Spá Kop.is – síðari hluti

Þá er komið að seinni hlutanum á spánni okkar, fyrri hlutann kynnti ég í gær.

EPL-logoÞakka Arnbirni góða ábendingu á íslensku orði í stað slettunnar minnar og skora á lesendur að koma með sína spá í ummælakerfinu og ekki verra með smá rökstuðningi!

Þeir sem vilja sjá hvernig við settum þetta upp kíkja á þá færslu en við dembum okkur í það að telja áfram upp…og byrjum í 10.sætinu, því fyrsta í efri hluta deildarinnar. Minni samt á að lið getur mest fengið 140 stig frá okkur en fæst 7 stig.

10.sæti: Stoke City 77 stig

Okkar mat er að Pottararnir í Stoke endi tímabilið í efri hlutanum.

Mark Hughes fékk það verkefni að færa leikstíl klúbbsins frá “Upp í loft og eitthvað” stílnum hjá Tony Pulis í að flytja boltann eftir jörðinni. Hann hefur fengið að kaupa leikmenn inn í þann leikstíl og vanalega nær Hughes ágætis árangri með sín lið ef að hann fær það. Í sumar náði hann í tvo fína reynslubolta úr EPL í þeim Sidwell og Bardsley auk þess að ýta hressilega við ímynd félagsins með að lokka fyrrum ungstirni Barcelona, Bojan nokkurn, í rokið og rigninguna í Stoke.

Heimavöllur Stoke hefur mikla sögu um að vera gryfja. Völlurinn er mjög opinn og veðrið spilar inní marga leiki þar, aðstæður sem heimaliðið þekkir vel og hjálpar þeim mikið. Þeir munu sigla lygnan sjó allt tímabilið án þess þó að blanda sér af einhverju viti í toppslaginn.

Lykilmaður: Marko Arnautovic

Tilvitnun: Verða bara Stoke. Of góðir til að falla en ekki nógu góðir til að gera eitthvað af ráði (Óli)

9.sæti: Southampton 78 stig

Dýrðlingarnir munu sitja í níunda sætinu í röð miðað við hugsanir okkar félaganna.

Við gerum okkur alveg grein fyrir því að hálft byrjunarliðið auk stjórans er horfið og að eigendur félagsins virðast hafa breytt því aftur í “selling club”, nokkuð sem fyrrum stjóri þeirra gagnrýndi mikið. En við erum á því að Koeman sé öflugur stjóri og að kaupin þeirra í sumar hafi fallið vel að þeim kjarna sem er fyrir, auk þess sem að leikstíll þeirra ætti að halda sér með Tadic í stað Lallana og Alderwereild fyrir Lovren. Hryggjarsúla liðsins teljum við sterka, þeir uppfærðu markmannsstöðuna með Fraser og Schneiderlin, Wanyama og Rodriguez hörkuleikmenn sem halda kúrsinum á suðurströndinni.

Svo að efri hluti deildarinnar bíður Koeman og félaga!

Lykilmaður: Victor Wanyama

Tilvitnun: Kannski er frelsandi fyrir þá að hafa verið afskrifaðir fljótt, þetta er gott knattspyrnulið ennþá (KAR)

8.sæti: Swansea 79 stig

Walesverjarnir alhvítu eru í síðasta sæti deildarinnar sem ekki gæti þýtt þátttöku í Evrópukeppni næsta vor.

Við teljum þá hafa átt góðan leikmannaglugga, auk þess augljósa að hafa náð Gylfa Sig til baka þá er Batefomi Gomis að fara að hjálpa þeim mikið og svo ekki síst héldu þeir Bony. Þeir misstu þó markmanninn sinn, Vorm og mikið mun mæða á eftirmanninum Lukasz Fabianski þegar hann stígur út úr skugga sínum sem fyrrum varamarkmaður Arsenal.

Þeirra styrkur liggur í sóknarleiknum, ekki síst í hröðum kantmönnunum og þeir virðast koma virkilega vel undirbúnir til leiks og eru nú lausir við keppni í Evrópudeildinni sem tók töluvert frá þeim síðasta tímabil. Þeir hafa ungan stjóra, Garry Monk en hann var fyrirliði hjá Rodgers og fékk það verkefni að endurvekja möntru félagsins frá þeim tíma eftir misheppnaða veru Michael Laudrup á Liberty Stadium. Reynsluleysi hans og glufur í varnarleik eru veikleikarnir að okkar mati, auk þess sem við höldum að breiddarskortur verði til þess að eilítið dragi úr þegar á tímabilið líður.

Lykilmaður: Ashley Williams

Tilvitnun: Finnst leiðinlegt Swansea vegna að þeir skyldu hafa þurft að droppa nafninu sínu eins og Spurs í fyrra. Heita nú “Gylfi og félagar” (Steini)

7.sæti: Everton 98 stig

Litli bróðir fellur í töflunni í vetur frá því í fyrra.

Eins og sést þá er munurinn á stigatölu liðanna í 8. og 7.sæti töluvert, um 15% og þetta sæti gefur mögulega Evrópudeildarsæti ef einhver topp sex liðanna vinna bikarkeppnirnar tvær. Reglugerðarbreyting hjá UEFA bannar öllum silfurliðum í bikarkeppnum að fá þátttökurétt.

Blánefir keyptu tvo lánsmanna sinna, þá Barry og Lukaku en bættu einnig Eto’o við sig eftir að klárt varð að LFC myndi ekki sækjast eftir kröftum hans. Tímabil Martinez í fyrra var yfir væntingum margra, lið hans höfðu ekki áður náð að halda dampi heilt tímabil, heldur alltaf átt frekar erfitt hluta af þeim. Það varð ekki í fyrra og á tímabili áttu þeir séns á CL – sæti…þangað til slátrunin á Anfield kom til.

Þeir misstu þó öflugan liðsmann í Deloufou og meiðsli Ross Barkley plús erfitt upphafsprógramm gæti slegið þá aðeins niður.

Lykilmaður: Ross Barkley

Tilvitnun: Þeir verða þessum 5 – 10 stigum frá 4.sætinu og eiga séns á því eitthvað inn í 2015 (Eyþór)

6.sæti: Tottenham 103 stig

Rétt ofan við Everton í spánni okkar liggur Tottenham undir stjórn Pochettino.

Spursarar ætla sér klárlega að fara aftur í Meistaradeildina en ansi mikið hefur gengið á síðustu ár og enn er nýr maður í brúnni. Sá þarf að fá tíma til að innleiða sinn hugsunarhátt og leikstíl og stóra spurningin er hvort hann fær það án mikilla afskipta Daniel Levy.

Margt mun ráðast af því hvort að einhverjir leikmannanna sem keyptir voru í fyrra munu ná að fóta sig betur en þeir gerðu í fyrra, ef það tekst gætu þeir lent ofar en við erum ekki sannfærðir um það. Þeir þurfa öflugri framherja en þeir hafa yfir að ráða og varnarleikurinn er ekki nægilega góður fyrir CL-sæti þó mögulega þeir séu með best skipaða markvarðateymi deildarinnar.

Lykilmaður: Hugo Lloris

Tilvitnun: Pochettino þarf tíma til að móta sitt lið. Fái hann þolinmæði gæti Tottenham orðið alvöru lið. (Babu)

5.sæti: Manchester United 114 stig

Okkar svörnustu óvinir hafa fengið úthlutað 5.sætinu hjá Kop.is!

