QPR 2 Liverpool 3

Okkar menn heimsóttu Queens Park Rangers í Lundúnum í dag og settu eins konar met í að vinna ósannfærandi sigur en þessi leikur endaði 3-2 fyrir Liverpool eftir gjörsamlega galnar lokamínútur.

Brendan Rodgers stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Enrique

Henderson – Gerrard – Emre Can

Sterling – Balotelli – Lallana

Bekkur: Jones, Touré, Manquillo, Allen, Coutinho, Markovic, Lambert.

Eins og ég sagði hér að ofan var þessi leikur algjörlega galinn. Í 67 mínútur var nákvæmlega ekkert að gerast hjá Liverpool og þetta sennilega lélegasta frammistaða liðsins á tímabilinu. QPR áttu nær öll færin í fyrri hálfleik, Leroy Fer skaut tvisvar í slána fyrir opnu marki og Charlie Austin átti að skora í upphafi leiks. Það var bara í lok fyrri hálfleiks að Steven Gerrard skaut rétt framhjá úr opnu færi í teignum, annars voru okkar menn svo skelfilega lélegir að orð fá því vart lýst.

Ég hafði á orði við sessunauta mína í hálfleik að það væri að bjarga okkur að vera að spila við langlélegasta lið deildarinnar og það stóðst alveg. West Ham jörðuðu okkur fyrir mánuði fyrir svipaða frammistöðu en QPR höfðu ekki gæðin til að refsa okkur í dag.

Í seinni hálfleik færði Rodgers Gerrard aftur niður í varnartengiliðinn. Hann hafði verið fyrir framan Can og Henderson í fyrri hálfleik en það skilaði engu því enginn þeirra komst inn í leikinn. Eftir hlé fundu Gerrard og Henderson sig betur en Can og Lallana áttu áfram í ströggli, sem og Johnson í hægri bakverðinum. Enginn þeirra átti þó neitt í tvo afgerandi lélegustu menn vallarins, Balotelli frammi og José Enrique í vinstri bakverðinum.

Það virtist litlu skipta. Það litla sem QPR buðu upp á virtist ætla að fjara út þegar Liverpol komst loksins yfir á 67. mínútu. Þá fékk Sterling aukaspyrnu úti á hægri kanti, var fljótur að taka hana inn á Johnson sem nýtti sér sofandahátt í vörn QPR, komst inná teiginn óvaldaður, gaf fyrir og Richard Dunne setti boltann í eigið mark fyrir okkur.

Þar við sat alveg fram á 87. mínútu og Liverpool virtist ætla að sigla ótrúlega óverðskulduðum sjálfsmarkssigri í höfn án vandkvæða. Engu að síður treystir maður vörn Liverpool ekki fyrir húshorn þessa dagana og það kom á daginn að QPR jöfnuðu á 87. mínútu. Þá fékk varamaðurinn Vargas að rölta framhjá Enrique vinstra megin, gefa fyrir á fjær þar sem einhver skallaði fyrir aftur þar sem Vargas var einn (og Enrique hvergi nærri) og setti boltann í markið. 1-1 og ég hristi bara hausinn af pirringi út í vörnina og í þessu tilfelli Enrique.

Nema hvað, Liverpool keyrðu í sókn og á 90. mínútu komst liðið aftur yfir. Þá fékk varamaðurinn Phil Coutinho boltann úti vinstra megin, lék laglega inn á teiginn og skoraði í fjærhornið án þess að vörnin gerði nokkuð við því. Frábært mark en ekki síður skelfileg vörn hjá heimamönnum.

Dómarinn gaf til kynna fjögurra mínútna viðbótartíma og maður nagaði neglurnar, ef eitthvað lið gat misst þetta niður var það Liverpool og auðvitað gerðist það. QPR fóru í sókn, fengu horn, skallinn kom á nærstöngina þar sem Joe Allen var að dekka stöng en missti boltann á óskiljanlegan hátt milli fótanna og inn. 2-2 og aðeins mínúta eftir af viðbótartímanum. Það var hægt að spæla egg á enninu á mér þarna, slíkur var pirringurinn.

En ef það er ljóst að Liverpool-liðið var lélegt í dag þá er það enn ljósara að QPR voru (og eru) verri. Þeir virtust ætla að pressa sigurmark en hættu sér of framarlega, Coutinho stakk frábærum bolta innfyrir þá á Sterling sem gaf fyrir frá vinstri og Stephen Caulker skoraði annað sjálfsmark heimamanna. 3-2 sigur Liverpool staðreynd í rugluðum leik.

MAÐUR LEIKSINS: Förum yfir liðið. Varnarparið Skrtel og Lovren voru enn ekki sannfærandi í miðri vörninni en virkuðu þó betur þegar leið á leikinn. Johnson og Enrique gerðu ekki beint sterkt tilkall til að halda spænsku ungstirnunum utan liðsins í næsta leik og mér fannst þeir báðir daprir varnarlega, Johnson þó skárri sóknarlega.

Á miðjunni gekk fátt upp. Gerrard sást ekki í holunni í fyrri hálfleik en komst betur inn í þetta eftir að hann færði sig aftar eftir hlé. Henderson og Can voru varla með í fyrri hálfleik en tóku sig aðeins á eftir hlé. Lallana vill sennilega gleyma þessum leik sem fyrst. Sterling var einn besti maður vallarins ásamt Coutinho sem kom mjög sprækur inn.

Um Balotelli er erfitt að segja of mikið. Hann gat ekki rassgat í dag og ég hef miklar áhyggjur ef þetta er allt sem hann hefur upp á að bjóða. Eins og það væri ekki nóg að spila illa og vera í lægð er ákvarðanataka hans alveg úti á túni og svo kórónaði hann allt með einum af klúðrum ársins snemma í seinni hálfleiknum, setti boltann yfir fyrir opnu marki.

Ég ætla að velja markvörðinn Simon Mignolet mann leiksins. Hann hélt okkur á lífi með frábærum markvörslum í þessum leik og verður ekki sakaður um mörkin tvö sem liðið hleypti inn á sig. Vonandi tekur hann sjálfstraust frá þessum leik.

Eftir þennan leik er liðið komið í 5. sæti deildarinnar og er bara fjórum stigum frá öðru sætinu. Það er gríðarlega jákvætt og tveir sigurleikir í röð núna (ættu að vera þrír í röð ef Jagielka hefði ekki rænt okkur) hljóta að gefa liðinu sjálfstraust. Þetta var ekki sannfærandi en það er samt jákvætt að vera að ná í stigin.

Næst er það svo Real Madríd á Anfield á miðvikudag. Það verður eitthvað.

133 Comments

 1. jahérna, sennilega lélegasti leikur tímabilsins hjá okkar mönnum. Þessi vörn, ég nenni ekki að ræða hana!

  Veit bara ekki hvort ég meiki það að horfa á leikinn á móti Real nk. miðvikudag.

 2. 2-3 en samt með óbragð í munni eftir þetta. Djö. áttum við þetta ekki skilið en mikið djö. er ég sáttur með 3 stig.

 3. #2 nkl eigum ekki einu sinni að vera að spila í evrópudeildinni miðað við spilamennsku.

 4. Er menn ekki örugglega að grínast með þetta lið okkar?

  Ég lokaði tölvunni í 2-2 og var hársbreidd frá því að negla henni í vegginn sem hefði verið vesen.
  Svo kíki ég hingað inn og … Ha? Sigur? Really?

  Frábært! En getur þetta lið í alvörunni ekki varist föstum leikatriðum? Þetta finnst mér vera svo alvarlegt að það hálfa væri nóg. Hver andskotinn! Á móti QP fokking R?!?

  Anda….anda…
  Þrjú stig í hús. Það er þó jákvætt.

 5. Djöfull var erfitt að horfa upp á þetta.

  En djöfull fagnaði ég þessu stórglæsilega sigurmarki.

  Kaupa Dunne og Caulker í sóknina og þá erum við golden.

 6. Guði sé lof fyrir hafsentana tvo hjá QPR. Balotelli var aldrei að fara að skora ef boltinn hefði borist til hans.

  Djöfull er maður svo bjartsýnn fyrir Real Madrid leikinn.

  Áfram Liverpool!

 7. Balotelli er búin að nógu mörg tækifær hann er bara lélegur burt hann
  ef menn eru ánægír með þetta þá er eitthvað mikið að hjá okkar ástkæra klúbbi

 8. Sælir félagar

  Mikil hamingja að hafa fengið 3 stig í dag. Það er samt svo að þetta er einhver ömurlegasta frammistaða liðsins sem ég hefi séð. QPR er bara svo ömurlegt lið að það getur hreinlega ekki unnið leiik. Ekki einu sinni þegar lið spila eins og LFC í dag.

  Við getum einfaldlega þakkað andstæðingunum fyrir stigin 3. Líklega hefðu öll önnur lið siglt sigri heim á móti spilamennsku eins og Liverpool buðu okkur upp á í dag. En ég þakka fyrir stigin þrjú. Þau voru gjöf sem er vel þegin. Sterlinng maður dagsins en Lovren og Enrique líklega eitt það versta sem maður hefur séð í Liverpool lengi.

  Það er nú þannig

  YNWA

 9. Það er hægt að horfa á þennan leik frá tveim sjónarmiðum.

  Sjónarmið A) Að vörnin okkar geti aldrei haldið nokkrum sköpuðum hlut er skandall. Ömurlegur sigur en sigur þó. Skelfilegt samt að horfa á liðið.

  Sjónarmið B) Frábært að sjá liðið okkar stíga endurtekið upp í þessum leik með Coutinho og Sterling fremsta í flokki. Hvílíkt lið. Hvílíkur leikur. Elska þetta. Frábær upphitun fyrir miðvikudag.

  Ég kýs að velja sjónarmið B. Hins vegar hef ég þungar áhyggjur af Mario. Er ekki skilafrestur á honum?

  Hlakka til að lesa leikskýrsluna.

 10. Þessar lokamínútur voru svakalegar.

  Kúturinn skorar 1-2 á 90 mín. Vargas jafnar á 90+2 mín og svo skorar Caulker sigurmark okkar manna á 90+5 mín.

  3 stig í húsi óle óle óle…….

 11. Sælir aftur

  Ég kem bara inn til að þakka Styrmi og Svavari fyrir komment dagsins. Frábært. 🙂

  Það er nú þannig.

  YNWA

 12. Þessi leikur var hrein ömurð í 85 mínútur. Mignolet var nánast sá eini sem var á lífi þangað til Coutinho kom inn á. Hann fær uppreisn æru eftir þennan leik. Varði stórvel og hélt okkur inni í leiknum allan tímann.

  Liðið spilaði líklega sinn versta leik á tímabilinu. QPR áttu mjög auðvelt með að vinna allflesta 50/50 bolta og löbbuðu sig heldur auðveldlega framhjá mönnum á köflum. Miðjan var ekki að virka með Steven Gerrard svona framarlega, en það skánaði þó í hálfleik þegar hann fór aftar og fékk Joe Allen og Coutinho inn á.

  En Balotelli. Hvað getur maður sagt? Ef hægt er að fá mínus í einkunn þá ætti hann það skilið eftir þennan leik. Hann var einfaldlega baggi á liðinu og þegar skyndisóknin í öðru markinu kom, þá hugsaði ég að þeir mættu ekki gefa á hann. Hann var eins og breska heimsveldið í sögunni, klúðraði öllu sem hann snerti á. Kom nánast aldrei boltanum á samherja, tók rangar ákvarðanir, klúðraði fyrir opnu marki og skaut og skaut úr vonlausum færum án þess að skapa eina eða neina hættu fyrir andstæðinginn. Að hann hafi fengið að klára leikinn er gjörsamlega óskiljanlegt og stór mínus fyrir Brendan Rodgers. Hver sem er hefði verið betri þarna frammi.

  Og þá er það vörnin.
  Þeir litu svosem út fyrir að ætl að halda hreinu, ekki að það hafi verið mjög svo klaufalegri varnarlínu að þakka, heldur manninum fyrir aftan hana. Skrtel, Lovren, Enrique og Johnson voru slæmir varnarlega, klaufskir og virtust þokkalega vera á hælunum á köflum. Johnson fannst mér þó öllu skárstur og Enrique byrjaði ágætlega. Lovren er þó vorkunn, hann var að eiga við Zamora sem er ekki einfalt. Ég skil samt ekki af hverju í veröldinni þeir ýta ekki ofar þegar þeir fá á sig aukaspyrnu úti á miðju. Fara miklu framar með línuna. Ekki eins og Zamora og Austin séu að fara að stinga þá af.

  En nóg um það, ósanngjörn stig, en stig engu að síður. Ætli maður grafi sig ekki í fönn fyrir Real Madrid og biðji þá vægðar…

 13. Annað hvort að spila 10 á móti Real eða hafa Borini eða Lambert frammi.
  Þessi Balo getur ekki rassgat.

  Þessi leikur var ömurlegur i allastaði en fengum þó óverðskulduð 3 stig og það telur.

 14. Dunn fyrsti leikmaður EPL til að ná að skora 10 sjálfsmörk, í 412 leikjum. Alls ekki góð spilamennska hja liðinu , margir með hausinn á næsta leik. Það þýðir ekki þegar við erum í CL. Vonandi fer þetta að batna hja okkur.

