Tottenham 0 – Liverpool 3

Okkar menn mættu á White Hart Lane í London í dag og einsog í fyrra þá voru Liverpool menn miklu betra liðið á vellinum og í ár þá kláruðum við ósigrað lið Tottenham 0-3.

Mario Balotelli var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik og Rodgers stillti upp tveimur framherjum og Gerrard, Henderson, Allen og Sterling í demanti á miðjunni.

Mignolet

Manquilo – Sakho – Lovren – Moreno

Henderson – Gerrard – Allen – Sterling

Sturridge – Balotelli

Bekkur: Jones, Enrique, Toure, Lambert, Coutinho, Can, Markovic

Fyrstu mínúturnar var þetta jafnt, en við náðum að skora fyrst. Henderson náði boltanum, gaf á Sturridge, sem lék svo fábærri sendingu inná Henderson aftur, sem gaf beint á Raheem Sterling, sem að skoraði flott mark.

Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Tottenham meira með boltann, en þeir ógnuðu aldrei að ráði fyrir utan eitt færi sem Chadli fékk eftir að Lovren mistókst að vinna skallabolta. En Mignolet varði vel.

Þetta reyndist eina skot Spurs á markið í öllum leiknum.

Strax í seinni hálfleik komumst við svo í 2-0. Sturridge gaf á Allen, sem að Dier reif í og Allen datt í teignum. Vítaspyrna dæmd, sem var hárréttur dómur þó maður hafi séð dómara sleppa svona brotum margoft. Steven Gerrard mætti á punktinn og skoraði framhjá Lloris.

Þriðja markið kom svo frá Alberto Moreno, sem keyrði upp hálfan völl framhjá vörn Tottenham og setti hann glæsilega í hornið.

Eftir þetta var leikurinn búinn. Okkar menn voru líklegri til að bæta við mörkum en Tottenham að komast á blað og þar var Sterling næstur eftir að hann hafði leikið á hálfa Tottenham vörnina, en tókst að klúðra skotinu einn á móti Lloris. 0-3 útisigur staðreynd. Frábært.

Maður leiksins: Ég horfði á leikinn á upptöku vitandi úrslitin, sem þýddi að ég gat horft á hann í rólegheitum. Ég hafði þó lesið mikið á Twitter um Mignolet, Sakho og Lovren. Ég verð að segja eins og er að mér fannst vörn og markvörður vera nánast óaðfinnanleg í dag. Sakho átti eina slæma sendingu á Spurs leikmann og einstaka sinnum voru þeir smá óöruggir, en Tottenham voru bara einu sinni nálægt því að skora í þessum leik. Bakverðirnir voru sérstaklega öflugir og Moreno kórónaði sinn leik með þessu marki.

Miðjan fannst mér virka betur núna en í síðustu tveimur leikjum. Balotelli átti fína innkomu og Sturridge ógnaði vel. En ég ætla að velja hinn unga Raheem Sterling mann leiksins. Ég efast um að það sé betri unglingur að spila fótbolta í heiminum í dag. Frábær leikmaður, sem hefur núna skorað 2 mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins.

Okkar menn mættu á þennan erfiða útivöll og voru aldrei líklegir til að láta þennan sigur renna sér úr greipum.


Núna erum við búnir með þessa hrikalega erfiðu byrjun á deildinni og niðurstaðan er 6 stig. Það er þremur stigum betra en í sömu viðureignum í fyrra. Við erum klárlega búnir með erfiðasta prógrammið af liðunum sem eru líklegust að vera í efstu sætunum. Og staðan er sú að við erum búnir að tapa jafnmörgum stigum og Spurs & Man City og færri stigum en Arsenal, Everton og Man U. Það er mun betra en ég þorði að vonast til.

Núna tekur við tveggja vikna landsleikjahlé og svo er leikjaprógrammið svona út október: Aston Villa (h), West Ham (ú), Everton (H), West Brom (h), QPR (ú) og Hull heima. Á milli þessara leikja munum við svo spila í deildarbikar og 3 leiki í Meistaradeildinni. En af þessu prógrammi ættum við að geta klárað alla leikina og stimplað okkur vel inní baráttuna um titilinn.

Þessi leikur í dag var algjör úrslitaleikur að mínu mati. Ef við hefðum tapað eða gert jafntefli hefðu margir byrjað að afskrifa okkur í titilbaráttunni. En með sigri komumst við útúr þessu erfiða prógrammi á pari eða betur við öll lið nema Chelsea. Það er gott veganesti í baráttunni framundan.

Og svo er líka frábært að vita til þess að okkar menn eru búnir að klára sín mál nánast að fullu er varðar leikmannakaup. Ólíkt til dæmis Arsenal og Man U, sem eru í tómu basli núna sólarhring áður en leikmannaglugginn lokar.

Ég er allavegana sáttur og bjartsýnn á framhaldið.

99 Comments

 1. Fín 3 stig í hús.. Ekki skemmir fyrir hræsnin í Potinum fyrir leik eftir þessi úrslit..

  en, getur maður fengið afslátt hjá 365 eftir að hafa þurft að sitja yfir þessarri ömurlegu leiklýsingu??

 2. Uuu Gerrard var slakastur okkar manna.. En skorði ùr vìtinu. Can hlìtur að byrja næsta leik fyrir Gerrard.

 3. Frábær sigur!

  Var í upphafi móts fyrirfram sáttur með 5 stig úr fyrstu þremur leikjum (þ.e. spáði sigri gegn Southampton en jafntefli á móti City og Spurs). Þetta er því klárega framar mínum björtustu vonum.

  Nokkrar punktar sem ég dreg úr þessum leik:

  1) Balotelli var virkilega góður. Hann dregur til sín menn og það er mikil ógn frá honum sem gerir það að verkum að það losnar um aðra leikmenn. Hann var óheppinn að skora ekki í þessum leik. Sturridge var líka mjög góður og alltaf mikil ógn frá honum

  2) Lovren og Sakho var ansi shaky framan af og Sakho virkaði sérstaklega taugaóstyrkur. Þeir unnu hins vegar vel á þegar líða tók á leikinn og vörnin héld hreinu, sem er algerlega frábært. Ekki sjálfgefið að Skrtel muni labba inn í byrjunarliðið í næsta leik. Það er sérstaklega áberandi hvað liðið virðist mun sterkara í að verjast föstum leikatriðum en í fyrra.

  3) Bakverðirnir góðir og sérstaklega átti Moreno frábæran leik. Held að Glen Johnson sé búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu.

  4) Miðjan átti mjög góðan dag, Gerrard, Henderson, Allen og auðvitað maður leiksins, Sterling. Sá er að byrja tímabilið frábærlega.

  Frábært að hafa svona mikla breidd og Chan og Markovic líta báðir mjög vel út. Við eigum síðan Lallana enn inni!

  Ánægjulegt að sjá líka svart á hvítu að við erum nokkrum klössum fyrir ofan Spurs. Fögnum frábærum sigri í dag og það jákvæða við þetta allt saman er að lið okkar á bara eftir að verða sterkara! Það mun taka einhvern tíma að slípa þetta lið.

 4. Mikilvægur sigur.. Frábær leikur, hefði verið slæmt að fara með 3 stig inn ì landsleikjahle en 6 stig og bùnir með 2 erfiða ùtileiki og þetta lìtur vel ùt hjà okkur.