Mesta “net-spend” í sögu enska leikmannagluggans sýnir best hversu desperat klúbburinn er að komast aftur inn í topp fjögur sætin og það er ljóst að það er lágmarkskrafa til Louis Van Gaal og félaga. Þeir náðu sér í frábærar sóknartýpur og keyptu í raun bara “tilbúna” leikmenn sem stjóranum er ætlað að raða saman í liðsheild. Leikkerfið nú í upphafi tímabils hefur komið á óvart og þá ekki síst þar sem þeir hjuggu stór skörð í reynslu varnarlínunnar sinnar með brotthvörfum leikmanna í sumar.

Vörnin er enda þeirra akkilesarhæll og aðalástæða þess að við teljum þeim ekki takast að komast aftur inn í meistaradeildina. Með virðingu fyrir V.Persie, Falcao, Rooney, Di Maria og Mata þá eru Evans, Smalling, Jones og félagar akkilesarhællinn sem mun verða til þess að baráttan tapast.

Lykilmaður: Angel Di Maria

Tilvitnun: En hei, þeir voru reyndar búnir að vinna deildina eftir stórsigurinn á geimskipsliðinu frá Englaborginni (Steini)

4.sæti: Arsenal 117 stig

Wenger vinnur sína keppni, “4.sætisbikarinn” enn eitt árið!

Í fyrsta sinn lengi missa Arsenal ekki lykilmann en þrátt fyrir það höldum við að eins verði um keppni þeirra og áður, þeir munu rétt skríða fram úr United á lokasprettinum og ná í CL-sætið sem þeir þurfa aftur.

Þeir áttu fín kaup í sumar, sérstaklega verður forvitnilegt fyrir okkur að sjá hvernig Alexis Sanchez mun ganga og svo ekki síður hvernig Wellbeck mun falla inn í liðið. Hann mun fá sénsa núna í byrjun í meiðslaforföllum Giroud og það væri kaldhæðni ef að hann mun verða það sem skilur á milli liðanna sem við spáum 4. og 5.sæti.

Við undrumt yfir því að Wenger hafi ekki farið í að sækja 20 marka senter sem hann virkilega vantar og svo er breiddin í miðri vörninni ansi lítil. Hins vegar á hann endalaust af skapandi miðjumönnum. Þegar þetta allt kemur saman fáum við lið sem er nógu gott til að enda í Meistaradeildarsæti en mun ekki duga í titilbaráttunni til vors!

Lykilmaður: Aaron Ramsey

Tilvitnun: Eins og ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Wenger þá skil ég ekki að hann hafi ekki klárað Remy, Balotelli, Falcao eða bara einhvern fyrr í glugganum. (Eyþór)

3.sæti: Manchester City 131 stig

Meistararnir verja ekki titilinn og falla um tvö sæti milli ára!

Við höfum þó allir hörkutrú á þessu liði sem er feykilega vel skipað. Bætti við sig sterkum varnarsinnuðum miðjumanni og tókst að gera Yaya Toure ánægðan aftur.

Áhersla vetrarins á Etihad teljum við að verði á að ná nú loks langt í Meistaradeildinni og það mun einfaldlega taka toll af frammistöðunni í deildinni þegar líður á. Það er vonlaust að ætla að fara að tíunda veik- og styrkleika. Munurinn á þremur efstu liðunum er lítill, við teljum þau verða töluvert ofan við þau sem næst þeim koma og röðun þeirra hæglega gæti breyst.

Lykilmaður: Kun Aguero

Tilvitnun: Mögulega galið að spá City í 3.sæti eftir að þeir fóru létt með okkar menn. Held mig samt við það (Babu)

2.sæti: LIVERPOOL 132 stig

Já. Við semsagt spáum sama sæti milli ára og öruggu CL sæti áfram. Á markatölunni ofar City!

Svolítið skemmtilegt að enginn okkar spáir 2.sæti heldur skiptumst við í holl um sigurinn eða bronssætið.

Það þarf í rauninni lítið að rökstyðja þetta, við vonumst allir eftir því að liðið bæti sig milli ára og vinni dolluna en höfum mismikla trú á því, ekki síst útfrá því að nú er aukið álag með þátttöku í Meistaradeildinni og að við erum nú Suarezlausir og þurfum tíma til að aðlaga okkur að því.

Virkilega vonandi erum við að vanmeta liðið okkar í spánni eins og í fyrra!

Lykilmaður: Raheem Sterling

Tilvitnun: Nota bene, ég skrifaði upp fjögur efstu liðin eftir að hafa drukkið freyðivín í nafnaveislu dóttur minnar. Rökstuðningur: AF ÞVÍ BARA! (Einar Örn í kjölfar þess að spá LFC titlinum í ár!)

MEISTARAR: Chelsea 136stig

Með óbragð í munni spáum við lærisveinum Mourinho titlinum í ár.

Við teljum þá eilítið sterkari en okkar menn og City eftir öflugan glugga þar sem þeir styrktu sínar vandræðastöður frá í fyrra, sóknartengiliðinn, vinstri bak og framherjastöðuna. Diego Costa hefur strax fundið taktinn í deildinni og þar með nær Mourinho að spila sitt 4-2-3-1 kerfi með kraftframherja, kantmönnum og öflugri seinni bylgju af miðjunni, varið af líkamlega sterkum varnarmönnum sem eru beinlínis ofurhættulegir í föstum leikatriðum.

Eins og með hin toppþrjú liðin finnst okkur erfitt að finna veikleika hjá þeim bláu, breiddin er mikil í öllum leikstöðum og fullt af stjörnum.

Mourinho hefur sögu af því að ná að stjórna slíkum leikmannahópum og því miður erum við á því að Mótormunnurinn fagni í vor.

Lykilmaður: Diego Costa

Tilvitnun: Breiddin er mikil og Mourinho er vanur að eiga sitt besta tímabil á öðru ári með lið. Þeir vinna þetta í ár (KAR)

Þar með ljúkum við umfjöllun um spána okkar fyrir leiktímabilið. Endilega komið með ykkar spá hér fyrir neðan með rökstuðningi og sláið okkur svo út! Ekki síst kannski ykkar væntingar um okkar lið eftir gluggalokun og byrjun tímabilsins!

28 Comments

 1. Ég spáði Liverpool í 3. sætið, svo það sé á hreinu. Svona setti ég þetta niður:

  1. CHELSEA: Mourinho & co. hafa styrkt liðið feykivel í sumar og í Diego Costa sérstaklega hafa þeir mann sem mun breyta miklu. Breiddin er mikil og Mourinho er vanur að eiga sitt besta tímabil á öðru ári með lið. Þeir vinna þetta í ár.

  2. MAN CITY: Meistararnir verða í baráttunni við Chelsea og gætu vel varið titilinn enda frábært lið með frábæran stjóra. Set þá í annað sætið en það munar ekki miklu á þeim og Chelsea.

  3. LIVERPOOL: Ég tel okkar lið í dag vera “Best of the rest”, ef svo mætti segja. Við getum undir réttum kringumstæðum ógnað risunum tveimur í titilbaráttunni en líklegast þykir mér að við tryggjum okkur þriðja sætið en verðum skrefi á eftir hinum tveimur í baráttunni um titil. Vona að þetta reynist svartsýnisspá en verð ekkert of fúll ef þetta gengur eftir.

  4. ARSENAL: Ég þurfti að hugsa mig um hvort ég setti þá í 4. eða 5. sæti. Þeir styrktu sig vel í sumar en vantar breidd í miðja vörnina. Engu að síður er Wenger með glæstan feril í að komast ávallt í Meistaradeildina og ég held að þeir geri það í ár og gætu jafnvel, eins og Liverpool, undir réttum kringumstæðum strítt toppliðunum tveimur.

