Lazar Markovic boðinn velkominn

Liverpool FC og Benfica hafa nú bæði staðfest það að Lazar Markovic hafi gengið til liðs við Liverpool. Þessi sókndjarfi leikmaður gengur til liðs við okkur á 19,7 milljónir punda en hann er sagður getað spilað nokkrar stöður framarlega á vellinum, sem er klárlega tónlist í eyrum Brendan Rodgers. Maður hefur nú heyrt af þessum strák í gegnum tíðina, hann talinn með þeim allra efnilegustu í Evrópu á sínu sviði, en ekki get ég sagt að ég hafi séð marga leiki með honum. Eftir að hafa lesið mér til um hann og skoðað eiginleika hans á Youtube myndböndum, þá virðist þetta vera gaur sem ætti að falla afar vel að stíl liðsins. Hraði er stórt vopn í hans vopnabúri og eins skilst manni að hann sé góður í hápressu. Menn líta oft til tölfræði hluta leikmanna og sjá þar ekkert sérlega spennandi tölur, en tölfræðin segir nú sjaldnast alla söguna. Hann skoraði 5 mörk í 26 leikjum fyrir Benfica á síðasta tímabili, en var þar áður búinn að skora 13 mörk í 46 leikjum með Partizan Belgrad. Hann á jafnframt 12 landsleiki að baki með Serbíu og hefur skorað í þeim 2 mörk.

Einn af þeim sem ég tek mikið mark á þegar kemur að Twitter, er Tor-Kristian Karlsen og hann kom með 5 tweet um kappann þegar ljóst var að hann var að ganga til liðs við okkur:

Chelsea reyndu mikið að næla í þennann strák áður en hann fór til Benfica og var í fyrstu talað um að þeir hefðu keypt hann og lánað hann áfram. Það var sem sagt ekki málið og er talið að þeir hafi reynt að fá hann til liðs við sig núna en að hann hafi neitað þeim. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um þau mál, en eitt er ljóst, þeir sem hafa fylgst vel með þessum kappa eru sannfærðir um að þarna fari ákaflega efnilegur leikmaður, einn af þeim allra efnilegstur í Evrópu. Liverpool hefur ekki staðfest samningslengdina, en talið er að hann hafi skrifað undir 5 ára samning.

Markovic er búinn að vera lengi á radarnum hjá Liverpool og samningaferlið var langt og strangt, enda í eigu tveggja aðila. Þetta tókst þó að lokum og Brendan fékk sinn mann. Ég býð hann formlega velkominn, og þótt hann sé ekki að fara að fylla neitt Luis Suárez skarð hjá okkar mönnum, þá er þetta engu að síður afar spennandi dæmi. Velkominn Lazar.

92 Comments

 1. Hljómar mjög spennandi. Ég er einn af þeim sem hef verið að kalla eftir stórum nöfnum, en ég verð að viðurkenna að þegar liðið tekur sig til og kaupir 20 ára leikmann fyrir 20m þá er ég mjög ánægður.

  Og ef Tor-Kristian Karlsen hefur rétt fyrir sér og hann er á topp 5 yfir “greatest talents in European football” þá verður bara að teljast mjög flott að Liverpool hafi náð að klófesta hann, næg er samkeppnin. Gaman væri samt að vita hverjir eru með Lazar á þessum topp 5 lista Tor-Kristian Karlsen, hefur það komið fram?

  Ég hef verið harður gagnrýnandi FSG og sumargluggana í þeirra tíð, en þessi viðbót á miðjuna Lallana og Lazar finnst mér mjög spennandi. Þetta er hægt og rólega að verða Rodgers lið.

 2. Gætu orðið mjög spennandi kaup ef Rodgers nær til hans.

  Ef maður lítur bara á þá leikmenn sem hafi komið frá Benfica inn í stærustu deildirnar á síðustu árum eru ma. Angel Di Maria, David Luiz, Ramires, Axel Witsel og Nemanja Matic.

  Þannig að það má segja að Chelsea hafi nánast verið áskrifandi af leikmönnum frá Benfica þó vissulega hafi Matic farið fram og til baka.

 3. #3

  Ég sem hélt að þetta væri blogsíða þar sem farið er ofaní saumana á málefnum tengdum Liverpool og hver og einn penni er með sína eigin skoðun og hugsanir og deilir þeim með okkur. Ef menn vilja æsifréttasíður þar sem aðal málið er að vera fyrstur með fréttina þá er kop.is líklega ekki besta síðan…..

 4. Hrikalega spennandi kaup í þessum leikmanni að mínu mati, og fittar samkvæmt lýsingu einstaklega vel inní þennan Liverpool hóp sem BR er að setja saman. Ég ætla allavega að fylgjast vel með þessum kappa 🙂

 5. Lazar Markovic er án vafa spennandi kostur og sýnir mér allavega að menn eru að verða djarfari í sínum innkaupum. Það að borga 20 millur fyrir þetta ungan og hráan strák er statement of intent í mínum augum.

  Ég horfði minna á portúgalskan fótbolta en oft áður í vetur en strákurinn var lykilmaður í góðu liði Benfica. Eftir spjall við þá sem horfa meira á en ég þá koma fram einmitt þessir hlutir sem Steini vísar í. Aðdáendur Benfica eru hundsvekktir að missa af þessum strák strax, gerðu sér vonir um að hann yrði með þeim áfram fyrst þeir náðu að berja Chelsea af sér á sínum tíma.

  Youtube klippurnar sýna öflug sóknartilþrif en þeir vilja meina að það sé ekki síður mikilvægt að hann er mjög duglegur að pressa, óþreytandi baráttuhundur, ákafur og grimmur.

  Í því liggur svo veikleikinn, hann á til að brjóta klaufalega af sér og er svolítið “hot-head” skilst mér, þekktast auðvitað að hann fékk rautt spjald eftir að honum var skipt útaf í undanúrslitum EL við Juventus eftir að hafa tekið þátt í hasar á hliðarlínunni. Benficaaðdáendur eru handvissir um að þeir hefðu unnið Sevilla með hann í liðinu.

