Liverpool 0 v Roma 1

Liverpool er að fara að leika þriðja æfingaleik sumarsins í kvöld gegn AS Roma á Fenway Park í Boston.

Byrjunarliðið er sem hér segir:

Jones

Kelly – Skrtel – Coates – Enrique

Allen – Lucas – Coutinho

Borini – Lambert – Ibe

Bekkur: Ward, Agger, Robinson, Phillips, Coady, Can, Henderson, Suso, Peterson.

Sem sagt blanda af aðalliðsmönnum og aukaleikurum í leikmannahópi okkar í dag. Henderson er eini HM-farinn sem tekur þátt og hinn ungi Lazar Markovic er ekki heldur með af ókunnum ástæðum.

Lið Rómverja er nokkuð sterkt og það verður áhugavert að sjá Ashley Cole á meðal Ítalanna.

Útsending frá leiknum hefst kl. 23:30 og verður hann í beinni á LFC TV GO og Stöð 2 Sport. Ég uppfæri færsluna að leik loknum.


Uppfært: Leiknum lauk með 1-0 sigri Rómverja. Borriello skoraði markið á 90. mínútu með viðkomu í svona átján leikmönnum eða eitthvað. Fáránlega slysalegt, einmitt þegar maður var farinn að gæla við vítaspyrnukeppni til að réttlæta vökuna.

Annars var leikurinn mjög daufur. Borini datt á öxlina snemma og þurfti að fara út af. Emre Can kom inná og stóð sig mjög vel á miðjunni ásamt Lucas Leiva og besta manni vallarins, Phil Coutinho. Aðrir voru daufir. Jose Enrique á talsvert langt í land með að vera leikfær og var tekinn út af í hálfleik. Hann hefur verið frá keppni í 9 mánuði og var langt frá sínu besta í kvöld.

Fátt annað gerðist markvert. Ég er pirraður að þetta fór ekki í vító.

Næsti leikur er svo á sunnudag og þá mætir restin af aðalliðinu til leiks skilst mér.

79 Comments

  1. glatað að fa ekki að sja Markovic !!!

    skil heldur ekki af hverju Borini er latinn spila og spila a undirbúningstímabilinu þegar okkar menn hafa samþykkt tilboð i hann og greinilega til i að losa sig við hann ..

    en hvað um það, verður gaman að sja leikinn og vonandi að okkar menn sigri 🙂

  2. Henderson er ekki eini HM farinn, Lambert er nu að byrja leikinn þarna 🙂

  3. og ekki má gleyma Coates stór vini mínum. Hann kom við sögu í einhverjar mín á HM ef ég man rétt

  4. Og nú er hann meiddur og mun ekki standast neina læknisskoðun. Losnum aldrei við hann =(

  5. #6 Hann getur alveg staðið læknisskoðun með fyrirvara um meiðslin hans, og ég efast að hann sé eitthvað alvarlega meiddur.

  6. Smá off topic sem ég sá á einni LFC facebook síðu áðan.

    Lallana: ‘Yesterday in training Lambert came up to me, pointed at the badge on my shirt and said “Look at that on you lad.”

    Stoltið er alveg að sprengja Lambert!

  7. #8

    Ummæli mín eru lélegt sprell rétt eins og þessi leikur. Borini er samt sorglegur.

  8. Er að fá skuggalegt mancrush á Ricky Lambert, langar hreint ótrúlega að hann brilleri í rauðu treyjunni.

  9. Ég er með kenningu sem ég hef séð áður hjá Liverpool. Borini, Lucas og Coates fá að byrja þennan leik sem þann síðasta fyrir Liverpool í byrjunarliði. Liverpool hefur áður spilað þennan leik að byrja með leikmenn í fyrstu æfingaleikjunum sem eru svo seldir/lánaðir áður en tímabilið hefst.

  10. sammala dodda nr 15

    manni langar eiginlega bara að fara sofa en samt týmir maður þvi ekki því kannski lifnar þetta við í seinni hálfleiknum. En það verður bara að viðurkennast að fátt hef eg leiðinlegra gert um ævina en að horfa á þennan fyrri halfleik 🙂

  11. leiðinlegur fyrri hálfleikur emra can og lucas bestu menn okkar í fyrri hálfleik að mínu mati, can er með flotta tækni og alvöru nagli

  12. Þið þessir neikvæðu í guðana bænum farið að sofa fyrst þessi leikur er svona leiðinlegur og leyfið okkur hinum að horfa á hann og ræða hann í friði hérna.

