Grannaslagur 27.september

Ég held að það sé óhætt að segja að hin hefðbundna hádegisstund á laugardegi með ristuðu brauði og tebolla verði ekki á þeim nótunum í Liverpoolborg þessa helgina.

Klukkan 12:45 á breskum tíma (sem er 11:45 á íslenskum tíma) er nefnilega grannaslagur númer 223 milli knattspyrnuliða borgarinnar, Liverpool FC og ……já, hins liðsins. Svo að ég hef töluverða trú á því að í stað te-sins albragðlausa hafi einhverjir drifið sig af stað snemma að heiman til að stemma sig upp í það mikla fjör sem að líklegt er að ríki inni á Anfield vellinum.

Við hugsum með hlýjum hug til síðustu viðureignar á okkar yndislega. Þá töldu ansi margir Evertonmenn vera kominn tíma á að vinna þennan erfiða útileik en svakalegur fyrri hálfleikur einfaldlega slátraði þeim.

Það er alltaf grimmd í þessum leikjum, en þó finnst mér þeir oft hafa aðra “áferð” þegar þeir eru svo snemma móts eins og nú. Ég held að það verði ennþá frekar núna þegar bæði lið hafa hafið mótið undir væntingum.

Við höfum vissulega byrjað verr en við vonuðum en Blánefjarnir sitja enn neðar en við, með einu stigi minna og aðeins einn sigur í fimm deildarleikjum. Í síðustu viku skoruðum við 16 mörk gegn neðrideildarliði þegar við komumst áfram í Capital One bikarnum. Á meðan kjöldrógu Swansea granna okkar 3-0 í þessari keppni og þau úrslit ollu titringi á meðal aðdáenda þeirra, þó vissulega hafi liðsskipan þeirra verið á svipuðu reiki og hjá okkar drengjum.

RaheemÞeir hvíldu ásana sína, þá Lukaku og Mirallas, en þeir hafa ekki náð að heilla í upphafi móts…frekar en annað nýtt nafn þeirra bláu, hinn síungi Samuel Eto’o. Þessir tveir verða komnir í byrjunarliðið á laugardaginn og eru þeir sem verða líklegastir til að valda okkur hættu auk Christian Atsu sem er í láni frá Chelsea og hefur verið einna sprækastur. Leikstíll Martinez gekk vel upp í fyrra en þeir virðast eiga í erfiðleikum varnarlega, þar sem vörn sem hingað til hefur verið kölluð “reynsluboltavörnin” er bara orðin frekar hæg…jafnvel gömul með Distin og Hibbert enn á ferðinn. Seamus Coleman hægri bakvörður er meiddur og það er óvíst um hans þátttöku. Það væri fínt að vera án hans.

En það er auðvitað Liverpoolborgarliðið Liverpool FC sem skiptir öllu máli.

Það er okkur öllum ljóst að liðið á sko enn eftir að fara upp úr startblokkunum þetta tímabil samanborið í fyrra. Leikur liðsins verið frekar hægur og hugmyndasnauður á köflum og margir leikmenn enn að aðlagast liðinu, hugmyndafræðinni og kannski ekki síst ensku deildinni.

Það verður örugglega töluverð eldskírn fyrir marga okkar leikmanna að taka þátt í Merseyside derbyinu. Hins vegar er alveg ljóst að við vorum að kaupa leikmenn í sumar sem var ætlað að ráða við svona leiki. Lovren, Moreno og Balotelli hafa verið að kljást við býsna öfluga leiki og ættu ekki að frjósa undir pressu svona leikja. Á meðan að Mario spilaði í ljósbláum búningi má alveg færa rök fyrir því að hans bestu leikir hafi verið í grannaslögum þeirrar borgar.

Mikið væri nú bara fínt að honum tækist eins vel upp í okkar grannaslögum!

Þegar kemur að því að velta fyrir sér liðsskipan okkar alrauða yndislega liðs er töluvert mikil óvissa varðandi liðsskipanina okkar. Blaðamannafundur dagsins hjá Brendan gaf okkur ekki mörg svör til að byggja á. Coutinho og Hendo eru tæpir, Sturridge líka. Eftir 120 mínútur plús vító í miðri viku er líka alveg ójóst um hversu tilbúnir Lallana, Sterling og Manquillo eru í þennan slag. En þeir bara verða að vera það.

Og þá er það leikkerfið. Verðum við með einn framherja…og þá hugsanlega með þríhyrning með tveimur miðjumönnum eða með einn djúpan? Er bara ekki viss um það, því mér hefur fundist Rodgers flakka töluvert með liðið. Ég held að mjög mikið ráðist af því hverjir miðjumannanna verða heilir til að spila og ætla að leyfa mér að stilla upp tveimur hugmyndum af byrjunarliði…

Mignolet

Manquillo – Lovren – Skrtel – Moreno

Gerrard – Lucas – Henderson

Markovic – Balotelli – Sterling

Þetta held ég að verði liðið ef Coutinho og Sturridge verða ekki tilbúnir til að spila og Lallana verður ekki treyst til að byrja leikinn. Balotelli uppi á topp og haldið áfram að reyna að koma Markovic í gang.

