Mario Balotelli – okkar fyrstu kynni

Ég sat við tölvuskjáinn heima. Mér leið furðulega og ég hafði í raun ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera eða hvernig ég átti að bregðast við. Ég hafði lesið fyrirsagnir allra helstu blaða í Englandi og Ítalíu, þær voru allar á sama máli; “Mario Balotelli á leið til Liverpool fyrir 16 milljónir pund!”

Þarna tók það mann smá tíma að ná áttum. Átti ég að vera spenntur eða kvíðinn? Átti ég að fagna eða bölva? Er Liverpool að vaða úr öskunni í eldinni að fá ólíkindatól til að taka við keflinu af öðru ólíkindatóli? Á hann ekki að vera svo latur og með lélegt hugarfar? Er hann samt ekki ógeðslega hæfileikaríkur?

Þetta var smá stríð í hausnum á mér. Maður gaf sér tíma til að melta hlutina, skoða málin út frá ólíkum sjónarmiðum og mín niðurstaða var sú að þarna var afar hæfileikaríkur leikmaður á leið til Liverpool fyrir lítinn pening. Muni hann ná þeim hæðum sem hann getur náð þá er Liverpool dottið í lukkupottinn en hvað ef hann reynist skemmt epli sem smitar út frá sér og étur liðið og liðsheildina upp að innan? Það er málið með Balotelli, það þarf alltaf að fylgja eitthvað “en” með honum. Hann er góður leikmaður en vitlaus ólátabelgur – eða svo segir sagan.

Á endanum varð ég og er mjög spenntur fyrir Balotelli sem leikmanni hjá Liverpool. Það er eitthvað við það að sjá hann reyna fyrir sér hjá Liverpool og það er eitthvað við þennan strák sem er heillandi og áhugavert, bæði persónan og leikmaðurinn.

Hann mætir á Melwood. Hann skartar rauðri treyju, hann lætur mynda sig við Evrópubikarinn, lætur þukkla á sér í læknisskoðun og virðist vera hinn kátasti maður þarna á svæðinu. Mario Balotelli var orðinn Liverpool’s new no.45! Þessi sjón tók smá stund að meltast en kitlaði samt einhverjar taugar og maður var orðinn spenntur.

“Balotelli is a big talent,” Rodgers said.
“I saw that in this time at Inter Milan as a young player and obviously going to Manchester City when we had a real close eye on him there.
“He’s got all the qualities. He’s 6ft 3ins, he’s quick, his touch is terrific and he can score goals. He went back to Italy to play and he’s still so young.
“If his focus is right, his concentration is right and he leads the lifestyle of a top player then he can play for any team in the world.”

Þegar Liverpool mætti Balotelli og félögum hans í AC Milan í æfingaleik í Bandaríkjunum í sumar talaði hann afar vel um ítalska framherjann. Alveg það vel að sögusagnir um áhuga Liverpool á að kaupa Balotelli fóru á kreik, Rodgers var þó ekki lengi að kæfa það og fullyrti að Balotelli yrði ekki leikmaður Liverpool. Nokkrum vikum seinna var hann mættur!

Hype-ið í kringum Balotelli var fyrirsjáanlega mikið. Þarna var einn litríkasti leikmaðurinn í boltanum að koma aftur í ensku Úrvalsdeildina og blaðamenn hafa sleikt út um heyrandi þessar fregnir. Einhverjir stuðningsmenn annara liða fögnuðu því að fá þennan karakter aftur í sviðsljósið og stuðningsmenn Liverpool deildu spennu og kvíða á milli sín.

Hann er mættur. Super Mario. Mario magnificio er kominn á Anfield!

Brendan Rodgers var og er endalaust spurður út í Balotelli. Það virðist sem menn bíði eftir því að hann geri eitthvað heimskulegt, að hann misstígi sig. Rodgers reynir að svara spurningum um hann eins rétt og hann getur gagnvart Balotelli og liðsfélögum hans. Balotelli er ekki heimsklassa framherji því hann þarf að ná stöðugleika í sinn leik líkt og Suarez þurfti að gera. Á tímapunkti, eftir að hafa þurft að svara spurningum um Balotelli í gríð og erg segir Rodgers:

This is not the Mario Balotelli show,” he insisted. “He has a lot of work to do and the star of this team will always be the team.”

Nú veit maður ekki hvort Rodgers okkar hafi verið að leggja línurnar fyrir Balotelli. Gera honum fullkomlega grein fyrir því að hann er einn af hópnum eða minna blaðamenn á að það eru fleiri leikmenn í Liverpool liðinu sem eiga meiri athygli skilið. Hann hefur sent þessi skilaboð til Balotelli og segist hann hafa fengið Balotelli til að dekka mann í horni á fyrsta skiptið á ævinni – ég trúi því ekki alveg en hann kemur sínum skilaboðum til skila.

Balotelli þrátt fyrir að fagna ekki mörkum sínum virðist vera mikil tilfinningavera og undir köldu og kæruleysislegu yfirborði virðist leynast mjúkur strákur. Mömmustrákur sem elskar hundinn sinn, hefur þurft að lifa í kynþáttaníði í Ítalíu frá unga aldri og verið undir stöðugri pressu frá væntingum og fjölmiðlum allt frá því að hann var táningur að brjóta sér leið í gegnum unglingastarf Inter. Hann virðist aldrei hafa farið leynt með það en margir sjá eflaust ekki í gegnum þessa skel sem hann virðist hafa myndað sér.

“My public image is absolutely not a fair reflection of who I am.”

Utan vallar er Balotelli afar áhugaverður karakter og það sama gildir um hann innan vallar. Hann hefur orðspor á sér að vera kærulaus og latur á vellinum, sem er kannski ekki ósanngjart og alrangt að segja. Það er kannski óhætt að segja að miðað við reynsluna og hæfileikana sem leynast i líkamnum á þessum strák þá ætti hann kannski vera orðinn betri en hann er í dag.

Balotelli veit að hann hefur hæfileikana og vill ná langt en hann virðist gera sér fulla grein fyrir því að hann þurfi að bæta sig á ákveðnum sviðum. Líklega bæði utan vallar sem og innan.

When I decide to score, I score. I know I am strong, but I believe it is not enough yet. I can kick fine, dribble very well, but I still have to improve.

I want to be the strongest player in the world and score a lot of goals. To do that, I have to improve in every area.

Conte, nýráðinn þjálfari ítalska landsliðsins segir það skýrt hvar Balotelli þarf að styrkja sig til að komast í landsliðshópinn sinn. Hann þarf að bæta varnarleik sinn, sem er líklega það sama og hann þarf að bæta við í sinn leik hjá Liverpool – svo líklega geta bæði liðin notið góðs af því.

Conte: I think that the only way for Balotelli to get back into this squad is if he learns the defensive side of the game,” the veteran tactician told TMW.“Will we see him help in the defensive phase like Ciro Immobile did last night? Will he chase down opponents like Simone Zaza does? “This is the philosophy of this new Italy squad. He either adapts or it will become extremely difficult for him to find space in this set-up.”

Tími Balotelli hjá AC Milan var ekki auðveldur fyrir hann og hann átti erfitt uppdráttar á og rétt eftir HM í sumar. Bæði lið leituðu til hans til að bera upp sóknarleik sinn og vera þeirra aðalmaður. Bæði lið stóðust ekki væntingar og fljótlega fóru augu að beinast á hann og varð hann fljótt gerður að blóraböggli þegar illa gekk.

Umboðsmaður hans, Mino Raiola, sagði það hafa verið afar mikilvægt að koma honum í burtu frá Ítalíu þar sem hann fékk ósanngjarna meðferð og koma honum í umhverfi þar sem hann gæti mögulega fengið að njóta sín undir ögn minni pressu. Þar sem Liverpool er með aðra leiðtoga í sínu liði eins og t.d. Steven Gerrard sem dregur oft vagninn og Sturridge sem er frábær markaskorari þá gæti athyglin kannski losnað ögn af Balotelli.

Raiola: “Mario played well for six or seven months, giving a decisive push for them to enter the Champions League. But then you could see he is not ready to be a leader. Will he ever be a leader? It’s not mandatory that every player has to be a leader.