    Þetta er jú æfingaleikur og þeir hafa verið eins síðustu 5 árin þannig að þið vissuð alveg út í hvað þið voruð að fara þegar þið settust niður og fóruð að horfa á leikinn.

    Menn eru í mismiklu formi og hafa mismikið að sanna sig, skulum ekkert vera að lesa of mikið í þessar uppstillingar, það er verið að leyfa öllum að spila og sýna sig.

    Ég er sammála því að Emre Can og Lucas hafa verið okkar bestu menn, einnig hafa Ibe og Allen verið að standa sig. Mér finnst eins og að Coutinho sé að reyna of mikið að sanna sig…

  13. Óþolandi að Borini hafi hafnað Sunderland. Þar fóru 14m punda í vaskinn. Hann verður lánaður aftur á þessu tímabili. Afhverju er verið að nota menn eins og hann, Kelly, Enrique og fleiri ónothæfa menn í svona æfingaleikjum? Þeir eru allir á förum.

  14. LEIÐINLEGASTI LEIKUR EVER…en maður segir þetta á hverju preseasoni.

    áfram Liverpool

  15. Þetta er svo leiðinlegur leikur að ég myndi sennilega fagna Roma marki

  16. Jæja tek það til baka, meira að segja markið er eitthvað það leiðinlegasta sem ég hef séð

  17. Agger er ekkert að hugsa um að sanna sig.. búin að vera skelfilegur

  18. Jón farðu þá bara að sofa og hættu að hugsa um þennan leik fyrst hann er svona leiðinlegur… Þú settist niður til að horfa á æfingaleik á Fenway Park í US of A, áttirðu von á blúsandi sóknarleik og stórkostlegum úrslitum??

  19. Finn leikur hja liverpool. Fannst þeir millu betri en Roma. Aula mistök i markinu en þetta litur vel ut. Líst vel a Can og Coutinho stoð sig vel sem og Lucas og Allen. Fannst Agger ekki na takti i leiknum og Keæly alveg glataður en það er bara eg. Lambert a sma i land en þetta er allt i áttina. I heild finasti leikur og aula mistök kostuðu sigurinn

  20. Sigurgeir, það hlýtur að mega nefna það um leik hve yndislega leiðinlegur hann er.

    Ég sat yfir þessu því ég var spenntur að fylgjast með leik á preseasoni. Þrátt fyrir það þótti mér leikurinn hundleiðinlegur og markið enn leiðinlegra.

    Allavega, úrslitin aukaatriði. Liverpool voru nú heilt yfir betra liðið. Fannst Emre Can líta mjög vel út.

    Ricky Lambert, ég er eitthvað svo ánægður að sjá hann spila þarna vegna sögunnar hans en það er samt eitthvað að naga mig með hann að hann eigi ekki eftir að gera mikið. En það mun vonandi ekki skipta máli og vonandi mun hann koma til með að gefa okkur auka möguleika í sókninni í lokuðum leikjum.

    Lucas má fara og Agger líka. Finnst það vera eins og endir á einhverju phase-i að þeir fari en held það sé óumflýjanlegt.

    Langar að spurja þá sem vita. Hvernig stóð Jack Robinson sig í vetur hjá Blackpool(?) Fannst hann persónulega koma ágætlega inn en hef rekist á umræðu um að hann sé ekki málið.

    Coutinho var eins og einhver nefndi, svolítið eins og hann væri að reyna að sýna sig. Var vonsvikinn að það kom ekkert, nákvæmlega ekkert úr Ibe og í raun vorum við hörmulegir heilt yfir fram á við. Héldum boltanum þó vel.

    En næsti æfingaleikur á móti Olympiakos er kannski þegar maður má búast við Gerrard og félögum inn og kannski meira leik sem hægt er að taka mark á.

    Nú er ég viss um að þetta röfl í mér gæti jafnvel hafa verið leiðinlegra en leikurinn….

    🙂

  21. Unnar það er allt í lagi að segja að leikurinn hafi verið leiðinlegur en þá allavega að koma með rökstuðning á því.

    Miðað við hvað var hann leiðinlegur?? Miðað við leikina í apríl/maí þegar við erum að keppa um enska meistaratitilinn eða miðað við eitthvað annað?

