Liverpool 2 – Ludogorets 1

Meistaradeildin mætti aftur á Anfield eftir fimm ára hlé og við áhorfendur fengum 80 mínútur af stórkostlegum leiðindum og 15 mínútur af ekta Liverpool geðveiki.

Rodgers gerði aðeins eina breytingu frá Aston Villa leiknum – Sterling kom inná fyrir Markovic (sem er í Evrópubanni).

Mignolet

Manquillo – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Gerrard – Coutinho

Sterling – Balotelli – Lallana

Fyrri hálfleikur var hreinasta skelfing. Liverpool voru mun meira með boltann, en liðið skapaði ekki neitt og það var einsog menn hefðu aldrei spilað saman fótbolta, hvorki á æfingasvæðinu né í alvöru leik.

Í þeim seinna skánaði spilið aðeins. En það var að mínu mati ekki fyrr en að Borini og Lucas komu inná fyrir (afleita) Lallana og Coutinho að mér fannst Liverpool byrja að ógna. Leikurinn opnaðist reyndar mjög mikið yfir höfuð og um tíma voru Ludogorets líklegri til að skora.

En það voru á endanum okkar menn sem brutu ísinn á 82. mínútu. Moreno gaf sendingu inná Mario Balotelli, sem hafði verið mjög slakur, og hann sýndi hvað hann getur með því að skora fallegt mark.

En það þurfti svo sem ekki að koma neinum sérstaklega á óvart að Liverpool fengu á sig jöfnunarmark. Sterling tapaði boltanum við vítateig Ludogorets, þeir keyrðu upp völlinn og það kom sending inn fyrir Lovren og Dani Abalo skoraði framhjá Mignolet sem var í einhverju hálf furðulegu úthlaupi. 1-1 á 91.mínútu og ég get ekki sagt að ég hafi verið í sérstaklega góðu formi á sófanum heima hjá mér, hugsandi um hvað ég gæti skrifað jákvætt um þessa hörmung.

En strax eftir markið var markvörður Ludogorets eitthvað að rugla með boltann, Manquilo komst að honum og markvörðurinn braut á honum. Sannkölluð gjöf frá markverðinum. Steven Gerrard mætti á punktinn og skoraði og tryggði okkar mönnum gríðarlega mikilvægan sigur.


Maður leiksins: Ég nenni varla að fara yfir leikmennina í þessum leik. Liðið allt lék illa í kvöld. Fimm af tíu útileikmönnum í kvöld voru keyptir til liðsins í sumar og það sást greinilega. Það þýðir ekki að pikka einhvern einn útúr þessu því að aðalvandamálið var að menn spiluðu ekki einsog lið í kvöld. Það var enginn kraftur og engin ógn.

27.apríl töpuðum við gegn Chelsea á Anfield og þá endaði ótrúleg sigurganga þessa liðs. Síðan þá höfum við leikið eftirfarandi leiki: Crystal Palace (j), Newcastle (s), Southampton (s), Man City (t), Tottenham (s), Aston Villa (t) og Ludogorets (s). Þetta eru 7 leikir – við höfum unnið 4, tapað tveimur og gert eitt jafntefli. Það er ekki góður árangur. Og það sem meira er að við höfum í raun bara leikið vel gegn Tottenham af þessum 7 leikjum. Hinir 6 leikirnir voru slappir.

Kannski situr eitthvað í þessu liði – kannski er það áfallið að tapa niður titlinum á síðasta tímabili, kannski byrjuðu menn að trúa því að Suarez væri ómissandi. Eða kannski eru menn bara svona óvanir að spila með hvor öðrum. En það er alveg ljóst að eitthvað þarf að breytast.

Ef við hefðum gert jafntefli í kvöld hefði stemningin í liðinu eflaust verið erfið. En það er vonandi að menn nýti sér þennan sigur í kvöld til að berja kraft í mannskapinn fyrir útileikinn gegn West Ham á laugardaginn.

Þetta mark hans Gerrard getur verið gríðarlega mikilvægt fyrir þetta tímabil. Okkar menn þurftu á því að halda að vinna fyrsta Meistaradeildarleikinn og þótt það hafi ekki verið sannfærandi, þá erum við með þrjú stig í þessum riðli og getum fagnað því að vera loksins komnir aftur á réttan stað meðal bestu liða í Evrópu.

89 Comments

 1. Ég fagna ekki eftir svona aulaskap og helvítis kæruleysi. Brendan fær aftur stóran mínus fyrir að þrjóskast í þessu 4-2-3-1 eða 4-3-3 kerfi í stað þess að nota kerfi sem okkur gengur virkilega vel með sem er tígullinn.

  Ég er hundfúll eftir þessa frammisstöðu. Moreno er maður leiksins hjá mér.

 2. Svo ekta Meistaradeildarsnilld. Auðvitað skorar gæinn sem átti að vera stjarnan, en gat ekki neitt, þegar átta mínutur eru eftir. Auðvitað jafnar litla liðið í lokin. Auðvitað fær markmaðurinn sem var fenginn á neyðarláni á sig víti og auðvitað skorar Gerrard úr víti í uppbótartíma

 3. Vá, þetta var eins og rússíbani sem var 90 mínútur að skríða upp á toppinn, en gossaði svo niður á nokkrum sek.

  Ekki sannfærandi, en ánægjulegt að sjá Balotelli opna markareikning sinn hjá Liverpool.

  Moreno er gæðaleikmaður, hugsanlega maður leiksins.

  Sigur er sigur, þigg hann svo sannarlega!

 4. Ég fer sáttur að sofa. Þetta hafðist þó fæðingin hafi verið erfið og okkar menn mjög slappir. Undarleg ákvörðun hjá Mignolet að fara út í þenna bolta sem gaf jöfnunarmarkið. Varnaleikur Lovren var heldur ekki upp á marga fiska.

  Liðið er bara að gíra sig saman og svo hlítur þetta að smella. Næsta leik takk fyrir.

 5. Að hafa keypt Alberto Moreno á 12 milljónir punda er eflaust eitt stræsta rán í sögunni, þvílíkur gæða leikmaður sem Liverpool keypti þarna.

  Annars þá er þetta það sem maður lifir fyrir þessi leikur hafði svo sannalega dramatík og að sjálfsögðu var það KÓNGURINN á Anfield sem kláraði þetta.

 6. Ég veit ekki, þetta tók langan tíma og var drullu tæpt en við vorum miklu betri allan leikinn. Áttum 3-4 dauða færi sem við náðum ekki að klára. Annað er nú bara það að það eru ENGIR léttir meistaradeildarleikir.

 7. Menn meiga ekki gleyma hversu margir nýjir menn eru inná það tekur alltaf tíma að slípa þetta saman . Förum að sjá meiri gæði þegar fram sækir ..In Brendan we trust. Þetta er maðurinn sem kom liðinu aftur í Meistaradeildina.

 8. Sammála nr. 1 og nr. 8.

  Èg er bara reiður eftir þennan leik eftir að hafa upplifað svipað sl. laugardag gegn Villa. Lallana, Coutinho og Balotelli sköpuðu akkúrat ekkert. Hreyfing leikmanna var ekki eins og hún var sl tímabil og one touch boltinn var hvergi sjàanlegur (vegna hreyfingaleysis).

  En eins og punktur 8 sagði rèttilega að þà tekur tíma að slípa nýja leikmenn saman og það à vel við hjà LFC í dag sèrstaklega þegar Sturridge var meiddur og Súarez farinn. Þetta sýnir bara hversu ROSALEGA stór partur þeir tveir voru.

  Er ànægður að sjà Borini fà sèns en hvar var Markovic?!?!

 9. Oft hef ég séð það að LFC dettur niður á sama level og mótherjinn og það var það sem gerðist í kvöld. Rosalega barátta þó og bara frábært að klára þetta

 10. Heilt yfir mjög slök frammistaða. Hver er annars staðsetningin á Gerrard í Ludó markinu? Við erum 1-0 yfir og hann er út úr stöðu, algjört kæruleysi. Mignolet er svo í einhverjum undarlegum pakka í þessu marki. Brendan þarf svo að fara sætta sig við tígulmiðjuna, annars endar þetta illa.

