Origi kominn og farinn (staðfest)

Liverpool hafa staðfest að liðið hefur keypt hinn unga Belga Divock Origi. BBC telja að kaupverðið sé 10 milljónir punda. Origi mun spila fyrir Lille þetta tímabil, en koma svo til Liverpool.

9892__2824__origi1000d_513X307

Brendan Rodgers segir um Origi, sem að sló út Lukaku og Benteke í belgíska landsliðinu á HM í sumar:

“For me, he can be one of the most exciting talents in world football. I genuinely believe that.

“You see a lot of good players, but this kid – for 19 years of age – he burst onto the scene at the World Cup, but we’d tracked him before that, we’d seen him as a young player playing in the youth internationals. He has everything to be world class.

“He’s super fast, has a wonderful touch, he’s a good size and is aggressive. What I like, and what I have in other players, is that humility to work hard.

“I’ve seen enough of him over the course of the last couple of seasons to think this is a kid who, coming into the right environment, can genuinely be world class.

Þetta eru engin smá meðmæli með Origi. Ég hefði auðvitað viljað fá hann strax til Liverpool, en hjá Lille mun hann auðvitað fá fleiri tækifæri og við erum ekki að kaupa 19 ára gamlan strák bara með næsta tímabil í huga.

Þetta er allavegana gríðarlega spennandi leikmaður og það er alveg ljóst að við erum með frábæra og unga framlínu næstu árin í Origi (19), Sterling (19), Ibe (18), Markovic (20), Coutinho (22) og gamlinginn Sturridge (24).

45 Comments

 1. Það gerir mig sáttari með lánið að Lille mun spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili og þar getur hann fengið reynslu sem hann fær ekki ef við lánum hann innan Englands

 2. æji eg veit það ekki, það litla sem eg sa af honum a HM þa fannst mer afskaplega fátt heillandi við þennan dreng.

  vonandi hef eg rangt fyrir mer og að þessi drengur verði stórstjarna a næstu árum.

 3. Hann þurfti reyndar ekki að hafa mikið fyrir því að slá Benteke út úr byrjunarliði Belga þar sem hann var meiddur og fór ekki á HM af þeim sökum. En hvað um það, ég sá hann aðeins á HM og hann virkaði sem góður leikmaður á mig og aðeins 19 ára.

  Nú er bara spurning hvað við gerum fyrir þetta tímabil fyrst að Remy kom ekki. BR hlýtur að vera með plan þar og bæta við einum striker /vængmanni í liðið, eða hóp.

 4. Frabær tidindi. Thessi gutti var eitt af thvi fåa sem heilladi mig vid thessa HM-keppni.

  Eru menn ekki ad åtta sig å thvi ad hann er bara 19 åra gamall?

  BR veit hvad hann syngur hvad vardar hæfileikarika leikmenn og eg hlakka mikid til ad fa hann yfir til okkar, vonandi a næsta åri.

 5. Til hvers að kaupa leikmann sem svo verður ekkert notaður fyrr en á næstu leiktíð það er furðulegt , og til hvers að kaupa bara menn frá southampton er það eina fótboltafélagið sem er með einhverja 2 flokks leikmenn á uppsprengdu verði sem svo byrja á því að meiðast. Sorry ég bara er ekki að fatt svona business.

 6. Númer 1 strákurinn er 19 ára byrjunarlandsliðsmaður í einu af 10 bestu landsliðum heims.
  Númer 2 hann kostar aðeins 10 m punda
  Númer 3 þetta er lítil áhætta fyrir liverpool

  Ég held að þetta voru Snilldar kaup á ungum og efnilegum leikmanni sem á bara eftir að verða betri. frábært að lána hann í eitt ár til liðs sem er að spila í sterkri deild og er í meistaradeild. Vel gert liverpool og fer 24 ára Sturiddge að virka sem gamal kall í þessu liði okkar.

 7. Barce, Napoli, LFC og Lille, þetta er að fara að vera CL-riðillinn okkar er það ekki?

 8. #6,

  Hann hefði verið dýrari án þessarar klausu um árslán í upphafi, það segir sig sjálft. Svo segir mér hugur að í því tilviki værirðu hér að kvabba yfir verðinu. 😛

  Þetta argúment þitt mætti nota gegn lánum á leikmönnum yfir höfuð (ekki bara nýkeyptum). Þó þjóna lán oft mjög góðum og gagnlegum tilgangi. Auðvitað hefði maðurinn ekki mikið fengið að spreyta sig hjá LFC á komandi tímabili. Gæti jafnvel verið lánaður aftur að ári. Allt gott um það að segja, ef aðstæður eru þannig.

