Liverpool 2-1 WBA

Liverpool vann langþráðan sigur í dag þegar liðið lagði West Bromwich Albion 2-1. Eftir ósannfærandi úrslit og frammistöður undanfarnar vikur tókst liðinu að rétta úr kútnum og vann góðan sigur.

Rodgers gerði þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá því í tapleiknum gegn Basel á miðvikudaginn síðastliðin. Balotelli, Enrique og Markovic fóru út fyrir Lallana, Lambert og Moreno.

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Coutinho

Sterling – Lambert – Lallana

Liverpool byrjaði leikinn af krafti og höfðu í raun undirtökin í leiknum frá upphafi til enda en náðu kannski aldrei að hrista WBA almennilega af sér og koma sér upp þægilegri forystu í leiknum.

Lambert komst í tvígang í fínar stöður og hefði með aðeins meiri heppni getað opnað markareikning sinn fyrir Liverpool. Lallana átti fyrirgjöf sem Lambert náði ekki að reka tánna almennilega í og Skrtel átti frábæra stungusendingu inn á Lambert sem tók hann fyrir sig og ætlaði að leggja hann framhjá Ben Foster í marki WBA en náði ekki nægum krafti í skotið og Foster varði.

Mignolet þurfti að taka á hættulegu skoti frá hinum bráðefnilega og skemmtilega Saido Berahino áður en að Adam Lallana kom Liverpool yfir með frábæru marki. Hann tók varnarmann WBA á, lagði boltann á Henderson sem setti hann beint í hlaupaleið Lallana sem skar inn í vítateiginn og skoraði með laglegu skoti. Liverpool komið með forystu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Lallana, kórónaði góðan leik sinn í dag með marki.

Fljótlega eftir að flautað var á seinni hálfleikinn tók Michael Oliver leikinn í sínar hendur og gaf WBA vítaspyrnu. Dejan Lovren braut klaufalega á Saido Berahino en brotið var augljóslega fyrir utan teig en eftir hik þá benti Oliver einhverra hluta á vítapunktinn. Berahino tók spyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi.

Lambert átti annað fínt færi þegar Sterling krossaði boltann af hægri kantinum en skot hans fór yfir markið. Nokkrum andartökum síðar ýtir varnarmaður WBA Sterling niður í vítateignum og vildu Liverpool menn fá víti. Sterling var ekki á því að bíða eftir flauti dómarans og stökk upp aftur og lagði boltann á Jordan Henderson sem var einn og óvaldaður í teignum og skoraði með öruggu skoti í fjærhornið. Liverpool þá aftur komið með réttilega forystu.

Liverpool herti þá aðeins tökin á leiknum. Balotelli og Johnson komu inn fyrir Manquillo og Lambert. Balotelli átti flotta innkomu, átti hættuleg skot og tengdi vel við liðsfélaga sína. Hann átti frábæra stungusendingu á Sterling sem rak klaufalega tánna í boltann og missti valdið á honum á ögurstundu.

Oliver, sem dæmdi leikinn nokkuð vel og notaði hagnaðarregluna vel í dag klikkaði rétt undir lokinn þegar Lescott braut á Sterling sem var að sleppa í gegn en líkt og fyrr í leiknum spratt Sterling strax upp aftur og var kominn einn í gegn á Foster. Oliver hafði flautað of snemma og rændi Sterling upplögðu marktækifæri sem hefði getað gert endanlega út um leikinn.

Liverpool sá leikinn út og vann langþráðan sigur. Frammistaðan var ekki fullkomin en mikið batamerki má sjá á leik Liverpool.

Þrátt fyrir að hafa ekki tekist að halda hreinu þá virðast Lovren og Skrtel ná betur og betur saman með hverjum leiknum sem þeir spila saman. Bakverðirnir voru fínir og ógnuðu ágætlega fram á við.

Á miðjunni fóru þeir Steven Gerrard og Jordan Henderson algjörlega á kostum. Þeir sinntu varnarskildum sínum vel, stjórnuðu spilinu og ógnuðu fram á við. Þeir náðu frábærlega saman í dag og voru mjög flottir. Philippe Coutinho var þarna með þeim en náði aldrei almennilega tökum á leiknum eins og kollegar hans.

Sterling var líflegur fyrir framan þá og átti fínan leik. Hann var svolítið klaufalegur á ákveðnum augnablikum í leiknum og hefði getað gert ögn betur í ákveðnum aðstöðum en hann var mjög ógnandi og lagði upp sigurmarkið sem er frábært. Adam Lallana sem hefur farið vaxandi með hverjum leiknum sem hann spilar með Liverpool uppskar það sem hann sáði með því að skora laglegt mark. Hann var allt í öllu í sóknarleik Liverpool fannst mér, var mjög ógnandi og bjó til mikið af plássi og færum.

Lambert átti sæmilegan leik. Kom sér í góðar stöður og vann vel en því miður var boltinn ekki að falla rétt fyrir hann og lítið kom út úr honum. Balotelli átti líflega innkomu í seinni hálfleik og tengdi vel spil, bjó til færi og átti hættuleg skot.

Það er erfitt að velja einn mann leiksins. Lallana og Gerrard voru frábærir en það er erfitt að horfa framhjá Henderson sem lagði upp og skoraði í dag. Frábær leikur hjá varafyrirliðanum.

Það er margt jákvætt sem sást í liðinu í dag en eins og áður segir þá var þetta ekki fullkomið. Nú er aftur komið landsleikjahlé og er það annað hvort virkalega fínt eða ömurlegt fyrir liðið. Eftir hléið hafa leikmenn eins og Gerrard, Johnson, Sturridge, Allen og Balotelli fengið smá hvíld og góðan tíma á æfingarsvæðinu og koma vonandi ferskir inn eftir það.

Annars góður sigur og vingjarnlegt af liðinu að næla loksins í þrjú stig svona fyrst það var Kop.is ferð á leikinn! Þeir sem fóru í ferðina koma væntanlega sáttir heim 🙂

73 Comments

 1. Takk fyrir sigurinn kæru kop.is ferðalangar. Ég legg það til að þið komið ekkert heim aftur fyrr en að loknum síðasta leik tímabilsins 😉

 2. Bara áður enn vælið byrjar…..góður sigur hjá okkur. Skorum tvö góð mörk og fengum á okkur mark úr víti sem átti aldrei að vera víti. Leikmenn voru að leggja sig framm og vinna hver fyrir annan. Oft séð flottari leiki en það sem gildir eru stigin þrjú YNWA

 3. MIkið var þetta gott fyrir sálartetrið.
  Frábær skipting hjá BR þegar hann tók kútinn út og sett Lucas inn og færði Gerrard framar á völlinn.