“I sought out for him a team where he can be an important element without being asked to be a leader. Liverpool have Steven Gerrard. There Mario will be protected and can give his best. Now it’s up to him. Another flop is inadvisable… Not everyone is born to be a leader and a good striker is not always a leader either.

“Mario needs to get this pressure off his shoulders. He must feel free to score goals and that’s it.”

Balotelli hefur sjálfur talað um hve erfitt það getur verið að hafa all athyglina á sér. Á stórum stundum hefur hann oft stigið upp og verið mikilvægur fyrir sín lið, t.d. lagði hann upp markið sem tryggði Manchester City Englandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum árum og skoraði fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM.

To play in atmospheres that are intense is when I play my best football.

Það er auðvelt að vera hetjan en það er erfiðara að vera aðalnúmerið þegar illa gengur eins og hann hefur líka fengið að kynnast. Að vera stöðugt í sviðsljósinu var ekki eins auðvelt og hann taldi í fyrstu.

I know some players like being the centre of attention and I admit that when I first became a player I liked fame, too. But that feeling lasted only for three months. Then I realised what it was really like to be the centre of attention all the time. It isn’t all good.

Occasionally, you feel like the only person able to win the match. So you take all the responsibility, you do too much, and you do something bad.

Í sumar gat maður talið Liverpool sem hinn fullkomna stað fyrir Balotelli til að freista gæfunnar og reyna að koma sínum leik upp í nýjar hæðir. Hjá Liverpool er knattspyrnustjóri sem leggur mikið upp með sóknarleik og hefur skapað sér gott orðspor við að ná miklu út úr sóknarmönnum sínum. Ungt og sprækt lið sem getur sótt úr öllum áttum. Sterka karaktera til að taka pressu af Balotelli og hjálpa honum að aðlagast. Leikstíll sem gæti hjálpað honum að skora fullt af mörkum og svo framvegis.

Adam var ekki lengi í paradís.

Fyrr í sumar hafði Liverpool verið nálægt því að festa kaup á Loic Remy, núverandi framherja Chelsea, en hann féll á læknisskoðun og Liverpool hætti við þann díl. Liverpool snéri sér þá að Mario Balotelli, eftir að Rodgers hafði svarið fyrir það að hann kæmi líklega aldrei til Liverpool. Þar strax var hægt að bera hann saman við annan leikmann sem einhverjum gæti kannski þótt hafa hent Liverpool betur.

Talandi um samanburð þá er Balotelli maðurinn sem á að leysa Luis Suarez af hólmi. Þið vitið, Suarez sem skoraði yfir þrjátíu mörk og lagði upp hátt í tuttugu stykki. Engin pressa Mario!

Það var óhjákvæmilegt að hvaða framherji sem er yrði borinn saman við Luis Suarez. Sá leikmaður sem hefði komið inn hafði strax afar stóra skó til að fylla upp í. Balotelli kemur inn og á að vera maðurinn sem tekur stöðu Suarez við hliðina á Sturridge og endurvekur ógnvekjandi sóknartvíeyki sem skorar yfir fimmtíu deildarmörk saman.

Balotelli spilar sinn fyrsta leik fyrir Liverpool gegn Tottenham. Hann byrjar við hlið Daniel Sturridge og eftir nokkrar mínútur í alrauðum búning hefði hann átt að skora mark. Hann fékk fín færi í þessum leik og spilaði heilt yfir vel. Við fyrstu sýn virtist samstarf þeirra Sturridge og Balotelli geta virkað.

England. Hodgson. Æfingalandsleikur. Ofþjálfaðir leikmenn. Sturridge. Meiðsli. FUCKING SHIT!

(Fyrir þau sem geta ekki sett þetta saman þá meiddist Sturridge á landsliðsæfingu með Englandi rétt eftir þýðingarlítinn æfingarlandsleik. Hodgson vildi ekki gefa honum frí þó hann hafi fundið fyrir eymslum í lærinu, hann fór á æfingu og meiddist í guð má vita hvað margar vikur. Hann er ekki enn búinn að spila síðan og við erum ekki ánægð með það!)

Balotelli og Sturridge, hausarnir á sóknarþunga Liverpool (er hann enn til staðar?) hafa ekki spilað aftur saman síðan og í kjölfarið hefur Liverpool strögglað. Illilega. Skelfilega. Hræðilega!

Í kjölfarið lendir Balotelli í aðstöðu sem hann hefur eflaust viljað ná að sleppa við eða í það minnsta fresta aðeins þar til hann og aðrir nýjir leikmenn höfðu aðlagast liðinu og leikstílnum ögn betur. Nú er Balotelli maðurinn sem á að leiða sóknarlínu Liverpool. Hann er að fylla upp í 50 deildarmarka og guð-má-vita-hvað-margar stoðsendingar skarð. Ekki aðeins er hann að leysa Suarez af hólmi heldur líka Sturridge – og þar sem liðið er ekki að spila vel, skapa færi og skora mörk þá er hann einn þeirra sem spjót beinast fyrst og fremst að þegar illa gengur.

Mario Balotelli er Andy Carroll. Bara mikið tæknilega betri. Nú var og er ég hrifinn af Carroll og þetta skal ekki tekið sem móðgun heldur meira samanburður á stíl. Balotelli hefur frábæra móttöku, hann hefur frábært touch, er með fallbyssu á fótunum, sterkur í loftinu, heldur boltanum vel og er flottur í uppbyggingu spils – þegar hann dettur ekki í einspil, sem hann á til að gera. Hann er að vinna vel til baka síðan hann kom til Liverpool og vill draga sig til baka til að taka þátt í spilinu.

Rodgers hreifst ekki mikið af Carroll, að minnsta kosti ekki þannig að hann sá pláss fyrir hann í liðinu sínu. Kannski vegna þess að hann var ekki tæknilega betri en hann er eða hann sá ekki not fyrir slíkan leikmann í sínum pælingum. Hver sem ástæðan gæti verið þá er kannski ögn furðulegt af hverju hann ákvað að fá Balotelli til sín.

Balotelli líkt og Carroll virðist ekki hafa þetta framherja-instinct og hreyfa sig ekki kannski eins og sannur markahrókur ætti að gera. Þeir eru báðir mjög hæfir í að vera tenging á milli miðju og sóknar en þeir eru eflaust ekki draumakandídatar fyrir þjálfara eins og Rodgers til að láta leiða sóknarlínu sína – aðeins vegna hreyfingana, eða kannski er betra að segja skort á réttum hlaupum og hreyfingum.

Þegar Sturridge spilar þá er hann fær um að detta til baka og taka þátt í spilinu ásamt því að vera alltaf mættur í réttu hlaupin inn fyrir vörnina og mættur í teiginn til að klára. Sömu sögu má segja um Luis Suarez og Fernando Torres þegar þeir voru hjá Liverpool. Þeir tengja vel og þeir spiluðu eins og markahrókar. Maður sér það ekki eins hjá Balotelli og það er auðvelt að sjá að hann og leikmennirnir fyrir aftan/í kringum hann eru ekki i sync-i hvað varðar hlaup og sendingar.

Ef hópurinn fyrir aftan svona power, target man framherja eins og Balotelli er nógu sókndjarfur og ógnandi þá getur hann nýst vel. Sjá bara til dæmis Arsenal og Chelsea sem spila með svipaðri útfærslu. Þessi framherji þarf þó að geta verið mættur sem fremsti maður þegar þess þarf, sjá bara munin á Chelsea í ár og frá því í fyrra eftir að þeir bættu Diego Costa í sinn hóp.

Balotelli er í dag í stöðu sem hann hefur eflaust ekki dreymt um að byrjun sín hjá Liverpool yrði. Liðið er að ströggla, hann er ekki að spila nægilega vel og hann er núna orðinn blóraböggull í lélegum sóknarleik Liverpool. Hann er að leiða línuna þá að hann sé eins og áður segir ekki beint draumaleikmaðurinn til að gera það.