 5. Þegar það er orðið þannig að menn eru einna helst að pönkast á Gerrard eftir leik (sem skoraði samt mark), þá má segja að liðið sé orðið ágætlega mannað.

 6. Þarf nokkuð að skrifa skýrslu, þetta er einfalt, Liverpool kom, Liverpool sá og Liverpool sigraði 🙂 YNWA!!

 7. Virkilega mikivægur sigur á sterku liði Tottenham, gerði ráð fyrir 3 stigum úr fyrstu þrem en við erum komin með 6 stig og liðið leit virkilega vel út í dag. YNWA

 8. Mæli með rússnesku þulunum, þeir eru langbestir og maður pirrar sig aldrei yfir þeim nema þegar þeir tala um Brrrendarrri Rodgerrri.

  Annars er ég algjörlega sáttur, vörn og markvörður hélt hreinu og maður hefur á tilfinningu að Tottenham sé að taka við hlutverki Norwich gegn Liverpool – þ.e. tapa stórt.

  Morena skoraði snilldarmark og hefði Sterling skorað úr sínu dauðafæri eftir að hafa leikið á þrjá varnarmenn með tveimur hreyfingum, væri strax farið að tala um eitt af mörkum ársins.

 9. Sterling var flottur og heldur áfram að vaxa. Steven Gerrard var stórkostlegur í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. 34 ára gamall, ennþá besti miðjumaður deildarinnar.

 10. “Daniel #20
  Ilori er farinn á lán til frakklands, coates er á sölulista þannig að það er ekkert óeðlilegt að maður sem neitar að fara frá liðinu vegna þess að hann vill taka þátt í uppganginum sem er í gangi hjá Liverpool 😉
  Er ég einn um það að dást að því hversu mikið Baló er að taka þátt í varnaleiknum!! Það er unun að sjá þetta og ef þetta er eitthvað sem koma skal þá erum við in for a treat í vetur. Baló setur hann á 55 mín svo fær hann skiptingu á 70 mín og inn fyrir hann kemur marko. Lokatölur 0-3……… Mjög mjög mikilvægt að halda hreinu og gefa þessu miðvarðarpari sjálfstraust því ég sé alveg fyrir mér að þetta sé framtíðar par þarna í vörninni.”

  Tjaaaa ekki var ég langt frá þessari spá minni!!!

 11. Góður sigur. Horfði á leikinn á NBC. Þulurnir þar héldu varla vatni hve mikilvægur Gerrad er þessu liði. Réttur maður á réttum stað í 90% tilvika. Hann átti 2-3 misheppnaðar sendingar í fyrri hálfleik og hann er orðinn lélegur í skrifum sumra. Fyrirliðinn er hjarta liðsins og var frábær ásamt öllu liðinu. Punktur og basta.

 12. Frábær sigur hjá liverpool og ólíkt 3 stigunum sem við fengum gegn Saints þá var þetta flott framistaða líka. Miðverðirnir voru í smá vandræðum en fyrir utan það þá var þetta vel get.

  Mignolet 7 – fín leikur og bjargaði okkur einu sinni mjög vel
  Moreno 9 – við erum búnir að finna nýjan vinstr bakkvörð
  Lovren 7- átti nokkrar fínat tæklingar og fín í loftinu en vantaði smá uppá staðsetningarnar og sendingarnar sem eru oftast góðar voru ekki alltaf í gang
  Sakho 6 – er líkamlega sterkur en líður mjög illa með boltan, hann þarf að laga það ef hann ætlar sér fast sæti í liðinu sem vill halda boltanum
  Manquillo 7 – átti mjög góðan leik
  Gerrard 8 – átti í smá sendingarvandræðum í fyrirhálfleik en þetta var besti leikur fyrirliðans sem var sterkur varnarlega og stírði leik liðsins eins og hersforingi
  Allen 7 – Duglegur og flottur á boltan. Góður leikur
  Henderson 8 – Þegar Gerrard hættir þá erum við með erfitmann sem er vinnudýr sem er búinn að bæta sig leik gríðarlega
  Balloteli 7 – fín fyrsti leikur. Var að koma sér í færi og það sem maður var að horfa mest á var vinnuframlagið í pressuni og það var mjög gott. Hann á eftir að reynast okkur vel
  Sterling 9 – stórkostlegur leikur og er að komast á nýtt level
  Sturridge 8 – mér fannst hann mjög líflegur í þessum leik og réðu Tottenham ekkert við hann

  Markovitch – 7 flott inná koma og held ég að hann eigi eftir að fá stórt hlutverk hjá okkur í vetur
  Can 7 – lokaði svæðinu fyrir framan vörnina og átti góða innákomu
  Enrique – gaman að sjá hann spila aftur.

  Eftir lélegan síðarihálfleik gegn Man City var flott að sjá liðið koma af fullum krafti inní þennan leik.

 13. Frábær sigur!!!!!! Balotelli (Balli) kom vel frá leiknum og það sem meira er að hann dregur til sín svo aðrir losna. Rogers veit hvað hann er að gera, HanGal hjá Old Shitford ætti að fá smá kennslu frá honum hahahahahaha.

  LOVE LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 14. Flottur og sannfærandi sigur á erfiðum útivelli.
  Fullkomlega eðlilegt að varnarlínan okkar sé sjeikí til að byrja með, þeir eiga eftir að spila sig betur saman. Héldu samt hreinu með hjálp frá Mignolet sem var flottur í markinu.

  Balo byrjar vel, virkaði áhugasamur og tók meira að segja þátt í varnarleiknum 🙂
  En markið hjá Moreno, vá vel gert 🙂
  Heilt yfir stóðu allir sig vel.

  Frábært að fara með þessi úrslit í landsleikjahléið.

 15. Kristinn Kjarnested er svo Ófagmannlegur og Leiðinlegur að hálfa væri nóg. Annars frábær Sigur, og Balo var duglegur ásamt flest öllum leikmönnum liðsins.

 16. Fatta ekki alveg þessa andúð á Kærnested? Hvað er hann að segja svona voðalega rangt? Fannst þetta bara fínt í dag eins og vanalega.

  Frábær sigur annars, bíð eftir skýrslu til að hjóla betur í það.

 17. Þetta var frábær sigur. Datt aðeins með okkur í stöðunni 1-0 og vítið var auðvitað soft, þó Dier geti kennt sjálfum sér einum um. Mark Moreno var algjör heimsklassi, þvílíkt powerhouse sem þessi drengur er og að ná að slútta með svona skoti eftir 60m rönn eru gæði. Spái því að miðvörðurinn fari í hann næst. Balotelli komst vel frá sínu, en mér fannst líka jákvætt hvað þetta snerist ekki um hann, heldur liðið.

  Á meðan við vorum í 4-4-2 tíglinum fannst mér liðin skiptast aðeins á að hafa yfirhöndina. Tottenham náði köflum þar sem þeir sóttu upp kantana öðru hvoru, en svo náðum við að dómínera vel inn á milli. Vendipunkturinn, eins og áður sagði, var vítið sem Allen fiskaði.

  Mér fannst líka alveg frábært að sjá hvað 4-5-1 uppstillingin með Markovic og Sterling á köntunum, og Can eins og skriðdreki á miðjunni, var hrikalega effektív. Stíflaði sóknarleik Tottenham gjörsamlega og gaf okkur breik eftir breik, sem hefði getað stýrt þessum leik í 5-0 eða 6-0. Spái því að þetta eigi eftir að nýtast vel í Meistaradeildinni á móti góðu liðunum á útivelli.