 15. Guð minn góður hvað Balotelli er lélegur og hræðilegur karekter, hann fagnaði ekki einu sinni – Gerrard stendur alltaf upp úr og er besti maður liðsins, þrátt fyrir að vera elstur

 16. hahahah þvílíka ruglið maður var orðinn bipolar þarna á þessum kafla þetta voru svo mikilvæg þrjú stig YEEESSS !!!

 17. Vonandi gleyma menn ekki að þetta er knattspyrnan í hnotskurn, það koma slæmir og góðir leikir. En það jákvæða er að við unnum “slæma” leikinn í þetta skiptið 🙂
  Því ber að fagna, auðvitað má setja útá margt eins og td Balo sem var hræðilegur vægast sagt og vörnin alls ekki að heilla! En hey 3 stig í baukinn sem ekki verða tekin af okkur aftur, ég ætla að horfa á þetta sem sigur sem mun koma sér vel í þessari baráttu okkar um meistaradeildarsæti í vor.

 18. Balotelli má alveg sitja a bekknum i komandi leikjum, þvílík vonbrigði og áhugaleysi i einum leikmanni. Ég hef reynt að verja þessa hauslausu hænu en núna er komið gott, hann einn frammi er verri en Lucas og Gerrard a miðjunni.

  Heppnis sigur og margt margt sem þarf að laga, við höfum tekið 5skref afturábak fra því i fyrra á öllum sviðum a vellinum, er Brendan með etta? Guð eg veit ekki.

  Heppnis 3stig sem betur fer, það verður léttara að mæta i vinnu en annars stórt áhyggjuefni i liverpool.

 19. Heppni og ekkert annað, þvílík hörmung í 85 mín og ekkert annað, Liverpool hefur spilað einn gòðan leik á þessu tímabili og það var gegn Tottenham.
  Hvernig er með varnarþjálfun hjá þessu liði? Er einhver að sinna því og ef svo er á að reka þá sem sjá um það.

 20. Liðið hefði tapað fyrir öllum öðrum liðum deildarinnar ì dag. Shit hvað Balotelli sökkar. Að Borini fài ekki nokkrar mìnutur fyrst að Sturridge er meiddur er mèr fyrirmunað að skilja. Hver ræður kaupunum hjá lfc eiginlega? Lovren og Mignolet, hvaða rugl er þetta!? Migno er ì Sunderland klassa punktur. Agger og Coates eru betri en Lovren punktur. Ég hef aldrei verið jafn brjálaður eftir sigurleik. Þessar 40 mills ì Lovren og Markovic, why the fuck not ekki eytt ì Di Maria!!!

  Hvaða rugl er þetta með lìka að við höfum saknað Allen? Þessi gaur er ekki nálægt þvì að vera 1st eleven leikmaður. Skil ekki þessa ròmò ást á honum. Hann er fìnn hjá espanyol sem mini xavi. Of lìtill, of aumur og of hægur. Hann væri ekki 22 manna hòp hjá city, chelsea eða völsungi.

  YNWA. Eða kannski allir brjálaðir af þvì ég styð ekki alla leikmenn lfc?! Ég styð klùbbinn punktur.

 21. Bull, rugl og geðveikti = rúsibanaferð í restina.
  87 mín. Maður gargar á Enrique fyrir að selja sig og svo vörnina fyrir að dekka ekki.
  88 mín. Maður er í þunglyndi og brosir út í annað þegar Skrtel bjargar marki, sýnir engin sviðbrigði er enþá í sjokki en mikil léttir.
  90 mín. Coutinho varð hetja og fylgdi markinu mikill öskur og læti, nánast tár en ekki alveg.
  91 mín. HVAÐ ER Í GANGI. Gleðin var kippt niður og barinn af bókstafnum Ó og varð þetta ógleði og mikill geðshræðring.
  92 mín. Balotelli kórónar skelfilegan leik og fór úr einkunn 1 í -1 með því að klúðra góðu færi á kærislegan hátt. Farinn að framleiða ” Because of this ” boli og selja
  94 mín. Maður var enþá í reiðipakkanum og var að þakka liverpool fyrir að skemma daginn en svo allt í einu gaf Bill Shankley liðinu kraft(það er eina skýringin á því hvernig svona hlutir gerast) og liðið nær að skora og vinna leikinn 2-3. Reiðinn var snúinn niður og Ó-ið tæklað aftan frá og sent heim og eftir stóð Gleðin sigri hrósandi 🙂

  3 stig í hús og það er það eina sem skiptir máli.

  p.s þeir sem gagnrína liðið þegar það er að spila mjög vel og ná ekki stigum eru þeir sömu og kvarta þegar liðið spilar illa og fær öll 3 stiginn 😉 – þetta er merkileg staðreynd

 22. Loksins sjáum við liðið hrökkva í gang eins og í fyrra. Stórkostleg frammistaða og get ég því eiginlega ekki valið mann leiksins enda allir með sitt hlutverk á hreinu! Hver einasti leikmaður sem Rodgers keypti í sumar passar sem flís við rass í liðið. Strákarnir frá Queens Park áttu einfaldlega engin svör við sóknarleik liðsins og þvinguðum við þá því til að skora tvö sjálfsmörk. Velkomnir á Anfield Real Madrid, ef þið þorið. Liverpool eru mættir!!!

 23. Af hverju er vörnin svona slöpp?? Af hverju var vörnin svona ofarlega í föstum leikatriðum??

  Getur það verið að hvorki varnarmennirnir né Brendan treysti Mignolet til þess að eigna sér teiginn og koma út til þess að sækja boltann?? Mann greyið er eins og kanína fastur í bílljósunum ef það kemur sending fyrir, því miður er þetta fyrsta staðann sem ég myndi kaupa í ef ég réði ríkjum. Vörnin vinnur leiki, eða Suarez :O

 24. Það væri ágætt fyrir svarthausana að halda sínum neikvæðu kommentum áfram á fyrri þræði eða fara og tjá sig inná öðru spjallsvæði. Liverpool fór á erfiðan útivöll og tók þrjú stig og því ber að fagna. Vissulega var Liverpool ekki að spila sinn besta leik en engu að síður þá vann liðið leikinn. Er það ekki einkenni sterkra liða að vinna leiki þó það spili illa?

  Held að BR geri sér fyllilega grein fyrir því að það er heilmikið verk fyrir höndum þrátt fyrir að liðið hafi unnið í dag. Þetta var mjög lærdómsríkur leikur, þar sem margir jákvæðir og neikvæðir hlutir í leik liðsins komu fram. Það sem skiptir mestu máli er að liðið vann og brágst vel við mótlætinu. Tveir sigrar í röð í deildinni ættu að gefa liðinu sjálfstraust í framhaldið og þrátt fyrir mikið mótlæti í byrjun móts er liðið núna í 4-5 sæti deildarinnar.

  Einn af þeim jákvæðu punktum sem ég sé þessa stundina er að liðið á mjög mikið inni og það er mikið svigrúm til þess að bæta leik liðsins. Það var vitað að það myndi taka tíma að slípa leik liðsins enda fékk liðið til sín fjölmarga nýja leikmenn. Það mátti búast við að það myndi ströggla og það hefur verið raunin. Allt snýst þetta um þolinmæti og menn mega alveg búast við áframhaldandi óstöðugleika í leik liðsins næstu vikurnar miðað við spilamennskuna í dag.

  Nú ætla ég að leyfa mér að hlakka til miðvikudagsins enda búinn að bíða lengi eftir slíku meistaradeildarkvöldi!

 25. Ég reyndi nú aðeins að horfa á þessa blessuðu varnamenn okkar og jesús kristur hvað Enrique er slakur. Hann eltir ekki manninn í fyrsta markinu, hann nennir ekki að verjast honum átti alla sök á þessu marki. Lovren eins og asni þegar hann missir boltan yfir sig sem skapar pláss á hans stað í vörninni fyrir Vargas. Það munaði engu að Enrique hefði kostað liðið annað mark augnablik síðar þegar hann gerði sömu mistök, nenni ekki að elta manninn, þá reddaði Skrtel þessu.
  Johnson mjög góður í dag og flesta sóknir QPR fóru upp á Enrique. Johnson lagði líka upp fyrsta markið.
  Áður en menn fara tala Mignolet upp í drasl (Nota bene ég er mjög mikill stuðingsmaður hans) þá verður maður að fara ná þessum fyrirgjöfum. Missir boltan í fyrri hálfleik og Johnson bjargar á línu. Hann nær nánast aldrei fyrirgjöfum, en að verja boltana hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir hann. Hann var svona sæmilegur í dag, mjög óöruggur en átti ekki sök á mörkunum.
  En ég ekki annað sagt en að ég vorkenni QPR þvílíkir klaufar þarna í vörninni og lélegt hjá þeim.

 26. Það er náttúrulega eitthvað að Brendan Rodgers ef Mario Balotelli kemur nálægt leiknum gegn Real Madrid. Sumir segja eflaust að hann liggi vel við höggi og það sé ósanngjarnt að tala bara um hann. Málið er hann var áberandi lélagastur á vellinum og hafði ekki nokkurn áhuga á því sem hann var að gera. Fékk 1 í einkunn og það segir allt sem segja þarf. Hinir voru þó ekki mikið betri en þó skömminni skárri.

  Stjórinn okkar veðjaði einfaldlega á rangan hest og hann er að komast að því núna. Það er ekki tilviljun að Balotelli hafi brennt allar brýr að baki sér þar sem han hefur spilað. Drengurinn þarf að líta í eigin barm í stað þess að vera fórnarlambið. Hann er sjálfum sér verstur.

  Spilamennska liðsins hefur verið skelfileg og er það klárlega á ábyrgð stjórans. Glugginn hefur skilað okkurl itlu sem engu hingað til. Sama afsökunin er þó notuð trekk í trekk, þ.e. að menn þurfi tíma til að aðlagast. Er Liverpool þá eina liðði í heiminum þar sem hver einasti leikmaður þarf 2-3 tímabil til að aðlagast?

  Gjörsamlega kominn með nóg af þessu ströggli – í gang með ykkur !

 27. Vil sjá Toure byrja næsta leik – héldum hreinu eftir að hann kom inná.

 28. Smá einkunargjöf af því að það er alltaf svo gaman.

  Mignolet 5 – Hann átti nákvæmlega sinn leik í dag. Frábærar markvörslur í bland við skelfileg úthlaup. Þeir sem eru með honum benda á markvörslunar sem voru frábærar þeir sem voru á móti benda á skelfileg úthlaup. Er maður frekur að byðja um markvörð sem hefur báða kosti?

  Enrique 2- Lét mann horfa uppí stúku og vona að Moreno væri þarna einhvernstaðar.
  Skrtel 6 – eins og öll vörnin var hann í vandræðum en bjargaði marki.
  Lovren 4 – Zamora átti hann í fyrirhálfleik en það lagaðist aðeins í þeim síðari. Meira útaf því að Zamora var sprungin.
  Glen 6 – bara meðalmaður í dag en það er meira en flestir. Lagði upp sjálfsmark 🙂
  E. Can 6 – barátta en kom lítið úr honum. Virkar hægur og spilið fór í gang þegar Gerrard færði sig aftar og fór að stjórna leiknum. Hann er ungur og á hann skilið fleiri tækifæri
  Henderson 8- Er þessi maður að spila fleiri en 4 stöður á vellinu. Hann var allt í öllu í baráttu á miðjuni, var svo fyrstur fram í stungurnar og tók sig svo til og pressaði fyrir Balotelli sem nennti því ekki.
  Gerrard 5 – tími hans framar á vellinum er liðinn. Það sást vel í þessum leik og sást greinilega hvað leikur liðsins batnaði þegar hann fór aftar, þar sem hann fékk tíma með boltan og gat stjórnað leiknum
  Lallana 5 – náði aldrei í takt við leikinn
  Sterling 8 – þeir réðu ekkert við hann og átti hann flottan leik. Var ekki áberandi fyrstu 45 mín en átti frábæran síðarihálfleik
  Balotelli -1 Vann ekki vel, klúðraði góðum færum, virkaði áhugalaus, fékk boltan nokkrum sinnum og í staðin fyrir að halda flæðinu áfram þá reyndi hann sjálfur nokkrar skelfilegar tilraunir. Þetta var ein lélegasta framistaða hjá liverpool framherja síðan að Eric Majier spilaði hér um árið.

  Coutinho 8 – einfaldlega breytti öllu fyrir liverpool. Kom með kraft og áræðni
  Joe Allen 6 – fín innákoma vildi alltaf fá boltan, var hreyfanlegur og það opnar miðsvæðið(á meðan að Can var t.d mjög staður).

  3 stig og við sáttir við þau. Framistaðan fyrstu 45 mín var ömurleg en þetta var aðeins skára í þeim síðari, nú er bara að taka á Real í næsta leik og er ég viss um að menn gíra sig betur uppí þann leik.

 29. úff…þvílik dramatík og mjög mikilvæg stig í hús !!!
  :O)

  En hvar er leikgleðinn ???

  Eru mennirnir þarna ekki að lifa drauminn og fá hellings peninga fyrir að spila fótbolta !?!

  Það er greinileg slagsíða á andlegu hliðinni sem verður að laga hið snarasta !!!!

  ? það vantar smá ? í liðið ?

