Opinn þráður – Samningsviðræður við Sterling og Henderson

Deildarkeppnirnar eru aftur komnar í landsleikjahlé og því er um að gera að leggjast strax á bæn að það fari ekki eins herfilega illa og síðasta interlull.

Helst í fréttum af okkar mönnum er að Liverpool er sagt vera í viðræðum um framlengingu á samningum bæði Raheem Sterling og Jordan Henderson sem eru báðir búnir sanna gildi sitt og eiga báðir von á töluverðri laukahækkun takist samningar.

Flott mál að félagið sé að ganga frá þessum málum, virðist ekki vera neitt stress í gangi þó Henderson eigi reyndar full stutt eftir af sínum samningi.

Talandi um nýja samninga þá var umboðsmaður Victor Valdes með okkur kop.is ferðahópnum á Anfield um helgina og spurning hvort hann sé á leiðinni til okkar manna á næstu vikum.

Annars er lítið að frétta og flestir pennar síðunnar erlendis eða nýkomnir frá útlöndum. Ferðasaga frá fjörugri ferð kop.is kemur einhverntíma á næstunni en við Maggi þökkum ferðafélögum okkar mikið vel fyrir helgina, fengum úrvalshóp með okkur út og Liverpool borg svíkur ekki. Þökkum líka liðinu fyrir að komast aftur á sigurbraut svona fyrst við ákváðum að kíkja við.

Líklega eru flestir ferðalangar frekar þreyttir í dag enda heimferðin löng og bílstjórin skrautlegur. Fer betur yfir það í ferðasögunni en Englendingar ættu að fá Þjóðverja til að hanna vegakerfið sitt.

Enda þetta á könnun Liverpool Echo, en orðið er annars frjálst um Liverpool og málefni tengdum okkar mönnum svo lengi sem þetta er eitthvað skemmtilegt 🙂

53 Comments

 1. Sterling og Henderson eru tveir af fimm til sex leikmönnum sem Liverpool má allsekki við því að missa ætli þeir að verða í toppbarátunni á næstu tímabilum. Algjörir lykilmenn og engir staðgenglar til á bekknum til að fylla í skörðin sem þeir skilja eftir sig.

 2. Flott mál ef Liverpool ná að klára samninga við Sterling og Henderson.

  Í aðra sálma, horfði á Utd – Everton um helgina.
  Þessar markvörslur hjá De Gea í þessum leik um seinustu helgi voru ótrúlegar og svona vörslur verðum við að sjá hjá okkar markmanni. Annars er það frekar langsótt að verða meistarar.
  Fór að hugsa tilbaka um yfirferð Neville og Carragher á Mignolet eftir Everton leikinn okkar. Sjá http://www.youtube.com/watch?v=6wg4YvoYAFI
  Djöfull finnst mér þetta vel spottað hjá Neville. Ef De Gea hefði verið í markinu hjá okkur hefðum við sennilega hirt öll stigin. Mignolet þarf einfaldlega að girða sig í brók og því held ég að það geti verið sterkur leikur að fá reynsluboltann Valdes.

 3. Valdes á diskinn minn, hann er betri í flestum ef ekki öllum atriðum sem snúa að markvörslu.

  Hann er betri í fótunum
  Hann er með betri spyrnur
  Hann er betri one vs. one
  Hann les leikinn betur
  Hann er stærri karakter
  Hann hefur lyft öllum þeim bikurum sem hafa verið í boði

  Svo er ég ekki frá því að hann sé betri shot-stopper er Mignolet. Þó að hann vissulega glími við svipað vandamál og Mignolet þegar kemur að fyrirgjöfum.

 4. Mignolet er fínn markvörður, en það vantar allt presence í drenginn. Það eina sem hann smitar frá sér er óöryggi og vesen… Valdes er góður kostur úr þessu…

 5. Fyrst það er byrjað að tala um þetta, þá verð ég bara að segja að ég verð gríðarlega sorgmæddur að sjá hversu góður De Gea er að verða. Sérstaklega í ljósi þess að Rafa sagðist hafa ætlað sér að fá hann til Liverpool á sínum tíma sem eftirmann Reina. Hefði svo mikið viljað sjá hann hjá okkur…..