Í dag virðist lítið mál fyrir mótherja Liverpool að stöðva þá. Balotelli dettur aftarlega á völlinn, skilar sér ekki nógu hratt og vel í teiginn og þar af leiðandi getur hraðinn fyrir aftan hann ekki nýst nægilega vel. Varnir mótherjana geta því færst ofar á völlinn, minnkað bilið á milli miðju og sóknar, þrýst Liverpool aftar og lokað á sendingarmennina á miðjunni þannig að hraðinn og krafturinn í liðinu deyr.

Á síðustu leiktíð vissi nær enginn hvernig ætti að stöðva sóknarleik Liverpool. Hann var óaðfinnanlegur. Hraðar sóknir, kraftur, fjölbreytni og um leið og Liverpool fór fram yfir miðju þá var maður ávallt viss um að þeir gætu skorað. Það er ekki þannig í dag.

Það sem sóknartvíeyki Liverpool í fyrra hafði sem gerði þá svo erfiða viðureignar var að mínu mati það hve ólíkir leikmenn þeir voru og hve vel þeir gátu nýtt sér óvissuna í kringum hvorn annan. Bæði Suarez og Sturridge eru færir í því eins og aður sagði að detta aftur og spila á aftasta varnarmanni og komast bakvið varnarlínurnar. Mótherjar Liverpool vissu því ekki hvernig þeir ættu að verjast liðinu. Ættu þeir að þrýsta ofarlega upp völlinn? Missa þeir þá ekki þessa menn fyrir aftan sig? Eiga þeir að falla til baka? Vilja þeir fá þessa leikmenn nálægt teig sínum?

Óvissa og óreiða. Það eru tvö orð sem mér finnst lýsa sóknarleik liðsins frábærlega í fyrra. Enginn vissi hvað væri í vændum og hvað gæti gerst. Í dag er hægt að lýsa sóknarleiknum með sömu orðum en það er langt frá því að vera eins jákvætt og í fyrra!

Balotelli hefur það þó með sér að eiginleikar hans gætu virkað afar vel með leikmanni eins og Sturridge og ég hlakka mikið til, eins og líklega flestir stuðningsmenn Liverpool, að sjá þá félaga aftur saman í framlínu Liverpool. Ef þeir smella saman þá gætu þeir skapað svipaða óreiðu og framlína Liverpool gerði í fyrra.

Ég tel að Balotelli með þá hæfileika sem hann hefur og hans sterkustu eiginleikar gætu hentað Liverpool gífurlega vel spili hann sem annar af tveimur framherjum, fyrir aftan þennan áræðna og marksækna framherja sem Sturridge er. Hann heldur boltanum vel, getur skapað pláss, hefur fínt auga fyrir spili og hentar líklega betur í að mæta í seinni bylgjuna heldur en að vera sá sem á að sleppa í gegn og spila á síðasta varnarmanni.

Við krossleggjum fingur. Við vonum að Balotelli slái í gegn hjá Liverpool og myndi baneitrað framherjapar með Sturridge en fyrstu leikir hans skilja mann eftir spenntan sem og fremur áhyggjufullan. Hann reynir og á sín augnablik en maður sem er fenginn til að leysa skarð leikmanns eins og Suarez þarf að gera meira en að eiga eitt og eitt augnablik. Við skulum samt ekki horfa framhjá því að hann hefur verið hársbreidd frá því að skora mörk í flestum leikjum hann hefur spilað – Howard varði í slá frá honum gegn Everton, færið í upphafi leiks gegn Tottenham o.s.frv. Það getur verið stutt á milli þess að vera success og failure.

Það er enn of snemmt að fella sleggjudóm á Balotelli en er ekki óhætt að segja að við stuðningsmenn Liverpool viljum sjá meira frá honum en hann hefur sýnt hingað til?

42 Comments

  1. Flottur pistill. Vil koma mínum fimm centum að varðandi Mario.

    Hann er auðvelt skotmark. Lucas var það upp úr 2008, því hann var ekki Alonso, og Henderson var næstur á krossinn 2011/12.

    First things first. Balotelli er ekki og verður aldrei Luis Suarez. Jafnvel þó að Luis Suarez væri enn leikmaður Liverpool þá væri það ekki búið að breyta neinu um úrslit liðsins það sem af er hausti. Hann er ennþá í banni. Allt tal um að við söknum hans er því bara þvæla. Hann væri ekki búinn að breyta neinu.

    Þegar Liverpool eyddi yfir 100 milljónum punda+, brúttó, í sumar þá spurðu blaðamenn Rodgers hvort Liverpool væri ekki að gera eins og Tottenham. Kaupa magn í stað gæða, þ.e. nánast heilt lið af lala-leikmönnum sem verða hugsanlega, mögulega, kannski góðir á kostnað WC leikmanns. Hann vildi ekki meina það, við værum að kaupa ákveðnar týpur af leikmönnum sem falla inn í leikstíl og hugarfar liðsins.

    Við vorum orðaðir við alla framherja EU nema Garðar Gunnlaugs. Við enduðum á Balotelli. Stórum target center, sem í raun er dökkur Andy Carroll, mínus tagl, plús betri boltameðferð. Við hættum við Remy, sem er MUN líkari þeirri týpu sem liðið þarf, þ.e. fljótur leikmaður sem hleypur í svæði, en fórum í moneyball kaup því Balotelli var fáanlegur á fínum prís – enda hefur hann heilmikið potential og sell on value.

    Ef menn ætla að persónugera slæman árangur liðsins, eins og margir virðast vera gera. Þá skulu þeir byrja á réttum enda. Balotelli er ekki búinn að vera slakasti maður liðsins svo það sé alveg á hreinu. Skoðið frekar Lazar Markovic, sem kostaði meira en Balotelli og hefur ekki gert neitt, nákvæmlega ekki neitt og fær að spila á kostnað Suso/Ibe (hefði ekki verið lánaður). Skoðið frekar Lovren, manninn sem átti að koma inn sem leiðtoginn í vörninni okkar. Hún var slæm í fyrra, er verri núna. Hefur gert mistök í flestum sínum leikjum fyrir Liverpool. Skoðið frekar Gerrard eða Henderson, sem hafa spilað á 25% getu m.v. síðasta tímabil. Rodgers, Mignolet o.s.frv.

    Nei, veljum Balotelli því hann er auðvelt skotmark.

    Þeir sem halda að vandamál liðsins byrji og endi með Balotelli eru á miklum villigötum. Ef það eru í alvöru einhverjir sem telja það vera vandann þá hafa þeir annað hvort ekki horft á leik með liðinu eða vita einfaldlega bara ekkert um fótbolta.

    Við keyptum target senter. Ef menn vilja að hann spili öðruvísi þá tekur það í fyrsta lagi tíma, og í öðru lagi þarf hann þá að leikmenn í kringum sig stigi upp einnig og veiti honum smá stuðning. Sóknarleikur okkar er hlægilegur. Hann er jafnlélegur nú og hann var góður á síðustu leiktíð. Mario á ekki og getur ekki borið liðið einn. Hann ætti ekki að þurfa þess hafandi eytt yfir 100mp í leikmenn í sumar. Liðið ætti heldur ekki að standa og fall með Sturridge eftir að hafa eytt þessum fjármunum. Ef það er raunin þá var glugginn einfaldlega ein stór mistök. Kennið frekar þeim um sem stóðu að kaupunum ef hann er ekki sú týpa sem við þurfum. Menn gleyma því líka að við vorum nú ekki beint stórkostlegir gegn Southampton, en það var fyrir kaupin á Balo og þegar Sturridge leiddi línuna.

    Ein nálgun virkar ekki á alla einstaklinga. Þetta vita flestir. Mikið vona ég að Balotelli sé sú týpa sem þrífst á pressu og þarf að láta pressa á sig til þess að ná því besta fram í leik sínum. Ef ekki þá voru ummæli Rodgers í gær um Balotelli fáránlega ósanngjörn, því á vellinum voru amk 4-5 leikmenn sem voru mun slakari en Mario. Gerrard, Sterling, Markovic og Coutinho voru allir mjög mjög slakir. Að ógleymdri vörninni hjá okkur. En nei, kennum Balotelli um, það er þægilegt, er nú einu sinni vitleysingur og allt það.

