Alberto Moreno sagan að klárast?

Uppfært: 22:00
Þessi færsla varla komin í loftið þegar Opinber heimasíða Liverpool staðfestir að samningar hafa náðst milli Liverpool og Sevilla um kaup á Moreno sem fer núna í læknisskoðun og klárar þessa formlegu hluti sem þarf að klára áður en hann verður kynntur sem leikmaður Liverpool, ef allt er eðlilegt ætti það að gerast fyrir helgi, fyrir fyrsta leik.

Algjörlega frábær og langþráð tíðindi að þessi samningur sé loksins að hafast.


Ég er alls ekki byrjaður að skrifa pistil um Alberto Moreno, höfum það alveg á hreinu og hann er ekki orðinn leikmaður Liverpool ennþá.

Engu að síður eru þetta fréttir kvöldsins og þær koma frá Liverpool Echo, þeim miðli sem við treystum næst mest á þegar kemur að svonalöguðu.

Ég henti því upp á twitter að komi Moreno til Liverpool þá eru þetta mest spennandi kaup á vinstri bakverði sem Liverpool hefur gert síðan ég fór að horfa á enska boltann. Hann slær þar út mönnum eins og Björnebye, Ziege, Babb, Taore, Vignal, Riise, Aurelio, Enrique, Aly Cissokho og eflaust fleiri hetjum, hef það ekki í mér að rifja fleiri nöfn upp.

Líklega myndu kaup á þessum yngri landsliðabakverði Spánverja einnig toppa alla þá sem keyptir hafa verið í hægri bakvörðinn líka. Þá er ég að tala um spennustig þegar þeir leikmenn voru keyptir. Við höfum alveg átt hægri bakverði sem hafa staðið sig vel hjá Liverpool á þessum tíma.

Ég skal viðurkenna að ég ber smá von í brjósti að King Ian Ayre hafi loksins náð að landa þessum díl eftir að hafa séð myndir af leikmönnum/stuðningsmönum Sevilla kveðja Moreno í kvöld eftir leik þeirra gegn Real Madríd í Cardiff. Hann var ekki í hóp í kvöld þar sem sagt er að Ayre hafi farið til Cardiff og klárað þessi leikmannakaup fyrir leik.

Síðasti alvöru bakvörður sem við keyptum var fyrir nákvæmlega þremur árum og veitir Moreno vonandi samkeppni í vetur

En engu að síður, ekkert er öruggt ennþá. Loic Remy kenndi okkur það.


Hinar fréttir dagsins úr herbúðum Liverpool eru að líklega er búið að samþykkja £1,5 – 2m boð Crystal Palace í Martin Kelly

Verðið finnst mér gefa til kynna að Kelly er á allt of háum launum hjá Liverpool enda var samið við hann til langs tíma á sama tíma fyrir ári síðan og ljóst að hann var aldrei að fara fá þann spilatíma hjá Liverpool sem hann þarf að fá. Haldist hann einhverntíma heill eru góðar líkur á að þarna leynist Úrvalsdeildar varnarmaður og raunar er algjör synd hvernig ferill hans hefur farið undanfarin ár. Kelly var á tíma mesta efnið úr akademíu Liverpool og virtist vera búinn að vinna sér sæti í liðinu.

Eins rifjar þetta upp hversu afskaplega lítið akademía Liverpool hefur gefið af sér þrátt fyrir að þar sé allt tipp topp.

Kelly nær sér vonandi á strik hjá Tony Pulis og kemur aftur til Liverpool eftir 3 ár sem fullmótaður varnarmaður.


Kelly virðist ekki ætla að verða eini varnarmaðurinn sem er ekki nærri því nógu góður til að spila fyrir Liverpool í dag því Kolo Toure er sagður vera á leið til Tyrklands fyrir sömu fjárhæð

Toure var aldrei hugsaður til langframa hjá Liverpool og spilaði af hjarta og sál fyrir Liverpool. Hann á sinn þátt í þessu geggjaða tímabili sem síðasta tímabil var þó aðallega í formi þess að án hans hefði Liverpool ekki alltaf þurft að skora svona mörg mörk. 🙂

Líklega keyptum við þó rangan Toure bróðir eða þá að Toure kom til Liverpool ca. 6 árum of seint. Fínn sem 4. kostur í fyrra í liði sem var utan Meistaradeildarinnar, Liverpool er með betri valkosti í dag.