 6. Hlakka til að lesa ferðasöguna frá ykkur félögum – verð líklega grænn af öfund á meðan lestri stendur en mun þó láta mig hafa það. 🙂

  Eitt varðandi síðuna að þá sakna ég þess að hafa ekki lengur link í upphafi greina um athugasemdir sem komnar eru. Leiðinlegt að þurfa að skruna neðst í greinina til að komast í athugasemdirnar sem komnar eru. Fyrst maður fer nú hér inn uþb. tíu sinnum á dag. 🙂

 7. de gea átti one game wonder hann hefur verið hræðilegur í 6 leikjum og alltí einu er hann orðinn heimsklassa markmaður jesús minn almáttugur hvað sumir eru með einfaldan haus falliði kannski líka í coca cola 5 ára leikinn þeirra ?

 8. djöfull er ég pirraður yfir því að di maria hafi farið til utd ég bara skil það ekki þessi leikmaður hefur allt ! ef ekki væri fyrir hann væri utd í fallsæti

 9. Sammála Kalla #2 varðandi yfirferð Neville á Mignolet. Það hefðu kannski ekki margir markmenn varið skotið frá Jagielka en Mignolet gerir sér mun erfiðara fyrir með því að standa í keng og bíða eftir skotum. Hann þarf að standa betur uppréttur til að eiga séns á þessum hærri skotum

 10. Það er svo sem ágætt að taka stöðuna núna, það sem liðið er af tímabilinu, þó vitaskuld menn eigi ekki að dæma eftir 7 leiki. Það er nóg eftir, og allir geta gert töluvert betur en þeir hafa gert.

  Markmannsstaðan er bara orðin vandræðastaða hjá okkar mönnum. Mignolet hefur barasta ekki sýnt að hann eigi nokkuð erindi í topplið – hvorki á þessu tímabili né á síðasta tímabili. Ég veit ekki hversu langan tíma maður eigi að gefa honum til þess að sanna sig, en ef hann hysjar ekki upp um sig brækurnar þá er líklegt að þetta sé orðið fullreynt með hann.

  Ef við tökum bara sem dæmi – af því að hér var minnst á De Gea. Ég horfði á leikinn gegn Everton (ekki spyrja mig af hverju ég legg það á mig að horfa á þessa tvo erkióvini Liverpool ótilneyddur!) og hann var maður leiksins. Það eru markvörslur sem þessar sem vinna leiki. Og, ef við viljum teygja þetta enn lengra, þá eru það markvörslur sem þessar, á krúsjíal augnablikum í stærstu leikjunum, sem vinna titla.

  Ég bíð ennþá eftir að Mignolet eigi svona augnablik þar sem hann skýtur sér upp í heimsklassa. Enn þann dag í dag er hann að spila eins og hann var að gera fyrir Sunderland. Fínt fyrir þá, en fyrir lið sem ætlar sér á toppinn, þá þarf hann að gera betur.

  Við getum alveg sagt að Mignolet átti ekki séns í skotið hjá Jagielka um daginn. En ef hann hefði varið það, og tryggt Liverpool þannig 3 stig, þá er spurning hvort hann væri ekki búinn að taka næsta skref upp á við. Og við getum spurt okkur – þegar Liverpool fær á sig svona skot, myndum við treysta á að Mignolet væri besti kosturinn í búrið til að verja það? Hvað með Curtois, De Gea, Cech, Hart? Casillas jafnvel?

  Ég tek samt undir með Carragher á SkySports um daginn, að þetta var ef til vill óverjandi, en ég spyr mig samt hvort betri markmaður hefði ekki gert töluvert betur.

  Talandi um betri markverði – Valdes? Ég hreinlega trúi því ekki að menn séu að skoða hann, og enn síður að hér kalli menn eftir honum. Hann var, án nokkurs vafa, veikasti hlekkurinn by far í ósigrandi liði Barcelona. Hann var afskaplega mistækur og óræðinn í teignum, og hending ef hægt var að stóla á hann.

  Á góðum degi er hann hins vegar frábær markmaður. Svona eins og Balotelli er frábær knattspyrnumaður á góðum degi. Það gerist bara allt of sjaldan og þess á milli eru þeir í besta falli miðlungsmenn.

  Valdes mátti þó eiga það að hann var með frábæra varnarmenn fyrir framan sig í Pujol og Pique, og reyndar í Masch líka. Hjá Liverpool hefði hann Lovren og Sakho, sem hafa ekki staðið undir neinum væntingum (ennþá), og Skrtel (á góðum degi, þið vitið..)

