Kop.is Podcast #67

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

Hér er þáttur númer sextíu og sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 67. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Einar Örn og Babú.

Í þessum þætti fórum við yfir fyrstu tvær umferðir Úrvalsdeildarinnar, kaupin á Mario Balotelli og vonbrigðaframmistöðu sumra leikmanna.

23 Comments

  1. OK, ég er kominn að MK Dons – Man Utd momentunum í upptökunni. Stórkostlegt comedy. 🙂

    Mæti vonandi með burðuga athugasemd síðar, hugsanlega ekki fyrr en á morgun. Takk fyrir mig, enn og aftur!

  2. Nú verður hjólreiðatúrinn í vinnuna mun skemmtilegri í fyrramálið!

  3. Áhugaverðar umræður um Super Mario.

    Ungur en samt reyndur.

    Fáránlegur en ótrúlega hæfileikaríkur.

    Umfram allt er hann sakleysingi með gott hjartalag. Og nú er hann trúlofaður og verðandi faðir. Jafnframt veit hann að þetta gæti orðið hans síðasta tækifæri með stórliði. Myndbandið með vestið er auðvitað eitt það besta sem maður hefur séð! Þvílíkur skemmtikraftur, meðvitað eður ei! Þetta er karakter. 🙂

    Þessi furðufugl og ólíkindatól er ótrúlega hæfileikaríkur. Er eitthvað lið til sem hentar honum? Færist Dr Steve Peters í fullt starf hjá Liverpool?

    Eitt er víst, koma Mario Balotelli mun gera Daniel Sturridge og fleirum mun auðveldra fyrir. Það er ekki nóg með að hann sjúgi í sig varnarmenn, heldur sýgur hann jafnframt í sig athygli fjölmiðla. Hversu mikils virði er að losna við hundruð frétta um hversu vel Sturridge gangi að fylla í skað Luis Suárez?

    Umfram allt verður Mario Balotelli elskaður af aðdáendum Liverpool. Hann mun ekki þurfa að hlusta á söngva rasistafávita né þurfa að spígspora yfir bananahýði sem hent er í átt að honum. Þetta er flottur leikmaður og hrikalega hæfileikaríkur og hann mun fá ALLAN okkar stuðning. Það hlýtur að skipta máli.

    Ps. er annað hægt en að vera spenntur yfir leikmanni sem getur gert svona hluti: https://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=s3lF1BQDdwI#t=203

    YNWA!

  4. Frábært podcast að vanda. Sammála eiginlega öllu sem þið segið. Ég er gríðarlega spenntur fyrir því hvað Balotelli mun gera, hvort það verður gott eða slæmt þá verður þetta gríðarlega áhugaverður rússíbani og fyrir þennan pening þá er þetta fullkomlega áhætta sem er þess virði að taka og ef þetta er ekki að gera sig þá ættum við pottþétt að geta fengið nánast allan peninginn til baka ef við viljum losa okkur við kallinn.

    Eitt sem mér fannst vanta við manchester united umræðuna og Di Maria kaupin… Hvar á gaurinn að spila??? Ef Van Gaal ætlar að notast við þetta 3-4-1-2 eða 5-2-1-2 taktík sem virðist hann virðist ætla að nota þá sé ég ekki hvar Di Maria á að fitta inn. Þeir eru með Mata í holustöðunni fyrir aftan framherjana og ég sé ekki að Di Maria sé að fara að fúnkera sem wing back. Þá er central midfield staðan eftir og ég er ekki að sjá að hann sé að fara að sinna þeirri varnarskyldu sem þarf í þá stöðu frekar en í wing back stöðuna. Þetta er klárlega maður sem þarf að spila sem sóknarsinnaður miðjumaður, hvort sem það er á kantinum eða í holunni en ég sé ekki að united sé að bjóða upp á þá stöðu miðað við núverandi leikskipulag. Ekki misskilja mig, Di Maria er frábær leikmaður en að borga 60 milljónir punda fyrir leikmann sem passar ekki inn í kerfið sem stjórinn ætlar að spila þá skil ég það engan veginn. Ég skil fullkomlega kaupin á Rojo og að þeir skuli vilja Arturo Vidal og Daley Blind en ég sé ekki hvar Di Maria á að fitta inn í þetta hjá þeim.

    Og svona í lokinn… United tapaði 4-0 fyrir MK Dons. Stórkostlegt 🙂

  5. Flott podcast. Eftir Balotelli kaupinn hvað væri best leikaðferðinn fyrir Liverpool. Ég vill sá Mario og Sturrigde frammi og spilla demantaaðferðinna. Spurning prufa 3-4-3 einhvern timann.
    Ég væri ekkrert á móti fá Barca i meistaradeildariðlunum;) enn vill samt forðast lenta í einhverjum dauðariðill..

  6. Þröstur #4,

    Di María verður mean winger, hvort sem það er í 352, ítölsku 4321 eða hvað. Er alltaf að fara að bæta lið Man Utd umtalsvert. Þá vantar samt a.m.k. 1-2 alvöru miðverði. Er ekki auðvelt að sjá þetta LVG/Hollands 352 ganga með núverandi mannskap, enda ringulreiðin algjör.

    En aftur að Super Mario.

    Hversu ömurlegt er fyrir ensku deildina að missa menn eins og Cristiano Rolando, Gareth Bale og Luis Suárez til risanna á Spáni? Risa sem njóta ekki bara fáránlega útdeildra sjónvarpspeninga, heldur búa einnig við það að nærsamfélögin eru til í að fjármálastofnanir afskrifi slæm viðskipti þeirra. Hér varð hrun.

