England 1 Luis Suarez 2

Þannig að þetta gerðist í kvöld:

Úrúgvæ tapaði óvænt fyrir Kosta Ríka í fyrstu umferð. Þá sat Luis Suarez á bekknum allan tímann, meiddur. Þeir þurftu hann í kvöld og því var tekinn sénsinn á honum. Hann lék í 86 mínútur. Hann átti tvö skot að marki. Hann skoraði tvö mörk. Hann vann leikinn fyrir þjóð sína, einn síns liðs.

Hinum megin voru enska Knattspyrnusambandið sem hefur ekki verið sanngjarnt við hann í gegnum tíðina, Roy Hodgson sem ég þarf vart að fjölyrða um, og sex samherjar hans í Liverpool.

Sorrý, en ég hló.

Staðan í riðlinum er einföld: það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti okkar leikmanna sé að fara í frí fljótlega eftir helgi. Englendingar þurfa að treysta á að Ítalir vinni bæði Kosta Ríka á morgun og Úrúgvæ í lokaumferðinni, og helst að vinna Kosta Ríka sannfærandi sjálfir til að geta komist upp fyrir Úrúgvæ og Kosta Ríka á markatölu. Langsótt? Já. Mögulegt þar til maður man að Roy Hodgson er landsliðsþjálfari Englendinga. Þeir eru ekki að fara að vinna neitt lið stórt í þessari keppni.

Frá því að dregið var í riðlana í vetur var þetta eini leikurinn sem ég hef beinlínis hlakkað til að sjá. Hann olli ekki vonbrigðum. Hann olli ekki vonbrigðum.

Sorrý Stevie G, þessi maður er náttúruafl.

46 Comments

  1. Mikið var þetta gott á enska og gaman fyrir Suarez.

    Gerrard tekinn af lífi fyrir að hoppa í skallaeinvígi, fá hann í öxlina og þaðan dettur hann á Suarez. Alltaf þarf þetta lið að finna einn mann og kenna honum um allt og sjaldnast er það maðurinn sem á að vera ábyrgur fyrir liðinu, Roy fkn Hodgon. Ekkert land hagar sér svona nema þetta og sennilega stór ástæða fyrir því að þeir hafi einu sinni verið á verðlaunapalli á stórmóti í sögunni.

    Annars var Sterling frekar lélegur í þessum leik – sennilega ágætt að Gerrard fái skammir ensku pressunar frekar en hann.

    …og Woy, þetta comment fyrir leik. Ættir að ramma það inn og hengja það upp í stofuna hjá þér til minningar um síðasta starf sem þú færð í fótbolta. “Suarez er ekki heimsklassa”. Það mætti halda að hann væri að reyna þetta.

  2. Þú sparkar ekki í villidýr áður en þú mætir því Hr. Roy… make note of that!! Þvílíkt og annað eins að horfa á þennan leik og vera Liverpool áhangandi…. !!

  3. Flottir vinirnir

    [img]https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/hphotos-ak-xpf1/t1.0-9/1546158_10152629463382573_2469929672891455152_n.jpg[/img]

  4. Luis Suarez er ótrúlegur! Hann fer í hnéaðgerð fyrir fimm vikum síðan og klárar Englendingana í fyrsta leik sínum eftir það. Hann er maskína þessi drengur, ég vil láta gera rannsókn á honum til að ganga úr skugga um að hann sé ekki fyrsta tilfinningaþrungna vélmennið sem hefur verið skapað.

    Ég því miður sá leikinn aðeins með öðru auga en af því sem ég sá þá fannst mér liggja augum uppi að hann er ekki 100%. Hann fannst mér breyta leik sínum vel að því og var duglegri að liggja á varnarmönnunum en hann hefur oftar en hann hefur gert. Kannski var algjör tilviljun að ég sá hann mest í þannig stöðum.

    Hann rífur þetta úrúgvæska lið upp á allt annað level, líkt og hann myndi gera með hvaða liði sem er. Ég elska að horfa á þennan leikmann spila og djöfull hlakka ég til að sjá hann aftur í rauða búningnum í sumar/haust!

    Synd að Englendingarnir séu að öllum líkindum á heimleið. Mér finnst flestir okkar leikmanna hafa staðið sig mjög vel miðað við árangur liðsins og hafa að mínu mati Henderson, Sterling, Sturridge og Johnson bara staðið sig með sóma. Gerrard er klárlega ekki að spila hlutverk sem hentar honum í dag og finnst mér ótrúlegt að Hodgson skuli ekki sjá það.