  Ég held að þetta verði bara vandræðastaða á næstu misserum fyrir Liverpool, því hvorki Mignolet né Valdes eru neitt nándar eins góðir og keppinautar okkar hafa í sínum liðum. Maður heldur samt í vonina … eins langt og það nær… Persónulega myndi ég vilja sjá Brad Jones fá að spreyta sig, þó ekki væri nema bara til þess að sýna Mignolet að hann á ekki stöðuna. Og ekki getur Jones verið neitt verri en við höfum séð á þessu og síðasta tímabili frá Mignolet.

  Homer

 11. Þótti ekki De Gea nokkuð mistækur þegar hann kom fyrst til United? Ég hef fulla trú á að Mignolet eigi eftir að þroskast með árunum.

  Varðandi þetta með líkamsstöðuna sem hann er í: ég þekki engan sem stekkur hærra upp með því að byrja stökkið þráðbeinn, flestir beygja sig eitthvað í hnjánum. En sérfræðingur í markvörslu er ég hins vegar ekki, og skal ekkert um það segja hvort Mignolet geti eitthvað bætt þessa stöðu sína.

 12. finnst líka svo fyndið þegar menn tala um staðsetninguna hans í everton markinu átti maðurinn að fá hugskeyti um að boltinn væri á leiðinni þangað upp í skeytin hann var væntanlega í þessari stöðu til að reyna að sjá boltann

 13. sælinú félagar

  Þar sem þessi þráður er farinn að snúast að miklu leiti um markmannsstöðuna þá langar mig að segja mína skoðun.

  Í flestum leikjum utd (fyrir utan everton og burnley) hefur verið eitthvað til að gagnrýna með De Gea og hann ekki beint verið neinn heimsklassastopper. Mig minnir að öll skot á mark í leceister leiknum hafi t.d. lent í netinu. Það svíður ekkert sérstaklega að manutd hafi fengið hann en vissulega er hann enn ungur og gæti alveg haldið áfram að bæta sig og þá gæti maður étið þetta ofan í sig en í dag finnst mér hann ekkert endilega vera eitthvað mikið sterkari leikmaður en Mignolet.

  Það er sagt hér að ofan að það vanti lykilvörslur hjá Mignolet, ég er bara ekki sammála. Hann bjargaði því sem bjargað var á móti Southampton í fyrsta leiknum. Hann varði rosalega í stöðunni 0-1 (fyrir liv) á móti spurs. Pointið er að mér finnst hann vera ágætis shot stopper. Ég tek hinsvegar undir að hann er óöruggur í teignum og það má vel vera að það smitist yfir á varnarmenn og úr því þarf að bæta. Ég er samt ekki á því að það sé rót alls vanda hjá liv, miklu frekar finnst mér að í ár og síðasta ár hafi almennt verið lélegur varnarleikur liðsins sem heildar og gríðarlegur fjöldi einstaklingsmistaka sem kostaði liðið óvenju mörg mörk. Í ár horfum við jafnframt á það að liðið hefur ekki verið sannfærandi sóknarlega og því enn meiri pressa á vörninni.

  Victor Valdez, held ég að myndi styrkja hópinn okkar gríðarlega (bæting á Brad Jones). Ég leyfi mér samt að efast um að hann lyfti liðinu á hærra plan og er ekki sannfærður að hann væri betri kostur í byrjunarliðið í stað Mignolet.

  Gagnrýni Neville fannst mér alveg punktur sem meikaði og sens og hann náði meira að segja að grafa upp heil tvö dæmi frá síðasta tímabili þar sem þessi líkamsstaða mignolet mögulega gerði það að verkum að hann var ekki í sem bestri stellingu til að verja tiltekin skot. Ef það á hinsvegar að lesa of mikið í þetta þá væri réttast að taka fyrir öll skot sem mignolet varði niðri og meta hvort hann hefði mögulega misst af þeim ef hendurnar hefðu verið ofar.

  Ég veit ekki, mér finnst eins og Mignolet sé svolítið að taka hitann af sveiflukenndu gengi liðsins í upphafi leiktíðar og það svolítið ósanngjarnt. Varla hægt að kenna Mignolet um það að Balo hafi ekki skorað nema eitt mark úr einhverjum 60 – 80 skotum nú eða að lambert hafi hreinlega ekki fengið eitt einasta færi síðan síðasta vor. Nú eða að Gerrard og Sterling eru báðir að bera allt of mikla ábyrgð m.v. aldur (hvor á sinn hátt).