 4. Mér finnst þessi leikur vekja upp stóra spurningu. Hvar á Gerrard að spila? Fannst hann lúkka vel þarna í tíunni undir lokin. Þarf ekki bara að kaupa einhvern solid playmaker og hafa Gerrard þarna?

 5. Sælir félagar

  Ég þakka liðinu mínu fyrir að létta af mér þungu fargi. Vona að þetta sé leikurinn sem lyftir byrði þungra örlaga af Liverpool liðinu og kemur því á þá sigurbraut sem við viljum hafa það á. Mikil happakaup voru það að kaupa Lallana og að hafa þolinmæði fyrir Hendo á hans fyrstu mánuðum hjá liðinu

  Það er nú þannig.

  YNWA

 6. Mér fannst Lambert flottur í þessum leik, hann kom liðinu ofarlega og boltinn náði að flæða ágætlega með hann fremstan.
  Ég veit ekki hvort að það hafi verið leikplanið hjá Liverpool eða innkoma Balotelli en Liverpool féll mjög aftarlega þegar að hann kom inn á völlinn. Ég verð samt að segja að ég var sáttur með Balotelli í þessum leik, hann var að spila boltanum ágætlega, hann kom með nokkrar fínar stungur fyrir Sterling og spilaði fínan einnar-snertingar-fótbolta við Gerrard áður en hann tók skot fyrir utan teig.
  Lallana er að vaxa með hverjum leik sem hann spilar fyrir okkur og er að sýna okkur afhverju Rodgers var svona ákveðinn í að fá hann, hann er með frábært touch og yfirvegaður á boltanum, það sást vel í markinu hjá honum hversu lipur hann var með boltann áður en að hann sendi á Lambert í þessu fallega 1-2 hjá þeim og kláraði færið vel.
  Ég ætla rétt að vona að þessi sigur gefi Liverpool smá sjálfstraust til þess að halda áfram að safna inn stigum.
  Í lokin er talað um að dómaramistök jafnist út yfir eitt leiktímabil, þessi mistök hjá dómaranum að gefa WBA vítaspyrnu var sem betur fer ekki að stela frá okkur stigum og ég vona að það jafnist út hjá okkur á móti Chelsea á Stamford Bridge, er ekki kominn tími til á að vinna þá á heimavelli?

 7. Góð 3 stig eftir ferð til Sviss í miðri viku. Gerrard ótrúlegur í dag 🙂

 8. Hef ekkert út á þennan leik að setja, öruggt en alltaf spenna.

  Gaman að sjá Gerrard gera flotta hluti í tíunni í lokin.
  Djöfull vildi ég að hann væri 10 árum yngri 😀

  Annað verulega jákvætt var hvað Jónsson kom hress inn í þetta.

  Styttist í Sturridge, Allen og Can og þá fer þetta að smella almennilega.

  Hefði viljað sjá Sterling fá góða hvíld núna en Foy fær að pönkast í honum næstu daga því miður.

  YNWA

 9. Hver ætlar að starta söfnun fyrir kop.is þannig að það sé fulltrúi á öllum leikjum héðan í frá?

  En já, mér fannst holningin á liðinu bara aldeilis ágæt. Sterling í einhverjum smá dal varðandi snertingarnar við boltann, en það jafnar sig. Fínasta barátta og pressa fannst mér.

  Gott að eiga svo von á Sturridge eftir landsleikjahléið.

 10. Margt jákvæt en margt sem við þurfum að laga líka.

  Það besta í dag voru auðvita 3 stig og maður tekur þau alla daga burt séð frá framistöðu.

  Mér fannst liðið spila betur gegn Everton . Vörninn leit eiginlega ekki nógu vel út og voru WBA sem sóttu ekki á mörgum mönum alltof hættulegir fyrir minn smekk en það var kraftur í okkar mönnum og það er ekki hægt að segja að menn voru ekki að leggja sig fram.

  Mignolet 6 – Fór útí fyrirgjafir og kýldi þær í burtu og eru það framför. Átti solid dag
  Moreno 6 – fín leikur og maður sér kraftinn sem þessi strákur hefur en manni fannst hann full glanalegur undir lokinn og skildi eftir sína stöðu dálítið opna.
  Lovren/Skrtel 5 – mér fannst þeir ekki virka vel í dag. WBA reyndi að dæla löngum boltum fram eftir að þeir lentu undir og það virkaði ágætlega fyrir þá þótt að miðverðinir okkar voru stærri og sterkari þá vorum við ekki að vinna þessa baráttu
  Manquillo 6 – lenti í vandræðum varnarlega en var duglegur og tók vel þátt í sóknarleiknum en má fara að vanda fyrirgjafir.
  Henderson 8 – en einn orkuboltaleikurinn þar sem hann vann fyrir tvo
  Gerrard 8 – flottur leikur þar sem hann náði að stjórna spilunu vel en það var greinilegt að honum leið vel í restina þegar hann var færður framar.
  Couthino 5 – vonbrigði vetrarins það sem af er. Boltin stopar of mikið hjá honum og þrátt fyrir öll trixin sem hann hefur þá er hann að búa til lítið.
  Sterling 6 – Var með skelfilegar fyrstu snertingu í þessum leik eins og í leiknum á undan en er alltaf ógnandi með hraða sínum
  Lallana 9 – okkar besti maður í dag. Vinnsla, skapandi og flott mark
  Lambert 6- solid leikur. Lét boltan ganga vel og átti ágætist skot sem Foster varði.

  Balo 6 – átti ágætist innákomu og var gaman að sjá samspil hans við Gerrard.
  Glen 6- solid
  Lucas – passaði svæðið fyrir framan vörnina sem leyfði Gerrard að komast frama.

  Flott að fá 3 stig, liði er hægt og rólega að komast í gang.

  QPR úti, Hull heima, Swansea heima og Newcastel úti. Setjum stefnuna á að komast á smá run núna og komum okkur upp töfluna.

