Aston Villa á morgun

Þá er komið að því, enska deildin að fara af stað á nýjan leik, c.a. korteri eftir að hún fór af stað, en eins og öllum ætti nú að vera kunnugt, þá kom strax að marg rómuðu landsleikjahléi. Það vita flestir sem eitthvað hafa lesið þessa síðu, hvaða álit ég hef á þessum sífelldu landsleikjahléum og því óþarfi að fara nánar út í það. Þetta gjörsamlega óþolandi fyrirbæri afrekaði það nú að þessu sinni að skila okkur einum 4 meiddum mönnum. Æðislegt, bara takk kærlega. “Snillingurinn” sem “stýrir” enska landsliðinu gat að sjálfsögðu ekki farið eftir einföldustu tilmælum þegar kom að hans helsta framherja og því spilar hann ekki næstu vikurnar. Emre Can sneri tilbaka klár í 6 vikna frí eftir að hafa meiðst í stöðunni 6-0 í tilgangslitlum u-21 árs leik. Þar fyrir utan þá er Joe Allen meiddur á hné og Jordan Henderson búinn að vera tæpur á meiðslum. Þúsund þakkir fyrir þetta.

Aston Villa koma í heimsókn á morgun og þeir eru Benteke lausir. Það eitt og sér einfalda lífið talsvert, þar sem okkar menn hafa átt í stökustu vandræðum með hann. Það var reyndar fyrir Sakho (almennilega) og Lovren, en við fáum víst ekki að vita hvernig þeir tækju á kappanum, allavega ekki á morgun. Villa menn eru einna öflugastir þegar kemur að leikmönnum framarlega á vellinum, því að auk Benteke, þá eru þeir Weimann og Agbonlahor öflugir sóknarmenn. Það eru svo sem fínir fótboltamenn þarna inni á milli. N’Zogbia var til dæmis öflugur fyrir nokkrum árum síðan, og svo hefur Fabian Delph verið að stíga upp undanfarið að manni skilst. Ég skal þó alveg viðurkenna það fúslega að sá leikmaður sem ég óttast mest í þessu Villa liði er Brad Guzan.

Villa hafa farið afar vel af stað og nælt sér í 7 stig af 9 mögulegum úr þessum fyrstu 3 umferðum. Útisigur gegn Stoke, heimasigur gegn Hull og svo markalaust jafntefli á heimavelli við Newcastle. Þeir hafa ekki verið með neinar flugeldasýningar, en þetta hefur svo sannarlega skilað stigum í hús fyrir þá. Í lok dags, eða réttara sagt, í lok tímabils, þá er mönnum nokk sama hvernig stigin komu í hús, svo framarlega að þau skili sér þangað. Það er akkúrat það sem okkar menn þurfa að gera á morgun. Brendan og hans teymi munu eflaust hafa legið yfir skýrslum og myndböndum af Villa frá því síðasti leikur fór fram og reyna að stilla liðinu upp eftir þeirra veikleikum, en fyrst og fremst kemur þetta samt með að snúast um það hvernig þeir bregðast við okkar mönnum. Þeim hefur nefninlega tekist virkilega vel upp undanfarið að núlla okkar menn út í taktík, það má ekki gerast á morgun.

Menn þurfa líka að gera sér grein fyrir því að það er lítið liðið á tímabilið og liðið okkar er enn að spila sig saman og ekki bæta þessi meiðsli úr skák. Ég reikna hreinlega ekki með okkar mönnum á fullu gasi alveg strax, ef svo gerist, þá er það bara bónus í mínum huga. Spurs leikurinn var algjörlega spot on, og væri ég alveg til í aðra slíka frammistöðu þar sem maður þarf ekki að vera með hjartað í brókunum meirihluta leiksins. Við gætum allt eins verið að horfa á 5 leikmenn í byrjunarliði á morgun sem ekki voru með liðinu á síðasta tímabili, það eitt og sér getur gert það að verkum að menn mæti skjálfhentari til leiks og því er maður alveg búinn að búa sig undir smá ströggl, allavega í byrjun.