  Allavegana ég er greinilega að taka upp (markmanns) hanskann fyrir Mignolet en mér finnst bara eins og menn séu fullharðir í dómhörku í hans stað. Ekki gleyma því að liv var bara hársbredidd frá titlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að hann væri í markinu og ekki fæ ég séð að hann sé ástæða þess að við töpuðum þessu í leiknum á móti chelsea.

  YNWA
  alexander

 14. Kannski ekki sterkasta hlid Mignolet ad verja haa bolta en hann er dundurfinn einn a einn og hefur almennt stadid sig agaetlega finnst mer. Skil ekkert i Carragher ad gagnryna hann opinberlega. Thad er eitt ad rifa kjaft nafnlaus a kop.is og annad thegar legend er ad gagnryna leikmann…getur varla hafa hjalpad til.

 15. Þessi umræða um Mignolet er svo ósanngjörn. Ástæðan fyrir þessu rugli á okkur er enn einn glugginn hjá Rodgers þar sem hann drullar upp á bak. Það er ekki alltaf hægt að fela sig á bak við það að menn þurfi tíma. Hvað með Costa og Fabregas hjá Chelsea? Þeir framleiða mörk.
  Menn einsog Di Maria og Herrera hjá Utd? Öll kaupin hjá Southampton?

  Við misstum okkar langbesta mann í sumar og enginn af þeim leikmönnum sem keyptur var í sumar hefur sýnt neitt sem réttlætir verðmiðann á honum. (Nema mögulega Moreno)

  Þetta er einfaldlega gríðarlegur akkilesarhæll á Rodgers sem þjálfara. Sumargluggarnir 2012 og 2013 styrktu okkur lítið sem ekki neitt. Hann hefur gert tvö ásættanleg kaup síðan hann kom til Liverpool, Sturridge og Coutinho. Aðrir eru einfaldlega flopp enda langur listi af mönnum sem kostuðu mikið en geta einfaldlega ekkert.

 16. #19 “en einn glugginn sem rodgers skýtur uppá bak” ? hver keypti Sturridge , coutinho , lallana ,moreno og svo er allveg klárt mál að einhverjir af þessum eiga eftir að vera lykilmenn á þessu og næsta tímabili balotelli sakho lovren origi ,markovich og svo hefur manquillo verður mjög sprækur svo eigum við emre can allveg inni sem virkaði flottur í byrjun tímabils

 17. Mér finnst Menn alltof harðir á Mignolet, það er nánast sama hvað Maðurinn gerir það er allt ómögulegt samkvæmt flestum hérna. Við verðum að átta okkur á því að það tekur bara Menn tíma að aðlagast hlutunum, og Mér finnst hann oft á tíðum búinn að bjarga okkur Frábærlega. (Sem dæmi: gegn Southampton, og gegn Stoke í byrjun síðasta tímabils.)

  Hann er svipaður og David De Gea, Hann er bara ekki alveg búinn að venjast vörninni og þarf bara smá tíma, Margir eru ansi fljótir að gleyma sumum hlutum en Jordan Henderson, Lucas, Sterling og Pepe Reina eru góð dæmi um Leikmenn sem hafa þurft tíma til að aðlagast hjá Liverpool og þeir hafa allir skilað sér fyrir mitt leiti í dag.

  Mignolet, líkt og De Gea er alveg stórkostlegur Shot Stopper og One on One, og fyrir þá sem jú… eru fljótir að gleyma þá er Victor Valdes alveg nákvæmlega eins týpa og þessir Menn, Hann er ekkert alltof öruggur í fyrirgjöfum (Pepe Reina var það líka) og Hann er ekki þessi týpíski Þýski Köggull sem á Boxið algjörlega. Stundum botna Ég bara ekkert í Mönnum, ef Victor Valdes kemur inn sem Markmaður Númer 1, þá á Hann eftir að taka sér mjög líklega ágætis tíma í það að Venjast hlutunum, og þar sem Hann er ekki með neina reynslu af því að spila í Ensku Úrvalsdeildinni annað en Mignolet, þá gæti Ég vel trúað að við séum að fara detta í enn óöruggari og risky pakka.