 11. Gott að fá þrjú stig !

  Lallana vex en Sterling er greinilega kominn með hugann út fyrir boltavöllinn eins og gerðist eftir að hann skrifaði undir samninginn um árið. Vonandi braggast hann strákgreyið…ætli nýr samningur með mörgum núllum sé að trufla einbeitninguna.

  Jónsson greinilega verið að koma sér í form.

  Vonandi er botninum náð í bili…….og upprisan að hefjast….
  :O)

 12. Menn voru hægir og staðir megnið af leiknum í dag. Það fer líka að vera þreytandi að sjá Lovren og Skrtel spila long ball á þann framherja sem spilar hverju sinni, en þeir hafa heldur ekkert úr miklu að moða sendingalega séð. Þar er einfaldlega allt of langt á milli manna. Gríðarlegur heppnis stimpill yfir mörkunum, þó að einstaklingsframtakinu beri að hrósa. Liðið fór ekki að spila almennilegt, hratt, one-two spil fyrr en Gerrard fékk að fara framar og sýnir það okkur svart á hvítu hvað vantar þarna frammi. Engu að síður var þetta flottur baráttusigur og menn voru að mestu þéttir fyrir þegar þeir vörðust. Sé þetta þó ekki skila stigum gegn betri liðum.

 13. Ferlega var gaman að sjá Stevie G í sinni uppáhalds stöðu þarna í lokin!

 14. Finnst merkilegt þegar menn tala um heppnistimpil á mörkunum……er ekki allt í lagi? Er þá óheppnisstimpill á mörkunum sem við fáum á okkur…..stundum er umræðan út úr korti á þessari síðu. Ég sé það samt á kommentum að það eru fleiri tilbúnir að tjá sig og tjá sig oftar þegar við töpum…….ömurlegur laugardagur fyrir þá 🙂
  YNWA

 15. Allt á Pari nema hugsanlega Sterling og Coutinho sem sanna aftur að þeir geta ekki spilað 2 saman inná vellinum. En, Flott flæði hjá okkur á köflum og vorum mikið betri en í síðasta leik.

 16. Sigur er alltaf sigur. Það er það sem skiptir mestu máli. Er sammála þessari leikgreiningu. Við vorum betra liðið og enn þá vantar þennan langþráða herslumun sem einkenndi okkur í fyrra.

  Lallana var drullugóður, Lambert átti fína spretti. Vörnin gaf lítið af færum. Miðjan spilaði vel. Minna af klúðursmistökum en í undanförnum leikjum. Niðurstaðan er því framfarir en betur má ef duga skal. Þetta var nú bara WBA.

  Annars á þetta störgl ekki að koma á óvart .í fyrra vorum við með tvo bestu ensku framherjana í ensku deildinni. Sem stendur erum við með hvoruga þeirra. Það munar um minna.

 17. Sterling er ekki ad spila illa wba voru bara med hann i mjög godri gaeslu. Dad ad hann se i gjörgaeslu opnar fyrir adra.

  Mjög sattur med ad taka 3 stig i dag

 18. Sæl og blessuð.

  Þetta var mikill léttir og nú þarf að sýna að við getum sigrað styrjöldina þótt við töpum (fyrstu) orustum. Slíkt á að vera gerlegt og verður ótrúlegur léttir að fá ærlega framsókn með komu Sturridge. Var reyndar sáttur við Baló og þótti hann gera margt af gagni í leiknum. Hann hafði gott af því að byrja á bekknum. Lambert virðist vera hrokalaus með öllu, sem er ekki gott í þessu samhengi, með allar heimsins áhyggjur á herðum og þunglamalegur eins og pandabjörn. Er ekki hægt að hrista upp í strák og koma í hann smá attitúdi?

  En betra lið hefði refsað vörninni okkar, hræddur er ég um það. Þessi slavneski dúett er ekki nógu fínstilltur ennþá og með ólíkindum hvað þetta verður oft flókið hjá þeim.

  Grunar samt að margt muni breytast þegar hinn frómi Sturridge mætir til leiks. Þá losnar um stífluna í ennisholunum og er ég viss um að allur skrokkurinn muni tvíeflast fyrir vikið.

 19. Dejan Lovren er ömurlegur varnarmaður!
  Hann er á sínum besta degi léleg útgáfa af Daniel Agger. Hægur, ílla staðsettur og les leikinn ílla
  (og er ekki með YNWA tattúað á hnefana).
  Ég hafði ekkert tekið eftir honum í fyrra en menn á KOP.is kveiktu heldur betur áhugann á kappanum og ég var orðinn sannfærður að þetta væru mikilvægustu kaup sumarsinns. Maðurinn sem átti að skipuleggja vörnina. Ég var svo spenntur fyrir honum að ég valdi hann í fantacy liðið mitt.
  En vá hvað hann hefur valdið miklum vonbrigðum. Í hverjum einasta leik sem hann hefur spilað fyrir Liverpool hefur hann gert stór mistök. Í dag var hann heppinn að klúðra ekki leiknum þó hann hafi reynt sitt besta. Þessi dekking og tækling í vítinu var ömurleg! Honum tókst síðan í alvöru að leyfa framherja sem er 170ogeitthvað að ná fríum skalla inní miðjum markteig þó það væri eini maðurinn inní teig. Hann virtist vera að dekka skrtel frekar enn andstæðinginn. Missti sóknarmenn innfyrir sig í tvö skifti í viðbót í leiknum en tókst síðan að blokka skotin eftir lélega fyrstu snertingu sóknarmanna. Ekki Lovren að þakka að við unnum þennan leik. (Frekar en neinn annan leik.)
  Ég hef sjaldan verið svona pirraður yfir leikmanni Liverpool. Vörnin sjaldan verið jafn hriplek og maður er hreinlega orðinn stressaður fyrir sóknum hins liðsins þó að Liverpool séu í sókn, geri önnur lið betur. ( Var þetta svona Pollýana?)
  Annars var frábært að sjá mörkin koma upp úr þríhyrningsspili á milli miðju og varnar andstæðingana. Maður er búinn að vera bíða eftir þessu í vetur, og fengum að sjá það í leiknum á móti Basel þegar sterling tókst að klúðra besta færi leiksins. Meira stutt spil og hlaup inní teig takk.