  Og svo við eigum Lallana ennþá inni!

  Magnað.

 18. Sammála Babu, ef Arnar Björns væri að tala um soft víti ofl þá værum við bara ósammála honum. Ég var þó ósáttur við að hann sagði að Lovren og Sakho væru að skíta á sig. Það var fullt langt gengið.

 19. #22 Babu, sammála þér að vissu leyti með Kærnested. Hann fór allavega ekkert í taugarnar á mér.

  Tvennt þó sem mátti gagnrýna hjá honum:

  1) Þetta var kannski soft vítaspyrna en enskir fjölmiðlar eru sammála að þetta var pjúra víti. Alger aulaskapur hjá varnarmanninum hins vegar að gefa þetta víti. Fannst Kærnested ganga fulllangt í að mótmæla þessum vítaspyrnudómi.

  2) Hann var nú ansi spar á hrósið þegar kom að Liverpool í þessum leik. Ef hann er púllari þá fer hann allavega askoti leynt með það 🙂

 20. Það var eins og Liverpool hefði fengið vítamín fyrir leikinn. Sást glytta í ákefðina sem einkendi síðasta tímabil, ákefð í að skora.
  Held að vítamínið sé Balotellamín.

 21. Balotelli kemur með nýja vídd í framlínuna. Nokkrum sinnum komu langir boltar og hann hafði styrk í að taka á móti boltanum, taka hann niður og skila á samherja. Hvorki Sturridge né Suarez gátu það reglulega í fyrra, af því að þeim var einfaldlega ýtt í burtu.

  Þetta verður spennandi tímabil!

 22. Kristinn Kjarnested átti ekki góðan dag fannst mér, og ég get tekið undir þessa gagnrýni á hann hérna. Ég veit ekki af hverju sumir þurfa að vera í vörn með það.

  Ég gæti talið upp slatta af dæmum. Vítið hjá Liverpool v.s. þegar Lovren togaði í Adebayor. Annað var klárlega rangur dómur sagði hann, hitt var klárt víti sagði hann. Mjög svipuð atvik, en himin og haf á milli þeirra að hans mati. Stórfurðulegt. Svo var það greinilegt að þessi vítaspyrnudómur fór gríðarlega í taugarnar á honum því að tuðaði yfir þessu í fáránlega langan tíma.

  Sahko gerði ein mistök sem kostuðu næstum mark og svo átti hann eina slaka sendingu beint á mótherja. Annars var Sakho góður og Lovren var solid allan leikinn. Vörnin hélt hreinu í fyrsta sinn og átti heilt yfir góðan dag. Kristinn Kjarnested var á köflum stutt frá því að kalla varnarmenn Liverpool bara jólasveina eða eitthvað álíka. Þetta var í þreytandi nöldurstíl hjá honum, var tuðandi þetta nánast allan leikinn. Ég er ekkert hörundsár og þegar okkar menn eru að spila illa þá má alveg segja hlutina eins og þeir eru. Þetta var samt bara einfaldlega rangt hjá manninum, og hann tönglaðist á þessari röngu sinni skoðun allan leikinn. Að sjálfsögðu fer það í taugarnar á mörgum.

  Ég hef ekki séð marga leiki sem Kristinn Kjarnested er að lýsa, en þó einhverja og hef ekki séð ástæðu til að kvarta yfir honum fyrr. Núna átti hann samt bara lélegan dag, menn hljóta að geta viðurkennt það. Þýðir samt ekkert að hann geti ekki lýst Liverpoolleikjum. Hann þarf bara að bæta sig.

 23. Sæl og blessuð.

  Frábært að sjá til liðsins í dag og við höfum örugglega öll fundið að með smá gæfu og minni klaufaskap gegn City hefði sá leikur getað þróast á annan veg. Það er líka frábært að fá að gera mistök í svona leik og komast upp með það. Þetta skerpir á því hvernig æft er og menn eru undirbúnir.

  Mistök áttu sér stað víðsvegar á vellinum og flestir leikmenn gáfu tilefni til angistar okkar sem fylgdust með. Mignolet var séikí í byrjun og varnarmennirnir deildu bróðurlega á milli sín glappaskotunum. Ég er kominn með eitthvað sem ég kalla Sakhokippi í andlitið. Vonandi lagast það með tímanum.

  Jájá, menn gerðu alls kyns rósir. Gerard gaf nokkrar skítasendingar og sóknin, maður minn, hvað þeir gátu, hvað eftir annað, sullað boltanum eitthvert annað en inn fyrir línuna í dauðafærum.

  Allt fyrirgefst þetta núna þar sem leikar lyktuðu vel og allir eru reynslunni ríkari. Tottenham þóttu mér afar bitlausir í leiknum og helgast það vonandi af elju okkar manna sem mættu þeim af hörku. Þetta er svakalegt lið og þeirra skæðasti maður, Adebæjor var fannst mér, mjög sprækur í leiknum.

  En fjölmargt má segja skemmtilegt um leikinn. Ég læt nægja þetta að sinni:

  Ótrúlega gaman að fá fúllbakk sem getur gert hluti eins og Moreno kann að gera. Nú er kvekindið komið með sjálfstraust ég ætla að fá mér þriggja punkta öryggisbelti í sjónvarpssófann fyrir næstu útsendingu. Balotelli var áhugasamur en slúttaði með eindæmum illa. Ef hann finnur sig þá halda okkur engin bönd. Mér fannst svo Can koma inn með ógnarkrafti. Sá á eftir að láta finna fyrir sér.

  Jamm.

 24. Að mínu mati er hægt að lýsa leik Liverpool í dag með einu orði: Sannfærandi

 25. Þakka fyrir að vera með rússanna á dögum sem þessum, eþgar Kjærnested lýsir.

 26. Sahko gerði ein mistök sem kostuðu næstum mark og svo átti hann eina slaka sendingu beint á mótherja. Annars var Sakho góður og Lovren var solid allan leikinn.

  Jahá! Ég veit að við héldum hreinu en nei þarna ertu hressilega að skauta framhjá þeirra leik í dag. Ekkert óeðlilegt að þeir geri mistök í fyrsta leik saman en svona fá voru mistökin nú ekki, Tottenham klaufar að refsa ekki meira.

  En fyrst menn bara verða að tuða yfir einhverju eftir leik er svosem jákvætt að það er bara lýsandinn.

 27. Ég verð að fá að bæta því við að mér finnst alveg hrikalega illa farið með góða sigurumræður, að láta þær snúast um pirring út í lýsanda á sjónvarpsstöð.

  Það er svo margt skemmtilegt að ræða.

  Hvað með kjúklinginn Manquillo?
  Hvað með Gerrard að skora ískaldur úr vítaspyrnu eftir sennilega slakasta sendingahálfleik sinn í heilt ár. Taugar, reynsla og styrkur?
  Hvað með að Balotelli var flottur en ekki í aðalhlutverki?
  Hvað með að Sterling, þrátt fyrir frábæran leik, var svo brjálaður út í sjálfan sig fyrir að hafa klúðrað færinu sínu að hann var ennþá í fýlu þegar honum var afhent kampavínið fyrir man-of-the-match? Metnaður einhvers sem stefnir á toppinn?
  Hvað með fótavinnuna á Sturridge?
  Hvað með innkomu Eimreið Can? Þvílíkur skriðdreki!