Eins og áður sagði þá eru þeir Sturridge og Can alveg frá á næstunni. Lítið hefur frést af þeim félögum Martin Skrtel, Glen Johnson og Jon Flanagan og veit maður hreinlega ekki stöðuna á þeim núna. Ég reikna allavega ekki með þeim strax í næsta leik, veika seinna skilst mér að sér aðeins líklegri. Svo verður þetta stór spurning með þá félagana Joe Allen og Jordan Henderson. Sá síðarnefndi lætur líklegast ekkert stoppa sig og verður klár í slaginn, en Joe átti í vandræðum með hné og það eru aðeins verri meiðsli. Það væri reyndar afar öflugt að hafa Joe, sér í lagi þegar Emre Can er fjarverandi.

Ég ætla sem sagt að spá því að við verðum með sama bakvarðarpar og gegn Spurs, eða þá Manquillo og Moreno, enda báðir verulega öflugir í þeim leik. Ég ætla í rauninni að spá því að öftustu 6 leikmenn liðsins verði þeir sömu og gegn Spurs, enda þarf ekkert mikinn speking til að spá því. Henderson verður svo eins og áður sagði á sínum stað og ef Joe Allen verður klár, þá verður hann hinum megin. Ef ekki, þá kemur Lallana væntanlega inn fyrir hann, frekar en Coutinho, þar sem hann var með landsliðinu að spila talsvert fjarri Englandi. En svo fer málið aðeins að vandast. Reiknum bara með því að Joe Allen verði klár í slaginn. Þá eigum við eftir að stilla upp í þessar þrjár fremstu stöður. Sterling tekur að sjálfsögðu aðra þeirra og Balotelli hina, en hver fær þá síðustu? Coutinho? Lallana? Markovic? Lambert? Borini? Loksins, LOKSINS erum við komin með alvöru breidd í þetta lið okkar og það verður á tæru að það verður ALVÖRU bekkur á morgun, þrátt fyrir að við séum með talsvert af meiðslum á þessum tímapunkti. Svona ætla ég að spá því að Rodgers stilli þessu upp:

Mignolet

Manquillo – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen

Sterling – Balotelli – Lallana

Bekkur: Jones, Enrique, Toure, Lambert, Coutinho, Lucas, Markovic

Fowler minn góður hvað það verður gott að sjá deildina fara af stað aftur og það er bara einhver magnaður fiðringur sem fer um mann orðið þegar styttist í leik með okkar mönnum. Maður stönglaðist á þessu á síðasta tímabili og það heldur áfram núna, en mikið lifandis skelfing er skemmtilegt að fylgjast með þessu liði okkar. Það er nokkuð sama hvert er litið, það er hraði og sprengikraftur ALLSTAÐAR. Maður er með þessa sömu trú og á síðasta tímabili, maður hefur það á tilfinningunni að menn geti nánast skorað þegar þeir vilja, þetta snýst meira um það hvort menn nái að halda tuðrunni fjarri okkar eigin markneti.

Villa menn munu að vanda reyna að minnka opin svæði hjá sér, liggja frekar aftarlega og nýta sér hraða þeirra Agbonlahor og Weimann. Þeir munu svo sannarlega reyna að keyra á þessa tvo kornungu spænsku bakverði sem eru að kynnast þessari deild. Þeir vita samt fyrir víst (eftir að hafa horft á síðasta leik Liverpool) að þeir eru ekkert að fara að stinga þá neitt af. Þeir munu reyna að þröngva þeim í mistök og treysta á reynsluleysið. Stóra spurningin aftur á móti verður sú hvernig miðjan nær að skýla vörninni þegar við missum boltann, þar höfum við verið að ströggla verulega og þurfum að bæta heldur betur. Eins flottur og fyrirliðinn okkar er yfirleitt, þá verður hann að passa upp á að menn séu að veita vörninni smá skjól, það hefur alltof oft vantað uppá.

Hvernig fer þetta? Svei mér þá, ég hef orðið bjartsýnni og bjartsýnni með hverju orðinu sem ég hef hamrað hérna inn. Var bara ekkert alltof bjartsýnn þegar ég byrjaði, en er núna allt í einu kominn á þá skoðun að við pökkum þessu Aston Villa liði saman, sýnum bara að þetta var klúður í fyrra og eitthvað one off dæmi. Raheem er í svo fáránlega miklu stuði þessa dagana að ég er á því að hann eigi eftir að tæta Vlaar og félaga í sig og að við vinnum 3-1 sigur. Balotelli vildi ekki opna markareikning sinn á útivelli og gerir það fyrir framan troðfullan Anfield. Á ég að segja ykkur fréttir? Jú, hann á eftir að fagna brjálæðislega mikið, það munu allir taka eftir því að hann hafi verið að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið, og það á Anfield. Raheem setur svo eitt og Stevie skorar eitt. Brad Guzan á samt eftir að verða besti leikmaður Villa í leiknum.

