn maður minn, fer versnandi með hverju árinu. Ekki virðist þjálfarateymið hafa burði til að leysa vandann og heimsklassa leikmenn sem keyptir eru til að stoppa í götin líta út eins og byrjendur à köflum, þetta er afar sérstakt og getur ekki verið tilviljun. Hvað er í gangi?

  30. Gaman að sjá Liverpool spila fyrstu mínúturnar og jafnvel gaman að sjá okkar menn glíma við lið sem er einfaldlega í öðrum gæðaflokki alla daga.

    Leiðinlegt að sjá menn hrauna yfir liðið, það er bara ekki mikið betra en þetta þessa dagana því miður.

    Enn leiðinlegra er þó að lesa ummæli í þræðinum hér á undan að Liverpool taki þetta 3-0, og Balotelli skori og ég veit ekki hvað, og berja sér svo á brjóst og þykjast vera alvöru stuðningsmenn og þeir sem gagnrýna liðið eða lýsa vonbrigðum sínum eigi bara að kaupa sér Chelsea treyju.

  31. Mjög slæm úrslit og vörn/markvarsla ekki að gera sig frekar en fyrri daginn. Það var hugur í Gerrard fyrir leikinn en því miður var liðið að spila eins og í allt haust meira og minna fyrir utan Tottenham leikinn sem gaf manni vonir um að sami kraftur og karakter væri í liðinu eins og í fyrra. Fjarvera Suarez er ekki málið, liðið spilaði glimrandi í fyrra án hans. Það er einhver karakter og gleðið sem er farin svona eins og sálfræðileg áhrif fjarveru Suarez séu yfirþyrmandi. Við erum ekki 0-3 verri en RM á góðum degi á heimavelli. No way. Brendan verður núna að fara að upphugsa einhverjar nýjar aðferðir í taktík. Andstæðingarnir virðast hafa svör við öllu sem hann hefur boðið upp á á þessu seasoni. Vel yfir 100m í eyðslu. Spurning hvort þetta séu milljónir punda vel varið?

  32. Real of stór biti. Það er ljóst. Balotelli var lottó. Því miður eru vinningslíkur þar ekki miklar,,,
    Næsta leik, takk.

  33. Balo átti 11 sendingar í fyrri hálfleik, vann ekkert fyrir liðið tók ömurleg skot, og var allto hægur og mikið að nudda boltanum sem tefur sóknina. Ég vill að hann verði á bekknum í næstu leikjum, og prófa að nota Borini, hann vill spila og leggur sig fram og gæti hugsanlega smollið í gang, eg hef allavega meiri trú á honum en Balotelli.

  34. Liðið sem mætti á Anfield í kvöld er mörgum klössum fyrir ofan okkar ástkæra lið í augnablikinu því miður. Manni fannst eins og margir leikmenn LFC höfðu ekki trú á verkefninu og sást það í spilamennsku liðsins. Í fyrri hálfleik voru Balotelli og Coutinho manna verstir í dekkningunni þegar við vorum með 11 menn fyrir aftan boltann. Coutinho á skokkinu og Balotelli varla í mynd í sjónvarpinu mínu þegar ég var að fylgjast með varnarvinnunni. Varnarleikurinn í fyrsta markinu er rannsóknarefni útaf fyrir sig. Gerrard er í Ronaldo sem sendir boltann og tekur hlaupið. Gerrard eltir ekki, Lovren er úr stöðu og Skrtel sem er að dekka sinn mann þar að víkja frá honum til að reyna þrífa upp skítinn frá Lovren og Gerrard.

    Mignolet er svo sér kapituli útaf fyrir sig. Já já frábært hann kom með 2 vörslur í seinni hálfleik og jari jari jari. Fyrir mér hefði hann getað gert betur í fyrsta markinu (einhverjum finnst ég eflaust ósanngjarn), í marki tvö er hann illa staðsettur og svo í þriðja markinu fer hann af hálfum hug á móti boltanum og með lappirnar á undan í stað þess að kasta sér á tuðruna. Mörkin voru þó ekki honum (einum) að kenna heldur var varnarleikur liðsins til háborinnar skammar eins og svo oft áður á þessari leiktíð. Svei mér þá ef varnarþjálfari LFC eigi ekki bara að segja af sér og skammast sín hreinlega fyrir færslurnar hjá vörninni og varnaleikinn heilt yfir. Stendur ekki steinn yfir steini hjá liðinu.

    Ef ég á að líta á eitthvað jákvætt úr leiknum þá voru það Sterling, Can og Lallana. Aðrir ekki. Finnst alltof margir farþegar í liðinu, enginn sem hefur greddu eða sjálfstraust í að taka menn á eða ráðast á boltann. Sumarkaupin mörg hver að koma heldur betur illa út.

    Hvað er svo með Balotelli og að skjóta úr öllum færum og alltaf fyrir utan teig?

    Anda inn, anda út………

  35. Svona sannfærandi tap er bara aldrei boðlegt á Anfield, sama hvað. Varnarleikurinn er ekki nógu góður frá fyrsta manni og pressan og ákafinn frá því í fyrra er enganvegin sambærileg. Þetta var að skila okkur endalaust af góðum sóknarstöðum í fyrra sem skilaði oftar en ekki mörkum. Núna er hver einasta sóknaraðgerð voðalega þunglamaleg, hæg og fyrirsjáanleg. Oftar ekki er treyst alfarið á einstæklingsframtakið í stað þess að spila sig í gegn líkt og við sáum svo oft í fyrra. Balotelli undirstrikaði þetta mjög vel í byrjun leik er hann klappaði boltanum í smá stund í stað þess að senda Sterling í gegn.

    Þetta er þó ekki alveg aðalástæðan fyrir því að liðið lekur svona mörgum mörkum, þar eru það föst leikatriði sem eru að drepa okkur alveg. Ég man bara ekki eftir liði sem er eins lélegt í því að verjast föstum leikatriðum. Þetta eru allt atriði sem ég hef fulla trú á að Rodgers nái að laga og fínpússa mun betur á næstu vikum og mánuðum.

    Að því sögðu þá er þetta Real Madríd lið í kvöld það besta sem Liverpool hefur mætt í Evrópu á Anfield síðan Benitez kom með Valencia um árið. Leiðinlega mikill klassamunur í kvöld en höfum í huga að þeir eru með lið sem hefur handvalið bestu leikmenn í heimi í þær stöður sem vantar undanfarin ár meðan Liverpool hefur misst (fyrir þennan leik) þá tvo leikmenn sem helst komu okkur í þessa keppni. Þar fyrir utan hefur Liverpool ekki spilað á þessu leveli í fimm ár og verða að nýta svona leiki til að læra af þeim.

    Það kemur maður í manns stað en sóknarlína Liverpool í dag var allt of langt frá þeirri sem við vorum með í fyrra. Sérstaklega meðan varnarleikurinn er verri núna ef eitthvað er. Sóknarleikurinn bjargaði varnarleiknum (of) oft í fyrra og núna er heldur betur komið að skuldardögum. Ef Rodgers finnur ekki lausn á varnarleiknum þá verður þetta honum að falli á endanum, hann þarf að finna einhvern milliveg á þeim leikstíl sem landaði honum starfinu á Anfield (Swansea) og þeim leikstíl sem liðið spilaði í fyrra, þetta lið virðist ekki ráða við samskonar ultra sóknarleik og liðið spilaði í fyrra, aldrei án Sturridge a.m.k.

    Tap gegn Real Madríd í núverandi formi er aldrei neinn stóri dómur, flest lið eru að fá á sig 2-8 mörk gegn þeim. Núna var bara komið að okkur því miður. Við erum alls ekki vön því að sjá Liverpool tapa svona illa og sérstaklega ekki í svona stórum leik og það er eins gott að þeir læri af því og það hratt. Það voru margir leikmenn í liði Liverpool í dag með litla reynslu af svona stórleik.

    Mignolet verður ekki kennt um þetta tap þó hann hafi vissilega getað gert betur í þriðja markinu. Varnarleikur liðsins í heild hjálpar Mignolet alls ekki og kannski er ósanngjarnt að dæma hann meðan liðið er svona óslípað fyrir framan hann, engu að síður sé ég ekki Mignolet fyrir mér sem aðalmarkmann Liverpool á næsta tímabili. Hann er samt bara partur af þessu vandamáli og líklega ekki stærsta vandamálið.

    Glen Johnson er á lokaári samningsins og það er enginn að tala um þau mál lengur, það segir líklega meira en margt og eins og hann hefur verið að spila þá er þetta hans lokatímabil með Liverpool, virðist ekki hafa þann kraft sem þarf í þetta lengur. Erum með 2-3 unga leikmenn sem eru allir líklegir til að slá hann úr liðinu fljótlega.

    Lovren og Skrtel samstafið míglekur og það bara hlítur að fara koma að þvi að gefa Sakho séns á að spila sig inn í liðið. Vandamálið með hann eins og allt of marga leikmenn er að hann er alltaf meiddur. Næstu 10 daga þurfum við því áfram að treysta á Lovren og Skrtel, ekki nema menn vilji frá Kolo Toure í vörnina!

    Gerrard vantar síðan mikið upp á kraftinn sem þarf varnarlega gegn svona liði og það var oft ansi langt á milli manna á hættusvæðinu á okkar vallarhelmingi í dag. Mascherano týpa hefði komið sér vel í dag. Gerrard verður þó ekkert kennt um mörkin endilega frekar en einhverjum einum einstæklingi. Fyrsta markið er bara stórglæsilega gert, annað markið líka þó þar hefði mátt loka mikið betur á andstæðinginn. Þriðja markið er svo enn einn aulaskapurinn eftir horn.

