Liðið gegn West Ham

Fyrst, ég sat og spjallaði við Tómas og Elvar Geir hjá útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í dag. Þið getið hlustað á upptöku af því hér.

Þá að leiknum. Byrjunarliðið er komið og Rodgers gerir þrjár breytingar frá liðinu sem vann Ludogorets í vikunni:

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Lucas
Sterling

Balotelli – Borini

Bekkur: Jones, Touré, Sakho, Enrique, Lallana, Markovic, Lambert.

Þetta er nokkuð sterkt lið. Tígulmiðjan með Sterling fremstan og Balotelli fær annan framherja með sér. Ég er ekki sannfærður um að Lucas og Borini séu nógu góðir fyrir byrjunarlið okkar í dag, og ég er ekki viss um að það sé rétt að setja Skrtel inn fyrir Sakho frekar en Lovren, en án Allen og Sturridge er þetta besta lausnin til að geta spilað tígulinn.

Spes samt að Coutinho sé ekki einu sinni á bekk.

Koma svo, áfram Liverpool!

138 Comments

 1. Þetta er einhvern veginn ekki eins sterkt lið á pappír eftir að hafa séð þá spila að undanförnu. Ef þið skiljið hvað ég á við.

 2. smá svartsýni í mönnum ef við náum ekki að brjóta þá á fyrstu 30 mín þá fer þetta 0-0 annars fer þetta 3-0 verður gaman að fylgjast með borini strákurinn verður að standa sig

 3. úff……er skíthræddur við þennan leik. Verð að segja að byrjunarliðið kemur mér nokkuð á óvart. Hef aldrei verið spenntur fyrir Gerrard-Lucas comboinu.

  Coutinho ekki einu sinni í hópnum! Ég geri bara ráð fyrri að hann sé eitthvað tæpur vegna meiðsla eða veikinda. Reyndar þarf hann kannski á hvíldinni að halda enda búinn að byrja tímabilið afleitlega, því miður.

  Jákvætt að sjá Borini fá sénsinn. Veit ekki hvort hann sé í Liverpool-klassa en hann á skilið að fá tækifæri. Þessi leikur VERÐUR að vinnast. Við eigum að vera með mun betra lið en West Ham. Koma svo strákar, taka þetta!

 4. Er ekki kominn tími á að hvíla Gerrard? Hann hefur ekki byrjað þetta tímabil vel.

 5. Ég er alveg sáttur að fá Borini inn enda óskaði ég eftir því, en ég veit ekki með þetta Gerrard- Lucas kombó.
  Sterling að fá að spila þá stöðu sem hann er hættulegastur í og vörnin ætti að vera nokkuð sterk, allavega þá finnst mér þessir 3 í Monquillo, Lovren og Moreno svo er spurning um hvor ætti að vera 4 inn, Skrtel eða Sakho.

  Ég óska eftir því að Mignolet haldi hreinu í dag og að við náum okkur í þessi dýrmætu 3 stig sem í boði eru í dag.

 6. hefði átt að hvíla gerrard og hafa lucas í hans stöðu og lallana inn á miðjuna á erfitt með að trúa því að gerrard geti spilað 3 leiki á viku

 7. Lallana er heldur ekki að spila 3 leiki á viku, nýkominn úr erfiðum meiðslum.
  Eftir að hafa skoðað meiðslalistan og þá sem í boði eru á miðjuna þá er þetta sennilega það eina sem Rodgers getur gert, like it or not.

  Emre Can, Joe Allen, Coutinho eru frá vegna meiðsla, (gef mér það að Coutinho sé meiddur) og svo er Lallana eins og áður segir nýkominn af stað aftur.

  Þetta fer 0-2

 8. Hvers vegna áætla menn að Coutinho sé meiddur? Í ljósi frammistöðu undanfarna leikja er eðlilegt að leyfa honum að sitja heima svo hann geti hvílt sig og athugað sinn gang í leiðinni.