  5. MAN UTD: United hafa fengið frábæra leikmenn til sín í sumar en það er mikið ójafnvægi í liðinu. Varnarlínan er ekki svipur hjá sjón og þá skortir breidd á miðjuna, þótt þeir skarti sennilega einni glæstustu sóknarlínu deildarinnar núna. Falcao, Di María, Rooney, Van Persie og Mata munu tryggja þeim ófá stigin í vetur og ef Van Gaal nær að finna réttu taktíkina og rétta byrjunarliðið munu þeir komast á flug en ég met þá ennþá skör fyrir neðan Meistaradeildarliðin.

  6. EVERTON: Fyrr í sumar var ég eiginlega reiðubúinn að afskrifa Everton en mér líst vel á þá í upphafi tímabils og held að þeir verði sterkir í vetur.

  7. TOTTENHAM: Spurs verða sterkir undir stjórn Pochettino en mér finnst vanta einhvern neista í þá sem er í liðunum fyrir ofan þá (nema United, en ég geri frekar ráð fyrir að þeir finni sinn neista en Spurs). Ef hlutirnir smella gætu þeir klifrað ofar en ná samt ekki Meistaradeildarsæti í vetur.

  8. SWANSEA: Svanirnir hafa byrjað vel og verða sterkir í vetur. Þeir gerðu frábærlega í að halda Wilfried Bony og styrktu sig einnig vel með því að fá Gylfa Sigurðsson aftur inn. Þeir eru ekki í Evrópu og munu því halda dampi í vetur. Verða í efri hlutanum.

  9. HULL CITY: Sennilega það lið sem átti besta leikmannagluggann. Steve Bruce er að búa til Úrvalsdeildarlið þarna og þeir verða góðir í vetur. Gætu lent í erfiðleikum vegna Evrópudeildarinnar en verða samt þægilega um miðja deild.

  10. SOUTHAMPTON: Ronald Koeman er góður stjóri og þeir virðast hafa styrkt sig eftir blóðtökuna í byrjun sumars. Kannski er það frelsandi fyrir þá að hafa verið afskrifaðir svona fljótt, þetta er allavega gott knattspyrnulið ennþá.

 2. Mín spá yrði einhvernveginn svona:

  20. Burnley – Þekki ekki einu sinni lykilmanninn þeirra.
  19. W.B.A. – Munu ekki sjá til sólar eftir niðurlægingu á Anfield í byrjun október.
  18. Crystal Palace – Þarf ekki rökstuðning.
  17. Leicester – Nýliðar, eru sprækir til að byrja með þar til þeir fatta hversu lélegir þeir eru. Stigin sem þeir vinna sér inn í byrjun móts eiga eftir að hjálpa Cambiasso að halda þeim uppi.
  16. Hull – Flopp tímabilsins. Gæti verið að þetta sé bara eitthvað sem ég vill frekar en ég held að gerist, hef aldrei fílað þetta lið og tóku svo stórt skref yfir strikið með því að vinna Liverpool í fyrra.
  15. Queens Park – Eiga ekkert gott skilið, Football Manager kaup Redknapp duga skammt. Mikil reynsla í liðinu, en mikið held ég að það verði leiðinlegur mórall innan liðsins og verði erfitt fyrir þessa gömlu kalla að vinna með hverjum öðrum.
  14. Stoke – Verða jafntefliskóngar þetta tímabilið. Auka örlítið sóknarþungann en munu detta til baka þegar líður á mótið.
  13. Sunderland – Nenni ekki að eyða orðum í þá.
  12. Aston Villa – Klúbbur sem á heima í úrvalsdeildinni, munu eiga fínt tímabil, munu jafnvel kitla EC sæti ef Agbonlahor og Benteke detta í gang og haldast heilir.
  11. Newcastle – Eftir að hafa gert stór mistök og selt Shola King Ameobi eiga þeir ekki möguleika á því að enda í efri hluta deildarinnar.
  10. West Ham – Veit ekki af hverju ég set þá þarna, gleymdi sennilega að setja þá inn í fallbaráttuna, ætli þeir endi ekki 16 sæti og hin liðin færi sig eitt sæti upp.
  9. Gylfi og félagar – Gylfi verður þeirra lykilmaður í vetur, Bony og Gomis mynda sterkt framherjapar og kanntmennn sem geta næstum hlaupið eins hratt og Sterling skilar þeim 9. sætinu.
  8. Southampton – Búið að setja umbúðir á brotna vænginn, spurning hversu langan tíma það tekur fyrir hann að gróa. Býst vil betra liði núna en í fyrra, ennþá jafn hungraðir.
  7. Man.Utd. – Finnst asnalegt að kalla þetta stórveldi Manchester United eftir þennan leikmannaglugga, ekkert Manchesterlegt við þetta lið lengur. Eiga eftir að ströggla lengi vel og munu vera í sömu vandræðum og þegar Moyes stjórnaði þeim.
  6. Everton – Ekki mikil bæting frá því í fyrra, næstum því sami hópur, sumir leikmenn orðnir 1 ári eldri sem ekki máttu við því en fleiri sem þroskuðust rétt á þessu 1 ári. Verða erfiðir andstæðingar gegn öllum liðum og verða alltaf sigurstranglegri á heimavelli.
  5. Spurs – Menn eru að slípast saman, sé þá fyrir mér sem mjög gott fótboltalið í vetur og looka mjög vel þó svo að þeir hafi tapað 0-3 heima gegn Liverpool.
  4. Liverpool – Spennufall frá því í fyrra, ungur og skemmtilegur hópur sem nýtir þetta tímabil sem undirbúningstímabil fyrir 2015-2016 þegar þeir rúlla upp deildinni.
  3. Arsenal – Góð kaup hjá Wenger í sumar, loksins.
  2. Chelsea – Mourinho missir klefann í lok móts og klúðrar góðri forystu á toppnum.
  1. City – Eina sem kemur í veg fyrir að City vinnur mótið er Chelsea, þessi lið eiga að klára alla leiki ef horft er á pappíra.

  Sé Liverpool ekki alveg fyrir mér í toppbaráttunni, en dreymi samt um það.

  Ekki tengt þræðinum, verð að hrósa Úrval Útsýn fyrir frábæra þjónustu. Var að bóka mig og félaga minn í Kop.is-ferðina. Frá því að ég hafði samband og allt var komið á hreint og allt staðfest liðu 4 klst, toppþjónusta. Nú bíð ég spenntur eftir þessari ferð!

