Back from the US

Eins og sést á fréttinni að neðan fengu okkar menn silfurverðlaun í hinum gríðarmikilvæga Guinness Cup eftir tap fyrir erkifjendunum okkar alræmdu. Ég kommentaði ekki við fína færslu Kristjáns en í stuttu máli áttum við að vera búnir að klára United þegar þeir vöknuðu.

Mig langar hins vegar aðeins að rúlla yfir leikmannahópinn okkar, svona út frá frammistöðum leikmanna síðustu fimm leiki, nú þegar síðasti æfingaleikurinn er framundan. Sá er gegn Dortmund og mun í þeim leik væntanlega vera hægt að reikna með að sjá að nokkuð miklu leyti þá leikmenn sem að munu mæta Southampton í fyrsta leik.

Mig langaði að skoða hvernig leikmannalistinn verður þegar lokað verður á hinn ágæta markað og “glugganum” lokað. Hverjir skyldu þá vera í endanlegum leikmannahóp LFC fyrir leiktímabilið 2013 – 2014

Markmenn

Alls fóru fjórir með hanskatösku í farteskinu en við fengum bara að sjá tvo. Danny Ward er ungur og efnilegur markmaður sem væntanlega verður áfram þriðji markmaðurinn í klúbbnum og spilar með U-21s árs liðinu, svo hann er nokkuð á pari. Brad Jones spilaði flestar mínútur í það heila sem var auðvitað vegna þess að Mignolet kom seint vegna HM. Brad lék einfaldlega vel, eftir að hafa átt dapran leik gegn Bröndby og eins og mál standa sýnist manni Rodgers hafi það mikla trú á honum að hann fái áfram að vera númer tvö og spila í bikarkeppnunum. Simon mætti svo á sinn stað síðustu tvo leikina, verður númer eitt í vetur…þó mér hafi nú kannski fundist hann eiga að geta gert betur í leik næturinnar þá er hans staða tryggð.

Það er svo líka jafn ljóst að Rodgers og Reina eru ekkert að semja neinn frið. Pepe fékk ekki einu sinni að vera á varamannabekknum og það er meira að segja komið þannig að staða hans er einfaldlega ekki rædd. Hann er augljóslega til sölu og meira að segja er það nú helst að frétta að í slúðrinu er sagt að hann vilji að klúbburinn losi sig undan samningi sínum, sem auðvitað er galið.

Ergo – eftir USA er klárt að Mignolet, Jones og Ward verða þeir markmenn sem verða í hlutverki í vetur og ekki þarf að reikna með breytingum þar.

Bakverðir

Þarna voru margir til kallaðir en í raun enginn sem heillaði held ég. Enda ekki ólíklegt að við höfum fengið nýja bakverði báðum megin fyrir næsta æfingaleik. Erfitt er að dæma um Flanagan sem fór heim meiddur áður en lokafjörið fór fram en að mínu mati kom alveg í ljós að hvorki Kelly né Robinson eru tilbúnir að spila fyrir lið sem vill keppa um titil í CL eða PL. Báðir áttu ágætis kafla í leikjum en að mínu mati vantar mikið upp á gæði þeirra sóknarlega auk þess sem að þegar þeir fengu krefjandi varnarverkefni voru þeir í vanda. Robinson verður væntanlega lánaður og þá til toppliðs í Championship en Kelly er á löngum samningi nokkuð dýrum svo að erfiðara verður að finna út úr því hvað um hann verður. Það er alveg möguleiki að hann verði áfram hjá okkur, en þá sem mikil varaskeifa. Glen Johnson var óstöðugur, á köflum fínn en á köflum alls ekki. Hann er hins vegar á fokdýrum samningi sem er að renna út og í raun sé ekki að klúbburinn ákveði að losa hann á þessum tímapunkti, en frammistaða hans er vissulega áhyggjuefni. Eins og hjá Enrique sem er augljóslega ekki í leikformi og á langt í land finnst mér. Að sjálfsögðu verður hann í klúbbnum í vetur og við verðum að gefa honum tíma, en það má vera ljóst að í vinstri bakvörðinn þarf að kaupa.

Ergo – Johnson, Enrique og Flanno áfram, kaupa þarf bakvörð í báðar stöður, left back er möst. Losa Robinson og Kelly.

