Stevie hættur með landsliðinu

Mikið er ég nú hrottalega ánægður með að Stevie G sé búinn að taka allan vafa af með framtíð sína með landsliði Englands. Hann er hættur og það mun bara styrkja Liverpool liðið og jafnvel að lengja ferilinn hans örlítið. Hann á allavega ekki á hættu lengur að meiðast í landsleikjum. Anso oft hefur slíkt gerst, en hann er búinn að spila heila 114 leiki með enska landsliðinu. Ég fagna því jafnframt ákaflega að hann þurfi ekki að hlusta oftar á Roy Hodgson og mögulega lengir það ferilinn hans líka. Til hamingju með þetta Stevie.

Annars er lítið markvert í fréttum. Ennþá er beðið eftir staðfestingu á Lovren, Remi og Origi. Lítið hefur verið að gerast í vinstri bakvarðarmálum, sem er furðulegt, því það er að mínum dómi sú staða sem við þurfum mest að styrkja. Persónulega var ég að vonast eftir Ben Davies, en Spurs virðast búnir að landa honum með því að senda Gylfa ykkar Sigurðsson í hina áttina. Leist reyndar alltaf ágætlega á Moreno og þó svo að opinberlega sé búið að segja að viðræður hafi farið í strand, þá vilja sumir meina að það sé bara partur af prógramminu. Sjáum til með það.

Ekkert meira komið út úr Borini eða Assaidi málum, magnað ef við næðum yfir 20 milljónir punda inn í kassann fyrir þá tvo. Ég á svo alveg von á því að það verði eitthvað líf og fjör í kringum nokkra “fringe” leikmenn. Coates hlýtur að verða skipað að finna sér annað lið. Ilori verður vonandi sendur á lán aftur og sömu sögu er að segja af Wisdom. Finnst reyndar frábært að verið sé að lána hann innan úrvalsdeildarinnar. Ef menn standa sig á svoleiðis láni þá eru möguleikarnir fyrir þá sjálfa og okkar lið miklu meiri. Sjáum bara með Assaidi og Borini, vs. Suso. Jack Robinson og Connor Coady eru svo tveir sem ég sé ekki eina framtíð hjá Liverpool. Sömu sögu er að segja af Martin Kelly, pirrar mig bara mikið að sjá hvernig sá drengur hefur sturtað hæfileikum sínum niður með öðrum úrgangi síðustu árin.

Ég komst líka að því á föstudaginn að við Babú erum álíka lélegir í golfi, en ég sé reyndar ekki hvernig sú staðreynd tengist Liverpool á neinn hátt og því furðulegt að þetta fái að standa hérna á síðunni. Kristján Atli, er engin ritstýring hérna?

28 Comments

 1. Ekkert nema gott um þetta að segja, sérstaklega í ljósi aukins leikjaálags á komandi tímabili. Jafnframt er þetta áminning um að ekkert endist að eilífu og að það séu varla meira en 3-4 ár í að við þurfum endanlega að kveðja Captain Fantastic sem leikmann okkar ástsæla klúbbs. Sú tilhugsun maður, úff!

 2. Hann er hvað, 2 leikjum frá því að jafna met yfir flesta landsleiki Englands (að frátöldum markmönnum). Í hvaða löndum væri slíkur maður ekki hetja? Allavega ekki Englandi, sem keppast um að drulla yfir sína leikmenn. Verði þeim að því, Gerrard out, Cleverley in.

 3. Frábærar frettir fyrir okkur að Gerrard sé hættur.

  varðandi vinstri bakvörðinn þa er eg handviss um að við erum að eltast við líklega Moreno eða þa einhvern annan, okkar menn gatu allann timann stolið Ben Davies af Tottenham en voldu að gera það ekki sem segir mer að eitthvað er i gangi varðandi þessa stöðu a bakvið tjoldin.
  Eg spai þvi að Moreno verði orðinn leikmaðyr okkar innan 2 vikna 🙂

 4. er þad eðlilegt að fa svona svakalega gæsahúð þegar tala? er fallega um fyrirli?an okkar. þad sem þad er hægt að elska eina manneskju mikið

 5. KGB NR 4

  eg fekk lika gæsahuð þegar eg las viðtal við Gerrard i dag um þessa ákvörðun, eðlilegtneða ekki það veit eg reyndar ekkert um 🙂

 6. Frábærar fréttir. Ég var einmitt að vonast eftir þessu eftir að Lahm gerði hið sama. Verst fyrir SG að enda landsliðsferilinn undir stjórn Hodgsons. Maður spyr sig reyndar að því hvers vegna menn vilja leggja það á sig að spila fyrir England miðað við hvernig FA heldur á málunum og hversu hræðilega útreið leikmenn fá í heimalandinu.
  En, ein besta frétt þessa kjána-tímabils er klárlega komin í hús.