    Þetta var bara alveg ágætis preseason leikur, fullt af leikmönnum sem hafa ekkert spilað saman og er hent út til að hlaupa í 90 mín og sagt að spila saman.

    Vörnin var alveg ágæt, nema hvað að ég held að Kelly sé sá af þessum sem sé á útleið.

    Miðjan var fín, Emre Can kom vel út í þessum leik og virkar góður á bolta og sterkur. Ég vil halda Lucas og skil ekki enn hvers vegna menn vilja hann í burtu, það óeigingjarna starf sem hann vinnur á miðjunni er alveg ótrúlega vanmetið.

    Sóknin með Ibe, Lambert og Coutinho (Borini spilaði það lítið að varla hægt að meta hann) var kannski ekki alveg að gera sig. Ibe er flott efni en hann þarf að venja sig á að líta upp og spila einföldu leiðina oftar, ekki bara hlaupa og reyna sjálfur. Lambert á held ég engan séns og með komu Loic Remy þá muni hann ekki fá marga leiki og varla ná á bekkinn.

    Ég er ekki alveg að átta mig á Coutinho í þessum æfingaleikjum, hann reynir og reynir og er oft á tíðum að spila eins og hann sé að reyna að fá samning hjá félaginu. Kannski er hann að reyna að sýna það að hann geti tekið við af Suarez og að það þurfi ekki að kaupa nýjan leikmann þar…

    Annars eru þessir æfingaleikir orðnir meira að sýningaleikjum en gagnast til æfinga. Menn fá 45-90 mín til að hreyfa sig en ég er nokkuð viss um að Rodgers er löngu búnað ákveða sig með 99.9% af mannskapnum og þarf ekki æfingaleiki til að skera úr um stöðu leikmanna.

    En ég mun bíða spenntur eftir næsta leik 27. júlí 🙂

  22. Þarf að rökstyðja afhverju leikir eru leiðinlegir? Ættir þú ekki frekar að fara að sofa?

  23. Þetta verður hrikalega skemmtilegt season. Man nú síðasta leik undirbúningstímabilsins í fyrra, töpuðum 0-1 fyrir Celtic eða Rangers, svo kom margra leikja sigurhrina í deildinni. Nú fer groddinn að fara af þessu, spenna í haus og sýra í vöðvum situr í mannskapnum.

    Þessir leikir eru ekki mikið fyrir augað, nema kannski hjá Rodgers. Ég treysti honum fyrir þessu…over and out.

  24. Eins leiðinlegt og mér þykir að segja þetta þá held ég að Agger kallinn sé alveg búinn. Vörnin var nefnilega alveg fín þangað til að hann kom inná völlinn. Þá kom skjálfti í mannskapinn og leikmenn Roma voru í engum vandræðum með að komast fram hjá honum. Markið er síðan honum að kenna. Fyrir það fyrsta er hann of lengi að makkera manninn sinn og fær hann síðan í sig og það í gegnum klofið á Robinson.

    Agger hefur verið að gefa of mörg mörk á síðustu tímabilum. Hann er bara ekki sami varnarmaðurinn og hann var hér í den tid því miður

  25. Finnst menn vera að taka þennann leik of alvarlega. Agger verður áfram þó að hann sé ekki að vinna eins og um mikilvægan leik sé að ræða og þannig var það hjá öllum. Coutinho er drullu góður og hann vildi skora en að gefa á aðra var ansi oft ekki til neins nema að spila aftur á miðsvæðið en var bara gaman að horfa á liðið sitt spila ágætlega þó maður hafi ekki þekkt nema nokkra á vellinum.

  26. Horfði á leikinn á Spot í góðra vina hópi í gærkvöldi/nótt. Eftir að hafa lesið kommentin hérna inni, þá ætla ég mér að gerast svo djarfur að ráðleggja mönnum eitt. Ef þeir eru með væntingar til free flowing football a la síðasta tímabil, á þessum tímapunkti undirbúningstímabilsins, þá er betra að sleppa vonbrigðunum og hreinlega að sleppa því að horfa á þessa fyrstu leiki. Það er algjörlega ljóst að þessir fyrstu leikir munu verða svona, enda áherslan á æfingasvæðinu fyrst og fremst á fitness hlutann.

