Leikjaplanið fyrir 2014/15 komið!

Þá er búið að gefa út leikjaplanið fyrir komandi tímabil. Okkar menn byrja tímabilið á Anfield þann 16. ágúst og fá þá Southampton í heimsókn.

(Uppfært): Sky settu þetta fallega upp fyrir okkur:

BqZg_8tCQAActnm

Helstu leikirnir eru hér:

  • 16/8 – Southampton (h) (fyrsti leikur)
  • 23/8 – Man City (ú)
  • 27/9 – Everton (h)
  • 8/11 – Chelsea (h)
  • 13/12 – Man Utd (ú)
  • 20/12 – Arsenal (h)
  • 7/2 – Everton (ú)
  • 28/2 – Man City (h)
  • 21/3 – Man Utd (h)
  • 4/4 – Arsenal (ú)
  • 9/5 – Chelsea (ú)
  • 16/5 – Crystal Palace (h) (lokaleikur á Anfield)
  • 24/5 – Stoke City (ú) (lokaumferð deildarinnar)

Þetta er nokkuð jöfn dreifing. Enginn martraðamánuður, úti- og heimaleikirnir gegn stórliðunum dreifast nokkuð jafnt. Síðasti stórleikurinn á Anfield er United 21. mars, eftir það fer liðið til Chelsea í maí. Á pappírnum lítur þetta ágætlega út og ekkert sem maður sér sem ætti að eyðileggja tímabilið (eins og ágúst/september 2012 gerði, eða febrúar/mars hjá Arsenal í ár).

Auðvitað á svo eftir að bæta við Meistaradeildarleikjunum fyrir áramót. 🙂

Annars er hægt að sjá allan leikjalistann hér. Hvernig líst ykkur á þetta?

28 Comments

  1. Sá á twitter að leikjaplan eftir meistaradeild sé svona.

    #LFC games following CL games:
    West Ham A
    West Brom H
    Hull H
    Chelsea H
    Stoke H
    Man Utd A

    Ef þetta er rétt eru 4 heima og tveir úti sem er mjög gott 🙂

  2. Fyrstu þrír leikirnir eru verðug áskorun.

    Fyrsti leikur væntanlega gegn mikið breyttu Southampton liði. Lið sem komið er með nýjan stjóra og þar af leiðandi erfitt að lesa í hvernig hvernig leikstíl þeir spila og hvernig líklegt byrjunarlið verður.

    Annar leikurinn úti gegn City, það verður ekkert erfiðara. Hef hins vegar fulla trú að þetta sé ágætur tímapunktur að mæta þeim, þar sem þeir hafa oft hikstað í upphafi móts.

    Þriðji leikurinn úti gegn Tottenham sem er með nýjan stjóra og gerði góða hluti með Southampton. Vissulega var Tottenham ekki mikil hindrun fyrir Liverpool á síðasta tímabili en það er eitthvað sem segir mér að það búi meira í þessu Spurs liði en það sýndi í fyrra.

    Annars líst mér ágætlega á þetta heilt yfir, jólatörnin lítur amk betur út í ár en hún gerði í fyrra. Það verður fínt að við tryggjum okkur titilinn heima gegn Crystal Palace þann 16/5 þannig að við getum hvílt lykilleikmenn þann 24/5 á móti Stoke svo þeir verði ferskir í úrslitaleiknum í CL.

  3. Þetta er flott, tryggjum okkur titilinn á móti QPR þann 2.maí og fáum heiðurs-inngönguna á brúnni.

  4. Ánægður með það að desember leikirnir eru tiltölulega þægilegir. Leicester og Burnley á útivelli og Sunderland og Swansea heima. Arsenal og Man Utd eru svo nátturulega stórleikir og geta farið hvernig sem er en hinir fjórir eiga að skila 12 stigum í hús. Við mætum svo Leicester strax aftur 1 jan á Anfield. 7 leikir á 30 dögum plús CL, þetta er mikið álag en mótherjarnir eru mér að skapi.