 7. Langaði aðeins tala um hversu sáttur ég er við kaupin á Loic Remy. Þessi leikmaður er gríðarlega hæfileikaríkur og að mínu mati einn af þeim leikmönnum í ensku deildinni sem er mikið vanmetinn. Þessi strákur kann fótbolta og gerði lélegt lið Newcastle að miðlungsliði. Hann er með frábært record í Frakklandi og þokkalegt í EPL. Sanniði til hann á eftir að reynast LFC drjúgur í vetur og á besta aldri.

  Rodgers er að gera frábæra hluti á markaðnum, það er langt síðan liðið hefur verið svona þétt skipað. Það verður ekkert auðvellt fyrir Rodgers að stilla upp sínum 11 sterkustu í vetur, samkeppnin um stöður er að verða gríðarlega mikil. Lið í EPL og CL þarf að vera þannig til að ná árangri.

  Herra Jákvæður! 🙂

 8. Herra neikvæður her…..sa thennan Odigi spila fyrir Belga a HM og hugsaði með mer….shjitt hvað hann er lelegur…haha

  Eg veit natturulega ekkert um fotbolta hef bara gaman að þvi að horfa a Liverpool

 9. #8
  Hann tók framherjastöðuna af Lukaku svo eitthvað hlítur hann að geta.

 10. Ég veit að Rodgers er í betri stöðu en ég til að meta svona hluti (og veit 100 sinnum meira um fótbolta og hvað hann er að gera með liðið), en ég hugsaði oft með mér í fyrra “nú væri gott að hafa Wisdom”. Hann virkar á mig sem betri varnarmaður en sumir þeirra sem eru að fá nokkuð margar mínútur hjá Liverpool. Ég hefði því vilja hafa hann. En… ég veit að Íslendingur inn í stofu með áhugamannavit á fótbolta, sem aldrei hefur séð eina einustu æfingu hjá félaginu o.s.frv., veit ekki alltaf allt…

 11. #10 settu þeir þá alltaf meiddan Lukaku inná þegar líða fór á leikina ?
  Ég held að það sé full mikil einföldun að segja að hann hafi verið meiddur og held ég að ástæðan fyrir bekkjarsetu Lukaku hafi frekar að hann var ekki að finna sig.
  Origi kom af bekknum og var að standa sig miklu betur.

 12. Lukaku var ekkert meiddur, hann var bara mjög lélegur þær mínútur sem hann spilaði á HM.

 13. Góðir leikmenn hafa nú oft „horfið“ í leikjum með landsliðinu eins og td. Messi oft á tíðum með Argentínu. Þannig að mér finnst landsleikir ekki besti mælikvarðinn á getu leikmanna.
  Myndi ekki kvarta yfir því að fá Lukaku í Liverpool. Sýndi það í vetur að hann er hörku leikmaður, stór og sterkur og veit hvar markið er.

 14. Sammála Steina með ósegjanlega ánægju yfir því að fyrirliðinn ætlar ekki að landafjandast með Englandi næstu tvö árin, bara gott!

  Ætla mér að lýsa yfir ánægju minni með karakter Borini. Ég hef ekkert verið yfir mig hrifinn af leik hans en hefur fundist hann sprækur í leikjum sumarsins. Það að hann vilji frekar berjast um sæti sitt hjá Liverpool heldur en að verða lykilmaður í Sunderland sýnir mér að hann þráir að meika það í rauðu treyjunni.

  Er afskaplega glaður að sjá menn langa svo mikið að meika það hjá Liverpool, auðvitað væri gott að fá pening í kassann kannski en ég geri mér enn vonir um að þessi strákur meiki það hjá okkur og við eigum alls ekki að tala menn í burtu sem vilja vera hjá okkur…nóg erum við pirruð þegar menn vilja ekki spila fyrir klúbbinn.

  Kom mér á óvart að sjá okkur lána Wisdom en ég held að hjá WBA verði honum ætlað að prófa að spila hafsent líka. Mér sýnist Johnson og Flanno eiga að vera RB möguleikar vetrarins, veit ekki hversu glaður ég er með það.