    Það vantar sárlega leiðtoga í vörnina, Lovren var líklega hugsaður í það hlutverk og þarf að fara standa betur undir því . Þetta er pínlegt á köflum.

    Það er jákvætt fyrir næstu leiki að Can og Allen komu inn í liðið í dag og stóðu sig ágætlega, það stækkar hópinn fyrir mikið prógramm. Coutinho var einnig líkari sjálfum sér eins og um síðustu helgi sem er mjög jákvætt.

    Hveitibrauðsdögum Mario Balotelli er svo endanlega lokið, eins og hann hefur byrjað þetta tímabil þá á ég í erfiðleikum með að ímynda mér sóknarmann sem passar mikið verr inn í þetta Liverpool lið (mögulega Lambert reyndar). Þetta var auðvitað það sem við óttuðumst fyrir mót og það er heldur betur að koma á daginn. Hans spilamennska verðskuldar alls ekki að halda öðrum leikmönnum út úr liðinu og það gefur bara kolröng skilaboð haldi hann áfram að spila á kostnað Lambert og Borini. Best væri að taka hann alveg úr hóp í nokkrar vikur og segja honum að ná því hvernig Liverpool spilar og aðlagast því, ellegar hypja sig.

    Hann á skilið tíma eins og aðrir nýjir leikmenn en þolinmæðin er ansi nálægt þolmörkum hjá manni núna meðan hann kemur aldrei með þennan sokk upp í okkur sem efumst um hann. Hann var ekkert stóra málið þannig séð í þessum leik en það segir sitt að Rodgers tók hann útaf í hálfleik. Eins segir það sitthvað um hugarfarið að hann skiptir um treyju í hálfleik í stöðunni 0-3 og það við mesta fífl andstæðinganna. Það er ekkert það versta sem gerst hefur í sögunni en ótrúlega Balotelli-legt.

    Það kæmi mér alls ekki á óvart ef Sterling fer að fá fleiri leiki sem annar af tveimur sóknarmönnum eins og hann spilaði í kvöld. Hann er með hraðann, vinnsluna og ógnina sem liðinu vantar svo hrikalega upp á topp í fjarveru Sturridge. Það er komið nóg af leikmönnum sem geta spilað í holunni sem Sterling spilaði í á síðasta tímabili.

    Við svekkjum okkur á þessu í kvöld, verst finnst mér að vera hálf feginn að þetta fór þó ekki verr, svona vill ég bara aldrei aftur sjá á Anfield eða bara frá Liverpool yfirhöfuð, sama hvar. Rodgers fær tækifæri að nýju á Bernabeu og þarf að nýta það betur en þetta.

    Úrslit í öðrum leikjum gera það annars að verkum að Liverpool er alls ekki fallið úr keppni ennþá og það gæti dugað að vinna Basel heima og Ludogorets úti þrátt fyrir allt, við höfum reyndar áður verið í þeirri stöðu gegn Basel.

    Ég vænti þess að spilamennska Liverpool batni á næstu vikum og horfi á þetta þannig að ef Liverpool vinnur ekki Basel heima og Ludogorets úti þá á þetta lið ekkert erindi í 16-liða úrslit. Hvað þá þar sem liðið hefur þegar tapað stigum gegn Basel.

  36. Mér líður eins og að Suarez hafi farið á “free transfer”. Allur peningurinn sem kom inn virðist vera farinn í ruslið. Allt sem tengist þessari sölu á honum er svo gríðarlega misheppnað.

    Hann var ekki bara okkar besti leikmaður heldur besti leikmaður deildarinnar. Að fara inn á vígvöllinn með svona mann sér við hlið fyllir mann krafti. “True warrior” sem gerir allt til að vinna, ég meina allt. Leikmaðurinn sem kom í hans stað hefur ekki vott af þessum baráttuanda og virðist ekki hafa neinn áhuga á að vinna. Hugsar bara um nýjar hárgreiðslur og að fá treyju hjá andstæðingi í hálfleik!!!

    Þetta er eins og að fara úr frábærri eðalkerru sem skilar þér alltaf frá A-B, í e-n skrjóð sem virkar þegar honum dettur í hug.

    Það var ljóst að það væri gríðarlega mikið áfall að missa Suare en klúbburinn fær falleinkunn hvernig hann tæklaði það. Var a.m.k. ekki hægt að fá leikmann með gæði og vott af barattúanda?

  37. Þið sem horfðuð á íslenska landsliðið á móti Hollandi og horfðuð á þennan leik við Real Madrid í kvöld gátuð séð hversu arfaslakt lið Liverpool var í ákveðnum atriðum. Hvaða tilgang hafði Balotelli í leiknum ? Hvaða tilgang höfðu miðjumennirnir í þessu leik , og hvers vegna virka varnamenn Liverpool lélegir ?

    Samlíkingin við íslenska landsliðið er vegna þess að það er ekki hátt skrifað !

    Hvað er Liverpool þá ?

  38. Skelfilegt !! Það sást langar leiðir að menn höfðu ekki trú á verkefni kvöldsins,engin vilji og engin áhugi. Erum steingeldir framávið og alveg skelfilegir varnarlega. Þessi varnarleikur undarfarnar vikur er bara eitthvað rugl, færslur,staðsetningar og hlaup vanarinnar eru útúr korti. Miðjumennirnir komnir alveg niður á vítateigslínu og Balotelli frami að leita að 4 blaða smára – í ruglinu.

  39. Strákar, strákar, strákar…. Rauðsokkarnir sem eiga LFC núna munu ekki kaupa striker fyrir 60 milljón pund….þeir vilja fá þokkalegt margin fyrir að selja leikmenn…þeir hugsa þetta eins og hlutabréf kaupa ódýrari eða framleiða og selja, líkt og Suarez og væntanlega Sterling í
    framtíðinni…

    Ekki halda niðri í ykkur andanum um risakaup í janúar….það mun ekki gerast….

    Það sem er líklegra að gerist að fleiri yngri fái tækifæri….

    Þeir eru líklega með 5-10 ára, mjög vel útlistað plan fyrir LFC og fyrir þá Fenwayista er 7 til 2 sæti ásættanlegt. BR þarf ekki að óttast um starfið sitt á þessu tímabili trúi ég, sama hvað gerist í meistaradeildinni og bikar.

    Balotelli….ég hef enn trú á kjellinum…en hann er greinilega handónýtur í sálinni, greyið…

  40. Hvernig Balotelli er í skotlínunni eftir þennan leik en ekki Skrtel, er óskiljanlegt. Stóri dómur á hann er löngu kominn og nú er tími til að vakna og lykta af kaffinu. Hann kórónaði nánast upphafið á tímabilinu hjá sér þegar hann reyndi að hlaupa Mignolet niður í tómum teig.

    Balotelli greyið getur ekki spilað einn uppi í topp. Hann fer örugglega eftir þetta tímabil, en það gerði Aspas líka eftir jómfrúartímabil sitt. Slíkt gerist bara, menn passa og passa ekki.

    Janúarglugginn nálgast og þá hlýtur Rodgers að landa Berahino. Það er svo mikill no-brainer að það nær ekki nokkuri átt. Smellpassar í kerfið og í kringum Sturridge.

    Svo þarf að stíga það óþægilega skref að kaupa alvöru DM.

    Þessi leikur var þvílík niðurlæging, man ekki eftir öðru eins. Stjórinn hlýtur að vera að grínast þegar hann segir liðið hafa spilað vel í seinni hálfleik. Real lallaði upp með 3-4 menn og nenntu varla að skora mark 4 og 5.

  41. Nokkrir punktar eftir að maður hefur jafnað sig og lesið aðeins hér og á Twitter.

    1) Slökum aðeins á Balo. Hann er vissulega vandamál en hann er enganvegin það eina. Svo var það líka Pepe sem bað Balo um að skipta um treyju en ekki öfugt. Mér finnst það skipta máli í þessu samhengi.

    2) Mér fannst gott að sjá Allen og Coutinho í þessum leik. Hlakka til að sjá meira af þeim.

    3) Tímabilið í fyrra voru 10 skref áfram, þegar við bjuggumst við kannski 5. Mér finnst ekki óeðlilegt að við dettum 5 skref aftur til baka, sér í lagi þar sem við erum nánast að spila án sóknarmanna þessa dagana. SAS verður erfitt að fylla upp í.

    4) Mignolet finnst mér vera að stíga upp. Ekki hægt að kenna honum um mörkin og hann átti góðar vörslur í dag sem og í síðasta leik. Ekki yfir miklu að kvarta þar.

    5) Ég er ekki sammála því að það sé engin bæting, vissulega var síðasti leikur vonbrigði en ég hef á tilfinningunni að þetta sé hægt og rólega að smella hjá okkur. Ég held t.d. að þessi spilamennska sem við sáum í dag hefði dugað okkur í sanngjarnan sigur á flestum liðum í PL. Hlakka til að sjá næsta leik.

    6) BR verður að fara að finna lausnir á föstum leikatriðum. Bæði í sókn og vörn. Þetta er ekki boðlegt lengur. Við skorum aldrei úr horni en fáum stöðugt á okkur mark úr horni. Óþolandi.

    7) Ég var ólýsanlega stolltur af því að heyra í stuðningsmönnum á Anfield syngja YNWA í lok leiksins. Við erum bestu stuðningsmenn í heimi. Höldum því áfram.

  42. Það var alltaf vitað að erfitt yrði að mæta einu besta fótboltaliði heims í á Anfield, Real var of stórir fyrir okkur í kvöld.