  Svo varðandi æsifréttir þá er einmitt kop.is bloggsíða sem helst saman af sex einstaklingum sem droppa hér inn með skoðanir og fréttir. Vissulega kemur fyrir, eins og í gær, að enginn okkar hefur tíma eða aðstöðu til að henda inn frétt eins og þeirri sem Steini setur svo inn nú í morgunsárið. Vonandi fyrirgefa lesendur okkar það, enda svosem var löngu orðið ljóst að Markovic væri mættur og var það m.a. rætt í podcasti á mánudagskvöld.

  En er spenntur fyrir Markovic og finnst sumarið líta stöðugt betur út í leikmannamálunum!

 6. Cris Bascombe skrifar áhugaverða grein um kaupin í Telegraph. Hann veltir því fyrir sér af hverju Markovic fór til Liverpool en ekki Chelsea.

  http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/10969026/Liverpools-20m-signing-Lazar-Markovic-always-seemed-destined-for-Stamford-Bridge-not-Anfield.html

  Niðurstaða hans er að Liverpool sé í sterkari stöðu en áður og/eða Mourinho telji sig þurfa styrkja sig með annars konar leikmönnum.

  Stóra breyting á leikmannamarkaðinum er samt sem áður að nú eru FFP reglurnar farnar að skipta máli. Þau félög sem hagnast mest á því eru MU og Arsenal. Chelsea og MC geta ekki farið í djúpa vasa eigenda sinna þegar þeir vilja fá leikmenn.

  Nýji skyrtusamningur Adidas við MU er ótrúlegur. Þeir fá 75 milljónir punda á ári frá adidas það þýðir að það sem þeir töpuðu að vera ekki í CL er jafnað með samningnum. Samningurinn er 40 milljónum punda hærri en næst hæst samningur félagsliðs.

  Það er áhugavert hvaða áhrif þessi samningur mun hafa. Nike sem eru langstærstir á markaðnum töldu hann vera algjört rugl og vildu ekki samþykkja hann. Munu önnur félög fá sambærilega samninga eða mun Adidas tapa stórt á þessum samningi?

  Hef mikla trú á Rodgers og FSG en verð að viðurkenna að mér finnst hin liðið vera orðuð við meira spennandi leikmenn. Ég er fullkomlega meðvitaður um að 90% af þessum fréttum eru rugl en ég vildi gjarnan fá eitt stórt nafn og er Reus/Barkley/Pogba nöfn sem væri gaman að sjá Liverpool treyjunni. Hef ekki hugmynd um hvort að það sé minnsti möguleiki á að það gangi eftir.

  Arsenal hefur að mínu áliti styrkt sig mest fram að þessu. Svekktur með að Sanches skuli hafa farið þangað. Vonbrigði að Moreno viðskiptin muni ekki ganga eftir hann er það sem við þurfum í vinstri bakvörðinn.

  Liverpool hefur styrkt sig verulega í þessum glugga. Við verðum að breikka hópinn og það hefur verið gert. Markovic getur farið alla leið eða orðið nýr Babel. Can virkar mjög flottur, Lallana er góður á eftir að sjá hann verða frábæran og Lambert verður vonandi nýr McAllister 🙂

  Nenni ekki að ræða Suarez meira og spurning hver verður keyptur til að vera frammi. Viðurkenni að ég er spenntur fyrir Balotelli. Klikkaðislega góður 🙂 Treysti Rodgers til að hafa tök á honum.

  Áfram refresh.

  YNWA

 7. strákar klukkan hvað er æfinga leikurinn hjá okkur í dag gegn ????

  plz svara

 8. Hvernig væri svo að landa Marco Reus núna? Haugur af 18-20 ára guttum er ekki að fara að dekka það skarð sem Suarez skilur eftir sig.

 9. “Menn líta oft til tölfræði hluta leikmanna og sjá þar ekkert sérlega spennandi tölur, en tölfræðin segir nú sjaldnast alla söguna.”

  Fyrir þá sem þykir tölfræðin hans ekki spennandi má benda á það að hann er jafnaldri Raheem Sterling. Sterling er með 11 mörk í 57 leikjum með Liverpool sem allir vita að segir afar lítið um Raheem litla. Á meðan er Markovic búinn að skora 18 í 72 leikjum með Partizan og Benfica.

  Ég er spenntur fyrir þessum náunga. Það eru svona kaup sem við þekkjum hjá Liverpool. Ungir gaurar sem eru ekki búnir að sanna sig en hafa alla burði til að verða í heimsklassa.

 10. manni lýst betur og betur a Markovic og hlakkar til að sja hann i rauðu treyjunni.

  en nu segja þeir að Moreno se dottin upp fyrir og okkar menn seu að reyna að fá Ben Davis fra swansea, eg hef litið sem ekkert seð þann gæja og viðurkenni að eg er ekki spenntur fyrir honum. Megum heldur ekki gleyma því að við eigum Enrique og ef hann og hausinn a honum er i lagi þa eru fáir vinstri bakverðir i heiminum betri en hann, ekki hægt að treystana hann þó og þess vegna þarf lika annan vinstri bakvörð.

  eg er að vona svo að Lovren komi líka inní vörnina ásamt einum sóknarmanni, er mest spenntur fyrir því að sja hvað okkar menn gera í sambandi við sóknarmann, minn draumur þar er Lukaku.

 11. @jonny #9
  Leikurinn við Brøndby hefst kl 16 að íslenskum tíma (18 að dönskum tíma)

 12. Leikur dagsins byrjar kl. 16.

  Leikmannahópur okkar er á official síðunni…Emre Can og José Enrique fóru víst ekki með til Danmerkur.

  Aðeins varðandi samning United. Þessi samningur er vissulega stór en á honum er þó veigamikill munur og á öðrum, United afsalar sér að nær öllu leyti tekjum á búningasölu, á meðan t.d. að við eigum stærstan hluta af búningasölunni á meðan að Warrior fá minnihluta af hverri treyju. Var að reyna að finna aftur greinina sem tók þennan lið út en finn hana ekki aftur.

