Emre Can mættur

EmreCanEkki það að við reiknuðum með neinu öðru þá er aldrei hægt að vera algerlega handviss um að leikmaður sé mættur fyrr en hann heldur á treyju merktri sér á mynd á opinberu heimasíðunni

Emre Can er 20 ára gamall frá því í janúar og kemur frá Bayer Leverkusen fyrir 10 milljónir punda sem var sú upphæð sem hans fyrra lið, Bayern Munchen setti inn í sölusamning sumarið 2013 að yrði það verði sem greiða yrði fyrir hann og var það sennilega sett inn til að þeir gætu keypt hann til baka ef honum gengi vel. Enda hafði sú mikla hetja Karl Heinz Rumenigge lýst honum árið 2012 sem einnar stærstu vonarstjörnu þýsks fótbolta.

Hann var fastamaður í liði Bayer Leverkusen í fyrra, lék 29 deildarleiki og 7 leiki í CL samkvæmt því sem ég finn um hann, skoraði 3 mörk og átti 3 stoðsendingar. Leverkusen var stýrt af Sami Hyypia lengst af í fyrra og slúðrið sem gaus upp þegar við vorum að kaupa strák í júní var að Sami hefði bent mönnum á Anfield að þarna væri kominn leikmaður sem væri lykill að framtíð miðjunnar okkar.

Hann lék mest sem djúpur miðjumaður skilst mér, en hefur leyst stöðu vinstri bakvarðar og er talinn geta leyst þau hlutverk miðjumanna sem við LFC fólk þurfum að fá leyst, hvort sem er í þriggja manna miðju eða demanti.

Hann á ótal leiki með öllum yngri landsliðum Þýskalands en þar sem hann hefur ekki enn leikið A-landsleik þykir ekki útilokað að land foreldra hans, Tyrkland, muni gera atlögu að því að fá hann til að leika fyrir þá.

Hann fór í sitt fyrsta viðtal við opinberu síðuna í dag og af því má klárlega ráða það að hann ætlar sér stöðu í aðalliðinu í vetur og stefnir á að vinna enska titilinn!

Gaman verður að sjá hvernig þessi kaup koma út. Ég hef lítið horft á þýska boltann og hef ekki séð einn leik heilan með þessum strák svo ég ætla ekki að tjá mig um það hvort að þarna er mættur næsti Gerrard/Hamann eða Luis Alberto/Shelvey. En ég vona þó að hér sé á ferðinni framtíðarleikmaður, yfirleitt er gott gengi með toppliði í Þýskalandi ávísun á gott gengi í Englandi.

Velkominn Emre Can!

35 Comments

 1. gaman að sjá okkur vera að ná í einn miðlungsleikmanninn i viðbót,,,þetta er ástæðan fyrir að við eigum enþá langt i land með að verða stórveldi aftur

 2. Agalega líst mér vel á þetta hjá okkar fólki í englandi fyrir komanddi leiktíð, ég er álíka spenntur fyrir næstu leiktíð eins og hrein mey á leiðinni á sitt fyrsta skólaball í gaggó……

 3. Mignolet
  Johnson-Skrtel-Sakho-Enrique
  Gerrard
  Lallana-Henderson
  Sterling-Sturridge-Coutinho

  Er þetta ekki sterkasta byrjunarliðið okkar í dag(Gef mér að Suarez fari)?
  Lítur ekki illa út og gætum þá nýtt peninginn frá Suarez í leikmenn á borð við Shaqiri, Sanchez og svo varnarmenn. Eigum samt þá flotta leikmenn á bekknum eins og Agger, Lucas, Lambert og fleiri. Loksins sýnist mér við ætla vera með breidd og alvöru baráttu um sæti í byrjunarliðinu.

 4. #2 er klárlega tröll. Ananrs verður gaman að sjá hvernig þessi Can kemur út hjá okkur. Vonandi vegnar honum vel. Það hefur alveg vantað eitt þýskt stál hjá okkur undanfarin ár 🙂

 5. Þetta eru flott kaup og klárlega einn efnilegasti þýski spilarinn í dag.

  Held að það sé líka kominn tími til að einhver veiti samkeppni í þessa öftustu miðjumannastöðu.

 6. Sæl og blessuð,

  Erum við í alvöru ennþá að tala um Jónsson í byrjunarliðinu? Getum við ekki fengið ærlegan bakvörð? Og hvað er að frétta af Jósef Hinriks? Er hann orðinn heill heilsu? verður hann samur?

  Mál málanna er að fá skapandi spretthlaupara í þessar stöður.

  Vona að Can þessi sé öflugur. Hef það á tilfinningunni, en er eitthvað vit í tilfinningum?

