Liverpool 2 Southampton 1

Liverpool vann í dag nauman 2-1 sigur á Southampton í fyrstu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Leikið var á Anfield við smá vind en annars góðar aðstæður.

Brendan Rodgers byrjaði með þetta lið í dag:

Mignolet

Manquillo – Skrtel – Lovren – Johnson

Henderson – Gerrard – Lucas

Sterling – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Jones, Touré, Sakho, Can, Allen (inn f. Lucas), Ibe, Lambert (inn f. Coutinho).

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik. Southampton-liðið hefur eins og alþjóð veit orðið fyrir blóðtöku og þjálfaraskiptum í sumar en þeir eru samt ennþá með gott lið og í Ronald Koeman fengu þeir reyndan og flottan stjóra í stað Mauricio Pochettino. Þeir lágu aftarlega í fyrri hálfleik og spiluðu mjög stíft á okkar menn, brutu oft á sér til að trufla rythmann í leik Liverpool, og það virtist virka.

Okkar mönnum gekk illa að finna taktinn í fyrri hálfleik en náðu þó að koma inn fyrsta markinu á 23. mínútu. Þá vann Jordan Henderson boltann af harðfylgi á miðjunni, sneri sér við og gaf frábæra stungusendingu inn fyrir á Raheem Sterling sem lagði boltann þægilega í markhornið. 1-0 í hálfleik og leikurinn í raun nokkuð jafn.

Southampton-menn komu hins vegar mikið beittari til leiks í seinni hálfleik. Koemann virtist hafa lesið miðjuna okkar (ég kem betur að því á eftir) og skipaði Steven Davis og Dusan Tadic að sækja á bak við hana. Það, auk þess að þeir Victor Wanyama og Morgan Schneiderlin voru með yfirburði í miðjubaráttunni, gerði það að verkum að þeir keyrðu yfir okkar menn hvað eftir annað á miðjunni og fjölmenntu á þá Martin Skrtel og Dejan Lovren í miðri vörninni.

Jöfnunarmark Southampton kom einmitt úr slíkri sókn á 56. mínútu. Bakvörðurinn Nathaniel Clyne rölti upp völlinn með boltann og gaf hann svo inná Tadic og tók svo á sprett inná teiginn. Lucas, Gerrard og Johnson horfðu á boltann hjá Tadic og enginn þeirra hirti upp hlaup Clyne þannig að þegar Tadic náði að gefa hælspyrnu innfyrir Lovren var Clyne allt í einu einn á teignum og skoraði auðveldlega. 1-1 og Southampton með flest öll völd á vellinum.

Þetta var ein af mýmörgum svona sóknum Southampton og aftur og aftur sá maður Lovren og Skrtel lenda í því að fá a.m.k. tvo miðjumenn á sig auk sóknarmannanna sem þeir voru að dekka. Graziano Pelle var í framlínu Southampton og hann gerði lítið annað í seinni hálfleik en að halda boltanum með Skrtel/Lovren í bakinu og leggja hann svo á einn af miðjumönnunum svo komu á ferðinni, nær alltaf ódekkaðir.

Liverpool-menn voru einfaldlega stálheppnir að vera ennþá inní þessum leik þegar sigurmarkið kom. Davis klúðraði dauða-dauðafæri til að koma Southampton yfir og bæði Pelle og Tadic ógnuðu með færum en Simon Mignolet varði oft frábærlega og hélt Liverpool á jöfnu.

Á 63. mínútu kom svo langþráð skipting þegar Joe Allen kom inná fyrir Lucas. Við þetta jöfnuðust leikar aðeins á miðjunni og Liverpool komst inn í leikinn aftur. Svo bætti hann Rickie Lambert við í stað Coutinho á 76. mínútu og sú skipting skilaði nær strax marki.

Á 79. mínútu var Liverpool í þungri sókn en Southampton náðu boltanum og ætluðu að brjótast upp vinstri kantinn. Lambert vann þó vel og hirti boltann af þeim aftur, gaf hann út á Javier Manquillo sem gaf fyrir frá hægri, Sterling skallaði boltann niður á markteiginn þar sem Daniel Sturridge var (eins og venjulega) réttur maður á réttum stað og potaði knettinum inn.

Staðan orðin 2-1 og það urðu lokatölur leiksins, okkar menn héldu út og geta helst þakkað Mignolet fyrir það en hann varði stórkostlega á 87. mínútu frá Schneiderlin. Hann varði þar úr dauðafæri í slána og þaðan barst boltinn til Shane Long sem setti hann framhjá fyrir opnu marki.

Það voru því fegnir Púllarar sem fögnuðu í leikslok. Stigin þrjú komin í hús og þótt það hafi verið langt því frá sannfærandi skiptir mestu að innbyrða stigin. Sumir keppinauta okkar á toppnum hafa þegar tapað stigum og þetta var nú ekki sannfærandi hjá hinum sem unnu í gær. Liverpool var einmitt svipað ósannfærandi í opnunarleiknum í fyrra (gegn Stoke, sem líkt og Southampton nú voru með nýjan stjóra).

Eftir situr í mér að Brendan Rodgers tók mjög skrítna ákvörðun við uppstillingu byrjunarliðs og sú ákvörðun kostaði okkar menn næstum því þennan leik. Fyrir viku var Emre Can á miðjunni með Henderson og Gerrard og það lið yfirspilaði stórlið Borussia Dortmund. Það verður því að teljast skrýtin ákvörðun að hafa tekið Can út fyrir Lucas Leiva í dag.

Það er margreynt að hafa Lucas og Gerrard saman á miðju Liverpool og það hefur hreinlega aldrei gefist vel. Gerrard er orðinn 34 ára og meiðsli hafa tekið mikið af hraða og yfirferð Lucas. Fyrir vikið ertu með miðju þar sem Jordan Henderson þarf að axla nær alla pressuábyrgðina og fyrir aftan hann ertu með tvo mjög hæga menn. Það virkaði bara alls ekki í dag, frekar en venjulega. Fyrir vikið voru Southampton með stjórn á miðjunni í 63 mínútur og náðu að klippa Philippe Coutinho alveg út úr leiknum.

Þetta var bara mjög skrítin og hreinlega röng ákvörðun hjá Rodgers, sem á að þekkja miðjumennina sína betur en að reyna þetta. Enda gerði hann augljósa breytingu á 63. mínútu með augljósum afleiðingum; Allen hjálpaði Henderson við pressuna og Liverpool komust allt í einu í sókn eftir tuttugu mínútna leik í seinni hálfleik.

Ég vona að Rodgers hafi endanlega lært þessa lexíu núna. Lucas á ekki að spila nema það sé í stað Gerrard. Þú getur ekki haft þá saman á miðjunni. Punktur. Greinarskil.

Maður leiksins: Mignolet gerði það sem hann er góður í og varði frábærlega, en þess á milli var hann á tíðum í vandræðum með fyrirgjafir. Ég var hrifinn af Manquillo í bakverðinum og Skrtel/Lovren gerðu eins vel og hægt var miðað við hjálpina sem þeir fengu. Johnson fannst mér hrikalega slappur í fyrri hálfleik en hann varðist betur í þeim seinni, þarf þó að gera betur.

Á miðjunni hef ég fjölyrt um Lucas og Gerrard. Mér finnst Lucas Leiva því miður ekki nógu góður til að vera í byrjunarliðinu okkar og treysti því að hann verði ekki þarna gegn Manchester City eftir 8 daga. Gerrard var svo átakanlega lélegur, verndaði vörnina alls ekki og var áhorfandi að flestu því sem Southampton gerði. Eftir að Allen kom inná og okkar menn komust yfir var ég farinn að öskra á hann að dekka Steven Davis betur en hann hirti hann aldrei upp, Davis hafði allt heimsins pláss fyrir framan miðverðina okkar. Fyrirliðinn þarf að gera miklu, miklu betur og hefði verið okkar slakasti maður í dag ef Lucas hefði ekki verið farþegi við hliðina á honum.

Coutinho var einnig slakur í dag en ég skrifa það meira á taktíkina því hann sá boltann mjög sjaldan í þeim stöðum sem hann er bestur í. Frammi voru Sterling og Sturridge alltaf hættulegir, sérstaklega í hlaupum inn fyrir vörn Southampton. Sterling skoraði og lagði upp mark sem hefði dugað til að vera maður leiksins flesta daga, og í Sturridge höldum við áfram að njóta þess að vera með mann sem skorar nær alltaf þegar við þörfnumst hans. Matchwinner aftur í dag, eins og í opnunarleiknum í fyrra.

Maður leiksins var samt klárlega Jordan Henderson. Hann bar þessa miðju uppi á löngum köflum, var beðinn um að gera allt of mikið sjálfur en tókst það samt frábærlega. Hann var út um allan völl, bjó fyrra mark okkar til með frábærri spilamennsku og sýndi enn og aftur hvað í honum býr.

Vonandi fær hann smá hjálp á miðjunni næst. Ég þoli ekki þrjátíu og átta míní-hjartaáföll í vetur.

116 Comments

 1. 3 stig er það eina sem skiptir máli en liðið á bara eftir að verða betra. Sterling maður leiksins.

 2. Sælir félagar

  Það er ekki hægt að segja að okkar menn hafi byrjað með neinum stæl þessa leiktíðina. Þeir náðu þó þremur stigum í hús sem er fyrir öllu. Mikið hlakka ég til að fá Moreno í vinstri bakvörðinn og losna við GJ af vellinum. Hann leggur nákvæmlega ekkert til liðsins og skapar oft hættu með einbeitingarleysi og slóðahætti.

  Dýrðlingarnir komu á óvart með einbeittum leik og áttu meira skilið því miður út úr þessum leik. Mér fannst BR bregðast seint og illa við því að andstæðingurinn vann miðjuna algerlega strax í seinni hálfleik. Hann verðður að vera á tánum líka eins og við gerum kröfu til hjá leikmönnum.

