Já það gerðist aftur…

Hvað segiði, gerðist eitthvað í þessum Úrúgvæ leik í dag?

230 Comments

 1. Jákvæðar fréttir, enginn vill kaupa hann en því miður þurfum við að bíða í svona 6-12 mánuði að fá að sjá hann spila fótbolta aftur

 2. Selja hann bara strax, kemur þvílíku óorði á Liverpool og trúi bara ekki að Liverpool vilji hafa hann áfram.

 3. Ég vil bíða eftir myndskeiði frá öðru sjónarhorni. Anda rólega þangað til.

 4. Myndi bann ekki bara eiga við leiki með landsliðinu?
  Ef svo er þá er hann bara villidýrið okkar og tryggir með þessu að enginn Reynir að kaupa hann. Þetta er óborganlegt

 5. Þessi leikmaður er done fyrir mér, vil ekki sjá hann spila mínutu i viðbót i treyju Liverpool!

 6. Ég er mjög vonsvikinn með hann núna. Hvað er hægt a? gera? Það er ekki boðlegt a? hafa mann inná fótboltavelli sem hefur enga stjórn á sér, þetta er í þriðja skipti, þetta er svo furðuleg hegðun hjá fullorðnum manni.Ég myndi ekki vilja spila á móti honum og örugglega ekki margir aðrir.

 7. Eigum við ekki að sjá þetta frá öðru sjónarhorni áður en við missum okkur, sést hreinlega ekki neitt úr þessu. Gæti allt eins hafað stangað hann (mjög laust) og fengið Chiellini í tennurnar á sér þegar hann olnbogaði til baka. Hver veit, kemur í ljós… ætla allavega að bíða eftir betra sjónarhorni.

  Þætti allavega mjög kjánalegt að bíta einhvern og fela það ekki betur en að halda um tennurnar á sér eftir það.

  En ef hann actually beit hann fer þetta að verða gott.

 8. Hvað eru þið að meina…. Þessi maður fullkommar fótboltann !!
  leiðinlegt að heyra svona hálfmenn hreita óorðum um hann.

  Standið bakvið ykkar mann.

 9. Þetta hlýtur að þýða bann frá öllum keppnisleikjum á vegum FIFA, þ.m.t. í ensku úrvalsdeildinni.

  Eru einhver fordæmi fyrir svona hegðun í sögunni? sí-endurtekinni?

  Spurning hvernig klúbburinn bregst við, myndi allavega halda að dágóða sekt þyrfti, þessi hegðun á ekki að líðast skipti eftir skipti.

 10. #14 heldur að hann sé að reyna að skalla hann? Það væri svo ólíkt Suarez að gera það, hann bítur menn frekar. Þessi gaur er talinn vera með 200 k á viku hjá Liverpool, hann verður og á að hafa stjórn á skapi sínu. Djöfull hljómar 70millz pakkinn frá Barca vel núna.

 11. Held að Ian Ayre sé á þessu augnabliki að faxa samþykkt kauptilboð til Barca..

 12. djöfulsins hálviti er þessi maður,,,,,verðum heppnir ef einhver vill kaupa hann eftir þetta……fucking auli……………….

 13. Það blasir við að Suarez missti hausinn enn eitt skiptið. Eftir að hafa skoðað atvikið ótal sinnum á karlinn engar málsbætur. Hann reynir að leika sig frá mistökunum eins og málstaður hans batni eitthvað við að engjast um.

  Þetta eru hrikaleg vonbrigði og ætla má að UEFA banni Suarez að spila fótbolta í langan tíma enda hans þriðja brot. Bannið mun líka gilda á Englandi og auðvitað hvar sem er nema kannski í N-Kóreu.

  Þessi gaur er fokkings disgrace sad to say.

 14. Veit ekki með ykkur. Eg sá ekki leikinn beint en þegar ég sá þetta þá gat ég ekki annað en bara hlegið. Er búinn áð vera drullusmeykur um að stóru liðin a Spáni kæmu eftir mót og tryggeruðu einhverja klasulu i samningnum hans.það er ekki að fara að gerast núna. #villidyriðokkar

 15. Að þið skulið margir hverjir geta kallað sjálfa ykkur Liverpool-menn, eru ekki einkennisorð okkar You’ll Newer Walk Alone? Hvernig væri að sýna það nú og standa með ykkar manni !

 16. Þetta fer að verða nógu margir að þeir geta stofnað stuðningshóp fyrir þá se hafa lent í kjaftinum á Suarez….

  æjæjæjæ nú er nóg komið….70 millz – Já takk!

 17. Ekki leit þetta vel út hjà drengnum, en við skulum ekki gleyma að hann kom okkur í annað sætið.

 18. Standa með manni sem bítur andstæðing sinn trekk í trekk? Þetta er bara hrein og bein líkamsárás, viljum við að svona leikmenn klæðist Liverpool treyju? Æji ég veit það ekki, eyðilagði orðspor sitt algjörlega með þessu bulli áðan.

 19. Hann er allavegana kominn í sumarfí, en kommon það var ekkert í gangi þegar hann bítur gaurinn. Veit eiginlega ekkert hvernig mér líður, er allur hálfdofinn einhvernveiginn. Er drulluhræddur um að verðmiðinn hafi fallið og einnig að hann fái ekki að spila fótbolta í svolítinn tíma.

 20. Gríðarleg vonbrigði. Maðurinn gengur augljóslega ekki heill til skógar. Er hægt að hjálpa honum??? Ég veit það ekki. Á Liverpool að selja hann??? EF einhver vill kaupa hann fyrir helling þá segi ég já. Hann kallar skömm yfir klúbbinn. Skiptidíll við Barca eða Madrid hljómar vel núna.Fáum við 20M fyrir hann núna?? 50M? Ekkert?? FOKK ég er brjálaður

 21. Eru menn ekki að flippa full harkalega? Þetta synist mer vera frekar saklaust + hann fær olnbogann i andlitið i kjolfarið sem er agaætis refsing.

 22. ps Suarez er kannski klikkadur, en hann er gedsjúklingurinn okkar 🙂 Áfram SUAREZ

 23. Þetta er auðvitað algerlega óverjandi…allavega í mínum augum og hann á engar málsbætur. Engar.

  Hæstlaunaði leikmaðurinn í sögu Liverpool sem hefur fengið meiri stuðning en nokkur annar…en er hann þess virði mikið lengur??? Það verður aldrei tekið af honum að hann er í topp þrjú sem hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims, en í kvöld sitja þúsundir manna um allan heim og hugsa með sér, hvað gerir hann næst, maðurinn er gangandi tímasprengja og ég held að það sem er framundan sé stærri stormur en hann hefur upplifað áður.

  FIFA mun bregðast mjög hart við og ég er viss um að það bann sem hann fær verður ekki bara með landsliðum. Ef það verður ekki snýr hann aftur til Englands eftir að hafa slegið Tjalla út og síðan komið liðinu sínu áfram í 16 liða. Hann verður ekki bara hundeltur…heldur úlfeltur og enn á ný verður hvert sekúndubrot sem hugsanlega getur dregið ímynd hans niður lyft upp í ljósið.

  En á móti þá er það algerlega ljóst að manninum er ekki sjálfrátt, hann er með veikleika í sínum karakter sem verður til þess að hann gerir slíka vitleysu og það má að mínu mati ekki kasta neinum út í hafsauga.

  Svo að ég er í dag feginn að vera ekki Ian Ayre eða John W. Henry. Þeirra hausverkur er töluverður í kvöld.

 24. Maður er fyrst og fremst Liverpool maður svo að það sé á hreinu en þeir sem eru að vernda Suarez og segja að við eigum að styðja kappan er ég ekki samála.

  Liverpool er svo miklu meira en einhvern einn leikmaður þetta er klúbbur sem hefur lent í ýmsu innan vallar sem utan og er sagan full af sigrum og hræðilegum hlutum. Þessa hluti bera að virða og ef þú ert leikmaður liverpool þá áttu að haga þér innan vallar sem utan.

  Suarez beit leikmann og var að spila í liverpool búning hann fékk stuðning frá klúbbnum og leikmönum með þeim fyrirvara að hann myndi læra af þessu(þetta var samt í 2 skipti á ferlinum sem þetta gerðist). Svo gerist þetta aftur í dag. Já hann var ekki í liverpool búning en hann er samt sem áður leikmaður liverpool.

  Svona hegðun á ekki að líðast og það er erfitt að styðja mann sem er fyrirmynd marga ungra fótbolta stráka og stelpna um heim allan hegða sér svona. Nú á liverpool einfaldlega að segja hingað og ekki lengra. Setja kappan á sölulista og losa sig við hann. Maður nennir þessu bulli ekki lengur.

  Ég er að fara á Anfield á næsta tímabili og gat ég ekki beðið eftir að kaupa mér nýja búningin með Suarez aftaná og horfa á skærustu stjörnu liðsins spila á hátindi ferilsins. Búninguinn verður keyptur en nafn Gerrard verður aftaná og vona ég að Surarez verði ekki í liði liverpool þennan dag.

  Liðið er stærra en leikmaðurinn og þeir sem koma óorði á liðið mitt trekk í trekk mega spila annars staðar fyrir mér.

 25. Eru ekki örugglega allir hérna bara að koppía kommentin sín frá því hann beit Ivanovich og setja hér inn? Það var síðan öllum sama um það þegar Liverpool var svoooona nálægt því að vinna deildina og hann skoraði ég-veit-ekki-hvað mörg mörk, munið það.

  Ég var samt alltaf smá stressaður að hann myndi bíta Gerrard í Englands leiknum en hann hefur skiljanlega bara langað meira í eitthvað ítalskt.

 26. Suarez beit mann aftur sem eru slæmar fréttir.

  Góðu fréttirnar eru þær að hann er ekkert að fara frá Liverpool og ekki gleyma því að rétt fyrir þennan leik voru menn að dásama hann og segja besta leikmann heims. Þetta sögðu menn þrátt fyrir að hann hafi tvisvar bitið menn á ferlinum.

  Þessi karakter hefur sýnt að hann tvíeflist við mótlæti. Þetta blæti hjá honum er hinsvegar dálítið neyðarlegt og ólíðanlegt.

 27. Persónulega vill ég að hann fari í ævilangt bann frá landsliðinu og einhverja mánuði frá félagsliðabolta…

 28. alls ekki selja hann.. eg stend með minum manni alla leið..

  hann hagaði ser óaðfinnanlega siðasta vetur i rauðu treyjunni og þetta bit áðan gerðist ekki a meðan hann var i vinnu sinni hja Liverpool svo leyfum úrugvæska knattspyrnusambandinu og FIFA að eiga við þetta mál.

  hann ma fa 20 leikja bann min vegna hja Fifa en eg trui þvi ekki að það bann muni bitna a honum i ensku deildinni ..

 29. Það eru alltaf sama samsærið gegn Suarez. Ég get ekki séð betur en að hann rétt dangli enninu í manninn. Þessi bitför hljóta að vera photoshoppuð, ég trúi þessu ekki á Luis minn

 30. “Fifa only authorised to sanction any breach of regs which aren’t under the jurisdiction of another body/own competitions” þetta sá maður á netinu…. þetta þýðir þá að hann fær ekki bann í PL og CL…. en ég held að landsleikjaferill hans sé búinn.

 31. Legg til að siðapostularnir sem vilja Suarez burt finni sér annað áhugamál – þeir hafa greinilega ekkert gaman að fótbolta.

  Er þetta bit (eins heimskulegt og það er) verra eða hættulegra en olnbogarnir sem fljúga í öðrum hverjum skallabolta? Ætlar einhver að halda því fram?

 32. Ég bara get ekki verið reiður út í þennan mann, Jú auðvitað var þetta gjörsamlega fáránlegt af honum en maðurinn reif Liverpool uppúr meðalmennsku nánast einn sín liðs.
  Ég vona bara að hann fái langt bann með landsliðinu svo hann geti einbeitt sér alfarið að Liverpool á næstu leiktíð
  YNWA

 33. Þetta er svooo þreytandi og allt í einu er skiptin á Sanchez orðin mjög freystandi en væntanlega ekki möguleg lengur.

 34. Bitvargar þurfa hjálp og hann sækir sér hana,en vil samt halda Rostungnum,er bara of góður til að missa!!

 35. Án þess að ég ætli að verja þessar misgjörðir hans Suarez, þá finnst mér eðlilegt að skoða alvarleika brotsins og afleiðingar misgjörða annarra leikmanna á svona stórmótum.

  Tveir koma strax upp í hugann, Nigel De Jong og Zinedine Zidane. Annar leikmaðurinn er bara almennt séð algjör fauti og hefur skapað sér nafn fyrir að vera ansi tæpur í hausnum. Hinn er einn af betri leikmönnum sem spilað hafa leikinn síðustu 30 ár, en tapaði hausnum ansi hreint duglega eitt augnablik.

  Nigel De Jong slapp við bann, ef ég man rétt, enda má svo sem segja að þetta hafi verið challenge á vellinum (en þó mun hættulegra en bitið hjá Suarez). Hann hefur síðan þá haldið uppteknum hætti og verið duglegur að sparka menn niður, bæði með félagsliðum sínum og landsliði.

  Zinedine Zidane hlaut 3ja leikja bann fyrir headbuttið sitt fræga, en tók það út í 3ja daga félagsþjónustu í þágu FIFA, þar sem hann hætti með landsliðinu eftir mótið. Það að skalla mann gæti einnig talist í flestum tilfellum hættulegra en að bíta mann í öxlina. Þetta 3ja leikja bann sem Zidane fékk, var aðeins með landsliðinu, ekki félagsliði.

  Suarez missir sig reglulega á vellinum og það er löstur á hans leik og karakter. Hann er engu að síður einn af þremur bestu fótboltamönnum heimsins í dag og er leikmaður sem er alla jafnan gaman að fylgjast með á velli. Ég vil sjá hann aftur í búningi Liverpool og það frá fyrstu mínútu næstu leiktíðar. Bann með landsliðinu þætti mér alveg við hæfi og auðvitað þyrfti klúbburinn að taka á málinu, en ekkert umfram það.

 36. Ég held að Fabio Borini sé bara að fara að spila töluvert í vetur.

 37. #45 Zidane lék sinn síðasta leik á ferlinum, hann hætti alveg svo það var ekki til neins að dæma hann í bann.

 38. Bíddu ha! Mátti verja hann og standa með honum þegar þetta gerðist í ANNAÐ skiptið en það á að útskúfa honum fyrir ÞRIÐJA skiptið?? Þvæla!

  Hann beit eitthvað fífl í fyrra, missti af fimm leikjum á tímabilinu og skoraði 31 mark!!
  31 MARK!!!!!

  Auðvitað er þetta fáránlegt og það er rétt að hann er ekki stærri en klúbburinn, en það er klúbbnum fyrir lang bestu að þessi drengur sé í treyjunni heldur en ekki. Við eigum nákvæmlega ekkert sem jafnast á við hann sem knattspyrnumann.
  Allir klúbbar sem vilja/vildu kaupa Suarez munu reyna að nota þetta sem afsökun til að lækka verðið svo það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram að styðja okkar mann og segja að hann sé ekki til sölu.
  Ef einhver klúbbur er síðan til í að borga uppsett verð má svo alveg skoða hvort það sé klúbbnum fyrir bestu enda var maður alveg undir það búinn í byrjun þessa sumars.
  En einungis fyrir uppsett verð!!! 80millz minimum!!!

  #teamsuarez

 39. Strákar. .Það er ekki eins og hann hafi riðið konu bróður síns (Giggs)eða bundið enda á feril leikmanns (Keane)

  Hann þarf hjálp og stuðning. Er bit eitthvað verra en ljót tveggja fóta tækling?
  Ítalinn gæti spilað aftur á morgun…nema hvað þeir eru úr leik

 40. Sé á twitter að myndin af bitförunum er photoshoppuð..meira ruglið

 41. Madurinn vill bara vinna. Selja hann fra Liverpool eftir allt sem hann g2rdi i fyrra? Glætan!!!!!

 42. Ég er ekki alveg að skilja þá sem verja Suarez fyrir að bíta ítalann. Má þá einu gilda hvort hægt sé að finna dæmi eins og Zidane o.fl. Það á ekki við hér að maður missi sig í hita leiksins sem einstakt tilfelli. Suarez er að bíta andstæðing í þriðja skiptið á fáum árum fyrir utan ótal önnur atvik.

