Liðið gegn Man City

Balotelli er á vellinum nýbúinn að skrifa undir en þar sem það er Bank Holiday í Englandi var ekki hægt að skrá hann til leiks fyrir þennan leik.

Rodgers stillir þessu byrjunarliði upp í dag:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Lovren – Moreno

Gerrard – Allen
Sterling – Henderson – Coutinho

Sturridge

Bekkur: Jones, Manquillo, Sakho, Toure, Can, Markovic, Lambert

Maggi var með þetta 100% og því getur þetta lið ekki komið á óvart, það er eins og var lekið í gærkvöldi. Manquillo fer á bekkinn fyrir Alberto Moreno sem er að spila sinn fyrsta leik. Lucas Leiva er ekki í hóp sem styrkir þá orðróma að hann sé á leiðinni til Napoli. Lazar Markovic er í hóp í fyrsta skipti og kemur mjög líklega inná í dag.

Man City fer líklega í 4-4-2 og byrjunarlið þeirra er ógnvekjandi einnig.

Hart

Zabaleta – Kompany – Demichelis – Clichy

Silva – Fernando – Toure – Nasri

Jovetic – Dzeko

Bekkur: Caballero, Sagna, Kolarov, Fernandinho, Milner, Navas, Aguero

Zabaleta er eina breytingin frá síðasta leik en hann kemur inn fyrir Kolorov. Bekkurinn hjá þeim er auðvitað fáránlegur en það er gaman að sjá hversu miklu sterkari bekkurinn er hjá Liverpool en hann var á sama tíma fyrir ári.

Fjandinn, ég er stressaður. Endum þetta á því sem Rodgers hafði að segja um Balotelli

112 Comments

  1. Veit einhver eðalmanneskja hvar er hægt/best að horfa á leikinn á Sauðárkróki? Vantar alveg gríðarlega hjálp.

    YNWA – In Rogers we trust!

  2. Hugsa sér að svo detta Lambert og Toure út og Lallana og Balotelli detta inn, sick sick sick.

  3. Liverpool subs v Man City : Jones, Manquillo, Sakho, Toure, Can, Markovic, Lambert

  4. 2 kostir á bekknum til að breyta í sóknarlínunni og 4 varnarmenn eða varnarsinnaðir menn á bekknum. Hmmm eins gott að Balotelli skrifaði undir í dag.

  5. #2 gæti verið að micro séu að sýna hann þeir eru með stöð2 sport annars eru ólafshús að sýna hann þarft bara að biðja þá um það ef enginn er þar að horfa sem ég efast um

  6. Er ekki hægt að hafa Suso eða einhvern annan í staðinn fyrir 2 miðverði á bekknum.
    En engu að síður. .spennandi lið og vonandi fáum við góðan leik.

  7. Ljóst að Lucas Leiva er á útleið held ég…og Suso varla brosandi.

    En byrjunarliðið eins og ég reiknaði með…Rodgers er íhaldsamur þjálfari svei mér þá…

  8. Maggi Nr. 12

    Rodgers er íhaldsamur þjálfari

    Ég held nú að þetta sé málið en á móti er of snemmt að dæma um það núna og ekki ástæða til að gera fleiri breytingar en þetta. 8 dagar frá síðasta leik og tæp vika í næsta leik. Tvær breytingar í dag frá síðasta leik.

  9. það er nú vel skiljanlegt að Rodgers vilji ekki breyta of miklu fyrir stórleik gegn City.

  10. Þetta er nákvæmlega eins og maður vildi hafa liðið.
    Mér finnst frábært að orkuboltinn Joe Allen fái að byrja með Henderson en þá get ég lofað að það mun ekki vanta vinnslu á miðjuna.
    Frábært að sjá stjóran henda Moreno inní djúpulaugina en þú fær verla erfiðari leik til þess að byrja þinn feril.

    Það verða fullt af leikjum hjá liverpool á þessu tímabili og sé ég Rodgers nota hópinn vel og því óþarfi að fussa og sveija í öðrum leik á tímabilinu að þessi eða hinn séu ekki í hóp eða byrja ekki inná.

  11. Sammála Babú.

    En það að taka Manquillo út og setja Johnson í RB er safe hugsun…og líka sú að spila Allen en hafa Can á bekknum…skulum bara segja að fyrstu merkin séu að ekki sé líklegt að sjá squad rotation í deildinni…

  12. Mjög fyrirsjáanlegt lið sem stendur og fellur með því hvort Gerrard sé kominn í form til að stíga upp eins og hann gerir svo oft í stórleikjum, og hvort Coutinho fær pláss og tíma með boltann. Ef svo eigum við séns. Annars verðum við í ströggli.