    Ef maður fer yfir leikinn sjálfan, þá voru okkar menn með yfirhöndina allan leikinn, og afar klaufalegt mark í lokin skipti sköpum. Agger leit ekki vel út í því marki og eins hefði góður markvörður tekið þann bolta, enda barst boltinn utan úr teig (frekar langt út í teig) og ekki á miklum hraða.

    Coutinho fannst mér sprækur og mér fannst Lucas verulega góður, loksins kominn í sína stöðu. Can kom líka sterkur inn í þetta. Ibe náði engan veginn að fylgja eftir góðri byrjun sinni úr fyrstu 2 leikjunum og var þetta fínt lærdómsferli fyrir þann kappa. Nokkrir verulega ryðgaðir þarna inni á vellinum, Kelly, Enrique, Coates sem dæmi, en eins og áður sagði, þá er þetta engan veginn tímapunkturinn til að ákveða hverja skuli hefja upp til skýja og hverja sé rétt að aflífa og koma fyrir á kassa í Bónus.

    Hlakka til næsta leiks, sjá nýja menn og hvort standið á mönnum sé ekki að fara rétta leið.

  27. Þetta var ekkert annað en sýningaleikur á þeim leikmönnum sem Rodgers vill selja eða setja á lán.

  28. Þarf varla að segja e-ð meira en SSteinn segir. Spot on.

    Fannst leiðinlegt að sjá Lambert ekki fá aðeins meiri þjónustu en það sást að hann þarf meira fitness og að læra aðeins á leikmenn Liverpool. Ég varð allavega 2x var við að Coutinho var búinn að taka tvo menn á en rétta hlaupið kom ekki frá Lambert sem Sturridge hefði mögulega tekið. En það kemur.

    Lucas stóð sig hrikalega vel! Fékk aftur á tilfinninguna að gamli Lucas væri mættur á svæðið!

    Can virðist vera topp class!! Þvílíkt stykki sem er samt góður með boltann. Aðeins 20 ára en með alla þessa hæfileika! Rodgers hlýtur að vera í draumalandi að geta fengið að móta þennan leikmann.

    Ibe minnir mig alltaf meira og meira á Sterling. Hann kemur með þennan svaka sprengikraft fyrstu 20 mínúturnar þar sem hann spænir upp kantinn hvað eftr annað en svo fer hann að dala niður. Þetta gerðist reglulega hjá Sterling fyrir tveimur tímabilum og svo einnig í fyrrapart síðasta tímabils. Enn er ég viss um að Ibe fái hlutverk í þessu meistaraverki sem Rodgers er að setja upp.

    Að lokum verð ég að segja að Jack Robison átti fínustu innkomu. Ef hann stendur sig svona áfram þetta preseason þá vil ég endilega sjá hann fara á lán í PL út leiktíðina og sjá hvort það sé ekki hægt að nýta þennan leikmann eða selja hann fyrir einhverja aura.

    Annars er mér alveg sama um þessi úrslit. Maður vill bara sjá fitness og ágætis spilamennsku. Þetta klaufamark má auðvitað ekki gefa en Agger kallinn þarf að fara taka aðeins til hjá sér ef hann ætlar að vera áfram í LFC. Ef Lovren kemur til Liverpool held ég að Agger sé orðinn 4 í goggunarröðinni með þá Sakho, Skrtel og Lovren alla á undan.

  29. Sammála að úrslit svona leikja skipta ekki öllu máli. Vil fara að sjá meira af þeim mönnum sem reikna má með að spili og þá geta úrslit skipt máli uppá að byggja upp stemmningu og búa til sjálfstraust.

  30. Sammála #38 að hluta til með Lucas. Hann var sprækari en oft áður, meiri kraftur og áræðni en ég vil sjá hann sjaldnar á rassgatinu. Hans helsti ókostur er hvað hann er lélegur tæklari og ef hann lendir á eftir mönnum en reynir samt við boltann þá er það nánast undantekningalaust aukaspyrna og oft á hættulegum stað vegna vinnusvæðis hans.

    Annars fannst mér gaman að sjá Robinson. Stóð mig að því að hugsa “Nei ekki þessi pappakassi aftur” þegar hann kom inná en svo fannst mér hann bara sprækur og allavega ekki síðri en Enrique.