    Þetta enska lið á svo mikið inni og þvílík sóun að sjá Hodgson vera með puttana í þessu. Liverpool strákarnir, Wilshere/Chamberlain, Barkley, Lallana, Welbeck o.fl. Það er fullt af flottum leikmönnum þarna og þeir eiga að gera svo mikið mun betur en þetta – ég er viss um að ef það væri einhver meira modern í sínum hugsunum en Hodgson þá hefði þetta lið gert betur. Nálgun hans og skiptingar fannst mér oft mjög vafasamar … ekki að það komi manni á óvart.

    Allavega frábært að sjá Suarez kominn á ról sem og landa hans Coates. Púllararnir stóðu sig vel og leiðinlegt að sjá þá ekki lengra en fínt að þeir skelli sér þá bara í gott frí. Já, og Sterling er stjarna! Mikið hrikalega er hann orðinn flottur leikmaður, verið besti leikmaður Englands á mótinu – Hodgson, hvað ertu alltaf að taka hann útaf eða færa hann til!?

  5. Roy er ekki að láta besta liðið spila og hann kann ekki að búa til lið úr ágætis hópi einstalklinga sem gætu alveg gert mörgum liðum skráveifu. Hann er ekki með’etta frekar en önnur lið sem hann hefur stjórnað.
    Það sem er sárast í þessu er að núna vill breska pressan taka okkar menn af lífi fyrir það hvernig Roy stillir upp liðinu. #helvítisfokk.

    Annars er bara gott að ensku drengirnir komist í frí, þá eru þeir meira úthvíldir fyrir það sem skiptir máli sem er næsta tímabil Liverpool.

    YNWA.

  6. Stevie G er einfaldlega ekki að valda því að spila svona aftarlega á vellinum, hversu oft á ferlinum hefur hann lagt upp á mótherja sína ???

    En Suarez er ótrúlegur

  7. Alveg er þetta makalaust með englendinginn að finna blóraböggul, fyrst var það Rooney og nú er það Gerrard. Ótrúlegt að leikmenn þessa landsliðs nenni að standa undir þessu og hætti ekki bara að spila fyrir þjóð sína. Gerrard hefur vissulega átt betri leiki, eins og allir leikmenn landsliðsins hafa átt með sínum félagsliðum en hann kostaði þá ekkert mótið, það voru aðrir sem sá um það.

    Vandamálið liggur á tveim stöðum að mínu mati. Fyrst ber að nefna fjölmiðla, sem virðast keppast um að þruma yfir liðið sitt í stað þess að styðja við bakið á því þegar illa gengur. Ekkert lið getur staðið undir þessari fáránlegu pressu sem enska landsliðið situr undir.

    Síðan ber að nefna manninn í brúnni. Roy Hodgson er næst launahæðsti þjálfarinn á mótinu, en hann er einnig sá lang lang lang lang lang (etc.) lélegasti. Hann gæti ekki gert heimsliðið að sigurvegurum í þriðju deildinni á Íslandi. Hann er svo lélegur að mig skortir orð. Allir sem spila undir honum spila undir getu. Taktískir feilar voru algengir, sérstaklega má horfa á skipulag varnarvinnunnar í hornspyrnum. Þessi maður er bara handónýtt og ónothæft drasl.

    Synd að sjá þetta enska lið detta út en þar er sama vandamál og mátti sjá hjá spánverjum. Stöðnun og hugmyndaleysi sem einkenna leikinn þrátt fyrir sterkann hóp (þó svo að Spánn sé nú með töluvert sterkari hóp en England). Nú er bara að vona að Suárez meiðist ekki á mótinu….

  8. Jæja England á leiðinni heim og ég vona eiginlega bara að Úrúgvæ fari heim líka. En sú óskhyggja er eingöngu byggð á sjálfelsku Liverpool vegna.

    Ég er frekar smeikur um Suarez og hann var greinilega ekki 100% í gær. Ef hnéið gefur sig getur hann orðið 7-9 mánuði frá. Eins gott að Úrúgvæ séu tilbúnir að punga út veglegum bótum fyrir Liverpool ef illa fer fyrir Suarez!

