Barcelona tjá sig um kaupverð á leikmanni

Breskir fjölmiðlar hafa í dag búið til allskonar fréttir um að Luis Suarez hafi farið til Barcelona með einhverjum afslætti frá kaupverðs-klásúlunni sem átti að vera í samningnum hans.

Blaðamaður Guardian Sid Lowe skrifar frétt um blaðamannafund þar sem Suarez var kynntur sem Barcelona leikmaður í dag, þar sem haft er eftir varaforseta Jordi Mestre.

during which the club’s vice-president, Jordi Mestre, claimed that the Catalans had paid £65m (about €81m) for the striker – £10m lower than his £75m buy-out clause. “The clause was £75m and in the end we paid £65m,” Mestre said. “That was fundamentally down to two factors: the skill of those negotiating and Suárez’s desire to come.”

Áhersla mín.

Semsagt, Barcelona segja að þeir hafi keypt Suarez með afslætti af því að samningamenn þeirra eru svo klárir.

John-W-Henry-007

Give me a fucking break!

Fyrir þá sem vilja velta þessu fyrir sér og byrja að spá af hverju Suarez var seldur með afslætti, þá má benda á þá skemmtilegu staðreynd að Barcelona hafa verið ákærðir af spænska skattinum af því að þeir lugu því að Neymar hefði kostað þá minni peninga en hann gerði í raun. Sjá meðal annars hér. Barcelona pay £11.1m in evaded taxes from last summer’s signing of Neymar.

Barcelona er í dag klúbbur styrktur af einræðisríki sem á í dag lítið skilt við það frábæra félag sem ég hreifst af fyrir mörgum árum. Ég myndi ekki trúa einu orði sem kemur útúr munni þeirra manna sem þessum klúbbi stýra.

28 Comments

 1. Það er ekki nýtt sem gamalt er. Búinn að missa alla virðingu fyrir þessum klúbbi.

  P.S. Teixeira er búinn að skora fyrir Brighton gegn Leeds. Flott byrjun hjá guttanum.

 2. Ég endurtek það sem ég skrifaði hér eitt sinn.

  Þetta eitt sinn sjálfstæðistákn og stolt Katalóníu hefur smám saman orðið að hálfgerðu rugli mörgum Katalónanum til sárrar armæðu. Munurinn á Real og Barca er ekki merkjanlegur í dag.

  Þessi sjálfsupphafning og lítilsvirðing í garð viðsemjenda síns er eftir öðru á þessum fokkings bæ.

 3. Nokkuð ljóst að united eru komnir með harða samkeppni um topp sætið á svarta listanum!

 4. Peningurinn fyrir Suarez fer í að stækka völlinn svo að Borini komist fyrir

 5. Æji strákar, ekki svona biturpistla hingað, sorry en mér finnst bara frábært að við fengum 65 milljónir fyrir Suarez!
  Góð sala hjá FSG og við höfum eytt aurnum vel hingað til og vonandi ennþá betur þegar framlíða stundir.

  Höfum glasið hálffullt.

 6. Mannamál hér skrifað, hrein íslenska. Vel gert. Barcelona eru glæpamenn sem halda að þeir séu yfir aðra hafnir.

 7. Menn gera það upp við sjálfa sig hverjum þeir kjósa að trúa, það var klásúla þarna inni uppá 75 milljónir punda og LFC hafa staðfest að henni hafi verið mætt. Hvort Barca borguðu 65 út og restina síðar, er ég ekki klár á, en ég veit fyrir mitt leiti að ég trúi FSG þegar kemur að þessu og er pottþéttur á því að þeir nýttu sér það að vera í góðri aðstöðu með þetta.

 8. Frá OPTA: “Suarez’s 31 goals brought Liverpool 16 points in 2013-14, compared to 20 points from 21 goals for Sturridge, more than any other player in the league.”

  Fjöldi markanna segir ekki alla söguna og þetta sýnir best hvað Sturridge er vanmetinn og hefur fallið í skuggann á Suarez, kannski svipað og Costa gerði þegar Falcao spilaði fyrir Atletico.
  Suarez er farinn og gangi honum bara vel í nýja klúbbnum. LFC heldur áfram.

