Spænsku risarnir

Luis Suarez er ekkert fyrsta stórstjarna Liverpool sem er líklega að enda hjá Real Madríd eða Barcelona og verður því miður líklega ekki sú síðasta. Raunar framför að Liverpool sé yfir höfuð farið að fá greitt fyrir frá þessum félögum, sá fyrsti sem við misstum yfir núna í seinni tíð fór þangað frítt.

Barcelona og Real Madríd eru auðvitað mjög stöðugt tvö af bestu liðum í heimi og keppa til allra mest spennandi verðlauna sem eru í boði. Bæði eru á mun sólríkari stað en boðið er upp á t.d. í Þýskalandi og á Englandi, borgirnar eru spennandi heimsborgir og leiðandi í stjörnulífi Evrópu. Fjölskyldan flytur alveg með leikmönnunum þangað ef ég orða þetta pent. Bæði lið geta greitt laun sambærileg bestu leikmönnum í heimi og eru ítrekað að bæta metið þegar kemur að dýrustu leikmannakaupum í sögu fótboltans.

Þessir tveir risar hafa forskot á mjög mörgum sviðum, sérstaklega fram yfir liðin í Englandi og Þýskalandi, þá er ég ekki síður að tala um utan vallar. Fyrir mér er deildin á Spáni illa löskuð og álíka spennandi og sú Skoska þó A. Madríd hafi reyndar tímabundið lagað hana. Barca og Real stjórna þessari deild gjörsamlega, ráða nánast leikjaniðurröðuninni og hirða að sagt er 50% af sjónvarpstekjunum á meðan hin 18 liðin skipta rest á milli sín.

Mæli eindregið með þessu (aðeins gamla) myndbandi af stuðningsmönnum Sevilla sem mótmæltu hressilega einokun Barca og Real á Spáni. (Ég veit ekki hvort staðan hafi eitthvað breyst á Spáni en stuðningsmenn Sevilla eru ekki þeir einu sem syngja haturssöngva um Barcelona og Real).

Hjá þessum liðum er það vonbrigði að vinna ekki Meistaradeildina og allt sem er í boði heimafyrir og það er spennandi fyrir alla leikmenn. Þetta eru samt auðvitað ekkert einu stórliðin í Evrópu og því síður einu liðin með peninga. Landfræðilega ofan á styrk klúbbana hafa þau þó forskot á flest önnur lið. Ítalska deildin er ekki ennþá búin að jafna sig á fábjánunum sem standa að þeirri deild eða liðunum í henni og hefur Seria A dregist verulega aftur úr. Frakkland er með tvö lið sem geta boðið upp á allar aðstæður líkt og Spænsku liðin nema deildin þar er þess utan ekki eins sterk, þó hún sé nú jafnan mun meira spennandi. Áhrif PSG og Monaco hafa ekki alveg fyllilega komið í ljós ennþá. Þýska deildin var spennandi í smá tíma en FC Bayern er fullkomlega búið að kála henni og kaupir bara þá leikmenn sem geta eitthvað í þeirri deild, sama frá hvaða liði.

Menningarlega er forskot Spænsku risanna þó líklega hvað stærst, Barcelona og Real Madríd eru langbestu liðin í því sem ég kýs að kalla “latino” heiminum og það opnar inn á líklega besta markaðninn í boltanum. Tek það fram að latino er ekki alveg rétt orð yfir það sem ég er að reyna lýsa enda nær það aðallega fyrir Suður- og Mið Ameríku. En þegar ég tala um latino er ég að tala um þær þjóðir sem hafa Spænsku eða Portúgal sem móðurmál. Spán, Portúgal, Suður og Mið – Ameríku. Mekka nánast allra leikmanna frá þessum löndum grunar mig að sér annaðhvort Real Madríd eða Barcelona og dæmin styðja þá kenningu ágætlega. Þessi lið fá nánast alla leikmenn sem þau óska eftir að fá, sérstaklega frá þessum löndum og það er ansi gott forskot að hafa enda framleiða þessi lönd marga af allra skærustu stjörnum íþróttarinnar.

Alla leikmenn dreymir líklega um að spila fyrir bestu liðin, Evrópskir leikmenn eru ekkert endilega helteknir af Barca og Real Madríd, marga dreymir líklega ekki minna um ensku deildina eða stærstu liðin í Þýskalandi, Frakklandi eða á Ítalíu. Ofan á þetta eru auðvitað leikmenn annarsstaðar að úr heiminum og frá öðrum menningarheimum sem neita þessum félögum ekki heldur. Ég er auðvitað töluvert að alhæfa með að þetta sé draumur allra frá latino heiminum en svona virðist þetta svolítið vera.

Liverpool hefur í gegnum tíðina ekki mikið leitað inn á þennan markað ekki frekar en önnur ensk lið. Ástæður fyrir því eru eflaust mímargar en munurinn á þessum menningarheimum hlýtur að vera stór partur. Rétt eins og að enskir leikmenn hafa jafnvel sjaldnar farið í hina áttina. Landamæralínur í fótboltanum eru þó orðnar óskýrari í dag og heimurinn virðist vera orðið eitt markaðssvæði. Það er engu líkara en Englendingar hafi allt í einu áttað sig á því að Suður-Ameríkumenn eru oftar en ekki bara fjandi góðir í fótbolta og geta alveg aðlagast lífinu á Englandi. Sama á við um Spánverja og Portúgali og hafa leikmenn frá þessum löndum komið í stórum stíl undanfarin ár.

Flestir þeirra kinka þó heldur betur í hnjánum þegar Barcelona eða Real Madríd sýna (á mjög áberandi, dónalegan og smánarlegan hátt) áhuga, oftar en ekki sýna þau áhuga sinn í gegnum blöðin sín og ALLA blaðamannafundi félaganna um hin ýmsu málefni (önnur en um kaup á umræddum leikmönnum sem er í 100% tilvika samningsbundinn öðru liði). Þessir leikmen virka á mann eins og Þýskir leikmenn sem eru að spila í Bundeslígunni þegar FC Bayern sýnir áhuga.


Viðskipti Liverpool við Spænsku risana undanfarin ár.
Við höfum velt þessu fyrir okkur áður en mig langar aðeins að skoða leikmannakaup Liverpool á leikmönnum frá þessum löndum þar sem Spænska er aðaltungumál (eða annað tungumál á eftir Portúgölsku). Rafael Benitez fór mikið inn á þennan markað og gerði mörg mjög góð kaup en fáir þeirra virðist koma til Liverpool til að setjast þar að. Mig langar að skoða þetta aðeins betur með hjálp LFCHistory.net. Byrjum árið 1999/2000, bæði til að byrja frá aldarmótum og eins vegna þess að þá misstum við Steve McManaman.

Steve McManaman.
Rick Parry var fyrir þá sem ekki muna Ian Ayre þess tíma og hann afrekaði að missa okkar skærustu stjörnu á frjálsri sölu til Real Madríd. Spurning reyndar hvort þetta skrifist á Parry því skv. LFCHistory var það stjórn Liverpool sem neitaði að verða við launakröfum hans af ótta við að aðrir leikmenn færu þá fram á hærri laun. (Mikið betra að missa hann frítt, hann væri svona 40m punda leikmaður á núvirði).

McManaman var ekki í öfundsverðri stöðu gagnvart uppeldisfélaginu, liðið var í ströggli og nýbúið að lenda í 7. sæti undir stjórn Evans og Houllier saman. Sumarið áður voru þetta leikmannakaupin sem skýra árangurinn í deildinni vel.

Bosman var tiltölulega nýtt á þessum tíma og gríðarlegt áfall að missa McManaman 27 ára gamlan á þeim forsendum, hann var þó svosem búinn að skila sínu þau níu tímabil sem hann var frá félaginu. Frá hans sjónarhóli er hægt að skilja að boð frá Real Madríd væri ekki hægt að hafna og hann var eins og áður segir frjáls eins og fuglinn. Fyrir vikið á hann m.a. meistaradeildarmedalíu en er óneitanlega ekki eins stór stjarna í Liverpool í dag og hann hefði annars verið.

En skoðið aftur leikmannakaupin 1998/99, það er nánast sama hvað gerist í sumar, það verður varla verra en það sumar.

Jari Litmanen
Innkaupastefna Spænsku risanna er þannig að oftar en ekki eru mjög góðir “afgangsmolar” á lausu hjá þeim og við höfum stundum nýtt okkur það. Jari Litmanen var einn slíkur og kom 29 ára árið 2000. Þvílík sóun á leikmanni og gallhörðum stuðningsmanni Liverpool að koma akkurat þegar Emile Heskey loving Houllier var stjóri liðsins. Sá myndi finna sig undir stjórn Rodgers.