  9. Next week England will have a new captain. His name Is Roger Smith and will fly them home

  10. Karma FA, Karma Woy. Það sem maður elskar þennan leikmann LIVERPOOL ! Hverju taka hrokafullu ensku blaðamennirnir uppá núna og hverjum kenna þeir um ófarir enskra ? SUAREZ ? GERRARD ?

    Annars finnst mér gott að fá enska í frí, átti ekkert von á öðru 🙂 Hvíla aðeins okkar menn fyrir baráttuna í haust 🙂

    awwwwwww 🙂 bara gott

  11. Ég hef miklar áhyggjur af því að Suarez vilji fara frá félaginu til “stærra liðs” ef hann heldur áfram að brillera á þessu móti.

  12. nú segja frettir að Real se hætt við Suarez og er hann i staðinn sagður helsta skotmark Barcelona, eg fór uppa gamanið að pæla ut fra því aðeins.

    spurningin er einföld, mynduð þið skipta slétt skipti a Suarez og Messi ?

    eg held að mitt svar væri nei. eg vil frekar hafa suarez en að fa Messi

  13. England úr leik STAÐFEST
    kosta ríka vann Italiu..

    eg helt með Englandi en sma jakvætt við þetta, okkar menn verða farnir i sumarfri i kringum 25 júní og ættu þa að verða komnir til baka i kringum 20-25 júli og verða þa með a þessu móti í bandarikjunum er það ekki ?

  14. Jæja Glen, Henderson, Gerrard, Sterling, Sturridge og Ricky að komast í sumarfrí og hlaða inn batteríinn.
    Slæmt fyrir England en gott fyrir Liverpool.
    Maður vill að Suarez og félagar komast sem lengst en ég myndi ekki gráta það ef hann fær smá frí fyrir næsta tímabil.

  15. Sorry með að koma með eitthvað annað í þennan frábæra þráð…… Veit einhver hvort Liverpool vs Everton leikurinn sem á að vera 27 sept kl 15:00 á Anfield Road, hvort hann verði á sunnudegi,laugardegi eða mánudegi ? eða hvernær veit maður það allt saman ?

  16. andri þór nr 19

    eru það ekki sky sports sem a eftir að hafa ahrif a það, þeir eiga eftir að raða niður hvaða leiki þeir syna og a hvaða dögum, eg er ekki alveg viss að eg se að fara með rett mál en eg held þetta se svona..

    þetta ætti að koma i ljós mjog fljotlega a hvaða dögum hvaða leikir eru.

    mer finnst afar liklegt að leikur Liverpool og Everton verði færður til sunnudagsins ..

  17. Var að sjá umfjöllun um Woy Hodgson …Hugsa sér..Tölfræðin sýnir að síðan 2001.hefur hann stýrt liðum í 337 leikjum og er með vinningshlutfall upp á 37.7%..Hvenær náði hann síðast yfir 50% vinningshlutfalli? 1989..já 1989..Og í alvöru leikjum sem stjóri hjá Fulham,Liverpool og enska landsl.þá vinnur hann 3ja hvern leik..Sem sagt steady meðalmennska :)..Tjallinn hlýtur að vera galinn að trúa á þennan gæja 😉

  18. Vegna fyrri ummæla langaði mig bara að minna á eitt:

    Ekkert lið í heiminum er stærra en Liverpool í dag. Suarez hefur ekki ástæðu til að yfirgefa liðið frekar en nokkur annar.

    Hversu töff er það?

  19. Getur eitthver útskýrt fyrir mér hvað fólk meinar með “tjallin”, hvern það er að höfða í og af hverju?

  20. #19 og #20. Kæmi mér ekki á óvart ef leikurinn yrði í hádeginu á laugardeginum þar sem það verður spilað í meistaradeildinni í 30. sept og 1. okt ef miðað er við þetta: http://en.wikipedia.org/wiki/2014%E2%80%9315_UEFA_Champions_League#Round_and_draw_dates

    Ef leikurinn sem verður 30. sept eða 1. okt verður heimaleikur þá væri ansi freistandi að vera úti í rúma viku og taka þrjá leiki á Anfield þar sem leikurinn gegn WBA verður helgina 4. – 5. október. Ef leikurinn í 3. umferðinni í deildarbikarnum verður heimaleikur þá yrði hægt að vera úti í 10 til 14 daga og taka þá fjóra leiki á Anfield 🙂

    Annað sem væri góður möguleiki er ef síðasti leikurinn í cl-riðlinum yrði heimaleikur þá er leikur gegn Sunderland á Anfield helgina 6. – 7. des og cl-leikurinn yrði 9. eða 10. des, taka tvo leiki rétt fyrir jólin 🙂

  21. Tjalli er hljóðmynd af orðinu Charlie sem oft er notað yfir Breta, þessa hljóðmynd var farið að nota hér í hernáminu í síðari heimsstyrjöld.