 3. Ég spái aldrei en hérna er lokastaðan (spoiler fyrir þá sem vilja fylgjast með í vetur)

  20. Burnley – eru með hjartað en ekki hæfileikana
  19. WBA – það vantar allt í þetta lið
  18. Leicester – Breyddinn er ekki nógu góð og þeir rétt falla
  17. Palace – frábærir stuðningsmenn bjarga þeim
  16. QPR – gjörsamlega andlaust lið en Janúar glugginn heldur þeim uppi
  15. A.Villa – verður erfitt tímabil hjá þeim sökum ólgu innan vallar sem utan
  14. Sunderland – Borini bjargar þeim eftir komu í janúar og Poyet er nagli sem lætur þá berjast
  13. West Ham – Big Sam er kominn á endastöð og klárar ekki tímabilið en þeir verða eins og jójó á tímabilinu
  12. Stoke – Þeir eru að spila flottari bolta en árangurinn verður bara meðalmenska enda með miðlungsmenn
  11. Southampton – lykilmenn farnir en ég hef trú á Koman og félögum
  10. Hull – frábær gluggi hjá þeim á eftir að fleita þeim langt
  9. Swansea – virkilega skemmtilegt lið sem má ekki við meiðslum
  8. Newcastle – frábærir stuðningsmenn og nýr stjóri fyrir jól eiga eftir að koma þeim á smá skrið.
  7. Everton – virkilega skemmtilegt lið sem berst til síðasta manns. Þeir verða á svipuðum stað og á síðustu leiktíð.
  6. Tottenham – þeir verða nær 4.sætinu en flestir halda eru með flottan hóp og flottan stjóra
  5. Man utd – verða ekki sáttir með 5.sætið og það gleður mig að setja þá í það
  4. Liverpool – þetta verður frábært tímabil. Meistaradeildinn truflar en við eigum eftir að koma á óvart í henni og held ég að við séum einu ári frá því að verða meistara. Ungu strákarnir sem voru að koma eiga eftir að aðlagast og ég veit að þetta er klisja en næsta árverður okkar ár(p.s Sterling er besti leikmaður deildarinar í ár)
  3. Arsenal – þeir verða sterkir í ár ef þeir sleppa við meiðsli
  2. Chelsea – þeir verða betri en í fyrra en ég held enþá að Mourinho sé ekki nógu sókndjarfur á útivöllum sem munn kosta þá titilinn.
  1. Man City mun fækka jafnteflum í ár og vinna titilinn enda einfaldlega með besta liðið

  Meira um okkar lið.
  Við byrjum dálítið eins og jójó lið þar sem við virkum ósigrandi en líka eins og við höfum adrei séð fótbolta en eftir áramót þá fer allt á flug og tökum við rosalegt run og komust langt í bikarkeppni og þótt að við verðum ekki meistarar þá sé í bikar í hús og fullt af flottum leikjum.
  Miðverðinir verða ekki sanfærandi allt tímabilið, Moreno verðu kaup ársins, Markovitch/Lallana koma sterkir inn, Allen á eftir að eiga sitt besta tímabil, það fer að hægjast hratt á Gerrard, Sterling verður besti maður deildarinar, Super Mario kemur á óvart og verður hvorki flobb né snillingur heldur verður flottur liðsmaður sem skorar nokkur mörk. Mignolet verð til vandræða og við kaupum nýjan markman á næsta leiktímabili(því að Valdes var ekkert betri eftir áramót).

 4. Svona var mín niðurröðun:

  1. Chelsea: Eru að ég held búnir að taka fram úr Liverpool og City frá því í fyrra. Í fyrra voru þeir með stóran og flottan hóp, í dag er hann orðinn enn stærri og sterkari. Þeir endurnýjuðu framlínuna sína, bættu við púðri á miðsvæðið með Fabregas og styrktu vörnina. Ég held að þeir komi til með að taka þetta.

  2. Man City: Meistararnir í fyrra verða einnig gífurlega sterkir í vetur. Að mestu leiti er þetta sami hópur og þeir keyrðu á í fyrra. Negredo fór en Jovetic kemur í liðið í hans stað. Gífurlega þéttir og öflugir fram á við. Styrktu vörn sína í sumar og verða líklega sterkari en í fyrra.

  3. Liverpool: Okkar menn voru frábærir í fyrra, þeir verða það aftur í ár og veita Chelsea og City samkeppni á toppnum. Liðið hefur keypt að mínu mati mjög vel í sumar og erum við að horfa á líklega sterkasta hóp Liverpool í mörg ár. Fjölhæfni, áræðni, kraftur og sóknarbolti – vonandi með bættri vörn. Rodgers byggir á síðustu leiktíð og skringilega vanmetið lið Liverpool verður öflugt. Ef að vörnin smellur og nýir leikmenn ná að byrja af krafti þá getur liðið jafnvel endað ofar.

  4. Arsenal: Þeir verða að ég held í hefðbundna 4.sætinu sínu. Þeir hefðu kannski þurft að bæta smá stáli á miðsvæðið hjá sér en annars gerðu þeir fín kaup í sumar í þeim Debuchy, Chambers, Sanchez og já, Welbeck – sem verður í lykilhlutverki í að halda Arsenal fyrir ofan Man Utd.

  5. Man Utd: Þeir eyddu lang mestum pening toppliðana í ensku í sumar og eru með nýjan reyndan stjóra sem hefur reynslu af því að vinna hluti. Stórkaup á leikmönnum eins og Falcao og Di Maria gætu fleytt þeim langt og ef áhugaverð kaup eins og Rojo, Herrera og Blind smella inn í liðið þá gætu þeir vel endað ofar en það er margt sem ég held að Man Utd hefði getað gert betur í sumar og eru enn að ég held, ekki á þeim stað sem hin fjögur liðin fyrir ofan þá eru – en þeir gætu nálgast eitthvað. Miðað við fjármagnið, hype-ið og kröfurnar þá verða þeir að enda ofarlega en þetta byrjar nú alls ekki sannfærandi hjá þeim.

  6. Tottenham: Verða bara svipaðir og í fyrra held ég. Mér finnst þeir ekki hafa styrkt sig neitt brjálæðislega í sumar miðað við liðin í kringum þá. Pochettino kemur líklega betra shape á þá og einhverjir þeirra sem þeir keyptu í fyrra munu eflaust spila betur. Heilt yfir þá held ég að þeir séu svolítið á eftir pakkanum.

  7. Everton: Sama og hjá Tottenham. Þeir eru svipaðir í fyrra. Náðu að krækja í Lukaku í varanlegum díl en hafa ekki bætt neitt svakalega miklu við sig og detta líklega eitthvað aðeins niður miðað við síðustu leiktíð.

  8. Southampton: Misstu heillt og hálft byrjunarlið í sumar ásamt stjóra sínum. Ronald Koeman tók við og Southampton lítur ágætlega út hingað til. Ungir leikmenn fá stærri hlutverk en í fyrra og þeir hafa gert forvitnileg kaup í Pelle, Alderweireld, Tadic, Long og Mane. Ef þeir smella hjá þeim og Rodriguez kemur þá gætu þeir orðið flottir.

  9. Hull: Ég held að Steve Bruce og félagar komi á óvart í vetur. Þeir styrktu sinn hóp vel og mikið í sumar og eru komnir með stóran og sterkan hóp. Gaston Ramirez, Hatem Ben Arfa, Snodgrass, Diame, Tom Ince, Michael Dawson og Abel Hernandez bættust við og Hull líklegt til að taka skref upp á við held ég. Sterk vörn og núna komnir með fleiri frambærilega leikmenn á miðjuna og á vængina.

  10. Swansea: Það var frábært skref fyrir bæði Gylfa Sigurðsson og Swansea að hann skuli hafa farið aftur til Wales. Hefur farið á kostum í upphafi leiktíðar og virðist smella vel við hraðann í kantspili Swansea. Öflugir framherjar eins og Bony og Gomis gætu reynst drjúgir. Stærsta spurningamerkið er kannski varnarleikurinn.

 5. 20. Burnley – Ekki nægilega sterkur leikmannahópur
  19. Crystal Palace – Warnock er aldrei lausnin!
  18. WBA – Þeirra tími er liðinn
  17.QPR – Ströggla mikið en rétt ná að hanga uppi

  10. Leicester- Spútnikliðið í ár
  9. Southampton – Verða öruggir um miðja deild
  8. Everton – Faraí lægð þetta tímabilið
  7. Swansea – Verða spútnikliðið
  6.Tottenham- Verða ekki með í baráttu um meistaradeildarsæti
  5. Arsenal – Vinna deildarbikarinn
  4. Man Utd – Verða fyrir ofan Arsenal á markatölu
  3. Liverpool – Verðum nær 2. sæti enþví 4.
  2. Chelsea- Costa lendir í persónulegum vandræðum og allt fer um koll um áramót
  1. Man City – STerkari en í fyrra og Aguero að detta í toppform

 6. Ég held ég geti bara klippt og límt rökstuðning KAR hér að ofan, óbreyttan! Er nánast sammála honum í einu og öllu.