    Ég er enn ekki búinn að átta mig á því hvort að Balotelli muni virka hjá Liverpool eða ekki. Hann, rétt eins og aðrir, þarf tíma. Það er hræsni að tala um ungan Markovic sem þurfi tíma en krefjast samt þess að Balotelli rífi upp liðið og vinni leiki einn síns liðs. Meira að segja Sterling er búinn að vera skelfilegur í síðustu leikjum. Það er enginn að aðstoða hann þarna frammi og það slitnar rosalega á milli miðju og sóknar.

    Vandamál Liverpool eru mun meiri en bara Mario Balotelli. En ef menn vilja detta í sandkassaleikinn og kenna honum um þá þeir um það. Það yrði ekki í fyrsta sinn og eflaust ekki það síðasta.

  2. Hann má eiga það hann Balotelli að hann er frábær skemmtikraftur. Það verður aldrei af honum tekið. Hausinn á honum er hinsvegar meiriháttar ráðgáta. Drengurinn hefur brotið allar brýr að baki sér hjá hvaða einasta liði sem hann hefur spilað.

    Er það alltaf öðrum en honum sjálfum að kenna hvernig fyrir honum fer hjá klúbbunum sem hann hefur spilað hjá? Skiptir ekki máli hvort það sé Inter, City, Milan eða landsliðið.
    Það hlýtur að vera ástæða fyrir að Mílanómenn hafi verið fegnir að losna við hann enda vandræðin fylgt honum eins og skugginn allan hans feril.

    Það er vissulega erfitt að sætta sig við þetta enda spennandi leikmaður og frábær karakter.
    Málið er bara einfaldlega þannig að hann fittar ekki hugmyndafræði Liverpool eða jú eins og skytturnar þrjár, “einn fyrir alla, allir fyrir einn”.

    Burt séð frrá því hvernig hann hefur staðið sig á vellinum, þá fékk ég mig fullsaddann þegar hann gat ekki einu sinni klappað fyrir stuðningsmönnum liðsins sem gerðu sér ferð til Sviss í gær. Hann var einfaldlega ekki maður í það.

    Ég er á þeirri skoðun að Rodgers hafi veðjað á rangan hest og fer ekki ofan af þeirri skoðun. Því miður.

  3. Ég var að hlusta á umræður(podcast) hjá Guardian eftir Everton leikinn og þeir sem þar sátu voru alveg ótrúelga sáttir með Balo í þeim leik. Sögðu að ef Howard hefði ekki varið frá honum á ótrúlegan hátt þá hefði hann fengið 9 í þeim leik, og átti sannarlega skilið að fá standing ovation í lok leiks.

  4. Sammála ykkur báðum, Ólafur Haukur og Eyþór. Við eigum ekki eftir að sjá það strax hvort Balotelli sé “sá rétti” fyrir Liverpool. Suarez var nú ekkert að brillera fyrstu mánuðina hjá Liverpool, man enginn eftir því hvað hann þurfti mörg færi til að skora eitt mark? Fólk var nú ansi nálægt því að missa þolinmæðina gagnvart honum fyrstu misserin hans hjá klúbbnum, og það var í raun bara síðasta leiktímabil (og e.t.v. seinni hluti tímabilsins þar á undan) þar sem hann spilaði eins og engill. Það komu fullt af leikjum þar á undan þar sem það kom nákvæmlega ekkert út úr honum.

    Ég held a.m.k. að vandamál liðsins í dag séu ekki einum eða tveim leikmönnum að kenna. Þetta er spurning um að liðið finni neistann. Við vitum að það er fullt af leikmönnum þarna innanborðs sem geta brillerað við réttar kringumstæður. Það virðist bara vera svo auðvelt að detta í einhvern “goggunarröðunarfílíng”, og ráðast á þann einstakling sem liggur best við höggi. Mér leiðist það alveg rosalega.

  5. Góður pistill! Ég er sammála að Balotelli þarf líklega strækerfélaga sér við hlið. Hann er nokkuð hættulegur þegar hann fær plássið, sem hann er ekki að fá með Liverpool og er ófær um að búa sér til sjálfur. Finnst bara þegar leikmaður er farinn að treysta á félagann eða félaga til að gera eitthvað, þá er maður bara kominn með skilgreininguna á “farþega”. Er svo sem ekkert hrikalega pirraður út í Balotelli, hann er ábyggilega að reyna sitt besta, en aftur á móti hrikalega pirraður út í Liverpool að vera ekki með betri sóknarlínu heldur en Balotelli og Lambert á bekknum. Liðið var hársbreidd frá titlinum í fyrra, fær skrilljónir í leikmannakaup, það vantar sóknarmann númer 1,2,3,4,5,6,7 til að koma í staðinn og nei…..það er beðið þangað til í lokin og hókus pókus…þeir kaupa Balotelli. Það lá við að ég keypti mér Tottenham treyju ég var svo svekktur þegar ég las þessar fréttir.

  6. Góður pistill og skarplegar athugasemdir drengir. Ég vil þó bæta einu við ef ég má. Eins og ítrekað kemur fram er Balotelli frábær leikmaður þegar hann vill það sjálfur. Vandamálið er ekki skortur á hæfileikum og líklega heldur ekki leikskipulagið sem ekki hentar kappanum alveg nógu vel. Vandamálið er hugarfar leikmannsins.

    Vera má að umræðan um Balo sé að einhverju leyti ósanngjörn og það sé auðvelt að gera hann að blóraböggli. Fair enough – tek undir það. En er ekki staða meistara Balo afleiðing frekar en orsök? Er hann sjálfur ekki helsta ástæða þess að svona er komið? Ég held að það sé því miður málið. Ef þetta er rétt er aðeins einn maður sem getur upprætt orsökina og það er Balotelli sjálfur.

    Segjum að gramm af sannleika sé í því sem ég er að segja. Segjum að hugarfar Balo sé ekki rétt. Þá er næsta spurning hvaða áhrif hefur það á liðið? Hvað gerist í hópi sem æfir saman, vinnur að sömu markmiðum og er undir miklum þrýstingi um að ná árangri þegar að einn sker sig frá hópnum og þeim gildum sem hann stendur fyrir?

    Í fyrsta lagi fara hlutirnir að snúast um vandamálin en ekki tækifærin. Það getur leitt af sér vítahring sem endar á því að markmiðin fara veg allrar veraldar en eftir standa menn sem öskra hver á annan og benda hver á annan.

    Í annan stað fara menn að aðlagast bleika fílnum. Kóa með rétt eins og börn og makar alkólhólista lenda stundum í bullandi meðvirkni.

    Ég held að reynsluleysi Brendan Rodgers hafi leitt til þess að hann tók áhættuna með Balo. Mér finnst ekki alveg útséð um að hann hafi tapað en eftir leikinn í gær eru runnar á mig tvær grímur. Balotelli var ekki að leika neitt verr en margur annar en á mig leitaði sú spurning hvort verið gæti að kappinn væri farinn að eitra út frá sér?

    Líkamstjáning Balo er yfirleitt neikvæð. Hann er leiður á svip og óánægjan stafar af honum. Hann fellur í grasið af minnsta tilefni og þess á milli stoppar hann til að huga að einhverjum ímynduðum meiðslum. Ég hef spilað með svona vælukjóum og þoli þá ekki. Þeir koma mér í vont skap inni á vellinum og í klefanum halda þeir áfram að væla. Maður nennir ekki einu sinni í einn kaldan eftir leik vegna pirrings. Tek fram að þetta er old boys fótbolti:)

    Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér. Ég vona innilega að Balo verði góður liðsmaður LFC. En ef grunur minn er á rökum reistur er aðeins um eitt að ræða. Taka karlinn út úr hópnum.

