Liverpool – Aston Villa 0-1

Brendan Rodgers stillti þessu svona upp í dag:

Mignolet

Manquillo – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Gerrard – Coutinho

Markovic – Balotelli – Lallana

Liverpool byrjaði leikinn með sex nýja leikmenn (7 með Lambert) og úr varð einn allra leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á. A.m.k. síðan við töpuðum fyrir Hull í desember 2013.

Liverpool sigraði Aston Villa síðast á Anfield í desember 2010 þegar N´gog, Maxi og Babel skoruðu mörkin. Svei mér þá, þeir hefðu ekki staðið sig betur í dag en þeir sem við stilltum upp í dag. Ekki nóg með að Aston Villa hafi verið okkur erfiðir síðustu ár heldur hafa þeir verið að spila frekar sannfærandi á Anfield. Við vorum heppnir að ná stigi í fyrra eftir að hafa lent 0-2 undir og hefðum átt að tapa stærra en 1-3 hérna í desember 2012.

Þrátt fyrir þetta allt var ég nokkuð bjartsýnn. Því Villa menn hafa spilað eins s.l. tvö ár. Strikerinn hengur á Gerrard og restin lokar öllum svæðum þar fyrir aftan. Sækja svo hratt á okkur ,pressa varnarmennina, loka sendingarleiðum og neyða Liverpool í Stoke bolta. Brendan hefur lausn á þessu.

Það hafði hann ekki, þvert á móti þá ákvað hann að þetta væri leikurinn til að hvíla Sterling (en ekki gegn Rassgat) og að það væri góð hugmynd að byrja leikinn með sex af þeim leikmönnum sem keyptir voru í sumar inná í einu. Sex. Ásamt því að skipta um kerfi, fara aftur í 4-2-3-1 án Sterling og Sturridge.

Auðvitað var að einhverju leyti snúið upp á hendurnar á honum með meiðslum Sturridge, Can og Allen en þá er engu að síður spurning hvort að það hefði ekki verið betra að a.m.k. halda kerfinu óbreyttu (tígul) og alls ekki velja þennan leik af öllum, fjóra leiki inn í tímabilið til að hvíla Sterling. Hvíldu hann frekar í CL og deildarbikarnum. Deildin er forgangsatriði og við erum langt frá því að vera öruggir með topp fjóra.

Leikurinn

Villa byrjaði mun betur og komust í raun verðskuldað yfir með skíta marki á 9 mínútu. Ég veit ekki alveg hvað Lovren var að gera, held að hann hafi verið að reyna að vera fyrstur til að fá treyjuna frá Senderos áður en aðrir yrðu á undan honum í leikslok. Hann leyfði Senderos að vera markmeginn við sig og að skalla tiltölulega átakalaust beint á Agbonlahor sem að skoraði af markteig. Vandræðilega lélegur varnarleikur og betur má ef duga skal. Lovren nú búinn að vera slakur (að mínu mati) í 2-3 leikjum af fjórum.

Aston Villa hefði átt að komast í 2-0, fyrst þegar Senderos var aleinn í miðjum teignum okkar en skallaði langt framhjá. Svo þegar hann skaut yfir af markteig eftir enn eina hornspyrnu Aston Villa manna.

Eftir þetta reyndu Aston Villa menn ekki mikið að sækja. Þeim tókst ekki að ná marki nr 2, þó það hefði alveg verið verðskuldað, og féllu því til baka og freistuðu þess að verjast á 9-10 mönnum og beita skyndisóknum. Maður hefði haldið að með þrjú hundruð flinka framliggjandi miðjumenn ættum við að geta brotið niður varnarmúr Aston Villa manna. Þetta var nú samansett af Cissokho, Senderos, Baker, Richardson, Cleverley og Hutton en ekki ungum John Terry, Kompany, Coleman og Mascherano. Nei nei. Við áttum ekki færi utan eitt stangarskot frá Coutinho sem í raun kom upp úr engu. Við áttum eitt skot á rammann. Eitt. Senderos, Hutton, Aly Cissokho.

Það er svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Það vantaði allan hraða, alla pressu, öll hlaup, vantaði beisiklí allt. Okkur gekk svo illa að finna miðju- og sóknarmenn okkar að þeir komu allir stutt til að fá boltann og reyna að komast inn í leikinn. Ef að sendingar á milli varnarmanna gæfu mörk hefðum við rúllað þessu upp, en það gerir það bara ekki. Það vantaði öll hlaup í svæði, eitthvað sem hefur verið aðalsmerki okkar með Sturridge, Sterling og Suarez. Það var enginn að spila á öxlinni á síðasta varnarmanni, allir komu stutt og enginn virtist hafa gæðin til þess að opna svæði sem er mikið áhyggjuefni.

Maður leiksins

Brendan Rodgers kolféll í dag. Ekki nóg með að hann hafi ekki átt neitt svar enn og aftur við stjörnuprýddu Villa liði sem spilaði eins og síðustu tvær heimsóknir á Anfield, nema þá nú án síns besta leikmanns (Benteke), heldur valdi hann að mínu mati vitlaust kerfi (hefði viljað halda mig við tígulmiðju og tvo á toppnum) og ranga leikmenn.

Leikmenn fá samt ekki frí-passa í dag því það voru svo margir nýir inná á sama tíma. Coutinho fær ás, og heldur því meðaleinkun sinni það sem af er tímabili í einum. Hann var flottur á undirbúningstímabilinu, en það var United líka. Eina góða sem ég get sagt um Lazar er að hann var amk ekki fyrir. Balotelli kom alltaf stutt og hékk of lengi á boltanum. Lovren átti markið og Sakho ber sig svo fáránlega þegar hann sendir boltann að hann hlýtur að vera lélegur.

Ég er að reyna að finna einhvern, en á í miklum erfiðleikum. Ég verð því bara að velja Paul Lambert, stjóra AV. Hann hefur gert Anfield að sínum heimavelli, vantar bara að hann skokki inná miðjan völl með Aston Villa fána og eigni sér svæðið að hætti Souness. Hann á mikið hrós skilið fyrir það hvernig lið hans hefur gjörsamlega yfirspilað Liverpool liðið síðustu 3 ár í þessum viðureignum.

Brendan Rodgers segir alltaf að það megi ekki fara of langt niður eftir tapleiki og ekki of hátt upp eftir sigurleiki. En það er erfitt að finna eitthvað jákvætt eftir leikinn í dag. Það er aftur á móti mikið áhyggjuefni að við skulum vera, að vissu leyti, bornir af 19 ára leikmanni og séum algjörlega háðir hinum helmingnum af SAS. Við erum engu að síður með betri árangur úr þessum fyrstu fjórum leikjum (+4) en i fyrra, það er það eitthvað…. er það ekki? Það verður engu að síður ekki horft framhjá því að við höfum spilað fjóra leiki það sem af er tímabili, þrír hafa verið mjög slakir.

