West Ham 3 Liverpool 1

Okkar menn héldu til Lundúna í 5. umferð Úrvalsdeildarinnar og máttu þola 3-1 tap gegn West Ham með einni verstu frammistöðu liðsins undir stjórn Brendan Rodgers.

Rodgers gerði þrjár breytingar frá því í Meistaradeildinni og stillti upp þessu liði:

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Moreno

Sterling – Gerrard – Henderson – Lucas

Borini – Balotelli

Bekkur: Jones, Touré, Enrique, Sakho (inn f. Manquillo), Lallana (inn f. Lucas), Markovic, Lambert (inn f. Borini).

Leikurinn hófst eins illa og hægt er að hugsa sér og voru Hamrarnir komnir í 2-0 eftir átta mínútna leik. Fyrst skoraði Lovren eða Winston Reid strax á 2. mínútu. Fyrirgjöfin kom frá hægri yfir á fjærstöngina þar sem Henderson lét éta sig. RidgewellTomkins skallaði þar til baka fyrir markið þar sem Mignolet, Skrtel og Lovren voru allir úr stöðu og Reid eða Lovren (að reyna að komast á undan Reid að boltanum) potaði honum inn. Skelfilegt mark í alla staði.

Ekki tók betra við, West Ham voru með öll völd og bættu við marki strax á 8. mínútu. Þá fékk Sakho (þeirra maður) boltann óvaldaður við hægra horn vítateigs Liverpool, eftir að Lucas, Gerrard og Balotelli höfðu átt erfitt með að spila upp miðjuna og á endanum misst boltann. Á meðan Balotelli virtist rífast við Lucas um þetta ruku Hamrarnir fram, boltinn barst til hægri á Sakho sem var óvaldaður þar sem Moreno var langt út úr stöðu. Hann leit upp, sá að Mignolet var á leiðinni út og vippaði snyrtilega yfir hann og í fjærhornið. Ótrúlega auðvelt en sofandaháttur liðsins frá A til Ö og slæm staðsetning Mignolet bauð upp á þetta.

Áfram hélt stórsókn West Ham og Mignolet varði í tvígang vel langskot þeirra. Það var svo gegn gangi leiksins að okkar menn minnkuðu muninn en á 26. mínútu tók Balotelli fyrirgjöf Henderson vel niður og skaut að marki. Varnarmaður varð fyrir, boltinn hrökk út á Sterling sem negldi honum óverjandi í fjærhornið. 2-1 var staðan og eftir þetta lentu Sakho (okkar), sem þá var kominn inn fyrir Manquillo, og Lovren í samstuði og Lovren steinlá á eftir. Þetta kostaði 6 mínútna töf sem kálaði rythma leiksins svo hann fjaraði út í hálfleikinn.

Okkar menn gátu í raun prísað sig sæla að vera bara 2-1 undir eftir þennan hálfleik sem var einn sá lélegasti undir stjórn Rodgers. Hann gerði breytingu í hléi. Meiðsli Manquillo þýddu að Sterling þurfti að fara úr holunni og niður í hægri vængbakvörðinn og því setti hann Lallana inn fyrir Lucas til að hafa áfram mann í holunni.

Seinni hálfleikurinn var ekki mikið skárri. Hamrarnir gerðu það sem Sam Allardyce er vanur að gera, duttu langt niður á völlinn og leyfðu Liverpool að hafa boltann. Það gekk þó ekkert, flæðið í sóknarleik liðsins var pínlega lélegt og færin voru fá og langt á milli. Undir lokin skallaði Sakho (okkar) svo hreinsun beint í lappirnar á Downing sem lagði hann inn fyrir á Amalfitano sem innsiglaði sanngjarnan 3-1 sigur heimamanna.

Nokkrir punktar:

Brendan Rodgers þarf að fara að finna sitt sterkasta lið og sína leikaðferð. Hann hrærði enn og aftur í bæði byrjunarliðinu og leikaðferðinni í dag og það sýndi sig í algjöru reiðileysi inná vellinum, sérstaklega í upphafi leiks. Ég átti einmitt von á að liðið myndi reyna að byrja leiktíðina eins óbreytt og það gæti frá því sem virkaði svo vel á síðustu leiktíð en Rodgers hefur – bæði tilneyddur og líka að eigin völ – verið að breyta byrjunarliðunum allt of mikið á milli leikja og leikaðferðum líka. Þetta skrifast algjörlega á hann og hann bara verður að gera betur.

Að því sögðu þá eru þarna leikmenn að falla á stórum prófum í upphafi leiktíðar. Ég er ekki að tala um nýju leikmennina eða ungu strákana. Það segir sitt að Sterling og Moreno hafi verið okkar bestu menn það sem af er tímabili. Mignolet, Skrtel, Sakho, Gerrard, Lucas. Hvar eru þessir leikmenn? Eru þeir ekki nógu góðir til að spila þarna eða? Ég skil ekkert hvað er í gangi en enn og aftur eru ungu strákarnir ljósið í myrkrinu á meðan svokallaðir reynsluboltar og/eða leiðtogar í liðinu hiksta í kringum þá. Mér er skapi næst að panta Kolo Touré í næsta byrjunarlið, og Brad Jones í markið. Svo slæmt er þetta.

Lokapunkturinn: það er 20. september og Liverpool er búið að tapa 3 deildarleikjum. Liðið tapaði 6 deildarleikjum allt síðasta tímabil. Það er ekki hægt að vinna titilinn á haustin en það er sko fullkomlega hægt að tapa honum og Liverpool er að fara langt með að stimpla sig út úr þeirri baráttu á mettíma. Auk þess er núna búið að gjörsamlega kasta frá sér allri þeirri virðingu og ótta sem liðið hafði unnið sér inn meðal mótherja sinna á síðustu leiktíð. Og sjálfstraustið innan raða liðsins virðist ekkert, hvorki nú né í síðustu leikjum.

Hver er lausnin? Ég veit það ekki en það er ljóst að Liverpool er búið að koma sér aftur á stóran og feitan núllpunkt sem knattspyrnulið. Breytinga er þörf og nú kalla ég eftir því að knattspyrnustjórinn og leiðtogar þessa liðs stígi upp og sýni okkur að þeir geti fundið lausnirnar.

Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef þeir geta það ekki.

120 Comments

 1. Það er ótrúlegt hvað einn heimsklassa leikmaður getur gert fyrir fótboltalið………………………… ÓTRÚLEGT!!!!!!

 2. Miðjan okkar er Skammarleg! Hún er ekki til staðar, Plássið á Milli Varnar og Miðju, og Miðju og Sóknar er allt, alltof mikið. Allir Rebound boltar á báðum Vallarhelmingum falla til West Ham. Erum ósannfærandi í öllum stöðum á Vellinum! Mignolet, Vörnin, Miðjan og Sóknarleikurinn…. Þetta hefur allt verið í Steik á þessu Tímabili

 3. Við eigum langt í land að verða jafn gott lið og við vorum eftir áramót í fyrra. Nokkrir punktar sem mér finnst vera að hjá okkur:

  * Tottenham syndrome = fullt að nýjum leikmönnum sem þurfa tíma
  * Lucas á ekki að spila nema Gerrard sé ekki með
  * Borini, við reyndum að seljan hann. Það er ástæða fyrir því. Vil frekar sjá Lambert
  * Við erum ekki að leysa það að Gerrard og bakverðir eru pressaðir og miðverðirnir fá að senda boltan fram
  * Við erum með 3 miðverði sem allir virðast gera slæm mistök í hverjum leik. Skretl leit illa út í fyrsta markinu
  * Hvað er að hjá Henderson? Yrði ekki hissa að heyra að hann væri að spila meiddur
  * Við söknum Joe Allen

  Hefði viljað sjá Balotelli, Sturridge og Markovich/Lambert í þessum leik og Lallana fyrir Lucas.

  Það dimmir á Íslandi og okkur LFC stuðningsmönnum og allar líkur á því að utd og everton verði komnir framfyrir okkur fyrir næstu helgi enn sólin hækkar aftur og liðið okkar líka.

 4. Sterling er eini maðurinn sem getur eitthvað í þessu liði og aðrir ættu að skammast sín.

 5. ………..
  hvenar ætlar Liverpool að læra að kaupa góða leikmenn í staðinn kaupa eithvað miðlungs drasl 🙁

 6. Sælir félagar
  Það er ekkert sem hægt er að segja um liðið eins og það er að spila núna en að það sé samansafn af meðalfótboltamönnum sem ekki eiga skilið að vera í rauða búningnum, og þá er ég ekki að undanskilja einn einasta mann hvorki inná vellinum né á hliðarlínunni

  Vörnin er líklega sú hlægilegasta á Englandi og þó víðar væri leitað. Míðjan sein og hugmyndasnauð, liggur á boltanum og annaðhvort gefur hann til baka eða tapar honum. Sköpun og hugmyndir eru engar og ekkert gerist sem gleður augað.

  Sóknin er svo með sama marki brennd. Eini maðurinn sem eitthvað getur á þeim hlita vallarins er Balo og er hann þó ekki að gera margar rósir. það er líka umhugsunarefni af hverju Borini er á undan Lambert þar sem BR vildi losna við hann en keypti Lambert sem þar með er kominn aftast í röð „frábærra“ framherja Liverpool.

  Nú þegar reynir á BR sem stjóra liðs sem er í vandræðum þá hefur hann engin svör engar hugmyndir nema að spila Leiva (af öllum mönnum) í tíglinum. Nú er enginn maður til að vinna leikina fyrir BR uppá sitt eindæmi eins og Suarez gat gert og þá reynir á stjórann. Hann hefur fallið á prófinu tvo leiki í röð og ég hefi ekki áhuga á fleiri af því taginu. Ég segi það satt.

  Niðurstaða þessa leiks er sú að bæði lið og stjóri hafa fallið á prófinu og ekkert nema óskiljanlegt lán bjargaði meistaradeildarleiknum um daginn. Þetta er einfaldlega hörmung og ófyrirgefanlegur aumingjaskapur.

  Það er nú þannig.

 7. Fyrir leik sagði ég að það væri slæmt að byrja með Gerrard / Lucas / Henderson alla saman í einu,,, þetta eru ekki svo slæmir leikmenn ,,,, en oftast þegar þessi þrenning er þá verður LÍTIÐ um spilamennsku og ´pgn framm á við verður bæði hæg og bitlaus,kannski hefði berið gott að byrja með Gerrard á bekknum og setja Lucas í þá stöðu og hafa Lallana inn á ,,, eins var dauðadæmt að setja Skrtel í hægri bak,,, ó já slæm mistök í kleik sem við vorum undir, þarna hefði þurft bakvörð sem gat ógnað framm á við, ,,, ég held að versta frammistaðan skrifist á Roders ,,, dæmalaust birjunarlið og ekki bætti um betur með þessar skiptingar hjá honum blessuðum,,, núna bið ég til GUÐ að við náum 4sætinu dýrmæta,,,,

 8. The Curious case of Liverpool.

  Það er bara eitthvað mikið að hjá liðinu. Guð minn góður. Við verðum ekki nálægt toppbaráttunni ef liðið ætlar að spila svona áfram. Vissulega vantar Sturridge, en vandamál liðsins er miklu, miklu dýpra en bara það.

  Það vantar allan hraða í liðið og varnarleikurinn er ömurlegur. Er búinn að vera að verja Mignolet, en ekki lengur. Hann er rosalega óöruggur í teignum og vægast sagt ósannfærandi. En ef það væri bara vörnin sem væri vandamál þá væri auðveldara að eiga við þetta. Svo er bara alls ekki. Samvinna miðju og sóknar er ömurleg og við náum ekki að opna andstæðinganna þegar þeir pakka í vörn gegn okkur.

  Það er mjöööög erfitt að vera jákvæður eða bjartsýnn á framhaldið eins og staðan er í dag. Ef Chelsea vinnur sinn leik á móti City þá eru þeir með 9 stiga forskot á okkur. 9 stig!! Búnar 5 umferðir af mótinu bæðevei.

 9. Rosalega munar okkur um einn leikmann sem var seldur í sumar, Brendan er greinilega ekki með varnarleikinn á hreinu.
  Við erum í CL og erum að kaupa Lallana og Lambert en man utd ekki í Evrópu og versla Di María og Falco’,,,,,,,, undarlegt

 10. Rodgers ber ábyrgð á þessu líkt og árangrinum í fyrra. Hann sá um að kaupa þessa leikmenn og í stöðu Suarez. Það er einnig hann sem ákveður leikkerfið og byrjunarlið. Menn hafa vælt í gegnum árin að við getum ekki keypt hinn og þennan af því við vorum ekki í CL. Loksins komumst við í CL og kaupum ekki einn mann sem er heimsklassa. Í staðinn bættum við í hópinn fullt af leikmönnum sem eru spurningarmerki. Förum úr því að vera best spilandi liðið á Englandi með fullt af sköpuðum færum í lið sem getur varla sent einfaldar sendingar sín á milli. Sakho og Lovren kosta samanlagt um 40mp en sýna enganveginn að þeir séu þess virði.

  Rodgers á mikið starf fyrir höndum ásamt leikmönnum.

 11. Af hverju er verið að vaela yfir nyjum leikmonnum? Hvað voru margir nyjir hja west ham? Þetta er stjorinn og ekkert annað.

 12. MI #12 Með varnarleikinn áhreinu. Hvað er hann með á hreinu? Mér er spurn?

 13. Miðjan hjá okkur er hörmung. Gerrard er ekki kominn í gang, hann er vonandi eins og dísel vél, sein í gang en gengur vel þegar hún er kominn af stað. Mikil mistök að byrja með Lucas með honum, gengur aldrei upp. Ég held að tími Gerrard á miðjunni sé liðinn og sé hann fyrir mér að enda þar sem hann byrjaði, sem hægri bakvörður! Okkur vantar týpu eins og Xabi Alonso á miðjuna, sem stjórnar. Liðið var lélegt, og það er mikil vinna framundan ef menn ætla ekki að klára tímabilið fyrir lok október!

 14. er ég sá eini sem vil prófa 5-3-2 eða 5-4-1, má vel vera að það sé soldið mikið varnarsinnað en getur vörnin versnað? Hafa þá Sakho, Lovren og Skrtel alla í miðvörðunum.

  Veit annars einhver hversu mikið Manquillo er meiddur?

