Hvað næst?

Suarez er farinn. Við bíðum eftir opinberri staðfestingu en það er bara formsatriði úr þessu. Luis er ekki lengur leikmaður Liverpool heldur ætlar hann að spila með Leo Messi og Neymar Jr. í skuggalegri framlínu Börsunga á næstu leiktíð.

Eftir situr ansi stórt skarð sem þarf einhvern veginn að fylla í sumar. Eins og hefur verið almenn vitneskja höfðu okkar menn vonast eftir að fylla það skarð maður-fyrir-mann með hinum brottrekna Alexis Sanchez hjá Börsungum. Í kvöld staðfestu Liverpool Echo og Ben Smith hjá BBC hins vegar að svo verður ekki:

Það er tvennt sem mér dettur helst í hug í þessu. Fyrst það að í fyrra börðust okkar menn með kjafti og klóm fyrir því að missa Suarez ekki til keppinautanna í Arsenal af því að það yrði ómögulegt högg að bæði missa hann og styrkja Skytturnar svona mikið. Það er því ekki laust við að maður æli aðeins upp og kyngi því svo aftur þegar maður fattar að kaupin á Suarez knúðu Börsunga til að selja Alexis Sanchez … og hann er að fara til Arsenal. Þannig að það tók þá ári lengur en þeir ætluðu, en Wenger & co. tókst á endanum að styrkja sig á okkar kostnað. Þarna kyngdi ég ælunni.

Hitt er að það er áhugavert sem Ben Smith segir að Liverpool líti svo á að þeir eigi enn eftir að eyða £75m pundunum sem þeir fá væntanlega fyrir Suarez.

Með öðrum orðum, liðið er búið að eyða £30m í Lambert, Lallana og Can og er að fara að eyða öðrum £30m í Lazar Markovic og Divock Origi. Það ætti að þýða að við eigum minnst £45m eftir af Suarez-fénu (og eflaust meira til ef þörf er á) í leikmenn. Eitthvað af því mun eflaust fara í miðvörð (Dejan Lovren heyrist manni) og vinstri bakvörð (Ryan Bertrand líklega, úr því að Alberto Moreno virðist ekki ætla að ganga upp) en á móti er verið að tala um að menn eins og Daniel Agger og/eða Lucas Leiva gætu verið seldir í sumar.

Með öðrum orðum: það er til hellings peningur. Nú á bara eftir að eyða honum.

Ég lít á sumarkaupin hingað til svona:

 • Lambert inn fyrir Aspas (væntanlega)
 • Adam Lallana inn fyrir Victor Moses
 • Ryan Bertrand inn fyrir Aly Cissokho (væntanlega)
 • Dejan Lovren inn fyrir Daniel Agger (mögulega)
 • Emre Can inn fyrir Lucas Leiva (mögulega)
 • Lazar Markovic eykur breiddina
 • Divock Origi lánaður til Lille upp á framtíðina
 • ___________ inn fyrir Luis Suarez

Ég er auðvitað að gefa mér ákveðna hluti á listanum hér að ofan en ef við erum að skipta mönnum svona út fyrir svokallaða betri menn og svo bæta breiddina með Markovic og kannski 1-2 í viðbót er það ágætis sumar.

En að missa Luis Suarez? Það verður fjandanum erfiðara að bæta það á næstu 54 dögunum. Sérstaklega ef við höfum núna misst af Alexis Sanchez til Arsenal. (ældi. kyngdi.)

Manni sýnist FSG/Rodgers í fljótu bragði hafa tvo valkosti: kaupa aðra súperstjörnu í stað Suarez, sé þess kostur, eða þá að kaupa nokkra leikmenn til að fylla skarð eins manns. Skoðum báða kosti:

Súperstjarnan: Gefum okkur að við höfum misst af Sanchez. Hverjir eru eftir þarna úti á svipuðu kalíberi og hann eða Suarez? Við getum sleppt því að spyrja eftir mönnum eins og Aguero, Benzema eða Zlatan. Er Marco Reus fáanlegur? Ég stórefa það. Einhverjir fleiri? Það er allavega ekki mikið sem hrópar á mann að smellpassi í þetta risaskarð. Málið er ekki bara það að kaupa 30-marka mann (t.d. Huntelaar eða Mandzukic) heldur var Suarez einstakur af því að hann gerði svo margt annað. Hann var með næstflestar stoðsendingar í deildinni, hann er aukaspyrnusérfræðingur, hann stígur alltaf upp þegar mest á reynir, hann er séní í að búa til mörk upp úr þurru og síðast en ekki síst berst hann fyrir hverjum bolta eins og hann eigi lífið að leysa.

Hver þarna úti gæti gert þetta allt? Ég veit það ekki og ég er hreint ekkert viss um að sá maður sé til í dag.

Nokkrir leikmenn: Þessi taktík er alltaf hættuleg. Tottenham fóru flatt á henni í fyrra, til að mynda, þótt það sé of snemmt að afskrifa alla sem þeir keyptu þá. Hins vegar tókst José Mourinho vel upp með Internazionale þegar hann seldi Zlatan og fékk 3-4 í staðinn og vann þrennuna árið eftir. Þannig að þetta er alveg hægt.

Ég veit það ekki. Selja Suarez og fá í staðinn mörk, stoðsendingar og óútreiknanleika með þeim Lallana, Lambert, Markovic og öðrum til? Það gæti gengið. Það gæti líka verið nauðsynleg taktík í sumar vegna skorts á augljósri súperstjörnu.

Svo er það þriðji kosturinn sem FSG hafa alveg sýnt að þeir eiga til: þeir gætu ákveðið að bíða með að kaupa súperstjörnuna þar til sá maður finnst. Ef það þýðir að enginn beinn staðgengill kemur inn í sumar verður svo að vera. Þetta hafa þeir gert áður. Það yrði svakalega strembin niðurstaða fyrir aðdáendahópinn en að vissu leyti skil ég að menn bíði með £40-60m punda þangað til rétti maðurinn finnst en að eyða slíku fé í Roberto Soldado eða Erik Lamela (sorrý Spursarar).

Sjáum hvað gerist. Við skulum búa okkur undir langa viku þar sem við sjáum Luis Suarez í blaugrana-treyju Börsunga og Alexis Sanchez í Puma-treyju Arsenal en fáum höggin vonandi milduð með komu Lazar Markovic frá Benfica. Svo skulum við sjá hvaða ása stjórnin hefur uppí erminni næstu vikurnar.

Ég held mig allavega við mína árlegu möntru: það er bannað að panikka fyrr en 1. september.

114 Comments

 1. hversu mikið átti LFC að fá að kaupa fyrir utan Suarez-sölunnar? 60m/p? Get ekki sagt að ég hafi mikla trú á Bertrand sem hefur verið b og c-plan hjá Chelsea. Hvað ætli Hummels mundi kosta, 35m/p? væri miklu frekar til í hann en Lovren. Get ekki séð tilganginn í kaupunum á Origi ef það á svo að lána hann strax

 2. Þarf ekki einfaldlega að stækka hópinn til að mæta auknum kröfum á mannskapinn með þátttöku í Meistaradeildinni? Það er töluverð viðbót og hæpið að það sé nóg að hækka bara nokkra kjúklinga í tign.

 3. Gaurinn er 19 ára, er aldrei tilgangur með því að kaupa leikmenn ef þeir koma ekki beint inní liðið?

 4. Ég veit að hann er ekki í sama flokki og Sússi en ég held að snilli eins og hann Rodgers virðist vera að þá geti hann alveg slípað mann eins og Balotelli til og gert hann að einni súperstjörnu. Fá inn einn bad boy fyrir annann. Það eru nú búinn að vera svo mikið orðastríð á milli Balotelli og mafíuforingjans að ég held að það sé 100% líkur á því að Balotelli sé að fara frá þeim í sumar og ekki er Arsenal að fara að kaupa hann þar sem það lítur allt út fyrir að þeir séu að fá Alexis. Ég held að hann gætu reynst okkur góð kaup þó að það sé alltaf risk með að kaupa hann en er það ekki bara með öll kaup. Þessi Markovich er ekkert búinn að sýna að hann sé 25 milljóna evra virði en það virðist eins og þeir ætli að gambla á það.

 5. Klárt, Höddi Magg fyrir 28.000. Krónur, staðgreitt eftir 1 árs einkaþjálfun hjá Gillz. LFC getur ekki neitað þessu tilboði….

 6. Bjarni nr. 3

  Ég er ekki að búast við því að Origi kæmi beint inní liðið en væri ekki skynsamara að hafa hann til að rótera eða þá að lána hann í annað lið í deildinni til að hann mundi venjast enska boltanum en að lána hann til baka til Lille?