  22. Nú er öll fjölmiðlaumfjöllun á hliðinni í Englandi og ráðherrar og þingmenn fara hamförum á twitter og ég veit ekki hvað og hvað.

    England er fallið úr keppni á HM í þetta skipti.
    Þarf það að koma eitthvað á óvart ég bara spyr.

    Þegar þú leggur af stað í ferðalag frá Skíri til Dómsdagsfjalls þá viltu að Gandalfur leiði för þína en ekki Kjartan galdrakall.

    GylfiB #21 benti á vægast sagt hörmulega tölfræði sem fylgir kjánanum Hodgson.
    Ég tók saman ferilinn hjá Roy og svo hinsvegar Fabio Capello fyrrverandi stjóra Englands og það leynir sér ekkert hver er Kjartan í þessum samanburði.

    Hodgson stjóri 979 sinnum unnið 422 jafntefli 295 tapað 262 % 43.11 ratio
    Capello stjóri 617 sinnum unnið 351 jafntefli 179 tapað 87 % 56.89 ratio

    Hodgson hefur unnið eftirfarandi:

    Halmstads BK
    Allsvenskan (2): 1976, 1979

    Örebro SK
    Division 2 North (1) 1984

    Malmö FF
    Allsvenskan (5): 1985, 1986, 1987, 1988, 1989
    Svenska Cupen (2): 1985–86, 1988–89

    Inter Milan
    UEFA Cup Runner-Up (1): 1997

    Copenhagen
    Danish Superliga (1): 2000–01
    Danish Super Cup (1): 2001

    Fulham
    UEFA Europa League Runner-Up (1): 2010

    8 deildartitlar í Svíþjóð
    2 bikartitlar í Svíþjóð
    1 deildartitill í Danmörk
    1 bikartitill í Danmörk

    Capello hefur unnið eftirfarandi:

    Milan
    Serie A (4): 1991–92, 1992–93, 1993–94, 1995–96
    Supercoppa Italiana (3): 1992, 1993, 1994
    UEFA Champions League (1): 1993–94
    European Super Cup (1): 1994

    Real Madrid
    La Liga (2): 1996–97, 2006–07

    Roma
    Serie A (1): 2000–01
    Supercoppa Italiana (1): 2001

    5 deildartitlar á Ítalíu
    4 bikartitlar á Ítalíu
    2 deildartitlar á Spáni
    1 Meistardeildartitill
    1 European Super Cup titill

    Svona miðað við hvað FA eru steingeldir og alveg úr takti við allt, þá finnst mér þetta bara gott á þá eftir alla hörmulegu meðferðina sem Suarez fékk hjá þeim. Það er bara yndislegt að það skuli hafa verið hann sem kláraði þennan leik. Karma is a bitch sagði einhver 🙂

    Ensku leikmennirnir fá þá bara gott frí sem er gott fyrir Liverpool.
    Góðar stundir.

  23. Það fer ekki á milli mála að Liverpool sendi enska landsliðið heim – það er bara snilld!

  24. Djöfull vona ég að kosta ríka fari illa með england, þoli ekki hodgson, drikkufélar rauðnefs. verst er reyndar að þetta bitnar á Gerald.

  25. sælir
    langaði bara að tékka á þessu með Gerrard og landsliðið.. ekki eins og hann hafi átt einhverja stjörnuleiki.. átti heldur ekki drulluslaka leiki .. ( kannski aðeins) .. en róleg að drulla yfir S.G.

    Woy ber ábyrgðina og ábyrgðin er hans að taka ekki bestu ensku varnarmennina .. ( terry, cole) og vera með eitthvað bull.

  26. Þetta .gif fékk mig til að hugsa aftur til þess dásamlega tíma er þessi frábæri og sigursæli þjálfari stjórnaði okkar ástkæra liði. Ó hvað ég sakna þess tíma er hann var við stjórnvöllinn á Anfield.

    http://9gag.com/gag/axNLYYD

  27. Dásamlegt karma í því að Luis Suarez hafi úrskurðað enska knattspyrnusambandið í fjögurra ára bann frá þátttöku á HM.