59 Comments

  1. Þetta er bara frábært !!

    Koma svo með framherja !!
    Helst ekki Etoo, Bony eða Cavani !!

  2. Þetta virkar spennandi leikmaður á besta aldri, núna ættum við að vera með 2 unga og efnilega spánverja í sitthvorum bakverðinum.

    Þá þarf bara að kaupa flottan sóknarmann og þá má tímabilið byrja.

  3. Flott ef þetta er frá, þá geta menn farið að einbeita sér að því að negla alvöru framherja… þ.e. ekki Eto.

    Svo heldur maður í þessa veiku von að Reus komi til Liverpool (jájá bjartsýni, ég veit). Reus og Bony og ég er meira en sáttur með sumarið.

    Hins vegar myndi ég ekkert gráta það að Cavani kæmi frekar en Bony en engar líkur á að það gerist.

    Hins vegar að þá var Kelly bara efnilegur og var einn af þeim leikmönnum sem ekki ná úr þeim pakka í að verða verulega góður… hverju sem um er að kenna og ég græt það ekkert sérstaklega að hann sé farinn. Hugsa að það sé gott fyrir hann, meiri spiltími, og svo losnar um einhverjar krónur í launum að auki.

  4. Nú held ég að sé tími kominn fyrir efasemdarmenn að hætta að gagnrýna King Ian Ayre. Tekst að ná samkomulagi við Sevilla um 12m punda + add ons fyrir Moreno og tókst að sannfæra Sunderland um að borga allt of mikið fyrir Borini og Stoke að borga allt of mikið fyrir Assaidi (sem hafa þó verið tregir að fara frá okkar ástkæra klúbbi).

  5. Hvernig gastu gleymt að nefna King Paul Konchesky í upptalningunni um hetjurnar í vinstri bak!
    Annars gott að þetta kláraðist loksins, án þess að ég viti mikið um þennan leikmann, hlýtur þó að vera eitthvað varið í þennan gæja eftir allan þennan eltingarleik! Og svo auðvitað treysti ég Brendan fullkomlega fyrir öllu.

  6. Nr. 6

    Hann er fyrirliði í “og eflaust fleiri hetjum, hef það ekki í mér að rifja fleiri nöfn upp” hópnum!

  7. Frábærir hlutir að gerast hjá okkur núna. Loksins hyllir undir lok langs vandræðatímabils hvað bakvarðastöður varðar. Svo var öllum orðið löngu ljóst, því miður, að Kelly ætti ekki eftir mörg ár í Liverpool treyjunni, sem og King Kolo. Skemmtilegir náungar, en Liverpool verður að reka sem knattspyrnufélag en ekki skátaklúbb, ef árangur á að nást.

    Ég er drullusáttur með kaupin í sumar ef þetta gengur eftir, en yrði himinlifandi að fá einn sóknarmann inn.

  8. Hvar er sóknarmaður?
    Fín kaup svo far en við verðum að fá inn sóknarmann.
    Reus. …. Þá erum við að tala saman

  9. Fràbært. Ég er spenntari fyrir helginni en á Þorláksmessukvöldum sem barn.

  10. Það eru nokkrir punktar sem vakna við þessi kaup….

    Mér sýnist svona allt á öllu að þessi gluggi sé að klárast nákvæmlega eins og Brendan Rodgers sá það fyrir sér.

    Hann stendur og fellur með þessum glugga og getur ekki skellt skuldinni á neinn annan en sjálfan sig ef þessi kaup ganga ekki upp.