Hin hugmyndin:

Mignolet

Manquillo – Lovren – Skrtel – Moreno

Henderson – Gerrard – Coutinho – Sterling

Balotelli – Sturridge

Svona held ég að hann stilli upp ef að Sturridge og Coutinho hafa náð sér, þarna væri verið að tala um tígul með Gerrard djúpan, Coutinho og Hendo og svo Sterling efst í tíglinum. Svo það sé á hreinu er þetta það lið sem ég vill sjá byrja leikinn.

Hvað svo?

Gerrard_EvertonVitiði, ég bara veit ekki. Ég hef fulla trú á liðinu okkar og er viss um að það mun hrökkva í gír. En hvort að laugardagurinn er málið, frekar en að við kop.is ferðalangar spörkum því í gang í þeim næsta gegn WBA bara veit ég ekki.

Liðin eru bæði vængbrotin, ekki full af sjálfstrausti og töluvert sem þau þurfa að laga í leik sínum. Það er hins vegar að mínu mati eilítil sálfræði með okkar mönnum, við vitum að við eigum að vera með sterkara lið og höfum átt góð úrslit í þessari viðureign á Anfield.

Það og góð tilfinning um að botninum hafi verið náð í London um síðustu helgi verður til þess að ég ætla að tippa á að við sækjum þrjú stig í þessum leik. Segjum 2-1 sigur og Balo skorar a.m.k. annað markið. Þrjú stig í hús og það markar upphaf góðs tímabils hjá liðinu okkar allra.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!

123 Comments

 1. Glæsileg upphitun að vanda. Ég sé okkur ekki halda hreinu gegn Everton, með Lukaku og Eto’o ættu þeir að skora a.m.k. tvö mörk á okkur miðað við hversu lek vörnin hefur verið. Þá stórlega efast ég um að þessi hægi og fyrirsjáanlegi sóknarleikur skili okkur mörgum mörkum.
  Ansi hræddur um að þriðja tapið í röð komi á laugardaginn. Hvenær gerðist það síðast?

 2. Þessi Lukaku er stórhættulegur og er að mínu mati mun betri leikmaður en Balotelli. Tölfræðin talar sínu máli. Hann er með 34 mörk í 51 Úrvalsdeildarleik sem er frábær tölfræði fyrir svo ungan dreng. Á meðan er Super Mario (Ekki Balo) er með 20 mörk í 56 Úrvalsdeildarleikjum.

  Við erum hinsvegar með besta framherjann á vellinum ef Sturridge spilar leikinn. Það eru hreinar línur. YNWA!

 3. P.S.

  Ruglaðsit smá. Lukaku með 34 mörk í 72 leikjum. Það eru þó næstum 0,5 mörk í leik sem er frábær árangur.

 4. Athyglisverð nálgun hjá þér, Maggi minn, en mig grunar að þú hafir einblínt um of á League Cup leikinn með varaliði Everton í greiningu þinni á mótherjunum.

  Hibbert, Ronaldo norðursins, er orðinn þriðji valkostur í sinni stöðu, Eto’o verður notaður undir lokin þegar miðvarðarparið hjá Liverpool fer að þreytast og ég veit ekki hvaðan þú færð þær upplýsingar að Atsu sé einna sprækastur í liði Everton þessa dagana – hann hefur voðalega lítið gert hingað til. Ég á ekki von á að neinn þessara verði í byrjunarliðinu á laugardaginn (nema til óvæntra meiðsla komi) og óvíst með Distin sömuleiðis enda var honum spanderað í League Cup leikinn.

  Þetta er því ágætis Strawman Argument hjá þér, en kannski ekki von á öðru. Skil þó vel að þú viljir ekki mæta Coleman, einum besta bakverði deildarinnar, en ég á fyllilega von á því að hann byrji inn á.

  Ítreka samt enn á ný beiðni mína um að Eyþór skrifi hér þær greinarnar sem varða mitt lið. Þær eru bæði málefnalegar og skemmtilegar aflesturs – fyrir stuðningsmenn beggja liða.

  Að lokum: Megi betra liðið vinna án þess að til meiðsla komi eða að dómarinn verði í aðalhlutverki. Reynum að njóta leiksins á laugardaginn.

 5. Martin Atkinson dæmdir leikinn á laugadaginn, hann dæmdi einnig síðasta leik þessara liðað þegar Liverpool slátraði Everton.
  Hann hefur aðeins einu sinn gefið rautt spjald, Kyrgiagos árið 2010 þegar hann brot á Fellaini hinum hárprúða. Vonandi að Atkinson muni eiga góðan dag sem og Liverpool liðið

 6. Spái demantin með Mignolet, Manquillo, Lovren, Skrtel, Moreno, Gerrard, Hendo, Coutinho, Sterling, Sturridge, Balotelli.

  3-1, Sturridge, Skrtel, Balotelli – Lukaku

 7. takk fyrir þetta ég trúi því að okkar tími sé kominn og hann þurfi ekki að nota sturridge í þessum leik balotelli með 2 markovich 1 og lovren 1 í 4-0 sigri. þessi leikur verður að vinnast !

 8. Skil ég það rétt að gestur á þessari síðu sé að óska eftir öðrum penna heldur en þeim sem skrifar þessa upphitun (Finnur #5)?