  Málið snýst að sjálfsögðu ekki um hæfileika Suarez, sem er snillingur í fótbolta, heldur geðveilu sem gerir hann hreinlega hættulegan. Ef atvik af þessu tagi gerðist ítrekað úti á götu sæti okkar maður í fangelsi svo einfalt er það. Málið snýst um milljónir aðdáenda sem eru sviknir og félaga hans í landsliðinu. Félagar hans í Liverpool, þjálfari og stjórn stóðu með honum og fengu bágt fyrir en Suarez hefur brugðist þeim í enn eitt skiptið.

  Ég gæti lengi talið upp þá sem Suarez hefur brugðist en verst þykir mér hvernig hann bregst krökkunum sem líta á þennan mann sem fyrirmynd. Þetta er hreinn viðbjóður að haga sér svona trekk í trekk. Burt með Suarez, það er engin maður þess virði að umbera annað eins ofbeldi og hann sýnir.

 43. Eg held ad folk aetti adeins ad slaka a og skoda hlutina i samhengi.

  Thad er ekkert sem afsakar thessa hegdun hja Suarez en thetta er samt okkar Suarez!

  Fotbolti er ithrott thar sem skap hleypur oft med folk i gonur. td thegar Roy Keane drap feril Haaland : https://www.youtube.com/watch?v=p_st29mlQwU nu eda thegar Maradona akvad ad fara i slag vid allt atletico bilbao lidid : https://www.youtube.com/watch?v=tejvf8FA8uQ og er einhver bunad gleima thvi thegar Goikoetxea braut maradona viljandi og geymdi sidan skoinn sem hann notadi vid verkid i glerkassa a heimili sinu sem trophy. https://www.youtube.com/watch?v=N8_JYHtvTS8

  adur en menn fara ad frodufella herna a sidunni um aevilong bonn og hversu mikid villidyr Suarezin okkar er tha er kanski einhvad til i thvi ad muna hvadan fotboltinn kemur og slaka adeins a.

  ps afsakid skort a islenskum bokstofum.

 44. hann gerir ekkert rangt nema bara að hafa opinn muninn það er svo Chiellini fíflið sem treður þarna öxlinni á milli tannana á honum, algjörlega til skammar, ég vona að Chiellini fái langt bann með landsliðinu og í ensku úrvalsdeildinni

 45. Engin spurning að þetta er einn af, ef ekki sá hæfileikaríkasti sem hefur spilað fyrir Liverpool.
  En hann hlýtur líka að vera nálægt toppnum yfir þá tæpustu. Hversu heimskur þarftu að vera að gera þetta í þriðja sinn, hvað þá eftir að vera nýbúinn að lýsa því yfir að hann fái ekkert respect á Englandi, þeas frá ensku miðlunum. Þetta er hátíð fyrir þá, hann á sér engar málsbætur, nákvæmlega engar.
  Hann er líklegast á leiðinni í langt bann, djöfull fauk í mig þegar hann beit Chiellini. Eins og ég hef hrósað honum, staðið við bakið á manninum hvað eftir annað í rifrildum við stuðningsmenn annarra liða. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Maðurinn er einfaldlega fífl, en samt fífl sem er ótrúlega gott í fótbolta. Við skulum standa við bakið á honum þar til hann er leikmaður Liverpool. Ég varð samt bara að koma þessu frá mér til að lækka þrýstinginn.
  Stundum verið að velta því fyrir mér, þetta virðist alltaf koma upp þegar það lítur út fyrir að hann vilji fara annað. Er það tilviljun, já líklegast, samt skrýtið.

 46. Svo eru enn til einhverjir sem enn halda því fram að Suarez hafi ekki sagt neitt niðrandi við Evra

 47. Mummi,segðu mér,hvað,að þínu mati,þarf Suarez að gera ti þess að þú gefist upp á honum???

 48. Úff,get ekki beðið eftir því að sjá hvað við fáum fyrir hann, að vísu nagaði hann verðmiðann aðeins niður í dag….

 49. #59 Nákvæmlega Palli. Ekki var Suarez að kvarta yfir því að vera með axlarfar á tönnunum 😉

 50. Las þetta á Liverpool Echo

  “Sports psychologist Dr Fawcett told the BBC in April 2013, after the Ivanovic bite incident, that Suarez couldn’t help it, and would do it again within five years.

  “It’s in the man,” he says. “I would think that in five years’ time if there was a certain nerve hit or chord rung with Suarez in a different situation he would react in the same way.””

 51. Uppfærið bara m.v. daginn í dag. http://www.kop.is/2013/04/21/16.57.38/#comment-162542

  Stuðningsmenn Suarez eiga betra skilið frá honum en svona vitleysu. Vonandi hefur þetta bara áhrif á landsliðið en eitthvað held ég að Uruguay menn sé svipað svekktir út í Suarez og við vorum eftir þennan Chelsea leik.

  Knattspyrnumanninn vill ég auðvitað hafa áfram hjá Liverpool, hann er okkar langbesti maður.

 52. #62.

  Hætta að skora mörk? Hætta að geta spilað bolta?

  Vissulega fáránleg hegðun en samt finnst mér nú soldið eins verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Annað eins gerist nú inná fótboltavelli.

 53. Og þetta
  “Our man with his ear to the ground on Merseyside has checked in.

  Liverpool will hold crisis talks on Wednesday to discuss the future of Luis Suarez.

  The Reds’ boardroom will speak with manager Brendan Rodgers in a cross-Atlantic conference meeting, as they decide on a strategy after the striker’s latest shame.

  The horror of Suarez’s attack on Italy defender Giorgio Chiellini during Tuesday’s World Cup win in Brazil was shared within Anfield.

  Tonight, club officials would only say they cannot comment until they get the full picture of what happened in Natal.

  Liverpool are at the mercy of a decision on whether it covers just international football or club matches, too.

  The game’s world governing body have the power to extend any ban to all football.

  No one within Anfield has any will to defend Suarez this time.”

 54. Verður Liverpool ekki að leysa hann undan samningi strax því þetta gengur ekki lengur.

 55. Djonnson. Thad er bara mjog einfalt, thad sem Suarez tharf ad gera til ad gefist upp a honum er ad fara fra Liverpool. A medan hann er leikmadur Liverpool og ekki bara thad heldur okkar eina von ad skila inn Englandsmeistaratitli naestu 10 Arin gefst eg ekki upp a honum.

  haldid thid ad thad baeti einhvad stoduna fyrir okkar astkaera klubb ad hlaupa upp med veggjum gargandi Villidyr, Skandall, Selja Suarez!!??? eda er kanski betra ad slaka a sja hvad kemur ur thessu ollu saman og standa med okkar besta manni a naesta timabili thegar hann tharf virkilega a thvi ad halda ?

  Thad er enginn ad afsaka gjordir hanns en thetta er nu thegar buid og gert nuna thurfum vid sem studningsmenn ad stydja vid bakid a klubbnum okkar og reyna ad fa sem bestu mogulegu utkomuna a thessum skripaleik ollum saman.

 56. Þá spyr ég þig Haukur,ef hann getur spilað fótbolta og skorað mörk þá er öll önnur hegðun í lagi?

 57. Mummi,þannig að ef og þegar hann fer frá Liverpool þá munt þú drulla yfir hann?

 58. Hversu pirrandi. Ætla ekki að skipta mér neitt af þessu máli, hvorki lesa né kommenta á þetta þangað til að allt fjaðrafor og úrskurðanir er búið. Bæ

 59. Djonnson. eg legg thad ekki i vana minn ad drulla yfir annad folk. Meirad segja ekki United menn.

 60. haldið þið i alvöru að eitthvað lið sé að fara að kaupa suarez ? verðmiðinn lækkaði um ca 60m punda i dag…plús það að hann verður liklega i banni allt næsta tímabil

 61. Mögulega heimskasti knattspyrnumaður sögunnar. Ef ekki, þá einfaldlega geðsjúkur.

 62. svo er rodgers buinn að vera all in i að styðja hann og buinn að segja suarez breyttann og betri mann…enn suarez gefur skít í það

 63. Úff…….þetta er ömurlegt, ömurlegt.

  Er ansi hræddur um að Suarez verði ekki sýnd nein miskunn. Þetta er fucking HM! Sviðið verður ekkert stærra en þetta. Það eru gerðar enn meiri kröfur til leikmanna að þeir séu góð fyrirmynd bæði á vellinum og utan hans á meðan þetta mót stendur yfir.

  Er hræddur, skíthræddur, um að Suarez fái langt bann, sem ekki mun bara gilda í leikjum með landsliðinu.

  Ég elska knattspyrnumanninn Suarez en þessi hegðun hans er ekki boðleg. Selja hann núna? Veit ekki. Vill einhver kaupa hann akkúrat núna? Er ansi hræddur um að PR-fulltrúar stórliðanna (Real og Barca) muni vara eigendur við slíkum kaupum, þ.e. allavega ekki alveg á næstunni. Það gæti liðið langur tími þar til rykið af þessum atburði sest niður. Stóru klúbbarnir munu halda að sér höndum í einhvern tíma, en svo byrja þeir að míga utan í hann aftur.

  Svo þurfa eigendur LFC auðvitað að hugsa um ímynd klúbbsins. Úff, þetta er hrikalega vont mál og ég öfunda ekki Henry og félaga akkúrat núna. Hvað ætli þeir séu að hugsa akkúrat núna?

 64. Meira ruglid. En thad eru mikid af ordrómum núna um ad hann fái tveggja ára bann frá landslidsfótbolta, sem er bara fínn bónus fyrir okkur, og svo vill náttúrulega enginn kaupa hann, thannig ad ég sé hann halda áfram ad spila eins og engil á næsta ári.

  Annad er thad ad thetta er mjög greinilega stærra vandamál en bara hitinn á vellinum, drengurinn er gedveikur. Ad thetta gerist núna aftur, segir thad kanski eitthvad um vinnu sálfrædilids Liverpool?

 65. forvitni hja mer en veit það einhver, GETUR ENSKA KNATTSPYRNUSAMBANDIÐ eitt og ser nokkuð refsað Suarez fyrir þetta bit sem gerist i landsleik ?

  er það ekki bara FIFA sem dæmir hann, Pepe fekk einn leik i bann fyrir að skalla leikmann Þjóðverja, a þetta bit i dag þa ekki alveg eins að vera lika 1 leikur i bann ?

  varla eru likur a að FIFA dæmi suarez i bann bæði hja landsliði og félagsliði sínu ? eru einhver fordæmi fyrir slíku ?

  eru menn með ahuggjur að við seum að fara missa suarez i bann fra leikjum með Liverpool ?
  Hvenær kemur i ljos hvað og hversdags bann drengurinn fær ?

 66. Jæja, þá hefst löng törn í því að verja Suarez með kjafti og klóm!
  #teamsuarez

 67. Fifa getur sett suarez lika i bann hja lpool ef brotið er slæmt,,,nokkuð öruggt held eg að hann fái bann i deildinni lika…svo getur enska sambandið lika komið inní þetta og sett hann i bann

 68. Er ekki nóg að lesa viðbjóðsleg komment man utd manna, man shitty manna, celski manna og arse manna á Facebook um Suarez ? en að koma síðan inná þessa góðu síðu og sjá menn bara taka hann af lífi ???

  SUAREZ er að spila á HM, hann er að spila með URUGUAY. Ef hann hefur bitið andstæðing, sem gerði ekki annað en að grenja og sýna bágtið, á hann þá ekki að fá SAMA BANN OG PEPE? fyrir að skalla andstæðing ?? Hver er annars munurinn á líkamsárás og líkamsárás ???

  Ég er ekki að verja svona framkomu, en benda á að enn og aftur verðum við að standa með okkar manni , og hann endurgreiðir okkur það margfalt með magnaðri frammistöðu.

  SUAREZ á að fá bann, en á hann ekki að fá sama bann og Pepe hjá Portugal ? sem skallar andstæðing í andlitið ?????

  Áfram SUAREZ, komdu fljótt aftur til LIVERPOOL og talaðu við sálann hjá okkur 🙂

 69. FIFA getur vist set hann í mest 24 leikja bann eða 2 ár, hvað er átt við með því, gæti verið að þeir geti bannað hann í 2 ár í öllum keppnum, eða myndi það bara ná yfir landsliðsleiki.

  málið er að það eru engar forsendur til að styðjst við, en hann fær hörðustu refsingu, sem myndi lika ná yfir félagslið, dettur mér í hug 24 leiki í öllum keppnum og tvö ár frá landsliðinu.

 70. “Orðspor klúbbins…. selja hann…. vil ekki sjá hann aftur í Liverpool treyjunni. ”

  Einmitt.

  Mín tvö cent, first things first. Þetta. Er. Óafsakanlegt. Punktur.

  Klúbburinn er stærri en einn leikmaður. Þegar Luis Suarez bítur andstæðing þegar hann spilar fyrir hönd þjóðar sinnar þá sé ég bara ekki hvernig það skaðar Liverpool FC. Ekki frekar en að áralangt framhjáhald Giggs hafi eitthvað skaðað ímynd MUFC. Kannski er ég siðlaus andskoti, en ég myndi frekar kjósa að bíta alla andstæðinga mína í öllum leikjum mínum á ferlinum en að sofa hjá konu bróður míns, og það í áraraðir. Sá maður er aðstoðarstjóri félagsins í dag og var frábær leikmaður og er elskaður og dáður af stuðningsmönnum félagsins.

  Ég vildi ekki selja LS fyrir 80mp fyrir daginn í dag og það hefur ekkert breyst. Hann er einn af þremur bestu leikmönnum í heimi og þrátt fyrir hans (augljósu) galla þá er hann frábær leikmaður og ég sé ekki einn leikmann þarna úti sem kæmist nálægt því að koma með jafn mikið til liðsins og hann gerir. Fékk ekki leikbann á síðustu leiktíð (húrra!), meiðist ekki, leggur upp 10-20 mörk á tímabili og skorar 30+.

  Hann á greinilega eitthvað erfitt. Enginn heilbrigður aðili bítur andstæðing sinn þrisvar (meira að segja Iron Mike Tyson gerði það bara einu sinni á ferlinum, og ekki gengur hann alveg heill til skógar). En ef vinur ykkar, vinnufélagi, maki, barn, ættingi eða liðsfélagi veikist snúið þið þá við honum bakinu? Það eru kannski meiri fordómar gagnvart andlegum veikindum en veikindi eru það engu að síður.

  Þessi verknaður er auðvitað óafsakanlegur og honum ber að refsa. Stuðningur hefur ekkert með það að gera, hann á klárlega við einhverja erfiðleika að stríða og þarf á hjálp að halda. Vonandi fær hann þessa hjálp, ekki bara klúbbsins vegna heldur fyrir sjálfan sig.

 71. breaking : talsmaður FIFA buinn að staðfesta það að þetta gæti þýtt lágmark 6 mán bann og það myndi gilda líka með félagsliði.

  við erum allaveganna ekki að fara að selja hann

 72. #74

  Að sjálfsögðu ekki, en ég endurtek, mér finnst aðeins verið að gera úlfalda úr mýflugu í þessu tilfelli. En hann er auðvitað á skilorði og má í raun ekkert gera af sér, sama hvað það er, sem er svosem skiljanlegt miðað við það sem gengið hefur á undanfarið.

  En ég er sammála Mumma, á meðan hann er leikmaður LFC vil ég auðvitað að hann spili.

 73. Sæl og blessuð.

  Held að heimurinn sé að misskilja snillinginn okkar og séníið. Slíkir menn eru ekki jafn rækilega skorðaðir í kassanum góða og við meðaljónarnir sem sífellt gætum okkur á að stíga á enga tásu og reka hvorki olnboga né augntönn í næsta mann.

