4 ár

Fyrir fjórum árum fór þessi mikli meistari á kostum í réttarsal og vann eitt mikilvægasta dómsmál í sögu Liverpool F.C.

Þetta er Lord Grabiner
Föstudagurinn 15.október var lokadagurinn í blóðugu söluferli félagsins og klárlega sá mest spennandi. Við vorum vel vakandi á kop.is vikurnar, mánuðina og reyndar árin á undan og umræðan var lífleg fram eftir degi 15.október. Gaman að skoða hana aftur núna í rólegheitunum.

Óvissan og spennan var töluverð en loksins komu staðfestar fréttir að búið væri að selja félagið og þessi hópur hélt stuttan blm. fund.
John W Henry auðvitað í forsvari fyrir sína viðskiptafélaga sem þá kölluðu sig NESV en heita í dag FSG.

Kristján Atli hlóð í nýja færslu strax um kvöldið og tók þessa atburði alla saman og fór yfir væntingar sínar hvað framtíðina varðar. Færsluna kallaði hann Heimaliðið og NESV og er einnig gaman að lesa þessar pælingar í dag.

Hvað sem mönnum kann að finnast um gengi Liverpool síðan eða FSG yfir höfuð þá verður aldrei af þeim tekið að þeir björguðu félaginu frá því að verða einfaldlega næsta Rangers eða Leeds. Eins losuðu þeir okkur í leiðinni við verstu blóðsugur sem nokkurntíma hafa tengst félaginu. Gillett og Hicks græddu ekki grænan eyri á Liverpool þegar upp var staðið og það er frábært. Nógu mörg loforð brutu þeir nú.

FSG er núna búið að vera hálfu ári lengur eigendur Liverpool en Hicks og Gillett voru, ólíkari gætu eigendur ekki verið. Þeir lofuðu ekki miklu en sögðust ætla að stækka Anfield og þeir hafa frá fyrsta degi sagst ætla að byggja liðið upp skynsamlega og innan ramma FFP reglana, þannig að félagið myndi standa undir sér sjálft. Það stóð aldrei til að þeir myndu ausa miklum peningum í félagið en á móti lofuðu þeir að þurrausa það ekki til að standa undir öðrum rekstri í þeirra eigu.

Núna eru liðin fjögur ár og þetta hefur gengið hægt, en gengið þó. Liðið í dag er svo miklu betra en 15.október 2010 að það er ekki fyndið og sama má segja um félagið allt. Það má ekki gleyma þessum rúmlega tveimur árum sem það tók að koma fyrri eigendum frá og ástandinu innan herbúða félagsins á meðan. Maður var uppgefinn eftir að hafa fylgst mjög náið með þessu og við vorum að skrifa svipað mikið um málefnin utanvallar og innanvallar. Þó var undir lokin allt í klessu á báðum stöðum.

FSG losaði okkur við Hodgson á þremur mánuðum, skil ekki ennþá afhverju það tók svona langan tíma, jafnvel þó að þeir hafi lítið vitað um fótbolta en sú ákvörðun getur ekki hafa verið flókin. Fyrir hann fengum við sjálfan King Kenny Dalglsih í staðin. Það er bæði fallegt og rétt að hann hafi fengið að stjórna Liverpool aftur og hann skilaði einum bikar í hús og var sentimetrum frá öðrum.

Það passar illa að Dalglish hafi verið látinn fara frá Liverpool gegn sínum vilja og sú ákvörðun hefur verið öllu erfiðari, engu að síður rétt og til að gæta sanngirnis var Dalglish aldrei hugsaður sem langtímalausn, hann er núna aftur kominn til félagsins og verður vonandi um ókomin ár.