 9. Fín upphitun. Balo skorar bæði í 2-0 sigri.

  Fyrir þá sem vilja að upphitun fyrir Liverpool – Everton á Liverpool síðu sé skemmtileg fyrir stuðningsmenn beggja liða. ..

  ha?

 10. Þetta er svo borðleggjandi rúst að ég nenni ekki einu sinni að koma með lokatölur…

 11. Finnur #5, er ekki lágmark að vera málefnalegur ef þú ætlar að skjóta á aðra fyrir að vera ekki málefnalegir?

 12. Ef að Skrtel spilar þennann leik þá tel ég miklar líkur á að við töpum. Sakho er margfalt betri varnarmaður en Skrtel. Hef aldrei skilið þetta diss sem Sakho virðist fá frá sumum stuðningsmönnum. Flottur varnarmaður sem skilar sínu vel.

  Skrtel gerði mörg mistök á síðasta tímabili og er í raun alveg hægt að kenna honum um að við urðum ekki meistarar, svo mörg og afdrifarík voru mistökin. Eina ástæðan fyrir því að sumir virðast ekki sjá þetta er vegna þess að hann hefur skorað reglulega.

 13. Það er ekki séns að Markovic byrji þennan leik, eina sem hann gerði í bikarleiknum bar að taka á móti boltanum og senda hann tilbaka aftur.
  Vonandi er Allen orðinn leikfær svo við getum farið aftur i tígulmiðju með hann og Hendo sitthvoru megin við Stevie. Balo, Sterling og Lallana fyrir framan.

 14. Ég viðurkenni fúslega að það er sennilega ekkert lið í Englandi sem ég les minna um en hitt liðið í Liverpoolborg. Eru algerlega í efsta sæti hjá mér yfir þau lið sem ég tel okkar erkifjendur og nokkrum sætum ofar en United.

  Hins vegar leyfði ég mér að lesa mér eitthvað til um þetta lið og leit þá á leikskýrslur í vetur og heyrði í þeim Evertonmanni sem mér þykir vænst um til að velta þessum hlutum fyrir mér…sá benti mér á Atsu og vissulega hefði ég betur ekki hlustað á hann sýnist mér.

  Ég virði það auðvitað að þú viljir velja þér menn til að skrifa um þitt lið Finnur og það er ekki mitt að taka um það ákvörðun hvað ég geri á síðunni heldur ritstjóranna…en þegar ég fæ það verkefni að skrifa um Blánefjanna þá er fókusinn minn á mitt lið…og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að andúð mín á þeim birtist í þessum pistli. Þar kemur líka fram að ég tel að um erfiðan leik verður að ræða…bara það var erfitt fyrir mig að skrifa.

  Það breytist alveg örugglega ekki. Enda er ég að skrifa á bloggsíðu áhangenda sem lofsyngja Liverpool Football Club…og þar má ég vera einhliða held ég.

  Takk samt fyrir komuna Finnur, segi við þig eins og aðra vini mína sem halda upp á hitt liðið í borg Guðs að þið ættuð að fara að koma ykkur upp svona síðu, það er alveg hundskemmtilegt sko…eins og mér sýnist þú vita!!!

 15. Fínasta upphitun að vanda, takk fyrir mig.

  Já, þetta verður trúlega bara drulluerfitt enda miklir passion-leikir þegar þessi góðu lið mætast en þetta verður líka drulluerfitt fyrir Everton því þeir vita að þeir voru niðurlægðir þarna í fyrra og vilja örugglega ekki upplifa þá martröð aftur. Slíkt getur stressað þá upp og vonandi verðum við á tánum og klárum þetta örugglega enda tel ég Liverpool vera með klassa betra lið.

  Spái 3-1 og auðvitað verður það Balotelli sem gerir útslagið. Hann er killer í svona uppgjörum!

 16. Þetta verður erfiður leikur og kannski svolítið sérstakur þar sem bæði lið leitast eftir því að “starta” sér eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Nú sést úr hverju menn eru gerðir og mér þykir líklegast að þetta verði stál í stál allan leikinn og endi með 2-2 jafntefli þar sem varnir þessara liða eru alls ekki að finna sig.

  Varðandi liðsvalið þá þykir mér líklegt að Skrtel byrji á kostnað Sakho og lítur þá liðið svona út:

  Mignolet
  Manquillo – Lovren – Skrtel – Moreno
  Hendo – Gerrard – Coutinho – Sterling
  Balotelli – Borini

  Tígulmiðjan verður spiluð. Sturridge inn á fyrir duglegan Borini í hálfleik. Lallana kemur hress af bekknum á 60. mínútu fyrir Coutinho og Suso fær tækifæri seinustu 20 mínúturnar í staðinn fyrir Sterling. Við komumst í 1-0 með marki frá Balotelli en litli bróðir jafnar fyrir leikhlé. Everton kemst svo í 2-1 eftir klaufalegt fast leikatriði en Suso af öllum jafnar rétt fyrir leikslok eftir stífa pressu okkar manna.

  Ok, þetta er ólíkleg spá en ég held mig við hana.

  Áfram Liverpool!

 17. Ég held áfram að halda því fram að okkar menn detti i girinn á morgun. Vinnum 3-0, balotelli með 2 og Gerrard ur viti. Ég hef ennþá fulla tru a okkar mönnum og trui ekki öðru en við seum að detta i gang.