  Það sem Ég er svona í stuttu máli að reyna segja er það að Mignolet mætti alveg fá meiri tíma, enda er það heldur ekkert Hann sem er vandamálið endilega, Vörnin okkar er búin að taka út alveg óhemjulega miklar breytingar þar sem eru 3 nýjir varnarmenn komnir inn í byrjunarliðið frá síðasta tímabili. Það er alltaf verið að breyta og rótera fyrir Framan Mignolet og Hann þarf bara meira traust og stöðuleika fyrir Framan sig, Hann er ekki búinn að fá eitt tímabil þar sem Hann gengst ekki undir Hrikalegar breytingar með Liðinu og eins og Ég segji, þá þarf Hann bara smá stöðuleika og Traust!

 18. Mín skoðun á Valdes er að hann er í svipuðum klassa og Mignolet.
  Ég hef haldið með Barcelona í tugi ára og gerst svo frægur að fara á þeira völl og sjá þá spila á sínum tíma. Ég held að ég hafi séð flesta alla leiki Valdes í Barcelona búning og er þetta einfaldlega meðalmarkmaður og eiginlega svipaður og Mignolet. Það sem varði hann oft á tíðum var að hann var á sínum tíma að spila í lang besta liði heims sem var með boltan í kringum 70 -75% í sínum leikjum og fengu andstæðingarnir ekki mörg færi í leikjum.

  Valdes á það til að eiga frábærar markvörslur( eins og Mignolet)
  Valdes er ekki merkilegur í fyrirgjöfum ( eins og Mignolet) en hann má eiga það að hann fer meira út í teigin en hann á ekki teigin eins og sumir markverðir.
  Valdes fær reglulega á sig mörk þar sem maður finnst að hann eigi að gera betur án þess að maður vill kenna honum alfarið um markið(eins og Mignolet)
  Valdes fær á sig á hverju einasta tímabili 2-3 skelfilega klaufaleg mörk(eins og Mignolet).
  Valdes er skári en Mignolet með boltan á fótunum(en kannski þarf ekki mikið til þess).

  Já Valdes er búinn að vinna marga bikara með Barcelona en ég held að það segjir meira um Barcelona liðið en hann endilega. Því að ár eftir ár fannst mér hann alltaf vera veiki hlekkurinn í liðinu og hugsaði með sér hvernig þetta Barcelona lið myndi líta út ef þeir væru með alvöru heimklassa markvörð.

  Ég held að Valdes myndi samt veita Mignolet verðuga samkeppni sem er af hinu góða en ég vona að Liverpool getur í framtíðinni fengið sér alvörumarkvörð sem eignar sér teigin, því að mér finnst varnamenn liverpool líta stundum illa út því að þeir treysta ekki alveg merkverðinum og þurfa því oft að verjast alltaf nálagt markinu okkar því að þeir vita að markvörðurinn okkar á ekki teiginn sinn(ekki einu sinni markteiginn).

 19. Hvaða rugl er það að segja að Mignolet sé í svipuðum klassa og De gea, hann þurfi bara að venjast vörninni!
  De gea er með splunku nýja vörn fyrir framan sig nánast í hverjum leik!
  Svo er ekki eins og kallinn eigi ekki að vera að taka vörslur þótt vörnin sé slöpp, ansi margir markmenn í deildinni með slappari vörn en taka samt mikilvægar vörslur af og til.
  De gea hefur ekkert verið sérstakur á þessu tímabili þótt hann hafi átt einn frábæran leik á móti Everton.
  Þeir eru báðir einfaldlega miðlungs markmenn þótt að Mignolet hafi varið víti á móti Stoke fyrir ári síðan(vitið hvað hann hefur fengið mörg víti á sig síðan þá?)
  Ég persónulega vona að Valdes komi og frá með næsta sumri þá feti hann í fótspor vinar síns Pepe Reina og verði varamarkmaður fyrir einhvern miklu betri t.d. Peter Cech. Trúi ekki öðru en að Liverpool losi sig við Mignolet meðan eitthvað fæst fyrir hann.

 20. Anda inn og síðan út. Við erum komnir á beinu brautina og liðið er að slípast saman.
  Vörnin er að lagast það sást best í leiknum við þá bláu og þegar fleiri sigrar detta inn á næstunni verður sjálfstraustið meira og allir verða glaðir, líka þeir sem eru frekar óþolinmóðir.

  Við eigum góðan markvörð sem þarf sigra eins og aðrir leikmenn til að efla sjálfstraustið.