Michael Owen
Real Madríd nýtti sér aftur aulaskap stjórnarmanna Liverpool sumarið 2004 og hirti eina af skærustu stjörnum liðsins nánast gefins. Michael Owen fór 25 ára gamall frá Liverpool til Real Madríd á 8,5m punda, hann átti þá einungis ár eftir af samningi. Ef við setjum þetta í samhengi þá hefði sala á samningsbundnum Owen og McManaman verið grundvöllur fyrir smíði alvöru liðs hjá Liverpool, í staðin fyrir þá fengum við 8,5m punda og Antonio fokkings Nunez sem Liverpool borgaði 1,5m punda fyrir. Það er ótrúlega svekkjandi að hugsa út í hversu mikið meira Liverpool hefði getað fengið út úr því að borga McManaman og Owen þau laun sem þeir fóru fram á í stað þess að missa þá nánast gefins til Real Madríd á 4 árum. Hvað þá á meðan báðir voru á hátindi ferilsins (og ættu að vera í hámarksvirði).

Owen var annars ekki í svo ósvipaðri stöðu og McManaman. Liðið var í lægð eftir afleitan leikmannaglugga 2002 (sjáið þetta sumar). Hann vildi komst hærra á sínum ferli og fór til Real Madríd til að vinna til verðlauna. Hann stóð sig svo sem ágætlega þar en mikið hræðilega var það gott á hann að Liverpool skyldi vinna Meistaradeildina árið eftir og ofan á það varð hann aldrei aftur nálægt því eins góður og hann var hjá Liverpool. Það man ekki nokkur maður eftir honum sem leikmanni hjá öðru liði en Liverpool, ekki á jákvæðan hátt a.m.k.

Spænska byltingin.
Benitez leitaði rétt eins og Houllier á sinn heimamarkað og stóð sig öllu betur. Ég man reyndar ekki eftir að neinn leikmaður sem Houllier keypti frá Frakklandi teljist hafa átt góðan feril hjá Liverpool, flestir alls ekki. Benitez hitti svosem ekki í öllum skotun heldur.

Antonio Nunez fylgdi með í kaupum Real Madríd á Owen og líklega heyrðust hlátarsköll og kampavínsopnanir stjórnarmanna Spænska liðsins fram á gang er Parry og co gengu af þeim fundi, Real hafði keypti einn heitasta framherjann í boltanum á 8,5m punda og losnað á sama tíma við versta leikmann sem nokkurntíma hefur fengið samning hjá Real Madríd á 1,5m punda.

Nunez var samt bara næst versti Spánverjinn sem Liverpool keypti þetta sumar því Josemi kom líka frá Malaga. Hvorugur þeirra gerði tilkall til að komast aftur á radar Spænsku risanna og teljast þeir því ekki með, sama á við um þessi minni nöfn frá latino löndunum sem Barca og Real hafa engann áhuga á.

Xabi Alonso
Klárlega ein bestu leikmannakaup Liverpool á þessari öld og ekki hægt að kvarta mikið yfir ferli Alonso hjá Liverpool þó hann sé líklega töluvert betri í minningunni hjá mörgum en hann var í raun og veru. Alonso var töluvert í meiðslum í tvö tímabil og spilaði ekkert sérstaklega. Það gerði það næstum að verkum að hann yrði seldur til Juventus sem blessunarlega varð ekki (skildi þá hugmynd aldrei). Hann var áfram hjá Liverpool sem spilaði frábærlega með hann sem leikstjórnanda í banastuði. Alonso var svo góður að nú sýndu Real Madríd áhuga og þá eins og oft áður virðist ekki mega segja nei. Sögur fóru að leka um hversu vondir Liverpool voru við hann árið áður og að Alonso væri hundfúll hjá Liverpool, hann yrði að fá að fara til Real Madríd. M.ö.o. lag sem hefur heyrst helvíti oft rétt áður en leikmenn fara til Real Madríd eða Barcelona, textinn er mismunandi.

Verðið sem við fengum fyrir Alonso var fínt og við fengum fimm góð ár frá honum. Liverpool seldi hann samt er hann var að nálgast hátind ferilsins og skarðið sem hann skildi eftir sig er eitt það stærsta sem Liverpool hefur lent í að fylla nú í seinni tíð og það hefur ekki tekist ennþá. Hjálpaði ekki að Alonso var seldur í miðri styrjöld innan veggja Liverpool og sá sem kom í staðin var meiddur þegar hann kom, ofan á að vera frá þjóð með króníska heimþrá.

Luis Garcia
Aftur fór Liverpool í molana frá Barcelona og nú gekk dæmið aðeins betur upp enda leikmaður sem Benitez þekkti vel. Garcia átti sín bestu ár í boltanum hjá Liverpool, sérstaklega í meistaradeildinni sem hentaði honum betur. Hann aðlagaðist samt Englandi aldrei og fór heim til Spánar nokkuð fljótlega aftur.

Mauricio Pellegrino og Fernando Morientes
Benitez tók tvo í viðbót frá Spáni í janúarglugganum. 34 ára Pellegrini sem hafði verið frábær undir stjórn Benitez hjá Valencia og Moriantes sem kom frá Real Madríd. Hvorugur fann sig hjá Liverpool svo vægt sé til orða tekið.

Pepe Reina
Fyrir utan unga leikmenn frá Spáni var Reina sé eini sem kom til Liverpool 2005. Hann kom frá Villareal en er auðvitað uppalinn hjá Barcelona og fellur vel undir þessa kenningu okkar með Spænska leikmenn. Hann er samt aðeins annað dæmi enda Barcelona hans uppeldisfélag.

Engu að síður lenti Liverpool í veseni síðasta sumar þegar leit út fyrir að hann væri að fara til Barcelona og fenginn var inn nýr markmaður. Hvað klikkaði eftir það man ég ekki en flestir hjá Liverpool héldu að þetta væri done deal og ekkert hægt að gera við því. Ekki það að Liverpool hafi ekki selja í þetta skiptið.

Tökum það samt alls ekkert af Reina að hann hefur verið hjá Liverpool siðan 2005 og reynst félaginu mjög vel, óvenju vel m.v. hvaðan hann kemur. Á móti hefur ekkert reynt á sambandið að ráði fyrr en nú er kallið virist vera að koma frá Spænsku risunum.

Alevaro Arbeloa
Janúar 2007 var góður mánuður fyrir Liverpool sem m.a. nældi sér í Arbeloa frá Deportivo, hann er þó uppalinn hjá Real Madríd. Arbeloa byrjaði með látum og slökkti gjörsamlega á Messi í Meistaradeildarleik stuttu seinna. Arbeloa var partur af mjög góður Liverpool liði og var búinn að vinna sér bakvarðarstöðuna tímabilið 08/09. Hann hafði þó áður spilað flesta leiki enda jafnvígur á vinstri og hægri bakvörð.

Sumarið 2009 keypti Liverpool Glen Johnson á háa fjárhæð og seldi á sama tíma Arbeloa á skít og kanil til uppeldisklúbbsins. Hann var kominn með heimþrá sem var furðu mikið í samræmi við áhuga Real Madríd. Það er erfitt að segja hvor ákvörðunin kom á undan, sala á Arbeloa eða kaupin á Johnson er það er ljóst að við höfum saknað Arbeloa síðan hann fór. Hann hefur spilað nánast alla leiki Real Madríd og eins verið fastamaður í einu besta landsliði sem spilað hefur fótbolta.

Javier Mascherano
Argentínumaðurinn kom á sama tíma og Arbeloa og skapaði sér nafn í Evrópu hjá Liverpool og var frábær. Honum til varnar þá var Roy Hodgson stjóri Liverpool þegar hann fór og klúbburinn logaði stafna á milli. Það bara getur ekki komið á óvart að hann hafi farið í hart til að komast til Barcelona þegar þeir óskuðu krafta hans.

Aftur fengum við ágætlega borgað fyrir hann en á einu ári hafði Liverpool misst bæði Alonso og Mascherano meðan báðir voru rétt að komast á hátind ferilsins. Báðir eru ennþá lykilmenn í þessum liðum sem og sínum landsliðum.

Lucas Leiva
Líklega komu alvarleg meiðsli Lucas í veg fyrir að eitthvað reyndi á að halda honum. Hann er þó gott dæmi um að leikmenn frá latino löndunum geta alveg aðlagast norðar í Evrópu. Lucas virðist reyndar vera miðpunkturinn í samfélagi leikmanna frá latino löndunum. Ekki bara fyrir leikmenn á mála hjá Liverpool heldur Everton, United og City líka.