 7. Þetta er afar sterkur leikur hjá Arsenal og Spænsku risunum. Þeir eru að fjármagna kaup Spænsku risanna á bestu leikmönnum erkifjendanna, Liverpool og Tottenham. Þetta er mjög vond staðreynd fyrir okkur núna og gæti komið illa í bakið á okkur. Stigasöfnun Spurs breyttist reyndar lítið milli ára og þeir voru áfram á eftir Arsenal með og án Bale, bilið breikkaði þó töluvert.

  Inter dæmið sem KAR kemur inná er gott um tilvik þar sem það gekk upp að selja sinn besta mann og styrkja liðið með því. Þetta fer ekkert alltaf eins og hjá Spurs í fyrra.

  En varðandi Sanchez þá er ég ekki alveg sannfærður um það hversu mikið Liverpool vildi mikið fá hann, klárlega hefur verið áhugi og þeir hafa talað við hann en maður spyr sig nú þegar hann velur Arsenal og notar óskir fjölskyldunnar (lesist konunnar) um að vilja mun frekar búa í London en Liverpool sem stóran hluta ástæðunnar (slúður).

  Var áhugi Liverpool mjög mikill og hann forgangsverkefni í sumar eða kom hann upp núna í kjölfar þess að Barcelona sá séns á að kaupa Suarez og vildi losna við Sanhecz, til að bæði fjármagna kaupin og losa pláss á launaskrá? Helst til Liverpool til að fá verðið á Suarez niður.

  Auðvitað vilja stuðningsmenn allra liða fá svona leikmanna, hann er búinn að vera frábær á Ítalíu, eins hjá Barcelona og núna síðast á HM. Maður myndi ætla að hann ætti að vera mjög ofarlega á okkar óskalista ef hann er laus en hið augljósa (eins og kaup á honum væru) eru ekki alltaf það sem er í gangi hjá njósnarateymi Liverpool, ef eitthvað er reynir Liverpool jafnan að kaupa ekki hið augljósa, eins pirrandi og það nú stundum er.

  Hver veit hvort það að missa Sanchez sé einhver dómsdagur fyrir Brendan Rodgers og FSG, efa að þetta sé eins stórt áfall fyrir þá og þetta er fyrir okkur stuðningsmenn félagsins sem horfum bara á mjög góðan leikmann fara til okkar keppinauta á meðan Liverpool selur sinn besta leikmann.

  Að því sögðu þá get ég ekki sagt að ég sé yfir mig bjartsýnn með þetta þó ég velti þessu fyrir mér með Sanchez. Leikmannagluggar Liverpool hafa afar sjaldan verið mjög spennandi undanfarin ár og liðið hefur styrkt sig of lítið í hverjum glugga finnst manni, síðasta tímabil skekkkir þá hugmyndafræði þó verulega þó árangur félagsins hafi ekkert hylmt yfir slappan leikmannaglugga. Hvað hefðum við gert á síðasta tímabili með einn heimsklassa leikmann til viðbótar?

  Stuðningsmenn eru þó jafnan í töluvert meira ójafnvægi á þessum tíma árs heldur en þeir sem sjá um þessi mál og við getum ekki annað en treyst þeim fyrir því að leysa söluna á Suarez vel.

  Lallana, Lambert, Can, Markovic, Lovren, Origi og Ryan fokkings Bertrand væri ágætur gluggi en alls ekkert eins spennandi og maður er að vonast eftir og alls ekki ef við erum að selja Suarez á móti. Sætti mig þó ekki við þessa Bertrand hugmynd fyrr en það er staðfest og gef honum þá séns, ég meina maður reyndi að gefa Roy Hodgson séns.

  Við erum búin að tala um það í mörg ár hversu erfitt þetta allt er þegar félagið er ekki í meistaradeildinni, núna er sú afsökun ekki til staðar lengur og ofan á það erum við með eitt skemmtilegasta lið síðasta tímabils og einn mest spennandi þjálfara í boltanum. Liverpool verður að hamra járnið meðan það er heitt og það núna strax í sumar. Prufa einu sinni að sleppa einum miðlungsleikmanninum og setja pening sem var hugsaður í tvo leikmenn í einn. Allir leikmennirnir sem voru orðaðir við okkur í fyrra væru meira spennandi en það sem við höfum keypt og erum orðaðir við. Mkhitaryan, Costa og Willian.

  Marko Reus er t.a.m hjá Dormund sem er ekkert að fara úr öðru sæti (ef þeir þá ná því) í vetur og er á mála hjá klúbbi sem selur ALLTAF sína leikmenn sé veriðið rétt, þetta rétta verð er oftar en ekki ca. 60%-70% sem enskir leikmenn eru að fara á. Það er líka hægt að taka öðruvísi og ódýrara dæmi, kaupa frekar einn Moreno eða álíka “big name” bakvörð á 15-20m heldur en að leggja upp með tvo svipað slappa í Enrique og Bertrand.

  Kaup í þessum klassa myndu lina höggið aðeins (ekki alveg) við við missa Suarez, kaup á Sanchez hefðu gert það líka. Kaup á leikmönnum sem væntanlega og vonandi verðia í heimsklassa eftir nokkur ár hjálpa ekki nægjanlega mikið á næsta tímabili og það er þá sem þarf að fylla skarð Suarez.

 8. Klásúlan til staðar.

  Suarez vill fara, væntanlega vegna þess að; Barca gamall draumur og erfitt að mæta ensku pressunni!

  Það kemur enginn í staðinn fyrir Suarez, svo einfalt er það!

  Við munum ekki kaupa nýjan Suarez, það verður ekki aftur Dalglish/Keegan skipti.

  Atletico seldi Falcao og vann titilinn!

  Það er allt hægt og það virðist sem eigendur Liverpool séu með stjórn á atburðarrásinni. Suares var keyptur á 22 m. verður seldur á 62 + í fyrra var 40 mill klásúla og klúbburinn komst upp með að neita að selja!

  Rodgers er að byggja upp nýtt lið. Ungir strákar að koma í gegnum ungliðastarfið og er að fjárfesta í ungum strákum og einhver eða einhverjir af þeim munu slá í gegn.

  Auðvitað er það áfall að missa Suarez en eigendurnir og Rodgers hafa sýnt að þeir eru með þetta. Við höfum ekki sömu peninga og Real, Barca, United, Chelski og MC. Við verðum að fara aðrar leiðir.

  Stöndum með okkar mönnum. Þeir eiga það skilið!

  YNWA

 9. Ég er nokkuð viss um að Xherdan Shaqiri bætist í þennan hóp sem kristján Atli listar upp, fyrir utan þann sem kemur til með að fylla skarð Suarez.

 10. Annað svo varðandi Sanchez þó þetta er allt guesswork og slúður frá fjölmiðlum eins og er. en ef hans helsta ástæða fyrir því að velja Arsenal fram yfir Liverpool er staðsetningin er spurning hvort hann sé ekki bara best geymdur í London? Grunar samt að þetta sé svipað og með Gylfa frekar, meiri áhugi frá Arsenal og líklega betri samningur.

  Val Gylfa sem var búinn að eiga hálft gott tímabil í efstu deild var annars sérdeilis frábært var það ekki? Væri til í að heyra meira um hversu miklu betra framtíðarplan Tottenham var en hjá eina stjóranum sem hefur gefið honum alvöru traust í sinni bestu stöðu í efstu deild (þetta er önnur Elín, sorry).

 11. Er búinn að vera að skoða aðeins þessa sem eru linkaðir hvað mest við okkur og þá sem við höfum keypt, það sem ég sé útúr því eru ákveðnar týpur af leikmönnum: hraðir, duglegir hlaupagikkir, útsjónarsamir eða með góða boltatækni, helst með alla þessa eiginleika eða allavega 3 af þessum 4. Og undir stjórn Rodgers verða náttúrulega allir að vera “team players”, það er sjálfgefið, ef leikmennirnir eru það ekki fyrir þá mun Brendan berja það inní þá 🙂
  Þetta er það sem ég sé sameiginlegt með öllum þessum leikmönnum. Þannig að ég held að Rodgers sé að reyna að búa til lið sem mun pressa enn meira og allt spil mun verða enn hraðara heldur en það var í fyrra. Ef þetta er plottið hjá Rodgers eftir Suarez, þá hef ég eingar áhyggjur og ég gæti trúað að við skorum enn fleir mörk á næsta tímabili :).
  Leikmenn:
  Ricky Lampert: Duglegur (kanski ekki hlaupagikkur en duglegur), útsjónarsamur og góð boltatækni
  Adam Lallana: Hrikalega duglegur hlaupagikkur, útsónarsamur, góð boltatækni.
  Emre Can: Tiltölulega hraður, duglegur hlaupagikkur, útsjónarsamur miðað við aldur og frábær boltatækni.
  Lazar Markovic: Mjög hraður, hef ekki hugmynd hversu duglegur hann er, virðist vera útsónarsamur með góða bolta tækni.
  Veit ekkert um þennann Belga, verð að skoða hann betur.

