Áminning: Hópferð Kop.is á Anfield!

Áminning: Enn er laust í hópferðina okkar! Sjá upplýsingar hér fyrir neðan:

Til að panta pláss í ferðina er hægt að hafa samband við Sigurð Gunnarsson hjá Úrval Útsýn á siggigunn@uu.is eða Luka Kostic hjá Úrval Útsýn á luka@uu.is. Endilega skellið ykkur með – það er stutt í ferðina og takmarkað sætaframboð. Síðast komust færri að en vildu og við mælum með að fólk bíði ekki of lengi með að tryggja sér miða!

Innifalið í ferðinni er meðal annars:

 • Íslensk fararstjórn.
 • Flug til London Gatwick fimmtudaginn 2. október kl. 15:25.
 • Gisting á Holiday Inn í Crawley eina nótt (lítill bær rétt við Gatwick-flugvöll).
 • Kráarkvöld í miðbæ Crawley á fimmtudagskvöldið.
 • Rúta til Liverpool (u.þ.b. 5 klst. löng) eftir morgunmat á föstudegi. Komið verður til Liverpool fljótlega upp úr hádegi.
 • Sérstakt Kop.is Pub-quiz í rútunni þar sem veglegir vinningar verða í boði!
 • Gæðagisting á nýuppgerðu lúxushóteli Titanic Hotel niðri á Stanley Dock, steinsnar frá miðborg Liverpool.
 • Aðgöngumiði á leikinn gegn West Bromwich Albion laugardaginn 4. október.
 • Rúta til London/Gatwick og flug heim þaðan mánudaginn 6. október kl. 20:40.

Máltíðir aðrar en þær sem eru nefndar, drykkir með kvöldmat og annað almennt sem ekki er nefnt hér að ofan er ekki innifalið.

Verðið er kr. 149.500 á mann í tvíbýli.

Eins og áður sagði hafið þið samband við Luka Kostic hjá Úrval Útsýn í síma 585-4107 eða á luka@uu.is til þess að panta ykkar sæti í þessa ferð.

Endilega sláist í för með okkur Kop.is-genginu í frábæra ferð til fyrirheitna landsins!

6 Comments

 1. við erum 3 félagar og erum búnir að tryggja okkur miða,okkur hlakkar mikið til enda væri annað eitthvað skrýtið

 2. Skrifað í skýin, þetta verður í ökkla eða eyra á morgun !

  Barca
  PSG
  LFC
  Roma

  Eða

  Porto
  Basel
  Lfc
  Malmo

 3. Nei ekki í þetta skiptið,væri samt gaman að hafa hann með líka.En þetta eru tveir grjótharðir poolarar sem að heita Vignir og Andri

 4. Jæja erum 4 sótillir feðgar sem erum búnir að skrá okkur og hlakkar mikið til. Hverjir ætla að leiða hópinn í ferðinni ?

Kop.is Podcast #67

Meistaradeildin – Real Madríd – Basel – Ludogorets