Liverpool 2 AC Milan 0

Liðið sem mætir AC Milan í Charlotte í kvöld er sem hér segir:

Mignolet

Kelly – Touré © – Coates – Robinson

Henderson – Lucas – Allen

Sterling – Lambert – Ibe

Bekkur: Jones, Sakho, Skrtel, Johnson, Enrique, Gerrard, Can, Coady, Coutinho, Suso, Peterson.

Sturridge, Markovic og Flanagan eru ekki með vegna smávægilegra meiðsla, auk Lallana sem er frá út ágúst.

Milan: Abbiati – Abate, Bonera, Rami, De Sciglio – Essien, Muntari, Saponara – Niang, Pazzini, El Shaarawy.

Olympiakos vann Man City fyrr í kvöld í vítaspyrnukeppni og því er ljóst að Liverpool vinnur þennan riðil og leikur til úrslita á mánudag, sama hvernig þessi leikur fer í kvöld. Þegar þetta er skrifað stefnir allt í að það verði engir aðrir en Manchester United sem mæta okkar mönnum í þeim úrslitaleik.

Ég get lofað ykkur að það verður ekki bara æfingaleikur.

Uppfæri þessa færslu að leik loknum.


Uppfært: Leiknum lauk með 2-0 sigri okkar manna. Joe Allen skoraði á 17. mínútu eftir að hafa unnið boltann sjálfur með hápressu en Rickie Lambert lét verja frá sér vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Suso innsiglaði svo sigurinn á 90. mínútu með góðu skoti utan teigs.

Liðið lék vel í fyrri hálfleik og átti að vera meira en 1-0 yfir en varamennirnir komu allir inná í seinni hálfleik og við það datt takturinn úr leik liðsins. Á endanum var sigurinn þó þægilegur og sanngjarn og nú beinast augu allra að þessum óvænta stórleik gegn Manchester United á mánudagskvöld.

Menn leiksins: Jordon Ibe og Joe Allen. Voru heilt yfir okkar bestu menn í kvöld og minntu Rodgers á sig fyrir tímabilið.

Þá var STAÐFEST í kvöld að við erum við það að klófesta Javier Manquillo frá Atletico Madrid. Hann fer í læknisskoðun á Melwood á mánudag og skrifar svo vonandi að henni lokinni undir tveggja ára lánssamning með möguleika á kaupum. Honum er ætlað að berjast við Glen Johnson og Jon Flanagan um hægri bakvarðarstöðuna í vetur.

86 Comments

  1. Snilld! Er að horfa á Man Utd – Real Madrid. Er sekur um að vonast eftir Man Utd sigri, svo þessi úrslitaleikur megi verða. 🙂

    Gaman að sjá Touré fá fyrirliðabandið. Vonandi stendur gamli sig vel.

    Ibe og Sterling inni á vellinum samtímis hlýtur að vera eins og versta martröð bakvarða. Ég mun fylgjast mjög vel með Sterling. Frammistaða hans gegn City um daginn var gjörsamlega sturluð. Vonandi sjáum við meira af því á eftir!

  2. #2,

    Jú, fá þeir ekki tvö stig fyrir sigur í vító og eru jafnir okkur að stigum með betri markatölu? Ég held það a.m.k. eftir að skoða síðu mótsins (sem er ekki búið að uppfæra í dag).

    Er ekki viss, en sýnist þetta vera staðan. Kristján Atli með þetta á hreinu?

  3. Það verður allavegana United sem að mætir okkur á Mánudag 😀
    Eru að slátra Real 3-1 :/

  4. Verður gaman að horfa á leikinn á eftir.
    Aðalmarkvörðuinn kominn inn í liðið
    Tveir hungraðir ungir bakverðir sem vilja sanna sig
    Skil ekki þetta hæga miðvarðapar sem mun vonandi ekki spila einn leik saman í vetur.
    Það vantar ekki vinnsluna á þessa miðjumenn.
    Lambert líklega uppá topp til þess að halda boltanum, skila honum frá sér og ógna með styrk og leikni. Honum til aðstoðar eru tvær eldingar .

    Gaman af þessu og svo býður okkur alvöru leikur gegn Man utd á mánudaginn(það eru aldrei æfingarleikir á milli þessara liða).

  5. Það er ekki markatalan sem gildir heldur innbyrðis viðureignir. Við unnum Olympiakos og erum því efstir í riðlinum sama hvað gerist gegn Milan í kvöld.

  6. Get ekki beðið 🙂
    Ibe, Sterling, slík blanda þarfnast aðeins risa inná teig til að sparka boltanum í og inn 🙂

  7. Liverpool virðast vera að fá 20 ára hægri bakvörð að láni í 2.ár en hann spilaði í spænsku B deildinni á síðustu leiktíð.

