Daniel Sturridge meiddur! UPPFÆRT: Og Henderson

Uppfært, Eyþór: Henderson haltraði af æfingu í dag. Af þeim þremur sem ég myndi síst vilja missa í meiðsli þá eru Sturridge og Henderson á þeim lista ásamt Mignolet. Frábært. Ég elska landsleikjahlé.

Fyrir tæplega ári síðan sagði Steinaldarsteingervingurinn sem er stjóri Enska landsliðsins þetta:

I tested Daniel Sturridge’s resolve by playing him unfit

Þetta var stuttu eftir deildarleik sem Sturridge spilaði og auðvitað var um að ræða fullkomlega ómerkilegan æfingalandsleik gegn Þjóðverjum sem Sturridge spilaði allar 90 mínúturnar. Nokkrum dögum seinna meiddist Sturridge í tvo mánuði. Það var engin þörf á að auka leikjaálagið hjá meiðslagjörnum leikmanni og allra síst í ómerkilegum leikjum sem skipta engu máli, hvað þá fullar 90 mínútur. Með svona hálfv*** við stjórnvölin er bara heppni er félagsliðin fá sína menn ekki meidda til baka, sérstaklega þá sem eru meiðslagjarnir fyrir. Stuðningsmenn Liverpool hugsuðu Hodgson að vanda þegjandi þörfina þó reyndar væri erfitt að auka hatrið á honum sem kraumar fyrir.

Af fullkomlega óskiljanlegum ástæðum er Roy Hodgson ennþá landsliðsþjálafari Enska landsliðsins. Það þrátt fyrir að skíta eftirminnilega á sig á HM í sumar þar sem England vann ekki leik. Það langversta við vanhæfni enska knattspyrnusambandsins í mannaráðningum er að Hodgson hefur í gegnum landsliðið ennþá möguleika á að eyðileggja leikmenn Liverpool.

Risaeðlan var með landsliðið á HM í sumar og æfði fyrir það mót strax eftir að tímabilinu lauk. Leikmenn eins og Sturridge voru lykilmenn þar, hann er það líka fyrir félagsliðið sem var að spila núna um helgina og á mjög krefjandi tímabil framundan. Tala nú ekki um að Enska landsliðið á mikilvægan leik eftir helgi.

Engu að síður fékk Hodgson það út að aftur væri réttast að láta Sturridge spila heilan æfingaleik gegn Noregi, fjandinn hirði allt svona sports science kjaftæði og það að vernda leikmennina, svona var þetta gert 1982 og ef einhver meiddist spilaði hann bara samt.

Daniel Sturridge er auðvitð farinn heim núna, meiddist á æfingunni eftir leikinn, meiðsli sem menn tengja jafnan við álag. Það er ekki búið að gefa út hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi hann verður frá en við getum svo sannarlega byrjað að svitna núna. Best case eru þetta 2-3 vikur. Worst case erum við að tala um 4-5 mánuði líkt og Siem De Jong leikmaður Newcastle lenti í með meiðsli á sama stað (thigh).

Látum twitter um þetta og byrjum á Sturridge sjálfum sem lofar ekki góðu:

Þetta er haft eftir Owen sem veit sitthvað um meiðsli

Létt google leit skilar þessu um þau meiðsli sem hrjá Sturridge.

Orðrómur er um að þetta verði 4 mánuðir og Evening Standard er búinn að birta forsíðu þess efnis, rétt að taka öllu slíku aðeins með fyrirvara

Það má reyna sannfæra mig um að Hodgson sé með gríðarlega hæft starfslið í kringum sig sem metur leikmenn 100% fyrir hvern leik í landsliðsverkefnum, ég kaupi þetta samt betur í hans tilviki, enda hefur Hodgson ekki tileinkað sér neina nýjung síðan hann fann upp fótboltann (að eigin mati) á sjöundaáratug síðustu aldar.

Ekki veit ég hvaðan Heaton hefur þetta en vonum það besta auðvitað

Veit ekki hvort þetta er satt og nenni ekki að athuga það, trúi því þar til þetta er afsannað, man a.m.k. eftir tveimur slæmum meiðslum núna eftir óþarfa æfingaleiki.

En sama hver meiðsli Sturrdige eru þá tek ég undir þetta af krafti

Það sem ég þoli ekki þennan mann.