Fernando Torres
Það eru auðvitað nokkrar ástæður fyrir því að ekki reyndi á það hvort Torres myndi vilja vera áfram hjá Liverpool er Spænsku risarnir myndu hafa samband. Fyrsta ástæðan er auðvitað sú að hann er grjótharður A.Madríd maður og það nánast útilokar Real Madríd. Önnur er sú að Chelsea borgaði 50m punda fyrir hann, hann hefur ekkert virkað yfir sig hamingjusamur í höfuðborginni.

Það er annars alveg hægt að skilja Torres enda var hann keyptur í frábært Liverpool lið sem var að ná langt í meistaradeildinni og deildinni og gekk í gegnum verstu tímabil í nútíma sögu félagsins. Það er ekkert óskiljanlegt að hann hafi viljað fara þegar hann fór.

Torres mætti þó aðeins tileinka sér hugarfar arftaka hans hjá Liverpool. Torres var með fýlusvip og illa fyrirkallaður í rúmlega ár áður en hann fór frá Liverpool og sklidi við félagið í mjög illu. Luis Suarez (ef hann fer) gaf þó gjörsamlega allt sem hann átti þrátt fyrir að fá ekki að fara þegar hann fór fram á það.

Aðrir leikmenn.
Riera, Insúa, Aurelio og Maxi Rodriguez eru allir dæmi um aðra leikmenn frá þessum latino löndum sem reyndi ekkert á að halda. Meireles flokkast svo einnig með þessum leikmönnum og fór til Chelsea en vakti aldrei áhuga Real eða Barca. Jose Enrique er líklega einnig gjaldgengur á þennan lista þó hann virðist reyndar hafa aðlagast lífinu á Englandi ágætlega.

Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér með Coutinho, Suso og Ilori. Eitthvað segi mér að það muni aldrei reyna á þetta með Aspas og Alberto, jafnvel þó Alberto komi frá Barcelona.

Ef við einföldum þetta þá hefur Liverpool líklega aldrei haldið leikmanni sem Real Madríd eða Barcelona óskar eftir að kaupa. Steven Gerrard er mögulega undantekning hérna en ég man ekki eftir að hafa heyrt af neinu tilboði í hann frá þessum liðum.

Luis Suarez, Fernando Torres, Xabi Alonso, Javier Mascherano og Pepe Reina eru líklega topp fimm yfir bestu leikmenn sem Liverpool hefur keypt frá latino löndunum. Arbelona ætti svo að vera talinn með hérna líka ásamt Lucas Leiva þó þeir hafi ekki sama profile og hinir fimm. Af öllum mönnum reyndi ekki á Torres en það var eingöngu vegna þess að annað lið kom með risatilboð í hann.

Luis Suarez
Luis Suerez er afar sérstakt tilvik og aðstæður núna eru allt öðruvísi en þegar hinir voru seldir, Liverpool var ekki á uppleið þegar hinir fóru og það sama á við um þegar McManaman og Oeen fóru. Liverpool var ekki í bílstjórasætinu.

Luis Suarez er tifandi tímasprengja, Liverpool keypti hann í leikbanni, hann hefur tvisvar farið í mjög langt bann sem leikmaður Liverpool (þó deila megi um réttmæti þeirra dóma) og hann var að bæta þriðja leikbanninu við núna, þetta án þess að hafa nokkurntíma fengið rautt spjald sem leikmaður liðsins. Raunar var hann ekki einu sinni að spila með Liverpool núna og þessi tegund af leikbanni er ný á nálinni, svonalagað hefur ekki náð yfir félagslið líka áður.

Ofan á allt vesen þarf að horfa í það hvenær rétti tíminn er til að selja, eigendur Liverpool leggja ofuráherslu á að velja “rétta” tímann hvað þetta varðar og þeir seldu síðustu stjörnu (Torres) á frábærum tíma fyrir toppverð. Luis Suarez með allann sinn pakka verður 28 ára í janúar, hann vill ólmur fara til Barcelona og núna fæst fyrir hann hámarksvirði. Fyrir utan knattspyrnulegar ástæður getur Suarez bent á persónulegar ástæður fyrir því að vilja flytja til Barcelona. Það er alltaf eitthvað, hjá öllum leikmönnum sem þessi lið eru á eftir og núna er það að fjölskylda konunnar hans er öll búsett í borginni. Ekki það að maður taki hætishót mark á að hann vilji ólmur fllytja til tengdó enda gat hann ekki lýst því nógu ítarlega hversu ánægður hann væri í Liverpool bara um síðustu jól…er hann skrifaði undir nýjan samning til 2018.

Sala núna á risaupphæð er afar skiljanleg niðurstaða fyrir alla aðila og fari Suarez núna skilur hann við Liverpool í góðu (a.m.k. hvað mig varðar).

Hinsvegar á móti verður félagið að fara afar varlega því að ef saga sl. 10-15 ára er skoðuð er Liverpool ekkert annað en selling club þegar reynir á og hefur verið það allt of lengi. Raunar man ég núna í seinni tíð bara eftir einu tilviki þar sem klúbburinn virkilega stóð í lappirnar og neitaði að selja, þvert á veilja leikmannsins. Það var í fyrra þegar Arsenal bauð grín upphæð í Suarez. Hann er að fara núna ári seinna. Steven Gerrard er ekki einu sinni hægt að telja með því að félagið samþykkti tilboð í hann nokkrum vikum eftir að liðið vann Meistaradeildina. Það var hans ákvörðun að fara ekki.

Lið sem selur alltaf sína bestu leikmenn vinna sjaldan titla og festa sig nánast aldrei í sessi sem lið sem vinna ítrekað til verðlauna. Auðvitað er hvert tilvik einstakt og sl. ár hafa verið allt annað en eðlileg hjá Liverpool. Stundum höfum við selt okkar bestu menn á réttum tíma þó það hafi aldrei komið í ljós fyrr en eftirá. McManaman og Owen voru skelfileg dæmi og félagið hefur passað sig á því að missa ekki sína bestu menn á þennan hátt. Líklega hefur þetta verið öðrum liðum víti til varnaðar, svo klaufalegt var þetta. Alonso, Mascherano, Torres og Arbeloa fóru á vakt Gillett og Hicks og teljast varla með

Luis Suarez er á hátindi ferilsins núna og er lang besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem þó virðist ekki geta beðið eftir að losna við hann. Hann leiddi línuna er Liverpool var hreint fáránlega nálægt því að vinna deildina, hver veit hvað liðið gæti gert með hann innanborðs ofan á sterkari leikmenn. Hann er í öllum skilningi hættulegasti framherji sem Liverpool hefur átt síðan Ian Rush spilaði með félaginu, samt eru Owen, Fowler, Collymore og Sean Dundee meðtaldir. Þegar verðlagið er orðið eins og það er þá minnkar vægi upphæðarinnar sem fæst fyrir svona leikmenn og það er fjandi mikið lottó að hitta á rétta blöndu sem kemur í staðin.

Það er svosem jafn mikilvægt ef ekki mikilvægara að styrkja veikasta hlekk liðsins frekar en þann besta en það má þá líka bæta okkar veikustu hlekki ansi vel til að bæta upp fyrir Suarez. Persónulega vill ég bara alls ekki missa okkar bestu leikmenn og sala á Suarez fer ákaflega illa í mig. Jafnvel þó hann skili miklum aur í kassann og sé með einhvern stærsta og furðulegasta vandamálapakka meðfygjandi sem ég man eftir að hafa heyrt af. Hann er það góður að hann er vesenisins virði, það sýndi hann á síðasta tímabili.

Ég skil samt sölu á honum, tímasetningin er núna. Guð hjálpi okkur dragist Liverpook og Barcelona í Meistaradeildinni. Úff.

Liverpool án Suarez
Salan á Suarez er ekki sambærileg við aðrar sölur félagsins að því leiti að félagið er í mjög góðri stöðu núna öfugt við oftast áður. Liðið hefur yfirleitt verið í niðursveiflu eða almennt tómu tjóni þegar við höfum misst okkar skærustu stjörnur. Þetta er ekki heldur alveg sambærilegt við sölu Tottenham á Bale í fyrra að því leiti að Liverpool stendur til boða mun hærri klassa markaður ofan á að sóknarlega á Liverpool alveg góða leikmenn fyrir þó Suarez fari.

Alexis Sanchez yrðu gríðarlega flottar sárabætur fyrir Suarez, hann er tveimur árum yngri og er hungraður og mjög góður leikmaður. Hann vill eflaust ná að sanna sig eftir að hafa verið í skugga stóru stjarnanna í Barcelona og myndi líklega smellpassa í hugmyndafræði Rodgers.