Hafsentar

Vá! Þvílíkt mannval hjá klúbbnum. Ilori meiddist snemma á undirbúningstímabilinu og verður lánaður, það er klárt. Lovren var í vegabréfsveseni og bætist við í Liverpool. Miðað við það sem Rodgers talar um þá er hann klárlega hugsaður í fyrsta hafsentapar. Í USA var því tækifærið til að horfa eftir hinum fimm gaurunum sem eru að keppa um stöðuna með honum!

King Kolo fékk einna flestar mínúturnar og nú hefur klúbburinn afþakkað það að selja hann til Tyrklands, í kjölfar þess hefur Rodgers svo rætt um mikilvægi hans í leikmannahópnum. Svo væntanlega verður hann áfram. Allt í einu spratt svo Seb Coates fram alskapaður og spilaði fullt, leit bara býsna vel út…en þó er skortur hans á hraða enn sýnilegur og það er erfitt þegar spilað er hátt á vellinum. Martin Skrtel var í sínum gír í keppninni og hefur staðið af sér marga brekkuna hjá félaginu, lendir í því að fara út úr stöðu en bætir það upp með krafti og styrk. Daniel Agger sást ekki og það hefur í raun lítið spurst til hans og eftir USA held ég að hans staða sé klár. Því Sakho verður í lykilhlutverki í vetur held ég. Mér fannst hann frábær í nótt og mjög sterkur gegn Milan eftir flott HM. Hafsentar vinna í pörum og við munum alveg mögulega sjá stillt upp í 3-5-2 í vetur ef við fáum þá bakverði sem er verið að orða okkur við. Út frá því held ég að klúbburinn haldi í fimm hafsenta til að vera viðbúnir ólíkum viðfangsefnum.

Ergo – Lovren, Sakho, Skrtel, Toure og Coates verða áfram en Agger verður seldur og Ilori lánaður.

Miðjumenn

Hérna erum við jafnvel enn betur settir en í hafsentunum…og þó. Í USA fannst mér það kalla á mig hversu mikilvægt það er fyrir okkur að halda Lucas, þar sem að hann er í raun einni DM-C leikmaðurinn í liðinu okkar. Umræðan var um að Emre Can gæti leyst þá stöðu en ég held að hans pláss sé framar á vellinum. Þó að hann Gerrard okkar spili ekki með enska landsliðinu í vetur þá mun hann aldrei spila 50 plús leiki og því vona ég að Lucas verði áfram. Að DM-C stöðunni slepptri erum við í bara endalausri breidd. Hendo er klárlega orðinn einn af lykilmönnum Rodgers og því verður forvitnilegt að sjá hver tekur þriðju stöðuna oftast á miðsvæðinu. Við sáum ekkert til Lallana en þegar þú eyðir 25 milljónum í leikmann þá fær hann mínútur hjá þér…þó hann vissulega geti leikið úti á kanti í ákveðnum leikjum þá er hann hugsaður í falska níu líka.

Emre Can er klárlega bjartasta ljósið í nýju leikmönnunum okkar. Líkamlega sterkur, stór með mikla tækni…já takk. Coutinho hefur nú fengið þann dóm hjá Rodgers að eiga verða heilinn í liðinu…verður það inni á miðju eða úti á kantinum sem hann prófaði líka að gera í USA en mér fannst þó ekki virka? Joe Allen fékk fullt af mínútum líka og átti skínandi leik gegn AC Milan. Ungir menn fengu mínútur, þeir Coady og Adorjan en þeir einfaldlega stóðu ekki undir því og það er pottþétt verið að vinna í sölum á þeim.

Ergo – Gerrard, Lucas, Hendo, Can, Lallana, Allen og Coutinho eru í hópnum en Coady og Adorjan eru á leið frá klúbbnum.

Kantmenn/framherjar

Þegar farið var í flugvélina stóð Fabio Borini á landgangnum ákveðinn í því að sanna sig hjá klúbbnum. Meiðsli eftir 20 mínútur í fyrsta leik sló það út af laginu og í kjölfarið eru á ný komnar fréttir um að Sunderland sé að þrýsta á strákinn að koma norðaustur.