    Já og í lokin, djöfull er maður spenntur yfir hæfileikunum sem búa í Can! Ég myndi ekki treysta mér til að stilla upp “réttu” miðjunni með Gerrard, Henderson, Coutinho, Can, Lallana og jafnvel Sterling til að velja úr. Erum við að fara að sjá eitthvað nýtt 2-7-1 leikkerfi? Hvað þá ef Rodgers nær að landa Vidal/Reus? Ég verð hálf ringlaður við tilhugsunina 🙂

    Veit að tal um leiðindi og annað á alveg rétt á sér en mér finnst þetta bara svo skemmtilegur tími til að velta öllum möguleikum fyrir sér! Og sjaldan hafa jafn margir nýjir og spennandi möguleikar verið í stöðunni á preseason! Þetta er veisla!

  31. Í þessum sillí seasonum þá er erfitt að greina hversu mikið er til í sögusögnum. Því er gott að skoða aðeins hver líkindastuðlar veðmálafyrirtækjanna eru. Eftir smá „rannsóknarvinnu“ og borið veðmálafyrirtækin saman hef ég komist af eftirfarandi:

    Sami Khedira til Arsenal (1,25)
    Arturo Vidal til ManUtd (1,16)
    Mario Balotelli meiri líkur séu á að hann verði áfram hjá Milan (1,8)
    Julian Draxler meiri líkur að hann verði áfram hjá Schalke (1,33)
    Mats Hummels meiri líkur að hann verði áfram hjá Dortmud (1,05)
    Sebastian Schweinsteiger meiri líkur að hann verði áfram hjá Bayern (1,05)
    Paul Pogba meiri líkur að hann verði áfram hjá Juventus (1,25)

    Semsagt, ekki mikil trú á að þjóverjarnir yfirgefi sína heimahöfn enda ekki þekktir fyrir það. Líklegt að Vidal fari til ManUtd og Khedira til Arsenal.

  32. Gríðarlega hrifinn af Can! ekki nóg með það að hann er vaxinn eins og múrsteinn heldur snöggur og teknískur! óslípaður demantur engu að síður.

  33. Hvað ætli Rodgers muni gera varðandi markverðina ?
    Þurfum við ekki að halda Reina hjá okkur til að setja alvöru pressu á Mignolet.
    Ég get ekki séð vandamálið að halda þeim báðum.

  34. Fótbolti.net segir að Champions cup motið byrji i dag, var leikur Liverpool og Roma semsagt ekki í þvi móti ? var þetta í gær bara stakur æfingaleikur eða ?

  35. Æfingaleikir segja nú margt.
    Í fyrra náði United ekki að vinna nema 1-2 leiki og þeir enduðu í sjöunda sæti. Pre-seasonið okkar í fyrra var gott og við lentum í öðru sæti það tímabil en árin fjögur þar á undan þar sem við lentum ýmist í 7. eða 8. sæti vorum við í basli allt pre-seasonið. Við verðum að gera betur en þetta ef við ætlum ekki að skíta á okkur á komandi tímabili. Ætli við endum ekki bara eins og Tottenham?

  36. #47

    Eigum við ekki að leyfa BR að spila æfingaleik skipað leikmönnum sem eru líklegir til að spila meira í vetur?

    Sammála því að æfingarleikir og pre season geti skipt máli, en bíðum með að yfirfæra gengi liðsins yfir á næsta tímabil, þar til við höfum séð leiki með mönnum sem eru líklegir til að byrja leiki 🙂

  37. Skulum ekki rugla saman vanhæfni Hodgon og Moyes, hvort sem um æfingaleiki eða aðra er að ræða, og því hvort úrslit æfingaleikja sé í raun mikilvægt.

    Henderson, Can, Coutinho og Skrtel sennilega þeir einu sem komu við sögu sem fá +20 leiki í vetur. Jafnframt vorum við að spila gegn liðinu í öðru sæti á Ítalíu sem vantaði ekki marga (Strootman og De Rossi) og töpuðum á 90. min með sjálfsmarki. Flestir sammála um að Can og Coutinho hafi verið góðir, áhyggjurnar ættu því frekar að beinast að varaliðinu og þeir sennilega ekki að spila gegn Totti neitt sérstaklega oft í vetur.

    Í fyrra spiluðum við æfingaleiki við slatta af einhverjum asískum liðum ef ég man rétt svo ekkert skrítið að við unnum þá leiki. Töpuðum þó fyrir Celtic rétt fyrir tímabilið sem er talsvert lakara lið en Roma.

