Liverpool 2 Man City 2 (3-1 í vító)

Byrjunarliðið er komið fyrir leikinn í kvöld:

Jones

Kelly – Touré – Coates – Enrique

Henderson – Allen – Gerrard – Coutinho

Lambert – Sturridge

Bekkur: Mignolet, Ward, Johnson, Sakho, Robinson, Lucas, Can, Suso, Ibe, Coady, Sterling, Peterson.

Lið City: Caballero – Clichy, Kolarov, Boyata, Nastasic – Navas, Fernando, Zukulini, Milner – Jovetic, Dzeko.

Skrtel, Markovic, Lovren, Flanagan, Agger og Borini allir fjarri góðu gamni. Þetta er talsvert blandað lið og ég býst við að allur bekkurinn komi inná í seinni hálfleik.

Ég uppfæri þessa færslu eftir leik. Þetta verður áhugavert.


Uppfært: Leiknum er lokið með 2-2 jafntefli. Staðan var 0-0 í hálfleik eftir bragðdaufar 45 mínútur en svo lifnaði þetta við í skemmtilegum seinni hálfleik. Jovetic skoraði bæði mörk City en Henderson og Sterling jöfnuðu í tvígang fyrir Liverpool. Bæði lið voru að spila fínan sóknarbolta en mjög veik varnarlega, svo sem við því að búast í æfingaleik.

Varamennirnir komu flestir inná í seinni hálfleik, aðeins Sturridge, Coutinho, Henderson og Kolo Touré léku í 90 mínútur.

Liverpoo, vann svo í vítaspyrnukeppni 3-1 eftir að Simon Mignolet varði tvær spyrnur og sú þriðja hjá City fór yfir. Liverpool er því efst í þessum riðli fyrir lokaumerðina um helgina en liðið leikur á laugardagskvöld gegn AC Milan, félagi sem við könnumst eitthvað aðeins við.

Maður leiksins: Raheem Sterling. Rafmagnaður í seinni hálfleik.

128 Comments

  1. Úff óspennandi uppstilling 🙁

    Maður vildi sjá Markovic, Can, Sterling og svona kalla í kvöld.

    Og svo ef að City settu 7 á Milan þá hræðir þessi vörn mig ansk mikið ;D

  2. andskotinn að Markovic se aftur ekki í hóp, hann spilaði ekki gegn Roma og svo aftur ekki i þessum leik. Hvað er eiginleg málið ? er hann eitthvað tæpur eða ?

    annars er miðjan tígulmiðja með Coutinho fyrir aftan Sturridge og Lambert, lýst vel a það og einnig erum víð með Henderson og Allen tvö svaka vinnudýr a miðri miðjunni og Gerrard mar fyrir aftan. Mer lyst vel a miðjuna og sóknina en ekki jafn vel a miðverðina en hvað um það við vinnum þennan leik 🙂

  3. #9,

    Virkar a.m.k. grunsamlega mjór. Svo undarleg sjón þetta hafnarbolta sanddæmi allt sem er búið að tyrfa yfir. 🙂

  4. Eg vona að menn sleppi heilir af þessum velli. Hann er stórhættulegur og sæmir ekki þessum liðum að spila á honum.

  5. Afhverju í ósköpunum er félagið með Liverpool stöð og getur svo ekki drullast til að sýna æfingarleiki? MUTV og ChelseaTV gera það þó.

  6. Oft á tíðum var ég búinn að gleyma Coates, hann virðist vera bara andskoti seigur þessa æfingaleiki, eins og þessar fyrstu 20 mín í leiknum sem er núna.

  7. sammala mönnum með þennan völl hann er virkilega ógeðslegur.

    ja coates er að gera agætlega, hann a samt pottþett enga framtið hja okkur en þo fint að hann se að spila, við ættum þa að geta selt hann og fengið sma cash fyrir hann.

    Er ekki að fatta af hverju Brad Jones byrjar alla leiki, er bara buið að ákveða það að Reina verði losaður út með öllum mögulegum ráðum eða ? skrytið að Reina fai ekki einu sinni einn halfleik i þessum æfingaleikjum 🙁

  8. Liðið er búið að vera alveg gelt sóknarlega allt undirbúningstímabilið, vonandi er þetta ekki það sem koma skal.

  9. Ef þetta er það sem koma skal strákar þá er ekkert nema tómur hafragrautur í matinn næsta vetur. Þessi X faktor sem liðið bjó yfir virðist vera horfinn! Vonandi er þetta bara svartsýnisrugl í mér og e.t.v. höfðu háværu fyllibyturnar á barnum áhrif á upplifun mína á leiknum.

