Liðið gegn Basel

Fyrsti útileikurinn í Meistaradeildinni og Rodgers stillir svona upp:

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Enrique

Henderson – Gerrard – Coutinho

Sterling – Balotelli – Markovic

Á bekknum: Jones, Toure, Moreno, Lucas, Lallana, Lambert, Borini.

Semsagt þá kemur Coutinho inn fyrir Lallana og Enrique inn fyrir Moreno, sem fær hvíld á bekknum. Enrique fannst mér fínn á móti Middlesboro og hann ætti að geta klárað þetta hlutverk í kvöld.

Basel hafa verið mjög erfiðir heim að sækja, svo að þetta verður ekki auðvelt. Lykilatriðið fyrir framhaldið er að ná allavegana jafntefli – ég held að það gætu reynst ágæt úrslit í kvöld. Auðvitað er þó þetta Liverpool lið nógu gott til að vinna sigur.

71 Comments

  1. Hvað er mikið eftir í tankinum á Stevie G.?

    Hefði viljað sjá Lucas þarna í staðinn þar sem ég vil hafa Capt. Fantastic vel hvíldan fyrir deildarleikina.

    Annars gaman að sjá Kúta litla aftur í liðinu, Markovich fær meiri tíma til að komast inn í spilið hjá okkar mönnum (sem er gott). Og Lallana fær smá hvíld en býst við að sjá hann koma inn á fyrir einn af framlínumönnunum í seinni hálfleik.

    Lið sem á að sigra Basel á hverjum degi.

    YNWA

  2. Loksins þegar Gerrard átti góðan leik á þessu tímabili, þá kalla menn ennþá eftir því að hann verði settur á bekkinn! Hvaða þvæla er það?!

    Hann fær tveggja vikna frí eftir næstu helgi,hann er okkar laaaaangbesti leikmaður og langreynslumesti leikmaður liðsins.

    Auðvitað á hann að spila þennan leik. Annað væri skrítið.

    Koma svo!

    Homer

  3. Sammála Balta, dúndra Lucas inn í stað Gerrards. Vonandi verðum við það góðir í fyrri hálfleik að það sé hægt að taka Gerrard bara út strax í byrjun seinni hálfleiks 😉

    Er reyndar líka sammála Gumma, með streams, ég var að dl’a SopCast og ég skil bara ekkert hvernig þetta virkar? Ef einhver er með link á leiki þar þá endilega dúndra því inn.

    Ps. Ætla að tippa á 1-3 sigur okkar manna, CL Mario með 2 og Skrtle með 1.

  4. Hvað gerðist fyrir liðið í sumar? Ok þeir seldu Suarez en mér finnst þeir bara engan veginn vera að spila sama skemmtilega boltann og í fyrra. Trúi því ekki að 1 leikmaður skuli skipta svona gríðarlegu máli. Sýndu smá einkenni af honum í síðasta leik en sjálfstraustið til að halda boltanum og stjórna leikjum er nánast horfið svona miðað við byrjun þessa tímabils.

    Áfram Liverpool

  5. Andskotans helvítis djöfulsins hökt er á þessum straumum! Afsakið orðfærið.

  6. við erum allavega búnir að halda hreinu í fyrri hálfleik……. það er gott…

  7. Hef lagt mikla vinnu í eftirfarandi leikskýrslu fyrir fyrri hálfleik: Fyrri hálfleikur var tíðindalítill

  8. Tíðindalitlum hálfleik lokið vonandi kemur eitthvað betra í þeim seinni.

  9. Rosalega lágt tempó í fyrri hálfleik, ekkert að ske, Vill sjá Lallana og meiri hraða í seinni hálfleik

  10. Lallana inn sem fyrst takk og svo vantar aðeins meiri hreyfingu an bolta og vott af leikgleði og þá klárum við þennan leik

  11. Mér finnst eins og menn séu alltaf að vanmeta þessi lið sem spila ekki á Englandi.

    Basel er fín lið og væri í top 10 á Englandi.
    Ludo liðið sem allir voru að gera grín að við vorum að merja er með 1-1 í hálfleik gegn Real(sem jafnaði úr víti).