Bottom lænið, Þetta er enginn heimsendir. Það er ekki allt ómögulegt og allir lélegir í dag, en frábærir í gær. Þetta var slæmur dagur á skrifstofunni, hjá eiginlega öllum sem að leiknum komu, innan vallar og utan. Næst tekur við Champions League á þriðjudaginn. Það er eitthvað til að hlakka til, en mikið setur þessi leikur í dag mikla pressu á okkur fyrir West Ham leikinn.

68 Comments

 1. Algjör hörmung frá fyrstu mínútu og allt til loka.

  Allt liðið fær falleinkunn og þá sér í lagi Brendan Rodgers sem var saltaður af Paul Lambert í dag.

  Þetta er bara pínlegt og skömmustulegt!

 2. Coutinho fær 0.3/10 í einkunn. Líklega með þeim allra verstu frammistöðum sem Ég hef séð á þessu Level-i.

 3. Hann Brendan virðist ekki geta náð að máta þjálfara aston villa. Hann hefur lausn við spilamennsku okkar. Ég er samt vongóður að við eigum eftir að fara illa með ansi mörg lið í vetur.Gefum þessu smá tíma til að smella saman. Annars geta öll lið unnið hvort annað í þessari deild.

 4. Þetta gekk í dag.
  Það sem mátti ekki gerast gerðist. Við fengum á okkur mark snemma leiks og því alveg óþarfi fyrir Aston Villa að fara mikið yfir miðju það sem eftir lifði leiks.

  Mér fannst Liverpool liðið full þolimóðir í þessum leik. Boltinn gekk hægt og var auðvelt fyrir Aston Villa með 11 menn í vörn að loka svæðum.
  Það var engin hjá Liverpool að spila rosalega vel en ég vona að Rodger læri manna mest á þessu.
  Númer 1 Ef Sterling er heill þá spilar þú honum, það má svo taka hann útaf ef hann er orðinn þreyttur. Sterling er einfaldlega einn af bestu leikmönum á Englandi og ungur að árum svo að hann á að þola eitthvað álag. Frekar að hvíla hann í meistaradeildinni.

  Ég vona samt að liverpool fari vel yfir þennan leik því að lið munu nákvæmlega spila svona gegn okkur þangað til að við lærum að opna varnir.

  Jæja þá er það bara næsti leikur og er helvíti gott að það er stutt í hann.

 5. Sælir félagar

  Hvílík vonbrigði sem frammistaða leikmanna LFC var í þessum leik. Hvílíkt hugmyndaleysi, lufsugangur, skortur á framtaki, skortur á hraða og vilja sem liðið sýndi. BR var líka mikil vonbrigði því hann átti engin svör og engar hugmyndir frekar en leikmenn inni á vellinum.

  Það er ekkert sem afsakar þessa frammistöðu. Enginn leikmaður virtist geta stigið upp og tekið af skarið. Enginn virtist nenna að leggja á sig þetta auka sem þarf til að vinna svona leiki. Frammistaða einstakra leikmanna er með þeim hætti að best er að tjá sig sem minnst um það. Þó er mér óskiljanlegt af hveru Cautinio var allan leikinn inni á vellinum. Hann átti varla sendingu á samherja og lausnir hafði hann engar frekar en raunar allt liðið. Alveg frá bekknum að aftasta manni var hugmyndaleysið algert.

  Mér finnst þessi frammistaða til skammar og mikið áhyggjuefni hve hugmyndasnauðir og hægfara menn voru og BR bætti þar engu við. Sem sagt vægast sagt lélegt á allan hátt.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 6. SKELFILEGT, SKELFILEGT, SKELFILEGT. Hvers vegna í ósköpunum mæta menn svona á hælunum, andlausir og algerlega á hælunum í svona verkefni?

 7. Til háboruinnar skammar og ekki boðlegt. Er það þetta sem við Púllarar eigum von á í vetur. Nú sjáum við hversu frábær knattspyrnu maður Suarez er!!!!!!!!!!!!!!

  Balotelli er ekki Suarez og langt því frá. Bara latur!!!!!!!!!

 8. Sælir Félagar, óhætt að segja að okkar menn séu komnir rækilega á jörðinna. Einfald var þetta í byrjunarliðinu voru heilir 6 nýjir leikmenn frá síðasta vetur 3 í vörninni. 3 í sókninni. útkoman nátturlega eftir því. fyrri hálfleikur einkenntist að línurnar(vörn-miðja-sókn) voru ekki að tengja nógu vel saman. og Mjög lítið um færi,
  í seinni var ekki mikið betra að frétta. jú eitt skot í stöng. Enn annars ákaflega róleg vakt hjá Guzan á Anfield. Ég geri stóra kröfu þegar Liverpool spilar á Anfield að þeir vinni þessa leiki. Erfitt að fara velja einhvern besta leikmann úr þessum leik, Heilt yfir mjög döpur frammistaða hjá okkar mönnum þegar Astona Villa spilaði þetta eins og þeir ættu þennan Anfield að heimavelli! Held að allir átti sig núna á því hvað Sturridge er mikilvægur upp á sóknarleik liðsins. Balotelli-Sturridge eru svart og hvítt. Balo fastur fyrir og vil fá boltan í lappirnar og gera eitthvað þegar allir eru komnir í hann, Sturridge er alltaf líklegur til að hlaupa eftir Tough ball og nýtta hraða sinn
  til að koma varnarmönnum í opna skjöldu. Þessi leikur tapaðist vegna meiðsla lykilmanna og 6 nýjir leikmenn í 4 leik liðsins á tímabilinnu er alltaf að fara taka sinn toll.

  Það hefur oft verið sagt að það sé léttara að láta marga nýja leikmenn spila vörninnaenn þegar kemur að sóknarleiknum þá tekur það margra mánaða æfingu. í dag sást að Liverpool á LANGT Í LAND. Við vorum Spoiled í fyrra með Suarez og Co… í dag ætla ég leyfa mér að dreyma um 4 sætið.. Þið getið kallað mig Svartsýnan enn þegar vantar 3 besta leikmann heimsins og bestu 9 í þetta lið þá vantar mikið. Ágætt að fá svona í 4 leik og átta sig á því að 4 sætið verður töluvert erfiðara enn þetta 2 sætið í fyrra.

 9. Liverpool byrjaði með sex leikmenn inná sem voru keyptir í sumar og notuðu tvo varamenn sem spiluðu heldur ekkert með Liverpool í fyrra. Það sást fannst mér og sóknarleikurinn mjög hugmyndasnauður á köflum.