 11. Oft sem maður veltir því fyrir sér hvort það sé ekki betra að skella Gerrard gamla á bekkinn. En ef ég ætti að velja einhvern mann í heiminum til þess að stíga upp og fara á punktinn á 90. mínútu í Meistaradeildarleik, þá er það klárlega Steven nokkur Gerrard. Toppeintak!

 12. Eitt sem við gleymum að nefna. Ludogrets er ekki svo slæmt lið. Þeir fórumlangt í UEFA i fyrra og slógu út stór lið og eru reynslunni ríkari. Grfum þeim klapp à bakið sem þeir eiga skilið.

 13. Ef maður fagnar ekki eftir sigur á loka sek í meistaradeildinni hvenær á maður þá að fagna? @1

  Vildum við betri leik? Já
  en úrslitinn skipta mestu máli og mér finnst að menn verða að átta sig á því að liðið sem við vorum að spila á móti er sterkara en þetta Aston Villa lið sem við töpuðum fyrir í síðasta lei. Þeir eru teknískir, fljótir og þora að sækja.

  Mignolet 3 – skeit á sig í markinu en gaman að sjá hann grípa inní
  Moreno 6 – fín leikur en það pirraði mig að sjá hann upp við vítateig andstæðingana við 1-0 yfir á 90 mín. Við missum boltan og hann kemst aldrei tilbaka
  Lovren 7 – bjargaði okkur nokkrum sinnum vel og ég held að hann gat lítið gert í þessari fullkomnu sendingu
  Sakho 6 – fín leikur og betri á boltanum en oft áður.
  Manquillo 5 – hefði átt að skora og þeir voru stundum að komast bakvið hann
  Gerrard 7 – skoraði sigur markið og var að reyna að dreifa spilinu og gekk það vel
  Henderson 8 – hann vinnur á við tvo leikmenn og var maður leiksins hjá mér
  Coutinho 3 – hvað er að gerast með þig vinnur? Það er eins og það sé búið að þurka allt sjálfstaust úr honum og er hann hikandi og sífelt að tapa boltanum án þess að skapa eitthvað(hef samt trú á þessum strák)
  Sterling 6 – komast eiginlega aldrei í gang. Alltaf verið að brjóta á honum og munaði oft pínu litlu að hann hefði komist í alvöru færi
  Balotelli 7- frábært mark og var að leggja boltan ágætlega frá sér en þarf að koma sér meira í leikinn en vinnu seminn var fín.
  Lallana 5- er ekki kominn í leikform en var mikið í boltanum og maður sá inn á milli að þarna eru mikil gæði. Vinnslan var góð og held ég að þegar hann er kominn í form þá eigi hann að nýtast okkur mjög vel.

  Borini – fiskaði vítið mikilvæga og var nálagt því að skora með skalla
  Lucas – gerði lítið en mér fannst staðsetninginn hjá honum í markinu okkar vitlaus.

  Meistaradeildinn er frábær skemmtun og er geðveikt að vera farinn að horfa á leiki með liverpool í þessari keppni . Úrslitinn skipta öllu máli og er það eina sem skiptir máli og við fengum 3 stig og það á kunnuleganhátt. Gerrard að bjarga okkur en eina ferðina og finnst maður það eiginlega smell passa

 14. Úff tók á, en mér fannst vörnin solid þrátt fyrir markið, og miðjan einnig mjög fín,
  vantaði bara herslumuninn inní vitateig anstæðinganna.

  Alltaf hætta þegar Balotelli fékk boltann, mætti bara gera meira af því.

  Maður leiksins Moreno!

 15. Frábært að hefja deild þeirra bestu með sigur – þó hann hafi verið tæpur.

  Gleymum ekki að við áttum svona tæpa sigra á síðasta tímabili, sem var án efa besta tímabil liðsins í deildinni í nokkur ár. Þetta er alveg jafn mikið sigur eins og á móti Fullham í deildinni í febrúar í fyrra – með sigurmarkið úr víti frá Gerrard undir lokin – þvílík dramatík og nokkrum vikum seinna var búið að tryggja farseðilinn beint í meistaradeildinna og hugsuðu fáir um frammistöðu liðsins – enda bara stigin talin í lokin en ekki frammistaðan.

  Sigur er sigur, frábært að sjá baráttuna fram í lokin hjá leikmönnum í kvöld. Sumir tala um meistarasigra þegar lið taka öll stigin án þess að eiga það skilið – það eigum við nú að þekkja.

  Við erum með ungt og spennandi lið, er alveg sammála að ég hefði vilja sjá aðrar ákvarðanir hjá þjálfaranum – en vá þvílík UNUN að horfa á okkar menn aftur í meistaradeildinni!

 16. Sigur í fyrsta leik í MEISTARADEILDINNI í 1742 daga. Um að gera að taka neikvæðnina á þetta og væla og kvarta.

  Við erum komnir með lið sem getur unnið þrátt fyrir að vera ekki stórkostlegt í leiknum OG lið sem getur skorað á seinustu mínútunum og unnið leikina þannig. Ég gleðst yfir því.

 17. Sæll öll,

  þungt kvöld endaði með sigri sem á eftir að gefa mönnum trú. Trúin yrði enn meiri ef Liverpool hefði átt fleiri dauðafæri. Núna er september hálfnaður og núna þarf hluti af leikmönnum að detta í gírinn og draga vagninn. Spilið er enn of þungt og sóknarleikurinn hugmyndasnauður.

  Að lokum legg ég til að betri markmaður verður keyptur.

 18. Ég fagna ekki eftir svona aulaskap og helvítis kæruleysi

  Eh okei.

  Við hin fögnum því að Liverpool unnu þennan leik – fyrsta Meistaradeildarleikinn í fimm ár.

 19. Þetta var erfiður leikur fyrir Liverpool og í sannleika sagt. Heppnissigur. En góð lið búa til sína heppni sjálf og þar sem liverpool var réði lögum og lofum í leiknum þá áttu þeir þetta skilið.

  Andstæðingurinn lá aftarlega og gaf lítla möguleika á færum. Þeir spiluðu ágætlega sín á milli þegar þeir voru með knöttinn og það er bókað mál að þeir kunna að spila fótbolta.

  Það sem mér fannst vanta var bit í sóknarleikinn. Við kunnum ekki að nýta okkur enn Balotelli og kannski þarf nokkra leiki í viðbót til að slípa hann til. Leikurinn hresstist þónokkuð við að fá Borini inn á þó mér fannst hann í raun ekkert vera að gera einhverjar rósir en spilaði skynsamlega og gerði það sem hann átti að gera. Sem er gott. Það er oft miklu betra en að föndra of mikið með boltann.

  Balotelli
  Ég hugsaði oft með mér “Afhverju í ósköpunum er þessi maður álitin stórstjarna” Þegar ég sá Balotelli fitla með boltan fyrir utan teig og gera voðalega lítið gagn að mér fannst. Hann svaraði mér að lokum. Þessi gaur er svakalegur klárari. Hann þarf bara eitt alvöru færi og klárar það þá hundrað prósent. Með nákvæmlega markagenið og Gerd Muller. En eins og ég sagði áður þá verður Liverpool að finna bestu leiðina til að nota hann. Líkast til best að gera hann að algjörum fox in the box og láta hann fara lítið aftur til að sækja boltan eins og suarez og Sturridge gera. Hann er allt öðruvísi en Suarez.

  Mignolet gerði ein mistök í leiknum og það kostaði hann mark. Sem betur fer gerði markvörður hins liðsins svipuð mistök hinum meginn á vellinum nokkrum mínutum síðar og þar við sat. Við unnum og það skiptir mestu máli.

  3 stig í hús.

  YNWA

 20. Ef mér skjátlast ekki þá var það Manquillo sem færði Pool vítið.

 21. 120 ummæli við síðustu færslu, held ég sleppi því bara að renna yfir þá lesningu 🙂

  Allt er gott sem endar vel og ég var búinn að vara við því að vanmeta þetta Ludogorets lið.

  Rosaleg vinna framundan á Anfield að slípa þetta ósamstilla lið saman.

  Fékk mér einn Thule til að ná mér niður eftir leik.