    Það er eitt sem er alveg merkilegt að menn benda á Balotelli sem blóraböggul aftur og aftur alveg merkilegt hvað að fólk er mikil hjarðdýr. Breska pressan var farinn að bera alskonar skít uppá yfirbrðið og heldur betur nýtur þess að hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá honum.
    Það er og verður alltaf erfitt að fara bera Balotelli saman við Suarez sem er einn besti framherji í boltanum í dag og sú ótrúlega elja hjá honum að pressa sem fremsti varnarmaður, enn þá má ekki gleyma því að við spiluðum nánast einn leik í viku og það skal enginn seigja manni það að Suarez hefði geta hlaupið einsog vitlaus maður á miðvikudegi og gera það sama á laugardegi í ensku deildinni þ.e.a.s. ef liðið hefði verið í meistaradeildinni.

    Liðið þjáist verulega í fjarveru Sturridge og Balotelli líka að þurfa að fara fylla í skarð Suarez meðan Sturridge er frá vegna meiðsla.

    Geta menn bend á einhvern af nýju leikmönnunum sem eru að blómstra, ekki get ég það enn nei við skulum kenna Balotelli um þetta í stað þess að skoða hvað vandamálið er.

    Hið raunverulega vandamál Liverpool er varnarleikurinn 2/3 af mörkum kvöldsins skrifast skuldlaust á vörnina, LFC er búið að fá á sig 7 mörk í föstum leikatriðum í síðustu 12 leikjum og við höfum eingöngu náð að halda einu sinni hreinu í síðustu 18 leikjum.

    BR verður að fara að stoppa lekann í vörninni, þetta var líka vandamál á síðasta tímabili ávallt míglekir í vörninni en náðum oft á ótrúlegan hátt að skora bara meira en andstæðingurinn.

    BR þarf að komast í glósubækur Rafa Benitez og læra hvernig á að læsa hurðinni og slökkva ljósinn þegar þú ert kominn í 2 marka forystu því það er alveg sama hversu mörgum mörkum LFC komastyfir í leikjum maður er ávallt með hjartað í buxunum og bíður eftir að dómarinn flauti leikinn af.

    Ég er á því að BR er frábær þjálfari og hann líður ef til vill fyrir það hversu nálægt við vorum að vinna deildina með ótrúlegann þunnan hóp og heimsklassa sóknarmann sem er farinn í dag, og það hjálpaði okkur að geta gert þetta nánast með því að spila einn leik í viku.

    Það var alltaf í spilunum að styrkja þyrfti margar stöður á vellinum, og það tekur tíma að spila nýjum mönnum í lðið þetta er ungt lið í uppbyggingu.

    Held það sé kominn tími til að hætta að bera Balotelli saman við Suarez og það er alveg ljóst að pressann sem á honum er að bera upp sóknarleik LFC í fjarveru Sturridge er mikil og hann er mannlegur alveg einsog hinir nýju leikmennirnir hann þarf líka tíma til að aðlagast liðinu og manni sýnist á honum að sjálfstraustið er 0% enda þorir hann ekki að taka menn á heldur reynir að taka skot úr nánast vonlausum vinklum, það er heldur ekki einsog Suarez hafi raðað inn mörkum fyrstu 2 tímabilin sín hjá LFC eru menn búnir að gleyma því og svo eru hinir sem kalla eftir Borini já einmitt hann er kominn með 1 mark í 13 leikjum fyrir Liverpool en þeir sem kalla eftir honum vilja fá hann er að hann hleypur meira enn ekki af því að hann er betri leikmaður en Balotelli.

    Áður en menn dæma Balotelli sem lélagann fótboltamann þá kæmi ef til vill tölfræði hans ýmsum á óvart ef hann er borinn saman við núverandi framherja LFC.
    http://www.soccerbase.com/teams/team.sd?team_id=1563

    Aftur á móti er úrslit kvöldsins í riðli LFC halda í okkur lífi við erum ennþá með Real stungnir reyndar af LFC, Ludo og Baasel öll með 3 stig.

    Leiðin hjá liðinu hlýtur að vera uppá við erum ennþá með í CL og 5 sætið í deildinni þótt spilamennskan sé ekki góð.

    Mér er drullusama um þessi treyjuskipti Balotelli við Pepe, ég vil bara að liðið bæti spilamennskuna og vörnin fari fyrst og femst að finna taktinn.
    Breska pressann mun aftur á móti setja þessi treyjuskipti á forsíðuna gefa Balotelli 1 í einkunn og hann hljóp kanski 1.3 km.
    Þá munu hjarðdýrinn kokgleypa þetta allt saman og þetta verður aðalmálið og vandamálið.

  43. Ein spurning sem mér þætti gaman ef einhver af pennum síðunnar svaraði.

    Ef þetta hefði verið Hull sem mætti á Anfield í kvöld, en ekki Real. Hefði Rodgers lagt leikinn öðruvísi upp eða skiptir mótherjinn hann litlu máli ?

  44. Merkilegt hvað margir hér halda að það sé sjálfsagður hlutur að vinna alla leiki 5-0 og prumpa svo á sig og grenja í brókina sína þegar við töpum gegn real madrid. í stöðunni 3-0 vissi maður að þetta væri búið og ég gat ekki einu sinni verið fúll yfir því útaf þetta er svo mikið “svindlkalla lið” Held að það sé gráupplagt fyrir suma að hreinsa þetta brúna nei afsakið svarta skidmark úr brókinni

  45. versta við þetta er að ef real vinnur okkur í næsta leik þá eru þeir að fara að tapa í basel því þeir eru gulltryggðir áfram

  46. Það sem stendur uppúr eftir leiki kvöldsins er sú staðreynd að Liverpool er nær Basel og Ludogorets í styrkleika en R. Madrid og þá er ég ekki að reyna að vera sniðugur eða hnyttinn. Einfaldlega mitt ískalda mat á spilamennsku liðsins það sem af er tímabili.

  47. Balotelli er lélegasti leikmaður sem spilað hefur fyrir Liverpool, punktur! Ótrúlegt að hann skuli hafa verið keyptur og ég vil bara losna við hannn strax í jan. en hann er bara svo lélegur að engin vill kaupa hann. – Liverpool er ekki félag sem vill hafa svona leikmann, það er greinilega eitthvað að honum andlega, hann er latur, fúll og bara mjög slakur leikmaður.

  48. Ætli það sé ekki viðeigandi að vitna í orð Meistara Bill Shankly:

    “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.”

    Held að margir “stuðningmenn” Liverpool FC ættu að taka þessi orð sér til fyrirmyndar.

  49. #55 ! mikid andskoti er madur ordin treyttur á tessu
    “if you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win ”
    kjaftædi !!

    tad er enginn ad fara hætta stydja lidid vegna tess hve illa gengur , Enn tad er i lagi ad láta tad i ljòs ef madur er ekki ánægdur med lidid , stjòrnendur og eigendur .

  50. Ég er bara löngu búinn að gefast uppá Martin Skrtel. Hann er búinn að vera samnefnarinn í hriplekri vörn Liverpool núna í 3-4 ár. Alveg sama hvaða 3 menn hann hefur haft í kringum sig allan þennan tíma, alltaf eru allir varnarmenn útúrstressaðir í kringum hann. Jafnvel sallarólegur leiðtogi eins og Dejan Lovren skelfur eins og lítil hrísla við hliðina á honum. Það er ekkert hægt að byggja upp neina liðsheild varnarlega með menn eins og Skrtel og Glen Johnson hlið við hlið. Þessi fáránlegu aulamörk sem við fáum á okkur trekk í trekk eru ekki hundi bjóðandi.
    Það verður að halda Moreno og Lovren og finna nýja framtíðarmenn í hinar varnarstöðurnar plús markmann sem getur tekið alvöru command á vítateignum, stýrt vörninni og öskrað liðið áfram. Þetta er fullreynt og komið löngu gott. Varnarleikurinn hjá okkur er aðhlátursefni viku eftir viku.

    Það er líka löngu komið gott af þessu leikkerfi. Rodgers verður að hætta þessari þrjósku og fara henda Sterling fram með Lambert/Borini og spila tígulkerfi með Coutinho og Lallana sem oftast inná. Við bara verðum að þétta miðjuna. Svo þarf Rodgers að græða á sig alvöru pung og setja Gerrard af og til á bekkinn. Það eru öll lið í Evrópu búin að lesa hvernig á að spila gegn Liverpool með Gerrard að verja vörnina. Að horfa á Gerrard hérna í fyrsta markinu taka hliðar saman hliðar án þess að ógna neinu né hafa áhrif á neitt í spili Real er bara ekki nógu gott í CL. Þú gefur ekki liði eins og Real Madrid allan þennan tíma pressulaust á boltanum. Einnig er varnarleikurinn hjá Glen Johnson svo fullkomlega hopeless í 2.markinu að það er bara rannsóknarefni í sjálfu sér. Fyrst les hann sendingu vitlaust og hleypur framhjá bolta sem hann hefði getað náð með meiri yfirvegun. Svo silast hann hægt tilbaka, horfir hræddur í kringum sig og reynir að dekka einhvern. Svo loksins þegar sendingin kemur er hann farinn í annan mann sem verið er að dekka og skilur Benzema aleinan meter fyrir aftan sig. Lyftir siðan höndum eins og bjáni líkt og þetta sé öðrum að kenna. Mikið rosalega er þetta pathetic varnarleikur. 🙁
    Í 3.markinu eiga svo labbakútarnir Skrtel og Johnson stórleik. 3 að dekka 2 menn, Skrtel hikar, nær ekki fræga peysutoginu sínu og missir svo af sínum manni sem potar boltanum áfram. Johnson byrjar að hlaupa út að spila rangstöðu(eða guð má vita hvað hann er að reyna), stoppar og stendur svo eins og myndastytta meter frá marki án þess að fara neitt í manninn sem skorar. Svo tekur hann sitt signature move. Lyftir höndunum rosa hneykslaður og horfir í kringum sig eins og vanaður hestur.
    Sjáið varnarleik Liverpool mjög vel hér. https://www.youtube.com/watch?v=YxZ4Rp7xxxw

    Þetta er rosalega þunglamalegt núna og vantar sárlega sama ungæðingshátt og hefur verið á liðinu undanfarin ár þegar Rodgers hefur verið að gefa kjúklingunum séns með allt á uppleið. Við söknum ungra manna eins og Flanagan og Wisdom sem komu með ákveðið óttaleysi og ferskleika í liðið. Það vantar alveg alla leikgleði í Liverpool þessa dagana. Nær allir leikmenn okkar virka pirraðir og úr takti.
    Stjórnunin á liðinu er líka bara ekki nógu góð og menn missa einbeitingu alltof oft.
    Leikmenn þurfa að gleyma tímabilinu í fyrra sem allra fyrst. Balotelli er enginn Suarez og menn eins og fyrirliðinn okkar fullmikið enn að vorkenna sér fyrir að hafa misst af titlinum í fyrra. Glænýtt lið og annað keppnistímabil í gangi. Get over it. Þetta mun samt tíma. Okkar menn eru að koma harkalega niður á jörðina núna.