Fyrir utan það hverjir koma í stað Suarez þá grunar mig að Rodgers breyti aðeins leikstíl liðsins aftur í meira 4-3-3. Hann fór aðallega í þetta tveggja sóknarmanna kerfi þar sem hann var með svo góða sóknarmenn. Jafnvægið á liðinu var oftar en ekki ekkert sérstakt og spurning hvort Daniel Sturridge fái ekki sviðið einn núna með þrjá góða fyrir aftan sig.

Persónulega held ég að næsta stórstjarna Liverpool, sama hvern félagið kaupir nú sé þegar á mála hjá félaginu. Næsti leikmaður sem við þurfum að berja frá okkur áhuga risanna á Spáni eða Olíufélaganna. Sá leikmaður held ég að verði Raheem Sterling. Þessu hefur lengi verið spáð og í fyrra sprakk hann út og vonandi heldur hann áfram að vaxa á þessu tímabili.

Staða hans held ég að verði alltaf sóknarmaður í anda Messi, Ronaldo og Bale. Þá er ég að meina hvað leikstöðu varðar, bíðum aðeins með hvort hann verði í sama klassa og þeir, það er ekki útilokað. Ég er að tala um nokkuð frjálst hlutverk út frá öðrum kantinum eða frammi þá með annan sóknarmann fremst.

Lallana og Can koma vonandi með töluverðan og nauðsynlegan kraft á miðjuna, eitthvað sem Henderson hefur nánast axlað einn undanfarið. Varnarleikinn þarf síðan að bæta með bæði nýjum leikmönnum og betra jafnvægi á liðinu.

Liverpool er líklega alltaf að fara skora færri mörk án Suarez og leikir liðsins verða ekki eins kolklikkaðir og við sáum á síðasta tímabili, það var líklega svona one off tímabil. Það þýðir hinsvegar ekkert endilega að stigin verði eitthvað færri.

Líklega hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eining meðal stuðningsmanna Liverpool um kallinn í brúnni. Ég hef það mikla trú á honum að ég held að það væri verra að missa hann en Luis Suarez.

Brendan Rodgers hefur það þó vissulega með sér að hann bítur ekki.

52 Comments

 1. Góður pistill, takk fyrir hann.

  Ég hef svolítið verið að pæla í þessari dýrkun Liverpool síðastliðin ár á því að kaupa leikmenn frá Bretlandi. Þeir eru overpriced og oft mikil áhætta falin í þeim. Eftir lestur á þessum pistli þá skil ég þá stefnu að hluta til núna. Við erum ekkert annað en stökkpallur fyrir latino mennina upp í Real eða Barca. Þá vil ég frekar kaupa overpriced Breta og halda þeim í liðinu – sér í lagi þar sem enskir leikmenn líta orðið fjári vel út. Líklega hefði enska liðið komist mun lengra á HM með alvöru stjóra í brúnni og betri fjölmiðlaumfjöllun heimafyrir (það er samt önnur umræða).

  Hvað Torres varðar þá náði hann aldrei að særa mig jafn mikið og marga aðra, sennilega vegna þess að Owen særði mig svo djúpu sári að ég er ennþá hálf dofinn eftir þá útreið. Málið er að Torres kom og spilaði frábæran fótbolta og gaf okkur gleði þegar litla gleði var að finna í kringum klúbbinn okkar. Fljótlega var hausinn þó kominn ofan í bringu og fílusvipur staðalbúnaður á honum. Þannig var hann í heilt ár áður en við seldum hann. Ég sá tvennt sem Torres gerði okkur. A) Hann flúði í skjóli nætur í janúar – til Chelsea. B) Hann talaði niður til klúbbsins eftir hann fór. Tvö stór atriði, vissulega – en samt ekki nóg til að stoppa mig frá því að hugsa hlýlega til hans með þakklæti til þeirra tíma sem hann gaf okkur.

  Í öllu þessu samhengi verður maður að tala um Gerrard. Við skuldum honum eitthvað, nei samt án djóks. Við þurfum að gera eitthvað fyrir hann. Baka fyrir hann köku eða föndra borða sem við gefum honum eða eitthvað. Bara smá þakklætisvottur frá stuðningsmönnum Liverpool á Íslandi. Önnur eins trúfesta og tryggð sem hann hefur sýnt er aðdáunarverð. Hann hefur fengið að spila með öllum þessum snillingum sem fjallað er um í pistlinum, tengst þeim persónulega og fengið að spila með þeim, vinna titla með þeim. Allir fara þeir samt og gefa skít í klúbbinn þegar risarnir tveir horfa til þeirra. Alltaf er Gerrard hjá okkur. Owen fór, Alonso fór, Masc fór, Torres fór (og það var sárt), og nú ætlar Súarez líka að gefa skít í okkur og alltaf situr Gerrard eftir þar sem draumurinn um enska titilinn verður fjarlægari og fjarlægari.

  Sturridge er vissulega frábær leikmaður en hann er ekki nærrum því jafn góður og Suárez. Það sama gildir um Sterling (reyndar sé ég smá Messi í honum en hann er ennþá ungur). Það að Suárez fari er áfall fyrir okkur – þetta bit og þetta bann er algjört áfall fyrir okkur. Það að Suárez fari það minnkar líkur okkar á titli og velferð alveg gríðarlega mikið. Það verður ógeðslega erfitt að fylla hans skarð. Ekki ómögulegt þó. In Brendan we trust….

  Og þá að Suárez. Ætla menn í alvörunni að sætta sig við 70 milljónir fyrir hann? Mér finnst það bara ekki í lagi. 80 milljónir er algjört lágmark samanborið við Bale. Ég verð samt að viðurkenna að ég neita að trúa því að þetta sé að gerast. Ég fór glaður inn í sumarfríið, Suárez ekki í banni og pottþétt að hann myndi ekki yfirgefa okkur. Það var EKKERT sem benti til þess að hann væri á förum. Við vorum bara að fara að styrkja okkur og taka titilinn á næsta ári. En fjandinn hafi það við erum komin þrú ár aftur í tímann og titilinn er ekki í sjónmáli heldur baráttan um fokking fjórða sætið enn eitt árið það sem tekur við.

 2. Bjóðum bara væna summu í Aguero, hann er (var) Liverpool stuðningsmaður. Að City hafi fengið hann á 38 mill punda 2011 er bara djók.

 3. Ég verð að segja að þessi þráhyggja manna á Barcelona og Real Madrid er farin að verða þreytandi. Jú vissulega hafa þeir veriða ð “stela” leikmönnum frá Englandi og örðum löndum en það er ekkert óeðlilegra við það en það sem t.d Liverpool er að gera núna gagnvart Southampton. Efast um að aðdáendur þeirra séu að hugsa hlýlega til Liverpool þessa dagana. Það er líka þessi mýta um tveggja turna tal á Spáni. Fyrir tveim árum skoðað ég þetta og bar saman spænsku og enskudeildina frá því að úrvalsdeildin var stofnuð og ef ég man rétt þá voru jafn mörg lið búin að vinna þá ensku og þá spænsku á þessum rúmu 20 árum (enska Man U, Arsenal, Chelsea, Blackburn, Man City) (spánn Barca, Real, At. Madrid, Valencia, Deportivo). Ef skoðað er annað sætið þá er það líka jaft eða 7 lið. Ef ekki hefði komið til ríkir olíufurstar þá væri sennilega færri lið búin að vinna ensku deildin en þá spænsku.

  Það er ekkert óeðlilegt við það að leikmenn vilji frekar spila í landi sem er nær þeirra menningu og það er líka ekkert óeðlilegt að leikmenn flakki á milli liða og þá landa í leiðinni. Hér áður fyrr var minna um það vegna reglna um erlenda leikmenn ef það hefði ekki verið þá hefði flæðið örugglega verið svipað. Það er líka ákveðin hræsni að tala um Liverpool sem einhvern uppeldisklúbb fyrir risana á Spáni. Hversu margir af stjörnum Liverpool hafa verið uppaldir hjá félaginu? Við getum t.d tekið King Kenny hann var keyptur frá Celtic þegar hann var 26 ára, Rush var keyptur þegar hann var 19 ára frá Chester svo dæmi sé tekið.

  Barca og Real hafa haft meira fjármagn en flest önnur lið í heiminum (þó menn geti vissulega deilt um hvernig þeir peningar eru fengnir). Með þessu fjármagni hafa þau geta laðað til sín bestu leikmenn í heimi. Líkt og liðin á Ítalíu gerðu á 10 áratugnum. Núna eru lið á Englandi svipað fjársterk og Barca og Real og hafa einmitt verið að ná til sín mörgum af bestu mönnum heims. Þetta er því alltaf spurning um peninga og ekkert annað.