  Hjúkk

 22. Síðan hvenær fór Michael Bay að leikstýra uppbótarmínútum í ChampionsLeague?

  Ég, Liverpool og Balo sjálfur þurftum svo mikið á þessu marki að halda

  More Moreno please! Þessi maður er fæddur í þetta hlutverk. Þvílík elja. Flestir fannst mér eiga fína spretti en hann dúxaði í dag.

  Menn sem stökkva fyrstir manna beint í kommentin til að drulla og æla yfir liðið sem þó tekur þessi 3 “skyldu” stig þurfa að finna sér eitthvað annað sport að fylgjast með en CL fótbolta- æfingar með borða kannski. Þurfum við ekki bara að treysta því að BR sé að spila liðinu eins og hann telur réttast hverja stundina? Það hefur margt breyst frá síðasta tímabili og það mun að sjálfsögðu taka tíma að slípa þennan nýja demant, látum Roddjersinn um þetta.

  Ludo-menn eru komnir með nýjan aðdáanda- loks á maður lið í Búlgörsku í safnið

  Go Við!!

 23. Frábært að byrja með sigri!

  Greinilega mikil taugaveiklun í gangi í liðinu og það mun greinilega taka tíma að slípa það. Moreno, Henderson, Gerrard, Sterling, Manquillo og Balotelli áttu allir ágætis leik. Maður leiksins að mínu mati Moreno.

  Restin af liðinu var undir meðallagi.

  Hef miklar áhyggjur af Coutinho. Hann er búinn að byrja þetta tímabil afleitlega. Lucas er bara ekki sami leikmaðurinn eftir meiðslin. Lallana á enn eftir að sannfæra mig.

  Frábært að Balotelli skuli ná að skora.

  Bring on West Ham. Það er leikur sem við VERÐUM að vinna, ekkert flóknara. In Brendan we trust!

 24. Hvað er að ? leyfum nú liðinu aðeins að mótast, dæmum eftir jólatörnina. Coutinho var týndur í kvöld en hann hlýtur að koma til. Eina sem ég get sett út á er , við urðum einum færri þegar Lucas kom inná….hann getur ekki blautan……..

 25. Þetta var alger hreinasti hryllingur, en hafðist þó. Í bréfi Páls til Rómverja er þó að finna áhugaverða samlíkingu við kvöldið í kvöld, og það sem við vonum að gerist. Við erum á ákveðnum byrjunarreit og þetta tekur tíma:

  “Við vitum að öll sköpunin stynur og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. Og ekki það eitt, heldur stynjum við sem eigum frumgróða andans einnig með sjálfum okkur þegar við bíðum þeirrar stöðu Guðs barna sem í vændum er með endurlausn líkama okkar. Í þessari von erum við hólpin. Von, sem menn sjá fram komna, er ekki von. Hver vonar það sem hann sér? En ef við vonum það sem við sjáum ekki bíðum við þess með þolinmæði”

 26. Eru Menn ekki að bregðast full mikið við? Fyrri Hálfleikurinn fannst mér alls ekki Jafn slæmur og Menn vilja meina, Við sköpuðum okkur nokkur færi, Héldum boltanum og Gerðum alveg talsvert betur heldur en á móti Aston Villa. Þetta byrjaði að rúlla mikið betur þegar að Coutinho og Lallana komu útaf enda báðir (Þó sérstaklega Coutinho) ekki alveg búnir að ná að stimpla sig inn í tímabilið. Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að við áttum ekkert Fullkomna Endurkomu í Meistaradeildinni en, Þetta var þó Sigur, og mikil bæting úr síðasta leik.

 27. Ég fór að hugsa áður enn við skoruðum fyrsta markið að það vantar mörk í þetta lið.

  Enn eftir 4 leiki í deild og einn í CL erum við með 8-5. Eftir 5 leiki í deild í fyrra (sleppi deildarbikar á móti Nots County 4-2) vorum við með 5-3. Við byrjuðum ekki með neinum látum í fyrra enn svo fóru mörkinn að koma. Við vorum líka búnir að tapa á Anfield þá eins og núna. Við munum bara styrkjast þegar á líður.

 28. Lítil sköpun í liðinu og gæðin léleg á síðasta þriðjungi. Voru Sturridge og Suarez svona svaðalega góðir eða eru þessir menn svona slakir??? A little bit of both. Ég óttaðist að salan á Suarez yrði erfið því maðurinn er stórkostlegur leikmaður, vinnusemin hans smitar svo út frá sér og gefur öðrum mönnum sjálfstraust. Balotelli er ljósárum frá honum í getu. EN best er að gefa þessu liði séns á að slípast til og það má ýmislegt bæta sýnist mér…Ég var eiginlega með biturt bragð í munni og fagnaði varla sigurmarkinu. Tökum West Ham um helgina með betri knattspyrnu-sýnist samt Hamrarnir sterkari en í fyrra.

 29. Var eins og flestir bölvandi í 82 mínútur.

  Reyndar ekki öllu. Fannst hafsentaparið á fínum stað lengst af þessum leik og Moreno, Gerrard og Hendo fínir. Er svo ósammála Einari að Balo hafi verið slakur. Vinnusamur og duglegur, sá eini sem virtist líklegur til að skora. En algerlega einn.

  Ég viðurkenni töluvert stress yfir uppleggi liðsins okkar hingað til í vetur. Það er að mínu mati engin tilviljun að eini virkilega góði leikur liðsins hafi verið þegar við spiluðum 4-4-2.

  Þetta leikkerfi með Lallana og Sterling á “öfugum” kanti þýðir vissulega það að við höldum posession (vorum 67 – 33 % eftir 75 mínútur) og ég er alveg viss um að það er hægt að búa til ýmislegt ef að “falska nían” okkar væri dugleg og tæki til sín. En Jesús minn eini hversu langt hann Coutinho okkar er frá því. Bara skelfilegur í báðar áttir, klappar boltanum alltof mikið, sendir of mikið til hliðar og aftur í vörnina auk þess að kunna ekki að pressa sýnist mér. Hann bara virkar ekki neitt sem þessi falska nía. Ef á að prófa einhvern þar finnst mér Lallana/Lambert vera einu kostirnir, en þeir eru ekki að fylla munn minn vatni.

  Um leið og Borini og Lucas komu inná og við fórum í 4-4-2 sköpum við tvö dauðaskallafæri, vissulega fáum við á okkur sókn sem small í stöng en við vorum þó allavega að skapa, bakverðirnir komu ofar og við komumst í sóknarfærslur.

  Ég vona að Rodgers bara haldi þessu kerfi áfram. Ég efast ekki um að hann er að spá í “skynsemi” þar sem flestir nýliðanna okkar hafa spilað 4-2-3-1 en það heftir Hendo, Sterling og bakverðina auk þess að senterinn okkar dúllar bara einn uppi á topp. Plís Rodgers, tökum séns…plís.

  Svo koma þessar ótrúlegu 11 mínútur, mark Balotelli frábært og varslan á skotinu hans ekki síður mögnuð. Ég skrifa það á reynsluleysi Rodgers að loka ekki leiknum með því að setja miðjumann inn fyrir Balo og sópa ekki svæðið inni á miðju. Ég skil ekki hvað Gerrard á að gera annað en hann reynir í jöfnunarmarki Ludo…Sterling á einfaldlega ekki að missa boltann þarna, Lucas og Hendo eru utan við hann og það þýðir stórt svæði til að sækja hratt inná. Sakho er vissulega illa staðsettur, sendingin er frábær en Simon leit illa út.

  Mikið gleðst ég svo svakalega yfir honum Manquillo sem átti ekki góðan leik í 92 mínútur en fékk svo vítið sem annar tveggja bestu leikmanna okkar í kvöld skoraði úr. Gerrard fannst mér gera vel í kvöld, en Moreno bestur…

  Í viðtalinu eftir leik var Gerrard glaður með stig en fúll með frammistöðuna. Það gladdi mig mjög. Það hlýtur að vera mjög erfitt að vera leikmaður í þessu “handbremsukerfi” eins og við höfum séð hingað til eftir sóknarþunga síðasta vetrar.