Bring…It…On

39 Comments

  1. Ég væri til i ad sjá Lallanha i vinstri bak og Gerard i holuna enda med eytradan fótt!

  2. Það er spurning hvort BR fari í 4-3-3 fyrst að Sturridge er meiddur. Ég vona að hann haldi sig við tígulmiðju með Sterling og Balotelli á toppnum, Coutinho í holunni og Gerrard, Hendo og Lallana á miðjunni. Öftustu 5 verða örugglega þeir sömu og á móti Spurs.

    KOMA SVO!!

  3. Góð upphitun. Ég er sammála því að ég held að Lallana komi beint inn í liðið. Hann er þaulreyndur í Úrvalsdeildinni, okkar stærstu kaup í sumar og síðast en alls ekki síst, þá var hann á Melwood síðustu tvær vikurnar að undirbúa sig fyrir þennan leik á meðan Markovic, Coutinho og Lambert voru að ferðast og spila með landsliðum.

    Sterling, Balotelli og Lallana. Tveir af þeirri framlínu hafa verið á Melwood að stilla strengi sína saman þannig að mér líst vel á það. Coutinho getur komið inn ef Allen nær ekki að spila, annars er ég 100% sammála liði Steina.

    Og við vinnum þennan leik. Ekkert helvítis kjaftæði. Ég veit að Villa hafa verið erfiðir fyrir Rodgers á heimavelli en hann vann þá á Villa Park á síðustu leiktíð og við eigum einfaldlega að hafa trú á okkar liði á Anfield.

    Annars er ég með góðar fréttir af Daniel Sturridge: ef hann verður frá í þrjár vikur í viðbót missir hann af SEX leikjum með Liverpool en verður AKKÚRAT leikfær fyrir næsta landsleikjahlé! Þannig að Roy missir ekki af næsta séns á að skila honum aftur meiddum. FRÁBÆRT ALVEG HREINT!

  4. Nú er kominn tími til að taka “Stoke-grýlu slátrun”. Alltaf er maður með í maganum þegar Villa leikur er yfirvofandi. Rétt eins og á tímum fyrir slátrun Stoke grýlunnar. Geri í raun engan mun á Mourinho liði að mæta á Anfield og Villa, svo langt er maður leiddur.

    Vona að Rodgers hafi Allen til aðstoðar Gerrard fyrir aftan miðjuna og láti ekki gamla manninn um að hlaupa uppi Weiman og Agbanhlahalnahomlahor ( 99% viss um að þetta sé rétt skrifað) í skyndisóknum.

    Tökum haustslátrun á þetta. 1.500 kall kílóið og 4-0.

  5. Góðu fréttirnar eru þær að Gerrard kemur í fyrsta skipti í 14 ár ferskur eftir 2 vikna frí. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hann svarar því þegar hann mætir úthvíldur í leikinn!

  6. Núna fáum við áhugavert test sem verður fróðlegt að sjá hvernig Brendan Rodgers leysir. Leikur á laugardegi og leikur á þriðjudegi. Meiðsla herja hópinn. Hvernig skal starta á laugardegi og hverjum skal starta á þriðjudegi.

    Það eru nokkrir leikmenn sem eru ekki tilbúnir að spila 90 mínútur báða leikina að ég tel og það eru:

    Adam Lallana
    Balotelli (match fitness)
    Allen (meiddist lítilega í landsleikjahléinu)

    Ég sé fyrir mér að hann byrji ekki með Allen í dag heldur gefi Allen frekar nokkra daga í viðbót til að jafna sig og setji hann í liðið gegn Ludo liðinu. Ég vona að við sjáum Coutinho koma inn og ætli Lucas detti ekki á bekkinn. Balo verður þá örugglega einn frammi og Lambert verður örugglega skipt inn tiltölulega snemma sem og Markovic. Kæmi mér jafnvel ekkert á óvart að Markovic starti og Lallana komi frekar inn. Ætla að veðja á liðið svona:

    Mignolet
    Manquillo – Lovren – Sakho – Moreno
    Gerrard – Henderson
    Coutinho – Sterlin – Markovic
    Balotelli

    Jones, Toure, Enrique, Lallana, Lambert, Lucas, Allen

    Lallana, Lambert og Lucas koma allir inn.