    Þetta er erfiður völlur(Chelsea tapaði þarna í fyrra) og við virkum sem betra lið og ég hef trú á því að við fáum eitthvað út úr þessum leik.

    Ólíkt 38 leikja deildarkeppni, þá þarf að passa sig að misstíga sig ekki í meistaradeildinni og væri 1 stig engin heimsendir á móti liðinu sem við erum líklega að fara að berjast um 2.sætið í riðlinum við og eiga Anfield leikinn eftir.

  12. Kúturinn allur að koma til, búinn að vera vaxandi og átt nokkrar eitraðar sendingar. Sterling ágætur en soldið óákveðinn með í hvora áttina hann ætlar að fara og endar á að fara hvorugt. Balo vantar sjálfstraust en það kemur með marki hugsa ég og fleiri leikjum.
    Markovitch ágætur en ekkert meira
    Greinilega lagt mikið upp úr því að verjast en oft virðist þetta vera nauðvörn

    Við hefðum getað verið 2-3 mörkum undir ef Basel hefðu nýtt sín færi.

    Bara spurning um að hrista úr sér stressið og hrollinn, halda boltanum og vanda sig við að byggja upp hraðar og vel útfærðar sóknir. Allir þurfa að vera soldið meira aggresívir og graðir og gera árás.

    Inn á með Lallana fyrir Markovitch…ef ekki strax í hálfleik þá fljótlega

  13. finnst vanta eitthvað, sjálfstraust ? þetta er dapurt, enn batnar vonandi

  14. Eru menn ekki anægðir með liðið. Við erum að spila við Basel ekki Real Madrid.

  15. Menn eru bara latir inn á vellinum og áhugalausir. Það er eins og það gangi eitthvað erfiðlega hjá Rodgers að fá upp baráttuanda í leik liðsins. Ég er hættur að botna í þessum leik liðsins. Átti alls ekki von á að þeir yrðu jafn sterkir á þessu tímabili og á því seinasta en þeir fara langt fram úr væntingum í að vera lélégir. Ég kaupi bara ekki fleiri afsakanir.

  16. Dude, ætlarðu að kenna Mignolet um markið? Óskaplega er þetta Mignolet hatur orðið hjákátlegt.

  17. Rólegir. Allt getur gerst í CL eins og við vitum. Real er enn að gera jaftefli við Razgd.

    Væri til í að sjá Lallana koma inná.

    Tap væri lélegt, jafntefli ekki slæmt.

  18. Vantar alla pressu sem við sáum sífellt í fyrra. Balotelli þarna einn fremstur að elta boltann eins og hamstur á hjóli. Markovich virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta verkefni og flæðið á milli manna fram á við er mjög slappt.

    Vonandi finnur Rodgers og leikmenn sjálfir lausnina á þessari lélegu holningu sem er á liðinu þessa stundina. Tala nú ekki um að fá Sturridge inn sem fyrst og halda honum heilum. Greinilega nauðsynlegur fyrir okkur ef við ætlum að skora einhver mörk.

  19. Snæþór, já. Ertu ekki að horfa á leikinn?

    Mignolet með slæman fótaburð og ver boltann beint út í teig, sem býður upp á frákast á silfurfati. Einnig sýndist mér að Enrique væri tilbúinn að taka þennan bolta.

  20. Ógeðsleg ræpa að vanda… okkar menn að standa harkalega fyrir sínu…

  21. nennir einhver að utskyra fyrir mer af hverju Markovich er ennþá inni a vellinum ?

  22. Dude. Já ég að horfa á leikinn. Boltinn hrekkur av bakinu á Lovren og Mignolet tekur reflex vörslu á 0,1. Ef við eigum að kenna einhverjum um þetta að þá eru það miðverðirnir að hafa ekki komið fjandans boltanum frá.