 9. Þetta er akkúrat formation-ið sem allir voru að biðja um og í rauninni er erfitt að stilla liðinu upp einhvernveginn öðruvísi miðað við meiðslin. Miðjan er nokkurn vegin sjálfvalinn, Brendan heldur sennilega að krafturinn í Borini sé sterkari gegn West Ham en reynslan í Lambert og vörnin, 1 breyting er fínt á milli leikja og þetta var það eina sem kom til greina frá mínu sjónarhorni.
  1-4

 10. Lucas ?? VODDAHELL?? kraftlaus-hægur-sköpunarsnauður með eindæmum-getur ekki skotið né skallað-getur ekki sent framávið. Allslaus leikmaður sem ekkert gefur af sér… 🙁 Afsakið neikvæðnina en ég er bara gapandi á þessu vali………..

 11. Afhverju erum við með Kolo Toure og Sakho á bekknum en skilum Couthinho eftir heima?

  Við hefðum alveg getað spilað með tígulmiðju án Lucas og höfum margoft gert það.

  Lallana/Henderson með Gerrard fyrir aftan eða Coutinho/Henderson fyrir framan Gerrard en það lið hefur spilað nokkra leiki saman.

 12. Vill biðja menn um að bíða með að gagnrýna einstaka leikmenn þangað til að leikurinn er allavegana búinn. Með öðrum orðum hættið þessu helv*** væli.

 13. Lucas hefur oft sýnt að hann getur sinnt skítaverkunum vel, bíðum og sjáum.

 14. Sáttur með að Borini fái sénsin.
  Við skulum ekki fara á taugum liðið er ennþá að slípast eftir öll sumarkaupinn.
  Þolinmæði er dyggð.

 15. Sæll öll,

  Af hverju í ands….. ferð Mignolet ekki út í þessa fyrirgjöf.

  Að lokum legg ég til að betri markmaður verður keyptur.

 16. Núna eiga þeir bara að sækja endalaust á þennan Reid, drullustressaður og strax kominn með gult spjald

 17. Ekki líst mér vel á þetta byrjunarlið okkar, hef oft sagt að Henderson/Gerrard og Lucas þrír saman í byrjunarliðinu skapa ekki það flæði framm sem ég vil sja … eins hefði ég viljað sjá Skrtel á bekknum . en vonum það besta.

 18. Afhverju í ósköpunum sat Varnarlínan inn í Markmannsboxinu? Allotf, alltof, alltof aftarlega og Mignolet komst ekki lönd né strönd. Þetta er nú Meiri Vitleysan samt, erum ekki að mæta í Leiki!

 19. Voðalega finnst mér okkar menn eitthvað aumingjalegir í dag, detta við minnstu snertingu og senda lausar sendingar

 20. Við eigum nú þegar betri markmenn en Migno…. varamarkverðirnir…

  Migno eins og fífl þarna.

  Og augljóst að hafsentarnir treysta honum ekki fyrir sjitt…

  Skítfokking lélegt

 21. Haha… Man Utd með van Gaal og einhver panic kaup og… bíddu hvað er að gerast, 2-0 fyrir West Ham?

 22. Var að Vernda Mignolet fyrir Leikinn, en Hann er heldur betur að ýta undir þær Raddir sem segja Hann ekki nógu góðann. Nú hefði verið Flott að Hafa Pepe Reina

 23. Djöfull eru þeir lélegir, eiga ekkert annað skilið einsog þeir leika núna, Gerald + Lugas = engin stjórn á miðjunni.

  Sorglegt en fyrirliðinn sjálfur er að leiða þenna slæma leik sinna manna með ömurlegustu mínutum lífs síns.