    Við erum með Glen og Flanagan þarna hægra megin. Ættum við ekki að frekar að fá leikmann sem myndi styrkja þessa stöðu mikið. Við getum alveg notað M.Kelly sem backup ef báðir þessir eru meiddir eða einfaldlega haldið Wisdom sem þriðja bakkverði en hann var að standa sig vel á síðustu leiktíð.

    Ekki nema að þessi 20 ára gutti Javier Manquillo sé það góður.

  8. Við erum ekki með neinn raunverulegan framherja á bekknum. Borini er væntanlega meiddur. Er ekki alveg að fatta hópavalið. Það eru fjórir varnamenn á bekknum, þrír varnartengiliðir og þrír sóknartengiliðir en enginn senter.

    Já ég veit. Já ég veit… þetta er nú bara æfingaleikur….en samt.

    Ég held að hérna sé komi sýnindadæmi um það sem gæti gerst í vetur ef við missum sóknarmenn í bönn eða meiðsli. T.d ef Lambert myndi meiðast núna- þá gæti vantað mann efst uppi sem er raunverulegur framherji sem miðverðir þurfa að hafa miklar gætur á.

    Ég held að Sterling og Ibe blómstri betur – ef vörnin þarf að hafa áhyggjur af alvöru senter sem spilar á móti þeim. Þá nýtist hraði þeirra miklu betur.

    Allavega held ég að það sé óháavæmilegt að Liverpool kaupi einn þrusugóðan framherja til viðbótar plús þessa spænsku bakverði.

    Að öðru leiti lýst mér mjög vel á þessa liðsuppstillingu. Ekki slæmt að getað skipt kapteini Gerrard inná ef í harðbakkan slær.

    🙂

  9. Vel gert hjá Sterling að fanga þetta víti. Vantaði bara að afgreiðann í netið.
    Hef reyndar lúmskt gaman af því að sjá skyndisóknir andstæðinganna, sjá hvernig vörnin heldur eftir föst leikatriði hinum meginn á vellinum.

  10. Lambert var 34/34 í vítum hjá Southampton. 0/1 til þessa hjá Liverpool, heh! Veit samt ekki hvort friendlies/pre-season leikir telja.

  11. Lambert er eins og einhver taugahrúga allt þetta mót…Lítur alls ekki vel út

  12. Sé að við erum að spila með mikið bil á milli miðvarðana, eins og við enduðum með í fyrra þegar að við erum að byrja sóknirnar hjá okkur og kostaði fyrra markið á móti che þegar að Stevie G rann. Held að þetta geti átt eftir að kosta eitthvað í vetur, fleiri mörk á okkur og jafnvel stig. Get ekki sagt að ég sé hrifinn af því að spila svona úr vörninni.

  13. Drulluslöpp sókn Milan er að taka Robinson í ristilinn…. fokk lélegur varnarlega og useless í sókn.

    Vonandi er BR skynsamur og droppar honum í reserves eða selur hann.

  14. Sæl og blessuð.

    Ekkert að þessu – Æb í svakastuði, Allen traustur og Sterling til alls líklegur. Gaman að sjá Kóates aftur eftir langt hlé. Hélt hann væri kominn á örorku. Liðið finnst mér tikka eins og vel smurð og stillt hausunarvél og það skiptir mestu máli. Ættum að vera tveimur mörkum yfir.

    Smá neikvætt, þá eru Robinson og Kelly ekki að heilla mig. Klaufagangur og mistök sem hr. Rogers kann vart að meta. Túre samt bara nokkuð traustur. Langbarðar krúttlegir í æsingi sínum eins og hér sé mikið undir. Gaman.

  15. Það var svo augljóst að Lambert væri að fara að klúðra þessu víti en hann má endilega fara að koma tuðrunni í netið og fara að njóta sín aðeins á vellinum og hætta þessu stressi.

    En Ibe og Sterling hrikalega ferskir.

  16. Lambert þarf nú að fara sýna e-ð meira en hann hefur gert á þessu móti. Til þess að réttlæta kaupin af honum. Gjörsamlega ííískaldur.

  17. Lampbert skilar sínu í ár, engar áhyggjur af því. Var mega flottur hjá South.. og verður það líka hja okkur

  18. Ekki lána Ibe hann er Sterling part 2

    Ekki alveg samála með Lambert maður er mikið með augum á honum og er hann að taka góð hlaup og bjóða sig. Hann er góður í að skapa færi, hefur gott auga fyrir samspili, heldur boltanum vel. Já hann klúðraði víti og aukaspyrnan var léleg en mér finnst hann vera að leika ágætlega í þessum leik.