  1. sæti: Chelsea
  Það bara hlýtur að vera. Fokking Morinho fer í mínar allra fínustu, og þó ég reyndar telji hann vera góðan þjálfara, þá er ég samt á því að hann sé í rauninni ofmetinn. Hann gat gert Porto að Evrópumeisturum, en þess utan hefur hann aldrei náð árangri nema eyða gífurlegum fjárhæðum í leikmenn. En þegar hann fær að kaupa, þá er hann ofboðslega góður. Skrítið, en samt …

  2. sæti: Manchester City
  Baráttan um titilinn verður á milli þessara tveggja liða, og mér kæmi bara ekkert á óvart að sjá titlinn vinnast í síðustu umferðinni, svo spennandi verður þetta líklega. Eins og Chelsea, þá er ManCity ofboðslega vel skipað af heimsklassa leikmönnum. Þeir keyptu vel í sumar, líkt og Chelsea, og erfitt að finna veikann blett.

  3. sæti: Liverpool
  Liverpool þarf að bíta í það súra epli að missa besta leikmann heims úr sínum röðum. Það er bara þannig. Um leið og besti leikmaður heims fer frá félaginu, þá veikist liðið. Alltaf. Það er óþarfi að lifa í sjálfsblekkingu með annað. Ef Real eða Barca myndu missa Ronaldo eða Messi frá sér, þá er augljóst að þau myndu veikjast við það – jafnvel þótt þau eigi gommu af flottum leikmönnum til að koma inn í staðinn.

  Liverpool keypti samt fullt af leikmönnum í sumar, og þó þeir séu margir hverjir flottir fótboltamenn, þá tekur ávallt tíma fyrir þá að venjast nýju liði og nýjum samherjum. Fyrir mér er þetta tvö skref aftur á bak en eitt áfram – en ef vel lætur þá er verið að búa vel í haginn fyrir næsta tímabil / næstu tímabil. Þolinmæði er dyggð – það er mantra okkar manna.

  4. sæti: Arsenal
  Mér finnst alveg merkilegt að Wenger – þessi reynslumikli þjálfari – skuli ekki hafa meiri metnað fyrir sitt lið en raun ber vitni. Það sjá allir að liðið þarf 2-3 heimsklassa leikmenn og þá eru þetta kandídatar í meistaralið. Hugsið ykkur ef hann hefði nú bara asnast til að fá Khedira og Balotelli, auk Sanchez, til félagsins í sumar. Það hefði kostað Arsenal í kringum 70 milljónir evra – en það hefði verið peningum vel varið. Þeir lenda án vafa í sínu 4ja sæti, allt annað væri slys.

  5. sæti: Manchester United
  Ég hef reyndar óbilandi trú á Luis van Gaal, en liðið er bara í alltof miklu rugli til þess að hægt sé að tala um meistaradeild hjá þeim. Það að þeim hafi takist að fá tvo af 5-10 bestu sóknarmönnum heims til sín án þess að geta boðið upp á meistaradeildarbolta er hreint ótrúlegt. Vandamálið er hins vegar að þeim vantað ekki tvo heimsklassa sóknarmenn. Þá vantar alvöru varnarmann og góðan miðjumann. Kannski tekst þeim að fá einn eða tvo í janúar þannig þeir gætu alveg stolið 4ja sætinu af áskrifendunum í Arsenal.

  Annars nenni ég ekki að spá í önnur lið – svo lengi sem Liverpool nær lágmark 3 sæti, Manchester kemst ekki í CL og Crystal Palace fellur, þá verð ég bara sáttur 🙂

  Homer

 7. Svona setti ég efri hlutann og svona á þetta að fara, oghananú!

  1.Liverpool – Why the hell not? Hjartað hefur hausinn núna, viðurkenni það en hef á sama tíma bullandi trú á að þetta Liverpool lið sé vel í stakk búið til að bæta sig og það töluvert öfugt við hin tvö Liverpool liðin sem náð hafa öðru sæti á þessari öld. Þó Liverpool hafi ekki náð að fylgja öðru sæti eftir þá er það algengt að lið sem vinna titilinn endi í öðru sæti árið á undan, þetta er þriðja tilraun hjá Liverpool og eins og við vitum er allt þegar þrennt er. Það er smá óskhyggja auðvitað að spá því að þetta gerist strax hjá þessum unga hóp okkar en alls ekkert útilokað eins og við sáum á síðasta tímabili. Hópurinn er stór og fullur af ungum, fljótum og hungruðum leikmönnum sem FSG hefur að langmestu fengið til félagsins á sinni vakt. Þeim fækkar stöðugt fulltrúum fyrri tímabila hjá Liverpool. Hugarfarið er gjörbreytt og stefnan er á titilinn.
  Óvissuþættir eru hve stórt skarð Suarez er, hve mikil orka fer í Meistaradeildina og hvernig vinnur Rodgers með hana og eins hversu sterkir eru andstðingar Liverpool orðnir, þeir áttu allir mjög góða leikmannaglugga.

  2.Chelsea – Hausinn var nokkuð viss um að þeir myndu vinna mótið og þeir eiga að vinna mótið. Hópur Chelsea er með öllu fáránlegur og sumarglugginn þeirra sá besti af öllum liðum í deildinni og tekur á öllum þeirra helstu vandamálum. Diego Costa og Fabregas byrja með látum og bætast við hóp sem var þegar nógu góður. Mourinho fékk að vanda að nánast handvelja þá sem hann vildi fá og það hjálpar alltaf. Hjartað segir samt að reiknimeistarar FSG með Rodgers í fararbroddi hafi náð að finna lausn á því hvernig hægt er að ná í fleiri stig en Chelsea.

  3.Man City – Mögulega galið að spá City í 3. sæti eftir að þeir fóru nokkuð létt með okkar menn. Held mig þó við það en spái City auðvitað baráttu um titilinn alveg fram að síðasta leik. Núna eru þeir hinsvegar komnir með þjálfara, reynslu og hóp til að fara berjast alla leið í Meistaradeildinni, þar verður fókusinn hjá þeim í vetur held ég og það kostar þá titilinn naumlega. Það er eins oft erfitt að verja titilinn.

  4. Arsenal – Enn á ný verða Arsenal menn á sínum stað. Ég var reyndar bæði búinn að spá þeim ofar og neðar en endaði á að setja þá í 4. sætið. Hópurinn er svipað sterkur ef ekki veikari varnarlega, Debuchy og Chembers eru q.m.k ekkert endilega bæting á Sagna og Vermaalen. Gleymum þó ekki að vörn Arsenal var góð í fyrra lengst af og slapp vel við meiðsli. Á miðjuna vantar ennþá heimsklassa varnartengilið en þeir endurheimta menn eins og Ramsey og Wilshere úr meiðslum. Sóknarlega er liðið svo miklu betra en fyrir ári. Sanchez er gríðarleg styrking og Welbeck verður það líka, hann gefur þeim annan valkost en Giroud sem var sigraður í lok síðasta tímabils (og er meiddur núna). Özil gæti síðan komið mikið sterkari til leiks núna eftir erfitt fyrsta tímabil, leikmenn hafa áður gert það hjá Wenger.