  13. KOMA SVOOOOO LIVERPOOL, KOMA SVO STEVEN OG ALLIR HINIR, KOOOOOOOOOOOOMAAA SVOOOOOOOOOOO!!!!

  14. Jæja byrjum sláturtíðina! 3-0 fyrir okkar mönnum.

  15. Þetta er heldur betur eldskírn sem Moreno fær. Er að standa sig frábærlega so far!

  16. Fjandinn hafi það, við erum talsvert betri í þessum leik. City höndlar illa þessa 5 manna miðju og litlu fljótu ástardrengina okkar.

  17. Moreno beið eftir boltanum í staðinn fyrir að mæta honum og þrusa í burtu

  18. Þarna gerði Lovren rétt, en Moreno með smá blý í skónum. Ólukka eftir að hafa verið betri heilt yfir.

  19. Finnst við nú ekki vera siðra liðið. Vörnin búin að standa sitt fram að markinu og við ef eitthvað skapað meira.
    Myndi vilja sjá Markovich inn fyrir Couthino, sem virðist eiga off dag, það er nefninlega annað hvort eða með þann gaur..

  20. Skrítið að segja þetta en þótt að við séum undir þá fannst mér liverpool spila mjög vel fyrstu 45 mín.
    Moreno var búinn að vera frábær áður en hann gaf þeim mark.
    Joe Allen er búinn að vera stórkostlegur
    Sterling og Sturridge ógnandi
    Gerrard mun hreyfanlegari en í síðasta leik.
    Miðverðinir mjög traustir
    Glen byrjaði illa en vann sig inní leikinn
    Coutinho er eini sem er búinn að vera skelfilegur.

    Mér fannst Man City aldrei líklegir til þess að skora en það þurfti einstaklingsmisstök svo að það gerðist. Nú er bara að halda áfram og keyra á þetta Man City lið. Spilamenskan er góð og hef ég fulla trú á strákunum.

  21. Skítamark, ekkert að gerast hjá City í þessum leik en svo sem ekkert gríðarlega mikið hjá okkur heldur. Þetta mark opnar leikinn heldur betur. Nú er bara að bretta upp ermarnar og jafna þetta. Yrði mjög sáttur við 1 stig úr þessum leik.

  22. Það er allavega ekki hægt að segja annað en að leiðin hjá Moreno getur ekki legið annað en uppá við 🙂

  23. #39 Get alls ekki tekið undir að Coutinho sé búinn að vera skelfilegur. Hann er stöðugt að leita að opnunum, er alltaf klár í að taka á móti boltanum og er lygilega fljótur að snúa sér og ráðast á City vörnina. Svo dettur allt í einu inn ein sending sem gefur mark.

  24. Nr. 19…þetta er frábært stream, hd meira segja á makka, hvar kemst maður í svona og passwordin??

  25. Útaf með Allen og ekki síst Henderson sem allir eru alltaf að dásama.

  26. Ekki á hverjum degi sem maður segir þetta; en Henderson er búinn að vera lélegur.

  27. Með Flanagan í vinstri bak hefðum við ekki fengið 2 af þessum þremur á okkur 🙁

  28. Aguero búinn að spila 12-13 mín samtals í fyrstu tveimur leikjunum og kominn með 2 mörk

  29. Fyrri hálfleikurinn sýndi það vel hve mikið við eigum eftir að sakna Suarez. Vorum yfirburðarlið en sköpuðum varla færi. Í fyrra hefðum við sett hann a.m.k. einu sinni. Vonandi er þetta ekki merki um hvað koma skal.

  30. Dejan Lovren búinn að vera afleitur í þessum leik-AFLEITUR. Mætir alltaf svo langt út á völlin. Alltof villtur að mínu mati. Á að passa teiginn andskotinn hafi það. Nýju mennirnir ða kosta okkur leikinn í dag-Lovren lélegastur ásamt Coutinho og Henderson og sofandi Moreno í fyrsta markinu. Mér finnst ekki góður rhytmi í liðinu í byrun tímabils en nú er bara að sækja 3 stig á White Hart Lane og lesa yfir hausamótunum á Lovren. HVernig djöfulinn hann er alltaf að æta út úr vörninni

  31. Við erum svo ekki með nógu sterkan hóp. Við erum 3-0 undir og Emre Can að koma inná!

  32. Tölfræðin er jöfn nema city eru bara mun klínískari, refsa fyrir öll mistök með marki.
    Varhugavert að 2 mörk hafa komið á svæði sem myndast milli Lovern og Moreno