    Með Sturridge, Origi og Sterling (+ viðbætur) verður sóknin mjög flott á næsta tímabili. Við bara verðum að setja allt í ár í að ná meistaradeildarsæti. Erum í 5.sæti eins og er og liðin í kringum okkur í svo miklu rugli að þetta er alveg hægt. Spilið hjá Liverpool mun klárlega batna þori Rodgers að gera smá breytingar. Það býr mikið í þessu Liverpool liði og hæfileikar og geta á víð og dreif um liðið. Rodgers þarf bara að ná okkur í CL og FSG að kaupa alvöru stríðsmenn næsta sumar. Ég ætla bara hafa gaman af CL og okkar rönni í bikarkeppnunum í ár en búast ekki við of miklu, eina sem ég hugsa um er deildin héðanífrá. Við erum að aðlagast pressunni sem fylgir því að vera komnir aftur meðal bestu liða Englands og þetta krefst bara þolinmæði.

    Þolinmæði sem þýðir t.d. að hætta smábarnaskap eins og að kalla hina og þessa lélegustu leikmenn Liverpool alla tíma. Maður les þetta orðið hérna leik eftir leik og er orðið rosalega þreytt. Við sem höfum fylgst með Liverpool í 30ár+ höfum séð fullt af leikmönnum sem ættu þessar nafnbótir betur skilið.

  51. Gluggin í sumar ein risamistök. Öll lið þurfa 3-4 súper leikmenn í sínu liði. Í dag erum við bara með góða leikmenn en engann súper leikmann nema kannski í Sterling en við getum ekki ætlast til að hann dragi vagninn einn.

    Ég er sannfærður um að við værum í miklu betri málum hefðum við náð í 2-3 topp gaura (t.d. Di Maria, Falcao, Pogba, Vidal, Sanches o.s.frv.) og sleppt öllum þessum farþegum sem voru keyptir og stólað frekar á unga stráka sem uppfyllingarefni. Eru einhverjir ungir á fá tækifæri í dag? Það er búið að henda þeim í lán eða þeir spila bara með varaliði enda þarf að hafa alla leikmennina sem voru keyptir á bekknum. Þetta er ömurleg þróun. Við erum alltaf að kaupa einhverjar vonarstjörnur en ekki gæja sem eru búnir að sanna sig á hæsta leveli.

    Lið eins og United virðist t.d. vera komið langt á undan okkur en þeir voru með ónýtt lið eftir síðasta tímabil. Þarna kemur gaur, Van Gaal, og það eru keyptar stórstjörnur, sama hvað þær kosta og þær eru á góðri leið með að verða langbestu menn liðsins. Við munum verða langt á eftir United nema eitthvað stórkostlegt gerist því liðið er bara ekki nógu gott.

    Í fyrra var þetta mjög auðvelt. Þú varst með stórkostlega leikmenn frammi í Sturridge og Suarez og þeir þurftu m.a.s. ekkert endilega að vera báðir með. Þetta opnaði varnir andstæðingana upp á gátt enda myndaðist gríðarlegt pláss fyrir Coutinho, Sterling o.fl. því varnarmenn þurftu auðvitað að hafa sig alla við að passa upp á SS gaurana. Hvað erum við með í dag? OMG.

    Brendan er búin að gera í buxurnar og það var stórt og mikið því miður.

    Það er mjög fúlt að horfa upp á þetta og leiðinleg leikmannastefna að henda öllum ungu efnilegum strákunum í ruslið eða á lán.

  52. siggi #58
    það er rétt að það hefdi matt gera allavega 4× betur i sumarglugganum en ég myndi samt ekki ganga svo langt og segja ad united seu komnir langt a undan okkur þratt fyrir ad þeir hafi eytt einhverjun 200 milljonum, þar sem vid erun ju fyrir ofan þa a töflunni og þeir bunir med liklega auðveldasta byrjunarprogram sem eg man eftir.

  53. #47 er það eina sem stuðingsmenn Liverpool á Anfield þurfa að gera, syngja YNWA í endan og þá eru þeir bestu stuðingsmenn í heimi? Það heyrðist varla í þeim í leiknum, og ég veit fyrir víst að útsendingastjóri 365 var að reyna hækka til að heyra eitthvað, en allt kom fyrir ekki. Það var einfaldlega engin stemming á leiknum, enda 0-3 undir. Eina stemming var fyrstu 15 mín þá var smá baul og læti en ekkert í líkindum hvað við upplifðum bæði í fyrra og fyrir 5 árum í CL.

  54. eg vill sja rodgers gera alvöru kaup i januar og kaupa allavega 2 heimsklassa leikmenn. væri til i ad sja hann kaupa mann eina og isco mer fannst hann frábær i gær, eins lika mann eins og marco reus sem gæti verið gæi sem myndi gera helling fyrir liverpool svo væri flott ad kaupa vanmetnasta leikmann deildarinnar hann diame þad er buffid sem vid þurfum a midjuna og getur svo sprengt fram eins og yaya toure. veit þetta gæti kostad pening en þetta er bara eitthvað sem verður að gera ef við ætlum að spila við stóru strákana i Evrópu.

  55. Ég er mjög leiður yfir því hvað Dejan Lovren virðist vera klaufskur. Þessi breyting á honum átti sér stað um leið og hann klæddi sig í Liverpool búninginn. Ég fylgdist með þessum strák í fyrra hjá Southampton og mig dreymdi um að fá hann til Liverpool. Draumurinn rættist, en vörnin er ekki betri. Frekar svekktur.

  56. Hér í þræðinum er fullt af mönnum sem svíður það rosalega að Balotelli sé gerður að eihverjum blóraböggli. Ég get svo sem skilið það út frá því að honum verður ekki einum kennt um slæmt gegni. Það breytir því ekki að flestir hlógu að vitleysunni þegar hann var linkaður við okkur… og urðu svo steinhissa þegar Rodgers keypti hann í raunveruleikanum.

    Hvernig sá Rodgers Balotelli virka í leikkerfi Liverpool. Kerfi sem gegnur, afsakið… GEKK, út á hápressu, hreyfingu boltalausra manna og mikið af hlaupum fyrir aftan varnarmenn mótherjanna. Ekkert af þessu gerir Balotelli og hefur aldrei gert. Það hefur alltaf verið ljóst, en við berum traust til Rodgers og vonuðum það besta.

    Við getum líka réttlætt allt með því að skrifa slæmt gengi hans á meiddan Sturridge, eins og svo margir vilja gera…

    …þeir eru neflilega til. Menn sem skrifa allt á fjarveru Sturridge og gera um leið gríðarlega lítið úr liðinu og stjóranum án þess að átta sig á þvi. Við sem sé fórum frá því að selja einn besta leikmann í heimi, spilandi frábæran liðsbolta, yfir í það að eyða vel yfir 100 milljónum í marga leikmenn og erum núna algjörlega upp á einn mann komnir….?

    ….Hmmm.

    Flest erum við sammála um að Balotelli getur ekki blautan en að ástæður fyrir slæmu gegni liðsins liggi í varnarleiknum en ekki hjá Balotelli eða meiddum Sturridge.

    Margir kalla, Glen Johnson, aðrir Sakho,Skrtel, Lovren, Enrique….Það má finna margt slæmt í varnarlínu Liverpool.

    En varnarleikurinn hefur verið vandamál lengur en bara frá því í september. Brendan Rodgers hefur ALDREI náð tökum á varnarleik liðsins.

    Hann er búinn að kaupa sína menn í allar stöður aftast á vellinum, ALLAR!

    Hann er búinn að skipta um markmann og fékk mann sem hann vildi í stöðuna.

    Málið er að Brendan Rodgers tók við lélegu Liverpool liði með góða vörn. Ég segji ekki frábæra en varnarlínan var ágæt. Hann bætti liðið svo um munaði og það er ekkert skrítið að varnarleikurinn gaf eftir þegar svo mikil áhersla var lögð á sóknarleikinn. En þetta átti að laga, var það ekki?

    Nú er svo komið að liðið er gelt sóknarlega, gjörsamlega og algjörlega. Sóknarleikur liðsins á undanförnum vikum er ekki svo frábrugðinn sóknarleiknum sem við buðum uppá í stjórnartíð Roy Hodgeson. Allir eru staðir á meðan beðið er eftir einstaklingsframtaki.

    Við höfum tekið skref til baka í varnarleiknum frá því að Rodgers tók við Liverpool og nú virðist hann vera kominn með sóknarleikinn á verri stað en hann var á hjá Kenny Dalgish.

    Ég er þess vegna alveg sammála mönnum sem vilja ekki skrifa slæmt gengi á Balotelli, eða Glen Johnson. Slæmt gengi liðsins skrifast að sjálfsögðu á knattspyrnustjórann og vanmátt hans.