  Gleðjumst bræður og systur.

 28. Ef hann (kk) er púlari þá er hann skápapúlari með mikla púlarafóbíu. Þessi maður verður svo að hætta að bjóða menn velkomna í Enska Boltann í hvert skipti sem það er eitthvað samstuð. Hálf kjánalegt orðið.

  Geggjaður leikur fannst mér- Balú að gera það sem ætlast er af honum og svo Moreno að þyggja heimboð KK í Ensku Feildina frá síðasta leik og gera sig heimkominn.
  Sturridge er töframaður með boltann- er að sjá framfarir frá síðasta tímabili sem var samt alveg toppNotch hjá honum.
  Sterling…. Langar að ættleiða hann.

  Yes!!

 29. Vinsamlegast ekki láta umræðuna snúast um lýsandan sem hafði engin áhrif á 3-0 sigur Liverpool í dag.
  Njótum þess að hrósa liðinu og framistöðuni.

  P.s næst þegar liverpool tapar, þá ætla ég eingöngu að hugsa um stórskotslega framistöðu lýsandans og verður því glasið alltaf hálffullt hjá mér en ekki hálftómt 🙂

 30. Sterkt að vinna þennan leik enda Spurs með lið sem verður í toppbaráttunni, þ.e.a.s. ef þeir reka ekki Pochettino. Frábær heildarframmistaða hjá liðinu og var Raheem Sterling þar fremstur í flokki. Gaman að sjá Moreno svona sprækan en fannst Balotelli áhugalaus á köflum.
  Hefði viljað sjá Allen standa í lappirnar þegar við fengum vítið enda henti hann sér klárlega niður en það er eitthvað sem ég þoli ekki við íþróttina. YNWA!

 31. Æji jesús minn Babu slepptu bara alveg svona kjánalegum sneiðum. Ég “verð” ekkert að tuða yfir einu eða neinu. Ég sagði bara mína skoðun á lýsanda dagsins og setti það málefnalega fram. Þú hlýtur að gert sætt þig við að það hafa ekki allir sömu skoðun og þú, og sleppt því að kalla aðrar skoðanir tuð.

  Sahko og Lovren voru góðir að mínu mati ekki ein mistök í seinni hálfleik sem ég man eftir.

 32. Ættum að athuga með að fá leyfi fyrir því að spila heimaleikina okkar í vetur á White hart lane

 33. Ég verð bara að segja að mér fannst Lovren stórkostlegur í dag. Öryggið uppmálað og góður á boltann.

 34. algerlega frábært! BR tekur lætur Balotelli vita hver er Stjórinn!

  Sam Wallace ? @SamWallaceIndy
  Follow
  Rodgers: “I said to Mario, ‘You’re picking up a man at [defensive] corners’. He said: ‘I don’t mark at corners’. I said: ‘You do now'”
  3:06 PM – 31 Aug 2014

 35. Skil ekki hvernig sumir láta misvitra lýsendur eyðileggja fyrir sér ánægjuna af frábærum leik LFC? Þetta var sannfærandi og glæsilegur sigur. Punktur annars hringi ég á 113.

  Vörnin var ekki fullkomin en það eru stöðugar framfarir í gangi frá leik til leiks. Ef þessir ungu spænsku bakverðir eru virkilega á þessu leveli er komin enn ein nýja víddin í sóknarleik liðsins og hraðinn sem þeir búa yfir til að koma sér til fram og til baka aftur er svakalegur. Hraði liðsins er raunar allur með fádæmum.

  Ég horfði á leikinn á Sky og í tvígang fundu lýsendur og greinendur ekki neinn nema sjálfan Messi til að bera hinn 19 ára Sterling við. Beat that! Þetta er hrikalegur góður leikmaður orðinn.

  Tottenham er mjög gott fótboltalið með marga frábæra leikmenn og einn efnilegasta þjálfarann í bransanum. Samt var Tottenham ofurliði borið á öllum sviðum í dag á heimavelli sínum. Sanngjörn úrslit hefðu verið 6-1 að mínum dómi.

  Gæti ekki verið ánægðari og ef þetta er það sem koma skal frá Balo í vetur erum við í enn betri málum. Í þessum töluðu orðum er Leicester að spila við Arsenal sem á í hinu mesta basli með nýliðana. LFC er á allt öðrum og betri stað í dag en Arsenal miðað við frammistöðuna í þessum leik (hvernig sem hann fer svo).

 36. Nokkuð flottur leikur hjá liðinu okkar í dag. Örugg 3 stig á útivelli eftir lélegan leik í síðustu viku, verður að teljast gott dagsverk.

  Mér fannst vörnin með Lovren og Sakho nokkuð góð, flott að halda hreinu og Spurs bara með 1 skot á rammann sem Mignolet varði stórkostlega.

  Hrikalega ánægð með Moreno og Manquillo. Sturridge og Sterling flottir í dag og miðjan nokkuð traust.

  Balotelli með flottan leik og vann vel í vörn og sókn. Var betri í varnar vinnunni, en ég átti von á en hefði auðvitað viljað sjá hann klára færin sem hann fekk.

  Getum verið sátt við byrjun tímabilsins og Rodgers með flottan sigur í 100 leik sínum sem stjóra liðins. Flott tölfræði hjá honum: 100 leikir, 56 sigrar og 214 mörk.

  YNWA.

 37. Flott 3 stig og sigur á útivelli, mér fannst Tottenham bara aldrei eiga break í okkur, meira að segja á köflum sem við slökuðum á.

  Mig langar samt að tala smá um Gerrard, þar sem hann var augljóslega slakur í dag (í spilinu þá). En málið er, hann er mikilvægasti maðurinn á vellinum, hann er miklu miklu meira en bara súper sendingar eða flug rennitæklingar.
  Hann er bókstaflega hjartað, hvort sem hann spilar vel eða ekki, þá er hann hjartað.
  Meigum ekki gleyma því að fótbolti er ekki bara gæðin í löppunum, heldur líka í hausnum og hjartanu.
  Seinni parturinn er alltaf til staðar hjá Gerrard, hvort sem fyrri parturinn var það ekki í dag og raun ekki í hinum tveimur leikjunum.

  Annars var ég sáttur með allt liðið, vann vel og flott pressa hjá öllu liðinu, og Allt liðið hjálpaðist til að verjast, þess vegna fengum við ekkert mark á okkur.

  Flott byrjun hjá Balotelli, óheppinn að skora ekki allavega eitt mark, jafnvel þrjú! En var mest sáttur með vinnu framlagið hjá honum, hjálpaði mikið til allstaðar á vellinum.
  Var líka mjög sáttur með báða bakverðina, Moreno bætti fyrir mistök í síðasta leik og Manquillo finnst mér búinn að vera flottur í báðum leikjum hans í Enska.

  Slökustu menn myndi ég segja Gerrard og Allen, en ætlar ekkert að grenja yfir því.

  Overall, unnum þetta sem lið. Vel gert Liverpool!

 38. Það truflar mig ekki beint það sem hann er að segja yfir leikjunum þessi Kristinn Kjærnested heldur bara hvernig tón hann lýsir í. Kann ekki að útskýra það mikið betur. Eflaust fínasti kall og flott að hann sé poolari en bara því miður er leiðinlegt að hlusta á hann lýsa og það hefur áhrif á skemmtanagildi leiksins allavega fyrir mitt leyti.

