Lovren kominn (staðfest)

Dejan Lovren er orðinn leikmaður Liverpool. Hinn 25 ára Króati kemur frá Southampton og mun sennilega verða fyrsti kostur í miðvarðarstöðuna hjá Liverpool í vetur ásamt Sakho.

2889__8061__lovren1000q_513X307

Rodgers segir um þessi kaup:

“He is a commanding and powerful presence and clearly has leadership skills, which is important; he fits the profile of player we are looking for.

“He is still relatively young, so his peak years are ahead of him and I believe he will improve and progress even further with us.

Þetta styrkir vonandi vörnina hjá okkur fyrir næsta tímabil.

62 Comments

 1. Það liggur við að maður vorkenni Southamton, við búnir að taka þeirra bestu menn.
  En hvað um það, vertu velkominn á Anfield! Hann mun styrkja vörnina svo um munar geri ég ráð fyrir.

  YNWA!

 2. Flott að klára þennan gaur ,sterkur varnarmaður og ætti að taka byrjunarliðssæti hjá okkur !

 3. Eg er hrikalega glaður með þessi kaup, var ekki viss fyrst þegar hann var orðaður við okkur en hef orðið meira og meira spenntur með hverjum deginum, þetta er toppnaungi sa eg bara a viðtali sem eg var að hlusta a við hann nu rett i þessu. Þessi gæji verður LEGEND hja okkur um það er eg viss um.

  velkomin Dejan Lovren 🙂

 4. Okkur hefur vantað heimsklassa stýrimann í vörnina okkar mjög lengi, burtu með KISILÓRUR og inn með alvöru karlmenn. Þið þurfið ekki að velta ykkur upp úr því hvort þessi GAUR verði í byrjunarliðinu eða ekki, því það er alveg pottþétt, því skal ég lofa!!!! Þetta er toppleikmaður og maður lifandi hvað ég fagna þessu. Áfram svona Brendan Rodgers og ég elska þig 🙂

 5. Mjög ánægður með þessi kaup, held ad Lovren eigi eftir ad reynast okkur vel.

  Byrjunarliðið er komið á móti Olympiakos
  Liverpool team: Jones, Johnson, Skrtel, Toure, Enrique, Gerrard, Henderson, Can, Sterling, Markovic, Sturridge.
  Substitutes: Ward, Coutinho, Coates, Lucas, Allen, Ibe, Kelly, Coady, Robinson, Lambert, Peterson.
  Spennandi ad sja Markovic. Athyglisvert ad Agger og Flanagan eru ekki i hop

 6. Mér finnst þetta góð taktík hjá Brendan…
  Bara svona til að reyna að gull tryggja góða byrjun þá kaupum við 3 bestu leikmenn liðsins sem við mætum í fyrstu umferð, og svo fór 1 líka til manutd, þannig að 4 bestu menn þeirra farnir!

  En annars þá er ég mjög sáttur með þessi kaup! Þá er það bara 1 bakvörður og 1 striker, þá erum við held ég komnir í topp mál!

 7. eg er svo otrulega mikið að vona að eitthvað se til i orðrómum um Shakiri, dauðlangar að sja hann i Liverpool.

  kaupa
  bakvörð
  Shaqiri
  Bony

  ef þetta myndi gerast væri eg i skýjunum með þennan glugga.

 8. Ein spurning. Hvers vegna erum við einungis að kaupa leikmenn úr liði sem endaði í 8. sæti? Já, já, ég skil alveg að þeir stóðu sig vel á tímabilinu en fyrir þær upphæðir sem við greiðum fyrir þá hefðum við alveg eins getað fengið jafngóða/betri leikmenn með meistaradeildarreynslu.
  En don’t get me wrong. Þetta eru að sjálfsögðu góðir leikmenn sem munu vonandi reynast góður liðsstyrkur en ég hefði vonast eftir meiru, sérstaklega þegar maður sér fréttir af því að Toni Kroos og Rakitic seldust báðir á minna en Lallana. Það er eins og metnaðurinn sé enginn í Ian Ayre.