  23. Með allri virðingu fyrir Markovic og ég vona svo innilega að hann verði góður en er það eina sem hann kann að hlaupa rakleiðist beint áfram þegar hann fær boltann?

  24. Krææææst þetta er rán ef við töpum þessum leik, erum heldur betur búnir að fá færi til að setjann í markið.

  25. Langar sendingar og sókn sem samanstendur af tveimur til þremur mönnum er aldrei að fara að skora mörk.

  26. Þetta er svo hróplega lélegt að ég hreinlega hef enga ánægju af því að horfa á Pool lengur. Það er búið að drepa spennuna og ánægjuna sem maður hafði af því að horfa á leiki með liðinu sínu =(

    Ógeð.

    Brendan er að bregðast allhrapalega

  27. Balo þarf að fara gera hlutina hraðar, það er ekki alltaf hægt að redda sér með því að gera eitthvað kúl
    Markovic þarf að fara að lyfra lóðum eða eitthvað
    Svo þarf að senda meira á Gerrard, hann virðist vera sá eini sem getur eitthvað

  28. Það kemur maður í manns stað er helvítis lýgi……Gjörsamlega bitlausir….væri frekar til í að hafa einn sem bítur frá sér í liðinu!!!

  29. Balotelli, Coutinho og Markovic eiga ekki skilið að bera Fuglinn uppi að Hjartanu, Þeir eru ekki að spila fyrir Klúbbinn, Gera þetta af hálfum hug og nota ‘Þetta Reddast’ Hugarfarið þegar þeir tapa boltanum, Þetta er ömurlegt að horfa upp á.

  30. plís nennir einhver að segja mer af hverju alltieinu nuna áðan er eg farin að fa endalaus mail um að eainhver se að kommenta a kop.is ? vill losna við þetta strax. hefur aldrei skeð áður

  31. Er búin að vera að hugsa þetta en á hvaða plánetu var það allt í einu orðin góð hugmynd að Simon Mingolet væri aðal markvörður Liverpool fram fyrir Reina það er bara ráðgáta held að Liverpool hafi ekki verið með jafn lélegan aðalmarkvörð síðan David James var í markinu hjá okkur.

  32. Viðar Skjóldal:

    Það er reitur neðst á síðunni fyrir neðan hnappinn sem stendur “senda inn athugasemd” sem er örugglega hakað í hjá þér en þar stendur “Tilkynna mér ef fleiri athugasemdir bætast við með tölvupósti”. Þú tekur hakið úr reitnum og málið er leyst.

  33. Viðar #52

    Þú getur valið um að fá póst þegar annar skrifar athugasemd í sama þræði og þú gerir.

    Þú hakar við valmöguleikann hér að neðan, fyrir neðan -senda inn athugasemd – flipann.

    Eflaust hefur þú hakað þar við, óvart. Prófaðu bara að skrifa aðra athugasemd og vera viss um að haka EKKI við 🙂

    Homer

  34. Helvítis verðlausu aumingjar þetta verður nú meira skíta seasonið bolotelli suckar ekkert smá mikið !!

  35. Liðið er verra en þegar Roy Hodgson var með það, ég sver það! Þetta er algjör hörmung. Tap, sigur, tap sigur, tap, jafntefli, jafntefli, tap í síðustu 8 leikjum… manni er hálf flökurt bara

  36. jæja, þetta var svona næstum því leikur…nokkur góð færi en þetta var ekki að fara að gerast…

    næsti leiku takk

  37. Mikið rosalega eru margir vælarar hérna, menn sem koma aldrei hingað inn nema að allt sé ömurlegt, þá skríða þeir undan steinunum.

  38. Úff hvað við erum slappir!

    Úff hvað ég skildi ekki innáskiptingarnar!!

    Úff hvað Svíar eru lélegir dómarar!!!

