Kop.is Podcast #66

Hér er þáttur númer sextíu og sex af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 66. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Babú, Maggi og Kristinn Geir.

Í þessum þætti fórum við yfir hin liðin í Úrvalsdeildinni og hituðum upp fyrir fyrstu deildarleikina.

46 Comments

  1. Og í fréttum er þetta helst: Kamerúninn knái Samuel Eto’o er sagður eiga í viðræðum við Liverpool.

  2. Brjalað að gera i podcostum, var að klara podcastið sem kom inn fyrir viku og vil vara tja mig sma um það.

    Coates fer
    Spurning með kelly eða flanagan ef moreno kemur.
    Agger gæti farið
    Suzo fer a lán og spurning með ibe, eg vil halda ibe samt.

    Kristján atli eg er alveg smá a bony vagninum með þer.

    Varðandi Lukaku þa hefði eg ekki kvartað þó okkar menn hefðu keypt hann a 35 milljonir, bara svekk að sja hann i everton. Þo að Lukaku hafi att slæma 2 leiki a HM og Origi hafi fengið að spila þa ætla eg bara að fullyrða það her og nu að Origi verður aldrei jafn goður og Lukaku, eg vona að Origi verði eitthvað en se það ekki gerast, gann hann þarf allavega að bæta sig a öllum sviðum og það mikið ef hann ætlar að verða i likingu við Lukaku. Skoðiði td bara tolfræðina hja þessum tveimur leikmonnum þangað til þeir verða 19 ara. Lukaku er buin að skora 65 deildar mork þegar hann er 21 ars sem er meira en Messi, neymar, zlatan, suarez og allir þessir gaurar náðu að gera 21 ars. Lukaku er einfaldlega frabær leikmaður sem hefur þetta allt saman. Lukaku hefur hraða en samt þennan gífurlega styrk, Origi virðist nu bara vera horrengla við hliðina a Lukaku sem dæmi. En hvað um það vildi bara tjá mig um Lukaku en hann var minn fyrsti valkostur til okkar.

    En ja best að byrja a nyja podcastinu sem snoggvast 🙂

  3. Haukur #1,

    Skemmtilegt! Stal þessu og fóðraði f.net retweeterinn að viðbættu tagginu #stoliðúrcommentiákoppunkturis 🙂

    Er að hlusta á podcastið meðan ég vinn myndir úr KR – Keflavík, commenta kannski meira á eftir ef ég klára áður en ég geng til náða.

  4. Váá hvað eg kannast við röddina i Kristni , hvaða leynigestur er þetta eiginlega ?

  5. Þið gleymduð að telja Luke Shaw með úr liði Man Utd! Annars flott Podcast eins og alltaf!

  6. Takk fyrir podcastið

    Við vinnum Southampton 5-0
    Töpum svo fyrir City 3-1
    Vinnum svo Tottenham 2-0

    Eg held að varnarleikurinn verði miklu betri nuna en i fyrra með tilkomu Lovren og við munum halda hreinu miklu oftar þetta seasonið.

    En sammála við verðum að fa soknarmann. Eg vil frekar framherja en vinstri bakvorð en auðvitað bæði. Moreno og Bony eða Moreno og Cavani takk.

    Ps Samuel Etoo, er einhver að grinast eða

  7. Áður en við förum að dæma Bony sem ekki nægjanlega góðan framherja – þá megum við ekki gleyma því að Sturridge þótti enginn gullkaup á sínum tíma. Ég held að árangur leikmannakaupa á þessu tímabili snúist um sýn Rodgers á leikinn og hvernig þeir passa inn í leikstílinn sem setur upp.

    Hvað Bony varðar – þá má ekki gleyma því að hann kemur frá Svansea en arkitektinn á bak við fótboltastílinn er nú eftir allt Rodgers sjálfur. Þar að leiðandi ætti bæði að vera mjög auðvellt fyrir hann að komast inn í spilamennskuna sem Liverpool er að spila og mjög auðvelt fyrir Rodgers að sjá hvort hann fitti inn í þá spilamennsku sem hann setur upp.

    Sjáið t.d kaupinn á Diego Costa hjá Chelsea. Það er mjög líklegt að hann séu góð kaup því Atletico Madrid spila ekki svo slæman fótbolta.