  10. Ekki nóg með að Jame Bond er þarna, Austen Powres er með honum auk Guðs, þar er magnað þríeki a ferð.

  11. Það hlýtur að vera skipt um nokkra í leikhléi. Coates kemur verulega á óvart, Enrique sprækur en líkist Glenn Johnsons í því að koma boltanum ekki fyrir. Ricky Lambert ekki sá fljótasti en leikskilningur og staðsetningar í fínu lagi. Sturridge …..hmmm…. rangar ákvarðanir og ekki sterkur maður á mann…… öðruvísi mér áður brá. Kolo…. eh…. var ekki samið við hann bara til eins árs!!!

  12. Bara ef við ættum leikmenn eins og Aspas og Jovanovic, myndum vinna alla æfingaleikina.

    Er annars ekki að horfa, hvernig í ósköpunum hélt þessi vörn hreinu gegn City í fyrri hálfleik.

  13. Cmon drengir! Við erum að spila á algjörum b velli og það aðeins 5. leikinn (að ég held) á þessum undirbúningstímabili. Þar af eru okkar helstu leikmenn að spila kannski sinn 2 eða þriðja leik. Slakið bara 🙂

    En ég verð að segja að ég er alveg mjög hræddur um meiðsli! Þessi völlur er hreint út sagt algjört sorp og sé ég einhvern misstíga sig og meiðast! Vonandi komast með heilir frá þessu. Sama þótt við töpum 5-0!

  14. Höfum enn ekki fengið mark á okkur með Coates í hjarta varnarinnar.

  15. Vá hvað Joe Allen er sorglegur. Vildi frekar hafa Woody Allen þarna inná. ….

  16. Virkum mjög þungir fram á við Lambert og Sturridge þurfa svo sannarlega að girða sig í brók og stíga upp og það strax

  17. Flott hjá Robinson og Sturridge þarna, aaaaðeins of föst sending hjá Sturridge samt.

  18. Danilicios nr 20

    ja Lovren og Markovic hljota að vera a förum bara 🙂

  19. Það vantaði greinilega mark í þennan “gleðskap”. Nú smá líf í þessu.

  20. Pool búnir að vera manni færri allt þar til Allen var skipt fyrir Can…

    Useless piece of sheit sem Allen er…

  21. Sterling er að stinga menn af og fífla að vild. Hrikalega spennandi þessi strákur! Held að hann eigi enn eftir að bæta sig á komandi tímabili.

  22. sterling að jafna 2-2 . okkar menn bunir að fa nokkur færi i seinni halfleik en Joe Hart buin að vera ansi öflugur hja city.

    koma svo núna og klára þetta 🙂

  23. Raheem Sterling er topp 2-3 mest spennandi undir 20 leikmaður heims í dag. Það er ekki flóknara.

  24. Hvernig væri að henda bandinu á Hendo næst þegar Stevie G fer útaf? Fyrirliði U21 hjá Englandi og mjög gott efni í næsta fyrirliða LFC.

  25. Sterling maður leiksins! Þvílíkur fótboltamaður sem þessi strákur er. Emre Can einnig hrikalega solid á miðjunni..Og svo Coutinho.. Bjartir tímar framundan 🙂

  26. verð að vera sammála mönnum með það að ef Henderson heldur svona áfram þá er það skrifað í skýin

  27. Og já Hendo, Sterling, Sakho og Can líta hrikalega vel út. Get ekki beðið eftir að sjá Lovren + Sakho, Hendo + Can og Lazar + Cout + Sterling í Prem í vetur.

  28. Verður að segjast að Liverpool var annað lið eftir að Gerrard fór útaf… CAN og Hendói á miðjunni voru rosalegir

  29. boltin endurkastaðist af Gerrard í markinu já big deal og Skrtl gefur jafn mörg sjálfsmörk og hann skorar ..samt elskar maður skrtl shit happens en hann var alls ekki búinn að vera slæmur að mínu mati. Kafteinninn á meira skilið en að menn missi sig yfir þessu.

  30. D Studge er alveg ónýt vítaskytta…

    En ekki á hverjum degi sem Yaya klikkar á víti… gaman að þessu 🙂

  31. yess Lucas tryggir okkur sigurinn

    alltaf meira gaman að vinna.

    skildi það verða Liverpool – man utd i úrslitaleik ?