  Þetta er auðvitað meira öryggi fyrir United en velta má fyrir sér hversu mikill munurinn er þegar að Adidas rakar inn fyrir allri treyjusölu…en þetta virkar mjög vel fyrir rekstur innan FFP og talið er líklegt að samningar framtíðarinnar verði allir á þennan hátt.

 13. Áhugaverðar upplýsingar Maggi. Það væri fróðlegt að sjá samanburð á þessum samningum. Umfjöllunin hefur verið á þá leið að hér væri um mikinn happafeng að ræða fyrir MU.

 14. Klárlega er þetta afar flottur samningur hjá Man.Utd, en hann er ekki svona mikið stærri en aðrir samningar einmitt út af þessu sem Maggi kemur inná. Auðvitað erfitt að reikna þetta allt fram og tilbaka þar sem sjaldnast gefa menn allar þessar tölur upp opinberlega. En góður er samningurinn og tryggir þeim mikið öryggi og þurfa þeir lítið að vera að spá í treyjusölunni sem slíkri, það er hausverkur Adidas.

 15. # Guðlaugur

  Það væri gaman að sjá samantekt á FFP hjá þessum stærstu klúbbum á Englandi.
  Hvenig getur þetta t.d. ekki haft áhrif á rekstur City að þeir séu að raka til sín mönnum á háum töxtum enn eitt árið?

  Þeir eru auðvitað búnir að fá til sín Sagna, Fernando, Caballero og eru líklegast á leiðinni að ná í Mangala frá Porto. Hvernig hefur þessi klúbbur efni á því innan FFP reglna að auka svona við launakostnað? svo ekki sé minnst á kaupverðið á þessum spöðum öllum…

  Nú birtust fréttir þess efnis að UEFA hefði sektað City fyrir að fara ekki eftir reglum (fyrir síðasta ár) og sömuleiðis takmarkað ennfrekar þann leikmannahóp sem þeir mega hafa í meistaradeild.

  Er þetta í alvöru refsing fyrir lið sem hefur nánast úr ótakmörkuðum sjóðum að ráða?

 16. mikið slúðrað a twitter um Reus og að okkar menn seu að bjóða 45 milljonir evra i hann. spennandi að fylgjast með hvort eitthvað se til i þessu

 17. Maggi #14

  Veistu nokkuð af hverju Emre Can og José Enrique fóru ekki með til Danmerkur ?

 18. Ég ætla nú ekki að leyfa mér að dreyma um Reus til Liverpool. Enda fer lítið fyrir því á mínu Twitter.

  Hins vegar eru fréttir þess efnis að Tottenham séu að “stela” þriðja valkost Rodgers í vinstri bakvörðinn. Ben Davies. Veit ekki hvað mér finnst um það. Lifi enn í voninni um Alberto Moreno.

 19. Umræðan um þennan risasamning hjá United er einmitt svolítið eins og þegar verið er að vera saman kostnað við leikmannakaup án þess að taka mun á launakostnaði inn í pakkann.

  Breytir því ekki að þetta ef vafalaust svakalegur samningur fyrir United, væri gaman að sjá hversu mikið stærri hann er í raun og veru m.v. önnur stórlið.

 20. Maggi / Sigursteinn. Klúbbarnir hafa hingað til verið með markaðsdeildir sem sjá um að sala á þeirra varningi sé góð, og alltaf betri og betri. Erum við þá kannski að sjá þessar deildir innan klúbbana minnka, og minnka í umsvifum ? Eða kemur markaðsdeild utd bara með einhverja “nýja” hugmynd sem gæti síðan gefið félaginu sem samsvarar treyusölunni, þá er þetta tær snilld !

 21. Maggi er einhver ástaða fyrir því að emre can og enrique fara ekki með í leikinn ??
  var immit að vona eftir að sjá can spila

 22. Markaðsdeildirnar eru ekkert að fara að minnka neitt við svona samninga, enda þarf áfram að vinna í að styrkja “brandið” á heimsvísu. Áfram munu félögin vera með sín Megastore (eða Man.Utd í þessu tilviki, við erum ennþá með samning á hinu forminu). Breytingin er að framleiðendurnir fá allan ágóða af sölunni á treyjunum og borga félögunum þess í stað fasta upphæð á samningstímanum, pr. ár. Okkar samningur hljóðar upp á ákveðnar prósentur af seldum treyjum, hvar svo sem þær eru svo seldar. Markaðsdeildir félaganna munu því lítið breytast við svona samninga.

 23. #24

  Brendan Rodgers: “Emre Can has looked very good in training but has twisted his ankle. Should play at Preston on Saturday.”

 24. Markovic er fæddur 1994, Sama ár og Sterling, og kostaði 20m punda, Hvað myndi sterling þá kosta mikið til samanburðar?

 25. #17
  Ég sé að þú ert að velta fyrir þér rekstri Manchester City og að þeir séu búnir að eyða svo hrikalega miklu .

  Sagna kom frítt
  Cabellero 4 milljónir
  Fernando 12 milljónir
  Mangala 32 miljónir ekki staðfest.

  Ég reikna ekki með að þeir kaupi fleiri leikmenn,

  City má ekki eyða meiru en 49 miljónum í þessum glugga samkvæmt sekt UEFA.

  Þrátt fyrir tap undanfarinna ára þá mun rekstrar tölur breytast algjörlega næstu árin,
  City mun vera rekið með hagnaði innan 2 ára trust me.

  Afhverju pælir enginn í því að City er núna í 6 sæti yfir þau lið í heiminum í mestu tekju öflun
  http://www.bbc.com/news/business-25844751
  Liverpool er ekki einu sinni í topp 10

  skiptir það engu máli ?

  Það er búið að breyta launastrukturnum hjá City grun laun lækka en góðir bónusar,
  Þannig að allir þeir sem skrifa undir nýja samninga hjá City fá lærri grun laun en geta fengið hærri laun þegar bónusar eru teknir með í reikninginn .

  Áður enn þið selduð Suarez þá var Liverpool bara ekkert í góðum málum gagnvart FFP .

 26. Djöfull er maður klikkaður að bíða spenntur eftir æfingar leik Liverpool og Brondby og skipuleggja tíman minn í kringum hann eins og alla aðra liverpool leiki.