    Meira um þetta.
    Ég held að Lambert verður fljótur að réttlæta 4 m punda verðmiðan sinn
    Ég held að Lambert sé alvöru striker(þótt að komment hjá Brynjari segjir annað)

    Menn verða að taka í reikninginn að þetta er æfingarleikur. Leikmenn hafa líklega verið að æfa mjög stíft(mikið af hlaupa, styrktar og snerpu æfingum í gangi). Undirbúningstímabil er stillt þannig upp að menn verða tilbúnir þegar tímabilið byrjar og er best að dæma leikmenn út frá alvöru leikjum.
    Ef æfingarleikir væru bara notaðir þá væri A.Vorininn með styttu af sér fyrir utan Anfield 😉

  19. Muniði eftir byrjunarliðinu hjá Milan ’05? Hvaða lið er þetta sem við erum að spila við?

  20. Heh, já #28,

    How the mighty have fallen! Reyndar hefur ítalski boltinn verið í þvílíkri lægð…

  21. Ibe og Sterling gódir. Lambert mun koma til. Nú var A lidid ad koma inná. Sjáum hvort vid setjum ekki eitt eda tvö mörk í vidbót. Koma svo!

  22. vá Can setti öxlina í balotelli sem datt eins og tuska!!!
    Þessi drengur verður eitthvað í vetur…. 🙂

  23. Fannst Ibe, Allen og Sterling einna sprækastir í fyrri hálfleik og Suso og Can í seinni. Held ad Can eigi virkilega eftir að láta til sín taka í vetur, snöggur og alveg grjótharður

  24. Frábært mark hjá Suso!

    Mikið væri nú gaman að sjá strákinn fá tækifæri í vetur.

  25. Hvernig væri nú að bjarga Balotelli frá þessu grútlélega AC Milan liði.
    Sjálfsagt hægt að fá hann á góðu verði, það sem drengnum vantar er bara smá aðhald og þjálfara sem hefur trú á honum, Brendan er rétti maðurinn að eiga við Balotelli ef hann gat hamið vitleysuna sem fylgdi Suarez þá fer hann létt með Balotelli.

  26. Balotelli getur bara ekkert. Algerlega ofmetin leikmadur, viss um ad Lambert er alltaf betri kostur fyrir okkur. Vill ekki sjá hann frekar en adra ofmetna leikmenn. Gefum Ibe og Suso sjéns í vetur! Og já Lucas var gódur í tessum leik.

  27. Stjáni21#

    Ég er nokkuð sammála þessu. Svona varnartatík með að hafa stórt bil milli miðverðina þýðir að við munum fá á okkur slatta mörkum. Ég er ekki hrífinn af svona spilamennsku og þetta þarf að laga áður enn deildinn byrjar. Við erum ekki fara skora 100 mörk aftur þegar Suarez er farinn því þarf bæta vörnina.

  28. Manquillo ungur og efnilegur, algjört spurningamerki. Hefur lítið spilað, en samt gott að fá spánverja sem bakvörð.. sakna alltaf Arbeloa ! Ef Moreno kemur og Johnson stays, þá erum við í góðum málum með bakverði að mér finnst.

  29. Það væri fínt að fá Balotelli, hann er svo litskrúðugur karakter. Fínt að hafa alltaf einn vitleysing í liðinu.

  30. Það væri fínt að fá Balotelli, hann er svo litskrúðugur karakter. Fínt að hafa alltaf einn vitleysing í liðinu.

  31. Sem sérlegur áhugamaður um Coates þá verð ég að spyrja, þar sem ég sá ekki leikinn í gær, hvernig var kauði að standa sig?

  32. Það sem mér finnst eftir þessa æfingarleiki er sérstaklega hvað við getum verið mjööög bjartsýnir með framtíðina!
    Við erum með rosalega marga leikmenn 21 árs og yngri sem eru strax orðnir góðir og verður mjög spennandi að horfa á í framtíðinni.
    Fæddur 1995: Ibe.
    Fæddir 1994: Can, Markovic, Sterling.
    Fæddir 1993: Flanagan, Ilori, Suso.
    Fæddur 1992: Coutinho

    Og svo stutt á eftir koma koma gömlu karlarnir sem eru fæddir 1990: Henderson, Sakho, Coates og Allen.

    Ég veit ekki til þess að önnur lið séu með svona unga og spennandi gæja sem eru að fara að vera mikið í byrjunarliðinu í vetur.
    Svo eru náttúrlega fullt af öðrum sem eru jafnvel en yngri, en ég hef lítið eða ekkert séð til.