 7. Nr7, Ferguson sá gamli skarfur sýndi oftar en einu sinni að enginn er stærri en klúbburinn. Má þar nefna Cantona, Beckham, Nistelroy ofl. Liðinu vegnaði ekkert verr þótt þessir menn færu. Það kemur alltaf maður í manns stað eða eins og í tilfelli LS menn í manns stað.
  LS vill ekki vera hjá félaginu og hefur ítrekað sýnt það og sagt. Nú fæst gott verð fyrir hann og þá má hann fara. Enski boltinn í dag snýst um viðskipti en ekki tilfinningar.
  Hins vegar er ég sammála öðrum hér á spjallinu að Liverpool þarf að krækja í tvo þrjá reynda menn í staðinn fyrir LS. Það er ekki endalaust hægt að byggja upp. Það þarf líka að koma með dollur heim.

 8. Finnst þetta alveg svakalega jákvæð kaup.
  Sá nokkra leiki með Leverkusen í vetur og þessi strákur er alveg grjótharður og fittar flott inní okkar leikstíl. Hann er fljótur að hugsa og vinnur hrikalega vel fyrir liðið.
  Sendingarnar minna oft á Xabi Alonso, hrikalega jákvætt.

  En sé að menn eru að nefna Johnson hérna og hvort að það fari ekki að detta inn maður fyrir hann. Hvernig leist mönnum á DeAndre Yedlin, hægri bakverði USA á HM? Eldfljótur strákur sem mér fannst hrikalega skemmtilegur á þessu móti.
  Var einhver annar sem fylgdist eitthvað með þessum tvítuga strák?

  YNWA – In Brendan we trust!

 9. Sáttur með kaup sumarsins hingað til. Hef nú frekar verið í neikvæðu deildinni undanfarin sumur og ekkert sérstaklega spar á skoðanir mínar á eigendum félagsins. En OK þetta er vissulega í áttina.

  En Lambert, Lallana og Can líta vel út og munu allir spila mikið næsta vetur. Augljós styrking á svona ca. 13 – 14 manna hóp sem stóð vaktina vel síðasta vetur.

  Og svo til að missa ekki taktinn … EKKI SELJA SUAREZ!

  Áfram Liverpool!

 10. frekar dapurt þegar menn halda að Liverpool verði bitlaust eða vængbrotnir ef Suarez fer. Ferguson seldi einn besta fótboltamann sögunnar 2009. Samt náði hann að vinna deildinna 2 eftir að hann fór. Sturridge er líklegur til að bomba inn 25 mörk plús. Sterling ef hann heldur áfram þessum svakalegum framförum þá er hann að fara nálgast 15-20 mörk. segjum ef Sanzhes eða Shaqiri koma þeir munu væntnalega fylla skarð Suarez vel upp…. Enn eruði að átta ykkur á því að þetta lið þótt Suarez fari er mun betra enn síðustu 10 árinn upp á markaskorun? Benitez tímabilið var aldrei eitthvað svakalegt nema þegar Torres var hjá okkur. Owen náði aldrei að skora jafnmikið og okkar Sturridge gerði á síðasta tímaili þannig að við þurfum að leita í næstum 15 ár þangað til eitt stykki Fowler var að hrella markverðinna.

  Liverpool í dag hefur upp á fleiri sóknarkosti og möguleika enn þeir hafa gert í mörg mörg mörg ár… Bitlausir brandarar farið nú vakna strákar og hætttið þessu bulli.

  Enn ánægður Með Can kaupinn. Gerrard er ekki lengur 23 ára og getur spilað alla leiki… hvað þá þegar meistaradeildinn er komin inn í leikjaprógramið hjá okkur, Miðjan virkar mjög öflug núna hjá okkur – Gerrard – Henderson – Lallana – coutino – Allen – Can – Lucas. góð breitt mikil samkeppni sem bara mun koma okkur til góða. Can mun koma okkur á óvart í vetur hef mikla t?ú á honum 😀

 11. Þà spyr maður afhverju eru sannir liverpool aðdáendur að spyrja hver er Emre can? Alltaf þegar við erum sagði vera búinn að klófesta mann, þá fer allt á fullt aðleita sér upplýsinga um leikmannin, greinar(helst í því landi sem hann spilar og svo google translate) og youtube myndbönd gefa manni smá hugmynd(þótt að allir geta litið vel út í youtube). Svarið er svo já hvort að það sé ekki nóg að gera að ná sér í upplýsingar, því að annar hver fótboltmaður er orðaður við liðið.