 15. Vinstri bakvarðarstaðan var vandamál á síðasta tímabili.

  Núna er það eina staðan sem er ekki vandamál. Allar hinar bara í staðinn…

 16. Var að spá í að kaupa mér ferð á leik með Liverpool í vetur, úr þessu fer að verða tæpt að maður treysti sér í það, ætli ekki að spandera 100-200 þúsund kr. fyrir þetta, það er deginum ljósara, en þetta lagast nú vonandi þegar líður á!

 17. Þetta hlýtur að vera vondur draumur sem ég er ekki að ná að vakna upp af??? Eða var West Ham að vinna Liverpool 3-1??? nehhhhhhhh

 18. Menn eru væntanlega að átta sig á því að byrja 2-0 undir er það sem varð okkur að falli í þessum leik?
  Eru ekki allir samála um það. Fyrirhálfleikurinn var ömurlegur en sá síðari var nú bara fín fyrir utan síðustu 10 mín þar sem allt í einu miðverðirnir okkar fóru að gaufa með boltan og við hættum að sækja.

  Mignolet 1- heldur áfram að drulla á sig. Mér fannst hann líta illa út í öllum mörkunum. Mér finnst að markvörður eigi að fara út þegar kemur svona hár loftbolti inní teigin og svo virkar hann á mig sem tauga hrúga.

  Moreno 6 – var ágætur þegar átti að sækja en braut klaufalega á Dowing í fyrsta markinu og annað markið kom hans megin líka.

  Lovren/Skrtel/Sakho(kom snemma inná) 5 – Virkuðu ekki sanfærandi
  Manquillo 5 – spilaði ekki mikið en gerði það illa eins og allt liðið í síðarihálfleik

  Gerrard 4 – er á hraðri niðurleið
  Henderson 5 -einn af hans lélegri leikjum í langan tíma.
  Lucas 4 – jæja hann og Gerrard geta ekki spilað saman. Það kemur ekkert úr þessum dreng.

  Sterling 7 – virkaði hættulegur og skoraði flott mark
  Balotelli 7 – Mér fannst hann ekki fá mikla þjónustu í þessum leik en maður sá hvað hann getur gert þegar þessi þjónusta kom.
  Borini 5 – Virkar á mig sem Henderson í sem sóknarmaður. Hleypur mikið en kemur ekkert úr honum á þessum vallarhelming(Henderson er samt frábær miðjumaður svo að það sé á hreinu en vildi ekki sjá hann spila sem sóknarmann).

  Lambert 5 – gerði lítið eftir að hafa komið inná

  Lallana 7 – Vitiði mér fannst hann eiginlega besti leikmaðurinn okkar eftir að hann kom inná. Vildi alltaf fá boltan og var sókndjarfur og reyna að skapa eitthvað(átti að fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig).

  Rodgers 3 – annan leikinn í röð féll hann á prófinu. Lucas/Gerrard er ekki að virka. Það er líka ástæða fyrir því að liverpool tók tilboðum í Borini(sem gerir ekkert annað þessa dagana nema að lækka verðmiðan) og eitt enn ef lið eru að spila með einn framherja og við með þrjá miðverði sem eru varla að geta spilað framhjá honum og spilið gjörsamlega stopar þarna þá verðum við að taka smá áhættu og senda einn af þessum miðvörðum einfaldlega uppá topp síðustu 5 mín og dæla löngum boltum á Baloteli, Skrtel, Lambert og láta Lallana, Sterling, Gerrard og Henderson vinna í kringum þá.
  Við verðum allavega að breytta einhverju síðustu mín þegar þeir eru komnir með 5 manna vörn og við erum varla að komast að henni.

 19. Agger var okkar besti varnarmaðu og við gáfum hann.
  Svo sér maður bara hversu mikild virði glen johnson er þegar hann er meiddur, hann er hraður upp kantinn og ógnar vel.
  Gerrard á ekki að vera alltaf inná hann er of gamall
  Og ég held að Balotelli passi ekki við okkar leikstíl.
  Brendan Rodgers kann ekki að kaupa réttu mennina.
  Án Suarez erum við bara 5-8 sætis lið.
  Það er enginn í heimsklassa hjá Liverpool því miður

 20. ég åtta mig á því að það er ekkert jákvætt eftir þennan leik en mæli með http://www.dv.is fyrir nokkra hérna þið getið vælt þar

 21. Sterling góður, Llallana góður, Balo rétt sleppur, Moreno sleppur en restin var bara skita, skita, skita. Maður fékk kjánahroll hvað eftir annað í þessum leik, eins og að fylgjast með bumbubolta stundum. Boro næst og maður er kvíðinn 🙁
  YNWA

 22. #26 kann Rodlers ekki að kaupa réttu mennina ?, veit að coutinho er buinn að vera slappur í síðustu 2 leikjum en hver keypti hann og meistara sturridge ? svo efast ég um að moreno og lallana seu slæm kaup, balotelli með mark í síðasta leik og assist í þessum svo hann er allur að koma

 23. mér fannst við spila mjög vel fram að fyrsta markinu hjá West Ham. þá einhvernveginn dó þetta út og ekki sjón að sjá okkur eftir það.

 24. Sturridge meiðist og sóknarleikurinn leggst af.

  Eftir vonbrigði lokadags síðasta leiktímabils hugsaði ég samt með mér: ‘ok, þetta var frábært season, 2. sætið og meistaradeild á næsta seasoni. nú getum við lokka til okkar world class leikmenn og byggt liðið’

  Raunin var að það voru keyptir ótal squad leikmenn plús eitt risastórt og hæfileikaríkt spurningamerki sem virðist vera ‘unmanagable’, Balotelli. Hvernig ætlar BR að fá hann til að berjast fyrir Liverpool? Hann nennir engu þessu drengur.

  Svo hló maður að united, ‘gangi þeim vel að styrkja sig utan evrópu’. Og þeir fokkin kaupa Shaw, Herrera, Falcao og DI MARIA. Meikar ekki sense.

 25. fyrir utan vonda frammistöðu þá talar enginn um vítið sem Borini átti að fá þegar markmaðurinn fór með takkana í hnéð á honum í stöðunni 2:1. Þrátt fyrir að markmaðurinn hafi verið kominn með boltann þá skildi ég ekki af hverju þetta var ekki víti og rautt á markmanninn. Ekki nóg að við séum lélegir þá fáum við ekki stóru atriðin með okkur, Senderos í Villa-leiknum og svo markmaðurinn hjá West Ham í dag.

 26. Guð hjálpi vörninni þegar við mætum real madrid sem setti 8 í dag

 27. Við eigum ekki séns í neitt lið í dag. Við töpum fyrir Villa. Arsenal vinnur þá 0-3. Við verðum ALDREI í toppbaráttunni með þennan markvörð aldrei. Við erum alltof hægir í sóknaraðgerðum.Ég er búinn að fá mig fullsaddan á þessu tali um að menn þurfi að venjast Liverpool (nýjir menn í liðinu). Ef þú kannt að spila fótbolta þá átt þú að geta spilað fótbolta með hverjum sem er. Ég vill að þeir sleppi því að skrifa þeir sem segja að leikmenn þurfi að venjast nýju liði og annað. Balotelli er líka nýr maður, hvað er hann að gera, hann getur þó mest af flestum sem eru þarna í liðinu. Fótbolti er ekki flókin íþrótt, sama hvað menn segja. Ef þú getur spilað með einu liði og þú ert góður, þá átt þú að geta það með öðru liði. Ég segi að við séum á vitlausri leið með Liverpool í dag. við töpum fyrir Villa og West ham. Er ekki allt í lagi. Við erum lélegir og spillum mjög illa og áttum ekki skilið að vinna í dag. Ef stjórinn kemur nú í viðtal og viðurkennir ekki að hann hafi stillt upp vitlausu liði, þá er ég alveg búinn að missa álitið á honum.
  Ég er búinn að halda með Liverpool í næstum 40 ár í gengum súrt og sætt og núna finnst mér kominn tími til að stjórinn skoði sitt mál og gerir eitthvað rótækt í sínum málum, það verður að gera alvarlegan breytingar á markvarðamálunum hjá okkur. Hann augljóslega ofmetur Simon alveg svakalega. Ég held að Brad Jones sé betri í dag. Í dag vorum menn inná vellinum sem áttu ekki skilið að vera Liverpool merki á brjóstinu á sér, ég tel að BR þurfi að fara í alvarlega naflaskoðun á sjálfum sér.
  Ég er stuðningsmaður Liverpool í gegnum allt, en klúbburinn minn er ekki yfir það hafin að vera gagnrýndur af mér. Sumir tala hér um að fótbolti sé svo flókinn íþrótt og menn þurfa að venjast samherjunum. HALLÓ við töpuðum fyrir Big Sam(sem reyndar hefur greinilega grennst mikið), hann er greinilega betri stjóri en BR í dag. Ég vill ekki trúa því að í dag sé staðan sú, að við töpum fyrir Villa og West ham
  Ég segi bara núna að menn eiga að skammast sín að vera í treyju sem er merkt LIVERPOOL og spila ekki að fullum krafti fyrir liðið og gefa ekki allt sitt í leik með LIVERPOOL. Þeir sem spila í treyju Liverpool eiga að gera það af ást og virðingu fyrir félaginu og öllu því sem Liverpool stendur fyrir. Það vantar alla baráttu og vilja til að vinna þessa leiki.

  Þetta er komið nóg, er alveg að missa mig í þessu.

  EN þetta endar alltaf eins
  ÁFRAM LIVERPOOL:

 28. Það verður ekkert smá næsti deildarleikur ,,,,,,,,,,,,,á móti Everton, þar kemur í ljós hvort þetta mót sé búið eða ekki.

 29. Ekki við neinu öðru að búast,byrjum leikinn einum færri á miðjunni með Lucas gaufandi þarna gjörsamlega getulausann á öllum sviðum og Borini svo tryllingslega ákafann í að sanna sig að hann hleypur um allan völl eins og priklaus raketta og vita vonlaust að senda á hann.
  Áttum þennan rassskell algjörlega skilinn.
  And b.t.w. þeð verður að fara skoða vegabréfið hjá þessum Lucas,það er enginn Brassi svona lélegur í fótbolta…..

 30. Enn einn markmaðurinn sem á leik lífsins á móti okkur og kom í veg fyrir að við unnum.
  Mér fannst vanta þessa afsökun og vildi því bæta henni við.

 31. Eiginlega brádfyndid ad lesa komentin hér , og tetta er frá sömu mönnum sem hèr skrifudu langa pistla fyrir mòt um kvad lidid okkar væri loksins ordid sterkt . og ad vid værum ad gera miklu betri kaup enn öll hin lidin og ad Brendan væri sko aldeilis med tetta à hreinu .

  Og ef einhver vogadi sér ad vera med efasemdir tá var hann , tröll eda ekki studningsmadur Liverpool .

  BESTI leikmadur ensku deildarinar var seldur , og margir leikmenn keyptir i stadinn , og tad voru mörg spurningamerki fyrir mòt og eru enn og Rodgers verdur ad fara eiga svör vid teim .

 32. Eftir að hafa velt vel og lengi fyrir mér hvort ég ætti að liggja í fósturstellingu í kvöld eða að horfa á kisumyndbönd, hef ég ákveðið að drekka mig bara sótölvaðan.

 33. Það er greinilegt að ekki einn einasti maður sem tjáir sig hér reynir að bera blak af BR eða leikmönnum yfirleitt. Það segir meira en mörg orð,

 34. Liv er ekki að spila eins og hér áður fyrr . fleirra var það ekki.

 35. Hægt spil, seinir miðjumenn og vandræðagangur með hreinsa út úr vörninni er að valda okkur vandræðum. Afhverju má ekki hreinsa/dúndra úr aftöstu varnarlínu, afhverju eru menn að senda á milli sín þegar menn eru dekkaðir og með menn á sér. Bara hreinsa helv,,,boltann í burtu. T.d Sako núna , skalla uppi stúku frekar en að gefa stoðsendingu……eru menn að byrja í 8 flokki eða hvað……nema að menn séu að vanmeta hlutina svona ( 2 sætið í fyrra) ….þurfum meiri vinnslu á miðjuna segi ég !

 36. 08-09. 2 sætið….13-14. 2 sætið
  09-10. 7 sætið….14-15. 7 sætið

 37. Maður er eiginlega orðlaus. Engu er líkara en graðhesturinn Spuni frá Vesturkoti hafi komið úr bithaganum sem Skjóni gamli í Húsdýragarðinum.

  Hvernig í fjandanum er hægt að tapa greddunni á örfáum vikum? Hreyfing liðsins með og án bolta er fáránlega hæg og þegar við bætist að Brendan virðist ekki mættur í vinnuna er ekki von á góðu.

  Ég verð að benda á Brendan sem í senn vandamálið og lausnina. Það er eitthvað að bila á æfingasvæðinu og í undirbúningi leikja þessar vikurnar. Getur verið að karlinn hafi ofmetnast? Núna verður Rodgers að sýna í hvað hann er spunnið. Pronto.

  Mitt álit er að Balo hafi staðið sig vel og blæs á alla gagnrýni á meistarann. Hann fær nákvæmlega enga þjónustu en bjó samt til þetta mark Sterling úr engu. Gagnrýni á Balo er svipað að skamma sjónvarpið fyrir lélega dagskrá. Punto.

 38. Mikið rosalega verður gaman að lesa þessi comment í lok tímabils, vonandi að liðið verði búið að hætta öllum aumingjaskap og tryggja sér top 4.
  En hvað um það. Skíta frammistaða í síðustu leikjum og útlitið ekki bjart.
  Örfáir jákvæðir punktar sem við getum tekið úr þessu:
  *Erum “aðeins” með 1 stigi minna en á síðasta tímabili eftir sömu viðureignir.
  *7 nýjir leikmenn í hóp í dag, þar af 4 í byrjunarliði(5 ef við teljum Borini með).
  Það tekur tíma fyrir nýja leikmenn að venjast leikstílnum og aðlagast liðinu.
  *Sturridge og Allen hafa verið meiddir og munu styrkja liðið þegar þeir snúa aftur.
  *Það eru 33 leikir eftir í deildinni(99 stig í pottinum)
  Smá bjartsýnis comment eftir slæman leik.
  In Brendan we trust!

 39. Ég er ennþá að bíða eftir því að liðið smelli. Þarf ég að bíða mikið lengur?

 40. Þetta er pinlega lelegt. Eg kom af sjó eftir að hafa misst af fyrstu þrem leikjum i deild, skilst að við höfum verið agætir i þessum fyrstu þrem leikjum en valla kaupi það eftir að hafa seð nuna 3 leiki a 7 dögum sem allir eru ólýsanlega daprir. ..