 27. eg var að koma að skjanum i leik Brondby og Liverpool, hvernig er byrjunarlið okkar ? er einhver með það a hreinu ?

 28. #30

  Brad Jones, Kelly, Ilori (fór útaf meiddur), Agger, Smith, Lucas, Rossiter, Coutinho (lítur vel út), Suso, Borini, Teixiera

 29. #28

  Þeir fylla aldrei völlinn hjá sér, mjög lítill stuðningur utan Manchester og launin (+ innkaupin þó það sé ekkert endilega þetta sumarið) eru þau hæstu í heimi. Tap City er í raun svo mikið að það mun aldrei “jafna sig út”. Þetta löguðu þeir svo með að “gera styrktarsamning við sjálfan sig”. Ef þú ætlar að monta þig af þessu þá hlíturu að vera stoltur af íslensku bankaútrásinni líka. FFP og stjórnarsamtök fótbolta eru hinsvegar ekki mikið merkilegra en það, að þetta mun aldrei skipta neinu máli.

 30. #32 Jón
  Þvílík endemis þvæla er þetta í þér drengur.
  Það er búið að vera uppselt á alla heimaleiki í deildinni á Edihad sem er by the way stærri en Anfield síðustu árin . Afhverju kemuru með svona fullyrðingu að þeir fylla aldrei völlin hjá sér.
  Og að þeir hafi gert styrktarsamning við sjálfan sig Etihad er flugvélag ef þú vissir það ekki fyrir.
  Eigandi Etihad flugfélagsins er ríkið sjálfs þ.e.a.s Abu Dahbi meða Manchester City er í eigu Mansour bin Zayed Al Nahyan.

  Menn leita sér að styrktaraðilium í viðskiptum oft hjá tengdum aðilum það er all þekkt , afhverju helduru að Liverpool sé með styrktarsamning við Warrior ?

  Ef menn ætla að gagnrýna þá er það í fínu lagi enn viltu vinsamlega ekki koma fram með svona ósannindi.

  Varðandi bankahrunið þá voru það skuldir sem gerði það að verkum að allt hrundi , Manchester City skuldar ekkert og þar koma peningar frá eigendunum inn í íþróttina í stað þess að þeir taki pen inga út úr henni.

 31. Hélt að vegna FFA refsingarinnar mættu City ekki hækka launakosnaðinn hjá sér eftir síðasta season, hljóta þá að fara að selja menn 😛

 32. Ari , já það passar: Lescott ,Pantilimon, G Barry eru farnir.
  Richards vill ekki nyjan samning hann fer sennilega, Sinclair fer,
  Enn allt kemur þetta í ljós, en eins og ég sagði áðan þá er búið að
  breyta launa strúktur þannig að grunn laun lækka þannig að launakostnaður City mun lækka töluvert á næstu árum

 33. Þú spyrð mig afhverju ég kem með svona fullyrðingar og svo sýni ég þér mynd af tómum vellinum og þá er ég vitlaus. Mikið voðalega hlítur að vera erfitt að vera gáfaður í þínum augum, hlítur að vera snillingur bara… og varla geturu verið svo vitlaus að halda því fram að eitthvað arabískt flugfélag hagnist á að láta City fá 400m punda fyrir nafn á velli, lið með nánast engan fanbase. Hafðu það bara eins og þú vilt – nenni lítið að ræða þetta lið þitt og þeirra peninga. Finnst það ómerkilegt í alla staði og nokkuð sama hvort þú neitar því að völlurinn sé tómur, fanbase sé lítill og að þú actually heldur því fram að City sé vel rekið fyrirtæki.

 34. Ef þú heldur að þessi mynd þín sanni mál þitt
  er alltaf hálf tómt á Anfield ?

  http://static.guim.co.uk/sys-images/Guardian/Pix/pictures/2010/9/17/1284680651006/Empty-seats-at-Anfield-001.jpg

  Ég þekki mitt félag mjög vel hef farið nokkrum sinnum á völlinn og það var alltaf uppselt.

  Þú mátt alveg gera lítið úr Manchester City , en reyndu að gera það á faglegri hátt. Liðið er ekki með stóran international fanbase rétt hjá þér enn þeir eru samt stórt félag sem er í dag eitt af stærstu félögum í heimi.

  Etihad samningurinn er fyrir auglýsingu á treyju . nafn á vellinum og stærsta og flottasta æfingasvæði sem nú er í byggingu , alls ekki of stór samningur. kynntu þér bara málið….

 35. jæja nú segir sagan enn eina ferðina að Tottenham og Liverpool berjist um leikmann en munurinn er sá að nuna virðist leikmaðurinn miklu frekar vilja fara til okkar en þeirra sem er glænytt en afar anægjulegt. leikmaðurinn sem um ræðir er bakvörður Swansea Ben Davis.. Tottenham a að hafa fenfið samþykkt 10 milljóna boð en okkur neitað um 8 milljonir, Ben Davis er víst að vona að okkar menn hækki sitt boð í 10 milljonir svo hann geti farið til okkar.

  þa er stóra spurningin getur hann eitthvað þessi drengur ? er hann td betri en Enrique i toppformi ?

 36. Maður á auðvitað ekki að vera að blanda sér í rökræður barna, en…..

  Þröstur 34.
  “Þvílík endemis þvæla er þetta í þér drengur.”

  Þröstur 41
  “jón þú getur ekki verið svona vitlaus”

  Þröstur
  “Eigandi Etihad flugfélagsins er ríkið sjálfs þ.e.a.s Abu Dahbi meða Manchester City er í eigu Mansour bin Zayed Al Nahyan.”

  Þröstur 47
  “Etihad samningurinn er fyrir auglýsingu á treyju . nafn á vellinum og stærsta og flottasta æfingasvæði sem nú er í byggingu , alls ekki of stór samningur. kynntu þér bara málið ”

  Þröstur, þú ert snillingur. Auðvitað er ekkert samband á milli Mansour og Abu Dahibi. Auðvitað ekki. Þeim fannst bara 400 milljónir punda vera góður “díll”

  Lesa vel og vandlega áður en maður kemur fram með einhverja fullyrðingar, ekki rétt ?