  Snillingur? Hvaða mynd kemur upp í hugann þegar orð þetta er nefnt? Svartir hundar þunglyndis? Óregla? Brotin sambönd? Afskorið eyra? Áttum okkur á því að nafni er ekki eins og fólk er flest. Hann fer þangað sem aðrir komast ekki og er drifinn áfram af ótrúlegri marksækni þar sem ekkert annað kemst að en að ná árangri.

  Það er eitthvað ljóðrænt við þessi bit hans nafna. Sárin eru fljót að gróa og fórnarlömbin halda sínu striki. En þau birta okkur óargadýrið hið innra sem brýst einstöku sinnum svona fram. Miklu oftar hrópum við af gleði þegar hann þverbrýtur tregðulögmál varnarmúranna, þeytist eins og búmerang fram og aftur teiginn, leggur rútum og langferðabílum snyrtilega á bílastæðið fyrir utan leikvanginn. Hann verður stundum að bíta í hinn súra varnarmann sem vogar sér að varna honum leiðina að markinu. Er það ekki bara fórnarkostnaður snilligáfunnar og hinnar ódrepandi elju?

  Enginn situr eftir með ónýtan sköflung. Ég las viðtal við Hageland hinn brotna og sá kvaðst enn finna fyrir verkjum í löppinni eftir Keanekynni sín. Ferillinn hans endaði á því augnarbliki sem hann sveif til himins og lenti svo aftur öskrandi af sársauka. Sýkkópatinn gerði þetta ekki í hita augnarbliksins þegar sortnar fyrir augum. Keane vann sitt fólskuverk af yfirvegun þess sem þekkir ekki muninn á réttu og röngu og stærir sig löngu síðar af unnum ódæðum.

  Bitin hans nafna eru af allt öðrum toga. Þau eru tungumál götustráksins sem hefur þurft að taka marga pústrana á leið sinni frá fátækrahverfinu á Sjónarhæð upp í efstu hæðir. Þau eru undirskrift fátæklingsins sem er þarna ennþá bak við allt glysið.

  Tannaförin eru óður hans til knattspyrnunnar sem er í senn fögur og ljót. Þau eru ljóð um fórnirnar sem við færum á altari boltans. Þau eru ort til fjöldans sem aldrei náði að spila sér leið upp úr ræsinu. Þau eru samin til drengjanna sem gengu kaupum og sölum, milli spilltra eigenda, umboðsmanna, en hurfu svo og gleymdust. Kveðskapurinn er til mangaranna sem múta til að ná réttum úrslitum. Framtennurnar yrkja til FIFA klerkanna í musterinu sem mjólka okkur sakleysingjana og sófaspekingana. Ljótar sögur berast úr þeim herbúðum en nú benda þeir á séníið okkar og fella yfir honum hörðustu dóma. Eins og þeir sjálfir hafi ekkert óhreint mél í sínu pokahorni. Éræt.

  Ég mun ekki taka undir vandlætingarsönginn sem hér ómar. Þetta er ekki drengur sem gekk í gegnum skóla án aðgreiningar, hafði stuðningsfulltrúa á hverjum fingri og sat með öryggishjálm þar sem hann horfði á sjónvarpið með séríós í skál. Þetta er villidýrið sem þurfti nákvæmlega þetta til að komast þangað sem hann náði.

  Hugleiðum það að ári þegar við syngjum með honum sigursöng Drottningar á Anfield.

 74. FIFA hafa rétt til thess ad banna hann í EPL og CL, bara spurning hvort their noti thann rétt. FA tharf held ég ad samthykja, og FA og FIFA eru ekkert bestu vinir, plús thad ad peningalega séd (fyrir FA) væri ekkert snidugt ad banna sitt mesta addráttunarafl í hálft ár, like him or not, fólk horfir á hann spila, og thad=peningur til FA. Svo er thad lika thad ad banna honum ad spila med Liverpool er í rauninni stærri refsing fyrir klúbbinn heldur enn manninn, og Liverpool FC hafdi ekkert vid thetta ad gera í thetta skiptid.

 75. Draga úr honum tennurnar núna,þá er þessi vitleysa úr sögunni.??????

 76. Ef við setjum þetta í samhengi við önnur brot!

  Alex song hleypur á eftir manni og ræðst á hann fær rautt og 3ja leikja bann.

  Assou ekotto skallar samherja… sleppur.

  Skallinn hjá Zidane er svosem ekki marktækur þar sem hann hætti eftir þetta… en þeir dæmdu hann í 3ja leikja bann.

  Sé ekki fram á þetta verði meira en 5leikja landsleikja bann.

 77. haraldur Hróðmars nr 89

  ertu að segja mer að það se staðfest að suarez se a leið i lagmark 6 mánaða bann með liverpool ?

 78. eins og einhver sagði að ofan þá fékk Zidane bara 3 leikja bann eftir HM 2006, get ekki séð að þetta hafi verið verra brot.

  en afhverju eru menn svona hörundsárir, þetta skiptir mig nákvæmlega engu máli. hann er einn af 3 bestu leikmönnum heims sama hvað hann bítur marga þá vil ég frekar hafa hann í liverpool en í einhverju öðru liði

  p.s. enska pressan hefur nákvæmlega núll áhrif á hvernig fifa háttar sínum málum þannig að sama hvað þið lesið í enskum blöðum eða þýddum greinum á fótbolta.net um hvað hann á skilið ævilangt bann þá sé ég það ekki gerast.

  að því sögðu þá held ég að hann fái 2-5 leiki sem eru bara bundnir við landsleiki.

 79. Ætla ekki að fegra þessar gjörðir, en er þetta eitthvað verra en leikmenn sem fara 2,3 eða jafnvel 4 sinnum í bann yfir veturin fyrir grófar tæklingar og fá bara 1 til 3 leiki í bann?
  Og eru menn ekki sífellt að hrækja hver á annann?
  Ekki misskilja mig, er ekki að mæla með þessu eða fegra, bara að sýna að þetta er ekki versta brotið á vellinum

 80. Það er talað um að hann eigi að fara í langt bann, ætti Pepe þá ekki að vera í ævilöngu banni?

 81. voðalega geta lpool menn verið vitlausir…að bíta menn er ekki hluti af fótbolta…tæklingar eru hluti af fótbolta

 82. Ég hef miklar áhyggjur af Suarez og tannheilsu hans. Ég hafði samband við tannlækni eftir leikinn og spurði hann út í þetta. Hann sagði að það sé alltaf áhættusamt að naga bein, betra fyrir hann að narta í hálsinn þar sem er minni hætta að lenda á einhverju hörðu.

 83. Jà þetta er mikid àfall fyrir okkur LFC fólk. Madur er ótrúlega sorgmæddur og ôttast framtídina hjà honum. Þetta er svartur dagur fyrir fótboltann.

 84. Sigmundur #100. Er það að meiða andsæðing illa hluti af fótboltaleik? Greinilegt að ég hef aldrei spilað fótbolta.

 85. Þetta er dyrið okkar. Langbesti striker i heiminum i dag og hefur dregið liðið upp úr
  meðalmennsku siðustu ára. Fyrirgef honum þetta, Ítalinn átti þetta siðan örugglega skilið.
  Mesta lagi 3 leikir annað væri samsæri.

 86. Fyrir mér á hann að vera með fjölmiðlafund og afsaka sig. Grenja soldið og sína yrðrun.
  Svo verðum við að sjá til hvernig fer.

 87. Ég vil spyrja ykkur sem verjið Suarez með kjafti og klóm – og oft góðum rökum – er þetta eitthvað sem við sem klúbbur getum staðið fyrir?

  Og annað, getum við í alvöru notað það hvernig Manchester tekur á, eða tekur ekki á málum, með Giggs, sem einhverskonar leiðarvísi varðandi það sem við eigum að gera í þessu máli? Ættu þeirra verk og attitude ekki að vera einhverskonar öfugur barómeter?

  Ekki skilja mig þannig að ég sé viss um að það eigi að reka manninn eða selja, ég er mjög tvístígandi í þessu, en mér finnst margir skauta ansi létt framhjá alvarleika málsins. Mér finnst þetta vera farið að snúast um heiður klúbbsins okkar. Leikmaður Liverpool er alltaf leikmaður Liverpool, sama hvort hann er í landsliðstreyju eða ekki.

 88. “kemur niðrandi orði yfir liverpool” hvernig i andskotanum fáiði það út og að selja hann fyrir þetta, það er verið að búa til svo mikið úr þessu miklu skárra að fá tennur i sig i gegnum treyjuna en að láta einhvern nefbrjóta sig með olnbogaskoti. það á að hengja ykkur alla upp á rassháronum. og hvað með það þó “við” fáum 70 mills fyrir hann suarez er besti striker i heimi i dag hugsið aðeins ykkar gang hálfvitar og standið með ykkar manni eða styðjiði annað lið

 89. Það er eitt sem mér finnst pínu skrítið. Það eru tugir af sjónvarpsvélum til að taka upp leikinn og til viðbótar við þær þá eru tugir ljósmyndara á leiknum. Hvað varðar sjónvarpsvélarnar þá eru mörk og önnur atvik sýnd frá öllum mögulegum og ómögulegum sjónarhornum en þetta atvik með Suarez er bara sýnt frá einu sjónarhorni.

  Hefur einhver hérna séð annað sjónarhorn, hvort sem það er frá sjónvarpsvélum eða ljósmyndir?

 90. Ég finn til með mínum manni, shit hvað hann sér eftir þessu. Hann á bágt, hann er greinilega eitthvað verr farinn í hausnum en ég hélt. Ég bara óska þess að þetta hafi ekki áhrif á Liverpool næsta season. Finnst persónulega margt verra vera gert en þetta, þó þetta sé hrikalega slæmt.

  LUIZ HÆTTU að bíta, ég styð þig alla leið. Takk fyrir að vera til, farðu nú að haga þér drengur !

 91. Væri Luis ekki að spila á HM þá værum við að fara að horfa á hundleiðinlegt Enskt landslið í 16 liða úrslitum eða jafnt vel ekki gott landslið Ítalíu. Þannig að Luis gerir fótboltan bara skemmtilegri.

 92. Menn verða umfram allt að passa sig á því að láta ekki scömmara hafa áhrif á sínar skoðanir, þeir vilja jú bara hengja manninn.

 93. þetta er auðvitað fáránlegt hjá kallinum en ALLS ekki hættulegra en 2 fóta tækling eða annað sem viðgengst á vellinum …. Þessi ítalski gaur á allan tímann eftir að geta spilað næsta leik…
  Á að vera lengra bann fyrir fáránleg brot eins og þetta eða stórhættuleg brot … ég persónulega tel olbogaskot, kýlingar, skalla og 2 fóta tæklingar hættulegri…….tel það asnalegt að ég fengi lengra bann fyrir að bíta mann í 1 sek en að taka mann út í marga mánuði….

 94. Ég skal viðurkenna það a þetta er þúngur hnífur fyrir mig, ég vona að bannið nái ekki útfyrir landsliðið og ég vil ekki missa hann. En skil samt reiði manna.

 95. diego lugano fyrirliði úrúgvæja neitar að suarez hafi bitið hann og segir þetta gömul för..

  þetta er a marca.com eg kann ekki að copya slóðina i simanum en getið seð þetta a marca.com ..

  pinu spes en samt .

 96. jæja drengir, ég skrifa nú ekki oft hérna nema að mér finnist þess þörf. Það er nú þannig að þetta er í þriðja sinn sem að maðurinn “bítur frá sér”, og margir hér að ofan segja að það eigi að selja hann strax, sem að mér finnst ekki alveg rétt þar sem að þetta er líklega besti framherji í heiminum í dag. Svo langar mig að spyrja að einu, og veit að ég fæ skemmtileg viðbrög en það er hversu mikið verra haldið þið að það sé að fá olbogana á Steven Gerrard í smettið, sem að gerist í lang flestum skalla einvígjum sem að hann fer upp í eða vera bitinn af Suarez. Þetta er bara létt pæling hjá mér, hver er munurinn á munni Suarez, olnboga Gerrard eða tæklingum Joey Barton, Þar er brot Suarez líklega það sem skaðar allra minnst…

 97. Mér finnst menn hérna ekki vera að átta sig á alvarleika þessa brots. Að bíta annan leikmann á ekkert skilt við fótbolta, ekki frekar en að kýla mann í andlitið eða sparka í stuðninsgsmann uppí stúku.
  Mér persónulega fannst luis suarez stálheppinn að fá bara 10 leikja bann fyrir að bíta ivanovic og ég held að hann verði stálheppinn með þetta atvik líka og fái bara 4-6 mánaða bann! Ef hann hefði verið að kýla mann blakaldann í 3 skipti núna (sem mér finnst persónulega vera svipað alvarlegt atvik inná fótboltavelli) þá værum við sennilega ekki að fara að sjá okkar mann spila fótbolta aftur.

 98. Suarez er ótrúlegur.

  Það er augljóst að hann getur misst stjórn á sér inni á vellinum þegar hann er frústreraður og á einhvern skringilegan hátt brýst það út í því að hann bítur aðra leikmenn. Flestir aðrir leikmenn myndu sennilega láta það duga að setja takkana inní sköflunginn á andstæðingnum.

  Ég elska Suarez þrátt fyrir alla hans galla. Ég hef lært það að atvinnumenn í fótbolta eru bara strákar, sem eru ekki fullkomnir og geta ekki verið óskeikular fyrirmyndir fyrir öll börn heimsins einsog sumir virðast ætlast til. Ég elska Suarez ekki vegna þess að hann er svo góður pabbi eða eiginmaður eða vegna þess að hann sé óskeikull inná vellinum, heldur vegna þess hvernig hann spilar fótbolta í 99% tilfella. Og ég hætti ekki að elska hann sem leikmann af því að hann gerir einstaka sinnum eitthvað svona fáránlega heimskulegt.

  Það er ótrúlega fyndið að fylgjast með Man U mönnum fyllast vandlætingu við þessar gjörðir Suarez. Stuðningsmenn sama liðs og dáðu Cantona (sem að sparkaði ÁHORFANDA), Keane (sem reyndi viljandi að fótbrjóta menn), Rooney (sem hélt framhjá konunni sinni með hóru) og Giggs (sem hélt framhjá með konu bróður síns). Miðað við þann afrekalista þá er ég bara ágætlega sáttur við að halda gríðarlega uppá mann, sem er ennþá með æskuástinni sinni og hefur það helst á sakaskránni sinni að hafa þrisvar á sínum 12 ára ferli látið skapið hlaupa með sig inná vellinum.

  Já, Suarez mun fá bann, en það er fráleitt að tala um einhver ár í því samhengi. Eðlilegast væri að miða við 4-8 leiki. Og það er fáránlegt ef að það ætti að færast yfir á ensku deildina eða Meistaradeildina (Echo segja það líka afskaplega hæpið). Simunic fékk 10 leikja landsleikjabann fyrir að heilsa áhorfendum með fasistakveðju og það væri hneyksli ef að þetta brot Suarez væri talið alvarlegra en það.

  Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á forsvarsmenn Barca og Real Madrid, sem eru alltaf uppteknir af því að dásama hversu frábærir og móralskir þeirra klúbbar eru. Kannski hætta þeir við tilboð í Suarez og það væri þá bara frábært.

  Leikmenn og stuðningsmenn Liverpool sýndu Suarez stuðning eftir heimsku hans síðasta vor og sumar og hann borgaði okkur tilbaka með því að skora 31 mark og vera langbesti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Ég legg til að við styðjum hann líka núna.