 12. Langar að sjá Lukaku koma inn, gæti orðið enn ein góð viðskipti við Chelsea, sem hefðu án efa verið betri með hann í fremstu víglínu á síðasta tímabili. Maðurinn er 21 árs en hefur samt átt tvö frábær tímabil í röð í EPL (er mjög góður en ekki bara “efnilegur”, tilbúinn í byrjunarliðið og á þó líklega sín bestu ár í boltanum eftir). Hann er nautsterkur og skapar pláss fyrir samherja þegar fleiri en einn varnarmenn fara í hann og var t.d. ekki lengi að leggja upp mark fyrir Belga á HM um daginn þegar hann kom inn á í framlengingunni gegn Bandaríkjamönnum.

  Þar að auki er hann óænægður hjá Chelsea af því að Mourinho hefur ekki séð not fyrir hann þrátt fyrir framherjavandræðin á þeim bæ.

  Okkar þrenna (hat trick) í leikmannaviðskiptum við Chelsea gæti þá litið svona út:
  Seldum þeim Torres á 50 m. þegar hann var á hraðri niðurleið.
  Keyptum Sturridge sem er búinn að a.m.k. tvöfaldast í virði síðan þá.
  Kaupum Lukaku á “slikk” (15 m punda?) áður en hann toppar.

  Rodgers og Ayre hljóta að vera að í svipuðum pælingum.

 13. Sælir félagar

  Xherdan Shaqiri er hraður, duglegur og útsjónarsamur með ágæta tækni. Svo hann ætti að falla vel inn í hugmyndir Óskars Inga 11# Annars er ég bara góður og rólegur því allt mun koma í ljós í framtíðinni og bara gaman að fylgjast með.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 14. So far, ef það sem er í spilunum gengur eftir erum við ekki að gera gott mót að mínu mati í þessum leikmannaglugga frekar enn þeim síðustu. Höfum raunar verið aðhlátursefni í undanförnum leikmannagluggum. Erum að ofborga fyrir Lallana, 20 millur eru líka of mikið fyrir Lovren, 25 fyrir Markovic, veit ekkert um þann leikmann en 20 ára úr portugölsku deildinni, fyrir þennan pening þarf hann að vera mjög flottur. Veit ekkert um Can, Origi virkar mjög óslípaður og alls ekki tilbúin en verður það kannski einhverntíman.

  Lambert, sorry hann getur ekkert enn honum mun þó reynast mjög erfitt að vera slappari en Aspas eða Borini og gaman fyrir hann að enda ferilinn heima.

  Suarez er ástæða þess að við erum í meistaradeild, erum með mjög flottan þjálfara og marga fína leikmenn, sterling, sturridge og framv, ætla ekki að gera lítið úr því enn við vorum með einn besta leikmann í heimi í okkar röðum sl tímabil og þess vegna erum við í meistaradeild.

  Það sem ég er að reyna að segja er að ef við stígum ekki fram núna og verslum alvöru menn. Alvöru mann í fremstu 3, alvöru vinstri bakvörð og alvöru varnarmiðjumann Þá förum við þráðbeint aftur í okkar skemmtilegu baráttu um 6-7 sæti.

  Af hverju hef ég áhyggjur af því, jú horfið á þá leikmenn sem eru að detta inn hjá okkar keppinautum og þá sem við erum að að landa plús þann sem við erum að missa.

  ENN þetta er rétt að byrja og vonandi kemur einhver bomba inn og þá skal ég glaður sjálfur troða sokk upp í túlann á mér.

  So far hef ég miklar áhyggjur af stöðu mála.

 15. Er ekki maður eins og Jordan Ibe að fara að fá sjénsinn eitthvað í vetur. Þar er demantur svipaður og Sterling sem Brendan hefur mikla trú á.

 16. Ég myndi allavega segja að Jordan Ibe sé að fara að detta inn í stað Moses og Lallana sé að auka breiddina (hvort sem hann er sjálfur á bekknum eða í byrjunarliðinu).

 17. Róum okkur aðeins.

  Sko, ég elska auðvitað Suarez sem fótboltamann, enda stórkostlegur og einn sá besti í heiminum á síðasta tímabili – og auðvitað er erfitt að sjá á eftir slíkum meistara.

  En, róum okkur aðeins.

  Liðið þarf ekkert að skora 100 mörk til að ná árangri og jafnvel vinna deildina.

  Það þarf ekkert að rúlla upp leikjum 3, 4 og 5 núll, sem Suarez var að gera fyrir okkur.

  Suarez var ekkert alltaf match winner. Hann var meira svona að hrúga inn mörkum í leikjum sem hefðu hvort eð er unnist (hefðu bara verið aðeins minna rúst).

  Styrkjum vörnina, ekki bara með varnarmönnum, heldur með varnarleik liðsheildarinnar.

  Aukum breiddina.

  Við munum áfram skora mörk. Leikstíll Brendan Rodgers mun sjá til þess.

  Og auðvitað viljum við mörk, en varnarleikinn þarf að bæta – góður og stöðugur varnarleikur er oftar en ekki það sem vinnur titla.

  Lykilorðið er stöðugleiki – og það er ekki eitthvað sem þú kaupir í Cheerios-pakka.

  Stöðugleiki er eitthvað sem þú byggir upp og það er það sem meistari Rodgers vinnur í og hugsar um, dag eftir dag, nótt eftir nótt, alveg er ég handviss um það.

  In Brendan Rodgers we trust!

 18. Tetta er ömurlegt, ad missa Suarez er bara skelfilegt!!!!

  Mèr er hins vegar nokk sama um Sanchez vid eigum nokkra betri menn en hann hjá okkur.

 19. Staðan er bara alveg ágæt og ekki mikið sem vantar uppá að BR til að hann sé sáttur held ég.
  Lovren er búinn að gera allt sem hann getur til að koma til LFC og ég ætla að tippa á að hann komi auk þess að menn hætti þessari nísku þegar Suarez peningarnir koma og bæti við því sem uppá vantar til að klára kaupin á Moreno.

  Oft er talað um að til að vera samkeppnishæfir í öllum keppnum þegar lið er í meistaradeildinni þurfi tvö góð byrjunarlið. Svona lítur þetta út núna ef þau kaup klárast sem eru í umræðunni,miða við að spilað verði með 4-3-3.

  A-lið:
  Mignolet
  Johnson – Lovren – Sakho – Moreno
  Henderson – Gerrard – Lallana
  Sterling – Sturridge – Markovic

  B-lið:
  Reina
  Flannagan – Skrtel – Agger – Enrique
  Allen – Can – Coutinho
  Ibe – Lambert – Borini

  Þetta lítur bara frekar vel út en helsti veikleikinn í B-liðinu finnst mér vera á vængjunum Ibe því maður getur bara ekki treyst á að hann sé tilbúinn að taka stóra stökkið alveg strax. Ég hef reyndar ágætis trú á Borini en kostur eins og Shaqiri er akkurat það sem vantar. Einhvern sem verður að berjast við Sterling og Markovic um stöðu á vængjunum.

  Svo er annar veikleiki að Sturridge á það ansi mikið til að vera meiddur og því erfitt að treysta á hann. Ef hann verður mikið meiddur þá er LFC ekki að fara að keppa um neina titla með Lambert frammi þó ég hafi alveg góða trú á honum. Það væri því ansi sterkur leikur að ná í annan framherja.
  En það er hins vegar erfitt að sjá hver það ætti að vera. Helst Lukaku sem að manni dettur í hug en það myndi þurfa 30-40 millj. pund til að fá Chelsea til að hugleiða að selja hann held ég. Hvað segja menn um það og eru menn með einhverja aðra raunhæfa óska framherja?

 20. Við skulum alveg hafa eitt á hreinu. Ef Suarez verður tilkynntur sem nýjasti leikmaður Barca á næstu dögum verður það ekki á Camp Nou. FIFA bannaði kvikindu að koma nálægt knattspyrnuvöllum í 4 mánuði þannig það verður forvitnilegt hvernig þeir kynna hann. Annars er engin svona framherni á lausu í augnablikinu og því ekki að treysta Sturridge og Lambert og taka einhvern ungan og graðan framherja úr varaliðinu og sjá svo til með framherjakaup til áramóta. Just a thought

 21. Fói. Ég er alveg handviss um að þegar Suarez verður kynntur verður búið að aflétta þessu banni eða minnka það allverulega. Skítalyktin af þessu banni er allsvakaleg og er líka viss um að FA hafi hringt í FIFA áður en það var búið að endursýna bitið á móti Ítalíu og krafist langs banns til að hann spilaði ekki meira á Englandi. Nú má hinsvegar minnka þetta niður í hvað sem er fyrst hann er farinn.