  Þetta ógeðslega mark sem við fengum á okkur var síðan það allra versta sem gat gerst því að Villa pakkaði bara í vörn eftir þetta og skaut aldrei aftur á markið. Vörnin er alls ekki nægjanlega vel smurð og það er að kosta okkur mjög illa. Mignolet finnst mér síðan gríðarlega ósannfærandi og á alls ekki teiginn. Villa vann alla skallabolta í báðum vítateigum.

  Skil ekki afhverju Rodgers breytti um taktík og spilaði ekki áfram með demantsmiðju sem gekk svo vel í síðasta leik. 4-2-3-1 er að henta Gerrard mjög illa finnst mér og Henderson virkar mun aftar í þessu kerfi. Þetta gerir ekkert þegar Coutinho á svo off dag eins og hann hefur átt í öllum leikjum tímabilsins til þessa.

  Sturridge og Sterling var mjög illa saknað í dag og sóknarleikurinn United-legur. Aston Villa gerði svosem vel en bæði Senderos og Hutton áttu að fjúka af velli snemma í leiknum.

  Þetta eru hræðileg þrjú töpuð stig.

 10. Sæl og blessuð.

  Sá seinni hálfleik og var eins og aðrir hvumsa yfir andleysi og kjarkleysi okkar manna. Ekkert plan í gangi og allir pikkstopp þegar boltinn var á ferðinni fyrir utan teig. Engin hreyfing á teigbúum en þá er ekki annað í boði en að senda háar sendingar inn, eða reyna skot utan af velli. Þegar nýliðar höfðu svo boltann þá misstu þeir þetta allt úr fótum sér. Gáfu í stað þess að skjóta, skutu í stað þess að gefa og duttu í stað þess að standa.

  Verð viðskotaillur þegar ég þarf að horfa upp á svona lagað.

  Skil ekki hvað er að gerast með Lambert. Hann hafði alla burði til að snúa leiknum okkur í vil. Fékk hann í upplögðu færi og gat bæði skotið eða gefið en boltinn rann einhvern veginn frá honum. Kútinjó hafði þó rænu á því að skjóta í stöng og var það til marks um andleysið í liðinu að Sterling nýtti ekki frákastið. Moreno sá ég svo að átti fyrirgjöf þegar hann átti að klína honum í netið, rétt fyrir utan vítateig. Borini ráðgátan er svo ekki að ganga upp í huga mér. Af hverju erum við ekki bara ennþá með Aspas? Þeir eru báðir jafn linir.

  Þarna vantaði okkur snilligáfu, óþreytandi greddu og leiðtogasýn. Ekkert af þessu var í boði, þessi þrjú kortér sem ég asnaðist til að horfa á leikinn. Ætla ekki að minnast orði á nafna. Þetta er spurning um upplegg í liðinu. Þjálfarinn á að kalla þessa eiginleika fram í mönnunum.

  Sem betur fer þarf ekki að bíða mjög lengi eftir næsta leik. Ég TREYSTI því að við fáum eitthvað annað þá.

 11. Úfff. Eftir flottan leik gegn Tottenham, er ég virkilega vonsvikin með allt liðið og spilamennskuna í dag. Það vantaði allt sem liðið sýndi á síðasta tímabili ákefð og hungur til að klára þennan leik. Leikurinn einkenndist af hugmyndaleysi og meðalmennsku.

  Það á að vera nægileg breidd til að takast á við meiðsli Sturridge. Í dag saknaði ég líka Skrtel – sem hefur verið að skora skalla mörk, en það gerðist nákvæmlega ekki neitt hjá Liverpool í dag – hvorki í uppspili né föstum leik atriðum. Satt best að segja var ekki heldur neitt sem gaf manni von um að Liverpool myndi skora, nema smá vonarglæta þegar Sterling var loksins skipt inn á.

  Vonandi verður þetta leikurinn sem við minnumst sem versta frammistaða Liverpool í deildinni, þegar við rifjum upp tímabilið eftir 8 mánuði.

  Menn verða taka sig saman í andlitinu, hysja upp um sig stuttbuxurnar og mæta beittari til leiks á þriðjudaginn.

  YNWA!

 12. Sumarkaupin hjá móra eru búin að skila haug af mörkum og haug af stoðsendingum, sumarkaupin hjá okkur hafa skilað meiðslum, aðeins fleiri meiðslum og svo slatta af meiðslum líka! Sem betur fer er þetta bara leikur nr 4 hjá okkar mönnum þannig að það er hægt að fela sig á bakvið þá staðreynd að menn eigi eftir að slípa sig saman og verða betri með tímanum. Væri samt alveg fínt að hafa keypt mann sem væri kominn með 6 stoðsendingar, og annan sem er valinn leikmaður mánaðarins með fleiri mörk skoruð en flest lið eru búin að skora í heild!!

 13. Veit ekki hvað gerðist eiginlega í commentinnu mínu Biðst afsökunar á því :S nýtt stýrikerfi í tölvunni og allskonar rugl í gangi hjá mér :S Babu er 100% samála sem þú sagðir. Lúðvík er með puttanna rétt stillta 😀

 14. Það er áhyggjuefni þegar leikmenn virðast ekki vera mótiveraðir á heimavelli. Andleysi og úrræðaleysi sem má bara vera í þetta eina skipti ef við ætlum að vera við toppinn. Tekst BR ekki að peppa menn upp? Allavega vantaði ekkert upp á þessi atriði hjá Paul Lambert og hans mönnum. PL er því miður búinn að skáka BR einum of oft.

 15. Eins og Babu segir fullt af nýjum mönnum og tekur örugglega smá tíma að hrista saman liðið, en það er skelfilegt að einoga boltan allan seinni hálfleik án þess að svo mikið sem skapa sér eitt dauða færi skelfilega hugmynda snauðir hangandi með boltan en höfðu bara ekki hugmynd um hvað gera ætti við hann.

 16. Það er ekkert sem afsakar þessi úrslit. Aston Villa vann þennan leik strax à fyrstu mínútu með “Roy Keane” hugarfari og jarðaði Lpool algjörlega. Flott hjá þeim!

  Það er akkúrat ekkert jàkvætt við þennan leik nema það að okkur voru leyfðar þrjàr skiptingar. Ef okkur hefðu verið leyfðar 11 skiptingar þà hefði það engu breytt. Ömurleg frammistaða og Liverpool mà fara að athuga sinn gang ef það ætlar að enda í topp 5.