  Neita samt að gefast upp og spai þvi að við dettum i gang gegn everton næstu helgi, eigum þar frábæran leik og skorum nokkur mörk, þar a eftir kemur svo sigur hrina….

 41. Viðurkenni það í fyrsta sinn lengi langaði mig ekkert að lesa leikskýrslu og lesa kommentin við hana.

  Satt að segja kemur það mér ekkert á óvart að heyra og lesa hvað mönnum líður vel að drulla yfir liðið og leikmennina. Eins og í öðrum tapleikjum er það þjálfarinn sem fellur á prófinu að mati flestra.

  Þó spilaði hann 4-4-2 með demanti og tók út leikmann sem hefur ekki átt góða sendingu í upphafi móts. Vissulega hefði verið frábært að hafa Lallana heilan en fyrst það er ekki þá verðum við víst að eiga við Lucas.

  West Ham byrjaði þennan leik frábærlega. Voru bara að mínu mati magnaðir í sínum aðgerðum og pressu. Mark númer eitt skrifast á feildekkun. Aldrei í lífinu hefur það verið sett upp að Hendo hafi átt að dekka hafsentinn Tomkins. Þar klikkar Skrtel klárlega. Mark númer tvö hefðum við allt leiktímabilið í fyrra kallað snilld ef sá sem hefði skorað það héti Luis Suarez. Vissulega er staðsetning Mignolet ekki góð en þetta er einfaldlega mögnuð afgreiðsla.

  Eftir það var brekkan löng, slæm meiðsli að missa Manquillo og hryllilegt að þurfa að setja Sterling í bakvörð. Ég gladdist hins vegar mjög yfir því að sjá Rodgers bara skipta strax um gír í leikkerfinu, það var djarft að mínu viti þó ég hefði viljað sjá Lucas fara í RB.

  Seinni hálfleikur var að mínu viti fínt leikinn úti á vellinum, West Ham varðist á mörgum mönnum og við náðum ekki að skapa okkur nein dauðafæri. Sem mér finnst fyrst og síðast þennan veturinn snúast um skort á ákefð í leik liðsins. Hápressan okkar frábæra frá í fyrra hefur aldrei farið í gang, mögulega er það vegna þess að 5 – 6 nýliðar eru í liðinu í hverjum leik, en það er alveg ljóst að hana þarf að finna.

  Ég geri mér fulla grein fyrir því að nú hef ég stimplað mig inn sem hinn “blinda” stuðningsmann og ég bara tek því þá.

  Þetta stanslausa niðurrif á liðinu finnst mér hreinlega kjánalegt. Eftir hvern einasta tapleik eru leikmennirnir andlausir aumingjar sem ekkert geta, ættu að fara eða þyrftu helst að meiðast. Þjálfarinn bara “does not have a clue”, annað en við hér snillingarnir sem vitum þetta allt af endalausum yfirlestri internetsins og hlusta á spjallspekinga.

  Þetta lið okkar er í brekku og það er fínt að fá hana strax. Auðvitað væri frábært að vera með 12 stig á þessum tímapunkti og í meistarasætinu góða, en nú bara kemur í ljós það sem við viljum sjá.

  Það er mjög stutt síðan við ræddum um “besta gluggann” lengi en nú, 18 dögum seinna er liðið á núllpúnkti???

  Ég bara skil ekki svona. Við töpuðum leik með að liðið sem við vorum að mæta yfirkeyrði okkur fyrsta kortérið. Ömurlegt að tapa tveimur leikjum í röð. Ömurlegt.

  En þetta harakiri hér á þessari síðu í okkar umræðum???

  Ekki fyrir mig, menn mega hafa þá það sem þeir vilja um mína visku eða heimsku. Fagna því að vera með yfirvegaða fagmenn við stjórn klúbbsins okkar núna, er handviss um að þeir munu leita allra leiða til að snúa dæminu við.

  Og ég vona að ástæða þess að fáir séu búnir að koma liðinu til varnar sé ekki sú að fleiri en ég séu orðnir þreyttir á að taka þátt í umræðu eftir tapleiki…

 42. Sæl öll,

  ég fullyrði að Man City og Chelsea verða í tveimur af fjórum efstu sætunum. Það skilur eftir tvö sæti fyrir önnur lið að komast í CL. Alveg sama hvað mikið grín hefur verið gert að Venger, að vera í keppni um 4. sætið, að þá er það gríðarlega mikilvægt að ná í CL í vor og sérstaklega núna þar sem þátttökuféið verður a.m.k. tvöfalt á við síðustu ár sökum nýrra samninga.

  Það voru teikn á lofti í fyrra sem eru nú orðin sýnileg öllum. Liverpool vantar plan B og enkum þá núna þegar nýjir leikmenn eru að aðlagast. Núna þegar Suarez er farinn var stóra spurningin, nær Liverpool að kaupa nýjan mann og fylla skarð hans. Suarez sprakk út hjá Liverpool og er af mörgum talinn vera einn af 3 bestu leikmönnum heims. Í mínum huga er verkefnið einfalt – það er ekki hægt að fylla skarð hans!

  Það er alltaf gott að geta skoðað hluti eftir á en það er munaður sem að knattspyrnustjórar lifa ekki við. Raheem Sterling var sá leikmaður í fyrra sem hvað mestum framförum tók sem nýtast Liverpool í sóknarleiknum. Hann er líklega eitt mest spennandi efni í Evrópu í dag. Ég er sammála Rodgers með þá aðferðafræði sem að mér sýnist hann hafa lagt upp með. Suarez er farinn, Sturidge skorar þegar hann er heill, Sterling er stöðug ógn við varnarmenn= Sterling er maðurinn til að taka við af Suarez! Því voru leikmenn keyptir inn í liðið sem juku breidd og aðrir sem voru líklegir til að vera “potential” líkt og Sterling var (Markovic).

  Leikurinn í dag voru mikil vonbrigði og liðið virðist ekki vera búið að átta sig á að það vantar Suarez. Svei mér þá að oft á tíðum virðist BR ekki vera búinn að átta sig á þessu. Liðið lætur boltann ganga allt of hægt á milli sín og það er lítið um ógn í opnu spili. Andstæðingar eru búnir að lesa þetta spil og bíða bara eftir því að bakverðir okkar eru komnir hátt upp, pressa og beita svo skyndisókn. Það þurfa allir leikmenn Liverpool að hreifa sig hraðar í opið svæði og bjóða sig og einnig að fækka snertingum þ.e. það þarf að hraða á spilinu. Liverpool eru með Sterling, Sturridge og Balotelli til þess að sprengja upp varnir. Lallana á svo að vera skapandi miðjumaður en hann er að jafna sig á meiðslum.

  Liverpool líður fyrir það í augnablikinu að þurfa breyta of miklu milli leikja og þá oftar en ekki tilneyddir. Ef að t.d. G.Johnson væri heill hefði K.Toure ekki verið á bekknum og Sterling Þ.a.l. ekki settur niður í W.Back þegar Manquillo meiddist. Núverandi tímabil verður þvílíkt erfitt fyrir alla hjá Liverpool, því ekki aðeins eru margir nýjir leikmenn, heldur er stjórinn að læra það hvernig það er að vera í CL ásamt því að ná árangri í deildinni.

  Að mínu viti er ekki hægt að ná “jafnvægi” í stóran hóp nema með því að “rótera” leikmönnum. Afstætt er þó hversu margar breytingar eru nauðsynlegar milli leikja. Eins spennandi lið og Liverpool var á síðasta tímabili verður það svakalega gaman að fylgjast með þeim ef að Rodgers nær tökum á því að spila í tveimur stórum keppnum.

  Að lokum legg ég til að það verði betri markmaður keyptur.

 43. Ok dj.erum vid slappir. Dj.eru Gerrard, lallana og lambert slappir svo ekki sè minnst a mignolet. En þad fer enginn meira í taugarnar à mèr en sigkarl, èg skrifa aldrei hèrna en les mikid og þetta er ekki hægt! Sigkarl hættu med frasana plís?

 44. Skál strákar. Bjórinn rennur alveg jafnvel niður hjá mér. Þetta er afskaplega lélégt og meðan áhugamenn um knattspyrnu eru greinilega að sjá veikleikana í þessu liði og ráðleysið er ekki við öðru að búast en að atvinnumennirnir Rodgers og Pascoe sjái það einnig. Menn voru bara einfaldlega orðnir of cockí eftir seinasta tímabil og núna eru menn aldeilis að fá kalt veruleikatjékk. Menn verða að fara að spila upp á sína styrkleika og reyna að halda boltanum betur og klára andstæðinga eins og West Ham sem eru með miklu síðri leikmenn en Liverpool. Þetta er allt í hausnum á þessum mönnum í dag ásamt því að Rodgers virðist vera hálf ráðalaus. Skál strákar, látum þetta ekki buga okkur.

 45. BR er ekkert að reyna að breiða yfir vandamál liðsins í viðtali eftir leikinn, þau eru ærin.

  Sammála Magga um að það er skammarlegt hvernig menn hér drulla fyir liðið okkar. Mótið er ekki búið og algerlega ótímabært að afskrifa liðið. Og sem betur fer fyrir okkur hafa öll liðin, fyrir utan Chelsea, farið hægt af stað. Vð getum hins vegar ekki horft fram hjá því að liðið okkar er að spila mjööööög illa og þetta lítur alls ekki nógu vel út. Það er gríðarlega mikið áhyggjuefni hvað vörn okkar lekur og hvað miðlungslið eins og Aston Villa og West Ham eiga auðvelt með að loka á okkur. Við áttum aldrei séns í þessum leik og hann var búinn eftir 8 mínútur! Það vantar allan hraða í liðið og menn eru óöruggir með boltann (eins og BR bendir réttilega á).

  Við eigum fucking deildarbikarleik í miðri næstu viku og síðan Derby-leik um helgina. Dísus kræst hvað sá leikur er orðinn gríðarlega mikilvægur. Er sammála Kristjáni Atla í viðtali á fótbolti.net að dagar Mignolet sem markvörður Liverpool nr. 1 eru senn taldir. Hann er hrikalega óöruggur í föstum leikatriðum og átti að éta þennan bolta í marki nr. 1.

 46. Sú afsökun að það séu nýir leikmenn virkar ekki, flest öll eru með mikið af nýjum mönnum og yfirleitt ekki jafn dýra leikmenn. Þetta lið er orðið verra en á þar síðasta tímabili

 47. Maggi – takk fyrir commentið þitt. Það er gott og ég er sammála þér en mikið svakalega er ég samt tapsár og fúll. Þetta er þriðji leikurinn okkar í röð þar sem við erum að spila illa. Liðið þarf að fara að detta í gang áður en skaðinn verður of mikill.

  Þetta breytir samt ekki því að manni finnst Tottenham-syndromið hrópandi. Við missum okkar besta mann og kaupum nokkra miðlungsmenn í staðin – þeir a.m.k. eru að spila eins og miðlungsmenn í dag en ég hef trú á því að það lagist nú eftir því sem lýður á tímabilið. Svo eru menn eins og fyrirliðinn okkar sem var með skelfilega tölfræði í dag. 0 through balls, 0 shots, 0/5 crosses completed, 0 tackles won. Það er óviðunnandi og í góðu lagi að gagnrýna svoleiðis spilamennsku.

  En þetta er bara svona – núna sitja stuðningsmenn annarra liða með popp og kók og njóta þess að les um grátkórinn sem byrjar alltaf að syngja hérna eftir tapleiki. Verði ykkur að því og njótið í botn á meðan það endist 🙂

 48. Eins gaman og það var að vera betri en manchester united verðum við að sætta okkur við það að við erum aftur dottnir i meðalmennsku og man utd stefna a toppinn eftir komi di maria, herrera, blind og falcao :/

 49. Þurfum þjálfara sem sér um vörnina. Mæli með að við ráðum Steve Clark til þess að laga þess vörn okkar.

 50. Er ekki kominn tími á reality check?
  Þegar Arsenal á perfect season þá tapa þeir ekki leik.
  Þegar Chelsea á perfect season slá þeir stigamet
  Þegar Man.Utd. á perfect season vinna þeir þrennuna.
  Þegar Liverpool á perfect season lenda þeir í 2 sæti.

  Ljósárum á eftir.

 51. Fara þessi Steve Clarke köll ekki að hætta? Hann er fyrir það fyrsta að horfa á sig sem aðalstjóra í dag og vörnin var bara ekkert sérstök hjá Liverpool þegar hann ar aðstoðarmaður Dalglish. Ofan á það skoraði liðið rúmlega helmingi færri mörk. Vörnin var heldur ekki góð hjá W.B.A undir hans stjórn. Þetta er orðið dauðþreytt, óraunhæft og ekki lausn á neinu.

  Liðið þarf að smella betur saman, við erum með nýja varnarlínu nánast eins og hún leggur sig og fyrir aftan hana er mjög óöruggur markmaður og fyrir framan hana er aldraður miðjumaður sem er ekki að verja hana vel.

  Liðið þarf að stilla sig miklu betur af og það strax, vörnin batnar um leið og það gerist. Tek þó undir gríðarlegan pirring fyrir ömurlegum varnarleik oft á tíðum.

 52. Nr. 61

  Þvílíka froðan, það er ekkert til sem heitir perfect season nema huglægt mat hvers og eins. Liverpool var að spila yfir væntingum í fyrra og mjög skemmtilegt á að horfa. Enginn að tala um perfect season. Sömu rök væri hægt að tala um 4. sæti sem perfect season hjá Arsenal.

  Taplaust tímabil hjá þeim var btw. fyrir áratug.

 53. 1. Þýðir ekkert að sýta Suarez-leysið. Þó hann hefði ekki verið seldur hefði hans ekki notið við fyrr en í lok október.
  2. Það er ekki eins og liðið hafi aldrei tapað leik 3-1 með Suarez innanborðs, það er meira að segja minna en ár síðan (http://www.kop.is/2013/12/01/15.56.11/)
  3. Samt drullu svekkjandi tap sko.

  Já og eitt að lokum: meiddist Manquillo? Ég skildi það þannig að Rodgers væri bara að bregðast við því að vera 2-0 undir.

 54. Ég skil ekki alveg þessa gagnrýni á Borini eftir þennann leik, hann var sá eini sem djöflaðist allan tímann sem hann spilaði og með réttu hefði átt að fá víti og rautt á markmanninn eftir að kjáninn í markinu hjá West Ham tæklaði hann eftir að hafa gripið boltann.