 22. Varðandi framherja, þá er BR nú þekktur fyrir að vilja hafa menn fjölhæfa og geta leikið í fleiri en einni stöðu og held ég að sniðugt væri að bæta við (miðað við liðin tvö sem Valdi K stillir upp) einum leikmanni sem getur hvort tveggja leikið uppá toppi og barist við Sturridge en líka tekið kantstöðurnar. Hver sá leikmaður ætti að vera er svo annað mál.

  Annars er ég heitur fyrir þessum Markovic… Fyrir það fyrsta er talað um að hann velji Liverpool fram yfir Chelsea (slúður?), semsagt hann er með sitthvað í kollinum. Síðan las ég á einhverjum stað (sem ég hef týnt, því miður) að hann sé ‘nett klikkaður’ og finnst mér það bara vera kostur því flestir snillingar eru jú nett klikkaðir. Hér er annars ágætis yfirlit um hann frá Liverpool Echo: http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/lazar-markovic-who-serbian-rookie-7384441

  Þarna er t.d. sagt: “Blessed with great skill and a devastating burst of pace…” – “…intelligent movement and eye for a pass” – og ekki síst “As well as his talent on the ball, Markovic also earned rave reviews for his tireless work ethic – something which will be crucial at Anfield as Rodgers demands that his side press relentlessly to win back possession.”

 23. Sammála Guðlaugi Þór.

  Stærri nöfn en Suarez hafa kvatt klúbbinn okkar og hann hefur náð að halda áfram. Vandinn hefur kannski verið að þá hafa betri leikmenn verið í kringum klúbbinn en kannski er nú.

  Hins vegar þá held ég að við eigum að vera sallaróleg fram í ágúst eins og svo margir hafa rakið. Það eru enn margir góðir leikmenn á markaðnum og ég veit að það eru ekki alltaf allir sammála en þetta maus á honum Sanchez hefur alveg sætt mig við það vilja ekki sjá hann. Fjölskylduspilinu og London spilað án þess að maðurinn mæti í borgina dásamlegu er bara nóg fyrir mig.

  Og eins og komment #8 segir þá þurfum við að byggja upp liðið á annan hátt en þau lið sem spandera 70 milljónum plús í “galaticos” eða splæsa í svakalegar upphæðir fyrir 18 ára gutta.

  In Brendan we trust…

 24. Held að menn séu búnir að gleyma Daniel Sturridge sem skoraði 20 mörk og var frá í 7 eða 8 leikjum svo getur , Sterling og Coutinho farið í senterinn þannið að við meigum ekki alveg missa okkur, eða þannig.

 25. Undir venuulegum kringumstæðum væri Liverpool að fara falla niður aftur i 7.sæti við að missa sinn langbesta mann. En Brendan er enginn njoli. Hef fulla tru a unglingahersveitinni hans a næsta timabili. Mætti ekki bjoða i Pogba eða Vidal hja Juventus?

 26. Lið sem selur sinn besta leikmann veikist í 90% tilvika. Því miður.

  Ef Agger og Leiva, okkar traustu og reyndu leikmenn fara einnig þá er algerlega 100% öruggt að liðið verður veikara.

  Hér hafa flogið komment um að taktíkin ein og snilli Rodgers muni skila árangri. Bull.

  Áfram Liverpool!

 27. Ég hefði nú viljað sjá PSG eða Monaco koma inn í þessa baráttu með Suarez. Það er talað um að PSG ætli að bjóða 60 miljónir í Di Maria sem er töluvert slakari leikmaður á öllum sviðum fótboltans.

 28. Áhugaverður gluggi. Nokkrir frískir og spennandi unglingar, flottir centerar og ágætir miðjumenn.
  En …… hérna ….. uuuuu ….. vorum við ekki að leita að varnarmönnum ??!
  Þetta minnir mig svolítið á það þegar ég var að leita að batteríi í reykskynjarann um daginn. Leitaði um allt og fann alls konar skemmtilega hluti – en ekki batterí! Mjög gaman að finna þá og leika sér með. Og ég steingleymdi reykskynjaranum ! Sem er svona varnarmekanismi! Og enn án batterís!
  Er þetta ekki svolítið svipað? 🙂

 29. oooóóó Barca vilja raðgreiðslur á Suarez, Liverpool vill staðgreiðslu. Barcelona á ekki sh** semsagt

 30. Mun Rodgers setja traust á Thiago Ilori sem átti fantagott tímabil á Spáni.
  Þessi strákur er virkilega efnilegur og var í einhverjum leikjum maður leiksins hjá þeim í fyrra.

  Ef það á ekki að kaupa heimsklassa miðvörð þá myndi ég frekar vilja sjá Rodgers setja traustið á Ilori frekar en t.d Lovren sem myndi kosta um 20 miljónir punda.

 31. Það er maður sem getur leyst Suarez af hólmi í eitt til tvö ár og það er maður að nafni Teves.
  Ég væri til í hann fyrir ekki svo mikin pening. 😀

 32. Er það svo hressilega óbærilegt að missa einn besta fótboltamann í heimi.

  Ég er allavega ekki farinn að missa svefn yfir því.

  Gefum okkur að hann sé með stöðug 28 mörk á tímabili og allar þessar stoðsendingar og slíkt. Hvað gerist ef hann meiðist í upphafi tímabils og verði frá allt tímabilið? Jább, 28 mörk farin út.

  En ef liðið nær að koma með 3 nýja gaura í staðin fyrir Suarez þar sem hver og einn skilar ca 7 mörkum á leiktíð þá er liðið komið með 21 mark til viðbótar við það sem Sturridge og aðrir skora. Nú ef einn af þessum þremur meiðist eins og í dæminu með Suarez þá missum við bara 7 mörk.

  Það sem ég er að fara með þssu er að það er heldur ekki gott að hafa bara einn gaur sem gerir allt. Þetta þarf að dreifast á leikmenn til að það verði ekki mikið högg ef sá sem gerir mest dettur út í langan tíma.

  En eins og Dude kom inn á hér að ofan þá eigum ekki að þurfa að vinna leiki með því að skora 4-6 mörk ef liðið nær að verjast almennilega og stoppa þannig að liðið fái á sig mörk. Það er eitthvað sem ég vill meina að hafi orsakað að við misstum af dollunni í ár.

 33. Að missa Suarez er hræðilegt. Þó hann hafi kanski ekki verið að skora mikilvægustu mörkin fyrir okkur á síðasta tímabili er hann samt leikmaður sem getur gert hið óvænta, skorað upp úr engu og er nánast alltaf tvídekkaður sem jú losar um aðra leikmenn í liðinu.

  Hvað varðar leikmannakaup þá er Ryan Bertrand engan veginn nógu góður til að spila fyrir Liverpool. Menn sem komast ekki í liðið hjá Chelsea í vinstribakvarðarhallæri eru ekki nógu góðir fyrir LFC. Þá kýs ég heldur Flanno réttfættann í vinstribak.

  Svo finnst mér að borga 20-25 milljónir fyrir Markovic sem á eitt tímabil í Portúgölsku deildinni allt of mikið, þó vissulega Benfica hafi síðustu ár verið stökkpallur fyrir hæfileikaríka leikmenn, s.s. Luiz og Ramires.

 34. Ég er furðu ròlegur yfir leikmannamàlum , hef meiri àhyggjur af Ìslenska sumrinu ùff
  En ég treysti BR fyrir þvì sem hann er að gera , lìst MJÖG vel à framtìðina en verðum að fà einn reyndan inn nùna . Svo vill ég fà Ilori og Suso til baka svo og Ibe inn lìka ????

 35. Ef það á að fá inn vinstri bakvörð þá verður sá aðili klárlega að vera betri en Red Flanno og Enrique, og þessi Bertrand er pottþétt ekki sá aðili og vonandi mun hann aldrei klæðast Liverpool treyjunni.
  Hefur hann nokkuð verið orðaður við Liverpool núna í langan tíma ?
  Er það ekki bara eitthvað gamalt slúður.

 36. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg umræðuna um Ryan Bertrand. Hafa menn séð svona mikið til hans og eru til í að afskrifa hann? Eða eru þetta sömu spekingar og vildu ekki sjá Daniel Sturridge sem var jú annað “Chelsea-floppið”?

  Ég sá Bertrand nákvæmlega einu sinni með Aston Villa á seinni hluta tímabilsins. Það var þegar hann kom á Anfield og slökkti á Raheem Sterling og átti stóran þátt í því að Villa komust í 2-0 snemma í leiknum. Það voru ekki margir sem slökktu á Sterling á þennan hátt eftir áramót.