 9. Mikið er gaman að sja Enrique mættan a völlinn.
  það er erfitt að treysta a hann en ef hann er heill eru afat fáir að fara sla hann útúr byrjunarliði okkar, eg held að hvorki Ben Davies eða Moreno gætu td slegið Enrique ur liðinu.

  eg held að Rodgers sleppi þvi að kaupa vinstri bak og treysti a Enrique og svo geta þa bæði Can og Flanagan leyst hann af.

 10. Gaman að sjá Can og Henderson saman á miðjunni. Eins og tvær jarðýtur.

 11. Snilld að fá Lovren.

  Veit samt einhver hvað er í gangi með Reina/Mignolet? Bjóst við öðrum þeirra í markinu núna.

 12. Einar afskrifar minn mann Skittles í vörninni…

  Hvað er það???

  Velkominn Dejan

 13. Menn sem dýfa sér tvisvar fyrir hálfleik í æfingaleik eru nú af verstu sort. Javier Saviola, ef þú værir ekki svona mikill douche gætum við kannski einbeitt okkur aðeins meira að því hversu lélegur Glen Johnson er í fótbolta.

  Annars Lovren mjög flott kaup, sennilega með betri miðvörðum sem voru raunhæfir kostir fyrir okkur þetta sumarið.

 14. Er enginn annar ég pínu smeykur við þetta æfingarmót og meiðslahættu. Vissulega erum við að fá æfingarleiki sem líkjast mjög ekta leik en á sama tíma reyna menn meira á sig og tæklingar og allt í þeim dúr verða aðeins harkalegri.

  Til að mynda eru Olympikos komnir með þrjú gul í fyrri háfleik þó eitt sé vissulega fyrir dýfu. Ég sé menn eins og Sturridge alveg meiðast sem og kannski Can sem hefur verið tæpur.

  En vonandi það gerist ekkert slíkt og þetta verði bara alvöru æfingarleikir sem reyna vel á og gera menn betur búna undir PL sem hefst aðeins eftir þrjár vikur!!!

 15. Maður fyrri hálfleiks: Herra Enrique

  Can og Hendó virka flottir saman á miðjunni, sterling sprækur. Glen jóns er hins vegar að sökka.

 16. Skrtel er fyrir mér okkar besti miðvörður og finnst mér skrítið að eigna lovren þetta sæti með sakho. lovren var flottur með saints en hann þarf að sanna sig í liverpool búningnum áður en við bókum hann besta leikmanninn okkar.
  Can virkar sem alvöru kaup og er gaman að sjá enrique spila aftur. Maður verður samt að gefa þessum gaurum smá tíma til þess að aðlagast liðinu áður en þeir verða hengdir eða fá af sér styttu fyrir utan Anfield.

 17. hörku signing og allt það en getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju maðurinn er klæddur eins og hann sé að fara á rave

  [img]http://assets.lfcimages.com/uploads/8666__6951__lovren1000d_513X307.jpg[/img]

 18. Vá hvað við hefðum getað notað Enrique í fyrra. Ef hann verður í lagi á komandi vetri, er það eins og nýtt signing m.v. síðasta tímabil. Gaman að sjá Markovic í action, það virðist mikið í þann strák spunnið.

  Hér er Gerrard að segja nokkur vel valin orð við Saviola eftir dýfu: https://vine.co/v/M0PdKwmb3hq 🙂

  Markovic er greinilega nákvæmur (ha ha!): https://vine.co/v/M0PdhumK6YX

 19. Jack Robinson var fínn þegar hann kom inná, góður leikur hja honum. Kannski er BR að gera það sama úr honum Flano 🙂

 20. Vonandi að þessi nagli nái að stimpla sig rækilega inn. Væri notaleg tilfinning að geta treyst á vörnina.
  Undanfarið hef ég fengið drullusting í hvert skipti sem eitthvert lið hefur sótt á okkur.