  Og svo sleppur fyrirliðinn okkar alltaf við gagnrýni, keila hefði gert meira gagn en hann í dag, sorglegt að segja þetta um fyrirliðann en ég held ég hafi ALDREI séð hann jafn lélegann og í dag. meters sendingar fóru ekki á samherja og menn löbbuðu í kringum hann með boltann.

  Allt liðið var hins vegar alveg hrikalega lélegt í dag en leiðin liggur bara upp á við eftir þessa frammistöðu og ég hef fulla trú á að okkar menn girði sig í brók og taki nú almennilega á því í næsta leik.

 55. Þetta voru slæm úrslit…virkilega slæm. Það er margt búið að breytast í liðinu, margir nýir leikmenn sem eru ekki vanir að spila saman en er það einhver afsökun? Alvöruleikmenn eiga að sýna gæði. Lallana, Balotelli, Lambert, Lovren eru langt í því frá að vera heilla mig með framistöðu sinni.

  Eins mikið og Gerrard er búinn að gera fyrir þetta lið þá er hann á niðurleið og ég spyr mig oft af því, sérstaklega þegar illa gengu hvað hann er að koma með inn í leik liðsins í dag? Spyr mig hvort liðið muni spila betur án hans? Hefur Rodgers hugrekki til að taka Gerrard úr liðinu?

  Mignolet er búinn að bjarga stigum í byrjun tímabils en hann er líka búinn að tapa þeim. Markvörður okkar er einn af okkar veiku hlekkjum, þessa stöðu þarf að styrkja…allavega þarf að fá markvörð til liðsins sem veitir honum alvöru samkeppni.

  Erum við að taka Tottenham á þetta ? Söknum við Surez of mikið ?

  Hef þó ekki misst trúnna á Rodgers og hópnum, hef trú á því að þetta batni og liðið fari að sýna sitt rétta andlit.

 56. Huglægt mat (orðhengilsaháttur) fyrir þá sem þora ekki að face a staðreyndir.

  Perfect season mætti skilgreina sem tímabil þar sem allt gekk upp.

  Þrenna Man.Utd var líka fyrir rúmum 15 árum en fjandinn hafi það, ekki taka af mér sagnfræðina, það er ekkert sem bendir til þess að hún sé ekki að fara að vera nr.1 hjá L´pool eins og vanalega.

 57. já þetta er svoldið öðruvísi þegar þú ert ekki lengur með leikmann í liðinu sem skorar 2 mörk í hverjum leik eins og við vorum vanir í fyrra. Hættum að skjóta á United menn , við fáum þetta tilbaka og munum líta ílla út.

 58. Jákvætt að það eru ekki fleiri lið sem spila í fjólubláu í deildinni. Ómurleg frammistaða í dag en of snemmt að missa alveg móðinn þegar 33 leikir eru eftir. Hef fulla trú á að menn komi af krafti tilbaka í derby leikinn um næstu helgi og hljóðið hér verði þá annað. Öll liðin munu tapa stigum og við verðum í topp 4 þegar upp verður staðið.

 59. Góð sókn vinnur leiki, góð vörn vinnur titla!

  Frá því að Brendan Rodgers tók við Liverpool hefur liðið fengið á sig 1,23 mark að mtl í leik. Það er nánast sama hlutfall og Swansea var með þegar hann stórnaði þar. Þegar hann stýrði Reading og Watford fengu liðin á sig 1,43 og 1,5 mörk að mtl í leik. Þegar maður ber þessi hlutföll saman við aðra framkvæmdastjóra í fremstu röð kemur í ljós að verulega hallar á Rodgers.

  Mourinho fékk mest á sig 0,96 mörk að mtl með Real Madrid. Chelsea fékk á sig 0,7 mörk í fyrri stjórnartíð hans og hefur nú fengið á sig um 0,89 mörk að mtl.

  Arsenal undir stjórn Wengers hefur fengið á sig um 0,98 mörk að mtl.

  Man Utd. undir stjórn Feguson fékk á sig 0,92 mörk að mtl.

  Manchester City hefur fengið á sig 1,05 mörk að mtl undir stjórn Pellegrini.

  Þegar maður skoðar árangur Ancelotti, þá hafa lið undir hans stjórn aldrei fengið á sig fleiri en 0,94 mörk að meðaltali.

  Ef að Liverpool ætlar sér að eiga raunhæfan möguleika að vinna titla í nánustu framtíð þá blasir við að Rodgers verður að fara vinna í varnarleik liðsins. Ég held að leiktíðin á ár verði stóra prófið fyrir hann, sérstaklega af tveimur ástæðum.

  Fyrri ástæðan er sú að nú er enginn Suarez til þess að treysta á. Síðustu tvær leiktíðir hefur Liverpool komist upp með að vera fá sig 1-2 mörk í hverjum leik, þar sem liðið gat iðulega skorað fleiri mörk en andstæðingurinn. Það segir sig sjálft að öll lið sem missa leikmann á sama caliber og Suarez veikjast tímabundið. Leikstíll Liverpool hentaði Suarez fullkomlega og hann hentaði liðinu fullkomlega. Á síðasta ári fékk Liverpool á sig 1,31 mark að meðaltali í deildinni sem dugði til að ná 2. sæti. Það náðist með því að hafa einn besta leikmann heims innanborðs. Eitthvað segir mér ef að liðið fær á sig sama fjölda þetta tímabilið dugar það kannski til þess að ná sæti í Evrópudeildinni. Nú reynir virkilega á Rodgers hvort að hann hafi hæfni til þess að skipuleggja góðan varnarleik. Hans helsti veikleiki sem framkvæmdastjóri er varnarleikur. Tölfræðin tala sínu máli.

  Seinni ástæðan er að þeir leikmenn sem hann hefur keypt verða að fara stíga upp. Ég ætla ekki að leggja dóm á þá leikmenn sem hafa komið á þessu tímabili. Rodgers hefur fengið til liðsins þá Borini, Allen, Assaidi, Sahin, Yesil, Sturridge, Coutinho, Teixeira, Alberto, Aspas,Mignolet, Toure, Cissokho, Ilori, Sakho, Moses. Minni á að Assaidi, Aspas, Alberto og Ilori kostuðu samtals 23,8 milljónir punda!. Fyrir þetta tímabil keypti Rodgers leikmenn fyrir um 100 milljónir punda. Í lok leiktíðar verður hann dæmdur af þeim kaupum og það er ljóst að það er mun meiri pressa á honum á þessari leiktíð að ná árangri en áður.

  Ég tek það fram að ég er mjög hrifinn af Rodgers sem framkvæmdastjóra en ég tel hins vegar að tímabilið í ár sé stærsta prófraun hans á ferlinum. Hans bíður ekki auðvelt hlutverk en hann hefur sýnt það á síðustu tveimur leiktíðum að hann hefur tæklað mörg vandamál fagmannlega. Hans stærsta verkefni og forgangsatriði er að bæta varnarleik liðsins. Ég spyr sjálfan mig hvort að hann eða þjálfarateymi hans hafi þá þekkingu sem til þarf eða hvort að hann þurfi að fá utanaðkomandi aðila í teymið. Getur verið að núverandi hópur ráði ekki við þann leikstíl sem Rodgers leggur upp með og gæti verið að annarskonar leikstíll henti hópnum betur?

  Það er alveg ljóst að það bíður mikil vinna framundan á æfingasvæðinu.

 60. Ákvað að bíða aðeins með tjá mig. Maður verður alltaf frekar pirraður eftir svona tapleiki og því stundum betra að anda áður en maður skrifar e-ð rugl. Ósköp sem mér þykir samt leiðinlegt að lesa ákveðin comment hérna.
  Já við erum búnir að tapa 3 leikjum af 5!
  Já þetta hefði geta byrjað betur!
  Já liðið mætti vera búið að spila mun betur!
  En erum við búnir að tapa CL sæti eða erum við dottnir útúr CL! Nei alls ekki. Það er 20 september!

  Ég er samt ekki húrrandi kátur heldur en ætla reyna horfa á þetta með tvískiptum gleraugum.

  Annað augað er raunsætt og segir okkur að við þurfum mögulega að lækka væntingar okkar örlítið. Með mörgum nýjum leikmönnum fylgir að nauðsynlegt er að slípa allt saman. Þrátt fyrir það þá verð ég að segja að ég er búinn að verða fyrir miklum vonbrigðum með Brendan Rodgers og honum mjög ósammála hvað margar ákvarðanir varðar! Já ég er auðvitað bara hinn hefðbundni sófaþjálfari en mín persónulega skoðun er sú að Lucas og Gerrard geta ekki spilað saman á miðjunni! Með þessu er ég ekki að skjóta á Lucas! Ef e-ð er var hann betri en Gerrard í dag! Ég mana ykkur sem eru með LFCTV að horfa á 10 mínútur af leiknum, nánast hvaða 10 mínútum sem er! Vandamálið sést strax! Bæði Lucas og Gerrrad detta niður til að ná í boltann þannig úr verður lína sem inniheldur 6 hálfgerða varnarmenn! Manquillo, Lovren, Skrtel, Moreno, Gerrard og Lucas voru oftar en ekki allir að mynda nokkurskonar línu. Á meðan sat Henderson einn að reyna tengja saman vörn og sókn! EINN! Borini og Balotelli komu stundum niður með litlum árangri því ef þeir snéru eða reyndu að taka þríhyrning þá var lítið um sóknartilburði! Og meðan þessir 6 leikmenn svo gott sem sitja þá virðist enginn af þeim geta borið boltann upp! Varnarmennirnir geta það ekki, Gerrard virðist algjörlega hættur því og Lucas líður oftast illa á boltanum.
  Þetta sést best hversu mikið við vorum með boltann en lítið við sköpuðum. Mesta spilið var á milli Gerrard, Lucas og varnarinnar.
  Brendan Rodgers hlýtur að átta sig á því að þegar 6 leikmenn ásamt Mignolet sitja svona neðarlega þá eru einungis 4 eftir til að reyna sækja á 8-9 varnarmenn West Ham. Þessi uppskrift virkar bara ekki!

  Eins og Maggi segir þá hafa of margir sem spiluðu glimmrandi undir lok síðustu leiktíðar verið að spila illa! Henderson hefur lítið sést fyrir utan Tottenham leikinn! Gerrard er ekki búinn að vera sjón að sjá! Sakho hefur verið of mistækur! Mignolet hefur átt tvær flottar vörslur gegn Southampton og Tottenham en þess fyrir utan hefur hann verið dapur!
  Coutinho er búinn að vera svo slakur að hann komst ekki í liðið í dag þrátt fyrir að okkur vantaði Sturridge, Can og Allen! Hann verður að fara taka sig saman í andlitinu því við vitum alveg hvaða hæfileikar liggja þarna undir.

  Má því ekki spyrja sig! Þegar leikmennirnir sem eiga að þekkja þetta kerfi spila svona illa, má þá ætlast til þess að nýju leikmennirnir spili vel? Markovic, Lallana, Can, Lambert, Balotelli og jafnvel Borini! Þeir þurfa allir að læra en þeir sem eiga hjálpa þeim með það eru ekki mættir til vinnu! Það boðar ekki gott!

  Hitt augað er bjartsýnna. Það segir mér að við séum með marga nýja leikmenn sem eru að venjast kerfinu. Vegna þess hversu stutt þeir eru komnir þá sjálfkrafa verða aðrir leikmenn ekki eins skilvirkir. Það er mögulega satt. Hver veit. Ég hugsa til þess þegar BR tók við. Hann kaupir leikmenn og byrjar að slípa saman kerfi með þeim leikmönnum sem hann hafði. Ekki gekk þetta vel fyrst en smá saman fóru leikmenn að læra meira og meira á kerfið og við urðum betri með hverjum deginum. Vorum vissulega með Suarez en á þessari leiktíð var hann ekki búinn að ná þeim hæðum sem hann náði í fyrra. Í janúar koma svo Sturridge og Coutinho! Einungis tveir leikmenn en við höldum áfram að spila eins. Við finnum ekki eins mikið fyrir röskun því þetta eru jú bara tveir leikmenn og ekki voru þá að byrja alla leiki.

  Næstu leiktíð byrjum við svo gott sem með sama lið og við vorum með í janúar nema Mignolet kemur inn og Sakho sem verður samt ekki regular strax. Það lið hafði þegar spilað í hálft ár saman og því ekki skrítið að okkur gekk þokkalega! Gleymum því ekki að Sterling var ekki orðinn sá leikmaður þarna og hann er í dag. Við byrjum án Suarez en okkur gengur samt virkilega vel án hans.
  Leiktíðin í fyrra vitum við allir hvernig fór. Hún var allt saman. Stórkostleg spilamennska, skemmtilegir leikir, gleði og sorg! Hið hefðbunda ævintýri.
  CL var framundan! Við vissum hvað við þyrftum til að lifa af CL og PL saman. Við þyrftum miklu meiri breidd! Og með miklu meiri breidd fylgir alltaf smá hyggsti. Rétt eins og að allir 11 leikmennirnir sem BR byrjaði með í upphafi þurftu sinn tíma áður en við hrukkum í gang þá þurfa allir þessir 8-10 leikmenn sinn tíma. Er ekki svolítið ósanngjarn að halda að þegar þú ferð út á völl svo gott sem nýja vörn (3 nýjir í dag) og marga nýja frammi (allt frá 2-4) þá sé möguleiki að rythminn ruglist aðeins? Á móti Aston Villa voru við með 6 leikmenn af 11 sem voru nýjir? Og áttu þessir 6 leikmenn bara að vita nákvæmlega hvernig BR spilaði í fyrra og byrja bomba inn 4 mörkum í leik? Svoleiðis virkar þetta sjaldnast!

  Við höfum flest unnið á hinum hefðbundna vinnustað. Segjum sem svo að þú vinnir í hóp með 10 öðrum einstaklingum sem vita nákvæmlega hvert þeirra hlutverk er og hvað er ætlast til af þeim. Vissulega tók tíma fyrir þennan hóp að smella en það gerðist á endanum og allt gengur smurt. En svo kemur að því að það á að gera enn betur og því eru færari einstaklingar fengnir í staðinn. Þú sem gamall og reyndur starfsmaður veist að þessir nýju eru ekki að fara smella inn á fyrstu vikunni. Þeir þurfa sinn aðlögunartíma en ert samt viss um að þegar sá tími er búinn, þá verði þessi hópur enn öflugri en sá fyrri. Við höfum flest upplifað þetta með nýja starfsmenn.