  ??? Y N W A ??

 30. Góð leikskýrsla, sammála henni, og sammála að Mignolet á skilið að vera valinn maður leiksins. Fyrsta alvöru færi QPR t.d., þegar þeirra maður slapp einn í gegn eftir röð af varnarmistökum. Nú svo voru nokkur skot sem hefðu auðveldlega getað ratað inn, en hann bjargaði því sem bjargað varð. Þar fyrir utan voru Sterling og Coutinho mjög góðir.

  Líklega er núna búið að jafna út stigin 2 sem töpuðust á móti Everton.

  Og að liðið skuli vera í 5. sæti eftir þessa spilamennsku í haust, það eitt og sér er bara alveg stórfurðulegt. Eiga ekki framherjarnir (þ.e. þeir sem haldast heilir) alveg eftir að skora mark í deildinni?

 31. Halló! var einhver að deyja? Sprakk Bárðarbunga? Var Ólafur Ragnar að bjóða sig fram í 5ta skiptið? Er Vigdís Hauks orðin fjármálaráðherra? Er Framsóknarflokkurinn kominn með hreinan meirihluta? Var Hollendingum dæmdur sigurinn?

  Þetta ótrúlega þunglyndi getur varla verið vegna þess að við unnum leik eða hvað? Þegar upp er staðið eru það karakter/heppnissigrarnir sem skipta mestu máli. Þetta féll með okkur núna og því ber að fagna. Síst af öllu að tala niður QPR sem gáfu allt sitt í leikinn.

  Þetta er allt að koma, hafið þið það og hananú!

 32. Vá hvers vegna er Liv, orðið svona drullu slapts lið ,ég er ekki að fatta hvað þeir eru að gera, liðið verður bara verra og verra með hverjum leiknum á fætur öðrum, hvað er að sendingar og fyrirgjafir allveg út í hött. Ömurlegt.

 33. Ekki samála á valinnu á Mignolet.

  Maðurinn átti skelfileg klúður í fyrirhálfleik sem aðeins Glen Johnson bjargaði á ótrúlegan hátt.
  Maður skrifar ekki 2 markið á hann en einhver markörður hefði verið þarna til þess að bjarga(ég veit að hann fór í gegnum Joe Allen) s.s færa sig fyrr að nærsvæðinu.

  Vitiði afhverju vörninn okkar lítur alltaf svona illa út í föstum leikatriðum?
  Svarið er það að liðið er ekki með markvörð sem getur farið af línuni í fyrirgjafir og því er varnarlína liðsins alltaf of nálagt markinu því að það er óþarfi að færa hana framar því að markvörðurinn er aldrei líklegastur til þess að vinna einvigi gegn hoppandi sóknarmanni.

  Mignolet sýndi sína hliðar í dag.
  Með frábærar markvörslur en skelfilegur í fyrirgjöfum. Má maður gera kröfu um að markvörður hjá liverpool sé góður í báðu?

 34. Sorry Ian Rush #42 en það er ekki markvörður til á jarðríki sem myndi bjarga varnarlínunni eins og hún hefur verið á þessu tímabili. Það er mikið meira að en bara markvörðurinn.

 35. Vörnin í basli á móti Zamora, Charlie Austin, Fer, Vargas og félögum
  Hvernig verður þetta á móti mönnum eins og Ronaldo, Rodriquez, Benzema og Bale

 36. Mér finnst heldur halla á pollýönnurnar hér í athugasemdunum og má til að segja mitt álit. Ég horfði reyndar bara á seinni hálfleik en þar sá ég Liverpool skora þrjú mörk eftir að hafa galaopnað vörn qpr. Balo á réttum stað í sjálfsmörkunum og hefði sópað þeim inn ef varnarmernir hefðu séð um það.

  Vörnin hefði getað staðið sig betur í að gefa ekki allar þessar horn og aukaspyrnur en skít með það, ég féll allavega mitt adrenalínkikk í lokin og Liverpool er komið í toppbaráttuna aftur. Ég bið ekki um meira.

 37. Hvering verður þetta eiginlega á miðvikudaginn, lélegasta Liverpoollið sem ég hef sé gegn besta liði Evrópu í dag.

 38. Hvernig stendur eiginlega á því að “gjörsamlega týndi Mario” fái að spila allann leikinn?
  BR á að kippa honum úr hóp og byrja bara með Lambert og Borini inná í næstu leikjum. Okkar menn eru steingeldir með einn frammi…….

  Get ekki sagt að maður bíði spenntur eftir Real leiknum eftir þessa frammistöðu. Vonandi kippa þeir buxunum upp um sig fyrir þann leik!

  YNWA!

 39. Nei hættið nú alveg. Mignolet maður leiksins. Úff. Fékk á sig tvö mörk og var stálheppinn að fá ekki fleiri. Þó hann rambi nú fyrir eitt og eitt skot. Skárra væri það nú. Því miður ekki heimsklassa og vörnin er óörugg með hann fyrir aftan sig. Mun reynast okkur dýrkeypt að hafa hann í markinu í vetur er ég ansi hræddur um.

  Sterling var svo lang lang bestur að það hálfa væri nóg. Hreint út sagt ótrúlegur og engin furða að hann sé orðaður við Real Madrid. Eini leikmaðurinn í liðinu áður en Cautinho kom inn á sem gat tekið mann á og skapað eitthvað enda átti hann þátt stóran þátt í öllum þremur mörkunum. Gerrard var svo líka fínn í seinni hálfleik þegar hann var kominn í stöðuna sína.

  Og hvað svo með alla þessa neikvæðni í garð Johnson? Hann átti ekki sök á neinu marki en bjargaði þess í stað snilldarlega þegar hann fórnaði gjörsamlega lífi og limum til að bjarga einu. Straujaði meira að segja tvo leikmenn QPR í leiðinni. Var svo sífellt ógnandi fram á við. Það er eins og hann eigi bara ekki breik lengur og það finnst mér afar afar ósanngjarnt.

  En hvað sem menn segja þá verður Rodgers að bera ábyrgð á gengi liðsins. Hann lifir ekki endalaust á síðasta vetri. Uppstillingin í byrjun var rugl með Gerrard fremstan á miðjunni. Enn verra var þó þegar hann skipti við Can og sá átti að spila fyrir framan miðjuna. Algerlega vonlaust og Emre Can langt frá því að vera kominn í nægilegt leikform. Skiptingarnar komu svo líka allt of seint og það var hreinlega skandall að Balotelli skyldi fá að klára leikinn. Hann tók nánast alltaf ranga ákvörðun og átti ekki einasta þátt í neinu marki. Slakari held ég að maður geti hreinlega ekki verið.

  Áfram Liverpool!

 40. Frábær 3 stig. Maður verður að þakka fyrir það. Sterling og Coutinho redduðu þessu. Þvílík hörmungarframmistaða reyndar á ekki skilið 1 stig hvað þá 3. Eftir þennan leik þá getur bara ekki verið að Jose Enrique fái fleiri leiki í Liverpool treyju. Margir leikmenn daprir og ég verð bar að segja það að ENGINN af þeim mönnum sem Rodgers keypti styrkti liðið…kannski hópinn en enginn af þeim styrkir byrjunarliðið. Moreno kemst næst því. Balotelli er hryllilegur. Á bekkinn með hann og Lambert inn í næsta leik. Já eða Borini. Já eða bara Frank Sinclair. Bara einhvern annan. Ég set spurningarmerki við andlegu hliðina í liðinu. Hver ber ábyrgð á henni annar en Rodgers?? Við áttum kannski 3 góðar sóknir í leiknum á 95 mín. Markvörður QPR kom kannski einu sinni við boltann. Fá lánaðan hárblásara og lesa yfir þessum mönnum. Það er það minnsta sem menn geta gert er að leggja sig fram.

 41. Mér er sama hvað Balo var lélegur…………… enn það er algjört lágmark að fagna þegar liðið skorar og vinnur í drama !!!! Gefa honum séns til áramóta og ef það virkar ekki burtu…………. Áfram Liverpool!!

 42. Bill Shankly : “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.”

 43. 3 stig, glasið er hálf fullt ???? landleikirnir sýndu himsvegar BR hefði átt að fá Kolbein og Gylfa til LFC í sumar. Þá myndi ekki vanta hápressu eða að gefa sig í leikinn

 44. Mario Balotelli er einn lélagsti leikmaður í sögu Liverpool – Burtu með hann sem fyrst, vil ekki sjá svo leikmann í Liverpool, áhugalaus, fúll og fagnar ekki mörkum, engin liðsmaður – Veit ekki hvernig samningi hann er á en ég held að ekkert lið vilji fá svona leikmann. Skildi aldrei af hverju þessi leikmaður var keyptur.

 45. Þetta er í annað skiptið sem Bóndi í stígvélum er keyptur til að sjá um að skora mörg fyrir liðið. Er Liverpool gengið í Framsóknarflokkinn?

 46. # 47
  Varstu að byrja að horfa á liverpool 🙂

  Maður er búinn að halda með þeim síðan að 80s og verð ég að segja að ég hef séð lélegra lið en þetta hjá liverpool.

 47. Góð leikskýrsla og gleðilegt að sjá Mignolet standa sig, hann er samt ekki nógu harður við vörnina þegar hún er úti að aka eins og hún er helvíti oft.
  En það er mikið að í liðinu hjá okkur, sérstaklega varnarlega og við erum að spila okkar sterkustu vörn. Það er líka eitthvað rangt við Balotelli í þessum leik, hann var greinilega ekki með sjálfum sér, og ekki heldur með liðinu ef út í það er farið, og spurning hversvegna hann er notaður, hlýtur að vera skárri maður í varaliðinu. Rogers verður líka að taka sig á og gera liðið léttara. Hann á að geta breytt liðinu án þess að vera með það allt inni í klefa í einu. Það var skömm fyrir liðið hv auðvelt Zamora átti með að plata vörnina aftur og aftur, slíkt á ekki að geta gerst og þarf að taka á því strax, ekki bíða eftir teinu.

 48. Ég skil ekki afhverju menn eru alltaf að koma með þetta Komment frá Bill Shankly „If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.“

  Bill Shannkly hefði tekið þrjá leikmenn af vellinum í hálfleik. Hann hefði spurt hina 8 hvort að þeim finnst þeir vera verðugir til þess að spila í Liverpool búning. Ef þeir hefðu ekki bætt sinn leik í seinni hálfleik, þá hefðu þeir ekki þorað að kom í klefann eftir leik.
  Hér koma nokkrar fleygar setningar frá honum sem lýsa því hvernig hann leit á hvernig menn ættu að hugsa um sinn leik og Liverpool almennt:

  “”For a player to be good enough to play for Liverpool, he must be prepared
  to run through a brick wall for me then come out fighting on the other side.”

  “If you are first you are first. If you are second, you are nothing.”

  “Football is a simple game based on the giving and taking of passes,
  of controlling the ball and of making yourself available to receive a pass.
  It is terribly simple.”

  Ég held að við séu með alltof marga menn hjá okkur sem eru ekki með kollinn rétt stilltan. Það eru fullt af liðum með breyttan hóp. Var ekki eitthvað lið í gær sem vann 8-0 , það lið er aldeilis með breyttan hóp. Við keyptum þeirra bestu menn(eða var það ekki, voru það ekki bestu menn þeirra, jú jú það voru þeirra bestu).

  Reyndar huggar maður sig við það, að þó að liðið sé að spilla illa þá eru við í dag í 5 sæti.
  Miðað við það hvernig liðið spilar í dag hlýtur Bill kallinn vera að velta sér í marga hringi í gröfinni.
  Ég held reyndar að við getum ekki farið neðar í frammístöðunni heldur en í dag. Þannig nú er allt á uppleið.

  ÁFRAM LIVERPOOL.

 49. Sælir félagar

  Æ ég veit það ekki wn samt – það er ekki ástæða til að hnýta í Glen Johnson fyrir þennan leik og Sterling klárlega lang besti maður liðsins í dag. Ekki að það hafi þurft mikið til þess.

  Það er nú þannig

 50. Þetta er ekkert vandamál ef Coutinho væri alltaf svona góður. Vandamálið er að hann er ekki svona góður þetta season nema í mesta lagi í þriðja hverjum leik. Maður fagnar auðvitað þremur stigum en liðið er langt frá þeim gæðum sem það hafði á sama tíma í fyrra. Með sömu spilamennsku erum við ekki að fara inn á CL á næsta ári. Menn verða að fara að girða sig í brók. Góðu fréttirnar er karakter að gefast ekki upp fyrr en búið er að flauta og það (og Coutinho, ekki Balotelli) skilaði 3 stigum í hús í dag. Skrýtið að segja það en fyrir utan Coutinho var Mignolet líklega beti Púllarinn í leiknum. Það er spurning hvort markmannsþjálfarinn ætti ekki að halda áfram að æfa hann í úthlaupum?