  5. Flott leikjaniðurröðun, stóru leikirnir dreifast vel og hvorki mjög brött byrjun eða erfiður endasprettur.

  6. Hafliði. Ég mundi segja að City og Spurs í leikjum 2 og 3 á útivöllum sé ágætlega bratt

  7. Spurs á útivelli svona snemma á leiktíðinni er óskrifað blað, sérstaklega þar sem þeir eru með nýjan stjóra + HM í sumar og e-ir leikmenn væntanlega að fá lengra frí vegna þess. Gæti verið erfitt fyrir Pochettino að setja sitt mark snemma á liðið og vonandi er það gott fyrir okkur. Svo gæti þetta alveg verið hinn póllinn líka, að þeir byrji svaka sterkt með nýjan stjóra…

  8. mikið hlakkar mig til að sjá spánna hjá kop-urum fyrirkomandi leiktíð 🙂
    spái 4 sætinu :/

  9. úff City úti og Tottenham úti i 2 og 3 umferð
    byrjar með látum.

    Frá leiknum við Tottenham 30 agust og fram að leik við Man Utd a Old Trafford eigum við 12 leiki sem við eigum að gera kröfu a 3 stig i þeim öllum, ju inni þessum 12 leikjum eru Everton og Chelsea a anfield en ju við gerum alltaf kröfu um sigur a anfield utan við þa 2 leiki eru leikir srm við gerum alltaf kröfu a 3 stig í.

    byrjum a sigri gegn Southampton, tap svo gegn city og vinnum svo tottenham a white hart line, eftir það koma 12 sigrar í röð og svo kemur jafntefli við Man Utd og svo sigur gegn Arsenal, um jólin koma svo 2 öruggir sigrar gegn Burnley og svansea og eftir 19 leiki verða okkar menn þa a toppnum með 17 sigra , 1 tap og 1 jafntefli og samtals 52 stig ..

    ( okei kannski naum við bara x við chelsea a anfield og þa eru okkar menn með 50 stig a toppnum um áramót )

    þetta lytur vel ut 😉

  10. Já okey…kaupa Sanchez í kvöld! Mikið svakalega er þetta góður leikmaður…rosalegt að sjá vinnsluna hjá honum .

  11. Nú eru miðar á fyrsta leikinn komnir í sölu hjá gaman.is, eru fleiri staðir þar sem væri hægt að kaupa miða á leikinn?

    • Daníel, endilega sparaðu baukinn þangað til Kop.is er búið að kynna sína fyrstu ferð í haust. Við stefnum á að gera það fljótlega. 🙂

  12. Hljómar spennandi :-), en málið er að við hjónakornin erum að plana hjólaferð um Skotland og enda svo á Anfield. Veit ekki alveg hvernig það myndi fitta inn í kop.is plön, en það er nokkuð ljóst að það mun koma að því að maður fer með í slíka ferð!

  13. Sáuði leikinn með Ástralíu, geðveikt mark hjá þessum Cahill, hann er víst að spila í Bandaríkjunum og ætti því að vera hægt að lokka hann til Liverpool fyrir ekki mikin pening.

  14. Er Johnson virkilega það besta sem englendingar eiga í bakverðinum.Sorglegt.

  15. Johnson var nú bara góður í kvöld og lagði upp mark, þannig ekki mikið við hann að sakast. En saga Englendinga heldur áfram í markvarðaleysi. Þvílíkt sem þeir eiga lélega markmenn.

  16. ekki það að eg se aðdáandi joe harts en gat hann eitthvað gert i þessum 2 mörkum sem suarez skoraði i kvöld ?

    hef nu mestar ahyggjur af þvi að suarez taki þetta mót i sinar hendur og auglysi sig enn frekar fyrir Real Madrid .. hefði helst viljað að suarez spilaði ekkert a þessu móti

  17. Fannst Hart eiga koma út og hirða fyrirgjöf Cavani, svo var þessi skutla hans nú ekki til mikilla eftirbreytni 🙂 Seinna markið er rosalega fast skot en tiltölulega beint á hann. Lélegur og ofmetinn markvörður.
    Það er enginn leikmaður sem er betri en Suarez akkúrat í heiminum í dag.

  18. Gæti Kop.is ekki tekið deildarleik á laugardegi og svo meistaradeildarleik á þriðjudegi?

  19. Sorry með að koma með eitthvað annað í þennan frábæra þráð…… Veit einhver hvort Liverpool vs Everton leikurinn sem á að vera 27 sept kl 15:00 á Anfield Road, hvort hann verði á sunnudegi,laugardegi eða mánudegi ? eða hvernær veit maður það allt saman ?

Strákarnir okkar á HM

England 1 Luis Suarez 2