 9. Þetta vonandi góð kaup. Ég sá leiki með honum á HM og hann sást ekkert svakalega mikið í þeim fyrir utan þegar hann skoraði þetta mark þarna. Hann var reyndar mjög sprækur á móti Rússum. Mjög vinnusamur og hættulegur fyrir framan markið, dálítið eins og Danny Welbeck.

  Ein spurning að lokum. Verður Liverpool ekki í 4. styrkleikaflokki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar? Þar sem við höfum ekki verið neitt í Meistaradeildinni undanfarið.

 10. Það hlýtur bara að vera stórt nafn á striker (má vera Lukaku) á leiðinni. Það væri annars galið að lána manninn í 1 ár því ætlar Liverpool að fara í gegnum seasonið með Sturridge, Lambert og Borini???? Come on!!!!!! Borini og Lambert mega í besta falli vera 3. og 4. senter. Annars jákvætt að fá manninn en mér finnst stórundarlegt að lána mann strax sem er kominn í belgíska landsliðið…

 11. Robbi, nr. 6 að ofan skrifar: “Til hvers að kaupa leikmann sem svo verður ekkert notaður fyrr en á næstu leiktíð það er furðulegt”. Heldur þú að það verði heimsendir að lokinni komandi leiktíð, og hún verði sú síðasta?

 12. fyrst að okkar menn hafa svona mikin ahuga a að kaupa unga og efnilega leikmenn þa mæli eg með því að þeir kaupi þennan norska 15 ára gæja sem er að gera það helviti gott i norsku úrvalsdeildinni.. Það eru svakalegir hæfileikar i þeim dreng synist manni a þessi 6 mínútna youtube myndbandi 🙂

 13. Rakst á þetta vídjó á Liverpoolecho.co.uk sem er tekið af LFC TV þar sem Jordon Ibe og Daniel Sturridge keppa í rapp/spurningakeppni… mæli með því að menn horfi á þetta vídjó.

  Þá rakst ég einnig á frétt á echo um að bara sé eftir að rífa tvö hús við Lothair Road sem er gatan við hliðina á Main Stand á Anfield.. og menn vona að stúkan verði tilbúin fyrir tímabilið 2016-2017.

  Og með kaupum á Divock er framtíðin bara björt hjá okkar liði… þó að næsta tímabil verði ekki eins gott og síðasta þá getum við bara horft björtum augum til framtíðar

 14. Þau kaup sem ég er einna sáttastur við í sumar. Ég held að þessi drengur geti orðið top class. Hefði viljað sjá hann í Liverpool treyjunni í vetur en þetta er góður díll.

 15. Skil hvorki upp né niður í þessum díl. Að eyða 10m punda í leikmann til að lána hann aftur er tóm tjara. Sér í lagi þegar aðrar stöður öskra á bætingu. Gott og vel ef þær stöður verða bættar almennilega en annars ekki.

 16. Sæl og blessuð.

  Skjótt skipast veður. Remy horfinn á braut eftir læknisskoðun. Hverjar eru líkur á að mjóhundar þessir sem þeytast eftir grænum grundum vallanna standist ekki skoðun? Út á hvað gengur annars þessi skoðun? – er þetta eins og þegar maður skreppur með bíl í ástandstékk áður en ákvörðun er tekin að setja fram tilboð? En þetta eru engir hálfrar milljón króna skrjóðar. Þetta eru milljarðadrengir sem brosa framan í lífið í blóma þess. Hvað ættu þeir svo sem að þurfa að óttast er þeir þeytast eftir færibandinu í kappi við klukkuna, víraðir í bak og fyrir? hvaða áhyggjur hafa þeir af blóðþrýstingi og fituprósentu?

  Stenst ekki skoðun? Ég er hlessa. Jæja, enginn Remý upp á vegg hjá mér.

  En Órígí þessi varpar ljósi á sálarlíf okkar áhangenda. Við erum óþreyjufullur lýður. Okkur þykir hvert árið sem líður án titils alllangt og fulllangt og skiljum vart að bíða þurfi í heilt síson áður en við fáum að njóta afraksturs þjálfunar þeirra og gena. Ég er ekki betri en næsti maður hvað þetta varðar og hefði viljað sá hann eins og deisjavú af honum Sterling okkar. Æskuþróttur og botnlaus gredda, en hann verður víst enn á góðum stað er hann mætir þá til leiks í ágúst 2015.

  Hvernig verðum við stemmd þá?