  En ég trylltist af gleði yfir vítinu og stigunum þremur. Ef þú vinnur heimaleikina þína í CL þarftu eitt stig á útivelli til að komast áfram (í 94% tilvika) og það var alltaf aðalatriðið.

  Þetta búlgarska lið voru sko engir Muggar, áttu margt skilið og erfiður verður síðari leikurinn án vafa. Nú er bara að byggja á stigunum og fara að safna þeim í deildinni.

 30. Mikilvægur sigur, 3 stig!!

  Það var vitað fyrirfram að það verkefnið í kvöld yrði erfitt af ýmsum ástæðum. Í liðinu í kvöld voru margir leikmenn að spila sína fyrstu Meistaradeildarleiki og margir hafa spilað innan við 10 leiki f.h. félagsins. Framkvæmdastjórinn og þjálfarateymið var að stýra liði í Meistaradeildinni í fyrsta skiptið, hugsa að vallarvörðurinn hafi meiri reynslu af CL en þeir.
  Andstæðingurinn var óþekkt stærð á alþjóðan mælikvarða og hafði nákvæmlega engu að tapa.

  Hugsanlega voru menn að búnir að búa sig undir flugeldasýningu í kvöld en því miður voru ekki miklar forsendur fyrir slíkum viðburði. Það má ekki taka það andstæðingnum að þeir spiluðu virkilega vel og voru búnir að vinna heimavinnuna sína vel. Lokuðu vel svæðunum fyrir framan vörnina vel og pressuðu vel á miðjumennina og þvinguðu Gerrard að leita út á kantana. Þar náðu þeir iðulega að yfirmanna svæðið þegar boltinn kom þangað. Þannig gekk illa að spila sig í gegnum vörnina og koma boltanum inná teiginn.

  Seinni hálfleikurinn fór ágætlega af stað en þó gekk erfiðlega að skapa færi. Hrósa ber Rodgers fyrir skiptinguna á Borini og Lucas. Borini var óheppinn að skora ekki fljótega eftir að hann kom inná. Markið frá Balo var náttúrulega snilld. Hann var í strangri gæslu allann tímann en sýndi hversu megnugur hann er og að það má greinilega ekki gefa honum breik inní teignum. Ekki frá því að þetta mark hafi gefið honum meira sjálfstraust inní framhaldið.

  Eins og við vitum þá getur Liverpool ekki spilað “eðlilega” leiki í Meistaradeildinni. Lang flest önnur lið hefðu hægt og rólega svæft leikinn og siglt honum örugglega í höfn. Nei…Þegar Liverpool er í Meistaradeildinni, þá er dramatík. Að fá á sig mark á 91 mín. var náttúrulega alveg skelfilegt og eitthvað sem BR þarf að fara vel yfir á æfingasvæðinu, því varnarleikurinn var alveg skelfilegur, þar sem menn voru staðir, útúr stöðum og voru langt frá því að koma varnarleiknum í balance. En eitt sem að Liverpool sýndi í kvöld var karakter. Einhver lið hefðu hent handklæðinu og farið að vorkenna sér. Hvað segir það manni þegar hægri bakvörðurinn er kominn í hápressu og uppsker víti?!. Auðvitað klára King Gerrard það.

  Niðurstaðan: Magnað Meistaradeildarkvöld á Anfield.

  Vissulega var spilamennska lengst af ekkert stórkostlega, en ég hef rakið það hér að ofan að það eru gildar ástæður fyrir því. Þessi sigur gefur leikmönnum vonandi sjálfstraust í næstu leiki enda veitti ekki af smá heppni og boosti eftir frammistöðuna síðustu helgi. Svona dramatískur sigur er bara sætari þar sem hann stráir salti í sár bitra Utd stuðningsmanna og neikvæðra kommentara sem kalla sig stuðningsmenn.

 31. Fögnuðu ekki margir markinu hjá Balotelli með að taka fagnið hans fræga? Ég gerði það allavega!

 32. Ósamála pistlahöfundi. Það er ekkert að Liverpool liðinu í dag og liðið er á pari við byrjun síðasta tímabil. Liðið á eftir að rífa sig í gang þegar nýir menn venjast kerfinu. Rodgers er svona eins og Ferguson í gamla daga. Hægt að stað en toppa svo eftir áramót. Utd vann marga titla þannig þegar hinir voru sprungnir á limminu. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. Spilamennskan var vissulega ekki góð í dag en ég lofa því að það verður komin dúndrandi sóknarbolti rétt fyrir jól 🙂

 33. Vona að Brendan fari nú að sjá að þetta 4-3-3 eða 4-2-3-1 virkar einfaldlega ekki nógu vel á þetta lið, við erum lang bestir þegar við spilum 4-4-2 með tígulinn. Henda Borini inn fyrir lallana eða coutinho sem eru ekki alveg að ná sér á strik, þó að ég haldi reyndar að coutinho finni sig betur á miðjunni tígul kerfinu en í hinum.
  Verum nú bara sáttir með að 3 stigin eru komin í hús og að Brendn keyri sína menn nú í gang fyrir næstu leiki 🙂

 34. First things first, það jákvæða:

  Þrjú stig. Þegar talið er úr kassanum í desember þá eru stigin það eina sem skiptir máli.

  Balotelli skoraði. Framherjar lifa á sjálfstrausti. Hann þurfti á marki að halda, gerir honum gott.

  Moreno. Villtur, en góður.MOM.

  Meistaradeildin er mætt aftur á Anfield. Loksins þarf ég ekki að horfa á gömul youtube myndbönd á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum.

  Þá hitt, það leiðinlega:

  Mignolet. Ó guð.

  Coutinhio. Ó guð minn góður. Hann veit að við erum ennþá að spila í rauðu, er það ekki?

  Sakho. Þetta er allt í lagi, stattu bara frosinn þegar miðjumaðurinn sem er að hlaupa á vörnina missir boltann 15 metra frá sér og láttu svo klobba þig í leiðinni.

  Gerrard. Það er ekki rangstæða í innkasti.

  Rodgers. Nenniru að hætta að spila með Balotelli einn á toppnum. Hann kemur alltaf stutt, eins og kallinn með tígóið gerði alltaf hérna um árið. Okkur vantar einhvern inní teig. Ef ekki Lambert/Borini þá amk Sterling eins og þú spilaðir í fjarveru Sturridge í des/jan á síðustu leiktíð. Annars ertu bara kominn í saman pakka og pre-Sturridge, því Suarez vildi líka koma stutt og við áttum í vandræðum með sóknarleikinn.

  Hraðinn. Við áttum að vera stútfullir af hraða. Það eina sem er hratt í þessu liði í fjarveru Sturridge er Moreno. Og jú Mignolet þegar hann hleypur í tilgangslaus úthlaup.

 35. Mér finnst margir hér vera fúlir með Gerrard en þetta er kjölfestan í liðinu,held að margir myndu sakna hans ef hann væri ekki og allt gengi á afturfótunum,þetta er nú Kóngurinn hann getur ekki alltaf átt toppleiki,hann bjargaði okkur í kvöld menn eiga bara að fagna því hættiði svo að agnúast útí Gerrard,góðar stundir.

 36. Úff… Þetta tók verulega mikið á. Var hund svekktur með tapið um helgina en vil gefa hópnum okkar smá tíma. Heyrist margir her ekki hafa sömu þolinmæði og eg. Ludo og Villa eru bara hörkulið og við hefðum getað tapað báðum, unnið báða eða gert jafntefli í þessum tveimur síðustu leikjum. Eg treysti BR vel til að vinna ur hópnum. Hann hefur synt að hann er með lausnir upp í erminni en auðvitað er niðurstaðan alltaf sú að nýta færin og loka fyrir rammann okkar. Eg er bjartsýnn a liðið okkar. Tel gengið gott þótt vélin hiksti aðeins. Hver dagur vinnur með okkur og veislan heldur áfram!

 37. En tóku menn eftir því hvað Balotelli varð allt annar eftir að hann skoraði markið, mér fannst hann allt í einu miklu meira ógnandi og áræðinn það sem eftir var leiks.
  Nýtt félagslið, mikil pressa og hann á að stíga upp í staðinn fyrir einn af þremur bestu mönnum heims í fótboltanum. Þetta mark var örugglega þvílíkur pressuléttir fyrir hann, ég held að hann eigi mikið eftir inni.