    Þetta er okkar stærsta signing í ansi mörg ár, a.m.k. síðan Torres. Marquee signing? Svo sannarlega, en e.t.v. meira út af stóru/þekktu vörumerki en öðru. Nú blasir stærsta tækifæri á ferli Mario Balotelli við. Hann mun hvergi fá jafngóðan stuðning, svo mikið er víst.

  7. MK DONS!!!!!

    En að liðinu þá vonaði maður að liðið myndi sýna framför og spila sterkan varnarleik og taka 0-0 eða 1-0. Það tokst ekki og glænýr bakvorður sem átti sökina í 2 mörkum. Eg er ekkert massa bjartsýnn a framhaldið hjá liðinu. Moreno þarf sinn tíma og sennilega Lovren lika. Manquillo er mjög óreyndur. G.Johnson er náttúrulega ekki besti varnarmaðurinn. Flanagan sem er minn languppahalds varnarmaður i liðinu er meiddur. Eru menn bjartsynir?

  8. Þetta United lið var ekki að nenna þessu, vá hvað Anderson hefur hrapað og líklegt að Hernandez sé búinn að tjékka sig andlega út hjá þeim, enda mjög líklega seldur í vikunni. Hinir kjúklingarnir þarna.. það væri hægt að vitna í fræg ummæli Guðjóns Þórðar. Di Maria verður líklegast góður fyrir þá enda kostar hann sitt.

    Verðið er út í hött en svona er þessi helvítis markaður, United félagi minn var fljótur að minna mig á að við keyptum jú Andy Carroll og Downing á samtals 55m, sem er 4.7m punda minni pakki. Eitt sem ég bara fatta ekki, af hverju er Real að selja hann?! Hann er miiikið betri en ‘Hames’ Rodriguez að mínu mati og vildi vera áfram.

  9. Djöfull er gaman að lesa grátkórinn á raududjoflarnir.is – þar sem þeir tala um alla þessu “óreyndu krakka”.

    Krakkar sem eru fæddir á aldirnum 1992-1994/5 … líkt og Sterling, Markovic, Coutinho, Can, Ibe, Flanno, Moreno … og næstum því allt liðið okkar 🙂

  10. Ég held að Alex Song gæti verið góð viðbót við hópinn, hann gæti leyst þessa vandræðastöðu á meðan Gerrard er að komast í lag.
    Lucas hefur verið orðaður við Napoli og Song getur verið falur fyrir ca. 10 m pund…væri alveg til að skipta honum út.

    Síðustu fréttir segja að Tottenham séu með augastað á honum…og það væri kærkomið ef að Liverpool næði að stela leikmanni fyrir framan nefið á þeim!

    YNWA

  11. Djöfull lýta þeir félagar vel út!

    [img]https://fbcdn-photos-c-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xpa1/v/t1.0-0/15230_833729606659050_2305073377156314224_n.png?oh=6edce29cffbad22169e4c3dd13cbc5d0&oe=545C7E31&__gda__=1416308300_ac19edcacccadf1cd8ee8c3ea7ded6d4[/img]

  12. Svona fyrst það var verið að ræða um þennan leik hjá MU í podcastinu, þá koma hér gullkorn af Reddit:

    “KFC has better wings than Manchester United”

    “I just killed a stranger on live TV, unmasked, while showing off my drivers licence and passport, screaming that I’m glad I did it. About to walk into a police station to confirm I’m glad the guy is dead and ask for some water to clean my bloodied hands.
    I’ll still have a better defence than United.”

  13. Gaman að sjá myndir af Kolo og Balotelli á æfingu. Hlutverk Kolo sennilega mikilvægt þegar kemur að liðsanda, hef fulla trú á Balotelli hitti jörðina hlaupandi.

  14. Gaman að sjá City mennina saman á Liverpool æfingu..

    Algjörlega sammála að Rodgers er miklu betri þjálfari fyrir Balotelli heldur en Mancini var..

    Balotelli hefur þurft að höndla hundleiðinlega þjálfara í gegnum tíðina… Nú síðast Prandelli þegar hann kenndi 23 ára gömlum Balotelli um HM og hætti svo…

    Ég sé gríðarlega eftir því að Balotelli hafi ekki verið hjá City undir Pellegrini, eða einhverjum flottum man management þjálfara… enski boltinn verður skemmtilegri í vetur þegar Balotelli er kominn í hann… hlakka til að fylgjast með Liverpool í vetur..

  15. Sælir.

    Takk fyrir gott pod-cast – þið voruð að velta því fyrir ykkur hvenær drátturinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færi fram; Hann er á morgun, í Monaco

  16. Frábært podkast að venju, takk fyrir mig! Seinni hálfleikur i leik MK Dons og manc í gærkvöldi var einnig frábær skemmtun og sýnir svo ekki verður um villst hvað breydd manc er lítil.
    #4 Þröstur, hvað varðar Dí María þá getur hann spilad í holunni, í wing back stödunum og á miðri miðju ef Van Gaal heldur sér við 3-4-1-2 kerfið sem hefur gefið svo vel hingað til : ) Hann spiladi mest á miðri miðju hjá Real í fyrrra sem var hans besta tímabil til þessa. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef að Van Gaal myndi ákveða að breyta um kerfi með tilkomu Dí María og eftir að hann komst að hvað hann er með hræðilega lélega miðverði og muni spila 4-2-3-1 með Dí María í stödu kantframherja.

  17. Er ekki dregið á föstudaginn eins og alltaf hefur verið gert?

  18. Balotelli var að setja þessa inná instagram!

    [img]https://fbcdn-sphotos-f-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xpa1/t1.0-9/10438404_833993513299326_4235986331151424084_n.png[/img]

    Þessi gæji sko hah

Man City – Liverpool 3-1

Áminning: Hópferð Kop.is á Anfield!