    Persónulega … þá held ég að Edú gætu verið góð kaup. Mér finnst hann reyndar leiðindarkarakter en er alveg hjartanlega sannfærður um að hann er markaráder í nefinu þó það væri búið að parkera langferðarbíl fyrir markið.

    Mín tilfinning er samt sú að það hljóti að koma stór stræker inn. Hver það er. þá veit ég ekki nákvæmlega.

  8. Eg vildi segja að Chelsia og Atletico Madrid spila svipaðan leikstíl og því er ekki ólíklegt að Diego muni passa mjög vel fyrir Chelsea.

    Sama á við um Bony… en fyrst hann passar vel í leikstíl Swansea – sem spilar svipaðan fótbolta og Liverpool.. afhverju ætti hann ekki þá að passa vel inn í leikstíl Liverpool þá líka ?

  9. Frábært podcast að vanda… hef samt nokkur comment á þetta:

    – Varðandi Man City er ég ósammála um að þeir hafi ekki styrkt sig rétt. Finnst þeir einmitt keypt í þær stöður sem þeir vöntuðu. Keyptu Fernando í cover sem miðjumaður þar sem þeir treystu greinilega ekki Rodwell þar í fyrra. Án þess að ég þekki Mangala neitt þá hlýtur 40 milljóna punda maður að vera styrking yfir Joleon Lescott. Finnst samt gaman að hugsa til þess að “varavarnarmaðurinn” okkar Sakho er greinilega metinn hærra af Deschamps landsliðsþjálfara Frakka en þeirra 40 milljóna varnarmaður. Einnig sýnist mér að Jovetic verði miklu sterkari en í fyrra þar sem hann var meiddur mest allt tímabilið og geti því alveg verið þokkalegt cover fyrir Aguero í meiðslum. Er samt sammála ykkur um að Chelsea er búið að styrkja sig meira.

    – Varðandi Chelsea sé ég ekki að þeir séu að losna við Torres þó þeir vilji losna við hann. Hann er orðinn 30 ára og hann er ekkert að fara að gefa eftir krónu af samningi sínum. Held hann vilji á þessum tímapunkti á ferli sínum frekar púlla Winston Bogarde og vera á sínum launum sem varamaður heldur en að fara til Valencia eða Inter og taka á sig 50% launalækkun. Ef Torres á að fara þá er Chelsea pottþétt að fara að borga ca. helming af laununum hans.

    – Varðandi Arsenal að þó þeir séu að styrkja hóp sinn vel þá vantar þá pottþétt styrkingu í nokkrum stöðum eins og varnarsinnuðum miðjumanni og auka striker. Þeir eiga pottþétt eftir að finna sér varnarmann í staðinn fyrir Vermaelen en ég er ekkert viss um að Wenger eigi eftir að bæta við sig í hinar stöðurnar en ef þeir gera það þá munu þeir gera vel og jafnvel fara fram úr Liverpool.

    – Varðandi Manchester United þá finnst mér þið líta of hart á að þeir þurfi að vinna upp X mörg stig á liðin fyrir ofan sig. Eins og Liverpool sýndi fram á í fyrra þá er slíkt alveg hægt ef stjórinn nær réttum anda í liðshópinn. Ég er ekki að segja að það sé að fara að gerast en mér finnst ómögulegt að segja að af því að þeir lentu í 7. sæti í fyrra þá geti þeir ekki komist í meistaradeildarsæti í ár. Menn mega segja að ég sé á Van Gaal “runklestinni” en ég held að Van Gaal vs. Moyes séu alla veganna 10 stig í plús ein og sér en hvort það dugar eða ekki veit ég ekki… ég vona ekki.

    – Mér finnst mjög gaman að heyra fleiri raddir í podcöstunum og finnst þið megið gera meira af því að bjóða aukamönnum í podöstin (jafnvel stuðningmönnum annarra liða) og þó mér finnist gaman að heyra í ykkur (sérstaklega Einari Erni sem ég er nánast alltaf sammála) þá er kannski minni pressa á ykkur öllum að mæta í öll podcöst og þá gætuð þið jafnvel fjölgað podcöstunum sem væri klár bónus fyrir okkur aðdáendur.