  Svo er ég mjög ánægður að Borini neitaði að fara, Sturridge meiddur og hann og Lambert á bekknum, Borini mun gera allt til að sanna sig og það munaði litu að hann skoraði í fyrstu snertingu í kvöld, fínt að eiga hann inni á svona stundum.

  YNWA

 38. Burt með Mignolet draslið hann á ekki heima í jafn góðum klúbb og Liverpool. Inn með Jones.

 39. Þetta var afar slapt í kvöld. En það er ekki spurt að því í töflunni, 3 stig í hús!

  Kanski helst hægt að taka út þá félaga Coutinho og Lallana sem voru arfaslakir ásamt auðvitað Gerrard sem spilaði langt undir pari í kvöld.

  Í raun hefur Gerrard bara átt einn sæmilegan leik það sem af er tímabili og það var á móti Tottenham. Í kvöld náðu Búlgararnir eingöngu að skapa færi eftir að hann skildi öftustu varnarlínu hjá okkur eftir gjörsamlega berskjaldaða.

  Ég persónulega hefði gaman af því að fá að sjá Lucas spila sína stöðu einn leik og Gerrard fengi hvíldina. Held að hann hefði gott af því enda mæddi mikið á honum í sumar með Englandi og svo er hann að komast á þann aldur að ekki er hægt að ætlast til að hann spili hvern leik með sína meiðslasögu. Þess ofan held ég að Henderson hefði afar gott af því að fá að leiða liðið út á völlinn í fyrsta skipti.

  Verð að viðurkenna að ég var afar hrifinn af Moreno í kvöld en á 90 mínútu verða menn að halda haus og sleppa því að æða fram og skilja eftir sig stórt svæði. Í rauninni var það hans sóknaráhugi sem kostaði okkur jöfnunarmarkið í þessum leik.

 40. Talandi um Moreno, þvílík dúndurkaup. En mér finnst Manquillo gleymast dálítið í þessum bakvarðaumræðum í sumar, Búinn að vera virkilega góður í fyrstu leikjunum og fiskaði sigurmarkið skuldlaust.

 41. Sælir félagar

  Mjög þjáningarfullur leikur en frábær 3 stig. Balo gerði nákvæmlega það sem hann á að gera klára svona leiki. En hverju skiptir að klára svona leiki þegar varnarleikurinn er svona? Spyr sá sem ekki veit.

  Það er nú þannig

  YNWA

 42. Það er náttúrulega áhyggjuefni að ná ekki einu sinni að halda hreinu heima gegn liðum eins og Aston Villa og Ludugorets. Liðið er langt frá því að vera sannfærandi og maður hefur ekki sömu trú og maður hafði í fyrra. Höfum einfaldlega veikst of mikið við að missa Suarez sem er betri á öllum sviðum fótboltans en Balotelli. Þá er ég á því að Agger sé betri miðvörður en Lovren og Lallana/Lambert finnst mér ekki í okkar klassa. Er þó virkilega ánægður með vinstri bakvörðinn okkar.

  Okkar menn verða að taka sig á ef þetta tímabil á ekki að fara í vaskinn. YNWA

 43. Hjúkk!! Pumpan var á milljón síðustu mínúturnar. Ekki góð frammistaða heilt yfir en frábært að ná í 3 stig. Fyrsti meistardeildarleikur í 5 ár og 3 stig í hús. Ég fagna því allan daginn alveg sama hver mótherjinn var. Næsti leikur verður betri, klárlega!

  Skil ekkert í pistlahöfundi að segja að Balotelli hafi verið slakur. Hann var hvað eftir annað að gefa góðar sendingar og opnaði fyrir spili en var oft á tíðum einmanna og þar sem Sterling var mjög slakur fékk hann enga hjálp frá honum. Moreno var frábær og klárlega maður leiksins!
  Þvílíkar tæklingu hjá stráknum.

  Þeir vita það best sjálfir að þessi frammistaða kemur þeim ekki langt og maður verður að treysta Brendan og félögum að laga þetta.

  Áfram Liverpool!

 44. Stórkostlegt að byrja á sigri og mér fannst margir ekki bara stuðningsmenn liverpool vanmeta Ludogorets t.d Hjörvar Hafliða sagði í messuni að þetta ætti að vera léttur 4-0 sigur eða eitthvað álíka við skulum hafa það á hreinu að þú ferð ekki í meistaradeildina og átt auðveldann leik þarna eru saman komin bestu lið heims (ég flokka samt ekki Ludogorets í flokk með bestu liðum í heimi) og að búast við því að liðið vinni leikinn án þess að þurfa hafa fyrir því minnir óþæginlega mikið á hvað united menn héldu að þeir eru búnir að vinna deildina án þess að spila leik. Svo finnst mér menn full harðir við markvörð Ludogorets þegar hann braut af sér þar sem þessi snerting hjá varnarmanninum var eitthvað það heimskulegasta sem ég hef séð það var engin pressa og boltinn á leið til markmannsins og hann hefði bara tekið hann upp en í staðinn fengum við víti og ekki kvartar maður yfir að fá eitt svona ódýrt ;). Svo fannst mér Alberto Moreno stórkostlegur í þessum leik.
  YNWA

 45. Sá ekki leikinn og ekki heldur leikinn gegn Villa. Hvað gerðist í landsleikjahléinu? Horfði á leikinn gegn Tottenham og það var unun að horfa á okkar menn. Síðan er bara andleysi og allt í kjallaranum á móti Aston F*****g Villa og menn rétt ná að sigra Ludo Rassgat. Bæði á heimavelli.

 46. Sé að það eru margir að öskra eftir að nota tígulinn með 2 frammi þar sem það hefur reynst okkur vel og það er rétt það hefur virkað vel. Hins vegar gengur ekki fyrir lið sem ætlar sér að vera í toppbaráttu í bikurum og keppnum þá gengur ekki til lengri tíma að vera bara með eitt kerfi sem virkar. Það verður einfaldlega að finna önnur kerfi til að vinna með og það þýðir að það verður að gefa þeim séns í alvöru leikjum. Tveir framherjar í útivallarleik í meistaradeild er t.d. eitthvað sem ég er ekkert viss um að við viljum alltaf sjá þar sem þar skiptir öllu máli að halda hreinu og reyna svo að pota inn einu eða tveimur mörkum.

 47. “finnst liðið ekki vera jafn sannfærandi og í fyrra” grísuðum fyrstu 3 leikjum í deildinni 1-0 og svo er ekkert sjálfstæður hlutur að vinna hvern einasta leik 5-1 í 11 leikja sigurhrinu farið aðeins að stíga niður á jörðina sumir ykkar .þetta mun slípast saman þegar lýður á tímabilið. Þvílíkur tilfinningarússíbani sem þessi leikur var þarna í restina næsta leik takk !.

 48. Þetta var frábær sigur í erfiðum leik. Þetta var aldrei að fara að verða eitthvað rúst hjá okkar mönnum – fyrsti leikur í CL eftir 5 ára fjarveru og væntingarnar/spennan í hámarki. Á móti kom lið sem nær allir vanmátu en er í raun nokkuð vel spilandi. Þetta var ‘recipe for disaster’ eins og tjallinn kallar það.

  Það kom líka á daginn að okkar menn voru slakir og hefðu hæglega getað tapað í kvöld. Sem betur fer var lukkan með okkar mönnum, varnarmistök gáfu Balotelli ljúft mark og kæruleysi í miðverði þeirra setti markvörðinn í ómögulega stöðu og hann gaf svo glórulaust víti (vel gert samt hjá Manquillo að pressa svona).

  Ég hef lítið um einstaka leikmenn að segja en vil frekar koma með þennan punkt: Rodgers verður að hætta með 4-3-3 og fara aftur í demantinn. Fyrir því hef ég nokkur rök:

  01: Gerrard einn og sér er ekki að vernda vörnina nógu vel. Ef við bætum við Allen, Lucas eða Can með honum og Henderson eykurðu klettinn á miðjunni talsvert sem hjálpar Lovren/Sakho og Mignolet. Og jeminn eini hvað þeir þurfa alla þá hjálp sem býðst því þeir eru ekki beint sannfærandi saman hingað til.