 51. Brendan Rodgers ákvað af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að færa Steven Gerrard í holuna í þessum leik. Steven Gerrard var einn besti miðjumaður heims í sinni stöðu á síðasta tímabili. Hann var stoðsendingahæstur í deildinni og í þriðja sæti yfir stoðsendingahæstu menn yfir allar fjóru stóru deildirnar í Evrópu. Gerrard spilaði óaðfinnanlega og stjórnaði spili liðsins frá A-Ö. í síðasta leik gegn WBA fór Gerrard framar á völlinn og stóð sig vel, sem kemur ekki á óvart af því að þetta er Steven Gerrard. Einhverjir kjánar góluðu þá eins og álfar á að hann myndi verða settur í þessa stöðu framvegis. Ég hló að því, og hugsaði að Rodgers væri með meira vit í kollinum en það. Því miður var það ekki svo. Gerrard var settur í holuna, liðið gat ekkert í fyrri hálfleik, Gerrard kom ekki við boltann, og miðjan var algjörlega hauslaus. Fyrir kristaltæran kjánaskap var Brendan Rodgers næstum því búinn að henda frá sér leiknum í fyrri hálfleik. Ef þetta hefði verið eitthvað annað lið en QPR hefðum við verið 3-0 undir í fyrri hálfleik. Það er áhyggjuefni þegar stjórinn gerir svona yfirgengilega heimskulegar vitleysur. Vonandi lærir hann af þessu. Steven Gerrard er í dag einn besti miðjumaður heims þegar hann spilar á miðri miðjunni, og hann er okkar mikilvægasti leikmaður og stjórnar algjörlega leik liðsins. Að færa hann til á vellinum er ekkert nema heimskulegt.

 52. Þrátt fyrir þessa ömurlegu byrjun á tímabilinu þá sitjum við samt í 5 sæti deildarinnar. Fyrir neðan okkur eru t.d Arsenal, Tottenham og Manutd sem eiga þó leik til góða.

  Vonandi fara okkar menn að hysja upp um sig og bæta þessa spilamennsku.

 53. Tæpur sigur en 100% 3 stig. Gleymum þessum leik og byrjum að hugsa um næsta leik. Frábært að vera bara komin í toppbaráttuna 🙂

  Balotelli ertu svona rosalega leiðinlegur og lélegur ? Komdu þér í gírinn drengur, þú ert að spila fyrir stærsta klúbb veraldar. Gerðu eitthvað rosalegt á miðvikudaginn og ég skal fyrirgefa þér ömurlega frammistöðu í dag.

 54. Ég sá ekki leikinn, en ég hinsvegar sá klúðrið hjá Balo þegar hann er með hann fyrir opnu marki, og þessi gæi er bara rúinn ÖLLU sjálfstrausti..
  Kristallaðist þar, og ég held að þessi skortur á mörkum sé alvarlega farin að hafa áhrif á hann, og eru menn farnir að drulla yfir hann..
  Jú, hann fagnaði ekki þegar liðið vann dramatískan sigur.. So what?
  Kannski er hann það gagnrýninn á sjálfann sig að honum fannst hann ekki eiga skilið að fagna með þeim?

  Eða er þetta bara nákvæmlega karakterinn sem við vissum að við værum að kaupa?
  Ég er ekki tilbúinn að afskrifa hann, því hann kann alveg fótbolta..
  En við verðum að átta okkur á hvernig leikmann við höfum í honum.. Við vissum allt þetta sem er verið að gagnrýna hann fyrir þegar við keyptum hann…

 55. Rodgers virðist vera útúrtaktíkeraður af mönnum eins og Big Sam og Redknapp. Þetta er versti varnarleikur sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á Liverpool. Það virðist ekkert ganga, alveg sama hvort við kaupum Sakho eða Lovren. Flestir af varnarmönnum okkar spila vel með landsliðum sínum, en virðast varla geta dekkað mann þegar þeir spila með félagsliðinu. Er þetta ekki bara kerfið frekar en þeirra geta?

  Ég lít á Atletico Madrid sem svipaðan klúbb og Liverpool. Þeir selja sinn besta leikmann (Costa) og fá frábæra leikmenn í staðinn (Griezmann og Mandzukic). Við fáum Balotelli og Lambert. Það hlítur að vera eitthvað að þegar við getum ekki keypt einn heimsklassa leikmann með allann þann pening sem við vorum með í höndunum og nauðsyninni til að fá staðgengil fyrir Suarez.

  Í stað þess að vera með gríðarlegar væntingar um að við eigum að vinna bikara að þá vill ég frekar horfa á Liverpool til að sjá skemmtilegann bolta. Við erum að spila algjörann risaeðlufótbolta þar sem menn hanga á boltanum og virðast ekki vita sinn tilgang.

  Þessi leikur gegn Real Madrid verður sko eitthvað. Ég vonast til að Rodgers setji Balotelli á bekkinn.

  En mikið er ég ánægður með sigurinn ásamt því að fá Can og Allen til baka.

 56. Maður er orðlaus eftir svona rugl leik.
  En hvernig er það, eigum við ekki einhvern ungling sem þarf að springa út í sóknarstöðunni hjá aðalliðinu?

  Holding out for a hero – Bonnie Tyler

 57. Veit ekki með ykkur hin en ég hef ekki fagnað mörkum eins innilega og númer tvö, hvað þá númer þrjú í dag…ég hreinlega trylltist af gleði þegar Caulker setti sjálfsmarkið.

  Því það er svo dásamlegt að vinna með svona “sauðaþjóf” í lokin eftir að hafa átt erfitt. Á myndunum hjá Sky var svo sýnd gleði okkar manna í miðjuhringnum eftir leik, og hún var töluverð. Því stigin telja.

  Leikurinn var kannski aðeins erfiðari en ég spáði í gær en ég tek þetta allan daginn…döpur frammistaða en þrjú stig. Nefni tvo leiki frá í fyrra, Fulham og Norwich sem voru svipað daprir með sömu útkomu. Margar frammistöður verri en þessar á undanförnum árum, hvað þá á Hodgson tímanum.

  Fyrri hálfleikurinn var mjög dapur, QPR spilaði bara gamaldags breskt 4-4-2 þar sem að dúndrað var yfir miðjuna og á tvo líkamlega sterka hafsenta. Hugmyndin um að byrja að nýta Can í holunni framan við hafsentana finnst mér fín, miðað við það að Lucas var ekki í hóp í dag er þetta pottþétt eitthvað sem verið er að skoða og vert að prófa. En það gekk ekki því Can er ekki alveg búinn að átta sig á þessu harki sem svona leikjum fylgja. Gary Neville var að lýsa á Sky og ég er sammála honum í því að þegar Gerrard var kominn framan við hafsentana gekk betur að vinna gegn Zamora og félögum.

  Það er líka vert að benda á það að lýsendurnir töluðu um leikinn sem langbesta leik QPR í vetur og að ákall Harry (sem ég talaði um í gær) hefði greinilega kveikt í leikmönnum. Ég spái því að þetta lið falli ekki…þó það skipti kannski litlu máli. Harry sagði í viðtalinu þetta hafa verið bestu frammistöðu liðsins síðan hann tók við!

  Ég er sammála flestu í skýrslu KAR en þó ekki varðandi frammistöðu Johnson, hann bjargaði stórkostlega í fyrri hálfleik og þvílíkt upgrade sem var í uppspilinu upp hægri vænginn þegar hann og Sterling endurnýjuðu kynni sín. Manquillo hefur átt mjög erfitt sóknarlega og ég var glaður með Johnson í dag. Sem og Mignolet sem var auðvitað maður þessa leiks, með Sterling í öðru sæti. Simon varði frábærlega í leiknum, gat ekkert gert við mörkunum og úthlaupið sem leiddi til þverslárskalla Fer var það rétta í stöðunni hjá honum, það er bara aldrei að vita nema að Fer hefði stýrt þeim bolta óáreittur í markið ef Simon hefði ekki mætt. Ég veit að hann á ekki marga vini þessa dagana en í dag átti hann lykilvörslur fyrir okkur.

  Hins vegar náttúrulega bara hlýtur að vera erfitt að þurfa að nýta krafta hans José okkar mjög oft, þetta var með slakari frammistöðum hans og eru þær nú býsna margar. Í jöfnunarmarki QPR númer eitt gerir hann þrjá afburða feila, fyrst dapur skalli út, þá selur hann sig og síðast hleypir Vargas inn fyrir sig. Það mark á hann jafn skuldlaust og Allen á það seinna. Menn eru á nærstöng til að hreinsa þennan bolta burt. Simple as that.

  Einstaklingsmistök varnarlega..hefur einhver heyrt það áður?

  Hitt sem við höfum heyrt áður er að þá er bara að skora fleiri en andstæðingurinn…sem við jú gerðum í dag þrátt fyrir ýmis skrautlegheitin!!! Mjög gleðilegt að sjá Sterling í svo fínum gír og mikið vona ég að hann Coutinho okkar hrökkvi nú í gang. Mér fannst innkoman ekki góð að öllu leyti en shit hvað markið var gott og létti miklu af honum held ég.

  Hann Balotelli á býsna mikið erfitt þessa dagana blessaður, það er þó ekki rétt að hann hafi ekki fagnað mörkunum sýndist mér, hann var allavega brosandi í lokin í miðjunni. Þegar hann dúndraði yfir fyrir opnu marki þá féllust manni hendur. En shit hvað ég var stoltur af “Travelling Kop” í kjölfarið…sungu lagið hans þannig að völlurinn allur heyrði…góður drengur sagði mér í Liverpool um síðustu helgi að sökum þess hversu fáir miðar eru til skiptanna á Loftus Road fari yfirleitt mesti hardcore kjarni þeirra þangað. Það að þeir sungu um “Mario magnifico – Mario fantastico” létti mína lund töluvert. En shit hvað hann má fara að hrökkva í gang blessaður drengurinn!

  En aftur að aðalatriðinu, það að þrjú stig fóru með í rútunni í norð-vesturátt og að strögglið, baráttan og kjarkurinn að sækja þrátt fyrir margt brasið hafi skilað sigri. Og auðvitað að Kolo fékk mínútu!

  Í dag erum við með 13 stig út úr 8 leikjum, vorum með 17 stig eftir jafnmarga leiki í fyrra og þá náðum við 20 stigum úr 10 leikjum. Svo að þrátt fyrir margt höktið og brasið þá erum við t.d. ofan við Spurs og Arsenal á þessum tímapunkti sem er afar jákvætt og svei mér ef við verðum ekki nálægt því að safna svipuðum stigafjölda og við náðum á fyrsta fjórðungi…á meðan liðið er enn að spila sig í gírinn.

  Svo er það þetta með Real Madrid, það þarf nú bara að rifja upp fyrsta tímabilið hans Rafa þar sem við lentum í fimmta sæti í deildinni og vorum að tapa fyrir slakari liðum ensku deildarinnar en stíga svo upp gegn toppliðum frá Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Það verður klárlega stór “Anfield-faktor” þar í gangi og miðað við það sem ég heyrði úti verður býsna gott þegar sá leikur er að baki…hvernig sem hann fer.

  Glasið mitt er meira en hálffullt, tveir sigrar í röð í deildinni, plís bæta þeim þriðja við gegn Hull og þá sjáum við örugglega smám saman meira sjálfstraust í liðinu!!!

 58. 58 – ég er búinn að horfa á Liverpool síðan 1975 og ekki misst af leik síðustu 30 – 40 árin og þessi byrjun er sú allra leiðinlegast og lélegast sem ég hef séð en ég er mikill BR maður og styða hann heilshugar

 59. Afhverju að gera manni þetta? Fótbolti er fáránleg íþrótt stundum og Liverpool tekur þetta oftar en ekki á næsta level. Algjörlega frábært að vinna leikinn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera það ekki og mjög mikilvæg þrjú stig til að koma okkar af stað í töluverðri törn sem er framundan.

  Þetta var mjög slakur leikur hjá okkar mönnum en engin ástæða til að missa sig alveg í bölmóð yfir framhaldinu enda liðið betra en þetta og nær vonandi að springa betur út bráðum. Það er allt erfitt um þessar mundir og á svona köflum skiptir öllu að ná í þrjú stig, sama hvað. Við sem höfum fylgst með Liverpool undanfarin ár vitum að líklega eru fá lið í þessari íþrótt líklegri til að skíta upp á bak gegn arfaslöku botnliði QPR en spila svo eins og kóngar nokkrum dögum seinna gegn besta liði í heimi um þessar mundir.

  Sammála öllu í leikskýrslunni annars, mest svekkjandi og raunar alveg óþolandi að Mignolet hafi fengið tvö mörk á sig í þessum leik enda hans besti leikur í langan tíma og hefði getað gefið honum smá sjálfstraust. Ekki að þessi mörk skrifist á hann.

  Mignolet er annars ennþá markmaður sem mér finnst ekki nógu góður fyrir Liverpool og ég stórefa að hann verði lengur en þetta tímabil fyrsti kostur, ef hann verður það þá eftir áramót.

  Föst leikatriði er annars partur uppleggi Brendan Rodgers sem hann þarf að endurskoða alveg frá grunni og jafnvel fá inn nýja menn og nýjar hugmyndir til að finna lausn á þessu gríðarlega vandamáli liðsis. Þetta hefur verið afleitt alveg frá því hann tók við og ef eitthvað er þá versnar þetta, það skapast hætta í nánast hverri sókn og ég man varla eftir marki sem liðið fékk á sig sem var ekki eftir fast leikatriði. Það er eitthvað alvarlegt að þarna og er að kosta okkur gríðarlega illa. Þetta hefur reyndar verið stórt vesen nánast síðan Hyypia hætti en sérstaklega slæmt núna og við hljótum að fara horfa á upplegg liðsins hvað þetta varðar frekar en einstaka leikmenn. Flest lið virðast auðveldlega ná að finna veiku punktana í varnarleik okkar manna og nýta þá ítrekað. Hjálpar pottþétt ekki að markmaðurinn á ekkert sem kemur í vítateiginn. Botninn tók samt úr í dag þegar Armand Traore tók boltann á kassann inni i teig í aðdraganda fyrra marksins, með meiri tíma en hann vissi hvað hann átti að gera við.