 21. Svo maður commenti nú líka svolítið on topic, þá líst mér þrusuvel á Lovren. Hann er úrvalsdeildar-tested, á góðum aldri og grjótharður nagli með leiðtogahæfileika. Jafnvel þótt t.d. DAgger færi frá okkur (ég er ansi hræddur um að a.m.k. einn alvöru miðvörður fari, í ljósi þessara frétta), finnst mér að við værum vel settir með miðvarðastöðurnar.

  E.t.v. má segja að verðið sé í hærra lagi, en er þetta ekki einfaldlega trendið með leikmenn sem eiga að vera “klárir í slaginn”í EPL? Þetta hlýtur a.m.k. að vera mun betri business en að kaupa David Luiz á 50M punda, heh!

  Eitthvað segir mér að Liverpool verði ekki vinsælt hjá stuðningmönnum Southampton næstu misserin. En hverjum er svo sem ekki sama um það? 🙂

 22. Liðið okkar er orðið nokkuð solið nuna finnst mer

  Coutinho Sturridge Sterling / Lambert, Markovic, Ibe
  Allen (Lallana) Gerrard Henderson / Can, Lucas
  Enrique Lovren Skrtel Flanagan / Sakho, Johnson, Agger, Toure
  Mignolet / Jones

  Auðvitað vantar Suarezfactorinn og helst þyrfti einn þungarvigtarmann i soknina til að vega upp a moti. Halffeginn að sa maður var ekki L.Remy. Það er mikil pressa a Markovic að geta eitthvað, finnst við ennþa frekar þunnskipaðir og Lambert er nu bara lukkutroll held eg…solid leikmaður.

  Lallana er meiddur en miðjan er samt nokkuð solid finnst mer

  Sakho var ekkert serstakur miðað við væntingar i fyrra og spurning hver verður i byrjunarliðinu eða jafnvel 3 manna vorn. En Lovren og endurkoma Enrique er klarlega upgrade.

  Eg held að við getum verið nokkuð bjartsynir a solid season. Eina sem eg er stressaður er að Sturridge og Sterling muni ekki skora nog.

 23. Leist vel á Coates í gær. Lúkkaði bara nokkuð vel. Markovic átti nokkra flotta takta.
  Held að Ibe eigi eftir að fá tækifæri í vetur. Hann er á hraðri uppleið.

 24. Fínn leikur í gær, gaman að sjá kraftinn í Can og hvernig pressan virkar hjá Gerrard, Henderson og honum. Hef trú á því að Lallana eigi eftir að spila mikið á vinstri kannti í vetur eins og hann gerði oft með Southampton. Can hefur allavega litið mjög vel út.
  Það er leiðtogi og mikill talandi í Lovren sem er eitthvað sem vantaði í vörn liverpool í fyrra. Hef mikla trú á þessum leikmanni. Held að hann hjálpi vörninni mikið, bæði Sahko og Skrtle.
  Ég veit að það er bara undirbúningstímabil en Johnson leit mjög illa út í gær, bæði sóknarlega og varnarlega. Það er tala um í slúðrinu að Liverpool ætla fá sóknarmann og tvo bakverði. Ef það er rétt fanga ég því.
  Eina sem ég hef áhyggjur af er þetta extra sem vantar oft uppá, hvaða leikmaður á að koma með það? Sturridge, Lallana eða Sterling er sem mér dettur í hug? Verður gaman að sjá hvernig Rodgers vinnur úr þessu liði eftir brottför Suarez.

 25. Geri mér grein fyrir að þetta var bara “æfingaleikur” í gær en ég var ekkert svakalega heillaður af spilamennskunni. Átti einhvern veginn von á meira frá liðinu svona miðað við pre season í fyrra allavega. Tek undir með mönnum að við þurfum nauðsynlega heimsklassa framherja með þennan svokallaða X factor. Maður sem er með staðsetningar á hreinu, getur klárað færin sín og er markheppinn.

 26. Er ekki bara málið að Rodgers er að byrja að shape-a þessa vörn sem var skelfileg á síðasta tímabili?

  Byrjar aftast og vinnur sig svo upp völlinn. Efa það ekki í eina sek að það verður spilaður sóknarbolti á Anfield í vetur.