  02: Sterling er okkar besti leikmaður í dag og hann er bestur þegar hann spilar efst í tíglinum, fyrir aftan tvo framherja. Ef þetta væru einu rökin væri það samt nóg til að breyta um kerfi. Sterling í gang strax, takk!

  03: Balotelli er gjörsamlega týndur einn frammi. Hann er ákveðin týpa af leikmanni og það er EKKI týpan sem hleypur mikið niður í rásirnar milli miðvarða og bakvarða, né týpan sem kemur mikið niður til að sækja boltann og leggja upp fyrir aðra. Hann er markaskorari, maður sem þrífst best inní teignum til að hirða upp allt sem dettur (eins og hann gerði svo vel í kvöld). Hans besti leikur fyrir okkur var gegn Spurs, við hlið Sturridge. Svo var hann vonlaus gegn Villa og í kvöld var hann aftur vonlaus … þar til Borini kom inná og fór að tæta og hlaupa í rásirnar í kringum hann. Allt í einu var Balotelli farinn að komast í maður-á-mann með fyrirsjáanlegum afrakstri: hann skoraði eitt og átti tvö önnur hættuleg færi á meðan Borini var inná.

  Ég veit að Lallana og Coutinho þurfa tíma til að komast á sömu bylgjulengd og nýir samherjar en það er ekki þess virði að fórna öllu ofangreindu til að hafa þá inná. Þeir geta báðir spilað hlutverk Sterling þegar við þurfum á því að halda og Lallana getur spilað hlutverk Borini á móti honum þangað til Sturridge kemur inn.

  Ég legg því til að við sjáum sama lið gegn West Ham á laugardag nema að Lucas (eða Allen ef hann er heill) komi inn fyrir Coutinho, Sterling spili efst í tíglinum en ekki úti á kanti, og annað hvort verði Lallana framherji eða að Borini fái hreinlega sénsinn við hlið Balotelli. Borini vann sér það inn með frábærri innkomu í kvöld.

  Anda annars léttar. Vorum við ekki annars einmitt búin að sakna dramatíkurinnar sem fylgir Evrópukvöldum á Anfield? 🙂

 49. vá hvílík geðshræring.

  Sáuð þið svipinn hjá Balotelli þegar hann skoraði og léttirinn sem var yfir honum þegar hann fagnaði markinu….þetta var sko ekki einhver gæji sem var “bara að vinna vinnunna sína”. Hann þráði SVO mikið að skora þetta mark. Þetta er frábært og mun gefa honum sjálfstraust en BR verður að finna leiðir til þess að skapa fleirri færi fyrir kappann þegar hann ætlar að vera með hann einan á topp.

  Líklegast eru lallana og Coutinho hugsaðir til þess. Coutinho er að spila þriðja tímabilið sitt með Liv og því miður finnst mér hann alltaf spila verr og verr. Ég sagði það í sumar að hann væri lykill að velgengi liðsins, sérstaklega eftir að Suarez fór því hann hefur svo hrikalega mikið af hæfileikum en enn sem komið er hefur hans framlag ítrekað ekki skilað neinu. Lallana er kannski minna hægt að gagnrýna því hann er nýkominn úr meiðslum og ber þess greinilega merki að þurfa að aðlagast nýjum liðsfélögum aðeins betur.

  Leikmenn og þjálfari eru alltaf að læra og það vona ég að við þurfum ekki að horfa upp á liðið fá á sig annað eins mark á næstunni. Tökum samt ekkert frá Ludo, þeir voru og eru klárlega betra lið heldur en menn almennt gerðu sér grein fyrir þó svo að það sé alltaf skyldusigur á heimavelli fyrir klúbb eins og liv að mæta þessu liði.

  Moreno er æðislegur, hann er alls ekkert fullkominn og vantar heilmikinn þroska sem leikmann. En hann er öskufljótur og áræðinn og að mínu viti ofboðslega spennandi kostur í vinstri bakvarðarstöðuna okkar…..í raun alveg perfect kostur. Þetta eru allavega að minu viti afar góð sumarkaup í fljótu bragði. MOM.

 50. Frábært að Balo komst á blað í kvöld… mikill sigur eins og að vinna leikinn sjálfann! Balo sem og liðið eru að kynnast hvorum öðrum… t.d. sjá staðsetningarnar, þeir eru ekki að ná saman… því trekk í trekk horfði maður upp á staðsetninguna og sendingarnar sem voru ekki að gera sig! En eftir markið sá maður annan Balo (sjálfstraust – næsta skot á markið) og líka við þurfum að spila með tvo menn uppi… við erum ekki að ógna með einn framherja, samanber Suarez og Sturridge! Svo er það hraðinn… Allen er bara rosalega mikilvægur með Henderson í Pressunni, en aðalmálið er góður sigur og 3.stig í hús og auðvitað fögnum við sigri LFC 😀

 51. Heyriði drengir, er einhver skemmtileg hliðstæða við motd til fyrir meistaradeildarleikina?

 52. það er samt spurning með staðsetningu Moreno í markinu.

  við erum að vinna 1-0 á heimavelli og það eru komnar 89:49 mín á klukkuna,
  þá er hann fyrir framan sterling sem er kominn upp við vítateig.
  sterling missir boltann og eftir tvær sendingar er búið að sprengja upp
  vörnina sem hefði líklega ekki gerst ef moreno hefði verið eftir í vörninni

  svona leikir eru samt einmitt ástæðan fyrir því að við horfum á fótbolta,
  happy days!

 53. Alls, Alls ekki okkar versta Frammistaða, Sérstaklega Varnarlega séð. Menn eru bara að bæta sig Hægt og Rólega og þetta fer að Smella bráðlega. 3 Stig eru 3 Stig, og Við tökum þau klárlega. Aðeins of mikil Neikvæðni í Mönnum finnst Mér. Þolinmæðin er lykillinn.

 54. Hvaða 4-2-3-1 eru allir að tala um? Fyrir mér var þetta mjög augljóst leikkerfi, þ.e. Gerrard sat fyrir framan vörnina með Coutinho og Henderson sitthvorum megin fyrir framan sig. Þar af leiðandi var þetta 4-1-2-3.

  Rodgers æfði þetta leikkerfi í fyrsta skipti í Bandaríkjatúrnum, á móti Roma ef minnið er ekki að svíkja mig, og ég vona svo sannarlega að hann fari að leggja það til hliðar.

 55. OK, ég er búinn að horfa aftur á leikinn. Ég var á fundi með íþróttafréttafólki þar sem Dortmund – Arsenal var af óskiljanlegum ástæðum í sjónvarpinu, svo ég sá megnið af okkar leik í símanum sem ég gúffaði í mig flatböku og gosi. Ljósi punkturinn var hins vegar að United mennirnir á staðnum fengu að heyra nokkra vel valda brandara. Það er ekkert að fara að þreytast í vetur. 🙂

  Balotelli var alveg flottur. Hann var að pressa og vinna til baka. Það sem hann var EKKI að gera er að taka vel tímasett hlaup fram og út sem draga varnarmenn úr stöðu og opna vörnina. Þetta gæti átt sinn þátt í að skýra hvernig Sterling og Coutinho var að ganga.

  Allir sem hafa spilað fótbolta þekkja jú tilfinninguna sem fylgir því að bera boltann fram, sjá andstæðinga nálgast til að loka, en sjá jafnframt enga samherja bjóða sig eða taka hlaup. Í fyrra höfðu okkar miðjumenn Suárez OG Sturridge. Suárez var svo góður í þessu að leitun er að öðru eins, hvort sem er í tíma eða rúmi. Í kvöld höfðu miðjumennirnir aðeins einangraðan – og á köflum heldur staðan – Mario Balotelli þar til eftir skiptingarnar og breytt kerfi. Mario gerði mjög vel með að ná að skora þarna. Frábært touch, styrkur og klárun. Megi hann halda þessu áfram!