  Lovren virðist alls ekki líða vel í búningi Liverpool og virðist ekki ná að spila sinn eðlilega leik, vonandi er það tímabundið ástand en hann verður að fara stórbæta sig og það fljótlega. Martin Skrtel er eins og hann er vanur að vera, ýmist frábær eða klaufskur, liðið míglekur a.m.k. og hefur gert mjög lengi, alltaf með hann í hjarta varnarinnar. Ég man ekki hvort Sakho er meiddur eða hann og Rodgers í fýlu út í hvorn annan en það má alveg fara að prufa að spila honum og Lovren/Skrtel saman, batamerkin eru ekki næg á liðinu og október er hálfnaður.

  Glen Johnson er bara rotation leikmaður í dag og ég vildi fá mun meira frá honum í dag gegn svona slökum mótherja en hann var frábær m.v. Jose Enrique blessaðan. Fyrra mark QPR var hlaðborð af ástæðunni fyrir því að Moreno er búinn að slá hann úr liðinu. Enrique er nú vanalega ekki eins slakur og hann var í dag en þetta var allt of nálægt því að kosta okkur stig.

  Fyrir leik var ég spenntur fyrir því að sjá Can aftar og Gerrard framar en Can var bara ekki up for it í dag. Hann er 20 ára, nýkominn til liðsins og var að stíga upp eftir meiðsli og maður fyrirgefur honum því alveg að eiga slakan dag en Rodgers hefði að mínu mati átt að bregðast við strax í hálfleik. Hann gerði það reyndar með að færa Gerrard aftar sem var rétt ákvörðun og leikur liðsins batnaði en Can komst aldrei í takt við hann. Þessi leikur breytir því þó ekki að ég hefur mikla trú á Can.

  Henderson var að spila fleiri en eina stöðu í dag held ég og var með betri mönnum okkar í dag þó ekki hafi hann átt neinn stjörnuleik. Lallana var á móti alls ekki að fylgja eftir góðu formi undanfarið, vildi fá mikið meira frá honum í svona leik, hann á að opna vörnina hjá liðum eins og QPR þegar liðið er í basli.

  Sterling var slakur þar til Coutinho og Allen komu inná. Þá fór hann að fá fleiri hlaup og möguleika í kringum sig og bjargaði okkur að lokum. Frábær undir lokin.

  Coutinho var okkar besti leikmaður úti á vellinum fyrir utan Kolo Toure sem gerði ekkert af sér í dag og lokaði vörninni eftir að hann kom inná.

  Þar með erum við komin að Mario Balotelli. Hann er hreinlega uppiskroppa með afsakanir, hann á alveg að geta spilað sem efsti maður uppi á toppi rétt eins og með annan sóknarmann með sér, hann var með alveg nægjanlega sóknarsinnað lið með sér í dag. Hann er bara alls ekki búinn að vera nógu góður síðan hann kom og ekki gert neitt til að réttlæta hype-ið í kringum hann. Ég gerði stóra færslu um hann þegar hann kom og sagði það að hann myndi gera okkur brjálaða af og til í leikjum, bæði með heimskulegum uppákomum og eins með því að hverfa alveg og geta ekki neitt inn á milli en poppa svo upp með sigurmarkið. Meðan hann er ekki að því er þetta sannarlega óþolandi á að horfa.

  Það er vanmetið hversu mikið liðið saknar Suarez sem fyrsta varnarmanns og sérstaklega með Balotelli sem manninn í staðinn fyrir hann. Þetta óttuðumst við fyrir mótið og það er heldur betur að koma á daginn. Hann er ofan á það ekkert að ná að halda boltanum upp á toppi og samherjar hans fór í dag eins og oft áður að reyna fjandans langa bolta fram til að reyna að finna hann enda var hreyfingin og vinnslan ákaflega döpur.

  Þetta er of satt eins og Balotelli er að spila undanfarið

  Ég er ekkert búinn að gefast upp á Balotelli strax, hann þarf eins og margir aðrir sóknarmenn í sögu Liverpool tíma til að sanna sig en meðan hann er meira að hamla sóknarleik Liverpool en að bæta hann þá vill ég fá hann á bekkinn. Fabio Borini sem neitaði að yfirgefa Liverpool á skilið sénsinn mikið frekar en Balotelli í þessum gír. Frekar vill ég spila honum í gang en að horfa upp á þetta heilan leik. Rodgers tók hann úr liðinu í síðasta deildarleik en skilaboðin virðast ekki hafa skilað sér, það verður áhugavert hvernig hann fer inn í Real Madríd leikinn.

  En já pössum okkur að missa okkur ekki alveg í bölmóð, með þessum þremur stigum er staða liðsins í deildinni skárri en hún var fyrir stuttu. Ég er ekki að spá okkur titlinum í ár en þetta er góður punktur, vonandi verður þetta rauning hjá okkar mönnum á næstu vikum og mánuðum.

  Ég hef annars ekki tölu á því hversu oft ég hef séð Liverpool spila miklu betur en QPR í dag og fá ekkert fyrir það.

 60. Ég ætla reyna halda því fram að þessi arfaslaka framistaða hafi einungis verið út af menn voru komnir með Real Madrid leikinn í hugann löngu áður en þessi leikur byrjaði. Ég er ekki frá því að einnig áttu QPR sinn langbesta leik tímabilsins sem gerði okkar mönnum ennþá erfiðara fyrir.

  Liverpool spilar ekki oft vel á móti svona baráttuliðum, stórum og sterkum leikmönnum og sérstaklega ekki á útivelli. Við eigum eftir að pakka QPR saman á Anfield.

  3 stig voru þetta og það er það fyrsta sem maður óskar eftir.

  Brendan veit að þetta var lélegt, Gerrard veit það og ég er viss um að það viti það allir nema Balotelli sem kennir líklega liðsfélugunum um það hversu slakur hann var.

  Hef sterka tilfinningu að Gerrard muni eiga stórleik á miðvikudaginn.

 61. Það voru blendnar tilfinningar í leikslok.. Unnum við? Ég trúði þessu ekki ég var hættur að horfa’a í 2-2 og farin að elda mér mat. Heyri Svo Mark! Þegar ég horfði á leikinn þá fannst mér áberandi hvað liðið var hugmyndasnautt. Það er engin leiðtogi sem drífur liðið áfram og er að koma hópnum í gang. Gerrard er ekki sami Gerrard og hann var :S

  Ég horfði á á Southampton leikinn í gær og ég fór að pæla mikið í kaup og sölum hjá þeim Vs okkar í sumar. Þeir lenda í sögulegu ráni við stelum 3 leikmönnum og United 1 Arsenal 1 og þokkabót einn besti sóknarmaður þeirra er meiddur. Enn þegar maður lýtur á það afrek Koeman er nýr þjálfari er að rétt að byrja setja mark sitt á liðið. Brendan nokkur Rodgers er á þriðja árið er því miður að upplifa líf án Suarez og satt segja þá er Southampton – Liverpool Samanburður eins og SVart og hvítt þessa daganna. Bæði liðinn keyptu ítalskan framherja. Eða réttar Southampton keypti Pelle sem hættir ekki að skora. Balotelli er efnilegasti ekki leikmaður ársins eins staðan er núna. Eins ólíkir enn Pelle er á góðri leið með að verða kaup ársins í ensku deildinni. Við fengum Lallana frá þeim þeir keyptu Tadic… Þar er sama í gangi Samt leikurinn í gær skekkir myndinna rosalega. Enn Tadic hefur farið vel á stað. Bæði lið fá lánaðan varnamenn frá A-Madrid. Þegar 8 leikir eru búnir í deildinni þá er engin kaup í sumar búinn að hafa stór áhrif á okkar hóp eða gengi okkar liðs. flest önnur lið hafa svoleiðis innspýtingu – Man U – Di Maria – Herrara – C$$$$$$A Costa -Fabregas – Arsenal – Sanshez – Hafa allir komið með eitthvað spennandi í leik liðsins. Okkar kaup eru enn í Pre Season upphitun alla vega hefur ekki komið mikið frá þeim.

  Það má til gamans geta núna væri vinur okkar Suarez búinn að ljúka við banni og væri leikhæfur fyrir næsta deildarleik hjá Liverpool. Enn því miður Þá verður hann staddur á El Clasico!

  Ég Held að Ronaldo bjóði upp á veislu í vikunni. Maðurinn er sjóðandi heitur 17 mörk 7 leikir í spænsku deildinni. Hver í andskotanum á að geta varist þessu Freak of nature á Anfield í vikunni? Ansi hræddur um að hann ætlar sér Þrennu

 62. Annars skora ég á ykkur að lesa það sem Rodgers sagði um Balotelli eftir leik og líka skoða myndir af fagnaðarlátum eftir skoruð mörk. Hann var með í þeim…

  Strákurinn er rúinn sjálfstrausti og á erfitt en ég ætla að leyfa mér að trúa því sem Rodgers segir um hvernig sé að vinna með honum…finnst allavega ekki nokkur ástæða til að ætla að búa til úr honum eitthvað rotið epli blessuðum….

 63. Úff, þetta var svakalegt að horfa upp á, enn og aftur erum við að fá á okkur óþarfa og bara viðbjóðsleg mörk! Vorum í tómu tjóni í fyrri hálfleik og áttum ekki breik í lélegasta lið deildarinnar.. En þrátt fyrir neikvæðu hliðarnar þá fannst mér mjög jákvætt að sjá Coutinho gera vel, ásamt því að fá Joe Allen til baka úr Meiðslum. Svo átti Mignolet nokkrar topp, topp vörslur og það er klárlega mikil vinna framundan, en okkur er fyrirmunað að halda hreinu!

 64. Kannski litlu við að bæta þessi komment sem hafa komið fram. Leikurinn var eins og hann var. Liðið spilaði ekki vel en uppskar samt sigur. Vonandi verður þetta til að kveikja smá von, trú og hungur í menn því það virðist vanta. Ég er með smá skítabragð í munninum eftir að hafa “stolið” þremur stigum en um leið eru svona stig svo dýrmæt að það er ekki annað en hægt að gleðjast.

 65. Balo var alltaf bara efnilegur, i dag er hann bara miðlungs leikmaður. ..ef vítin eru tekin fra þa er hann með 7 mörk að meðaltali a tímabili fra 2011…það var farið illa með okkur að lata okkur borga 16m fyrir hann

 66. #72 Magnus

  Er þetta virkilega lélegasta byrjun sem þú hefur séð á þessum 30-40 árum?
  Hmmmm spólum 4 ár aftur í tímann, þá var staðan svona eftir 8 leiki:

  19 Liverpool 8 1 3 4 7 13

  En nei, byrjunin á ár er sú versta,nú höfum við klárlega náð botninum! Ömurlegir tveir sigurleikir í röð og við drulluðum boltanum ekki nema 3x inn í dag!! Ojj hvað þetta er leiðinlegt og lélegt

  Sjomlinn

 67. Upp með hökuna, set þetta hér inn fyrst KAR er ekki búinn að því. Voru fleiri sem tóku lokamínúturnar nokkurnvegin nákvæmlega svona? 🙂

 68. Sást langar leiðir að við vorum á svona 40 % hraða í þessum leik enda leið og þeir skoruðu þá tók það okkur 1 mínútu að svara fyrir það , þetta gerðist í tvígang og engin tilviljun en það er orðið skelfilegt að fá á sig aukaspyrnur og hornspyrnur mér þætti gaman að sjá tölfræði frá síðustu svona 7 leikjum hvað mörg mörk hafa komið á okkur úr þessu, og síðast þegar við skoruðum úr horni var líklegast fyrir hálfu ári síðan

 69. Hljómar kannski fáránlega en ég sá bara síðustu 5 mínúturnar í leiknum. Eftir 5 sekúndur jafnar QPR og maður hugsar…turd
  Coutinho skorar glæsilegt mark í lokin og maður pantar sér bjór.
  QPR tekur miðju og fær horn og skorar….og maður hugsar frekar óhreinar hugsanir á þeim tímapunkti.
  Sterling og Coutinho brjótast síðan í gegn og kraftaverkið gerðist!!!!

  Ég er bara alveg gríðarlega sáttur…

 70. sigur gegn hull á anfield og það er 94% líkur að við verðum komnir í 4 sætið þar sem west ham mætir man city og utd mætir chelsea

 71. Ég sá nú ekki leikinn og miðað við umfjöllunina er ég frekar feginn því. Það var einfaldlega vegna þess að okkar mönnum gengur oft illa á móti Harry Redknapp – sérstaklega í fyrsta leik eftir að hann tekur við nýju liði. Það var greinilega engin undantekning í dag. En heppnin var með okkur.