  Ég sjálfur hef verið að pirra mig á leik liðsins og menn eru fljótir að dæma og bera saman við önnur lið.
  Margir hafa verið að bera okkur saman við Southamton. Það bjóst engin við þessari byrjun hjá þeim og þess vegna var engin pressa á þeim og því gátu þeir komið mun afslappaðri til leiks en okkar lið. Við enduðum í öðru sæti og krafan var alltaf að ná einu af efstu fjórum og sumir gengu svo langt að tala um baráttu um titilinn.
  Pressan á okkur er mun meiri og þess vegna erum við lengur að ég held að hrökkva í gang. Ég hef fulla trú á að okkur muni takast að ná þriðja til fjórða sæti. Því til allra guðs lukku þá eru flest sterkustu liðin í einhverskonar vandamálum.

  Spilamennskan hefur verið að batna það gæti blindur maður séð en við aðstoðum ekki mikið með neikvæðum skrifum og gagnrýni. Heldur ættum við að hvetja okkar menn til dáða þar sem við eigum flestir ef ekki allir vini í liðinu á face eða annarsstaðar.

  Kærar kveðjur til ykkra alla.

  YNWL. Ingó

 21. Á ekki orð yfir þessari samlíkingu. Mignolet vs De Gea. Þekki ekki einn United mann sem hefur elskað hann fyrr en nú. ( einn leikur upp á 10 ) báðir eru alls ekki heimsklassa markmenn. En að við séum með lakari markmann en United kaupi ég ekki. Alls ekki. Hver varði markið upp í sannfærandi annað sæti í fyrra ? Mignolet gerir mistök, ekki mörg, það gera allir markmenn. Myndi fagna Check og hugsanlega Valdes, annars eru aðrar stöður sem mætti horfa fyrst í.

 22. Sælir félagar,
  Ég og félagar mínir vildu forvitnast hvar og hvernig við nálgumst miða á Liverpool-Swansea 29. des.

 23. Miðan við Þolinmæðina og Metnaðinn sem Fabio Borini virðist vera að sýna í Viðtölum þá er Ég einfaldlega drullu spentur yfir því að þessi Maður fái að byrja fleiri Leiki, Hann skoraði og gerði vel hjá Sunderland á síðustu leiktíð og við mættum alveg sjá Meira frá honum.. Sérstaklega þar sem að Menn eins og Lazar Markovic, Phil Coutinho, Rickie Lambert og Mario Balotelli hafa ekkert verið neitt alltof Sannfærandi í byrjun tímabils, Drengurinn kann að skora og afhverju ekki að gefa honum fleiri tækifæri? 🙂

 24. Þetta er no-brainer … Valdes er góður kostur, sérstaklega þegar haft er í huga hvernig fótbolta Rodgers vill spila – geta notað markmanninn sem einskonar sweeper og virkar sem leiðtogi aftast á vellinum sem færir liðinu þessa ró sem liðið þarfnast svo innilega, sérstaklega í öftustu línu

  Hér koma nokkrir áhugaverðir punktar um Valdes:

  A Barcelona goalkeeper must be not only agile and able to react quickly but also an aggressive sweeper who can pass the ball on the floor with confidence under pressure. As a result, Victor Valdes is simply irreplaceable at Barcelona. In my opinion, there is simply no keeper in the world who could be more suitable to our current formation than ‘El Gato’ Valdes.

  Victor has the charisma of a leader, has absorbed the Blaugrana mentality from a very early age and, undoubtedly, has the reflexes and skills needed to perform at the highest standard in professional football.

  Victor Valdes’ substitute keeper is an easy-going professional who never complains, understands his role within the team and gets on with the job whenever given the chance.

  sjá hér … http://www.barcablog.com/2012/05/why-victor-valdes-is-perfect-keeper-for.html

  svo talar tölfræðin sínu máli … samanburður á Valdes og Mignóinu

  And the stats certainly back up the manager’s belief in the Spanish stopper.

  Last season, Valdes had a better shots-to-saves ratio than Mignolet – 76.7% as opposed to 68.2%

  Valdes averaged a clean sheet once every 2.2 games in La Liga, Mignolet just one every 3.8 matches.

  The Barca keeper conceded 0.8 goals a game on average last term, Mignolet as much as 1.3 a game as the Reds struggled at times defensively.

  And when you add into the mix the fact Valdes has won 21 major honours at club level, including six La Liga titles and three Champions Leagues, the Reds will be landing one of the most decorated keepers in the game should they manage to secure his signature.

  sjá hér
  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/simon-mignolet-v-victor-valdes-7730847

  Annað sem skiptir líka máli … þegar Valdes er t.d. borinn saman við Casil

 25. Já, þetta eru allt pælingar.

  ibbirabbi er sá eini sem kemur með heimildir og haldbærar upplýsingar um Valdes og er það gott og blessa. Metnaður lagt í það.

