Byrjunarliðið komið

Liðið okkar í dag er klárt og er svona:

Mignolet

Manquillo – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Gerrard – Coutinho

Markovic – Balotelli – Lallana

Á bekknum: Jones, Enrique, Lucas, Toure, Sterling, Lambert, Borini.

Óvænt að Sterling byrjar á bekknum, væntanlega út af álagi, en það sýnir breiddina okkar hvað liðið lítur samt vel út á pappír.

KOMA SVO!!!!!!!!!!

81 Comments

 1. hef ekki góða tilfinningu fyrir þessu – en prove me wrong lads. Spái 1-1.

 2. Ég er búinn að bíða eftir þessum leik síðan ég frétti að King Cissokho væri kominn í Villa.

 3. Fyrsti leikuinn sem eg se með okkar monnum i deildinni þetta timabilið og eg er hrikalega spenntur.. liðið lytur vel ut og eg spai 4-0

 4. voðalega eru allir linkar eitthvað höktandi hjá mér. Eru fleiri að lenda í þessu eða er þetta bara ég?

 5. Skelfing í Varnarleiknum, Sakho og Lovren mjög kærulausir, sem er alls ekki “Shocker”. Rosalega erfitt án Sterling líka. En, Koma Svo!!

 6. Ég set spurningarmerki við þá ákvörðun að setja sterling á bekk í þessum leik og nota 2 menn í fyrsta skiptið í byrjunarlið á móti liði sem við höfum átt mjög erfitt með síðustu ár.

  Og hvað er málið með Couthino ? fór frá því að vera stundum frábær og stundum slappur í að vera bara almennt slappur það sem af er þessu tímabili.

 7. Lovern heldur áfram að sýna okkur hversu ,,góður” hann er. Var hræðilegur gegn city þar sem átti sök í öllum mörkunum og var mjög ósannfærandi gegn Tottenham. Vonandi vex hann í hlutverk sitt en fyrir 20 millur eiga menn að vera tilbúnir!

 8. Hvað er að gerast, Gabby Agbonlahor toppar alltaf á móti okkur! Ráðum ekkert við þá og það vantar allan hraða í Sóknarleikinn í fjarveru Sturridge og Sterling.

 9. Hvernig er það ætli Couthino æfi ekki sendingar á æfingum ég bara spyr. Hann er alveg vonlaus að senda boltan það er 1 af hverjum 3 sem heppnast.

 10. Finnst nú ansi langsótt að kenna honum um öll 3 mörk City. Skoraði líka mark gegn Southamton sem reddaði þeim leik. Svo heitir hann Lovren…

 11. kaupa Gabby Agbonlahor og lána hann aftur í Villa. Excude-ar hann í leikjum á móti okkur 🙂

 12. Leita að link þar sem leikurinn er í betri gæðum… sérstaklega leikur Liverpool.

 13. Jú Lovren átti sök í öllum mörkunum gegn city en var ekki sá eini sem gerði mistök í þeim mörkum. Hann gerir of mikið af dýrum mistökum. Ef þú sérð þetta ekki þá ættirðu bara að fylgjast með sundi!

 14. Alveg splúnkuný framlína hjá okkur. Ekki skrítið að hún geli ekki á nóinu.
  Skrítið að hafa Sterling á bekknum, en hef fulla trú að þetta komi þegar líður á leikinn.

 15. Þetta er bara scrappy og hálf leiðinlegur leikur. Ekkert flæði og bara endalaust eitthvað ping pong á miðjunni. Senderos að brjóta “falin” brot á Balo. Veit einhver hvernig svoleiðis fer varðandi dómarana….skoða þeir mögulega highligtes í hálfleik til að sjá þannig og horfa mögulega betur eftir því í seinni?

  Anyways….Brenda hlýtur að sjá þetta og gera taktískar breytingar í hálfleik…þetta er ekkert að ganga svona allavega!

 16. Óþarfi að æsa sig #27, þú ert greinilega óvanur því að fólk sé ósammála þér. Býrðu einn?

 17. Bíddu hvaða Liveroool lið er þetta. Þetta lið er skít lélegt Liverpool eru það ekki.

 18. Aston Villa hafa verið betri í fyrri og náða að stoppa allt hjá Liverpool, menn þurfa að gera miklu betur í síðari til að fá eitthvað útúr þessum leik.

 19. Sterlin in fyrir cuta, hann er ekki að eiga góðan leik og við erum með turbo kall a bekknum, skil vel að hann se hvíldur en þessi leikur er skyldu sigur

 20. Sælir félagar

  Þessi frammistaða er verulega athugunarverð. Okkar menn virðast gera allt með hálfum huga af fullkomnu einbeitingarleysi og allar hreifingar á hálfum hraða. Þetta verður að breytast í seinni hálfleik og krafan er að menn fari að vinna vinnuna sína af einhverri samviskusemi, krafti og leggi sig fram um að vinna leikinn. Það gerist ekki með svona hálfkæringi og lufsugangi. hvar er hraðinn sem á að búa í þessu liði – og það á heimavelli. Bara verulegt áhyggjuefni hvernig menn komu inn í þennan leik.