84 Comments

 1. svakalegt högg en það er eins og eitthvað segjir mér að Borini sé að fara að troða illa lyktandi sokk upp í Rodgers og aðdáendur liðsins sem voru búnir að afgreiða hann

 2. Slæmar fréttir og þá rétti tíminn fyrir Borini að sanna sig sem og Balotelli.

 3. Setti þetta á annan þráð fyrr í vikunni…

  “Er ég sá eini sem finnst R** Hod***** spila Liverpool mönnum alveg ofan í grasið í leikjum sem engu skipta á meðan aðrir fá að hvíla sig? Grunar að gamli sé bálreiður út í klúbbinn hvort sem hann gerir þetta ó-eða-meðvitað…”

  Það er augljóst að hann gerir þetta meðvitað og Liverpool á nú að setja kröfu á sína leikmenn að hætta að spila fyrir England á meðan risaeðlu ruslið er við stjórvölinn…

 4. Hef nú enga trú á að hann sé að spila Liverpool mönnum viljandi í meiðsli enda meiðast leikmenn annara liða oft hjá honum líka og er spilað ofan í mikið álag. Miklu frekar held ég að aðferðir hans og notkun leikmanna séu svona vitlausar að svonalagað gerist.

  Við tökum eftir þessum óþarfa 90 mínútum sem okkar menn spila en ekki endilega þegar leikmenn annarra liða gera það líka.

  Tek reyndar undir að félagið á að endurskoða stöðuna ef landliðsþjálfarinn er farinn að spila leikmönnum í æfingaleikjum til að athuga hvort hann höndli það líkamlega.

 5. Hann tók fyrirliðann útaf eftir 70 mín, Það er smá vísbending. Held að allir utan miðvarðaparsins, markvarðar, Leighton Baines og Liverpool leikmanna hafi fengið góða hvíld.

 6. Sælir félagar

  Það að risaeðlan sé landsliðseinvaldur Englands sannar ýmislegt um almennar hugmyndir Englendinga um fótbolt – því miður.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 7. #9 hann varð að vinna leikinn, vinnur ekki leik með Englandi án leikmanna Liverpool

 8. Nú á Rodgers einfaldlega að grípa í taumana og láta leikmenn ekki gefa kost á sér í æfingaleiki. Það var ekki tilviljun að meiðslatíðni lykilleikmanna Arsenal og Man Utd fór langt yfir meðaltal í kringum æfingaleiki hjá landsliðunum. Wenger og Ferguson voru einfaldlega að vernda leikmenn sína fyrir svona vitleysu. Því miður hafa Liverpool klúbburinn verið alltof gjafmildir á afnot á leikmönnum sínum.

 9. Sælir (bálreiðu) félagar.

  Þetta er nátturulega orðið fáranlegt. Danni hefur meiðst fjórum sinnum síðan Liverpool signaði hann, alltaf með landsliðinu.

  Áður en ég helli mig alveg pakkfullan af pirringi útí risaeðluna með “Get out of media free” passan, verð ég að spyrja að einu. Veit einhver hvort það hafi verið tekið saman hversu oft(ar) menn meiðast með landsliðunum? Og kann einhver almennilega skýringu fyrir utan ferðalögin?

  YNWA

 10. Englendingar vinna æfingarleiki, og leiki í undankeppnum, en síðan drulla þeir uppá bak í lokakeppni. Týpískt enskt landslið í fótbolta. Svipað og við Íslendingar fyrir Eurovison, við höldum alltaf að við séum að fara að vinna þá keppni.

  Það að þessi álfur sé að stjórna Enska landsliðinu í fótbolta segir bara allt sem þarf að segja um F fucking A.

 11. Fyrir mér hefði þetta alveg eins getað gerst í næsta leik með Liverpool, Sturrage er alltaf að fara að meiðast, spurning hvort Rodgers ætti ekki bara að hvíla hann fyrir landsleikjahlé, eða taka Ferguson á þetta og segja leikmanninum að hringja sig veikann. En ég held samt vandinn liggji svolítið hjá Sturrage sjálfum og hans líkama (auðvitað bara tilfinning)

  Sorglegar frettir, vona hann jafni sig fljótt, frábær leikmaður sem virðist bæta sig með hverjum leik.