  Spennandi allt saman en, talandi um aldur þá er ég farinn að hljóma eins og gamlinginn Kató: Loks legg ég til að Jónssyni verði komið á einhvern annan stað. Það kemur ekkert út úr þessu sparki hans og hlaupi. Hann er eins og illa gerður hlutur, þéttari á velli með hverju árinu og ráðleysið skín út úr svipnum.

  Er þetta grín? Ég segi eins og Gnarrinn í denn – Tjah ekki er þetta falin myndavél!

 17. * Belgía er númer 5 á Fifa listanum.
  * Belgía datt út í átta liða úrslitum á HM með einu marki á móti Argentínu, liðið sem fór í úrstlitaleikinn og tapaði.
  * Origi er í byrjunarliðið hjá einu af bestu landsliðum í heimi.
  * Gæinn er 19 ára!

  Spurning: Hvað ætli þessi leikmaður hefði kostað ef hann væri enskur?

  Hugsunin við að þessi leikmaður sé að koma og spila með Liverpool 2015 er frábær!

  Flott Kaup!

 18. Ég skil ekki alveg afhverju menn eru fúlir yfir því að gæinn sé lánaður til baka. Vildu menn sjá hann í hóp strax á þessu tímabili eða vildu menn 30m framherja í staðinn.

  Ég skil bara ósköp vel að strákurinn sé lánaður til baka. Hann er 19 ára og á fast byrjunarliðssæti í liði sem er í meistaradeild. Leyfum stráknum sem myndi sitja á bekknum hjá okkur hvort eð er að spila fótbolta á hæsta leveli og fá reynslu.

  Hann kemur svo til liðsins 20 ára og með reynslu úr meistaradeild. Er hægt að finna betri skóla? Vilja menn í alvöru að gæinn sitji á bekknum og fái bikarleiki og kannski 15-20 mín í það besta í deildarleikjum. Rodgers er góður þjálfari en ekkert kemst nálægt leikreynslu þegar kemur að því að þroskast og bæta sig sem leikmaður.

 19. Ok, ok, ok. Eru menn ennþá í alvöru að efast um að BR viti hvað hann er að gera? Jesús hvað ég verð pirraður á þessum football managers, playstation besservissurum. Chill the fu** out!

  Gæinn er 19 ára! 19 ára og á ósköp eðlilegu markaðsvirði. Sumir öskra á stórkaup helst Zlatan, Messi, Reus eða álíka vegna þess að Liverpool er dauðadæmt annars. En svo þegar ungur efnilegur leikmaður er lánaður til baka þá brjálast menn yfir því að hann sé ekki að detta í byrjunarliðið! Menn þurfa ekkert að hafa sömu skoðanir hér en lágmarkskrafa er að menn séu samkvæmir sjálfum sér.

  YNWA.

 20. P.S. þegar ég horfði á þetta myndband af litla brassanum okkar

  http://www.youtube.com/watch?v=AttWbScNuV0

  þá sá ég að við hefðum átt að skora ca. 120 mörk. Ef hann heldur þessu áfram og fær að spila sína uppáhálds stöðu þá verður markaskorun ekki vandamál.

 21. Nokkuð góður punktur #26. Coutinho hefði með réttu átt að enda síðasta tímabil með svona 15 stoðsendingar – og ekki honum að kenna að svo hafi ekki farið. 🙂

 22. Eins og #9 segir þá hefði hann pottþétt kostað meira ef hann hefði ekki farið á láni í ár. Einnig sá ég á Twitter(Veit ekki áreiðanlegt) að Lille vildi ekki selja án þess að fá hann aftur á láni.

 23. Coutinho er rugl goður. Mætti nu alveg kaupa fleiri Brassa…Hulk anyone?

 24. Hulk, er þér alvara? Vel útbrunninn leikmaður og er að spila á fáranlegum launum í Rússlandi.

 25. Ég er hreinlega ekki alveg að skilja suma hérna í kommentunum. Við vorum að kaupa strák sem er 19 ára gamall, er í landsliði Belga, sem er btw. númer 5 á styrkleikalista í heiminum. Hann spilaði vel á HM, það vel að Lukaku sem margir hafa slefað yfir, missti sæti sitt í liðinu. Samkvæmt (besta LFC heimildin þarna úti) James Pearce, þá borgar LFC 6 milljónir punda fyrir hann og getur þetta endað nálægt 10 milljónum punda með “add ons”.

  Liverpool náði þessum díl vegna þess að þeir sömdu við Lille fyrir HM og eini möguleikinn á að ná þessum kaupum var að lána hann til þeirra fyrsta árið. Eftir HM þá komu Spurs og A.Madrid og vildu kaupa kauða, en það var ekki lengur í boði. Rodgers er jafnframt búinn að staðfesta það að þeir voru búnir að fylgjast mikið og lengi með honum og kom það þeim ekkert á óvart þegar hann poppaði upp á HM og varð þekktur á nó tæm.