  Ég vil því bara bend þessum frábærum pennum sem skrifa á þessa síðu að það er algjór óþarfi að vera með anna hvern póst um hvað Barca og Real séu vondir því Liverpool og önnur stórlið hegða sér nákvæmlega eins gegn minni liðum. Það getur vel verið að aðferðafræðin hjá liðinum sé mismunandi en niðurstaðan er alltaf sú sama.

  Það er enginn heimsendir þó Suarez fari, það var í raun viðbúið að það myndi gerast fyrr en seinna. Hann er vissulega einn af bestu fótbolta mönnum í heiminum í dag. En fótbolti er liðsíþrótt og einn maður getur vissulega gert mikið en aldrei meira en liðið sem hann er í. Rauðnefur í Man U. Var nú þekktur fyrir það selja sína bestu menn, Wenger hefur líka gert það oft og alltaf heldur maður að nú séu þeir í ruglinu en í flestum tilvikum hefur liðið jafn vel orðið betra fyrir vikið.

  Ég mun vissulega sakna Suarez þegar hann fer en ég hef fulla trú á því að Brendan Rodgers sé maður sem geti vel skapað gott lið sem eigi eftir að vera í baráttu um titla á næstu árum. Ég væri hins vegar alveg til í að þeir færu að kaupa almennilega bakverði í þetta lið 🙂

 4. Flottur pistill Babú.

  Finnst alltof oft farið að tala um “overpriced” Breta þegar einmitt þetta sem þú ert hér að lýsa er svo augljóst. Hollusta gagnvart LFC er afskaplega lítil þegar kemur að leikmönnum sem eru vanari svo allt öðrum aðstæðum en við getum boðið uppá.

  Það er einfaldlega svo að Real og Barca eru lið sem eru það stór og sterk í huga Spánverja, Portúgala og Suður Ameríkubúa að það er einfaldlega ekki hægt að bera saman við neitt sem þekkist annars staðar. Og þetta vita þessi tvö lið ansi vel.

  Þau eru líka algerlega mögnuð í að stjórna umræðu um leikmenn og leikmannakaup, eru bara beinlínis algerlega beintengd fjölmiðlum sem hika ekki við að ýfa upp það sem til þarf að koma mönnum með rót á sinn huga. En það eru ekki bara blöðin og klúbbarnir sem hægt er að ræða um.

  Leikmenn sleppa nú oft ansi vel frá þessari umræðu finnst mér. Bullið sem óð um Xabi Alonso t.d. þegar hann fór pirraði mig mikið. Hann hafði átt lélegt tímabil með liðinu sínu og var gert ljóst að það ætti að kaupa annan leikmann þess vegna. Og hvað? Er ekki einmitt hægt að segja það að sú umræða varð til þess að hann átti frábært tímabil í kjölfarið, aldrei var því velt upp að þá var hann óumdeildur í liðinu en fór samt. Vondi stjórinn bara eyðilagði ferilinn hans. Mikil ást á LFC sem birtist þar, Rafa margræddi það í blöðum hversu mikilvægur Xabi var orðin liðinu…sem var bara býsna gott.

  Mascherano fékk bara að vera skíthæll út af því að Hodgson var stjóri. Hreinn skíthæll, eftir að við tókum hann úr ömurlegum aðstæðum hjá West Ham og eyddum gríðarlegum tíma og orku í að losa hann úr því samningabulli sem hann sat fastur í.

  Báðir þessir höfðingjar lýstu svo ást sinni á Liverpool í vor….og skrifuðu svo undir samning við liðin sín í kjölfarið. Torres skrifaði You’ll never walk alone á hendina og labbaði svo til Chelsea. Alvaro Arbeloa og Pepe Reina voru keyptir frá liðum utan elítunnar á Spáni. Urðu lykilmenn hjá okkur, Alvaro fékk “heimþrá” þegar Real fór að pissa utan í hann og í fyrrasumar fékk Pepe svo þau skilaboð að kaupa ætti annan markmann til að veita honum keppni. Reyndar hafði þá lekið að Barca vildu ólmir kaupa hann…en Pepe móðgaðist yfir því að fá nú alvöru samkeppni og fór á láni til Rafa…sem er ekki til í að kaupa hann eftir veturinn…

  Babú fer vel yfir þetta allt, ekki bara þessa lykilmenn heldur alla þá sem við höfum keypt og bara féllu á andlitið. Hann reyndar minnist ekki á Gabriel Palletta, Sebastian Leto og Mark Gonzales, já eða Antonio Barragan, Josemi, Mikel Dominguez, Daniel Ayala, Diego Cavalieri, Andrea Dossena eða Alexander Doni…kannski einhverja fleiri. Þarna eru tíu leikmenn sem hafa verið keyptir og voru fullkomin peninga- og tímasóun. Ekkert breskt í þeim samt.

  Núna er farið í enska brunninn í þeim Lallana og Lambert, auk þess sem sóttur er kraftmikill Þjóðverji/Tyrki. Kannski virkar það og kannski ekki.

  Það eru þó klárlega mun meiri líkur til þess að þessir leikmenn séu komnir til að eyða leikmannaferlinum að mestu í alrauða búningnum heldur en reikna má með af leikmönnum sem vanir eru “latino” uppeldi á fótboltaferlinum.

  Ef fer sem horfir og Luis Suarez mun verða enn ein stjarnan okkar sem hleypur til Spánar þá er ég alveg handviss um það að þeir pælarar sem eiga og reka klúbbinn okkar eru farnir að horfa til þess að það sé kannski orðin spurning hvort að horfa skuli í aðrar áttir en latino.

  Margir hoppuðu hæð sína þegar Hodgson- og Dalglishstjórnunin miðaðist að því að kaupa meira af leikmönnum sem hefðu breskt “element”. Auðvitað er það ekki eins exótískt og latino dæmið, um það eru allir sammála. En með því að lesa þennan fína pistil hjá Babú þá held ég að við mörg hefðum hugsað eins ef við værum eigendur klúbbsins, því hann á hvorki að vera uppeldisstöð fyrir önnur lið eða safnstöð fyrir leikmenn sem svo virka ekki í bresku umhverfi.

  Og já, ég ætla að klára pistilinn án þess að tala um Aspas og Alberto. Mér finnst Rodgers mega gera smá slík mistök, ég er handviss um að hann læri af þeim.

 5. Mjög skemmtilegur og áhugaverður pistill.

  Ég er gríðarlega sammála niðurlaginu í honum með að Sterling hafi alla burði til að verða næsta stórstjarna klúbbsins. í Dag er hann góður leikmaður en hann hefur sýnt takta sem gera það að verkum að maður hefur trú á því að með réttri leiðsögn (BR) og réttu attitude leikmannsins sé möguleiki fyrir hann að ná mjög langt og það er nauðsynlegt fyrir hann að spila jafn reglulega og hann gerði eftir áramót í fyrra þó svo að hann þurfi vissulega hvíld inn á milli.

  Varðandi Owen söluna þá fannst mér það alltaf svo skrítið af hálfu klúbbsins að láta þetta koma til þess að selja hann fyrir slikk. Áhugi stórliða í Evrópu var búinn að vera til staðar í nokkur ár áður en hann fór og slúðurfréttir um 30mpunda tilboð í hann. Rúsínan í pylsuendanum voru ummæli hans sjálfs um að spila erlendis væri eitthvað sem hann teldi mjög líklegt á einhverjum tímapunkti ferils síns. Miðað við þessar forsendur er ansi auðvelt að draga þá ályktun að stjórn klúbbsins hafi gjörsamlega skitið upp á bak hvað þetta varðar líkt og stuttu áður með Mcmanaman. En jákvæða er þó klárlega að klúbburinn er að fá peninga fyrir sínar stjörnur í dag.

  Síðan er ekki hægt að horfa framhjá því sem Babu kemur inná en það er staða klúbbsins þegar þessar stórstörnur ákveða að fara (fyrir utan Suarez). Liðið er utan meistaradeildar og hengur í 5 – 7 sæti. Margir þessara leikmanna eru world class og því erfitt að réttlæta veru þeirra hjá klúbbi sem nær ekki inní meistaradeild. Það hvernig Torres yfirgaf klúbbinn var lélegt að mörgu leiti en horfum ekki framhjá þeirri staðreynd að hann gaf bestu árin sín til liverpool og stóð sig heilt yfir frábærlega og fékk ítrekað skilaboð frá eigendum um að styrkja ætti hópinn og slíkt en þau loforð voru svikin svo um munar enda apakettir sem stjórnuðu klúbbnum á þeim tíma. Hann var búinn að taka út sín ár í meðalsterku liði á spáni með Atl.M. hann ætlaði sér til liv til þess að vinna titla en slíkt var orðið asskoti langsótt á þeim tíma sem hann fór.