  Ég held að með einum nýjum striker í viðbót þá verði framlínan hjá LFC betri en hún var í fyrra þar sem LFC ætti þá tvo góða valkosti í hverja stöðu: Sturridge/Lambert/nýr striker, Coutinho/Lallana og Sterling/Markovic, auk þess sem Hendo og Can eru báðir box to box maskínur sem eru duglegir að styðja við sóknina og nýju bakverðirnir eru þvílíkt upgrade sóknarlega. Allt þetta samanlagt mun gera LFC miklu erfiðara viðureignar þar sem ógnin kemur ekki lengur bara frá einum manni heldur alls staðar á vellinum.

 9. Það fyndnasta við það að allur heimurinn og sérstaklega Utd menn hafa gleypt þessari fullyrðingu eins og heilögum sannleika. Hvort sem við seldum hann á 65m eða 75m skiptir ekki öllu. Við seldum leikmenn sem er tognaður á heila og eyðir 1/4 af tímabili í leikbanni á sturlaðan pening.

  Annars lítur þetta út fyrir mér sem svona fyrirfram afsökun á ófyrirsjánlegum hlutum í sambandi við Suarez því ef hann fokkar aftur upp þá geta þeir sagt: “Hey hvaða æsing við keyptum hann bara á 65m.

 10. Hvaða máli skiptir það hvað er satt eða logið í þessu máli ? Það eina sem skiptir mig máli er að Liverpool er búið að senda út skýr skilaboð. Með kaupum á leikmönnum fyrir meira heldur en hundrað þúsund pund erum við að segja að við ætlum okkur að verða eitt fjórum stærstu liðum á Bretlandi. Ef það verður heimsklasaframherji keyptur og jafnvel einn til viðbótar er ég ekki í nokkrum vafa á að Liverpool sé leiðina í toppbáráttu.

  Það eina sem raunverulega skiptir máli – er að ná góðum úrslitum móti Man City.

 11. FC Barcelona er klúbbur sem hefur hrapað jafn hratt niður í áliti hjá mér og hann steig upp á sínum tíma. Ég hélt pínu með þeim á sínum tíma með Maradona innbyrðis og auðvitað hefur maður heillast af stórkostlegri knattspyrnu hjá þessu liði á undanförnum árum en þetta er komið gott með skítapólitík og fölsun hjá þessum stórklúbbum. Vona innilega að FFP-reglan muni verða keyrð af krafti fljótlega því þá munu lið á borð við RM, Barca, Cjitý og fleiri lenda í vandræðum.

  Við getum þakkað fyrir að vera með FSG sem eigendur Liverpool og þeir eru á hárréttri leið með liðið okkar.

  P.s. Í dag erum við allir Stjörnumenn! 🙂

 12. Maður á bágt með að trúa að varaforseti Bracelona láti svona út úr sér. Þetta hefur náttúrulega ekkert vægi í einhverju skattadómsmáli og ef eitthvað þá gerir þetta samningamönnum Barcelona erfiðara fyrir í náinni framtíð. Varla á þetta að vera einhver sálfræði árás á Liverpool þar sem þessi lið eru ekki að keppa í sömu deild. Þannig ég skrifa þetta bara á ego, hann er að reyna að upphefja sig og félagið en skítur sig í fótinn.

  Það eina sem raunverulega skiptir máli – er að ná góðum úrslitum móti Man City.

 13. Ég vildi spyrja um eitt sem er ekki tengt þessu enda er ég kominn með meira en nóg af Barcelona, R. Madrid, ég hélt síðan aðeins með Atletico þangað til að ég sá fótboltann sem þeir spila. Ég held núna með Elche eftir að ég átti stórskemmtilegt save í FM 09 með þeim!

  Þá er það spurningin, á hvaða stöð verður Stjarnan – Inter og verður leikurinn í opinni dagskrá?

 14. Hann er á stöð2sport og hann er ekki í opinni dagskrá.

 15. Balotelli? .. Er FSG mögulega að sækjast eftir enn meiri vitleysing en Suarez? .. Vona að þetta sé lélegur uppspuni, Balo þarf að hafa þroskast mikið síðan hann fór frá City svo ég vilji sjá hann í Liverpool-búning, skelfilegt ef hann kemur og verður með sín dæmigerðu leiðindi.