 39. Ég horfði á myndband af leikmönnum Liverpool á æfingu í vikunni og það skein í gegn strax hvað þeir ætluðu að gera á White Hart lane. Þeir voru ákveðnir og grimmir og það er nauðsynlegt að vera þannig alltaf.

  Vissulega voru smá hnökrar í vörninni enda eðlilegt með 3 nýja menn og einn miðvörð sem hefur lítið spilar frá því á HM. Sendingar og flæði í spilunu er allt að koma og batnar í hverjum leik. En þetta byrjar allt á ákveðni og grimmd. Það sáum við í dag 🙂

 40. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem Lovren gerði alltaf hjá Southampton, en Lovren þarf að venja sig á það að fara ekki upp í alla skallabolta eins og þegar hann fór upp í bolta sem Sakho hefði átt að taka, en Lovren missti svo af boltanum og skilti eftir frítt pláss fyrir spursarann sem átti sem betur fer lélegt skot. En svo voru þeir líka alveg að bjarga hvor öðrum.

  Mjög sáttur með sigurinn, en gegn toppliðum komumst við ekki upp með svona varnarleik. En að mínu mati er þetta Tottenham lið bara drullulélegt, þeir eru aðeins með 1 leikmann sem ég myndi vilja skipta á úr byrjunarliðunum, Lloris og Mignolet.

 41. Sterling átti heimsklassaleik og Sturridge var frábær. Reyndar var liðið allt virkilega gott sem hlýtur að vera aðalatriðið.

  Eitt sem gleymist stundum í umræðunni. Liverpool spilar sóknarbolta (sem er meiriháttar) en það þýðir að miðjan og vörnin opnast oft illa. Tony Pulis benti á það í vor eftir 3-3 jafnteflið við Cristal Palace og einnig hafa fjölmargir.sparkspekingar bennt á það.

  Fögnum frekar þegar vörn og miðja ná að halda hreinu því það er jafnvel meira afrek en að skora 3 á sterkum útivelli.

 42. velinn numer 5 Gerrard var flottur og hann er ledsjent hættu að fokking væla

 43. Veit einhver hvar ég get horft á leikinn á netinu? Missti af leiknum og langar að sjá hann.

 44. Javier Manquillo recorded six of Liverpool’s 14 interceptions in this game.athyglisverð tölfræði einnig að manstueftirjúnæted hefur unnið 9 af 22 úrvalsdeildarleikjum árið2014!

 45. The legend of Liverpool captain Steven Gerrard continues to grow.

  Gerrard set two club records Sunday after putting Liverpool up 2-0 over Tottenham at White Hart Lane.

 46. Steven Gerrard becomes the first LFC player in history to score in 16 successive seasons – previously held with Billy Liddell.

  Steven Gerrard – 43 successful penalties for LFC – new outright club record.

 47. Er einhver með link á leikinn ?

  Mig klæjar í augun að sjá hann…

  Breeendan Rodgers

 48. Mikilvægur sigur. Mjög ánægður með frammistöðu allra á vellinum.
  Smá mistök hér og þar sem ekki er hægt að kvarta verulega yfir.

  Ekki saknaði ég G. Johnsons í dag.
  Er ekki búið að svara spurningunni um hversu góður hann er í samanburði við aðra valkosti?

  Sigurkveðja, Sveinbjörn.

 49. Vil leiðrétta eitt hjá Einar Erni. Við erum með 6 stigum meira í ár ekki 3 miðað við sömu leiki. Á siðustu leiktíð töpuðum við heima fyrir Southampton og úti á móti City. Þetta er því frábært start á tímabilinu 🙂

 50. Getur einhver sómasamleg manneskja hérna nokkuð kastað svo sem einum link af leiknum hingað inn ?

 51. Ég las góðan punkt hjá einhverjum hér á siðunni fyrir ekki margt löngu þar sem hann benti á svolítið sem hefur verið að fara í taugarnar á honum og ætla ég að benda á það líka þar sem margir (þar með talinn skýrsluhöfundur) misskilja þýðingu orðsins diamond….

  Tigull eða demantur?
  Hvort haldið þið að lýsi uppstillingu miðjunnar hjá Liverpool betur?

 52. Vil leiðrétta eitt hjá Einar Erni. Við erum með 6 stigum meira í ár ekki 3 miðað við sömu leiki. Á siðustu leiktíð töpuðum við heima fyrir Southampton og úti á móti City. Þetta er því frábært start á tímabilinu 🙂

  Já, og við töpuðum líka fyrir City úti á þessu tímabili. Þannig að það er engin bæting.

 53. Meðalaldur byrjunarliðsins í dag var 24,35 ár og liðið sem lauk leiknum var með nákvæmlega sama meðalaldur.

  Gamli maðurinn í byrjunarliðinu (Gerrard) er átta árum eldri en sá næst elsti (Mignolet), munurinn minnkaði pínulítið þegar Enrique (28) kom inn á.

  Annars var skiptingin eftirfarandi hjá þeim sem spiluðu leikinn:
  20 ára (4)
  22 ára (1)
  24 ára (4)
  25 ára (2)
  26 ára (1)
  28 ára (1)
  34 ára (1)

  Lofar góðu eða hvað?

 54. Eina sem mér finnst athugavert við þessa leikskýrslu er að Einar Örn talar um að liðið hafi stillt upp í demant á miðjunni? Ekki þýða beint úr ensku, það er kjánalegt, þetta er allan tímann tíguluppstilling 🙂 annars bara frábær skýrsla um frábæran leik.

 55. Haha ég var svartsýnn fyrir leikinn en svo vinnur liðið 3-0
  Varð að sætta mig við highlights úr leiknum en uppáhaldið er klárlega svipurinn á Brendan eftir að Balotelli skaut framhjá með opið mark. Brendan maður leiksins!

 56. Sælir félagar

  Því miður sá ég leikinn ekki en er búinn að lesa leikskýrsluna og kommentin hérna. Samkvæmt því ættu allir að vera í sjöunda himni hvað sem lýsanda og einstökum mistökum líður.

  Þeir einu sem ekki geta verið ánægðir eru leikmenn og stúðningmenn annara lið. mér finnst lílegt að um þá fari hrollur og kvíðastingur gangi í gegnum skjálfandi brjóstholið. Það er gott, það er reglulega gott. Ég óska púllurum um allt unversið til hamingju með þetta allt saman.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 57. Nú var ég að horfa á leikinn í gegnum eitthvert rússneskt Sopcast streymi, það var smá delay á því, þannig að ég var búinn að sjá á Twitter að Moreno hefði skorað áður en ég sá það í útsendingunni. Þess vegna vissi ég þegar hann náði boltanum að hann myndi skora, en engu að síður var ég allan tímann að hugsa meðan hann brunaði upp: “á hvern skyldi hann gefa?” Og það virðist hafa verið það sama og varnarmennirnir voru að hugsa. Snilldar mark.

 58. Ætlið þið að fara að rífast um hvort það eigi að kalla miðjuna tígul eða demant? hverjum er ekki sama, við tókum tottenham í nefið í dag og Balotelli kann víst að verjast líka. Þetta verður ekki betra. Óvenju mikið tuð hérna miðað við 3 stig og að við héldum hreinu. Það eru svona leikir sem við verðum að vinna ef við ætlum að vera í topp4 áfram og jafnvel titilbaráttu, Og við jörðuðum þetta í dag. Þetta lítur bara vel út.

