Liðið gegn QPR

Byrjunarlið dagsins er komið í ljós og er sem hér segir:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Enrique

Henderson – Gerrard – Emre Can

Lallana – Balotelli – Sterling

Bekkur: Jones, Touré, Manquillo, Allen, Coutinho, Markovic, Lambert.

Þetta er sterkt lið hjá okkur en Rodgers er að velja nokkrar áherslur, að mínu mati:

Vörnin – Hann velur hér reynda vörn, Johnson og Enrique koma inn fyrir Manquillo og Moreno (sem eru þá væntanlega einnig ferskir gegn Real, liði sem þeir þekkja betur en Johnson og Enrique).

Miðjan – Það er gaman að sjá Emre Can koma beint inn í liðið. Með honum og Henderson erum við með kraftmikla miðju í kringum Gerrard, og með Allen og Coutinho á bekknum er ekki yfir neinu að kvarta hér.

Sóknin – Mario, Sterling og Lallana eru okkar þrír sterkustu og bestu sóknarmenn í fjarveru Sturridge. Það er því skynsamlegt að veðja á þá og nú verðum við að vona að Balotelli rétti úr kútnum. Það vekur athygli að Fabio Borini kemst ekki einu sinni á bekk. The writing’s on the wall, eins og menn segja.

Allavega, sterkt lið en með annað augað á Real í næstu viku. Koma svo!

149 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Hélt ekki að ég myndi sakna Jónssonar en ætla að leyfa mér að njóta þeirra forréttinda sem svartsýnisrausarar og bölsýnismenn vissulega hafa – það er gaman að hafa rangt fyrir sér. Vonandi rís hann upp og veitir þá þjónustu sem af honum er ætlast. Er ekki að missa mig yfir Balotelli en bind vonir við að armarnir tveir, hægri og vinstri muni skila þeim mörkum sem þarf. Það væri æði ef Lallana gæti skorað annað mark og Sterling þarf einnig að bæta við eftir brokkgengi síðustu leikja.

    úha! leikur framundan!

  2. Kemst Lucas ekki einu sinni í hóp lengur. Þvílík sveifla niðrá við hjá honum.

  3. glimrandi gott ! koma svo og jarða þessa steingervinga i QPR vill ekki sja 1-0 sigur vill sjá flugeldasýningu svo maður verði ekki með skidmark í brókinni fram að real leiknum

  4. Höldum ekki hreinu frekar en venjulega og sóknarleikur liðsins verður ekki til útflutnings. Spái þessu 1-1.

  5. Er Moreno meiddur?

    Hann hefur verið mjög góður og ef menn vilja hvíla kappan þá hefði maður nú samt haft hann á bekknum, því að Enrique meiðist ótrúlega oft og ekki margir til þess að leysa þessa stöðu.

  6. QPR er klárlega lélegasta lið deildarinnar. Þetta byrjunarlið á eftir að valta yfir þá, spái þægilum 0-3 sigri þar sem við gerum útum leikinn í fyrri og tökum svo seinni hálfleik í slökun og andlegan undirbúning fyrir REAL MADRID 😉

    Sterling treður vænum sokk upp í óvini sína eftir að hafa beðið um að fá að slaka aðeins á í landsleikjunum og skorar þrennu!

  7. tökum þetta 1-2 Mario og svo Sterling með eitt á móti uppeldisfélaginu sínu.
    YNWA

  8. Gerrard að spila sína gömlu stöðu og Can að spila sem akkeri.

    Áhugavert og spurning hvort að Rodgers sé búinn að gefast upp á Gerrard sem “sweeper”

  9. qpr að pressa og eiga fyrstu 10 mín í þessum leik. Nauðvörn hjá LFC 🙁 Við getum ekki görn. Lítur ekki vel út. Hvernig væri að mæta til leiks.