  32. Eg er rumlega 40 ara og eg man ekki eftir thvi ad hafa sed Liverpool tapa vitaspyrnukeppni.

    Helt ad pellegrino myndi deyja ur elli tharna i restina.

    YNWA!!

  33. vera grautfúll yfir því að ná aðeins jafntefli á móti Man CIty. Er það ekki bara ágætt? Aragrúi dauðafæra var fáranlega mikill á lokamínútunum hjá okkar mönnnum. Annars flottur leikur. Miklu skemmtilegra að sjá Liverpool núna en í undanförnum leikjum. Núna man ég afhverju það var svo gaman síðasta vetur. það var svo frábært að fylgjast með Liverpool spila.

    Ég er farinn að hafa trú á þessu liði og finnst aðeins vanta herslumuninn á að liverpooljarðýtann komist á fullt skrið. Ekki gleyma því að við höfum ekki enn stillt okkar besta liði. Þetta eru enn tilfærslur.

    Eina sem ég skil ekki er þetta með Brad Jones. Verandi með tvo góða markmenn á bekknum sem eru ekki í neinu leikformi og að nota ekki æfingaleikina til að pumpa þá upp er eitthvað sem ég skil ekki.

  34. Hlaupin inn í teig hjá Hendo voru frábær, vil sjá meira svona frá honum

  35. Síðasta korterið sýndi að krafturinn í sókninni fór ekki allur til spánar,,,,, þeir ætluðu að klára leikinn og skoruðu löglegt mark,,,,,, þessi þjálfari okkar er Suarez þjálfaranna það er snilldinn í gleðinni sem rúllar í kringum klúbbinn okkar og honum verðum við að halda um ókominn ár,,,,, liðið okkar spilaði frábærann fótbolta síðasta korterið besta sem ég hef séð í sumar ,,,,

  36. Flottur SIGUR 🙂
    Út með jafntefli og vítaspyrnu til að tryggja 3ja stigið.
    Hæt að rökræða það fram og til baka!!!
    Eru að fara að gera frábæra hluti næstu árin, hef fulla trú að við munum vinna titil á næsta ári.

  37. Suarez farinn en það er annar sem er ekki síðri að klára færi og það er Sterling, margfalt betri en nokkur annar í núverandi liði….. færa hann á toppinn og byggja í kring um hann. Sturridge er ekki að heilla mig, mistækur og missir mikið boltann og reynir of mikið sjálfur en hefur ekki getuna í það.

  38. #81,

    Ég held að Sterling verði okkar besti maður á komandi tímabili. Ég vil meina að hann hafi verið okkar besti leikmaður síðustu 2+ mánuði síðasta tímabils, betri en Suárez. Þessi strákur getur orðið skuggalega góður. Myndi ekki selja hann fyrir 40M pund núna; myndi ekki einu sinni íhuga það.

    Með Sterling og Coutinho heila næsta tímabil og áfram vaxandi eins og undanfarið, þurfum við ekkert “marquee signing”. Þetta er kannski stórt ef, en líka mjög spennandi ef.

  39. #83,

    Reyndar er slátturinn ekki samsíða endalínunum. Sjáðu vítateiginn til samanburðar. Þetta er a.m.k. ekki neitt conclusive. 🙂

  40. Þumal upp sem voru búnir að afskrifa Sterling fyrir ári síðan, ég er sekur. Vil ekki setja of mikla pressu á guttann en ég sé hann alveg fyrir mér setja 15 mörk plús í vetur.

  41. Eftirfarandi texti er í frétt um leikinn á fotbolti.net: Staðan var 0-0 í hálfleik eftir bragðdaufar 45 mínútur en svo lifnaði þetta við í skemmtilegum seinni hálfleik. Stevan Jovetic skoraði bæði mörk City en Jordan Henderson og Raheem Sterling jöfnuðu í tvígang fyrir Liverpool.

    Bæði lið voru að spila fínan sóknarbolta en mjög veik varnarlega, svo sem við því að búast í æfingaleik.

    Liverpool vann svo í vítaspyrnukeppni 3-1 eftir að Simon Mignolet varði tvær spyrnur og sú þriðja hjá City fór yfir. Liverpool er því efst í þessum riðli fyrir lokaumerðina um helgina en liðið leikur á laugardagskvöld gegn AC Milan.

    Er þetta ekki bara copy/paste af síðunni hér? Þeir eru meiri segja með sömu innsláttarvilluna, það er, í orðinu “lokaumerðina”.