  Sheikh Mansour bought City in 2008, and has since spent around £1bn of the fortune he wields as a member of Abu Dhabi’s ruling family, principally to buy and pay the multimillion-pound wages of footballers to make City successful.

  Mansour is among the most powerful group in Abu Dhabi with the crown prince Sheikh Mohammed and their other “full” brothers by Sheikha Fatima, one of the six wives married to the former ruler, Sheikh Zayed bin Sultan al-Nahyan. Sheikh Khalifa, Zayed’s oldest son, one of Mansour’s half-brothers by a different wife, is the UAE president, said to be ailing in health. Mansour is the Abu Dhabi deputy prime minister, responsible for the country’s judges, and sits on the board of key investment funds.

  Manchester City is run by Khaldoon al-Mubarak, the chairman, a senior Abu Dhabi government and business figure, who works principally for Sheikh Mohammed. Mubarak is the chairman of the Executive Affairs Authority, a strategic government body responsible for advising on Abu Dhabi’s international image. He was deputed from his duties for Sheikh Mohammed to run City shortly after Mansour bought the club, to shape a more dignified direction after the initial frenzy of media coverage which was all about money and considered detrimental by the Abu Dhabi establishment.

  Engin tengsl milli þessara manna, ekki nokkur tengsl.

  Þröstur þú ert maðurinn.

 37. #47 – Myndin sem þú sýnir af “hálf tómum” Anfield er augljóslega tekin löngu eftir leik af grjóthörðum stuðningsmönnum, enda sérðu að það er engin leikur í gangi á vellinum, nema gestaliðið hafi ákveðið að sleppa að nota markmann í þessum leik.

 38. # 49 nei ekkert spjallborð sem slíkt enn við erum með Facebook síðu afhverju spyrðu má ekki skoða þessa og taka þátt í umræðunni ?

  # 51 á sama hátt er myndin sem Jón notaði ekki tekinn á deildarleik síðustu ára var bara að sýna fram að það auðvelt að sýna velli sem ekki eru fullir. annars er myndin sem jón notar tekinn úr þessari hérna grein:
  http://worldsoccertalk.com/2014/01/16/why-its-time-to-scrap-unwanted-and-outdated-fa-cup-replays/
  og á að sýna frá FA cup replay á móti B liði Blackburn það var talað um 35.000 manns á þeim leik. Jón ákveður að nota þetta til að sýna fram á að það sé aldrei fullt á Etihad sem er rangt. það sem er skrítið við þessa mynd er að hún auglýsir umbro en ekki nike eins og City er með þannig að þessi mynd getur ekki verið frá síðasta tímabili.

  #50 hvar segi ég að að alls enginn tengsl séu á milli etihad og eiganda city ? þvert á móti segi ég “Menn leita sér að styrktaraðilium í viðskiptum oft hjá tengdum aðilum það er all þekkt , afhverju helduru að Liverpool sé með styrktarsamning við Warrior ?”
  svo ég vitna nú í sjálfan mig , ég er aðeins að benda á að þetta eru ekki sömu aðilar eins og Jón heldur fram.

 39. Þetta breytir nú samt engu um það sem ég hef fram að færa. Eigendur City eru augljóslega að færa peninga úr einum vasa í annan.

  Svo get ég ekki betur séð en að þeir séu að hækka verulega hjá sér launakostnað þó þeir megi ekki versla leikmenn fyrir meira en 49m punda. Er ekki annars bara Nasri sem hefur endurnýjað sinn samning mv. þessar bónusa forsendur?

  Svo er þessi grein frá apríl 2014, varla er himinn og haf á milli launakostnaðar á sömu mönnum nákvæmlega þrem mánuðum síðar…

  http://www.bbc.com/sport/0/football/27046221

 40. Hættum nú a? rífast. Ég vil ennþá meina a? Ricky van Wolfswinkel sé ma?urinn sem Liverpool þarf. Hann er engu verri en Suarez á þessum aldri.

 41. @54 ragnar

  ertu ekki að grinast villtu fa gæja sem skoraði 3 mörk I eitthvað um 30 leikjum hjá norwich til ad koma inna af bekknum eda byrja leiki ?

 42. Ricky van wolfswinkel, eigum við ekki bara alveg eins að fá Ríkharð daðason til að taka fram skóna aftur ??

 43. Nr. 56 Hann var í svo lélegu liði sem skoraði bara 28 mörk í deildinni. Svo má ekki gleyma að Rodgers var ekki að þjálfa Norwich. Rodgers gerir Wolfswinkel að besta striker heims og þegar hann fær bestu sendingar heims frá besta leikmanni heims, Raheem Sterling, ætti hann að skora 50+ mörk í deildinni.
  Brendan er bestur. In Brendan we trust.

  Og strákar, ekkert kjaftæði. Rikki Daða og Bjöggi Takefusa eru aldrei Liverpool-quality.

 44. Þessi samningur hjá Man Utd meikar í raun álíka lítið sense fyrir mér og hinn ofur hái Chevy samningur sem varð til þess að menn í æðstu stöðum á þeim bæ voru reknir ef ég man rétt. Fyrir ca. 2 árum fyrir forvitnissakir kafaði ég aðeins ofan í gömlu mýtuna um það þegar frægir leikmenn eiga að borga sig upp með treyju sölu á smá tíma(Beckham, Zlatan ofl). Þá sá maður að þessir samningar eru nátulega oftast nær einhver hernaðarleyndarmál en þessir helstu spekingar, swissramble bloggarinn sem dæmi, tala um að meðaltals upphæð sem liðin fá per treyju séu 12 euros. Ef maður reiknar það svo við 1.5 milljón treyjur sem ManU voru í mesta lagi að selja á árunum 2005-2009 ( http://www.sportingintelligence.com/…/revealed-the…/ ) þá fær maður út 18m plús svo 25,4 á ári frá Nike þá fær maður út 43,4m á ár sem gera 31,6m minna ári en nýji samningurinn. Eða með öðrum orðum ég skil ekkert í þessum nýja samning sérstaklega þar sem liðið er nú ekki í jafn góðri samningstöðu og segjum fyrir 20mánuðum síðan. En ljóst er að þegar Adidas og Chevy verða farnir að tikka inn 120m á ári(fyrir utan svo alla hina 1747 aulýsingarsamningana sem þeir eru með) verða Man Utd komnir í svipaða monopoly stöðu í enska og Bayern eru í Þýskalandi nema hin liðin taki sig verulega á. Það útskýrir kannski betur þá ofur áherslu einmitt þessi 2 lið með öll sín ítök settu á að FFP yrði komið á…

 45. Ég skil einmitt ekki hvað fólk er að setja út á 40M á ári fyrir auglýsingu á búning, nafn á velli, æfingasvæði og allan pakkann… Ef maður miðar við aðra samninga í þessum bransa þá er ekki hægt að segja annað en að Man City hafi verið frekar hógværir í þessum samningum.