    – Og svo á léttari nótum þá vantaði að ræða bestu fréttina af öllum: http://fotbolti.net/news/11-08-2014/rihanna-hefur-ahuga-a-ad-kaupa-hlut-i-liverpool. Getið þið ímyndað ykkur hvatninguna fyrir leikmenn Liverpool að fá að partýa með Rihönnu eftir sígurinn í deildinni í vor 🙂

    – Og svo á enn þá léttari nótum þá er þessi tímasetning á podcöstum alveg skelfileg. Þetta neyðir menn til að vaka fram á rauða nótt á þessum dögum sem þið setjið inn podcöst. Þið verðið að fara að segja upp ykkar vinnum til að geta gert þetta full time og setja þetta inn á sómasamlegum tímum 🙂 (ef kaldhæðnin og grínið í þessu skilaði sér ekki í rituðu máli verð ég að taka fram að þetta var að sjálfsögðu létt grín 🙂 )

    Sjálfur held ég að Chelsea og Man City muni berjast um efsta sætið í ár og þriðja til fjórða sætið verði barátta á milli okkar, Arsenal og United þar sem ég spái okkur þriðja sætinu og vona að það sé ekki of mikil óskhyggja.

    Takk fyrir mig.

  10. Ég gæti ekki verið meira ósammála Þresti hér að ofan. Það er frábært að vakna hér í Jórdaníu með glænýtt podcast og eiga 28 klukkutíma ferðalag fyrir höndum. Mun geta hlustað á podcastið á rípít svona 14 sinnum.

  11. Ég er ekki sammála ykkur um utd. Þið talið um stórt stökk enn það gerðum við í fyrra plús þeir geta einbeitt sér að deildinni. Ég tel að þeir verði að berjast um 3-5 sætið við okkur og Arsenal. City og Chelsea berjast um titilinn. City mun byrja hægt eins og margir aðrir meistarar hafa gert. Sé að ég er sammála Þresti 🙂

  12. Ég er sammála flestu þarna og flott podcast hjá ykkur eins og alltaf!

    Eitt sem mig langaði samt að spyrja, hvar er Assaidi? Er búið að selja hann?

  13. Sælir félagar

    Ég er sammála flestu sem kom fram í þessu podkasti og því ekki sammála Þresti og Yngva 🙂 Hvað efstu liðin varðar hefi ég engu við að bæta en í fallbaráttunni verður L. City ekki í fallbaráttu og QPR og Burnley falla með glæsibrag. Það er svo sem ekkert fleira sem ég vil segja um þetta en þakka gott podkast og góða skemmtun en á eftir að hlusta seinni hlustun.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. Þetta er alltaf gaman, verst hvað ég var upptekinn og gat ekki verið nema helminginn af tímanum og missti af restinni.

    Ég vild bæta við að ég er ánægður með að við séum að leggja áherslu á miðverði og vörn enda var það augljós nauðsyn og ég trúi því að við munum fá inn nýjan bakvörð/verði því nú erum við í mörgum keppnum og álagið meira.

    Í því samhengi með bættri vörn frá í fyrra og færri mörkum fengin á okkur (sem voru ansimörg sl. tímabil) þá setti vinur minn þetta dæmi svona upp

    Suárez 30+ mörkin hans.
    Ef vörnin getur bætt sig um -15 mörk fengin á sig þá þurfa framherjar og aðrir “aðeins” að covera hin 15+aðrar stoðsendingar. Er það svo galið? Liðið spilar vel, þekkja hvorn aðra betur eftir síðasta tímabil og nýjir spennandi leikmenn lofa góðu.

  15. The Van Gaal factor. Vissulega ágætur stjóri en common. Hann hefur unnið spænsku deildina tvisvar og þýsku einu sinni + CL með Ajax liði sem var ekkert slor. Hann var rekinn hjá Bayern sem var hans síðasta alvöru (félagsliða) starf. Myndi nú ekki beint setja hann í sama flokk og Ancelotti, Mourinho og Guardiola sem hugsanlega myndi verðskulda svona factor endingu. Langt frá því að vera jafn góður og Ferguson.

    Fyrir utan einn leik fannst mér Holland nú bara frekar leiðinlegt lið á HM. Á allavega erfitt með að hrósa liði eftir tvö 0-0 jafntefli í útsláttarkeppninni. Er líka ekki sannfærður um ágæti þess að spila með þrjá miðverði.

    Herrera er 25 ára með 0 landsleiki og Shaw efnilegur vinstri bakvörður og þeir kostuðu 60m. Ég væri ekki sáttur með þessi kaup hjá okkar liði. Þeir verða þó ekki dæmdir fyrirfram, hvorki vel né illa.