  Er þetta ekki bara nokkurnveginn það sem við erum að horfa uppá? Jú þetta er vissulega bara fótbolti þar sem 11v11 gildir rétt eins og allstaðar annarsstaðar. En í Liverpool eru hlutirnir gerðir öðruvísi en hjá Southampton, Benfica, Leverkusen, Atletico Madrid eða AC Milan.

  Við eigum öll rétt á því að vera pínu pirruð! Þetta er Liverpool FC og þar er ætlast til þess að við vinnum hvern einasta leik! Ef það væri ekki þannig þá væri þetta félag bara rétt eins og hvert annað félag. Það er það hinsvegar ekki! En þrátt fyrir þessar væntingar þá vitum við að ekkert fótboltafélag í heimi vinnur alla sína leiki og þessu fylgir highs and lows!

  What goes up must go down! But it doesn’t mean it can’t go up again!

  Sama hvernig fór núna og sama hvernig fer næstu viku þá mun ég ávalt fylgjast með og styðja Liverpool FC. Það er partur af því að tilheyra þessum klúbbi og geta verðskuldað sagt:

  YNWA !

 61. Ég hef aldrei verið nálægt því sáttur með sumarkaup FSG, þangað til í sumar, mörg pottþétt kaup þar sem borgað var það sem þurfti. Menn með reynslu og eins ungir og efnilegir. Auðvitað mis spennandi. En enda svo sumarið á Balotelli. Það var frábært.

  Það var fyrirséð með brottför Suarez að liðið yrði ekki það sama og liðið sem náði 2.sæti. Hann er einstakur leikmaður. Ég sé enn ekki nein mistök á leikmannamarkaðinum í sumar, nema kannski vöntun á markmanni. En af þeim sem komu, þá er þetta flest allt spennandi kaup.

  Það var aldrei að fara að vera létt að enda í meistaradeildarsæti, en miðað við gæðin í liðinu og gæðin í þjálfarateyminu þá ætti Liverpool að geta tekið gott run og klifrað upp töfluna, ekki eins og Brendan hafi ekki gert það áður. Hann hefur byggt upp háar væntingar hjá sér, liðinu og okkur.

  Ég sá leikinn í dag með öðru auganu. Ég skal viðurkenna að þetta var lélegt, menn undir pari flestir ef ekki allir. West Ham nýttu það að Liverpool spiluðu meistaradeildarleik í vikunni og komu grimmir til leiks. Skoruðu strax og svo magnað annað mark sem ég get ekki kennt Mignolet um á nokkurn hátt. Eftir það gerði ég mér í mesta lagi von um janftefli, og það var ekki mikið milli þess að leikurinn færi 2-2 eða 3-1, Liverpool reyndi.

  Áhyggjuefni númer eitt hjá mér er maðurinn sem allt virðist byggt í kringum, Gerrard. Hann er ennþá frábær leikmaður sem stjórnar spili og hraða vel og…. þarf ekki að taka það allt fram, en hann hefur byrjað þetta tímabil hörmulega, í fyrsta leik tímabilsins var hann eins og farþegi man ég, og það sem ég hef séð til hans eftir það er eginlega það sama. Hann virkar of þreyttur og of mikilvægur. Vond blanda.

  Balotelli er markaskorari. Hef engar áhyggjur af þeim manni. Hef litið ágætlega út að mínu mati.

 62. Fyrir mér er þetta ofur einfalt, þetta verður alltaf erfit ef það vantar sjáltraust,leikgleði og baráttu sem var til staðar í fyrra. En varðandi spilamenskuna þá er helsti munurinn frá því í fyrra sá að við spiluðum boltanum hægar en í fyrra,við erum svolítið að detta í svona Tottenham spilamensku sem gengur út á það að snerta boltann 4-5 sinnum áður en við gefum hann, það hægir svo svakalega á leik okkar. En hvað um það þá er ég enn bjartsýn á að hann BR muni ná að rífa okkur upp.

 63. Þetta var sárt en ég er ennþá mjög bjartsýnn á framhaldið. Þegar Sturridge kemur til baka og fær að vera nálægt Balotelli þá er sóknalínan svakaleg! Eigum við að ræða hversu sterkur og gott touch hann Mario er með?

  Lallana virkaði sprækur og það verður gaman að sjá hann fagna fyrsta markinu sínu, ekki langt í það spái ég.

  Joe Allen! Ég er búinn að vera aðdáandi lengi og það sást í dag að okkur vantaði hann á miðjuna með Gerrard og Hendó. Hann er ekki bara baráttuhundur sem gerir lífið erfitt fyrir andstæðinginn með mikilli pressu heldur er hann með góðar sendingar og getur hlaupið með boltann upp völlinn. Það er eitthvað sem Gerrard, Hendó og Lucas eru ekki góðir í að gera.

  Svo fynnst mér líka alveg mega hvíla Gerrard einn leik og sjá hvernig Emre Can passar inná miðjuna með Henderson. Myndi kannski vera smá vatnsgusa í smettið gamla og fá hann til að bæta sig því ef maður slekkur á tilfinningum og horfir blákallt á stöðuna er hann búinn að vera slakur of oft!

  Það er ekki til þjálfari í þessum heimi sem ég myndi vilja fá í staðin fyrir BR!! Trúí ekki að menn séu að missa trúnna á honum! Við eigum núna tvo heimaleiki í röð á móti Middlesborough og Everton. Vinnum Fyrra liðið ósannfærandi og rúllum yfir Everton og þá verður þessi umræða allt önnur!

 64. Er búinn að benda á nokkra leikmenn hér áður sem eru fínir leikmenn en ekki nógu góðir til að spila fyrir Liverpool. Því verr og miður og mér þykir það ógeðslega leiðinlegt og fúlt er Steven Gerrard komin í þann hóp ásamt Lucas, Borini, Lampert, Mignolet og manni sem ég vil ekki nefna því þá eipshita síðuhaldarara því hann er meiddur og hefur víst mátt þola of mikla gagnrýni.

  Það þarf einn til tvo heimsklassamenn til vera með mjög góðum leikmönnum svo þetta geri sig í ensku deildinni. við seldum einn slíkan í sumar og einn sem tja nálægt því að vera í heimsklassa er meiddur. Þetta er því miður ekki nóg.

 65. Sæl öll.

  Ég ætla nú ekki að vera þessi Pollýanna sem einhver var að tala um hér fyrr. Óneitanlega var sorglegt að horfa á leikinn í dag, en svona hreinskilningslega bjóst einhver við að okkar menn myndu koma jafn sterkir til baka?

  Ekki ég…ég sagði í sumar að ég yrði glöð ef við yrðum að berjast um 4-5. sætið, við erum með nýtt lið og öll í fyrra áttu sum liðin í alls kyns erfiðleikum og við nýttum okkur það. 3 töp eftir 5 leiki er alls ekki nógu gott en það er fullt eftir af leiktíðinni og því verðum við að vona að Brendan finni lausn á þessum vanda og fari að spila þennan skemmtilega bolta aftur, við þurfum að vona að liðið finni aftur leikgleðina og skotskóna.

  Þetta er ekki rétti tíminn til að hætta að styðja Liverpool fyrir mig er sá tími aldrei og ég veit að svo er einnig um flesta hér inni. Eins og alltaf er gaman að lesa álit manna og kvenna á því hvað er að og hvað á að gera til að laga það, ég vildi óska að Brendan og liðið læsi Kop.is og færi eftir því sem þar kemur fram en ég helda að svo sé því miður ekki.

  Á morgun ætla ég að sleikja sárin og eiga bágt eins og ég trúi að leikmennirnir okkar eigi en á mánudaginn ætla ég að hlusta á YNWA og senda baráttukveðjur til okkar drengja.

  Þó svo að við verðum ekki nema eina leiktíð núna í CL þá verður það bara að vera svo en það er nú smá tími til stefnu og ég afskrifa ekkert fyrr í lok maí þegar lokaflautið gellur.

  Þangað til næst

  YNWA

 66. Mér sýnist eina vitið hérna vera að skrolla yfir fyrstu ca. 50 kommentin. Síðan koma nokkur aðeins yfirvegaðri komment.

  Þetta var slakt í dag sem og gegn Villa. Haldið þið að það sé tilviljun að í leiknum þar á undan, sem Daniel nokkur Sturridge spilaði, vannst 3-0 sigur á erfiðum útivelli? Þegar við höfum bæði misst hann og Suarez út úr sóknarleiknum erum við ekkert að tala um sama sóknarlið og í fyrra. Og eigum þar af leiðandi í erfiðleikum. Steven Gerrard finnur ekki menn í hlaupin sem hann er vanur að finna. Coutinho finnur ekki þríhyrningaspilið og gegnumhlaupin sem hann vill fá. Og meira að segja Sterling finnur ekki link-up sem hann er vanur. Við erum að sjá mun fleiri feilsendingar en við sáum á seinni hluta síðasta tímabils.

  Ég myndi segja að það sé stóra vandamálið í dag. Það er enginn fear factor í þessu liði núna og eftir tapið gegn Aston Villa koma West Ham fullir sjálfstrausts gegn okkur.

  Ég myndi segja að stóra vandamálið í liðinu sé tví- eða þríþætt. Í fyrsta lagi Balotelli. Ekki kannski beint honum að kenna, en hann spilar að mestu leyti með bakið í markið. Hann býður ekki upp á hlaup inn fyrir vörnina eða í svæði fyrir framan hana eins og Sturridge, Suarez og Sterling gerðu. Þess vegna þurfa varnir andstæðinganna ekki að hafa eins miklar áhyggjur, geta pressað ofarlega og knúið fram kick-and-run eins og sást trekk í trekk í dag.

  Varnarleikurinn og markvarslan er síðan hitt atriðið. Það virðist litlu skipta hverjir koma inn í vörnina, alltaf míglekur hún. Fyrir mér þýðir það að Rodgers verður að finna betri balans á varnar- og sóknarleik liðsins. Eins og einare kemur réttilega inn á hér að ofan, þá fáum við of mörg mörk á okkur eins og önnur lið sem Rodgers hefur stýrt. Hringlandaháttur í varnarlínunni (að hluta til vegna meiðsla) bætir ekki úr skák. Rodgers verður að finna betra jafnvægi, svissa jafnvel á miðjunni, þ.e. ef Gerrard getur ekki spilað einn fyrir framan vörnina þá þarf að bæta við öðrum. Og ég er ekki sammála því að Gerrard-Lucas kombóið geti ekki virkað, það getur virkað ef þeir eru báðir djúpir. Og Gerrard sjái um uppspil og Lucas bara um einfaldar sendingar og varnarvinnu.

  Og þá kemur að þriðja vandamálinu, sem er samtvinnað því öðru, markvörslunni. Mignolet átti ekkert í þessi mörk sem við fengum á okkur í dag, og varla í síðasta leik heldur. En hann lítur illa út, ekki síst vegna stöðugra breytinga í varnarlínunni og óöryggi þar. Þetta spilar allt saman. Þetta er bara sama og í handboltanum. Varnarleikur og markvarsla fara saman. En ég segi líka eins og ég hef sagt í fjölmörg ár, markmannsþjálfun hjá Liverpool er mjög ábótavant og hefur verið síðustu 30 árin eða svo, með einni undantekningu, þegar Valero var markmannsþjálfari undir Benítez. Mignolet er ekki sannfærandi, það virkar stressandi á varnarlínuna, sem veldur því að hún stendur sig illa, sem veldur því að Rodgers vill skipta út mönnum, sem veldur óöryggi hjá Mignolet. Hvar þessi vítahringur byrjar veit ég ekki.

  En plís, viljið þið róa ykkur aðeins niður. Rodgers sagði fyrir löngu að það kæmu upp tímar þar sem við þyrftum að taka skref aftur á bak til að taka skref áfram. Það er staðan núna.

 67. Á meðan við BR og leikmenn liðsins segja ekki við sjálfan sig og þá sem eru í kringum þá að þeir séu lélegir og þurfi að að girða sig í brók og fara spila fyrir klúbbinn þá gerist ekkert neitt í þessu. Við vorum verri í dag heldur en í síðasta leik, það er ekki gott. Svo halda þeir merkupennar sem skrifa mikið hér og eru með pobcast að við hinir sem vogum okkur að gagnrýna spilamennsku liðsin að við séum eitthvað verri stuðningsmenn en þeir. Ég var að fermast þegar þeir voru ennþá í pungnum á pabba sínu og eflaust bara draumur pabba þeirra þá. Núna þarf eitthvað að gerast í kúbbnum, menn tala um að við séum bara búnir að tapa þremur leikjum núna en töpuðum 6 í fyrra. Miðað við hvernig klúbburinn spilar núna í dag þá verða þeir enn fleiri leikir sem við eigum eftir að tapa í lok tímabilsins heldur en þeir eru orðnir í dag. Ég er farnin að efast um margt í klúbbnum í dag, það er nefnilega voða gaman þegar vel gengur, það skilur nefnilega milli strákana og fullorðina þegar illa gengur, hverjir eru menn og hverjir eru strákar.
  Ég bíð spenntur eftir næsta leik, því að ég er stuðningsmaður Liverpool fram í dauðan. En núna þarf eitthvað róttækt að gerast hjá okkur til að við lendum ekki í miðjunni og síðasta tímabil verður bara til í sögunni og mun aldrei gerast aftur.

  Áfram Liverpool

 68. Þetta Steve Clarke tal er bara vitleysa en að fá góðan varnarþjálfara væri við hæfi

 69. Og þá kemur að þriðja vandamálinu, sem er samtvinnað því öðru, markvörslunni. Mignolet átti ekkert í þessi mörk sem við fengum á okkur í dag, og varla í síðasta leik heldur. En hann lítur illa út, ekki síst vegna stöðugra breytinga í varnarlínunni og óöryggi þar. Þetta spilar allt saman.
  Hann átti sök og þessum báðum mörkum, ef þú getur ekki náð boltanum í fyrirgjöf þá stendur þú á línunni. Fyrsta markið. Annað markið hvernig er hægt að vippa yfir þig frá þessum stað án þess að þú náir boltanum.
  Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við erum með Simon í markinu er að sá sem stýrir sér ekki að Simon ber ábyrgð á þessum mörkum. Þess vegna erum við að ræða þessi markmannsmál núna, en ekki eitthvað annað.