  Sammála Magga með seinna byrjunarliðið hans, vona að það verði liðið, væri svo sem ekkert að kvarta þó Lallana væri inní því liði á kostnað Coutinho…

 18. Þannig að Finnur (#5) er að kvarta yfir því að Maggi skrifi ekki nógu vel um EVERTON? Á KOP.IS?

  Þetta er auðleyst mál Finnur: SSteinn hefur venjulega séð um Everton-upphitanir af því að það hatar enginn okkar Everton jafn mikið og hann. Við pössum bara upp á að Steini skrifi allar upphitanir um þá héðan í frá, fyrst Maggi er ekki nógu góður fyrir þig.

  Annars er Everton.is ágætis staður fyrir bláa með sérþarfir. Ég skemmti mér hins vegar konunglega yfir upphitun Magga.

  Megi betra liðið svo vinna á morgun!

 19. Er ég einn um að vera spenntastur yfir hvaða miðvarðapari Rodgers stillir upp?

  Persónulega vil ég að Rodgers dragi það bara út. Það getur ekki versnað. Bara einfalt =Randbetween(1;52) í excel og voíla. Prófaði þetta sjálfur og fékk miðvarðaparið Manquillo og Suso. Svo hlýtur að vera hægt að skrá markmannsþjálfarann inn í hópinn og þá erum við strax komnir með hellings styrkingu aftarlega á vellinum.

  Svo er bara að skora 3-7 mörk og þá getum við átt möguleika á einhverjum stigum.

  Ég er bjartsýnn!

 20. Þetta er liðið sem mætir Everton – fékk það staðfest áðan þegar ég hringdi í Rodgers.

  Mignolet – en ekki hvað
  Manquillo – engin annar heill til þess að veita honum keppni
  Lovren/Skrtel – báðir hvíldir og byrja
  Moreno – hvíldur og byrjar
  Gerrard – á sínum stað
  Lucas – ég vill ekki sjá hann með Gerrard en Rodgers sagði að hann væri þarna þangað til að Couthinho fari í gang eða Allen verður orðinn góður
  Henderson – orkuboltinn á fast sæti
  Lallana – eftir flottan síðasta leik þá held ég að hann fái að halda sæti sínu í liðinu
  Sterling – okkar besti maður
  Balloteli – ég hef trú á þér strákur.

  Þetta verður fjörugur leikur þar sem Liverpool nær forustuni með flottu marki frá Balotelli, Lukaku jafnar snemma í síðarihálfleik en Lallana klárar svo leikinn 5 mín fyrir leikslok.

  2-1 sigur og menn fara að tala um að núna séum við komnir í gang og segja að þeir hafi alltaf haft trú á liðinu, þrátt fyrir að kalla leikmenn, stjóran og aðranærliggjandi allskonar ljótum nöfnum eftir tapleik gegn West Ham um daginn 😉

 21. Takk fyrir upphitunina Maggi. Ekki láta blánefjann fara í taugarnar á þér, hann veit ekki betur.
  Nú er kominn tími að rífa þetta í gang. Þessi vonda byrjun kemur mér á óvart, bjóst við miklu meira en liðið hefur boðið uppá. Auðvelt að afsaka þetta með að menn eigi eftir að aðlagast og bla bla bla, mér er slétt sama. Þessir tveir tapleikir á móti A. Villa og West Ham voru hörmung á alla vegu og skrifast jafnt á leikmenn og stjórann.

  Ég ætla rétt að vona að þetta slúður með Suso sé kjaftæði og hann fái séns núna til að sanna sig. Mér er alveg sama hvaða kerfi við sjáum á morgun, 3-5-2, 4-3-3, 4-2-3-1 eða 4-4-2 tíguldemantskassaþríhyrningur, bara að leikmenn sýni hungur, ákefð og flotta spilamennsku. Ef það verður ekki á boðstólnum og stig tapast verður svartsýnin allsráðandi fyrir komandi vetri.

 22. Okkar menn verða að fara sýna sitt rétta andlit og það ekki seinna vænna en á morgun, ég vil sjá sókndjarft lið eins og við vorum þekktir fyrir ,ég vona að við töku þetta .

 23. Einhvern veginn held ég að flestir okkar búist við skitu á morgun í ljósi úrslita undanfarina leikja. Held samt að þeir troði sokk uppí mig og girði sig í brók.
  Öruggur 3-1 sigur fyrir okkur en lekum inn einu á 83 mínútu.
  YNWA

 24. Hæ veit einhver hvar er hægt að sjá leikinn annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki

 25. Nei nú hætti ég að lesa þessa síðu! Hún er engan vegin nógu hliðholl Everton. #enginnsegir

  Mér fannst Markovich ekki svona agalega lélegur, líka spurning um að hafa rétta menn í kringum sig, Lambert er ljósárum frá því sem við höfum vanist frá sóknarmönnum okkar síðustu ár

 26. 15 ár akkurat uppá dag síðan everton vann á anfield hljótum að taka þetta sjö níu þrettán pæliði samt aðeins í liðinu hjá everton það eru 2 hjá everton sem ég myndi velja í úrvalslið þessara liða , það væri howard og coleman

 27. Plís, plís, plís elsku púlarar vinnið þennan leik!!

  Everton er í sama ruslflokki hjá mér og hjá Steina og Magga. Ekki jókst álit mitt á þeim bláu eftir tapleik þeirra á móti City á heimavelli sl. vor.