  Alberto Moreno er frábær, kann virkilega að meta hann. Var reyndar of graður með að vera að overlappa fremst á vellinum á 90. mínútu í stöðunni 1-0. Verkefni miðvarðanna hefði verið mun þægilegra í skyndisókninni ef Moreno hefði verið ögn svalari í ákvarðanatöku sinni. Á þessum tímapunkti átti liðið að halda boltanum og reyna að læsa þegar það tapaði honum. Menn læra væntanlega af þessu.

  Í skýrslunni stendur “…Mignolet sem var í einhverju hálf furðulegu úthlaupi”. Þetta gæti allt eins verið “…Mignolet sem var í einhverju furðulegu hálfúthlaupi”. SM er frábær á milli stanganna, en ekki má horfa framhjá öðrum veikleikum hans. Þeir eru til staðar og ekki litlir. Vonandi nær hann að bæta ákvarðanatöku sína og úthlaup, þá verður hann algjörlega fyrsta flokks markvörður. Umfram allt er hann okkar markvörður, svo ég hallmæli honum ekki frekar. Það er ekki okkar siður, sem betur fer.

  Manquillo gerði mjög vel með að pressa á markvörðinn í lokin. Án þess efforts hefðum við að öllum líkindum ekki unnið þennan leik. Það geta alltaf komið óvænt drop eða léleg touch, jafnvel hjá góðum knattspyrnumönnum. Hins vegar þarf ósérhlífni og dugnað til að nýta sér slík mistök. Fimmtíu slíkir sprettir skila kannski 2-3 mörkum, en þau 2-3 mörk koma ekki án sprettanna. Maður var bara orðinn svo spilltur af að sjá LS taka slíka spretti endalaust og ítrekað, jafnvel á 88. mínútu þegar 5-0 sigur blasti við.

  En úff, þvílíkur rússibani. Brendan Rodgers landar sigri í sínum fyrsta meistaradeildarleik. Ekki var sigurinn sannfærandi, en vá hvað hann gæti orðið mikilvægur. Fyrir fram var þetta líklega “augljósasti” þriggja stiga leikur riðilsins. Algjört must.

  Svo maður detti ekki í algjöran greiningardeildarham, er um að gera að gera hið eina rétta – fagna þessum sigri og gleðjast yfir því að Liverpool sé aftur komið í Meistaradeildina! Það geri ég svo sannarlega.

 56. Ráðaleysi einkennir enn þetta lið. Nýju mennirnir eru ekki að finna sig og liðið er í hæga gangi, kemmst ekki úr öðrum gír og farnir að gefa boltann aftur í vörn og á markvörð sem hægir á öllu. Vonandi fara menn að fatta hvað þeir eiga að gera. Eins og var gaman að sjá liðið á síðustu leiktíð en þetta bara hlýtur að far að smella samann og svo vantar auðvita Sturridge. Hraðinn og öryggið sem var á síðustu leiktíð er ekki nú til staðar og ef þetta verður svona áfram þá líst mér ekki á þetta.

 57. Hvernig er hægt að vera drulla yfir greyið Balotelli? Hann var mikið að finna samherja sína í einni snertingu, hann barðist einsog ljón, hann var alltaf með 2 menn á sér og fékk nákvæmlega enga hjálp frá liðsfélögum sínum (Coutinho og Lallana) Annars fannst mér Lovren mjög góður, Moreno og ekki síst Sterling sem reyndi alltaf að spila framm á við þegar hann fékk boltann. Svo megum við ekki gleyma því að þetta er deild þeirra bestu og þú ferð ekkert létt í gegnum neinn einasta leik, eða virkilega héldu menn það?

 58. Fyrir einhverjum arum keyptum vid Hendo, Downing, Adams og stora manninn med taglid, og gatum ekki rassgat. Nu kaupum vid helling af lelegum og midlungsmonnum og getum ekki rassgat. Lifid fer i hringi, og kannski verdum vid meistarar, vegna thess.

 59. Grísasigur er jafn mikilvægur og 5-0 sigur þannig að þetta er hið besta mál.

  Það er bara allt of mikið af nýjum leikmönnum í liðinu + að leikmenn fengu ekkert sumarfrí þannig að það er alveg skiljanlegt ef menn eru að spila hraunaðan fótbolta. ( samt alltaf helvíti pirrandi að horfa á slakan bolta )

  Ég hef trú á Lallana, held að hann verði svona Henderson og Allen týpa sem hleypur þindarlaus út um allt og maður tekur ekki eftir fyrr en hann vantar í liðið.

  Ég hef líka trú á Mignolet, finnst hann einfaldlega góður markvörður.

  Coutinho er eins og Luis Garcia algjör galdramaður og maður verður að hafa svoleiðis leikmenn þótt að þeir sóli stundum sjálfa sig.

  Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki Balotelli aðdáandi og verð bara algjörlega að treysta Brendan að hann viti hvað hann er að gera.

  Ég horfði á Arsenal samhliða Liverpool og ef það huggar einhvern þá voru þeir teknir í (Ludo) razzgatið.

 60. Sæl og blessuð.

  Allt er gott sem endar vel og ég hlusta ekki framar á Lúdó og Stefán án þess að rifja upp þessar dramatísku lokamínútur. Elsku drengurinn, ef hann hefði nú ekki skorað. Við værum allt sísonið að jafna okkur.

  En leikurinn bar þess merki að Lúdó voru í gírnum. Rétt stemmdir og stilltir, börðust um hvern bolta og fengu gulu spjöldin. Þetta tafði spilið og þar sem miðjan var óstabíl og sóknin lítt hreyfanleg þá var þetta einhvern veginn í pikklás lengst af. Lallana og Kútinjó eru með Downings-syndrómið. Spriklandi fram og aftur ekkert verður úr neinu, hvorki stoðsending né mark – ekki einu sinni skapandi spil. Vonandi fara þeir að jafna sig á þessu.

  Þykir orðið vænt um tröllið Baló. Fannst hann eiga ágætar rispur og sendi oft góðar sendingar. Klúðraði svolítið, en það gerði líka sá sem ekki má lengur nefna hér á spjallinu. Sjáið bara Sterling syrpuna á jútúb. Ótrúlegt hvað nafni gat skotið framhjá og látið verja frá sér. Sannir sóknarmenn taka áhættu og uppskera svo í lokin.

  Vörnin? Ég veit ekki með ykkur, en Sakhokippirnir fylgja mér í svefninn eftir svona leiki – ekki bara frammistaða þess dáðadrengs Sakho heldur allrar varnarinnar og markmannsins skjálfhenta. Þá var þetta úthlaup hans efni í kennslu fyrir 6. flokks efnispilta í markinu. Aldrei, aldrei, aldrei hlaupa svona út eins og vitleysingur þegar varnarmenn eru á hælunum á aðvífandi sóknarmanni. Já, vörnin var eins og við eigum að venjast henni.

  En þetta var leikur lærdóms og margt gagnlegt geta þeir tekið með sér á morgunfundinn, BR og þjálfaraflokkur hans. Kenna þessum strákum eitthvað nýtt. Við erum alltaf að læra. Lærdómstími ævin er!

 61. Úff !! Sigur er sigur er sigur….segja þjóðverjarnir víst….

  Gríðarlega mikilvægt að Super Maríó skoraði. Sáuð þið þegar þessi hundrað kíló hurfu af herðunum hans og hann var svo miklu léttari á eftir ?
  :O)

  Það verður spennandi að sjá hvað gerist í næsta leik….West Ham á laugardaginn…..

 62. Anskoti leist mér ekki vel á þetta ég segji nú bara ef að við höldum áfram svona þá náum við ekki topp 4 og komust ekki rassgat í CL, hvar er hungrið hvar er sóknarþunginn? allar okkar aðgerðir þungar og hægfara. Ég vil sjá breytingu og það strax.

 63. Segi eins og svo margir aðrir: sigur er sigur, 3 stig eru 3 stig.

  Nú ætla ég ekki að vera að velta mér mikið upp úr Suarez leysinu, hann er farinn og hans hefði hvort eð er ekkert notið við fram í lok október. Mig langar þó að minnast á eitt sem mér hefur alltaf fundist hann mjög góður í: að snúa baki í mark andstæðinganna, fá sendingu frá eigin vörn/miðju, og í staðinn fyrir að stoppa boltann og þurfa að taka snúning og spila honum svo áfram, þá lét hann boltann oft bara rúlla/skoppa fram hjá sér, sneri sér við og hljóp á eftir. Þetta var hreyfing sem virkaði glettilega oft, og virtist oftar en ekki koma varnarmönnum í opna skjöldu. Mér finnst að núverandi sóknarmenn mættu alveg æfa þetta aðeins, því þetta gerir það að verkum að flæðið fram á við verður oft mikið betra.