 17. Sæll öll,

  Cautinho og Henderson fengu fall einkunn í dag. Þegar S.Gerrard er dekkaður úr úr leiknum, líkt og raunin varð í dag, verða!!!! aðrir miðjumenn að stíga upp. Af hverju ekki prufa, í þessari stöðu, skipta Gerrard út? Drullu skita og okkur fer aftur miðað við þennan í fyrra. AVL núlluðu okkur algjörlega úr. Það á ekki láta CL trufla okkur, það er mikilvægara að komast í CL að ári en að komast langt í þeirri keppni í ár.

 18. Skita hjá Rodgers að kippa Sterling út akkúrat í þessum leik. Vorum með alltof marga sem voru að spila saman í fyrsta skipti. Það er nógu djöfulli erfitt að vera án Sturridge en þá er líka óþarfi að taka Sterling út.

 19. Leikmenn sem eru ekki nógu góðir til að spila fyrir Liverpool:

  Borini
  Lambert
  Toure
  Lucas

  Leikmenn sem eru alveg að detta í það að vera ekki nógu góðir til að spila fyrir Liverpool:

  Johnson
  Gerrard
  Mignolet

  Ekki misskilja mig. Þetta eru allt fínir leikmenn en þegar við erum að keppa við lið eins og City, Chelsea, Arsenal og það má alveg henda Utd í þenna pakka eftir gluggan þá eru þessir leikmenn undir pari!

  Að lokum þá skil ég ekki einn hlut. Leikmaður sem var komin í æfingatreyju inn bekk á Merseyside í læknisskoðun er ekki meira vanheill en það að hann skoraði fyrir Chelsea í dag. Í stað þess að geta átt þann kost að setja Remy inn á í svona leik kemur Ricky Lambert inn á. Guð minn góður!

  Well þá er þetta frá. Vonandi kemur meiri rythmi á liðið þegar nýir menn komast í gang og í takt við leikkerfið. Spáði alltaf brösulegri byrjun.

 20. Já, gleymdi einu. Ég legg það til að betri markmaður verði keyptur.

 21. Ósammála Babu, Villa áttu tvö mjög góð færi eftir að þeir skoruðu og ekki Henderson að þakka að Senderos kom þeim ekki í 2-0…

 22. Þessi frammistaða gríðarleg vonbrigði, enginn kraftur, enginn karakter, enginn pressa, engin gæði, nýju mennirnir ferlegir allir saman og eftir allt sanngjarnt tap fyrir lélegu Aston Villa liði. Lið spilaði afleitlega gegn Southampton, sæmilegan fyrri hálfleik en slakan seinni gegn City, góðan leik gegn Spurs en ömurlegan leik í dag. Mér finnst glitta í það að liðið verðið ekki nálægt því eins öflugt og í fyrra…

 23. Veit við töpum leikjum en að tapa leik ùt af andleysi og àhugaleysi er ömurlegt ????

 24. Það kemur alltaf einn og einn svona leikur. Er bara spark í rassinn. 34 leikir eftir.

 25. Hættidi nu ad drulla yfir lidid!
  Eftir næstu helgi, tegar liverpool vinnur leikinn örugglega verdidi a allt odru mali.
  I leiknum voru 6 nyir leikmenn sem turfa ad spildst saman. Brendan vard ad skifta stort i lidinu til tess ad fa alla leikmenn almennilega i gáng og ad leikmenn brenni ekki ut. Lid eins og City og Chelsea hafa haft og eiga eftir ad hafa – one of those days. To verdur ekki tekid af leikmonnunum ad treir skitu i buksurnar i dag. Positives eru ad allir leikmenn hafa fengid leiki, teir eiga eftir ad få skammir fra Rodgers og orugglega ega taka sig saman i andlitinu tar sem ad samkeppnin er mikil um stodur!
  Sorglegur leikur, vona ad lovren og sacho (sem mer finnst framtidin i vorninni) eigi eftir ad hætta ad gera mistok, en gott ad allir leikmenn eru byrjadir ad spila. Aston Villa godir i dag eins og teir hafa verid i byrjun PL

 26. Þetta var lélegt frá fyrsta til síðasta manns. Voru menn með hugann við fyrsta CL leik á Anfield í langan tíma?

 27. Eg hugsaði allan seinni halleikinn hvar er suarez !!!

  Ömurlega lélegir i þessum leik. Eg var uti a sjo og sa ekki fyrstu 3 leikina, vona að liðið hafi ekki verið svona lélegt i þeim. Ef þetta er það sem koma skal þa verður ekki raunhæft að na 4 sætinu…

 28. Menn tala um hvað hinir og þessir eru lélegir sem ég get verið sammála í sumum tilfellum en Brendan og Henderson voru án efa lang slökustu mennirnir í dag. Alveg ótrúlegt hvað margir horfa á Henderson sem einhvern guð og jafnvel framtíðar fyrirliða. Hann er ekki yfir gagrýni hafin minni ykkur á það.

 29. Fannst Henderson einmitt einna skástur í liðinu í dag.
  Gerrard er bara orðinn gamalmenni og hann á ekki heima í byrjunarliðinu lengur.
  Marcovich leit ágætlega út en soldið viltur.
  Couthinho er klárlega áhyggjuefni, hann er maður sem á að geta haldið spilinu uppi og verið maður leiksins en er að eiga afleidda leiki í upphafi móts.
  Vörnin…..
  Mingnolet…. er Jones bara ekki betri, án gríns?

 30. Leiksskýrslan er komin inn.

  Eina sem kætir mig í dag er umræðan um að Lucas og Johnson séu ekki í Liverpool klassa þrátt fyrir að hafa ekki spilað í dag, ótrúlegt.

  Sem og gagnrýnin á Mignolet. Menn ættu frekar að skoða þessar 20 milljónir sem við hentum í Lovren áður en þeir benda á manninn á línunni ef þeir vilja á annað borð vera að skoða einstaka leikmenn.

 31. Deildin er forgangsatriði og við erum langt frá því að vera öruggir með topp fjóra. Mer finnst athyglisvert að þu skulir taka fram að það se forgangsatriði að na að minnsta kosti 4 sætinu, einsog þið poolarar hafið oft gert grin að 4 sætisbikarnum hans Wengers 🙂

 32. Bergur Thor:

  Finnst þér í alvöru athyglisvert að topp fjórir skuli vera lágmarkið og forgangsatriði áður en menn fara að huga að árangri í bikar og/eða CL? Það er munur á því að finnast topp 4 vera forgangsatriði eða fagna því inná vellinum eins og að vinna titlinn sjálfan.

 33. Leiðist að vera þessi neikvæði en málið hérna er svo sára sára einfalt. Liðið okkar sem endar í fyrra númer 2 og er hársbreidd frá titlinum selur sinn besta mann og kaupa inn 6-7 “meðal” menn sem reyndar hafa allan séns á verða stjörnur. Á meðan kaupir liðið sem var númer 3 Fabregas og Costa.
  Wtf

  Vissulega er stutt liðið á tímabilið en við getum ekki stungið höfðinu í sandinn yfir því að þessi “world class” gæði er ekki að finna í liðinu sem stendur. .nema jú hjá 19ara pjakk og manni sem missir að jafnan 1/4 af hverju tímabili nánast.