  5. Man Utd – Síðasta tímabil svíður greinilega sárt á Old Trafford og þar á bæ kemur ekkert annað til greina en að kaupa sér leið eins og skot aftur í Meistaradeildarsæti, töluverð pressa á að ná því. Það eitt að skipta um stjóra bætir liðið mikið, engin Evrópa hjálpar þeim líka og með því að opna veskið upp á gátt hafa þeir náð að kaupa feita bita á markaðnum. Eitt ár utan Meistaradeildarinnar skiptir ekki öllu máli hvað leikmannakaup varðar og United er að sýna það í vetur. Það er mjög erfitt að spá fyrir um gengi United í vetur, ætla að halda mig við mína upphaflegu spá um að þeir nái Tottenham og Everton en ekki inn í topp 4 í þessari tilraun. LVG er stærra nafn en Moyes og kaupir miklu betri leikmenn, ég held samt í vonina um að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir United og að hans hugmyndafræði og stjórnunarhættir séu á undanhaldi. Byrjunin hjá þeim lofar mjög góðu.

  6. Tottenham – Líklega kemur betur í ljós á þessu tímabili hversu góður síðasti gluggi hjá Tottenham var. Þeir eru með góðan hóp sem getur alveg náð ofar í töflunni og mögulega eru þeir komnir með besta stjóra sem félagið hefur haft síðan Levy fór að sjá um mannaráðningarnar. Mjög sterkt hjá þeim að halda Lloris áfram og það styrkir vörnina mikið að selja Dawson. Pochettino þarf tíma til að móta sitt lið og líklega verður þetta tímabil erfitt en fái hann smá þolinmæði gætu Tottenham orðið alvöru lið. Liverpool keypti þrjá leikmenn í sumar sem blómstruðu undir stjórn Pochettino.

  7. Newcastle – Pardew og félagar náðu 10. sæti á síðasta tímabili og aldrei þessu vant virðist ekki allt vera í upplausn hjá þeim. Þeir hafa átt góðan leikmannaglugga og bætt góðum leikmönnum við frá Frakklandi og Hollandi ásamt því að nýju leikmennirnir frá því í fyrra eru nú með reynslu af EPL. Vörnin er ennþá áhyggjuefni en mig grunar að Newcaslte verði sterkari en margir halda og þeir fara upp fyrir Everton.

  8. Everton – Eins og talað var um á síðasta tímabili þá gæti það bitið Everton í rassinn að eiga ekki alla sína bestu leikmenn. Leikmannaglugginn í sumar fór í að kaupa þá leikmenn sem félagið hafði á síðasta tímabili og eru þeir samt án Deloufeu. Þeir eru með mjög góðan stjóra en hópurinn er lítið breyttur milli ára á meðan liðin fyrir ofan hafa öll styrkt sig. Ef þeir verða ekki í 8. sæti verða þeir neðar í töflunni, Europa League er hreinn viðbjóður fyrir lið með svipað lítinn hóp og Everton. Meiðsli Barkley hjálpa þeim heldur ekki.

  9. Southamton – Eina ástæðan fyrir því að ég spái þeim ekki ofar er að Koeman gæti þurft tíma til að púsla þessu saman, hann fékk draumastöðu er hann tók við, ágætt lið í EPL og fullar hirslur fjár til að bæta við þeim leikmönnum sem hann vildi. Þrátt fyrir að selja marga góða leikmenn fengu þeir góða menn í staðin og eru ennþá með mjög góðan hóp. Bæta svo markmannsstoðuna töluvert sem var nauðsynlegt fyrir þá. Spái þeim einu sæti neðar en þeir enduðu í fyrra.
  .
  10. Stoke – Fái Mark Hughes pening til að kaupa leikmenn og sæmilegan frið skilar hann sínum liðum jafnan í topp 10. Stoke er nákvæmlega þannig lið og hann er smátt og smátt að ná Tony Pulis stimplinum af félaginu þrátt fyrir að breyta ekkert öllu á einum degi. Þetta lið verður að vanda erfitt viðureignar og enda a.m.k. í 10. sæti.

 8. Hvernig er Yaya Toure ekki lykilleikmaður City?
  Annars er spá mín nokkuð svipuð nema ég myndi setja City fyrir ofan okkur. YNWA!

 9. Góður Babú,

  Ég styð þína spá alla leið. Dollan endar hjá okkur !!!

 10. Sælir félagar

  Mín spá er svona og eins og í fyrra þá spái ég okkar mönnum öruggu meistaradeildarsæti (spáði 3. sæti í fyrra)Baráttan um efsta sætið verður hörð og geta tvö efstu liðin alveg eins haft sætaskipti.

  1. Man City
  2. Liverpool
  3. Arsenal
  4. Chelsea
  5.Tottenham
  6. Everton
  7. Man Utd

  Önnur sæti skipta svo sem ekki neinu máli svo ég enda þetta á 7. sætinu þó það skipti svo sem engu máli heldur

  Það er nú þannig.

  YNWA

 11. Ég er mjög forvitin að fylgjast með Manchester. Miðað við kaupin eiga þeir að vera miklu betri en þeir eru að sýna.

  Hvað Liverpool varðar – þá finnst mér fyrsta markmiðið sé að ná meistaradeildarsæti og ágætis árangri í meistaradeildinni. Allt annað er plús.

  Ég held að ef Man Und fer ekki að hrökkvaí gang – þá kaupa þeir tvo til þrjá aðra í janúarglugganum og ef við erum raunsæ – þá er lið dæmt til að ná árangri sem er með svona svakalega mikin pening á bak við sig.

  Held samt að – Liverpool leiðin er miklu sniðugri. Við erum að tala um að liðið okkar er líklega ekki að fara að toppa fyrr en eftir fjögur til fimm ár ef það heldur hópinn sem mér sýnist vera gullna takmarkið í þessu öllu saman. Flestir strákarnir í aðalhópnum eru um eða yfir 20 ára aldurinn.

 12. 1 sætið Liverpool. Ég ætla að standa við þessa spá sem ég sagði fyrir tímabilið, ef við klikkum á því þá er það vegna þess að við förum allaleið í úrslit í meistaradeildinni, en ég hef minni trú á þeirri spá.
  2.Chel$$$kí.
  3. Man City.
  4. Arsenal.
  5.Everton (óvænt)
  6. Rauðu Skrattanir.
  Þarf ekki að rökstyðja neitt þar sem þetta segir sig sjálft 🙂

 13. Hérna er Raheem Sterling gegn Noregi: https://www.youtube.com/watch?v=1d__96dbD94

  Ég á ekki eitt einsta aukatekið orð. Hann bjó til fleiri færi í þessum leik en allt enska liðið á HM í sumar.

  Ég mæti vonandi með bitastæðari athugasemd á morgun, en þetta lá mér á hjarta í kvöld. 🙂

 14. Svona kom þetta frá mér. Erfiðast fannst mér að raða í 3-5 sætið, það gætu orðið 20 stig á milli þessara sæta en það gæti líka bara verið markatala. Spennandi mót framundan.

  1. Chelsea: Hafa styrkt sig vel og skynsamlega í sumar. Koma út úr glugganum í gróða en eru samt sem áður með mun sterkara lið og betra jafnvægi í hópnum. Fabregas kaupin eru ekki bara kaup á klassa leikmanni heldur breytir hún talsverðu í taktíkinni líka. Í stað þess að spila á tveimur holding miðjumönnum er kominn skapandi leikmaður við hlið Matic. Costa byrjar vel og lítur út fyrir að vera 25 marka maður. Svo finnst mér fín redding að hafa Remy þarna á bekknum.