 72. Leikurinn var hræðilegur, en mörg comment hérna eru margfalt verri.

  #47:

  Hvering verður þetta eiginlega á miðvikudaginn, lélegasta Liverpoollið sem ég hef sé gegn besta liði Evrópu í dag.

  Lélegasta Liverpool lið sem þú hefur séð? Þú byrjaðir s.s. að horfa á Liverpool 2013/14? Ef ekki, þá skil ég vel að þú viljir gleyma Hodgson árunum, ég er í sama flokki. En guð minn góður, ekki missa sig í dramatíkinni.

  #49

  Nei hættið nú alveg. Mignolet maður leiksins. Úff. Fékk á sig tvö mörk og var stálheppinn að fá ekki fleiri. Þó hann rambi nú fyrir eitt og eitt skot. Skárra væri það nú.

  Átti hann að verja þessi mörk? Stálheppinn að fá ekki fleiri? Kallast það ekki góðar vörslur? Ef markvörður ver hin skotin mjög vel, hvernig í veröldinni var hann þá stálheppinn?

  Hann bjargaði okkur 2-3 sinnum. Sama hve mikil ég hata Mignolet gleraugu menn eru með er ekki hægt að þræta fyrir það. Ver 1v1 gegn Austin í fyrri hálfleik og svo gott skot Sandro í seinni. Plús skalla frá einhverjum þar rétt á eftir.

  Allt í góðu að vera ekki sammála með mann leiksins en í guðanna bænum ekki láta fyrri frammimstöður skyggja á eina góða (loksins).

  Aftur #49

  En hvað sem menn segja þá verður Rodgers að bera ábyrgð á gengi liðsins. Hann lifir ekki endalaust á síðasta vetri. Uppstillingin í byrjun var rugl með Gerrard fremstan á miðjunni.

  Nú, hvernig á hann að bera ábyrgð á gengi liðsins, endilega fræddu mig. Hann lifir vissulega ekki endalaust á síðasta vetri, en hann hlýtur nú að lifa lengur en þrjá mánuði. Hann tók nú einu sinni við liði í 7. sæti, ekki meisturum.

  Var uppstillingin rugl? Það er svona 90%+ stuðningsmanna búnir að biðja um Gerrard fremstan á miðjunni. Svo þegar loksins verður af því þá er hann í ruglinu. Og enn verra með hann í stað Can, hvað annað átti Rodgers að gera með Can/Allen báða nýstigna úr meiðslum og ekki klára?

  Lifir ekki endalaust á síðasta vetri. Það er október. Guð minn góður. Þú hlýtur að vera trolla.

  #55

  Mario Balotelli er einn lélagsti leikmaður í sögu Liverpool

  Ó guð. Ef klúbburinn hefði verið stofnaður 2013 þá væri Aly Cissokho samt í efsta sæti. Enski boltinn og Liverpool voru ekki stofnuð á síðasta ári. Ekki einu sinni láta mig byrja á því að tala um Poulsen.

  #56

  Balotelli, probably the worst striker in the league

  Maðurinn, Altidore. Altidore, maðurinn. Þið útkljáið þetta.

  #57:

  Þetta er í annað skiptið sem Bóndi í stígvélum er keyptur til að sjá um að skora mörg fyrir liðið. Er Liverpool gengið í Framsóknarflokkinn?

  Ok.

  #64

  Brendan Rodgers ákvað af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að færa Steven Gerrard í holuna í þessum leik. Steven Gerrard var einn besti miðjumaður heims í sinni stöðu á síðasta tímabili. Hann var stoðsendingahæstur í deildinni og í þriðja sæti yfir stoðsendingahæstu menn yfir allar fjóru stóru deildirnar í Evrópu. Gerrard spilaði óaðfinnanlega og stjórnaði spili liðsins frá A-Ö. í síðasta leik gegn WBA fór Gerrard framar á völlinn og stóð sig vel, sem kemur ekki á óvart af því að þetta er Steven Gerrard. Einhverjir kjánar góluðu þá eins og álfar á að hann myndi verða settur í þessa stöðu framvegis. Ég hló að því, og hugsaði að Rodgers væri með meira vit í kollinum en það. Því miður var það ekki svo.

  Jahérna. Sófaspekingur at his best. Svo við höfum það alveg á tæru þá hefur Gerrard vissulega verið heimsklassa og með bestu miðjumönnum heims, en það var ekki jan-maí á þessu ári. Það var 2004-2009 þegar hann spilaði sem tía.

  Bara ef Rodgers hefði þitt taktíska innsæi, þá værum við ekki í þessu messi.

  Að gagnrýna, flott, rýna til gagns og allt það. En Halli frá íslandi ætti ekki að tala niður til stjóra Liverpool, sérstaklega hvað taktík varðar, og kalla hann vitlausan í þokkabót. Það er svo kjánalegt að ég nánast skammast mín fyrir að vera að kvóta í svona vitleysu. Já, Gerrard var ekki í quarter-back stöðunni sinni, það nánast klúðraði leiknum fyrir okkur. Rétt eins og gegn West Ham þegar hann var svona framarlega… æji nei.

 73. ja hérna. Eitt sem er komið aftur frá síðustu leiktíð og það er dramatík par excelance í liv leikjum.

  Höfum eitt á hreinu, það eru engir leikir ókeypis í premiership og það er ekki sjálfgefið að mæta á útivöll á móti liði sem verður að bæta sig og ætlast til þess að fá gefins 3 stig (sem við reyndar kaldhæðnislega fengum). Manni verður mikið hugsað til Spurs og gengi þeirra eftir að Bale fór, liv hefur að mínu mati so far komið betur út úr þeim samanburði. Liðið er salla hægt og bítandi inn stigum og ljóst að við nálgumst topp 4 þó svo að fyrstu 2 sætin séu að vissu leiti fjarlægur draumur m.v. spilamennsku chelsea og city og þeirra peningaafla sem munu tryggja þessum liðum sæti ofarlega á töflunni um ókominn ár. Arsenal, spurs og að einhverju leiti manutd er lið sem við getum vel borið okkur saman við og þar er liv bara að spila ansi gott mót so far.

  Það er hinsvegar alveg ljóst að við erum ekki að spila sannfærandi knattspyrnu og raun finnst mér liðið vera að spila taktískt eiginlega lélegasta bolta undir stjórn BR. Eins og ég hef komið að áður þá hefur mér fundist liðið búið að vera í vandræðum frá því á móti norwich síðasta vor ef frá eru undaskildir tveir æfingaleikir og leikurinn á móti spurs núna í haust.

  Það eru framherjavandræði , klárlega. Það var og er ekki hægt að replace-a suarez en við reyndum við nokkur target og útkoman var Origi og Balo. Það var ekki séns að fá origi strax og ég held reyndar að til lengri tíma gæti það verið mjög gott að hann spili eitt tímabil í viðbót í frakklandi.

  Balo var áhætta það voru allir sammála um, hann hefur þó ekki verið með nein fíflalæti sem hann hefur verið svo frægur fyrir og hann hefur reynt (eins langt og það nær á hans mælikvarða. Ég sé jákvætt og neikvætt við hans frammistöðu í dag. Það neikvæða er afleidd afgreiðsla hans á færum og hitt er afleidd ákvarðanataka á köflum t.d. í stöðunni 1-0 og 4 min eru eftir þegar hann ákveður að skjóta úr frekar þröngu færi meðan allen er að koma á hlaupinu inn í teigin og gjörsamlega dauðafrír. Það jákvæða er hinsvegar það að balotelli var í fullt af færum í dag. BR hefur talað um að hann þurfi að vera meira inn í boxinu þegar sendingarnar koma og það gerði hann svo sannarlega. 1) hann var tilbúinn að slútta inn sendingunni frá johnson í fyrra sjálfsmarkinu 2) hann hefði allan tímann átt að klára færið eftir frákastið frá lallana þegar hann var fyrir opnu marki 3) seinna sjálfsmarkið var sending í átt að honum þar sem hann var þá fyrir nokkuð opnu marki 4) með lukku hefði hælspyrnan hans getað endað í markinu. Mitt mat er allavegana að ef Balo kemur sér í svona góð færi þá mun hann á endanum skora en hann verður að bæta sig það er alveg hreinar línu en það er ekki sanngjarnt að segja að hann hafi ekki átt neinn þátt í sigrinum að mínu mati.

  Ef það væri eitthvað eitt sem ég myndi vilja sjá batna hjá liðinu þá er það ákefð og áræðni, sérstaklega hjá miðju og vörn. Mætum mönnum framar og verum aðeins stífari við þá, látum andstæðinginn bomba boltanum fram og draga sig aftur ekki öfugt.

  YNWA
  alexander

 74. Balotelli Var nátturulega ekki góður í dag, hann sendi nánast aldrei boltan og misnotaði færi sem meðal amma hefði ekki átt í vandræðum með að skora úr, en að kenna honum einum um lélegan leik okkar manna í dag er dálitið ósangjarnt, Fyrirliðinn td sást varla og átti afar dapran dag, þangað til að hann var færður í varnastöðuna í seinni hálfleik, Can náði sér ekki á strik, vörnin var útá þekju o.s.f

  reyndar er einfaldara að segja frá þeim sem ekki voru hræðilegir, Sterling var alltí lagi en lagt undir getu samt og Kjúti litli átti loksins góðan leik á þessu tímabili, þar með er það upptalið.

 75. Eyþór nr. 85

  Í öllu þessu ranti þínu er ekki senfill af rökum gegn því sem ég segi. Jú það er staðreynd að Gerrard var í hópi með allra bestu miðjumönnum heims í fyrra. Ég skil nú ekki hvernig menn geta talað gegn því. Gerrard var líka í heimsklassa 2004-2009 (í holunni, á kantinum á miðjunni), en nú á síðustu árum er það alveg augljóst að það hentar honum best að spila þessa stöðu á miðri miðjunni.

  “Halli á Íslandi á ekki að tala gegn stjóra Liverpool” Ég fatta ekki alveg svona komment. Þetta er svo yfirgengilega kjánlegt. Felur í sér að knattspyrnustjórar hafi guðlegan mátt. Við almúginn séum ekki þess verðugir að láta í okkur heyra þegar okkur mislíkar eitthvað. Gilti þetta líka þegar Roy Hodgson var við stjórn? Eða gildir þetta bara um þá stjóra sem þér líkar?
  Eða fer það svona ofsalega í taugarnar á þér að aðrir hafa ekki sömu skoðun og þú að þú verður að fara niður á svona svakalega lágt plan?

  Eyðþór þú verður bara að sætta þig við það að stjórar gera mistök, og þeir gera oft taktísk mistök. Það gildir líka um Brendan Rodgers, hann gerir mistök, og hann gerir taktísk mistök, og þegar hann gerir það, þá talar Halli frá Íslandi um það eins og honum sýnist. Þú verður þá bara að stinga hausnum í sandinn á meðan. Brendan Rodgers hefur verið sigraður taktískt af nokkrum stjórum í vetur. Mér finnst Brendan Rodgers ekki vitlaus, mér finnst hann frábær stjóri og ég vona að hann verði hjá okkur í mörg ár. En í dag gerði hann heimskuleg mistök. Það var heimskulegt að færa Gerrard úr stöðu. Hann veit það líka sjálfur að það var heimskulegt, þó að þú sjáir það ekki, því að hann breytti þessu strax í seinni hálfleik. Það hentar Gerrard miklu betur núna að spila á miðri miðjunni. Einu sinni var hann frábær í holunni, en núna er hann bestur á miðri miðjunni og það er best fyrir liðið að hann sé þar.

  Í dag spilaði Liverpool einn sinn slakasta leik undir stjórn Brendan Rodgers. Sem betur fer var þetta botnliðið og við sluppum því fyrir horn og unnum heppnissigur. Auðvitað gleðst maður yfir þremur stigum, en þegar liðið spilar svona hræðilega illa, og í enn eitt skiptið á tímabilinu, þá er það ósköp eðlilegt að menn tali um það og gagnrýni allskonar hluti varðandi liðið og stjórann. Það að þú virðist ekki geta það gerir þig alls ekki að betri stuðningsmanni en við hin, síður enn svo, og þú skalt bara alveg sleppa svona yfirgengilega kjánalegum sneiðum.

 76. En þessi leikur, vá! Hahah, ég á ekki orð, lokamínúturnar algjör reginvitleysa.Ótvírætt skemmtanagildi samt. 🙂

  Þrjú stig í húsi og megum aldeilis prísa okkur sæla með það.

  Varnarvandræðin í fyrri hálfleik byrjuðu framar á vellinum, miðjan var ekki að virka heldur. Í raun hundaheppni að vera ekki svona tveimur mörkum undir í hálfleik. Hef ekkert út á Mignolet að setja í dag, hann gerði allt rétt – þar með talið úthlaupið sem endaði með skallanum í þverslá. Ætli hann hefði ekki verið skammaður fyrir að vera of staður á línunni ef hann hefði ekki mætt og sá bolti skallaður í búrið.

  Þetta leit strax betur út eftir að SG fór í stöðuna sína. Það var enginn fær um að gera neitt sem heita má að stjórna leiknum fram að því. Sterling var í raun sá eini sem var að gera eitthvað vitrænt fram á við og Glen Johnson átti reynar fína spretti sóknarlega.

  Mikið var ofboðslega gaman að sjá þann Coutinho sem við þekkjum og dáum. Innkoma hans gjörbreytti leiknum, svo einfalt er það.