  Varðandi viðskiptatengsl, þá eru samningar í öllum viðskiptum gerðir milli fólks sem þekkir hvort annað, þá getur ekki verið að það sé eingöngu hægt að benda á tengsl ef þau eru í arabaríkjum, hvað með tengsl MUFC og LFC við USA? Held það sé ekkert tilviljun að stærri samningar þeirra koma þaðan.

  FFP er líklega ein mesta hringavitleysa sem “stóru” liðin í evrópu bjuggu til tilþess að geta verið áfram á toppnum á kostnað hinna liðana.
  Að fela sig á bakvið það að það sé verið að passa upp á að liðin skuldsetji sig ekki of mikið, þá ætti frekar að skoða skuldasöfnun félaganna, en ekki peninga sem koma inn í liðin til að borga niður skuldir og kaupa nýja leikmenn. Ef félagið er skuldlaust, þá er rosalega erfitt að vera yfir skuldsettur.

  En annars til hamingju með nýja leikmanninn Liverpool menn, sem City maður mundi ég ekkert hata ef Liverpool gæti haldið upptækum hætti í deildinni (allavegana á móti united).

 46. Sléttur mánuður í fyrsta leik! Förum nú að klára kaupin okkar svo þeir geta farið að æfa reit og klobbað hvorn annan og svona.

 47. Byrjum á Markovic þar sem þessi þráður snýst nú um hann.
  Fyrir mér lýtur hann út fyrir að hafa allan pakkann en Brendan Rodgers og hann menn þurfa að móta leikmanninn rétt eins og þeir gerðu með Sterling. Það sáu flestir að Sterling hafði mikla hæfileika. Það þurfti bara að fara rétt að honum og það hefur BR svo sannarlega gert.

  Sterling er í dag allavega 30 milljón punda virði og Markovic gæti orðið 40-60 punda virði innan tveggja ára sé haldið rétt á spilunum. Að því sögðu þá vona ég að við sem stuðningsmenn getum sýnt honum ákveðna biðlund og dæmum hann ekki eftir einungis eitt ár. Reyndar finnst mér við Liverpool stuðningsmenn ekki vera þekktir fyrir þolinmæði og á ég því von á að einhverjar mannvitsbrekkur muni hrauna yfir hann í vetur fyrir að vera ekki búinn að skora 10-20 mörk strax í desember.

  En með þetta City mál allt saman þá trúi ég ekki að ég sé að lesa þetta:
  “Það er búið að vera uppselt á alla heimaleiki í deildinni á Edihad sem er by the way stærri en Anfield síðustu árin . Afhverju kemuru með svona fullyrðingu að þeir fylla aldrei völlin hjá sér.”

  Þegar keppni City og Liverpool stóð sem hæst þá sagði ég einmitt við ágætan City félaga minn að það færi verulega í taugarnar á mér að sjá þetta City lið vera berjast um efsta sætið þar sem stuðningsmenn þeirra mættu varla á völlinn. Eftir leik þeirra gegn Sunderland í vetur þar sem leikurinn fór 2-2 á Etihad þá sagði einmitt Gummi Ben í Sunnudagsmessunni að hann áttaði sig ekki á City stuðningsmönnum. Þeir væru í dauðafæri að vinna titilinn sem samt væri svo LANGT frá því að völlurinn væri fullur.

  Margir miðlar skrifuðu um þetta ákveðna atvik og má meðan annars finna þetta hér: http://www.goal.com/en/news/1717/editorial/2014/04/17/4758102/out-with-a-whimper-manchester-city-surrendering-title-hopes

  “Granted, this was a rearranged midweek fixture, but the amount of empty seats inside the stadium can’t have inspired the home players, either. It is hardly a new problem at Eastlands but this is a club supposedly fighting for the title.”

  Þetta var alls ekki eini leikurinn sem þetta var svona! Það kæmi mér því ekkert á óvart að það hefðu verið fleiri áhorfendur að meðaltali á Anfield síðasta vetur en Etihad í PL þar sem á Anfield er gott sem alltaf fullt, ólíkt á Etihad. Og það munar 2000 sætum á þessum tveimur völlum.

 48. City = seldir miðar en “aðdáendur” nenna ekki að mæta á völlin…. af einhverri ástæðu….. fliss, fliss…..

  Liverpool = seldir miðar og áhorfendur mæta…. sama hvað.

 49. Held að þetta sé einn af leiðinlegri þráðum á kop.is síðan Gillett og Hicks áttu félagið, mögulega er það samt bara ég.

  Verð þó að gefa Ricky Van Wolfswinkel trollinu kúdos, fannst þetta smá þreytt og ófyndið þar til fólk fór að bíta á hjá honum, þá hló ég nú smá.

  Starting punkturinn er samt um Lazar Markovic sem eru ein mest spennandi leikmannakaup sem Liverpool hefur gert (fyrirfram) síðan félagið keypti Luis Suarez. Ungan og gríðarlega spennandi leikmann, nákævmlega viðskipti sem Liverpool hefur svo oft klúðrað á lokametrunum í gegnum tíðina. Liverpool er (vonandi) að kaupa Lazar Markovic áður en hann verður LAZAR FOKKING MARKOVIC. Ef félagið var einhverntíma í stöðu til að gefa svona leikmanni séns og svið til að skapa sér nafn þá er það núna undir stjórn Brendan Rodgers.