  Lið Rodgers er sett upp þannig að það myndi kallast “top heavy” á ensku. Það er að segja, það er mikið af fallbyssum í sókninni hjá okkur og það hefur komið niður á vörninni. Hægra megin í vörninni er svo sókndjarfasti bakvörður deildarinnar, Glen Johnson, og því ljóst að það mæði mikið á miðvörðunum, vinstri bakverði og væntanlega Gerrard í varnartengiliðnum fyrir framan þá.

  Það álag hefur valdið of mörgum mistökum, mistökum sem kostuðu okkur m.a. titilinn í vor.

  Það sem þetta lið þarf er bakvörður sem getur komið inn og styrkt varnarlínuna, bæði með því að vera öflugur dekkari og með góðar staðsetningar en líka með því að falla vel að samstarfinu við aðra varnarmenn. Um leið þurfum við mann sem getur sótt fram með boltann þegar á reynir.

  Jon Flanagan hefur marga af þessum kostum. Hann hefur góðar staðsetningar, les leikinn feykivel, heldur haus undir pressu og er grjótharður. Hann er hins vegar ekki sá besti þegar hann fær flinka menn á ferð á sig og hann er ekki nógu góður sóknarlega séð. Ryan Bertrand er augljóslega betri í því tvennu en Flanno.

  Hvort Bertrand kemur verður að koma í ljós, og ef hann kemur þá ætla ég ekki að dæma það hvort hann sé rétti maðurinn fyrr en ég sé hann spila í rauðu treyjunni. En ég verð að játa að mér finnst fyndið að sjá menn missa sig úr spennu yfir tvítugum Moreno sem ég þori að veðja að fáir hafi séð meira en 1-2 Evrópudeildarleiki með en um leið afskrifa Meistaradeildarwinnerinn Ryan Bertrand.

  Sjáum til og dæmum svo.

 37. Ég verð að segja að ég skil Al­ex­is Sánchez að vissu leyti. Það er klárt að koma hans ætti að vera replacement fyrir Suarez og því yrði óbærileg pressa á manninn. Svo er það hitt að það er ekki hægt að fylla skarð Suarez, sama hver það er, og því yrði það að koma til LFC í kjölfarið á honum alltaf “flopp” fyrir viðkomandi .

  Að lokum mætti BR endilega fara að ganga frá kaupum á Xherdan Shaqiri og Romelu Lukaku – helst fyrir helgi takk.

 38. Menn mega ekki gleyma því að sturridge var frábær án suarez og heldur áfram að bæta sig.
  sterling á bara eftir að verða betri
  Ég held að menn séu að gleyma Suso sem á eftir að styrkja hópinn
  Menn eru að gleyma Enrique sem er flottur vinstri bakkvörður ef hann er heill.
  Flanagan á bara eftir að bæta sig.
  Manni fannst Henderson vanta sjálfstraust eftir að hann kom til liverpool en það hefur aukist mikið og er hann bara að fara að bæta sig og kemur reynsla hans á HM honum til góðs í framtîðinni.
  Menn tala um að við þurfum stórt nafn til þess að fylla uppí skarð Suarez. Ég er ekki endilega samála því, ég treysti Sterling og Sturiddge til þess að taka að sér stærra hlutverk og held ég að þeir fá góðahjálp frá coutinho, Gerrard, Lallana og Lambert að búa til færi.

  Ég vill líka að liverpool fari ekki framúr sér og haldi áfram að gefa ungum leikmönum tækifæri. Suso virkar mjög flottur og væri synd að lát hann fara og svo er Ibe hraður og áræðinn sem gaman væri að fá fleiri tækifæri. Einnig ætla ég ekki að afskrifa Vöðvabúntið Wisdom sem ég held að gæti verið not hæfur í framtíðinni.

  Liverpool hafa misst margar stjörnurfrásér og þeir lifa það af að missa eina sem bítur.

 39. Eru menn alveg að gleyma Teixeira?

  http://www.youtube.com/watch?v=jAXoVzlHtiQ

  Hefur verið mikið að æfa með aðalliðinu og virðist alveg tilbúinn í aðalliðið og meira en það, Hann er með fáránlega mikið work rate og góða tækni, ég held að hann sé að fara brjótast inn á þessu tímabili

 40. Sammála Kristján Atla með Bertrand og böggið sem hann fær hérna inni. Ég horfi eflaust langt yfir meðaláhorfi á enska boltann en samt man ég bara eftir að hafa séð hann í örfáum leikjum. Sá eftirminnilegasti er úrslitaleikur í CL – það þarf enginn að segja mér að maður sem kemst í byrjunarlið milljarðaliðs Chelsea í úrslitaleik CL kunni ekki sitthvað fyrir sér, þó ég sé alls ekki að segja að hann sé besti vinstri bakvörður í heimi.
  Hann gæti passað inní leikmannastefnu félagsins – vanmetinn, ódýr en samt búinn að fá að kafa aðeins í djúpu lauginni með frábæru liði. Semsagt góður kostur til að auka breidd í vörninni án þess að eyða mjög mörgum milljónum í það.

  Núna eru einhverjir miðlar að orða Lucas frá okkur og það kemur mér ekki á óvart. Hann hefur ekki náð sínum fyrri styrk eftir meiðsli, fittar ekki 100% inní kerfi BR, er 27 ára gamall og við erum með nokkuð gott cover á miðjunni. Ég held að það væri fínn tímapunktur að leyfa honum að fara í nýtt lið, fá nokkrar milljónir fyrir hann og leyfa honum að spila í byrjunarliði til að ná fyrri styrk á ný. Hann hefur staðið sig vel þegar upp er staðið hjá félaginu okkar eftir erfiða byrjun.

 41. Ég held að Sturridge og Sterling muni leysa Súares vel af velli. Þeir voru frábærir í fyrra og fáir tala eins mikið um þá eins og LS, því ég er sammála einhverjum hérna að ofan sem sagði að Suares hafi skorað mikið af mörkum í “dauðum” leikjum. Ég sem Arsenal maður vona samt að Liverpool leysi ekki miðjuna hjá sér, því fram að því að Gerard fór í gang (á miðju tímabili) þá fannst mér þeir ekki eins hættulegir og eftir jól, Gerard er að eldast og ef Liverpool kaupir snilling með honum á miðjunni þá verða þeir stórhættulegir, því þeir voru svo góðir framávið hvort er eð með hraðaskiptingum og mikilli vinnu allra aðila, þetta var alls ekkert allt súares eins og sumir vilja meina, Liverpool var mun slakara í vörn og á miðju (sérstaklega framanaf), þeir hleyptu bara ekkert mörgum liðum fram á þann hluta vallarins. En þetta er nú bara svona nalla perspective.

 42. Skil nú ekki alla þessa svartsýni, ágætlega sáttur með það sem er að fara að gerast. Arsenal að kaupa góðan leikmann en… það gerðu þeir líka síðasta tímabil og tóku jafnframt sína alræmdu skitu þegar leið á tímabilið og áfram selja þeir lykilmenn til enskra liða (eins lítið og ég skil í að liðið með besta hægri bakvörð deildarinnar kaupi þann næst besta) svo ég býst fastlega við því sama frá þeim.

  Það lítur allt út fyrir að við séum að fara að kaupa vinstri bakvörð, miðvörð og 2 í stöðurnar aftan við framherja. Í stað þess að fá mann í stað Suarez (eins ömurlegt verkefni og það hlítur að vera) þá einfaldlega breytum við kerfinu og höfum einn upp á topp, eitthvað sem ég held að Rodgers vilji alltaf frekar. Ég hefði viljað fá hægri bakvörð en skil vel stjórnina að bíða í ár og láta Johnson renna út á samningi enda ekki seljanleg vara það.

  Við munum sennilega selja Lucas, Assaidi, Aspas og 2 miðverði og kannski Borini (Suso yrði í það minnsta lánaður sem og Illori og Alberto myndi ég halda). Þetta skilur okkur eftir með 2 menn að berjast um allar stöður og vörnina tekna í gegn. Okkar tvö stærstu vandamál á síðasta tímabili voru breidd og vörn.

  Pearce sagði í gær að við værum enn á eftir Moreno og ætla ég að treysta því. Mér þætti alls ekkert leiðinlegt að breyta öðrum Chelsea b-manni á útsölu í topp leikmann en myndi kalla það pushing our luck í besta falli.

  Ef við gefum okkur að Moreno, Markovic, Lovren og “nýr” kantstriker komi, Lucas, Skrtel, Aspas, Assaidi og Toure fari (bara sem dæmi) er hópurinn:
  Sturridge/Lambert
  Nýr/Markovic – Coutinho/Lallana – Sterling/Borini
  Gerrard/Can – Henderson/Allen
  Moreno/Enrique – Sakho/Agger – Lovren/Wisdom – Johnson/Flafu
  Ibe væri þarna fyrir Borini ef sá yrði seldur.