  Svo er ég sammála Steina með það að við sjáum Coady, Robinson og Kelly kveðja fyrir leiktímabil. Þeir eru bara því miður sennilega ekki nógu góðir og ekki ástæða til að lána þá í burt.

 15. Borini fær ekki eins há laun ef hann fer, en fær að spila miklu meiri fótbolta, honum er skítsama um Liverpool… $$$$ 🙂

 16. Frábærar fréttir, alveg yndislegar! Nú klárar þessi besti og tryggasti leikmaður okkar frábæra lið með nokkrum titlum. Sé hann svo fyrir mér gerast þjálfari hjá okkur eftir 2-3 ár. Hann er okkar Maldini, eins og gull á eyri.

 17. Held að málið gæti verið hversu erfitt það er að komast frá Sunderland ef hann er keyptur á 14m punda. Ef þeir t.d. myndu falla, þá er ekkert annað lið að fara að kaupa hann á 14m punda sem myndi skilja hann eftir í Championship deildinni. Bestu lið Ítalíu hafa tæplega efni á svona upphæðum.

  Auðvitað vil ég að leikmenn gefi allt fyrir Liverpool en það er ekki eitt og sér nóg. Flestir hér myndi gefa talsvert meira en Borini fyrir Liverpool, vil samt ekki hafa neinn okkar í hóp liðsins. Borini er einfaldlega ekki góður leikmaður. Vona að hann sé bara að bíða og ath. hvort annað lið bjóði og fari á endanum til Sunderland – höfum nákvæmlega ekkert að gera með hann.

  Annars virðist liðið vera að fá hægri bakvörð. Mikið vona ég að það hafi ekki áhrif á kaup á vinstri bakverði en eitthvað segir mér að svo sé. Flanagan og Enrique yrðu þá vinstri bakverðir okkar, meh. Best væri auðvitað ef það myndi einfaldlega þýða að einhver vitleysingur (H.Redknapp) væri að fara að borga f. Johnson.

 18. vélinn nr 18

  Borini er nu valla a neitt háum launum hja okkur, gæti truað 30 -40 þusunf pund a viku max og ef sunderland kaupir hann a 14 milljonir punda þa eru þeir alveg orugglega til i að bjoða honun þau laun ef ekki bara 50 þus a viku þessvegna held eg.

 19. Gylfi að fara aftur til Swansea. Djöfull hefði ég verið til í að fá hann til liverpool á sínum tíma og er ég vissum að hann hefði viljað taka þessa spurs ákvörðun til baka, því að það ævintýri varð að martröð. Þetta er flottur fótboltamaður en ekki vildi ég sjá hann í liverpool í dag og segir það kannski dálítið um hvaða átt liverpool er að fara.
  Gylfi er að fara í Swanse lið sem er verra en það lið sem hann fór frá á sínum tíma.

  P.s hvað er Worm að hugsa að vilja vera varamarkvörður hjá Tottenham. Finnst hann nefnilega vera topp markvörður og væri til í að hafa hann í rammanum hjá Liverpool.

 20. Góðar fréttir fyrir bæði Liverpool og enska landsliðið.
  Góðar fyrir Liverpool því þetta mun eflaust þýða að farsæll ferill hans með liðinu heldur lengur áfram en hann myndi annars gera.
  Góðar fréttir fyrir enska landsliðið því undanfarin ár hefur Captain Fantastic ekki verið mikið meira en þung byrði, þó mér leiðist að segja það.
  Þetta er auðvitað sorglegt en núna ganga kynslóðaskipti í garð og nýir leikmenn stíga upp líkt og SG gerði eitt sinn.

 21. Þetta er stór stund í lífi Gerrards og leiðinlegt að klára glæsilegan landsliðsferil með stjóra sem hefur nær klúðrað öllu sem hann kemur nálægt.
  En að slúðrinu þá á myndunum að dæma er þessi Javier Manquillo betri varnarmaður en Glen Johnson erfitt að átta sig á því hvað hann getur framávið en þetta verður Svakalegt þegar boltinn byrjar að rúlla og við fáum dýrlingana þann 17 ágúst þetta verður fjör áfram LIVERPOOL!!!

 22. Ef ég man rétt þá spilaði Emre Can helming allra leikja sinna hjá Leverkusen sem vinstri bakvörður. Ef enginn annar kemur inn þá er ég nokkuð viss um að hann muni eigna sér þá stöðu.

  YNWA

Lovren sagður nálgast

Um Loic Remy