Opinn þráður: 16-liða úrslit, Suarez ofl. (Uppfært: LALLANA!)

Uppfært (KAR): Nú í hádeginu brustu allir miðlar á með fréttum þess eðlis að Southampton hafi tekið 25m punda tilboði Liverpool í Adam Lallana. Hann er á leið til Liverpool í læknisskoðun og verður væntanlega kynntur formlega um helgina sem nýjasti leikmaður Liverpool!


Það er ýmislegt að frétta í dag þannig að það er best að skella í opinn þráð með fréttamolum:

Kop.is-hópferð: Það er ágætt að nefna það hér að við erum að vinna hörðum höndum að því að setja saman fyrstu Kop.is-hópferð næsta tímabils. Við erum að stefna á heimaleikinn gegn West Bromwich Albion helgina 3.-6. október. Um leið og við erum klárir með allt munum við kynna ferðina hér og opna á pantanir en þið ykkar sem viljið skemmta ykkur með okkur í Liverpool í haust, farið að brjóta baukinn og telja krónurnar.

Suarez: Nú bíðum við næstu tíðinda af Suarez-málinu. Næst á dagskrá er væntanlega áfrýjun Úrúgvæ sem var send til FIFA í gær og verður tekin fyrir áður en þeir eiga næsta leik á sunnudag. Skv. fréttum er Liverpool að bíða eftir að heyra af áfrýjuninni áður en þeir gera eitthvað. Klúbburinn er þegar farinn að gefa út að menn séu að íhuga lagalegu leiðina og eins að við ætlum okkur ekki að selja Suarez. Auðvitað segja þeir það hvort sem hann er til sölu eða ekki, ef menn hafa ákveðið að selja hann í kjölfar þessa ótrúlegu daga er allt gert til að fá sem best verð fyrir hann og eitt af því er að þykjast ekki vilja selja.

Podcast: Við strákarnir ætlum annars að taka upp podcast í dag. Það var á dagskrá að taka upp á þessum eina degi milli riðlakeppni og úrslitakeppni HM í Brasilíu og nú fáum við Suarez-málið upp í hendurnar líka. Við ræðum þetta allt ítarlega í þætti dagsins – fylgist með í kvöld.

HM í Brasilíu: Talandi um HM þá eru 16-liða úrslitin klár. Þau líta svona út:

final16

Ég hef fulla trú á Alsír í þessu. Þurfa bara að slá Þýskaland, Belgíu og Argentínu út á leið í úrslitin. You can do it, Alsír!

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

41 Comments

  1. Hlakka til podcastsins i kvöld 😉

    okei Úrúgvæ er buið að afryja þessu banni, eru þeir að afryja bara landsleikjabanninu eða er sens a að bannið með Liverpool gæti verið stytt i þessari áfrýjun ???

    annars er eg 100 prósent viss um að suarez se til sölu núna, eins góður og hann er og eg vil ekki missa hann þa er of mikið að hann verði ekki með 25 prósent af timabilinu og þvi held eg að okkar menn verði að selja hann nuna en bara ef þeir fa fullt verð sem er 80 -100 milljonir,eg vil frekat eiga hann i varaliðinu eða i banni heldur en að selja hann a 50 -60 kúlur..

  2. Chiellini flottur:

    “Now inside me there’s no feelings of joy, revenge or anger against Suarez for an incident that happened on the pitch and that’s done. There only remain the anger and the disappointment about the match. At the moment my only thought is for Luis and his family, because they will face a very difficult period. I have always considered unequivocal the disciplinary interventions by the competent bodies, but at the same time I believe that the proposed formula is excessive. I sincerely hope that he will be allowed, at least, to stay close to his team mates during the games because such a ban is really alienating for a player.”

    http://www.thesportbible.com/articles/giorgio-chiellini-releases-a-statement-following-suarez-incident

  3. Snilld! Ef það er eitthvað sem maður þarf akkúrat núna, þá er það podcast frá ykkur meisturunum. Bíð spenntur og get leyft mér að brosa út í annað á meðan.

  4. Sælir félagar

    Hvað getur LFC sótt annað en einhverjar skaðabætur til landsliðsnefndar Urugvæ? Fyrir mér er það ekki aðalatriðið heldur hvort LFC getur fengið einhverja leiðrétingu á félagsliðsbanninu sem mér finnst úrt í hróa. Hlakka til að heyra ykkur snillingana ræða þetta og fleira í dag.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Hrikalega skemtilegt HM fyrir utan umdeilt atvik sem ég eiginlega nenni ekki að tala um lengur 🙂 Get ekki beðið eftir fleiri leikjum og ég þarf að bíða í einn dag!!! 😉

  6. John Percy ?@John__Percy

    Southampton midfielder Adam Lallana set to complete £25m move to #lfc. Talks now at advanced stage, could even be completed today

  7. Eitt sem ég er að velta fyrir mér. Eitthvað var ég að lesa um að bannið taki ekki til félagsskipta, þannig að verður hann áfram í banni (Suarez), ef hann skiptir um félagslið?