  39. Algerlega versta sóknarframmistaða hjáliði sem ég hef séð.
    fremstu 4 og virðast bara ekki geta tekið á móti bolta, rekið bolta, tekið menn á eða gefið boltan á samherja. Það var urmull af tækifærum til að skapa færi og menn fengu meira að segja góð færi en menn unnu svo ílla úr þeim að það hefði í alvöru hver sem er geta gert betur.

    Sjálfstraustið í liðinu virðist vera svo lítið að það er spurning hvort að næsta æfingavika standi ekki eingöngu af sálfræðimeðferðum og dale carnige námskeiðum.

  40. Smánarlega fokking lélegt!

    Sveiattan BR og allir þessir djöfuls dragbítar og ónytjungar sem við sögu komu í þessum leik. Andskoti hvað þetta fer illa í skapið á manni.

    Þetta er bara helvítis hrun og ekkert annað

  41. rosalegt….sjá liðið sitt svona dapurt. Ekki getur það verið að við söknum Glen og Daniel svona mikið. Það er e-ð mikið að. Við erum allavega ekki að fara hirða stig af Real þannig að þetta snýst um að við vinnum Basel heima og að Stebbi & Lúdo geri rósir gegn Basel.
    yfir og út, tjái mig ekki meira um þessa vitleysu.

  42. BR fellur enn á prófinu, enginn mótevering á liðinu,menn að spila með hangandi haus,virka þungir og áhugalausir,gæti það verið að við höfum bara verið að fjárfesta í miðlungsmönnum,það lýtur út fyrir það.

  43. Legg til að búinn verði til síða fyrir kop 30 ára og eldri kostar að vera þar, skora á síðueigendur að búa til þannig hóp,,,,,,þegar reynir á þá kemur í ljós hverjir eru alvöru,,,,,,, að lesa kommenti hér mörg hver gerir mig daprann,,,,,

  44. Tók einhver annar eftir hreyfingarleysi á liðinu þegar við vorum boltan, minnti mig mun meira á liðið undir Benitez gegn Stoke þar sem við dómeneruðum boltann en vissum ekkert hvað við áttum að gera við hann, sýndist Hinn geðþekki Henderson vera skamma menn þarna á tímabili, en andkotinn hafi það menn verða bjóða sig, sýna að þeir vilji boltann.

  45. Sæl og blessuð!

    Hvar skal byrja, Hvar skal standa? Orti Matthías og ég spyr hins sama þó ekki sé það í hrifningu yfir firði heldur í forundran yfir dáðlausu liði.

    Á að byrja á vörninni sem gefur mörk eða bitlausri og staðri sókn sem gerir Allt vitlaust. Eins og mér þykir orðið vænt um tryggðartröllið Balótellí og það eins og hjartsláttarflökt að fylgjast með honum hikstandi.

    Púff hvað þetta er mikið ströggl. Af og til koma snöggar sendingar og stöku hlaup sem rifjar upp gamla tíma, en þetta fjarar svo út með það sama og við tekur taugatrekkjandi þversendingartutl á rõngum vallarhelmingi.

    Nú þarf að girða í brók. Hver leikur er ný áskorun, hver sókn, hvert skot, hver tækling, hvert andartak sem okkar kæra lið er á vellinum.

    Hver leysir brátt úr vanda? Er það einhver sem senn kemur úr meiðslum? Þjálfarinn fyrrum marglofaði? Nýir straumar í næsta glugga???

    Þangað til sitjum vér sófaspekúlantar, engjumst og … bíðum.

  46. Jákvæða hliðin

    Ansi margir búnir að drulla yfir allt og alla hérna þannig það veitir ekki af því að horfa aðeins á jákvæðu hliðarnar:

    +Vorum að komasti í klúbbinn með ManU og Chelsea sem töpuðu bæði á þessum velli og það eru 4 leikir eftir í riðlinum og allt getur því gerst ennþá og ekkert tilefni til að örvænta ennþá.