    Þætti það talsvert meira áhyggjuefni ef við myndum spila jafn leiðinlegan fótbolta og í gær þegar bestu menn okkar koma inn í þetta sem væri þó engu að síður lítið áhyggjuefni þar sem við vitum alveg hvernig Rodgers spilar. Æfingaleikir eru fyrir leikform og kannski til að sýna nýja leikmenn, ekkert annað. Rodgers sér getu leikmanna alveg nógu vel á æfingum.

    Á meðan vinnur manu bandarískt lið 7-0 með sitt sterkasta lið mínus Persie. Þýðir auðvitað að manu fær 114 stig og Liverpool 0! Minnsti sigur Manu verður 30-0 og minnsta tap Liverpool 0-1000? Van Gaal labbar svo á vatni og breytir vatni í vín eftir tímabilið.

    Held að fólk verði aðeins að slappa af varðandi þessa Van Gaal rúnk-lest. Manu aðdáendur kunna ekki að fá nýjan stjóra og það nokkuð skiljanlegt eftir jafn mörg ár af einum af betri allra tíma. Þeir lærðu lítið af því að hefja upp stjóra sinn áður en hann hafði sýnt nokkurn skapaðan hlut – The Chosen One bannerinn auðvitað í besta falli kjánalegt. Stjóri þarf að vinna fyrir svona Banner, ekki að byrja með hann. Liverpool söng meira um Rafa en Rodgers þegar hann byrjaði.

  38. Þeir mega nú eiga það að skora 7 mörk án þeirra helsta markaskorara er nokkuð sterkt og vantaði ekki einhverja sem voru á hm? Januzaj og einhverja? Ég hef allavega áhyggjur af þessu því það virðist vera komin svakaleg jákvæðni og sjálfsöryggi þar á bæ

  39. Er ekki hægt að ræða um eitthvað annað hérna en scum utd. ? Ræða frekar um eitthvað tengt félaginu sem skiptir máli ?

  40. Ég verð að segja að ég hef ekki áhyggjur af úrslitum liðs á stórmóts ári (HM eða EM). Það felur í sér að leikmenn eru að koma til baka á misjöfnum tíma úr sumarfríi og verða því eðlilega á misjöfnum stað í leikformi á undirbúningstímabilinu.

    Öðru máli gegnir um undirbúningstímabil án truflunnar frá stórmóti. Eins og í fyrra t.d. (sumarið 2013.) Þá var hvorki HM né EM og menn því að koma til baka á sama tíma og ef úrslitin í æfingarleikjum eru léleg eða það sem verra er, frammistaðan er léleg þá myndi ég hafa verulegar áhyggjur.

    Höfum trú á okkar mönnum. Engin ástæða til annars.

  41. Ég held að leikmenn LFC séu nú ekkert búnir að gleyma að við vorum í 2.Sæti í fyrra og að við vorum lang skemmtilegasta og flottasta liðið, millarnir í City aðeins 2 stigum betri en við.
    Svo að þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af því að liðið sé ekki með sjálfstraust eða að þeir séu jákvæðir..

    Stundum þegar ég les commentin hér veit ég ekki alveg hvort menn séu að djóka? Fyrstu æfingarleikirnir eru BARA í sambandi við Fitness leikmanna, og augljóslega leikmenn sem voru ekki nógu góðir til að spila í fyrra eða bara einhverjir krakkar (vorum með 16 ára gæja að spila).
    Í næstu leikjum fara að týnast inn aðalliðs leikmenn og mun fyrsti leikurinn þeirra vera líka aðlega um Fitness þeirra.
    Að dæma liðið svona mikið af æfingar leikjum er eins og að horfa á skot æfingu hjá liðinu á æfingu og þegar þeir skora ekki þá er tímabilið ónýtt.

    Ég stressa mig allavega ekkert yfir þessum leikjum, finnst aðalega gaman að horfa á þá því þá veit ég að það styttist í tímabilið og gaman að sjá nýja leikmenn.