Eftirmaður hans, Brendan Rodgers er miklu meira maður sem hugsaður er sem langtímalausn og hann var hársbreidd frá því að skila ævintýralegum titili á síðasta tímabili, vel á undan áætlun. FSG vill vera með lið sem er að berjast um titla og þó við sjáum það ekki alltaf á leikmannamarkaðnum þá var Liverpool hársbreidd frá því að vinna í fyrra gegn liðum með miklu dýrari hópa og helmingi stærri launapakka. Eitthvað var rétt í þeirra áætlunum og það er ekki svo einfalt að við getum bara bent á Luis Suarez sem einu ástæðuna (hann kom btw á þeirra vakt).

Liðið hikstar örlítið núna en hópurinn er líklega sá efnilegasti sem Liverpool hefur átt í 2-3 áratugi, ef þá nokkurntíma. Alveg niður í unglingaliðin eru mjög spennandi leikmenn á mála hjá félaginu, mikið meiri efni en voru fyrir 5-15 árum og ekki bara 1-2 heldur fjölmargir. Það mun alls ekki heppnast alltaf en Liverpool er að kaupa Henderson, Markovic, Origi, Sterling, Ibe o.s.frv. áður en þeir skapa sér nafn fyrir alvöru. Ekki missa af þeim á þessum aldri vegna smáupphæða eins og gerðist með Ronaldo, Alves, Pato o.s.frv. Liverpool er a.m.k. miklu samkeppnishæfara í þessum aldurshópi en það var og er að taka sénsinn ítrekað.

Ofan á þetta hefur rekstur félagsins batnað gríðarlega, félagið nálgast nútímann hratt og er loksins að nýta fyrir alvöru gríðarlega stóra markaðshlutdeild sína á heimsvísu. Þar sátu okkar menn einfaldlega eftir í rúmlega áratug með Rick Parry steinsofandi við stýrið. Gillett og Hicks mega eiga það að þeir komu því starfi ágætlega af stað.

FSG er svo loksins búið að fá leyfi fyrir því að stækka völlinn. Nýr völlur eða stærri Anfield var nánast eina ástæðan fyrir því að Hicks og Gillett fengu að kaupa félagið, David Moores sá ekki fram á að geta stækkað völlinn eða byggt nýjan og leitaði því í 5-6 ár að nýjum eigendum sem gætu það og endaði á Gillett sem fékk svo Hicks með sér!!! Þvílík óheppni og það var ekki svo mikið sem tekin ein skóflustunga.

Núna er þegar búið að rífa húsin sem helst hömluðu stækkun vallarins og eru það áþreifanlegustu framkvæmdir við stækkun vallarins til þessa, það vantaði aldrei upp á loforðin hjá Gillett og Hicks. FSG ætlar að fara sömu leið og þeir hafa þegar gert áður í Boston er þeir stækkuðu hinn fornfræga Fenway í stað þess að byggja nýjan völl. Persónulega hefði ég alveg viljað nýjan völl en aðalatriði er að koma fleiri á völlinn og reka hann eins og nútímafélög eru að gera. Anfield og svæðið í kring hefur lítið breyst í 20 ár nema það er í ennþá meiri niðurníðslu núna en það var þá.

Þeir sem stjórna Liverpool í dag virðast hafa vit á því sem þeir eru að gera, bæði innan sem utan vallar og það eitt er mikil framför frá því fyrir 4 árum.

Þessum degi ber því að fagna.

15 Comments

 1. Á þessum degi fyrir fjórum árum mætti ég í afmælisveislu til Hjördísar, konu Sigga Hjaltesteð, og fór vopnaður eldrauðum sokkum, enda Liverpool nýkeyptir af eigendum Boston REDSOX 🙂 …það tókst svo svakalega vel að í þessari afmælisveislu kynntist ég konunni minni þannig að þessi dagur er tvöföld ánægja hjá mér 🙂

 2. Frábær dagur að fagna. Minnir man á hversu langt við erum komnir síðan Hicks, Gillet og Hodgson. Minnir man líka á að vera ekki vanþakklátur og að það gæri alltaf verið verri.