  YNWA

 59. Ég var aðeins of fljótur á mér Einar. Þetta er hárrétt hjá þér.

 60. -“Good game son”
  -“Thanks dad”

  [img]https://33.media.tumblr.com/aa654e09624b7f5b0796c5bca09b9cdc/tumblr_nb6mya8vRs1tk1akxo1_400.gif[/img]

 61. Þetta var býsna “complete” frammistaða hjá liði sem er æ oftar að líta frábærlega út.

  Gerrard náði heldur betur að hrista af sér slenið (reyndar bara nokkrar úr karakter slappar sendingar í fyrri hálfleik, maður er bara svo góðu vanur frá honum). Klókindi og reynsla eru sannarlega verðmætir eiginleikar. Það er auðvelt að gleyma hversu mikils er krafist af manni í hans stöðu þegar hinir á miðjunni eru allir að taka sókndjörf hlaup fram og bakverðirnir líka.

  Talandi um bakverði. Moreno er að líta frábærlega út. Var líka mjög góður gegn City þrátt fyrir þessi einu mistök. Frábært mark sem hann skoraði í dag, átti það líka skuldlaust frá A til Ö. Hann á eftir að reynast okkur happafengur, það er ég viss um.

  Ég held að það sé skynsamlegt að nota Allen í marga af þessum erfiðari útileikjum. Með hann, Henderson og Gerrard inni á vellinum samtímis er sárasjaldan skautað framhjá miðjunni okkar. Það er algjörlega pláss fyrir Allen, þrátt fyrir styrkingu og aukna breidd.

  Sterling hefur einhvern mesta potential sem maður hefur séð hjá knattspyrnumanni í mjög langan tíma. Hann gjörsamlega bossaði þennan leik og var óheppinn að skora ekki eftir að fífla nánast alla vörn Tottenham inni í vítateig. Sennilega mest spennandi táningurinn í heimsfótboltanum í dag. Vonandi er hann til í að skrifa undir langtímasamning við okkur og er ekkert farinn að líta í kringum sig. Það er ekki langt í að risarisaklúbbarnir fari að berja að dyrum, ef þeir eru þá ekki þegar búnir að kanna málið.

  Sturridge var gjörasmlega frábær. Góð, “intelligent” hlaup, frábær fótavinna og tækni. Hann getur hlaðið í frábær, föst skot alveg upp úr engu, t.d. kyrrstæður og að snúa sér.

  Balotelli átti svo sem engan stórleik, en m.v. debut sem hefur bara náð nokkrum æfingum með liðinu, skilaði hann sínu og vel það. Eins ólíkindalega og það hljómar þegar Balotelli á í hlut var langbesta vinnan hans í dag án bolta. Sterling og Sturridge höfðu fyrir vikið mun meira pláss til að athafna sig og erfiðara að stilla upp gegn okkur.

  Sex stig eftir þetta upphafsprógramm er fínt. Ef hlutirnir ganga upp, á liðið að geta mokað vel inn af stigum í næstu 5-6 leikjum og Meistaradeildin nálgast. Spennandi tímar. 🙂

 62. Varðandi lýsandann þá er það er nú vel skiljanlegt að menn séu ósáttir við Kristinn, ekki er það ókeypis að vera með stöð 2 sport 2 og fyrir þann pening ætti maðurinn að geta lýst leiknum án þess að missa sig í því að sanna fyrir öllum að hann sé ekki púllari í sínum lýsingum, Höddi Magg gerði þetta einnig fyrst en virðist vera hættur þessu í dag.

  Þeir allavega passa sig meira en t.d. Webb gerði með sína menn, sá maður var dómari ef það fór framhjá einhverjum, hann var ekki leikmaður United.
  Ef þið trúið því ekki þá er hér linkur á það http://en.wikipedia.org/wiki/Howard_Webb

  Annars þá var þetta glæsilegur leikur.

  Maður leiksins að mínu mati Henderson

  Henderson>Suarez

 63. Ég horfði á leikinn á Sky og slapp við lýsingu KK í leiknum og naut þess í stað blaðursins í ensku starfsbræðrunum hans,sem stóðu sig vel.
  Sterling ótrúlegur og vonandi verður hann heill í vetur,því þetta er eins og að fylgjast með Road runner með bolta.
  Leikurinn fjaraði einhvern veginn út,fannst manni á 70-75 mín.
  Annars frábær leikur hjá LFC og þetta verður gaman í vetur.-Nú er gaman að vera Púlari!!

 64. Kop.is – Svona fyrir forvitnissakir. Það var einn hérna mjög flottur penni í athugasemdarkerfinu fyrir nokkru, Eyþór. Hann var keyptur yfir til ykkar en hefur lítið fengið að spreyta sig eftir góða byrjun. Er hann kominn í varaliðið?

 65. Manstueftirjúnæted :))) er enn að hlæja. Hélt að dagurinn yrði ekki betri.

 66. Frábær frammistaða á allan hátt.

  Svo glaður að sjá 442 með tígul/demant aftur og svei mér þá hvað það virkaði ótrúlega! Frá fyrstu minute var mikil ógnun í leiknum okkar en auðvitað þýðir þetta kerfi líka að við erum opnari varnarlega…það er ekki á allt kosið…það er bara þannig að við bara gleðjumst yfir blússandi sóknarleik og munum stundum þurfa að súpa hveljur.

  Annars litlu við að bæta, auðvitað eru Lovren og Sakho enn að spila sig saman og það að hafa líka tvo nýja bakverði eykur ekki traustið í varnarleiknum.

  Best og indælast finnst mér að við stungum í dag gulrót upp í marga lýsendurna og stuðningsmenn annarra liða, það hefði ekki verið ósanngjarnt að vinna þennan 5-1 eða 6-2 og það segir okkur auðvitað það helst að það var upplegg stjórans og ákefð leikmannanna sem skilaði öllum mörkunum í hús í fyrra…vissulega voru nokkur einstaklingsframtök inn á milli en þessi mikla ákefð og hraði í sóknarleiknum er bara algert hell fyrir önnur lið að mæta.

  Innkomurnar flottar og svissið á kerfinu virkaði fullkomlega.

  Allir nýju leikmennirnir okkar að virka og Mignolet hefur pumpað upp sjálfstraustið í dag.

  Frábær dagur og fínt að fara inn í landsleikjahléið svona!

 67. Eins og ég kom inná í upphitun þá hef ég mikið álit á stóra Tottenham og efa ég að mörg lið séu að fara taka öll stigin á White Harte Lane og hvað þá halda hreinu. Það er frábært að rústa Spurs reglulega og 0-3 voru síst of stórar tölur í dag. Frábær úrslit og frammistaða sem gefur mjög góð fyrirheit upp á framhaldið.

  Morgundagurinn verður spennandi upp á tímabilið í heild en Liverpool er a.m.k. núna búið með tvo af 6 erfiðustu útileikjum tímabilsins og hafa spilað við 3 af liðunum sem enduðu í topp 10 á síðasta tímabili. 2 sigrar af 3 er vel ásættanlegt eftir þetta prógram meðan liðið er að spila mörgum nýjum leikmönnum.