  Það hefur meira verið látið með þennan dreng upp yngri flokka og fyrstu ár í atvinnumennsku en ég man eftir varðandi Luis Suarez. Mögulega hendi ég í svipaða færsu um manninn og ég gerði um Suarez þegar hann kom. http://www.kop.is/2011/01/28/20.23.45/

  Umræðan um þau kaup fóru einmitt líka í allt aðra átt um leið þegar Torres/Carroll viðskitpin áttu sér stað. Líklega voru ekki allir að meðtaka hversu góðan leikmann Liverpool var að kaupa þá enda Suarez ekki orðin LUIS FOKKING SUAREZ þá.

 50. Brendan þarf að gefa Lazar tíma. Hann á sennilega ekki eftir að smella strax inn. Sjáið bara Rögnvald reginskyttu, hann var lengi að verða stórkostlegur hjá United en vá, þegar hann náði sínu potential þá var hann besti leikmaður deildarinnar síðan Henry.

  Hvað gera okkar menn samt ef það verður drop þetta tímabilið, segjum 5. sæti og út úr meistaradeildinni í riðlakeppninni (ekki ólíklegt því við verðum í sóðalega sterkum riðli), verður Rodgers þá látinn taka pokann sinn?

 51. Ég held að menn verði aðeins að slaka á væntingunum í garð þessa leikmanns.

 52. Sælir,

  ég vil fá til viðbótar sem þegar er komið, vinstri bakvörð og einn miðvörð (Lovren) ásamt Edison Cavani til Liverpool og við erum klárir fyrir næsta tímabil!

 53. Þetta gætu verið næstu Henderson kaupin, allir að djöflast yfir þessum kaupum fyrsta tímabilið, kalla hann öllum illum nöfnum, fáranlegur verðmiði, og svo þegar hann er búinn að aðlagast og byrjaður að spila vel þá allt í einu er þetta topp eintak. Vanmetinn leikmaður.

 54. #65 Þröstur

  Vil byrja á því að þakka þér fyrir að kalla mig Birgi, ekki slæmt nafn svo sem en jæja.

  En svo ég haldi skemmtuninni áfram fyrir Babu. Þú spyrð hvort ég veit betur og hvernig ég útskýrir þessar tölur sem þú vitnar í. Það er frekar erfitt. Þú tekur hér heimasíðu sem kastar fram tölum en hefur engar heimildir bakvið tölurnar. Ég get svo sem kastað upp einni heimasíðu sem inniheldur aðrar tölur en engar heimildir. Ert þú tilbúinn að vitna svo í þá heimasíðu á eftir? Á ekki von á því.

  Þú kannski útskýrir bara sjálfur þessar tölur. Það varst nú einu sinni þú sem vitnaðir í þær og fullyrtir síðan: “Liverpool og City eru að nýta völlin nákvæmlega eins.”
  Svo segir þú reyndar: “eigum við ekki bara að trúa þessu ?” .. Ég ætla segja nei við þig þar þangað til ég sé hvaðan þessar tölur koma. Þetta gætu þess vegna verið seldir miðar en ekki mættir áhorfendur!

  Þú afsakar hvað ég er skeptískur en fjandans háskólinn kenndi mér að draga allar fullyrðingar í efa sem ekki hafa almennilega heimild bakvið sig.

  Jafnframt segi ég við þig “Það kæmi mér því ekkert á óvart” .. Þar er ég ekki að fullyrða heldur að álykta. Bakvið þá ályktun hef ég ekkert annað en þessa frétt sem ég vitnaði í sem og hafa horft á flest alla City leiki síðasta vetur og séð þetta með eigin augum. Jafnframt fékk þetta ákveðna umfjöllunarefni nokkrar mínútur og Messunni síðsta tímabil.

 55. Babú eg skora a þig að henda i pistill um Markovic, það er engin betri en þú i að koma með alvöru pistil um þennan gæja og segja okkur hinum eitthvað meira um hann 🙂

 56. Ég er nú ekkert sammála mörgu sem að Þröstur hefur sagt hér að ofan, en áhorfendatölurnar virðast vera réttar. Burtséð frá öllum tilfinningum gagnvart mætingu City manna á völlinn.

  Menn geta náttúrulega verið efahyggjumenn og efast um þetta allt, en það breytir því ekki að tölurnar eru svona og eru svipaðar og í fyrra. City aukið aðeins við sig.

  2013-2014: http://www.worldfootball.net/attendance/eng-premier-league-2013-2014/1/

  2012-2013: http://www.worldfootball.net/attendance/eng-premier-league-2012-2013/1/

 57. Æi Fyrirgefðu Birkir að hafa kallað þig vitlausu nafni alls ekki ætlunin.

  Ég sé það líka núna að þú hefur rétt fyrir þér , hvernig læt ég auðvita veist þú þetta allt mikið betur , fyrirgefðu mér að halda fram svona vitleysu, hvernig dettur mönnum í hug að Manchester City geti fyllt völlin , hvað hafa þeir svo sem unnið síðustu árin

 58. varðandi þetta city rugl í ykkur þá virðist þröstur ekki alveg átta sig á að etihad tekur 60.000 manns í sæti og það mæta 47.080 manns á leikina að meðaltali.

  Samkvæmt þessu þá eru 12.920 laus sæti að meðaltali á hverjum leik hjá þeim allt tímabilið.

 59. #76 Þröstur.

  Það er enginn að segja að þeir geti það ekki en miðað marga leiki sem ég horfði á og umfjöllun fjölmiðla þá gerðu þeir það ekki nærrum alltaf. Mér finnst á þér eins og þetta sé frekar erfitt fyrir þig að kyngja?
  Og hvað kemur það málinu við hvað þeir hafa unnið? Hér hefur enginn dregið árangur City í efa.