    Taktu þessa leikmenn á þessum lista úr hópnum og eftir standa:
    De Gea, Lindegaard, Shaw, Jones, Smalling, Evans, Carrick, Cleverley, Fletcher, Herrera, Kagawa, Young, Mata, Welbeck, Rooney og Persie + unglingar.
    Meistarar? Topp4? Really?

    Ég veit ekki í hvaða heimi liði utan CL mistekst að kaupa Vermalen og snýr sér þá að Hummels sem var nýverið gerður að fyrirliða hjá einu besta liði í heimi. Vidal virðist vera sagan endalausa þar og einhverstaðar sá ég að hann myndi nálgast 300k á viku. Ekki beint rétta leiðin til að endurbyggja en jæja. Veit svo sem ekkert hvað er til í þessu en ég hugsa að þeir séu að finna vel fyrir CL skortinum og það fyrr en ég hefði haldið. Ef þeir kaupa 2-3 stjörnur má alveg endurskoða þetta en eins og er sé ég manu ekki einu sinni ná Spurs og Everton.

    Finnst reyndar frábært hvað þeim hefur tekist að setja mikla pressu á Van Gaal. Hann tók við af Moyes og átti að vera pressulaus. Vel gert! Væri ekki eðlilegast að reisa styttu af honum fyrir framan OT? Ég meina, Moyes fékk The Chosen One bannerinn, yrði ekkert nema sanngjarnt.

    Það eina jákvæða sem fólk segir um Bony er markafjöldi. Að öðru leyti er þetta bara Lurch úr Addams family. Eto’o er að nálgast 250 deildarmörk (ekki mikið þeirra frá rússlandsdvölinni) og Bony bara keppir ekki við hann þar.

    Það er ekki langt síðan Eto’o var einn besti framherji í heiminum. Hann er 33 ára og kæmi í 1 ár sem varamaður. Hann var ekki langt frá marki í öðrum hverjum fyrir mjög varnarsinnað Chelsea. Mjög svipað markahlutfall og Drogba var með í EPL fyrir cfc (0.42 v 0.44 Drogba í vil).

    Fólk má finnast þetta eins vitlaust og það vill. Segja að hann sé eitthvað óheiðarlegur og leiðinlegur og ég veit ekki hvað. Þetta sama fólk fannst Suarez bara þessi fíni gaur meðan hann skoraði fyrir Liverpool. Hugsa að önnur þrenna gegn manu eða gamla-kalla-fagnið fyrir framan Mourinho væri nóg til að hann yrði bara þessi fíni gaur. Það eina sem er vitlaust er að fara að troða manni eins og Bony inn í þetta lið og drepa spil eins og sást gegn Dortmund.

    Mig langar svo sem ekkert sérstaklega í Eto’o en ef valið stendur á milli þess að fá hann frítt eða Bony á 20m er þetta no brainer. Myndi sennilega frekar vilja Eto’o á 20m en Bony frítt. Er þó á því að án “núverandi” stjörnu erum við ekki að fara að berjast um titilinn.

    Tek það þó fram að mér finnst Bony fínn leikmaður, kæri mig bara ekkert um hann í Liverpool.

    …og takk fyrir gott podcast.

  16. Flott podcast og ég er sammála mörgu sem þið segið. Þar sem þið voruð að fara yfir samkeppnina langar mig að segja aðeins mína skoðun sem er ekki alltaf sú sama og ykkar.

    Man. City : Þeir munu koma sterkir til leiks eins og vanalega. Það er e-ð sem hvíslar að mér að við gætum alveg séð þá verða saddir rétt eins og tímabilið 2012-2013. Rétt eins og þið segið að þá trúi ég að CL fái meiri þunga frá þeim þetta tímabil sem gæti bitnað á deildinni. Það fer þó allt eftir því hvaða leiki þeir eiga í deildinni eftir CL leikina. Segjum sem svo að City þurfi að ferðast í útileik á þriðjudegi og eigi svo West Ham heima að þá getur varaliðið þeirra léttilega ráðið við það. Ef þeir eiga hinsvegar erfiðan leik úti eða heima þá gæti það komið í bakið á þeim.
    Þeir hafa losað sig við fáa en keypt þar sem þeim vantaði. Mangala ætti að styrkja vörnina og koma með meiri breidd þar. Fernando þekki ég voðalega lítið en miðað við það sem ég hef heyrt þá mun hann verða góð blanda á miðjunni með Fernandinho og Toure. Ég held að þeir endi í 3. sæti í ár.