  Balotelli. Sögðu allir aðrir sóknarmenn Nei við okkur? 17m. ….. latur. …latur. ..

  Hvað með Remy? Nógu góður fyrir Chelsea en ekki okkur.

  Bottom line. Kaup Liverpool eru vægast sagt undarleg. Mig langar að éta hatt minn eftir einhverja mánuði þegar Lallana, Balotelli eða jafnvel Markovic eru að verða með betri leikmönnum PL. Efa það. Fabregas er sem dæmi einn sá besti, prooven player. Hvaða prooven leikmann keyptum við?

  Grautfúll, langt frá því að vera bjartsýnn.

 34. Staðreyndin er sú að án Suarez er Liverpool bara miðlungslið! Þetta er staðreynd sem á eftir að koma betur í ljós þegar líður á tímabilið.
  Við erum í sömu stöðu og þegar Tottenham seldi Bale, það var stokkið til og nýjir leikmenn keyptir í kippum og lítið kom úr því hjá Tottenham og mig grunar að Liverpool sé í sama pakkanum.
  Þessi kaup á Balotelli voru áhætta sem ekkert hefur komið út enþá en það er von enþá.
  Að sjá þetta andleysi í leiknum í dag vekur upp miklar áhyggjum hjá mér og öðrum, nú sjá önnur lið að þarna er komin uppskrift að stoppa Liverpool og önnur lið eiga örugglega eftir að nota þessa aðferð því að Liverpool hafði engin svör við þessu í dag.

 35. Svona svona…anda inn…anda út…endurtaka svo eftir þörfum.

  Ef við erum fúl með þetta þá er ég 100% á því að leikmenn og þjálfarar eru það líka og munu finna út hvað var að og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Reynum nú að horfa á þetta með smá víðsýni en ekki bara í smásjánni.
  Pirrandi leikur já og margir engan veginn að spila eftir normal getu en núna er þetta búið.

  Núna verður leikurinn rýndur og fundið hvað klikkaði og svo verður farið með þessa reynslu í næsta deildarleik og vonandi eru þá til einhver svör eða taktík…í versta falli getur Brenda sagt; “Muniði Villa leikinn strákar? Enga svona skitu aftur!”

 36. hræðilegt og maður getur varla séð mikið ljós eftir svona daga.

  Það sem verður að hafa í huga er það að liverpool keypti 9 leikmenn í sumar (minnir mig). Slíkt ruglar allan rythma í hópnum og því miður þá er ennþá svolítið í það að menn fari að synka sig saman.

  Mörg þessara nafna eru í kringum 20 ára aldurinn….líklegast til þess að toppa á sama tíma og Sterling 🙂 segi svona.

  En þetta er einfaldlega staðan, við erum með lið sem því miður þarf lengri tíma til að ná saman og það þarf vissulega að spila mörgum mönnum til þess að koma þeim í gang.

  Það er samt engin afsökun að tapa á móti AV á heimavelli og það er gríðarlegt áhyggjuefni að liðið skuli vera búið að vera lélegt í 3/4 fyrstu leikjunum. Deildin er það jöfn að það er lítið svigrúm til þess að spila sig í gang.

 37. Algjörlega skelfilegur leikur í dag hjá Liverpool. Verðskuldaður sigur hjá Aston Villa í enn eitt skiptið á Anfield. Þetta fer að verða þreytt, þessi frammistaða Liverpool gegn Villa á Anfield.

  Ég er sammála öllum þeim sem sem benda mönnum á að halda ró sinni. Þetta var bara einn leikur, deildin var rétt að byrja. Mancity tapaði heima fyrir Stoke um daginn. Þetta var mjög líklega bara “einn af þessum dögum”. Enginn ástæða til að tapa sér. Það er mikið af nýjum leikmönnum í hópnum hjá Liverpool og viðbúið að það taki þá tíma að stilla sig saman. Það er alls engin ástæða til að panikka og byrja að drulla yfir einstaka leikmenn.

  Stuðningsmenn Liverpool voru þó enn og aftur í dag minntir á stórt ongoing vandamál í stjóratíð Brendan Rodgers, varnarleik Liverpool. Þetta er fyrir langa löngu hætt að vera boðlegt. Okkar menn líta út eins og trúðar þegar kemur að því að verjast. Stundum þegar illa gengur, þá henda stuðningsmenn margra liða fram setningum í gríni eins og ” það er nóg fyrir andstæðinginn að fara fram fyrir miðju til að skora” eða “það er nóg fyrir andstæðinginn að hitta rammann einu sinni allan leikinn til að skora”, en staðreyndin er sú að þetta er mjög nálægt veruleikanum þegar kemur að Liverpool.

  Þegar Brendan Rodgers tók við Liverpool þá samanstóð aðalvarnarlína Liverpool af þeim Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger og Jose Enrique. Þessir varnarmenn mynduðu eina sterkustu vörnina í PL tímabilið 2011-2012 undir stjórn Kenny Dalglish þar sem aðeins 2 lið fengu á sig færri mörk. Þegar Rodgers tók við þá byrjuðu þessi sömu menn að líta út eins og þeir væru drukknir á vellinum og gáfu mörk á færibandi. Rodgers virtist álíta sem svo að þetta væri þeim sjálfum að kenna, og byrjaði að eyða miklum fjárhæðum í að skipta þeim út. Akkúrat núna virðist vera að það skipti nákvæmlega ENGU máli hversu miklum peningum Rodgers eyðir í vörnina hjá sér, staðan er óbreytt.

  Þarf Brendan Rodgers að ráða til sín sérstakan varnarþjálfara?

 38. Eyþór 42, eg fagna þvi ekkert serstaklega að na 4 sæti, það er hins vegar mjog mikilvægt, eg hef skilning a þvi að lið fagni þvi að na 4 sæti i staðinn fyrir 5, enda þessi 5 siðastliðin ár hafa poolarar varla talað um annað en að na 4 og komast i meistaradeildina.

 39. Bergur Thor:

  Hvert ertu að fara með þetta? Þér finnst athyglisvert að okkur (víst þú vilt setja alla poolara undir sama hatt) finnist CL vera must og algjört lágmark. En ert svo sammála í #48 að það sé mikilvægt.

  Svo ertu hissa á því að klúbbur utan CL setji stefnuna á að ná í CL. Ókey….