  Balotelli var í tjóni í ákvarðanatöku sinni og klúðaði algjöru dauðafæri, en þar fyrir utan (ekki það að þessi atriði séu lítil, því það eru þau ekki!) var hann alls ekki að spila illa. Líklega hefur landsleikjahléið að verulegu leyti farið í að spila hann og Sturridge (sem litu mjög vel út gegn Tottenham t.d.) saman. Síðan kemur þetta reiðarslag, önnur DS meiðsli.

  Balo er því miður ekki týpan til að leiða sóknina einn síns liðs. Samt var hann að gera mun fleiri jákvæða hluti í dag en oft áður, tók hlaup inn í teig og í raun rændu varnarmenn QPR hann tveimur mörkum í dag – þá með því að skora sjálfsmörk þar sem hann var kominn í hárrétta stöðu til að pota inn sendingu þvert yfir markteiginn.

  Stóra málið er samt að öll önnur lið en Chelsea hafa verið að misstíga sig. Næstu deildarleikir okkar eru gegn Hull og Newcastle. Það er mjög líklegt að við verðum í merkilega góðri stöðu í deildinni ef það nást sex stig út úr þeim. Hef meiri áhyggjur af Real Madrid leiknum, ef liðið heldur áfram að spila svona!

 77. Leikmenn liðsins eru nú þegar orðnir þreyttir á Balotelli en þeir fóru einmitt yfir þetta í Match of the Day. Hann skaut undantekningarlaust á markið þegar hann gat gefið á leikmenn í betri stöðu, t.d. Henderson og Gerrard sem báðir fórnuðu höndum.

  Þessi leiðindi eru einfaldlega ða smita út frá sér. Misstum einn mesta stríðsmann í heimi en fengum sennilega eins mikla andstæðu og hægt er í hans stað. Honum virðist vera alveg sama um liðið. Gjörsamlega glórulaust hjá Brendan að fá hann í sumar enda svo langt frá því að passa inn í þessa hugmyndafræði sem gekk svo vel í fyrra. Liðsheild frá A-Ö.

  Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og ég efast um að Balotelli breytist til hins betra hjá okkur. Hann hefur spilað fyrir þrjú félagslið á undan okkur og alltaf verið til vandræða. Er þá ekki e-ð rotið hjá honum frekar en öllum þessum liðum?

 78. Nr #85 ég spyr bara hvað á þetta að þýða? Að halda því fram að færslur mínar um Mignolet og Rodgers séu verri en leikurinn sjálfur er fáránlegt og virkilega ósanngjarnt.

  Ég stend svo sannarlega við það að Mignolet hafi verið stálheppinn að fá ekki á sig tvö mörk í viðbót og að hann hafi ekki átt skilið að vera útnefndur maður leiksins.

  Í fyrsta lagi átti hann ömurlegt úthlaup og Johnson bjargaði í kjölfarið marki með hreint út sagt magnaðri tveggja fóta tæklingu. Mignolet var ekki bara stálheppinn að hann skyldi fórna sér eins og raun ber vitni heldur einnig að það yrði ekki dæmd vítaspyrna í kjölfarið eins og lýsendurnir á Sky 1 bentu réttilega á. Tveggja fóta tækling er alltaf aukaspyrna og ekki bara það heldur einnig rautt spjald. Skiptir þá engu hvort þú nærð boltanum á undan eða ekki.

  Í öðru lagi náði Skrtel að setja stóru tánna í boltann rétt áður en leikmaður QPR náði til hans undir lok leiksins. Þar skall hurð svo sannarlega nærri hælum og að mínu mati stálheppni að við skyldum ekki fá á okkur mark.

  Ég gerði svo alls ekki lítið úr hans mörgu fínu markvörslum en á meðan hann gerir mistök sem kosta nærri því mark og fær á sig tvö, hvort sem hann gat gert eitthvað í þeim eða ekki, þá er ekki tilefni til að velja hann mann leiksins. Sérstaklega þegar það var maður út á vellinum sem átti stóran þátt í öllum þrem mörkunum sem liðið skoraði. Þegar Mignolet heldur hreinu og skiptir líka sköpum um úrslitin þá skulum við velja hann mann leiksins. Ekki eftir svona dag.

  Og svo kann ég afar illa við að vera settur í „Sama hve mikil ég hata Mignolet gleraugu menn eru með… „ hópinn. Ég kann afar vel við Mignolet og finnst hann ágætur markmaður en því miður ekki nægilega góður til að spila fyrir Liverpool. A.m.k. ekki eins og hann hefur verið að spila í haust.

  Ég stend svo sannarlega einnig við ummæli mín um Brendan Rodgers. Hann verður að bera ábyrgð á gengi liðsins og spilamennsku og hann getur ekki lifað endalaust á síðasta vetri. Reyndar finnst mér gagnrýnin varla svara verð vegna þess að ég myndi halda að flestir væru sammála þessari fullyrðingu.

  Mér er svo alveg sama hvað 90% áhangenda – skv. skoðanakönnun Gallup – finnst um það hvar Gerrard á að spila. Það var rugl að stilla liðinu þannig upp að hafa hann í holunni fyrir aftan Balotelli og ennþá meira að færa Can í þá stöðu í seinni hálfleik. Ég ætla líka að fullyrði að við munum aldrei nokkurn tíma sjá það aftur. Og ég skal éta hatt minn ef það gerist. Gerrard var stórkostlegur í þessari stöðu og úti á hægri kantinum lengi vel fyrir Liverpool. Sá tími er einfaldlega liðinn. Hann er núna einn sá allra besti í stöðu djúps miðjumanns og þar á hann að spila og hvergi annarsstaðar að mínu mati. Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að miklar róteringar á liði og leikskipulagi séu rugl. Sérstaklega með vörn og miðju. Ég geri mér grein fyrir því að oft er það nauðsynlegt vegna meiðsla og leikbanna en hefur þetta ekki verið heldur mikið af því góða í haust?

  Ég vil svo taka það fram að ég tel að Rodgers sé virkilega góður þjálfari en hann er svo sannarlega ekki hafinn yfir gagnrýni. Hann átti að skipta inn á fyrr í leiknum og að halda Balotelli inn á vellinum í 90 mínútur er ákvörðun sem ég skil alls ekki.

  Og að lokum, og af gefnu tilefni svona fyrirfram, þá er ég ekki með nein – ég hata Balotelli gleraugu. Ég vil virkilega að honum gangi vel og tel að hann geti reynst okkur vel í framtíðinni. Það var bar ekki að sjá á leik hans í dag.

  Aðrir svara svo fyrir sig.

  Áfram Liverpool!

 79. Varnarlega séð fannst mér þetta vera alveg hörmung frá a til ö.

  Balo klúðraði vissulega algjörum sitter, en í bæði skiptin sem sjálfsmörkin voru skoruð, þá var hann í línunni sem hefði annars fengið boltann. S.s réttur maður á réttum stað, þó svo að hann hafi ekki skorað.

  Það er ekki hægt að skrifa allt á hann, hann er enginn 1-man army eins og Suarez var, og liðið okkar er engan veginn eins slípað og það var í lok seinasta tímabils. #teambalo

 80. Það er ekkert skrýtið við það að balotelli hafi verið að skjóta nokkru sinnum í þessum leik miðjan okkar var svo slöpp í fyrri hálfleik að maðurinn fékk ekki færi og veit nu ekki betur en að johnson kom með 2 hörmuleg skot líka en því miður þá hitti balo ekki boltan vel í þessi 3 skipti og þá er hann talinn skúrkur, fannst reyndar vel pirrandi þegar að það var verið að reyna að þræða hann í gegn og sendinging hitti ekki á hann og hann fer að fórna höndum og öskra á liðsfélagana í staðinn fyrir að setja þumlung upp

 81. Mikið svakalega kom Coutinho flottur inn í þennan leik. Þvílíkur kraftur, tækni og áræðni. Sterling og Coutinho halda þessu liði okkar gangandi hugmyndalega séð og ef ekki væri fyrir þá, þá væri akkúrat ekkert bit í sóknarleik okkar. En við megum bara ekki gleyma því að við erum búnir að spila án 50 marka mannanna okkar nánast allt tímabilið. Efast um að mörg lið myndu ná að halda dampi við slíkann missi.

  Ég hlakka vissulega til leiksins á miðvikudaginn, fer örugglega í gírinn, gallan og gela mig upp, en ekki býst ég við miklu. Ég yrði gríðarlega sáttur við 0-0 baráttu jafntefli en ég spái því að BR spili með Lucas, Gerrard og Hendo á miðjunni og reyna að halda aftur af Real eins og mögulegt er. ( ef það er þá hægt )

 82. Curios case of Mignolet.

  Á erfitt með að mynda mér skoðun á Mignolet. Eitt er víst, hann er með frábær reflex og hefur oft verið að bjarga okkur með flottri markvörslu og taka mjög erfiðaða bolta. Ef þið skoðið MOTD frá leiknum í gær þá sjáið þið að hann bjargaði okkur a.m.k. þrívegis með frábærri markvörslu.

  Hans helsti veikleiki, sem reyndar er frekar stór, er að hann á ekki teiginn og er allt oft frosinn á línunni í föstum leikatriðum. Hann á auðvitað að vaða oftar í út í þessa bolta sem koma til hans í grennd við martkteiginn. Var t.d. mjög glaður þegar hann meiddi Skrtel í leiknum í gær, þ.e. óð í boltann og kýldi hann nánast fram að miðju og tók Skrölta í leiðinni.

  Þó Mignolet sé oft með frábær reflex og sé að verja marga bolta sem flestir markmenn myndu ekki verja þá getum við ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að hann ber mikla ábyrgð á veikleika í varnarleik liðsins. Það er mjög áberandi hvað önnur lið er búinn að spotta þennan veikleika í liðinu og dæla háum boltum inn í teiginn okkar. Er með þessum pælingum mínum þó á engan hátt að draga úr ábyrgð varnarmanna liðsins sem oft eru algerlega út á túni með staðsetningar o.fl. Vandamálið er klárlega ekki bara markvörðurinn.

 83. Sæll öll,
  Frábær sigur sem á eftir að blása svo miklu “aldrei að hætta” sjálfstrausti í liðið. Í tapleikjum liðsins í vetur hafa lið kúplað Gerrard út úr leiknum. Við það hefur spilið hjá Liverpool kafnað á eigin vallarhelmingi og liðið fengið sókn eftir sókn á sig og liðið í nauðvörn. Því var frábært að sjá, þegar ljóst var Gerrard var með “skugga” á sér, Liverpool bregðast við því og Gerrard skipti við Can. Mér fannst Lovren eiga mjög góðan leik á móti Samora og ef að Sako er meiddur að þá er þetta sterkasta parið okkar. Enrique er kostur nr 2 í v.bakvörð. Ég er sammála Rodgers um að Borini er ekki nægjanlega góður fyrir Liverpool og ég er reyndar á því að Allen er það ekki heldur. Vonandi förum við að sjá 442 meira hjá Liverpool því þar á Balotelli heima. Balotelli kemur alltaf niður að sækja boltan og þá verðum við að hafa einhvern uppi í línu andstæðingana og það er rosalegt að horfa upp á það hvað við söknum Sturridge. Johnson átti góðan leik í gær og samkeppnin góð um þá stöðu. Núna þegar miðjumenn liðsins eru komnir úr meiðslum hljótum við að fara sjá 442 með tígul miðju. Hver verður uppi með Balotelli á meðan Sturridge er meiddur verður gaman að sjá. Hjá Liverpool er engin til þess að fylla skarð Sturridge og vil ég Origi strax til okkar. Ég er sammála Rodgers og félögum að stilla varnarlínuna ofarlega í föstum atriðum. Það gefur markmanni meira pláss að vinna í og snertingar í átt að marki verða að vera nákvæmari til þessu að verða að marki. Mér fannst mikil batamerki vera á liðinu og ég held að það sé ekki langt að bíða þess að við sjáum 442 með bullandi sóknarleik. Sigur er sigur og ég ætla að tippa á að Balotelli skori um leið og liðið skiptir yfir í 442.

  Að lokum legg ég til að betri markmaður verður keyptur (Þá er ég ekki að tala um Valdes).

 84. Bara tvennt.

  Að sjálfsögðu má gagnrýna Rodgers, en þeir sem horfðu á leikinn áttuðu sig alveg á gleði hans í fyrri hálfleik og síðan var viðtalið við hann upplýsandi…fannst mér allavega. Og það er á hreinu í mínum huga að Emre Can mun leysa Gerrard af í djúpu stöðunni í vetur. Gerrard mun ekki spila alla leiki, Lucas var ekki einu sinni í hóp í gær. Það hins vegar tókst ekki í gær.

  Vandinn finnst mér liggja í 4-2-3-1 kerfinu…á meðan við getum ekki notað Sturridge/Origi virðist ekki spilað 4-4-2. Borini virðist ekki hafa traust þjálfarateymisins og þá verður maður að skilja það. Við erum að mínu viti ekki að ná tökum á þessu kerfi ennþá, Sterling þó að kveikja á hlutum í gær, en á meðan að Lallana/Coutinho eru vængstrikerar er þetta erfitt. Gerrard sem tían virkaði illa í gær, mér fannst það fyrst og síðast út af slöku uppspili frá vörninni, en ég skildi alveg þessa tilraun. Ekki eins og Coutinho hafi verið að blómstra í linkup við framherja ennþá í vetur.