    Chelsea: Þeir eru orðnir skuggalega sterkir. Luis var mjög öflugur í fyrra og spurning hvernig enska deildin tekur á móti honum. Fabregas þekkir ensku deildina og ætti að smella vel inn í annars mjög sterka miðju chelsea. Spurning er bara með Diego Costa. Hann er meiðsla pjakkur og þar sem harkan er mun meiri í enska boltanum gætum við séð hann vera meira frá þetta tímabil sem gæti kostað Chelsea stig. Eins og þið töluðu um þá er Torres og Drogba ekki nægilega gott backup miðað við styrk Costa. Schurrle er vissulega að verða betri og betri en ég held að Mourinho vilji hafa hann á öðrum vængnum og Hazard á hinum. Ég held að þeir vinni deildina í ár.

    Arsenal: Hvað skal segja um Arsenal. Eru búnir að versla stórt nafn og það annað árið í röð. Það er engin vafi að fyrstu 11 hjá Arsenal gætu unnið deildina en við vitum að Wilshere mun meiðast, Ramsey mun meiðast, Sanchez mun meiðast, Walcott verður örugglega bara meiddur, Chamberlain mun meiðast og örugglega allir aðrir leikmenn Arsenal líka. Arsenal mun örugglega hefja þetta tímabil af krafti en þegar álagið færist munum við örugglega sjá þetta hrynja sem gerir það að verkum að þeir enda í 4. sæti líkt og venja er.

    Man Utd : Þeir verða Wildcardið í vetur. Hópurinn þeirra er eins og staðan er í dag ekki nægilega sterkur fyrir top4. Kjarninn í vörninni er farinn með Vidic, Rio og Evra! Smalling, Jones og Evans eru ekki top4 varnarmenn og því þurfa þeir einhvern hafsent. Mér finnst miðjan þeirra ekkert til að hrópa húrra fyrir. Carrick, Herrera og Cleverly munu ekki sprengja upp miðjuna gegn Yaya Toure, Fernandinho og Silva, eða Matic, Fabregas og Oscar, eða Ramsey, Cazorla og Özil eða Gerrard, Coutinho og Henderson. Það er ljóst að þeir þurfa miðjumann líka. Komi Vidal til þeirra þá getum við endurskoðað þetta.
    Persie þarf líka að haldast heill og Rooney þarf að eiga annað svona tímabil eins og hann átti 2009/10 þegar hann skoraði 26 mörk. Sé það ekki gerast. Ég held að þeir endi í 5. sæti núna.

    Tottenham: Nýr og betri þjálfari! Ég hlusta stundum á podcast sem heitir Premierleague Roundtable og þar er einn Tottenham stuðningsmaður sem sagði í podcastinu að MP teldi sig ekki þurfa að kaupa neitt svo mikið því gæðin væru gífurleg hjá Tottenham. Hann virðist ætla ná einhverju úr Lamela. Soldado getur ekki orðið mikið verri nema hann fari að klúðra vítaspyrnum svo þeir eiga hann alveg inni. Ég er ekki viss um Tottenham liðið en hann þarf að bæta vörnina. Hún lak miklu inn í fyrra og mér sýnist lítið vera að gerast til að stoppa upp í þau göt. Held að þetta verði solid 6. sæti.

    Everton: Ég held að Everton sigli sama sjó og í fyrra. Þeir græða á því að halda sama liðinu sem þekkja hvorn annan. Hinsvegar þá mun EL taka mikla orku. Besic á víst að geta e-ð en ég bara þekki hann ekki nægilega vel. Held að þeir verði í 7. sæti þetta tímabilið.

    En takk fyrir gott podcast 🙂 þið eruð miklir öðlingar.

  17. Ein pæling hvenar er aftur dregið í CL riðla? (Já orðið svo langt síðan síðast að maður er bara búinn að gleyma því)

  18. Talað um að kaupin á Moreno séu klár, 12 milljónir punda. Martin Kelly líka á leið til Palace fyrir 1,5 milljón punda.

  19. Etoo (E2) væru ekki neitt svakalega slæm 1 àrs kaup þegar tillit er tekið til þess að njósnateymi okkar fær sènsinn à að bæta upp fyrir það sem þeir gàtu ekki fundið í sumar.