  En sem sagt 3 stig í hús þrátt fyrir að vera ekki góðir á okkar eigin heimavelli. Vörnin óörugg og miðjan tapaðist en samt 3 stig í hús sem er fyrir öllu.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 3. Erfitt var þetta og í raun er liðið stálheppið að landa þessum þremur stigum. Ekki af Dýrlingunum tekið að þeir létu okkar menn hafa fyrir hlutunum og eiga líka hrós skilið.

  Liðið skánaði heilmikið við innkomu Allen. Miðjan var ekki að gera sig í þessum leik með þá Lucas og Gerrard.

  Bestu leikmenn liðsins voru Sterling, Skertl og Henderson (maður leiksins). Mignolet var fínn og bjargaði stigunum tveimur með frábærri markvörslu í lokin.

  Verð að koma því frá mér að Johnson var hreint út sagt arfa lélegur og ætti, miðað við mannskapinn sem við höfum í þessar tvær bakvarðarstöður, að vera síðasti maður inn. Móttaka, sendingar og ákvörðunartaka er svo léleg að það hálfa væri nóg. Ekki boðlegt fyrir lið eins og Liverpool. Svo er varnarleikurinn mjög lélegur. Nokkrum sinnum í þessum leik veigraði hann sér að fara í tæklingar, oft boltar sem hann hefði auðveldlega getað unnið.

  Vonandi bara sviðskrekkur og liðið spili glimrandi bolta á móti Man City. En þrjú stig í hús og það skiptir öllu.

 4. Ég held nú jafnvel að Mignolet hafi verið maður leiksins. Bjargaði okkur nokkrum sinnum.

 5. Frábær 3 stig gegn mun sterkara Southampton liði en maður bjóst við. Sást vel hversu miklir lykilmenn Coutinho og Sterling eru, Sterling með mark og stoðsendingu og spilið féll niður um marga klassa þegar Coutinho var tekinn af velli.

  Liðið lítur mun betur út í dag en það gerði á fyrsta leikdegi í fyrrahaust.

 6. Erfið fæðing en….töpuðum á móti þeim á síðasta tímabili og svona leikir verða bara aðvinnast. 3 stig fyrir heildina og takk og bless. Undirbúningur fyrir næsta leik takk. Langar að sjá beittari menn þá.

 7. Sælir aftur félagar

  Sammála Kristjáni #7 að Mignolet sé maður leiksins. Þó Sas hafi staðið sig vel þá hefðum við getað tapa. tveim til þrem stigum ef Mignolet hefði ekki komið með tvær lykilvörslur

  Það er nú þannig

  YNWA

 8. Veðjaði á Sterling aftan á treyjuna mína tímabilið 12-13. Guð minn almáttugur hvað hann er orðinn góður.
  Annars bar leikurinn öll merki um smá stress og ekkert óeðlilegt við það í opnunarleik. Menn eru að stilla sig af en gríðarlega jákvætt að taka 3 punkta en spila lala. Þessi leikur hefði allan tímann tapast niður fyrir tveimur árum.

 9. Mjög óverðskuldaður sigur í einni verstu frammistöðu liðsins í marga marga mánuði. Stóð varla steinn yfir steini. Enginn kraftur, lélegar sendingar út um allan völl, missum boltann trekk í trekk og fram á við var liðið algerlega afleitt. Alger grís að við unnum og maður þakkar Guði, Mignolet, Skrtel og Lovren fyrir það. Voru bestu menn liðsins að mínu mati. Lucas, GJ voru algerlega afleitir og SG átti mjög slakan dag. Coutinho verður líka að gera betur. Moreno í DL, Can inn fyrir Lucas og Markovic inn fyrir næsta leik takk fyrir kærlega og miklu miklu MIKLU meiri VINNSLU í liðið þegar það er ekki með boltann. Duttum niður á teig eins og aumingjar í hvert sinn sem við misstum boltann. Southampton átti svo sannarlega skilið 1-3 stig í þessum leik. Koma svo!!!!!!

 10. Flottur Sigur í dag og klárlega mikilvæg 3 Stig í pokann fyrir næstu leiki.

  Áttum samt sama vanda við að stríða eins og á undirbúningstímabilinu og það er að við vorum bara ekki nógu líkamlega sterkir í Efstu línu en sem betur fer lagaðist það þegar Rickie Lambert kom inná og við fórum að spila boltanum ofar á völlinn og urðum mikið beittari í Sóknarleiknum. Mér finnst eins og okkur vanti klárlega einn leikmann í viðbót sem getur tekið boltann og galdrað eitthvað upp á eigin spýtur. Sá leikmaður þarf samt að geta Haldið Boltanum án þess að þurfa að senda hann til baka og Hann þarf einnig að vera töluvert Sterkari líkamlega heldur en flestir Miðsvæðis- og Sóknarliggjandi Menn hjá okkur. Sama hvort að sá Leikmaður komi til með að spila upp á topp eða út í vænginn.

 11. Úff hvað það á að prófa hvað maður þolir háann blóðþrýsting.
  Manquillo, Lovren, Henderson og Sterling fannst mér bestir.
  Annars náðum við öllum þrem stigunum og það er jú það sem skiptir máli.

 12. Hvað hefur komið fyrir Johnson samt, Maðurinn átti ágætis “Moment” á Fyrri parti Síðustu leiktíðar og hefur alls ekkert verið eitthvað Hræðilegur í okkar treyju nema bara upp á síðustu Mánuðum. Hann hefur algjörlega fallið niður um heilmörg level og er alls ekki að standa sig.

 13. 3 stig er aðalmálið, okkkur vanntaði nokkra lykilleikmenn þannig að þetta er eithvhað til að halda uppá… :=)

 14. Fjúff… Var með púlsinn upp í rjáfum og gaf konunni næstum hjartaáfall þegar Studge skoraði sigurmarkið. Djöfull var þetta erfið fæðing, svona fæðing án verkjalyfja!

  Mignolet alltaf maður leiksins að mínu mati. Þvílíkar vörslur og þessi þegar hann nikkar boltanum upp í slána er bara HEIMSKLASSAvarsla.

  Respekt fyrir S´ton, þeir eru ennþá með massívt og þétt lið. Það þarf ekkert alltaf stórstjörnur til að spila fótbolta ef menn berjast fyrir hvern annan.

  Það mikilvægasta í þessu öllu er að við kláruðum þennan leik, hefðum trúlega ekki gert það fyrir 2-3 árum síðan. Þrjú stig í hús og BR byggir ofan á þennan leik.

  Held að Can og Moreno fari inn í liðið okkar í næsta leik.

 15. alltaf búist vid tvi ad tetta yrdi erfidur leikur , og BR heldur áfram ad vera alltof seinn ad bregdast vid , átti ad setja Allen fyrr inná og Lucas üt og taka GJ ûtaf . betra ad vera einum færri enn med hann inná , Enn 3 stig eru 3 stig .

 16. Frábær 3 stig en ekki merkilegur leikur.
  Liðið komst eiginlega aldrei í gang í leiknum. Virtist stjórna fyrirhálfleik ágætlega en opnaði sig dálítið varnarlega í þeim síðari . Vorum ekki að skapa mjög mikið en þetta var fyrsti leikurinn og eins og sjá má í þessari fyrstu umferð þá vita lélegu liðinn ekki enþá að þau eru léleg( þegar ég segji léleg þá meina ég ekki topp liðinn).

  Mignolet 8 bjargaði okkur eins og hann gerði í fyrsta leik í fyrra. Er greinilega búinn að bæta sig aðeins í fyrirgjöfum en þarf að halda áfram að æfa sig á því sviði.

  Glen 7 kom mér á óvart í þessum leik. Var bara nokkuð solid varnarnlega og tók þátt í sóknarleiknum vel.

  Skrtel 9 var maður leiksins hjá mér. Vanna alla bolta og lét finna vel fyrir sér.

  Lovren 8 flottur leikur og einmitt það sem okkur vantaði. Leiðtoga í vörninna, það er líka alltaf erfitt að spila á móti sínu gamla liði.

  Manquillo 5 var ekki í takti við leikinn í fyrirhálfleik og voru þeir að komast trekk í trekk gegnum hann allan leikinn. Hann var þó skári í þeim síðari en hann er ungur og á eftir að aðlagast leik liðsins.

  Gerrard 6 Þvílíkir sendingar hjá þessum meistara en í dag þá virkaði hann mjög þungur varnarlega og var að gefa Saints alltof mikið pláss fyrir framan vörnina þar sem hann var að missa menn framhjá sér eða bakvið sig. Hann kemst í gang og er enþá gríðarlega mikilvægur

  Lucas 6 þetta var svona týpískur Lucas leikur. Gerði lítið framávið en góð vinnsla varnarlega en eitthvað segjir mér að hann munn ekki byrja of marga leiki á þessari leiktíð.

  Henderson 8 frábær. Orkubolti sem var á fullu, vann boltan marg oft og átti þessa frábæru sendingu. Það var líka eitthvað svo geðveikt að sjá hann vera einn í pressu á 90 mín gegn Saints og hélt þeim á sínum vallarhelming

  Coutinho 5 komst aldrei í gang í leiknum enda vantaði allan takt og pláss fyrir hann. Hann átti frábært undirbúningstímabil og á eftir að spila stórt hlutverk fyrir okkur en hann var ekki góður í dag.

  Sturridge 7 skoraði fínt mark og átti nokkra ágæta spretti en maður vill samt sjá meira frá honum en það má ekki gleyma þvi að Saints voru vel skipulagðir og gáfu honum lítið pláss.

  Sterling 8 skoraði og lagði upp mark. Virkar stórhættulegur en fékk ekki mikið pláss til þess að nota hraðan sinn. Hann er samt að komast á annað level held ég og er einn mest spennandi leikmaður evrópu um þessar mundir.