  Ég hef alltaf verið í Borini liðinu, vona sá drengur fái tækifæri til að sanna sig hjá Liverpool. Spurning hvar hann er i röðinni samt, væri gaman að sjá hann á bekk.

 12. Nú verður Lambert og Super mario að setja allt í gang og auðvitað Borini að sanni tilveru sína.

 13. Var Costa að meiðast líka? Fannst ég hafa lesið eitthvað um það…

 14. Júbb, Costa líka meiddur. Ekki þó alvarlegt sem betur fer.

  The extent of the injury is not yet known but Chelsea manager Jose Mourinho will be hoping that Costa, who had a hamstring problem at the tail-end of last season, has shrugged off the problem by September 13, when his side host the only other Premier League team with a 100% record, Swansea.

  A statement from the Spanish Football Federation said: “Diego Costa is not available for selection because of an injury to the hamstring muscle in his left thigh. All imaging tests will be sent to Chelsea.”

 15. Eitthvað af bresku blöðunum gaf það út í gær að Sturridge yrði frá út árið, sama blað hefur nú dregið þá frétt til baka. Búist er við því að hann verði frá í 2-3 vikur. Hann myndi þá missa af leikjunum við Aston Villa,West Ham og mögulega nágranna slagnum við Everton. Vonum það besta krossum fingur.

 16. Orðið „thigh“ vakti áhuga minn í þessari grein. Ég lagðist því í rannsóknarvinnu og komst að því, mér til töluverðrar undrunar, að þetta orð notar enskumælandi fólk yfir líkamshluta sem á íslensku er kallaður læri. Hver veit nema fleiri lesendur þessarar síðu hafi jafn mikið gagn og gaman og ég af þessari uppgötvun.

 17. Aðalatriðin í þessu máli eru:
  A) Sturridge er frá í einhvern tíma sem er slæmt
  B) Roy Hodgson er hálfviti!

 18. Vona bara að Borini verði það sém maður bjóst við þegar hann kom, eftir að hafa jafnað sig á enska boltanum, þé er ekki útilokað að hann stigi upp við þetta tækifæri og reyni að koma sér á kortið hjá Rogers.

  annars væri það núna óskandi að Hodgson fari að hætta, td þannig að man utd menn verði óþolimóðir á van gal or reki hann á fái til sin risaeðluna, það væri óskastaða.

 19. Það er risastórt samsæri í gangi. Fjölmiðlar erlendis, fjölmiðlar hér á landi og meira segja kop.is tekur þátt í þessu samsæri. Allir eru að reyna að telja mér trú um að Roy Hodgson sé landsþjálfari Englands.

  Comon hættir þessu þetta er ekki fyndið lengur!!

 20. Þeir geta svo talað saman á ítölsku Balotelli og Borini í framlínunni. BAB í staðinn fyrir SAS. Með Sterling verður þetta BSB eða BBS, nei nú er ég hættur. Skál

 21. Eg hugsa að Borini fá tækifæri i fjær eru Sturage, en fyrst val verður sjálfsagt Lambert. Það er ekkert sjálfgefið að Borini spili mikið, en henn hlitur að vera ólmur í að sanna sig

 22. Af hverju ætti Borini að fá sénsinn fyrir Sturridge? Ég trúi ekki öðru en að Rodgers noti annaðhvort Markovic eða Lambert í staðinn.

 23. #29
  já svo endar þetta sem BDSM = Borini, Daniel, Sterling, Mario. 😉

 24. Haha Dolli, ég dansaði á línunni. Kunni ekki við að fara svona langt.

  YNWA

 25. Dæmigert að Roy skyldi láta út úr sér um daginn að lægri áhorfendafjöldi hjá enska landsliðinu væri það sem koma skal…..og hverjum er það eiginlega að kenna spyr maður sig.

 26. Er það ekki Borin(i) von að Borini fái sjénsinn. Tel Markovic líklegri og svo er hann ekkert Lamb(ert) að leika sér við hann Rickie.

 27. Liverpool eru loksins komnir með svakalega breydd

  Hver kemur inn fyrir Sturridge.
  A) Coutinho og Sterling fer einfaldlega fram með Baloteli
  B) Markovitch og við förum í 4-3-3 með Baloteli fremstan og Markovitch og Sterling á könntunum
  C) Lallana sjá B)
  D) Borini kemur beint inní liðið

  Tel reyndar D ótrúlega ólíklegt en samt alltaf möguleiki.