  33. Ekki reyna þetta vélinn, Arsenal endaði nefnilega ofar en utd í fyrra. Van gaaaaal rúnklestin er að leggja af stað, hoppaðu um borð.

  34. Þessi 2 mörk í leiknum eru nú ekki þau auðveldustu sem þrædd hafa verið í netið.

  35. Fínasti leikur, þó gegn eflaust lélegasta milan liði í langan tíma.

    Kannski er það bara ég, en finnst Lambert búinn að vera einstaklega dapur í pre-season. Það þýðir samt ekki að maður hafi ekki trú á kallinum en finnst sumir of bjartsýnir með hans markafjölda næsta season, hann getur það ábyggilega en ég býst ekki við mikið meira en 10 stk. Vonandi hef ég rangt fyrir mér með það, aspas leit nú vel út síðasta pre season og við vitum alveg hvernig það fór.

    Vonandi kemur eitt flott “marquee” signing bráðlega, er ennþá að bíða eftir einhverju massive signing.

  36. talandi um van gaal rúnklestina..þið eruð liklega með ofmetnasta stjóra i deildinni..kaupir 8-10 leikmenn á tímabili og 1-2 enda með að geta eitthvað..seinasta tímabil var one hit wonder og er ekki að fara að gerast aftur

  37. Haha eru mennirnir sem gengu me? veggjum og heyr?ist ekki í á seinasta tímabili farnir a? skrí?a úr holunum, vilji? þi? ekki bí?a allavegana þanga? til a? þi? hafi? efni á því. 7 unda sæti Ploff ploff kapàw

  38. það er það sama og lpool menn hafa gert seinustu 20 ár…1 lélegt season breytir þvi ekki að Man utd er stærsta lið englands

  39. Er það bara ég eða fer gæðum tröllanna hrakandi? Virkir í athugasemdum á Daily Mail búnir að uppgötva Google translate? 🙂

  40. Robbi tíminn er fljótur að líða, talaðu við okkur aftur þegar þið verðið Englandsmeistarar næst. Þú ætlar þó ekki að fara að lifa á fornri frægð?

  41. Sorry ég bara varð. En þessi tröll eru eins fljót að fara og þau koma. Alvöru stuðningsmenn halda með liðunum sínum í blíðu og stríðu. Ekki bara í blíðu. Það er hlutur sem að þið þurfið að fara að læra. Og sást best á seinustu leiktíð að þið kunnið ekki. En góðærið hjá ykkur liðið og það verður spennandi að sjá hvort að þú verður hérna inni Robbi um jólin. Það eru svona 50/50 líkur á því.

  42. við urðum meistarar á þar seinasta tímabili og þetta er nánast sama lið i dag og vann þann titil,, það kallast ekki að lifa á fornri frægð.
    það að þið skulið kalla ykkur stórlið, það kallast að lifa á fornri frægð…þvi lið verða stundum að vinna eitthvað til að geta kallað sig stórlið

  43. Þetta er einhver 12 ára krakki. Byrjaði hér að þykjast vera Liverpool maður og er nú kominn á þetta plan. Hundsiði bara allt sem hann segir, ekki svara neinu og hann mun hætta þessu.

  44. Robbi hvað ætlarðu að gera á þriðjudags og miðvikudagskvöldum í vetur?

  45. er ekki farinn að plana þau enþá…hvað hafið þið gert undanfarin ár á þessum kvöldum ? vonandi náið þið að njóta þess i vetur að vera i CL…ætli að captain sliptastic klúðri þessu ekki fyrir ykkur eins og hann klúðraði deildinni i fyrra

  46. Jææja strákar, er ekki spurning um að leyfa bara Robba greyinu að eiga sig og sýna honum smá skilning? Hann er augljóslega að upplifa það sama og við upplifuðum þegar við misstum af meistaradeildinni í fyrsta skipti í mörg ár, fyrir nokkrum árum. Veit ekkert hvað hann á að gera við tímann sinn, lesandi að ManU séu orðaðir við alla fótbiltamenn í heiminum en enginn vill koma vegna skorts á Meistaradeild. Við vitum allir að þetta getur verið erfitt, sérstaklega ef við bætum ofan á það allar hormómabreytingarnar sem eiga sér stað í líkamanum á þessum aldri.. Velkominn Robbi og vonandi tekst þér að jafna þig á þessu áfalli! Við stöndum með þér <3