  Balotellli kom frábærlega inn í liðið og hans framlag er helst hægt að mæla í frammistöðu Sturridge og þá sérstaklega Sterling sem var eins og frjáls maður í dag. Umræðan hefur verið svo mikið um Balotelli að það hefur aðeins orðið undir að hann er bara þriðja stærsta stjarnan af þessu tríói. Balotelli átti að skora strax á 2. mínútu og aftur seinna í fyrri hálfleik. Hann fór mjög illa með færið þegar Lloris var kominn út úr markinu en þrátt fyrir að skora ekki í dag var hann mjög góður og tók tíma og orku frá varnarmönnum Tottenham.

  Balotelli gerir okkur kleyft að spila með tígul miðju, vilji Rodgers breyta einhverju eru nægir valmöguleikar á bekknum. Þetta var lykillinn í dag og miðjan var frábær. Gerrard var ólíkur sjálfum sér reyndar í nokkrum sendingum en varnarlega var hann mjög góður, miklu betri en í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hvorki Eriksen eða Lamela gerðu nokkurn skapaðan hlut í dag.

  Allen var líklega að spila einn sinn besta leik fyrir Liverpool og fyrir mér var Henderson engu verri en Sterling í dag . Henderson er orðinn einn besti miðjumaður deildarinnar og líklega besti miðjumaður enska landsliðsins. Frábært að hann er farinn að gera meira gagn sóknarlega eins og í fyrsta markinu í dag.

  Allen á stóran þátt í öðru markinu og ég hlæ að þessari dýfu umræðu (á twitter, ekki hér), Dier dregur verulega úr hlaupinu hans og brýtur augljóslega af sér. Hefði Allen staðið þetta af sér hefði ekkert verið dæmt og Tottenham bara grætt á þessu. Nánast allir sóknarmenn hefðu látið sig falla þarna. Allen er ekkert að sækja um fair play verðlaun þarna en meðan dómarar dæma nánast aldrei þegar brotið er á of heiðarlegum leikmönnum þá bjóða þeir hættunni heim að leikmenn hjálpi þeim ekki neitt við að gera starf þeirra auðveldara.

  Raheem Sterling í svona gír fer langt með að fylla skarð Suarez hann er það góður. Eins og EÖE kemur inná þá er mjög líklega ekki til betri leikmaður á aldrinum 18-22 ára og undanfarið ár hefur verið rosalegt hjá honum, hann verður betri með hverjum degi. Rosalegt að þetta hafi ekki endað með marki þegar hann tók alla vörn Tottenham á í sama hlaupinu, inni á markteig.

  Vörnin hélt hreinu sem er frábært, sérstaklega m.v. að það voru þrír nýliðar inná. Við vildum skipta um vörn eftir síðasta tímabil og það er einmitt það sem Rodgers hefur gert, þetta var fyrsti leikurinn sem reynir á það.

  Manquillo er orðinn fyrsti kostur hægra megin, það er morgunljóst. Hann var mjög traustur og gerði sérstaklega vel eftir að hann fékk gult spjald. Jon Flanagan verður meiri samkeppni við hann grunar mig en Johnson.

  Moreno byrjar eins og Riise gerði en aðalmunurinn á þeim er að Moreno er fáránlega fljótur, hann skildi Townsend eftir í rykinu þrátt fyrir að vera með boltann og skoraði frábært mark. Staða vinstri bakvarðar er ekki lengur veiki hlekkur Liverpool, ekki með svona rakettu þarna. Moreno hefur allt að bera til að verða þjófnaður á 12m. Manquillo gæti jafnvel orðið grófara rán.

  Miðvarðaparið fannst mér ekki byrja þennan leik vel og voru smá heppnir að hafa ekki lekið inn marki eftir fyrri hálfleik. Það er mjög pirrandi að vera sífellt að spila saman nýtt miðvarðapar og í EPL er öllum mistökum vanalega refsað. Þetta slapp í dag og Lovren og Sakho náðu vonandi að spila sig inn í plön Rodgers sem miðvarðapar númer 1. Þeir eru framtíðin þarna.

  Sakho var afar óöruggur á boltann, sérstaklega í byrjun leiksins og átti nokkrar mjög vondar sendingar. Lovren var einnig smá tíma að venjast því að spila hægramegin og með Sakho en spilaði sig inn í leikinn.

  Neil Atkinson á Anfield Wrap orðaði þetta mjög vel

  The centre halves looked like lads who haven’t played together. They haven’t. They also want to constantly play into midfield. This is better than the contrary. It just is. It means Liverpool will always look to play.

  Eins kom Tomkins með góða punkta á meðan leik stóð

  Eftir situr að þeir héldu hreinu gegn liði sem var í topp 6 á síðasta tímabili og verður það aftur núna. Bakverðirnir með þeim hafa aldrei spilað á Englandi og eru 20-22 ára.

  Match Of The Day tók framlag Lovren ágætlega fyrir, hann var í basli í báðum tilvikum er Spurs komast í gegn í fyrri hálfleik (Adebayor og seinna Chadil) en var frábær í seinni hálfleik.

  Það er líklega mjög langt síðan Liverpool spilaði deildarleik þar sem enginn af Johnson, Skrtel og Agger tóku þátt, hvað þá án Enrique líka. Þeir koma allir til að eiga í mjög miklu basli með að vinna sér aftur sæti í liðinu… (sérstaklega Agger úr þessu).

  Frábær helgi, eina toppliðið sem vann fyrir utan Liverpool var Chelsea sem er í lagi þar sem þeir unnu Everton. Man City, Arsenal og United töpuðu öll stigum, City gegn Stoke og hin liðin gegn nýliðum.

 68. Já og Halli Nr. 38

  Æji jesús minn Babu slepptu bara alveg svona kjánalegum sneiðum. Ég „verð“ ekkert að tuða yfir einu eða neinu. Ég sagði bara mína skoðun á lýsanda dagsins og setti það málefnalega fram. Þú hlýtur að gert sætt þig við að það hafa ekki allir sömu skoðun og þú, og sleppt því að kalla aðrar skoðanir tuð.

  Þetta var ekki meint eins illa og það kannski kom út og ekki beint að þér einum. Það var mikið tuðað yfir KK á síðasta leik og aftur núna, ég var bara ekki að skilja alla þessa andúð þar sem mér fannst hann bara ágætur og var í einlægni að spyrja hvað málið væri. Skil alveg að lýsendur fari misvel í hvern og einn, menn upplifa sama leikinn mjög mismunandi eins og við sjáum oft hér inni og ég verð oft mjög pirraður á lýsandanum hvort sem það er á íslensku eða ensku og tuða hressilega yfir því. Hvergi er ég ekki að sætta mig við að það séu ekki allir sammála minni skoðum, óþarfa sneið frá þér þar.

  En ef það er ekki tuð að röfla yfir lýsanda leiksins eftir 0-3 sigurleik þá er ég greinilega aðeins að misskija þetta og biðst velvirðingar. Ennþá á því að það er frábært neikvæðu hliðar leiksins séu ekki alvarlegri en þetta.

  Nenni ekki að ræða þetta frekar, allt of glaður með úrslit helgarinnar til þess.

 69. Babu #83,

  “Balotellli kom frábærlega inn í liðið og hans framlag er helst hægt að mæla í frammistöðu Sturridge og þá sérstaklega Sterling sem var eins og frjáls maður í dag.”