    Það er klárlega batamerki að sjá að félagið nær í þá leikmenn sem það vill…

    Næstu dagar munu einkennast af leikmönnum að yfirgefa klúbbinn til að safna fyrir einum sóknarmanni. Ég ætla þó að leyfa mér að vitna í fréttamann BBC: “Þetta er ekki alltaf spurning um að kaupa leikmenn, þetta er spurning um að raska ekki jafnvægi liðsins.”

    Þess vegna held ég að sóknarmaðurinn detti ekki inn fyrr en 31.ágúst – jafnvel ekki fyrr en í janúar.

    Góðar stundir.

  11. Flott að klára þessi vinstri bakvarðastöðuna. Veit ekki hvernig ég finnst um sölu Matin Kelly. Mér fannst alltaf hann vera of hægur að vera bakvörður og átti frekar spilla hann sem miðvörð. Pesrónuleg ef við kaupum engan topp sóknarmann fyrir lok gluggans þá giska ég að Rodgers ætlar að spilla með einn frammi og reyna finna einhverja tatík að bæta vörnina. Spurning að spilla með þrjá miðverði og nota Johnson og Moreno(crossed finger) sem wingbacks.

  12. Flott mál og ég spái því að það verð i ekki fleiri keyptir fyrir fyrsta leik um næstu helgi. Nú er að vinna í því að fá leikmenn til þess að læra inná hvorn annan og það tekur einhvern tíma, en fyrir 1 sept. verðum við komnir með einn sóknarmann í viðbót.

    Eru menn samt ekki hissa á því að celski virðist núna vera að reyna að ná í Remy ? Hvaða rugl er þetta með að hann hafi fallið á læknisskoðun ?

  13. Verð að viðurkenna að ég horfi það lítið á spænska að ég þekki ekki kauða neitt. Síðast þegar ég slefaði yfir spænskum leikmanni var það Morientes. (jú og Torres reyndar líka)
    Ég var líka spenntur fyrir Joe Cole. Sjáið hvernig það fór.

    Ætla bara að segja það sama og þegar við keyptum Coutinho. Þessi gaur getur ekkert fyrr en hann sannar það í ensku deildinni.

    Annars frábærar fréttir að stækka hópinn og þétta vörnina. Vonandi sjáum við Glen Johnson og Flanno sem minnst þetta tímabil!

  14. Þetta er farið að líta ansi vel út. Ég er mjög sáttur með bætingu liðsins í vörn og miðju í sumar. Hins vegar hef ég smá áhyggjur af skarðinu sem Suarez skilur eftir sig. Ég vill rosalega mikið sjá einhvern ALVÖRU sóknarmann einhvern sem getur líka spilað sem kantsriker. Í draumaóra veröld myndi ég segja Marco Reus og/eða Edison Cavani en reunhæft þá langar mig rosalega mikið til þess að fá Kevin Volland hjá Hoffenheim eða Lucas Moura hjá PSG þetta eru leikmenn sem ég held að myndu umsvifalaust styrkja byrjunarlið Liverpool. Með tilkomu annarhvors þessara leikmanna myndi hópurinn líta fáránlega vel út. Svo ef við seljum Borini sem virðist vera ansi líklegt, þá vill ég fá einn til viðbótar, sem 3/4 striker með Lambert, það má alveg vera Eto´o eða jafnvel Bony ef við fáum heilar 14 fyrir Borini. Ef að þetta gengur upp þá erum við klárlega meistara contenders því að við höfum eitthvað sem ekkert annað lið hefur…

    BRENDAN RODGERS.

    WE GO AGAIN

  15. Frábært….í mínum huga okkar veikasta staða í vor. Með Enrique í langtímameiðslum þá vorum við í raun ekki með neinn vinstri bakvörð þrátt fyrir að flanagan hafi stigið upp og gert allt í sínu valdi til þess að láta þetta ganga (sem það svosem gerði þokkalega). Ef Enrique kemst í leikform þá gætum við haft þessa tvo og það væru skemmtilegir kostur í þessa vandræðastöðu.