  Finnst þessi hópur bara líta nokkuð vel út en fer auðvitað svolítið mikið eftir hver þessi “nýr” er. Það verður “marquee” kaupin þetta sumarið og sá maður er ekki að fara að koma inn í liðið til að skila framlaginu sem Suarez gerði.

  Öll lið veikjast á að missa Suarez en við gætum vel endað með bæði betra byrjunarlið og talsvert betri hóp en síðasta tímabil og því er ég nokkuð rólegur yfir þessu.

 43. nr44. Arsenal keypti góðann leikmann á síðasta tímabili og lentu svo í miklum meiðslum og sökum lítillar breiddar lentu þeir í vandræðum. Veit ekki betur en að þeir hafi verið einungis 5 stigum á eftir LFC á síðustu leiktíð. Varandi Söluna á sagna þá er hún að vissu leiti slæm en maður verður að taka inn í reikninginn að hann er 31.árs og ekki má gleyma því að Mathieu Debuchy hefur haldið Sagna á bekknum á HM.

 44. já spot on nr 45, en líka að Arsenal er hætt að selja sínu “bestu” eins og þeir gerðu alltaf árin 2005-2012 (niðurgreiðslu vallar-skulda tímabilið), maður er spenntur að sjá hvort það fari að skila sér eins og manni fannst raunar vera gerast í fyrra þangað til að meiðslin komu upp (ennþá alls ekki nægileg breidd hjá Arsenal), mennirnir sem meiddust nota bene voru einu “hætturnar framávið” í liðinu, Ramsey og Wallcot. En ef Wenger kaupir ekki töluvert meira í viðbót verður sama “breiddar” vandamál hjá Arsenal þegar að kemur fram í nóv-feb tímabilið sem hefur alltaf spengt allt upp hjá Arsenal. Það nægir ekkert að vera með 1 a lið og svo annað b lið á bekknum, það þarf 2 A lið eins og Chelsea og ManC, ekki ef liðin hanga eitthvað í bikurunum og er líka í CL.

 45. Mer finnst vid ekkert endilega superstjornu fram fyrir Suarez. Vaeri til i frekar superstjornu i einhverja af varnarstodu okkar (rb, lb, cb).
  Og svo 1 annan mogulegan first 11 i hinar varnarstodunar.
  Svo ja bara thetta sem er buid ad tala um, Serbann og Origi.

 46. #45

  Sagna var ekki seldur, hann neitaði að framlengja samninginn sinn og fór frítt til City.

 47. Eina vitið er að senda JÆJA Toure stóra köku og fá hann hliðin á Gerrard á miðjunni. Fá svo einhvern þýskan töffara fyrir aftan strikerinn. Reus eða Muller væri draumur(og nokkuð raunhæfur verð ég að segja)

 48. Það sem ég vona að gerist í leikmannamálum ef við gefum okkur að fram haldi sem horfir;

  Inn komu/koma:
  Lambert frá Southampton (Framherji)
  Lallana frá Southampton (Sóknarmiðjumaður/kantmaður)
  Can frá Leverkusen (Varnarsinnaður Miðjumaður)
  Markovic frá Benfica / Shaqiri frá Bayern (Kantmaður)
  Pepe Reina (Markvörður)
  Miðvörður (Helst alvöru nafn og leiðtogi eins og Hummels t.d.)
  Vinstri bakvörður (Einhver sem er sókndjarfari en Enrique, vonandi bara Moreno)

  Út fara:
  Kolo Toure (Miðvörður)
  Lucas Leiva (Varnarsinnaður miðjumaður)
  Brad Jones (Markvörður)
  Luis Suarez (Framherji og hnotubrjótur)
  og jafnvel menn eins og Alberto (lán), Coates (lán) Aspas og Assaidi vonandi seldir)

  Svo er það er nóg eftir í bankanum mætti alveg kaupa stórt nafn til liðsins annað hvort í formi framherja eða leikmanns sem getur leyst sóknar/miðjustöðu. En aðeins ef sá leikmaður er fáanlegur, ekki að yfirborga fyrir einhvern sem er á sama kalíberi og margir aðrir hjá liðinu.

  Þá myndi okkar lið vera:

  Reina/Mignolet
  Johnson/Flanno Sakho/Skrtel Agger/Hummels Moreno/Enrique
  Allen/Henderson Gerrard/Can
  Sterling/Borini Coutinho/Lallana Markovic/Stóra nafnið
  Sturridge/Lambert

  Næstir inn væru þá menn eins og Ibe, Suso, Ilori, Wisdom, Kelly og Texieira.

  Þarna er mikil samkeppni um flestar stöður og nægjanlega góðir menn sem geta komið inn í liðið og spilað vel. Gott jafnvægi á aldri (þó liðið sé vissulega í yngri kantinum) og yngri strákar sem geta vel unnið sig upp og orðið stjörnur.

 49. Kaup Arsenal á Sanchez gera þá gríðarlega flotta fyrir næsta tímabil. Eins og einhver bendir á hérna fyrir ofan þá voru þeir ekki mjög langt frá toppi deildarinnar þegar upp var staðið í vor. Þeir misstu Özil í meiðsli og Walcott líka sem var mikil blóðtaka. Ef þeir haldast heilir á næsta tímabili þá liggur við að ég spái því að þeir haldi út og drulli ekki uppá bak í febrúar eins og venjulega.

  En það var nú svosem ekki hugmyndin að ræða bara Arsenal hér, punktur Kristjáns Atla um Bertrand er mjög góður. Að vera spenntari fyrir 20 ára spænskum vinstri bakverði sem aldrei hefur spilað í Englandi heldur en Bertrand sem er þó allavega með góða reynslu þar er svolítið skrýtið og ég stend mig sjálfur að því. Bertrand er þó leikmaður sem Rodgers þekkir vel og ég mun ekki dæma hann fyrr en til kastanna kemur.

 50. Afhverju vilja menn endilega kaupa stór nöfn? Það er svo erfitt að koma þeim fyrir á treyjunni. Þá vill ég nú frekar fá góða leikmenn til liðsins.

 51. #51 ég held að meiðsli Ramsey í desember hafi verið lang mesta blóðtaka Arsenal. Hann var besti leikmaður deildarinnar fyrir áramót ásamt Suarez.

 52. Það verður ekki nokkur möguleiki að ná viðlíka tímabili og í fyrra án Suarez, face it. Ömurlegt að missa hann um leið og við komumst í Meistaradeildina. Sýnir okkur bara svart á hvítu að við eigum aldrei eftir að halda í neinar öfurstjörnur hjá Liverpool.

  Það er vissulega möguleiki að BR takist að búa til eitthvað super team en ég myndi telja það mjög litlar líkur. Spái því að við lendum í hörku baráttu við Tottenham á næsta tímabili í baráttu um 5 sætið. Við vorum með þetta í hendi okkur en við klúðruðum þessu á síðustu metrunum, töff shit.

 53. Já fráááábært
  Arsenal=sanchez
  Liverpool=markovic
  Hvaaað er að frétta félagar??
  Y.N.W.A

 54. Var að sörfa í leit að jákvæðum fréttum í ljósi brotthvarfs okkar besta sparkara og rakst þá á þetta frá Skysports:
  http://www1.skysports.com/transfer-centre/

  “Liverpool have emerged as the new favourites to sign Gonzalo Higuain following several bets, although Sky Bet remain sceptical with odds of 11/2 on a deal being done this summer.”

  Mér líður strax eilítið betur 🙂

 55. Eru allir búnir að gleyma því að Raheem litli Sterling var líklega besti maður liðsins eftir áramót ásamt Suarez. Það tala allir bara um Suarez í þessum samhengi en ég held að við hefðum aldrei verið nálægt toppnum ef ekki hefði verið fyrir Raheem.

 56. Já það verður ekki auðvelt að vera án Suarez, þessu augnayndi 🙂 en við skulum ekki gleyma Sturridge.
  Ef horft er til fjölda marka frá því að þeir komu til LFC þá kemur í ljós að Suarez skoraði 11 mörk fyrsta hálfa árið og það gerði Sturridge líka, fyrsta heila árið skoraði Suarez 21 mark og það gerði Sturridge líka fyrsta heila árið sitt.
  Þetta er áhugavert og ætti að draga úr þeim kvíða sem óhjákvæmlega læðist inn við þessar fréttir.
  Einnig er alveg ljóst að BR er ekki hættur á leikmannamarkaðinum og fyrst að hann náði þessum árangri í fyrra með þann hóp sem hann hafði til að spila úr, þá er ástæða til bjartsýni fyrir næsta tímabil.
  Nú er 9 júlí og glugginn búin að vera opin í rétt viku, HM enn í gangi og ég held að við getum verið ánægðir með þá sem þegar eru komnir en ég er alveg viss um að 2 til 3 topp leikmenn eiga eftir að bætast við innan skamms.
  Svo er stutt í næsta leik svo við fáum að sjá eitthvað af þessum nýju leikmönnum fljólega í skyrtunni okkar.