 16. Balotelli gæti orðið að manni undir handleiðslu Stevie G og BR, ef hann kæmi ódýrt og færi að raða inn mörkum, sem hann gæti svo sannarlega í toppformi, þá gæti það orðið ágætis virðisaukning. Ef einhver gæti þetta þá væri það LFC……
  :O)

 17. Balotelli er æðislegur leikmaður. Myndi styrkja liðið töluvert að fá hann í fremstu víglínu með Dan the Man.

 18. Ég væri til í Balotelli á 17 millur, finnst það gamble sem er vert að taka. Helsti gallinn á Balotelli er hvað hann er latur en ef Rodgers nær að temja hann af því þá er þetta heimsklassasóknarmaður. Ég hef litlar áhyggjur af ruglinu á honum, hann er amk ekki bítandi fólk.

 19. Ég skil það að fá Balotelli (hence fyrra kommentið mitt), þrátt fyrir hans galla t.d. lélegur upp á móral og svona, þar sem hann er tiltölulega ungur og mjög góður alhliða striker.

  Ég aftur á móti skil ekki af hverju Eto’o er einu sinni nefndur á nafn þar sem hann hefur þessa sömu galla og Balli en er 9 árum eldri og er búinn að vera góður og er mögulega allt í lagi ennþá en ekki sem réttlætir launatékkann. Fyrir utan það að við erum nú þegar með einn gamlann striker til að koma af bekknum, ég vil ungt LFC ég nenni ekki endalausum gamlingjum þótt ég sé reyndar sáttur með að hafa Lambert og Gerrard.

 20. Ég set bara inn hingað það sama og ég sagði á facebook um Balotelli fyrst að það er byrjað að tala um það hérna.

  Brendan Rodgers náði að höndla Suarez, hann gerði Sterling að frábærum fótboltamanni og þeir sem að horfðu á Being Liverpool sáu að hann þurfti aðeins að taka Sterling fyrir og skamma hann. Hann gaf Sturridge sénsinn sem að var búinn að skora vel fyrir Bolton sem aðalmaðurinn en var með pirring í Chelsea og kom með orðspor sem leikmaður sem gat orðið góður en væri ekki með hausinn á réttum stað og Sturridge er búinn að vera frábær fyrir Liverpool.
  Ef það er einhver þjálfari sem ég treysti fyrir því að taka svona vandræðisleikmenn með getu er það Brendan Rodgers, þannig að ég treysti honum fullkomlega.
  Balotelli gæti verið 17 mp flopp eða við gætum horft til baka á þessi kaup og ekki trúað því að við höfum ekki fengið hann á meira en þetta.
  Við megum nefnilega ekki gleyma því að þrátt fyrir að Suarez var góður þegar að hann kom til Liverpool var hann samt kolklikkaður og búinn að bíta mann en hann varð heimsklassaleikmaður hjá Liverpool, þrátt fyrir að vera alveg snargeðveikur.

 21. Skil reyndar ekki þetta með að “höndla” Suárez dæmi, algjör draumur við að eiga fyrir knattspyrnustjóra eins og ég kem inná í pistlinum hér að ofan.

 22. Það minnkaði mikið um hitann á Suarez þegar að BR var með hann undir stjórn, jájá Suarez asnaðist auðvitað til að bíta Ivanovic en fólk var byrjað að tala um snilli Suarez á vellinum aftur.
  Þegar að hann beit Ivanovic leit allt út fyrir að hann væri að fara til Barcelona en þeir sem eru yfir hjá Liverpool náðu að tala hann til, að vera í það minnsta hjá Liverpool í annað tímabil. Þar held ég að BR og Gerrard hafi verið þeir sem að áttu stærstan part í því, næsta tímabil er ekkert sem að Suarez er að gera af sér og fæstir búast við því að Suarez sé að fara en auðvitað asnast hann til þess að bíta Chiellini.
  Það sem ég er einnig að tala um með að höndla hann er hvernig hann sér um leikmann sem lætur svona. Það er ekki létt að reyna að láta hann ekki vera með asnaskap inni á vellinum og ná að beina pressunni af honum en það eru bara mín tvö sent og ég get verið að fara með rangt mál hérna um hvernig það er að stjórna Suarez enda hef ég aldrei verið knattspyrnustjóri en ég get vel ýmindað mér að það sé erfitt að hafa leikmann eins og Suarez í liðinu sínu, ekki það að hann sé ekki mjög metnaðarfullur leikmaður.

Varabúningarnir í ReAct! [auglýsing]

VandræðaPési eða bara Pési?