    Svo gæti hann komið á óvart og spilað 4-4-2 með Lambert og Balo á topp til að halda tígul miðjunni.

    LOKSINS LEIKUR AFTUR !!!!! 😡

  7. Ég er samála að Lallana byrji inná á morgun. Hann er búinn að vera heill í nokkur tíma og ef Spurs leikurinn hefði verið do or die leikur þá hefði hann tekið þátt í honum að einhverju leiti en ég held að Rodgers vildi bara gefa honum extra hvíld.
    Lallana spilaði svo æfingarleikinn gegn Wolves á dögunum og fréttir herma að hann hafi staðið sig vel og því tel ég að eina sem honum vantar núna til þess að komast í toppform eru leikir og hann fær sinn fyrsta alvöru leik gegn Aston Villa .

    Það vita það allir að allt getur gerst í ensku deildinni og er ég viss um að Aston Villa menn munu selja sig dýrt og eru með mikið sjálfstraust eftir að hafa byrjað deildinna vel.
    Ég held að við sjáum enga flugelda sýningu

    2-1 fyrir Liverpool Balotelli opnar markareikningin og Sterling heldur áfram að leggja inn í sinn.

  8. Sammála þér í einu og öllu þarnar Bror.

    Held að þetta verði frekar erfiður leikur og afskaplega vondur andstæðingur helgina fyrir CL.
    Afskaplega vont að missa Studge í meiðsli en hann er nú gjarn á þau grey kallinn.

    Held hinsvegar að Lambert muni sýna okkur núna, í næstu tveimur leikjum, af hverju hann var fenginn til liðsins. Fer mun betur á því að Balo byrji þennan leik og djöflist í miðvörður Villa til þess að þreyta þá og fá svo Lambert inná eftir ca 70 min ef allt gengur ágætlega.

    Okkar stærsta vopn er auðvitað Sterling en ég held að menn vanmeti Markovic töluvert í þessari deild. Held að hann komi inn með svo mikinn sprengikraft og styrk að ekki margir halda aftur af honum ef hann sér færi á að hlaupa inní svæði, með eða án bolta.

    Ég ætla að leyfa mér að segja að þessi leikur veri afskaplega erfiður og vinnist 2-1 með marki á 87 mín sem að Sterling skorar, eini maðurinn sem er ennþá á 100 km/klst á þessum tímapunkti í leiknum (Henderson er ekki talin með, hann er þynndarlaus).

    YNWA – Rogers we trust!

  9. Mér sýnist Rodgers ætli að hvíla Sterling,alla vega í fyrri hálfleik.Gæti vel trúað að Lallana og Couthinio komi inn og Sterling kemur svo í seinni hálfleik og sprengir þetta upp.Nota Bene Couthinio var hvíldur á móti Spurs og er alltaf bestur á Anfield þannig að hann fær sénsinn tökum þetta 2-0 höldum aftur hreinu

  10. Er að horfa á U21 liðið vinna West Ham 3-0, og þessi Ojo virðist alveg geta átt framtíðina fyrir sér.

  11. Er að pæla ,,, djuf er þetta stór og breiður hópur …. Verða nokkrir ósáttir þegar allir verða heilir úfff

  12. Ef við ætlum að keppa við þá bestu þá verðum við að hafa breiðann hóp. Við erum kannski ekki vanir þessu en ef maður lítur á hópana hjá Chelsea og City undanfarin ár þá hljóta margir að vera ósáttir. Það er eðli stóru klúbbana.

    En ef þú ferð til klúbbs sem ætlar sér í hæðstu hæðir þá verður þú að sætta þig við það að vera á bekknum, þú færð reyndar verl borgað fyrir það. Ef þú hefur villt bara spila allar helgar þá ertu best geymdur í QPR eða Sunderland með 30þ pund á viku.

  13. @9

    Það er ekki séns í helvíti að við séum að fara að hvíla Sterling í þessum leik.