  Ömurlegt að Sturridge er meiddur og ég tala nú ekki um eftir að hafa verið virkilega flottur gegn Spurs í síðasta leik en miða við valmöguleikana sem liverpool eru allt í einu komnir með þá er þetta ekkert panic hjá okkur og ég tala nú ekki um eftir að við fengum Super Mario til okkar og með Sterling í fanta formi sem getur spilað nánast aldstaðar og brillað.

 28. Ef Sturridge er meiddur og verður eitthvað frá þá er frábært að Lallana sé up and running. Ekki nema Rodgers hafi tekið kolólöglega u-beygju varðandi Borini þá finnst mér afar líklegt að hann sé eitthvað að fá risa tækifæri núna strax. Líklega færumst við aftur í 4-3-3 og Markovic eða Lallana koma inn á vinstri vænginn frammi með Balotelli og Sterling.

 29. Veit einhver ástæðuna afhverju Balotelli er ekki í ítalska hópnum?

 30. Mér finnst nú bara alveg magnað að menn skuli hafa áhuga að spila fyrir þennan mann, ég færi bara í verkfall frá landsliðinu! Sérstaklega ef hann er að taka upp á því að spila leikmönnum sem eru hálftæpir vegna meiðsla.

  ps. æfingarlandsleikir………. hvað í helv. er það!

 31. Hvað er að frétta?
  Kominn einhver niðurstaða á meiðslunum og hversu lengi hann verður frá?

 32. Þetta enska landslið er svo lélegt að það myndi engu skipta hver væri þjálfarinn hjá þeim.

  Enginn leikmaður þarna sem ég myndi flokka sem heimsklassa.

 33. Sæl öll.

  Er í Boston og finn hvergi Liverpool búning. Hef séð alla aðra búninga. Real, Barcelona, Arsenal og Man Utd. Eigandinn á Boston Red Sox og merkið (Warrior Sports) er amerískt. Hvað er málið? Léleg markaðssetning? Og það kannast enginn við Warrior Sports.

  Afsakið þráðránið.

  Kv. Bogi

 34. Var i Boston fyrir ári síðan og lenti í því sama. Fann ekki Liverpool búning.

 35. http://local.soccerloco.com/Liverpool_Jersey_Boston_MA-p1728786-Boston_MA.html
  Á þessari síðu hægra megin er listi af verslunum sem selja Warrior fatnað ef ég skil þetta rétt.

  Til dæmis :

  City Sports
  (617) 423-2015
  11 Bromfield Street Downtown Crossing
  Boston, MA

  The North Face Boston
  (617) 536-8060
  326 Newbury Street
  Boston, MA

  Downtown crossing og Newbury street eru ein aðal verslunarsvæðin/göturnar.

  City Sports
  (617) 267-3900
  480 Boylston Street Back Bay
  Boston, MA

  Boylston er ekki langt þar frá

 36. Jæja, gúrkan mætt. Versla í Boston ? 🙂 lítið að frétta ? Nýjan pistil ?? Þessi er eitthvað svo down. Sturrige meiddur ! Hvað með að Gerrard og Rodgers ætla að verða meistarar.

 37. Gætum líka stillt upp í fjóra þrjá þrjá – án þess að liðið veikist verulega.

  Balotelli
  Sterling – Marcivic
  Lallana – Gerrard – Allen
  Moreno- Lovren – Skretl – Manquillo
  Mignolet_

  Varamenn
  Jones – Lambert – Flanagan – Coutinho – Sakho- Emre Can –

  Það er algjör óþarfi að örvænta. Það var keyptur heill her af úrvals fótboltamönnum í sumar og núna er í verkahring þeirra að stíga fram og fylla í skarðið. Mér sýnist breiddin vera orðin það mikil að það kemur einfaldlega maður í manns stað. Að sjálfsögðu er þetta blóðtaka en nú fá nýju leikmennirnir tækifæri til að sanna sig. Ekki gleyma því að Adam Lallana hefur ekkert getað spilaðsíðan hann var keyptur en hann var hugsaður sem lykilmaður.

 38. Hey, var að frétta að Henderson hafi meiðst líka !

  Lesa menn ekki fyrri pósta eða hvað ?