  2. Man City: Þarf í raun ekkert að rökstyðja efstu tvö liðin. Núverandi meistarar, búnir að bæta við sig öflugum varnarmanni í Mangala, enn einum skriðdrekanum á miðjuna (Fernando) og svo eiga þeir Aguero og Jovetic að miklu leyti inni frá því í fyrra.

  3. Liverpool: Suarez farinn og leikjaálagið mun meira en á síðustu leiktíð. Ef að SAF hefur kennt okkur eitthvað þá er það að liðsheildin skiptir meira máli en einstaklingar. Ég hef fulla trú á því sem klúbburinn og Brendan Rodgers eru að gera. Tala mikið um að við séum að kaupa ákveðnar týpur sem henta okkar spilamennsku og leikkerfum í stað þess að kaupa stærstu nöfnin. Við verðum ekki jafn nálægt draumnum og í fyrra en ég hef trú (von) að við verðum í mixinu eitthvað fram á vor. Ef LFC verður í topp 4 aftur þetta árið með þetta ungt og efnilegt lið þá er full ástæða til bjartsýni.

  4. Man Utd: En þeir eru með lélega vörn ! Okkar vörn var ekki beint traust á síðustu leiktíð, en sóknin var frábær. Þar fyrir utan hafa þeir keypt Rojo og Shaw í öftustu línu. Það er ekki hægt að segja annað en að kaupin á Di Maria og Falcao séu risakaup, tveir frábærir leikmenn. Falcao er auðvitað talsvert spurningarmerki eftir ACL meiðsli en gæðin eru óumdeild. Miðjan var einnig styrkt talsvert, eitthvað sem hefur verið þörf á í þó nokkur ár. Herrera er flottur leikmaður en kaupin sem eru líklega mikilvægari eru kaup þeirra á Blind, leikmanni ársins á Hollandi. Fjölhæfur leikmaður sem verður líklega mest spilað sem djúpum miðjumanni, enda þörfin þar mikil.

  Þeir hafa farið hægt af stað en það verður ekkert leikjaálag hjá þeim þetta tímabilið og þeir geta valið úr Mata – Rooney – Di Maria – RVP – Falcao uppá toppnum. Aftur á móti ef að meistararnir frá því á þar síðasta tímabili ná ekki topp fjórum með 120 milljón punda nettó eyðslu þá verður það vandræðilegt.

  5. Arsenal: Arsenal utan CL í fyrsta sinn í 17 eða 18 ár og það þrátt fyrir að hafa (loksins) ekki selt stjörnu úr liðinu (utan Sagna, telst samt varla sem stjarna). Ég hefði sett þá ofar ef Wenger hefði keypt striker með betra track record en Welbeck (er samt einn af fáum sem finnst hann vera vanmetinn leikmaður. Er nánast alltaf spilað úr stöðu, held að hann geti verið fínn ef hann fær að leiða línuna í einhverjum leikjum í röð). Þeim vantar líka varnarmann og einn miðjumann. Finnst liðsuppbyggingin hjá þeim furðuleg, 450 framliggjandi miðjumenn, meðalsóknarmann í Giroud og svo Sonogoal. Walcott hefur heillað mig sem fremsti maður, en hann er meiddur 3 mánuði á tímabili og að koma til baka eftir ACL meiðsli. Eins og ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Wenger þá skil ég ekki að hann hafi ekki klárað Remy, Balotelli, Falcao eða bara einhvern fyrr í glugganum ásamt varnarmanni og holding miðjumanni. Diaby getur ekki talist sem backup, er fastamaður hjá sjúkraþjálfurunum því miður. Þeir eru svo nálægt því að vera með lið sem getur farið alla leið, en virðast vera á móti því að fá alvöru striker í liðið. Henry-Bergkamp-RVP vs Giroud-Welbeck-Sonogol.

  Þetta gæti auðvitað farið svo allt allt öðruvísi. Özil hefur ekki verið að heilla mig fyrir utan fyrsta mánuðinn eða tvo eftir að hann var keyptur. Ef hann stígur upp ásamt Alexis þá eru þessir leikmenn auðvitað heimsklassaleikmenn og geta slátrað liðum upp á sitt einsdæmi. Ég tel samt að þeir hafi ekki styrkt sig þar sem þeir þurftu, sbr útreiðin gegn Chelsea, Liverpool, City og Everon á síðustu leiktíð.

  6. Everton: Hafa verið skynsamir, keypt Lukaku sem ég er mjög hrifinn af, fengu Eto á tveggja ára samningi og eiga allt í einu tvo flotta strikera. Miðjan er flott hjá þeim, sömu menn að spila saman annað árið í röð. Líklega með besta hægri bakvörð í deildinni, einn af þeim betri vinstra megin en miðvarðaparið er spurningamerki. Distan dottinn á aldur. Þeir verða þessum 5-10 stigum frá 4 sætinu og eiga alveg séns á því eitthvað inn í 2015.

  7. Tottenham: Innkaupastefna þeirra ekki verið sniðug að mínu mati. Ekkert jafnvægi í hópnum og lítill sem enginn hraði fram á við (utan Lennon, sem er ekki fastamaður). Sé þá ekki gera neina alvöru atlögu að meistaradeildarsæti þó ég sé mjög hrifinn af stjóranum þeirra. Hann þarf lengri tíma og fleiri glugga. Við þekkjum þetta undir stjórn BR, það tekur tíma að breyta leikstíl liðsins og til þess að það virki sem skyldi þarf líka réttu leikmennina.

  8. Stoke: Stoke er ekki lengur djók. Hughes, sem ég hafði enga trú á sem stjóra, virðist vera að byggja upp fínasta lið þarna. Sé þá ná inn í topp 10.

  9. Newcastle: Jójó lið eins og þau gerast best. Allt til alls þarna nema alvöru eigandi & stjóri. Verða um miðja deild. Virðast hafa verið að gera ágætis hluti á markaðnum. Alltaf spurning þó hvernig þessir menn aðlagast deildinni,

  10. Swansea: Héldu Bony og keyptu Gylfa. Sé þá vera sterkari þetta árið en á því síðasta, eru líka lausir við Europa League.

 15. Svona var efri hlutinn hjá mér:

  1. Liverpool: Við vorum nálægt því síðast og ég er bara handviss um að við séum búin að bæta úr því sem uppá vantaði síðan þá. Auðvitað skoraði Luis mikið af mörkum og lagði upp, en við erum líka búin að bæta við slatta af mönnum sem eru bæði með mörk og stoðsendingar í sér, plús það að ferskir menn eru komnir inn í varnarlínuna. Það er lítið um veika bletti í liðinu, svipað og segja má um City og Chelsea, þetta verður spenna allt til enda en við tökum þetta í þetta skiptið.

  2. Man.City: Þetta lið er bara ógnarsterkt, en það kom mér á óvart að þeir skyldu lána Negredo frá sér, þar sem bæði Aguero og Jovetic hafa ekki veirð beint þekktir fyrir það að vera heilir í samfleytt langan tíma. Þeir aftur á móti styrktu svo þær stöður sem þeir hefðu mögulega getað styrkt, sem var í vörn og inni á miðri miðjunni. Þetta er ógnarsterkt lið sem er með 2-3 landsliðsmenn í hverri stöðu.

  3. Chelsea: Þeir hafa svo sannarlega byrjað með látum, en maður hefur svo sem séð það áður. Í mínum huga eru þeir ekki með jafn öflugt lið og City og ég hef einhvern veginn ekki trú á að Costa og Fabregas haldi áfram eins og þeir hafa byrjað. Þeir verða þó klárlega í þessari 3ja liða titilbaráttu.

