Strákarnir okkar á HM

Þessar vikur eru líklega það næsta sem kop.is kemst því að taka sumarfrí. Afar lítið að frétta sem vert er að taka mark á meðan á Heimsmeistaramótinu stendur. Drepum aðeins tímann og skoðum leikmenn Liverpool á HM:

England
Liverpool átti fimm leikmenn í byrjunarliðinu gegn Ítölum og einn á bekknum. Miðjan var eins og hún leggur sig úr liði Liverpool. Gerrard aftastur, Henderson þar fyrir framan í skítverkunum og Raheem Sterling í holunni, besti maður Englendinga.

Hodgson er ekkert að spila sama bolta og þessir menn voru að gera saman hjá Liverpool en heilt yfir stóðu þeir sig ágætlega og var Sterling fremstur. Ég veit ekki hver staðan var á Henderson þegar hann var tekinn útaf en það fannst mér afar óþörf skipting og bætti leik Englendinga ekki neitt. Það var þó augljóst í þessum leik hversu hrikalega heitt er þarna, menn voru alveg sigraðir undir lokin og mögulega verður eitthvað róterað í hópnum fyrir næsta leik.

Daniel Sturridge byrjaði mótið mjög vel og skoraði gott mark, hann var ógnandi í leiknum og komst vel frá honum þar til hann fór meiddur af velli. Minniháttar meiðsli og hann ætti að vera klár á fimmtudaginn, skil ekki þá sem vilja færa Rooney upp á topp enda Sturridge verið mun heitari (og betri) í ca. 12 mánuði núna. Markið kom annars eftir góðan undirbúning Sterling og Rooney en okkar maður fann Rooney á kantinum sem sendi mjög góðan bolta fyrir á Sturridge.

Varðandi meiðslin hafði Sturridge þetta að segja:

“Chiellini gave me a knee in the thigh and it was quite painful. I tried running it off and kept going, and I looked up and saw my number and I was a bit disappointed to come off because I was trying to carry on.

“These things happen and I’ll be ready, I’ll be all right for Thursday. I’ll get treatment, so I’m sure I’ll be fine.”

Glen Johnson var að lokum á sínum stað í vörninni en Rickie Lambert sat sem fastast á bekknum allann leikinn. Adam Lallana kom inná í seinni hálfleik, allt í lagi að hafa annað augað á honum í þessu móti. Southamton hefur nú ráðið nýjan stjóra og því gæti mögulega eitthvað farið að hreyfast í leikmannamálum þar.

England á Uruguay næst og er það klárlega úrslitaleikur fyrir bæði lið, sérstaklega England sem á góðan séns taki þeir þann leik. Sóknarlega voru Englendingar ágætir og myndu líklega valda Uruguay mönnum meira vandræðum en Ítölum. Roy Hodgson ætti samt að einbeita sér meira að því að tala um hans eigin leikmenn en besta leikmann andstæðinganna. Byrja t.d. á Rooney.

Hann segir að Suarez þurfi að sanna sig til að verða talinn í heimsklassa, Suarez sem fór með URUGUAY í undanúrslit á síðasta HM þarf að sanna sig fyrir fyrrum stjóra Sviss, Finnlands, Malmö, Neuchâtel Xamax, FC Kaupmannahöfn, Grashoppers o.s.frv.

Uruguay
Suarez var á bekknum allann tímann þegar Uruguay skeit upp á bak í seinni hálfleik gegn Kosta Ríka. Eitthvað virðast þeir hafa vanmetið andstæðinginn og talið sigurinn í höfn eftir að hafa komist yfir því Kosta Ríka skoraði þrjú mörk og hefði vel getað skorað fleiri.

Standið á Suarez er stóra spurningin en guð hjálpi Roy Hodgson ef Suarez er heill og ákveður að “sanna sig” fyrir manninum sem færði okkur Joe Cole, Paul Konchesky og Christian Poulsen.

Coates var annars sessunautur Suarez á bekknum hjá Uruguay í síðasta leik og verður það líklega áfram.

Frakkland
Sakho var í hjarta varnarinnar gegn vonlausu og mjög grófu liði Honduras. Ekkert mál fyrir Frakka að afgreiða það og Sakho og co héldu búrinu hreinu.

Fílabeinsströndin
Kolo Toure var í hjarta varnarinnará bekknum þegar Japan var lagt af velli 2-1. Góð byrjun hjá Toure og félögum. Stuðningsmenn þeirra misstu sig allir í fögnuðnum, allir nema einn.