  Gétur einhver sakt mér hversu mikið Anfield verður stækkað? Einhver segir 60.000 og aðrir segja 50.000..

  Og veit einhver hvenar hann er klár?

 3. Bjarki #3 ; Talað er um að völlurinn taki um 59.000 manns eftir stækkun. Byrjað verður á the Main stand – og er mesta stækkunin þar – svo í næsta áfanga verður Anfield Road stand stækkuð (stúkan gegnt Kop-stúkunni).

  Annars eru mjög góðar upplýsingar að finna hér: http://www.thisisanfield.com/tag/anfield-redevelopment/

 4. Deginum ber ad fagna vegna tess ad LFC var bjargad frá gjaltroti , hvort tessir eigendur eru gæfuspor fyrir klùbbinn á enn eftir ad koma i ljòs .

  Hafa ekki enn stadid vid stòru ordin , getum keppt vid öll félog um leikmenn , nÿr völlur , ekkert af tessu er enn stadreynd .

  Trátt fyrir nÿja og stærri styrktarsamninga eru skuldir félagsins ad aukast , og athyglisvert ad trátt fyrir ad klûbburinn sè til skodunar vegna hugsanlega brota à fjármagnsreglum er ekkert minnst á tad hjá siduhöldurum hèr . Var einhver ad tala um runklest

 5. GBS #5

  Hvernig væri að lesa reglurnar um FFP!!!!

  Þó svo Liverpool hafi verið rekið með tapi þá á eftir að reikna niðurstöðuna fyrir FFP.

  Til frádráttar er m.a. kostnaður við unglingastarfið og fjárfesting í aðstöðu s.s. völlum.

  Á síðasta ári var gjaldfærður allur kostnaður við fyrri áætlanir um vallarstækkun og það dugar til að vera innan FFP.

  Hafðu það gott í dag, elsku kúturinn minn.

 6. GBS

  Liverpool var heldur betur að keppa á síðasta tímabili, gríðarlega nálægt titlinum og núna komið á Meistaradeildina á ný. Nú þegar eru framkvæmdir hafnar við stækkun vallarins. Þeir sögðust aldrei ætla að innleiða innkaupastefnu, Chelsea, City, Barca eða Real.

  Erfitt að hanka þá á þessu eftir síðasta tímabil og áformin sem þeir kynntu í sumar.

 7. Svo ég taki áfram við kyndlinum af gbs #5 hér að ofan – þó vonandi á málefnanlegri máta – þá er í öllu falli broslegt að sjá menn skrifa þetta:

  “Þeir [NESV] lofuðu ekki miklu en sögðust ætla að stækka Anfield og þeir hafa frá fyrsta degi sagst ætla að byggja liðið upp skynsamlega og innan ramma FFP reglana, þannig að félagið myndi standa undir sér sjálft. Það stóð aldrei til að þeir myndu ausa miklum peningum í félagið en á móti lofuðu þeir að þurrausa það ekki til að standa undir öðrum rekstri í þeirra eigu.”

  Og það án þess að minnast einu orði á að Liverpool er einmitt undir rannsókn UEFA vegna hugsanlegra brota á FFP reglunum, sbr. t.d. http://www.bbc.com/sport/0/football/29356406

  “Despite losses of £49.8m in 2012-13 and £41m in 2011-12, Liverpool are confident they did not breach FFP regulations, having signed a series of lucrative commercial deals over the past 18 months.”

  Ég fullyrði ekkert um að klúbburinn hafi brotið gegn FFP reglunum, og vona svo innilega að svo sé ekki. Engu að síður þá finnst mér mikilvægt að það fylgi með svona ágætum pistli – af heimsins besta tilefni! – að nýju eigendurnir hafa ekki beint snúið taprekstri félagsins við, enn sem komið er.

  Vonandi blessast þetta þó – við ættum að fá að vita mögulega niðurstöðu í lok nóvember eða í byrjun desember.

