Meiðslafréttir – opinn þráður

Það bárust góðar fréttir í gær, en Daniel Sturridge og Martin Skrtel eru víst farnir að æfa aftur. Líklega kemur West Ham leikurinn of fljótt fyrir þá en þeir ættu þá alltaf að vera orðnir leikfærir gegn Everton um aðra helgi (á ekki von á því að þeim verði spilað gegn M´boro). Glen Johnson mun svo byrja að æfa um/eftir helgi.

Það var svo gefið út í morgun að Jon Flanagan verði frá í einhverja mánuði eftir að hafa farið undir hnífinn til þess að laga erfið hnémeiðsli. Hann verður ekki leikfær fyrr en í fyrsta lagi eitthvað inn í 2015. Ekki annað hægt en að vorkenna stráknum, að hafa komið svona sterkur inn í fyrra eftir meiðsli og meiðast svo á undirbúningstímabilinu og vera líklega ekki mikið með á þessu tímabili. Aldrei eins og vant erum við með fína breidd í vinstri- og hægri bakverði. Javier Manquillo hefur komið sterkur inn og er eflaust ekki langt frá því að vera orðinn fyrsti kostur í þessa stöðu.

Can er ennþá frá vegna meiðsla og kemur líklega ekki til baka fyrr en seinni hluta október mánaðar. Allen verður víst frá í einhverjar vikur (!), ég er ekki frá því að hann sé orðinn ómissandi, gefur okkur meira jafnvægi í liðið og höfum við saknað hans í síðustu tveimur leikjum. Það er því hrikalegt að vera án hans í nokkrar vikur í viðbót, sérstaklega þar sem að Can er einnig frá og Coutinho búinn að vera… skulum segja bara slakur.

Jordan Henderson var gerður að varafyrirliða eftir að Agger var seldur í lok leikmannagluggans. Þetta kemur svo sem fáum á óvart og er Gerrard sammála mér í því að þarna er kandídat í framtíðarfyrirliða LFC. Ég skrifaði, að hluta til, um mikilvægi hans fyrir liðið og er hann vel að þessu kominn, framfarir hans inn á vellinum verið ótrúlegar. Vonandi heldur hann áfram á sömu braut, þá erum við komnir með topp topp miðjumann næstu 10 árin.

Upphitun fyrir West Ham leikinn kemur svo inn í kvöld, annars er orðið frjálst.

13 Comments

  1. Svo ku Skrtel vera orðinn leikfær sömuleiðis. Ætli hann fari ekki á bekkinn?

  2. GJ byrjar að æfa um/eftir helgi.

    Daníel – ég var að uppfæra þráðinn stuttu eftir að hann fór í loftið, líklega á sama tíma og fyrra commentið þitt fór í loftið þannig að þú last líkast til alveg rétt, engin Skrtel þarna til að byrja með 😉

  3. En veit einhver hvort fréttir þess efnis að suso sé til sölu???

    var að rekast á fréttir þess efnis að ac milan væri að fara kaupa hann í janúar og væri búið að samþykkja samning við þá???

    set ekki inn linka þar sem þetta er bara vangavelta frekar en concrete fullyrðing.

  4. Mig langar að opna hérna á smá umræðu um Simon Mignolet.

    Mér finnst umræðan um hann upp á síðkastið mjög óvægin og sérstök. Einhverra hluta vegna hafa stuðningsmenn Liverpool safnað sér saman og gagnrýnt hann úr öllu hófi. Það mikið að stuðningsmenn annarra liða eru byrjaðir að hafa orð á því hvað hann er vanmetinn markmaður meðal stuðningsmanna Liverpool. Hjörvar Hafliða hafði t.d. orð á þessu í umfjöllun um Tottenham leikinn í Messunni.

    Ég ætla ekki að fara að halda því fram hér að hann sé besti markmaðurinn í ensku deildinni. Heldur vil ég bara benda á að gagnrýnin sem hann er að fá á sig er að mínu mati mjög ósanngjörn. Ég tók saman tölfræði um hann seinni part síðasta tímabils og bar hann saman við aðra markmenn sem taldir eru á heimsklassa. Þar kom fram að hans tölfræði var ekki lakari en annarra markmanna, hann var í raun á pari – ekki bestur og ekki verstur.

    Þar fyrir utan hefur hann mjög oft átt gríðarlega mikilvægar vörslur í stöðunni 1-0 eða 2-1 (t.d. í Tottenham leiknum) sem eru á mikilvægum tímum í leik sem síðan vinnst með 2-3 mörkum. Leik sem auðveldlega hefði farið öðruvísi ef Mignolet hefði ekki varið þennan mikilvæga bolta.