  Ég spyr því, hvað er neikvætt við þessi kaup? Halda menn virkilega að leikmenn séu fyrst og fremst keyptir til eins árs? Auðvitað þarf að kaupa fyrir núið og það hefur svo sannarlega verið gert í sumar, en það er líka afar jákvætt að horfa til framtíðar líka. Ferlega sáttur við kaupin á þessum gutta.

 26. Höfum keypt fyrir Transfers in (€115.5M) Eins gott að það verði árangur eftir því.Annars væri það ömurlegt.
  D. Origi (€ 12M)
  D. Lovren (€ 30M)
  L. Markovi? (€ 25M)
  E. Can (€ 12M)
  R. Lambert (€ 5.5M)
  A. Lallana (€ 31M) Tók þétta hjá soccerway.com

 27. Ég er búin að vera ansi efins um komandi tímabil og kaupin í sumar. En eftir að hafa horft á þetta myndband með Coutinho þá er ég mun bjartsýnni.

  Marcovic og Sterling á sitthvorum kanntinum, Coutinho í holunni og Sturridge frammi. Það er ekkert að þessu, akkúrat ekki neitt. Ibe gæti svo komið mjög sterkur inn í vetur. Hrikalega efnilegur drengur þar á ferð.

  Svo höfum við Lallana, Ibe, Can, Gerrard, Hendo osfr

  Ég persónulega get ekki beðið eftir að tímabilið hefjist.

 28. Lýst hrikalega vel á þessi framtíðar kaup. En er Coutinho semsagt komin í eldri í upphitunar bolta?

 29. Virkilega spennandi kaup. Það sem ég er glaðastur með eru þær fréttir að njósnaralið Liverpool var búið að fylgjast með honum lengi – eins og SSteinn kom inná. Það njósnarateymi og system sem brætt var saman eftir klúðurskaupin á Adam/Downing virðist vera að virka og það að njósnarateymi okkar virðist hafa verið á undan öðrum að spotta Origi út áður en hann “sló í gegn” gefur manni vonir um að sama njósnarateymi muni finna fleiri gullmola á viðráðanlegu verði áður en liðin með peningana sjá að um góða menn er að ræða.
  Ég velti fyrir mér t.d ef að njósnarasystemið hefði verið brætt saman 2-3 árum fyrr, áður en Monaco festi kaup á James Rodriguez væri hann þá leikmaður Liverpool í dag? Ég er svo spenntur fyrir þessari leikmannastefnu Liverpool að það hálfa væri meira en hellingur!
  Við erum núna með stútfullt lið af ungum og efnilegum leikmönnum sem eru á barmi þess að vera mjög góðir og í þokkabót með einn besta unga stjórann í boltanum til að ná því besta út úr mannskapnum. Þeir sem eru enþá svartir fyrir tímabilið ættu að hugsa ekki lengur en 2-3 ár aftur í tímann og ímynda sér að við séum í sömu stöðu í dag.

 30. Eg er mjög mjög ánægður með þessi kaup og er algjorlega sammála SSteinn #31, SiggiG #23 og Sigueina #7. Finnst einnig mjog gott mál að lána hann til Lille í eitt ár, þar sem hann fær vonandi meiri spilatíma og heldur áfram að þroska og bæta sinn leik. Annars mæli ég með nyrri frábærri grein Paul Tomkins http://tomkinstimes.com/2014/07/are-liverpool-buying-wisely/

 31. Lukaku að fara skrifa undir 5 ára samning við Everton… Plís förum að kaupa einhvern framherja! Borini er ennþá líklegur til Sunderland, þá höfum við Sturridge og Lambert til að leiða framlínuna okkar.

 32. Er Lukaku að fara til Liverpool í dag??? Æsispennandi fréttir af honum í miðlum núna…

 33. Lukaku segir : “Time to write a new chapter….. ” er hann ekki bara að færa sig um set í LIVERPOOL borg og skrifa undir hjá okkar ástkæra rauða liði 🙂

 34. Kíkti á myndbandið af honum Coutinho litla. Þvílíkur meistari!
  Ef ekki hefði verið svona hörmuleg tónlist þá hefði ég fengið það í buxurnar og þyrfti að drífa mig í sturtu.
  En bara til að on topic þá líst mér vel á kaupin á Origi. Byggjum til framtíðar.

Leikmannakaup Liverpool

Styrking?