 20. Mér létti mikið þegar flautað var af í dag og ég geri ráð fyrir að mörgum Púllurum hafi verið svipað innanbrjósts, sigurinn var ekki í höfn fyrr en flautað var af. Það var allt annað að sjá þetta lið spila en það sem tapaði fyrir West Ham og Basel. Gerrard var eins og hann á að sér og Sterling var þokkalegur þó hann mætti aðeins líta í kring um sig áður en hann reynir að prjóna sig í gegn og, Balotelli sást á hlaupum.!!
  Niðurstaðan; góður leikur og úrslitin vonandi bara byrjunin á betra gengi.

 21. Úff hvað það var gott að taka þrjú stig loksins. Allir að spila vel og mórallinn á uppleið.

  En ég verð að játa að ég fékk gæsahúð við að sjá Fowler með son sinn í stúkunni, vonandi ekki nema svona tíu ár þangað til að Fowler verði byrjaður að skora á ný fyrir Liverpool ????

 22. Loksins kom Henderson framar á völlinn og leiddi há pressuna og mer fannst gott að sjá Cotinio koma aftar a völlinn til að sækja boltan þannig að Gerrard var ekki slengja fram löngum boltum i tíma og ótíma sem við erum að elta. Spilið varð betra. Henderson klárlega þarna i sinni uppáhalds stöðu og það skein af honum sjálfsöryggið sem smitaði ut frá sér.

 23. Ó já… það verða sko sáttir kop.is farar sem koma heim.. 🙂 Ég og sonur minn 10 erum í skýjunum! Hvílík tilfinning að standa uppí stúku með trefilinn á lofti og taka undir í ynwa af öllum lífs og sálarkröftum!! Milljón þakkir á snillingana Magga og Einar sem leiða þessa ferð. Meira spennandi framundan á morgun… 🙂

  YNWA héðan úr Liverpool borg…

 24. Finnst þetta vera nornaveiðar á Lovren hann og skrtel hafi verið nokkuð traustir síðustu 3 leiki og gefið mjög fá færi á sér, sá ekki að lovren gerði neitt af sér í þessum leik fyrir utan vítið sem var aldrei víti.

 25. 3stig er það sem skiptir máli. Það vantar greinilega sjálfstraust i of marga leikmenn en mikið er ég glaður með Moreno og Lallana. Lambert kallinn er ekki að finna sig og það var pinu vandræðalegt að horfa a hann i dag. Mikið verður gott að fá Sturridge til baka

 26. í fyrsta lagi þá gaf dómarinn þeim víti ,brotið átti sér stað fyrir UTAN teig . Jú þetta var ekkert spes hjá Lovren en veit ekki betur nema þeir hafi varist bara nokk vel og migno aldrei í miklum vandræðum í þessum leik fyrir utan þetta Gefins víti sem þeir fengu.

 27. Glen Johnson kominn aftur í liðið…og við fengum sigur? Er þetta tilviljun eða hvað? 🙂

 28. Roger gerdi stòrk mistök med Lovren. Sakna Agger.

  Sídan er Glen Johnson mikid öflugri leikmadur en Manquillo. Sammála ad Gerrad eigi ad spilla 10una og Lucas var flottur. Lallana og Henderson bestir í dag.

 29. þrátt fyrir afleidda byrjun er Liverpool í 6 sæti sem stendur. Það segir mér að ef Liverpool nær sér almennilegt skrið. T.d vinnur næstu þrjá leiki….. þá er þessi byrjun kannski ekkert svakalega slæm eftir allt saman og við erum á svipuðu róli og önnur lið sem við erum að keppa við. Arsenal er t.d jafnt okkur að stigum. þessi sigur gegn WBA var gríðarlega mikilvægur.

 30. Það þarf að setja Lallana í röntgen. Hann hleypur alla leiki box-to-box í 90+ mín.

  Ég er nokkuð viss um að hann sé Quad-Lung, úthaldið er svo mikið.

 31. Frábær dagur, frábær 3 stig.

  Við getum ekki annað en glaðst yfir þessu. Liðið var að spila gríðarlega erfiðann útileik á miðvikudaginn. Liðið hefur ekki verið að spila vel á Sturridge, nú fer vélin að hrökkva í gang. Menn að koma aftur inn í liðið og sigurmórallinn mætir á svæðið. Ef við spilum eins og við spiluðum á móti Tottenham þá ættum við að enda í topp four.

  Djíses hvað það er miklu skemmtilegra að vinna mar…

 32. Flottur sigur og var heild yfir ánægður með alla í þessum leik, Lallana heldur betur að komist inní liðið verður spennandi að sjá hann þegar Sturridge kemur inní liðið.
  Annars er lítið hægt að setja útá þennan leik þannig séð, hef samt verið að taka eftir einu í síðustu leikjum með Moreno samt að byrja frábær kaup og virkilega spenntur fyrir þessum leikmanni en er ég sá eini sem ég hef tekið að hann er svo lengi að bakka, fannst Lallana vera oft á tíðum liggur við í vinstri bakverði og Henderson oft að hjálpa meðan Moreno var á labbinu tilbaka en samt sem áður þá er ég með mjög ánægður með Moreno, frábært að hafa samkeppni í þessari stöðu Moreno og Enrigue.

 33. Sáttur með stigin þrjú. Það var alltaf vitað að þetta yrði erfiður leikur. Liðið sýndi mikinn karakter eftir að WBA jöfnuðu. Lallana fær mitt atkvæði sem maður leiksins þrátt fyrir að Henderson sé vel að þeim titli kominn.

 34. Nokkrir punktar að mér finnst:

  1) Gerrard í tíuna – sérstaklega með strikera eins og Balotelli – kannski ekki að virka með Suarez en með Balotelli – þá virtist það virka fáránlega vel. Gerrard er nokkuð naskur á að aðlagast leikstíl leikmanna eins og Balotelli (eins og gerðist með Torres, en kannski ekki alveg eins vel með Suarez (hence af hverju hann var settur í holding stöðuna)

  2) Lallana. Einhversstaðar á þessari síðu, á því tímabili þegar við vorum bendlaðir við hann, var talað um að hann hefði ekki úthald í 90 mín. Þessi leikur sýndi annað. Hann var mjög duglegur allan leikinn og átti hressilega spretti með boltann. Minnti á hinn þindarlausa Jason McAteer þegar hann átti stórleiki, já ég meina STÓRLEIKI (sem voru kannski bara 2).

  3) Lovren & Sktrel – vaxa. Fannst þeir gera flest allt vel. Hef trú á þessu tvíeyki. Sjáum hvernig þeir eru eftir 2-3 leiki í viðbót.