  28. Tekið af ESPN…þá byrjar varnarleikurinn um að halda Suarez eitt tímabil í viðbót…

    Liverpool insist Luis Suarez will stay at the club amid reported interest from Real Madrid and Barcelona.
    Both clubs are preparing bids for the striker, according to Spanish media, but sources have told ESPN that Liverpool are not resigned to losing the striker after he told manager Brendan Rodgers at the end of last season that he was committed to the club.
    Neither Suarez nor his representatives have given Liverpool any indication that the Uruguay international wants to leave Anfield.
    Suarez’s new contract – which he signed last December – does include a release clause, although sources refused to confirm claims that a £65 million bid is the trigger.
    Reports have suggested that Suarez could be interested in a move to Barcelona, as his wife’s family live just 15 miles away in nearby Castelldefels.
    But Liverpool have had no approach from Barca, despite being in contact with them in recent weeks to register an interest in Alexis Sanchez. So far, there has been no bid from Real Madrid either.
    Having completed a 10-match suspension last September for biting Chelsea defender Branislav Ivanovic during a Premier League match, Suarez scored 31 goals as Liverpool finished runners-up to champions Manchester City, and won all three major domestic Footballer of the Year awards.

    Read more at http://www.espn.co.uk/football/sport/story/318223.html#1Cyc0UTb3Lg1yhOD.99

  29. #37 islogi

    Það skiptir engu máli hvaða pollyönnuleik við tökum á þetta. Liverpool-liðið mun alltaf veikjast ef Suarez fer. Það skiptir í því sambandi engu máli þó að við fáum Sanchez og einhverjar skrilljónir punda fyrir söluna á honum.

    Það kemur enginn í staðinn fyrir Suarez, þannig er það bara.

  30. Það virðist vera alvöru áhugi frá bæði Barca og Real Madrid á drengnum og sérstaklega ef hann heldur áfram að brillera á HM. Fjölskylda konunar hans býr rétt við Barcelona og við sáum í fyrra alveg augljósan áhuga hjá honum að komast til spánar.
    Það er því næsta vonlaust held ég að ef það koma stórtilboð með Sanches og jafnvel fleiri plús einhverjar 70 milljónir sem tryggera klásúlur í samningnum að halda það að þannig samningur verði ekki freistandi fyrir báða aðila.
    Það vita allir sem fylgst hafa með Enska boltanum að topp maður eins og hann fæst ekki bættur sbr. Bale hjá Tottenham, en ég treysti þó betur Rogers til að kaupa alvöru byrjunarliðsmenn fyrir aurana sem bæta liðið í það heila víðar en bara í framlínunni. Við erum með Sterling og Sturridge fyrir og maður eins og Sanches gæti alveg gengið inn og gefið okkur eitthvað í viðbót.
    Sáuð þið hvernig hann fór hamförum með chile, lang besti maður vallarins.

    Ég er sem sagt að undirbúa mig andlega fyrir það högg að missa Suarez í sumar…aftur.
    Hann hefur augljóslega hækkað helling í verði í vetur umfram það sem hann var metinn á í fyrrasumar eftir allt vesenið á honum, og það er gott fyrir LFC

  31. En þá er málið, hvaða striker er þarna úti á því kaliberi sem Suarez er (veit að það er enginn) en hver gæti mögulega leist hann af hólmi??

  32. það mun engin leysa suarez af sama þo við værum með 100 milljónir plus til að reyna það.

  33. 37, það stendur í greininni sem þú vitnar í 66m punda, “incuding” Sanchez, og 66m er úsöluverð sem væri skelvilegur díll, en ég myndi sætta mig við 66 pús Sanchez, en það er ekki verið að tala um það í greininni.

  34. Strikerinn sem gæti leyst Suarez af hólmi heitir Daniel Sturridge.

    Svo er bara spurningin hver gæti leyst Sturridge af hólmi.

  35. Er það bara ég eða eru fleiri orðnir taugaóstyrkir yfir því að besti leikmaður sem hefur nokkurntímann klæðst okkar treyju sé á förum??
    Það kemur enginn í staðinn fyrir Luis Suarez eins og hann er í dag – enginn!

Leikjaplanið fyrir 2014/15 komið!

Hodgson for England