  Þetta er lykilatriði og 100% sammála.

 70. Flottur leikur. Smá sheiki móment í vörninni í fyrri hálfleik en við vorum alltaf að fara að taka þetta. Og takið eftir einu. Aldrei vandræði þegar Tottenham átti föst leikatriði þannig að það er mikil bæting frá síðasta tímabili.

 71. Flottur leikur. Smá sheiki móment í vörninni í fyrri hálfleik en við vorum alltaf að fara að taka þetta. Og takið eftir einu. Aldrei vandræði þegar Tottenham átti föst leikatriði þannig að það er mikil bæting frá síðasta tímabili.

 72. Frábær sigur hjá okkur mönnum og í heildina litið að þá fannst mér flestir, ef ekki allir leikmenn spila þokkalega og sumir betur en það. Skal viðurkenna að ég var pínu hræddur eftir öll þessi kaup en Rodgers hefur lag á að skipuleggja hlutina vel.

  Næstu 2 leikir Liverpool eru Aston Villa í deildinni og Ludogorets í CL á heimavelli og ég er að fara á báða leikina í Liverpool borg, fyrir utan þá að þá fer ég á Mancehster United – Q.P.R. (vonandi heldur ManU sínu rönni áfram og ná að tapa stigum í þessum leik).

  Hef eingöngu einu sinni áður farið til Liverpool borgar, með hverju mæla menn með að gera í frítíma þarna?

 73. Þetta var góð þolraun eftir tapið gegn City. Liðið lagaði næstum allt sem fór úrskeiðis í þeim leik. Miðjan var frábær og er ég ánægður með bætinguna á Henderson og Allen. Gaman að sjá Henderson sanka að sér stoðsendingum og koma sér í sóknarstöður á meðan Allen var á fullu í að pressa og bera boltann ásamt því að ná í “crucial” víti fyrir okkur.

  Eins illa og mér er við það að segja það að þá er ég svolítið sáttur með þetta landsleikjahlé. Það ríkir sambandsleysi á milli miðvarða og þeir virðast alltof oft of berskjaldaðir. Líklega blanda af reynsluleysi og taktík Rodgers sem leggur meira upp úr sóknarleik. Einnig finnst mér liðið “panicka” eftir að það skorar mark. Það kom upp einbeitingarleysi í fyrri hálfleik þar sem menn gáfu lélegar sendingar og dekkuðu ekki mennina. Svo kom allt annað lið í seinni hálfleik sem spilaði glimrandi bolta.

  Ég held að fáir hafi búist við því að við myndum rúlla yfir Pochettino og co. Flottur sigur og flott úrslit eftir helgina (City, ManU, Arsenal).

 74. Frábært.

  Loksins sáum við það Liv lið sem svo oft kætti okkur á síðasta tímabili. Án efa hjálpaði það okkur að vera með Balotelli frammi (líkt og liðið hefur verið áræðnara þegar Lambert hefur komið fram og verið með Sturridge). Sóknarleikur er styrkleiki liðsins og tveir framherjar gera það að verkum að meira álag myndast á varnir andstæðinga og síðast en ekki síst okkar besti maður undanfarna 9 mánuði hann Sterling fær meira pláss.

  Bakverðirnir í gær voru mjög flottir og Moreno kórónaði ágætis frammistöðu með mögnuðu marki, hvílíkur hraði og kraftur í þessu marki. Lovren og Sakho fannst mér sjeikí í ákv leikatriðum og líklegast hefði þeim verið refsað með marki í 9/10 tilvikum þegar Chadli komst innfyrir en Mignolet gerði mjög vel. Hinsvegar voru Sakho og Lovren líka grjótharðir í öðrum tilvikum og gerðu vel. Sum mistökin voru augljóslega vegna samskiptaörðugleika og að menn hafi lítið spilað saman….það er hægt að laga. Síðan þarf bara að koma í ljós hversu vel það hentar þessum köppum að aðlagast þannig taktíð að spila boltanum úr vörninni.

  Ég heyrði og las töluvert um að Gerrard hefði verið afar veikur hlekkur á miðjunni og mér hefur fundist það eiga við, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum en ég sá það ekki svo greinilega í þessum leik. Mér fannst liðið gjörsamlega loka á sóknartilburði þeirra Eriksen, Lamela og Chadli og það hlítur að teljast Gerrard til tekna. Can mun eflaust leysa hann af eitthvað í vetur og Lucas líka enda það bara nauðsynlegt til þess að finna rétta balancinn í þessu. Allen var sprækur og gerði mjög vel í að vinna vítaspyrnuna (réttur dómur). Henderson var flottur og afar ánægjulegt að sjá hann strax kominn með 2 stoðsendingar á tímabilinu.

  Á bekknum var Coutinho. Það hefur vantað upp á að hans framlag skili mörkum eða stoðsendingum. Í dag höfum við lið sem getur leyft okkur að geyma slíka snillinga á bekknum meðan þeir ná áttum….hann þarf samt að komast inn í þetta hjá liðinu því hann er lykill að því að við verðum í toppbaráttu að mínu mati. Verður líka gaman að sjá Lallana eftir landsleikjarhléið.

  Mjög sáttur.

 75. Sælir félagar.

  Ég er mjög sáttur eftir leik gærdagsins. Horfði aftur og aftur á aðdraganda fyrsta marksins og fóta vinnuna hjá Sturridge og hvernig Sterling afgreiddi boltann í netið.

  Clean sheets sögðu þeir í viðtölum, Gerrard og Rogers, það telur ekkert lítið miðað við öll mörkin sem við fengum á okkur á síðasta tímabili. Í leikjum þar sem liðið skoraði 4-5 mörk fengu þeir á sig 2-3 það taldi on the long run í vor. Annars er smá pæling í gangi:

  Ætlar Rogers að treysta á Mignolet í vetur eða verður Jones notaður meira? Ég er pínu hræddur við markvörsluna. Mignolet var góður í gær átti flotta vörslu í eina alvöru skoti spurs á markið. Ef BR treystir honum þá geri ég það lika.

  Ég er orðinn spenntur fyrir næsta leik á móti Aston Villa það er óvenjulegt að sjá þá á þessum stað í deildinni, vona að við náum að laga það. Við eigum að vera þarna í hóp með Chelski og Swansea.

  Y.N.W.A

 76. Flottur sigur á góðu Tottenham liði sem sá aldrei til sólar í þessum leik. Veit ekki hvort maður má segja þetta, en G.J
  má alveg vera meiddur það sem eftir er vetrar. Með þessa ungu Spánverja og miðverðina tvo, þá er maður farinn að sjá fram á betri tíma yfir leikjum síns ástsæla liðs, pilluskammturinn minnkaður og glasið komið upp í skáp.

 77. #95 Nei, GL má alls ekki vera meiddur það sem eftir lifir tímabils, okkur veitir nú ekki af að hafa samkeppni og breidd.

 78. Ég er orðinn algjör Joe Allen Maður. Hann er alltof vanmetinn Leikmaður (Finnst Mér), og er bara frábær í Fótbolta. Flottur Strákur

 79. Hef miklar áhyggjur af klúbbnum mínum. Unnum Tottenham 5-0, þá 4-0 og núna 3-0. Hræddur um að næsti leikur fari bara 2-0.

Liðið gegn Spurs – Balotelli byrjar

Lokadagur gluggans 2014