 39. Veit ekki hvernig Liverpool á að taka í taumana. Hingað til hefur það talist til tekna að eiga sem flesta landsliðsmenn.

 40. Þetta einskorðast svosem ekki við enska landsliðið. Það virðist einhverra hluta vegna vera meiri meiðslahætta í landsleikjahléum – amk. miðað við æfingafjölda og leiki – heldur en gerist hjá félagsliðum. Við þekkjum þetta svosem alveg hérna á Íslandi, það tíðkast alveg að menn meiðist í landsleikjum. Í síðustu keppni fóru Aron Einar og Kolbeinn í meiðsli, bara sem ég man eftir í svipinn. Hvort þetta sé út af öðruvísi þjálfunaráherslum hjá landsliðum eða hvað veit ég ekki.

  En það breytir ekki því að Hodgson er fáviti.

 41. Las einhvernstaðar að Hendo hefði líka meiðst, veit einhver hvort það sé eitthvað til í því?

 42. Já, síðan hefur greinilega ekki verið uppfærð á símanum mínum, sá ekki öll þessi komment á undan mínu.

 43. Það er í sjálfu sér lítið sem félögin geta gert til að meina leikmönnum sínum að taka þátt í landsliðsverkefnum. Man Utd. og Arsenal hafa hins vegar verið dugleg að tilkynna knattspyrnusamböndunum um “meiðsli” leikmanna fyrir tilgangslausa æfingaleiki. Það er eitthvað sem Liverpool mætti alveg fara taka upp hjá sér. Það gæti verið erfiðara að áhrif á þátttöku leikmanna þegar um er að ræða landsleiki í undankeppnum HM og EM.

 44. Podcast í kvöld.

  Leyfum þessari færslu að lifa fram að því. Það eru svo pistlar klárir á næstu dögum til að stytta biðina í þessu óskaplega langa landsleikjahléi.

 45. Örvæntum ekki, erum komnir með breiðan hóp góðra leikmanna en vissulega eru þetta vondar frettir! Vona innilega að Hendo og Sturridge verði ekki lengi frá.

 46. Þessir guttar eru bara fransbauð og eru svo hræddir um ferilinn að ef þeir finna einhversstaðar til eru þeir “meiddir”. Fuss og foj, bara fransbaruð.

 47. Ferlegt að missa Sturridge og Henderson i meiðsli en breidd okkar er svo miklu meiri en í fyrra og því ættum vid að geta verid an þeirra i stutta stund an þess ad það komi of mikið niður á liðinu. Getum spilað 4-3-3
  Markovic/Lallana/Coutinho – Balotelli – Sterling
  Lallana/Can/Coutinho – Allen – Gerrard
  Moreno – Lovren – Sakho/Skrtle – Manquillo
  Mignolet
  Eða 4-2-3-1 (með Can og Allen fyrir framan vörnina)
  Balotelli
  Markovic/Lallana – Coutinho/Sterling – Sterling
  Can – Allen
  Moreno – Lovren – Sakho/Skrtle – Manquillo
  Mignolet
  Eda halda okkur vid 4-4-2 diamond
  Balotelli – Markovic/Lambert
  Sterling – Lallana/Coutinho/Can – Allen – Gerrard
  Moreno – Lovren – Sakho/Skrtle – Manquillo
  Mignolet

 48. þarf maður að þola klukkustundar Hodgson umræðu í podkasti kvöldsins?

 49. Nei takk, ég skelli á ef það verður rætt um hann í meira en 3 mínútur. Myndi helst vilja bara einnar mínútu þögn þar sem við hristum allir hausinn í takt í gegnum Skype-ið.

 50. Ég vona að sjálfsögðu að Sturridge og Hendó verði frá sem allra, allra styðst. Ég vona hins vegar innilega að í þessu meiðslum Sturridge fái Borini tækifæri fram yfir Marcovic, sem er að því mér skilst meiri kantmaður/holumaður en framherji, og einnig að hann fari fram fyrir Lambert sem ég sé frekar fyrir mér sem super sub en byrjunarmann þar sem ég tel Borini hafa mun meira power í 90 mín auk þess sem ég er ekki viss um að Balotelli og Lambert virki endilega svo vel saman.

  Ég hef líka ennþá trú á Borini þótt ég hefði verið sáttur með sölu á þann pening sem nefndur var.