  10. Flott bjargað hjá Mignolet áðan. Og Balotelli tók hlaup inn fyrir! Allt að gerast bara. 🙂

  11. Heimamenn graðir og tilbúnir í öll drop og lausa bolta. Lurkarnir hans ‘Arry eru hins vegar aldrei að fara að ná að halda þessu intensity mjög lengi.

  12. Djöfull er pínlegt að horfa upp á okkar menn svona slaka, leik eftir leik 🙁

  13. En það er ekki eins og lurkarnir han BR séu að byrja á nógu miklu intensity… fáránleg vörn og við heppnir að vera ekki undir!

  14. Skot í slá hjá qpr. Liverpool ekki með skot að marki fyrstu 25 mínúturnar. qpr vill þetta miklu meira , og þetta getur endað með hörmungum.

  15. Mjög erfiður leikur ef þeir vakna ekki eftir þetta skot hjá fer þá er þetta andlaust lið!!

  16. Asskoti er Balotelli alls ekki að gera gótt mót, farinn að hallast að því að hann sé bara ekki góður leikmaður.

  17. Heh heh, þetta er nokkuð gott comment:

    Didi Hamann ?@DietmarHamann 3 minutes ago
    Didn’t know they moved the Madrid game 3 days forward.

  18. Hrikalega eru Liverpool slakir, það er eitthvað mikið að hjá Liðinu, QPR búnir að eiga 4 tilraunir gegn 2 eftir 30 mín segir allt.
    Vill bara minna á leikinn gegn Real á miðvikudaginn, það verður eitthvað

  19. Mér finnst svo mikið vonleysi í leikmönnum Liverpool. Hengja haus og hafa ekki trú á því sem þeir eru að gera.

  20. þetta er klárlega lélagasta frammistaða liðsins ásamt west ham leiknum….. djöfull er þetta hrottalega lélélegt á móti botnliðinu

  21. Va hvad eg er hræddur, og thad virdist ekki vera ad astædulausu ad vid seum hræddir vid Mignolet i markinu!

  22. Það verður að viðurkennast að þetta er hálf vandræðalegt enn eina ferðina!

  23. Vá!

    Hvernig var þetta ekki mark……

    Við eigum eftir að tapa þessum leik

  24. Liverpool eru á rassgatinu! Augljóst að allur sá árangur sem unnist hefur síðastliðin 2 ár hefur gjörsamlega fallið saman! Suarezskortur spilar inní en það er eitthvað mun meira sem er að! Skipperinn þarf að fara komast í frí og vörnina þarf að endurskipuleggja frá grunni!

    Þvílíkt hrun! Þetta er nákvæmlega eins og þetta var síðasta árið á Benitez… Þetta er búið hjá okkur í bili. Við vitum öll að það eina sem getur skapað árangur er peningur og aftur peningur! Til þess að fá fyrstu kosti í þá stöður sem þess þarfnast er peningur eini stillansinn!

    Fokk! Það er svo sárt að horfa á þetta! Maður er með óbragð í munni og streitu/kvíðahnút í maga þegar Liverpool spilar. Þetta er ekki lengur skemmtilegt.

    Alltof fljótt fór þetta í sama horf…

    Hjálpi mér….. =(

  25. ok ég ruglaðist aðeins í spádóminum, ég meinti að við munum taka því rólega í fyrri hálfleik og hugsa um Real Madrid en gefa svo allt í botn í seinni og vinna 0-3 auðveldlega.

  26. Er Brendan búinn á því? Kaup sumarsins eru ekki að virka og liðið er andlaust og spurning er hvort Brendan sé með þetta?

  27. Miðað við þessa “frammistöðu” ætti Liverpool að vera á botni deildarinnar, ekki QPR.

  28. spurningamerkið er alveg farið að blikka fyrir ofan hausinn á Brendan

  29. Skelfilegur fyrrihálfleikur en greinilegt að lukkan er með okkur í liði í þessum leik. QPR fá ekki mikið fleiri dauðafæri og við erum að fara að taka þetta.