  14. Sammála Daníel #11

    Ég horfði á U21 áðan rúlla West Ham upp. Alveg ljóst að farið er efti sömu línu þarna og í aðal liðinu sem er frábært fyrir framtíðina.

    Svo er bara sigur á morgun 🙂

  15. Án samkeppni, hvar annars staðar en í Liverpool sjáum við árangursríkasta lærdómsferli síðustu 12 mánaða.

    “Maybe 12 months ago if I made a mistake I would hide and maybe only look to get the ball back 10 minutes later, now I try and get it back straightaway and make up for the mistake.”

    “For England in Switzerland, Sterling struggled at times, yet was still brave enough to play the first-time ball that created Danny Welbeck’s opening goal.”

    “If you are not having the best of games, I know now I can’t shy away from responsibility. Switzerland is a good example. It wasn’t my best display, but”

    “You cannot be a normal teenager with the world’s eyes on you and Rodgers made that clear. Sterling now concedes it was an important lesson.”

    http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/raheem-sterling-admits-changes-pitch-4210432

    …….. og við höfum fengið að fylgjast með úr stúkusæti.

  16. Sælir félagar

    Ég hefi ekki áhyggjur af þessum leik. Þegar SSteinn veltir upp möguleikum liðsins sóknarlega og vörnin er áfallalaus eins og er þá er ekki möguleiki að tapa þessum leik. 4 – 1 er mín spá og ekkert væl.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  17. Roumorinn er Sterling à bekk. Marcovic startar àsamt
    Coutinho, Lallana, Balo, Stevie, Henderson, Manquillo, Moreno. sakho, Lovren og Mignolet.

  18. Fluttur til Englands og styttist kannski að maður sjái loksins sína menn! Varðandi Sturridge þá finnst mér gaman að sjá hvað Rodgers talar af mikilli yfirvegun um málið. Einhverjir væru gjörsamlega brjálaðir en í staðinn segir hann að hægt sé að koma í veg fyrir svona meiðsli í framtíðinni og að menn læri af þessu. Er maðurinn skyldur Ghandi eða hvað?

    Hef enga trú á Balotelli þannig að ég segi að Lambert skori sigurmarkið í lokin 2-1

  19. Er bara alls ekkert stressaður fyrir þennan leik, veit ekki af hverju ég ætti að vera stressaður fyrir hann. Ég er hins vegar miklu spenntari fyrir leiknum á þriðjudaginn, CL.

    Byrjunarliðið mitt er svona:

    …………………………..Mignolet……………………….
    Manquillo……Lovren………Skrtel……..Moreno
    ……….Lucas………Gerrard………Allen…………….
    Sterling………………………………………..Markovic
    …………………………..Balotelli………………………..

    Þegar flautað verður til leiksloka mun það síðan líta svona út:

    …………………………..Mignolet
    Manquillo……..Lovren……..Sakho………..Moreno
    ………………………….Gerrard
    …….Coutinho……………………….Allen
    …………………………Sterling
    ……………Balotelli……………Borini

    Sé ekki ástæðu til þess að spila Henderson, er hann ekki annars eitthvað tæpur eftir landsleikjahléið? Annars kemur hann þarna inn fyrir Lucas. Borini fær 25 mínútur í lok leiksins til að sýna hversu mikið hann vill sæti í liðinu. Fyrir mér er hann meira spennandi en Lambert.

    Liverpool er að fara að sækja á 7-9 leikmönnum í sínum sóknum svo við erum að fara að sjá nokkur mörk, spái 5-2 sigri. Sterling og Balo með 2 mörk hvor og Borini opnar sinn markareikning með poti í uppbótartíma.

    FORZA LIVERPOOL!

  20. Falleg upphitun eins og alltaf á þessari einstöku síðu.
    Finnst eins og það sé skrifað í skýin að Tom nokkur Cleverly komi beint inn í lið Aston Villa og skori eina mark liðsins í 0-1 sigri við mikinn fögnuð Manu manna sem flykkjast aftur á Van Gaal lestina.
    Annars spái ég huggulegum 3-0 sigri þar sem góðvinur minn Borini splæsir í eitt mark.