  8. Fullt af spurningum sem brenna á manni núna!

    Er einhver með stöðuna á Enrique? hvers eðlis voru meiðslin hjá honum? Ef ekki Moreno hver er þá target hjá Brendan í DL? Lallana, er þá Shaqiri off? Er Sanchez möguleiki án þess að Suarez fari? DL, Lallana og Sanchez/Shaqiri (báðir ef Suarez fer) og er þá liðið ekki bara tilbúið??

  9. Já Lallana virðist gott sem kominn til Liverpool og svo segir Ben Smith

    “Ben Smith ?@BenSmithBBC 7m
    Liverpool still very keen to sign Chile and Barcelona forward Alexis Sanchez. Other clubs interested too #LFC

  10. Smávægileg leiðindar leiðrétting (biðst afsökunar fyrirfram). Stórlið Alsír þarf (að öllum líkindum) að slá út Þýskaland, Frakkland og Brasilíu á leið sinni í úrslit. Þeir geta ekki mætt Belgíu eða Argentínu – ekki það að það geri leið þeirra í úrslitin eitthvað auðveldari.

  11. Það sem ég væri til í að fá Sanchez til Liverpool. Gúrme kaup ef þau verða að veruleika.

    Varðandi Lallana, hvað er það sem þessi einstaklingur mun færa Liverpool?
    Haldiði að það muni taka hann 1-2 season að komast inní liðið og hugmyndafræði Rodgers eða mun hann hreinlega smellpassa frá fyrsta leik.

    Verða þetta kannski Andy Carroll kaup?

    með frið í hjarta og bitfar á öxlinni,
    Benny lú

  12. hef mikið verið að hugsa þetta með Enrique. Er hann þunglyndur? Vandamál með attitude?

  13. Þýska blaðið Bild segir líka frá því að samningar séu að takast við Bayern Munchen um kaup og kjör á Xherdan Shaqiri, líklega slúður samt.
    En já takk.

  14. Ætlar LFC ekki að kaupa neina varnarmenn? Nú heyrir maður að Moreno sé úr sögunni…

  15. Er Lallana nógu góður leikmaður fyrir Liverpool?
    Getur hann spilað heilar 90 mínútur yfirleitt?

    Ræðið.

  16. Eg væri mjog glaður með að kaupa Lallana asamt annaðhvort Shaqiri eða Sanches og halda Suarez ..

    Ef Suarez fer þa vil eg að sjalfsögðu alvöru framherja i staðinn plús shaqiri eða sanchez.

    eg er pinu hræddur um það að með kaupum a Lallana þa komi hvorki Shaqiri , Sanches eða alika leikmaður.. eg hefði allann daginn miklu frekar viljað annaðhvort shaqiri eða sanchez frekar en Lallana .

    en samt sma hressandi að okkar menn seu komnir með allt a fullt aftur a markaðnum, það er þunglyndi að horfa a Man Utd með allt að gerast svo eins gott að okkar menn ætli ser með allt a fullt lika.

    eg er samt að bíða eftir wow kaupum, þo að Lallana kosti 25 milljonir þa er eg ekki að deyja ur spennu yfir honum, eg vil meiri wow kaup !!

  17. Getur einhver sagt mér affhverju Lallana spilaði oft bara 60 min í leik á síðasta tímabili? er hann eitthvað meiddur eða?

  18. 3 Leikmenn inn. Það er frábært miðað við marga glugga og ekki enn komið júlí. Ég held að við ættum aðeins að róa væntingarnar með að fá einhverja stórstjörnu. Rodgers og Ayre ætla greinilega að halda sig við þetta módel að kaupa leikmenn sem eiga möguleika á að vaxa og verða að stjörnum og að fá ódýra reynslubolta að láni eða fyrir lítin pening (Toure og Lampert)

    Ég býst við svona 2-3 skynsömum kaupum í viðbót í þá stöður sem þarf að styrkja ásamt því að nokkrir hverfa á braut!

  19. ætli verði bara keyptir sóknarmenn núna í þessum glugga !?!?! það væri nú gaman að fá eitt varnartröll á miðjuna ( djúpan miðjumann) hvað þá miðverði/bakverði.

  20. @27

    Neeee ..ég myndi nú bara bíða pollrólegur, nóg eftir af glugganum og HM ennþá í gangi 🙂

  21. Mér langar að koma með einn punkt um leikmannakaup félagsins. Persónulega er ég ekkert spenntur fyrir Lallana ég held að hann gæti verið enn eitt flopp kaup Liverpool. Ég skil einfaldlega ekki afh við erum ekki bunir að vera að kaupa stjörnur í okkar lið seinustu ár eins og Chelsea, City, ManU, Arsenal(Ozil). Ég held að Lallana sé aldei leikmaður sem mun færa okkur enska titilinn í ár eða gera eitthvað gott í meistaradeild og ég held að Lallana hafi aldrei smþykkt að koma til félgasins nema hann sé nánast sannfærður um að hann sé að fara að byrja. Sterling og Coutinho séu báðir yfirburgða betri en Lallana og ég held að Henderson sé alls ekkert frábær en betri en Lallana í tígul miðju.