    Ég er ekki að óska eftir að Rodgers verði látinn fara, alls ekki. Ég vona svo innilega að honum takist ætlunarverkið sitt og snúi gengi liðsins. En útlitið er að verða dökkt og í umræðunni um hvað einstakir leikmenn eru lélegir finnst mér algjörlega vanta gagnrýni á knattspyrnustjórann.

  57. Balotelli er eins og áður hefur verið sagt easy target því hann hefur alls ekki verið að standa sig og virðist einfaldlega ekki henta leikstíl eða kerfi liðsins eins og er. Hann er þó ekki eini leikmaðurinn sem fenginn var í sumar sem hefur verið vonbrigði. Markovic kemur fyrir mikinn pening miðað við aldur og í þeim leikjum sem hann hefur spilað hefur hann lítið sem ekkert sýnt.

    Það sem veldur mér sem mestum áhyggjum er þó vörnin. Vörnin var mjög slæm á síðasta tímabili en það kom ekki að sök þar sem að sóknin var svo mögnuð í staðinn. En hvernig getur það verið að vörnin hafi versnað síðan þá? Fyrir mína muni þá verður Brendan að taka á sig töluverða ábyrgð en ekki aðeins varnarmennirnir. Hann hefur haft nægan tíma til að bæta vörnina og hefði mátt vita að það eitt að kaupin á Lovren eitt og sér var ekki að fara að laga miðvarðarvandræðin.

    Þetta fór ekki vel í gær maður veit að liðið getur bætt sig helling frá því núna í haust og þrátt fyrir erfiða byrjun þá erum við þó fyrir ofan tvo helstu keppinautana um meistaradeildarsæti.

    YNWA

  58. Ég hef ekki miklu við að bæta við comment Julian Dicks nr. 65. algjörlega sammála öllu sem kemur fram þar.

    Eitt af því sem einkennir þau lið sem BR hefur stjórnað í gegnum tíðina er að þau hafa skorað mikið af mörkum og fengið mikið af mörkum á sig. Það er mikið til í margnotuðum frasa “að góð sókn vinnur leiki en að góð vörn vinnur titla”.

    Það er mjög auðvelt að benda á aftustu línuna og kenna henni um hvað liðið er að fá á sig mikið af mörkum. Málið er einfaldlega ekki svo einfalt. Vörnin byrjar á fremsta manni og í fyrra vorum með Suarez og Sturridge fremsta í pressu sem unnu marga bolta bolta framarlega á vellinum. Í dag erum við með Balotelli einan frammi sem gerir það að verkum að hápressan er ekki að virka sem skildi. Andstæðingarnir komast mjög auðveldlega með boltann ofarlega á völlinn sem þýðir að Liverpool er að vinna boltann mun aftar á vellinum en það gerði í fyrra. Það er ein skýringin á því að Liverpool er að fá færri færi en á síðustu leiktíð og að sóknarleikurinn er lakari núna í ár.

    En það er ekki bara hægt að skrifa það á þá taktík að vera með einn senter frammi sem ekki er öflugur í hápressu að liðið sé að fá á sig mikið af mörkum. Liðið var að fá á sig mikið af mörkum í fyrra líka og þar áður. Þá veltir maður fyrir sér hvort að liðið sé of lengi að falla tilbaka þegar ekki er möguleiki á hápressu, þannig að anstæðingarnir hafa töluvert pláss til þess að spila inní í uppspili sínu. Maður setur spurningamerki við hvort að Gerrard hafi kraftinn í að vernda vörnin sem djúpur miðjumaður þegar lið spilar hápressu.
    Annað sem maður veltir fyrir sér er hvort að bakverðirnir séu að fá nægjanlega aðstoð í varnarleiknum. Það er gerð krafa að þeir spili hátt og sæki mikið fram. Þegar bolti tapast sér maður að anstæðingarnir eru fljótir að leita útí svæðin sem þeir skilja eftir sig. Þá finnst mér oft skapast óöryggi, hver á að covera hvern.

    Maður getur tekið fleiri dæmi um veikleika í varnarleiknum, leikmenn eru ballwatching, langt bil á milli lína sem gefur andstæðingnum tækifæri að sækja inní, einbeitningarleysi í föstum leikatriðum.

    Fyrst og fremst og stærsta vandamálið að mínu mati er að leikmenn eru ekki klárir á varnarhlutverkum sínum, bæði hvernig þeir eiga verjast sem einstaklingar og hvernig sem liðsheild við mismunandi aðstæður. Persónulega held ég að BR sé ekki heldur með það á hreinu hvernig best sé að skipuleggja varnarleik. BR hefur margt frábært fram að færa og hann hefur tekið félagið mörg skref fram á við. Hins vegar hefur hann einn stóran veikleika og það er að skipuleggja varnarleik. Hann hefur greinilega engan ráðgjafa í þjálfarateymi sínu sem hefur eitthvað fram að færa í þeim efnum og því er alveg spurning hvort að rétt væri að bæta við einum slíkum í teymið.

  59. Það er auðvelt að benda á Balotelli sérstaklega í ljósi þessara treyjuskipta hans og markaþurrðar. Aftur á móti fannst mér hann alls ekki svo slæmur í gær. Mér finnst hins vegar áhyggjuefni hvað hann og Sterling virðast ná illa saman, bæði hvað varðar sendingar og hlaup og bara almennt. Þeir eru alltaf eitthvað að pirrast á hvorum öðrum.

    Hvað varðar markaþurrð Balo þá er ég viss um að hann á eftir að skora góðan slatta þegar hann kemst í gang. Maður hefur séð svoleiðis áður t.d. Peter Crouch sem tók sinn tíma að ná fyrsta marki en var svo betri en enginn eftir það.

    Ég get ekki beðið eftir að fá Sturridge inn og þá held ég að liðið fari að sína sparihliðarnar. Í janúar verður svo að reyna að selja Borini (sem virðist ekki eiga að fá sénsinn) og kaupa einhvern temmilega ódýran en snöggan framherja sem getur spilað með Balo þegar Sturridge er meiddur.

    Gleymum því samt ekki að Sturridge var ekkert meiddur eftir áramót á síðasta tímabili, vona bara að hann komist í gang og haldist svo bara heill út tímabilið. Þá erum við tilbúnir að tala bissness og ná 3-4 sætinu í deild og 8-liða í CL þá er ég sáttur með tímabilið.

  60. Verð eiginlega að taka undir með þeim sem eru orðnir leiðir á þeim sem tönnlast á hinum sígilda frasa meistara Shankly’s “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.“

    Ef menn vilja vitna í Bill Shankly þessa dagana væri meira viðeigandi að vitna í þennan frasa “For a player to be good enough to play for Liverpool, he must be prepared
    to run through a brick wall for me then come out fighting on the other side.”

    Vandamál þessa Liverpool liðs má rekja til skorts á sigurvilja og pungleysi. Hvað hefur gerst er ráðgáta? Líklega er þetta blanda af vonbrigðum með síðustu metrana í fyrra og jafnvel ofmati á eigin getu. Allir þurfa að taka til í hausnum á sér og ekki síst Brendan Rodgers sem er eins og hálfviti í viðtölum þessa dagana. Stundum er betra að segja sannleikann þegar leikmenn eru í ruglinu eða þá að þegja hreinlega. Að hlaða lofi á leikmenn sem hafa skitið í buxurnar er a.m.k. ekki í anda títtnefnds Shankly´s og hananú!

  61. Eitt sem mér finnst vanta í umræðuna um þetta varnarvesen að við getum ekki varist hornum. Fáum sjálfir 10-15 horn í leik og ekkert kemur út úr því varla hætta og andstæðingurinn fær 1 horn og skorar. Væri forvitnilegt að vita hvað við erum að fá mörg mörk á okkur upp úr föstum leikatriðum.

  62. Menn eru ekkert smá djúpt sokknir í svartnættið hérna og það eftir tap gegn Real Madrid.

    Ég verð að segja að þessi úrslit eru engin hörmung. Liðið okkar sýndi batamerki í gær með fljótandi spili sem skilaði þó litlu.

    Langar að spyrja Magnús Thor #54 hvort hann sé alveg örugglega ekki að horfa á sama leikmann og allir hinir? Byrjaðiru kannski að fylgjast með liðinu fyrir 2 árum síðan? Ætlaru virkilega að fullyrða að Mario Balotelli sé verri leikmaður heldur en Christian Poulsen? Robbie Kean (19 leikir og 5 mörk)? Paul Konchesky? Var álit þitt á Balotelli svona gegn Tottenham þar sem hann hafði næstmarkahæsta leikmann EPL við hliðina á sér? Almáttugur…ef þetta er virkilega þín hugmynd af versta manni sem hefur spilað með Liverpool þá þarftu eitthvað sterkara en gleraugu.

    Persónulega finnst mér Balotelli hafa hæfileikana til þess að verða flottur sóknarmaður fyrir okkar lið, hann sýndi það í upphafi leiktíðar. Er t.d Falcao að spila einn á topnum hjá United? Jú, einhver mun nefna að Costa getur spilað einn uppá topp hjá Chelsea en jú, það gerði hann einnig hjá A.Madrid.

    Menn verða að koma sér á stað þar sem er smá birta þegar horft er á Balotelli.

    Hinsvegar var vörnin í þessum leik arfaslök, eins og menn bjuggust við? Ronaldo, Benzema, Isco, Modrice og Kroose að sækja sem og hjálp frá Road Runner líkt og Marcelo. Hrikalega döpur vörn í gær og mikið verður gaman að fá Sakho aftur!

    YNWA – In Rodgers we trust!