  4) Johnson – kom með miklu meiri dýpt í hægri bakvörðinn eftir að hann kom inn á. Sýndi meiri áræðni og hugmyndaflug þegar hann sótti fram – á meðan Manquillo er alveg fínn, en bara virðist ekki hafa alveg tæknina eða hugarfarið, eða sjálfstraustið, að fara fram eða taka á mótherja.

  5) Lambert – ekki LFC material. Ég held að LFC gerðu rétt fyrir einhverjum tæpum 20 árum að láta Lambert fara, þegar hann var ungliðsgaur. Myndu ekki allir vilja skipta Lambert við Remy?

  6) Mignolet – stirðbusi. Glaður myndi vilja sjá Valdez. Og ég held að meirihluti aðdáenda LFC séu sammála.

  7) Coutinho – betri en í síðustu leikjum. Held að formið hans sé að fara batnandi. Ég vona það allavega.

  My 2 cents.

 35. Niðurstaða dagsins hjá hinum réttsýnu eða svartsýnu “Lovren er ömurlegur” af því að hann gaf víti sem var aldrei víti…….hversu ömurlegir getið þið verið !!!!!!

 36. Nei Björn það er alls ekki það sem ég sagði. Liverpool fékk ranglega dæmt á sig víti eftir að Lovren týndi manninum sínum og fór síðan í lélega lastminute tæklingu sem hann tapaði.
  Það sem ég var að benda á er að Lovren týnir mönnunum sem hann er að dekka svona 5 sinnum í leik og í öllum leikjum hingað til hefur það kostað mark og eða dauðafærum sem “hinn stirði” Mignolet þarf að bjarga trekk í trekk. Ég benti á 5 atvik bara í þessum leik á móti liði sem spilaði með 1 framherja og fáa sókndjarfa miðjumenn.

  Ég bara skil ekki hvað hann sleppur vel í allri umfjöllun með þetta. Ef Sakho klikkar á sendingu er hann jarðaður hérna á síðunni , að því hann er svo klunnalegur og ef hann væri að gera þessi sömu mistök og Lovren þá væri líklegast búið að jarða hann endanlega.
  Lovren virðist einhvernveginnhafa orðið einhver cult hetja í Liverpool án þess að hafa spilað leik.

 37. Vonandi eru dómsdagsspámennirnir komnir í pásu í bili, amk. þangað til við töpum leik næst.

  Það er óþarfi að pikka alltaf út 1-2 blóraböggla og kenna þeim um allt milli himins og jarðar þegar leikir tapast. Að sama skapi er almennt óþarfi að búa til hetjur eftir sigurleiki, sérstaklega eftir að Suarez fór. Hann var auðvitað oft þessi hetja sem vann leiki upp á sitt einsdæmi. Núna er liðið allt öðruvísi og oftast er það liðsheildin sem vinnur eða tapar leikjum.

  Varðandi þennan leik og síðustu leiki þá sá ég út af fyrir sig ekki mikinn mun á leik liðsins. Þeir voru jú slakari gegn Basel en þeir spiluðu betur gegn Everton og sköpuðu fleiri færi. Liðinu virðist fyrirmunað að halda markinu hreinu og því þarf lágmark 2 mörk til að sigra leiki. Með sóknarleikinn í því hálfgerða lamasessi sem hann er, gerir Rodgers mjög erfitt fyrir að stilla upp liði. Held það sé samt rétt sem kemur fram hér að ofan að með þrjá nýja í varnarlínunni og óöruggan markmann þá hlýtur það alltaf að taka tíma. Við verðum bara að vona hið besta, að þessi varnarlína nái að halda sér að mestu heil og hún fari smátt og smátt að límast saman. Ef mönnum finnst Mignolet stirðbusalegur þá er hann algjör hátíð við hliðina á Viktor Valdes.

  Lallana hefur verið að bæta sig, greinilega mjög góð kaup í honum. Hann mun spila sig inn í þetta byrjunarlið ef hann hefur ekki nú þegar gert það. Á móti kemur að Balotelli hefur líklega spilað sig út úr liðinu á síðustu vikum. Ég tel einsýnt að um leið og Sturridge er klár þá muni hann taka stöðu Balotelli. Það er ekki endilega Balotelli sjálfum að kenna, heldur er eins og menn hafa rætt hér í lærðum pistlum og kommentum, frekar leikstíl hans og skorti á samhæfingu hans og liðsins um að kenna. Hann kom nokkuð sterkur inn í gær. Ég sá aðeins seinni hálfleikinn þannig að ég er engan veginn dómbær á frammistöðu Lambert.

  Gerrard framar – það er alveg hægt að skoða það. Liðið spilaði mjög vel eftir að Lucas skipti við Coutinho. Hélt boltanum vel og var nokkuð hættulegt fram á við. Eitthvað sem mætti alveg skoða þótt ég efist um að Rodgers líti á það sem sinn besta kost.

  Held það sé samt best að við höldum okkur á jörðinni. Það eina sem ég vildi úr þessum leik var þrú stig, þau komu og nú er bara að halda áfram að knýja fram þrjú stig úr næstu leikjum. Ég bið ekki um glimrandi frammistöður, 2-1 eru fín úrslit meðan við erum að komast af stað í deildinni. Það er nóg eftir og þótt Chelsea séu núna 6 stigum á undan okkur þá er það ekki neitt. Þeir eiga eftir að lenda í sínum vandræðum og meiðslum. Ég hef ennþá trú á þessu liði, hafði það líka í gegnum þennan vonda september og ef liðinu tekst að komast af stað núna eftir landsleikjahlé, sleppur við fleiri meiðsli og vinnur nokkra leiki í röð, þá er allt hægt. Fyrsta sætið líka.

 38. Sammála því að Lovren hafi verið köflóttur í leiknum. Hann er í vandræðum í dekkningunni og oftar en ekki týnir mönnunum sínum. Svo pirrar mig eitt við leik hana og það er þegar hann skallar boltann þá virðist hann bara skalla eitthvað. Hann reynir örsjaldan að skalla á samherja heldur einbeitir hann sér að því að setja kraft í skallann til að ná honum sem lengst í burtu. Vantar yfirvegun

 39. Ég væri til í að sjá klippu af Gerrard eftir að Lucas kom inná og horfa á það með sunnudagskaffinu.
  Þvílíkur rjómi.
  YNWA

 40. Ég er kommúnisti út í gegn og rauður. Hvar er Baloteli? Tell me. Þarf virkilega að syngja Internaton-nalin til þess að fá liðið í gang. Coutinio hvar ert þú?
  Lalalana maður bara spyr.