    Ég held að Liverpool sé nokkurn veginn búið að fá flestöll skotmörk sín í sumar og eflaust er leitin að jafn vel heppnuðum glugga hvað varðar árangur í leikmannakaupum og í fljótu bragði horfandi á leikmannasölur og kaup í sumar þá sýnist mér Liverpool hafa keypt sín skotmörk á sanngjörnum verðum (ef frá er talin enska uppbótin sem bættist við Lallana kaupin).

    BR og yfirstjórn Liverpool stendur og fellur að sjálfsögðu með þessum kaupum en ég held að það verði raunverulega ekki hægt að dæma þessi kaup fyrr en að nokkrum árum liðnum. Can, Markovich, Origi, Moreno eru allt svo ungir leikmenn að það er ekki hægt að ætlast til þess að sjá það besta frá þeim alveg strax. Það litla sem ég hef séð frá þeim þá sýnist mér að þeir hafi fulla burði til þess að hafa áhrif strax á sínu fyrsta tímabili (fyrir utan Origi auðvitað).

    Stóra spurningin er svo með hvaða hætti klúbburinn finnur framherja sem leysir þetta æpandi gat sem Suarez skilur eftir sig. Vissulega finnst ekki jafn góður leikmaður en það er hinsvegar ákaflega mikilvægt að finna rétta leikmanninn. Mörg af þeim nöfnum sem hafa verið orðuð við okkur eru spennandi en það er samt ekkert sem ég slefa yfir nema þá kannski Reus en hann er heldur ekki kannski lausnin á framherjavandamálinu. Ég held að við gætum alveg þurft að bíða fram að jólum, jafnvel næsta sumar til þess að sjá lausn á þessu vandamáli. Það er dýrt spaug að henda 30m + í sóknarmann sem fittar ekki inn.

    En mikið svakalega held ég að það sé að komast flottur balance í þetta lið okkar, það eru fá lið sem eru uppfull af jafn mörgum áhugaverðum ungum leikmönnum í takt við leikmenn með reynslu.

  16. Ef þetta transfer fer í gegn þá eru þetta ásamt Lovren mikilvægustu kaup okkar fyrir tímabilið (fyrirfram).

    Þessi vinstri bakvarðar staða hefur verið vandamál í allt of mörg ár/tímabil. Var ekki Kennedy síðasti alvöru bakvörðurinn sem átti þessa stöðu skuldlaust? Riise var af og til á kantinum, Aurelio alltaf meiddur og Ziege algjört flopp. Svo voru menn eins og Björnebye og Babb aldrei nógu góðir í þessa stöðu. Þeir frændur Traore og Cissokho voru svo í besta falli spaugarar.

    Ef við náum svo að losa: Toure, Borini, Kelly og Assaidi þá tel ég að við getum fengið inn einn sóknarleikmann í viðbót. Því miður held ég að innkaupastefnan sýni það að klúbburinn er ekki að fara á eftir leikmanni eins og Reus og Cavani. Líklegast eru leikmenn eins og Bony líklegri, því miður.

  17. Ef litið er á innkaup BR þá blasir við hvað vel hefur verið unnið í strategíu og taktík innan félagsins. Ekki er annað að sjá að BR og FSG vinni jafn vel saman og gin og tónik.

    Ég hef unnið við stjórnunaráðgjöf í 20 ár og tel mig þekkja gott handbragð þegar ég sé það. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir hvað mikið verk það er að endurreisa félag sem búið er að rústa eins og var raunin með LFC þegar að Henry og félagar eignast félagið. Ég hef þá tilfinningu að innkaup félagsins í sumar staðfesti hvað strategískt sterkt félagið er. Stundum er talað um “smart money” og stundum er talað um “just money”. Þarna er átt við að fjárfestar geta komið inn með fjármagn og þekkingu eða bara fjármagn. Ljóst er að mörg “sugar daddy” félögin eru bara rík sem þarf ekki endilega að þýða að þau séu sterk.