  63. Er ég sá eini sem finnst áhyggjuefni að 19 ára strákur sé aðalmaður liðsins. Brendan hvílir hann aldrei og það er búist lang mest af honum sjáum að hann er búin að spila hverja einustu mínútu nema einhverjar 70. Þetta er Alls ekki eðlilegt í gær sáum við ronaldo í dag besta leikmann heims. Hann kom til united 2003 og það var ekki fyrr en 2006 sem hann var orðinn einhver lykilmaður í hóp united. Þegar hann var 18,19 ára var hann bara efnilegur fékk að koma inná að spila með liði sem treysti alfarið á getu hans. Ferguson gaf honum síðan alltaf frí að miðju seasoni. Sjáum hann í dag 29 ára gamlan og hefur bætt sig Meira með hverju árinu. Það er ekki gott að toppa of snemma og alls ekki gott að 19 ára strákur er by far langbesti leikmaður liðsins- sérstaklega í fjarveru sturridge.

  64. Stjórinn okkar hefur fengið fimm félagskiptaglugga síðan hann kom til félagsins, þrjá sumarglugga og tvo janúarglugga. Aðeins einn gluggi af þessum fimm hefur virkað, janúarglugginn 2013 sem færði okkur einu góðu kaup hans. Það eru vissulega Daniel Sturridge og Philippe Coutinho.

    Þetta er náttúrulega skelfileg nýting enda hellings peningur farið í menn sem hafa ekki gert neitt fyrir félagið. Er ekki hægt að ætlast til að stjóri hjá liði á þessu kaliberi sé fær um að krækja í a.m.k. 1-2 leikmenn í hverjum glugga sem styrkja byrjunarliðið?

    Við höfum mun pening en City, Chelsea og Utd og þess vegna verðum við að vera klókir á markaðnum. Erum eins langt frá því og mögulegt er. Með þessu áframhaldi erum við aldrei að fara að vinna þessa deild enda önnur lið með meira fjármagn og við ófærir um að styrkja okkur. Þrátt fyrir að eyða um 100m punda í sumar. Til að horfa á samhengið kostuðu Diego Costa og Fabregas minni pening en Lallana, Markovic og Balotelli. Hverjir hafa skilað meiru fyrir sitt lið?

    Þessi sala á Suarez og kaupin á Balotelli eru svo sér kapitúli fyrir sig. Held að ekkert lið í heiminum sé eins fært um að klúðra slíkum hlutum eins rækilega og Liverpool. Endum þetta á orðum hans Jamie Redknapp: “Það er ástæða fyrir því að vörur út í búð séu á helmingsafslætti”.

  65. Sem betur fer er stutt í Hull leikinn….hef á tilfinningunni að við sjáum breytingar sem virka í þeim leik. 3-0 fyrir okkur segir kristalkúlan!

  66. P.S. Það að hafa keypt þrjá leikmenn frá Southampton sýnir líka allan metnaðinn. Hefðum við átt að kaupa einhvern úr þeirra liði, þá hefði það átt að vera Morgan Schneiderlin. Enginn af þeim leikmönnum sem kom frá þeim var áberandi bestur í fyrra. Við erum að tala um 50m punda til Southampton í þessum glugga. Gjörsamlega hugmyndasnautt og galið. Liðið virðist heldur ekki finna neitt fyrir því að missa alla þessa leikmenn ásamt Shaw, kannski skiljanlega!

    Það verður að gera róttækar breytingar á þessum leikmannagluggum. Þetta er svo langt frá því að vera boðlegt að það hálfa væri hellingur.

  67. Ég bað guð að hjálpa okkur fyrir leikinn, hann reyndi en tókst ekki. Að bera þetta lið saman við liðið þegar við unnum 4-0 er eins og svart og hvítt. Lélegast lið sem Liverpool hefur verið með. Rogers er búinn með mína þolinmæði. Fá Benitez aftur eðja jafnvel Húlla. Ömurlegt!!!!!

  68. ætlaði að henda þessu hér inn í gær,

    Að gagnrýna liðið er í fínu lagi en það hljóta að vera einhver takmörk. Sumir hérna hljóma eins og þeir hafi stokkið á LFC-vagninn á síðasta tímabili og fara fljótlega í Jóa Útherja og kaupa sér chelsea treyju!

    Ég persónulega var spenntur fyrir þessum leik og hlakkaði til að sjá hvernig margir myndu bregðast við á stóra sviðinu. Margir stóðust ekki prófið en læra mikið á þessum leik. Ef þeir verða spurðir á morgun þá hljóta einfaldlega flestir að viðurkenna það að í kvöld mættum við einfaldlega betra liði á öllum sviðum. Þetta lið er í topp 3 í heiminum og Liverpool eru það einfaldlega ekki. Við getum alltaf unnið svona leik endrum og sinnum og við fáum fleiri tækifæri.

    Við erum ekki með lið sem getur krafist þess að sigra lið á borð við Real Madrid, Bayern og Barcelona í dag. En við erum að búa til lið sem vonandi verður til þess fallið í framtíðinni, sá tími er ekki núna.

    Moreno, Henderson, Allen, Can, Sterling, Markovich, Balotelli og Coutinho eiga allir nokkur ár í að toppa og þrátt fyrir að sumir nái aldrei þeim hæðum sem við viljum þá er ég allavega til í að gefa þeim tækifæri og krefst þess ekki að þeir verði seldir eftir tap gegn Real Madrid.

    You’ll Never Walk Alone.

  69. Rodgers tæklaði blm fund vel í dag.

    Tekur ekki þátt í því að gera Balotelli einan ábyrgan fyrir þessu tapi í gær og búningaskiptin er eitthvað sem hann tæklar innanhúss, rétt eins og á síðasta tímabili með Coutinho og Sakho. Þetta væri aldrei svona mikið mál nema vegna þess að þetta var Balotelli, allt tengt honum er frétt sem er svo blásið upp í dauðþreyttar og bjánalegar hæðir.
    Hann sagði samt að Balotelli þyrfti að bæta sig til lengri tíma ef hann ætlaði að eiga framtíð hjá Liverpool, fair enough og satt.

    Balotelli er ekkert sértilvik innan herbúða Liverpool, liðið verst sem lið og sækir sem lið og á hvorugum skalanum er hann eina vandamálið. Rodgers er vel meðvitaður um að liðið allt þurfi að gera mikið betur í föstum leikatriðum sem og vörn yfirhöfuð. Flæðið er alls ekki nógu gott. Vonandi bara að það takist að finna þetta á næstu vikum. Það er ekki hægt að skrifa lélegan varnarleikinn á einhvern einn leikmann heldur verðum við að skoða liðið í heild, það er nýr maður með stóru mistök leiksins í nánast hverjum leik. Hópurinn í heild þarf að breyta hugarfarinu fyrst og fremst.

    Liverpool er í topp 4-5 í deildinni og með það í sínum höndum að komast áfram í Meistaradeildinni. Það er miklu betri staða en við vorum í fyrir tveimur árum eins og Rodgers kom inná og ágætt að hafa það í huga.

    Best fannst mér að heyra hann tala um að vera opinn fyrir því að spila Sterling oftar frammi, meðan við eigum Lallana, Coutinho og Markovic í holuna og vantar sóknarmann með alvöru hraða þá er þetta no brainer. Þá með Sturridge þegar hann kemur aftur eða með bara hverjum sem er af Borini, Lambert og Balotelli fram að því. Helst langar mig að sjá Borini fá séns núna enda hinir ekkert að heilla og passa illa í leikkerfið, bæði í vörn og sókn.

    Eins og ég kom inná áður í þessum þræði deili ég áhyggjum flestra af spilamennsku okkar manna í byrjun tímabilsins og þetta eru töluverð vonbrigði eftir síðasta tímabil. Engu að síður eru bara 12 leikir búnir í öllum keppnum, liðið er mjög ungt og með marga nýja leikmenn. Þetta tekur tíma og þolinmæði og vonandi förum við að sjá breytingar til batnaðar á næstunni.

    Liðið var ekkert að spila frábærlega á svipuðum tíma á síðasta tímabili heldur, munurinn þá var að við vorum með 17 stig, ekki 13 í deildinni og vorum ekki með í Meistaradeildinni. Já og við höfðum alltaf Suarez eða Sturridge inná, jafnvel báða.

    Ef okkar menn geta skipt um gír líkt og liðið gerði á þessum árstíma í fyrra þá gæti Eyjólfur farið að hressast ansi fljótt.

    Sigur gegn Hull, sama hvernig og svo alvöru fótbolta, Liverpool style gegn Newcastle takk.

  70. er það ekki rett hja mer að sigurvegarinn úr evrópudeildinni fái meistaradeildarsæti ? bara forvitnilega séð ef að liverpool lenda í úrslitum þar eftir að detta út í meistaradeildinni og við lendum í 5 sæti i deildinni og mætum manchester city td sem að væru búnir að tryggja sig inni meistaradeildina i gegnum deildina fær þá liðið í öðru sæti þáttökurétt í meistaradeildinni

  71. Þetta er lélegasta Liverpool lið sem ég hef sé í ein 40 ár en ég er BR maður þrátt fyrir ömurleg sumarkaup og þessi hrikalegu mistök að kaupa Balotelli. BR verður bara að játa þessi mistök og láta hann fara í janúar.

  72. Nr. 83 og 84

    Veit ekki hvort þú ert að trolla eða ert bara svona pirraður en bíðum hægir með 40 ár, skoðum bara hvað þú hefur verið að horfa á sl. 4 ár.

    Svona var þetta eftir 8 umferðir 2010. Poulsen og félagar sem sýndu svona mikla baráttu að þínu mati!

    Já Liverpool var í alvöru í næstneðsta sæti þarna eftir 8 leiki.

    Svona var þetta næstu tvö tímabil þar á eftir að loknum 8 umferðum. Flott byrjun Dalglish sem fjaraði hratt undan og erfið byrjun Rodgers sem hresstist mikið eftir áramót.