 40. Það var ekki 1 Beinskeyttur Leikmaður sem byrjaði inná hjá okkur. Við seldum Suarez, Sturridge Meiddur og Hvíldum Sterling. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að Menn báðu um nöfn eins og Marco Reus í Sumar. Við þurfum miklu fleiri Leikmenn sem geta tekið Menn á, eða Sprengt upp Varnir Andstæðingsins með Hraða sínum, Eða bara skotið á Markið.

  Lallana var okkar helsta ógn í Byrjun seinni hálfleiks og okkar eina “Beinskeyttasta Vopn” Frammávið, Og viti Menn, hann var tekinn útaf. Mjög slök Skipting þar á ferð.

  Einnig er það alveg ljóst að Coutinho þarf að fara hugsa sinn gang. Hann er Andstæðann við að vera Beinskeyttur og Hitti varla á Samherja í öllum leiknum. Gat ekki ógnað af neinu viti og Hann gerði einhvernveginn allt rangt í dag.

  Svo má þess geta, að allir okkar Hröðustu og Mest Direct Leikmenn á síðasta Tímabili Byrjuðu ekki í Dag. Við vorum alltaf að senda boltann tilbaka, og til hliðar og gátum ekki úthlutað Boltanum á neinn sem tók við Keflinu og ýtti okkur upp völlinn. Það hefði verið kjörið að vera með Jordon Ibe á bekknum í þessum Leik, eða jafnvel í Byrjunarliðinu. En er Hann ekki á Láni einhversstaðar annars staðar? Rodgers er ekki alveg að sannfæra Mig í byrjun leiktíðar, og Ég held að þetta Tap skrifist aðallega á Hann.

  West Ham í Næsta Leik og ef við Vinnum þann leik ekki, þá erum við í Djúpum ****.

 41. Get ekki gefið nýju mönnunum eitthvað + og er ekki par sáttur við þá en þeir eiga væntanlega eftir að komast í gang. Annað var það nú ekki.

 42. Það sem ég hef séð af þessu tímabili sem og undirbúningstímabili tel ég þessa uppstillingu vera okkar sterkasta byrjunarlið. Af því gefnu að allir séu heilir:

  Mignolet (vonandi kemur Valdez hér inn)

  Manquillo – Skrtel – Sakho – Moreno

  Can
  Sterling – Henderson-Lallana
  Sturridge – Balotelli

  Gef Balo aðeins meiri tíma en Allen eða Markovic gætu jafnvel byrjað í stað hans líka.

 43. Sé mest eftir því að hafa ekki lagt $10 undir á AV með stuðulinn 11.5

  Var kolsvartsýnn fyrir þennann leik en hafði ekki pungin í að leggja undir gegn mínum mönnum, hefði betur gert það til að jinxa sjálfan mig.

 44. Sælir félagar

  Það er þrennt sem veldur mér (sérstökum) áhyggjum eftir þennan leik.

  Í fyrsta lagi uppstilling BR á liðinu, að breyta því sem skilaði árangri í síðasta leik (þe. umfram það sem meiðsli gerðu nauðsynlegt). Eðlilegt hefði verið að halda sama skipulagi og nota auðvitað besta manninn sem völ er á þegar DS er meiddur.

  Í öðru lagi að ekkert plan B er til staðar og þó er Lambert búinn að taka BR í ósmurt áður og ætti það að vera honum minnisstætt. Þar af leiðir átti hann að vera tilbúinn með skipulag til að takast á við stöðuna þegar liðið lenti undir.

  Í þriðja lagi er það mótivering liðsins fyrir leik. Menn mættu ekki í leikinn í upphafi og margir mættu aldrei allan leikinn og voru meira og minna fjarverandi í andanum þó skrokkurinn væri á staðnum. Það hefði í það minnsta mátt að setja hárblásarann í gang í leikhléi.

  Að mótivering liðsins væri ekki í lagi kom svo endanlega í ljós í seinni hálfleik þar sem sama letilullið hélt áfram, endalausar þversendingar á eigin vallarhelmingi og ef menn villtust fram fyrir miðju var eina viðbragðið að senda til baka á miðverði og aftasta miðjumann.

  Því spyr ég: Hvar er þessi hraði sem við höfum verið að tala um að liðið búi yfir? Hvar er áræðið og árásargirnin sem ungir og graðir leikmenn eiga að hafa. Hvar eru hugmyndir hraði og styrkur til að bregðast við svona aðstæðum eins og komu upp eftir að Villa skoraði markið. Hvar eru hugmyndir og lausnir stjórans sem við lofum í hástert eftir Tottenham leikinn og aðra álíka leiki – vel að merkja á síðustu leiktíð. Ég bara spyr.

  Vert er að minna á að við vorum á síðustu leiktíð með leikmann í framlínunni sem vann leiki uppá sitt einsdæmi nánast, sem bjó til nýjar aðstæður og sóknarleiðir mann sem breytti leikjum. Sá var inni á vellinum þannig að á hliðarlínunni var ekki þörf fyrir þá hugsun. Hana vantar sárlega núna og ég kalla eftir henni. BR verður að gera svo vel og stíga upp og taka ábyrgð á niðurstöðu þessa leiks og ganga þannig frá honum að þetta nákvæmlega gerist ekki aftur.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 45. Væri til í að sjá þetta Byrjunarlið í Næsta leik í deildinni (Ef við tökum það að allir séu heilir nema Sturridge.

  Mignolet
  Flanagan-Skrtel-Sakho-Moreno
  Gerrard
  Henderson-Allen
  Lallana
  Balotelli-Sterling

  Þetta í tígulmiðjunni okkar, og með Suso, Can, Lambert/Borini ferska á bekknum til að koma inná. Ég veit að það eru ekkert allir hrifnir af Joe Allen hérna, en Mér þykir Hann einn af Vanmetnari Leikmönnum deildarinnar, Ég er opinberlega að hoppa á Team Allen vagninn.

 46. Ég vil nú ekki vera alveg svona svartsýnn eftir þennan leik eins og flestir. Við fengum á okkur klaufalegt mark, það gerist og mun gerast aftur. Við þetta mark lendum við í því að þurfa sækja á lið sem veit hvernig á að pakka í vörn, að pakka í vörn er ekkert flókið. En málið snérist í 80 mínútur um að komast framhjá þeirri vörn. Það skiptir dáldið miklu máli í þessu samhengi að við vorum með 6+2 nýja leikmenn í liðinu sem eru ekki orðnir vanir að spila saman eins og sást. Lazar, Balo og Lallana hafa ekkert leikið saman, og þá má auðvitað bæta því við að Henderson, Cautinho og Gerrard eru ekkert vanir þessum þrem frammi heldur. Þegar Moreno og Manquillo koma svo upp kanntana þá eru fremstu fimm leikmenn sem þekkja ekkert á hvorn annan. Það getur því verið flóknara að brjóta múrinn þegar þú þekkir ekki þína samherja nógu vel, hvaða hlaup þeir taka, hvaða hlaup þeir ætlast til af þér og hvernig þú vilt fá boltann, í fætur eða fyrir framan þig. Það mætti segja að það sé ekki búið að búa til lið úr þeim, eða að þeir séu ekki orðnir “hluti” af liðinu ennþá.