 99. Konan mín segir að það eigi bara að láta hann bíta í sápu – þá hættir hann þessu! 🙂

 100. AMEN einar örn ..

  eg er buin að segja i allann dag að eg styðji minn mann alla leið..

  ef er bara hræddur ef menn eru an djoks að tala um leikbann með Liverpool..

  alex song var að fa 3 leikja bann fyrir að lemja andstæðing fyrir nokkrum dögum, af hverju ætti þa suarez að fa 6 manaða leikbann i ollum keppnum eða meira ? eg er ekki að na þessu..

  eg er líka smeykur ef enska sambandið getur gripið inni þetta atvik i dag og sett suarez i bann i ensku deildinni þott að FIFA myndi setja hann bara i bann i nokkra landsleiki.. gæti það virkilega gerst ?

 101. Margir góðir komið með sitt innlegg og Einar Örn Nr. 118 orðar mjög vel það sem ég hefði viljað sagt hafa.

  Að banna Suarez í legri tíma og bæði með landsliði og félagsliði myndi opna ormagryfju held ég sem erfitt væri að stoppa. Eða myndi þetta þá ná bara yfir hann? Slíkt hefur svosem gerst áður.

  Mögulega refsar Liverpool honum eitthvað en það verður mjög líklega ekki með leikbanni. Ég efa að Ivanovic atvikið hafi farið vel í forráðamenn Liverpool á sínum tíma eftir allt sem á undan var gengið og þetta hjálpar alls ekki heldur.

  Dæmið um Króatann sem fékk 10 leikja bann bara með landsliðum er gott, eins held ég að Suarez hafi ekki fengið bann hjá FIFA (landsliðum) þegar hann beit Ivanovic (eða eftir atvikið í Hollandi). Því ætti þetta að gilda í deildarboltanum núna?

  Eins og Eyþór Guðjóns vill ég jafn lítið selja hann í dag og ég gerði í gær. Væri kannsi annað ef hann væri að limlesta andstæðinginn eða valda varanlegum skaða, svonalagað er verst fyrir hann sjálfan.

  Það breytir því samt ekkert að þetta er ævintýralega heimskuleg hegðun og afskaplega mikil vonbrigði fyrst og fremst. Ekkert það versta sem við höfum séð í fótboltanum eins og margir vilja af láta en nógu slæmt fyrir því.

  Hér er annars mun betra sjónarhorn en kom upphaflega
  http://a.pomf.se/phdzcy.gif

 102. Helvítis vesen á stráknum. Ég hef engar áhyggjur af honum eða því sem bíður hans, það er sjálfskapað. Það er bara orðið frekar leiðigjarnt að verja þessi fjandans strákapör í honum.

  En hvað getur maður gert, þessi apaköttur er nú einu sinni einn besti leikmaðurinn í sögu klúbbsins?
  Helvítis bras er þetta.

 103. að menn skuli i alvöru vera að likja þessu við tæklingar eða olnbogaskot…tæklingar og olnbogaskot eru hluti af leiknum…þegar menn eru i baráttu þá eru flestir með olnboganna hátt á lofti..að bíta menn er ekkert skylt við fótbolta.
  svo eru menn sem vilja selja hann…þið áttið ykkur ekki á að það vilja engin lið kaupa hann…hann lækkaði um ca 60m punda i dag….hann verður i banni ut samninginn og fer svo frítt

 104. Nr. 123

  Bara pæling, að bíta andstæðinginn eins og Suarez gerði núna, er það alvarlegra en t.d. þegar Zidane skallaði að öllu afli andstæðinginn í úrslitaleik HM (og fékk 3 leikja bann fyrir)?

  Bara átta mig á því hvar línan er og hvort er tengt fótbolta og ekki þar sem hann er skv. þér að fara í bann til 2018 fyrir þetta.

 105. það er mun algengara að menn skalli aðra heldur enn bíti…þetta sýnir bara að suarez a við geðræn vandamál að stríða..
  zidane hafði ástæðu

 106. Samkvæmt netinu þá neitar Suarez sök en ef myndbandið er skoðað vel þá sést augljóslega að hann opnar munninn og lokar honum svo aftur – það fer ekkert á milli mála að hann bítur manninn. Ég ætla að vona svona hans vegna að hann fari ekki að þræta fyrir þessa heimsku sína. Þetta lýtur nógu illa út nú þegar.

 107. Á morgun ætla ég að kaupa mér nýju treyjuna og láta negla Suarez á bakið.
  #teamsuarez

 108. Hvaða helvítis væl er þetta í ykkur sem eruð að blóta manniinum, Zidan, Cantona og margir aðrir snarkikkaður menn og talandi um klikkhausa John Terry og Rayan Giggs þessir tveir eru menn sem ég mundi ALDREi Í LÍFINU vilja hafa í mínu liði. Það er ekkert hægt að ætlast til að maðurinn sé fullkominn en hann þarf bara að vinna í sjálfum sér og við verðum að stiðja við bakið á honum.

  Þetta með bitið er eithvað sem við verðum bara að halda áfram að vinna með með strákinn, hjálpa honum með þetta. Áfram Luiz þú ert minn maður

 109. Sælir félagar

  Ég sé að hér eru að koma inn menn sem ég hefi aldrei séð hér áður. Þeir heimta blóð og Súares fái aldrei að leika fótbolta framar og ýmislegt eftir því. Hverra hagsmuna eru þeir að að gæta?

  Súares er bilaður það er ekki vafi en hann er snillingur í fótbolta hvað sem því líður. Það væri andstæðingum Liverpool ansi hagfellt að hann fengi ekki að spila knattspyrnu framar. Þeir um það. Ég vil sjá þennan mann áfram í Liverpool treyju hvað sem öllu öðru líður.

  Hann virtist í góðu jafnvægi síðasta tímabil en kortslúttar í leiknum í kvöld. Hann þarf hjálp en ekki fordæmingu. Hann á skilið að við og klúbburinn hjálpi honum að ná áttum og koma til baka. Skinhelgi og fordæming dæma þá menn sem hana sýna. Verum manneskjur og styðjum við þá sem þess þurfa með.

  Suarez er afburðamaður á knattspyrnuvellinum. Skapgerðargallar hans eru bæði styrkur hans og veikleiki. Hann gefst aldrei upp og vinnur linnulaust allan leiktímann og hættir aldrei. Hann þolir ekki að tapa. Þessi skapgerðareinkenni gera hann að þeim leikmanni sem hann er ásamt ótrúlegum hæfileikum. En um leið eru þessi skapgerðareinkenni veiklieki hans og brotalöm í persónuleikanum. Takist honum að hemja þetta og beita því á jákvæðan hátt eins og gerðist á síðustu leiktíð er hann ómetanlegur sem knattspyrnumaður. Það er bara svo einfalt.

  YNWA

 110. Finnst Chris Waddle eiginlega vera buinn ad finna lausnina a þessu. Skikka Suarez ad spila med gummigom. Tilhvers ad eyda milljonum i Dr.Freud þegar lausnin liggur i augum uppi?

 111. Ég hugsa reyndar að hann fái ekki nema 3 leikja bann fyrir þetta með landsliðinu, verður synd að sjá hann ekki meir á HM. En bann með liverpool er mjög fjarstæðukennt og ólíklegt.

  Eitt sem angrar mig líka eilítið. Af hverju viðurkennir Suarez ekki missgjörðir sínar strax? Af hverju að fara ljúga um að hann hafi ekki bitið þegar það eru endalaust magn af myndavélum og ljósmyndum sem ná öllum svona atvikum. Lætur hann bara líta enn verr út fyrir vikið. Man up enda á þið þitt og þjóð afsökun skilið Luis!

 112. ohh maður er hreinlega ekki að nenna þessu. Finnst reyndar full mikil dramatík í kringum þetta en sem betur fer er þetta FIFA vandamál í auknablikinu. Verður mjög athyglisvert að sjá hvað þeir gera í þessu.

 113. Suarez á ekki heima í Liverpool liðinu.

  1. Bítur andstæðing í hollensku deildinni.
  2. Kallar Evra negra – er rasisti
  3. Neitar að taka í hönd Evra
  4. Bítur Ivanavoic
  5. Bítur Ítalann
  6. Lýgur og segir að ekkert hafi gerst þrátt fyrir að allir sáu hvað gerðist.
  7. Vill komast í burtu frá Liverpool

  Ef you never walk alone þýðir að maður þurfi að verja þennan mann þá held að ég labbi frekar einn.

  Sérstaklega ef þið ætlið að fara að drulla yfir mig af því styð ekki 100% Suarez.

 114. Einar Örn (#118) slúttar þessari umræðu með frábærum ummælum.

  Ég lít svona á þetta:

  Í gærmorgun var Luis Suarez snillingur í fótbolta sem hefur persónubresti sem koma honum reglulega í vandamál.

  Hvað hefur breyst? Ekkert.

  Hann beit mann í þriðja sinn en í þetta sinn með landsliðinu sem þýðir að leikbannið sem hann fær mun jafnvel vera Liverpool í hag, þar sem hann spilar ekki landsleiki á næstunni og verður því laus til að einbeita sér að Liverpool.

  Annað hefur ekki breyst. Maðurinn sem þið hylltuð öll og hömpuðuð í vor er frábær knattspyrnumaður sem hefur bitið fólk á velli. Og nú gerðist það aftur.

  Ég segi eins og Einar Örn. Ég myndi auðvitað helst vilja að hann sleppti því að bíta fólk og koma sér í vandræði en þetta er besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar, einn sá besti í heimi, og við eigum að fagna því að sá maður leiki fyrir Liverpool.

  Allt tal um sölu vegna bitsins er fáránleg. Hann lækkaði á sér verðmiðann í gær, er sniðugt fyrir Liverpool að selja hann þá út af einhverju “við bítum ekki fólk!”-prinsippi núna, þegar verðgildi eignarinnar er í lágmarki? Ef þið haldið að það sé sniðugt er ég feginn að þið eruð ekki eigendur Liverpool FC.

  Eitt að lokum: það er fátt í heiminum meira óþolandi en þetta tal um að leikmenn eigi að vera fyrirmyndir barnanna. Þegar ég var ungur voru Diego Maradona og Robbie Fowler uppáhalds leikmennirnir mínir. Annar sniffaði kókaín á vítateigslínunni og gerði hommagrín að Graeme Le Saux … og hinn sniffaði alvöru kókaín.

  Dóttir mín er að verða sex ára og hún veit hver Suarez er. Hún horfði á hann bíta mann í gær og spurði mig af hverju Suarez hefði bitið. Ég sagði, “ég veit það ekki, hann er bara óþekkur og má þetta ekki.” Hún svaraði: “Það er ljótt að bíta.”

  Þetta hafði engin slæm áhrif á hana né gerði þetta uppeldið mitt neitt erfiðara fyrir. Hún veit frá því í fyrra að Suarez bítur fólk en hún segir samt alltaf að hann sé uppáhalds leikmaðurinn sinn (aðallega af því að hann er sá eini sem hún þekkir með nafni). Og ekki bítur hún fólk.

  Þessi skinhelgi í mönnum að tala eins og einhverjir knattspyrnumenn útí bæ geti gert uppeldið erfiðara er óþolandi. Ef ég væri að lenda í vandræðum með hegðun dóttur minnar af því að hún sá Suarez bíta Chiellini er það af því að ég er lélegur faðir sem hefur ekkert stjórn á aðstæðum heima hjá mér. Ekki af því að Suarez beit Chiellini.

  Þannig að hættið þessu djöfulsins drama alltaf. “Hugsið um börnin!” Hugsið sjálf um börnin – ég vil að Suarez hugsi um að vinna knattspyrnuleiki fyrir Liverpool á meðan ég el börnin mín upp.

 115. Er sammála Einari Erni og Babu. Ég vil alls ekki missa Suarez og vissulega er þetta atvik tittlingaskítur miðað við fólskuleg brot, eins og skallinn hjá Zidane og karatesparkið hjá Cantona.

  Það sem ég er hins vegar hræddastur við og mjög erfitt er að horfa framhjá er að þetta er í 3. skipti sem hann bítur leikmann, ekki 2. skipti, heldur 3. skipti! Það eitt og sér gerir það að verkum að hann getur átt yfir sér mjög þunga refsingu.

  Nú þekki ég ekki nægilega vel þessar alþjóðlegu agareglur sem gilda hjá FIFA og veit ekkert um hvort refsivöndur þeirra nær til leikja með félagsliðum. Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé ekki. Þetta er okkar leikmaður og hann er alger snillingur. Höfum það alveg á hreinu að það kemur enginn í stað Suarez!

 116. Denni. þú verður að fara til N-Kóreu til þess að finna stað þar sem að mönnum er ekki frjálst að hafa sjálstæðar skoðanir. Þú rökstyður þína og hefur fullan rétt á henni og að viðra hana hér. Sumir eru sammála, aðrir eru það ekki. En ég set spurningarmerki við mótsögnina í því að hætta e.t.v. að styðja liðið vegna leikmanns í liðinu, því leikmenn koma og fara.

  Persónulega vil ég að klúbburinn hjálpi sínum lang lang lang lang besta leikmanni og vinni með honum. Þetta er fótbolti og hefur okkur Liverpool stuðningsmönnum verið bent á það, oft og mörgum sinnum, í gegnum árin að hann snýst um sigur, ekki neitt annað. Með Suarez í liðinu erum við nær því að vera lið sem getur unnið hluti.

  Annars er alltaf gaman að svona dramatík, já eða ekki.

  Annars að einstökum ummælum, því fjöldi first-timers hérna er ótrúlegur (wonder why):

  “það er mun algengara að menn skalli aðra heldur enn bíti…þetta sýnir bara að suarez a við geðræn vandamál að stríða..
  zidane hafði ástæðu”

  LS á við vandamál að stríða, held að allir séu þar sammála. En Zidane hafði ástæðu? Really? Ef orð frá manni, sem almennt er talinn vitleysingur, er nægilega mikil kveikja til að réttlæta svona verknað þá erum við komnir á skrítinn stað. Bit er jafnskilt fótbolta og skalli Zidane. Þetta er tvíeggja blað, það er jafnrangt að fegra þetta eins og að reyna að blása þetta upp í eitthvað sem það er ekki.

 117. búið að staðfesta það að suarez spilar ekki meiri fótbolta á þessu ári,,bannaður frá öllum keppnum 🙁

 118. Það hljómar nú undarlega röggi því skv. fréttum hafa Suarez og Uruguay frest þangað til í kvöld til að gera grein fyrir málinu af sinni hálfu. Ertu með tengil á fréttina þar sem þetta stendur?

 119. Er annars einhver hér sem þekkir reglurnar um hvað FIFA getur dæmt hann í langt bann frá keppni með sínu félagsliði? Það hafa verið fréttir um að þeir geti dæmt hann í allt að tveggja ára bann sem gildi þá bara um landsliðið.

 120. já þetta er haft eftir talsmanni FIFA…það er ekki búið að ákveða bannið, en það er búið að staðfesta að hann spilar allaveganna ekki meira á þessu ári :/

 121. Sé nú hvergi þessa staðfestingu, þó ég sé á því að 6 mánaða bann frá öllum keppnum verði svarið. Blatter er með puttana í þessu og mun örugglega ekki líta fram hjá því hvað kæmi honum best í málinu…honum sjálfum þá meina ég og þarna gæti hann friðað einhverja Evrópumenn innan FIFA.

  Og ekki það að ég held sjálfur að refsingin sem kemur út úr þessu verði sú sem við eigum að taka á kinnina og ekki eyða orði í það meir. Bara ekki deila við dómarann.

  Viðurkenni svekkelsi við viðbrögðum Suarez. Skil ekki hvernig honum dettur í hug að myndavélar grípi ekki hvað gerðist…það er augljóst að hann bítur Chiellini án nokkurra “árekstra” sem að verða þeim á milli. Sennilega bara man hann ekki eftir því þegar svona gerist sem er þá bara enn meiri ástæða til að aðstoða strákangann.

  Blöðin í Uruguay búin að ákveða að bakka sinn mann upp með því að segja ensku blöðin vera ástæðu þess að FIFA hafi farið í að rannsaka málið og rifja upp hversu illa hann hefur verið leikin í þeirri pressu áður.