 70. Höfuðlaus her, algerlega, bæði inná vellinum og í þjálarateyminu.

 71. því lengra sen líður minkar sásaukinn en reiðin vex, af hverju erum við svona lélegir, við höfum víst mist okkar besta mann en af þeim sem fóru var hann sá eini sem var í byrjunarliði á síðasta tímbili, og við spiluðum betur án hanns, af hverju ermið við svona lélegir, ég bara kil þetta ekki.

  reyndar er eg ekki yfir mig hrifinn á Bacotelli, finnst henn hægur og latur og aldrey senda volta

 72. boltan, en hann er að gera það,

  liðið breyttist þegar ligas fór, han er ekki vondur en að hafa hann auk gerald inná virka bara ekki,

  svo er það fyrirliðin. hann hefur innið sér inn á hamm má eiga vonda leiki, og sérstalega í fyrri hálfleik nýtti hann sér það til muna, ég set spurningamerki hvort hann egi heima í byrjunarliði á öllum leikjum, þarf ekki að spara han í storleikina og nota lúgas í hina, en aldrey þá saman.

 73. Liverpool er ekki lið. Balotelli fékk engan stuðning frá liðsfélögum þegar markvörður West Ham hellti sér yfir hann.

  Lucas og Borini eru ekki hluti af liðinu heldur. Það er búið að segja við þá að þeirra viðveru sé ekki óskað.

  Lovren, Spánverjanir tveir eru ekki heldur orðnir hluti af liðinu.

  Fótbolti er liðsíþrótt, Mignolet lítur vissulega illa út í markinu en ef það kemur ekki pressa frá varnarmanni á sóknarmanni þá er lítið sem markvörður getur gert.

  Þetta vonandi kemur.

 74. Bakverðirnir okkar eru fullsókndjarfir sérstaklega Moreno, Brendan má nú alveg við því að segja þeim að slaka á. Við vorum á útivelli gegn nokkuð góðu liði og allt í lagi að verjast smávegis. Við erum með nýja sóknarlínu sem þarf tíma að slípa saman. Mjög slæmt að Sturridge er meiddur en það virðist vanta einhvern póst þarna frammi til að halda liðinu saman. Balotelli, Borini, Markovic, Lallana, Lambert hafa lítið sem ekkert spilað og einu leikmennirnir sem hægt er að treysta á eru Henderson og Sterling.

  En Brendan hefur sýnt þokkalega góða hluti hingað til og þótt að hann hafi misst einn besta leikmann í heimi sem manni er bannað að nefna á nafn þá hef ég trú á að hann snúi skútunni við og smíði jafnvel mótor á hana.

 75. Maður var orðinn það jákvæður og hafði það gaman að því að horfa á liverpool spila í fyrra að maður splæsti í sport pakkann og hætti að streama ..
  Hef streamað alla leiki í mörg ár, núna var komin tími á að kaupa sér áskrift.. eða svo hélt maður.

 76. Úff,það verður bara að fá alvöru varnarmiðjumann sem getur coverað fyrir framan vörnina og eitthvað skrímsli á miðjuna sem menn er hæddir við að mæta. Það er enginn hræddur við að mæta Lucas-Gerrard-Henderson enda allir búnir að sjá að það er nóg að pressa á þá strax. Ekki ein hættuleg sending frá þeim í gær,enda pressaðir ofan í kok og geta ekki leyst það..

 77. Þessi leikur var í raun bara framhald af tímabilinu okkar hingað til, utan undantekninguna á White Hart Lane. Við vorum stálheppnir gegn Southampton og Ludo, yfirspilaðir gegn Aston Villa og West Ham, lala í 45 mínútur gegn City og góðir gegn Spurs.

  Það er of mikið að hjá liðinu í dag, en fyrst og fremst söknum við Allen og Sturridge. Ég hef enga trú á öðru en að við förum að spila betur þegar þeir koma til baka. En það er stórt áhyggjuatriði að treysta svona mikið á tvo leikmenn sem hafa verið okkar tveir mestu meiðslapésar síðustu 2 ár. Berjast hart um þann titil.

  Sakho – Skrtel – Lovren, haltur leiður blindan. Þeir eru alveg hrikalega slakir. Ég hef aldrei verið mikill Skrtel maður, þó vissulega hafi hann spilað ágætlega í fyrra. Sakho hef ég aldrei verið seldur á og skrifað oft og mörgum sinnum að hann hafi núll bætt við þá Agger og Skrtel. Svei mér þá ef hann var ekki bara síðast stöðugur og góður um það leiti sem hann fékk bílpróf.

  Lovren er bara sönnun á að þú getur hent peningum í leikmenn eins og þú vilt, það leysir engan vanda.Hann leit vel út í fyrra hjá Southampton, fyrir aftan solid miðju og með bakvörð sér á hlið sem er ekki við vítateig andstæðinganna 1-0 yfir á 89 mínútu í leik í champions league. Fonte er flottur hjá liðinu í öðru sæti, Southampton, og með logic transfer nefndarinnar þá kæmi það mér ekki á óvart að við hentum 15-20 mp í hann í janúar, í stað þess að skoða leikmenn í líkingu við Schneiderlin og/eða Wanyama, þ.e. svoleiðis leikmenn, ekki þá leikmenn. Svei mér þá ef það hefðu ekki verið betri kaup í öðrum þeirra heldur en t.d. Lallana, því við eigum nóg af framliggjandi miðjumönnum/kanntmönnum, minna af frambærilegum miðjumönnum með Gerrard bensínlausan (er þetta enginn dómur yfir Lallana, bara áherslunar á markaðnum í sumar).

  Það er hálf kjánalegt að skrifa þetta, að við séum að fá svona mikið af mörkum á okkur og séum þetta lélegir varnarlega vegna sóknarleik liðsins. Afsakið, hvaða sóknarleik? Sami sóknarleikur og skapaði ekki eitt opið færi gegn Senderos, Cissokho og co á Anfield, og áttu eitt skot á markið á heimavelli? Sami sóknarleikur og skapaði varla færi gegn stórliði Ludoeitthvað og þurfti gjöf til að grísast á ósanngjarnan sigur? Sorry en lið Tony Pulis skapar fleiri færi en þessi æðislegi sexy sóknarleikur.

  Að vera með sóknarsinnaða bakverði er nútíminn, en er það framtíðin að vera með bakverði sem eru fremstu menn í champions league, 89 mínútu og 1-0 yfir í erfiðum leik? Ef við ætlum að spila menn kannt-strikera í bakvarðarstöðunum þá VERÐUM við að hafa týpu eins og Mascherano fyrir framan vörnina, ekki quarterback með Lucas sér við hlið (sbr hitamynd þeirra félaga frá því í gær). Yfirferðin hjá þeim er ekki nægileg, ekki einu sinni samanlögð.

  Búinn að drulla yfir vörnina, þá er það miðjan.

  Gerrard – ég elska hann en ég held að hann sé búinn og það er glæpsamlegt að hafa ekki keypt mann í hans stað í sumar. Ef einhver þarna úti ætlar að reyna að nefna Lucas á nafn þá vil ég spurja þann sama um hvenær átti Lucas síðast góðan leik? Nú jæja eða tvo í röð. Í fullri alvöru. Þarna hefði átt að kaupa mann sem að færi fyrir framan Gerrard í goggunarröðina, Gerrard gæti svo komið inn í ákveðna leiki og inn af bekknum þegar við liggjum framarlega og þurfum á sendingargetu hans að halda.

  Fyrir utan það að Gerrard er á síðustu metrunum þá erum við líka með Allen þarna. Hann er okkur virkilega mikilvægur, bæði vegna þess að þú þurfum við ekki að spila Gerrard og Lucas saman og líka vegna þess að þá þurfum við ekki að spila á 6-7 nýjum leikmönnum í sama leiknum. Hann hefur sendingargetuna, kann á kerfið og hefur fæturnar til þess að ná stjórn á miðjunni með Henderson + 1 sér við hlið. Gallinn er bara að hann er alltaf meiddur, hann er nánast á pari við Sturridge þegar kemur að meiðslum.

  Balotelli og Borini fengu til að byrja með enga þjónustu í gær. Þar fyrir utan þá er Borini 2014 sami Borini og við sáum 2012. Allur af vilja gerður, end product not so much. Balotelli er target striker, hann kemur alltaf stutt. Það vantar að spila á öxlinni á varnarlínunni og hlaupa í svæði, eins og Sturridge gerir manna best. Balo hefur allt, ég er ekki að afskrifa hann en hvernig hann spilar er ekki að henta okkur. Á móti kemur þá skilur maður það samt, hann fær enga aðstoð eða bolta þarna frammi og kemur því stutt til að reyna að koma sér aðeins inn í leikinn.

  Vorum við ekki að kaupa ákveðnar týpur af leikmönnum í sumar sem fittuðu inní kerfið, Brendan? Þess vegna ætluðum við ekki að gera Tottenham. Einmitt. Þið reynduð við alla striker-a nema Hjört Hjarta og enduðuð á Balotelli því hann var á svo góðu verði, skítt með að passa í kerfi eða spilamennsku, þetta er money ball kaup!

  Þetta rant er að mestu leiti einangrað um kaupstefnan félagsins. Það er margt MJÖG jákvætt í kringum félagið okkar en það gerir það ekkert undanskilið gagnrýni heldur. Kaupstefna okkar er að vera næstum því lið. Við höfum keypt næstum því leikmenn í næstum því tvö ár (reyndar mun lengur, reyndar betra að kaupa næstum því leikmenn en has been leikmenn eins og við gerðum 2009-2012). Við verðum því kannski, mögulega, hugsanlega, samt ekki pottþétt , gott lið eftir 3-5 ár.

  Mikið var talað um að í fjarveru Suarez þá myndum við skora færri mörk, í staðinn þyrfum við þá að vinna í að fá færri mörk á okkur. Vörnin er verri, ótrúlegt en satt, en hún var á síðasta tímabili. “En við erum búnir að kaupa svo marga að það tekur tíma að komast í gang.” Já, eins og með Chelsea 2003/04, það tók svo sannarlega tíma fyrir þá að komast í gang eftir Abra og Jose nýkomna inn og billjón leikmenn, 1 tap þegar desember gekk í garð. Við erum komnir með þrjú og september er ekki úti. Það er svo sem eðlilegt að það séu hikstar í sóknarleik liðsins, en spila þá á færri nýjum leikmönnum og leggja meiri áherslu á að vera massívir til baka. Það er nú einu sinni léttarar að þjálfa varnarbolta, ekki satt Brendan?

  Drífum okkur í fótboltatennis og lögum þetta. Dæs.

 78. Í næsta leik myndi ég vilja sjá Lallana, Coutinho og Henderson ráðast á vörnina og hafa Sterling uppi á topp Lucas og Gerrard inn á miðjunni og óbreytta vörn. Við erum með drullusterkt lið með varamenn eins og Balotelli og Markovic. Það á ekki að vera nein krísa í gangi hjá liðinu.

 79. eina sem var hugsað um i sumar var að kaupa magn en ekki gæði…við missum einn besta leikmann heims og fáum nokkra miðlungs leikmenn i staðinn.
  það er ekki hægt að likja þessu við þegar united missti Ronaldo, þvi þa voru næg gæði eftir i liðinu.
  enn þvi miður er það ekki þannig hja okkur, það er að koma i ljós nuna að suarez hélt okkur algjörlega á floti i fyrra..hann var eina ástæðan að menn hræddust við að mæta okkur

 80. Sælir félagar.

  Þetta var hrikalega svekkjandi. Það sem ég sá í gær var að Westham byrjaði nánast alveg eins og A.Willa þ.e að pressa á okkur látlaust og skora snemma, það virðist vera lykillinn. Liverpool vörnin er því miður ekki búin að finna taktinn. Það er leiðinlegt að sjá liðið hiksta svona í upphafi timabils.

  Það er líka leiðinlegt að sjá koment hérna þar sem liðið er afhausað. Þetta er ekki endirinn en mig langar að spyrja þá sem hæst góluðu í gær með miður fallegum orðum einföld spurning:
  Er þetta nú allur stuðningurinn?

  Ef þið getið ekki þjappað ykkur á bak við liðið þegar það tapar, þá eigið þið ekki skilið að halda með því þegar það vinnur.

  Ekki vantaði hólið og fullnægingar stunurnar í ykkur þegar allt var í gangi í vor og 2. sætið ásamt meistaradeildar sæti var í höfn eftir að hafa barist um toppsætið lengi vel. Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að segja þetta en þegar ég les yfir sum komentin þá kemur mér fyrst í hug aðdáendaklúbbur man.utd eins og þeir létu í fyrra. Í alvöru strákar hvað er að? Eruð þið ekki betri en þetta?

  Áttum okkur bara strax á því að við eigum eftir að vinna, við eigum eftir að tapa, fáum Everton í heimsókn næstu helgi og það verður eins og vanalega hörku leikur með slatta af spjöldum og meiðslum.

  Næsta spurning: Ef við töpum, ætlið þið þá að halda áfram að drulla yfir Rogers og einstaka leikmenn ? Ef svo, þá ætla ég að fara fram á að komentakerfinu verði lokað. Það er fyrir minn mér partur af pakkanum að lesa upphitanir og hlusta á podcastið. Það hreinlega sturlar mann að sjá skrifin hérna um liðið sem við elskum. Ef menn geta ekki hagað orðum sínum fyrir bræði þá þurfa þeir hinir sömu að leita sér aðstoðar. Plís hagið orðum ykkar eða sleppið því að skrifa.

  Y.N.W.A

 81. Munurinn á leikjunum núna og í fyrra finnst mér vera hvernig við höfum byrjað þá, allir leikirnir hafa byrjað hjá okkur á mjög lágu tempo í staðinn fyrir að fara þarna inn dýrvitlausir og hlaupa allt uppi.

  Annars þá vil ég Gerrard úr liðinu í næsta leik, hann er því miður ekki nægilega góður til að vera þarna lengur og tel ég að betri maður myndi ná að þjappa þessari vörn betur saman og koma betra flæði á sóknarleikinn, ég er dálítið hræddur um að hann ætli að Giggsa þetta.
  Verst að Emre Can er meiddur því ég hefði alveg viljað sjá hann í þessari stöðu og eigna sér hana.

  En þetta er samt hægt að skrifa á Rodgers, hann þarf að hafa bein í nefinu til að taka kafteininn út.