    • Það er Elvar Geir félagi minn sem skrifar fréttina á .Net og hann vísar á Kop.is sem heimild sem þýðir að þetta er í góðu lagi. Hann hefði samt alveg mátt laga innsláttarvilluna mína. 😉

  42. Ekki sammála að Sterling hafi verið rangstæður. Sá einhvernstaðar að Liv sé með 5 stig eftir 2 unna leiki, er gefið eitthvað öðruvísi ef farið er í vídó, kannski jafntefli 1 stig og unnið vídó 1 stig, veit einhver.?

  43. Sá aðeins fyrri hálfleik. Maður fyrri hálfleiksins að mínu mati var Coates og slakastur var Enrique – kannski eðlilegt að það taki nokkra leiki fyrir Jose að koma sér í stand.

  44. Enrique og Allen verða í miðasölunni í vetur. Fáránlega slappir í þessum leik. Can allan daginn í byrjunarliðið í vetur.

  45. Mér fannst flestir slappir í fyrri hálfleik, kannski vegna þess að leikurinn sjálfur var slappur. Fannst þó Coates fínn í fyrr en svo aftur slakur í seinni.
    Sakho kom gríðarlega sterkur inn í seinni og sýndi það sama og ég sá frá honum á HM, mjög aggresífur og ég hef mikla trú á honum næstu árin hjá okkur.
    Þá var gaman að sjá Can kjöta Richards tvisvar í leiknum og Micah næstum væla undan honum í seinna skiptið. Can var heldur ekkert hræddur við að hjóla í Yaya, pungur í þeim dreng og lofar góðu.
    Jack Robbinson kom mér líka á óvart, var reyndar tekinn illa af Jesús í eitt skiptið en þessi drengur…það er eitthvað við hann sem ég sé fyrir mér að hann eigi eftir að nýtast okkur, hefur horft á Flanno síðasta vetur og tekið eitthvað úr hans leik og tileinkað sér.
    Sterling og Hendo voru svo frábærir, Coutinho var svo fínn alltaf að reyna að búa eitthvað til gekk ekki alltaf og átti að skora eitt en þessi drengur á eftir að verða frábær.

  46. Alltaf auðveldara að gagnrýna 🙂
    Kannski að bera í bakkafullan lækinn en Glen kallinn var enn einu sinni alveg úti að aka.
    Það tók steininn úr þegar hann þrumaði ópressaður beint í Lucas af 5 metra færi sem skapaði hættu á töpuðum bolta á slæmum stað.

    Allen var líka alveg týndur.

    En hef engar áhyggjur af honum, hann er vel bakkaður upp núna með Can flottan inn.

    En bakvarðamálin eru að verða æpandi. Efast um að við náum þessum bakvörðum okkar upp í nógu góð gæði fyrir tímabilið. En þá þarf líka að kaupa eitthvað sem er bulletproof, rocksolid.

    Það er strax skárra ef við fáum byrjunarliðsmann vinstra megin, ég treysti Flannó hægra megin algerlega.

    Annars voru margir fínir í dag á þessum tímapunkti og gott skref í átt að alvörunni.

    YNWA

  47. Já, ég sé það núna Kristján Atli, að þeir vísa í heimild. Svona er maður nú orðinn leiðilegur eftir að maður kláraði háskólanám. Ég gæti svosem farið að fetta fingur út í beina tilvitnun og svoleiðis en ég læt það eiga sig 😉

  48. sælinú

    Sá aðeins fyrstu 35min og það var í raun lítið sem gerðist þar, poolarar voru full aftarlega fyrir minn smekki og misstu boltann nokkuð auðveldlega og fljótt í sínum sóknum.

    Mér finnst að í síðustu leikjum hafi ég séð aðeins meira frá honum Kelly kallinum og svona eins og hann sé aðeins að spilast í gang….eg man fyrir meiðslin að þá var ég mjög hrifinn af þessum strák í bakvarðarstöðunni. Hann var enginn world class en klárlega leikmaður sem hægt var að nota. Ætli BR sé að hugsa um að nota hann af einhverju viti?

    Ánægjulegt að heyra jákvæðar raddir með Can, ég hef bara séð einn hálfleik frá honum og fannst hann flottur. Miðað við lýsingar hér að framan þá er ég mjög spenntur að sjá meira.

  49. Mér fannst Kelly mjög slakur í gær, mér finnst alltaf jafn leiðinlegt og sorglegt þegar uppaldir strákar koma inn í aðalliðið og “meika” það ekki. Ég myndi vilja hafa sem flesta uppalda menn í liðinu sem eru með hjartað á réttum stað og blæða LFC rauðu.