  30. Brendan kominn á endastö? me? li?i? eins og Rafa 2009/10. Toppnum ná? í fyrra. Enn einn sumarglugginn sem skilar engu.

  31. Balotelli er að ég held sá slakasti sem ég hef séð í Liverpool treyju. það er skömm að horfa á þennan ræfil.

  32. Balotelli útaf strax. Hann er ekki í sambandi náunginn. Skemmir allar sóknir sem hann kemur nálægt. Mér er nákvæmlega sama hver kemur inn. Annars er ekki kjaftur í sambandi í þessum leik, með því allra daprasta sem ég hef séð á tímabilinu. Þurfum að fá allt annað lið inn á í seinni hálfleik ef við eigum ekki að skíttapa fyrir lélegasta liði deildarinnar. Á móti aðeins skárra liði værum við 3-0 undir. Bara ömurlegt, ömurlegt, ömurlegt.

  33. Þetta er ákaflega dapurt, en come on rosalega eru mörg dapurleg niðrandi comment hér

  34. Já sæll.[img]http://www.433.is/deildir/spann/mynd-ronaldo-med-mun-betri-tolfraedi-en-allt-liverpool-lidid/[/img]

  35. Svona svona. Anda með nefinu. QPR berjast vel en um leið og við setjum markið í sh opnast flóðgáttir. 0-2. ….. skyldusigur

  36. Til hvers er hann með Baló inni á vellinum ef hann ætlar ekki að hafa neinn með honum, hann passar ekki inn í spilið okkar ef hann er einn frammi. Setja annan framherja eða færa Sterling fram með honum og hætta þessu bulli!

    Þetta er vandræðalega lélegt og ég held að flest allir séu sammála um að við séum mjög heppnir að vera ekki einu til þremur mörkum undir í hálfleik!

  37. Þakka Fowler fyrir að við séum ekki þremur mörkum undir í hálfleik.

    Þetta er án gríns versti hálfleikur sem ég hef séð liðið spila síðan bara ég veit ekki hvenær….

    Úff, maður er að verða álíka áhyggjufullur og síðasta árið hjá Rafa.

    Vonandi verður seinni hálfleikur andstæðan við þann fyrri.

  38. Til hamingju poolarar með frábær kaup í Balotelli, eins gott að þið voruð í CL og gátuð keypt stórstjörnur….

  39. Ja þvílík frammistaða eru menn búnir á því allir sem einn drullulélergir eitthvað þarf að gerast ef þetta á ekki að fara mjög ílla.

  40. Balotelli hefur engann áhuga á að hjálpa liðinu í sókn.
    Neglir boltanum í átt að marki áður en hann skoðar hverjir eru í betra færi.
    Óþolandi að horfa á þetta.

  41. Hversu pirraður væri maður að spila með Balotelli haha, hann er einhver mesti einspilari sem ég hef séð á vellinum! Eitthvað held ég að Rodgers sé ekki að fíla þetta. Jákvætt samt að við séum ekki marki/mörkum undir í hálfleik, þá hljótum við nú að taka þetta

  42. Sé að Caps-Lock kommentaherinn bjartsýni er kominn á fullt flug hér. Eigum við ekki að bíða eftir að leiikurinn klárast áður en við afskrifum þjálfarann og leikmenn sem aumingja?

    QPR eru að spila 3-5-2 og ætluðu greinilega að spila eins og við í fyrra. Valta yfir lið í fyrri hálfleik pressandi útum allt og slaka svo á í seinni. Fyrst staðan er enn 0-0 og þeir orðnir þreyttir þá eigum við fínan séns að valta yfir þá í seinni. Slaka á drengir.

  43. mig langar ekki að lifa í heimi þar sem liverpool spilar einsog þeir hafa spilað þennan fyrri hálfleik.

  44. Lélegasti leikur Liverpool í langan tíma í þessum fyrri hálfleik. Vonandi rífur Brendan leikmenn upp úr þessu svartnætti í klefanum.