 41. Mjög mikilvægur sigur, þvílíkur léttir! Gerrard í sína stöðu takk, þetta var gott.

  Helvítis everton virðast ekki ætla standa í united núna. Fyrir seasonið sagði hló ég mikið að brandara hérna á síðunni um hver væri munurinn á kfc og united: kfg hefur betri vængi .. ekki lengur 🙁 ótrúlegt hvað kaupin á di maria hefur breytt þessu liði þeirra

 42. Sælir félagar

  Það er mikill léttir að þessi leikur skyldi vinnast. Það gefur manni andrými til að hugsa um fótbolta liðsins af einhverri yfirvegun og án þess að vera pirraður útí einstaka leikmenn. Jafnvel þó þeir hafi ekki verið að spila vel.

  1. Coutinho virðist einhvernveginn ekki vera tilbúinn í slaginn. Ég er samt á því að það hafi verið batamerki á stráknum í þessum leik.

  2. Sterling hefur einhvernveginn virkað eins og hann haldi ekki einbeitingu í leikjum. Gæti verið þreyta eða að eitthvað er að trufla hann. Samningamál?

  3. Balo, ég veit ekki. Hann þarf náttúrurlega að aðlagast leikstíl liðsins sem er eðlilegra en að liðið lagi sig að honum. Ég hefi samt trú á að hann eigi eftir að reynsat vel.

  4.Lovren er mér áhyggjuefni. Ég vil benda á það sem Gústi hefur verið að segja um hann hér í kommentum. Mér finnst vera mikið til í því sem hann segir þó ef til vill kveði hann nokkuð fast að orði. Það var til dæmis skelfilegt að sjá atburðarásina sem leiddi til vítisins (nota bene rangur dómur) og svo skallinn sem Berahino fékk og setti yfir markið. Það var dauðafæri sem hann fékk þar milli miðvarðanna okkar sem voru eins og höfuðsóttarkindur í þeirri fyrirgjöf. Virtust ekki vita hvor um anna og gáfu þar með dauðafæri sem var misnotað sem betur fer.

  4. Skrtel sjá Lovren en samt finnst mér hann ennþá amk betri/sterkari en Lovren.

  5. Bakverðirnir ungu eiga vonandi mikið inni en mikið væri ég til í að Ben Johnson mundi nú girða sig í brók og spila eins og hann hefur hæfileika til. Hann ætti að vera sæmilega hvíldur og þar með hafa þrek til að spila af þeirri getu sem hann hefur.

  Aðrir liggja milli hluta þar sem þetta er nógu langt. Það eru þó margir ljósir punktar þar sem vert væri að ræða. Ég hefi trú á að BR komi þessu liði í gang og þar með fáum við þau úrslit sem við eigum að fá.

 43. Drengir! Hættum að hugsa um United og hvað þeir gera! Það sem skiptir máli er hvernig okkar menn standa sig á vellinum.

  Þessi þrjú stig í gær voru mikilvæg og að vera þarna í 8/9 sæti aðeins 3 stigum frá Top4 skiptir frekar miklu. Það hefði verið mjög slæmt að vera 5 eða 6 stigum frá Top4 þrátt fyrir að fáir leikir séu búnir.

  Það má auðveldlega sjá hversu lítið sjálfstraust liðið hefur og hversu mikil ringulreiði er innan liðsins. Henderson steig upp í gær og átti fínan leik en hann er að spila langt undir því sem við sáum síðustu leiktíð.
  Það er e-ð að trufla Sterling og það ætti að leysa sem fyrst! Ef $$$ eru að trufla hann þá finnst mér að BR þurfi að gera það upp við sig hvort hann sé það mikilvægur að best sé að gera nýjan samning við hann strax eða hvort hann þurfi að endurskoða hugarfar sitt. En svo getur verið að peningar skipti hann minna máli en blöðin segja til um og að sjálfstraustið sé bara lítið.

  En sá sem þarf mest á einhverskonar aðstoð að halda er Coutinho! Hvert fór sá einstaklingur sem brillaði á síðustu leiktíð!

  En ég er ekkert sérstaklega brattur eftir þennan sigur! Ég man mjög eftir leik 09/10 leiktíðina þegar ég hélt að allt væri að fara verða eins og það var þegar Liverpool vann Hull sannfærandi heima. Ég þarf að sjá næstu 4 leiki fara vel til þess að trúa því að við séum á réttri braut.

  En þetta var góð byrjun!

 44. Allt annað að sjá til liðsins þó við eigum talsvert langt í land með að ná fyrri styrk. Trúi og treysti því að við förum nú á gott run.

  Nú tekur við landsleikjahlé og við fáum svo Sturridge, Allen og vonandi Can fyrir næsta leik á móti QPR þann 19. okt. Leggjumst bara á bæn með að við fáum aðra leikmenn okkar heila eftir þetta fucking landleikjahlé.

  Þrátt fyrir dapra byrjun á þessu móti þá erum við bara 1 stig frá fjórða sætinu. EINU stigi! Það er alveg með ólíkindum og segir bara meira en mörg orð um hvað þessi deild er jöfn og sterk.

  Því miður þá er ég ansi hræddur um að 1. sætið sé frátekið og þetta verði ekki spennandi barátta um titilinn. Þetta er monster lið þetta Chelsea lið. 19 stig eftir 7 umferðir og búnir að spila m.a. við Liverpool, Arsenal og City! Þetta verður hins vegar hörku barátta 5 – 6 liða um sæti 2. – 4.

 45. Frábært að fá Sturridge og Allen inn fyrir næsta leik. Hver meiðist þá í þessu landsleikjahléi? Sterling?

 46. Gaman að sjá Glen Johnson koma inn á . Ekki minn uppáhalds, en bráðnauðsynlegt að hann veiti Manquillo einhverja samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna.