 24. Jæja Drengir, Hvernig væri það að MÆTA Í LEIKINN? Erum að spila eins og Lið í Fyrstu Deildinni á Ískandi.

 25. Það á að skipta Mignolet út af-hann er búinn að tapa leiknum fyrir okkur. Reyndar er Liverpoolliðið ekki mætt til leiks frekar en fyrri daginn. Miðjan heldur ekki vatni.

 26. ER búinn að verja Mignolet……..en ekki lengur! Hann á bara ekki teiginn, þetta er hræðilegt.

 27. Þetta er magnað – nú er eins gott að taka Pollýönnu-haminn af sér og líta raunsætt á hlutina. Einn góður leikur af sex er ekki ásættanlegt, lykilmenn að bregðast. Menn verða að líta í eigin barm og það strax í hálfleik.

 28. Núna reynir á Rodger,, hef sagt að hann virðist ekki hafa plan 2,,,, Td núna þarf hann að gera plan 2,,, gaman að sjá hvað hann gerir, eftir þessa byrjun þarf hann að gera breytingu á næstu mín.

 29. Mi?a? vi? sí?ustu leiki plús þaennan þá ver?ur þetta langt og erfitt season

 30. Djöfull er Mignolet lélegur. Menn geta bara ekki neitað fyrir það lengur.

  Það er ekki nóg að vera góður að skutla sér til að teljast góður markmaður.

  RISAKLÚÐUR hjá Rodgers að kaupa ekki annan markmann.

 31. djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu tuði í mönnum hvað væri gott að hafa Suarez eða Reina. Þeir eru farnir! Get over it!

 32. Mario Balotelli er Rosalegur með Bakið í Markið, Man eftir einum svoleiðis sem var hjá okkur, Fernando Torres! Er ekki frá því að Balo sé svipuð Týpa. Hraður, Sterkur, Stór, Öflugur í loftinu og Það er alls ekki slök blanda.

 33. takk 123

  Þetta var glæsilegt skot hjá Sterling. Þriðja markið í leiknum er alltaf jafn mikilvægt.

 34. Hvað spiluðu margir byrjunarliðsmenn meistaradeildarleikinn ? LFC þarf væntanlega að laga reyna þetta fyrir 70min.

 35. Er einhver með stream sem virkar á Apple

  mikið sem ég yrði nú þakklátur – svona rétt á meðan menn bryðja sprengjutöflurnar eða jafna sig á flogaveikiskastinu.

 36. Þessir hafsentar eru í fúlustu alvöru með þang í höfuðkúpunni…

 37. Allt annad og betra eftir ad skipt var um kerfi. Litlu Spanverjarnir ekki ad meika haloftaknattspyrnuna

 38. Props á Lucas, Overall Flott frammistaða hjá Honum. Skilar inn Vanmetnu og Ósjálfselsku Hlutverki.

 39. Geald hefur unnið sér inn rétt til að eiga einstaka vonda leiki, og hann er sko heldur betur að nýta sér það í dag

 40. það mætti halda að þetta væru atvinnumenn (WH) á móti áhugamönnum (Liverpool). Þetta er bara rústir einar…

 41. Liverpool eru eins og hauslausar hænur þarna imma vellinum viya ekkert hva? þeir eru ad gera

 42. Ég myndi ekki heldur nenna að spila vörn eigandi bjór inní ísskáp en come on strákar.

 43. þetta er nú meiri hörmunginn, stundum er maður ekki viss á hvort markið við erum að spila,

 44. Hvað er eiginlega í gangi?? Menn undir og eru í nauðvörn… !!

 45. Liverpool er á hælunum, hörmungarleikur vægast sagt. Eitt færi í fyrri hálfleik, eitt mark. Það verður að öskra aðeins í hálfleiksræðunni, ræs!