    Ef E2 er ennþà með metnað og langar að spila í hæsta klassa þà eru möguleikarnir ferlega góðir hjà Lpool þar sem okkur skortir markaskorara. Það ættu í raun allir framherjar í dag sem vilja ganga inn í gott tækifæri vilja koma til Lpool.

    E2 skoraði 9 stykki í 21 leik fyrir Chelsea og var samt aldrei að spila stöðugt og hvað þà með liði sem sækir stanslaust. Hjà Lpool myndi hann vaða í færum og ef hann heldur sér í formi og àn meiðsla myndi èg sjà fyrir mèr 15 mörk minnst frà honum ef hann kæmi.

    Ekki svo galin skammtímalausn à meðan leitinni er haldið àfram. Hugsið málið.

  20. Enginn Xabi Alonso í hópi Real Madrid og enginn Alberto Moreno í hópi Sevilla.

  21. Magnað ef rétt er að Moreno sé að koma á 12m en þá þykir mér líklegt að eitthvað fleira sé í þeim díl eins og t.d. árangurstengdir peningar eða þeir fái pening þegar hann er seldur eða eitthvað slíkt.

  22. Tekið af echo: “The Reds will pay around £12million up front with the fee rising with various add-ons.”

  23. Er hæstánægður ef Suso er ekki inni í þessum díl. Vil halda honum.

  24. Það væri helvíti magnað að ná að tryggja sér þennan leikmann á ekki meiri pening en þetta þó svo að þetta komi trúlegast til með að hækka verulega ef hann stendur sig vel.

  25. Snilld að sagan um Moreno se að klárast, hlakka til að sja hann i rauðu treyjunni.

    Vil lika benda mönnum a eina nyjung hja Liverpool þetta sumarið en sú nýjung er sú að okkar menn eru að klara dílana fyrir rest þó sagan taki langan tima og ma þar nefna Lallana , Lovren og nú Moreno

    Fyrri sumur var reynt að eltast við menn i margar vikur sem endaði oft a þvi að þeir fóru svo eitthvað annað eins og td Mkhitaryan i fyrra og fleri nöfn.

    Okkar menn eru að fa það sem þeir vilja i þessum glugga sem er Brilliant .

    Koma svo með alvoru framherja og okkur eru allir vegir færir i vetur.

    Djofull hlakka eg til þegar þetta byrjar 🙂

  26. http://www.bbc.com/sport/0/football/28765444

    Ég held að þetta gæti verið okkar mikilvægustu kaup í sumar.
    Ég held að hafa Flanagan eða Glen í vinstri bakverði er auðvita ekki uppskrift að frábæru tímabili því að Enrique meiðist alltaf og virkar dálítið þungur núna.
    Ef vörninn okkar verður solid þá held ég að við verðum í toppmálum því að við erum með nokkra flotta leikmenn til þess að skora og búa til færi.
    Snilldar fréttir fyrir Liverpool

  27. @Arnar #23:

    Xabi Alonso er í leikbanni eftir að hafa farið inn á völlinn að fagna með liðinu þegar að Bale skoraði í úrlsitaleik meistaradeildarinnar. Þess vegna er hann ekki í hóp.

    En Moreno er hins vegar ekki í hóp vegna þess að hann er á leiðinni til okkar! jíha!

  28. En getur þessi Moreno eitthvað? Èg hef ekkert fylgst með þessum gaur og allir virðast vera að tapa sèr yfir þessum dreng.

  29. Eg tippa a wenger a þessu timabili. Eg held að Rodgers haldi ser i topp 4 og að það verði Chelsea i 5.sæti
    Arsenal
    City
    Liverpool
    United
    Chelsea

  30. Kemur ekki örugglega hin árlega spá fyrir tímabilið frá ykkur Kop pennum ?

  31. Jæja Iago Aspas að koma inn á gegn… Casillas, Ramos, Pepe, Coentrao, Carvajal, Kroos, Modric, James, Bale, Cristiano, Benzema. Nú fara hlutirnir að gerast.

  32. Er ég einn um að finnast 1,5 til 2 millur punda of lítið fyrir Kelly ?

  33. Eins staðfest og það gerist. Moreno grætur er hann kveður liðsfélaga sína inni á vellinum í Cardiff.

  34. Moreno hágrátandi að kveðja félaga sína í Sevilla í Cardiff í þessum töluðu orðum.

  35. Lokaorðin Kristján Atli… Voru þau ekki örugglega vegna þess að það stefndi allt í jafntefli hjá Stjörnunni -Þór?

    Hélt að þú vissir betur en þetta 😉

    Skíni Stjarnan!