  Annars líst mér vel á Lovren. Flottur leikmaður sem hefur hraða og leikskilning sem þarf til að spila í varnarlínu hátt á vellinum.

 27. Frábær kaup! Sterkur og hraður tæklari, les leikinn vel og er talandi baráttuhundur eins og flestir Króatar eru. Nú sýnist mér hópurinn vera kominn, kannski einn sóknarmann í viðbót en get alveg beðið ef enginn góður biti er á lausu. Höfum mjög flott sóknarlið sem á eftir að skora mikið.
  Spennandi að vita hvort Reina verði hjá okkur i vetur, væri til i það en trúlega er hann of launahár.

 28. Líst mjög vel á LFC þetta tímabilið. Dejan Lovren ólst upp í Þýskalandi og tók sín fyrstu skref í DFB byltingunni sem hefur alið af sér suma af mest spennandi leikmönnun og liðum samtímans. Þýska módelið gekk út á eftirfarandi orsakasamhengi; að taka grunnþjálfun í gegn hugmyndafræðilega og verklega sem síðan myndi ala af sér frábæra leikmenn og ekki síst frábær lið.

  Þessir leikmenn sem Brendan hefur tekið inn eru augljóslega ekki stórar stjörnur í samanburði við suma aðra. En þeir eru flestir frábærir alhliða íþróttamenn og mig grunar að Brendan hafi ekki síður stúderað andlegu hliðina. Lovren er Króati, Markovic er Serbi og Can er Þjóðverji af tyrkneskum ættum. Ef þeir líkjast forfeðrum sínum eitthvað eru þetta harðgerðir og vinnusamir naglar og ekki þarf annað en að skoða líkamsbyggingu þeirra til að átta sig á hvað vel þjálfaðir þeir eru. Lallana kemur mér einnig fyrir sjónir sem lúsiðinn gaur sem gefur allt sitt í alla leiki þó að hann hafi ekki eins mikla líkamsburði.

  Ef þetta lofar ekki góðu veit ég ekki hvað ætti að lofa góðu. Var ekki lið mótað með nákvæmlega sömu formúlu að vinna heimsmeistaratitil fyrir hálfum mánuði? Það á eftir að lóðsa 1-3 mönnum í viðbót en Brendan er alveg með þetta að mínum dómi.

 29. Elsku Brendan, ekki kaupa fleiri Saints leikmenn.
  Ánægður með það sem komið er en þetta er gott. Líst ekkert á að Jay Rodriguez sé orðaður við Liverpool eftir að Remy kaupin féllu niður.

  Sá gott tíst:
  Going home to see my parents in Southampton this weekend, although fully expecting them to have moved to Liverpool by then.

  Mér líst vel á kaupin á Lovren og held að hann verði rosalegur með Liverpool.
  Fyrir mér má selja. Lucas, Kelly, Borini, Assaidi, Johnson, Reina og að sjálfsögðu Aspas en hann er kominn á lán.
  Ég vil fá einhvern rosalegan striker. Sama hvort hann sé ungur eða ekki en þarf helst að vera búinn að sýna það að hann geti þetta. Svo væri gott að fá 1-2 bakverði. Miðjan er orðinn góð og það þarf ekkert að bæta við þar.

 30. Ég var að spá.. Nú eru ekki allir, og í raun fæstir, sem ná að horfa á leiki liðsins á undirbúningstímabilinu. Þessvegna væri það þarft og einstaklega gott framtak ef einhver tengtur þessari síðu ( einhver með vit á bolta 😉 gæfi okkur stutta leikskýrslu og umfjöllun um frammistöðu leikmanna.

 31. #39
  Leikirnir hingað til hafa verið frekar dæmigerðir æfingaleikir. Ekki mjög hátt tempó og miklar mannabreytingar í hálfleik eða eftir 60 mín. sem dregur alltaf úr flæði og gæðum leiksins.
  Þeir sem líta vel út hingað til:
  Can, Coutiniho, Skrtel, Henderson, Sterling, Ibe, Robinson og Enrique.
  Líta ekki vel út:
  Suso, Johnson, Agger, Allen og Lucas.
  Aðrir eru ýmist ekki byrjaðir að spila að ráði (t.d. Gerrard og Sturridge) eða eru kjúklingar sem munu lítið koma við sögu í vetur.