  Það er nú þannig

  YNWA

 21. Það er ljóst að Liverpool þarf að girða sig hressilega í brók ef þeir ætla að fá eitthvað út úr þessum leik.

 22. Ráðalausir fram á við og óöryggir í föstum leikatriðum.

  Verður tekið á þessu nú í kaffihlénu. Sannið til. Tökum þetta 3-1.

  Fáið ykkur nú bara einn kaldan öl og slakið á leiðindunum.

 23. Villa loka mjög vel á okkur,nú reynir á Brendan í hálfleik að kveikja í mönnum,held að hann setji Sterling inn í hálfleik annars kemur hann fljótlega ef við byrjum ekki vel í seinni

 24. Hvað er langt síðan okkar lið hefur ekki skorað í fyrri hálfleik? Ekki að undra að mönnum finnist þetta “hálf bragðdaufur leikur” hjá okkar mönnum.. vantar bara 2 lang hröðustu mennina í sóknina hjá okkur.. SAS!!

  Eigum við samt ekki aðeins að anda með nefinu, seinni hálfleikur eftir og Sterling farinn að hita upp – náum þessu 2-1

 25. Ekki óvanur því að fólk sé ósammála mér. Ég er einfaldlega vanur því að ræða við vel gefið fólk um fótbolta. Nei ég bý ekki einn og mér gæti ekki verið meira sama hvernig þú býrð!

 26. Frábær varnarleikur hjá Villa og algjör skortur á góðu einstaklingsframtaki. Vonandi að Sterling bjargi okkur í seinni hálfleik. Mario eini sem er að gera sig líklegan til að búa eitthvað til.

 27. hvað er málið með coutinho… hann er ekki mættur til leiks í þessum leikjum sem hann hefur spilað það sem af er… þetta er glatað

 28. Jón Ólafs sá eini sem hagar sér eins og hann sé ekki vel gefinn ert þú þessa stundina

 29. Það vantar alla ákefð í leik okkar manna í dag…. áhyggjuefni….

 30. Út með Coutinho! Hann snarhægir á öllu spili og hefur ekkert getað, ekkert frekar en í síðustu leikjum.

 31. Svo tekur hann Lallana út af og lætur Coutinho spila áfram… ótrúlegt!

 32. Við erum að spila eins og Manchester United……

  Henda Sterling litla inn á. Þá kemur þetta.

 33. Lallana mjög ferskur í Seinni Hálfleiknum, óskiljanlegt að taka hann útaf og halda Coutinho og Markovic inná, þeir eru vægast sagt búnir að vera Skelfilegir í Dag. Þurfum klárlega að vera meira “Direct”. Fyrri Hálfleikurinn einkenndist af því að það var enginn inn á sem gat tekið Menn á eins og Sterling, Sturridge og Suarez gerðu frábærlega á síðasta tímabili.

 34. Balo saug belli í dag. Vonandi rífur hann sig upp í næsta leik…

 35. Mjög svo ósáttur við skiptingar Rodgers í þessum leik, Lallana og Balo áttu báðir að hanga inná, það er klárt mál. Og það að Coutinho sé enþá inná Vellinum er Mér óskiljanlegt.

 36. Lallana var aldrei að fara að klára 90 mín, maðurinn búinn að vera lengi frá vegna meiðsla og er því ekki tilbúinn í heilann leik strax.

 37. Ég er hræddur um að þessi tvöfalda skipting muni reynast okkur ílla,,en vonandi hef ég rángt fyrir mér, kannski hefði verið betra að skipta Henderson út á 80 min og setja þá Borini og hafa Balottelli áfram til að hafa í teignum…

 38. Það er skrifað í skýin skv. ummælum hér að ofan að kúturinn skorar

 39. Jæja gott fólk nú reynir á BR þegar Suarez er ekki til að bjarga málum.

 40. Í þau örfáu skipti sem vörnin hefur þurft að gera eitthvað hefur Lovren litið út eins og fáviti…

  Erum að horfast í augu við tap á erfiðum heimavelli

  fyrir liði sem er spáð falli…

 41. Of stór biti að hafa ekki s þrjú. Verðum í efrihlutanum þetta árið.

 42. Ég skal Glaðlega smjatta á þeim Sokk ef Coutinho skorar, Eða einhver bara!

 43. Mikið svakalega er þetta átakanlega lélegur leikur hjá okkar mönnum.
  Það veit engin hvað hann á að gera við boltan þegar komið er inná vallarhelming andstæðingana.

 44. þetta er klárlega ógeðslega léleg frammistaða hjá liðinu okkar og með algjörum ólíkindum að þeir geti ekki klárað aston villa á heimavelli…….