Við sáum Markovic í nokkrar mínútur og getum hlakkað til þess að horfa á hann í rauðu treyjunni. Sturridge velur sig sjálfur í leikmannahóp og var flottur þar til hann meiddist. Lambert átti mjög erfitt uppdráttar, hann minnir mig á fyrstu vikur Crouch hjá liðinu, hann er enn að læra inn á hvernig við vinnum hlutina, er nálægt því að skora og pínu “desperat” að sanna sig. Hins vegar var link-upið hans fínt og flott og ég er handviss um það að hann mun eins og Crouch vinna sig inn í hlutverk sem skiptir máli í vetur. Hins vegar nýtti hann það tækifæri að fylla skarð Sturridge uppi á topp það illa að við munum kaupa senter fyrir 1.september held ég, því Sturridge er enn tæpur í skrokknum eins og hann hefur verið allan ferilinn. Það var þó fínt að það kom í ljós fyrir mót!

Raheem Sterling var svo að mínu mati besti leikmaður klúbbsins í ferðinni. Alger lykill að því að ná árangri og svei mér ef við erum ekki bara að eignast einn af bestu leikmönnum heims svona “innan frá”. Ef ég væri Rodgers myndi ég breyta treyjunúmerinu í 7 hið fyrsta bara!

Svo voru það þeir Jordan Ibe og Suso sem báðir heilluðu mig en vantaði þó smá uppá til að sannfæra mig um að þeir gætu spilað stórt hlutverk í vetur. Ibe er ótrúlega kröftugur og hraður með fína tækni en vantar töluvert upp á yfirvegun til að klára færi og skapa dauðafæri fyrir félagana upp úr frábærum upphlaupum. Suso hefur hins vegar mikla bolta- og skottækni en er frekar hægur og ekki góður í hápressunni. Báðir hins vegar mikil efni sem ég vona að verði í alrauðabúningnum nú um nokkurt skeið. Hins vegar held ég að annar þeirra (jafnvel báðir) verði lánaðir til að slípast betur áður en þeir verða mikilvægur hluti aðalliðsins okkar. Kris Peterson fékk mínútur en er ekki tilbúinn og Teixeira sáum við ekki.

Ergo – Sturridge, Sterling, Markovic, Lambert, Suso og nýr senter í hópnum, Borini seldur, Ibe og Teixeira lánaðir á meðan Peterson spilar í U21s árs liðinu.

Samantekt

Mín spá er því sú að þegar við skilum inn endanlegum nafnalista 1.september verði staðan svona:

Leikmannahópur LFC

Mignolet, Ward, Jones, Johnson, Flanagan, Enrique, D-L, D-R, Sakho, Lovren, Toure, Skrtel, Coates, Lucas, Gerrard, Can, Allen, Coutinho, Lallana, Henderson, Sturridge, Sterling, Markovic, Lambert, Suso og S-C (26 leikmenn en Ward, Flanno og Sterling allavega eru U21s árs leikmenn).

Í láni

Wisdom, Robinson, Ilori, Ibe og Teixeira

Seldir

Reina, Kelly, Agger, Coady, Adorjan, Assaidi og Borini.

Sjáum til….

21 Comments

  1. Veit ekki með Aggerinn.

    Vill frekar losna við Kolo og halda Agger. Hefur sýnt sig að þó að Agger gefi mörk þá vinnum við fleiri leiki með hann í liðinu heldur en ekki og liðið fær á sig færri mörk.

    Held að okkar stærsta vandamál síðasta vetur hafi verið að alltaf var verið að hræra í vörninni. Þ.e.a.s. það voru nánast aldrei að sömu öftustu 4/5 spiluðu tvo leiki í röð og Rodgers átti í miklum vandræðum með að velja sína menn.

    Tel að við yrðum afar vel settir með Lovren, Sakho, Agger og Skrtel sem hafsenta. Coates verður svo að sýna eitthvað meira en bara í vináttuleikjum til að teljast með.

    Bakverðirnir eru svo alveg sér kafli þar sem að við erum vægast sagt í vanda staddir, enda það sem Johnson og Enrique hafa boðið upp á er ekki boðlegt. Moreno myndi augljóslega bæta byrjunarliðið.

    Hef ekki mikla trú á því að við náum að finna önnur eins kostakjör og Remy í sóknina. Því miður. Leikmann á besta aldri með PL reynslu sem getur leyst 2-3 stöður fram á við.

  2. Klára bakverðina, Manquillo og Moreno. Fara svo af öllum krafti í Balotelli (þótt að B.R. hafi neitað því að hann væri á leið til liðsins).