 32. Ekki sammála öllu sem Siggi #40 segir hér.

  Leikurinn í gær hjá Lucas var ekki nægilega góður en gegn Roma var Lucas frábær! Suso þarf líka aðeins meiri tíma en hann skoraði flott mark gegn Preston og sýndi þar að hann hefur alveg hæfileika. Hinsvegar eru frammistöður Agger og Johnson mikið áhyggjumál og spurning hvort þeirra tími sé ekki liðinn hjá Liverpool.

  Annars hefur Can heillað mig mest. Hann lýtur út fyrir að vera uppfærð útgáfa af Lucas. Hann vinnur vel varnarlega en er sterkari, sneggri og flinkari með boltann. Einnig virðist hann vera meira til í að hlaupa framar á völlinn. En maður getur ekki dæmt of mikið á þessum æfingarleikjum. Aspas kallinn leit vel út á þessu tímabili fyrir ári síðan.

  Svo má sjá hversu mikilvægur Henderson er orðinn fyrir þetta lið. Um leið og hann kemur inn sést alveg hvernig hann byrjar að stjórna spilinu eins og herforingi! Ég sé hann fyrir mér verða miðjumann númer eitt í vetur. Einnig contender í varafyrirliða.

 33. Vildi benda fólki á að 1 árs aðgangur af lfcgo og síðunni er bara rétt um 10.000 kr. minna en það kostar að detta í það 1 kvöld í Reykjavík. Sjáið ekki eftir því.
  pre-season leikir, exlusive viðtöl og fleira.

 34. Sammála nr 42.

  Alveg þess virði, ég er búinn að vera áskrifandi í mörg ár og dettur ekki í hug að hætta þessu. Ég held að ég sé að borga 4.99 pund á mánuði, eða um 977kr. Ég held að flestir taka nú ekki eftir því hvort 997kr hverfi af reikningnum mánaðarlega.

 35. Finnst stundum eins og sumir stuðningsmenn séu búnir að ákveða að þeim finnist einhver leikmaður lélegur og sjá ekki þegar þeir spila vel.

 36. djöfull er Emre Can geðveikur er ekkert lítið ánægður með drenginn og hann er bara 20…. fuuuuuuck

 37. djöfull er Emre Can geðveikur er ekkert lítið ánægður með drenginn og hann er bara 20…. fuuuuuuck

 38. Vona eitthvað se til í þessum orðróm um Lavezzi, mér þætti það flott kaup fyrir Liverpool.

 39. Ekki fannst mér nú mikið koma til lavezzi à HM,en hann var góður hjà Napólí,spurning 29 àra?

 40. mer finnst hæpið að okkar menn kaupi 29 ára gamlan leikmann a 18 milljónir, ef hann myndi gera 3-4 ára samning fengjum við ekkert fyrir hann til baka enda orðin 32-33 ára þegar samningurinn rennur út.

  Þetta er langt fra því að vera mooneyball að taka svona pakka svo eg held að það se ekkert til i þessu.

 41. Er mjög ánægður með að fá Dejan Lovren inn í hafsentaflóruna okkar. Finnst samt líklegt að við séum að fara að unload-a DAggernum… Hann hefur verið ósáttur við fá tækifæri á síðasta tímabili og sé hann ekki fá mikið af tækifærum með Sakho, Lovren og Skrtel fyrir framan sig í goggunarröðinni. Svo hefur Coates staðið sig mjög vel í æfingaleikjunum og virkað traustur.

  Varðandi miðju/sóknarmenn þá á ég mér þann draum að fá Xherdan Shaqiri inn í liðið.. hann er sá leikmaður sem maður sér á markaðnum sem gæti fittað akkúrat inní innkaupastefnu BR þar sem hann er ungur, kröftugur og öflugur 1 vs. 1. Hann var einn af fáum leikmönnum á HM sem manni fannst geta borið uppi lið, fyrir utan Messi og Suarez.