  50. Robinson olli mer vonbrigðum, fannst hann eiga 1sta markið skuldlaust…allt of seinn i manninn. En frabaert ad vinna city!,, gott fyrit sjalfstraustið

  51. jæja er ekkert að fretta i dag af leikmannamalum annað en það að Rodgers segist ekki hættur að versla ?

    lítið að fretta af framherjamalum, sa einhversstaðar að Rodgers ætlar að berjast við Tottenham um Jay Rodriguez og eg se ekkert um Bony af viti.

    Jú einhverstaðar sa eg að okkar menn seu enn að reyna við Moreno sem væri mjog gott mál.

    Hvað segið þið hinir hafiði rekist a eitthvað almennilegt sluður i dag ?

  52. Sma þráðran herna sorrý

    en eg var að keyra í Hafnarfirði áðan og sá bíl með þvílíkt flottum YOULL NEVER WALK ALONE límmiða STÓRUM í afturrúðunni, hvar er hægt að fa svona ? er þetta keypt í Liverpool búðinni eða getur maður latið gera svona einhversstaðar fyrir sig a Íslandi ? endilega látið mig vita ef einhver veit eitthvað þvi mig dauðlangar i svona 🙂

  53. Halldór takktakk..

    ert það semsagt þú sem ert með þennan límmiða i rauðri mözdu ?

    þetta er skuggalega flott, allir púllarar ættu að fa ser svona i bílana sína og vera vel sjáanlegir herna a klakanum ..

  54. Hef ekki trú á því að Enrique sé á förum. Þessi staða var vandamál síðast og nú er kannski verið að landa einum í þessa stöðu og þá er gott að hafa tvo menn . þessi leikir eru lítt marktækir og eru liðin að peppa sig upp og hafa gaman að og að sjálfsögðu að sleppa við meiðsl.

  55. Er ég eini hérna inni sem lýst illa á orðróminn um Lavezzi? Mér finnst þessi leikmaður núll spennandi, vill frekar sleppa því að kaupa framherja en þennan leikmann.

    Þetta er tölfræði hans síðan hann kom til PSG sem er lang besta liðið í Frönsku deildinni og ég held að við getum öll verið sammála um að franska deildin sé töluvert slakari en sú enska.

    2013-2014 – 9 mörk og 4 stoðsendingar í 32 leikjum.
    2012-2013 – 3 mörk og 7 stoðsendingar í 28 leikjum.

  56. Já mikið vorum við heppnir að Hendo fór ekki þegar átti að selja hann.

  57. Nú stendur í slúðurmiðlum dagsins að Manu sé að fara að kaupa Hummels á 20 millur.
    Ég spyr , hvar get ég kvartað ? ég meina.. við borgum 20 millur fyrir lovren og ef þeir fá Hummels á sama verði.. það finnst mér svik og prettir !

  58. Samkvæmt slúðurmiðlum dagsins þá hefur Arsenal fest kaup á þeim Reus og Mats Adidass á 5 kall og kassa af kók. Hvar get ég kvartað, svik og prettir.

  59. #113 finnst þér líklegt að Man Utd fái Hummels á 20 milljónir punda?

  60. Jæja kæru félagar.

    Þá er sumarfríið búið og ég endaði það með því að kaupa ferð á Anfield,það hefur nú ekki verið hægt að hætta að hugsa um Liverpool. Það gerist víst ekki nema þegar heilinn er hættur störfum, ég ferðaðist víða um Evrópu í fríinu og alls staðar rakst maður á

  61. …..tölvan mín hefur sjálfstæðan vilja og fannst þetta nóg…en ég ætlaði að segja að alls staðar rakst maður á ættingja sína þ.e.a.s Liverpoolstuðningsmenn og það var gaman að sjá litla Ítalska krakka í Liverpoolbúning.

    Mér líst vel á liðið og að sjálfsögðu spái ég þeim efsta sæti í öllum keppnum og að þeir haldi áfram að spila af gleði og hamingju og njóti þess að spila fyrir okkar ástkæra félag. Allir sem koma til liðsins koma af því þeir vilja það og þá vita þeir að þeir ganga ekki einir og þeir finna það fljótlega.

    Suaréz ….hans verður sárt saknað en það kemur alltaf maður í manns stað og við eigum einn sem bíður spenntur eftir að fara í skotskóna hans Sturridge máta skotskóna og aðlagar að sínum fótum. Veturinn verður spennandi og ég á ekki von á að þetta verið eitthvað öðruvísi en önnur tímabil þar sem maður er hálf geðveikur allt tímabilið annaðhvort af gleði eða af sorg.