    Fyrir 20 árum var ég á frystitogara og það var einn hásetinn andlega skyldur Balotelli. Við vorum 15 í áhöfn og allt að 25 daga á sjó. Þessi gaur var algjör prímadonna sem hafði allt á hornum sér. Eftir 3 daga á sjó var allt farið að snúast um hans kröfur. Ekki mátti reykja í messanum, hann valdi videóin á frívöktum og hann kvartaði stöðugt yfir hlutskipti sínu. Þá var hann afkastalítill með afbrigðum sem þýddi að aukin vinna lenti á okkur hinum. Svo flaug hann loks á hausinn og brákaði úlnlið. Ekki skánaði mórallinn um borð við það. Þessum gaur var bókstaflega hent í land og góðfúslega beðinn um að fara til fjandans og helst lengra. Það er með ólíkindum hvað leiðindaskarfur getur eyðilagt út frá sér.

    Ég endurtek að ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. En hafi ég rétt fyrir mér mun engu skipta hvort Brendan nær að tjúna til leikskipulagið sem óneitanlega hentar Balo ekki vel. Endurkoma Sturridge ekki heldur. Balotelli fer á langan lista lost causes. Manna sem höfðu mikla hæfileika en urðu fórnarlömb eigin hroka og hugarfarsbjögunar.

  7. Guderian, þú kemur á áhugaverðan punkt sem ég gleymdi held ég að koma inn á en þú talar um líkamstjáningu hans á vellinum. Hún virkar pirruð og það er eins og hann sé í stöðugri fýlu. Það er kannski eitt af því sem að hann þarf hvað mest að breyta í sínum leik.

    Ef við sjáum myndir af honum utan vallar eða á æfingasvæðinu – jafnvel bara í upphitun eða í göngunum fyrir leik þá virðist hann alltaf vera brosandi og menn í kringum hann líka. Það er því hálf leitt að sjá þennan brosmilda og hressa karakter með þungar augnbrýr og skeifu á munninum. Hann þyrfti að ná að tjá sig betur á vellinum, koma með þessa gleði þangað.

    Daniel Sturridge talaði um þetta að mig minni í viðtali við TAW í vetur. Hann sagði að hann hafi verið í erfiðum karakter hjá Chelsea og hafi þurft að spila með þungar augnbrýr og spila með hroka til að eiga einhvern séns. Hann þurfti að setja upp grímu sem hann talaði mikið um að hann ákvað að skilja eftir í Lundúnum þegar hann fluttist til Liverpool. Hann er einmitt líka mikill fjörkálfur og húmoristi, honum hefur tekist þokkalega að færa það inn á völlinn.

    Balotelli þyrfti kannski að koma aðeins meira brosi í sinn leik og þá færu hlutirnir kannski að ganga betur hjá honum – það er nú kannski erfitt að vera stöðugt brosandi þegar leikmenn hanga í þér, sparka í þig trekk í trekk og svona í hverjum leik en þannig mönnum er best að svara með því að skora á þá mark og brosa í andlitið á þeim! 🙂

  8. Skil ekki afhverju þessi maður var keyptur og skil ekki afhverju þessi maður var fyrsti senter í liði Ítalíu – búinn að vera hörmulegur hjá Liverpool

  9. Algerlega frábær pistill, takk kærlega fyrir mig!

    Talandi um færanýtingu og hversu nálægt Balotelli er búinn að vera því að skora í nánast hverjum leik þá minnir það mig ansi mikið á Suarez fyrst þegar hann spilaði fyrir okkur, stöngin út alla jafna.

    Aftur á móti er Balotelli allt öðruvísi leikmaður og karakter en Suarez. Hann þarfnast meiri þjónustu og er ekki jafn drífandi. Hann hins vegar er líkamlega sterkari og betri í loftinu. Hann er þó ekki týpískur Target man þar sem hann er með góða tækni og góð langskot og bara heilt yfir mjög hæfileikaríkur.

    Það var alltaf að fara að taka einhvern tíma fyrir hann að aðlagast leikstíl Liverpool og ekki síður fyrir Liverpool að aðlagast Balotelli en ég hef mikla trú á því að Balotelli gæti orðið stjarna á Anfield.

    Þeir sem tala um að hann sé búinn að brenna allar brýr eru að mínu mati ósanngjarnir. Hann er ekkert búinn að skandalísera hjá Liverpool (nema jú klappa ekki fyrir stuðningsmönnum í gær sem er lélegt) og á að byrja með hreint blað. Mér finnst hugarfarið hans búið að vera fínt og hann hefur verið duglegri en þegar hann var hjá City. Ég trúi því í alvöru að Rodgers geti komið hausnum á honum í amk sæmilegt lag. Það var líka talað um að Sturridge væri latur einspilari, sem hann var, en Rodgers hefur náð að láta hann virka, því ekki Super Mario?

  10. Er það ekki alger misskilingur að hann sé einhver fær skotmaður? Vissulega getur hann neglt á markið úr aukaspyrnu þegar hann fær frið og tíma til að anda og athafna sig en undir pressu hafa þetta ekki verið merkileg skot. Myndi flokka hann undir ágætan skotmann frekar.

    Ég reyndar hafði enga sérstaka ánægju að við værum að eltast við Sturridge. Frekar leiðinleg týpa hjá Chelsea og var þessi fúli og pirraði gæji ef ekkert gekk upp. Eins og einhver sagði þá skildi hann það eftir í London og að mínu mati er hann besti framherji Englands í dag.

    Balo er nákvæmlega eins og hann er alltaf. Niðurdrepandi, fúll og nennir engu. Hann hefur ekkert ákveðið að breyta og bæta. Ef hann hefði verið nógu ákveðinn þá hefði einhver af þessum 50+ skotum/tilraunum endað inni . Þessi fýla og pirringur er búin að grafa hann svo langt niður að það verður hæpið að hann nái einhverju flugi hjá okkur.
    Las frétt um það rétt áður en hann var signaður að hann væri með lægstu shot conversion á seinasta tímabili. Frábært það.

    Ég trúi ekki að Balotelli hafi nógu mikið potienal til að verða eitthvað super star og að mínu mati er hann algjört krabbamein á leikstíl Liverpool.
    Ég vil fá hann á bekkinn í næstu leikjum og EF það er einhver möguleiki fyrir framförum þá held ég að það sé eina leiðinn.

    Guð hvað ég hlakka til að fá Sturridge aftur, fá Lallana í 100% form og síðast en ekki síst fá minn mann ALLEN aftur inn í liðið.

    YNWA

  11. ég held hann egi eftir að ná sér, hann verður ekki mikill markamaður, skorar vonandi á annan tug marka, en hann getur lagt nokkur upp, ef hann hættir að fara alltaf erfiðu leiðina og sendir nokkru sinnum bolta, mér finnst hann hægur og oft áhugalaus, þver öfugt við Suarez en svakalega sterkur sem getur komið okkur vel þegar við fáum spretti frá Serling og Sturage inn í teig, þá annahvort opnast fyrir hann eða þeir ná í svæði sem Mario getur sent á.

    og varðani byrjunina á mótinu, við vorum alls ekki að spila vel í fyrra á þessum tíma, en það small sama, málið er að í fyrra vorum við að vinna þessa lélegu leiki, auk þess að andstæðingarnir voru liklega verri en í ár. ég held við náum okkur á strik, en verðu ekki í titilbaráttunni, vonandi höldum við samt hinum mikilvæga evrópu sæti.

  12. Góður pistill þú kemur inná það að það henti Balotelli betur að spila með öðrum framherja með sér og geti illa spilað einn upp á toppi sem er alveg kórrétt en það skapar að mínu mati mjög stórt vandamál. Ef Balotelli getur ekki leyst stöðu Sturridge upp á toppnum þegar hann er ekki heill, hver er þá að fara gera það. Persónulega finnst mér þrátt fyrir að Balotelli henti ill að spila einn upp á topp þá á hann samt að gera betur.

  13. Balotelli er ólíkindatól. T.d áttu margir von á því að hann myndi gera allt vitlaust utanvallar og standa sig afbragðsvel innan vallar. Hann hefur gert hvorugt sem sannar hvað hann er óútreiknanlegur 🙂

    Kannski er lausnin að gera Rickie Lambert að arftaka Suarez og Balotelli að arftaka Victor Moses 🙂 . Þá væri engin pressa á honum og hann gæti spilað bara sinn bolta. Við aðhangendur Liverpool yrðum aftur á móti kolbrjálaðir út í Lambert – en værum h?stánægð með Balotelli. Því þó Balotelli hefur kannski ekki staðið sig sérlega vel … þá er hann alltaf betri kostur en Victor Moses.