  45. Sæl og blessuð.

    Þetta er ekki upp á marga fiska. Finn fyrir alls kyns óþægindum, pirringi, reiði, óþolinmæði, vonbrigðum og ekki síst kjánahrollli. Finnst eins og hinn margrómaði Rogers sé algjört feik svo illa hefur tekist til með ráðningar og skipulag. Balo er klárlega fúsk leiktíðarinnar. Það er átakanlegt að horfa á hann og það er eins og miðjumenn missi alla trú á hlutverki sínu, vitandi af honum þarna frammi. Skotið undir lok hálfleiksins var með því sorglegasta sem ég hef séð.

    Hvað er svo annað í boði?

    Tapað fundið:

    Glötuð tækifæri, týndur hraði, horfið spil og leikgleði og gredda. Finnandi hafi samband…

  46. Ef væri fyrir feita slá og Simon í markinu þá værum við undir 4-0.

    Þetta er nú meiri helvítis hörmungin.

    Og Rodgers bara bíður með breytingar.

  47. Þakka fyrir stig í þessum leik. ?g bara átta mig ekki á hvað er að gerast hjá liðinu. Allavega eru þeir leikmenn sem keyptir voru ekki að standa sig.

  48. Það hlýtur að vera einstakt afrek haga uppstillingu, skipulagi og spili þannig að við látum QPR!!! líta út fyrir að vera léttleikandi graðhesta meðan púllarar líta út eins og útjaskaðir, gamlir múlasnar á leið í Sláturfélag Suðurlands….

    Fá Findus bara til að kaupa þetta hyski á slikk og kaupa nýja graðhesta í liðið…

    Þetta er ekki boðlegt…

  49. Auðvelt að skella skuldinni á Balo bara. Hann er ekki að fá mikinn stuðning frá miðjunni. Þetta getur ekki versnað. Koma svo rauðir ! ! ! !

  50. Meðalmennska, uppgjöf og ekkert sjálfstraust. Liðið virðist, ekki frekar en stuðningsmenn, hafa trú á breytingu á sóknarleikn liðsins Sturridge.

    Ég er að bíða eftir að QPR skori en hef enga trú á sóknarleik Liverpool. Miðað við gang leiksins verður maður að vonast eftir að ná stigi.

    Sorglegt!

  51. Hvaða neikvæðni er þetta, þetta er hörkulið, QPR. Þeir vissulega töpuðu 2-0 fyrir West Ham í síðustu umferð og áður 4-0 fyrir litla rauða liðinu í manchester og 4-0 fyrir spurs. En hörkulið! *fel mig undir borðinu*

  52. Þetta er ekki rassgat Balo að kenna. Það er varla hægt að ætlast til þess að hann geti gert sér mat úr engu.

  53. …..og

    Balotelli klúðrar besta tækifæri deildarinnar á þessari leiktíð….. (sigh)

    en…
    við erum allavega búnir að vera betri í leiknum síðustu 10-15 mínúturnar….

  54. Er í lagi að vorkenna mótherja? 🙂 (en ég þigg þetta með þökkum!)

  55. Er þetta er niðurstaðan þá er þetta sigur þótt ófríður sè!

  56. Balotelli hreinlega nennir þessu ekki,sést langar leiðir að hann hefur ENGAN áhuga á þessu!!!

  57. Herra sjálfsmark, Dunne, kemur til bjargar – hans 10unda sjálfsmark í PL og eflaust það glæsilegasta af þeim öllum! Snilldarlega klunnalegur utanfótarkinks með vinstri!

  58. Það er alltaf leiðinlegt þegar menn eru að kenna einum leikmanni um ófarir liðs. Það eru 11 menn inná, ekki bara einn !

  59. Ósammála því sem hefur komið fram um Balotelli. Hann er ekki að fara gera neitt þegar spilamennska liðsins er algjör meðalmennska!