 46. Nú skulum við bara vona að Brendan messi vel yfir sínum mönnum í hálfleik og leggi leikinn upp á nýtt. Við lentum nú 2-0 undir gegn West Ham í úrslitaleik FA cup vorið 2006, eigum við ekki bara að segja að við fáum að sjá rosalega dramatík í lok leiks og förum heim með 3 stig? 🙂

 47. að hafa Gerrard og Lucas saman á miðjunni er ekki að gera sig, þungir og seinir. Lucas er búinn og Gerrard er að þreytast. Þurfum vígamenn í staðinn…..koma svo..

 48. #gerrardout

  Gaurinn hefur alltof oft komist upp með að vera drullufokking lélegur og gert fátt annað en að eiga 2 hollywood sendingar í leik. Fyrir utan það að hann höndlar engan veginn að spila 3 leiki á rúmlega viku.

  Mignolet þarf svo bara að fara eitthvert annað, hann er alveg clueless .

 49. Það fer að verða trend eftir hvern leik á þessu tímabili að segja “Þetta var ein sú versta frammistaða sem ég hef séð lengi” því menn fara bara úr öskunni í eldinn. Þetta fer stigversnandi með hverjum leik núna.

  Markið hjá Sterling kveikti nákvæmlega ekki neitt í okkar mönnum. Hryllileg frammistaða. WH undir stjórn Sam Allardyce eru að yfirspila Liverpool, og það þrátt fyrir að vera yfir. Þeir halda boltanum eins og þeim sýnist og reyna að bæta við fleiri mörkum, og okkar mönnum gæti ekki verið meira sama.

 50. gaman að sjá wh að leika sér með æfingabolta inní teignum hjá okkur ..not.
  Kraftaverk þarf til að snúa þessari skitu við og vonum að Rodgers hafi svör í seinni.

 51. Þetta er nú meira bullið.

  Það má ekki gefa svona liðum forskot í byrjunar leiks og hvað þá tvö mörk.

  Eftir að hafa lent undir 2-0 þá fer auðvita allt leikskipulag og öll plön útí vaskinn. Við missum svo hægri bakkvörðinn útaf og viti menn við erum komnir í 3-4-1-2 kerfi og þeir gátu bara verið þéttir og sótt hratt á okkur.

  Hvað lærðum við ?
  Jú Mignolet er algjör rusl. Hann getur ekki farið út í loftboltafyrirgjafir og er gjörsamlega fastur á línuni og viti menn þegar það væri loksins gott að hann væri á línuni þá stendur hann hálfu skrefi of framarlega og fær mark yfir sig.

  Gerrard virkaði eins og að hann væri að fagna 100 ára afmæli fyrstu 20 mín í leiknum og spurning um að fara að taka hann eða Lucas(sem er farþegi í þessu liði) útaf fyrir einhvern skapandi leikmann.

  Borini er gjörsamlega búinn að vera steingeldur í leiknum.

  Eini leikmaðurinn sem mér finnst vera að taka á því er Balotelli en hann er út um allt hjá okkur(átti hann ekki einmitt að vera vandamálið og nenna ekki að hreyfa sig?)

  Við eigum ekki miðjuna, eru lélegir varnarlega og erum að skapa ekkert sóknarlega.
  Ömurlegur leikur sem er enþá hægt að bjarga.

  Ég vill fá Lucas útaf fyrir Lallana og Borini út fyrir Markovitc eða Lambert

 52. Ef Borini var inná í fyrri hálfleik, þá verður að replace-a.

 53. þetta er hrikalegt að sjá hvað gjörsamlega allir í liðinu eru gjörsamlega á hælunum og nenna þessu helvíti engan veginn… að öllu töldu þá er brendan að skítfalla á öllum mögulegum prófum sem sett hafa verið fyrir framan hann… þetta er ógeðslega leiðinlegt að sjá þetta

 54. Jæja þetta verður að flokkast sem einn af verri hálfleikjum sem ég hef séð af Liverpool ansi lengi. Menn eru gjörsamlega á rassgatinu útum allan völl og eru algjörlega meðvitundarlausir og þeir fengu ekki sama högg og Lovren sem er algjör nagli.
  Ég vil sjá Lucas út strax í hálfleik og fá Lallana inn með smá hugmyndarflug á miðjuna.
  Spurning hvort að Markovic komi svo ekki fljótlega inn fyrir Borini eða Balotelli.