  Svo að það er ljóst að viðfangsefnið það að láta Suarez líða vel á Englandi verður talsvert að keppni lokinni.

  Ég er auðvitað sammála því að þessi knattspyrnukappi er okkar langbesti maður og vill auðvitað að hann skori sem oftast 30+ mörk í ensku deildinni. Það er óumdeilt og það besta í stöðunni er auðvitað að þetta verði nú bara til þess að hann umturnist og verði kórdrengur.

  En ef svo er ekki…þetta stóra ef….hvað á þjálfarinn að gera. Á hann að byggja liðið sitt áfram um leikmann sem er í leikbanni 25+% af leiktímabilinu eins og verið hefur undanfarin ár?

  Um það snýst finnst mér stóra spurningin. Í gær kom enn í ljós að þessi dásamlegi knattspyrnumaður á við veilu að stríða sem hann ræður illa við. Hversu mikið er hægt fyrir liðið okkar að treysta honum fyrir framtíð sinni? Annað svona atvik í ensku deildinni…samþykkjum við það þá aftur sem klúbbur og lið…með sennilega þá einhverju rosalegu keppnisbanni…eða treysta Henry og co. því að þessi vandamál drengsins verði nú að baki?

  Ég styð Luis Suarez. Svo það sé á hreinu, ég er handviss um að hann er ekki gegnvondur maður heldur keppnismaður sem að ræður ekki við sig í 0,5% af leiktímanum og gerir þá svakalegar gloríur. Og ég vill að hann verði áfram draumasjöan okkar.

  En þetta er ekki svo einfalt held ég, málið allt snýst um það hvort að klúbburinn okkar er tilbúinn að standa af sér þann fellibyl sem enska pressan setur nú af stað og sennilega enn frekar hvort að þeir treysta Suarez fyrir því að verða lykill okkar framtíðar þrátt fyrir enn eitt bullatvikið á hans ferli.

  Ég ætla að vera í liði með þeirri ákvörðun sem Henry, Ayre og Rodgers taka. Þeir vinna með manninum og vita held ég alveg hvað er best.

  In Rodgers we trust….er það ekki bara svarið við öllum spurningunum?

 122. Það á að styðja hann fram í rauðan dauðann vegna þess að hann skorar mörk fyrir Liverpool og af því að aðrir eru svo slæmir.

  Gott vel, þið um það.

  Ég held áfram að styðja við Liverpool og vona að liðið selji Suarez. Liverpool kaupir vonandi einhver sem skorar mörk og getur spilað heilt tímabil án þess að vera í leikbanni.

 123. Þegar góð vinkona mín sem ég vissi ekki að horfði á fótbolta eða hafði nokkurn áhuga slíkum leik fann hjá sér köllun til að tjá sig um málið, þá áttaði ég mig á því að það sem minur minn, Suárez, gerði er eitthvað sem er mjög framandi í þessum evrópska heimi okkar. Sjálfur beit ég síðast þegar ég var í fimmta bekk en þá var reyndar búið að innrétta andlitið á mér upp á nýtt og tennurnar það eina sem ég átti eftir í sjálfsvörn. Bróðir minn fékk líka að kynnast tönnunum mínum nokkrum sinnum, en ég var nú bara barn og börn læra er það ekki?

  Málið er það að ég er rosalega einfaldur maður og ég á erfitt með að sjá hver munurinn er á að bíta einhvern viljandi eða kíla, sparka, gefa olnbogaskot, skalla, hrækja eða hvað annað viljandi. Hugurinn á bakvið er alltaf sá sami, það er einhver reiði og vilji til að meiða viðkomandi. Af hverju er bitið endilega verra en hvað annað? Er ekki svolítið kjánalegt að við sem búum hér í bubblunni okkar á Íslandi (og Evrópu) séum að gagnrýna bit? Segjum þetta barnaskap og dýrslega hegðun. Við höfum aldrei upplifað skort, við höfum aldrei upplifað það að þurfa að berjast fyrir okkar lífi. Það hafa hins vegar margir frá Suður-Ameríku.

  Hér á Íslandi er okkur kennt hvað óæskileg hegðun er og við lærum það frá því að við fæðumst. Við eigum ekki að gera hluti eins og að kíla, sparka, gefa olnbogaskot, skalla, hrækja, bíta eða hvað annað. Við finnum einhverja aðra leið til að veita útrás fyrir okkar reiði. Þeir sem ekki geta hagað sér fá stuðning og ennþá stífari kennslu í aga. Við eyðum miklu púðri og mörgum árum í að kenna börnunum okkar að hafa hendur og fætur hjá sér og að bíta ekki.

  Í Úruguay er ekki einstaklingsmiðað nám. Það er ekki skóli fyrir alla. Það er enginn stuðningsfulltrúi. Þarna gildir survival of the fittest. Þú þarft að standa með sjálfum þér og oftar en ekki svífast einskis til að koma þér áfram. Luis Suárez er kominn á þann stað sem hann er í lífinu vegna þess hver hann er. Þetta er vissulega barnalegt, en við í skólakerfinu tölum oft um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Suárez fékk ekki svoleiðis og fékk að halda sínu dýrslega eðli og ég held að einmitt það sé stór ástæða fyrir því að hann náði að skera sig úr öllum hinum sem reyndu að meika það sem fótboltamenn frá Suður-Ameríku, en gerðu það ekki.

  Er ekki líka svolítið kjánalegt að yfirmenn FIFA séu að dæma Luis Suárez. Ég meina FIFA. Af því að þeir eru með allt mjöl tandurhreint í pokahorninu sínu? Immitt…..

  Á þessu móti höfum við séð einn afríkumann skalla samlanda sinn (slapp við bann), annan afríkumann gefa öðrum leikmanni olnbogaskot í bakið (3 leikir í bann) og einn evrópumann, sem er fæddur og uppalinn í Suður-Ameríku, skalla andstæðing (hann hefur skallað andstæðinga oft áður) (1 leikur í bann og sekt) og svo Suður-Ameríkumann bíta andstæðing (þriðja sinn) (24 leikir – 2 ár í bann). Sjáum við eitthvað minnstur? Það er a.m.k. ekkert samræmi í lengdinni á bönnum.

  Ég er ekki að réttlæta þetta, hann er búinn að gera þetta þrisvar og allt það. Mér finnst fólk bara vera svolítið hátt uppi í sínum Fílabeinsturni og gleymir svolítið að pæla í að við erum ekki öll alin upp við sömu aðstæður og verið slípuð til af sömu samfélagsnormum. Olnbogaskotið getur brotið nefið, tæklingin getur brotið löpp og kjaftshöggið getur brotið kjálkann. Bitið skilur eftir sár og sendir mann í stífkrampasprautu. Þetta er ekki alvarlegra en það. Það að segja að maður eigi ekki að bíta vegna þess að það er barnalegt og dýrslegt eru rök sem gilda ekki að mínu mati. Allt þetta eru mismunandi viðbrögð við sama hlutnum. Þetta eru viðbrögð einstaklings sem missir stjórn á skapi sínu. Ekkert ósvipað því þegar ég hoppaði á bak bróður míns og beit hann, nú í dag myndi ég sennilega bara lemja hann – vegna þess að það er miklu betra, er það ekki?

 124. #147

  Hvaða diplókjaftæði er þetta í þér? Mér er skítsama hvaða aðstæður maðurinn ólst upp við. Hann er að vinna fyrir risastórt fyrirtæki og er að representa þjóð þína. Ef hann getur ekki hagað þér eins og maður þá getur sá hinn sami ekki sinnt þessum hlutverkum.

  Suarez burt til Spánar eða Frakklands, enska pressan mun hakka hann í sig og hann fær langt, langt bann. Hefði ekki verið betra að selja hann í fyrra og láta Real, PSG eða Arsenal sitja uppi með þennan höfuðverk sem þessum asnaskap fylgir á himinháu verði? Það bítur enginn heilvita maður menn sem eru ekki að gera þér neitt í þrjú skipti.

 125. Núna er maður aðeins búinn að róa sig og vil taka það til baka að maðurinn sé fífl. Það er hins vegar augljóst að hann á við vandamál að stríða.
  Mér finnst menn dálítið gleyma því í umræðunni að þetta virðist vera raunverulegt vandamál, þeas hann á við einhver geðræn vandamál að stríða, hvort sem það er vegna æskunnar eða einhvers annars er ómögulegt að segja. Þar af leiðandi er ekkert víst að þetta gerist ekki aftur innan nokkurra ára eða mánaða.
  Ég er á þeirri skoðun á að það þurfi að styðja Suarez í þessu meðan hann er enn í Liverpool. Það er líka mín skoðun eftir sögu seinustu ára að það sé talsverð áhætta að halda honum þar sem hann er til alls vís. Það er ekkert gefið að þetta gerist ekki aftur, menn verða að átta sig á því og Liverpool menn hljóta að vera velta þessu fyrir sér. Þeas hvort það sé þess virði að hafa mann sem er potentially í banni hluta allra tímabila eins og hefur verið hingað til

 126. Mér finnst það ótrúlegur aumingjaskapur að binda trú félagsins við einn leikmann eins og margir stuðningsmenn okkar gera.

  Mér finnst það ótrúlega barnalegt að reyna að kæfa kúk með prumpi – Að reyna að afsaka þessa hegðun með að benda á aðra leikmenn annara félaga – Ég myndi ekkert heldur vilja Pepe í LFC og hegðun hans hefur alla tíð verið óafsakanleg.

  Þessi hegðun stingur mig og stingur í stúf við allt sem LFC stendur fyrir.

  Að lokum: Að segja að við séum ekki að standa með okkar manni er algjört kjaftæði.
  ÞETTA ER Í ÞRIÐJA SINN SEM HANN BÍTUR MANN.

  -The first time you make a mistake its an accident, the second time you make the same mistake its on purpose, and the third time you make that same mistake its no longer a mistake, its a habit.

 127. Þið sem eruð að segja að þeir sem séu að dæma Suarez ættu að hætta að fylgjast með og finna sér annað hobbý/ekki alvöru LFC stuðningsmenn o.s.frv naglhaldið kjafti.

  Nú er maður búinn að horfa uppá þetta gerast 1x áður fyrir rétt rúmu ári (nuts?) og maður stóð í ströngu við að standa við bakið á sínum manni, verjandi hann fyrir öllum Scums þarna úti sem nýttu hvert tækifæri til að hrauna yfir allt sem hann gerði þrátt fyrir að hafa verið með mann í sínu liði sem tók karate spark í áhorfanda og er samt sem áður í guðatölu (hræsni).

  Þetta er ekki hægt að verja lengur samt, ég elska Suarez, elska að horfa á hann spila og það eru allir sammála um hæfileikana sem í honum búa, en hann ræður ekki við sig.
  Þetta er svo langt frá því að vera eðlilegt að hálfa væri hellingur…

  Ég vil sjá hann fara og að þessir peningar sem myndu fást fyrir hann (ef það er option ennþá þ.e.) væri þá hægt að nota í að kaupa leikmenn (fleirtala) sem búa líka yfir hæfileikum en eru ekki að bíta leikmenn hinna liðanna og eyða stórum hluta tímabilsins í banni útaf einhverju fáránlegu.

  En auðvitað voru Scums og aðrir hoppandi ánægðir þegar þetta gerðist enda gleður fátt þeirra sorglega hjarta jafn mikið og ófarir annarra.

 128. Spot on #151.

  Suarez er rotið epli og hegðun hans ekki sæmandi fyrir LFC. Samtals hefur Suarez verið dæmdur í 18 leiki í bann vegna hegðunar sinnar sl. 2 ár eða næstum 4ja hvern leik. Þetta hefur ekkert með að vilja ekki standa með leikmanni Liverpool eða vera eitthvað minni Púllari sökum þess að sætta sig ekki við annað eins og þvílíkt. Það er lýsandi fyrir ruglið sem orðið er í kringum Suarez að erkifíflið Joey Barton er sá eini sem reynir að verja karlinn.

  Það sem gæti bjargað Suarez frá löngu total leikbanni er sú ófyrirleitni að neita öllu staðfastlega. Hann og knattspyrnusamband Úrúgæ halda því sem sagt fram að þetta sé game incident og bitið sé sökum þess að Suarez hljóp á öxlina á Ítalanum. Auðvitað vita allir að Suraez er sekur allan daginn en núna er hann búinn að læra af öðrum atvikum sem hann hefur verið dæmdur fyrir og núna er það FIFA að sanna ásetninginn.

  Þeir sem verja Suarez þykir væntanlega þetta verið mikið snilldarbragð ef hann sleppur við þunga refsingu. Ég er hins vegar búinn að fá nóg af honum og vil að hann verði seldur þ.e. ef einhver vill þá kaupa hann.

  Ég held líka að Suarez sé líka búinn að missa traust félaga sinna. Þetta verður eins og þegar Dabbi Grensás spilaði með Dynamo Gym 80 og enginn vissi hvern á vellinum hann myndi lemja næst.

 129. Að bíta mann er… kjánalegt fyrir þann sem það gerir. Ef hann hefði kýlt hann hefðu viðbrögðin verið þessi? Myndi nú alltaf telja það “hættulegri áras” engu að síður. Ef þeir geta framkallað svona viðbrögð frá Zidane var alveg vitað að þeir myndu gera allt til að fá Suarez í svona bull. Chiellini öruglega verið að hvísla einhverju misfallegu að honum allan leikinn og vorkenni kauða einfaldlega ekki neitt frekar en ítölum að detta út.

  Dramað í kringum þetta er orðið alveg fáranlegt. Fólk byrjað að láta eins og fótbolti hafi third strike scenario bandaríska dómskerfisins.

  Bannið hann á HM, get over it, move on, who cares. Hefur nákvæmlega ekkert með Liverpool að gera og ætla ekki einu sinni að skipta mér að þessu. Manu menn enn með hann beinstífann af tilhlökkun um einhverja óraunhæfustu bannhugmynd sem ég hef heyrt og breska pressan með þeim. Gott hjá þeim.

  Sjálfum finnst mér Hodgon vera meira glæpur fyrir knattspyrnuna og réttast væri að banna England fyrir að hafa komið með hann á HM.

 130. Ætli stífkrampastrauta fari ekki að verða staðalbúnaður í sjúkratöskum liða…

 131. Mun ávallt standa með villidýrinu okkar, aldei selja hann einfaldlega of mikilvægur leikmaður til þess.

  Persónulega finnst mér brotið hjá song alvarlegra en þetta, ekki það að það sé hægt að afsaka þessa hegðunn hjá honum.

  Er ekki lang vænlegast til árangurs að dæma hann í eðlilegt bann fyrir þetta, á bilinu 6-12 leikir með landsliðinu. Svo það sem ætti að vera það sem mestu skiptir máli að dæma hann í lífstíðar bann skilorðsbundið þ.e.a.s. ef hann yrði uppvís að þessu aftur ætti hann yfir höfði sér allt að tveggja ára almennt bann frá knatspyrnu yðkunn. Held að það væri bæði hörð en sanngjörn niðurstaða. Þá kæmi það vonandi í veg fyrir það að hann gerið þetta aftur. Þessi fyrri bönn hans þar sem hann hefur fengið bann hefur greinilega ekki virkað hingað til þannig ég held að svona skilorðsbann væri það sem helst kæmi í veg fyrir að hann gerði þetta aftur og það hlýtur að vera markið þeirra sem setja menn í bönn ásamt því að refsa mönnum fyrir slæma hegðun eða því um lýkt.

 132. Grey maðurinn hefur bara svo mikið keppnisskap. Ef hægt er að velja er betra að hafa einn með of mikið keppnisskap en eintómar luðrur í liðinu. Menn verða að vilja vinna. Það er varla mikið leyndarmál að Suarez er skapmaður og eflaust hefur Chiellini verið að spila upp á það allan leikinn. Menn verða auðvitað að hafa nógu sterk bein til þess að þola það, líka þegar maður er 20 mínútum frá því að detta út úr HM. Annars hlýtur að vera hæfilegt fjögurra til fimm leikja bann svo það sé útilokað að hann spili aftur í þessari keppni. Það virðist vera í samræmi við það sem nefnt hefur verið í kommentum. Ekki getur FIFA byggt á vitleysunni í FA.