Spánn
Pepe Reina var eins og vanalega á bekknum þegar Spánverjum var slátrað. Casillas var svo lélegur að margir hafa viljað sjá varamarkmann fá sénsinn, rétt eins og kom fyrir hann hjá Real Madríd. David De Gea ákvað að meiðast núna og því er Reina næsti maður inn fyrir Casillas…sem verður aldrei settur á bekkinn.

Xabi Alonso skoraði annars mark Spánverja í leiknum, kom þeim yfir eftir vítaspyrnu. Torres var á bekknum í byrjun en kom inná 62.mínútu og gat ekkert.

Dirk Kuyt var á bekknum hjá Hollendingum allann tímann.

Belgía
Mignolet verður á bekknum gegn Alsír á morgun.

Argentína
Enginn leikmaður Liverpool í liði Argentínu en við þekkjum tvo í þeirra liði vel. Maxi Rodriguez er ennþá að hlaupa upp vænginn og Mascherano er á miðjunni og var maður leiksins hjá þeim.

HM byrjar annars með látum og er fínasta uppfyllingarefni meðan við bíðum eftir að alvöru fótbolti hefjist á nýjan leik. Umræðan er opin um bæði HM og Liverpool.

21 Comments

 1. nennir einhver að segja mer hvernig Maxi Rodriguez kemst i byrjunarlið Argentínu ? eg trúði þvi ekki i gær að þetta væri sa maxi sem var hja okkur, eg var hissa þegar eg sa hann spila með Argenti u a HM 2010 ..

  annars var sterling flottur fyrir England og eg vona að England vinni Úrúgvæ næst og komist áfram.

 2. Hodgson er væntanlega ekkert að fara að spila 4-4-2 (með denantamiðju)? Þá gæti hann a.m.k. spilað með bæði Sturridge og Rooney í framlínunni.

 3. “Kolo Toure var í hjarta varnarinnar þegar Japan var lagt af velli 2-1. ”

  Ég hef sennilega drukkið of marga bjóra. En ég sá Kolo bara á bekknum.

 4. Einn af “okkar” mönnum í vetur hann Victor Moses spilaði núna með Nigeríu. Vonbrigði eins og allt tímabilið með okkur og var tekinn útaf í byrjun seinni hálfleiksins. Eini Móses sem ég man eftir sem klikkar alltaf.

 5. Alveg var það hryllileg sóun á okkar frábæru leikmönnum að láta þetta getulausa gamalmenni sem Roy er, fara með liðið til Brasilíu. Það ku víst vera eins og í gufubaði þarna, en maður lifandi, láttu liðið allavega reyna að gera það sem virkaði svo frábærlega fyrir Liverpool í vetur, að pressa andstæðinginn almennilega. Við sáum einmitt í dag hvað getur komið út úr því þegar menn pressa rétt og sækja hratt á andstæðinginn.
  Ítalía er auðvitað mun skipulagðara og betra lið en það portúgalska og inniheldur þar að auki ekki vanvita eins og Pepe, en það er allt í lagi að reyna að ná fram öðrum úrslitum en tapi.
  Eins nóg með að liðið hafi spilað af því getuleysi sem aðeins framlenging á Roy karlinum getur, heldur kom konungur fáránleikans auðvitað fram eftir leik og fór að krefjast meir af ákveðnum leikmönnum liðsins.
  Ég finn til með okkar mönnum að lenda í þessu,

 6. Afhverju er Roy Hodgson að þjálfa england? afhverju? Nei svona afhverju? Hver ræður stjóra sem landsliðs þjálfara sem vinnur 45% leikja með Liverpool? Afhverju? Nei svona Af hverju? Afhverju? Get ég sótt um þetta starf? Held ég gæti farið betur með það, En samt, Afhverju strákar? Af hverju? ha? afhverju?

 7. ÞAð verður spennandi að sjá hvort Reina Fái sénsinn hjá Spánn… Casillas er augljóslega ekki sami leikmaður og fyrir 4 árum í dag. og skandall að hann haldi sætinu sínu eftir þessi mörgu mistök sem hann gerði í síðasta leik. Allveg komin tími að Reina fá alvöru séns hjá landsliðinu.