 47. Ég var svo sem ánægður með sigurinn í gær. Baráttusigur og sterkt að koma til baka eftir svona rugl dóm á okkur varðandi vítið. Lallana var góður í leiknum og Henderson poppaði upp á mikilvægum tímum. Varðandi sóknarleikinn þá aldrei þessu vand fagna ég landsleikjahlé. Sturridge kemur sterkur til leiks, Balotelli fær frí frá landsliðinu Þannig þeir geta reynd að Synca með hléinu stendur. Held að vandamálið með sóknarleikinn síðasta mánuðin sé fólgin í að Sturridge er mun mikilvægari fyrir Balotelli til að opna og búa til svæði fyrir hann heldur enn Balotelli fyrir Sturridge. Sturridge mun koma með allt í sóknarleikinn sem Balotelli þarfnast sárlega. Þetta verður spennandi að sjá hvernig þetta verður spilað eftir landsleikjahlé. Couthino er búinn að spila sig úr liðinnu mér grátlegri frammistöðu eftir frekar gott undirbúningstímabil. Lallana hefur vaxið með hverjum leiknum og verið okkar besti leikmaður í síðustu 2 leikjum í deildinni.

  Líklegt byrjunarlið 19 okt á móti Qpr Myndi ég giska á Mignoelt – Johnson – Lovren -Skrtel-Moreno-Gerrard-Henderson-Lallana-Sterling-Sturridge-Balotelli og Tígulmíðjan. Jákvæða við þetta er að johnson-Gerrard-Sturridge-Balotelli eru allir í frí þessa daganna og nokkrir í viðbót Reyndar finnst mér rugl að Lallana sé valin í landsliðið rétt svo komin í gang eftir meiðsli enn það er bara mín skoðun, Ekki hægt annað enn að vera jákvæður í þetta hlé 🙂

 48. Hljomar eins og spennandi leikur…eg heyrdi urslitin thegar eg skreid ut ur tjaldi I morgun. Virkilega flott mikilvaeg 3 stig.

 49. Langþráður sigur og ljóst að kop.is þarfa að fjölga sendiherrum á leiki klúbbsins því það virðist bera lukku 🙂

  Það kom nkvl ekkert á óvart að Lallana skyldi skora og að markið yrði jafn glæsilegt og það var. Vinnusemin og áræðnin frá því að hann kom til baka úr meiðslunum er langt umfram það sem við sjáum hjá nokkrum öðrum liv leikmanni þessa dagana. Hlutirnir hafa kannski ekki alveg gengið upp hjá honum en þetta small á besta tíma á móti WBA og Henderson og lambert fá hrós fyrir sína aðkomu að markinu. Þetta er nkvl það sem við þurfum, sérstaklega þar sem Coutinho virðist vera alveg týndur kallinn en ég held að hann muni þó komast betur í takt þegar Sturridge mætir aftur þar sem þeir hafa nú oft náð vel saman.

  Varðandi vörnina þá fannst mér hún nokkuð góð á móti Everton og að hluti til góð á móti WBA. Þetta var nottla ekki víti þó tæklingin hafi vissulega verið frekar klunnaleg hjá lovren. Ég man samt sérstaklega eftir einni fyrirgjöf þar sem Berainho var alveg gjörsamlega einn á milli sktrel og lovren og ég held að lovren hafi átt hann. Það var glæpsamlega léleg dekkning og væri væntanlega mark í 2/3 skiptum sem slíkt gerist….við sluppum vel þar. En vonandi eru menn að synca betur saman þarna aftast, johnson var með flotta innkomu einnig og mun væntanlega skiptast á leikjum við manquillo sem er fínn að mörgu leiti og fullur af orku en kannski ekki alveg að ná að gera mat úr sóknarleiknum sínum.

  Enn er áhyggjuefni að sjá hvað strikerarnir ná að skila litlu og greyið lambert er nottla bara gjörsamlega rúinn sjálfstrausti en hann gerir þó litlu hlutina vel og verður bara að fókusera á þá meðan lítið annað gengur. Balotelli kallinn er að reyna eins langt og það nær í hans orðabók, hann mun skora það er alveg á hreinu og vonandi verður ekki langt í það. Það gerist oft hellingur hættulegt í kringum hann en því miður of oft stoppa líka sóknirnar hjá honum.

  Mér finnst eins og andstæðingarnarir okkar klippi SG oft útúr spilinu frá markmanni og því gerist það að skrtel og lovren séu í auknum mæli að bera uppi boltann með mjög misjöfnum árangri, slíkt er afar óheppilegt og dregur úr því sem maður áleit vera mesta styrkleikann við það að spila SG sem aftasta miðjumanni. Kannski væri ekki vitlaust að færa hann aftur ofar og setja lucas aftastann og þá hvíla annaðhvort sterling eða coutinho (nú eða hvíla bara SG aðeins oftar).

  Það eru hellings veikleikar á spilamennskunni en ég held að við getum líka verið pínu sáttir við það að vera ekki lengra frá toppliðunum m.v. það að framherjarnir eru gjörsamlega týndir og vörnin hefur verið sjeikí. Ég hef trú á því að morenu, lovren og að sjálfsögðu lallana séu að aðlagast liðinu sem styrkir það vissluelga töluvert bæði breidd og byrjunarlið ásamt því að vonandi verða allen og sturridge tilbúnir í slaginn eftir landsleikjahlé og því hægt að skerpa betur á spilamennskunni og pressunni.

  Blessunarlega feginn að fá 3 stig og er að berja í mig jákvæðni 🙂

 50. Jæja, nú er ég búinn að horfa á leikinn.

  Mikið var gaman að sjá Gerrard í tíunni. Stóð til virkilega vel! Get vart hugsað þá hugsun til enda að einn daginn muni hann leggja skóna á hilluna.

  Jordan Henderson er að verða alveg frábær knattspyrnumaður, kann æ meira að meta hann. Frábær frammistaða, stórkostlegur þríhyrningur með Lallana og klókt innanfótarslútt í markinu.

  Loks sáum við líka rétta andlit Adam Lallana, hann er virkilega góður fótboltamaður og virðist keyra á svipuðu eðalgasi/rafhlöðum og og Henderson – þvílíkt workrate! Munum að hann missti af pre-seasoninu og er rétt að komast í takt við liðið. Hann á eftir að reynast okkur happafengur. Lallana og Moreno eru mögulega einu dílarnir í glugganum sem tala má um að bæti byrjunarliðið. Þar geri ég ráð fyrir Glen Johnson eins og hann á að sér að vera, því í sínu eðlilega formi er hann mikið betri en nokkurn tíma Manquillo.