  Persónulega held ég að þó svo að Ben Foster kæmi til liðsins, sem er nú ekkert arfaslakur kostur, þá myndi Mignolet gefa aðeins í. Í dag er enginn að biðja um sætið hans og hann hefur það alveg eins gott og hann vill.
  Hann er góður shot stoper (eitt og eitt undraskot fer inn af löngu færi) en honum vantar boxið sjálf í hornspyrnum og fyrirgjöfum.

  Ég tók sérstaklega eftir því að hann tók 3 hornspyrnur og sló þær í burtu og gerði það vel, boltin fór vel út fyrir teig og hann var svo kominn beint á línuna. Rodgers veit klárlega að þetta er veikleiki, trúi ekki öðru, og það er verið að vinna í því eins og öllu öðru.
  Batnandi mönnum er best að lifa?

  YNWA – In Rodgers we trust!

 26. Varðandi De Gea að þá má ekki gleyma að hann var í markinu þegar Utd. töpuðu fyrir MK Dons í bikarnum og man ekki til að menn hafi verið að hrósa honum mikið þá. 🙂
  Það geta allir markmenn átt drauma dag og hafa nokkrir þeirra úr röðum andstæðinganna átt slíkan dag á Anfield í gegnum tíðina.
  Ég myndi hinsvegar ekki vilja skipta Mignolet út fyrir De Gea bara út af einum leik. Vil hinsvegar tvímælalaust fá inn betri markmann með Mignolet sem myndi veita alvöru samkeppni um þessa stöðu.

 27. Ótrúlegt að lesa svona bull eins og hjá Homer hérna að ofan. Að Mignolet hafi verið ömurlegur bæði í ár og í fyrra? Er maðurinn t.d. strax búinn að gleyma fyrsta leik Liverpool í fyrra þar sem Mignolet reddar leiknum fyrir okkur með að verja vítaspyrnu á 88.mín. Það var þessi varsla sem kickstartaði frábæra tímabilinu hjá í fyrra og maður hreinlega sér þarna afhverju Liverpool byrjaði tímabilið svona vel, svona vörslur gefa liðum þvílíkan feelgood faktor eins og lukkudísirnar væru loksins með okkur í liði. Gerrard og co. hópast um hann sem hetju. https://www.youtube.com/watch?v=ZAvr4bvyNIw

  Já það eru til betri markmenn í heiminum en Mignolet en fullyrðingar um að hann hafi verið ömulegur í fyrra eru bara pjúra kjaftæði og léleg eftiráspeki. Hann gerði mistök jú eins og t.d. úti gegn Man City en hélt liðinu á floti sérstaklega framan af tímabili með frábærum markvörslum enda er hann fljótur niður og frábær shotstopper.

  Vilji menn kenna einhverju um slaka vörn og lélega markvörlu í ár þá ætti ásakandi fingurinn fyrst og fremst að beinast að því hvað Gerrard hefur gefið vörninni rosalega litla vernd (þegar Steward Downing er farinn að taka Gerrard öxl í öxl þá og tuska hann til þá er kominn tími á endurskoða afhverju það sem gekk frábærlega í fyrra hefur engan veginn gengið í ár) og hvað bakverðirnir okkar hafi sennilega verið of sókndjarfir. Bakverðirnir voru mun passívari gegn WBA og það skilaði sér í þéttari og öruggari varnarleik þó enn einu sinni hafi WBA tekist að spila sig í gegnum miðjuna móti okkur og að Lovren til að setja hann í vandræði.

  Maður er að lesa núna um að Liverpool sé orðað við að nappa Alexander Song af Barcelona/West Ham og maður skilur afhverju. Okkur vantar leikmann með alvöru líkamlegt presence og hraða fyrir framan vörnina ef við ætlum að spila hröðu bakvörðunum okkar jafn hátt uppi og Rodgers dreymir um að gera. Ég hef minni áhyggjur af Balotelli, hann verður góður sem second striker að spila með bakið í markið, dragandi menn í sig og koma öðrum í spil þegar Sturridge kemur tilbaka full heilsu.
  Ég hef meiri áhyggjur af vörninni og miðjunni. Það þarf einhvern bola fyrir framan Lovren svo að hans kostir njóti sín betur.