  36. Svavar Station – ég sá einhvern segja á Twitter að leikurinn hefði endað 1-1. FH-hjartað tók kipp og ég talaði af mér í lokaorðum þáttarins. UM LEIÐ og ég slökkti á upptökunni kom næsta tíst um að Stjarnan hefði skorað. Strákarnir hlógu mikið að mér.

    Ég hata Þór á Akureyri.

  37. Áhugaverðar umræður.
    Sem stuðningsmanni Man.Utd. er mér fyllilega ljóst að leikmannahópur liðsins (eins og hann lítur núna út) er ekki nálægt því að vera nægilega sterkur til að berjast um titilinn. Hann er þó ekki svo slæmur að menn geti ekki látið sig dreyma um að ná meistaradeildarsæti. Til að það takist þarf þó margt að ganga upp, einkum varðandi meiðsli lykilmanna á borð við Rooney, Mata og RvP. Ef liðið myndi byrja vel og ná góðri stemmningu (gott momentum) ásamt því að lykilmenn héldust heilir, er hins vegar ekkert útilokað í þeim efnum. Ég myndi hins vegar ekki leggja peninginn minn undir slíkt að svo stöddu.

    Mér finnst allt að því hjákátlegt að heyra stuðningsmenn Liverpool halda því fram í fullri alvöru að Liverpool liðið hafi innanborðs 5 miðverði sem yrðu hver og einn besti miðvörður minna manna. Það er einfaldlega ekki rétt. Þó svo ég sé sammála því að Jones, Smalling og Evans séu ekki nægilega öflugir til að vera aðalmiðverðir hjá svo stóru félagi, þá er einfaldlega ekki hægt að halda því fram að Lovren, Agger, Sakho, Skrtel og (jafnvel) Coates séu allir betri en þessir 3 leikmenn, sérstaklega ekki Coates. Vanþekkingin birtist hvað greinilegast þegar röksemdirnar um vanhæfi Smallings séu þær að hann sé “svo hægur”. Um það bil það eina sem Smalling getur þó státað sig af er einmitt að hann er afar fljótur af miðverði að vera. Ég segi það í fullri alvöru að ég er ekki viss um að ég myndi vilja neinn af þessum varnarmönnum Liverpool í United liðið. Það þýðir þó ekki að mér finnist varnarmenn United svona góðir, þeir eru það sannarlega ekki. Miðverðir Liverpool liðsins eru það hins vegar ekki heldur, þó Lovren sé vissulega spennandi leikmaður. Agger er góður í fótbolta, en oft á tíðum má setja spurningamerki við varnarleik hans. Það er svo akkúrat öfugt hjá Sakho. Þetta eru allt ágætis leikmenn, en varla mikið meira en það.

    Annað gildir auðvitað um aðra útivallarleikmenn, svo sem Sterling, Coutinho, Sturridge o.s.frv. Þið vitið það best sjálfir að það voru ekki varnarmennirnir ykkar sem skiluðuð ykkur í titilbaráttuna í fyrra, heldur einmitt þessir frábæru sóknarmenn.

    Ég held þó að liðin munu koma til með að taka breytingum á næstu vikum (eins og þið rædduð) og því sé mögulega of snemmt segja endanlega til um hvernig liðunum muni ganga. Þar á ég sérstaklega við ManUtd, Tottenham, Liverpool, Arsenal.

  38. Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar stuðningsmenn annarra liða koma hér inn og viðra skoðanir sínar sem eru sanngjarnar og á rökum reistar. Það gefur spjallinu hér inni meira líf og ég ætla því að hrósa Krumma fyrir sitt komment. Hann er ekki sammála hverju orði sem skrifað er af stuðningsmönnum Liverpool en kemur samt sinni skoðun á framfæri án skítkasts og með góðum skrifum. Svona umræða gerir síðuna bara betri.

  39. Kristjan Atli.

    Twitter i hnotskurn. Ekki takandi mark a thessu apparati nema ad litlum hluta til 😉

    Shiny Stjarnan shine!

Fantasy deild Kop.is

Alberto Moreno sagan að klárast?