    Annars er ég sammála. Hlakka til að sjá Sturridge aftur. Gaman að sjá hvort það sé rétt hjá mér hvort að hann sé ómissandi púslið i Liverpool liðinu.

    Vona að Balotelli og Marcovic fari að sýna hvað í þeim býr. Ekki gleyma því að Sterling var álitin brotajárnsefni fyrir ári síðan. Hann er nú ærlega búinn að afsanna það.

  14. Sú hugsun að Liverpool komist ekki uppúr riðlinum í CL og nái ekki topp fjórum er töluvert líklegra en hitt. Ég hef miklar áhyggjur af gangi máli þvi að spilamennskan er hræðileg og ekkert annað. Að sumarkaupin í ári séu ekki að ganga upp eins og staðan er núna veldur mér líka áhyggjum. Það er ekkert óeðlilegt að einhverjir nýjir leikmenn taki lengri tíma en aðrir að aðlagast og er það bara eðlilegt en að öll kaupin að mínu mati eru ekki að virka vekur upp spurningar um kaupstefnu Liverpool.
    Ef farið er yfir leikmannakaup Brendans síðan hann kom þá eru nú ekki mörg góð kaup að mínu mati
    Fabio Borini £10,400,000
    Joe Allen £15,000,000
    Oussama Assaidi £3,000,000
    Samed Yesil £1,000,000
    Daniel Sturridge £12,000,000
    Philippe Coutinho £8,500,000
    João Carlos Teixeira £830,000
    Luis Alberto £6,800,000
    Iago Aspas £7,000,000
    Simon Mignolet £9,000,000
    Kolo Touré Free
    Mamadou Sakho. £15,000,000
    Tiago Ilori £7,000,000
    Rickie Lambert £4,500,000
    Adam Lallana £25,000,000
    Emre Can £9,750,000
    Lazar Markovic. £19,800,000
    Dejan Lovren £20,000,000
    Divick Origi Lille £9,800,000
    Alberto Moreno. £12,000,000
    Mario Balotelli £16,000,000

    Þetta er margir margir leikmenn sem búið er að kaupa og mikið af peningum sem búið er að leggja út síðan Brendan tók við en ekki má gleyma því að það er líka búið að selja marga leikmenn í staðinn og losna við marga sem voru með stóran launapakka
    Ég held að allir geti verið sammála að mörg af þessum kaupum hafa ekki gengið upp en nokkrir hafa staðið sig vel en hlutfallið á mill kaupa sem ná telja vera góð eru töluvert lærri að mínu mati.
    En við verðum að gefa þessu tíma og vona það besta.

  15. Við munum komast á beinu brautina aftur. Pressan fer af Balotelli þegar Sturridge snýr aftur.

  16. Ég fæ á tilfinninguna við lestur á þessum pistli – sem er að öllu leyti framúrskarandi! – að pistlahöfundur telji að Balotelli sé leikmaður sem Rodgers vildi ekkert endilega kaupa. Sjá t.d. þessi ummæli:

    “Balotelli líkt og Carroll virðist ekki hafa þetta framherja-instinct og hreyfa sig ekki kannski eins og sannur markahrókur ætti að gera. Þeir eru báðir mjög hæfir í að vera tenging á milli miðju og sóknar en þeir eru eflaust ekki draumakandídatar fyrir þjálfara eins og Rodgers til að láta leiða sóknarlínu sína – aðeins vegna hreyfingana, eða kannski er betra að segja skort á réttum hlaupum og hreyfingum.”

    Kannski er ég samt að lesa of mikið í þetta – það getur vel verið 🙂

    En hvað um það – ég er á þeirri skoðun að Balotelli sé, á góðum degi, óstöðvandi. Jafnvel má tala um að hann sé í heimsklassa. Það gerist hins vegar aðeins þegar hann á góðan dag. Þess á milli koma of löng tímabil hvar hann spilar eins og miðlungsleikmaður. Those days are too few and too far away – eins og sagt er á ensku.

    Ég held að Balotelli hafi ekki verið gerður neinn sérstakur greiði með því að þurfa leiða sóknarlínuna á meðan Sturridge er meiddur. Í fyrsta lagi er Balotelli ekki vanur að spila eins og Liverpool ætlar/vill spila, og í öðru lagi þá tekur tíma fyrir aðra leikmenn að kynnast nýjum.

    Við þetta má bæta að Balotelli er ekki leikmaður sem getur verið einn á toppnum. Hann er bara ekki sú týpa, sem hleypur í rásirnar og lætur varnarmennina ekki í friði. Svona eins og Luis Suarez eða Sturridge.

    Balotelli er meira svona out-and-out framherji, svo ég sletti aftur á hina forljótu ensku. Hann er gífurlega sterkur leikmaður, frábær í fótunum og útsjónarsamur með mann á bakinu. Til þess að ná því besta fram hjá honum, þá þarf vitaskuld að spila upp á hans styrkleika – en hann ekki upp á styrkleika annarra.

    Rodgers fær ansi stóran mínus hjá mér fyrir síðustu leiki. Mér finnst, án gríns, að hann ætlist bara til þess að Balotelli smelli eins og flís í rass í þennan meinta sóknarleik sem Liverpool vill spila. En allir áttu að geta séð það fyrir, að Balotelli er ákveðin týpa af sóknarmanni sem fúnkerar best þegar hann spilar með öðrum framherja.

    Hann er ekkert farinn að smita út frá sér einhverja leti eða annað slíkt. Allir leikmenn geta orðið pirraðir þegar hlutirnir ganga ekki upp fyrir þá, eins og hefur gerst í undanförnum leikjum. Menn eru farnir að leita hér að blórabögglum og lesa of mikið í einhverja meinta líkamstjáningu hjá skotmarki dagsins.

    Hafandi horft á síðustu leiki, þar sem lítið hefur gengið upp, þá hef ég ekki séð menn almennt kasta til höndum í einhverju leti-frekju-kasti þegar hlutirnir hafa gengið illa. Þvert á móti hef ég séð leikmenn reyna og reyna, hlaupa úr sér lungun og hvaðeina. Málið er bara að leikmenn eru að spila illa, almennt. Hverju er um að kenna, veit ég ekki. Ég veit bara að það er ansi langsótt að kenna meintri leti nýs leikmanns um að skemma móralinn í liðinu. Hann er rétt nýbyrjaður að kynnast samherjunum, og mun vafalítið spila mun betur þegar líður á tímabilið og allir farnir að læra á hvern annan.

    Ég segi samt enn og aftur, að Rodgers þarf virkilega að hysja upp um sig brækurnar og sýna að hann slysaðist ekki bara á einhverja taktík sem virkaði í fyrra. Ef hann er jafngóður og menn vilja vera láta, þá þurfa hlutirnir að “bessna” – ekki seinna en strax.

    Homer

  17. Ég hefði búist við því að Balotelli myndi sýna meira en hann hefur gert. Drengurinn hefur spilað í toppdeildum með toppliðum á borð við Inter, City og Milan. Að segja hann þurfi jafnmikinn aðlögunartíma og Markovic er rugl að mínu mati. Markovic er mun yngri og hefur einungis spilað með tveimur liðum áður en hann kom til Englands. Balotelli ætti allavega hafa það framyfir að hann sé búinn að spila í PL í þrjú ár með City.

    Auðvitað er barnalegt að ráðast á Balotelli. Hann er að fá litla sem enga aðstoð frá miðju þar sem lítið kemur úr Gerrard, Hendo, Sterling og Coutinho. Maður hefði samt haldið að Rodgers myndi splæsa í mann sem hefði minni “low profile/minna attitude” en Balotelli og hreinlega hentaði í leikkerfið. Þetta var alltaf að fara verða hörð vinna með Balotelli þar sem maðurinn hefur aldrei þurft að pressa eða verjast. Nú mun það taka “extra” langan tíma að aðlaga hann. Það er hinsvegar ekki honum að kenna af hverju við fáum þessi aulamörk á okkur og hann er alls ekki að standa sig verst.