 133. Ég vorkenni honum ekkert smá. Hann fattar um leið og hann bítur hann hvað hann er vitlaus og reynir strax að fronta. Ég finn til með honum, og styð hann alla leið. Hann er einstakur knattspyrnumaður og er okkar besti leikmaður. Þetta er miklu flóknara en bara að hann sé vitleysingur, rugludallur og ‘maður geri ekki svona’. Ef fólk á í sálrænum/andlegum erfiðleikum með skap sitt, þá þarf ekki mikið til að ná fólki upp og fá þá til að gera heimskulega hluti. Sumir kýla, aðrir sparka. Einhversstaðar hefur Suarez lært að bíta og það er greinilega bara hans leið til útrásar, sem er alveg jafn fáránleg og að kýla eða sparka.
  En greyið maðurinn á greinilega bágt, og á án efa eitthvað í erfiðleikum andlega, og í þannig aðstæðum þarf að hjálpa fólki og styðja við það, ekki brjóta það niður.

 134. #137

  “Í gærmorgun var Luis Suarez snillingur í fótbolta sem hefur persónubresti sem koma honum reglulega í vandamál.

  Hvað hefur breyst? Ekkert.”

  Gott og vel, hann hefur gert þetta áður og er enn sami Luis Suarez. En hvað á þetta að gerast oft? Það er allt annað þegar einhver gerir mistök, klúbburinn stendur við bakið á honum og hann tekur sig á. En með þessum rökum, væri þá ekki alveg eins hægt að sætta sig við það að hann geri svona lagað tvisvar á ári – bara út af því að þetta er hann, hann er frábær fótboltamaður og svona er hann? Þarf ekki einhversstaðar að setja mörkin? Er klúbburinn þá ekki óbeint að samþykkja svona hegðun, ef hann sættir sig við að hún sé síendurtekin?

  Þetta eru erfiðar spurningar. En mér líður allavega mun verr með þetta en eftir bitið á Ivanovich og finnst ákveðið traust farið.

 135. Þessi maður er einfaldlega snillingur. Nú vill enginn kaupa hann og hann verður með liverpool allan sinn feril… en bara ef hann étur ekki samninginn sinn.

 136. Sæl öll,

  auðvitað á svona lagað ekki að sjást og Suarez brást illilega liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum. Hann fær bann, langt bann líklega en þetta er ekki það versta sem sést hefur á “stæðsta sviðinu”.

  Hvað fékk Leonardo langt bann fyrir þetta http://www.youtube.com/watch?v=30rSHY9aFBI og hvað varð um Ramos?

  Chiellini hefur oft og mörgu sinnum reynt að stórslasa menn http://www.youtube.com/watch?v=oQpwnVRXyZU og þetta bit kemur ekki til með að hafa nein áhrif á líkamlegt ástand hans .

  Er það að bíta menn eitthvað verra en olnbogaskot og tæklingar?

  Suarez á að fá og fær langt bann en þvílík histeria í kringum þetta. Ég vona að hann verði í Liverpool á næsta tímabili.

 137. Þetta mál er bara hrikalega einfalt. Þetta var óafsakanlegt brot hjá Suarez en þetta verðskuldar ekki lengra bann en gróf tveggja fóta tækling eða er menn skalla einhvern í andlitið. Ef hann fær hálft ár eða meira, hver eru þá skilaboðin til knattspyrnuheimsins?
  Þú mátt fótbrjóta leikmann, skalla hann með tilfallandi hættu EN ef þú bítur aðeins i mann þá færðu tífalda refsingu.
  Okkar maður, ítreka okkar maður þarf aðstoð – hjálp. Hann er OKKAR maður og við stöndum saman í blíðu og stríðu, þetta er ekki einhver fjöldamorðingi eða níðingur. Fólk þarf að telja uppá 10 og róa sig niður

 138. “Þetta verður eins og þegar Dabbi Grensás spilaði með Dynamo Gym 80 og enginn vissi hvern á vellinum hann myndi lemja næst.”

  Góður Guderian.

 139. ÞHS #161,

  Leonardo fékk fjögurra leikja bann fyrir olnbogaskotið. Ramos höfuðkúpubrotnaði (kinnbein) og var á spítala í ca þrjá mánuði:

  “That was the reason I had to stay in the hospital, because there was blood in my brain from the blow, and if it hadn’t cleared up they would have had to go in and operate.”

 140. Ég hef bara ekki séð jafn mikla umræðu á facebook um fótbolta síðan??? Vá hvað margir fara að hamförum og sérstaklega stuðningsmenn Man. U. Eitt af fyrstu færslum sem ég las um þetta á íþróttaspjallinu á fb var þessi: “Jæja Liverpoolgrátkórinn hlýtur að verja hann í rauðan dauðan eins og vanalega.”

  Það er eins og þeir hafi bara aldrei varið sína menn vegna þeirra heimskulegra gjörða….hóst hóst….. Annars hef ég ekki séð neinn Liverpool mann verja þetta hjá Suarez. Við öll teljum þetta heimskulegt og ólíðandi framkoma.

  Ég vil oft hugsa um lausnir á vandamálum. Það er augljóst að refsingar hafa ekkert í að segja í tilfelli Suarez og því þarf að leita annara leiða. Það þarf að hjálpa honum.

  Ronnie O’Sullivan einn besti snókerspilari heims hefur átt í vandræðum með skap sitt og gekk einu sinni út þegar hann var að spila á móti Hendry. Snóker er mikið snobb sport og trúið mér það jafnast alveg á að bíta mann og annan hjá þessum mönnum. Það sem Ronnie gerði var að leita sér hjálpar og þegar Suarez beit Ivanovich ráðlagði Ronnie honum að ráða til sín sama sálfræðing og hann hafði.

  Hér er annars fréttin um Ronnie O’Sullivan http://www.mirror.co.uk/sport/other-sports/snooker/ronnie-osullivan-says-sports-psychiatrist-1861835

  Vonandi fær hann hjálp sem hann þarf á að halda. Klúbburinn verður bara að takast á við þetta hegðunarvandamál og hjálpa honum ekki refsa endalaust því það hefur greinilega ekkert að segja.

 141. Ég verð nú bara að taka undir með þeim sem finnst þetta orðið gott með Suarez. Það fór mikill tími og barátta í að laga orðspor hans og það tókst að vissu marki, hann vann a.m.k. fjölda titla á síðasta tímabili enda mjög góður knattspyrnumaður. EN hann er ekki ómissandi fyrir liðið. þó að hann hefði ekki skorað nema ca 5 mörk á síðasta tímabili þá hefði Liverpool samt verið næst markahæsta liðið í deildinni. ( Fer ekkert út í tölfræðina hve mörg stig hefðu tapast) það skoruðu nefninlega margir aðrir og þó að Suaresz fari þá kemur alltf einhver annarr (Torres -einhver). Það eru aðrar stöður sem Liverpool þarf að hafa áhyggjur af. Ég held að við sjáum það flestir sem höfum fylgst með Liverpool í mörg ár að líklega hefur engin ein blóðtaka verið meiri heldur en þegar við misstum Xabi Alonso. Það er fyrst á síðasta tímabili sem við náðum okkur eftir það. Það versta er að það fæst ekkert verð fyrir hann og hann verður útskúfaður á englandi og vill örugglega ekki vera þar mikið lengur. Jafnvel getur maður ýmindað sér að hann hafi ætlað að búa til smá fjaðrafok til að komast burt en örugglga verið of vitlaus til að átta sig á hvað þetta í raun þýðir. Eins og kom fram hér að ofan þér hreinlega ekki hægt að treysta á eða byggja í kringum mann sem er sífellt í leikbönnum fyrir utan alla neikvæðu umræðuna (og dómana) sem liðið verður fyrir. SELJA hann strax ef einhver möguleiki er á því og senda skýr skilaboð.

 142. haha ég get nú ekki annað en hlegið að þessi kommenti hjá Alla #166, maðurinn var líklegast næst besti leikmaður í heimi í fyrra og þú segir hann ekki ómissandi!!!! Hann kom bein að rúmlega helmingi allra marka okkar í fyrra með mörkum og stoðsendingum, og óbeint örugglega að 30 öðrum mörkum með næst síðustu sendingu eða hlaupum.

 143. Það er ekkert hægt að afsaka þessa hegðun hjá Suarez svo einfalt er það en til ykkar sem eruð að taka manninn af lífi hérna á síðunni: Ef við lítum aðeins í fortíðina hafa mjög margir fótboltamenn verið að glíma við svona skapvandamál og misst sig á vellinum, það eina sem er öðruvísi við þau mál og þetta mál er það að Suarez er að bíta sem er mjög óeðlilegt og fáránlegt, en er það á í alvöru verri hegðun? Maður vill að sjálfsögðu alls ekki sjá einhvern bíta leikmann þegar maður er að horfa á fótboltaleik en er það eitthvað skárra en eitthvað af þessu?

  Roy Keane: Leikmaður þekktur fyrir hrottalegar tæklingar og eyðilagði feril fótboltamanns og það í hefndarskyni ! 8 leikja bann. Hvað ætli Suarez þyrfti að bíta einhvern fast til að enda feril hans? Mér finnst þetta persónulega verra en öll bitin hans Suarez saman. ef það að enda feril fótboltamanns með tæklingu sem er gerð í þeim tilgangi að meiða fótboltamann á skilið 8 leikja bann þá á Suarez ekki skilið mjög langt bann.

  Zidane: Skallar leikmann á líklega stærsta sviðinu í fótboltanum, úrslitaleik HM sem fæstir fótboltaáhugamenn missa af. Hann skallar hann í bringuna eins og naut sem er nakvæmlega þessi villimannalega hegðun sem allir eru að tala um hjá Suarez. 3 leikja bann. Hvort ætli sé verra? láta narta í sig eða einhver að dúndra hausnum í bringinu þína?

  Wayne Rooney: tvívegis hefur hann gjörsamlega misst hausinn og sparkað aftan í hlaupandi mann í þeim eina tilgangi að meiða hann (ef ég man rétt fékk bara rautt í annað skiptið)… mér finnst það í engum heimi skárra eða afsakanlegra heldur en að bíta mann og ekki var Rooney hengdur neitt sérstaklega í fjölmiðlum fyrir þetta, enda enskur. mér finnst í alvöru ekkert skárra við þetta.

  Svo er hægt að nefna miklu fleiri dæmi eins og karatesparkið hans Cantona, þegar Maradona reyndi að drepa hálft fótboltalið Athletic Bilbao í beinni útsendingu, og einmitt bara um daginn þegar Pepe skallar leikmann í beinni.

  Menn verða að fara róa sig aðeins, það er ekki eins og hann sé sá eini sem hefur oft sýnt heimskulega hegðun á vellinum. Þessar ægilegu yfirlísingar frá sumum um að hann eigi að fá árs bann frá fótbolta eða eitthvað álíka pirra mig líka alveg svakalega, ef það á að fara gefa eitthvað þannig bann þá þurfa menn þarna í FIFA í alvöru að fara hugsa sinn gang. Langt landsleikja bann er alveg nóg.

 144. Hverjum er ekki skítsama hvað hann gerir með landsliðinu ef hann heldur sig á mottuni hjá okkur.

 145. Vantar þig tatto? Suarez-bit á öxl er það heitasta í dag hjá mér. Áhugasamir hafi samband.

 146. Einn ókosturinn við alla móðursýkina í kringum bitið, en að það talar enginn um það hvernig Chiellini komst upp með að spila eins og læða (e. Pussy) allan fjandans leikinn, kastandi sér niður í tíma og ótíma. Mig dauðlangaði að sparka í hann, samt hélt ég smávegis með ítalíu.

 147. væri allra best ef að hann fengi 1 árs bann með landsliðinu og að styrktaraðilar hans slíti samningum við hann þà lærir hann vonandi einhvað og verður okkur dýrmætur næsta vetur og bann frá landsliði hækkar verðmiðann á honum

 148. er ótrúlega pirraður og verð enn meira pirraðaur þegar menn eru að segja að við eigum að verja okkar mann í 100 skipti. Liverpool klúbburinn er búið að gera sig að algjöru fífli fyrir að hafa alltaf verið að verja hann eins og ég veit ekki hvað og segja hversu góð manneskja hann er. Reyna að selja Suarez fyrir 70mill og kaupa 3 topp leikmenn (varnar, miðju og skóknarmann) og jafnvel stækka hópinn enn meira. Erum á leið í Meistardeild og þurfum mun fleiri leikmenn í ár en í fyrra.

 149. Ætla svo sem ekki blanda mér mikið í þetta mál en vil þó taka undir málefnalega afstöðu í innslögum Guderian hér að ofan, þó að sú skoðun hans virðist því miður vera í miklum minnihluta meðal þeirra púlara sem tjá sig hér.

  Ég verð að viðurkenna að “ást” mín á Suarez hvarf að mestu í fyrra þegar hann með stuttu millibili beit Ivanovic og í kjölfarið vildi fara frá LFC. Þau atvik sýndu og sönnuðu að honum var ekki treystandi varðandi skapgerð eða hollustu. Það var nóg fyrir mig og þrátt fyrir að hið þvingaða áframhaldandi samband hafi gengið furðuvel upp þá var hann dottinn úr uppáhaldinu hjá mér. Ég elska öll Liverpool-mörk en ekki þennan markaskorara lengur.

  Nú er ég samt engan veginn á þeirri línu að bannið eigi að vera einhverjir mánuðir eða ár enda má til sanns vegar færa að olnbogaskot í andlit, takkaspörk í bringu eða fleiri ofbeldisverk á vellinum eru jafn alvarleg ef ekki mun hættulegri lífi og limum. Mín tilfinning og von er sú að FIFA fari ekki offari líkt og FA hefur gert í sínum bönnum og ég tel 4-8 landsleiki vera meira en nóg. Það væri alger fáránleiki ef að til viðbótar ætti að banna honum að spila með Liverpool og ég efast um að FIFA vilji feta slíka leið fyrir brot sem þetta.

  Engu að síður þá er Suarez búinn að skapa sér einstaklega óheppilega sérstöðu varðandi sína misbresti og ég hef enga löngun í að “verja minn mann” bara af því að hann spilar fyrir mitt lið. Og ég vil heldur ekki hafa kolklikkaða slátrara eins og Keane, Pepe, De Jong eða aðra af þeirra sauðahúsi í mínu liði. Það er alveg hægt að spila fast og láta finna fyrir sér án þessa að fara yfir línu hinna kexrugluðu.

  Ég skil svo ekki alveg lógíkina hjá sumum að blanda bólförum Giggs og Rooney sem rökum inn í þessa umræðu þar sem að það eru persónuleg málefni sem koma þessu lítið við þótt að þau séu siðferðilega vafasöm. Ef þeir fara að stunda slíkt innan vallar þá er það annað mál….

  Það sem mér finnst mikil hræsni ýmissa hér er það að ég stórefast um að þeir sömu og vilja “verja sinn mann” myndu splæsa sama stuðningi í leikmann með mun minni getu en hinn heimsklassa Suarez býr yfir. Ef að Borini væri að bíta aðrar hendur en sínar eigin myndum við þá styðja hann eða einfaldlega losa sig við hann á slikk? Hvað með hinn síhrækjandi El Hadji Diouf? Hefðum við verið sáttari við hrákana hans ef hann hefði skorað fleiri mörk? Hvað þarf leikmaður að vera verðmætur fyrir liðið þannig að hann njóti stuðnings fyrir óverjandi afbrot sín?

  Mitt vandamál við slíka afstöðu er að hún er eingöngu hentistefni eftir því hversu mikið prinsippið kostar viðkomandi. Lélegum leikmanni er hent en hinum heimsklassa á að leyfast allt. Þetta rímar við réttlætið í USA þar sem eingöngu hinir ríkustu hafa efni á málsvörn. Hér eru það hinir heimsklassa sem hljóta ævarandi fyrirgefningu og stuðning.