 57. Það er alveg ljóst að það mun enginn fylla skarðið sem Suarez mun skilja eftir sig. Þó að við séum klúbbur á uppleið og í meistaradeildinni, þá erum við ekki kominn í þann klassa að geta keypt þessi stærstu nöfn sem eru á markaðinum eins og ekkert sé. Einnig er stórt vandamál að við erum staðsettir í Liverpool borg sem er ákveðið vandamál fyrir marga leikmenn og ekki erfitt að ímynda sér að flestir myndu kjósa að búa í London (sbr. Sanchez og Arsenal)

  En þarf það að vera eitthvað slæmt?

  Við erum með fullt af mönnum sem geta skorað mörk og með þessum leikstíl sem BR notar þá verða einhverjir aðrir sem skora mörkin (Sturridge, Sterling, Coutinho, Gerrard og aðrir nýir leikmenn sem koma inn í sumar). Suarez skoraði mikið af mörkum en langflest komu eftir stoðsendingar frá öðrum leikmönnum. Það verður bara einhver annar sem klárar færin fyrir hann.

  Annars finnst mér þessi leikstíll sem BR bíður upp á reyna gríðarlega mikið á miðverðina og mér finnst að það sé algjört lykilatriði að ná stöðugleika þar. Ef vörnin verður þéttari á næsta tímabili, þá þurfum við ekki 100 mörk til þess að vinna titilinn. Persónulega væri ég til í að Skrtel og Sakho myndi verða miðvarðarpar númer eitt og Agger seldur. Einhverneginn held ég að Southampton muni setja of háan verðmiða á Lovren til þess að vilja kaupa hann(enda vantar þeim miklu frekar leikmenn heldur en pening í augnablikinu).

  Miðverðirnir eru ekki eina vandamálið í vörninni. Þó svo að Flannó sé með rétta skapið, þá er hann ekki tæknilega besti bakvörður sem við getum verið með. Ég efast líka um að Johnson sé nógu góður til að covera hægri bakvarðarstöðuna. Mér sýnist á twitter að José Enrique virðist vera búinn að jafna sig á meiðslunum en hann er ennþá stór spurningarmerki. Við þurfum klárlega að styrkja báða bakverðina.

  Kaupin hingað til hafa verið allt í lagi, en ekkert frábær. Ég hugsa að við munum ekki fá neitt stórt nafn inn í liðið fyrir Suarez og að við munum þurfa að sætta okkur við nokkra leikmenn í staðinn fyrir hann.
  Ég veit ekki mikið um Emre Can, en ég trúi að Lallana muni springa út með betri leikmenn í kringum sig (og alvöru stjóra) og ef Lazar Markovic kemur inn þá fáum við enn meiri hraða í sóknina.

  Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu. Brendan sýndi það á síðasta tímabili að dýrustu leikmennirnir eru ekkert endilega þeir bestu og að liðsheildin skiptir meira máli.

  Get ekki beðið þangað til að pre-seasonið byrjar.

  YNWA

 58. #63
  Ef ég man rétt þá skoraði Suarez um 4 mörk fyrsta hálfa árið og svo 11 fyrsta heila tímabilið.

 59. Einn vinkill á Suarez umræðuna sem ég er ekki viss um að hafi komið fram hingað til. Ég er svosem ekki búinn að renna yfir þetta nema á hundavaði.

  Undir lok síðasta tímabils var ég orðinn skíthræddur um að Suarez væri að fara að meiðast, jafnvel alvarlegum meiðslum. Maðurinn spilar hvern einasta leik, hverja einustu mínútu eins og hann sé trítilóður. Auðvitað er það kostur að hafa það hugarfar (að mestu leiti) en maður minn, slítur það ekki garminum út hraðar? Svo er hann sallaður niður við öll tækifæri. Fyrir utan allar hraða- og stefnubreytingarnar, sem ég var viss um að myndu tæta hnén á honum. Þess vegna komu hnémeiðslin mér ekki á óvart fyrir HM.

  Ég vil alls ekki missa þennan hungraða, djöfulóða, hæfileikaríka leikmann. Maður spyr sig samt hvort að þetta GÆTI verið lán í óláni? Gæti verið að hnémeiðslin séu fyrirboði frekari meiðslavandræða? Eins og ég segi, kannski lán í óláni. Selja á 75 m punda áður en meiðslin dynja á hvert af öðru. Ekki það að ég óski honum þess.

 60. Ef Þýskaland var svona sterkt í gær með Klose getur Liverpool þá ekki bara í nokkuð góðum málum með Sturridge og Lambert?
  Er ekki einmitt málið að Rogers var sífellt að reyna að stilla liðinu upp í kringum Sturridge og Suarez sem skilaði sér vissulega í fullt af mörkum en bitnaði líka oft á vörninni. Er ekki bara miklu farsælla að stilla liðinu upp með einn framherja og hafa svo öfluga kantframherja eins og t.d. Þýskaland gerði með ágætis árangri í gær?

 61. Varðandi það að missa Suarez og liðið beri sitt barr ekki eftir það að þá man ég ekki til þess að Suarez hafi verið í liðinu sem vann Meistaradeildina 2005!
  Það er líf eftir alla leikmenn!!!

 62. Origi a leiðinni. bara spurning hvort hann verði lánaður a næsta seasoni eða hvað. vona að þetta verði ekki framherjinn sem a að leysa suarez af næsta vetur.

 63. Ef þetta er rétt sem KAR er að segja með að kaupa eina súperstjörnu í ,,stað” Suarez að þá vil ég sjá LFC fara að huga að stöðunni sem Gerrard kemur til með að skilja eftir sig… við höfum þræl öflugan framherja í Sturridge+Lambert.

  Eitt stórt nafn… Paul Pogba (ólíklegt já) en gaurinn er ungur og drullu góður. Kannski ekki í ár en þá á næsta ári.

 64. Myndi fyrst of fremst vilja sjá topp topp miðvörð í þetta lið okkar við hlið Sakho. Helst einhvern sem gæti átt 4 -5 topp ár á Anfield og séð um og stjórnað þessari vörn okkar næstu árin. Þá þyrftum við heldur ekki að skora yfir 100 mörk á tímabili sem bætir brotthvarf Suarez eitthvað.

 65. @73 sammála. Sá maður er Mats Hummels og myndi vera frábær viðbót í stað Agger (ef hann verður seldur) sem er ansi oft meiddur.

 66. Að þvi að það er verið að tala um að liðið getir lifað án þess að högg sjái á vatni við að missa hvern sem er, jafnvel sinn besta mann. þá vil ég minna á að við erum rétt núna að jafna okkur á lægðinni sem við lentum í við að missa Alonso.

 67. Veit ekki með ykkur en ég get ekki betur séð en okkar menn gætu leyst vinstribakvarðastöðuna á einfaldan hátt, þetta er beint fyrir framan okkur, Kuyt tilbaka, beint í bakvörðinn. Duracell kanínan getur hlaupið endalaust og varist eins maður. Getur líka tekið þátt í sóknarleiknum. Kallinn á nokkur ár eftir og með CL reynslu, dæmt til að borga sig 🙂
  Áfram Liverpool.

 68. Skipta bara við Dortmund þeir fá Skrtel, Agger og smá pening og við Hummels

 69. Verð að segja að mig langar svolítið að sjá Rodgers temja Balotelli. Rodgers hefur sýnt að hann kann að beisla hæfileikaríka leikmenn og beina þeim á réttar brautir. Balotelli er sterkur hraður og teknískur. Hann hefur í rauninni allt til að vera súperstjarna og þarf bara rétta stjórann.

 70. Balotelli er góður en hann líka er með mjög langvarandi og illviðráðanleg höfuðmeiðsl sem Rodgers er ekki að fara að ráða við.

 71. Sælir félagar. Afsakið þráðránið, en veit einhver hvar maður getur séð hvaða hópur mun hefja æfingatímabilið í Danmörku í næstu viku, þ.e. hvaða LFC hópur mun ferðast til DK?