  Væri alveg til í að hafa hann á kantinum með Sturridge og Sterling í 4-3-3.

  Vona svo innilega að Ian Ayre sé að vinna bakvið tjöldin að reyna að landa Shaq og að það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir segja að Remy hafi verið meiddur.

 42. Algerlega sammala hvað Shaqiri varðar, það er leikmaður sem eg er rosalega spenntur fyrir og hann tikkar í flest boxin sem okkar menn ættu að vera leitast eftir.

  En ef Shaqiri kæmi þa finnst mer líka vanta framherja.

  draumurinn væri að fa Shaqiri og framherja og þa ættum við að vera afarvelsettir fyrir tímabilið.

 43. Er mjög ánægður með að fá Dejan Lovren inn í hafsentaflóruna okkar. Finnst samt líklegt að við séum að fara að unload-a DAggernum… Hann hefur verið ósáttur við fá tækifæri á síðasta tímabili og sé hann ekki fá mikið af tækifærum með Sakho, Lovren og Skrtel fyrir framan sig í goggunarröðinni. Svo hefur Coates staðið sig mjög vel í æfingaleikjunum og virkað traustur.

  Varðandi miðju/sóknarmenn þá á ég mér þann draum að fá Xherdan Shaqiri inn í liðið.. hann er sá leikmaður sem maður sér á markaðnum sem gæti fittað akkúrat inní innkaupastefnu BR þar sem hann er ungur, kröftugur og öflugur 1 vs. 1. Hann var einn af fáum leikmönnum á HM sem manni fannst geta borið uppi lið, fyrir utan Messi og Suarez.

  Væri alveg til í að hafa hann á kantinum með Sturridge og Sterling í 4-3-3.

  Vona svo innilega að Ian Ayre sé að vinna bakvið tjöldin að reyna að landa Shaq og að það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir segja að Remy hafi verið meiddur.

 44. Auðvitað eigum við að reyna landa Lavezzi, þetta er eins og að fá yngri og betri týpu af Bellamy! hver myndi ekki vilja það 😀

 45. Hvað skýrir það að nafn Barselona kemur alltaf upp þegar brotthvarf Aggers er nefnt?

 46. #57 að Barca bráð vanti miðvörð og Liverpool vil losna við hann enda á háum launum og alltaf meiddur.

  Annars veit einhver hvað er að hrjá Enrique? Voru þetta veikindi eða voru þetta meiðsli?

 47. #58 Ég skil Liverpool sjónarhornið, en afhverju ætti Barca að vilja mann sem er “alltaf meiddur” og afhverju ættu þeir að bíða í meira en ár eftir slíkum manni. Í stað þess að finna einhvern annan jafngóðan, jafndýran, hugsanlega jafnvel yngri og loka þessu vandamáli?

 48. Ég get ekki svarað því 🙂 Barca sér eflaust helling hæfileika í honum, sem er alveg klárlega til staðar. Kannski hugsa þeir að þeir gætu fengið hann aðeins ódýrari útaf þessari meiðsla sögu og borga svo fyrir spilaða fjölda leikja og annað slíkt, hvað veit maður. Maður sá það bara í vetur að þeim vantar miðvörð og þeir eru nýbúnir að ofborga fyrir einn þannig.
  Ég reyndar efast um að Agger fari til Barca. Ég held að hann vilji helst vera áfram í Liverpool, enda varafyrirliðið liðsins.

 49. Held að Agger gæti nú alveg einn af betri miðvörður spænsku deildarinnar. Ekki Benteke-týpa af framherja hjá öllum neðri hlutanum þar. Yrði góður díll fyrir alla og skil vel að hann vilji fara ef hann er orðinn #4 hjá okkur.

 50. Agger kemst ekki í liðið hjá LIverpool sem er með frekar lélega vörn svona heilt yfir en Barca vilja endilega fá hann. Það er eitthvað sem stemmir ekki hérna.

Liverpool hætta við kaup á Loic Remy!

Leikmannakaup Liverpool