  Ég vil að sjálfsögðu hugsa um hag LFC og því myndi ég vilja að við fengjum sem mestan pening fyrir Suarez, en mín niðurstaða er að ég vil selja hann í sumar. Ef að spænsku stórveldin myndu bjóða 50 millur + Benzema eða Alexis Sanchez þá myndi ég “bíta af þeim höndina” hið snarasta. Hinir ótrúlega fyrirgefandi mega kalla það skinhelgi en ég vil a.m.k. að mín prinsipp ná dýpra en skinnið, jafnvel þó það gæti kostað 31 LFC mark á tímabili.

  YNWA

 150. Phil Thompson:
  “What will happen to Luis Suarez in the future? Is he angling for a move? Who knows. Just yesterday I heard things from people, newspaper guys who are very close to the ground at LFC saying that the Sanchez deal was actually done.”

 151. Er búin að fatta þetta núna…Suarez er Vampíra sem getur verið í sólini með að drekka reglulega blóð úr sveittum fótboltamönnum, Þess vegna er hann svona yfirnátturlega góður í fótbolta.

 152. Mér finnst þessi málsvörn í kommenti nr. 148 algjörlega fráleit, þar sem erfiðar aðstæður í Úrúgvæ eru sagðar afsaka eða milda eitthvað að Suarez sé að bíta fólk, þrátt fyrir að hann viti að milljón myndavélar séu að taka hann upp. Það er algjört bull! Þar segir að í Úrúgvæ gildi “survival of the fittest” (bein tilvitnun) og á Íslandi sé manni kennt hvað er rétt og rangt, en í Úrúgvæ sé skólakerfið ekki eins gott, og eitthvað í þeim dúr, og æska Suarez hafi verið erfið. Hversu margir úrúgvæskir leikmenn eru svona heimskir? Eru ekki leikmenn frá þessu landi að spila út um víða veröld án þess að bíta fólk? Það eru ótal margir knattspyrnumenn sem koma frá þriðjaheims ríkjum þar sem lífið er virkilega erfitt, mun erfiðara en í Úrúgvæ, með verra skólakerfi, sem hafa átt virkilega erfiða æsku, sem eru ekki að bíta neina leikmenn. Úrugvæ ekki þriðjaheims ríki. Urugvæ er nr. 63 í heiminum miðað við verga landsframleiðslu. (af 195 löndum á listanum). Staðreyndin er bara sú að sú hegðun Súarez að bíta leikmenn er svo frámuna heimskuleg að ég er algjörlega gáttaður. Það kemur því ekkert við að það sé hættulegar að verða fyrir fólskulegri tveggjafóta tæklingu eða fá olnbogaskot. Það er samt jafn fáránlega heimskulegt að bíta andstæðing sinn. Maður þarf að vera alveg fullkomlega naut heimskur að gera sjálfum sér það að bíta leikmann fyrir fram milljónir áhorfenda, þegar maður hefur slík brot á bakinu, og hefur áður farið í löng leikbönn fyrir þess háttar háttsemi.

 153. Komment 176 með kvót í Phil Thompson:

  “Is he angling for a move? Who knows”

  Þetta er stórkostlegasta vitleysa sem ég hef lesið. Úrúgvæ er á leið útaf HM – land þar sem Suarez er stærsta von heillar þjóðar. Á þeim tímapunkti hugsar Suarez: Já, sko John Henry vill ekki selja mig, þannig að ég ætla að bíta Chiellini til að þrýsta á sölu frá Liverpool og setja þannig í hættu framgöngu míns heimalands á HM.

  Er mögulega hægt að setja fram meiri þvælu?

 154. Ég held að þetta sé bara besta PR-Move í sögu heimsins. Öll þessi bit hans hafa verið plönuð fyrirfram af PR-Teymi Suárez. Þannig er nefnilega mál með vexti að ævilangi draumur hans Suárez um að gerast vinsæll sjónvarpskokkur mun aðeins takast með þessum “Útspilum” Og hefur hann alltaf vitað það. Þannig að innan fárra daga má búast við formlegri yfirlýsingu frá Suárez um að hann sé að fara leggja skóna á hilluna til þess að gerast sjónvarpskokkur og bráðum sjáum við hann sem vinsælan sjónvarpskokk með sinn eigin þátt sem ber kaldhæðnislega nafnið ‘One bite with Luis suárez’. Takið eftir því að nafn þáttarins ýjar hér skemmtilega í bit hans og með þessu aukast vinsældir þáttarins margfalt. Þannig að vinsamlegast ekki fara í panik, ég hef fundið útskýringu á þessu öllu saman!

 155. lpool stuðningsmenn eru með þeim vitlausari sem til eru ! þið reynið að réttlæta einhverja skitu frá ykkar manni með þvi að benda á eitthvað sem annar maður gerði fyrir mörgum, mörgum,mörgum árum.

  og nei Cantona var ekki rekinn frá united,,,hann kláraði ferilinn sinn þar, hann lagði skóna á hilluna frekar snemma

 156. Einar #179

  Neil Warnock var með þessu sömu kenningu í útvarpunu í morgun í þættinum hjá Alan Brazil og Robbie Fowler var ekki til í að útiloka þetta heldur.

  Ég hef ekki trú á þessu en ég var heldur ekki að trúa blaðaviðtalinu í the Guardian á sínum tíma, maðurinn er til alls líklegur.

  Ég var aðdáandi Suarez áður en hann kom til Liverpool. Ég vil halda honum þrátt fyrir hans galla. Þetta var leiðinleg atvik en vonandi bara til þess hann verði áfram. Nú er bara að bæta við Xherdan Shaqiri og öðrum spennandi leikmönnum sem hafa verið orðaðir við Liverppol að undanförnu.

 157. búið að staðfesta að enska knattspyrnusambandið er að bíða og sjá hvað FIFA ætlar að gera og eru tilbúnir að blanda sér i málið…þannig að þótt FIFA láti hann ekki fá eitthvað rosalegt bann, þá getur FA hent honum i langt bann

 158. ef að FIFA eða enska sambandið ætla að banna suarez fra iðkun knattspyrnu i 3-6-9-12 eda 24 mánuði þa held eg að maður missi löngun til að halda afram að fylgjast með þessari íþrótt..

  ætlar enska sambandið virkilega að henda a hann banni i Englandi þott að FIFA setji hann bara i landsliðsbann ??

  er þetta enska knattspyrnusamband ekki búið að fa að niðast nóg a þessum dreng okkar eða ?

  þetta mál er hætt að vera fyndið..

  personulega finnst mer það nkl sama og þegar hann beit Ivanovich, 3 leikja bann er sanngjarnt, okei skal sætta mig við 6 leiki en allt umfram það er GALIÐ !!!

 159. viðar skjóldal,,,taktu nu af þér lpool gleraugun…þetta er i þriðja skiptið sem hann gerir þetta,,maður hefur aldrei orðið vitni af slíkri geðveiki áður, að bíta mann í fótboltaleik,,,hann er augljóslega mikið skemmdur og þarf að fá langt bann til að hann átti sig kannski

 160. langt bann, þetta er þvæla..

  þa ættu menn almennt að fa löng bönn fyrir að skalla annan leikmann eða grófar tæklingar eða hvað það er..

  fyrir 2 arum fekk joey barton 12 leikja bann ef eg man rett fyrir glorulausa hegðun, hann hafði ma margoft synt slika hegðun en fekk samt bara 12 leiki i bann.

  ef menn ætla að banna suarez fra iðkun knattspyrnu i marga manuði þa er það galið !!

 161. Miðað við skrif Viðars Skjóldal í gegnum tíðina er maðurinn rauður í gegn, breytir engu hvort hann taki niður einhver gleraugu.

  Persónulega finnst mér þetta vægasta bitið en á móti er þetta hans þriðja, 6 leikja bann væri sanngjarnt ef þetta hefði gerst í deildinni, en þetta er deildinni að mínu mati óviðkomandi. Að mestu.

  HM er búið hjá honum, og svo má bannið ná inn í undankeppni mín vegna. Liverpool getur ekki verið ábyrgt fyrir starfsmanni sínum í sumarfríinu.

 162. hann fékk 10 leiki seinast…hann er aldrei að fara að fá minni bann núna..,þetta er strike 3 og hann var á skilorði ef mer skjátlast ekki…þannig að hann er að fara að fá töluvert lengra bann nuna heldur enn seinast, það er alveg klárt

 163. Third strike er eitthvað sem réttarkerfi bandaríkjanna hefur og á ekkert skylt fótbolta. Brot og bönn eru dæmd út frá alvarleika þeirra, ekki hentisemi bitra Englendinga.

  Ef Fifa bannar hann í landsleikjum eingöngu sem þeir gera og FA ætlar að stökkva til að banna hann umfram það mun Liverpool einfaldlega kæra það. Hef 0 áhyggjur af banni í ensku deildinni enda ekki til dæmi um slíkt.

 164. hafliðason,,,á þá suarez að sleppa útaf lpool tapar á þvi ? þetta er með þvi vitlausara sem eg hef heyrt…það á fyrsta og fremst að refsa suarez og þá tapar auðvitað uruguay og lpool á þvi,,, þannig að þið ættuð frekar að vera reiðir honum fyrir þessa heimsku

 165. Leiðinlegt að sjá menn tala illa um liðsmann Liverpool hér á stuðningsmannasíðunni, þá er fokið í flest skjól.

  Menn tala um líkamsárás, töluðu stuðningsmenn Man U svona um Keane? Tala menn svona um ítalann sem fékk rautt spjald og hefði getað fótbrotið Urugvæjann fyrr í leiknum?

  Athugasemdir og blogg lýsa frekar hegðun fólks, hvernig það kommentar í hópum á eitthvað sem er nógu myndrænt eða krassandi…eins og bit er. Þetta er ekki meiri líkamsárás heldur en hver önnur rudda-tækling. Þetta er ekki meira viljandi en hvert annað ljótt brot sem leiðir af sér rautt. Þetta er hvatvísi, hann veit ekki af sér fyrr en eftir á. Þetta eru ekki meiri mistök en þegar Gerrard hrasaði á móti Chealse.

  #finniðykkurannaðlið?

 166. Sælir FÉLAGAR

  Hvaða mannvitsbrekka er þessi Simmi. Af hverju er hann hér að bulla. Getur hann ekki verið að steypa á sínum MU síðum og látið okkur púllara í friði ekki síst þar sem hann hefur ekkert vitrænt til málanna að leggja.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 167. FA hefur bara enga lögsögu í þessu máli og kemur því ekkert við. Suarez gat spilað með Úrúgvæ eftir að hann fékk dóminn fyrir bitið á Ivanovic. Skil ekki hvað menn eru að þvæla þessu saman.

  Með þessu er ég ekkert að réttlæta það sem hann gerði, það er ekki hægt.

 168. Simmi minn. Ég veit að þetta er þér hjartans mál (sem Man Utd stuðningsmaður með LFC á heilanum) en værir þú til í að gera það fyrir mig að ákveða þig hvort þú skrifar undir “Simmi” eða “röggi” #183.

 169. #193

  Ég skrifaði aldrei Suarez ætti að sleppa af því Liverpool mundi tapa á því. Suarez er hinsvegar að spila með landsliði sínu og því ætti ekki að refsa Liverpool að mínu mati.

  Ferguson varð æfur yfir leikbanni Scholes í deildinni eftir hann nældi sér í rautt á Amsterdam æfingarmóti um sumar (að mig minnir). Þar var hann að spila með Mau Utd. Hér er Suarez að spila með landsliðinu en ekki Liverpool. Mér finnst brotið bara ekki það alvarlegt að það eigi að vera að færa bannið yfir í ensku deildina. Mér þætti það hinsvegar skiljanlegt ef hann hefði gert þetta með Liverpool á æfinarmóti. Ég þekki ekki reglurnar, ef þær eru þá einhverjar, en þetta er mín skoðun, vitlaus eða ekki.

 170. Sindri G nr. 178. Ég er alveg sammála þér að æska Suárez og skólakerfi í Úruguay er ansi langsótt skýring á hegðun hans. Enda var ekki markmiðið að fara út í það heldur var ég að benda á að Suárez er algjört dýr á vellinum þó hann sé frábær fyrirmynd fyrir utan hann. Hann hefur alltaf svifist einskis til þess eins að vinna leikinn. Ég hef séð börn (oftast drengi) í skólum landsins sem verða kolvitlaus í skapinu ef þau tapa bekkjarleik í fótbolta í frímínútum. Þessi börn eru oftast tekin á teppið fyrir hegðun sína og látin læra að slappa af og stjórna hegðun sinni á vellinum. Þannig er slökt í flestum okkar villidýrum í fæðingu á meðan við sjáum gríðarlega ástríðu í boltanum í Suður-Ameríku, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Sjálfum finnst mér hún meiri en annarsstaðar í heiminum og velti því einfaldlega upp að mismunandi uppeldi sé ef til vill ein af ástæðunum.

  Ég er sammála því að þessi hegðun er ekki í lagi frá Suarez og yfirmáta heimskuleg. Mér finnst bara krafan um endalaust bann á hann vera fráleit – sér í lagi ef við miðum þetta við Pepe sem skallar mann og annann inni á vellinum en fær 1 leik í bann og sekt. Mér finnst bit bara ekkert alvarlegra en skalli eða kjaftshögg eða hvað annað.

 171. Nr. 199, talandi um æsku Suarez, ef menn fara í hverfið í Uruguay þar sem Suarez ólst upp, þá má eflaust rekast á nokkra menn á svipuðum aldri og Suarez með athyglisverða áverka. Ég sé fyrir mér að það vanti hluta af eyra á nokkrum, einhverjir eru kannski með 9 fingur, og fjölmargir með bitfar upp báða handleggi. Ef þeir yrðu beðnir um útskýringu, þá yrði svarið að þeir léku sér oft í fótbolta í hverfinu þegar þeir voru strákar.

  Mér finnst þetta tal um langt keppnisbann full harkalegt. Væri ekki bara sanngjarnt að refsingin yrði sú Chiellini myndi fá að bíta Suarez ?

 172. mbl hefur eftir balague þeim spænska blaðamanni að suarez muni fa 4 leikja bann og það bara i landsleikjum..

  ef það reynist rétt sem væri frábært erum við ma samt að tala um það að enska knattspyrnusambandið geti lika tekið málið fyrir og dæmt okkar menn þótt að FIFA se buið að dæma hann ?

  væri það ekki typiskt að FIFA skelli a hann 4 leikja banni og svo komi enska sambandið og bui til 20 leikja bann a hann i ensku deildinni ?

  nei eg bara spyr er þetta möguleiki ?

 173. Ég tek heilshugar undir færslu Peter Beardslay #175#. Og tad sem ég var ad koma inn á med færslu #167# er einmitt tad ad tad er ekki hægt ad verja hvada hegdun sem er bara ad tví ad madurinn er snillingur í fótbolta. Ef menn eru tannig hugsandi eda svo vitlausir ad teir geta ekki farid eftir reglum leiksins tá verda teir bara ad fara og breytir tá engu hvad adrir hafa gert annarsstadar nema tegar kemur ad samræmi í lengd banns. Vardandi tad sem ég sagdi ad hann væri ekki ómissandi, tá er tad bara stadreynd ad allir stórir klúbbar hafa misst/selt sýnar stjørnur á einhverjum tímapunkti en tad sem gerir klúbbana stóra er lidsheildin. Sjáum t.d. Arsenal, eru samt alltaf í toppbaráttu. Hafa reyndar ekki unnid marga titla en hefur Suarez gert tad! Eda Ferguson/Moyes sømu stjørnurnar innabords tar. Snýst allt um lid-taktik- stjórnun en ekki eina persónu.