 55. Verður að Flokkast undir tjah, vægast sagt Slaka Byrjun á tímabilinu. Vona innilega að þetta fari batnandi þegar líður á.

 56. Lucas búinn að vera skárstur á Miðjunni í Dag og Hann er tekinn útaf, eins og gegn Villa þá set Ég stórtnSpirningamerki við Skiptingar, Gerrard hefði mátt koma útaf!

 57. Jæja, það er allavegana gott að geta afskrifað þetta tímabil strax. Þá fer maður ekki að gera sér neinar vonir.

 58. Skrítin hornin hjá okkur alltaf. Stóru strákarnir taka aldrei nein hlaup að markinu, þeir pakka sér alltaf eins og rjúpur inni í markteig.

 59. Jæja, West Ham að opnast mikið. Þurfum að nýta það, og vonandi getur King Rickie gert okkur greiða.

 60. Í sumar var rætt um að kaup Van Gaal væru ekkert endilega nóg til að ná topp 4, til þess þyrfti eitt af liðunum sem enduðu í topp 4 á síðasta tímabili að misstíga sig. Uff hvað ég er smeyk við að við séum að horfa á okkar lið gera nákvæmlega það! Þetta stefnir því miður í langt og erfitt tímabil miðað við spilamennskuna sem við höfum séð undanfarið!

 61. Jesús, hversu hugmyndasnautt og lélegt!!!!! Hodgson boltinn var hátíð miðað við þetta

 62. Núna er komið að 80mín og það lítur út eins og okkar menn hafi hefist upp,,,drulla er þetta.

 63. óásættanleg byrjun á tímabilinu annað Spurs dæmi of margir miðlungs dúdar keyptir

 64. einhver lélegasta frammistaða hjá okkar mönnum síðasta árið ætlaði mér að kíkja út á lífið í kvöld þau plön eru úti og nuna er það bara að rotna í þunglyndi sem eftir er dags

 65. Eftir leikina við Aston Villa og West Ham er ljóst að liðið getur ekki varist og það getur ekki sótt, sem sé, það er allt í rassgati.

 66. guð minn góður. Þetta verður langur, mjööööög langur vetur.

  Lentum við í alvöru í 2. sæti í fyrra??

 67. Maður er eiginlega orðlaus!
  Hodgson-ísk frammistaða.

 68. 30sek eftir að ég setti inn status þá kom 3 markið sem undirstrikar alveg hvaða er í gangi,, Skrtle átti als ekki að koma inn í bakvörðinn… annað hvort átti að æra Henderson í hægri bar eða setja Enrique inn,,, enda hefur enginn ógn komið frá hægri bak,,, þetta undirstrikar það sem ég sagði ,,,, Rodgers visðist ekki hafa plan 2,,,, allavegna er það oftast frekar DAPURT…

 69. Eftir þessa frammistöðu er ljóst að menn þurfa að koma niður úr skýjunum. 3 töp í fyrstu 5 leikjunum er frammistaða sem er vægast sagt hörmung. Liðið virkar hrikalega dapurt, varnarlega barnalegir og sóknarlega hægir og hugmyndalausir. Það vantar vissulega okkar besta sóknarmann en hann hefði virkað jafn slakur og aðrir sóknarmenn liðsins í dag, enda ekkert að frétta fram á við. Nú þurfa menn að taka sig saman í andlitinu!