  Joe Allen 7 orkubolti sem vill fá boltan og fannst mér það góð breytting að henda honum inn fyrir Lucas. Það gerist miklu meira þegar hann er inná. Flott innákoma.

  Lambert – spilaði 10 mín og þar sem við skoruðum fljótlega eftir að hann kom inná þá fórum við að spila meiri vörn og hnýtist hann ekki eins og skildi enda hans hlutverk að hlaupa og verjast.

  Þetta var ekki góður leikur en ekki gleyma því að Saints voru sprækir og vildu sanna að þeir eru enþá gott lið þrátt fyrir að hafa misst sterka leikmenn.

 17. Frábært að byrja með sigri, en ekki var þetta alltaf fallegt. Vörnin er klárlega betri með Lovren, engin spurning. Mignolet átti síðan tvær frábærar vörslur. Jafntefli hefði kannski verið sanngjörn úrslit. Þetta féll svo sannarlega með okkur.

  Hafði fyrirfram áhyggjur af Lucas-Gerrard comboinu og ég trúi ekki öðru en að þeir munu ekki byrja saman í næsta leik. Johnson er vissulega áhyggjuefni, átti dapran dag. Er alls ekki viss um að hann haldi sæti sínu í liðinu þegar Moreno verður gjaldgengur í liðið.

  Sigur er samt algerlega aðalatriði. Frábært að landa þessu!

  Bring on City!

 18. Þvílíkur leikur og minnti á fyrsta leik tímabilsins fyrir ára síðan. Menn féllu of langt tilbaka, lítil sem engin pressa og southampton fengu að hanga á boltanum. Menn virtust vera þreyttir þegar líða fór á síðari hálfleik og á það við um bæði lið.

  Nokkur eðlilegur skjálfti í fyrsta leik tímabilsins og gríðarlega mikilvægt og sterkt að taka öll stigin þrjú. Sérstaklega ef horft er til næstu leikja.

  We go again – YNWA!!!!

 19. hahaha mæli með að menn skoði einkunnagjöf .net eftir leikinn. Hvernig ætlast svona fjölmiðill til að hann sé tekinn alvarlega?

 20. úfff það hafðist
  en þetta er oft svona í fyrsta leik, til dæmis í fyrra rétt mörðum við stoke með 1 marki frá Sturridge. Mér fannst miðjan alls ekki nóg og góð en sendingin hjá Hendo í fyrsta markinu var stórkostleg og varslan frá Mignolet á móti long var í hæsta klassa.

  Sterling vann þennan leik svo fyrir okkur með sinni framistöðu ótrúlegt að hann er bara 19 ára, En annars fanst mér lovren, Skrtel og Manquillio mjög solid en Lucas og Johnson þurfa að hugsa sinn gang sérstaklega Johnson.

  En það sem skiptir mestu máli eru 3 stig og það er lika alveg jákvætt að klára þessa leiki þó að spilamenskan sé slæm.
  Bring it on Tottenham næsti leikur get ekki beðið

 21. Pjúhhh, tæpt var það nú, skrtl og Mignolet héldu þessu í restina en OMG Glen Johnson og Lucas eru ekki staddir á Anfield og ég vona svo innilega að þeir fari nú að fara fram á sölu. Lucas er svo hægur og óútsjónarsamur að það átaknlegt að horfa á hann og Glen Johnson farinn að láta Paul Koncheski líta vel út sælla minninga.
  En þrjú stig jákvætt og það kemur meiri slagkraftur eftir þennan leik.
  YNWA

 22. Vitið þið Kæru poolarar um einhverja síðu þar sem hægt er að horfa á leikinn svona eftir á !?

  YNWA

 23. sigueina, þú hlýtur að vera á einhverjum lyfjum ef þér fannst Johnson verðskulda 7, en Manquillo 5.

 24. Mcateer sem hefur aldrei verið þekktur fyrir gáfur er á LFC TV núna að fara yfir leikinn… Hann sagði að þegar Lallana mætir aftur verður hann eins og “New Signing”… Það fór allt á hliðina í stúdíóinu 🙂

 25. Leikskýrslan er komin inn. Ég baunaði hressilega á Rodgers, Lucas og Gerrard.

  Þrjú stigin skipta samt mestu máli. Opnunarleikir eru alltaf erfiðir og stressandi.

 26. Björn Torfi
  Hvar voru Saint að komast upp allan leikinn ? Svar hjá Manquillo. Hann var að missa þá bakvið sig eða hleypa þeim í fyrirgjafir allan leikinn. Hann tapaði líka boltanum mjög oft og fannst mér ég gefa honum smá séns að gefa honum 5 en þetta var fyrsti leikurinn svo að hann á eftir að ná sér á strik.

  Glen fór ekki á kostum en hann var fín varnarlega og þeir komust ekki oft í gegnum hann. Svo tók hann líka vel þátt í sóknarleiknum og þótt að hann átti þarna tvö léleg skot (+ 2 góða spretti og fyrirgjafir) þá var hann allaveg á svæðinu.
  Mér fannst líka flott hjá honum þegar hann var að covera fyrir hægan Gerrard í síðarhálfleik og tók hann tvisvar langan sprett inná völlinn til þess að stopa sókn Saints og tókst það í bæði skiptin á meðan að Gerrard náði ekki að halda í við leikmen Saints.

  Svo að nei ég er ekki á lyfjum og er þetta merki um ungan aldur að koma með svona óþarfa koment og eins og hká Manquillo kenni ég reynsluleisi um.

 27. Gjörsamlega frábært að ná þessu marki inn í lokin og hirða öll þrjú stigin, hvernig það hafðist skiptir ekki öllu, sérstaklega ekki í þessum fyrstu umferðum.

  Áhugaverð pæling um það hvort þessir auglýsingatúrar á undirbúningstímabilinu sitji meira í stóru liðunum, Southamton var nánast bara á Englandi eða stuttum ferðalögum í Evrópu og einbeittu sér bara að því að koma sér í stand fyrir mót. United menn gætu hugsað eitthvað svipað?

  Annars er ég fullkomlega sammála hverju orði í þessari leikskýrslu, sérstaklega með Lucas og Gerrard, það samstarf er fullreynt í núverandi taktík. Grunar að Coutinho komi inn á miðjuna í stað Lucas þegar Lallana/Markovic/nýr sóknarmaður er kominn aftur í hópinn.

 28. 3, stig sem er aðal atriðið en Glen Jonson var ekkii að standa sig með fyrirgjafir og hann verður bara að hætta að hægja á leiknum en fannst Skrtel bara vera sá besti og Coutinho,, þetta var ekki hans dagur en Mignolet varði ansi oft frábærlega og hefur að mér virðist æft úthlaupin undanfarið,,,,,,. En gott mál 3 stig.

 29. Mér fannst Manquillo vera frábær miðað við fyrsta leik í erfiðustu deild í heimi

 30. Þrjú stig í erfiðum byrjunarleik. Manquillo var að heilla mig, get ekki beðið eftir að sjá hann og Moreno byrja í hægri og vinstri bak. En þrjú mikilvæg stig í hús og erfiður leikur framundan á móti city

 31. Burt séð frá markinu sem gestirnir skoruðu þar sem Lucas fylgdi ekki manninum sínum og gerðist sekur um að verða áhorfandi þá var hann slakastur af okkur mönnum í dag. Lélegar sendingar ekki nægjanleg yfirferð og gaf liðinu lítið. Can kemur inn í næsta leik þó að Allen hafi átt sæmilega innkomu.

  Persónulega var ég ánægðastur með Manquillo í dag. Klárlega maður sem kemur til með að veita Johnson samkeppni, ef ekki bara hirða af honum stöðuna. Góðar sendingar, mikil yfirferð, góður leiklestur og einbeiting í hæsta flokki.

  Moreno hlýtur svo að koma einnig inn í næsta leik. Hvað er að frétta af Enrique annars? aftur meiddur? eða kemst hann kanski bara ekki í liðið lengur?

 32. Ég var mjög hissa á því að sjá ekki Can í stað Joe Allen. Southampton spilluðu mjög fast og gáfu mönnum engan séns á því að spila boltanum. Hann hefði verið fínn á móti þeim. En þetta LANGT frá því að vera sannfærandi. Við áttum reyndar ekki skilið að vinna þennan leik. Mér fannst menn áhugalausir og þetta tal í mönnum “þetta er fyrsti leikurinn, öndum aðeins róleg”, þetta var líka fyrsti leikurinn hjá Southhampton. Ekki var hægt að sjá það á þeim,þetta sést best á því að menn eru að kjósa Mignolet sem mann leikisins, að við áttum ekki skilið að vinna. Ég tel bara að Liverpool eigum heimtingu á því að ALLIR leikmenn liðsins vinni fyrir kaupinu sínu frá fyrsta leik. Ég held að við ættum að hætta að gera grín af UTD og horfa í eigin barm og gera okkur grein fyrir því að þetta var algjör heppins sigur hjá okkar mönnum, þeir komust alltof oft í gegnum vörnina hjá okkur, þá er ég að tala um miðjuna ekki kantana. Það var ekki hægt að sjá það að við hefðum keypt nokkuð marga byrjunarlið menn úr Southhampton til okkar, ég gat ekki séð neinn veikleika á þeim eins og maður bjóst við.
  En eins og alltaf ÁFRAM LIVERPOOL

 33. Var að mynda Arion mótið í Víkinni í gær og í dag, svo ég sá ekkert af enska boltanum. Fylgist að sjálfsögðu með okkar leik á hliðarlínunni í gegnum Whoscored og kop.is comments. Alltaf gaman að sjá sveiflurnar í sentiments í athugasemdum eftir stöðu og mörkum. Svolítill bipolar bragur, en það er nú bara eðli hlutanna. 🙂

 34. Nokkrir jákvæðir punktar:

  + Gaman að sjá Henderson vera valinn mann leiksins. Hann er núna búinn að vinna 12 deildarleiki í röð.
  + SAS 2 með 2 mörk og 1 stoðsendingu.
  + Mignolet með 2 úrslitamarkvörslur
  + Lovren virkilega sannfærandi
  + Moreno verður klár í vinstri bakvörðinn í næsta leik
  + Eigum líka ennþá inni Lallana og Markovic
  + 3 stig úr svona leik kallast meistaraheppni

 35. Gott að landa sigri í fyrsta leik. Maður leiksins var klárlega James Ward-Prowse en það er leikmaður sem menn ættu að fylgjast vel með í vetur og á næstu árum.
  Vonandi nær liðið að mótast betur fyrir mikilvægan leik gegn City annan mánudag. YNWA!