  Homer

 8. Nr. 8

  Ég er að sjálfsögðu að ganga út frá því að FSG hafi ekki brotið reglur FFP og þeir virðast mjög rólegir yfir þessu enda ekki allar tölur komnar inn í dæmið ennþá, án þess að ég nenni að kafa djúpt ofan í þetta. Þeir eru a.m.k. saklausir þar til sekt er sönnuð og ég stend alveg við það sem ég setti í færsluna og sé ekki hvað er svona í öllu falli broslegt við þetta.

  að nýju eigendurnir hafa ekki beint snúið taprekstri félagsins við, enn sem komið er.

  Félagið er ekki að greiða allann sinn hagnað og megnið af leikmannasölum til Royal Bank of Scotland eða annara lánadrottna og ekki í neinni spennitreyju líkt og árið 2010, það eitt er töluverður viðsnúningur. Erum við í alvöru að efast um það?

  Ef FSG hefur brotið reglur FFP þá eru það mikil vonbrigði og mjög óvænt tíðindi.

 9. “Félagið er ekki að greiða allann sinn hagnað og megnið af leikmannasölum til Royal Bank of Scotland eða annara lánadrottna og ekki í neinni spennitreyju líkt og árið 2010, það eitt er töluverður viðsnúningur. Erum við í alvöru að efast um það?”

  Nei, við erum ekkert að efast um það, enda var ég ekkert að tala um hvert peningurinn fer, sem kemur inn í félagið 😉

  Heldur bara að félagið hefur ennþá verið að skila tapi á sínum rekstri.

  Homer

 10. Aftur…… hvernig væri að lesa Financial Fair Play reglurnar. !!

  Sjá góða grein hér….. http://www.thisisanfield.com/2014/09/liverpool-fc-breach-uefa-financial-fair-play-rules/

  Hér er svo stutta útgáfan……

  1. Áætlað tap fyrir árin 2011/12, 12/13 and 13/14: £83m

  2. Frádráttarbært til að standast reglurnar:

  Unglingastarf: £18.9m
  Afskriftir: £9.6m
  Frádráttarbær laun vegna leikmanna sem hefur verið sagt upp: £50m
  Heild: £78.5m

  3. FFP tap : £4.5m

  Sem er langt innan við það sem reglurnar segja til um.

  Góðar stundir og hamingjusamar.
  Sérstaklega á miðvikudaginn kemur.

 11. Ég hef fulla trú á stefnu eiganda Liverpool sem er að byggja lið til framtíðar. Kaup á leikmönnum á borð við Emre Can, Origi, Sterling, Ibe, Marcovic,Moreno,Manquillo bera vott um að markmiðið er sett á meistaratitilinn eftir fjögur til fimm ár en ekki í dag.

  Það er ekki hægt að miða allt við núið. Ef það er einfaldlega staðreynd að allir ofannefndir leikmenn eiga mikið inni og munu bara fara batnandi með tíð og tíma – þá verður Liverpool þessvegna orðið ógnarsterkt á næsta ári.

 12. Vitið þið klukkan hvað blaðamannafundur Rodgers er ? ( er hann ekki örugglega í dag )

 13. Spearing #3
  Blaðamannafundurin byrjar venjulega eftir æfingu 2 dögum áður enn leikin.
  Klukkan 13 ámorgun held ég.

 14. @Bjarki Takk. Hélt einhverra hluta vegna að þeir væru alltaf á fimmtudögum, en það á þá bara við fyrir laugardagsleiki.

  John Henry hefur algerlega snúið mér í afstöðu til FSG. Ef við erum að sigla inn í tímabil þar sem FFP virkar, þá veit ég ekki um betri eigendur í deildinni. Svo er hann alger meistari á twitter, hvet alla sem ekki fylgja honum þar að gera það strax.

Kop.is Podcast #70

Blaðamannafundur Rodgers