    Eigendur LFC hafa ekki aðeins lagt til fjármagn til félagsins heldur einnig mikla þekkingu á rekstri. Svo lítið dæmi sé tekið þá eru framfarir í markaðsstarfi LFC eru hreint ótrúlegar t.d. í USA.

    Besta ákvörðun FSG var hugsanlega að ráða brilljant fótboltastjóra sem hefur vaxið í starfi við hverja raun. Það er auðvitað ekki tímabært að fella stóra dóma strax en leikmannakaup BR í ár virðast staðfesta hvað mikil og einbeitt hugsun er í gangi. Módelið var mótað í fyrra með frábærum árangri innan vallar. Sökum þess að módelið er skýrt er miklu auðveldara að finna rétta leikmenn. Það er miklu erfiðara að kaupa góða og fræga leikmenn í stórum stíl og þróa síðan módel sem hentar þeim heldur en það sem BR hefur tekist. Flest innkaup voru kláruð strax með litlu sem engu fuzzi. Slam bam thank you mam! Kannski ekki fullnaðarsigur á Ippon en klárlega fullnaðarsigur á Wasa-Ari (júdómál – sorrí).

    Skil ekki áhyggjur manna af sókninni. Jafnvel þó að ekki komi inn sóknarmaður virðast möguleikarnir á mörkum endalausir. Þetta lið býr til fleiri færi en nokkuð annað í PL og minnir um margt á þýska landsliðið þar sem allir geta skorað. Annars væri margt vitlausara en að fá Eto gamla eins og rætt er um. Hann þyrfti ekki að hafa mikið fyrir mörkunum miðað við hvað sóknarþungi LFC er mikill. Að mínum dómi þarf engar áhyggjur að hafa af sókninni og vörnin hefur alla burði til þess að vera firnasterk.

    Ég hef elt viðtöl við BR í sumar eins og ég hef getað. Þetta er toppmaður í. Það er ró, yfirvegun og jákvæðni yfir öllum sem hann segir. Svona talar maður sem hefur allt á hreinu og þarf ekki að grípa til afsakana. Berið viðtöl við BR saman við Van Gaal t.d.

    Van Gaal þreytist ekki á að minna alla á hvað hlutverk hans er voðalega erfitt. Mannskapurinn er ómögulegur, æfingaaðstaðan er glötuð, æfingaferðin til USA vond hugmynd, andstæðingarnir að eyða allt of miklu í leikmenn og svona væri hægt að telja áfram. BR býr ekki til afsakanir fyrirfram til að réttlæta hugsanlegt árangursleysi heldur ætlar að láta verkin tala.

    Hvor hefur meira sjálfstraust ungi stjórinn sem af einbeittri auðmýkt talar af stolti um félagið sitt eða gamli stjórinn sem hugsar fyrst og fremst um að verja sjálfan sig ef illa skyldi fara?

    Þetta er nú orðið meira rausið en mig langar til að segja eitt enn um ráðningu Van Gaal út frá stjórnunarfræðum. Ég efast ekkert um að hann kann vel til verka á sinn hátt og ég ætla ekki að útiloka að hann nái árangri með ManU. En ég myndi aldrei setja pening á Van Gaal. Hann var rekinn frá Bayern og vann í raun sín stærstu afrek fyrir 15-20 árum. Þetta er erfiður maður í skapi og fyrst og fremst þjálfari af gamla skólanum.

    Hvernig eigendur ManU fundu út að 63 ára maður sem lifir fyrst og fremst á forni frægð væri rétti stjórinn er mér hulin ráðgáta. Það væri svipað og ef CCP (afsakið CCP að bera ykkur saman við ManU) myndi ráða Davíð Oddsson (afsakaðu Davíð Oddsson að bera þig saman við Van Gaal) til að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma.