  Það sást alveg fljótt að það var aldrei að fara vera auðvelt fyrir Cautinho að gera mikið í þessum leik. Hann þurfti að koma langt niður til að ná í boltann því varnarmennirnir áttu erfitt með að finna hann ofar á vellinum. Cautinho vill fá boltann í svæðinu til þess svo að geta átt úrslita sendinguna en þegar hann fékk hann loks nær teignum stóðu 9 varnarmenn Villa fyrir framan hann.

  Vonandi læra menn samt inná hvorn annan mjög fljótlega og fara að hala inn stigum. Sá samt hér að ofan að einhverjum þætti Balotelli latur. Ég hef aldrei séð hann hlaupa svona mikið og hann var mjög duglegur að mínu mati. Senderos hefði átt að vera kominn með rautt snemma leiks af því að hann nennti ekki að elta þann “lata”.

 47. Heilt yfir var þetta afar slakur leikur.

  Eins og áður hefur komið fram er hægt að benda fingri á Rodgers sem að gerði sér líklega ekki auðveldara fyrir með því að leggja þetta upp eins og hann gerði. Það eru meiðsli í hópnum og leikmenn eins og Allen og Sturridge sem byrjuðu leiktíðina afar vel og eru mikilvægir hlekkir eru meiddir, sem og Skrtel og Sterling greinilega eitthvað þreyttur (eða fyrirbyggt þreytu). Anyway, nokkur skörð í hópnum og það þarf að nota breiddina. Það er bara alls ekkert að því.

  Þegar ég sá byrjunarliðið þá leit þetta afar vel út fyrir mér. Balotelli, Markovic og Lallana í fremstu víglínu með Coutinho, Henderson og Gerrard fyrir aftan sig. Þetta var, og er, mjög spennandi hópur leikmanna. Þeir virtust ekki smella alveg nægilega vel saman alltaf, allavega ekki til að byrja með en maður verður kannski að taka það með í reikninginn að þetta er í fyrsta skiptið sem þessir leikmenn spila saman. Balotelli og Markovic að spila sinn annan keppnisleik fyrir félagið. Balotelli kom seint í hópinn og Markovic og Lallana misstu báðir að bróður parti undirbúningstímabilsins vegna meiðsla. Það að þeir hafi kannski ekki smollið saman einn, tveirog bingó er kannski ekki skrítið þegar uppi er staðið.

  Kannski ekkert að því að prófa þessa menn saman. Í raun er bara ekkert að því og um að gera að prófa. Valið á leikmönnum í byrjunarliðið var kannski ekkert svo galið en set up-ið í leiknum klúðraðist og sérstaklega framan af leiknum. Við náðum aldrei einhverju almennilegu spili frá miðjunni eftir að Rodgers ákvað að ‘flippa þríhyrningnum’ og spila með tvo miðjumenn fyrir aftan einn. Coutinho átti slakan leik og maður hefur séð margt meira og betra koma frá þeim Henderson og Gerrard. Leikmannavalið á miðjuna var fínt, áherslurnar ekki jafn fínt. Söknum við Joe Allen kannski meira en við höldum?

  Byrjunin í leiknum og framan af honum þá var Liverpool hreinlega ekki merkilegt á vellinum. Við náðum aldrei almennilegu spili, Villa voru ógnandi og við ýmist reyndum of mikið of snemma eða þveröfugt við það. Þegar leið á þá sóttum við í okkur veðrið og urðum betri. Skárri, – það er kannski betra orð.

  Þetta er nú samt ekki eitthvað til að fá mann til að manna alla björgunarbáta og hoppa frá sökkvandi skipi. Þetta virtist bara vera einn af þessum dögum sem virðast vera lygilga oft gegn Aston Villa og fleiri liðum. Inn á milli sáum við jákvæðar rispur frá liðinu en það vantaði þessi auka 5% í liðið sem það þurfti til að geta skorað allavega eitt mark og kannski smá heppni. Ef sóknarmaður okkar hefði haft aðeins lengri tær í þessari fyrirgjöf, varnarmaður mótherjans misreiknað flug á boltanum, Liverpool fengið ögn meiri heppni í leikskólann, hefðu úrsltin líklega ekki veirð önnur þá?

  Súmmerað upp. Glötuð úrslit. Klúður þjálfara. Skortur á samheldni í hópi nýrra leikmanna (þeira á milli eða á milli eldri leikmanna liðsins. Óheppni.

  Þessi leikur er búinn. Það var fúlt að vinna hann ekki þegar nær öll samkeppni okkar í vetur töpuðu stigum en við erum að fá aftur leik á þriðjudaginn. VIÐ ERUM LOKSINS AFTUR Í MEISTARADEILDINNI!

  Moving on….

 48. Enginn heimsendir. Vanmat og menn ekki tilbúnir, ég treysti á að Rodgers taki þetta til sín og stilli hausinn á okkar mönnum rétt fyrir næsta leik.

  Eitt sem fór pínulítið í mig, hvað er hann afsaka sig eftir leikinn og að tala um að liverpool hafi limited budget á borð við önnur lið!? Við höfum eytt 117m í leikmenn í sumar – það er ekki tæk afsökun eftir þennan leik!

 49. Ulf Svenson, þetta voru svekkjandi úrslit. Vaknaði drepþunnur og kíkti hérna inn og sá að leikurinn fór 0-1. Var Balotelli ekkert að gera í leiknum?

 50. Við vorum aldrei líklegir til að skora fyrir utan þetta stangarskot hjá Coutinho. Aston Villa fær hrós fyrir magnaðann varnarleik. Mér fannst Liverpool ekki vera með neitt plan b, vorum óöruggir á boltanum og slappar sendingar á köflum þegar það kom að því að gefa sendinguna sem átti að búa til færi.

  Fyrir mitt leyti vantaði meiri reynslu og gæði í liðið. Við getum búist við því að flest lið munu leggja leiki upp gegn okkur líkt og Aston Villa gerði í gær og það er hlutverk Rodgers að vinna úr því. Varðandi Balotelli að þá skil ég ekki hvað hann var að gera út á væng og uppi á miðjunni í leiknum, þetta er leikmaður sem á alltaf að vera í boxinu. Markovic fannst mér gera mjög lítið annað en að taka á móti boltanum og gefa til baka. Þetta er leikmaður sem býr yfir mikilli tækni og hraða og ætti að vera duglegri við að keyra á vörnina, sérstaklega þegar leikmaður eins og Cissokho er að dekka þig (Sorry Babú).