  En það er hræðileg tilhugsun að missa alltaf bestu mennina sína til annarra liða og gríðarlega erfitt að viðhalda sterku liði til lengri tíma ef slíkt gerist líkt og Babu segir. Kannski er aukin áhersl á englendinga hluti af því að viðhalda stöðugleika í liðinu, united hefur gert það um árabil með því að kaupa klassa englendinga (ferdinand, rooney, carrick) þó svo að síðustu englendingar hafi ekki haft jafn afgerandi áhrif (young, jones). Allavegana hefur maður ekki trú á því að maður eins og Henderson fari frá klúbbnum nema í sátt og samlyndi við menn og dýr.

 6. Eins gott að sölupeningurinn fari í e-n þungavigtarleikmenn en ekki 5-7 leikmenn á 10m punda. Það er ekkert grín að fylla þetta skarð sem Suarez skilur eftir sig.

 7. Ættum að vera í bestu stöðunni af öllum til að landa Alexis Sanchez. Afhverju kæmi það mér samt ekkert á óvart ef Liverpool myndu klúðra honum til Utd eða Arsenal?
  Það er erfitt að fá 71m fyrir leikmann og finna svo menn í hans stað. Spyrjið Tottenham Hotspurs. Yfirborguðu fyrir sína leikmenn vegna þess að liðin vissu að þeir ættu pening eftir söluna á Bale.

  Það er langbest fyrir Liverpool að fá Alexis Sanchez með í dílnum og ég trúi ekki öðru en að það takist. Allt annað er klúður.

 8. Núna hugsar maður bara um liverpool. Suarez er ekki stærra en liðið. Vonandi tökum við þetta eins og þegar Ian rush fór frá okkur. Hann var heitasti sóknarmaðurinn á markaðnum. Liverpool fór og náði sér í góðan liðsstyrk með gæðum og aukinni breidd og viti menn liverpool hefur aldrei spilað eins vel og þegar Rush fór. Ég er á því að liverpool 1987-1988 sé eitt besta knattspyrnulið allrar tíma og fékk það ógleymalegt hrós í fjölmiðlum á sínum tíma sem lýkti spilamennsku liðsins við besta brasilíu lið allra tíma. 3 leikmenn komnir og ef suarez fer þá sé ég 4-5 koma í viðbót.
  Ég sé fram á skemmtilegt tímabil hjá liverpool. Ég held að við verðum ekki meistara en stimplun okkur inn sem top 4 lið og djöfll verður gaman að sjá liðið spila í meistaradeildinni

 9. Er hægt að biðja um óskalag? Mig langar í pistil með vangaveltum um nýjan striker.

 10. Verður nú samt að segjast um félagaskiptin fyrir tímabilið 2002/03 leit vel út á þeim tíma. Tveir leikmenn sem höfðu slegið í gegn á HM með Senegal og svo nokkrir “næstu einhver”. Kaupin fyrir tímabilið 1998/99 hafa aldrei litið vel út. Ekki þá og alls ekki nú.

 11. Nú skil ég ekki alveg hvað Maggi og fleiri eru að fara. Á Liverpool að einbeita sér að því að kaupa brekska leikmenn af því að þeir eru líklegri til að vera hjá liðinu lengur. Ég hef nú ekki séð að þessir bresku leikmenn hafi verið að aðlagast eitthvað betur en margir aðrir. Ég myndi telja að það væri mun betra að fá inn leikmann sem væri hjá liðinu í 2-3 ár og myndi aðstoða það við að vinna tittla en að fá inn leikmann sem er hjá liðinu í 10 ár án þessi að bæta liðið neitt. Hver ætli ástæðan sé fyrir því að breskir leikmenn séu ekki að spila í meira mæli utan Bretlands? Ég held að það sé nú bara útaf því að þeir eru ekki nógu góðir. Menn tala um að Latínó leikmenn vilji frekar fara til Spánar ef Real og Barca banka á dyrnar. En eins og Babu bendir á hér fyrir ofan þá virðist það nú líka vera freistandi fyrir ensku leikmennina að fara þangað í þau fáu skipti sem þeir hafa haft tækifæri til þess. Liverpool á bara eins og önnur topp lið að eltast við bestu leikmennina á hverjum tíma óháð þjóðerni. Og þó þeir séu seldir nokkrum árum eftir að þeir koma þá á það ekki að skipta of miklu máli.

  Það hefur líka mikið með þetta að segja að Liverpool hefur ekki getað boðið sínum leikmönnum upp á topp fótbolta og baráttu um titla undanfarin ár.

 12. Það getur ekki verið gott að missa besta leikmann heims úr sínu liði.
  80 M GBP er bara ekki góður díll því það er enginn betri í dag…

  Ef Suarez verður hjá okkur í eitt tímabil í viðbót, vinnum við deildina ég fullyrði það…og kanski líka meistaradeildina en er ekki alveg viss um það.

  Því miður virðist þetta vera að gerast og ég er alveg eyðilagður. Gerðu það vertu áfram hjá okkur Luis Suarez.
  Þú ert bestur í heimi, kv. Nonni

 13. Ein pæling, hefur einhver hjá öðrum hvorum klúbbnum staðfest það að það séu viðræður í gangi?

 14. Nú stefnir í að okkar bezti leikmaður sé að fara frá liðinu fyrir væna upphæð, 70mp+ eða svo.
  Góðar fréttir? Nei
  Alexis Sanchez gæti komið inn í okkar lið í staðinn, þá sem partur af dílnum eða ekki.
  Sterling-Sturridge-Sanchez lýtur vel út sem okkar sóknarlína. Já og Sterling-Sturridge-Shaqiri. Ef Sanchez myndi enda hjá Arsenal myndi ég hafa smá áhyggjur.
  Okkar besti maður fer frá okkur og þeir styrkja sinn hóp.
  City, Chelsea og Arsenal eru okkar helstu keppinautar og fagna líklega því að okkar hættulegasti maður sé á leið til Spánar.
  Það styrkir þessi lið ennþá meira ef þau fara að fá til sín skotmörk okkar einnig.
  Sanchez,Shaqiri,Di Maria og fleiri leikmenn myndu styrkja öll stórliðin á Englandi.
  Væri ekki helvíti fínt ef við myndum allavegana krækja í einn þeirra?
  Annars treysti ég Brendan 100% fyrir þessu öllu saman, hann er okkar mikilvægasti maður!
  En ef hann fær ekki það sem hann vill þá kíkja áhyggjurnar í heimsókn hér á bæ.

  In Brendan we trust!

 15. Nú er ég ekki búinn að lesa öll kommentin hér fyrir ofan, en pistillinn hjá Babu er flottur eins og vanalega.
  Margir furða sig á því í kommentum að Liverpool sé ekki að fá “nógu hátt” verð fyrir Suarez og miða við söluna á Bale til stuðnings. Málið með Suarez er að þrátt fyrir að hann sé óumdeilanlega einn af bestu leikmönnum heims þá er hann samt damaged goods.
  Hann missir af allt of mörgum leikjum vegna óásættanlegrar hegðunar og það dregur úr verðmæti hans. Miðað við þær fréttir sem heyrast af yfirvofandi sölu er Liverpool að fara að þrefanda þann pening sem hann var keyptur fyrir.

  Pesónulega mun ég ekki sjá á eftir honum þegar hann fer, en ég er líka búinn að fá nóg af því að útskýra fyrir 6 ára gömlum syni mínum af hverju maðurinn á plakatinu sem hangir upp á vegg í herberginu hjá honum hagar sér svona.

 16. suarez á aldrei eftir að funkera jafnvel í barca og hann hefur gert í LFC…. vitið bara til kallarnir mínir…
  hann fær smjörþefinn af því þegar hann er kominn með messi og neymar við hliðina á sér.. þó hann sé svakalegur í fótbolta á er mannlegi þátturinn hjá honum aldrei að fara ná vel saman við hinar prímadonnurnar í katalóníu, allavega vill ég halda það…

  annars er líka bara fínt að fá þennan gæja bara í burtu..það er enginn heimsendir… þó að uppbyggingin fari aðeins afturábak þá kemur alltaf maður í manns stað

 17. Eina sem við megum ekki gera er að taka Tottenham á þetta, sem sagt að kaupa 6 miðlungs leikmenn eftir sölu á stórstjörnu. 6 miðlungsleikmenn geta aldrei fyllt stöðu Bale né Suarez. En því miður sýnist mér stefna í það, Liverpool er búið að kaupa Lambert, Lallana og Emre Can. Þarna eru 40mill farnar í miðlunds leikmenn. Ég hef heyrt marga segja að við getum ekki keypt heimsklassa leikmenn vegna þess að eigendurnir eru ekki eitthverjir olíu eigendur, en þessar stórstjörnur eru að kosta 30-50mill.