  18. Sælir félagar

    Ég er mjög sáttur við kaup sumarsins sem komið er. Ég gæti alveg hugsað mér einn góðan framherja til viðbótar en held þó að sóknargeta liðsins sé mikil og því sé það ekkert sáluhjálpar atriði. Ég tek það fram að ég er ekki á Bony-lestinni og tel að ef á að fara eyða tugum milljóna í framherja verði hann helst að vera meira lofandi en mér finnst Bony vera. Hinnn nýji vinstri bak nær vonandi að sýna okkur hvers góður bakvörður er megnugur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  19. Að “BR og FSG vinni jafn vel saman og gin og tónik.”

    og að “CCP myndi ráða Davíð Oddsson til að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma.”

    Þetta er nátturulega top-class hugmyndavinna! 🙂

  20. Hrikalega sáttur með Moreno. Nú má tímabilið byrja.
    Það verða sætir sigrar, það verða súr töp en ég ætla að njóta hverrar mínútu.
    Þetta verður frábært tímabil, klárlega.
    YNWA

  21. Þetta var að mínu mati sú staða sem þurfti hvað mest á styrkingu að halda og verður það gleðiefni ef þetta gengur eftir.

    Annars verð ég að minnast á það hversu heppnir við, stuðningsmenn Liverpool á Íslandi, erum. Að hafa síðu sem þessa sem inn á koma pennar líkt og Guderian og fleiri. Það er ákaflega gaman að kíkja á þessa síðu reglulega og lesa jafn skemmtileg innslög og þetta frá Guderian nr. 21.

    Þið sem búið yfir þeim eiginleika að glæða texta lífi – vinsamlegast ekki hætta að skrifa.

  22. Annars er aljörlega augljóst hvað er í gangi með leikmannakaupunum undanfarið.

    1- Við erum að byggja upp lið sem á að toppa eftir svona umþað bil 5 ár. Emre Can – Báðir þessir spænsku bakverðir. – Sterling -Marcovic- flanagan – ibe – Coutinhno er allt leikmenn um 20 ára aldurinn og ef fer fram sem horfir – þá verða flestir þessir hvuttar orðnir að stórhættulegum bolabítum á næstu árum. Tveir þeirra -Coutinho og Sterling eru þegar farnir að éta heilu og hálfu varnirnar án mikillra fyrirhafnar og eiga samt enn eftir að bæta sig.

    2- Eftir að hafa skoðað leikmanna hópinn nokkuð gaumgæfulega þá sýnist mér að það er verið að byggja upp samkeppni um hverja stöðu. T.d erum við núna með fjóramjög sterka miðverði (Agger- Sakho-Lovren – Skrtel) og fimm bakverði -( Manqillo -johnson- Moreno- Flanagan- Einriqe- Að berjast um 4 stöður á vellinum.
    Við erum með fimm miðjumenn að berjast um þrjár stöður (samkvæmt uppstillingu síðasta leik) ( Can -Allen – Lucas – Henderson-gerrard. – Fjóra leikmenn sem eru að berjast um stöðu sóknartengiliðs ( Sterling -Lallana -Marcovic – Coutinhno ) og svo er planið að vera með tvo heimsklassa framherja (Sturridge og – einhver sem er verið að fara að kaupa) og lambert til vara.

    Ef þessi kaup eru genginn í gegn og þessi kenning mín er rétt, þá sýnist mér þrjú kaup vera eftir til þess að hópurinn er fullmannaður- A- Varnartengiliður – B – Markvörður – C- Framherji.

    Ég held að það verði lögð mest áhersla á framherja núna á lokametrunum. Því við spilum oft með bara með tvo afturliggjandi miðjumenn ekki þrjá eins og í síðasta leik og því samkeppni um þær stöður á vellinum nægjanlega miklar.

  23. Einar Örn#26
    Krazy Kanguruh bier bar
    Vesterbrogade 2b
    1620 København V
    Nýji Liverpool staðurinn í köben

  24. Sælir félagar

    Smá þráðrán. Fréttablaðið er komið MU-van Gal runklestina og raðar þeim í 4. sætið. Það verður því ennþá sætara að horfa á þá utan meistaradeildar á næstu leiktíð líka. Þá mun haninn Gala tvisvar meðan stuðningsmenn afneita honum þrisvar.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  25. Davíð Oddsson náði nú samt ágætis árangri með Holland á HM. Og Holland , svipað og Man Utd í dag voru með þessar fáu stórstjörnur og svo meðalmenn. Þeim var ekki spáð uppúr riðlinum af mörgum en enduðu í þriðja. Held persónulega að ráðning Man Utd sé góð fyrir félagið. Þetta er tæpast til lengri tíma.