    Þetta er svo tímabilið núna og það síðasta eftir 8 umferðir.

    M.ö.o. reynum nú aðeins að horfa upp úr pirringnum og ræðum þetta á hærra plani.

  73. Til gamans eru hérna smá tölfræðilegarupplýsingar úr þessum afar misskemmtilega þræði.

    Eftirfarandi nöfn hafa komið svona oft upp í þræðinum:

    72 Balotelli eða Balo
    34 Rodgers
    22 Sturridge
    19 Suarez
    17 Sterling
    15 Lovren
    12 Skrtel
    12 Gerrard
    7 Mignolet

    Næsta viss að Mignolet vinur minn er kampakátur með Balo vin sinn núna. Nú er bara spurninginn hver það verður sem næst tekur við “ég hata xxx” kyndlinum.

  74. Þegar Hann tók Balotelli útaf og setti Lallana inn á þá einfaldlega drap hann Sóknarleikinn. Balotelli var alls ekki að eiga neinn stórleik, en hann var okkar eini skrokkur sem var inn í boxinu. Í síðari hálfleik erum við að sækja á gæjum sem eru allir undir 180, og allir Kantmenn eða Sókndjarfir Miðjumenn í þokkabót. Það eru bara taktískt mistök og okkur vantar algjörlega líkamlega sterka leikmenn fram á við.. Brendan Rodgers er bara búinn að taka út slatta af mistökum á leiktíðinni og er ekki með Suarez til að ‘covera’ það lengur.

    Við verðum einfaldlega að fara betur í hlutina, Það verður einhver að taka sig til og kenna mönnum hvernig á að dekka leikmenn enda eru þetta allt menn í MEISTARAFLOKKI!!! Hefði skilið að Menn væru aðeins út úr stöðu í 3. Flokki en þetta er eitt af Stærstu klúbbum heims.

    Þurfum að bæta okkar leik, svo augljóst er það.

  75. elmar #73
    ég held þad eigi ekki ad skipta mali hvad þu þurfir ad vera gamall til ad verda lykilleikmadur i storum klubbi, ef þu ert þad godur þa ad sjálfsögðu spilaru þad a ekki ad skipta miklu mali hvort þu sert 19 ara eda 28. sterling var ekki bara einn besti leikmaður liverpool a sidustu leiktid hann var heldur ekki bara einn besti leikmaður englands heldur var hann ad spila alika vel og þeir bestu i Evrópu, eg er ekki ad segja ad hann hafi verid jafn godur og ronaldo og messi en hann var gjörsamlega frabær. hann þarf ekki endilega ad vera sa eini sem ber lidid uppi þad þurfa bara allir ad gjöra svo vel ad stiga upp en sterling mun alltaf vera lykilleikmadur hja liverpool hann er bara þad godur.

  76. Sælir allir
    OK! Real Madrid er eitt af sterkustu liðum í heimi sem við þekkjum sama hversu við nöldrum og nöldrum. Liverpool í dag er ekki á þeim stað en sem komið er.
    Að tapa 0-3 gegn þessu liði er ekki versta útkoma sem við gætum fengið hún væri 0-8. Svo slakið á aðeins á pressunni. Mín pæling í dag er þessi: Liverpool eyddi 100 millum í menn sem eiga að vinna leiki. Það hefur gengið brösulega að fá þá til þess að spila saman samkvæmt kerfi Brendan. Mér finnst vanta leikgleði, áhuga. Það er ekki nóg að sumir standi upp ef allir gera það ekki. Það er ekki nóg að kenna markverðinum um allt. Það vantar geislann af liðinu.Samt eru nokkrir sem hann keypti frá Southampton og kunnu á þessa leikjaaðferð. Afhverju leyfir hann ekki Lambert að spila meira? Hann gæti kannski stýrt betur hinum félögum sínum .Öll sjónarmið standa á Balotelli. Balotelli á eftir að standa sig þið verðið að muna það að hans mörk komu úr aukaspyrnum og vítaskotum sem Gerrad tekur. Hvað með aðra leikmenn? Er ég að fara algerlega á rugl til vinstri og hægri?. Bara smá pæling. Hvað segið þið við þessu?

  77. Er ekki hægt að breita aðeins kröfunum í sambandi við það að tjá sig hérna á kop.is? Láta menn koma fram með mynd og “raunverulegu” nafni? Alveg viss að við mundum fækka þessum bull kommentum hérna. Þetta er orðið ansi þreytandi!

  78. Jújú…algerlega nauðsynlegt að menn komi fram undir sínu raunverulega nafni… ( afhverju í ósköpunum? )

    Babú, hvað segir þú.. (If that is your real name ( lesist með leynilöggu röddu ))

    Insjallah..
    Carl Berg

  79. Endilega að menn komi fram undir eigin nafni. Hvað hafa menn að fela?

  80. 91# Einmitt einn af síðuhöldurum alltaf að tala með óæðri endanum!!!

  81. kaupa Andy Carroll aftur og hafa Balo og Andy saman frammi .. getur ekki klikkað.

  82. Scrollaði svona miðlungshratt niður og ég skil báðar hliðarnar í rauðu þráðunum.

    Annarsvegar þeir sem biðja menn um að anda rólega, því það er í raun óskiljanlegt að við hoppum hæð okkar af ógleði eftir að hafa tapað fyrir einu af tveim, þrem bestu liðum í heiminum í dag. En vissulega er þetta kannski samasafn af kergju manna út í Liverpool vegna spilamennsku liðsins í svona 90% leikja, sem er búið að vera alveg bara drepdrepdrep leiðinlegt að fylgjast með. En það þýðir hinsvegar ekkert að koma hérna inn, og láta eins og við séum búnir að sigra Barcelona, Bayern, Juventus og chel$ea í aðdragandanum að þessum leik í gær. En þrátt fyrir allt, að þá erum við þar sem við erum, 4-5 sæti í deildinni. Samt er það svo, a.m.k. hjá mér að upplifunin af þessu tímabili segir mér að liðið sé í svona 14-16 sæti.

    Svo já, á hinn bóginn skil ég sömuleiðis þá sem eru búnir að fá nóg, nóg af lélegum varnarleik liðsins og oft á tíðum, hörmulegum sóknarbolta liðsins. “El Pistolero” er farinn, og kemur ekki aftur, hann kemur ekki aftur í gervi Mario Balotelli, af því að það er svo sannarlega bara einn Suarez. En hann var hrakinn frá Englandi, svældur út af öflum sem því miður ráða allt alltof miklu, en það er önnur saga. Þessi gremja í mönnum sem brýst núna fram eftir þetta tap gegn Real Madrid, já Real Madrid teygir auðvitað anga sína aftur til 13.september er við töpum fyrir Agbonlahor og co hjá Villa, og það á Anfield. Eftir frábær úrslit á White Hart Lane hefur leiðin legið svo hryllilega mikið niður á við, að fjórðungur væri miklu meira en nóg. Varnarleikur liðsins verið hreint út sagt skelfilega lélegur, og af öllum þeim mönnum sem birtust á Melwood í myndatökur í sumar, Dejan Lovren, en á honum hafði ég mestu trúna, hefur hann átt skelfileg “móment”, reyndar með eftirtektarverðri aðstoð Skrtel upp á síðkastið.

    Svo auðvitað, fyrst maður er farinn að nafngreina leikmenn liðsins, að þá ætla ég út á hættulega braut en Jordan Henderson, sem er sonur margra poolara, er dragbítur á árangur liðsins. Það væri fínt ef einhver gæti sest niður, hugsað málið vandlega og bent mér á styrkleika Henderson, fyrir utan að vera góður bæjarverkstjóri og duglegur. Getur einhver bent mér tekníska hæfileika hans, en oft á tíðum hefur maður séð hann mjög framarlega á vellinum, og anda þá varnarmenn andstæðinganna rólega. (það þarf enginn að benda mér á assistið hjá honum á Lallana gegn WBA, sá það)

    Mario Balotelli – Ég hugsa að Carra fari með rétt mál í því að þessi kaup á Balotelli séu dæmigerð “panic”-kaup. Ég hef í raun ekki enn ákveðið hvað mér eigi að finnast um þessi kaup, en hef þó ákveðið að vera um borð með Balotelli, því gagnrýnin sem hann hefur fengið á sig þykir mér ganga stundum alltalltof langt. Það er ekkert nýtt við Balotelli, og aftur ítreka ég það sem ég hef áður sagt, Balotelli var ekki Suarez, er ekki Suarez og verður aldrei Suarez. Mario Balotelli er framherji sem sendi þjóðverja heim í semi-final í evrópukeppninni 2012. Mario Balotelli er framherji sem lagði upp dæmalaust mark fyrir Sergio Aguero gegn QPR sama ár og tryggði City titilinn. Það eru hinsvegar, líkt og öll leikskólabörn vita atvik utan vallar sem mest hefur verið rætt um þegar Mario Balotelli er ræddur. Það er þess vegna sem allir puttarnir eru á honum þegar gengi liðsins er slakt. Þegar hann var kynntur til leiks hjá Liverpool var haft á orði að nú loksins gæti hann sprungið út, því í fyrsta skipti á stóra sviðinu (Inter og City) væri hann kominn í sóknarþenkjandi knattspyrnulið. Menn deila um það auðvitað þegar hann var hjá City, en Mancini kannski frekar svona taktískur og varnarsinnaður stjóri, og ekki þarf að ræða Guðmund Mourinho Tyrfingsson og hans taktísku rútuplön. En hvað gerðist, það sem ég hef séð af Balotelli, að þá hefur honum verið plantað fremstum og með lélega Sterling, Coutinho, Lallana það sem af er tímabili fyrir aftan sig. En alltaf skal bent á Balotelli. Það finnst mér ósanngjarnt. Ég stend ennþá í báðar lappirnar í vagninum með Super-Mario, því við verðum að treysta á hann áfram, við höfum ekkert annað a.m.k. fram á við þegar Sturridge nýtur ekki við.