  Það voru nokkrir fyrir ofan sem sögðu að við eigum að kaupa Breta frekar en aðra útlendinga vegna þess að ef útlendingarnir slá í gegn fara þeir í Barca eða Real Madrid. Liverpool mun aldrei vinna neina titla nema kannski Carling Cup með liðið fullt af Bretum. Held líka að liðið verði að að losa sig við Skrtle, Johnson og kaupa nýja vinstri bakvörð ef við eigum að gera eitthvað í Meistaradeild og Ensku Úrv.

  Mér finnst líka að þetta sé aðallega að gerast fyrir Liverpool frekar en önnur lið. Ég held einfaldlega að ein aðal ástæða þess sé að Liverpool hefur ekki verið að standa sig nógu vel.

  Maður hefur heyrt að Drogba og Cech hafi t.d báðir fengið tilboð frá Barca en þeir voru að eitthverri ástæðu ennþá hjá Chelsea

  City selur nánast aldrei sýna leikmenn til Barca eða Real.

  Arsenal selur bara innan England(sem ég skil ekki)

 18. Mjög flottur pistill hjá Babu Klikkar ekki frekar enn fyrri daginn.

  Margt sem hann kemur inn á sem ég gæti ekki verið meira sammála. Enn varðandi R-Madrid og Barcelona þá hafa þessi lið Rosalega sögu og hafa verið sigursæl í langan tíma. Real Madrid hefur unnið La liga 32 sinnum og og í öðru sæti 21 sinnum. Unnið meistaradeildinna 10 sinnum og Sagan er uppfull af stærstu stjörnum fortíðar að spila fyrir þá. Við getum sagt það sama með Barcelona hafa unnið deildinna 22 sinnum og í öðru 24 sinnum. og unnið meistaradeildinna 4. Ekki síðra safn af stjörnum fortíðar hafa spilað fyrir Barcelona. Ekki að ástæðulausu að 2 bestu knattspyrnumenn þessarar kynslóða spila með sitthvort liðinnu. Bæði þessi lið eru með skýra kröfu Win Win Win Win Win no matter what… Draumurinn hjá flestum ungum leikmönnum er vafalaust að fara þangað Sama hversu skítlegt eðli þessi lið sýna þegar þau reyna klófesta leikmenn annarra liða.

  Held að menn átti sig heldur ekki á því hvað Bosman Dómurinn 1995 breytti landslaginu rosalega mikið í fótboltanum. Það er ekki hægt að finna mörg dæmi um að við höfum verið að selja margar af okkar skærustu stjörnum til þessara liða þegar við áttum okkar gullaldartímabil 1970-1990. okkar lið var byggt upp að mestu af leikmönnum af stóra-bretlands og mjög sjaldgæft að enskir leikmenn reyndu fyrir sér í La liga á þeim árum. Og ennþá sjaldgæfara að sjá Spænska eða latino menn reyna fyrir sér í úrvalsdeildinna. Eftir að bosman dómurinn kom þá fóru lið ósjálfrátt að reyna nýja markaði og með því varð ákveðinn stökkpallur komin fyrir Latino menn. Enn ég held að við getum ekki lagst í þunglyndi þótt okkar besti leikmaður í meira enn 20 ár vilji fara. United seldi Ronaldo á metupphæð þeir náðu samt að vinna deildinna 2 eftir að hann fór. Eins og einn segir fyrir ofan Rush fór og Liverpool spilaði besta boltan í mörg ár. kom svo aftur með skottið á milli lappanna ári seinna. Við erum í töluvert betri málum núna enn þegar Torres fór á sínum tíma frá okkur. Mun betri breidd. mun betri sóknarlega séð. og fyrst fremst við erum með stefnu og vitum hvert við stefnum og hvert við ætlum. Torres sá bara svikin loforð og lið á niðurleið. Suarez er búinn að gera sitt fyrir félagið og má fara fyrir mér enn ég hef enga trú á öðru enn Liðið komi enn sterkara til leiks enn síðustu ár á næsta tímabili.

 19. Mér finnst samt oft í þessari umræðu gleymast að minnast á þá stöðu sem við erum í núna vs. þá stöðu sem Tottenham var í þegar þeir misstu Bale.

  Við erum í meistaradeildinni og allir vita að það laðar að annan gæðaflokk af mönnum. Sömuleiðis voru Tottenham að glíma við það vandamál að Bale var að vinna fyrir þá leiki, ekki liðið. Eins og einhver minntist á mér um daginn var Sturridge t.d. að vinna fleiri stig fyrir okkur á síðasta tímabili en Suarez.

  Svo er ég hjartanlega sammála því að vera ekki að eyða peningnum í einhverja 5-7 leikmenn. Heldur að kaupa tvo heimsklassa spilara. T.d. eins og Sanchez og eitt varnarmonster fyrir Suarez peninginn.

 20. Takk Babú, 4* fyrir pistilinn. Nú þarf að hugsa stórt. James Rodriguez og Alexis Sanchez inn og selja 3 – 4 sem ekki eru í Liverpool-klassa. Þannig ætti markmiði með 60.000 punda eyðslu í sumar að nást.

 21. Ég þoli ekki þessi spænsku lið. Jafnvel þó að A.Madrid hafi spilað álíka leiðinlegan fótbolta og Chelsea þá náði maður samt að halda með þeim. Hin liðin í spænsku deildinni ættu í raun bara að stofna nýja deild til að mótmæla hlutfalli af sjónvarpsrétti – amk að hóta því.

  Mér finnst agalegt að missa Suarez en svona frá viðskiptalegu sjónarhorni verða afskriftir þeirrar eignar stórar næstu 2 árin enda stutt í þrítugt hjá strák. Þá myndi hann kosta 20m og ef fólk “vissi” að hann færi alltaf á endanum – þá er þetta klárlega rétti tíminn.

  Eitt sem ég hefði þó viljað gera, sem Tottenham gerði, er að klára okkar kaup áður en allur heimurinn vissi að (staðfest) er bara tímaspursmál.

  Ég er þakklátur Suarez f. hans störf hjá Liverpool. Trú mín á Rodgers er svo mikil að ég hefði alltaf búist við að komast í meistaradeild á endanum en það er þessum dreng að þakka að það gerðist svona fljótt. Verð alls ekkert súr út í hann. Hinsvegar þoli ég Barcelona svo lítið og þeirra handboltafótbolta að ég vona að hann taki Torres á þetta bara svo þeir enda með 70-80m fjárfestingu sem skilar engu (og þegar með Neymar).

  Ef við ætlum að spila með einn upp á topp treysti ég Sturridge vel fyrir því og þegar með ágætan mann til að backa hann upp. Peningurinn ætti að fara í að kantstriker og lýst mér ágætlega á Shaqiri og Sanhcez hvor sem það yrði á endanum. Afgangurinn má fara í vörnina (finnst báðar bakvarðarstöðurnar mikilvægari en miðvörður). Best væri ef við gætum hent Johnson í ferðatöskuna hjá Suarez og sett það í smáa letrið á Suarez samningin að hann fylgi.

  Mjög sammála að það yrði erfiðara að missa Rodgers en Suarez. Í raun fannst mér erfiðara að missa Torres en hann. Suarez takk fyrir mig, move on, næsta mál á dagskrá?

 22. Ef texta er rétt á fotbolti.net að sölu verðið se 60 millj. Punda að þá eru stjórnendur lfc vanhæfir að geta ekki staðið i lappirnar í þessu máli. Ég held að félagið muni dala mikið við þessa sölu þar sem kaup sumarsins eru nú ekk að kveikja í manni.

 23. Twitter logar, við erum víst búnir að samþykkja 60 M punda tilboð í LS.
  Mér finnst þetta of lágt, Lallana 25, Lambert 4, Can 10 og svo erum við að reyna kaupa Lovren á 20 = 59.

 24. Smá samsæriskenning.. ætli einhver frá barcelona hafi sagt við umbann hans Suarez til að bíta
  á HM svo Barca þurfi ekki að púnga út 100mills?

 25. Held það sé nokkuð ljóst Suarez sé að yfirgefa Liverpool. Upphæðin skiptir ekki öllu. Fyrir mér er aðal atriðið að Alexis Sanchez verði partur af þessum díl. Alexis Sanchez væri aldrei að fara að koma í Liverpool nema kannski við svona aðstæður ímynda ég mér.