    Sjomlinn

  21. Sælir félagar

    Ívar Örn #19. Ég segi eins og maðurinn um árið: “það er lýgi, það er lýgi en það er mikið til í því”. Auðvitað hefði maður að óathuguðu máli talið 3 – 1 vera svarið en gífurleg styrking liðsins í öllum stöðum (nema ef til vill einni) gerir það að verkum að spáin verðu bæði öðruvísi og fjölbreyttari en á síðasta tímabili. Miðað við það þá hafa þær breytingar orðið að 4 – 1 er svarið. 🙂

    Það er nú þannig.

    YNWA

  22. Aston Villa eru með 7 stig af 9, og miðað við það sem ég hef séð til þeirra hafa þeir leikið skínandi vel á tímabilinu og eigi skilin verðskuldað og gott betur. Sterkt lið Aston Villa, og meiðslin sem herja á Liverpool, gera það að verkum að þetta verður erfiður leikur.

  23. Sindri #25

    Er ekki full mikið að tala um að meiðslin “herji” á Liverpool?

    Og þó svo Villa hafa staðið sig framar vonum með sigrum á Hull og Stoke, markalausu jafntefli við Newcastle, þá duttu þeir út fyrir Leyton Orient í Capital One Cup. Þeir eru ennþá lið sem ég spái í fallbaráttu fram á lokadag. Ég ættlast til að Liverpool sem vann Tottenham sannfærandi í lok síðasta mánaðar klári þetta Villa lið.

    Það eru allir leikir erfiðir, en þessi á vinnast sama hvað. Spái 2-0 sigri.

    Áfram Liverpool !!!

  24. Ég er alveg sammála því að Liverpool eigi að vinna þennan leik. Bara segja að Aston Villa séu sterkir núna, og að ég haldi að þetta sé yfir meðaltali erfiður leikur (og nefndi tvo hluti sem eru á vogarskálunum, gott form Villa plús meiðsl). Ætla svo að nota tækifærið og leiðrétta villu í hinu innlegginu. Ég srifaði: “og eigi skilin verðskuldað ” en gleymdi að skrifa “stigin”. Ætlaði að skrifa “og eiga stigin skilin verðskuldað”. Aston Villa voru fáránelga miklir ofjarlar Hull fannt mér … og það kom mér á óvart.

  25. Kannski ekkert endilega yfir meðallagi erfiður… bara erfiðari en sumir virðast reikna með…

  26. Verður erfitt án Sturridge og jafnvel Balotelli líka sem er tæpur vegna magakveisu.

  27. Já Manhattan Doc segir að Balotelli verði ekki með í dag. Það opnar dyrnar fyrir Borini sem fær þá væntanlega tækifæri til að standa sig, jafnvel í byrjunarliði.

  28. Á maður ekki frekar að trúa leikmanninum sjálfum frekar en einhverjum slúðurblöðum?

    [img]https://scontent-b-lhr.xx.fbcdn.net/hphotos-xfp1/t31.0-8/1974273_842328255799185_6293371713135848707_o.jpg[/img]

  29. Greinilega Davíð #31

    Empire of the Kop ?@empireofthekop 3m
    Starting XI : Mignolet, Manquillo, Moreno, Lovren, Sakho, Gerrard, Henderson, Coutinho, Markovic, Lallana, Balotelli

  30. Og bekkurinn er þunnskipaður fram á við…

    Empire of the Kop ?@empireofthekop 4m
    Subs : Jones, Enrique, Lucas, Toure, Sterling, Lambert, Borini

  31. Þetta er flott lið sem byrjar í dag 🙂
    Eigum að taka þetta.

    Djöfull er Chelsea að slátra Gylfa og félögum….Costa með tvö og ….Remy kominn á blað 🙁
    Vona að sá gaur eigi ekki eftir að sýna okkur að við höfum gert mistök að kaupa hann ekki…

  32. @ 34 ég er viss um að Ívar örn var með það sem við köllum kaldhæðni 😉

  33. #37 meistari Ian Rush: Nei raunar ekki. Við erum bara með Sterling til að koma inn í 4 sóknarstöður (stöðurnar í kringum senterinn). Enginn framliggjandi miðjumaður og tveir strikerar á bekknum. En vissulega getur hann fært til innan liðsins, td. þannig að Gerrard fari framar og Lucas inn. Þá má líka hugsa Borini á annan hvorn kantinn. En jú, þetta er þunnskipað, amk. miðað við það sem hefur verið upp á síðkastið.

Línurnar lagðar – stefnan er skýr!

Byrjunarliðið komið