 36. Sigueina
  Það var augljóslega upplegg Southampton í dag að sækja á unga bakvörðinn, mér fannst hann axla þá pressu nokkuð vel og gerði vel í lang flestum tilfellum.
  Johnson hinsvegar var búinn að tapa boltanum hátt í 10 sinnum á fyrsta hálftímanum og svo skora þeir eftir sókn upp hægri kanntinn (ekki hægt að kenna Johnson um það reyndar).

  Það var ekki að sjá hvor leikmaðurinn var “reynslulítill”, 19 ára Manquillo eða 29 ára Johnson sem hefur spilað í enska boltanum í 12 ár.

 37. Það má líka bæta því við að hvorki Lucas né Johnson unnu eina einustu tæklingu í dag, á meðan að Manquillo stóð sig svona;

  Manquillo made 6 tackles, 4 interceptions, 5 blocks, and 8 clearances today with a passing accuracy of 87% – best of all FBs on either side.— Sam (@SamwiseV) August 17, 2014

 38. Það var hálf sorglegt að horfa á Gerrard í dag. Það er ekki oft sem maður upplifar fyrirliðan sem farþega. Vona hann nái að hvílast vel í vikunni fyrir fyrsta stórleikinn, því þar er hann nú oftar betri en enginn.

  Ég hef enn ekki séð Can spila en er orðinn mjög spenntur miðað við hvað maður les hér og annarstaðar. En er hann tilbúin í Tottenham og City? Löng vika framundan.

 39. Gerrard var eins og casper the ghost í þessum leik, sást ekki. Lucas gaf jafnoft á mótherja og samherja. Johnson á heima í QPR.

  En í alvöru eruði að dásama Mignolet? ok hann er með sæmileg viðbrögð, sláarskotið var beint á hann, en hann er með EKKERT vald í teignum og á útspörk sem væru til skammar í 4 deild á íslandi. Hversu marga loftbelgstuðrur sendi hann útá völl sem að svifu svo lengi að Southampton menn gátu komist fyrir eða í boltann. Gaurinn GETUR ekki komið boltanum hratt í leik og er ömurlegur allstaðar nema akkúratt á línunni. Alls ekki framtíðarmarkvörður fyrir okkur.

  Eini ljósi punkturinn í þessum leik var Henderson + Sterling.

 40. Það sem var verst við það þegar Manquillo hljóp upp kanntinn, var að ég fékk alltaf sting í hjartað þegar ég sá nr.19 hlaupa upp, en fattaði svo að Downing væri ekki lengur í Liverpool.

 41. Svo að ég haldi áfram að svara þér Björn Rafn.
  Hvar voru Southampton að komast upp? Var það á bakvið Glen eða Manquillo ?
  Það er ástæða fyrir því að þeir sóttu alltaf á hann. Því að ef eitthvað er að virka þá heldur þú því áfram.
  Það er gott hjá Manquillo að vinna tæklingar en það segjir manni samt ekki mikið um hans varnartilburði. Því að bestu varnamenn heims eru oftast þeir sem eru vel staðsetir, lesa leikinn vel og halda sér oftast á fótunum þótt að þeir þurfa að taka eina og eina tæklingu í leik.
  Kannski var ég ofgjafmildur á Glen. Kannski var það af því að ég var að bíða eftir tækifæri til þess að setja út á hann enda ekki mikil stuðningsmaður Glen og hann kom mér á óvart með því að skíta ekki á sig. Var solid varnarlega og tók virkan þátt í sóknarleik liðsins.

  Maður horfir fyrst og fremst á varnarleikinn hjá bakvörðum og svo sóknarleikinn. Það sem maður tók eftir var að sóknir Saints fóru í gegnum bakvörðinn unga og gekk það vel hjá þeim og því fannst mér hann mega standa sig betur. Það má vel vera ef þeir höfðu sótt eins mikið á Glen að hann hefði litið illa út en það einfaldlega gerðist ekki í þessum leik.
  Svo má ekki gleyma því að Glen er að spila þessa stöðu í neyð og er að upplagi hægri bakvörður.
  Það verður fróðlegt að sjá hvað Rodgers gerir í næsta leik gegn Man City.
  Hver verður hægri bakvörður þegar Moreno er kominn í vinstri bakvörð?

 42. ólinn #46

  Í fyrri hálfleik spilaði Liverpool gegn stífum mótvindi, sem gerir allt mikið erfiðara fyrir Mignolet. Mér fannst hann sparka nokkuð vel í boltann í seinni hálfleik.

  Annars held ég að það sé bara ágætt að liðið spilaði ekki sinn besta leik í fyrsta leiknum, leikmennirnir vita þá að þeir þurfa að bæta sig og verður ekki vottur af vanmati í leiknum gegn City.

 43. Sælir félagar

  Sammála Birni Rafni í mati hans á bakvörðunum. Annars ætlaði ég að þakka fyrir leikskýrsluna. Hún er góð og að mínu mati rétt greining á leiknum.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 44. Flottur sigur en dreg samt þjálfarann í efa með að hafa vaknað í morgun og haldið að málið væri að hafa kjölturakkan Lucas í liðinu.

 45. Vandamálið við fyrstu umferðirnar er sú staðreynd að lélegu liðin vita ekki ennþá að þau eru léleg. Það á eftir að breytast.

 46. Ljótu stigin telja mest. Henderson algjörlega magnaður. Þökk Guði fyrir þann dreng en ég hef aldrei séð Captain Fantastic svona slappan. Það var eins og hann hefði ekki áhuga eða kraft sem maður hefur séð hann til þessa. Spurning hvort hann á erfitt með gíra sig upp eftir vonbrigði vors og sumars. Leiðtoginn verður að gefa sig allan í dæmið. Svo er algjörlega vonlaust eins og SSteinn segir að vera með hann og LL saman í byrjunarliði. Vonast eftir Can í næsta leik.

  YNWA.

 47. Verð að sætta mig við highlights ur leiknum. Byrjunarliðið kom a óvart, Manquillo trax byrjaður að spila og Lovren hafður á undan Sakho. Ætli hann verði seldur aftur? En svakalega er dapurt að lesa með Lucas og Gerrard, þeir eru báðir á ágætis niðurleið virðist vera.

  Á móti kemur þá eru fyrstu leikirnir oft frekar þungir og kannski serstaklega nuna utaf WC. 3 stig algjor himnasending og sma heppni skaðar ekki.

 48. Frábær leikur 🙂 Já ég segi frábær leikur.

  * Það er mjög sterkt að vinna leik þótt að liðið sé að spila illa.

  * Við fengum lið sem reyndi á okkar veikleika og nú er hægt að vinna í þeim

  * Byrjunaskjálftinn er farinn úr mönnum og þeir stóðust prófið í fyrsta leik

  *BR lærði helling að láta ekki kaffæra okkur á miðjunni og spila ekki Lucas og Gerrard saman.

  Rosalega er glasið eitthvað hálf fullt hjá mér í dag 🙂

 49. Hef nú alltaf verið þeirra skoðunar að það sé ekki hægt að dæma lið útfrá fyrstu 2-3 leikjunum. En eftir þennann leik er það eina jákvæða sem hægt er að segja um þessa framistöðu er þessi 3 punktar. Þó maður hafi ekki verið að búast við einhverri slátrun þá erum við að tala um lið sem sem hefði varla náð að stilla upp 11 manna liði fyrir viku síðan. hrúast inn leikmenn nokkrum dögum fyrir leik og varla að þeir hafi sennilega náð meira en 3 æfingum fyrir leik fyrir utan það að hafa einugis tekið æfingaleiki við lið úr ensku annari deildinni. Miðað við þetta hefðum við átt að pakka þeim saman á öllum sviðum fótboltans. En það sem ég sá í dag var öðru nær og hvað þá að fyrsta skiptingin hafi ekki komið fyrr en hvað þegar 15 mín voru eftir þá voru þeir búnir að niðurlægja okkur hvað eftir annað og þá skiptir hann Allen inná fyrir lucas var það besta sem honum datt í hug ahnn var alveg frosinn á hliðarlínunni og virtist ekki eiga nein svör ég átti von á hápressu og það yrði lagt upp með það að reyna rúlla yfir þá í byrjun með blússandi sóknar bolta en nei nei gerrard og lucas og miðjunni var pakkað saman hvað eftir annað þannig í staðinn fengu þeir allann þann tíma sem þeir þurftu til að ná úr sér stressinu og sjálfstrausti og koma sér inn í leikinn. Menn geta litið á þetta sem svartsýni eina sem við höfðum fram yfir þetta southampton lið í dag var færa nýtingin og betri markmann. og alveg óhætt að segja hlutina eins og þeir eru Southampton liðið var bara nánast í alla staði betra en við Þessi 3 stig sem við fengum var ekkert nema heppni við áttum ekkert skilið úr þessum leik og ef þetta er frammistaðan sem við megum eiga von á á móti City þá verður okkur slátrað það er alveg á hreinu.