 174. Getum sagt bæ við að fá einhvern titil á næsta season ef suarez fer.

 175. Á endanum mun þetta snúast um peninga. Ég tel litlar sem engar líkur á að bitið hjá Suarez hafi áhrif á þátttöku hans í ensku deildarkeppninni. Mér skilst að það sé Argentínumaður í dómstólnum og sagan segir að S-Ameríka muni þrýsta á væga refsingu. FA þyrfti þá upp sitt einsdæmi að fara að banna leikmann Liverpool sem braut af sér í leik með erlendu liði, í annarri keppni, í öðru landi og annarri heimsálfu! Það er ekki að fara að gerast þó vitleysingjunum í FA sé vitanlega trúandi til alls þegar að Suarez er annars vegar.

  Ég hygg að atvikið megi heimfæra upp á Kübler-Ross greiningarlíkanið hvað fjölmiðla, fótboltaheiminn og ekki síst okkur Púlara varðar. Fyrst kemur afneitun, svo reiði, svo rennur sannleikurinn upp, þá nett þunglyndi og loks sættir maður sig við ástandið. Við erum að komast á þriðja stigið og því er við hæfi að skoða ógnanir og tækifæri.

  Sannleikurinn er sá að Suarez er endanlega kominn með bad boy ímyndina. Það er ekki að fara að breytast. Spurningin er hvaða tækifæri felast í því og hvort þau tækifæri ríma við markaðssetningu félagsins að öðru leyti? Bad boy ímyndin getur verið gífurlega verðmæt enda selur fátt betur eins ef betur er að gáð. Bestu dæmin eru úr tónlistarbransanum þar sem listamenn leggja mikið á sig til að fá þessa ímynd en nærtæk dæmi úr fótboltanum eru George Best og Maradona. Til viðbótar bad boy ímyndinni hefur Suarez eiginleikann til að pólarisera, þ.e. þú finnur honum allt til foráttu eða styður hann algjörlega. Það hafa allir skoðun á Suarez. Þessi eiginleiki er frábær markaðsvara ef rétt er farið með.

  Ég ætla ekki að hafa langan fyrirlestur um markaðsfræði en málið er að er rétt er með farið getur Suraez aukið markaðsvirði sitt verulega. Allt tal um að hann lækki í verði er tóm vitleysa að mínum dómi. Hann mun hækka í verði ef eitthvað er, þ.e. þegar öll Kübler-Ross stigin eru gengin. Fólk mun þyrpast á vellina og að skjánum til að sjá the bad boy in action. Ákveðnar vörur sem henta vel þessari ímynd, t.d. orkudrykkir, ævintýraferðir o.s.frv., munu sækjast eftir Suarez til að auglýsa og svona gæti ég lengi talið. Suarez gæti orðið fyrir fótboltann það sem Keith Richards er rokkinu.

  Það sem markaðsöflin vilja er tákn sem sker sig úr ekki tákn sem fellur í fjöldann og enginn fótboltamaður sker sig betur frá fjöldanum eins og okkar maður. Vandamálið hér frá markaðslegu tilliti er hvort þessi bad boy ímynd gangi á Englandi? Þar liggur vandamálið að mínum dómi. Hún gengur hins vegar vel t.d. á Spáni og Frakklandi þar sem umburðarlyndi er töluvert meira en í gamla góða Englandi.

  Ég gæti best trúað því að niðurstaðan yrði sú að Suarez verði seldur til Frakklands. Því miður en það gæti þjónað hagsmunum LFC og Suarez best. Og ekki síst, þar sem þetta snýst allt um peninga á endanum, er það besti peningadíllinn.

 176. Frábært #209, grein eins og töluð úr mínu hjarta, það sem ég var að reyna að segja í kommenti #194….
  …allir stökkva á vagninn ég-er-svo-hneykslaður-að-ég-ætla-að-kalla-manninn-rottu-og-heimta-ævilangt-bann…

  Jafnvel Liverpool aðdáendur hér, á þessari síðu, tala svona! Í “heilagri vandlætingu” eins og stundum er sagt…

  Farið að halda með Tottenham eða Chealse ef þið getið ekki í hjarta ykkar fundið pláss til að fyrirgefa Sússa.

 177. Ég hleypti Suarez inn í hjartað mitt. Liverpool stóð með honum í gegnum erfiða tíma og hann launaði okkur það margfallt til baka. Ég var hreinlega ekki viss með hann á tímabili en tilþrifin inni á vellinum, tilfinningarnar og gleðin – hvernig var ekki hægt að hrífast með.

  Ég hef ákveðið – eftir þó nokkra umhugsun – að við eigum áfram að standa með okkar manni. Ekki verja það sem hann gerði – heldur fótboltamanninn og persónuna.

  Ég vil miklu frekar lifa í heimi þar sem fólk fær séns, jafnvel annan og ef þarf – þann þriðja.

  Hvert erum við komin ef að þeir sem komast upp með að enda feril annars leikmanns með fólskulegu broti er hampað á meðan hinn sem veldur engu nema kannski örlitlu öri á sálina er fordæmdur.

  Nú vilja Barcelona og Real Madrid fá leikmanninn. Það er það sorglegasta sem Liverpool gæti gert og yrði algerlega óbærilegt fyrir okkur áhangendur.

  Fordæmum atvikið – það er bannað að bíta – en stöndum með okkar manni fram í rauðan dauðann.

  Áfram Liverpool!

 178. @191

  Þú þarft samt aðeins að átta þig á því að FIFA og FA er ekki það sama svo það þýðir lítið að vitna í einhverja ‘fyrri dóma’.

  FA er sama batterý og dæmdi hann í 8 leikja bann á ‘orð gegn orði’ en dæmdi svo landsliðsfyrirliðann sinn í 4 leikja bann fyrir rasisma sem náðist á myndbandsupptöku.

  Það sjá allir að það er nákvæmlega ekkert samræmi í gangi þarna og trúverðugleiki FA fór í 0 eftir þessi mál = ég held að Suarez fái svona 6-8 leiki max

 179. Fyrir mér kemur þetta Liverpool ekki neitt við.

  Suarez er í forsvari fyrir Urugvæ á HM. Gaurinn er númer eitt Úrúgvæi.
  Mér finnst án alls gríns bit ekki vera grófara en hnéspörk, olnbogaskot, tveggja fóta tæklingar etc.
  Málið er bara að þess háttar brot eru hætt að sjokka fólk. Costa skallaði mann í fyrsta leik Spánar og enginn talaði um það. Song fékk bann og Sakho gaf gott olnbogaskot í gær.

  Í Brasilíu er þetta bara einn stór brandari, ekkert annað.
  Á Ítalíu eru blöðin ekkert að velta sér uppúr bitinu. Það er verið að ræða hvernig landslið þeirra datt út og virðist Balotelli fá mestu sökina á því.
  Á Englandi er pressan hins vegar í overdrive enda maðurinn sem henti þeim heim til sín af HM sökudólgurinn. Þar er rætt við fyrrverandi landsliðsþjálfara og gamla fótboltamenn úr öðrum liðum en Liverpool og keppast þeir um að tala um 1 til 2ja ára bann. Eins og það sé einhver séns. Íslensku blöðin éta þetta upp enda skoða bara slúðurpressuna í Englandi.

  Það eina sem ég er hræddur við er að forsvarsmenn okkar ástækæra klúbbs láti vitleysuna í blöðunum hafa áhrif á sig. Fari að gera einhver vitleysu eins og að selja Suarez (og fá þá ekki lengur toppverð).
  Þetta er vandamál Urugvæ og þeir bara tækla þetta. Ég nenni ekki að maðurinn sem búið er að byggja liðið í kringum fari og þar þurfi að byggja upp á nýtt. Því ekki halda að við náum top4 í næsta seasoni þegar hann er ekki. Sturridge og Sterling skora svona mikið því hann er þarna.

  Love
  B.

 180. Kristinn Óskarsson dómari með góða nálgun á Suarez málinu :

  “Langar til að tjá mig aðeins um mál Luis Suarez.

  Ég er dómari í íþróttum og hef verið það í 28 ár. Ég hef séð og upplifað margt en þeir sem mig þekkja vita það að ég hef óbeit á óíþróttamannslegri framkomu og nýti þær heimildir sem ég hef til að stöðva hana. Pistill minn hér á eftir er alls ekki réttlæting eða til varnar óíþróttamannslegri framkomu heldur þvert á móti.

  Jafnt skal yfir alla ganga. Þetta er einn af hornsteinum dómgæslu og réttarríkis.

  Ef við skiptum hegðun og framkomu íþróttamanna í viðeigandi og óviðeigandi, þá skulum við skoða aðeins þá sem er óviðeigandi, þ.e. óíþróttamannsleg hegðun. Hún getur verið á margan máta, bæði í orði og æði. Ef við skoðum þá óíþróttamannslegu hegðun sem innifelur líkamlega snertingu við andstæðing þá erum við fljótlega komin á að mynda okkur skoðun á því hvort íþróttamaðurinn hafi valdið þessari ódrengilegu snertingu við andstæðing sinn viljandi eða óvart. Flestir hafa samúð með atvikum sem eru augljóslega óvart og er óhapp sem þó skapar andstæðingi hættu. Ef ásetningur er ekki augljós er vafi oft talinn hinum brotlega til tekna.

  Í tilfelli Suarez er enginn vafi um ásetning og brotið óumdeilanlega ástæða til brottvísunar. Þá þarf að leggja mat á hæfilega refsingu. Þegar hér er komið við sögu í ferlinu hafa íþróttadómarar venjulega enga skoðun. Þeirra hlutverk var að framfylgja reglunum á meðan á leik stóð. Ég ætla samt að lýsa því sem mér finnst að leggja til grundvallar „hæfilegri“ refsingu:

  • Bera þarf saman önnur brot og viðurlög til að framfylgja jafnræðisreglu. Þá þarf einnig að hafa í huga meðalhófsreglu um að aðgerðir skuli hæfa glæpnum þ.e.a.s. að lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.

  • Munum að við erum að ræða atburð þar sem enginn vafi er um ásetninginn. Hver er mögulegur skaði andstæðingsins?
  o Tækling í hnéhæð með takkana á undan
  Getur auðveldlega bundið enda á feril andstæðings og valdið örkuml
  o Olnbogaskot í höfuð eða háls
  Getur valdið varanlegum skaða og jafnvel dauða
  o Að skalla mann í andlitið
  Getur valdið varanlegum skaða og jafnvel dauða
  o Að bíta mann í öxlina
  Getur valdið varanlegum skaða ef bitið er til blóðs, hvað þá ef stykki fer úr.

  Það er því ljóst að mögulegur skaði andstæðings í svona brotum ætti að hafa mikið að segja varðandi refsinguna að mínu mati. Mér skilst að ekki hafi blætt úr Ítalanum og hann beri engan skaða af. Hvert ofantalinna brota finnst þér hættulegast?

  Það að við í siðmenntuðum heimi finnist sumar óíþróttamannslegar bardagaaðferðir fínni en aðrar, ætti ekki að hafa áhrif á lengd keppnisbannsins.

  Vonandi fær Luis Suarez það bann sem hann á sannarlega skilið, en í samræmi við aðra hrotta sem hafa notað aðrar aðferðir plús refsiþyngingu þar sem maðurinn er síbrotamaður.”

 181. Á Bylgjunni í hádegisfréttum var sagt þegar kom að íþróttum að “í íþróttafréttum væri helst: Gylfi Sigurðsson leikmaður Tottenham segir” “að Luis Suarez leikmaður Liverpool eigi að fá a.m.k 20 leikja bann.”

  Vá hvað þetta er heimskt og óhlutlaust og asnalegt.
  Að sjálfsögðu vill drullusokkur úr Tottenham að Suarez fá 20 leikja bann eða meira.
  Djöfull er ég leiður yfir því að þessi hund lélegi grasasni hafi nokkurntímann verið orðaður við okkur því það á hann alls ekki og hefur aldrei átt skilið.

  Og fréttafólk á 365 miðlum, kúkiði í buxurnar ykkar, þið eruð fífl.

  #teamSuarez

 182. BREAKING: Luis Suarez banned for NINE games and banned for FOUR months from any football related activity for his bite on Giorgio Chiellini

 183. DJÖFULSINS BULL!!!!!!!
  KJAFTÆÐI!!!!
  ÞVÆLA!!!!!!!!!!!!!
  AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!!!

 184. Ég verð að segja eins og er að ég er sáttur með þetta, þetta er óverjandi hegðun og hann verður bara að taka þessu eins og maður og sýna iðrun.

 185. 13 leikir sem hann missir af með Liverpool. Ohh þessi gaur. Ég veit vel að þetta er fáránlegt bann en common, ég nenni þessum manni varla lengur. Er alltaf í banni!

 186. http://www.fifa.com/worldcup/news/y=2014/m=6/news=luis-suarez-suspended-for-nine-matches-and-banned-for-four-months-from-2386354.html

  The FIFA Disciplinary Committee has reached a decision in the case related to Luis Suárez of Uruguay following an incident that occurred during the FIFA World Cup™ match between Italy and Uruguay played on 24 June 2014.

  The FIFA Disciplinary Committee has decided that:

  · The player Luis Suárez is regarded as having breached art. 48 par. 1 lit. d of the FIFA Disciplinary Code (FDC) (assault), and art. 57 of the FDC (an act of unsporting behaviour towards another player).

  · The player Luis Suárez is to be suspended for nine (9) official matches. The first match of this suspension is to be served in the upcoming FIFA World Cup™ fixture between Colombia and Uruguay on 28 June 2014. The remaining match suspensions shall be served in Uruguay’s next FIFA World Cup match(es), as long as the team qualifies, and/or in the representative team’s subsequent official matches in accordance with art. 38 par. 2a) of the FDC.

  · The player Luis Suárez is banned from taking part in any kind of football-related activity (administrative, sports or any other) for a period of four (4) months in accordance with art. 22 of the FDC.

  · A stadium ban is pronounced against the player Luis Suárez in accordance with art. 21 of the FDC as follows: the player Luis Suárez is prohibited from entering the confines of any stadium during the period of the ban (point 3). The player Luis Suárez is prohibited from entering the confines of any stadium in which the representative team of Uruguay is playing while he has to serve the nine-match suspension (point 2).

  · The player Luis Suárez is ordered to pay a fine in the amount of CHF 100,000.

  The decision was notified to the player and the Uruguayan FA today.

  “Such behaviour cannot be tolerated on any football pitch, and in particular not at a FIFA World Cup when the eyes of millions of people are on the stars on the field. The Disciplinary Committee took into account all the factors of the case and the degree of Mr Suárez’s guilt in accordance with the relevant provisions of the Code. The decision comes into force as soon it is communicated,” said Claudio Sulser, chairman of the FIFA Disciplinary Committee

 187. Það jafngildir þá væntanlega 12 leikja banni hjá Liverpool þ.e. 9 í deild og 3 í CL.
  🙁

 188. En þá er um leið ólíklegt að hann verði seldur skv. þessu:

  The player Luis Suárez is banned from taking part in any kind of football-related activity (administrative, sports or any other) for a period of four (4) months in accordance with art. 22 of the FDC.

 189. Er ekki hætt við því að félagslið neiti leikmönnum sínum að spila með landsliðum ef þeir geta fengið bann hjá félagsliðinu ef brotið er með landsliði. Það eru jú félagsliðin sem eiga leikmanninn og borga launin hans.
  Hættuleg braut sem FIFA fetar núna. Ef þetta verður algengt þá sé ég fyrir mér HM/EM með varaliðsmönnum félagsliða.

  Býst klárlega við því að þessu verði áfrýjað og tíminn styttur eitthvað, annað er fáránlegt.

 190. þetta verður viku lengra bann, þeir áfríja þessu sem seinkar því að það taki gildi, og gæti því kostað Liverpool einn leik í viðbót,

  þar fyrir utan þá mun FA troða eins mörgum leikju hjá okkur inn á þetta tímabil og þeir geta, ef maður þekkir þá rétt.

 191. Vonandi fer Suares ekki frá LFC í sumar, vonandi fælir þetta bara barca og real í burtu

Hodgson for England

Úrskurðurinn kominn…langt bann!