  4. Arsenal: Þetta Arsenal lið er svolítið spurningamerki og skil ég ekki ennþá hvernig þeim datt í hug að fara inn í tímabilið með sömu vankanta og áður. Giroud meiddur fram í janúar og Welbeck kominn inn. Ég hefði reiknað með þeim í toppbaráttu ef þeir hefðu tryggt sér alvöru framherja. Sama má segja um vörnina, þeir voru heppnir þar á síðasta ári, þar sem þeir sluppu frekar vel með meiðsli. Vermaelen er svo farinn og þeir komnir með ungan hægri bakvörð sem á að vera varaskeifan. Svo eru þeir aftur á móti með einhverja 10.000 menn sem geta spilað framarlega á miðjunni. Þeir hafa rétt svo betur en Man.Utd í keppninni um CL sæti, en það er bara út af stjóranum sem kann á þennan fjórða sætis titil.

  5. Man.Utd: Þeir gerðu svo sannarlega öflug kaup fram á við núna í restina, en ég er ekki sannfærður um að þeir verði með nægilegt jafnvægi í liðinu. Svo hef ég bara almennt litla trú á Van Gaal, vildi hann ekki til LFC á sínum tíma og bara hef litla trú á að hann nái að þröngva sínum gamaldags stjórnunaraðferðum inn á þetta félag svo vel sé (fyrir þá). Þeir spenntu bogann ansi hreint hátt núna í glugganum, ég held að strengurinn eigi eftir að slitna og menn byrji bara aftur því áfallið yfir enn stærra hjá þeim kæmust þeir ekki inn í CL í vor. En Hey, þeir voru reyndar búnir að vinna deildina eftir stórsigurinn á Geimskipsliðinu frá Englaborginni.

  6. Tottenham: Þeir verða svipaðir og í fyrra, ekkert styrkt sig og ekkert veikt sig heldur. Væntanlega einhverjir nýja mannanna frá í fyrra, betri, en að mínum dómi skortir þá gæðin til að blanda sér eitthvað í baráttuna þarna fyrir ofan.

  7. Everton: Hef nú ekki mikla trú á nágrönnum okkar og var meira að segja að hugsa um að setja þá enn neðar. Hef þó töluverða trú á Martinez, en mannskapurinn hjá þeim er ekki upp á mörg þorskígildi og hef ég ekki trú á því að þeir verði jafn sterkir og á síðasta tímabili, þó svo að þeir hafa breyst úr því að vera með Lukaku og Barry á láni og yfir í það að hafa pungað út fyrir þeim. Gætu sem sagt fallið eitthvað neðar.

  8. Southampton: Þrátt fyrir að hafa misst marga góða menn, þá verða þeir sterkir og hafa bætt við sig slatta af mannskap í ágætis gæðum. Koeman hefur verið að gera fína hluti í Hollandi og núna er spurningin með það hvernig honum gengur að fóta sig á Englandi. Ég er á því að það muni ganga bara fínt.

  9. Hull: Það er alveg magnað hvað Steve Bruce hefur tekist að ná til sín mikið af mannskap síðan hann kom til þessa félags. Það var ekki eins og það væri alltaf eitthvað voða sexy að fara þangað, en hann hefur náð alveg ótrúlegustu mönnum til liðs við sig. Hann hlýtur bara að vera svona skemmtilegur maðurinn. Þetta Hull lið gæti jafnvel farið ofan og verið þarna í keppni við Everton um sjöunda sætið.

  10. Stoke: Hughes er að reyna meira og meira að gera þetta lið að sínu liði og hefur tekist bara alveg ágætlega með það, eru ekki jafn hrútleiðinlegir lengur en það er erfitt að hreinsa stimpilinn alveg af. Þeir eiga eftir að sigla lygnan sjó um miðja deild.

 16. Ókei þannig að svona er spá okkar um Liverpool:

  1. sæti: Einar Örn, Babú og Steini
  3. sæti: Kristján Atli, Eyþór og Ólafur Haukur

  Enginn setur liðið í 2. sæti en það lendir þar vegna meðaltalsins. Mig vantar Magga inní þetta en það er vert að halda til haga hverjir eru bjartsýnir og hverjir eru raunsæir. 😉

 17. Varðandi lykilmennina þá ákvað ég að setja bara einn úr hverju liði, það er mitt input og satt að segja var býsna erfitt að velja einhvern einn mann.

  Hjá City hefði verið hægt að röskstyðja nokkra auðvitað, með tilkomu Fernando held ég að vægi Yaya minnki eitthvað og brotthvarf Negredo setur pressu á Jovetic og Aguero.

  Þetta er hins vegar endalaus umræða, kannski ekkert síður en Raheem hjá okkur.

 18. Jæja, það er strax kostur að KAR spái Liverpool ,,slæmu” gengi 😀 þá er von á góðu.

  Hinsvegar held ég að Man City sé einfaldlega of sterkir í ár en þá er ekki þar með sagt að þeir muni á endanum taka þetta… ef þetta verður á svipuðum nótum og í fyrra, þ.e. við eigum séns þegar 3-5 umferðir eru eftir að þá munum við taka þetta…
  En spáin er þessi (þ.e. nema LFC verði í bílstjórasætinu þegar 3-5 umf eru eftir að þá verðum við efstir)

  1. Man City (með fyrirvara þó 😉 )
  2. Liverpool
  3. Chelsea
  4. Arsenal
  5.Tottenham
  6. Everton
  7. Newcastle
  8. Man Utd (afhverju… jú þú getur unnið leiki á góðri sókn en þú þarft vörn til að geta eitthvað on the long run… þetta er ekkert Liverpool)

 19. Nr. 17 – Kristján Atli

  Maggi setur Liverpool í 3ja sætið miðað við hvernig þið hagið ykkar spám og heildarstigafjölda í lokaspánni.

  Annars flottar spár og vonandi að þeir bjartsýnu hafi rétt fyrir sér.

 20. Nr. 22

  Daníel ertu farinn að skrifa sem Tómas eða eru fleiri klárir í að reka þessa vitleysu ofan í okkur í maí ? 🙂

 21. “Wenger vinnur sína keppni 4 sætis bikarinn en eitt àrið” veit til þess að Arsenal menn hafi tvisvar sinnum fagnað 4 sætinu og það var í bæði skiptin þegar við höfðum verið að elta totenham um þetta blessaða meistaradeildar sæti. Annars er þessi Wenger sem þràir 4 sætið svona heitt sà stjóri sem oftast hefur unnið þann stóra þannig menn ættu að slaka à í þessu 4 sætis dæmi. Mín spà er aftur à móti svona 1. Chelsea (því miður en þeir líta mjög vel út.)2. Arsenal (hef trú à mínum mönnum en það nægir ekki í toppsætið.)3. Liverpool(bara af því að Sterling er fràbær leikmaður.)4.City(myndu enda ofar ef Toure hætti í fílu en ég held að það gerist ekki.)

 22. Hér kemur mín spá

  20. Burnley
  19. WBA
  18. QPR
  17. Leicester
  16. Aston Villa
  15. Crystal Palace
  14. Sunderland
  13. West Ham
  12. Stoke
  11. Hull City
  10. Swansea
  9. Newcastle .
  8. Southampton
  7. Everton
  6. Tottenham
  5. man utd
  4. Arsenal
  3. LFC
  2. Man Citi
  1. Chelsea

One Ping

 1. Pingback:

Spá Kop.is – fyrri hluti

Síðasti séns: komdu með Kop.is á Anfield!