 50. Ótrúlegt að ná 3 stigum út úr þessum leik. Áttum þau engan vegin skilin en þiggjum þau samt.
  Hvað er að gerast með Johnson? Hélt að hann væri að koma til eftir Dortmund leikinn, en nei hann er á hraðri niðurleið. Svo má alveg spyrja sig hvort Gerrard þurfi ekki að hvíla á móti “lakari”liðunum. Virðist aldrei ná að gíra sig nema leikið sé við sterkustu liðin.

 51. Arsenal, ManU, Tottenham og City voru ekki sannfærandi og flest spiluðu frekar illa. Þannig er þetta oft á þessum árstíma – því verður samt ekki neitað að ég bjóst við betri spilamennsku og þá sérstaklega eftir Dortmund leikinn, því flæðið þar í leik liðsins var virkilega gott.

  En nokkrir punktar frá mér út frá þessum leik:

  Þessi leikur súmmerar 100% álit mitt á Mignolet. Ræður ekki yfir fermeter í teignum og virkar óöruggur í öllum sínum aðgerðum utan það að vera shot-stopper. Þar er hann frábær og bjargaði stigunum í dag.

  Manquillo hefur virkað flottur í þessum tveimur leikjum. Hann virðist alveg geta gert tilkall til hægri bak í vetur, sérstaklega ef Glen fer ekki að skána. Því verður fróðlegt að sjá hver mannar hægri bak gegn City/Spurs ef Moreno tekur vinstri bak.

  Gerrard – Lucas. Guð minn góður. Ég reyni nú yfirleitt að forðast sleggjudóma, enda er þetta ekki byggt á þessum eina leik. En menn verða að greina á milli Lucas 2013/2014 og Lucas 2009-2011. Tveir mjög ólíkir leikmenn. Sammála KAR að hann á að vera cover, ekkert annað. Ég held að Gerrard lendi ekki í jafn miklum vandræðum með Henderson & Allen/Lallana/Can sér við hlið eins og hann gerði í dag. SG var reyndar bara slakur heilt yfir í dag, burt séð frá því hver var með honum.

  Coutinho – margt sem hafði áhrif í dag,þmt liðsfélagar hans á miðjunni, en eitt af stærstu og mikilvægustu verkefnum Rodgers og félaga hlýtur að vera það að ná stöðugleika í leik hans. Hann á s.a. annan hvern leik mjög góðan, þá er hann world-beater, hina not so much.

  Sterling – Henderson. Einu leikmenn liðsins sem voru góðir heilt yfir að mínu mati ásamt kannski Lovren og Mignolet. Þessir tveir fyrrnefndu hafa reyndar verið okkar (lang)bestu leikmenn allt árið 2014 ásamt Sturridge og Suarez auðvitað.

  Sturridge – sást ekki í 80 mínútur. Skoraði, hvarf svo aftur. Varla hægt að kvarta. Við erum engu að síður að fara að spila í kringum ~50 leiki +/- þetta tímabilið og við verðum að fá inn annan striker og það leikmann sem getur leitt sókn liðsins ef DS er frá. Að mínu mati þá er tímabilið undir því komið.

  Annars eru stigin það máli skiptir. Þetta er ekki ólíkt leiknum gegn Stoke í fyrra, sem var jafnframt fyrsti leikur liðsins 2013/14. Þar vorum við einnig heppnir að fara með öll stigin. En flott að byrja á sigri, það hefði verið skelfilegt að fara með tap á bakinu inn í útileikina gegn City & Spurs.

 52. En hey þetta var samt frábær helgi. Sáum ofmetnasta lið englands tapa fyrir Swansea sá Gylfa skora sigurmarkið sem var ekki verra. En það atvik sem toppaði helgina og mun gleðja mig um ókomna tíð er það að hafa fengið að sjá fugl skíta upp í Ashley Young(priceless) meiri að segja mávarnir eru farnir að gefa skít í hann hehe og hvernig læt ég þurfti að scrolla neðst á skjáinn til að finna rúnklestina á stiga töflunni:)

 53. Flott þrjú stig í höfn … ókei, ekki flott vegna spilamennskunnar en flott 3 stig í sarpinn. Maður tekur öllu – sama í hvaða formi það kemur. Umdeild vítaspyrna og sigurmark? Svo lengi sem það er okkar megin … o.s.frv. — Skrítið að segja að Gerrard hafi verið með lökustu mönnum vallarins en þannig var það eiginlega í dag. Ég er hrifinn af Lovren, Sterling var góður en fullmjúkur fannst mér á köflum, Sturridge er ekta framherji í dag … sést ekkert en skorar samt, og Lambert/Allen komu með kraft inn í dag. – Ég útnefni samt Henderson réttilega mann leiksins.

 54. Samantekt úr Árbænum.

  Henderson algjörlega maður leiksins en mér finnst þáttur Skrtel gleymast í allri umfjöllun, hann átti mjög góðan leik að mínu mati ásamt Lovren, Manquillo komst ágætlega frá þessu, mun betur en Johnson fannst mér. Sterling og Sturridge munu verða drjúgir í vetur en það er ljóst að Gerrard er kominn á seinni metrana, hann og Lucas mega alls ekki spila saman. Coutinho sást ekki og munar um minna. Mignolet bjargaði okkur á ögurstundu eins og í fyrsta leik síðasta tímabils. Allen átti mjög fína innkomu en mér fannst lítið fara fyrir Lambert.

  Annars er ég mjög sáttur með stigin þrjú þótt boltinn hefði mátt vera mun áferðafallegri.

 55. Hjartanlega sammmála inn leggi Björns Torfa (43 og 44) um hinn unga hægri bakvörð okkar, Manquillo. Bara ein tölfröði í viðbót sem sýnir hans ágæta leik í dag er sú að hann blokkaði 3 krossa(fyrirgjafir) í leiknum en allt Liverpool liðið gerði það að jafnaði 2,3 sinnum í leik á síðast tímabili. Hann fékk að vísu misjafna dóma og .net slepti honum alveg í sinni einkunagjöf en tölfröðin lýgur ekki.

  Almennt um leikinn, oft spilað betur og andstæðingurinn á meira tempói en við í síðari hálfleik og héldu boltanum betur en við sem lið unnum samt 2-1 sem er besta tölfræðin af öllu!

 56. Kannski besta mögulega staða í fyrsta leik. Naumur sigur á liði sem á samkvæmt öllu eðlilegu að vera nokkrum skrefum aftar Liverpool í getu. Kemur leikmönnum kyrfilega niður á jörðina og kallar á breytingar á miðjunni. Joe Allen eða Can – eða jafnvel þá báða í byrjunarliðið á kostnað Gerrard og Lucas. Eins og kom vel fram í þessum pistli þá bitnaði hægelsi þessara leikmanna á öllu liðinu. Menn eins og Coutinho sáust varla í leiknum og Southamton réði yfir miðjunni í stórum hluta af seinni hálfleik.

  Vonandi kemur Brendan með svör fyrir næsta leik og finnur leiðir til að bæta það sem var ábótavant. Annað sem mér fannst líka dálítið pirrandi – er hvað margar sendingar klikkuðu í leiknum en ég trúi því að það komi sjálfkrafa þegar meiri hraði kemst í liðið.

  Svo má ekki gleyma því að Lallana og Marcovic eru að koma galvaskir inn á næstu misserum.

 57. Sigueina #49,

  “Það er gott hjá Manquillo að vinna tæklingar en það segjir manni samt ekki mikið um hans varnartilburði. Því að bestu varnamenn heims eru oftast þeir sem eru vel staðsetir, lesa leikinn vel og halda sér oftast á fótunum þótt að þeir þurfa að taka eina og eina tæklingu í leik.”

  Mjög góður punktur. Svipað og t.d. sjónvarpsvörslur hjá markvörðum. Stór hluti þeirra er vegna lélegra staðsetninga; hefði ekki átt að þurfa 100% stretch ef hún hefði verið betri o.s.frv.

  Er ekki enn búinn að sjá leikinn, svo ég er bara að addressa grunnpunktinn. 🙂

 58. getur einhver hent mofd inn þegar það kemur hvenær er það annars

 59. Sá leikinn hér á katalónskum sjónvarpsbar ásamt nokkrum dæhard púlurum. Fróðlegt að sjá breytinguna á liðinu frá því í fyrra. Miklu minni áfergja, sjálfstraustið takmarkað og hraðinn ekki svipur hjá sjón m.v. það sem var í tíð LS. Vörnin á hinn bóginn miklu betri og Lovren er maðurinn. Glen Johnson og Lucas Leiva eiga ekki erindi inn á völlinn en ég er ekki sammála með fyrirliðann. Fannst hann eiga margar fallegar sendingar og með öflugra fólk í kringum sig á hann að geta blómstrað. Er sannfærður um að lítið þurfti til svo að liðið nái réttum takti.

 60. Þvílíkt frábært að taka 3 stig úr þessum leik, ekkert sérstök spilamennska en varnarmenn og markmaður eiga hrós skilið fyrir að fá bara eitt mark á sig.

  Að mínu mati voru helstu stjörnu framtíðarinnar að standa sig í þessum leik ef undanskilin er Coutinho en hann komst aldrei inn í leikinn og er það áhyggjuefni. Í fyrra skoraði hann 5 mörk og átti 8 stoðsendingar (vona að ég sé með rétt info). Það þarf einfaldlega að koma meira frá honum því hann hefur svo sannarlega hæfileika en m.v. að hafa verið í liði sem skoraði yfir 100 mörk á síðustu leiktíð þá er hans framlag í besta falli miðlungs m.v. að vera sóknarmiðjumaður. Ég held að hann geti verið lykillinn að því að liðið spari sig án Suarez en hann er maður sem ætti að geta matað SAS af eitruðum stungusendingum.