 51. Já football week að byrja! Djöfull er ég spenntur! Líður ekki öllum eins annars? Þetta er það svakalegasta í fótboltanum frá því að CL var sett á laggirnar að sögn Hjörvars Hafliða haha 😉

 52. Mikið ofboðslega langar mig að lesa nýjan pistil frá ykkur, þetta landsleikjahlé er að gera mig vitlausan. Það myndi svo sannarlega bæta vikuna að fá inn podcast/pistil.
  Keep up the good work kop-drengir!

 53. Auðvitað vonar maður að Henderson sé lítið sem ekkert meiddur ef hann spilar og maður reynir að trúa því að hann sé ekki látinn spila ef hann er tæpur, þó það sé reyndar erfitt eftir að ullarhatturinn lét Sturridge spila í fyrra til að kanna hvað hann myndi þola mikið.

  Hvað sem þessu líður og hversu óþolandi það er þegar lykilmenn meiðast með landsliðinu þá skal ég aðeins skilja það betur að lykilmenn spili þessa leiki og þá allar 90.mínúturnar. Þetta er í það allra minnsta ekki fjandans æfingaleikur.

  …og nei Hodgson er alls ekki sérstakur dagskrárliður í kvöld.

 54. Held að menn ættu frekar að beina spjótum sínum að leikmanninum sjálfum heldur en bara RH. Ef að Henderson er mjög tæpur og treystir sér ekki til að spila þá á hann auðvitað að segja það sjálfur – sín vegna, landsliðsins vegna og klúbbsins síns vegna.
  Þetta virkar ekki þannig að Henderson er meiddur, vill alls ekki spila, en Hodgeson neyðir hann til að spila. Það virkar heldur ekki þannig að stjórn Liverpool fc geti setji sig í sambandi við RH og banni honum að spila Henderson.
  Ef að Henderson spilar og meiðist við það þá er það 99% hans eigin sök. Atvinnumenn í fótbolta verða að hafa smá dómgreind og muna hverjir það eru sem greiða launin þeirra o.s.frv.

 55. Er að horfa á England Sviss og það er alltaf sama sagan með Englendingana, þeir eru með miklu betri leikmenn en eru samt yfirspilaðir. England getur ekki haldið boltanum í 15 sekúndur. Skil ekki hvað þeir eru að pæla, ég myndi ráða Sörinn, Sopa og Redknapp sem þríeyki til að koma þessu liði í gang. Þeir eru allir komnir á aldur þannig að þeir skipta þessu með sér og hittast síðan í koníakstofunni á sunnudögum og ræða næsta partý.

 56. Ætla að vera 100% ósamála. England er ekki með miklu betri leikmenn en Sviss.
  Stones, Jones, Delph og Welbeck eru ekki að hræða úr Sviss líftúruna.
  Rooney er klárlega á niðurleið
  Baines hefur ekki verið að ná sér á strik með Enskalandsliðinu
  Framtíðinn hjá Englandi er Sterling, Henderson, Wilshere og Cahill og þeir eru ekki búnir að toppa.

  Þetta er einfaldlega 50-50 leikur í dag. Enskaliðið er einfaldlega í svipuðum klassa og Sviss(held meiri segja að Sviss sé fyrir ofan England á FIFA listanum).

 57. Sterling með frábæra stoðsendingu á Welbeck…hrikalega vel gert hjá þessum unga dreng!

 58. Afsakið þráðránið!

  Er að fara til Liverpool á föstdaginn næsta 12. sept og komum heim mánudaginn 15. sept. Er að fara með lítinn hóp og við ætlum að sjá leikinn Liverpool – Aston Villa, en vegna forfalla losnuðu 2 miðar sem ég er búinn að borga.
  Uppsett verð hjá ferðaskrifstofunni er 119.900 kr. á mann, selst á 90 þús á mann (eða tilboð) ef einhver hefur áhuga. Endilega hafið samband, þarf að skila loka lista yfir farþega seinnipart á morgun.
  Kv. Björn, s: 8671259

 59. Búinn að vera að horfa á þennan leik og ég held að það sé klárt að Henda sé ekki alveg 100%. Miklu minni kraftur í honum heldur en maður er vanur og það er eins og hann sé að forðast sprettina eins og hann getur.

Síðasti séns: komdu með Kop.is á Anfield!

Kop.is Podcast #68