  26. Mjög spennandi kaup hlakka til að sjá hann í rauðu .
    Væri til í góðan striker t,d Bony eða Cavani (samt nokkuð góða grein um að Cavani væri ofmetnasti framherji heims, þ,e keyptur fyrir 50 mills en kannski alveg svo geggjað góður).
    Svo tökum við einn konfektmola í restina t,d Raus:)

    En það sem ég var að velta fyrir mér hvort salan á Suarez geti ekki haft sma jákvæð áhrif líka, eftir að hann fór virðast allir spekúlantar misst trú á liðinu, við getum raunar aftur komið svolítið aftan að liðum aftur, ég hef allavegna hörku trú á þessu hjá okkar mönnum tala nú ekki um ef við fáum einhvern af ofangreindum mönnum.

  27. Já það eru flestir “sparksérfræðingar” á því að Utd taki 3-4 sæti og við lendum í 5. Það veit þá bara á gott fyrir okkur.

  28. @Sigkarl 31: Ángæður með þessa Biblíuvísun þarna. Sýnir á hversu háu menningarplani lesendur Kop.is eru. Meira svona.

  29. Hópurinn er að verða gríðarlega sterkur og hef fulla trú á að liðið eigi eftir að standa sig í vetur og þar spilar, ekki hvað síst, liðsheildin sterkt inn í. Á síðasta tímabili þá sá maður hvað liðsheildin var orðin öflug en það vantaði meiri breidd. Nú er breiddin komin þannig að ég er bjartsýnn á tímabilið.

    Ekki mikill missir í Kelly en ég á eftir að sakna Toure, ekki það að ég vilji hafa hann í liðinu, bara eitthvað svo skemmtilegur kauði

  30. Ég er einhvern veginn pínu hræddur um að áhersla okkar manna verði of mikil á CL, þar sé hungrið og því miður, þá geti það leitt til þess að 4 sætið náist ekki.
    Persónulega þá held ég við verðum í baráttunni um 4 sætið í vetur.
    Lengra verði ekki farið á 30 marka manns 🙂
    Áfram Liverpool.

  31. Mér finnst menn leggja alltof mikið upp úr því að við misstum 30 marka mann.
    Ef við tökum hans 30 mörk frá þá skorðuðum við 70?

    Jújú auðvita 30 mörk eru 30 mörk en alveg sama. Ef við hefðum haft vörn í lagi á síðasta tímabili hefðum við rústað deildinni.
    Vonandi erum við með vörn núna sem heldur og þá er þessi 30 marka factor ekkert svona alvarlegur.

    Auðvita var líka vera Suarez á vellinum að hann dróg fullt af leikmönnum í sig og fleira. en menn gleyma alveg að taka inn í myndina þar hvað hinir á vellinum gerðu.

    En bara mitt álit og kanski mjög vitlaust…

  32. Hvaða önnur lið hafa 30 marka mann? Veit ekki betur en að við höfum þann næst markahæsta líka svo þetta fellur um sjálft sig.

  33. Síðan er líka annað Haukur varðandi Suarez og það er að mörkin hans voru ekkert endilega Match winner. Þ.e. að hann var ekkert endilega að skora markið sem tryggði sigurinn og stiginn. Væri reyndar fróðlegt að sjá tölfræði yfir það einhvesstaðar og sjá þá hvað það voru mörg mörk frá honum sem tryggðu stig.
    Síðan má heldur ekki gleyma að þegar hann var ekki með að þá gekk liðinu ekkert illa að skora mörk og vann meirihlutann af þeim leikjum.