  Vil að Rodgers sýni eins mikla íhaldssemi á liðsvali og hann mögulega getur á morgun. Þurfum þá leikmenn sem hafa reynslu að því að pakka saman Everton. Hrikalegt að Sturridge verður að öllum líkindum ekki með. Nú verður Super-Marion að stíga upp big time.

  Að öðru leyti segi ég bara Amen og tek undir allt sem fram kemur í flottir skýrslu Magga.

  Koma svo!!!!!!!!!!!!

 28. Hvernig er komment #5 með næstum 50 like? Panta like á þetta comment ef þið eruð sammála!!

  Come on you reds!!!!

 29. Nr 33. Ætli það sýni ekki best alla þá umferð stuðningsmanna annara liða hér á síðunni. Og jú svo eru kannski einhverjir sammála manninum.

 30. Gerrard er alltaf að skora í þessum leik, Super Mario tvö og Lallana setur sitt fyrsta, 4-1 og þetta er leikurinn þar sem allt byrjar.

 31. Gameday! Þetta verður tens leikur. Bæði lið að underperforma hingað til. Vona bara að Sturridge komi inn í hóp, hvort sem hann byrji eða komi inn á. Held að í augnablikinu sé hann mikilvægasti leikmaður liðsins ásamt Young Raheem.

  Everton eru með betra lið en taflan sýnir í augnablikinu og það að við höfum haft tak á þeim undanfarin ár hefur ekkert að segja.

  Tippa á jafntefli í leiknum. 2-2 er ekki ólíklegt.

  Jafnframt óska ég eftir því að Finnur #5 fái Magga til að skrifa sín komment á kop.is.

 32. Sælir félagar

  Takk fyrir frábæra og málefnalega upphitun Maggi. Ég fyrir mitt leyti hefi ekki áhyggjur af væli blánefa undan upphitun á þessum Liverpool vef. Bæði blánefir og svo þessi sérstaki blánefur valda mér ekki áhyggjum utan leikvallar. Svo einfalt er það.

  Hvað leikinn sjálfan varðar og baráttuna við þá bláu í honum er mér aftur á móti áhyggjuefni. Frammistaða okkar manna hefur verið með þeim hætti að það eitt og sér veldur áhyggjum og svo hitt að það er nánast óþolandi að tapa fyrir Everton. Alltaf. Þó er mér verr við mörg lið en litla liðið í Liverpool borg.

  Ég ætla þó að reikna með að hann eyjólfur okkar fari nú að hressast. Að hraðinn og áræðið sem býr í þessu liði verðir dregin fram í dagsljósið og leikmenn okkar sem eru miklum hæfileikum búnir leyfi þeim að njóta sín. Seinna tilboð Magga á uppstillingu er mín heitasta ósk. Með það í huga spái ég 3 – 1

  Það er nú þannig

  YNWA

 33. Fyrst ad Gerrard og lucas geta ekki spila? saman å mi?junni og gerrard engaveginn ad höndla varnarskyldurnar er enginn til í ad prófa ad hafa lucas djupan og Gerrard I holuna sem hann var svo go?ur ì?

 34. Liverpool XI: Mignolet, Manquillo, Moreno, Lovren, Skrtel, Gerrard, Henderson, Markovic, Lallana, Sterling, Balotelli.

  Substitutes: Jones, Enrique, Toure, Lucas, Coutinho, Suso, Lambert.

 35. #5 er kominn með 65 like á sitt komment, og þar með eru upptaldir aðdáendur Everton á Íslandi. Það segir sitt að þeir þurfi að nota Liverpool síðuna til að vekja athygli á sér. 🙂

  En að öllu gríni slepptu þá er sigur okkar manna í dag eina rauhæfa leiðin út úr frekar slöppu starti á tímabilinu. Koma svo.

  Y.N.W.A

 36. Eins og Egill #39 sýnur þá er liðið komið.

  Finnst frábært að sjá Suso á bekknum en finnst jafn vont að sjá Borini ekki á bekknum. Kannski ekki margir sammála mér en hann er sprákur þegar að hann fær sénsins, finnst hann skemmtilegur og hefur hraðann sem Lambert hefur ekki. Lambert hefur hinsvegar afskaplega mikinn styrk sem kemur honum langt.

  Hlakka til að horfa á þetta, segi 2-1 fyrir okkar mönnum og Balotelli og Lazar skora. Lazar sýnir okkur í dag af hverju Rogers keypti hann!

  YNWA – In Rogers we trust!

 37. Jæja liðinn kominn.

  Mjög áhugavart lið hjá liverpool og Rodgers mjög sókndjarfur.
  Því miður þá er engin Sturridge handa okkur en Markovitch og Lallana byrja báðir og kemur það smá á óvart.

  Hjá Everton er nafnið á Tony Hibbert sem maður tekur eftir. Hann byrjaði síðast leik í deildinni hjá Everton um jólinn 2012 gegn Man City. Hann á annað hvort að vera frábær baráttujaxl í þessum leik eða í tómu tjóni.

