Mange tak kære Daniel!

Held að við verðum að trufla undirbúninginn fyrir Tottenhamleikinn þar sem að við fengum af því fréttir að hann Daniel okkar Agger hefur ákveðið að kveðja klúbbinn sinn og okkar.

Agger Það segir eiginlega allt um hollustu drengsins við okkar alrauða lið að hann lýsir því hér í viðtalinu að hann hafi neitað félagaskiptum til annarra enskra og evrópskra liða nokkrum sinnum á síðustu tímabilum og einnig í sumar því hann vill ekki verða keppinautur Liverpool.

Hann segir líka að skrokkurinn leyfi ekki lengur þau átök sem fylgi enska boltanum og því bara fer hann aftur heim til Bröndby, þaðan sem hann kom fyrir níu árum. Kaupverðið er sagt vera 3 milljónir punda miðað við alls konar árangur, sem er gjafverð og sýnir hvað klúbbnum þykir vænt um hann.

Ég sagði í sumar að ég teldi þetta vofa yfir og það hefur gengið eftir. Það á þó ekkert skylt við það að ég vilji hafa losnað við Agger, enda einn af mínum uppáhaldsleikmönnum síðustu ár með sinn frábæra vinstri fót og yfirveguðu spilamennsku. Ég mun sakna hans sárt úr rauðu treyjunni en óska honum alls hins besta með Bröndby.

Karakter sem aldrei mun gleymast og nú kemur í ljós hver verður varafyrirliði klúbbsins okkar.

Mange tak og på gensyn!

30 Comments

 1. Kannski besta niðurstaðan úr því sem komið var. Maður hefði ekki viljað sjá hann grotna niður á bekknum.

  Hann verður alltaf í uppáhaldi.

 2. [img]http://hypervocal.com/wp-content/uploads/2011/02/Agger-Torres.jpg[/img]

 3. Hahaha gleymi aldrei þessu mómenti, þegar hann heilsaði Torresu í nýju treyjunni.

 4. Frábær leikmaður sem því miður var alltof mikið meiddur. Það setti svip sinn á ferill hans í rauðu treyjunni. Ég mun samt aldrei gleyma hans fyrsta marki fyrir klúbbinn, sleggjunni gegn West Ham með þeim flottari sem ég hef séð.

  http://www.youtube.com/watch?v=cvfNyXHAsRg

 5. Farvel mikli meistari. Hefur verið í uppáhaldi síðan hann kom og sá eini sem hefur farið aftan á treyju hjá mér! Verður sárt saknað.

 6. Agger er og verður alltaf uppáhalds. Fagmaður og scouser fram í fingurgóma (bókstalega, enda með YNWA flúrað framan á fingurna) Ætli maður verði ekki að setja Brondby heimasíðuna í bookmarks og fylgjast með kappanum. Hans verður sárt saknað hvort sem er af aðdáendum eða hans eigin liðsmönnum. Set hann á stall með Hyypia og Carragher.

  http://besttattoospictures.com/wp-content/uploads/2014/08/YNWa-Tatto-by-Agger.jpg

  http://brondby.com/index.php

 7. Þessu gleymi ég aldrei …… http://www.youtube.com/watch?v=gkaQciqQXSg

  Takk Agger.. þú ert einn af mínum uppáhalds. Gangi þér vel á heimaslóðum. YNWA
  P.S. Aukaþakkir fyrir að hnippa í þú veist hvern þarna um árið… Ódauðlegt Liverpool cult moment!! 🙂

 8. Frábær karakter og leikmaður þegar hann var uppá sitt besta 🙂 YNWA Agger.

 9. Horfði á upphitun í Stöð 2 Sport í morgun, Páll Magnússon og Bjarni Fel. Vá ! Þeirra spár og skoðanir 🙂 Þetta verða menn að þefa uppi, mæli með að setja þetta óbreytt í skaupið. Bjarni er og verður legned samt, þarna fór bara allt upp á bak.

  og já eitt, spáðu United að sjálfsögðu sigri….muhaaaaaa eða tvennt, það væri formsatriði hjá City að klára Stoke…bwwaaaaa !!!

  Spáðu svo báðir Spurs sigri gegn okkar mönnum á morgun. Þarf ekkert að ræða þetta frekar.

 10. Þvílík synd sem þetta er enda Agger drengur góður og frábær knattspyrnumaður. En fyrst það var óumflýjanlegt að þetta endaði svona er vel við hæfi fyrir klúbbana og Agger sjálfan að málið fengi þessa góðu lendingu.
  Nú verður maður eiginlega að fara að fylgjast með Brøndby.

 11. Þarna erum við einfaldlega að missa okkar besta miðvörð og jafnframt þann eina sem getur spilað boltanum almennilega út úr vörninni. Grjótharður drengur með eldrautt hjarta. Hans verður sárt saknað. Gangi þér vel hjá Bröndy kæri vinur. YNWA!

 12. Frábær fótboltamaður. Afstaða hans til LFC er einstæð í þessum heimi þar sem allt snýst um peninga og hollusta við félagið sitt er álíka sjaldgæf og grænmetisæta á þorrablóti.

 13. Takk Daniel fyrir allt saman. Annan daginn í röð lýsa leikmenn því yfir að vilja ekki vera í samkeppni við Liverpool. Alonso í gær og Agger í dag. Þetta eru miklir öðlingar.

 14. Agger er mikill meistari og hans verður sárt saknað.

  Rauður í gegn og ég minnist þess þegar hann var orðaður frá klúbbnum fyrir 3-4 árum þegar við vorum með allt niðr-um okkur. Þá tók okkar maður sig til og lét tattúvera “Y.N.W.A.” á hnúana.

  Alvöru maður þarna á ferð og síðustu ár hefur liðið alltaf fengið á sig fæst mörk með DAggerinn í vörninni.

  YNWA

 15. #18 Ceres

  Ertu að trolla hérna eða ertu bara með almenn leiðindi?

  Afhverju ertu að koma með comment inn í kveðju færslu hér kop.is ef þér finnst leikmaðurinn svona ömurlegur og leiðinlegur?

  Vá hvað við þurfum ekki svona aðdáendur.

 16. Bjò ì DK þegar hann var keyptur og hefur hann alltaf verið ì uppàhaldi ???? Takk fyrir mig meistari AGGER

 17. Agger verður sárt saknað, hann var frábær varnamaður en ég veit að hann á eftir að gera marga flotta og góða hluti hjá Brøndby.
  #YNWA#

 18. Er hundsvekktur. Bara hreint út sagt hundsvekktur.

  Hvernig stendur á því að 3 toppleikmenn sem allir eiga nóg eftir og ættu að mínu mati að vera byrjunarliðsmenn hjá Liverpool eru annað hvort varamenn hjá Bayern München eða leikmenn hjá Brøndby?

  Næ þessu bara ekki.

 19. # Þú ert akkúrat þessi týpa sem maður vill ekki sjá á þessari síðu. Haltu þig úti félagi.

 20. Yes Balotelli í byrjunarliðinu, er vandræðilega spenntur.

  Mignolet, Manquillo, Moreno, Lovren, Sakho, Gerrard, Allen, Henderson, Sterling, Sturridge, Balotelli

 21. Tígulmiðja takk fyrir takk. Ef vörnin stendur sig þá verður þetta sigur okkar manna annars jafntefli. 🙂

Tottenham upphitun – leikmannaglugginn

Liðið gegn Spurs – Balotelli byrjar