    PS. Við vorum næst besta liðið í STERKUSTU deild í heimi.
    Við erum komnir aftur í MEISTARADEILDINA.
    Klúbburinn er mjög líklega að fara að slá METFÉ í kaupum á leikmönnum.
    Við erum með einn mest spennandi stjóra sem við höfum haft í möööörg ár, sem fer THE LIVERPOOL WAY.
    Og síðast en ekki sýst… Við erum LIVERPOOL FC.
    Svo að það er Fullt til að hlakka til og vera bjartsýnir, við eigum að vera bjartsýnustu stuðningsmenn heims og við eigum alltaf að trúa á liðið okkar.

    PS2. Til að setja ykkur smá í jákvæðnis gírinn: https://www.youtube.com/watch?v=BmJUfomfO38

  42. afsakið þráðránið

    eins og mörgum fannst kaupin a Andy Carroll hræðileg þá var salan a honum gersamlega frábær, maðurinn er enn eina ferðina meiddur, naði 15 leikjum a síðasta tímabili og núna frá i 4 mánuði.. greyjið drengurinn samt, maður vorkennir honum.

  43. Drengir ég er alveg að missa það.

    Sísónið er ónýtt löngu áður en að það er byrjað! ManU vann bandarískt lið 7-0.

    Arghhhh. Hummels, Reus, Vidal og Cavani inn núna!

  44. Mér þótti vænt um að sjá Coates og hann var ekki sá slakasti á vellinum. Hef alveg tröllatrú á drengnum en er hugsanlega einn um það, finnst eitthvað svo traust að hafa kall frá Úrugvæ inni á vellinum.

  45. Ein spurning.. Hvar er Ilori? Fór hann ekki með út eða misti ég af einhverju?

  46. Origi og Remy búnir að vera í læknisskoðun síðan í júní skv fjölmiðlum…
    AF hverju hlustar enginn á mig og lokkar Lukaku á Anfield????

  47. ja hvað er að fretta með Remy ? hann er buin að vera i læknisskoðun i 5 daga eda eitthvað. Ætli okkar menn séu yfir höfuð að reyna kaupa hann, ja maður veit ekki.

    Eg er mjog spenntur fyrir Lovren lika og vil eitthvað fari að ske með hann.

    Mer er nkl sama um Origi enda finnst mer ekkert spennandi við þann gæja.

    sammala síðasta ræðumanni með að djöfull væri gaman að fa Lukaku, það finnst mer besti framherjinn i bransanum i dag sem hugsanlega væri hægt að fá.

  48. Jæja nú má eitthvað fara gerast í þessum leikmannakaupum! Lovren og Remy alltaf á leiðini, svo er slúðrað okkur við Vidal og Reus daglega en svo er dagurinn búinn og ekkert gerist. Það er stutt í fyrsta leik!

  49. Farinn að halda að Liverpool sendi frá sér svona “hundurinn át heimavinnuna” yfirlýsingu varðandi staðfestingu á Remy…

  50. Jæja Lovren er að koma og það lýst mer hrikalega vel á.

    einnig er komin skýring a þvi af hverju Remy er buin að vera 5 daga i læknisskoðun en sagan segir að hann hafi akveðið að spara Liverpool pening og hafi ekki viljað fljuga til Bandaríkjanna og hafi heldur ákveðið að synda þangað, nú er hann víst komin til Bandaríkjanna og buin að standast læknisskoðun og verður staðfestur leikmaður Liverpool um helgina ásamt Lovren.

    Bara frabært að fa þessa 2 leikmenn og gaman að sja hverjir koma næst. Nægt er slúðrið allavega, Gaitan, Shaqiri og Vidal meðalannars.

  51. Eftir þetta silly season erum við líklega að færast úr því að vera NÆFURþunnir í að vera með þokkalega sterkt b-lið. Kannski fyrir utan bakvarðastöðurnar og allra fremst samt.

    Þetta mun algjörlega koma sér vel á komandi vetri.

  52. Líst betur og betur á breiddina sem er að komast á liðið. Hlakka til sjá þessa drengi spila.

  53. Gott mal! Lovren að mæta sem þyðir að Kolo verður liklega bara meiðsla backup. Nu vantar bara að klara left backinn og Remy og titilbarattan hefst!…..sætti mig við sigur i meistaradeildinni

  54. Ömurlegt að missa Lallana í 6 vikur. Menn sem missa af í byrjun tímabils eru oft lengi að komast á flug og hvað þá í nýju liði en mér finnst liðið vera komna með fína breydd og vona ég að Ibe eða Suso komast á bekkinn og fá tækifæri á meðan Lallana verður frá en hann missir líklega af 3 deildar leikjum.

