HM tippleikur

Það er afar lítið að frétta en svona til gamans bendum við á tippleik Bjarna Más. Þetta fór hreinlega framhjá mér um daginn en reglurnar eru svona

en þar sem þetta er tengt þá langar mig að bjóða ykkur kopverjum að vera með í smá tippleik varðandi HM, fyrst þarf að svara 12 spurningum og eru 4 stig fyrir hvert rétt svar

Slóðin á leikinn er hérna: http://www.kicktipp.de/hmleikur/

Fyrsta spurningin er svona: „Which team will produce the highest goal scorer?“
og svo tippa á úrslit leikja og er nóg að tippa áður en leikur hefst.
Fyrir rétt úrslit (1X2) fást 2 stig
Fyrir réttan markamun fást 2 stig
Fyrir hárrétt úrslit fást 4 stig

Eins og staðan er núna eru engin verðlaun en það má bæta úr því ef einhver er í gjafastuði

Vonast til að sjá sem flesta en slóðin er

Bara skrá sig inn og tippa 🙂

Núverandi staða er svona. Forskotið ekkert óyfirstíganlegt.

16 Comments

  1. Holland er að spila stjarnfæði, moronoleg leiðilega bolta, tvær rútur í teig

  2. legg til að þið hlustið aftur á síðasta pod-cast og umfjöllun spekinganna um hollenska landsliðið 🙂

  3. Já var búinn að hlusta á það og alveg sammála þeim að Holland var stórt spurningamerki fyrir mót. Kannski bara gott ef það heyrist ekki píp úr þeirra herbúðum fyrir mót núna annað en oft áður.

    Ákvað bara að taka létt og gamansamt skot á Jospoi þar sem hans komment kom á versta tíma fyrir hann og Luis van Gaal greinilega með Kop.is á refresh og ákvað að gefa í eftir hans komment. Fyrir utan það að ég er dyggur stuðningsmaður Hollands og tek hvert tækifæri að skjóta á þá sem efast um hæfileika þessa liðs.

  4. Mr. Maggi

    Þú ert skemmtilega diplomatiskur 🙂

    Okkar frábæru síðuhaldarar gersamlega hraunuðu yfir hollenska liðið og höfðu enga trú á þeim. Ég held að þeir hafi allir spáð þeim 3. sætið í riðlinum.

    Nei, nei, svona án gríns. Þá reiknaði auðvitað enginn með þessari slátrun. Tel mjög vafasamt að afskrifa Spánverjana, en það stefnir í rosalegan leik strax í 16-liða úrslitum, þ.e. Spánn – Brasilía! Þetta mót fer af stað með hvelli, heldur betur! Bring it on!!

  5. Þetta mót byrjar stórkostlega og þessi leikur verður sennilega á topp 3 yfir bestu leiki þessa móts og markið hjá Persie á sama lista.

    Frammistaða Hollands fór fram úr væntingum mínum og sennilega allra. Mistök af minni hálfu að taka Alonso út af fyrir Pedro og ætla að fara allir inn að sækja sigur í stöðunni 2-1 að mig minnir. Óþolinmæði og ekkert annað.

    Ekkert dipló i mínu svari, bara það sem ég var að hugsa á þeim tíma.

  6. Þetta voru auðvitað ekki mistök af minni hálfu að taka Alonso útaf heldur bara mistök, að mínu áliti, (hef engin bein sambönd við del Bosque).

  7. Ótrúlegt verk sem Roy hefur unnið með landsliðið. Nokkrir af mest spennandi leikmönnum deildarinnar spila einhvern uppvakningsgöngubolta. Ef enska liðið hefði brot af eiginleikum Liverpool í að pressa andstæðinginn hefði liðið fengið eitthvað úr leiknum. Ekki einu sinni á 90. mínútu leit út fyrir að liðið væri að spila á HM.

  8. Staðan eftir fyrsta “matchday” oddursig er efstur, hann var með báða síðustu leikinaí gærkvöldi hárrétta og náði í 12 stig þar.

    1. OddurSig 20
    2. Copacabana-ivar 18
    3. Hannar 16
    4. bjarnims 14

    annars er heildarstaðan Hérna

  9. Staðan er svona núna

    1. 6 Glanninn 38
    2. 8 holafz 36
    3. 2 OddurSig 34
    4. 2 Copacabana-ivar 30
    5. 8 Hrossafluga 28

    en Glanninn og holafz náðu janmörgum stigum í þessari umferð eða 26 stig

Dejan Lovren?

Strákarnir okkar á HM