  33. áfram liverpool við vinnum city 6-0 rodgers með öll mörkin því hann er bestur <3

  34. Lucas ekki einu sinni á bekknum. Er þá ekki búið að ákveða að lána hann til Nenna níska (Benítez)?

  35. Ömurlegur leikur…. er hægt að fá mark á sig úr hverju einasta færi sem city fær? Hvaða horn var mig með í 3 markinu… come on verja eitthvað

  36. Við erum náttúrulega með mikið að nýjum mönnum sem þurfa að aðlagast. Gæti tekið tíma

  37. Varnarleikur liðsins í algjörum molum. Öfunda Moreno ekki að spila sinn fyrsta leik gegn City á útivelli. Verður ekki tekið af City að þeir hafa spilað frábærlega. Nánast fullkominn varnarleik, frá fremsta manni til þess aftasta. Fernando er búinn að vera stórkostlegur í varnarmiðjumanna hlutverkinu. Þeir hafa síðan refsað Liverpool með vel útfærðum sóknum. Það verður bara að segjast eins og er að þetta City lið lítur svakalega vel út.

  38. Það er eitt sem við verðum að sætta okkur við.. Byrjunarliðið verður aldrei jafn gott og í fyrra. Það vantar bara einn besta mann í sögu Liverpool. Kannski er hópurinn eitthvað aðeins breiðari.

  39. Finnst ekki ástæða til að over-reakta yfir þessum leik, þar sem city eru bara fáránlega vel mannaðir og refsa fyrir minnstu mistök.

    Sé margt jákvætt við leikinn, og seasonið er bara rétt hafið.

  40. ÞAÐ MÆTTI SEGJA AÐ VÖRNIN SÉ EINS OG 10/11!!!! OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN!!!!

    INVA

  41. Ætla ekki einu sinni að gera svo lítið úr svissneskum ostum að líkja þeim við vörn Liverpool

  42. Shit hvað Kristinn Kærnested þolir ekki Liverpool-getur ekki leynt því…

  43. Hann reynir allt til að taka markið af manninum. Þetta er óþolandi, ég segi þessu stöð 2 bulli upp á eftir.

  44. Ekki að það sé aðalmálið en hvaðan kemur þessi Tjan framburður hjá Kristni þegar hann talar um Emre Can?

  45. Hættið svo að efast um Rickie Lambert 🙂 … Djöfull er ég stoltur af honum að hafa skorað þetta mark. Hann verður drjúgur í vetur.

  46. Rosalega eru tröllin áberandi slöpp í kvöld. Maður hefði haldið að stór hluti aðdáenda heimamanna hér á landi væri farinn í háttinn. 🙂

  47. 85. Kristinn er grjótharður Púllari….finndu eitthvað annað til að kenna um

  48. dísus, er ekki nóg að skíttapa leikjum. Erum við að missa hálft liðið í meiðsl líka??

  49. 93. Hann getur ekki verið GRJÓTHARÐUR poolari. Hann bíður með hann grjótharðan eftir að Liverpool mistakist.

  50. Hef aldrei í kvöld heyrt hann segja ” virkilega vel gert hjá honum ,, um LFC menn í kvöld

  51. 93. Sorry hann er það nú samt. Kannski er hann bara að fá útrás eins og ansi margir hér.

  52. Hann er allavega ekki að selja mér fleiri áskriftir fyrir vinnuveitendur sína.

  53. #98 hann á að vera hlutlaus, vertu ekki svona bitur og viðurkenndu það að Liverpool tapaði 3-1 fyrir miklu betra liðið.

  54. Voðalega er hann bitur þessi júnætidmaður sem er að lýsa 🙂
    Annars ýmislegt jákvætt í leiknum, city eru bara mjög góðir og rútineraðir í spilinu sínu. Erfitt við þá að eiga.

  55. Og svo bíður Hjörvar Hafliða með glott við tönn í stúdíói þetta er glatað !!!!!!!!!!!

  56. Mikil neikvæðni í gangi hér fyrir ofan. Margt jákvætt í leik Liverpool en það lagðist ýmislegt gegn því í kvöld.

  57. LFC fékk 0 stig úr heimaleik á móti Southamton og útileik á móti City á síðasta tímiblili. Núna eru þetta 3 stig. Erum á réttir leið.

Balotelli mættur (staðfest!)

Man City – Liverpool 3-1