  Sjá t.d. í einu markana á móti Norwich í desember: http://youtu.be/R40_TDSmb70?t=3m43s

 64. Sá bara seinni hálfleikinn, var að skoða kop.is í hálfleik og ákvað að fylgjast sérstaklega með Coutinho í seinni hálfleik af því að allir voru að hrauna yfir hann hér inni. Þegar hann var tekinn útaf var hann ekki búinn að eiga EINA stoðsendingu sem rataði ekki á samherja. Tvö bestu færi liðsins í leiknum (þegar hann fór útaf) komu eftir stoðsendingu frá honum.

  Fylgdist með commentum hérna inni og finnst að langflestir sem hér kommenta skilji ekki “You NEVER walk alone” Ansi margir sem eru til að hoppa frá borði og blóta öllu og öllum þegar illa gengur. Styðjum liðið en hættum þessu stanslausa væli og neikvæðni.

  Mér fannst spilið vera nokkuð gott og flæðið í góðu lagi. Augljóslega vantar að bæta flæðið í leiknum og búa til meira af dauðafærum. En eins og máltækið segir æfingin skapar meistarann og það kemur með fleiri leikjum og betri samhæfingu. Man ekki betur en að ég hafi lesið það hér inni að lið undir stjórn BR hafi verulega betra vinningshlutfall í seinni umferðinni en í þeirri fyrri, sem gefur til kynna að æfingaprógrammið sé þannig uppbyggt að það skili sér í betri leik, betra flæði, betri sóknarleik og fleiri mörkum með tímanum.

 65. Merkilegt hvað menn eru duglegir að drulla yfir Sakho með hvað hann kemur boltanum illa frá sér. Hér er smá staðreynd búinn að spila 3 leiki á þessu tímabili og senda að meðaltali 69 sendingar i leik og með 92,3% heppnaðar.

 66. Í leiknum í gær og AV leiknum fékk ég bara flashback aftur til 2012 þegar BR var að byrja með Liverpool. Allt í hægagangi og ekkert gengur að opna varnirnar.
  Andstæðingarnir vita þetta og setja marga menn fyrir aftan bolta.
  Ég er ekki að gagnrýna Moreno og krossana hans í gær en tel það mikið áhyggjuefni hvað það virtist oft eina lausnin, því ekki viljum við detta einvörðungu í þann pakka.

  Borini með Balo í diamond í næsta leik takk!

 67. Þetta var engan veginn boðlegt. Hvað er að liðinu. Þetta er eins og léleg kvennaknattspyrna sem liðið er að spila. Voru heppnir að missa þetta ekki frá okkur. Vörn og markvarsla er þannig að maður verður að taka róandi fyrir hvern leik. Það hlýtur að vera hægt að fá markmann sem liðið treystir og einhvern sem getur stjórnað vörninni. Eru þessi kaup Rogers tók vitleysa???

  Kvíði fyrir næsta leik!!!!!!!!

 68. Magnús Ólafsson #78.

  Það sem er ekki boðlegt er að tala niður kvennaknattspyrnu. Erum komnir af steinöld fyrir þó nokkrum árum.

  Ég skal svara þér með kaup Rodgers eftir tímabilið. Það er ekki hægt að dæma Lallana eftir tvo leiki, Lazar eftir einn og hina eftir fjóra til fimm.

  Annars er ég spenntur fyrir næsta leik, eins og alla aðra leiki Liverpool. Annars myndi ég ekki hafa fyrir því að fylgjast með.

 69. Ég vil sjá Lambert eða Borini koma inn í byrjunarliðið í stað Coutinho í næsta leik. Frammistöður Coutinho á þessu tímabili eru með þeim verri sem ég hef séð hjá leikmanni í Liverpool treyjunni.

  En eitthvað jákvætt, það verður gaman að fylgjast með Alberto Moreno í vetur ef hann ætlar að fastar áætlunarferðir upp vinstri vænginn í allan vetur.

 70. *EYTT ÚT* – (Eyþór) ….var liðið léttspilandi og að klára fyrstu 4 leikina a siðasta timabili 5-0 ég er allavegna meira en sáttur við sigurinn og er i þessum töluðu orðum að stinga hátíðarhænunni inní ofninn ps vill ekki sja svona neikvæðis bull hérna inni það lætur manni kvíða fyrir ð koma hingað inn og gera alla þunglynda afsakið ef þetta fer fyrir brjóstið á nokkrum viðkvæmum hjörtum en þetta þarf að taka endi

  Innskot: Eyþór.

  Við skulum halda okkur við reglur síðunnar og vera kurteisir.

 71. sæl!

  Ég horfði nú á þennan leik og einhvern veginn finnst mér að ég hafi ekki horft á sama leik eins og þið. Mér fannst Liverpool liðið spila vel. Það var flæði í liðinu, kúturinn átti góðan leik Lallana spilaði virkilega vel og var óheppinn að skora ekki. Ég er sammála með Alberto hann er verulega góður og fékk vítið sem tryggði okkur sigur. Balotelli betri en í síðasta leik á móti Aston Villa. Hann er allur að koma til og skoraði. Einhverja hluta vegna voru Lallana og Cutino teknir út ( dettur í hug meiðsli og hvíld) og Borini og Lucas komu inná. Kannski eru þeir meiddir en Borini kom með ferskleika inn og hratt spil. Lucas er baráttujaxl og lokar á mótherja ekki gleyma því. Í raun hefði Liverpool átt að skora fleiri en eitt mark. munið þið eftir skalla Henderson? Gerrard var góður öruggur í vítaspyrnunni. Þeir breyttu um spilakerfi enda kallaði Rogers á Henderson og sagði honum að gera það. Einhvern veginn held ég að það sé alltaf fyriliðinn sem á að sjá um það en kannski misskilningur í mér. Svo áfram Liverpool í hvaða deild sem það er.

 72. Voðalega eru margaar skoðanir um það hver það var sem fiskaði vítið margir segja Borini , nr 83 segir að það hafi verið moreno en geta menn ekki seð það nuna sólarhring eftir leik að það var manquillo, finnst hann ekki hafa fengið nógu mikið hrós fyrir vinnusemina. Ég get lofað þvi að Glen johnson hefði ekki fengið þetta víti

 73. Þessi byrjun kemur ekki á óvart. Ný vörn og margt nýtt í öðrum stöðum. Ný 3 stig í nýrri keppni. Ég fagna.

  Það tekur tíma að slípa demant, slökum á og njótum. Við eigum eftir að tapa leikjum, þeim mun þó fara fækkandi og síðan verðum við óstöðvandi.

  Balotelli verður dýrkaður eftir nokkrar vikur, þessi drengur á eftir að koma á óvart. Latur og allt það jú, jú…hann á bara eftir að setja´nn oftar og oftar þá sest ryk á allt annað.

 74. Hvenær ætlum vid í guðs lifandi bænum ad bjóda í Julian nokkurn Draxler

 75. Það flotta við að hafa Balotelli frammi er að hann er einmitt maðurinn sem getur bjargað okkur þegar leikurinn er alveg að verða búinn. Hann er jafnískaldur að klára færi á 10 mínutu eða 90 mínutu. Svo er kóngurinn auðvitað öllu vanur þegar kemur að því að klára leiki á 90+ mínutu.

 76. Það stendur á official síðunni að uppselt sé á Westham – Liverpool um helgina. Veit einhver um miða til sölu?

 77. afsakið þráðránið….

  En veit einhver hvort fréttir þess efnis að suso sé til sölu???

  var að rekast á fréttir þess efnis að ac milan væri að fara kaupa hann í janúar og væri búið að samþykkja samning við þá???

  set ekki inn linka þar sem þetta er bara vangavelta frekar en concrete fullyrðing.

Liðið gegn Ludogorets

Meiðslafréttir – opinn þráður