 38. Úff, vissi alltaf að þetta tímabil myndi vera erfitt með alla þessu nýju menn og engan suarez. Helsta vandamal okkar manna er að við söknum alveg svakalega SSS. Skv. þessu erum með 6 nýja i byrjunarliðinu… það útaf fyrir sig lýsir vandamálum okkar vel. Eg hef fulla trú á þessum kaupum en það tekur bara mjög mikinn tíma að stilla þessa menn saman.

  Þess vegana er eg stressaður fyrir þennan leik.. ekki vegna þess að mótherjinn kann eitthvað i fótbolta!

 39. Sakho kominn aftur fyrir Toure í röðinni.

  ER sáttur við sókndjarft lið. Sækjum okkur út úr meðalmennskunni!

 40. Eg var alltaf ánægður þegar toni hibbert var í liðinu. Nú mörgum árum seinna er hann ENNÞÁ í byrjunarliðinu. Það gleður mig.

 41. Getur einhver útskýrt fyrir mér, hvers vegna það er ekki lengur flautað á hendi í fótbolta?

  Barry með höndina vel upp fyrir haus.

 42. Hvernig er þetta að spilast? Neyðist til að fylgjast með á live score í símanum.

 43. Okkar menn mjog sprækir og ótrúlegt að vera ekki bunir að skora . Allt annað að sja liðið i þessum leik en siðustu leikjum.. hljótum að fara skora .

 44. úfærslan á þessum sóknarleik okkar jedúdda minn, byggist á tilviljunum.

 45. Djofull meika eg ekki Balotelli!!! Trui ekki ad Liverpool hafi keypt hann???

 46. Ánægður að sjá Rodgers taka Markovic aðeins á eintal. Maðurinn verður að skjóta á markið, ekki þetta dúllerí alltaf.

 47. Koma svo REDS, setjum mörk á þá bláu ! ! ! Lambert á eftir ð koma við sögu í þessum leik og hafa áhrif á hann 🙂 vitiði til.

 48. Balotelli þorir þó að skjóta á markið og hann á eftir að skora.

 49. allt annað að sjá til liðsins en áhyggjuefni að við séum ekki búnir að skora enn. Finnst við vera mun betra lið og við hljótum að klára þetta. Henderson algerlega frábær so far!

 50. Lallana verður einn af lykilleikmönnum okkar á þessu tímabili og djöfull er gaman að horfa á kraftinn og áræðnina hjá Moreno.

 51. Þetta er agalega dapurt.

  Jújú, við erum að sækja… en við erum ekki beint stórhættulegir.

  Alltof mikið af fyrirgjöfum sem renna út í sandinn.

  Þetta lítur því miður svolítið út eins og hjá United í fyrra.

  Ég vil sjá meiri stungusendingar og hlaup í svæði!

 52. Sáttari með leik okkar manna en í síðustu leikjum, vantar bara herslumuninn.

 53. Ég er ekki að ná að kveikja á BloodZeed, það er fast í prebuffering 1% með 100 streamers, eitthver ráð?

 54. Það er nú ekki mikið að koma frá Markovic í þessum leik frekar en þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í.
  Balotello reynir en ekkert komið úr því enþá, liðið er töluvert lélegra en liðið á síðasta tímabili þrátt fyrir að eyða töluvert yfir 100 m punda í nýja leikmenn.

 55. Fyrstu 45 mín virkilega flottar hjá liverpool og eina sem vantaði var það sem þessir leikur snýst um, helvítis markið.

  Rodgers klókur og sér að Hibbert er í liðinu, lætur Sterling á vinstri kanntinn og einangrar fyrir hann trekk í trekk og lætur hann keyra á hann með góðum árangri þar sem við erum alltaf að komast bakvið hann eða ná skotum á markið.

  Lallana búinn að vera frábær fyrstu 45 mín eins og miðverðirnir okkar.
  Gerrard og Henderson hafa verið að eiga miðsvæðið
  Markovitch er sá eini sem mér finnst að er ekki alveg í takt við leikinn og Balotelli er búinn að eiga ágætis spretti og hefði átt að vera búinn að skora úr skallanum.

  Þeir eru samt hættulegir með Lukaku fremstan í flokki en fyrir utan fyrstu mín þar sem Moreno slapp kannski við að var dæmt á hann víti þá hefur hann ekki verið að komast framhjá honum.

  p.s Barry átti að fá rautt og já þetta var víti þegar Barry fékk hann í hendurnar.

 56. Sýnist þessi sem er í markinu hjá þeim bláu vera helsta áhyggjuefnið í dag… -_- 16 – 3 í skotum og þar af 6 af þessum 16 á rammann og allt varið!

 57. balotelli er gjörsamlega í ruglinu…. það er ömurlegt hvað hann drepur leikinn niður

 58. 2x ætti Barry að vera búinn að fá seinna gula spjaldið. Þvilik fávita dómgæsla

 59. Ég held ég þurfi að leita mér hjálpar. Get bara ekki hægt að hugsa um Suarez. Tuðandi hér einn við sjálfan mig í sófanum: “Suarez hefði nú ekki gert þetta svona”, “Værum komnir yfir 3-0 ef Suarez væri með okkur” o.s.frv.