  Gerrard/Lucas kombóið hefur mér yfirleitt ekki fundist virka og átti ég alls ekki von á þeirri uppstillingu í dag. Það gekk ekki upp frekar en fyrri daginn. Algjörlega sammála skýrslunni um að lucas eigi einungis að spila cover fyrir þann sem spilar varnarsinnuðu miðjustöðuna. Gerrard var vonbrigði. Í vörninni fannst mér lovren og skrtel eiga flottan dag og standa vaktina vel, skrtel átti reyndar furðulega varnartilburði í lokin sem í kjölfarið endaði með sláarskoti south en að öðru leiti fannst mér hann fínn. Manquillo var shaky í fyrri hálfleik en mér fannst hann betri í þeim seinni. Johnson finnst mér og hefur fundist allan sinn feril hjá liverpool alltaf vera skugginn af þeim leikmanni sem hann annað hvort var eða við viljum að hann sé. Ég á einfaldlega ekki von á neinu meira frá honum, hann mun eiga nokkra góða leiki yfir veturinn en heilt yfir held ég að hann mun ekki koma til með að skila nægjanlega góðri frammistöðu til þess að verðskulda byrjunarliðssæti. En miðað við sumarkaupin þá virðist rodgers vera að undirbúa það að setja GJ á bekkinn.

  Sterling sýndi það aftur í dag hversu svakalega góður hann er. Sturridge gerði það sem framherjar eiga að gera….skora. Mér er nkvl sama þó hann hafi ekkert annað gert því þetta er hans hlutverk. Menn leiksins að minu mati voru Sterling og Henderson, þvílíkt magnaðir báðir tveir og alltaf að verða skemmtilegra að horfa á þá báða. Lovren átti flotta innkomu í liðið og verður lykilleikmaður í vetur.

  Ég held að það skýrist betur á næstu 2 vikum hvernig BR ætlar sér að nota hópinn. Ég held að það séu miklar þreyfingar og eflaust nokkrir leikmenn eiga eftir að fara annað og vonandi kemur einn maður inn í viðbót, þá ættum við að sjá betur hverjum BR raunverulega treystir til verksins í vetur.

  Ég helda að Allen komi inn í næsta leik, líklegast fyrir lucas.

 61. Skv MOTD er dagljóst að Mignolet var að endurtaka leikinn frá upphafsleik síðasta tímabils. Bjargaði stigunum þremur skuldlaust!

 62. Frábært að fá þrjú stig í fyrsta leik þó vissulega þau hafi verið harðsótt.

  Sammála mörgu í skýrslu félaga KAR, en þó kom það mér ekki á óvart að við sæjum ekki Emre Can að öllu leyti. Með allri virðingu í heiminum fyrir Dortmund og leiknum þar þá sáum við auðvitað allt annan leik og ég er viss um að Rodgers var að taka hina alþekktu “safe” option með því að láta bara einn nýliða í ensku deildinni byrja. Er ekki að segjast hafa verið glaður með það en finnst ekki ástæða til að hoppa upp reiður þó það hafi verið.

  Mér fannst enda fyrsti hálftíminn vel leikinn hjá okkar mönnum, statistíkin í 1-0 stöðunni vorum við 63% með boltann og bara allt í góðu. Á þeim tíma var pressan að virka ágætlega og þessi útgáfa af 4-1-2-2-1 kerfi virtist virka. Þá fannst mér tvennt klikka, fyrir það fyrsta var pressa þriggja efstu mannanna okkar algerlega arfaslök, bakverðir Soton fengu bara að vaða upp kantana og ég vorkenndi okkar bakvörðum að fá þá svona á okkur. Þá féll hann Lucas minn ofaní Gerrard og við vorum allt í einu bara komnir með 6 varnarmenn og inni á svæðum þar sem við lentum trekk í trekk að vera einn á móti tveimur. Vissulega áttu Gerrard og Lucas erfitt en mér finnst ekki hægt að skella þessari skuld á þá tvo, pressa Studge og Coutinho var engin og sérstaklega var ég ósáttur við Brassann litla, hann var ekki með í þessum leik eftir 30 mínútur.

  Ég er svo ósammála KAR í því að innkoma Allen hafi einhverju breytt. Hefði allan daginn viljað sjá Emre Can koma inná fyrir Lucas því að tendens Allen er algerlega sá sami og hjá Lucas, spila safe sendingar, gerir lítið líkamlega og fellur mjög aftarlega.

  Hins vegar fannst mér innáskiptingin á Lambert og kannski frekar tengingin í það að spila þá 4-4-2 með demant þar sem Sterling fékk meira svæði breyta leiknum aftur í stutta stund og þá nægilega góða til að við tryggðum okkur sigur. Þrátt fyrir algera heimsklassa markvörslu Mignolet þá var það eina færið sem Soton náði að setja á okkur og sem betur fer var skallað framhjá úr því.

  Var auðvitað jafn létt og ykkur öllum þegar flautað var til leiksloka, frábær þrjú stig í opnunarleik þar sem margt jákvætt fór fram. Lovren fannst mér frábær í leiknum og Manquillo er að heilla mig. Gríðarleg orka og yfirferð í gangi, vissulega stundum aðeins of ör en verður klárlega nýtilegur kostur. Hendo var frábær og Sterling og Sturridge höfðu gott af sínum mörkum og sinni frammistöðu. Við eigum Moreno, Lallana og Markovic klárlega inni og kannski var ég glaðastur með það að vonandi varð þessi leikur enn frekar til þess að okkar menn leggja áhersluna á það að fá öflugan senter svo við eigum létt með að spila þetta leikkerfi sem við kláruðum leikinn á.

  Frábært að vera kominn með fyrsta sigurinn – það er allt málið, bring on the next one!

 63. Fyrsti leikur tímabilsins er alltaf erfiður, jafnvel leikurinn í fyrra gegn Stoke var mun verri en þessi í dag en unnust þó báðir. Ég er ekki sammála flestum hér með Gerrard, ég held að margir ættu að horfa á leikinn aftur, hann stóð sína vakt vel og var að hreinsa upp eftir mistök frá Johnson og Lucas aðalega, einnig átti Gerrard nokkrar frábærar sendingar í fyrri hálfleik sem hefðu getað gefið mark auðveldlega, td þegar Sturridge mistókst að taka boltann með sér í gegn…

  Eitt er alveg ljóst, vörnin virðist vera mun betri, ég held að Lovren geti orðið svipað legend og Hyypia hjá okkur þó að hann sé nú kannski meira leiðtogi og svipar til Carra varðandi það og nýji hægri bakvörðurinn okkar var frábær í dag. Ég hlakka svo til að sjá Moreno og ég hef trú á því að Liverpool fái mun færri mörk á sig á þessu tímabili.

  Mig langar líka að hrósa mótherjunum, þeir gerðu virkilega vel og þetta var farið að minna pínu á leikinn gegn þeim í fyrra en þá var ég einmitt staddur á Anfield og þeir áttu hreinlega skilið að vinna þann leik og reyndar skoraði Lovren sigurmarkið þá.

  3 stig í fyrsta leik er kærkomið og það þíðir lítið að spá í leik liðsins, þetta mun slípast til með hverjum leiknum og við eigum líka inni skemmtilega leikmenn sem eru meiddir, ég hef mikla trú á Lallana og ég held að hann muni koma með meiri gæði í sóknarleikinn. Einnig vona ég að við kaupum alvöru striker og þá getum við farið að tala um toppbaráttu aftur.

  Minn maður leiksins var markvörðurinn okkar, ég skil ekki ennþá hvernig hann náði að verja boltann í slána.

  YNWA

 64. Tackles – Manquillo (6) / Johnson (0)
  Interceptions – Manquillo (4) / Johnson (1)
  Blocks – Manquillo (5) / Johnson (0)
  Clearances – Manquillo (8 ) / Johnson (3)

  Ef við lítum á jákvæðu hlutina, þá virðist Johnson vera orðinn þriðji kostur í hægri bakvörð hjá Liverpool.

 65. Frábært að ná þremur stigum í ekki betri leik af hálfu okkar manna og vonandi að lukkan verði áfram í okkar liði í vetur. Ég er hrikalega sáttur við Lovren, þar sýnist mér að sé komið akkerið sem hefur vantað of lengi. Hann og Skrtel funkeruðu ágætlega saman í dag. Ég er reyndar á því að Skrtel hefði átt að gera betur í markinu – og líka þegar Saints voru rétt búnir að jafna í lokin. Lucas og Gerrard voru vonbrigði dagsins, en gleðin yfir þremur stigum er miklu meiri. YNWA.

 66. Henderson var að vinna sinn 12 leik í röð í EPL! Þvílíkur leikmaður sem þessi strákur er. Og hann fer bara batnandi.

 67. Þrjú stig og guð voru þau mikilvæg! Næstu tveir leikir verða mjög erfiðir og að tapa þessum leik eða gera jafntefli hefði geta þýtt að við værum með 0 eða 1 stig eftir fyrstu þrjá leikina meðan City, Arsenal og mögulega Chelsea gætu verið með 9 stig. Við viljum ekki byrja svoleiðis.

  Þegar ég sá byrjunarliðið í morgun varð ég strax svolítið hissa. Ég hef verið Brendan Rodgers sleikja nánast frá degi eitt en þetta er eitt af mjög fáum skiptum sem ég var ósammála þjálfaranum okkar. Eins og Eyþór sagði hér fyrir ofan er gífurlega mikill munur á þeim Lucas sem við þekktum fyrir krossbandaslit og þeim sem við þekkjum núna. Lucas vinnur ágætis varnarvinnu en hinsvegar er hann alveg geldur fram á við. Hraðinn á honum er enginn og yfirferðinn enn minni. Það var því alveg augljóst að með Gerrard og Lucas í byrjunarliðið værum við að sjá Henderson fara vinna mjög mikla skítavinnu.