    Mér finnst liðið einfaldlega valda mér vonbrigðum þar sem þeir virðast ekki spila sem heild né pressa sem heild. Það virðist enginn vera með sjálfstæða hugsun eða “guts” til að skapa eittthvað. Markovic fékk ákjósanleg færi í gær til að taka menn á til að komast í ákjósanlega stöðu, en í stað þess reyndi hann frekar að gefa. Það er eins og menn séu oft hræddir við að fara út fyrir leikkerfið eins og Suarez gerði svo oft. Ég held að Rodgers kallinn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu mikil vinna þetta væri.

  18. #17 Kolo Toure

    Hvað er rétt hjá mér? Ég hef leitað að því þegar ég skrifa að hann sé ömurlegur skotmaður en ég finn það ekki. Gætiru bent mér á það? Almenn leiðindi í þér.

  19. Hmm, já, Balotelli, þvílík ráðgáta sem sá maður er. 🙂

    Það verður seint sagt að hann smelli eins og flís við rass inn í leikskipulag liðsins. Víst er hann hæfileikaríkur og ungur, sem er eins og uppskrift að leikmanni sem BR getur gert eitthvað úr. En það gæti tekið tíma.

    Balo líkist enmity target lurkunum að mörgu leyti; ekki jafnsterkur í loftinu og þeir margir, en algjörlega jafn líkamlega sterkur og mun leiknari en þeir flestir. Frábær í hold up, en það er ekki beint stíll Liverpool síðustu ár (R.I.P. Woy).

    Balotelli einn frammi er líklega svolítið að kæfa okkur um þessar mundir. Það koma engin hlaup til að teygja og toga varnir, sem þýðir að varnarlínan getur plantað sér sæmilega hátt með rangstöðugildru. Þar með getur vörn og miðja andstæðinganna nánast mæst og ca 8 manns einsett sér að því að loka svæðum og plokka af okkur boltann.

    Ég held að við fáum ekki að sjá hvað Mario getur fært okkur fyrr en hann hefur spilað 7-8 leiki með Sturridge. Fjarvera Sturridge er stóra vandamálið, frekar en Balotelli sem slíkur. Við þolum þau meiðsli mikið, mikið verr eftir brotthvarf þess sem vart má nefna á nafn. Sorglegt, en satt.

    Balotelli er samt virkilega sterkur, stæðilegur og hæfileikaríkur knattspyrnumaður. Hann gæti alveg náð proper Super Mario hæðum hjá Liverpool (og ég efast ekki um það), en spurningin er kannski: höfum við tíma til að bíða eftir því?

    En já, ég felli enga dóma fyrr en ég sé hann spila allnokkra leiki með Sturridge með sér. Af sömu ástæðu og ég fletti oft ört í gegnum fyrstu 40-50 athugasemdir á þessari frábæru síðu eftir tapleiki. 🙂

  20. Menn eru her að bulla út úr rasskatinu að Balloteli eitrar út fra sé með tuði og liggjandi i grasinu aftur og aftur. Hvernig var Suares þegar hann kom? Nákvæmlega eins, 30 vonlaus skot eitt og eitt sem hitti ramman. Henti sér niður i tíma og ótíma, röflandi og labbaði um með fýluna lekandi grasið og togandi i rostungstennurnar.

    Reynið nú að standa saman og með okkar mönnum. Ef þið getið það ekki latið það þá vera að skrifa eitthvað.

    Gefið drengnum smá tíma hann á eftir að skila 20 mörkum + i vetur.

  21. Homer segir: “Ég fæ á tilfinninguna við lestur á þessum pistli – sem er að öllu leyti framúrskarandi! – að pistlahöfundur telji að Balotelli sé leikmaður sem Rodgers vildi ekkert endilega kaupa.”

    Það er kannski ekki alveg svo svart og hvítt. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og Rodgers hefur talað mjög vel um hann í gegnum tíðina og ég held að hann sé hrifinn af því sem hann er, var eða getur verið.

    Nú á Liverpool að hafa reynt við leikmenn eins og Remy og Sanchez sem eru töluvert ólíkari Balotelli hvað hreyfingar og svona varðar. Kannski er manni óhætt að telja þá nærri því að vera ‘direct replacement’ fyrir Suarez en Balotelli. Það er kannski ástæða þess að við virðumst hafa reynt við þessa tvo áður en við snérum okkur að Balotelli.

    Balotelli hefur fullt af eiginleikum sem ég er viss um að Rodgers hefur slefað yfir og viljað vinna með. Ég held að ef Rodgers hefði fengið val í upphafi sumars þá hefði hann kannski viljað einn af hinum sem voru hvað mest nefndir til sögunnar en ‘lét sér nægja’ Balotelli fyrst það gekk ekki upp með hina.

    Maður getur ímyndað sér að það er miklu meiri vinna sem fer í að þjálfa Balotelli heldur en Remy eða Sanchez og svo virðist sem það gæti farið meiri vinna í að aðlaga Balotelli að Liverpool og öfugt en það hefði kannski verið með hina. Balotelli kannski þvingar Rodgers aðeins til að breyta liði sínu aðeins meira.

    Kaup Liverpool á Balotelli vekja upp nokkrar spurningar – á því leikur enginn vafi. Telur Rodgers sig geta búið til fullkomna blöndu í Balotelli og Sturridge? Telur hann sig geta náð því besta fram úr honum? Hugsaði hann með sér, “hann er betri en ekki neinn”?

    Rodgers talar mikið um calculated risk. Nýjustu ummæli Rodgers hljóma svolítið eins og honum hafi boðist að taka við Balotelli og hugsað um að taka áhættuna. Það hljómar frekar eins og hann sé að grípa tækifæri heldur en að fá það sem hann var í upphafi að leita eftir.

    “I always said it was about availability and affordability of players,” said Rodgers. “Mario was the one right at the very end who was available for that. I said when he came in that it was a calculated risk and it’s something I have to work on to try to make it work for the team. Any striker, not just him, is judged on his goals and the number of assists you make. At this moment he has not hit the numbers he will have wanted.”

    Mario stóð til boða í lok gluggans. Calculated áhætta. Þarf að vinna að því að reyna að láta það virka fyrir liðið. Þetta hljómar ekki sannfærandi frá Rodgers og eykur kannski enn frekar á spurningar varðandi kaup Liverpool á Balotelli.

    Miðað við hvað Rodgers var fljótur að afskrifa Carroll fyrir sitt lið þá er kannski hálf furðulegt að Rodgers hafi ákveðið að fá inn svipaða týpu af framherja nokkrum mánuðum seinna. Ja, jafnvel tvo þar sem Lambert er nú ekkert rosalega ólíkur þeim á ákveðnum sviðum. Það virkar eins og Rodgers og liðið þurfi nú tvöfalt effort til að ná að tengja saman Balotelli og restina af liðinu.

  22. Æi, þurfum við alltaf að taka einn leikmann út sérstaklega?

    Hvað um alla hina leikmennina, Lovren, Marko, Gerrard, Sterling, Coutinho, Henderson, Lambert og gulldrenginn okkar, Sterling. Þeir hafa nú ekkert verið að brillera nema síður sé.

    Nei, við skulum taka einn leikmann út og drulla yfir hann. Við vitum allir að þetta er ekki svona einfalt. Vandamál Liverpool er miklu, miklu dýpra. Mórallinn í liðinu virðist ekki vera upp á marga fiska og sjálfstraustið er í algeru lágmarki. Flæði í spilinu er ekki til staðar, hraðinn enginn og menn eru ákaflega óöruggir á boltann. Það væri t.d. mjög athyglisvert að taka saman hversu oft við töpuðum boltanum eða áttum misheppnaðar sendingar í Basel-leiknum.