  Þetta var herfilegur leikur og byrjunin á þessu tímabili getur talist frekar slök. Sem betur fer erum við með frábærann stjóra sem mun klárlega bæta þetta.

 51. Gríðarleg vonbrigði. Liðið var algerlega skugginn af sjálfum sér.

  Mér finnst fremur dapurt ef það á að nota það sem afsökun að Sturridge vantaði. Liðið á að vera með nægilega breidd til að klára svona leiki.

  Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem liðið okkar lendir í vandræðum ef það lendir undir í leik. Þetta er eitthvað sem BR verður að laga. Það er alveg viðbúið að flest liðin í deildinni munu akkúrat spila svona gegn okkur á Anfield. Það vantaðí allan hraða og sprengikraft í liðið. Nenni ekki að eyða orku minni til í að taka einstaka leikmenn fyrir EN hvað hefur gerst með Coutinho??

  Það þýðir ekki að dvelja við þetta. Við erum með bakið upp við vegg og verðum að komast á gott run nún. Mótið er rétt að byrja en þetta voru samt rándýr 3 töpuð stig.

 52. Það að skora ekki mark á heimavelli segir Meira en mörg orð 🙁

 53. Mistök a? kaupa Balotelli. Svo er Gerrard einfaldlega ekki nógu gó?ur lengur til a? vera fastama?ur í þessu li?i. Sár en blákaldur sannleikur, því mi?ur.

 54. Leiðinlegt að horfa á svona spilamennsku hjá okkar mönnum. Ekki bara hægt að kenna nýju mönnunum um þetta eða hafa táninginn á bekknum hann þarf líka að hvíla síg. utd er að vinna 4-0 með 4 nýjum ( einum 1 sumar 3 nýkominnir og fyrsti leikur fyrir félagið) svo með einn annan nýja á bekknum. Ekki eru þeir að spila illa. Hata að sjá utd spila vel.

 55. Hef sjálfur ekki verið aðdáandi Gerrards í ár. En í þessum leik átti hann langa krossa sem heppnuðust og hefðu splundrað hefðu menn einfaldlega fylgt þeim eftir. Það voru bara allir hægir og engin lína. Engin lína þvert yfir í pressu. Algerlega hauslausir fram á við.

  BR féll – mikil ósköp, en andskotinn hafi það – ef að allir þessir 16-25 milljóna miðjumenn geta ekki drullast til að stíga upp Á ANFIELD og það gegn ASTON VILLA með fullri virðingu, og náð amk moðerfxxxing jafntefli, þá má efast um hæfileika þeirra. Klárt. Þeir skulda okkur og það big time.

  Hinsvegar óttast ég mjög að veturinn verði nákvæmlega svona. Við erum með svo ofboðslega marga nýja menn, að það mun taka langan tíma að fá stabilitet í leikinn. Vonandi er það ekki rétt – en annað væri sannast sagna skrítið.

  Og fyrsta skrefið til þess væri að menn sýndu hreðjar og greddu inná vellinum. En ekki hlaupastíl sem minnir meira á “ú þetta er æfingaleikur ég vil ekki meiðast”. Þá geta þeir sleppt því að fara fram úr. 🙂

  Böns af hæfileikum þarna, engin spurning. Bara skrúfa hausinn á – og vilja meira. Vilja alltaf meira en andstæðingurinn!!!

  Framtíðin lofar góðu, þó þessi leikur hafi ekki gert það.
  YNWA

 56. Djöfull er óþolandi þetta helvítis væl í ykkur.

  Það auðvitað er leiðinlegt að tapa. Þetta er fjórði leikurinn í nærri fjörtíu leika tímabili, “geta grip”. Það er svoleiðis móðursýkin að það eru fleirri en eitt eða tvö komment þess efnis að Balotelli og fleirri hafi verið slæm kaup, er ekki í lagi með ykkur? Menn farnir að afskrifa fólk eins og Gerard, Mignolet og fl.

  Mér þykir þeir sem eru í slíku móðursýkiskasti ekki með góðri samvisku geta gengið undir boðorðunum Y.N.W.A.

  Allt í góðu að gagnrýna en Jesús brjóstríðandi Kristur, hafið örlitla sjálfstjórn.

 57. Eftir að hafa hugsað þetta aðeins yfir helgina þá er þetta frekar einfalt að mínu mati.

  Brendan bar ekki virðingu fyrir Villa. Punktur.

  Ef við værum að mæta Burnley á Anfield hefði þetta lið átt að duga. Villa hafa aftur á móti sýnt brjálaða baráttu og vinnusemi, sérstaklega varnarlega í sínum leikjum til þessa.

  Það er til lítils að taka út ákveðna leikmenn. Liverpool er í dag lið sem byrjar með látum og sækir á andstæðinginn með hraða. Sterling, Sturrage, Hendo, Gerrard allir duglegir að finna hvern annan eftir fjölmarga leiki saman og skapa usla ítrekað.

  Vörnin leit vel út á móti Tottenham á meðan við vorum á okkar tempói fram á við. Þeir voru afturá móti sjeikí í allt öðrum takti á laugardaginn.

  Á móti Villa eru 3 nýliðar með 0 leiki saman látnir sjá um sóknarleikinn á móti grimmustu vörn deildarinnar. Er það vænlegt til árangurs?

  Með bitlausa sókn virkar Liverpool ekki, hvorki miðja né vörn. Allt liðið er máttlaust og funkérar ekki. Það er allt off.

  Paul Lambert hefur öskrað inn í sér af fögnuði þegar hann sá byrjunarliðið. Hann mátti líka vera sáttur. Það var ekkert sérlega erfitt að halda Liverpool niðri í þessum leik.

  Á meðan Liverpool spilar þennan sóknarbolta og allt liðið æfir sóknarbolta þá verður að hafa okkar sterkustu sóknarmenn inná og stilla upp liði sem getur sótt SAMAN. Annað mun ekki virka og gelda liðið. Þú breytir ekki liði yfir í old school Stoke á punktinum ef sóknin dettur út, eins og á móti Villa.

  Brendan á þetta. Hann lærir af þessu.

 58. Nr. 66 og fleiri

  Fyrir það fyrsta eru ákaflega fáar heimsendaspár hérna þrátt fyrir mjög svekkjandi tap. Óþarfi að einblína á nokkra sem detta alveg í svartnætti og alhæfa um allann hópinn.

  Nr. 67 SWaage

  Brendan á þetta. Hann lærir af þessu.

  Sammála þessu, báðum atriðum.

Byrjunarliðið komið

Útlegð