 72. Gunnar #80. Ég veit ekki betur en allir nema HM fararnir mæti í Brøndby leikinn.

 73. Sælir, ég er víst að fara að sjá Bröndby – Liverpool, verður fróðlegt að sjá hverjir fá að spreyta sig.

 74. #81 ég var búinn að sætta mig við þessa sölu, út frá allskonar tölfræði og rökhugsun og peningamálum. En þetta myndband vakti upp allt aðra tilfinningasúpu, táraðist pínu, djöfull á ég eftir að sakna hans. helduru að barcelona leyfi okkur að halda honum ef við borgum þeim 70mill?

 75. We are hearing Liverpool are stepping up their interest in Swansea striker Wilfried Bony. Liverpool boss Brendan Rodgers is keen to add to his attacking options with Luis Suarez on the verge of a move to Barcelona and Bony is thought to figure highly on Rodgers’ wanted list. Liverpool are believed to have sounded out Bony’s agents about a possible move to Anfield with a number of other Premier League clubs also monitoring the Ivory Coast star’s situation at Swansea.

  Hvernig lýst mönnum þá þetta?

  #84 Já ég er svona á báðum áttum núna hvort ég vilji losna við Suarez eða ekki eftir þetta myndband haha…

 76. Hvernig er það, er Lukaku eitthvað fáanlegur? Afhverju ætti Mourinho að losa sig við hann á þessum tímapunkti, orðinn 21 árs og kominn með mikla reynslu úr efstu deild.

 77. #87
  Það er nú hægt að setja spurningamerki við markt sem Mourinho gerir.

 78. Nokkuð spenntur fyrir Bony. Hann skoraði 16 mörk með liði sem skoraði ekki nema miðlungsfjölda af mörkum á síðasta tímabili (8-9 flest mörk allra liða). Leikmaður sem maður hefur vitað af í 3-4 ár síðan hann byrjaði að skora fyrir Vitesse í Hollandi og virkar eins og týpa af leikmanni sem við eigum ekki – hann er ekki bara sterkur heldur líka fínn með boltann í löppunum.
  59 leikir 22 mörk með Sparta Prag
  65 leikir 46 mörk með Vitesse
  34 leikir 16 mörk með Swansea.
  Þetta lítur fínt út – skorað allstaðar sem hann hefur spilað – þetta gæti verið leikmaður sem á eftir að springa enn meira út og afhverju ekki að taka sénsinn á honum. Hann getur vel sett 15-20 mörk spili hann 30-35 leiki með betra liði miðað við þessar tölur.

 79. er ekki að kafna ur spenningi fyrir Bony en samt heyrt margt vitlausara en að kaupa þann gæja.

 80. þá væri fínt að henda linknum hans Trausta út svo að fólk smelli ekki á hann

 81. Afhverju selur liverpool Suarez ekki bara á þeim skilmálum að þeir selja sanchez ekki til Arsenal

 82. Ég ætla að vera jákvæður annað en margir Liverpool stuðningsmenn, ég ætla að treysta Rodgers og co til þess að styrkja liðið rétt eftir brottför Suarez, er sannfærður að það sé eitthvað í gangi sem við vitum ekki af, trúi því að við fáum inn 2 mjög öfluga leikmenn í heimsklassa áður en glugginn lokar!

 83. ja er til i Benzema þótt hann se allavega 2 sinnum lelegri en Suarez, ad visu mun engin fylla skarð Suarez. Benzema væri einn af allra bestu kostunum sem möguleiki væri að fá.

  er ekki hægt að taka bara Di Maria lika ?

  bjóða þeim þessar 75 milljonir sem fást fyrir SUAREZ i staðinn fyrir Benzema og Di Maria

 84. Hvað er langt í næsta Podcast? Ég get þessa bið ekki mikið lengur!

 85. Sorry, en eg bara verð að segja að mér líst ekkert á þennan glugga…

  skv veðbanka skysports.

  Liverpool:
  Lallana, lambert, Origi, can, … og hugsanlega markovich, bony, lovern…

  Man utd:
  Shaw, herrera… Og hugsanlega Hummels, Vidal, cavani, robben, schweinsteiger, vlaar

  Þó þetta se byggt a veðbonkum þá eru ansi miklir peningar a bakvið þetta – ekki bara einhver headline fyrir götublöð.

  Hvernig i ósköpunum getur Man Utd verið með svona mikið aðdráttarafl ? Ekki i CL oþh?

  Arsenal að fá sanchez, khedira og kannski benzema..

  Chelsea að fá costa og progba…

  Úff, vona að þetta verði ekki nálægt raunveruleikanum…

 86. Það er ekki langt síðan við vorum í mjög svipuðum sporum. Goðsögnin Torres heillaði alla áhangendur okkar ástkæra liðs og það var eins hjartað væri tekið úr með skeið þegar hann fór fram á sölu til Chelsea. Mig, eins og marga, grunaði ekki að annað eins nafn kæmi til okkar í norðurhluta angleterre. En viti menn markakóngur hollensku deildarinnar var spenntur og kom fyrir ágætis upphæð en ekkerr met.
  Ég trúi því hreinlega að við finnum annan mann. Liverpool er segulstál á framúrskarandi markaskorara – skoðið bara söguna.
  Okkur mun ganga vel á næsta tímabili…

 87. Hvenær kemur þessi “#$%”#$%”#$% staðfesting frá klúbbunum að Suárez sé farinn?!?! Ég er alveg að ganga af göflunum hérna! ALVEG!

 88. Veit ekki hvað það er enn ég er ekki sannfærður um að Benzema muni standa sig í PL.

 89. Ég er enn að bíða eftir FSG hætti við söluna á Suarez, kenni bara Barcelona um hvernig fór. Loksins komumst við í Meistaradeildina aftur og þá á að selja Suarez, fokk that.

  Mér líst ekkert á næsta tímabil án Suarez. Ég er grautfúll. Mér fannst algjört lágmark að fá Sanchez með í sölunni en þá fór hann til Arsenal af öllum liðum. Þetta sumar á leikmannamarkaðinum ættlar að verða svipað glatað og önnur undir stjórn FSG.

 90. Aðeins of snemmt fyrir F5 takkann en aðeins er maður farinn að kíkja oftar á tranfer-frettir en áður.

  Vildi bæta við með Suares að þó hann fari þá er síður en svo heimsendir. Það var ekki hann sem hélt boltanum og bar upp völlinn síðasta tímabil þó svo að hann hafi verið sérstaklega góður í skyndisóknum og pressunni sem LFC setti oftar en ekki á andstæðinginn + öll mörkin. Liðið fyrir utan nr. 7 er það sama og í fyrra plús góðar viðbætur sem eru komnar á miðsvæðið sem var þó ekki lélegt sl. vetur. Ef við(Brendan) bætum svo öftustu línu um ca. 10-20 mörkum minna á okkur þá verður eftirleikurinn auðveldari. Tala nú ekki um þegar varamennirnir fara að skila okkur mörkum líka – Aspas, Alberto og Moses skiluðu mjög litlu eða nánast engu sóknarlega.

 91. Held að stuðningsmenn liverpool er að gleyma mjög mikilvægum hlut….. Liverpool kaupir ekki stórstjörnur, liverpool býr þá til 🙂

  Ég man ekki hvenær liverpool keypti stórstjörnu, en þeir kaupa efnilega leikmenn sem hafa hæfileika til að verða að stórstjörnu.

 92. We are hearing Liverpool are in advanced talks with Swansea over a move for striker Wilfried Bony. Liverpool have targeted a move for Bony as they prepare to lose Luis Suarez and the Ivory Coast international is thought to be keen on a move to Anfield. Bony’s agent is believed to be in talks with Liverpool officials as they aim to close a deal for the player.

  Tekið frá http://www.skysports.com

  Þannig það virðist sem þeir ætli að kaupa hann.

 93. Sammála nr. 109. Liverpool hefur undanfarin ár keypt leikmenn sem eiga möguleika á að verða toppleikmenn og bætt þá (Torres, Suarez, Xabi, Mascherano, D. Sturridge, Coutinho). Ég vil því endilega kaupa einhvern sem er talinn gríðarlega efnilegur. Það hljóta að leynast gullmolar þarna úti.

 94. #111 Divock Origi er talinn með þeim efnilegustu í dag. Liverpool er að reyna kaupa hann. Hann er 19ára gamall er það ekki?
  Lazar Markovic er mjög efnilegur líka og er 20 ára gamall. Liverpool er að reyna kaupa hann.

 95. Tala nú svo ekki um okkar eigin menn… Sterling, Ibe, Suso, Texiera og fleiri.

 96. Tony Barrett ?@TonyBarretTimes 2m

  Liverpool have confirmed that they have reached agreement with Barcelona for the sale of Luis Suarez.

  Guillem Balague ?@GuillemBalague 2m

  Confirmation of Suárez transfer to FCB today and presentation of the player next week.

Félagaskipti Suarez klár (eða ekki)

Föstudagsþráður í júlí