    Með Super-Mario kæmi þessi faktor sem við missum með Suarez – leikmenn sem gera ófyrirsjáanlega hluti á vellinum (stundum er það miður!).

    Ég hefði fulla trú á að hann myndi nýtast okkur stórkostlega.

    ynwa

  3. Balotelli, NEI TAKK! Hauglatur fílupúki með of stórt egó að mínu mati. Ego sem ekki er innistæða fyrir! Ég vill fá Bony til liðsins helst í gær. Sterling og Coutinho koma með ákveðin X-factor í leik sínum og Markovich er eitt stórt X.

    en sem betur fer er ég ekki stjóri LFC og ef Brendan segir já við balotelli *hrollur* þá mun ég gefa drengnum séns. Ég sé bara ekki hvernig hann passar í leikstíl Liverpool, hann er 5 númerum of latur. meðan aðrir hlaupa til baka þá mun hann standa við vítateiginn og dangla tánni í grasið bíðandi eftir að einhver vinni boltann og dúndri honum fram á hann.

  4. Sælir stjórnendur ! Þurfum við að bíða lengi eftir næsta podcasti ? 🙂

  5. þurfum eitthvað naut á miðjuna sem hefur hraða og styrk til að stoppa og brjóta niður sóknir. Kannski að Emre sé maðurinn ? Með Lucas þarna er bara ekki að fara gera sig, menn hljóta að sjá það eftir leikinn í gær( 3 markið) menn geta labbað í kringum hann án þess að hann geti nokkuð gert…..

  6. Glæsilegur pistill Maggi og eg er sammála allflestu þarna nema ég vil halda Ibe í vetur og eiga hann a bekknum til að geta komið með þennan griðarlega hraða inn td síðustu 15-20 mínúturnar í leikjum þegar á þarf að halda.

    Jú Reina myndi eg vilja halda en það er því miður ekkert að fara gerast og þá þarf ekki að ræða það frekar.

    Framherja verðum við svo að fá og bara sem fyrst. Held að Bony se raunhæfasti kosturinn og vil eg bara klára það dæmi i hvellinum.

    Podcast i kvold, eg hlakka til að hlusta á það.

  7. Gleymir unga Belganum okkar (man eingan veginn hvað heitir), sem við keyptum og lánuðum strax aftur.

  8. Liverpool að samþykkja tilboð Bayern i Reina, hann á að vera markvörður þar. Ég hefði viljað sja hann og Mignole keppast um stöðuna en það greinilega var aldrei að fara gerast. Ætlar Bayern að borga kallinum 100 kall a viku til að sitja a bekknum ? varla sættir Reina sig við launalækkun.

    AXD nr 11 . Belginn heitir Divock Origi ef eg man rétt .

  9. Gott mál að Reina sé að fara, þá geta stuðningsmenn loksins hætt þessu Reina v Mignolet dæmi. Hann kostar í kringum 5m á ári í laun, það var aldrei að fara að gerast að hann yrði hér til að berjast við Mignolet. Rodgers vill ekkert með hann hafa.

    Reina er engu að síður besti markvörður klúbbsins þá tíð sem ég hef fylgst með og sennilega #3 allra tíma. Gangi honum vel. Ekki að hann sé að fara að spila eitthvað þarna. Neuer er svona 2-3 sinnum betri en næst besti markvörður í heimi.

  10. Mignolet er bara svo afskaplega lélegur greyið en vonandi fer hann að spila betur . En ætli að það sé ekki hægt að kaupa þennan Suarez frá Barcelona hann myndi passa vel inní þetta lið 😉

  11. Sæl og blessuð.

    Jæja, ekki hafðist það í þetta sinnið að vinna blikkið. Grunsamlegt að lenda í öðru sæti, annað mótið í röð… Er þetta orðið krónískt ástand?

    Fátt gladdi mig meira í þessum leikjabútum sem ég sá en að horfa á hinn unga Æb sem mér finnst búa yfir einhverri viðbót, sem afreksmenn þurfa að hafa. Hlaupin hans, sigurviljinn og einbeitt greddan er aðdáunarverð. Verð skúffaður ef hann lendir aftur í höndum leigjenda. Þetta er maður sem á að vera í liðinu, byrjunarleikmaður í bikar og deildarleikjum gegn minni spámönnum. Er það á hreinu að hann verður ekki meðal rauðra í vetur?