    En mikið er nú gott að þetta er að byrja, prjónaskapurinn var orðin hálf leiðinlegur og mesta spennan var ef maður missti niður lykkju nei má ég þá biðja um ensku deildina með öllum sínum klikkuðu þjálfurum,dómurum,leikmönnum og stuðningsmönnum.

    Þangað til næst

    YNWA

  62. Mér finnst oft á köflum á þessu undirbúningstímabili að við séum að spila, og halda boltanum einstaklega vel. Við erum að spila Meira sem lið, og liðsheild og erum virkilega að henda okkur í þetta fyrir hvorn annan.

    Suarez var vissulega stórkostlegur leikmaður, en ég held að brottfar hans muni hjálpa okkur að bæta okkur sem lið. Okkur vantar enþá 1-2 Leikmenn, en ég held að þetta gæti orðið flott tímabil fyrir okkur.

  63. Nei nú detta allar dauðar lýs úr hári mínu, kommenti mínu var dílítað

    áfram Liverpool!

  64. Ég held að Gerrard gæti orðið smá vandamál í vetur, ef við fáum bakverði þá verður hann okkar veikasti hlekkur, jújú hann var fínn í fyrra en mjög misjafn og gerði mikið af mistökum, en nú er hann árinu endri og fekk stutt sumarfrí… ég er dálítið smeikum því það verður erfitt að setja hann á bekkin, en mig grunar að okkar sterkasta miðja verði Can-Henderson og Coutinhio (hvernig sem nafnið er skrifað) ef hann spilar með 3 á miðjunni, annars kemur Lallana inn líka í tígulmiðju,

  65. Ég er sammála Vélinni. Vonandi treður Gerrard upp í okkur með stæl.

  66. eftir að ég horfði á Sterling vs Chity (sjá hér í 124) … þá rauk bjartsýniskvarðinn upp úr öllu valdi, þetta er okkar næsti Suarez – drengurinn á eftir að brillera á næsta tímabili.

  67. #122, #125 og fleiri,

    Sko, ég dreg enga dul á það að mér finnst Luis Suárez vera hæfileikaríkasti leikmaður sem skartað hefur rauðu treyjunni frá upphafi. Var óviðjafnanlegur síðasta tímabil.

    En! síðasta tímabil var hann frekar að berja í brestina fyrir skort á breidd en gæðum. Þúst, Brad Jones kom inn á gegn Chelsea í desember. Nú er staðan allt, allt önnur, en LS skilur óneitanlega eftir sig stórt skarð í sköpun og markaskorun.

    Hvað viðvíkur sköpun held ég að Raheem Sterling sé fullfær um að lagfæra stóran hluta. Markaskorun? Tjah, líklega væri betur mönnuð og samstillt vörn, eins undarlega og það hljómar, mikilvægasti hlekkurinn þar. Það á nú ekki að þurfa að skora 100+ mörk til að enda í topp 3-4. 🙂

    Ef við fáum þessa tvo bakverði sem um er rætt, erum við með góða breidd ALLS STAÐAR á vellinum nema mögulega allra fremst. En er samt ekki allt útlit fyrir að Sterling gæti verið fínasti backup striker? Sjáið t.d. þetta lið: http://imgur.com/gN9OZ5w – meðalaldurinn er 22 ár! 22 ár! Rosalegt lið.

    Varðandi framtíð Gerrards, held ég að hækkandi aldur hans verði æ minna áhyggjuefni. Hver veit nema að hann verði super sub framar á vellinum? Eða spili 60-70 mínútur í holding á fullu gasi, vitandi að á bekknum sé góð skipting í boði. Lykilatriði er breiddin. Liðið var svo næfurþunnt í fyrra að meiðsli 1-2 leikmanna gjörbreyttu öllu.

    Ég er ágætlega bjartsýnn. Við erum komnir með heila herdeild af góðum, ungum og duglegum mönnum auk þess sem margir þeirra nýju myndu deyja fyrir Liverpool. Brendan Rodgers veit alveg hvað hann er að gera.

  68. Sælir,

    mikið djöfull er hann Sterling góður. Dómarar og leikmenn annara liða á Englandi hrekja hann til Spánar eftir mesta lagi 2 ár. Hann verður tæklaður, sparkaður og straujaður í allan vetur og varnarmenn eiga eftir að komast upp með allt of mikið gagnvart honum.

Styrking?

Samkeppnin á næsta tímabili