 70. Mér sýnist Man.Utd hafa keypt 4ða sætið af okkur þetta ár með alvöru kaupum Maria / Falcao .. meðan við kaupum bara stór ? .. takk bæ bless drasl FOKKKKK

 71. annaðhvort eru 20 tröll hérna inná að skemma þessa síðu eða einhverjir leiðinlegustu persónuleikar sem ég veit um

 72. Tek þa? fram a? á morgun munum vi? vera í 12 sæti og man u og everton ver?a fyrir ofan okkur gaman þa?

 73. 3 tapleikir (Sannfærandi) einn sigurleikur (Sannfærandi) og einn sigurleikur (Tæpur). Það má segja að liðið hafi bara leikið einn góðan leik af þessum fimm sem búnir eru. Skítt með þolinmæði sem Rodgers var að kalla eftir. Þetta er algerlega óviðunandi. Ég var aldrei að búast við svaka starti en átti aldrei von á svona skitu. Leikmenn eru ekki að ná saman og leikur liðsins virðist allur vera óskipulagður. Það er eins og menn viti ekki hvað þeir eigi að gera við boltann þarna inná. Ég ætla ekki að leggjast í þunglyndi yfir þessu, geri það nú aldrei yfir fótbolta. En guð minn góður hvað þetta er lélégt.

 74. Jæja, fyrstu leikir tímabilsins sýna klàrlega að við erum að gera “Tottenham”. Yfir £100m búið að eyða í fyllerísæði í leikmenn sem ekkert hafa sýnt að sèu verðmiðans virði.

  Vörnin er 200% verri en à sl tímabili. Miðjan…….(HVAÐA MIÐJA?????) er engin. Èg meina, Gerrard hefði geta tekið skrefinu lengra og hætt fótbolta alveg miðað við það sem maður sèr (eða sèr ekki). Sóknin er sama og miðjan. Akkúrat ekkert bit. Vinnslan í Balotelli er engin og Borini er sami miðlungspungurinn sem hann var. Markovic fær ekki leik en samt getum við haft efni à að borga £20m fyrir að hann vermi bekkinn.

  Èg þakka fyrir að við eigum Sterling en það verður ekki nema þetta tímabil àður en þeir sem eiga pening opna veskið og kaupa hann. Rodgers verður farinn um àramótin ef þetta heldur svona àfram því LFC verður rètt fyrir ofan Burnley.

  Èg er ekki að segja “Rekum Brendan” heldur er èg að velta því fyrir mèr hverslags RUSL þetta er sem kemur frà liði sem eytt hefur yfir £100m og ENGINN af þeim sem keyptir voru hafa sýnt að þeir sèu 25% virði þeirrar upphæðar sem borguð var.

  Moreno skoraði þetta mark en allt annað er rugl!
  Lallana er góður að gefa hàrgreiðslu sinni góðan gaum
  Lovren VAR sterkur varnarmaður. Í dag er hann lèlegur.
  Markovic situr fallega à bekknum
  Balotelli er of upptekinn að gera ekkert af sèr til að geta sýnt frammistöðu

  Èg nenni þessu ekki…..

 75. Þetta lið er ekki að gera eitthvað þessir nýju menn eru bara út á þekju.

 76. Ég ætlaði að skokka á barinn og horfa á leikinn … ákvað frekar að fara í feluleik með dóttur minni þegarég sá að staðan var orðin 2-0 en svo hættum við í feluleik! Ótrúlega gaman að leika við börnin sín … NÚ MÆLIST ÉG TIL ÞESS AÐ SUMIR HÆTTI Í FELULEIK !

 77. Eins og ég sagði !!! VODDAHELL LUCAS?? Mætti nú alveg fara hvíla Gerrard líka..

 78. Er í þessum töluðu orðum að horfa á Leicester skora sitt 5 mark gegn ManU. Barátta og leikgleði Leicester er til fyrirmyndar.

  Væri ég Brendan léti ég mína menn horfa á þennan leik aftur og aftur. Svona á að gera þetta en þetta element er horfið, vonandi aðeins tímabundið, úr leik okkar manna.

West Ham um helgina

West Ham 3 Liverpool 1