    Nú reynir svo sannarlega á stjórann okkar unga. Er enn sannfærður um að getan í liðinu sé vissulega til staðar og enn aftur þá kaupi ég ekki að lið sem náði 2. sæti á síðasta tímabili breytist á einni nóttu í miðlungslið.

    Hlutirnir þurfa samt að fara að breytast og það hratt.

  23. Vissi ekki að tölfræðin gegn WBA væri svona slæm “West Brom have won three and lost just one of their last five Premier League games against Liverpool.”

  24. Ég held að þetta hafi einmitt verið þannig að Rodgers skoðaði markaðinn undir lok gluggans og skoðaði hvað hann gat eytt miklu. Að því loknu skellti hann sér á Balotelli sem honum leyst best á miðað við hvað var í boði. Hann vildi ekki lenda í því sama og þegar Carroll var lánaður að ná ekki að kaupa strikerinn sem við þurftum.

    Ég held hins vegar að ef planið hefði verið að kaupa Balotelli frá upphafi eða einhvern svipaðan honum þá hefðum við í fyrsta lagi ekki reynt að kaupa Sanchez og Remy (döhh) og í öðru lagi hefðum við ekki keypt Lambert þar sem ég held að Rodgers sé almennt mikið minna fyrir target sentera en snögga menn sem hlaupa í svæði og finnst meira en nóg að vera með einn sem getur spilað sem slíkur. Ég er svoldið sammála honum með það en mér finnst hins vegar Balotelli vera meira en bara target senter og ég vona að hann fái tíma og springi út með Sturridge í framlínu Liverpool. Fyrir mér er það eina að það má taka tíma en það má ekki kosta okkur sæti í meistaradeildinni!

  25. Furða mig á orðum BR um Balotelli. Ekki beint uppörvandi fyrir leikmanninn, gefur til kynna að hann hafi ekki verið annað en varavaraplan og “skárra en ekkert”. Ekki viss um að þetta sé til þess fallið að efla sjálfstraust leikmannsins. Hefði búist við meiri stuðningi, amk út á við í fjölmiðlum. Þetta kemur mér á óvart þar sem ég hef verið mjög hrifinn af man-management hæfileikum BR.

    Til samanburðar má minnast orða SAF þegar Veron var gagnrýndur harðlega á sínum tíma. Þá gaf gamli blaðamönnunum nánast fingurinn og sagði “He is a fucking great player”. “And you’re all fucking idiots.”
    Stuttu síðar seldi hann Veron til Chelsea.

  26. Flottur pistill.

    þetta er svona í átt við það sem eg er buin að vera að reyna að segja herna eftir siðustu leiki en það er það að við þurfum nauðsynlega að fá Sturridge inn vegna þess að um leið og það gerist er eg handviss um það að Balotelli fær meira pláss og mun verða allt annar leikmaður en nuna. Hann er ekki maður til að vera þarna einn uppá topp og leiða línuna, hann þarf mann með ser. Áhyggjur minar eru ekki varðandi Balotelli heldur meira þannig að Sturridge ma ekki meiðast eins mikið og hann er að gera. Ég er klár á því að þeir tveir með fjóra af þessum fimm fyrir aftan sig Sterling, Lallana Henderson, Gerrard og Coutinho eigi eftir að verða baneitraðir.

    Ég er ekki farin að örvænta neitt þrátt fyrir ömurlega leikki siðustu vikurnar, ég hef ennþá trölla trú á að þetta se að smella saman þá apðallega með tilkomu Sturridge og einnig það að nýju leikmennirnir eru að koma betur inní þetta þá aðallega Lallana.

    Ég er hinsvegar smeykur við WBA a morgun, okkur hefur gengið illa með þá síðustu árin, höfum tapað fyrir þeim á Anfield i leik þar sem við áttum 25 marktækifæri eða eitthvað álíka en þeir eitt en við töpuðum 0-1 og við höfum gert jafntefli við þa á Anfield og einnig hofum við verið að tapa fyrir þeim á útivelli. Slíkt er ekki i boði a morgun við verðum að vinna helvitis leikinn og mer er slétt sama hvernig við gerum það, megum vinna 1-0 með skitamarki min vegna við verðum bara að taka 3 stig fyrir landsleikjahleið og fá smá sjalfstraust inní næstu leiki…

  27. Þorsteinn hvar hefuru seð það að við seum að kaupa Benzema ? eg hef ekki seð það allavega og held að það se langt fra því að vera eitthvað til i þvi að við seum að kaupa hann

  28. Balotelli á eftir að komast í gang. Sterling má fara hvíla, hann er kominn í rugl . Coutinho búinn að vera slappur og auk þess tekur alltaf smá tíma fyrir nýja menn að koma til. Hins vegar má fara setja stimpil á markið, þurfum við nýjan markmann?…bíðum og sjáum….
    Ef BR ætlar að koma með sömu afsakanir eftir leik,,,vorum ekki nógu góðir,,, þá er eitthvað meira að, er hann þá ekki sjálfur að klikka.

  29. Ég spái því samt að Balotelli eigi eftir að verða Liverpool Legend…..og að Liverpool verði fyrsta almennilega “heimilið” hans……

    :O)

    YNWA

  30. Er bara ekki sammála mönnum um að Balo sé ekki næginlega góður . Liðið er búið að spila ÓGEÐSLEGA nákvæmlega ekkert að frétta , eini leikurinn sem maður sá liðið spila eins og lið var á móti tottenham . annars er algjört basl á miðjuni og menn að moðast eitthverstaðar aftast á vellinum í eitthverju rugli.

    Ef við komust yfir miðju þá kanski ná þeir nokkrum sendingum á balo sem er yfirleitt vel umkringdur eins og gefur að skilja það er ENGIN ógn frammi með honum og vantar allt creativity.

    Sterling örþreyttur enda smá pjakkur sem menn vilja að haldi á Liverpool FRÁBÆR leikmaður en mennskur og ætti ekki að vera með þessa ábyrgð svona ungur.

    Coutinho er þannig leikmaður að það fer eftir því hvernig vindáttin blæs hvernig hann spilar.
    Algjörlega fáranlegt hjá stuðningmönnum og Rodgers að kenna Balo um það sem hefur farið illa þegar það er allt liðið sem spilar langt langt undir getu.

    Rodgers þarf að rífa liðið upp en ekki benda á einn framherja það er nákvæmlega ekkert að koma útur neinum þessa stundina.

  31. Mín spurning er…er það tilviljun að Liverpool er að ströggla þegar það er að treysta á markaskorara sem er á “last chance saloon” tímabili í sínu lífi. Þetta er ekkert mín skoðun, það er skoðun umboðsmannsins hans sem er líklega eini maðurinn sem hefur atvinnu við að tala upp leikmanninn. Rodgers viðurkennir að hann er að taka áhættu með leikmanninn. Það er alveg megadraumórar að ætlast til að Liverpool sé að kaupa óslípaðan demant sem á eftir að slá í gegn.
    Nú er ég enginn sérfræðingur um Balotelli en hann var látinn fara frá Inter eftir að Mourinho sagði að hann væri vonlaus, hjá Man City var hann nokkurn veginn vonlaus og látinn fara og núna var AC Milan að bítta honum út fyrir Torres ( ekki góðs viti ).

    Þetta er ekkert eitthvað Balotelli rant heldur nokkurn veginn staðreyndir. Það er ekkert að því að gefa piltinum tækifæri og kannski verður hann sá leikmaður einhvern tímann sem allir halda að hann geti orðið. En að treysta sóknarleikinn á hann er bara fávitaskapur….excuse my french Mr. Rodgers.

  32. Er einhver með heimildina þar sem Rogers á að hafa sagt þetta um Mario? Ég bara trúi því ekki að hann hafi sagt þetta. Það þarf nú eins og margir hafa bent hér á að byrja á réttum enda og ná að halda helv…markinu hreinu fyrst.

  33. Balli er bara snillingur og minn maður ! Takk Brendan að kaupa hann ! Balli og Störri saman !
    Guð lætur þá rústa andstæðingum okkar !!!

2 Pings & Trackbacks

  1. Pingback:

  2. Pingback:

Basel 1 – Liverpool 0

WBA á laugardag