  Af hverju Rodgers tók þessa ákvörðun er spurning. Það sem mér dettur helst í hug er að Rodgers hafi ekki vitað við hverju hann átti að búast þar sem Southampton komu í leikinn með nýjan þjálfara, nokkra nýja leikmenn og það sem mikilvægast er þeir komu án amk 5 fasta manna frá því í fyrra. Það hefur því verið mjög erfitt fyrir Rodgers að leggja upp leikinn en á sama tíma gat Koeman kortlagt Liverpool þar sem þeir leituðust við að spila ekki ósvipaðan bolta og síðasta vetur. Allt þetta skiptir miklu meira máli en okkur grunar. Svo er margt til í því sem Eiríkur í commenti #53 segir. Þessi svokölluðu “litlu lið” eru yfirleitt betri svona fyrst um sinn í tímabilinu einmitt vegna þess að erfiðara er að kortleggja liðin sem og að það er oft mikill stemming með þessum liðum í upphafi. Það er meiri segja hægt að sjá þetta hér á Íslandi hvernig Fjölnir flaug af stað fyrstu 4 umferðirnar.

  En að leiknum og hvernig hann spilaðist. Eins og við mátti búast þá var þetta svolítið erfitt fram á við. Coutinho, Sterling og Sturridge áttu nánast að bera þetta einir upp með takmarkað support frá Henderson og bakvörðunum sem reyndu hvað þeir gátu að fara upp kantanna. Þetta skilaði sér engan veginn fyrir vikið fékk Coutinho ekki úr miklu að moða. Hann þarf samt sem áður að geta stigið meira upp við þessar aðstæður og nýst liðinu betur. Það sama má segja um Sturridge en hann þarf að geta sótt boltann, tekið kannski 1 á og skapað þannig pláss. Vantaði meira af slíku í dag.

  Mér fannst miðjan okkar með Henderson, Lucas og Gerrard bara ekki ganga. Við erum lið sem viljum spila boltanum hratt og keyra á andstæðinganna. Þið sem sáuð leikinn tókuð mögulega eftir því að Rodgers ætlar Gerrard að sækja boltann frá vörninni enda dettur hann mjög oft í línu við varnarmennina. Ef Gerrard spilar boltanum upp er það oft á næsta miðjumann eða bakvörð sem reynir þá eftir fremsta megna að keyra á andstæðinginn. Í leiknum gegn Dortmund þá fór Can oft á þá og opnað þannig meira svæði fyrir Henderson, Sterling eða Coutinho. Síðasta tímabil var þetta oft Henderson sem tók við þessum bolta frá Gerrard og kom honum á Coutinho, Sterling eða Suarez sem keyrðu svo allt í gang. Þegar Lucas spilar með Gerrad og fær þennan bolta, þá gerist nákvæmlega ekki neitt merkilegt. Valkosturinn sem Lucas velur er oftast niður til baka eða til hliðar á bakvörð sem er oftar en ekki aðþrengdur. Lucas hefur bara ekki hæfnina í að halda áfram uppbyggingu á sókninni eins og Henderson hefur, stundum Allen og ég á von á að Lallana muni hafa. Hversu oft hafið þið öskrað í huganum (eða hreinlega öskrað) MAÐUR við Lucas því hann er að dútla sér á boltanum og leikmaður andstæðingsins nær boltanum af honum. Hann er bara of seinn! Lucas gæti hinsvegar akkurat verið í þessu hlutverki sem Gerrard er í núna að sækja boltann niður í vörn og koma honum þaðan áfram.

  Vörnin okkar var fín að undanskyldum Glen Johnson sem mér fannst því miður virkilega slakur. Það kom lítið frá honum sóknarlega og varnarlega var hann mjög shaky. Það verður fróðlegt að sjá þessa bakvarðarstöðu hjá okkur í vetur með Moreno, Enrique, Johnson, Flanagan og Marquillo alla að berjast um tvær stöður. Sá síðasta nefndi hefur komið virkilega á óvart og tel ég að Rodgers ætti að geta mótað úr honum alvöru bakvörð!

  Að lokum má ekki gleyma að nefna Mignolet. Hann átti kannski ekki 100% leik í dag en þessi markvarsla í endan er alveg jafn flott og mikilvæg og vítað sem hann varði í fyrra. Hann bjargaði 2 stigum fyrir okkur í dag.

  En við getum ekki annað en þakkað fyrir þessi stig. Ég held að Rodgers viti það jafnvel vel og við að liðið í dag spilað LANGT undir getu. Held líka að hann viti að Lucas og Johnson verða að stíga upp því núna eru komnir leikmenn sem hrifsa af þeim stöðurnar á einni viku ef þeir ætla að leyfa sér svona spilamennsku. Mér kæmi ekkert á óvart þótt við sjáum þá báða úr liðinu á mánudaginn eftir 8 daga.

  En góð 3 stig en spilamennskan ekki nægilega góð. Við vitum að við eigum helling inni!

 68. Liðið var að spila 4-4-1-1 í dag… JH og RS á köntunum. Miðjan lagaðist þegar JA kom inn afþví JH var færður af kantinum og inná miðja miðjuna. Gott að geta komið með jafn sterkann leikmann og PL í restina sem getur haldið boltað.

 69. Doremí #82,

  Veit að þú ert ekki að ávarpa mig, en…

  Ég sá þetta myndband áðan og er nú aukinheldur búinn að horfa á leikinn. Manquillo stóð sig framar mínum björtustu vonum. Auðvitað segir einn leikur lítið, en hann virðist vera með góðan fótboltahaus, góða snerpu og fleira sem máli skiptir. Virkaði örlítið úttaugaður á boltanum á köflum, en það er fullkomlega eðlilegt.

  Nú hlakka ég fyrst til að sjá Moreno í vinstri bak. Vandræðagangurinn í þessum bakvarðastöðum á síðasta tímabili var auðvitað ekki einleikinn.

 70. Maggi

  Þrátt fyrir algera heimsklassa markvörslu Mignolet þá var það eina færið sem Soton náði að setja á okkur og sem betur fer var skallað framhjá úr því.

  Steven Davis fékk nú reyndar besta færið í leiknum og átti að skora þar utan þess að þeir skoruðu auðvitað ágætt mark líka. Liverpool var ekki að skapa sér mikið fleiri færi hinumegin. Eins ekki alveg sammála því að Joe Allen hafi lítið bætt leik okkar, liðið fór nokkrum metrum framar er hann kom inná og pressaði Southamton hærra og af meiri krafti, Allen hentar miklu betur í þessa stöðu heldur en Lucas og það er ekkert nýtt.

  Annars þarf að hrósa þessu liði Southamton líka, þeir eru ennþá með mjög sterka miðju sem okkar menn réðu illa við í dag og þessi Tadic virðist vera meira en vel nothæfur eins og reyndar var spáð fyrir tímabilið.

 71. Mér fannst líka Soto vaða í færum í leiknum. Voru komnir með 9 skot á markið og 8 eða 9 hornspyrnur og svo fyrir utan þessi hættulegu færi og markið auðvitað. Málið er varnarleikur og tenging varnar og miðju á eftir að slípast og ég treysti Rodgers og leikmönnum 100% til að laga það.

 72. Tölfræðin lýgur ekki. Bæði lið áttu 12 skot, við 5 á markið enn Soto 6. Við vorum álíka heppnir að taka 3 stig í þessum leik eins og á móti Stoke í fyrra. Mignolet á eitt “shaky” úthlaup sem ég man eftir enn varði þessi 6 skot á markið.

  Eftir leikinn var ég að hugsa um hvað Manquillo hafi virkað óöruggur og gert lítið fram á við. Enn þetta er tölfræðin hans: “Manquillo is a bad ass. His first Prem match and he commanded the right side of pitch like a ten year veteran. He recorded 6 tackles, 5 clearances, 4 interceptions, a blocked shot, and completed 86% of his passes.”

  Ég hef greinilega ekkert vit á fótbolta!

 73. Smá stunning fact… Daniel Sturridge, vinur okkar:

  Total Appearances 50
  Total Goals 36

  Ótrúlegar tölur!

 74. Og já, Manquillo heillaði mig upp úr skónum, 19 ára gutti sem mætti með ískaldan haus og heitt hjarta. Núna fáum við Moreno og Markovic inn í hópinn fyrir næsta leik og BR ítrekar það að stirðleikinn mun hverfa úr leik okkar manna. Allt á réttri leið.

 75. Ég sé að þessi Markovic er ekki ennþá kominn með númer, ætli það sé verið að reyna að losna við Assaidi svo að hann geti fengið 11 á bakið ?

  Ég var rosalega sáttur með þennan Manquillo, þrátt fyrir að nokkrum sinnum hefði han átt að gera hlutina aðeins öðruvísi þá var ég mjög ánægður með hann og ég sé ekki hvernig Johnson á að geta haldið sínu sæti í þessu liði. Kæmi mér alls ekki á óvart að sjá hann í QPR búning á lokadegi gluggans í bílnum hjá Harry Houdini.

  Moreno inn í næsta leik og Markovic kominn á bekkinn þá fer þetta að líta betur út.

 76. Held ég ljúgi engu um að Sturridge er með bestu tölfræði framherja hjá Liverpool frá upphafi…

 77. Það sem maður tekur úr þessum leik eru þrjú stig og maður gleðst yfir þeim.

  Í þetta skiptið var túrinn erfiður – margar hindranir og mannskapurinn með “sjóriðu” í upphafsferð.

  Í upphafi leiks var ég sannfærður um að við værum í tígulmiðjunni, Sterling með Sturridge upp á topp, Coutinho í holunni. Sú sýn mín breyttist hinsvegar strax eftir ca 6 mínútna leik, þar sem Lucas var sitjandi með Gerrard og við greinilega í 4-2-3-1. Það er löngu fullreynt í okkar liði að hafa Lucas OG Gerrard báða fyrir framan vörnina – maður sá að Gerrard var í vandræðum með að koma sér í spilið – hann átti erfitt með að finna sér svæði til að spila boltanum úr vörninni og fram á við og þetta virkaði mjög stirt.