  34. Ekki býr þessi síða að slíkum snillingum sem geta sagt hvar ferðalangur í Barcelona getur séð leikinn á móti Southampton?

  35. Ummæli #21 frá Guderian eru bestu ummæli í sögu síðunnar.

    Mikið rosalega væri gaman að fá mánaðarlegan gesta-pistil um málefni Liverpool (í þessum anda t.d.)frá höfundinum á síðuna ef hægt væri að koma því við.

    YNWA 🙂

  36. Styrmir.

    Já það er sem ég er að reyna að segja. Mér finnst menn gera of mikið úr þessum 30 mörkum sem voru auðvita 30 mörk.
    og eins og þú segir þá gekk liðinu alls ekki ílla þegar hann var ekki með.
    Þannig ég er bara mjög bjartsýnn á þetta tímabil og næstu 5-10.

  37. Nei sammála mönnum hér, Suarez gat eiginlega ekki neitt og þessi 30 mörk og allar stoðsendingarnar voru ekki að skipta neinu máli í raun, hann var bara vandræði og Liverpool án Suarez er miklu betra. Nú fá aðrir að njóta sín, ekki alltaf leitað af Suarez.

  38. #45
    Suarez gat nátturlega allt og var langt um bestir í í deildinni í fyrra.
    Þannig ekki reyna snúa þessu upp í eitthvað svona rugl.

  39. Marco Reus var à bekknum í dag í leik Dortmund og Bayern í þýska super cup,hver haldið þið að verði striker með sturridge? Mín skoðun Reus eða engin,býða til janúar og sjá hverjir eru lausir þá.

  40. Zlatan á diskinn minn, það væri svona næst því að komast með tærnar þar sem Suarez var með hælana.
    Og af hverju ekki…hann á enn eftir að spila í Englandi og því ekki hjá næstu Englandsmeisturum?

  41. Hérna er gott vídeó af Moreno vs utd. Ég er að sjá fyrst núna hvað drengurinn er sóðalega snöggur. Takið eftir því á 1:35 þegar hann stelur boltanum. Ég er orðinn spenntur að sjá hann spila fyrir okkur.

  42. Ég vissi að þessi gæji væri snöggur en þetta er eitthvað allt annað!

    [img]http://giant.gfycat.com/RelievedNastyAxisdeer.gif[/img]

    Þessi sem hann er að elta uppi er btw A. Valencia

  43. Það er ekkert nema hið besta mál að vera bara spáð 5- sæti í deildinni. Þá er minni pressa á árangur og meiri líkur á að liðið verði vanmetið. Ef liðið spilaði eins og gegn Dortmund – þá er mér óskiljanlegt ef einhverjum finnst sú tilhugsun fáranleg að Liverpool verði í titilbaráttu. Þetta var slátrun í beinni – með mikið af sinnepi,hráum lauk og remulaði- enda í fyrsta skipti sem liverpool maskínan spilaði með alla teina á réttum stað í vélinni.

    Liverpool er klárlega óþekkt stærð þessa stundina eftir hvarf hins úrugvæska “Mikka Markarefs” úr liðinu og við vitum það ekki fyr en eftir umþað bil mánuð – um hvað verður barist,titil eða meistaradeildasætin. Þá fyrst kemur almennilega í ljós – hvort -bitvargurinn okkar- hafi raun og veru verið ómissandi eður ei. En ef við höldum áfram 4-0 – 5-0- 5-2- eins og við gerðum svo oft síðasta vetur – þá má alveg fara að undirbúa strax – sýningarpláss fyrir Englandsmeistarabikarinn þarna inni á Andfield.

  44. Nr. 41

    Ekki býr þessi síða að slíkum snillingum sem geta sagt hvar ferðalangur í Barcelona getur séð leikinn á móti Southampton?

    Ég tók opnunarleik tímabilsins einhverntíma á Flaherty´s. Írskur bar sem er svo gott sem á Römblunni. Fótbolta bar og þeir sýndu a.m.k. leikinn.

Kop.is Podcast #66

Við erum “underdogs” – Takk