 12. Southampton að hafna 20 mills tilboði í Lovren. Hvar endar þetta hjá þeim greyunum.

 13. Spurning hvort það er eitthvað til í þessu?

  http://www.cheshire-today.co.uk/27724/

  Ég skal a.m.k. viðurkenna að ef maður ætti að horfa á þetta út frá áhættustýringu, þá er hættan á því að þetta gerist aftur > 0 (og líklega er talan eitthvað stærri en 0), bannið sem þá kæmi væri sjálfsagt af stærðargráðunni ár, plús það að vörumerkið Liverpool myndi skemmast. Þannig að ég skil Henry og Rodgers mæta vel, sé hér rétt með farið.

 14. velkomin Emre Can .

  en erum við an djoks að bjoða 20 kúlur i Lovren ? sæll það er alltof mikið .

  Fifa buið að gefa ut að Suarez megi æfa með okkur verði hann áfram, er það ekki bara gert þvi FIFA veit að hann er að lenda hja Barca og ætla að leyfa honum að æfa með þeim ?

 15. Haværar raddir nuna ad LS se ad fara a 90m €. Of litid ad minu mati!!

 16. Erum við að fara kaupa allt southampton liðið ? hvað er í gangi? Nei í alvöru hvað er málið. Fínir leikmenn fyrir southampton en þessi verð fyrir þessa gutta er bara rugl.

 17. Ekki allt lidid, bara 3 mjög goda leikmenn. Skiptir mig engu hvadan þeir koma svo framarlega sem þeir henti okkur vel.

 18. Sælir félagar

  Ég býð Can velkominn til Liverpool. Megi hann eiga góða daga og mörg mörk og ótal stoðsendingar í mörg ár hjá besta liði í heimi. Hvað Suarez varðar þá mun allt koma í ljós í fyllingu tímans og ekki ástæða til að æsa sig fyrr en þá – ef það verður á ástæða til.

  Það er nú þannig

  YNWA

 19. Ég er ekki of heillaður af Can. Ætla samt að gefa honum tíma, drengurinn er enn mjög ungur.

  En ég ætla ekki að ljúga, ég er bara búinn að tjékka á þónokkrum jútjúb myndböndum og ekki séð heilan leik svo að það er ekki mikið að marka mig.

  En Lovren fyrir 20 milljónir er ALGJÖRT gjaldþrot. Þvílíkt ofmat!

 20. lovren er reyndar bara 25 ara a þessu ari. eg hélt hann væri eldri.

  ef Rodgers vill borga 20 milljonir punda fyrir hann þa styð eg það. auðvitað fer þa liklega Agger i staðinn og við fáum um 10 fyrir hann svo þetta er okei. en alls ekki borga meira en 20.

 21. Hættur að pæla í verði á leikmönnum. Eina Sem skiptir máli er að þeir standi sig. Ég geri ekki meiri kröfur til leikmanns sem kostar 15m punda eða 30m punda. Þetta eru tölur á blaði, þetta eru peningar sem ég á ekki og aðrir sjá um. Þetta snýst allt um framistöðu í rauðri treyju. Ég skal gefa ungum leikmönnum aðeins séns vegna reynsluleysi og að þeir eru ekki fullmótaðir enþá en um leið og einhver er kominn með liverpool merkið á barminn þá er það framistaðan inná vellinum sem skiptir máli.

 22. Það er ekkert ólíklegt að Emre Can fari kannski ekkert frábærlega af stað og ég vil biðja ykkur um að sýna honum örlitla þolinmæði. Gefum honum ekki Henderson meðferðina

 23. Ef thetta eykur ekki treyjusolu LFC hja kvennfolkinu tha veit eg ekko hvad. Thad er klarlega ein business hlidin a thessum kaupum.
  Annars lyst mer vel a thetta, ekkert sed hann spila en sem eg hef heyrt hljomar vel, og ja plis munid ad hann er bara 20 ara adur en thid afhausid hann.

 24. þetta verður hryllilegt sumar ef þeir semja um sölu á LS án þess að vera búnir að negla staðgengil. hryllilegt. Því ef hann er ekki negldur – þá getiði nú bara giskað hvert verðmiðinn fer á öllum þeim sóknarmönnum sem við leitum að. Og ekki trekkir að geta ekki lengur sagt “hei, svo færðu að spila með einum af 3 bestu leikmönnum heims”.

  fokksjittogxxxvíti.

  en jæja. pollíanna segir: þeir eru búnir að negla einhvern á bak við tjöldin. bara líklega engan af þeim sem maður veit hver og mann langar í. en stundum vissi maður ekki að mann langaði í einhvern. þannig var það amk með LS á sínum tíma 😀 …..

Suarez og Barca – Més que un club

Spænsku risarnir