  Í seinni hálfleik, hvað svo sem hver segir, þá var MIKILL munur á spili liðsins. Allen kemur inn fyrir Lucas og hann tók strax stöðu á miðjunni sem leyfði SG að fara í “sína” stöðu og detta niður á milli miðvarða í uppspili og við komnir í 4-3-3. Svo kom Lambert inn og þá var tígullinn okkar mættur aftur.

  Smá hnökrar í upphafsleik en hafðist að lokum.

  YNWA

 78. Afsakið þráðránið en ég varð að deila þessu með ykkur

  [img]https://scontent-b-lhr.xx.fbcdn.net/hphotos-xpf1/t1.0-9/10615366_829191180446226_6444488252487620430_n.png[/img]

 79. Veit einhver hér um síðu þar sem ég get fundið Match of the day?

 80. @ Bond (90): Mig minnir ad hann hafi valid nr.50, s.s. sama numer og hann var med hja Benifica

 81. Eitthvað að frétta af fyrirhugaðri ferð kop.is á LIVERPOOL-WBA?

 82. @93 Davíð

  Þetta er ekkert annað en vanvirðing í garð Aspas. Vona nú að drengurinn temji sér kurteisi. 😉

  Hinsvegar verðum við að krækja í sóknarmann áður en glugginnn lokar og eru Falcao og Cavani þeir sem heilla mest. Þó það sé ekki ólíklegt að Bony komi á endanum.

 83. Held að menn séu alveg að missa sig í gagnrýni á Glen Johnson, maðurinn var ekki neitt slakur í dag, bjargaði hugsanlegu marki með flottri tæklingu inní markteig þegar Clyne var kominn í gegn í annað sinn í leiknum.
  Það að tölfræði Manquillo sé betri en Johnson segir því miður ekki alveg alla söguna þar sem flestar sóknir Southamton komu upp vinstri kantinn. Því er eðlilegt að tölurnar verði betri en spurning hvort prósentan sé það… hef ekki skoðað það.

  Hins vegar held ég að menn séu orðnir það blindir á Johnson að vilja nánast einungis kaffæra manninn og gleyma oft því góða sem gaurinn gerir. T.d. tók ég oft eftir því á síðustu leiktíð að ekkert var minnst á það þegar hann var að bjarga á línu (þ.e. bjarga mörkum) en þá var nánast aldrei minnst á neitt slíkt.

  Hins vegar eru 3 stig í húsi en það sem þessi leikur kenndi okkur er að okkur bráðvantar nýjan leikmann frammi (svona fyrir utan miðju umræðuna sem komin er og ég nenni ekki að endurtaka)

 84. Eitt sem Manquillo gerði sem Glen Johnson gerir ekki mikið af og það er að blokka fyrirgjafir

 85. #103 Reyndar átti Johnson þessa tæklingu 100%… Skrtel var fyrir aftan 😉 sést ágætlega mjög vel í MOTD og svo ég vitni í þá “great tackle by Johnson”

 86. Ég held að ég hafi verið að horfa á annan leik en þið.

  Martin Skrtl er alveg gjörsamlega óþolandi á köflum, yfirleitt úti úr stöðu og ræðst á boltann hugsunarlaust. Það verður til þess að hann nær nokkrum “last second” tæklingum sem líta vel út.

  Dauðafærið hjá Schneiderlin skrifast tildæmis á svoleiðis, Skrtl hoppar upp, og þá er fáránlega auðvelt fyrir Schneiderlin að stíga hann út og fá frítt skot á markið.

  Lovren leit hins vegar frábærlega út, vonandi verður Sakho kominn þarna inn í næsta leik með honum.

 87. Johnson var shite í þessum leik enda fær hann slaka einkunn hjá öllum fjölmiðlum, umhugsunar efnið úr þessum leik er að miðjan var að bregðast það kom ekkert frá þeim SG og LL vonandi bara smá örðuleikar fyrsti leikur og menn spenntir ,enda hópurinn stærri nú en í fyrra svo það er eins gott að standa sig annars ertu bara úti.

 88. Sælir félagar

  Er það rétt að Falcao sé til í að koma fyrir gott kaup? Þarf klúbburinn þá að borga allt kaupið ef hann er fengin að láni út tímabilið en ekki lengur? Ja – spyr sá sem ekki veit.

  Það er nú þannig

  YNWA

 89. Ef Falcao kæmi myndi það líklega kosta Liverpool um 20m punda (10m til Monaco og 10m í laun) að fá hann á eins árs lánsamning. Það bendir allt til að hann fari til Real en þeir geti ekki keypt hann fyrr en eftir ár og Monaco muni þá lána hann í ár. Ef það er pælingin þá efast ég um að hann yrði sérstaklega mótiveraður í það að spila fyrir Liverpool þar sem það yrði bara 1 ár og drauma move-ið til Real nokkurn veginn tryggt. Maður þarf ekki að líta lengra til baka en á Victor Moses sem virtist ekki hafa neinn áhuga á að sanna sig. (Sahin svipað dæmi þó ekki alveg eins)

 90. Og þá er maður búinn með wildcardið sitt….tók ekki nema eina umferð

 91. Mikið finnst mér orðið leiðinlegt að horfa á Glen Johnson hvernig leikmaður hann er orðinn í dag, var minn uppáhalds bakvörður og fannst hann vera á pari við menn eins og Dani Alves á tímabili. Lucas þarf að fá smá bekkjarsetu hann er ekki að virka og hefði ég viljað sjá Can frekar en Allen þó svo að þetta hafi að öllum líkindum verið rétt ákvörðun hjá Rodgers þar sem Allen breytti leiknum.
  Næsti leikur má vera stillt upp eftirfarandi.

  Mignolet

  Manquillo Skrtel Lovren Moreno

  Can
  Allen Henderson

  Markovic Sterling
  Sturridge

 92. #112

  Næsti leikur er á móti Man City, BR er allan daginn að fara að hafa Gerrard og Coutinho á vellinum. Gerrard á eftir að standa sig frábærlega á móti City og Coutinho blómstrar yfirleitt á móti þessum ,,stærri” liðum.

 93. Úff, þetta voru erfið 3 stig, en 3 stig engu að síður. Heilt yfir bara döpur frammistaða og fáa hægt að púlla út og hrósa neitt svaðalega. Mér finnst reyndar oft á tíðum alveg furðulegt að lesa það hvernig einhvers konar múgæsingur byrjar hjá stuðningsmönnum, sbr. Glen Johnson. Sá drengur á svo sannarlega rétt á sinni gagnrýni eins og aðrir þegar þeir spila illa. Ég er sammála GRS hér að ofan, þetta er að verða bara ótrúlegt á að horfa. Meira að segja þegar hann á algjörlega frábæra tæklingu í þessum leik, sem btw bjargar hreinlega marki á ögurstundu, þá eru honum ekki hrósað fyrir slík og meira að segja reynt að eigna þetta öðrum. Hann átti tvö hörmuleg skot í þessum leik, en þess utan var nú ansi lítið að fara í gegnum hann, þetta fór mest í gegnum miðjuna þar sem við vorum slakastir.

  Ef að t.d. Flanagan hefði leikið þennan leik alveg nákvæmlega eins og Johnson, þá hefði honum verið hrósað. Ekki skilja það sem svo að mér hafi fundist Johnson eiga einhvern stjörnuleik í þessum leik, langt því frá, en hann var fjarri því að vera einn sá slakasti á vellinum.

  Hvað með Martin Skrtel? Hann á alveg 50% sök í markinu ásamt Lucas, enda fóru þeir vel yfir þann þátt í MNF í gær. Hvað með Stevie G sem gjörsamlega gerði ekki nokkurn skapaðan hlut í að vernda vörnina, það hlutverk sem á að vera númer 1, 2 og 3 hjá honum. Hann átti nokkrar fínar sendingar, en hann klikkaði illa í sínu aðal hlutverki. Lucas var líka slakur, þótt hann hafi ekki náð að vera jafn slakur og landi hans, en það er líka bara alveg full reynt að hann getur ekki spilað þessa stöðu, hvað þá með Gerrard sér við hlið. Leikurinn breyttist mikið til hins betra þegar Allen kom inn, en alveg ósammála Magga þar.

  Ég var mjög ánægður með Mignolet og hans hlut í leiknum og sömu sögu er að segja með Lovren. Var líka impressed með þann unga í hægri bakverðinum og svo átti Henderson ágætis leik, ekkert mikið meira en það, því fyrir utan stórkostlega sendingu, þá var hann eins og aðrir að ströggla með miðjuna lengstan hluta leiksins. Sterling var virkilega fínn, sá eini sem var að gera eitthvað að viti sóknarlega og svo setti Sturridge markið og hélt bolta ágætlega stundum þegar hann fékk hann þarna fram.

  En lang slakasti maður vallarins var Coutinho, og eins og ég elska þann kappa, þá má alveg gagnrýna hann þegar hann á slakan dag eins og gegn Southampton. Menn hlaupa upp til handa og fóta og reyna að týna til afsakanir honum til handa, jú jú, það hjálpar honum ekkert að vera með slaka miðju fyrir aftan sig, en fyrst og fremst var hann bara afar slakur þegar hann fékk bolta í þau fáu skipti sem hann reyndi að koma sér nálægt honum.

  Það er nefninlega allt í lagi að gagnrýna menn sem menn eru mjög hrifnir af þegar þeir eiga dapra leiki, þeir stíga upp aftur. Sama gildir með þá sem maður er ekki jafn hrifinn af, það er algjör óþarfi að drulla yfir þá ef þeir eiga ekkert meiri drullu skilið en aðrir á vellinum og minni en margir. Þetta virðist oft á tíðum bara vera bundið við hvaða nafn menn bera, ekki nákvæmlega hvernig þeir stóðu sig.

 94. Rogers byrjar betur en HanaGal á shitford hahahahahahaha[img]maggi[/img]

Liðið gegn Southampton

Varabúningarnir í ReAct! [auglýsing]