  Hitt.

  Enginn dómari í heiminum hefði dæmt víti þarna í fyrri hálfleik. Þulirnir voru að tala um hendina á Johnson hélt ég, enda ekki snerting hjá Mignolet. Neville talaði einmitt um í lýsingunni sjálfri að Mignolet hefði gert rétt með að fara út og trufla Fer, þó hann hafi ekki náð boltanum.

  Mignolet virðist vera kominn með “Lucas-Downing” syndrómið sem reyndar smitast oft yfir á Johnson. Hann átti að mínu mati heimsklassavörslur þarna í gær og fór út í bolta til að kýla frá sem honum tókst, fyrir utan það að skástu boltarnir frá vörninni komu frá honum. Svo ég leyfi mér að vera algerlega ósammála því að hann hafi ekki verið bestur okkar í gær…því ef við hefðum lent undir í gær hefðum við ekki unnið. Því reddaði hann Simon okkar.

 85. Þetta er eitthvað sem hljómar ekki vel. Brad Smith kallaður heim úr láni og Moreno ekki í hóp um helgina eða hjá landsliðinu í síðustu viku. Spurning hvað er í gangi þar?

  Óttast að þetta tengist Moreno frekar en því að Enrique hefi verið svona svakalega lélegur í gær þó það sé alveg möguleiki líka
  http://www.thisisanfield.com/2014/10/liverpool-recall-left-back-brad-smith-alberto-moreno-questions-raised/?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter

 86. Eitthvað las ég um agabann hjá Moreno, er eitthvað staðfest um það?

  Eitt enn að leiknum, það er auðvitað gefið að allur sóknarundirbúningur á æfingasvæðinu fyrir þennan leik flaug út um gluggann á föstudaginn með meiðslum Sturridge.

 87. En af hverju ekki að spila Sterling upp á topp með Balotelli.

  ————-Sterling—–Balotelli————–
  ——————-Coutinho—————–
  ———–Lallana———Hendo——-
  ——————–Gerrard—————-

  Mér sýnist að Sterling sé orðin alveg þokkalegasti slúttari og hann hefur svo sannarlega hraðan sem Balotelli skortir.

 88. Við vorum afleiddir í þessum leik.

  Góðu fréttirnar eru að þetta er fjarri því okkar sterkasta lið. Það vantaði t.d Moreno og Manqillo og Krúttjón (coutinho) byrjaði á bekknum, Ef þessir gaurar byrjar næsta leik og leika á eðlilegri getu – þá má vel vera að liðið taki upp á því að spila vel.

  Mér finnst vanta sprengikraftinn sem einkenndi liðið í fyrra. Hápressan er ekki lengur til staðar og andstæðingarnir fá því miklu meiri tíma til að athafna sig. Einnig finnst mér vanta allt hugmyndaflug í sóknarleikinn og miklu auðveldara að verjast þeim en í fyrra. Það er augljóst að þessi vandi hefur ekki bara með Suarez að gera heldur þá staðreynd að ekkert af leikmannakaupunum í sumar hafa ekki gengið almennilega upp….enn sem komið er.

  Alltaf þegar ég hef séð framfaraspor – þá tekur Liverpool afturfaraspor í næsta leik.

 89. Baló virðist einhvern vegin ekki passa inn í þetta lið, þegar ég horfði á leikinn í gær þá fannst mér einhvernveginn að hann ætti ekki að vera þarna í rauðri treyju, eins og hann sé bara eitthvað að villast.
  Ég vil samt gefa honum séns og sjá BR taka áhættu og spila með tvo frammi, þá er ég að tala um tvo Ítalska staliona saman í sókninni sem geta truflað andstæðingana með hlaupum og matað hvorn annan inn í teig.
  Það er allavegana ljóst að eitthvað verður að gera því þetta gengur ekkert svakalega vel hjá okkur þessa dagana, oft á tíðum sem mér finnst Carrahger mættur þegar boltin svífur frá aftasta manni og yfir þá sem eitthvað geta á miðjunni og beint í báðar vinstrifæturnar á Baló!
  Hvað varð um þetta fallega spil frá því í fyrra hvað varð um deth by football?

  Svo skil ég ekki hvað menn halda að Origi sé að fara að gera fyrir okkur á þessum tímapunkti, maðurinn er með vægast sagt lélega tölfræði frá Belgíu og er ekki að fara að bjarga okkur úr þessari lægð sem við erum í.

 90. Leikurinn hjá Balotelli er held ég sá lélegasti sem ég hef séð leikmann Liverpool liðsins spila í rauðu treyjunni frá upphafi. Hann gerði ekkert rétt í þessum leik. Ég skil ekki afhverju hann fékk að spila í 90 mínútur. Eina vonin er sú að hann lagist þegar Sturridge kemur til baka enda er þá von á því að Sturridge opni fyrir hann svæði með hlaupum sínum

 91. Af hverju er Sterling ekki bara notaður frammi, hann hefur hraðann til að stinga varnarmenn af og getuna til að skora mörk….. Bara pæling

 92. Moreno í fínu standi skv. Pearce

  James Pearce ?@JamesPearceEcho 2h2 hours ago
  @TheFNundy Moreno spent 30mins after final whistle yesterday doing shuttle runs up and down the pitch. He’s not injured.

  James Pearce ?@JamesPearceEcho Oct 19
  Alberto Moreno rested ahead of Real Madrid game. No injury problem. #LFC

 93. Afhverju eru ekki bara allir sem skrifa hér inná að þjálfa liðið frekar en Brendan Rodgers?
  Finnst við hafa svör við öllum vandamálum liðsins. Bara pæling!

 94. Nr. 107

  Þetta er vettvangur fyrir stuðningsmenn til að skiptast á skoðunum um Liverpool.

 95. Þessi leikur gerði sitt fyrir mig.
  Ég fór allan skalann og við fengum 3 stig í hús. Frábært.

  Ég kvíði ekki leiknum á móti Real.
  Við erum á Anfield, 11 okkar bestu menn sem eru heilir byrja inná, Real fær ekkert frítt.

  Jafnvel betra ef menn telja okkur underdogs. Mig grunar að ég fagni á miðvikudag, en ef ekki só bí it og ég tel niður dagana að Hull leiknum.

  Ég veit að BR veit og leikmenn vita þegar hlutir ganga ekki upp og menn reyna að vinna það áfram og gera betur næst. Tekst ekki alltaf.

  Ég styð mína menn gegnum þykkt og þunnt enda gert það í 42 ár.

  YNWA

 96. Balotelli er að verða eins og Torres var orðin, þetta er orðið vandræðilegt og aðhlátursefni og maður er farinn að verkenna honum.

 97. Ekki er allt nú alslæmt.

  Þetta getur bara batnað, Balo verður ekki mikið verri en hann er í dag. Lovren verður varla verri og vörnin verður varla verri. Coutinho og Sterling eru góðir og eiga fullt inni. Og við eigum Strurridge alveg inni. Moreno og Marcovich eru menn sem ég hef nokkuð mikla trú á ásamt Lallana.

  Við höfum ekki tapað í síðustu þrem leikjum þó við höfum ekki alltaf spilað vel, sem er styrkleiki. Hefðum í raun unnið þá alla ef við Everton hefði ekki skorað mark aldarinnar á móti okkur í uppbótartíma.

  Við erum efstir af þeim liðum sem við erum að keppa við um 3 til 4 sætið þrátt fyrir að spila illa. Við erum enn í ÖLLUM keppnum og menn mega ekki gleyma því að það tekur sinn toll og við erum hreinlega enn að venjast því.

  Mitt glas er því hálf fullt.

 98. Ein spurning til síðuhaldara: Hvað er að gerast þegar maður fær “Athugasemd þín bíður samþykkis” eftir að maður skrifar komment, og svo hverfur það eftir smá stund?

 99. Halli (#114) – ég tékkaði og einhverra hluta vegna lentu fyrri ummæli þín (#89) í ruslsíunni okkar. Biðst afsökunar á þessu, þau eru komin inn núna.

 100. Smá off the topic. Rosalega hressandi hversu mikið Xabi Alonso er að blómstra hjá Bayern. Hljótum nú að samgleðjast honum aðeins, ha? Kannski vinnur hann þriðja Evróputitilinn sinn með þreumur liður í ár?? Það myndi nú sýna hversu mikill klassi þessi leikmaður er. Hann og Jan Molby líklega mínir uppáhaldsleikmenn LFC. Hverjir eru ykkar?…reyndar póstur út af fyrir sig….hefur svoleiðis færsla verið gerð af KOPmönnum nú þegar?

 101. West Brom komnir yfir gegn Utd og það sem meira er, Andre Wisdom með stoðsendingu. Hreinlega skil ekki afhverju þessi drengur var lánaður. Verið eins og klettur í vörninni hjá W.B.A í vetur.

 102. Moyes náði í 11 stig í sínum fyrstu 8 leikjum með ManU. Hann þurfti að mæta meðal Annars, Liverpool, Chelsea, Swansea og ManCity í sínum fyrstu leikjum. ( topp 3 liðin í deildinni )

  Van Gal stefnir á 11 stig í sínum fyrstu 8 leikjum á móti topp liðum eins og : Leicester, QPR, Swansea, Burnley, WestHam osfr Þeir hafa ekki mætt einu liði í topp 8 !

  Eini munurinn er að Moyes eyddi 30 millum, Van Gal er búinn að eyða 150 milljónum !! ca

  Þó að ManU vinni WH í dag, eru undir í hálfleik, þá er þetta samt hörmulegt hjá kallinum.

  En nafnið virðist bera menn hálfa leið, ef Moyes væri við stjórnvölinn í dag væri sennilega búið að reka hann, aftur ; ) en fólk virðist ekki geta hætt að lofa VG ? Hvað er málið…..

 103. Er að horfa á WBA MU, Wisdom er að spila einsog engill bæði í vörn og sókn.
  Það fyndna er að mesta ógn United kemur frá Fellaini.

 104. Eins illa og liðið er almennt að spila núna þá virðist það hafa farið fram hjá mörgum að við erum í skiptu 4-5 sæti og eigum heimaleik gegn Hull City í vikunni. Magnað hvað við stöndum vel miðað við hvernig liðið hefur verið að spila og ánægjuefni að við erum loksins farnir að taka leiki sem liðið á ekkert skilið úr.

 105. Bæði Westham og Southhampton eiga eftir að misstíga sin, Liverpool á bara eftir að bæta sig. Eins og staðan er í dag, Liverpool er í keppni um 3-4 sætið og það er ágætt miðað við frekar takmarkaðan hóp.

 106. Ég myndi annars fara varlega í að reikna með öruggum stigum á móti Hull, og sama gildir svosem um leikina þar á eftir. Held að það sé ekkert til sem heitir “létt” prógram í deildinni. Hull voru nú nálægt því að vinna Arsenal síðast, og það var ekki eins og að sigur Liverpool á botnliðinu væri mjög sannfærandi.

 107. Var svona að velta fyrir mér Balotelli fárinu. Jú rétt er það að karlinn hefur ekki verið merkilegur. En hvað má þá segja um Van Persie sem var að ljúka leik með ManU og gat hreinlega ekki neitt?

  Afrakstur Van Persie það sem af er eru 2 mörk og engin stoðsending! Ekki að tvennt lélegt geri eitt gott en punkturinn er að Balotelli er ekki eini senterinn í vandræðum. Samt er 90% umræðunnar um Balo en ekki minnist ég þess að sjálfur bronsverðlaunahafinn og stórstjarnan sé undir sérstakri smásjá fyrir að vera í óstuði þessa dagana.

  Fokkings hræsni!

 108. Það má ekki gleyma því að Moyes var líka að spila í meistaradeildinni á sama tíma fyrir ári. Næstu leikir United eru gegn Chelsea og Man City. Það verður fróðlegt að sjá stöðu þeirra eftir 10 umferðir.

 109. Við erum í fimmta sæti þrátt fyrir að hafa ömurlegir það sem er af tímabilinu. Þetta getur aðeins batnað.

 110. hvað er að frétta af moreno????? búið að kalla kjúklinginn frá swindon heim… og ekkert heyrist af því að moreno sé meiddur…..

 111. Sé að menn eru duglegir að hrauna yfir liðið í ár m.v. í fyrra. Hérna er samanburður á þessu tímabili m.v. samsvarandi leiki í fyrra: http://plstats.com/#/ComparedToLastSeason/Liverpool

  Erum bara 3 stig í mínus sem er ekki svo slæmt en markatalan 11 mörkum slakara (8 færri skoruð, 3 fleiri fengin á sig)

 112. Ég held að Mario geti ekki verið að fara byrja leikinn á móti madrid, það þarf að taka til í haunsum hanns áður en egingirnin hanns og leti inná vellinum eyðileggji móralinn í liðinu, það sáust greinileg merki þess að það væri að fara gera á sunnudag.

 113. Geggjud upphitun! Tusen takk fyrir mig 🙂

  Vinnum thetta 2-1, er alveg viss um thad.

  YNWA!

Liðið gegn QPR

Real Madríd mætir á Anfield