  Annarrs Þá er stór leikur hjá England – úrugvay! Þá kemur í ljós hvaða leikmenn fara í sumarfrí. Kannski væri bara ágætt fyrir okkur Liverpool að Costa Rica kæmist áfram úr riðlinum með ítölum! Annarrs held ég að Sakho fari lengst af okkur mönnum í ár. Frakkar virðast vera sterkir og eru ekki í eins erfiðum riðli eins og sumir leikmenn okkar eru í.

  Enn eitt það jákvæða við þetta HM miðað við 2010 Er að það er hægt að horfa á þetta í sjónvarpinu… ég veit ekki hvað ég gafst upp oft á hljóðinnu 2010 útaf Vuvuzela lúðrinum! það á bara banna svona viðbjóð!!! Svo verður maður að minnast á Mörkinn virðast rigna inn! 1 leikur búinn. Neymar – Van Persie – Robben – Benzema komnir með 2 og Muller 3.. Búnir að fá sjá flotta leiki niðurlægingu Spánn!! Þýska Stálið er mætt til leiks. Þetta HM virðist ætla að hafa ALLT!!! 😀 Vonandi gerir Aron 1- 2 mörk og stimplar sig inn 🙂

 8. Ég var að heyra að niðurröðun fyrir næsta tímabil væri klár og við ættum Arsenal í fyrsta leik. Hafið þið eitthvað séð um þetta?

 9. – Hver ræður stjóra sem landsliðs þjálfara sem vinnur 45% leikja með Liverpool?

  Spyr Arnór í nr. 7… Samkv. mínum reiknings-skilningi og þessari síðu (http://lfcstats.co.uk/royhodgson.html) var hann með 38,2% vinningshlutfall í öllum leikjum… Það fær mann reyndar bara til að staglast á spruningunni… Af hverju? Kannski af því Liverpool-stuðningsmenn voru svo harðir við hann? Var það ekki ein afsökunin?

 10. “David De Gea ákvað að meiðast”
  Skil ekki svona orðalag, sorrý.

 11. Hafliði, athugaðu hvort að ekki sé tómt á húmors-tanknum eða kannski ertu með bilaðann fattara.

  Ef allir ættu að fara taka upp þitt hugarfar að þá stefnir í fólk sem segir:

  “Skil ekki svona orðalag, sorrý.”

  Ég skil ekki svona orðalag, afsakið en útlenskar slettur á okkar fallega máli skiptir öllu.

  Sem betur fer er samfélagið ekki svo slæmt ennþá að svona væl hafi einhvern forgang.

 12. Ég verð að fá að gera eina athugasemd. Ekki við orðalag eða enskuslettur, heldur við hann Roy “okkar” Hodgson.

  Ég spyr líka AF HVERJU er maðurinn að þjálfa þetta lið? Hann er undir á móti Ítölum, og er með reyndan landsliðsmann, sem er drjúgur skorari, klókur að koma sér í færi og koma öðrum í færi, og heitir Frank Lampard. En nei, hann notar Wilshere og Lallana, á sínu fyrsta stórmóti til að hressa upp á sóknarleikinn. Sem hresstist auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut.

  Ekki það að mér sé ekki skítsama um hvernig og hvenær Engendingarnir detta út, en mér finnst agalegt að þegar þeir eiga loksins þokkalegan mannskap að þá sé þjálfari sem hugsar með rassgatinu á sér og flestir okkar hérna gætu hæglega gert betur en hann.

 13. Everton (h)
  Tottenham (ú)
  Southampton (h)
  Man City (ú)
  Hlýtur að teljast erfiðasti kaflinn á tímabilinu.
  Svo finnst mér svolítið skrítið að ManUtd og Arsenal leikirnir séu í röð bæði fyrir og eftir áramót.

  Annars er ég nú bara nokkuð ánægður með þetta skipulag. Ef við verðum aftur í einhverri topp baráttu á næsta ári, þá gæri þessi þriðji síðasti leikur orðið mikilvægur, Chelsea á útivelli. Annars er þessu bara nokkuð vel dreift, nema það að við endum á útivelli, sem mér finnst alltaf leiðilegt.

 14. ég er frekar hissa(samt glaður) að okkar maður Jordan Henderson hafi byrjað fram yfir Frank Lampard og Jack Wilshere. Þar sem ég held að Henderson sé lélegur í öllum öðrum leikkerfum nema tígul miðju. Glen Johnson átti ekki gott mót og ég væri til í að sjá Liverpool kaupa nýjan bakvörð í sumar. Sterling og Sturridge voru samt flottir.

HM tippleikur

Leikjaplanið fyrir 2014/15 komið!