    Svo finnst mér einhvern veginn skrýtið að sjá þessa uppstillingu eftir sumarkaupin. Þetta er svolítið eins og að leggja á borð og vera með tvo hnífa með hverjum disk en engan gaffal. Hvar eru sóknarmennirnir sem við þurfum nú að fá? Var þetta ekki höfuðlaus her í nótt, enginn í fremstu víglínu? Og hvar er söbstitjútið fyrir hinn vellaunaða en mislukkaða Jónsson? Er það hinn háfleygi Spánverji sem nú kemur til liðsins? Algjört möst að gefa honum samkeppni og helst nýjan búning til að skrýðast.

    Jæja, sumar er senn liðið og við fá um þá strákana frá Suðureyri til okkar. Það verður nú heldur betur tilfinningaríkt og vonandi verður debúttmarkið hans Lamberts í þeim leik.

    En hvað um það, með rétta menn í fúllbökkum og alvöru sóknarmann getur margt spennandi gerst – annars er hætt við því að við rennum aftur á rassinn og lendum einhvers staðar neðar en fyrsta sæti. Við viljum ekki sjá það gerast aftur.

  12. Varðandi framherja væri ekki málið að fá Benteke frekar en Bony?

    Hver nennir annars að hanga í Aston Villa þessa dagana? 🙂

  13. Ég er enn ekki sannfærður með Mignolet og vil fá traustari markmann inn sem stjórnar teignum betur. Svo vantreysti ég alltaf markmönnum sem spila ekki með númer 1 á treyjunni 🙂

  14. Er sammala flestum. Vantar betri bakverði og einn markaskorara i viðbot. Held ad klubburinn se að reyna redda þvi aður en sisonið hefst. Fint að losna við Reina og bæði Agger og G.Johnson mættu fara somu leið. Þetta eru allt flottir leikmenn en finnst vanta striðskraftinn i þa. Er anægður með Rodgers hvað hann er ruthless, hann gefur ollum sjens og siðan losar hann sig við menn sama hvað nafn er a treyjunni.

  15. Mér finnst allt of oft að fólk hérna gleyma BR-faktornum og þá sérstaklega að hann er víður en ekki þröngur. Einnig að við höfum nokkra leikmenn sem hafa skynjað þennan faktor og langar að vera með.

    BR-faktorinn er ekki takmarkaður við Sturridge, Sterling, Coutinho og Henderson, stráka sem hafa teygt sig upp í að geta orðið “par excellence” á næsta eða þar næsta keppnistímabili.

    BR-faktorinn nær líka til stráka (og verður líka að ná til, til að heildardæmið gangi upp) sem hafa bætt sig og munu bæta sig frekar, stráka sem eru kannski ekki í dag að banka á “par excellence” dyrnar en stráka sem eru í framþróun. Stráka sem hafa komið frá því að vera efnilegir og í það að vera meira en rúmlega efnilegir undir stjórn BR, stráka eins og Allen, Flanagan, Sakho, Mignolet, og nú síðast Coates. Svo er líka strákur sem langar virkilega að vera í þeim hóp, Borini. Suso og Ibe hljóma líka eins og öskur fyrir löngun. Frekari framþróun hjá bara helming þessara stráka og Liverpool verður fastur áskrifandi að CL næstu árin.

    Munið svo að BR-faktorinn er svo víður að hann tekur Captain Fantastic og uppfærir hann um ég ætla að segja 2-3 ár, 1/2 ár er nú þegar staðfest. Ef eldri menn eins og Lucas, Skrtel, og Agger (ef hann fær frekara tækifæri) hafa skynjað þetta þá fáum við bara dásamlega hluti út úr þeim.

    Strákarnir sem réðust til starfa í sumar eru svo strákar sem hafa tekið eftir því hvað er að gerast og verið tilbúnir að stökkva á BR-faktorinnn. Framþróun helmings þeirra gulltryggir CL og auðvitað meira.

    (Þessar línur eru settar fram af því að of margar spár og umfjallanir hérna gera ekki ráð fyrir að Flanagan ofl. vaxi ekki frekar undir stjórn BR)

    In Brendan we trust!

  16. Manquillo staðfestur, þurfum enþá Hægri Bakvörð. Guð Minn Góður hvað Glen Johnson hefur tekið brekkuna niður á við.

Liverpool 1 Man Utd 3

Kop.is Podcast #65