  Og í alvöru, ekki fara detta niður á svona stall eins og þú skrifar. Ég veit alls ekki alltaf betur og hef marg oft haft rangt fyrir mér. Ég meiri að segja þori alveg að viðurkenna það. Hvað þetta mál sem við rökræðum hér varðar, þá skal ég vera fyrstur til að viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér um leið þú getur sýnt mér e-ð sem segir að svo sé. Þetta var mikið í umræðunni í lok síðustu leiktíðar rétt eins og ég sýndi þér í þessari frétt. Prófaðu að Google-a þessi leitarorð: “Manchester city empty seats” og sjáðu alla þá umræðu sem var í gangi í febrúar byrjun. Þessi mynd er jafnframt gott dæmi um það sem ég sá svo oft í vetur hjá City:

  http://therepublikofmancunia.com/wp-content/uploads/2013/05/City-vs-West-Brom1.png

  Á mínútunni 32, 36 og 37 eiga ekki að vera svona mörg laus sæti.

  En sýndu mér tölur frá alvöru source og ég viðurkenna mistök mín á stundinni.

 60. Er hægt að búa til sér þráð þar sem menn ræða Manchester City málefni.

 61. Birkir þú ert að sýna mér sorce frá
  http://therepublikofmancunia.com/

  og kallar eftir alvöru source í alvöru Birkir ertu ekki Liverpool maður við ættum að eiga það eitt sameiginlegt að hata United.

  Common þú getur gert betur enn það.

  ef þú villt ekki trúa mér þá er #74 með linka.

  Gott að þú viðirkennir stundum að þú hafir vitlaust fyrir þér það er góður eiginleiki eigum við ekki bara að hætta þessu félagi , þú getur hneykslast á hversu illa City menn ná að fylla völlinn á meðan ég geri eitthvað annað.
  googlaði að ganni liverool emptay seat

  http://therepublikofmancunia.com/stats-empty-seats-at-arsenal-chelsea-liverpool-manchester-city-united-and-spurs/
  þar kemur í ljós að þar síðasta tímabil var Liverpool með 10% empty að meðaltali getur það verið ? LOL

 62. Ég póstaði hérna tölum frá annarri síðu, þá eru síðurnar orðnar 2. Er það ekki frekar ósanngjarnt að heimta meira official tölur þegar það eru engar tölur sem benda til annars en að þessar séu réttar?

 63. Alveg frábært að þráður (ekki opinn) um það að Markovic sé boðinn velkominn, sé farinn að snúast um sætin á Etihad vellinum. Innilegar þakkir fyrir það.

 64. fyrirgefðu SSteinn ég skil þig vel ég var að svara #32 sem mér fannst ansi óvægin gagnvært mínu liði og er síðan búinn að vera svara fyrir hitt og þetta hefur undið upp á sig og vil ég biðja alla afsökunar á þessu þráð ráni , enn stundum þarf að svara fyrir sitt lið ef enginn annar gerir það. Aftur allir afsakið þetta

 65. Strákar, nenniði nokkuð bara að adda hvor öðrum á facebook og ræða þetta á chattinu þar, ég er viss um að Markovic væri ekki ánægður með þennan þráð

 66. velkominn Markovic á Anfield hef alltaf haft mínar efasemdir með júkka sem knattspyrnumenn en vonandi verður þetta topp maður fyrir okkur hann hefur alla hæfileikana sín megin.

 67. markovic lítur út fyrir að vera alveg fínustu kaup og ekki spillir fyrir að þó svo að við höfum misst menn eins og salah og willian til chelsea þá náum við aðeins að bíta frá okkur og klófesta unga og spólgraða nagla sem leggja allt í sölurna til að sanna sig á stóra sviðinu…

  það hefur reynst okkur vel undanfarin tímabil…. henderson, flanagan, sterling og coutinho eru allir orðnir byrjunarliðsmenn á stuttum tíma það hlýtur að vera þokkalegt attraction fyrir svona pjakka…

  en hvernig erum við að fara sjá sóknarlínuna hjá okkur á næsta seasoni??? nú er talað um að markovic geti spilað allar stöður frammi og henti í það leikskipulag en hefur hann verið með að spila með svipuðum karakterum og við höfum hjá okkur??? (spyr þar sem ég veit ekkert um benfica)

  og babu ég held að þú verðir að fara hella úr viskubrunni þínum því ég hef heyrt álíka mikið um þennan strák og ég hafði heyrt um coutinho þegar hann kom til liverpool… þ.e. ekki rassgat

  p.s. hvar er joe allen????? er hann að fara vera með á næsta seasoni eða hvað???

 68. Guð minn góður hvað ég nenni ekki að lesa kommentin hérna lengur, helvítis tal um stóra liðið í Manchester.

 69. Tístir hér stöðugt einhver sà hàværasti og leiðingjarnasti spörfugl sem eyru mín hafa ært. Làtum nú vera hversu stórt og umburðalynt heimili okkar Pùlara er fyrir farandfoglum og þeirra framandi skoðunum. Ef þröstur à grein heyrir umtal út um opið fag à Kop-félagsheimilinu þà myndi vinalegur söngur hans vera indælt innlegg í annars àgæta tilveru okkar. En ef það er nær síendurteknu fuglagargi og skrækróma síbylju þà ætti viðkomandi að sjà sóma sinn í að hlífa heimilisbúum við hàvaðanum. Þrösturinn þrasgjarni hefur nú þegar þrælbrotið spjallreglur með ítrekuðu þràðràni, trolli og almennu þrasi.

  Farðu í friði og ekki koma aftur nema með eitthvað almennilegt fram að færa.

  PS. Allir nýlegir titlar Man City eru eingöngu keyptir fyrir arabískt olíufé. Blindum mönnum er það augljóst. Að kaupa sér virðingu er erfiðara. Og drullist til að mæta à völlinn þið sjàlfskipuðu eigendur M*nchester.

 70. Sælir félagar

  Það er skelfilegt að þráður sem á að vera um leikmannakaup LFC og aðallega um Lazar Markovic sé lagður undir þrætur við MCFC bullukoll. Það er augljóst að sá kollur þarf að fá einhverja aura frá felaginu og kaupa svo menn til að gera heimasíður fyrir drenginn þar sem hann getur rifist við sjálfan sig í það óendanlega.

  Annars bara velkomin Lazar Markovic

  Það er nú þannig.

  YNWA

Kop.is Podcast #64

Undirbúningstímabil