  Loks erum við að fá Sturridge og Allen til baka og aldrei þessu vant er landsleikjahléið sæmilega tímasett. Held að við verðum beittari að því loknu. Og Valdes? Forvitnilegt að sjá hvort sá díll gangi í gegn! Onwards and upwards!

 51. Þeir sem eru að gagnrýna Coutinho sem harðast ættu að pæla í einu. Hans styrkleikar felast í því að finna menn í hlaup bakvið vörnina. Í fyrra höfðum við Suarez og Sturridge sem gerðu það. Núna eftir að Sturridge meiddist þó hefur enginn framherji tekið hlaup bakvið vörninni og þá hefur hann átt í erfiðleikum. Ég tel að hann verði betri eftir að Sturridge kemur til baka. Það henti hans leikstíl betur.

 52. það er gaman að sjá hvað Allen er komin í góð mál hjá meðlimum þessa bloggs…..það er nú ekki langt síðan að staðan var einmitt þveröfug, sama með hendó.

  Menn verða að fá tíma til að sanna sig…..það hefur nú sannað sig….nýju drengirnir núna verða því að fá smá tíma til að gera slíkt hið sama.
  :O)

 53. Ætli við sjáum breytingu í næsta leik?

  “You could see his quality and his ability to combine with Balotelli straight away,” he said to the club’s official site.

  Brendan Rogers: “Steven is a player who makes the game look simple and Mario knows he is playing with one of the greats of the game. Mario is a guy who needs certain types of passes and Steven is the sort of player who can provide them.”

  “He definitely added something to our game in that position, though I feel he has been outstanding in the deeper position too. It was refreshing to see the cleverness and brightness he brought, and that was his third tough game in a week.”

  Both Gerrard and Balotelli have come under criticism for their performances so far this season, but they were better at the weekend.

  Gerrard was influential in midfield, whilst Balotelli had a decent impact after coming off the bench to replace Rickie Lambert.”

  Lucas í djúpa hlutverkinu með Henderson og Lallana. Gerrard, Sturridge og Mario frammi? Sterling hvíldur.

 54. Gott að Glen sé kominn aftur, besti hægri bakvörður á englandi á góðum degi

 55. Takk Liverpool þið björguðu laugardeginum vegna þess að mitt elskulega félag FH tapaði óverðskuldað fyrir Stjörnunni úr Garðabæ, enda fengu þeir mikla hjálp frá línuverðinum sem er Garðbæingur!!!!!!

  EN ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!

 56. Væri ekki allveg gráupplagt að splæsa í einn opinn þráð svona meðan landsleikjahléið er held að það muni allveg slá í gegn.

  Hvenær hendiði svo í podcast þið miklu meistarar?

 57. Sælir félagar. Þetta var góður leikur og við fengum gott veður úti.
  Ég vildi bara benda ykkur á leigubíl sem hægt er að hafa samband við þegar þið eruð að fara á leik á ykkar vegum og þurfið að komast frá Manchester til Liverpool. Þetta er frábær maður sem heitir Tom Wilson. Hann er með nokkra 6-8manna bíla og er sanngjarn. Við vorum að koma frá Liverpool og vorum 6 í hóp. Hann tók 120 pund fyrir báðar leiðir. Sótti okkur á völlinn og keyrði beint á hótel í Albert Dock. Hann er mjög heiðarlegur maður sem vill ekki svíkja það sem um var talað. Því í morgun mætti hann á nákvæmlega réttum tíma á hótelið , þótt að barnabarnið hans hafi dáið í gærkvöldi. Hann var mjög langt niðri en hafði samt áhyggjur af okkur íslendingunum sem hann hafði gert samning við. Þess vegna vil ég endilega koma honum á framfæri hjá okkur og vonandi hafa einhverjir áhuga á að versla við hann. Hann hefur síma +44 7977572425. þegar út var komið var bara númerið 07977572425. Fyrirtækið heitir Twilight luxury Travel.
  Twilight Travel .
  Fyrirgefið mér þetta en ég mátti til með að koma þessu á framfæri og myndi vilja hafa svona upplýsingar á vefnum okkar.

 58. Hérna er e-mail sem við höfðum samband við.
  Twilight Travel

 59. Mér finnst menn vera full harðir í garð Lovren. Hann þarf að fá tíma til að komast inní hlutina hjá Brendan, það er auðvitað stórt stökk að fara frá liði sem er í miðjuhnoði og væntingarnar engar og í Liverpool sem er með margar milljónir af stuðningismönnum útum allan heim með svakalegar væntingar. Við verðum gefa honum tíma, hann var frábær hjá Southampton. Og menn sem vilja skipta á honum og Agger? Agger er búinn. Seinustu tímabil hefur hann ekki getað spilað nema max 20 leiki á tímabili vegna meiðsla. Það er ástæða fyrir því að hann fór heim til Danmörkur en ekki til Barcelona eða Arsenal. En annars var leikurinn góður og ég hef litlar áhyggjur af tímabilinu hjá Liverpool. Við erum með fullt af ungum og spennandi leimönnum í Liverpool sem eiga bara eftir að verða betri. Framtíðin er björt.

 60. #70 Henderson, Lallana, Sterling og Lambert í hópi Englands.

  Mikið var frábært að fá sigur um helgina. Verðskuldaður sigur og hópur frá Kop.is á leiknum, spenna, fín spilamennska og 3 stig.

  Ekki slæmt að fara með sigur inní landsleikjahlé. Vonandi koma okkar menn heilir tilbaka og þar taka vonandi Sturrigde, Can og Allen á móti mönnum.

  Á ekki von á öðru en kop.is hafi átt brilliant ferð til Liverpool og ég hlakka til að lesa ferðasöguna 🙂

 61. 62 Glen Johnson kannski besti bakvörður Englands á góðum degi, en á þeim bænum er lítil samkeppni og lítið um “góða daga”

 62. Þungi fargi af manni létt. Loksins sigur. Sá bara highlights úr leiknum og verð að segja að ég hef þungar áhyggjur af varnarleik liðsins og þá sér í lagi frammistöðu Dejan Lovren. Maðurinn gerir mistök í hverjum leik og þarna voru Liverpool menn heppnir að þau töldu ekki meira.

  Langt landsleikjahlé framundan en svo koma fjórir leikir á níu dögum. Það verður eitthvað!

One Ping

 1. Pingback:

Liðið gegn WBA

Opinn þráður – Samningsviðræður við Sterling og Henderson