Kop.is Podcast #68

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Hér er þáttur númer sextíu og átta af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 68. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Babú) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Maggi, SSteinn, Eyþór og nýjasti meðlimur síðunnar Akureyringurinn Ólafur Haukur Tómasson.

Í þessum þætti fórum við yfir Meistaradeildardráttinn, leikinn gegn Spurs, lokadaga leikmannagluggans og skoðuðum aðeins leikinn gegn Villa um helgina.

Hér má sjá þegar Steini sagði Roy Hodgson til og fagnaði vel þegar Poulsen var tekinn af velli, komum inn á þetta í þættinum.
Steini og Poulsen

14 Comments

 1. Það ykkur að þakka að vinnudagurinn á morgun framað kaffi verður frábær.
  1000 þakkir !!!

 2. Hlakka til að sjá ykkur snillinga aftur 2 okt í Leifstöð 🙂

 3. Hey! Ætlar enginn ykkar að stríða Magga fyrir að segja “mörk breyta leikjum”? Það sem mér var slátrað fyrir að segja “það lið sem skorar fleiri mörk vinnur” í fyrra. Þetta er ósanngjarnt! Babú! Ha!

  … flottur þáttur annars, strákar. 🙂

 4. Takk fyrir þetta ef og aftur. Podcastið ykkar bjargar alltaf daginum. Snillingar

 5. KAR við vorum aðallega að vinna úr þeim upplýsingum að Derby County væri uppáhaldsleið Magga á Englandi og hefði verið frá 1986!

 6. Það má ekki vanmeta Basel í þessum riðli. Þeir voru með Chelsea í riðli í fyrra í CL og unnu báða leikina á móti þeim.

 7. Takk fyrir frábæra síðu, frábæra þætti. Oft stoppar stætó á Hlemmi. Það lið sem skorar fleiri mörk, vinnur. C’est La Vie.

One Ping

 1. Pingback:

Daniel Sturridge meiddur! UPPFÆRT: Og Henderson

Upprisa Liverpool, ekki eins manns verk