  Vitið þið um “support group” sem tekur á þessu ? :/

 60. Liverpool að yfirspila Everton algerlega í 45 mínútur, og langflest kommentin eru tuð. Held ég lesi bara leikskýrsluna og sleppi kommentunum.

  Aftur.

  Everton yfirspilað í fyrri hálfleik, og menn að tuða. Magnað.

 61. OG

  í milljónasta skiptið, Suarez hefði ekki spilað þennan leik (frekar en þá sem eru búnir á tímabilinu). Hann er enn í risabanni.

  Það sárvantar hins vegar Sturridge.

 62. Svo sammála þér Siggi. Við erum búnir að vera fínir, skemmtilegur leikur en það vantar fíntjúninguna í lokaspilið. Þetta kemur allt í seinni 🙂

 63. Mikið rétt Siggi. Suarez hefði ekki verið með. Kommentið ekki meinað heldur þannig. Sammála þer að spilamennskan er búin að vera flott í fyrri hálfleik. Nú hlýtur þetta bara að koma.

 64. Miðverðirnir búnir að vera góðir í dag. Lovren að koma mjög sterkur inn. KOMA SVOO LIVERPOOL!

 65. Gerrard er legend!!!
  Annars algjorlega sammala commenti Rush #68. Lallana verið bestur og Sterling, Henderson og Lovren verid mjög góðir. Fyrir utan Markovitch hafa flestir átt fínan leik. Everton hafa varla átt skot á markið.

 66. Gaetum thess vegna verid med djibril cisse tharna frammi…held jafnvel ad hann vaeri betri kostar.
  Gerrard er hinsvegar kongurinn og lidid er buid ad eiga mjog godan leik!
  Afsakid neikvaednina

 67. Balotelli er að hrifsa til sín hjörtu aðdáenda á Anfield, eina sem vantar núna er mark.

 68. Balotelli kominn í cover í vinstri bak, heh! Hann er nú alveg með fínasta workrate, öfugt við helstu áhyggjurnar sem margir höfðu.

 69. Mjog sattur með vinnuframlag balotelli eina sem þarf hja honum er mark

 70. ….Phil Jagielka af þessu færi..af öllum mönnum….þvílíkur skíthæll

 71. He he þetta eru snillingar og ekkert annað, GO Brendan you are the best lol lol

 72. Jæja áfram halda ömurlegheitin Brendan þarf að fara að girða sig hressilega í brók.

 73. Þetta færðu í andlitið ef þú ætlar að halda 1-0. Frekar að reyna að drepa leikinn með 2-0 staðinn fyrir að bakka og halda.

 74. Þetta var alltaf að fara vera rocky start með svona mikið af nýjum mönnum… Brandan fan all the way.

 75. Náttúrulega frík mark hjá liði sem var ekki að gera rassgat í þessum leik. Óheppni og ekkert annað því liðið var með þetta í höndum sér. Andskotinn.

 76. Er ég að lesa rétt hérna. Vilja menn stjórann burt í alvöru ??? eru allir 6 ára hérna eða hvað ???

 77. Jæja þvílíkir pappakassar og rusl sem BR hefur fengið til sýn þetta er ömurlegt að sjá liðið
  spila það eru tveir menn sem eru góðir hitt er bara rusl,þaðer ekki einusinni gaman orðið að horfa á liðið spila lengur.

 78. Það er nú ekki hægt að vera pirraður út í liðið fyrir þetta wondergoal hjá jagielka.

 79. Mer fannst Liverpool yfirspila Everton.
  mikil batamerki a liðinu.

 80. Við erum bara ekki að skapa nógu mikið framávið. Hefði viljað sjá Sterling í framherjanum með Mario til verða beittari. Verður gott að fá Sturridge aftur.

 81. Það verður að segjast að kaupin hjá Br eru ekki góð og ég tek undir með þeim sem sakna Ls hann hafði tíma til að finna mann eða menn í staðin til að skora mörkin en við eru svo geldir og hugmyndasnauðir í kringum markteiginn að það þarf gamla manninn Sg til að skora úr föstu atriði.
  Það vantar gleði í þeta lið og þeir geisla ekki af sjáfstrausti heldur detta alveg tilbaka og hætta að pressa everton menn og alveg til skammar að sjá ekki eina frammherjann sem var að koma inná ekki hjápa Lallana að trufla þá í restina.

 82. Þið megið sakna LS eins og þið viljið, en ef hann væri okkar en í dag þá hefði hann hvort sem er ekki spilað þennan né aðra leiki okkar hingað til á þessu tímabili.
  HANN VÆRI Í STÓRA BANNINU !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 83. Balotelli er svo lélegur að ég skil ekki hvernig þessi maður var aðal senter í ítalska landsliðsins og ég hugsa að hann eigi ekki eftir að spila fleiri landsleiki. Hann, Markovic og Lambert eru svo lélegir að þeir eiga ekki heima í Liverpool. Það er bara orðið pínlegt að horfa á leik liðsins. Þettta er lélegasta byrjun sem ég hef séð í einhver 30 ár.