 82. #91
  Ég get verið alveg sammála þér með það að það mættu vera minni sveiflur í stuðningnum við liðið en ég get ekki verið sammála þér með það að ef ég segi eftir t.d. Tottenham-leikinn um daginn “vel gert strákar,frábær frammistaða” þá megi ég ekki segja eftir skitu eins og í síðustu tveimur leikjum “takk fyrir ekki neitt strákar,þetta var hreint og klárt ömurleg frammistaða”

  Eins og ég lít á málið þá er það ekki síðri stuðningur að gagnrýna liðið heldur en segja eftir hverja skituna á fætur annarri “ekkert mál strákar,þetta kemur í næsta leik”

 83. Sælir félagar

  Þá er maður aðeins búinn að anda og er eitthvað slakari en í gær. Það breytir því ekki að ég stend við hvert orð sem ég skrifaði hér í gær. Það breytir engu þó Maggi komi hér inn afar þreyttur á að menn séu óánægðir með frammistöðu liðsins. Hans þreyta er hans vandamál og umvöndunartónninn fer honum ekki vel vægast sagt.

  Frammistaða liðsins í þremur síðustu leikjum er óásættanleg. Mér finnst Eyþór fara mjög vel yfir það sem er að og LFC forever #58 bendir á grein í Echo sem er honum mjög samhljóða. Þar við bætist að innkoma liðsins í leikina er með ólíkindum. Að byrja ekki leikinn fyrren liðið er búið að fá á sig 1 til 2 mörk er náttúrulega bara grín. Það heitir að skeina sig þegar skíturinn er kominn í buxurnar á kjarngóðri íslensku.

  Ég er ánægður með kaupin í sumar svona að mestu leyti en ég er ekki ánægður með hvernig BR spilar úr þeirri “svakalegu breidd” sem þau sköpuðu. Ég er ekki ánægður með hvernig liðið byrjar leiki sína. Ég er ekki ánægður með hve hraði liðsins er lítill (sjá þó Tottenham leikinn) fram á við. Þó eru menn þarna í liðinu sem hafa hraða og boltameðferð til að breika svakalega hratt ef það “má”. Ég er ekki ánægður með hægfara leikstíl liðsins sem byggist á stöðugum þversendingum á eigin vallarhelmingi og öll hugsun framávið er svo hæg og varfærin að öll lið geta skipulagt sig og brotið hægfara sóknir liðsins á bak aftur.

  Fleira mætti telja til en þetta er nóg í bili. Það er auðvitað BR sem stjórnar þessu. leggur leikina upp og ákveður leikstílinn/skipulagið. Hann verður að gera svo vel að láta liðið byrja leiki strax og flautan gellur því hann og liðið hefur ekki efni á að gefa eitt til tvö mörk í forgjöf í hverjum leik. Tila þess þarf betra lið en hann hefur á að skipa og betri stjóra líklega líka.

  Hvað sem mönnum eins og Magga vini mínum finnst um óánægju manna þá er hún eðlileg. Það er ekkert vit í að koma hér inn og segja að hann sé orðinn þreyttur á því. Þetta er eðlileg viðbrögð við frammistöðu sem er langt undir því sem liðið og stjórinn geta. Það er því eðlilegt að menn séu reiðir og pirraðir á frammistöði liðs og stjóra. Þangað til menn fara að skila því sem hægt er að ætlast til af þeim verður þetta svona og það er eðlilegt.

  Það er nú þannig

  YNWA

 84. #91

  Þinn besti vinur er sá sem gagnrýnir þig þegar þú gerir eitthvað rangt og hrósar þér þegar vel gengur. Þessi pollyönnu leikur sem sumir vilja að sé viðhafður á þessu spjalli gengur bara ekki í þessum heimi. Þessi gagnrýni sem þú talar um er sannleikur. Liðið spilar illa og leikmenn innan liðsins eru ekki að spila vel, ef það að tala um það sé einhver glæpur að segja sannleikann, þá verður það bara að hafa það.

 85. Veit bara ekkert hvað þetta heitir SigKarl minn ágæti félagi.

  Stend bara við það sem ég segi frá í gær. Finnst neikvæðnin í umræðunni hér með ólíkindum eftir hvern einasta tapleik, eins og það sé guðs gefinn réttur okkar að vinna alla leiki létt.

  Ekkert sem hefur sést í síðustu leikjum hefur ekki sést áður. Tap okkar gegn Villa samrýmist alveg að mínu viti tapi gegn Southampton í fyrra og ég sá West Ham frammistöðuna í fyrravetur þegar við fórum til Hull, en ógeðslega leiðinlegt að þetta hitti tvo leiki í röð.

  West Ham negldu okkur í bólinu í byrjun í gær og eftir það lentum við í vanda. Las í morgun viðtalið við BR þar sem hann nákvæmlega ræðir það að intensity þröskuldur liðsins er töluvert minni en við áttum að venjast í fyrra. Það er auðvitað enginn betri en hann til að sjá það. Því er ég algerlega sammála, við pressum of aftarlega og gott dæmi um skort á ákafa er hversu illa okkur gengur að verjast set-piece atriðum og vinna bolta númer tvö upp úr klafsi eða þegar t.d. bolti er laus á miðsvæðinu. Það er hik í hausnum sem þarf að laga…

  Ég heyri og sé að Gerrard er búinn, Lovren vond kaup, hugmyndafræðin virðist bara engin vera, Balotelli sé vond kaup af því hann hlaupi öðruvísi en Suarez…vissulega sumt hérna ýkt upp af mér en samt einhvern veginn þráðurinn.

  Það má bara vel vera þá að ég sé að ganga gegn því sem hér er líklegast til að verða til mestu gleðinnar og gagnsins að vera verulega ósammála þeim grunntón sem kemur fram í skýrslu og síðan kommentum. Leitt þykir mér ef menn telja þau skrif mín yfirlætisleg og í vöndunartón. Ég er 43ja ára einstaklingur á Íslandi með áhuga og ástríðu fyrir Liverpool FC. Skoðanir mínar og greiningar eru ekki á nokkurn hátt merkilegri en annarra, þó þær séu stundum sterkar þá bara þurfa þær ekkert að vera réttar. Treysti því að það sé öllum ljóst sem lesa það sem ég skrifa eða segi í podköstum.

  Og skoðun mín núna er sú að við séum of neikvæð út í klúbbinn sem ég elska, leikmennina og stjórana. Þá bara er ég ósammála mörgum hér. Ég tel síðasta leiktímabil ekki hafa verið neina heppni og alls ekki falin í fótum Suarez heldur fyrst og fremst frábærri taktískri hugsun stjórans og uppleggi liðsins.

  Þar sem ég er sannfærður um það að BR átti stærsta þátt í góðum árangri síðasta vetrar er ég bara handviss um það að hann hefur plan í gangi um hvernig hann ætlar að takast á við þann vanda sem er fyrir höndum. Ég gladdist að sjá byrjunarlið hans í gær þar sem hann er að leggja upp með styrkleika liðsins. Ég var líka glaður að sjá það í viðtalinu að hann tók Manquillo útaf til að bregðast við því að West Ham var búið að berja það fast á mönnum að breyta varð til, engin meiðsli. Það gekk ekki upp. Eins og vill gerast í þessari mögnuðu íþrótt í sterkustu deild heims.

  Ég satt að segja á bara erfitt með að benda á hann einhverjum ásakandi fingri í gær. Engin Allen eða Can, Lallana enn ekki fit til að byrja leikinn. Hann varð því að velja milli Coutinho og Lucas…sem er vont þessa stundina. Hann hefur örugglega horft til líkamlegs styrks West Ham og valið Lucas. Er fullviss um að ef að Can eða Allen hefðu verið heilir hefðu þeir byrjað þennan leik. Ég er ekki Skrtel maður og var alveg fúll að hann væri inni. En það var það eina sem ég pirraði mig á fyrir leik og hann Sakho karlinn svosem ekki náð miklum tökum á stöðunni.

  Aftur og enn, þetta eru bara mínar skoðanir og ég ætla ekki að ætla neinum að þær séu eitthvað merkilegri en annarra. Fólki er frjálst að bregðast við þeim eins og þeim sýnist.

  Líka við þeirri skoðun minni að mér finnist neikvæða bylgjan eftir tapleiki sérlega erfið.

 86. Þetta var alls ekki góður leikur há okkar mönnum. En hvenær lærir Liveroool að kaupa góða leikmenn ekki einhverja miðlungs leikmenn.
  Manchester United eru að kaupa Di Maria og Falcao, Það eru mjög góðir leikmenn frá stótu félagi. En ÁFRAM LIVERPOOL 🙂

 87. Sælir Félagar.

  Ég nennti ekki að kíkja hérna, það var nógu erfitt að tapa öðrum leiknum og í röð í deildinni. Mér fynnst ýmislegt skorta í leik okkar manna, þegar við vorum að spila í meistaradeildinni þá var þá ófá skipti sem ég skipti yfir á rás 30 á myndlyklinum til að fylgjast með ótrúlegu sjónarspili Eldgosins. Það segir mikið þegar Eldgosið hefur meira heillindi enn Liverpool þessa daganna enn þannig er það bara. Við erum búnir að spila 6 alvöru keppnisleiki í ár. Vinna 3 tapa 3 og einn leikur sem við getum sagt að hafa verið í sama klassa og í fyrra.

  Held að það brenni margar spurningar á okkur, Sumir telja Rodgers hafi verið heppinn að hafa Suarez í þessu formi fyrstu 2 árin sín sem þjálfari og núna komi í ljós hversu góður hann er. Margir spyrja er Gerrard enn í toppklassa? Er Tottenham ævintýrið frá því fyrra að fara endurtaka sig? Er Rodgers engin varnaþjálfari? Miðað við gang leikjanna hjá Liverpool Þá hafa því miður vaknað fleiri spurningar um ýmsa hætti hjá Liverpool þessa daganna.

  Versta er það er komið Cruical time hjá Liverpool. næstum 5 leikir eru Everton (H) West Brom (H) Qpr (U) Hull (H) Newcastle (U) ef við náum í 15 stig þarna þá erum við með 21 stig frá fyrstu 10 leikjunum sem er nálægt meistaradeildarsæti í lok vertíðar ef við höldum áfram sambærilegri stigasöfnun. Það er ennþá September. KAnnski erum við að taka okkar Earlly black Season.. tímaibli er rétt svo byrjað og Liðin í kringum okkur hafa ekkert verið að ná í betri úrslit enn við…. Chelsea er eina sem er í sérflokki og við vissum allir að þeir voru að fara vinna þetta í ár.

  Enn bottom line 3 töp í 5 leikjum var mín versta martröð fyrir tímabilið og Það eru allir að fara taka Panic ástand þegar svoleiðis gerist :S

 88. BR þarf að komast í glósubókina hjá Benitez um hvernig á að láta lið sitt verjast.

 89. Sælir félagar

  Gott svar Maggi bæði málefnalegt og tilfinningalegt sem er hið eðlilega. Við berum miklar tilfinningar í brjósti til okkar ágæta félags og það er ástæðan fyrir því gosi sem verður þegar leikir tapast – og nota bene, vinnast.

  Það sem við gerum þó öll er að vonast eftir að eyjólfur hressist, menn komi inn á völlinn tilbúnir fyrir það sem koma skal frá andstæðingnum og bregðist við því af styrk og yfirvegun, hugrekki og baráttuþreki, krafti og jákvæðu áræði.

  það er nú þannig.

  YNWA

 90. Það er orðið allt of mikið lagt á Gerrard. Maðurinn er 34 ára og spilað 270 mínútur á einni viku. Það er rosalega mikið og væri sniðugt að setja hann á bekkinn næstu leiki og leyfa honum aðeins að blása.

  Fyrir mitt leyti finnst mér hann ekki vernda vörnina nægilega vel og þess vegna erum við að fá svo mikið af mörkum á okkur. Hann hefur bara því miður ekki lappirnar í það að spila þessa stöðu og hvað þá 2-3 í viku.

 91. Það er ekki langt síðan Utd var aðhlátursefni. Hver einasti leikmaður sem þeir keyptu í sumar hefur passað sem flís við rass við liðið. Þeir kaupa Di Maria án Meistaradeildar meðan við kaupum Lallana. Fá landsliðsmiðvörð Argentínu sem var í úrvalsliði HM, við fáum Króata og enn einn leikmanninn frá Southampton. Til að toppa það svo alveg þá fá þeir einn besta framherja heims meðan við fáum eitt mesta jójó knattspyrnusögunnar.
  Þetta sýnir það svart á hvítu að Utd er einfaldlega miklu stærri klúbbur en Liverpool og ég er ansi hræddur um að við þurfum að horfa á eftir 4. sætinu til þeirra í vor.

 92. #91

  Það er munur á gagnrýni og niðurbrotsröfli. Liðið tapar og maður les koment eins og aumingjar, andlausar kellingar, allt BR að kenna hann kann ekki að stilla upp liði, þetta er ekki gagnrýni. Þetta er eitthvað allt annað. Þú gargar ekki á barnið þitt þegar það skilar lélegum einkunnum úr skólanum það er farið í að vinna í því að gera betur. Gagnrýni er að rýna til gagns….ekki til niðurrifs.

 93. Eftir fyrstu 4 leikina hefði ég verið mjög ánægður með 7 stig, bjóst við góðu jafntefli á White Hart Lane, tapi gegn City og sigrum í hinum tveimur, niðurstaðan var 6 stig, sem er alls ekki slæmt, eina sem er í alvörunni slæmt við það var tapið gegn Villa. Núna erum við búnir að tapa tveimur leikjum sem við áttum að vinna, liðið enn að spila sig saman, Rodgers var búinn að hafa orð á því að þetta tímabil gæti orðið að undirbúningstímabili fyrir næsta tímabil, sem er alls ekki óraunhæft þar sem aldurinn í liðinu okkar ætti í rauninni alls ekki að geta barsit um titilinn.

  6 stig af 15 mögulegum er jú skelfilegt, en gæti þó verið mun verra. Gefum strákunum aðra 5 leiki áður en við útilokum árangur á þessu tímabili, við áttum að vita að byrjunin yrði erfið.

  Everton virðist oft vera á hælunum gegn Liverpool, vonum að það verði raunin næstu helgi svo hægt sé að snúa blaðinu við og svo fáum við sem erum að fara á völlinn þarnæstu helgi vonandi einhverja veislu 🙂

  FORZA LIVERPOOL!

 94. Man undt lítur svolítið út eins og við í fyrra…góð sókn, skora mikið af mörkum, fá mörg á sig, ekki í Evrópu og enda svo í öðru (kannski)….