 28. Nákvæmlega AEG De Gea á einn alvöru leik og menn tala um hann eins og hann sé topp markmaður. Þarf nú greinilega ekki mikið til. Vörnin okkar er eins og gata sigti og væri kannski nær að fara telja upp mörkin sem hafsentar liðsins hafa gefið síðustu 2 leiktíðir en það er frábært að gera Mignolet að einhverjum blórabögli og taka um leið pressuna af varnarlínu liðsins þetta er ábyggilega frábært fyrir sjálfstraustið hans!

 29. Sælir ég var að spá hvernig næ ég í podcast hjá ykkur í gegnum crome þegar ég fer í download þá kemur það bara í glugga í browsernum sem spilar það en fer ekki inn á tölvuna með fyrir fram þökk 🙂

 30. De Gea er betri en Mignolet fact. Hann er auk þess tveimur eða þremur árum yngri. Allir að tala um vörnina okkar, vörnin hjá united mun lélegri og meiri rótering búin að vera þar.
  #25 De gea var reyndar valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum utd þannig hann hefur alltaf verið nokkuð vel metin af stuðningsmönnum ekki bara eftir þennan tiltekna leik.

 31. #40 þú hægrismellir einfaldlega á hlekkinn á mp3 skrána og velur “Save Link As…”

  Með þessu móti vistast mp3 skráin í Downloads möppuna hjá þér. Ef þú finnur hana ekki, geturðu opnað “Downloads” gluggann í Chrome (ctrl+j) og látið vísa þér á skrána á tölvunni. Að svo búnu geturðu opnað hana í hvaða forriti sem þú vilt.

 32. Móri mun aldrei selja Petr Cech til okkar. Hættum því að hugsa um það.

 33. Jæja Lovren á leið meiddur til Liverpool ,meiddist á æfingu með landsliðinu, Hvenar verður bara hætt með þessa landsleiki á miðjum tímabilum komið gott af þessu.

 34. Megum nú ekki bara einblína svona mikid á okkar lid med meidsli, Arsenal var ad missa Özil í 3 mánudi, Sakho stígur bara upp núna.

 35. þetta á eftir að reynast dýrt fyrir arsenal þar sem wenger var loksins byrjaður að átta sig á því að spila honum í holunni og hann var farinn að eiga góða leiki, nú er ramsey , özil, arteta,walcott og að sjálfsögðu diaby meiddir á miðjunni hjá þeim

 36. já og í þessum töluðu orðum var koscielny að meiðast , debuchy er meiddur og chambers í banni

 37. Jæja, Kolo Toure og Martin Skrtel í Miðverðinum gegn QPR (Ef Lovren og Sakho ná hvorugir þeim leik), Það er bara alls ekki svo slæmt, Hefðum ekki getað tekið út þessi Meiðsli á betri tíma.. QPR Langt um Lélegasta Liðið í Deildinni, Fullt af einhverjum útbrunnum Risaeðlum þannig að Menn geta alveg andað þó svó að helmingur liðsins myndi meiðast og einungis missa af næsta leik

 38. #48 ætla að vona að leikmenn liðsins hugsi ekki eins og þú þá er þetta tapaður leikur

 39. Sælir félagar

  Þetta er búinn að vera allt í lagi umræða hérna og ég ætla ekki að reyna að bæta hana. Ég er samt með skilaboð til Oh Bjé. Það fer ósegjanlega í taugarnar á mér að fá hástafi (stóra stafi) inn í miðjar setningar í tíma og ótíma. En þetta er nú bara ég og ekki ástæða til að taka mark á þessu nöldri. Ég þurfti samt að koma þessu á framfæri.

  Einfalda reglan er að það á að vera stór stafur í upphafi setninga og í sérnöfnum. Reglurnar um stóran staf eru fleiri en maður kemst ansi langt með þetta sem ég nefni hér. Svo biðst ég aftur afsökunar á nöldrinu því ég veit að þetta er ekki keppni í stafsetningu.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 40. ullarhausinn roy að reyna að sýna lfc miskun og tók sterling og henderson útaf í hálfleik hvað er að gerast

 41. Það Er Nú Bara Þannig…….að innihald setninga skiptir, að mínu mati, meira en hvort menn noti hástafi til áhersluauka í setningum.

  Breytir því ekki að LFC hafa oft >E<inmitt átt í erfiðleikum með útbrunnar risaeðlur og, pappírslega séð, veikari lið…
  :O)

Liverpool 2-1 WBA

Kop.is Podcast #69