  Liverpol sama hvað þeir fá fyrir Suarez, 60m, 70m eða 90m, eru aldrei að fara að kaupa menn eins og James Rodriguez, einfaldlega vegna þess þeir borga ekki þanning laun. Við erum að missa súperstjörnu sem vann sig upp hjá Liverpool og endaði með þokkaleg laun, en við kaupum ekki súperstjörnu. Við mundum fara Tottenham leiðina, nema hvað við virðumst bjóða enn lægri laun en þeir.

  Ég hef áhyggjur, skal viðurkenna það, einusinni vildu menn koma útaf Rafa, Gerrard og Torres. Gerrard og Torres voru þvílíkt aðdráttarafl. Fyrir sumarið hefði ég sagt stíll og spilamennska Rodgers og auðvitað Suarez, heitasti sóknarmaður Evrópu. En án Suarez og Gerrard kominn á aldur, þá lítur þetta ekki út eins spennandi. Ég er ekki að segja óspennandi, bara ekki eins spennandi.

  Að semja við Alexis Sanchez gæti lagað myndina. Ekki missa Sanchez til Arsenal á meðan við tilkynnum 18m punda kaupin á Lovren !!!

 26. PSG keypti David Luiz á 50m sem var ekki einu sinni fastamaður hjá Chelsea. Hvernig ætla menn þá að réttlæta sölu á Suarez fyrir rúmar 60m sem var langbesti leikmaður deildarinnar í vetur? Gjörsamlega glórulaust ef hann fer fyrur þennan pening. Ætlar enginn að segja djók… svona í fúlustu alvöru?

 27. Gæti Rodgers ekki kreyst tad besta út úr Balotelli, hann hefur nú verid ad sjá um einn klikkhaus ádur

 28. Held að það sé öllum orðið ljóst að Suarez sé að fara frá Liverpool, andskotinn sjálfur 🙁

  Spurningin er í fyrsta lagi hvort Alexis Sanchez fylgi í kaupunum til LFC eða ekki en að sjálfsögðu vonar maður að hann komi til Liverpool.

  Svo er spurning nr. 2 í hvaða leikmann/menn á að nota þessar 60 m (ef við reiknum með að Sanchez komi til LFC+60 m.)???

  Ég verð að viðurkenna að ef til vill er kominn tími á að reyna finna replacement fyrir Gerrard… hann er ekkert að verða yngri með tímanum
  Svo að sjálfsögðu þurfum við DC, LB og jafnvel nýjan striker til að bakka Sturridge og Lambert upp.
  Heyrði að LFC væri að skoða þennan Belga (man ekki hvað hann heitir) sem er að spila ágætlega á HM, ungur strákur sem fittar vel inní þá hugmyndafræði sem FSG er með.

  En já, hvern ætti að fá til að leysa stöðu SG með tíð og tíma… held að það sé nánast bara einn leikmaður í heiminum í dag sem gæti gert það, er ungur og hefur hæfileikana… Líkurnar á að það gerist þó eru kannski 5%, ef svo miklar, en það er Paul Pogba… snilldar leikmaður

 29. Suarez er farinn og ekkert við því að gera. Sárt að missa hann en hann er ekkert annað en fótboltamálaliði.

  Mér sýnist Liverpool vera að gera frábæra hluti og tækla þessa sölu frábærlega. Enginn sirkus í gangi, engar yfirlýsingar, engin örvænting, ekkert væl. Bara: Hér er verðið, borgið.

  Nú er bara að nýta aurinn vel.

 30. Nú er verið að tala um slétt skipti. Suarez= neymar og messi 😉 allavega á mínum “Twitter “

 31. Vitiði krakkar, ég er ekkert súr þó að Súarez fari núna.
  Sirkusinn var í gangi í fyrrasumar og þá var ég ótrúlega ósáttur við að það gæti gerst að hann færi. Núna í sumar, eftir HM-bitið, horfandi á enn eitt langtíma bannið, er ég bara til í að losna úr ruglinu, eins og menn hafa verið að benda á, með síðasta séns á að fá góða summu fyrir kvikindið 🙂
  Ég er samt heitastur fyrir því að fá Sanchez með í dílnum, þannig erum við búin að tryggja okkur virkilega sterkann leikmann inn og fyrirbyggja að andstæðingar okkar fái hann. win win staða 🙂

 32. Það virðist gleymast í þessari upptalningu að stór þáttur að Alonso fór var ekki aðeins áhugi R. Madrid heldur klúðraði Benítez algjörlega að reyna halda honum. Rafa fór ekkert leynt með það að hann ætlaði að kaupa Gareth Barry sumarið áður og það fór ekkert vel í Alonso.

  Annars er einfalt svar afhverju bestu leikmenn hafa yfirgefið Liverpool á sínum hápunkti. Það er MONEY!!!! Ef Liverpool myndi synda í seðlum þá hefðum við aldrei átt leikmenn eins Biscan, Sean Dundee, Traore, Pellegrino, El Zhar, Voronin, Dossena, Milan Jovanovic og ég get haldið lengi áfram. Hvaða lið hafa verið að kaupa bestu leikmenn heims síðustu áratugi???

  Jú þau ríkustu….

  Þótt það sé smá sálarlaust þá óskar maður stundum að einhver sugerdaddy ætti Liverpool 🙂

 33. Fói 42. Við þurfum nú ekki að líta lengra tilbaka en bara á Torres , með sál og án. Alls ekki sami leikmaðurinn , bara aðeins ríkari 😉 sama mun verða um Suarez.

 34. Ég er svolítið torn í þessu Suárez máli. Það er dagljóst að þetta er einn besti – ef ekki besti – fótboltamaður sem leikið hefur í rauðu treyjunni og jafnbesti fótboltamaður heims um þessar mundir. Ef maðurinn væri með hausinn í lagi, væri hann einfaldlega óviðjafnanlegur.

  Hvað sem gerist, mun ég aldrei gleyma síðasta tímabili og því sem LS gerði fyrir liðið, m.a.s. eftir að honum var neitað um transfer síðasta sumar. Margt af því verður í highlight reels eftir áratugi.

  Óskaniðurstaðan mín, verði þessi sala kláruð á annað borð, er að fá Sanchez + haug af pening. Með því móti fáum við klassaleikmenn í staðinn án þess að þurfa að díla við önnur lið sem vita að LFC sé með fulla vasa fjár með tilheyrandi verðbólguhættu.

 35. Var ekki talað um að fyrsti hluti stækkunarinnar á Anfield kostaði 75m? Tilviljun?

 36. Að reyna við Lovre fyrir 20 mills en henda ekki bara 32 tilboði í Hummels er glæpur.

 37. Er ekki bara Suarez díllinn frágenginn, samkomulag um að halda þessu leyndu þangað til að Liverpool er búið að ganga frá skotmörkum sínum svo að allir leikmenn sem að við erum að eltast við tvöfaldist ekki í verði.

 38. Ætla nú rétt að vona Suarez vegna að hann átti sig á því að Barcelona eru að fara í gegn um miklar breytingar, bæði á leikstíl og mannskap. Því er ekkert víst að þetta falli allt saman hjá þeim á einu tímabili.

  Sérstaklega í því sambandi að talað er um að hann verði á svipuðum launum hjá þeim, um 200k á viku.

  Sem dæmi má nefna að Valdes er farinn, Puyol er hættur, Fabregas var seldur og talað um að Xavi semji við eitthvað lið í Katar. Dani Alves hefur svo verið orðaður við PSG. Svo er liðið búið að skipta um stjóra á hverju tímabili síðan Guardiola hætti með liðið.

  Það hefur er s.s. lang síðan það hefur verið jafn óspennandi að ganga til liðs við Barcelona.

 39. #42 Fói

  Persónulega þoli ég ekki þegar fólk er að segja að við getum ekki keypt góða leikmenn vegna þess að eigendur okkar eru ekki mold ríkir eins og hjá hinum stórliðunum.

  Liverpool þarf einfaldlega að vera klókari. Það þarf engann til að segja mér að Liverpool hafi ekki átt nóg fyrir: Fabregas 27mill – David Luiz 21mill – Shurrle 25mill – Fernandinho 30mill – Svo fékkst Yaya Toure á 27mill á sýnum tíma – Christian Eriksen á 12mill sem ég held að hefðu verið frábær kaup. Og svo er hægt að nefna svo marga á þessu verði

  Liverpool þarf að hætta þessum miðlungs leikmanna kaupum og setja markið hærra.

 40. Og svo finnst mér við altaf fela okkur bakvið það að þegar okkur gengur illa þá segjum við að hin félögin spili leiðinlegan bolta eða séu sálarlaus. Ég held að leikmenn Chelsea, City, ManU, Arsenal finnst allveg jafn skemmtilegt að vinna fótbolta leiki og leikmönnum Liverpool

Emre Can mættur

Félagaskipti Suarez klár (eða ekki)