  47. við værum bunir að kaupa fullt af leikmönnum ef við værum bara að elta miðlungs leikmenn eins og þið…Man utd er bara það stór klúbbur að við tökum ekki við hvaða leikmönnum sem er

  48. young hefur nu unnið ensku deildina töluvert oftar enn captain sliptastic

  49. Djimi Traore hefur unnið Meistaradeildina oftar en Eric Cantona hahahhahahahah

  50. Strákar, ekki svara því sem er ekki svaravert.
    Höldum þessari síðu málefnalegri, dont feed the trolls!

  51. Mér finnst það merki um greindaskerðingu að fara á aðdáandasíðu annara liða og fara að rífast við stuðningsmenn þess.
    Í vetur kom inná þessa síðu flottur Man utd kall og mæli ég með að þú farir á síðuna hans rauðudjoflarnir.is og spjallir um þitt lið þar, þar eru örugglega fullt af Man utd aðdáendum og spjallið líklega mjög líflegt þar eins og hér(án þess að ég hafi hugmynd um það).
    Síðasta tímabili var skelfilegt hjá Man utd en það vita það allir sem vilja að ríkastafélag heims(eða eitt af þeim) kemst aftur í toppbáráttuna mjög fljótlega. Því að penningar einfaldlega skipta gríðarlega miklu máli í nútímafótbolta.

    Það verður samt gaman að sjá þessi lið mætast í kvöld þótt að úrslitinn hafa ekki mikið að segja fyrir næsta tímabil þá er þetta alltaf spurning um stolt og er þetta fyrsti æfingarleikurinn síðan 1983 á milli þeirra.

  52. Við getum líka verið ánægð með okkur hérna á kop.is.
    Það er EKKERT að gerast á stuðningsmannasíðum annara liða hér á landi. Þess vegna slæðast þessir vesalingar hingað inn.

  53. Nyjan status með leikinn i kvöld i huga og hvernig usa ferðinn hefur gengið, Herrera og Suso birja vist i kvöld,, er Susu nýasta vopnið okkar sem er að springa út,,,, mjög spennandi að sja liðinn i kvøl,,,, mér fynnst Van Gal í viðtölum smá galinn sem getur auðveldlega rokið í báðar áttir og reynslu hefur hann, hann er samt ekki með reynslu fyrir ensku pressunni,,,,,,

  54. Við höfum augljóslega allir verið busy undanfarið og því getur skapast svona sandkassaleikur. Höldum umræðunum á aðeins hærra plani hvort sem um er að ræða stuðningsmenn Liverpool eða annara liða. Það kemur svo færsla með byrjunarliðinu þegar það er komið.

  55. Hvenær skyldu menn klára sumarkaupin?
    Sturridge er viðkvæmur fyrir meiðslum svo ég hefði viljað sjá rakinn 15-20 marka center inn.

    Klára svo vinstri bakk og mótið má byrja.

    Hlakka til leiksins í kvöld sem verður vonandi okkar leikur og svo bara drífa liðið heim á Melwood í fínstillingar.

    YNWA

  56. Manni hlakkar mikið til leiksins a eftir, það væri bara gaman að hefja tímabilið með því að lyfta bikar þótt það se bikar i æfingamóti. Vonandi að okkar menn sýni sinar bestu hliðar i kvöld og ekki væri leiðinlegt að slökkva sma i van gaal rúnklestinni .

  57. Takk síðuhaldarar fyrir þrælgóða síðu(varð að byrja þannig). UPPHITUNIN JÁ UPPHITUNIN!! Er búinn að logga mig inn á 15 mínúta fresti síðan Ólympumótið í skák kláraðist kl:17.30. UPPHITUN TAKK. Takk samt síðuhaldarar fyrir skemmtilega síðu!

  58. Megum tapa þessum leik 10-0 ef við vinnum báða deildarleikina í vetur. Æfinaleikur er bara æfingaleikur.

  59. Mikilvægt að taka titilinn í kvöld. það yrði góð æfing fyrir Bicepinn á Captaininum fyrir komandi átök 😉

  60. Held að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Kop.is drengirnir komi með upphitun fyrir æfingaleik en þeir eru búnir að lofa byrjunarliðinu þegar það kemur sem gefur okkur tækifæri til að ræða um það 🙂

  61. Sælir,

    varðandi fyrirspurnir um upphitun þá höfum við aldrei skrifað upphitanir fyrir æfingaleiki enda erfitt að spá með einhverjum fyrirvara um byrjunarlið og slíkt.

    Ég set þó inn færslu eftir ca. hálftíma, eða um leið og byrjunarliðin eru ljós.

Samkeppnin á næsta tímabili

Liverpool 1 Man Utd 3