  60. Nr 89, í hvert skipti sem hann fær boltann þá tekur hann alltaf ranga ákvörðun.. allar sóknirnar hverfa um leið og hann fær boltann

  61. Neibb Baló hefur skemmt allt flæði í spilinu og brennt af í dsuðafæri dauðans. Af mörgum slökum er hann sá slakasti

  62. Tad er eins og rodgers er stadradinn i ad afsanna ad Balo passar ekki inn i leikkerfid. Alveg greinilegt ad allt stoppar a honum. Vid turfum vinnusamann og snoggann franherja

  63. Guð minn góður, Enrique á að vera búinn að læra að það borgar sig ekki að hlaupa á fullri ferð í manninn þarna, útsala útsala. Nú má Balo setja eitt.

  64. Ég ætlaði áðan að skrifa að ef það er einhver leikmaður sem á eftir að klúðra einhverju þá er það blessaður Enrique!!! Almáttugur hvað hann er alveg svakalega búinn!!!

    En samt, þetta er allt Balotelli að gera, er það ekki annars???

  65. Alveg hreint frábær frammistaða hjá QPR! Börðust eins og ljón og leynd gæði nokkurra leikmanna fengu að skína í dag! Þá á Redknapp hrós skilið fyrir fagmannlegt skipulag fyrir leikinn og gæðaákvarðanir þegar kemur að skiptingum!

    Bara svona af því það er harðbannað að gagnrýna Liverpool! Þetta hlýtur að vera bara óheppni…

    Ekki rétt?

  66. á 85. mínútu erum við 4 á 3 og eigum að klára leikinn. Balotelli fær boltann hægra megin á teignum og þarf einfaldlega ð að renna boltanum á Allen (held ég) sem er dauðafrír á teignum. Nei. Hann ákveður að taka lélegt skot beint í varnarmann.

    Þarna töpuðum við þessu. Sagði það þegar hann klúðraði færinu. “QPR á eftir að jafna!”

    Djöfull er leiðinlegt að horfa upp á þetta og Rodgers verður að setja þennan mann á bekkinn!

  67. Þetta er ótrúlegt, síðan að ég byrjaði að fylgjast með Liverpool þá hefur aaaaalltaf verið sama helvítis vesenið að verjast hornspyrnum.

  68. Þurfti hann í alvörunni að reyna hælinn? .. Metnaðarleysi, algjört.

  69. Meistaraheppni?

    Hahaha þvílíkur leikur!

    Djöfull kviði ég næsta leik!

  70. Glæsilegt…….mikilvæg þrjú stig, þvílikar lokamínútur. Leiðinlegt fyrir neikvæðnispésana hérna að Liverpool skyldi hafa tekið þrjú stig í dag. Kannski fá þeir eitthvað til að pirra sig yfir á miðvikudaginn gegn R. Madrid.

  71. Rán hjá okkar mönnum. Burtu með Balotelli. Hann nennir þessu ekki og hefur slæm áhrif á liðið.

  72. Varnarmaður qpr að þvælast fyrir Balo 🙂 3 stig , og næst er það Real M.

  73. Djöfull var erfitt að horfa upp á þetta.

    En djöfull fagnaði ég þessu stórglæsilega sigurmarki.

    Kaupa Dunne og Caulker í sóknina og þá erum við golden.

  74. Við áttum ekkert stig skilið i dag miðað við spilamenskuna ef förum heim með þrjú, það þarf vist að fá stig úr leikjunum sem maður spilar illa lika og vonandi er þetta fyrirboði þannig að þegar þeir fatta hvernig á að spila þennan leik þá náum við enhverjum hæðum og höldum evrópu sætinu, en til þess þarf enhver að skora…

  75. Djöfulsons væll er þetta endalaust með Balotelli, það er vandræði á okkur útum allann völl og menn benda á Balo.
    Þetta er varnarleikurinn enn og aftur sem er skelfilegur féngum á okkur 50 mörk á síðasta tímabili og erum komnir með 12 mörk á okkur núna í deildinni.

QPR leikur framundan

QPR 2 Liverpool 3