  það fáránlega við þetta er það að nákvæmlega einsog á síðasta seasoni þá var hægt að sjá það á spili liðsins að þeir væru ekki tilbúnir í þetta…. frá fyrstu fokking mínútu… eitthvað ógeðslegt þverspil og engin hreyfanleiki framávið… engin nenna einsog maður segir….

 45. Coutinho líklega með slökustu Frammistöðu sem Ég hef á ævi minni séð hjá einum Fótboltamanni, Jahérna hér…. Þetta var átakanlegt!

 46. Magnað hvað þetta landsleikahlé getur rústað taktinum úr liðum. Meiðsli, þreyta og æfingaleysi sást greinilega á Liverpool liðinu í dag. Og djöful hata ég að spila á móti Aston Villa…FOKKING HATA ÞAÐ

 47. WTF…. 6 stiga leikur og menn á hælunum allan tímann!!! Lélegasti leikur með Liverpool í langan langan tíma…. -_-

 48. jahér. þetta var nú aldeilis leiðinlegt. mikið væri gott ef þetta væri versti leikur okkar á leiktíðinni.

  og já – takk BR fyrir að “vernda” sterling. og takk moðerfokking Woy Wanker fyrir að taka vel á og testa hann Sturridge. Lifi landsleikjahléin.

  Það voru Lovren, Manquillo, Moreno, Lallana, Balotelli, Markovic – 6 af 10 útileikmönnum sem eru glænýjir hjá okkur – þetta er ekki uppskrift að góðu spili. Og enginn. Enginn þeirra steig upp og sýndi sig sem frábær kaup. Enginn.

  Vonandi, eins og ég segi – vonandi versti leikurinn okkar.

 49. Jahá………..
  Fall á heimavelli enn og aftur gegn Aston villa! Skiptingarnar í þessum leik voru kjánalegar fannst mér, skrítið að skipta út frammlínuni eins og hún lagði sig á meðan miðjan var að kúka! Átakanlegt að þurfa horfa uppá couthino klára þennna leik og hefði átt að vera lannnnng fyrstur útaf! Þetta er auðvitað enginn heimsendir en það er samt áhyggjuefni að sjá hversu illa BR bregst við í svona leikjum, alls ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, ráðaleysi frammá við áhugaleysi og engin hreyfing á mönnum! Skotæfingar á melwood alla næstu viku takk!!!!! Coutinho á bekkinn í bili, lallana klárlega ekki í neinni leikæfingu, markovic sást lítið, balo hafði lítið að gera þarna frammi, miðjan á hálfum hraða allan leikinn, menn stóðu og horfðu á þegar coutinho var að klappa boltanum…… Æi ohhhhhhh það er svo margt rangt við þennan leik og óþarflega kunnulegt að horfa uppá þetta á móti akkúrat liðum eins og AV………………….

 50. Þetta er ekki fyrsta og eina skiptið sem mér fynnst liðsuppstillingin vera kolröng og sennilega ekki það síðasta,
  Í fyrsta lagi þá er Störri í meiðslum og hann hvílir Sterling og í staðin koma strákar sem hafa verið í meiðslum og varla spilað neitt.
  Hvað er það?
  Það eru margir nýjir leikmenn sem eru í liðinu og þess vegna er það dýrt spaug að setja á sama tíma TVO fokking menn sem eru ekki í leikformi inná fyrir tvo bestu menn liðsins.
  Þetta tap skrifast alfarið á STJÓRANN.

 51. Leikmenn sem eru ekki nógu góðir til að spila fyrir Liverpool:

  Borini
  Lambert
  Toure
  Lucas

  Leikmenn sem eru alveg að detta í það að vera ekki nógu góðir til að spila fyrir Liverpool:

  Johnson
  Gerrard
  Mignolet

  Ekki misskilja mig. Þetta eru allt fínir leikmenn en þegar við erum að keppa við lið eins og City, Chelsea, Arsenal og það má alveg henda Utd í þenna pakka eftir gluggan þá eru þessir leikmenn undir pari!

  Að lokum þá skil ég ekki einn hlut. Leikmaður sem var komin í æfingatreyju inn bekk á Merseyside í læknisskoðun er ekki meira vanheill en það að hann skoraði fyrir Chelsea í dag. Í stað þess að geta átt þann kost að setja Remy inn á í svona leik kemur Ricky Lambert inn á. Guð minn góður!

  Well þá er þetta frá. Vonandi kemur meiri rythmi á liðið þegar nýir menn komast í gang og í takt við leikkerfið. Spáði alltaf brösulegri byrjun.

 52. Get ekki gefið nýju mönnunum eitthvað + og er ekki par sáttur við þá en þeir eiga væntanlega eftir að komast í gang. Annað var það ekki.

Aston Villa á morgun

Liverpool – Aston Villa 0-1