    +Liðið spilaði virkilega vel á móti Everton og klárlega mikil batamerki til staðar sérstaklega hjá sumum leikmönnum

    +Sturridge kemur í næsta leik og þá geta menn séð hversu ótrúlega mikilvægur hann er fyrir þetta lið. Okkur gékk fínt í þeim leikjum sem Suarez var í banni í fyrra þökk sé honum og hann er greinilega lykilmaður sem við megum ekki við því að missa því það sama gerðist í fyrra þegar hann meiddist eftir landsleikjahlé þá spiluðum við illa og misstum mörg stig þrátt fyrir það að vera með Suarez.

    +LFC er bara með 3 stigum minna en þeir fengu úr sömu leikjum á síðasta tímabili í deildinni.

    +Þrátt fyrir þessa erfiðu byrjun er LFC með stigi meira en Everton, jafn mörg stig og Spurs, stigi á eftir ManU sem hafa átt miklu auðveldari program og ekki svo langt í Arsenal og City.

    +Næstu leikir eru léttir á pappír og því frábært tækifæri til að snúa þessu við og koma liðinu á ról.

    +Leikmannaglugginn var verulega góður þó það sé skiljanlegt að menn séu ekki að sjá það. En ef það er skoðað aðeins betur þá náttúrulega gjörsamlega ómögulegt að allir leikmenn væru frábærir strax og alltaf einhver sem verður flopp þegar svona margir leikmenn voru keyptir. Eina floppið hingað til er Markoviv en hann er bara 20 ára og gæti því vel sprungið út á næsta ári og þó það gerist ekki þá er allt í lagi ef einhver kaup ganga ekki vel það gerist hjá öllum liðum og er óhjákvæmilegt.

    Önnur kaup:
    +Moreno: Frábær kaup sem allir hljóta að geta verið sammála um.

    +Lovren: Klárlega mjög góður leikmaður sem flest lið væru til í að hafa en vantar bara að ná upp góðu samstarfi við annan miðvörð, það kemur.

    +Manquillo: Frábær kaup (lán) miðað við hversu lítið hann kostaði og ótrúlegt hvað hann getur miðað við nánast enga reynslu og á klárlega mikið inni ennþá

    +Lallana: Frábær kaup, var ótrúlega traustur á síðasta ári og valinn í lið ársins fyrir vikið. Byrjaði að sína hvað hann getur í Everton og á eftir að vera fastamaður í liðinu og hef engar áhyggjur af honum. Þeir sem segja að hann hafi verið of dýr eru þeir sömu og myndu kvarta yfir að LFC hefði ekki borgað þetta aukalega sem þurfti til að fá hann ef þeir hefðu ekki gert það.

    +Can: Þýska stálið hefur ekki fengið mörg tækifæri til að sanna sig en það sem að maður hefur séð af honum þá held ég gæti vel orðið ein af bestu kaupum gluggans, bíðið bara og sjáið. Frábært þegar hann verður aftur orðinn heill og hann getur þá leyst Gerrard af í einhverjum leikjum.

    +Balotelli: einu kaupinn sem að maður hefur áhyggjur af því hann verður helst að sína meira. Virðist ekki virka vel einn uppá topp en gæti hæglega flogið í gang með Sturridge og eins og allir framherjar þá þarf hann nokkur mörk til að komast í gang. Kemur betur í ljós í næstu leikjum.

    +Lambert: Keyptur á lítinn pening og sem 3.-4. framherji og þarf því ekki að skila miklu af sér á tímabilinu til að réttlæta þennan litla pening.

    +Origi: Búinn að sýna virkilega góð merki í frönsku deilinni það sem af er og þvílíkur lúxus að eiga hann inni á næsta tímabili þegar hann verður búinn að bæta sig ennþá meira.

    Jafnvel þó eitthvað af fleiri af þessum kaupum ná ekki árangri þá eru samt eftir mörg góð kaup sem þýðir að þeta er að fara í rétta átt. Þið þurfið ekki að vera sammála öllu en örugglega einhverju þannig vonandi kætir það einhverja þó það væri ekki nema smávegis 😉

Basel á morgun

Basel 1 – Liverpool 0