    Ég vil sjá okkur fara að berjast um betri leikmenn, t.d Hummels, Kroos, Fabregas(of seinir samt) og svo er hægt að nefna fleiri en 15 aðra leikmenn. Þurfum 5 góða leikmenn fyrir mikið leikjaálag á næsta seasoni.

  22. hver er þessi Markovich ? 25 mills fyrir hann, eg hef aldrei heyrt þann mann nefndan aður .

  23. #31
    “Persónulega er ég ekkert spenntur fyrir Lallana ég held að hann gæti verið enn eitt flopp kaup Liverpool. Ég skil einfaldlega ekki afh við erum ekki bunir að vera að kaupa stjörnur í okkar lið seinustu ár eins og Chelsea, City, ManU, Arsenal(Ozil). ”

    ehemmm ….. hvar á ég að byrja…….

    1. Liverpool hefur ekki hermt eftir arabahöfðingjunum vegna peningaskorts, og hér kemur punktur á eftir því.

    2. Lallana á eftir að smellpassa en þarf aðeins að slípa til. Hann og Ricky Lambert áttu magnaðar sendingar. Eini gallin á Lallana er að hann á til að klappa boltanum of mikið á meðan hann er að leita að “góðu” sendinguni og tapar þá boltanum of oft. Svipað og Suarez.

    Kveðja, Sveinbjörn.

  24. Held að flestir þeir sömu og vilja ekki Lallana væru æstir í hann ef hann væri dökkhærður, súkkulaðibrúnn og héti “Lallanio”.

  25. #33
    okiii.. Skil hvað þú meinar með að Liverpool eigi ekki jafn mikinn pening og allir þessir knattspyrnu eigendur hjá hinum stóru liðunum, en Liverpool á allveg nægan pening fyrir að kaupa einn 40mill leikmann í staðinn fyrir að kaupa 3 ágæta leikmenn og af þeim stendur einn sig ágætlega á meðan hinir farnir á helmingsvirði eftir 1ár.

    Þú og margir aðrir segja að Lallana eigi eftir að smellpassa í lið Liverpool. En mín spurnig er sú: Hvaða stöðu er Lallana að fara í og hver dettur út fyrir hann?

  26. Vei einn enskur landsliðsmaður í viðbót!!! Sást best á þessu heimsmeistaramóti hvað þeir eru góðir. Ofmetið drasl!

  27. Suarez er sér á parti og fær alla athyglina en kannski vantar eitthvað í fótbóltaheiminn til að taka betur á þessu máli. Þegar Ronnie O’ Sullivan var í mestu lægðunum og dró sig í hlé úr íþróttinni sem hann var óumdeilanlega bestur fann sálfræðingur hann á reiki inni í óreiðunni sinni og sýndi honum flækjuna, ekki endilega til þess að hann gæti leyst hana en þó svo að hann gat gert sér grein fyrir henni og lifað með hnútunum. Hann varð aftur sá besti eftir þetta. FIFA heimurinn er ekki beint auðmjúkur og það þætti eflaust dæmi um vandræðalegan veikleika að skella greiningu á Suarez. Samt er það röskunin sem skilur á milli þess að hann sé talinn einn þriggja bestu fótboltamanna í heimi eða athlægi fólks sem nýtur þess að auðmýkja þann fallna og vill heldur sjá á skömmina. Kannski verður seint hægt láta Suarez gleyma í sér úlfabarninu. Til að verða bestur hefur hann eflaust tamið sér að bíta svona frá sér þar til öll hin boltabörnin í Uruguay urðu hrædd. Svo kemur ástríðan aftan að honum í hita leiksins og hann fattar þetta ekki fyrr en hann er búinn að gera þetta. Again. Hann ávann sér samúð að nýju með því að draga kjölinn nánast einn síns liðs fyrir liðið okkar síðasta vetur en það er kannski spurning núna hvort LFC þurfi ekki að styðja hann með öðrum hætti, fara aðeins í auðmýktina og leyfa honum að vinna sig til baka án þess að styðja sig við karlmennskuna eina. Luisito estamos con vos, sagði Maradona. Lærðu að lifa með vandanum, Luisito, og sviðið verður aftur þitt. Enginn er sterkari en sá sem hefur sigrast á sinni bugun.

  28. Krummi #34

    “Held að flestir þeir sömu og vilja ekki Lallana væru æstir í hann ef hann væri dökkhærður, súkkulaðibrúnn og héti „Lallanio“.”

    Værir þú spenntur fyrir 26 ára manni sem er búinn að spila innan við 10 landsleiki og engan Evrópuleik ef hann væri annarrar þjóðar?

    Mitt mat er að Liverpool verður að gera betur en að eyða 25+ m/p í leikmann sem hefur átt eitt gott tímabil í efstu deild

  29. Þetta hefur sjálfsagt komið fram hjá ykkur áður en þarf lið sem fær á sig 50 mörk í deild ekki líka að huga að einhverjum varnartöllum líka. Varla er nóg að kaupa bara framliggjandi miðju- og kantmenn? Bara pæling

Úrskurðurinn kominn…langt bann!

Kop.is Podcast #63