    Menn hafa verið að nýta sér það að ein af ástæðunum fyrir því að vörnin sé svona léleg sé vegna þess að þeir treysta ekki markmanninum. Sjálfur tel ég að markmaðurinn sé að gera mistök vegna þess að hann treystir ekki vörninni. Slæm úthlaup markmanna eru t.d. algengari þegar markmaðurinn treystir ekki vörninni. Í raun tel ég að það sé bara mikið að í samskiptum á milli varnar og markmanns hjá okkur. Allt of mikið af mistökum á báða bóga. T.d. að kenna Mignolet um markið á móti Ludogrets er fásinna. Vissulega átti hann að gera betur en varnarvinnan frá fremsta manni til hins aftasta var skelfileg að sjá. Þar var um að ræða mark sem var liðinu að kenna, ekki einum manni.

    Ég er ekki að segja að það megi ekki gagnrýna leikmanninn. Heldur er ég að benda á að mér finnst menn rjúka á afturfæturna um leið og hann gerir mistök (í raun er nóg að hann sé pínu óöruggur í einhverju atriði) en síðan ef hann gerir vel þá virðist enginn hafa orð á því. Finnst það ekki rétt. Við eigum að standa betur við bakið á honum en þetta.

  5. Það er búið að svara spurningunni um hvort Glenn Johnson sé besti valkostur í bakvarðastöðuna.

    Vertu sæll GJ og takk fyrir allt.

  6. Gríðarlega ósammála þér Arnór. Mignolet átti aldrei að fara í þetta úthlaup í síðast leik. Þetta mark hafði ekkert með lélegan varnarleik að gera heldur asnalegt úthlaup.
    Það hefur heldur ekkert með lélegan varnarleik að gera hversu ferlegur hann er í að grípa boltan í fyrirgjöfum.
    Auðvitað á hann eina og eina mikilvægar markvörslur enda er það líka hans starf en að hann sé í þeim klassa að spila fyrir Liverpool er langt í frá. Lið með svona markmann vinnur aldrei stóran titil.
    Á bekkinn með manninn.

  7. Ég er mjög sammála því að Simon Mignolet sé Mjög Góður Markmaður, Því miður virðast þær Raddir ekki vera neitt sérstaklega Háværar en þær mættu alveg vera það. Vörnin okkar hefur verið gagnrýnd harkalega, og þær eru Margar ástæðurnar fyrir því og Ég held að um leið og Mignolet og Nýja vörnin aðlagist og spili meira inn í tímabilið þá held Ég að við munum fá að heyra þessar Raddir frá nokkrum hérna, Sem er auðvitað bara Jákvætt. Markvarsla tímabilsins hingað til er Klárlega Mignolet gegn Southampton á loka mínútunum, Þar bjargaði Hann þremur stigum og fékk lítið “Credit” fyrir það. Vona innilega að Hann vaxi á Menn, enda Góður Markmaður.

  8. Er ekki örugglega búið að færa Johnson yfir í það að selja bara pulsur á Anfield?

    Vonandi.

  9. Það að kenna markmanninum eingöngu um jöfnunarmarkið í síðasta leik er mikil einföldun. Allt liðið svaf einfaldlega á verðinum. Hvar var td. bakvörðurinn okkar hinn frábæri Moreno??? Leikurinn er á lokamínútum og Moreno er nánast fremsti maður á vellinum í stöðunni 1-0 þegar Sterling missir boltann. Hann var því augljóslega ekki að fara hjálpa til þegar boltinn tapast. Það var líka með ólíkindum hvernig Ludoliðið spilaði sig eins og ekkert væri í gegn um allt okkar lið áður en Mignolet átti sitt misheppnaða upphlaup.

  10. Mignolet umræða.

    Hann er lélegur í fyrirgjöfum, ekki góður með boltan í fótunum, sendingarnar hans eru skelfilegar(hversu oft sendir hann beint útaf eða gefur háan hálofta bolta út á kannt þegar hann á að vera með snögga skiptinu sem gefur andstæðingunum nóg af tíma til þess að færa sig) og hann fær reglulega á sig klaufamörk.

    Hann er góður í sjónvarpsmarkvörslum, er með gott viðbragð og er vann nokkur stig fyrir okkur á síðustu leiktíð.

    En þetta er meðalmarkvörður í besta falli.
    Eigum við að skoða markverðina hjá liðinum sem við eigum að berjast við.
    Chelsea á tvo af þrem bestu markvörðum heims
    Joe Hart er mun betri markvörður
    De Gea er mun betri markvörður(eftir að hafa ekki verið tilbúinn í byrjun hefur hann massað sig upp og er tilbúinn í fyrirgjarfir núna en hann var skelfilegur í þeim)
    H.Loris er frábær markvörður.
    Það er helst markvörður Arsenal sem er á svipuðu leveli þótt að ég myndi líklega vilja fá hann til Liverpool í staðinn fyrir Mignolet.

    Fyrir næsta tímabil þá vona ég að Liverpool næli sér í virkilega sterkan markvörð.

    p.s Valdes er aldrei svarið við þeiri ósk, er í Mignolet klassa og jú Mignolet átti stóran þátt í markinu sem við fengum á okkur í meistaradeildinni.

Liverpool 2 – Ludogorets 1

West Ham um helgina