    Í gærkvöldi, þegar ég ætlaði á vefmiðlana sá ég myndir af því og fréttir, þegar Balotelli og Pepe skiptast á treyjum, og virtist það vera aðalatriði gærkvöldsins. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Þetta er t.d. hlutur sem hægt var að sjá fyrir með Balotelli, en hvað ef hann hefði nú skorað eins og 2 mörk í fyrri hálfleik fyrir Liverpool og Madrídingar náð að klóra í bakkann 2-1 í seinni og úrslitin því 2-1 okkur í vil. Ekki einu sinni holræsið s** hefði gert mál úr þessum dramatískustu treyjuskiptum sem framkvæmd hafa verið.

    En þegar öllu er á botninn fræga hvolft, erum við þar sem við erum og við munum bíta frá okkur gegn Hull, og bið ég svo innilega og af mikilli einlægni fyrir því, að mark, eða vonandi mörk Super-Mario Balotelli muni tryggja okkur stigin 3.

  83. Nr. 93

    91# Einmitt einn af síðuhöldurum alltaf að tala með óæðri endanum!!!

    Ha?

    Annars hafa notendanöfn verið frjáls hérna, mitt er ekki meira dulnefni en svo að það er profile um mig hægra megin á síðunni og hefur verið í mörg ár.

  84. Það er ekki tilviljun að við spiluðum betur í seinni hálfleik eftir að Balotelli fór útaf og Lallana kom inná. Balotelli er einsfaldlega ekki að hjálpa neitt við að pressa andstæðingin og þegar hann fær boltann er hann ekki einu sinni hættulegur.

    Hlusta ekki á það að Real hafi tekið fótinn af bensíngjöfinni útaf El Classico því Ancelotti þekkir það manna best að menn mega ekki gleyma sér í stöðunni 3-0 í hálfleik á móti liði eins og Liverpool.

    Balotelli var ekki að gefa varnarmönnum Real neitt til að hugsa um heldur labbar hann þarna um völlinn eins og hann sé einhver kóngur. Alveg lamaður náungi þessi gæji.

    Lallana kemur inná pressar vörn Real vel og er hættulegur þegar hann fær boltann. Þar lá munurinn að mínu mati.

    Það má líka fara að hvíla Gerrard hann er einfaldlega ekki í sama gæðaflokki og hann var!

  85. Sökum vetrarfrís hjá mér ákvað ég að rúlla leiknum öllum í gegn í gær…sá bara fyrstu 42 mínúturnar live vegna ferðalags og finnst ekki gaman að kommenta um leiki nema hafa séð þá.

    Tuttugu mínútna kaflinn sem ég sá live er auðvitað stóri sannleikurinn í þessum leik þó að mér finnist umræðan lítið snúast um þær mínútur. Mínúturnar þar sem okkur var slátrað all hressilega og mörkin sem skiptu máli. Í marki eitt finnst mér Moreno sekastur um mistök, hann lokar alls ekki á sendingarleiðina frá Rodriguez – þar fór besti möguleikinn til að koma í veg fyrir það mark…og því miður hefur þessi efnilegi strákur lent í þessu áður. Ein besta leiðin til að koma í veg fyrir mörk almennt er að koma í veg fyrir það að sendingar fari inn á hættusvæðið og ég er handviss um að hann fær að líta á þetta video aftur.

    Mark númer tvö er svo afskaplega dapurt varnarlega, aftur er ekki gerð alvöru tilraun til að koma í veg fyrir sendinguna inní og þar allt í einu stendur uppi hægri bakvörðurinn að reyna að verjast nokkrum Real-mönnum, vinstra megin í teignum með alla varnarlínuna að hlaupa út. Skelfilegt. Að mínu mati gat Mignolet lítið gert í fyrsta markinu og ekki nokkurn skapaðan hlut í marki tvö.

    Mark númer þrjú er samsafn af mistökum, í fyrsta lagi erum við að sækja og töpum bolta með kjánagangi á vondu svæði, úr verður hröð sókn sem Johnson gerir fyrst vel í að verjast en gefur svo horn. Vissulega á Mignolet að gera betur en fyrst og síðast er ömurlegt að sjá hornið fara yfir þrjá varnarmenn okkar á Realmennina. Svakalegt…

    Uppleggið í leiknum var klárlega að byrja ferskar en áður. Sem tókst. En sóknargæðin okkar eru ekki þau að við náum að komast í gegn og skora. Ancelotti var rólegur, enda skorar hans lið að vild, þeir voru ekkert að hamast neitt að ráði og svo komu gæði þeirra í ljós. Aðallega á miðsvæðinu þar sem að Allen og Henderson var kennd lexía í að flytja boltann. Modric, Rodriguez og Kroos. Shit. Isco og Ronaldo leysandi inn. Við áttum ekki breik í þetta.

    Svo að ég held að í hálfleik hafi planið líka komið í ljós, vonin var að komast yfir og síðan þétta miðsvæðið. Sem gekk alveg, en um leið var alveg ljóst að til að komast inn í leikinn þurfti kraftaverk. Kannski átti Rodgers að fara hina leiðina, pakka til að byrja með og reyna svo að sækja í lokin. En það gerði hann ekki. Ég er að henda inn færslu um hann Brendan í kjölfar umræðunnar um hann hér…sem og stemminguna á vellinum í gær og kannski í Liverpoolborg svona eins og hún birtist mér.

    En það er klárt mál að varnarleikurinn er höfuðverkur sem við þurfum að nálgast. Menn kalla á varnarþjálfara og það er ekkert úr vegi að fara yfir það. Mér finnst samt umræðan vera svolítið komin út í að benda fingri á hafsentana eða markmanninn í stað heildarmyndarinnar á varnarleiknum…og það finnst mér ekki sanngjarnt.

    Viðurkenni t.d. það að brosa út í annað þegar að hann Carra minn skammar hafsenta fyrir að vera of aftarlega og halda ekki línu. Líka þegar að menn fara að benda á að það vanti “hugsun” í þessu og hinu.

    Ég hlustaði nýlega á viðtal við markmanninn Julian Sperroni í kjölfar þess að hann fékk á sig mark þar sem hann hikaði í úthlaupi. Myndin var fryst þegar hann stoppaði og hann spurður “hvað varstu að hugsa þarna”?

    Hann leit undrandi á þulinn og sagði…”að reyna að koma í veg fyrir mark, það er mitt hlutverk”. Í kjölfarið kom: “hvers vegna stoppaðirðu”…og aftur svarið það sama. Svo tiltók markmaðurinn ágæti að flestar hans ákvarðanir væru teknar á “split-second in the thick of things”. Sem ég held að sé nú almennt það sem menn gera inni á vellinum. Æfingarnar ganga einmitt út á það í dag held ég að reyna að búa til sem oftast raunaðstæður í leiknum til að reyna að teikna upp hvernig á að færa til (skuggahlaup t.d.) liðið miðað við hvað er að gerast og verjast aðstæðum.

    Þegar inn á völlinn er komið þá er svo stór hluti leiksins einmitt þessar spontant aðstæður og hvernig menn leysa þær.

    Og ég er handviss um að það er verið að hlaupa skuggahlaup og teikna upp hvernig á að verjast set-piece. En það kemur ekki í veg fyrir einstaklingsmistökin sem mér finnst vera okkar stóri vandi. Varnarlínan gegn QPR fannst mér í seinni hálfleik vera á hárréttum stað eftir að Gerrard kom inn…en þá voru það einstaklingsmistök sem kostuðu okkur.

    Gegn Real var það bara gæðamunur á liðum sem við sáum. Sammála honum Einari Matthíasi Kristjánssyni frá Selfossi sem kallar sig Babú hér í kommentakerfinu þegar hann bendir á að við höfum ekki fengið svona lexíu á Anfield síðan Rafa kom með Valencia á sínum tíma.

    Það þýddi skarpa beygju upp á við í kjölfarið…ekki kannski næstu þrjár vikur, en í kjölfarið. Vonandi leiða þessi úrslit það sama í ljós.

    Svo peysuskiptin sem hann Pepe bað um og Mario var svo vitlaus að samþykkja inni á vellinum. Ég minnist þess ekki að Liverpool Echo hafi beðið um afsökunarbeiðni Sakho þegar hann gerði þetta andartökum eftir að Gerrard datt á rassinn gegn Chelsea…sá vildi greinilega fá treyju frá Eto’o í safnið sitt, eða að Coutinho fékk treyjuna hans Oscar í sama leik…líka í hálfleik.

    Þetta var ekki gáfulegt, það er búið að díla við málið innanbúðar og ég er viss um að þetta hendir ekki aftur…en það að ég hafi áhyggjur af þessu máli eru svipað miklar og ef að ég væri að horfa á húsið mitt brenna og væri að velta fyrir mér hvort kartöflugarðurinn slyppi við skemmdir. Ég bara vonast enn til að Mario detti í það form sem hann hefur sýnt áður á ferlinum. Annars verður hann seldur.

    Hef sagt áður og segi enn…það er gott að þessi leikur er að baki, hann var of mikill fókus hjá klúbbnum og stuðningsmönnum. Úrslitin í vikunni hafa líka bent okkur á að leikurinn í Madrid er annar súkkulaðimoli sem er í aukaatriði á þessu tímabili.

    Nú er bara að einhenda sér í að vinna Hull og þar með gera sér vonir um að vera komin í CL-sæti og halda því út veturinn.

Liðið gegn Real Madrid

Um Brendan…og stemminguna