  Við erum eins og Undt í fyrra…í Evrópu getum ekkert í sókn og vörn… endum í 7. (segi svona)

 95. Mér finnst svosem ágætt að menn bregðist harkalega við frammistöðu eins og í gær og gagnrýni hart, það sýnir að menn hafi metnað fyrir LFC. En það er samt óþarfi að hrauna yfir allt og alla og afgreiða leikmenn og stjóra sem vonlausa og allt tímabilið sem klúður. Við vitum að allir þessir menn geta gert miklu betur, við sáum það á síðasta tímabili og við sáum það gegn Spurs. Ég trúi því og treysti að BR finni lausnir fljótt og derby leikurinn eftir viku verði upphafið af endurkomunni. Það munu öll stóru liðin tapa leikjum, ég sé t.d. ekki betur enn Leicester sé að lenda í veseni með united 🙂

 96. Dúddi #107 ertu ekki að meina 5-3 eða ? 😀 haha mér lýður betur í hjartanu núna vitandi að man utd er að tapa vs lester 5-3 og að við erum ekki eina liðið í vandræðum og ja Tottenham er að tapa 0-1 vs West Brom 😀

 97. Já hlutirnir eru fljótir að breytast í boltanum…gaman að þessu.
  Mörg óvænt úrslit um helgina…

 98. Maggi skrifar í #96. “Hann hefur örugglega horft til líkamlegs styrks West Ham og valið Lucas.”
  Er þetta ekki örugglega djók?

  Annars er augljóst hvað er að gerast hjá Liverpool í ár. Ég tel að Liverpool hafi styrkt leikmannahópinn í sumar þrátt fyrir söluna á Suarez. Erum með heilsteypt og gott fótboltalið sem á að geta mikið betur. Orsakana er ekki að leita í mönnunum sem komu inn heldur í stjórnuninni á liðinu. Þegar svona miklar breytingar eru er sjálfstraustið alltaf brothætt. Lovren ekki reynst so far sá stjórnandi sem vonast var til og svo er það captain fantastic….hvað á að gera við hann? http://citiblogmk.co.uk/2014/09/20/opinion-rodgers-needs-to-be-brave-and-drop-gerrard/?

  Rodgers kom öllum liðum á óvart um miðbik tímabilsins í fyrra og setti fyrirliðann okkar í DMC og lét hann dreifa spili með löngum sendingum. Nær ekkert lið fann lausn á þessum spilastíl Liverpool þangað til Chelsea pakkaði í 5 manna vörn í örlagaríkum leik og pressuðu Gerrard stanslaust þangað til hann gerði frægu “this does not slip” mistökin. Nú eru öll lið eins og Aston Villa, West Ham farin að troða fljótum og líkamlega sterkum mönnum á miðjuna og pressa okkur þannig upp miðjuna. Henderson verður overcrowded og nær ekki að taka þessi hlaup sem hann var alltaf að taka inní teig í fyrra og opna fyrir sóknarmennina. Við söknum Sturridge alveg jafn mikið og Suarez. Án hans og með þessu löturhæga uppspili vegna pressu á Gerrard geta öll lið tvöfaldað á Balotelli svo hann þarf stöðugt að leita aftur á völlinn til að fá boltann. Rodgers reynir að laga sóknarþungann með að fara í tígulmiðju en hún er ALDREI að fara virka með Borini frammi og Lucas á miðjunni.

  Vörnin og markvarslan er líka höfuðverkur. Samskiptaleysið virðist algjört stundum eins og sást þegar Lovren og Sakho skölluðu hvorn annan illa við að hoppa saman uppí bolta. Eitthvað þarf að skoða markmannaþjálfunina hjá Liverpool enda hefur Mignolet hægt og örugglega hrakað sem markmanni eftir að hann kom til Liverpool. Moreno er þó mjög ljós punktur þar þó staðsetningarnar hafi verið skrautlegar í fyrstu leikjunum eins og í 2 markinu í gær.

  Brendan Rodgers er klókur stjóri og mun finna lausn á þessu fyrr eða síðar. Allt tal um að hann sé skyndilega einhver heppinn meðalskussi er bara tótal þvættingur. Hrokinn sem hann lærði af Mourinho gæti hinsvegar komið honum í koll hjá Liverpool. Þessi tilraunastarfsemi hjá honum eins og í gær minnti of mikið á 2013 tímabilið þegar hann skipti um leikkerfi eins og nærbuxur. Hann verður að fara finna sitt besta lið, leikmenn finna það þegar þeim er ekki treyst 100% og stöðugt verið að hringla í stöðum á meðan aðrir eins og Gerrard o.fl. virðast ósnertanlegir sama hversu illa þeir spila.

  Rodgers var óvæginn við Coutinho í gær eftir að hafa byrjað tímabilið illa sem vinstri kantur í 4-2-3-1 kerfi og var ekki einu sinni á bekknum. (eitthvað sem hentar honum klárlega illa) Ég hefði viljað sjá hann eða Markovic á miðjunni í gær. Það þurfti menn með touch til að bera boltann upp og koma í lappirnar á Sterling. Hvað Rodgers var að reyna í byrjun leiks í gær veit ég ekki en það var virkilega vont.

  En jæja Tottenham og Man Utd töpuðu bæði í dag svo menn geta dregið aðeins úr móðursýkinni og neikvæðninni hérna. Enska deildin er greinilega bara orðin mun jafnari en verið hefur og ekkert lið öruggt með sigur á neinum lengur. Enska deildin er langhlaup ekki sprettur. Nógur tími til að koma sér í toppbaráttu enn þó Chelsea virðist class apart í augnablikinu getur það breyst fljótt.

 99. Sælir Raunverulegir stuðningsmenn Liverpool.
  Rosalega getur nú verið leiðinlegt stundum að lesa hérna komment á þessu ágæta miðli okkar. Ég hélt að þetta væri fyrir stuðningsmenn Liverpool. En ég er farinn að efast stórlega um að þeir sem hér skrifa í hrönnum séu hinu sönnu stuðningsmenn. Stuðningsmenn eru þeir sem styðja liðið , líka þegar ílla gengur. Ég vildi óska þess að þeir sem stukku til á síðasta ári í að styðja Liverpool, bara þegar vel gekk, færu aftur í holurnar sínar og mokuðu yfir. Við þurfum ekki á þessari neikvæðni að halda . Liverpool leikmennirnir vita það alveg að ílla gengur hjá þeim. Eina sem West Ham gerði í leiknum í gær , var að spila Liverpool fótbolta. Pressa frá fyrstu mínútu og klára leikinn í fyrri hálfleik. Eins og okkar ástkæra lið gerði svo vel í fyrra.
  En núna er komið nýtt lið sem þarf að finna taktinn. Við sem stuðingsmenn verðum að skilja það að það gengur ekki alltaf allt upp sem þeir ætla að gera.
  Þetta kemur, og Brendan er áveðinn í að rífa þá upp úr þessu volæði og það sem fyrst.
  Stöndum saman um liðið okkar og hættum þessu neikvæðu straumum , þeir hafa aldrei hjálpað til, hvorki í fótbolta eða lífinu sjálfu.
  Kveðja Bergþór Valur

 100. AEG, það sem ég er að meina að hann setti upp 4-1-3-2 með tígulmiðju og Sterling uppi á topp. Gerrard aftastur, Hendo er á sínum stað og síðan verður hann að velja milli Coutinho og Lucas þar hinum megin og aftan við Sterling. Markovic aldrei spilað þá stöðu og því held ég að valið hafi verið milli Brassanna…og að Lucas hafi verið valinn því hann sé vanari miðjuslag á við þann sem boðið var uppá í gær.

  Ef Allen og/eða Can hefðu verið heilir hefði Lucas ekki spilað, enda varla fengið mínútur hingað til í vetur.

  Við erum örugglega að fara að sjá Coutinho á þriðjudaginn, mikið vona ég að hann noti þann tíma til að hrökkva í gang. Væntanlega verður SG hvíldur og það verður fróðlegt að sjá uppstillinguna á leiknum, fær Lambert byrjunarliðsleik og þá einn eða með Borini?

  Ef við spilum þetta kerfi, hver tekur þá stöðu Gerrard? Ég held að þar fái Lucas sinn síðasta séns til að “vera memm”…

 101. Þessi helgi hefur sýnt okkur hversu frábær enska úrvalsdeildin er. Liverpool tapa gegn West Ham, Tottenham tapa gegn West Brom á heimavelli og United tapa fyrir Leicester. Öll þessi lið eru í baráttunni um sæti í meistaradeildinni og öll hafa hikstað hraustlega í upphafi móts.

  Nú er ekkert annað fyrir okkur að gera en að gyrða okkur í brók, vinna Everton um helgina og komast á skrið á nýjan leik. Ég man ekki eftir leik gegn Everton þar sem við höfum ekki mætt brjálaðir til leiks, hlakka til og trúi að eina leiðin núna sé upp á við.

  Koma svo Liverpool!

 102. Tek undir það sem Maggi segir hérna. Hef ekki alltaf verið 100% sammála honum hérna á síðunni en núna hittir hann naglann á höfuðið.

  Neikvæðnin hérna er yfirþyrmandi. Ég dýrka þetta blogg, eitt fagmannlegasta svæði Íslands hvað varðar umræðu um enska fótboltann. Eftir tapleiki renni ég oftast yfir skýrsluna og læt kommentin eiga sig, allavega þangað til daginn eftir því þá er oftast komin vitrænni umræða í gang.

  Í mínum huga er staðan einföld. Við fórum á undan væntingum í fyrra. Spiluðum stórkostlegan fótbolta og litli hópurinn náði að þjappa sér gríðarlega vel saman. Það er nefnilega ekkert alltaf spurningin um fjölda leikmanna og verðmiðana sem á þeim er, heldur hvernig hausinn er stilltur á mönnum. Þetta hef ég margoft kynnst í handboltanum í gegnum tíðina með mínu liði.

  Núna blasir við sú staðreynd að gengið okkar manna er ekki í beinu framhaldi frá síðusta tímabili. Bjóst einhver við því, í alvöru? Það voru keyptir margir nýjir leikmenn og væntingarnar hafa stigmagnast. Pressan getur leikið marga grátt. Ef það er eitthvað sem ég gæti gagnrýnt fyrirliðann okkar þá er það þetta tal hans um að við séum með meistaralið í höndunum. Mér finnst nefnilega óþarfi að byggja upp óþarfa pressu á liðið okkar.

  Hvað varðar vinnubrögðin hjá BR að þá stend ég fastur við bakið á honum. Hann hefur sýnt það í verki og í tali að hann kann til verka. Gefið honum smá tíma til að pússa saman nýja hópinn okkar. Mér fyndist ótrúlegt ef liðið okkar væri að spila óaðfinnanlega á upphafsmínútum þessa tímabils, miðað við breytingarnar og þróunina sem á sér stað.

  Menn eru að hygla undir júnæted hérna og segja að þeir hafi keypt sterkt í sumar á sama tíma og við höfum keypt spurningarmerki. Er algjörlega ósammála því. Lovren, Lallana, Lambert og Balotelli hafa t.d. sannað sig í EPL. Ekki hefur Di María gert það eða Falcao og verðmiðinn á þeim var ekki í gula rekkanum. Ég veit ekki betur en að júnæted séu í þvílíku ströggli, miklu meira en við. Þeir hafa varla sýnt nokkuð sem bendir til að þeir verði í þessum CL-slag. Er algjörlega sundurtætt lið og með þjálfara sem verður aldrei lengur en í 2-3 ár hjá þeim.

  Vissulega var þetta hundfúlt þetta blessaða tap á móti WH og þá sérstaklega tapið heima á móti Villa. Það sveið mig miklu meir!

  En pústum aðeins út um nefið og drögum andann djúpt. Leyfum okkar mönnum að púsla sig saman og ná réttum takti. Hann mun koma.

  YNWA!

 103. Fúlt að tapa þessum tveim leikjum þó það geri stöðuna aðeins skárri að okkar helstu samkeppnislið misstiga sig líka. Meiðsli í þessum andsk. landsleikjum eru okkur dýrkeypt. Persónulega finnst mér best jafnvægi vera í liðinu þegar Henderson hefur Allen með sér á miðjunni, þannig finnst mér pressa okkar liðs alltaf virka best. Síðan þurfum við Sturridge með Sterling frammi til að fá meira flæði/hraða í sóknarleikinn.

 104. Brad jones í markið strax. og fá svo alvöru markvörð í næsta glugga. Það að við skildum hafa 2 leikmenn sem við vildum losna við í sumar í byrjunarliðinu er sorglegt og úrslitin eftir því.
  Það er kominn tími til aðgerða.

 105. Hvað varð um yfirvegunina?

  Eru allir aumingjar þó svo að liðið hiksti aðeins í upphafi tímabils? Leikurinn var ekki góður og við sjáum hvað Sturridge er mikilvægur fyrir okkur. Vandamálið finnst mér að liðið er ekki jafn beinskeytt í sóknaraðgerðum og við eigum að venjast undanfarið. Hvað varðar varnarleikinn þá vantar að einhver stígi upp og taki stjórnina, vonandi er Lovren sá rétti í það.

  Ég kalla eftir því að Coutinho stígi upp og sýni hvað hann getur. Balotelli lofar góðu en þarf að fá miðjumennina að skapa eitthvað fyrir sig. Lallana verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur í vetur, ég sé sama sprengikraft og í Suarez en meira að segja Suarez þurfti að fá tíma að komast inn í hlutina.

  Ég vona að Glen Johnson komi aftur sem fyrst því að hann er mikilvægur hlekkur í að bera boltann upp fyrir liðið og þar með létta af pressu af fyrirliðanum sem hefur virkað þungur. Það voru fáir í sumar sem vældu yfir komu Lovren því hann hafði verið öflugur í sterkustu deild í heimi í þónokkurn tíma en ég treysti á að hann stígi upp og kjafti vörnina saman.

  Ég er ekki að missa mig yfir brösugri byrjun eins og margir “spekingarnir” hérna og hef trú á að liðið muni laga spilamennskuna á næstunni. Ég verð að vera sammála Magga að það er alltaf leiðinlegt að lesa pappakassakommentin sem skríða úr myrkrinu þegar liðinu gengur illa. Það er einfaldlega munur á yfirvegaðri gagnrýni og yfirdrulli í móðursýkiskasti.

  Áfram Liverpool

Liðið gegn West Ham

Opin umræða: Tíst dagsins