 84. róum okkur aðeins á svartsýninni, vissulega svekkjandi að tapa þessu niður í jafntefli eftir að hafa yfirspilað nágranna okkar allan leikinn en það voru klár batamerki hjá liðinu, lallana var verulega góður t.d. svo þarf aðeins að gefa mönnum séns hérna, markovich og balotelli hafa spilað um 5 leiki fyrir félagið og menn strax byrjaðir að dæma menn flopp. öndum aðeins með nefinu drengir og stúlkur þetta kemur.

 85. Ég beið viljandi með að svara kommentum hér þangað til leikurinn væri að baki (og vel það) og allir gætu rætt málin með yfirveguðum hætti.

  Það kom mér skemmtilega á óvart að innlegg mitt (innlegg Everton manns) skyldi vera kosið annað vinsælasta kommentið á þessum Liverpool þræði (með 71 “læk” þegar þetta er skrifað) sem segir mér að annaðhvort er hljómgrunnur fyrir þessum boðskap mínum meðal Liverpool manna eða að fylgismenn Liverpool eru í minnihluta lesenda síðunnar. Ég á hins vegar mjög erfitt með að trúa því síðarnefnda um kop.is.

  Ég orðaði hins vegar mitt innlegg með þeim hætti að aðvelt væri að snúa út úr — eða misskilja, sem var ekki viljaverk. Ég var ekki að krefjast þess að Eyþór skrifaði allar greinar um mitt lið, eins og einhverjir kusu að lesa (enda notaði ég orðið “beiðni” en ekki “kröfu”).

  Megininntakið í mínum boðskap átti að vera að rígurinn milli þessara tveggja liða hefur yfirleitt ekki farið út fyrir skynsamleg mörk, enda hefur sagan sýnt að foreldrar geta mætt á pallana á báðum völlum með einn krakkann í Everton búningi og annan í Liverpool búningi — og allir geta samt notið leiks, þó úrslitin séu náttúrulega ekki alltaf öllum að skapi. Það væri leiðinlegt ef hatur sumra stuðningsmanna myndi leiða til þess að kalla þurfi til dómara frá öðru landi til að dæma (þar sem vantraustið á hlutlausum aðilum er orðið algjört), sbr. mjög svo dapurlega grein sem ég las nýverið á BBC um derby-lið frá, að mig minnir, Egyptalandi (og fl. löndum).

  Maggi (sem skrifaði greinina) viðurkennir að vita lítið — og vilja lítið vita — af mínu liði. Það er honum frjálst. Ég benti hins vegar góðfúslega á (hélt ég) að innan ykkar raða er maður (Eyþór) sem getur ekki bara litið framhjá rígnum heldur skrifað mjög góðar greinar um andstæðinginn (Everton); svo góðar að þær eru ekki bara skemmtilegar og fullar fróðleiks fyrir _stuðningsmenn Liverpool_ heldur er vísað í þær á Everton blogginu sem holla lesningu fyrir stuðningsfólk Everton — til að sjá hvernig aðrir greina Everton liðið (enda öllum mjög hollt að kynna sér málefnalegar skoðanir andstæðinga).

  Mér dettur ekki í hug að reyna að ritstýra ykkar bloggi eða skoðunum til að þóknast mínu liði. En ég sé mig knúinn til að spyrja: Ef þið, stuðningsmenn Liverpool, hefðuð val um málefnalega grein á kop.is um andstæðinginn, byggða á innsæi og skoðunum Liverpool penna sem leggur alvöru vinnu í að kynna sér andstæðinginn til hlítar á eins hlutlausan hátt og Liverpool manni er unnt (og bætir svo við eðlilegum skotum á andstæðinginn) — versus grein frá manni sem er of litaður af hatri til að svo mikið sem kynna sér andstæðinginn nægilega vel (og lætur nægja að skjóta föstum skotum byggða á röngum forsendum)… mynduð þið — lesendur, og vonandi ritstjórn (Kristján Atli?) — ekki kjósa fyrrnefnda kostinn? Þó svo “óheppilega” vildi til að það hefði í för með sér að stuðningsmenn andstæðinganna taki ofan af fyrir bloggara kop.is síðunnar fyrir málefnalega umfjöllun í sinn garð? Er virkilega mikilvægara fyrir lesendur síðunnar að viðhalda hatrinu og en að umföllunin um andstæðinginn sé á rökum reist? Ég vona okkar allra vegna að svarið sé nei.

  Ég ætla annars að leyfa ykkur að melta þetta (alltof langa) komment. Finnst líklegra en ella að ég láti þetta nægja á þessum þræði (hakaði ekki við að fá svör í tölvupósti) því mig grunar að frekari útskýringar frá mér falli í grýttan jarðveg hjá þeim sem ekki þegar skilja inntakið í þessum boðskap og því ekki ástæða til að munnhöggvast við þá frekar.

  Góðar stundir.

 86. Djö missti af þessu.

  Maggi tók upphitun fyrir mig að þessu sinni þar sem ég náði því ekki. Ljóst að hann tekur við þessum leikjum alveg af Steina núna.

  Eyþór fær síðan leyfi til að skrifa upphitunina á Everton.is, allir sáttir? 🙂

One Ping

 1. Pingback:

Swansea í Capital-bikarnum

Liverpool 1-1 Everton