  55. United að taka þetta Rómarlið í kennslustund á síðustu mínutum hálfleiksins 😛
    Eitthvað sem að segir mér að þeir verði sterkari í ár en í fyrra 🙁

  56. united að pakka Roma saman eftir að við töpuðum fyrir þeim…viðurkenni það að eg er orðinn helviti stressaður fyrir tímabilinu :/

  57. Já sammála utd vann roma í æfigaleik og þess vegna mun liverpool ekkert geta á tímabilinu… Munum sennilega tapa öllu

  58. Jeminn ætla menn að fara að pissa í sig út af því að utd er að vinna einhvern æfingaleik við Roma en við töpuðum með einhverju algjöru b-liði. Hef ekki nokkrar áhyggjur af þessu.

  59. Og áfram heldur þetta…

    Manu eru að stilla upp miklu sterkari liðum en hin liðin. Chelsea hefur rugl stóran hóp og sjáiði hvaða menn hafa verið að spila fyrir þá í sínum æfingaleikjum. Þekki minna en helmingin og sennilega slatti 16-18 ára. Sama með Liverpool, ekki mikið af aðal nöfnunum að spila. Hvort þetta sé eitthvað viljandi til að sýna “yfirburði” sína hjá “snillingnum” veit ég ekki. Líklegast þætti mér þó að hann sé bara að meta sinn sterkasta hóp, talsvert meira en aðrir stjórar amk.

    Staðreyndin er engu að síður sú að síðastliðin 10 ár hefur Mourinho unnið talsvert meira (og merkilegri bikara) en Van Gaal. Jafnframt er Chelsea með betri menn í öllum stöðum borið saman við Manu og allir back-up fyrir allar stöður betri hjá Chelsea. Engu að síður tókst Rodgers að enda fyrir ofan þá með 12 menn sem spiluðu +20 leiki. Samt virðist bara orðið óhugsandi að LFC endi ofar en Manu, mjög undarlegt.

    Mikið sem ég vona að stjórn Manu sé komin á Van Gaal rúnk-lestina og komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu svo frábærir að engin þörf verði á frekari kaupum. Mæti svo til leiks með Cleverley, Anderson, Young, Welbeck, Fellaini, Smalling og Valencia.

    Nú er ég ekki neitt endilega á því að þeir verði lélegir, finnst fólk bara gera alltof mikið ráð fyrir komandi velgengni þeirra og hvað þá þegar það er útaf æfingaleikjum eða einhverju jafn heimskulegu og “the Van Gaal factor”. Manu hafa alveg nokkra sterka leikmenn (þrír af þeim spila þó sömu stöðuna, what a mess) auk þess að eiga nóg af ungum leikmönnum sem gætu hugsanlega gert eitthvað. Finnst engu að síður fáranlegt að gera ráð fyrir að liðið í 7. sæti sigri heiminn.

    Ef Real Madrdi myndi stilla upp sínu sterkasta liði og eiga sæmilega góðan dag, gætum við séð meira en 10-0 fyrir þeim í næsta æfingaleik Manu og ég er 100% viss um að flestir verði þá farnir að tala um hve lítið æfingaleikir skipta máli. Man allavega þá sálma síðasta sumar frá manu mönnum.

  60. já og ástæðan var suarez…án hans hefðum við verið i einhverju miðjumoði…hann var kannski ekki að skora mikið af crusial mörkum…enn hann tók svo mikið til sín að það losnaði um aðra leikmenn og mest allur leikur liðsins bygðist á suarez

  61. Er bara ekkert að gerast? mér líður eins og sóknin sé bara eitt stórt spurningarmerki og finnst við vanta einhvern skapandi gæðaleikmann eins og Shaqiri. Fyrir mér eru kaupinn á Lambert og Markovic (og Remy) bara til að auka breidd en ef þetta eiga að vera byrjunarliðsmenn erum við ekki að fara að skora mikið í vetur..

  62. BREAKING: Loic Remy has FAILED his medical at Liverpool, Sky Sources believe the striker has leprosy. #SSN

    ætli að við fáum nokkurn annan leikmann ? :O

Um Loic Remy

LOKAÚTKALL: Lagerhreinsun ReAct! [auglýsing]